Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.26
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Pólland
0
662
1765892
1763973
2022-08-24T14:14:06Z
Akigka
183
/* Sögulegur tími */ bæti við
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Pólland
| nafn_á_frummáli = Rzeczpospolita Polska
| nafn_í_eignarfalli = Póllands
| fáni = Flag of Poland.svg
| skjaldarmerki = Herb Polski.svg
| staðsetningarkort = EU-Poland_(orthographic_projection).svg
| tungumál = [[pólska]]
| höfuðborg = [[Varsjá]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Póllands|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Póllands|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Andrzej Duda]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Mateusz Morawiecki]]
| ESBaðild=[[2004]]
| stærðarsæti = 69
| flatarmál = 312.696
| hlutfall_vatns = 1,48
| mannfjöldaár = 2020
| mannfjöldasæti = 38
| fólksfjöldi = 38.268.000
| VLF_ár = 2021
| VLF = 1.363
| VLF_sæti = 19
| VLF_á_mann = 35.957
| VLF_á_mann_sæti = 39
| íbúar_á_ferkílómetra = 123
| staða = Stofnun
| atburður1 = [[Kristnitakan í Póllandi|Kristnitakan]]
| dagsetning1 = [[14. apríl]] [[966]]
| atburður2 = [[Konungsríkið Pólland]]
| dagsetning2 = [[1. maí]] [[992]]
| atburður3 = [[Pólland-Litháen]]
| dagsetning3 = [[1. júlí]] [[1569]]
| atburður4 = [[Skiptingar Póllands]]
| dagsetning4 = [[24. október]] [[1795]]
| atburður5 = [[Hertogadæmið Varsjá]]
| dagsetning5 = [[22. júlí]] [[1807]]
| atburður6 = [[Sameining Póllands]]
| dagsetning6 = [[11. nóvember]] [[1918]]
| atburður7 = [[Innrásin í Pólland]]
| dagsetning7 = [[1. september]] [[1939]]
| atburður8 = [[Alþýðulýðveldið Pólland]]
| dagsetning8 = [[8. apríl]] [[1945]]
| atburður9 = [[Lýðveldið Pólland]]
| dagsetning9 = [[13. september]] [[1989]]
| VÞL_ár = 2019
| VÞL = {{hækkun}} 0.880
| VÞL_sæti = 35
| gjaldmiðill = [[Pólskt slot|Pólskt slot (zł)]] (PLN)
| tímabelti = [[UTC]]+1 (UTC+2 [[Evrópskur sumartími|á sumrin]])
| þjóðsöngur = [[Mazurek Dąbrowskiego]]<br />
| tld = pl
| símakóði = 48
}}
'''Pólland''' ([[pólska]]: ''Polska''), formlega '''Lýðveldið Pólland''', er land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Þýskaland]]i í vestri, [[Tékkland]]i og [[Slóvakía|Slóvakíu]] í suðri, [[Úkraína|Úkraínu]], [[Hvíta-Rússland]]i og [[Litháen]] í austri og [[Rússland]]i ([[Kalíníngrad]]) í norðri.<ref>{{Cite web|url=https://geohistory.today/poland/|title=Poland|date=28. febrúar 2017}}</ref> Landið á strönd að [[Eystrasalt]]i og renna þar árnar [[Odra]] og [[Visla]] í sjó. Pólland er landfræðilega fjölbreytt land sem nær að [[Súdetaland]]i og [[Karpatafjöll]]um í suðri. Pólland er 312.679 ferkílómetrar að flatarmáli og er níunda stærsta land Evrópu. Íbúar Póllands eru rúmlega 38 milljónir og það er sjötta fjölmennasta ríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]]. [[Varsjá]] er höfuðborg landsins og stærsta borgin. Aðrar helstu borgir Póllands eru [[Kraká]], [[Łódź]], [[Wrocław]], [[Poznań]], [[Gdańsk]] og [[Szczecin]].
[[Saga Póllands]] nær þúsundir ára aftur í tímann. Á [[síðfornöld]] settust ýmsir þjóðflokkar og ættbálkar að á [[Norður-Evrópusléttan|Norður-Evrópusléttunni]]. [[Vestur-Pólanar]] lögðu hluta svæðisins undir sig og landið dregur nafn sitt af þeim. Stofnun ríkis í Póllandi má rekja til ársins 966 þegar [[Mieszko 1.]], fursti yfir landsvæði sem samsvarar nokkurn veginn núverandi ríki, tók [[kristni]] og snerist til [[rómversk-kaþólsk trú|rómversk-kaþólskrar trúar]]. [[Konungsríkið Pólland]] var stofnað árið 1025 og árið 1569 gekk það í konungssamband við [[Stórhertogadæmið Litháen]] með [[Lublinsamningurinn|Lublinsamningnum]]. [[Pólsk-litháíska samveldið]] var eitt af stærstu og fjölmennustu ríkjum Evrópu á 16. og 17. öld með [[Gullna frelsið|einstaklega frjálslynt]] stjórnkerfi sem tók upp fyrstu [[stjórnarskrá]] Evrópu.<ref>Norman Davies, ''Europe: A History'', Pimlico 1997, p. 554: ''Poland-Lithuania was another country which experienced its 'Golden Age' during the sixteenth and early seventeenth centuries. The realm of the last Jagiellons was absolutely the largest state in Europe''</ref><ref>{{cite book|author=Piotr Stefan Wandycz|title=The price of freedom: a history of East Central Europe from the Middle Ages to the present|url=https://books.google.com/books?id=m5plR3x6jLAC&pg=PA66|access-date=13. ágúst 2011|year=2001|publisher=Psychology Press|isbn=978-0-415-25491-5|page=66}}</ref><ref>{{Cite book|last1=Gehler|first1=Michael|url=https://books.google.com/books?id=V0rW0pBr2SAC&q=Michael+Gehler%2C+%E2%80%8ERolf+Steininger+%C2%B7+2005|title=Towards a European Constitution: A Historical and Political Comparison with the United States|last2=Steininger|first2=Rolf|date=2005|publisher=Böhlau Verlag Wien|isbn=978-3-205-77359-7|pages=13|language=en|quote=Poland had actually managed to pass a first progressive constitution on 3, May 1795; this was Europes first written constitution.}}</ref>
[[Pólska gullöldin]] leið undir lok við [[skiptingar Póllands]] af hálfu nágrannaríkja undir lok 18. aldar. Landið fékk aftur sjálfstæði þegar [[Annað pólska lýðveldið]] var stofnað eftir [[Versalasamningarnir|Versalasamningana]] 1918. Eftir röð átaka um yfirráðasvæði komst Pólland til áhrifa í evrópskum stjórnmálum á ný. [[Síðari heimsstyrjöldin]] hófst með [[innrásin í Pólland|innrás Þjóðverja í Pólland]] og síðan innrás [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í kjölfarið, samkvæmt [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|Molotov-Ribbentrop-sáttmálanum]] milli ríkjanna. Um sex milljón Pólverjar, þar á meðal þrjár milljónir [[Helförin|gyðinga]], týndu lífinu í styrjöldinni.<ref>{{cite book|author1=Tatjana Tönsmeyer|author2=Peter Haslinger|author3=Agnes Laba|title=Coping with Hunger and Shortage under German Occupation in World War II|url=https://books.google.com/books?id=qbBhDwAAQBAJ&pg=PA188|date= 2018|publisher=Springer|isbn=978-3-319-77467-1|page=188}}</ref> Eftir stríðið varð Pólland hluti af [[Austurblokkin]]ni og [[Pólska alþýðulýðveldið]] var stofnað. Landið var einn af stofnaðilum [[Varsjárbandalagið|Varsjárbandalagsins]] í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]]. Árið 1989 hófust mótmæli gegn kommúnistastjórninni og verkföll verkalýðsfélaga [[Samstaða (verkalýðsfélag)|Samstöðu]]. Stjórn [[Sameinaði pólski verkamannaflokkurinn|Sameinaða pólska verkamannaflokksins]] féll og Póllandi var breytt úr [[flokksræði]] í [[forsetaþingræði]].
Pólland er með [[þróað markaðshagkerfi]]<ref>{{cite web|url=https://emerging-europe.com/news/poland-promoted-to-developed-market-status-by-ftse-russell/#:~:text=Global%20index%20provider%20FTSE%20Russell,%2C%20France%2C%20Japan%20and%20Australia. |title=Poland promoted to developed market status by FTSE Russell |last= |first= |date=September 2018 |website=Emerging Europe |publisher= |access-date=1. janúar 2021 |quote=}}</ref> og telst til [[miðveldi|miðvelda]]. Hagkerfi Póllands er það sjötta stærsta í Evrópusambandinu að nafnvirði og það fimmta stærsta kaupmáttarjafnað.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2001rank.html|title=The World Factbook — Central Intelligence Agency|website=www.cia.gov|access-date=12. apríl 2019|archive-date=2011-06-04|archive-url=https://web.archive.org/web/20110604195034/https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/rankorder/2001rank.html|dead-url=yes}}</ref> Póllandi situr hátt á lista yfir lönd eftir [[vísitala um þróun lífsgæða|lífsgæðum]], og skorar hátt fyrir öryggi<ref>{{cite web |url=http://hdr.undp.org/en/countries/profiles/POL |title=Human Development Indicators – Poland |date=2020 |website=Human Development Reports |publisher=United Nations Development Programme |access-date=16. desember 2020}}</ref> og [[viðskiptafrelsi]].<ref>{{cite web|url=http://www.city-safe.com/danger-rankings/|title=World's Safest Countries Ranked — CitySafe|access-date=14. apríl 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170415012741/http://www.city-safe.com/danger-rankings/|archive-date=15. apríl 2017|url-status=dead}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.thenews.pl/1/9/Artykul/272767,Poland-25th-worldwide-in-expat-ranking|title=Poland 25th worldwide in expat ranking|access-date=14. apríl 2017|archive-date=2018-11-06|archive-url=https://web.archive.org/web/20181106140617/http://www.thenews.pl/1/9/Artykul/272767,Poland-25th-worldwide-in-expat-ranking|dead-url=yes}}</ref> [[Menntun í Póllandi|Háskólamenntun]] og [[heilbrigðisþjónusta í Póllandi|heilbrigðisþjónusta]] eru opinber og gjaldfrjáls.<ref>{{cite web|url=https://eures.praca.gov.pl/en/index.php?option=com_content&view=article&id=81&Itemid=114|title=Social security in Poland|last=Administrator|access-date=24. apríl 2017|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20160312084711/https://eures.praca.gov.pl/en/index.php?option=com_content&view=article&id=81&Itemid=114|archive-date=12 March 2016}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.europe-cities.com/destinations/poland/health/|title=Healthcare in Poland – Europe-Cities|access-date=24. apríl 2017|archive-url=https://web.archive.org/web/20170424181021/http://www.europe-cities.com/destinations/poland/health/|archive-date=24. apríl 2017|url-status=dead}}</ref> Pólland á aðild að [[Schengen-svæðið|Schengen-svæðinu]], [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]], [[Evrópska efnahagssvæðið|Evrópska efnahagssvæðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Höfin þrjú|Höfunum þremur]], [[Visegrád-hópurinn|Visegrád-hópnum]] og [[NATO]].
== Heiti ==
Á [[pólska|pólsku]] heitir landið ''Polska''.<ref name="Thompson">{{cite book |last=Thompson |first=Wayne C. |date=2021 |title=Nordic, Central, and Southeastern Europe 2020-2022 |url=https://books.google.com/books?id=lttJEAAAQBAJ&dq=name+poland+%22polska%22+derived&pg=PA322 |location=Blue Ridge Summit |publisher=Rowman & Littlefield Publishers |page=322 |isbn=9781475856262}}</ref> Nafnið er dregið af heiti [[Pólanar|Pólana]], [[Vestur-Slavar|vesturslavnesks]] þjóðarbrots sem bjó við [[Warta-á]] frá 6. til 8. aldar.<ref name="Lukowski & Zawadzki">{{cite book |last1=Lukowski |first1=Jerzy |last2=Zawadzki |first2=Hubert |date=2001 |title=A Concise History of Poland |url=https://books.google.com/books?id=NpMxTvBuWHYC&dq=polanie+poland+warta+history&pg=PA4 |location=Cambridge |publisher=Cambridge University Press |page=4 |isbn=0521551099}}</ref> Heiti þjóðarbrotsins er dregið af [[frumslavneska]] orðinu ''pole'' sem merkir „akur“ og er dregið af frumindóevrópska orðinu ''*pleh₂-'' „flatlendi“.<ref name="Lehr-Spławiński">{{cite book |last=Lehr-Spławiński |first=Tadeusz |date=1978 |title=Język polski. Pochodzenie, powstanie, rozwój |url=https://books.google.com/books?id=EjJHAAAAIAAJ&q=Je%CC%A8zyk+polski+:+pochodzenie,+powstanie,+rozwo%CC%81j |location=Warszawa|publisher=Państwowe Wydawnictwo Naukowe |page=64 |oclc=4307116 |language=Polish}}</ref> Orðið vísar til landfræði svæðisins og flatlendrar sléttunnar í [[Pólland hið meira|Póllandi hinu meira]].<ref name="Potkański">{{cite book |last=Potkański |first=Karol |orig-date=1922 |date=2004 |title=Pisma pośmiertne. Granice plemienia Polan |volume=1 & 2 |url=https://www.google.com.au/books/edition/Pisma_po%C5%9Bmiertne/b78eAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=p%C5%82aska%20wielkopolska%20polanie |location=Kraków |publisher=Polska Akademia Umiejętności |page=423 |isbn=9788370634117 |language=Polish}}</ref><ref name="Heath">{{cite book |last=Everett-Heath |first=John |author-link=John Everett-Heath |date=2019 |title=The Concise Dictionary of World Place-Names |chapter-url=https://books.google.com/books?id=ufkFEAAAQBAJ&dq=poland+field+polanie&pg=PT1498 |location=Oxford |publisher=University Press |chapter=Poland (Polska) |isbn=9780191905636}}</ref>
Landið hét áður fyrr Pólínaland og íbúar þess Pólínar á [[íslenska|íslensku]], en frá miðri 19. öld var farið að notast við orðmyndina Pólland. Nafn landsins var þýtt sem „Sléttumannaland“ í 4. hefti ''Fjölnis''.<ref>{{vísindavefur|77051|Af hverju skrifa Íslendingar Pólland með tveimur L-um?}}</ref> Latneska heitið ''Polonia'' var almennt notað í Evrópu á miðöldum.<ref name="Buko">{{cite book |last=Buko |first=Andrzej |date=2014 |title=Bodzia. A Late Viking-Age Elite Cemetery in Central Poland |url=https://www.google.com.au/books/edition/Bodzia/VAOjBQAAQBAJ?hl=en&gbpv=0 |location=Leiden |publisher=Brill |pages=36, 62 |isbn=9789004281325}}</ref>
Annað fornt norrænt heiti á íbúum landsins er Læsir, dregið af forna heitinu ''Lechia'' sem er uppruni heitis Póllands á [[ungverska|ungversku]], [[litháíska|litháísku]] og [[persneska|persnesku]].<ref name="Hannan">{{cite book |last=Hannan |first=Kevin |date=1994 |title=Language and Identity in a West Slavic Borderland: The Case of Teschen Silesia |url=https://books.google.com/books?id=YmrlAAAAMAAJ&q=poland+persian+lithuanian+hungarian+lechitic |location=Austin |publisher=University of Texas |page=127 |oclc=35825118}}</ref> Nafnið er dregið af sagnkonungnum [[Lech og Czech|Lech]] sem átti að hafa stofnað ríki í [[Pólland hið minna|Póllandi hinu minna]].<ref name="Dabrowski 2014">{{cite book |last=Dabrowski |first=Patrice M. |date=2014 |title=Poland. The First Thousand Years |url=https://www.google.com.au/books/edition/Poland/X__-DwAAQBAJ?hl=en&gbpv=0 |location=New York |publisher=Cornell University Press |isbn=9781501757402}}</ref><ref name="Kamusella">{{cite book |last=Kamusella |first=Tomasz |date=2022 |title=Words in Space and Time: A Historical Atlas of Language Politics in Modern Central Europe |url=https://books.google.com/books?id=spRUEAAAQBAJ&dq=lendians+lech+poland&pg=PA9 |location=Budapest |publisher=Central European University Press |page=9 |isbn=9789633864180}}</ref> Orðið er skylt [[fornpólska]] orðinu ''lęda'' „slétta“.<ref>{{cite book |last=Małecki |first=Antoni |date=1907 |title=Lechici w świetle historycznej krytyki |url=https://books.google.com/books?id=dYwBAAAAMAAJ&q=Lechici+w+%C5%9Bwietle+historycznej+krytyki |location=Lwów (Lviv) |publisher=Zakład Narodowy im. Ossolińskich |page=37 |isbn=9788365746641 |language=Polish}}</ref> Bæði nöfnin ''Lechia'' og ''Polonia'' voru notuð af sagnariturum á miðöldum.<ref name="Andersson & Morkinskinna">{{cite book |last1=Andersson |first1=Theodore Murdock |last2=Morkinskinna |first2=Ellen Gade |date=2000 |title=The Earliest Icelandic Chronicle of the Norwegian Kings (1030-1157) |url=https://books.google.com/books?id=lrdcDwAAQBAJ&dq=The+Earliest+Icelandic+Chronicle+of+the+Norwegian+Kings+%281030-1157%29+2000&pg=PR4 |location=Ithaca |publisher=Cornell University Press |page=471 |isbn=9780801436949}}</ref>
== Saga ==
===Forsögulegur tími===
Elstu merki um mannabyggð (''[[Homo erectus]]'') á svæðinu eru um það bil 500.000 ára gömul, en ísaldir sem fylgdu í kjölfarið hafa gert varanlega byggð ómögulega.<ref>{{cite book |last=Fabisiak |first=Wojciech |date=2002 |title=Dzieje powiatu wrocławskiego |url=https://www.google.com.au/books/edition/Dzieje_powiatu_wroc%C5%82awskiego/g_8jAQAAIAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=500%20000%20lat%20temu%20polska%20homo%20erectus |location=Wrocław |publisher=Starostwo Powiatowe |page=9 |isbn=9788391398531 |language=pl}}</ref> Vísbendingar eru um að hópar [[neanderdalsmenn|neanderdalsmanna]] hafi hafst við í suðurhéruðum Póllands á [[Eem]]-hlýskeiðinu (128.000-115.000 f.o.t.) og næstu árþúsund.<ref>{{cite book |last=Chwalba |first=Andrzej |date=2002 |title=Kalendarium dziejów Polski (Chronology of Polish History) |location=Kraków |publisher=Wydawnictwo Literackie |page=7 |isbn=9788308031360 |language=pl}}</ref> Koma [[nútímamaður|nútímamanna]] fór saman við lok [[Síðasta ísöld|síðustu ísaldar]] (10.000 f.Kr.) þegar Pólland varð byggilegt.<ref>{{cite book |last=Jurek |first=Krzysztof |date=2019 |title=Poznać przeszłość 1. Karty pracy ucznia. Poziom podstawowy |location=Warszawa (Warsaw) |publisher=Nowa Era |page=93 |isbn=9788326736537 |language=pl}}</ref> Minjar frá [[nýsteinöld]] sýna umtalsverða þróun mannabyggða á svæðinu; elstu dæmi um [[ostagerð]] í Evrópu (5500 f.Kr.) fundust í [[Kujavía|Kujavíu]],<ref>{{cite journal |url=http://www.nature.com/news/art-of-cheese-making-is-7-500-years-old-1.12020 |title=Art of cheese-making is 7,500 years old |journal=Nature News |first=Nidhi |last=Subbaraman |date=12. desember 2012 |doi=10.1038/nature.2012.12020|s2cid=180646880}}</ref> og [[Bronicice-potturinn]] er grafinn með mynstri sem gæti verið elstu þekktu myndir af [[hjól]]i (3400 f.Kr.).<ref>{{cite journal |last1=Attema |first1=P. A. J. |last2=Los-Weijns |first2=Ma |last3=Pers |first3=N. D. Maring-Van der |title=Bronocice, Flintbek, Uruk, Jebel Aruda and Arslantepe: The Earliest Evidence Of Wheeled Vehicles In Europe And The Near East |journal=Palaeohistoria |date=Desember 2006 |volume=47/48 |publisher=[[University of Groningen]] |pages=10–28 (11)}}</ref>
[[Bronsöld]] hófst í Póllandi um 2400 f.Kr. en [[járnöld]] hófst um 750 f.Kr.<ref>{{Cite web |url=https://books.google.com/books?id=2GLUAAAAMAAJ&q=epoka+zelaza+w+polsce+700 |title=Archeologia i pradzieje Polski |first1=Aleksander |last1=Gardawski |first2=Zdzisław |last2=Rajewski |first3=Jerzy |last3=Gąssowski |date=6. september 1957 |publisher=Państwowe Zakł. Wydawn. |language=pl}}</ref> Á þessum tíma varð [[Lúsatíumenningin]], sem nær frá bronsöld til járnaldar, áberandi á svæðinu. Frægasti fornleifafundur frá forsögulegum tíma í Póllandi er víggirta byggðin í [[Biskupin]] (endurbyggð sem útisafn), sem er frá Lúsatíumenningunni á síðbronsöld, um 748 f.Kr.<ref>{{cite book|url=https://books.google.com/books?id=yfPYAQAAQBAJ&q=biskupin&pg=PA96|title=Northern Europe: International Dictionary of Historic Places |first1=Trudy |last1=Ring |first2=Noelle |last2=Watson |first3=Paul |last3=Schellinger |date=28 October 2013 |publisher=Routledge |access-date=31. mars 2019 |isbn=9781136639449 |language=en}}</ref>
Mörg aðskilin menningarsamfélög settust að á svæðinu á [[Klassísk fornöld|klassískri fornöld]], sérstaklega [[Keltar]], [[Skýþar]], [[Germanar]], [[Sarmatar]], [[Slavar]] og [[Eystrasaltsbúar]].<ref>{{cite book |last=Davies |first=Norman |author-link=Norman Davies |date=2001 |title=Heart of Europe. The Past in Poland's Present |url=https://www.google.com.au/books/edition/Heart_of_Europe/mkcSDAAAQBAJ?hl=en&gbpv=0 |location=Oxford |publisher=Oxford University Press |page=247 |isbn=9780192801265 |language=en}}</ref> Fornleifarannsóknir hafa auk þess staðfest að [[Rómaveldi|rómverskar]] herdeildir hafi komið til svæðisins.<ref>{{cite web |url=https://naukawpolsce.pap.pl/aktualnosci/news%2C29296%2Carcheolog-mamy-dowody-na-obecnosc-rzymskich-legionistow-na-terenie-polski |title=Archeolog: mamy dowody na obecność rzymskich legionistów na terenie Polski |last=Zdziebłowski |first=Szymon |date=27. apríl 2018 |website=Nauka w Polsce |publisher=Ministerstwo Edukacji i Nauki |access-date=8. ágúst 2021 |language=pl}}</ref>
Þetta hafa líklega verið könnunarsveitir sendar til að verja flutninga [[raf]]s um [[Rafleiðin]]a. [[Pólskir ættbálkar]] komu fram á [[Þjóðflutningatímabilið|þjóðflutningatímabilinu]] um miðja 6. öld.<ref>{{cite book |language=pl | url=http://www.muzeumczestochowa.pl/wp-content/uploads/2012/11/folder.pdf | title=Z mroku dziejów. Kultura Łużycka | publisher=Muzeum Częstochowskie. Rezerwat archeologiczny (Museum of Częstochowa) | year=2007 | access-date=9. janúar 2013 |author1=Maciej Kosiński |author2=Magdalena Wieczorek-Szmal | pages=3–4 | quote=Możemy jedynie stwierdzić, że kultura łużycka nie tworzyła jednej zwartej całości. Jak się wydaje, jej skład etniczny był niejednorodny. | isbn=978-83-60128-11-4}}</ref> Þetta voru aðallega [[Vestur-Slavar]] og [[Lekítar]] að uppruna, en blönduðust öðrum hópum sem búið höfðu á svæðinu í þúsundir ára.<ref>{{Citation |first=Marta |last=Mielnik-Sikorska |year=2013 |journal=PLOS ONE |volume=8 |issue=1 |pages=e54360 |title=The History of Slavs Inferred from Complete Mitochondrial Genome Sequences |display-authors=etal |pmc=3544712 |doi=10.1371/journal.pone.0054360 |pmid=23342138 |bibcode=2013PLoSO...854360M}}</ref> Elstu ættbálkasamfélögin gætu tengst [[Wielbark-menningin|Wielbark-menningunni]] og [[Przeworsk-menningin|Przeworsk-menningunni]].<ref>{{cite journal | last1 = Brather | first1 = Sebastian | year = 2004 | title = The Archaeology of the Northwestern Slavs (Seventh To Ninth Centuries) | journal = East Central Europe | volume = 31 | issue = 1| pages = 78–81 | doi = 10.1163/187633004x00116}}</ref><ref>Trubačev, O. N. 1985. ''Linguistics and Ethnogenesis of the Slavs: The Ancient Slavs as Evidenced by Etymology and Onomastics''. [http://www.jies.org/ ''Journal of Indo-European Studies'' (JIES)], 13: 203–256.</ref>
===Piast-ætt===
[[File:Poland960.png|thumb|200px|left|Pólland undir stjórn [[Mieszko 1.]], en kristnun hans markar upphaf ríkis í Póllandi árið 966.]]
Ríki tók að myndast í Póllandi um miðja 10. öld þegar [[Piast-ætt]] barðist til valda.<ref>{{cite book |last=Dabrowski |first=Patrice |date=2014 |title=Poland: The First Thousand Years |location=Ithaca |publisher=Cornell University Press |pages=21–22 |isbn=9781501757402}}</ref> Árið 966 tók [[Mieszko 1.]] [[kristni]] og gerði að ríkistrú.<ref>{{cite book |last=Ramet |first=Sabrina |date=2017 |title=The Catholic Church in Polish History. From 966 to the Present |url=https://www.google.com.au/books/edition/The_Catholic_Church_in_Polish_History/D2gpDwAAQBAJ?hl=en&gbpv=0 |location=New York |publisher=Palgrave Macmillan US |page=15 |isbn=978-1-137-40281-3}}</ref> Bréf um hann frá um 1080 sem ber titilinn ''[[Dagome iudex]]'' skilgreinir landamæri Póllands, segir höfuðborgina vera [[Gniezno]] og staðfestir að konungur landsins sé undir verndarvæng [[Páfadómur|Páfadóms]].<ref name="Curta">{{cite book |last1=Curta |first1=Florin |last2=Holt |first2=Andrew |date=2016 |title=Great Events in Religion |url=https://books.google.com/books?id=dgF9DQAAQBAJ&dq=dagome+iudex+gniezno+poland&pg=PA468 |location=Santa Barbara |publisher= ABC-CLIO |pages=468, 480–481 |isbn=9781610695664}}</ref> Saga Póllands var fyrst sögð af sagnaritaranum [[Gallus Anonymus]] í ritinu ''[[Gesta principum Polonorum]]''.<ref>{{Citation |editor-last=Knoll |editor-first=Paul W. |editor2-last=Schaer |editor2-first=Frank |title=Gesta Principum Polonorum / The Deeds of the Princes of the Poles |place=Budapest/ New York |publisher=Central European University Press |year=2003 |series=Central European Medieval Texts, General Editors János M. Bak, Urszula Borkowska, Giles Constable & Gábor Klaniczay, Volume 3 |isbn=978-963-9241-40-4 |pages=87–211}}</ref> Mikilvægur atburður á miðöldum var þegar [[Aðalbert af Prag]] var myrtur af heiðingjum árið 997 og líkamsleifar hans keyptar fyrir þyngd þeirra í gulli af eftirmanni Mieszkos, [[Bolesław 1.]]<ref name="Curta" />
Árið 1000 lagði Bolesław grunninn að því sem síðar varð [[Konungsríkið Pólland|sjálfstætt konungsríki]]. Hann fékk [[skrýðing]]arleyfi frá [[Ottó 3. keisari|Ottó 3. keisara]] sem samþykkti stofnun [[biskupsdæmi|biskupsdæma]].<ref name="Curta" /> Fyrstu pólsku biskupsdæmin voru stofnuð í [[Kraká]], [[Kołobrzeg]] og [[Wrocław]].<ref>{{cite book |last=Ożóg |first=Krzysztof |date=2009 |title=The Role of Poland in the Intellectual Development of Europe in the Middle Ages |url=https://www.google.com.au/books/edition/The_Role_of_Poland_in_the_Intellectual_D/VbouAQAAIAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=gniezno%20krakow%20wroclaw%20ko%C5%82obrzeg |location=Kraków |publisher=Societas Vistulana |page=7 |isbn=978-83-61033-36-3}}</ref> Á [[þingið í Gniezno|þinginu í Gniezno]] gaf Ottó Bolesław konungstákn og eftirmynd af [[spjótið helga|spjótinu helga]] fyrir krýningu hans sem fyrsta konungs Póllands í kringum 1025.<ref>{{Cite book |last= Davies |first= Norman |author-link= Norman Davies |year= 2005a |title= God's Playground: A History of Poland, Volume I |edition= 2nd |location= Oxford |publisher= [[Oxford University Press]] |isbn= 978-0-231-12817-9 |title-link= God's Playground |pages=27–28 }}</ref> Bolesław stækkaði ríkið umtalsvert með því að hertaka hluta af [[Lúsatía|Lúsatíu]], [[Mæri]], [[Efra-Ungverjaland]]i og svæði sem [[Garðaríki]] réði yfir.<ref>{{cite book |last1=Kumor |first1=Bolesław |last2=Obertyński |first2=Zdzisław |date=1974 |title=Historia Kościoła w Polsce |url=https://www.google.com.au/books/edition/Historia_Ko%C5%9Bcio%C5%82a_w_Polsce/3LrYAAAAMAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=boles%C5%82aw%20morawy%20%C5%82u%C5%BCyce%20w%C4%99gry |location=Poznań |publisher=Pallottinum |page=12 |oclc=174416485}}</ref>
[[File:Casimir the Great by Leopold Löffler.PNG|thumb|upright|right|[[Kasimír 3.]] er eini pólski konungurinn sem hefur hlotið auknefnið „hinn mikli“. Hann reisti margar byggingar og endurbætti her Póllands og lögbók í valdatíð sinni.]]
Umskiptin frá [[slavnesk heiðni|slavneskri heiðni]] til kristni í Póllandi urðu ekki umsvifalaus og leiddu til andspyrnu pólskra heiðingja á 4. áratug 11. aldar.<ref>{{cite book |author=Gerard Labuda |title=Mieszko II król Polski: 1025–1034 : czasy przełomu w dziejach państwa polskiego |url=https://books.google.com/books?id=Gb8gAAAAIAAJ&q=1032 |access-date=26 October 2014 |year=1992 |publisher=Secesja |isbn=978-83-85483-46-5 |page=112 |quote=... w wersji Anonima Minoryty mówi się znowu, iż w Polsce "paliły się kościoły i klasztory", co koresponduje w przekazaną przez Anonima Galla wiadomością o zniszczeniu kościołów katedralnych w Gnieźnie...}}</ref> Árið 1031 missti [[Mieszko 2.]] konungstitilinn og flúði eftir átök.<ref>{{cite book |last=Krajewska |first=Monika |date=2010 |title=Integracja i dezintegracja państwa Piastów w kronikach polskich Marcina Kromera oraz Marcina i Joachima Bielskich9 |url=https://www.google.com.au/books/edition/Integracja_i_dezintegracja_pa%C5%84stwa_Pias/BnlGAQAAIAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=mieszko%20II%20w%201031%20utraci%C5%82%201032%20ksi%C4%85%C5%BC%C4%99 |location=Warszawa (Warsaw) |publisher=W. Neriton |page=82 |isbn=978-83-909852-1-3 |language=pl}}</ref> Ófriðurinn leiddi til þess að höfuðborgin var flutt til Krakár af [[Kasimír 1.]]<ref>{{cite book |author=Anita J. Prazmowska |title=A History of Poland |url=https://books.google.com/books?id=r_0-BjHIkh4C&pg=PT28 |access-date=26 October 2014 |year=2011 |publisher=Palgrave Macmillan |isbn=978-0-230-34537-9 |pages=34–35}}</ref> Árið 1076 endurreisti [[Bolesław 2.]] konungdæmið, en var síðan bannfærður árið 1079 fyrir að myrða andstæðing sinn, [[Stanislaus frá Szczepanów|Stanislaus biskup]].<ref>{{cite book |last=Melton |first=J. Gordon |date=2011 |title=Religious Celebrations. An Encyclopedia of Holidays, Festivals, Solemn Observances, and Spiritual Commemorations |url=https://www.google.com.au/books/edition/Religious_Celebrations_An_Encyclopedia_o/lD_2J7W_2hQC?hl=en&gbpv=0 |location=Santa Barbara |publisher=ABC-CLIO |page=834 |isbn=978-1-59884-206-7}}</ref> Árið 1138 var landinu skipt í fimm furstadæmi þegar [[Bolesław 3.]] skipti því milli sona sinna.<ref name="Dabrowski 2014"/> Þessi furstadæmi voru [[Pólland hið meira]], [[Pólland hið minna]], [[Slésía]], [[Masóvía]] og [[Sandomierz]], sem stundum náði líka yfir [[Pommern]].<ref>{{cite book |last=Hourihane |first=Colum |date=2012 |title=The Grove encyclopedia of medieval art and architecture |volume=2 |url=https://books.google.com/books?id=FtlMAgAAQBAJ&dq=1138+%22five%22+silesia+mazovia+sandomierz+pomerania&pg=RA4-PA14 |location=New York |publisher=Oxford University Press |page=14 |isbn=9780195395365}}</ref> Árið 1226 bað [[Konráður 1. af Masóvíu]] [[Þýsku riddararnir|Þýsku riddarana]] að hjálpa sér gegn hinum heiðnu baltnesku [[Prússar hinir fornu|Prússum]]. Sú ákvörðun leiddi á endanum til stríðs gegn riddurunum.<ref>{{cite book |last1=Biber |first1=Tomasz |last2=Leszczyński |first2=Maciej |date=2000 |title=Encyklopedia Polska 2000. Poczet władców |url=https://www.google.com.au/books/edition/Encyklopedia_Polska_2000/AbYjAQAAIAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=konrad%20mazowiecki%20krzy%C5%BCacy%20sprowadzi%C5%82 |location=Poznań |publisher=Podsiedlik-Raniowski |page=47 |isbn=978-83-7212-307-7}}</ref>
Um miðja 13. öld reyndu [[Hinrik hinn skeggjaði]] og [[Hinrik hinn frómi]] að sameina hertogadæmin, en [[innrás Mongóla í Pólland]] og lát Hinriks fróma í [[orrustan við Legnica|orrustunni við Legnica]] komu í veg fyrir sameiningu.<ref>{{cite book |last=Krasuski |first=Jerzy |date=2009 |title=Polska-Niemcy. Stosunki polityczne od zarania po czasy najnowsze |url=https://www.google.com.au/books/edition/Polska_Niemcy/vBcsAQAAMAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=henryk%20pobo%C5%BCny%20zjednoczenie |location=Wrocław |publisher=Zakład Narodowy im. Ossolińskich |page=53 |isbn=978-83-04-04985-7}}</ref><ref>{{cite book |last=Maroń |first=Jerzy |date=1996 |title=Legnica 1241 |url=https://www.google.com.au/books/edition/Legnica_1241/CASkn7zoJj8C?hl=en&gbpv=0 |location=Warszawa (Warsaw) |publisher=Bellona |isbn=978-83-11-11171-4 |language=pl}}</ref> Eyðilegging og mannfækkun í kjölfar innrásanna og eftirspurn eftir faglærðu vinnuafli leiddu til innflutnings þýskra og flæmskra handverksmanna til Póllands, sem pólsku hertogarnir studdu.<ref>{{cite book |last=Davies |first=Norman |date=2010 |orig-date=1996 |title=Europe: A History |url=https://books.google.com/books?id=vD7SWb5lXBAC&dq=germans+flemish+into+poland+mongol+invasion&pg=PA366 |location=New York |publisher=Oxford University Press |page=366 |isbn=9780198201717}}</ref> Árið 1264 fengu Gyðingar mikið sjálfstæði með [[Kalisz-sáttmálinn|Kalisz-sáttmálanum]].<ref name="Dembkowski/Lublin">{{cite book |title=The union of Lublin, Polish federalism in the golden age |first=Harry E. |last=Dembkowski |publisher=East European Monographs |isbn= 978-0-88033-009-1 |page=271 |url=https://books.google.com/books?id=svAaAAAAMAAJ&q=poland+lithuania+1588+slavery |year =1982 }}</ref> Árið 1320 varð [[Vladislás 1. af Póllandi]] fyrsti konungur sameinaðs Póllands frá 1296<ref>{{cite book |last=Kula |first=Marcin |date=2000 |title=Zupełnie normalna historia, czyli, Dzieje Polski zanalizowane przez Marcina Kulę w krótkich słowach, subiektywnie, ku pożytkowi miejscowych i cudzoziemców |url=https://www.google.com.au/books/edition/Zupe%C5%82nie_normalna_historia_czyli_Dzieje/VBa1AAAAIAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=%C5%82okietek%201320%20zjednoczenie |location=Warszawa (Warsaw) |publisher=Więzi |pages=58–59 |isbn=978-83-88032-27-1}}</ref> og var sá fyrsti sem var krýndur í [[Dómkirkjan í Wawel|Wawel-dómkirkju]] í Kraká.<ref>{{cite book |last=Wróblewski |first=Bohdan |date=2006 |title=Jaki znak twój? Orzeł Biały |url=https://www.google.com.au/books/edition/Jaki_znak_tw%C3%B3j_Orze%C5%82_Bia%C5%82y/unEWAQAAIAAJ?hl=en&gbpv=0&bsq=%C5%82okietek%201320%20szczerbiec |location=Piekary Śląskie |publisher=ZP Grupa |page=28 |isbn=978-83-922944-3-6}}</ref>
[[Kasimír 3.]] hóf að reisa net [[Arnarhreiðraslóðin|kastala]], bæta herinn og laga- og dómskerfi landsins og efla [[Krakárþingið|alþjóðatengsl]].<ref name="Sokol1992-60">{{cite book|author=Stanley S. Sokol|title=The Polish Biographical Dictionary: Profiles of Nearly 900 Poles who Have Made Lasting Contributions to World Civilization|url=https://archive.org/details/polishbiographic00soko|url-access=registration|year=1992|publisher=Bolchazy-Carducci Publishers|isbn=978-0-86516-245-7|page=[https://archive.org/details/polishbiographic00soko/page/60 60]}}</ref><ref>{{cite book|author=Britannica Educational Publishing|title=Estonia, Latvia, Lithuania, and Poland|url=https://books.google.com/books?id=Ef2cAAAAQBAJ&pg=PA139|year=2013|publisher=Britannica Educational Publishing|isbn=978-1-61530-991-7|page=139}}</ref> Undir hans stjórn gerðist Pólland stórveldi í Evrópu. Hann lagði [[Rúþenía|Rúþeníu]] undir pólska stjórn árið 1340 og setti reglur um [[sóttkví]] sem komu í veg fyrir útbreiðslu [[svarti dauði|svarta dauða]].<ref>{{cite book | editor-last = Frucht | editor-first = Richard C. | author-last = Wróbel | author-first = Piotr | title = Eastern Europe: An Introduction to the People, Lands, and Culture | chapter = Poland | chapter-url = https://books.google.com/books?id=lVBB1a0rC70C | access-date = 8 April 2013 | date = 2004 | publisher = ABC-CLIO | volume = 1 | isbn = 978-1-57607-800-6 | page = [https://archive.org/details/easterneuropeint0000unse/page/10 10] | quote = At the same time, when most of Europe was decimated by the Black Death, Poland developed quickly and reached the levels of the wealthiest countries of the West in its economy and culture. | url = https://archive.org/details/easterneuropeint0000unse/page/10}}</ref><ref>{{cite book |last=Magill |first=Frank N. |date=2012 |title=The Middle Ages. Dictionary of World Biography |volume=2 |url=https://www.google.com.au/books/edition/The_Middle_Ages/aBHSc2hTfeUC?hl=en&gbpv=0 |location=Hoboken |publisher=Taylor & Francis |page=210 |isbn=978-1-136-59313-0}}</ref> Árið 1364 stofnaði hann [[Jagiellon-háskóli|háskóla í Kraká]] sem er ein af elstu háskólastofnunum Evrópu.<ref>{{cite book |last=Watson |first=Noelle |date=2013 |title=Northern Europe. International Dictionary of Historic Places |url=https://www.google.com.au/books/edition/Northern_Europe/yfPYAQAAQBAJ?hl=en&gbpv=0 |location=New York |publisher=Routledge, Taylor & Francis |page=388 |isbn=978-1-136-63944-9}}</ref> Andlát hans árið 1370 markaði endalok valdatíðar Piast-ættar.<ref>{{Harvnb|Magill|2012|p=64}}</ref> Eftirmaður hans var næsti karlkyns ættingi hans, [[Loðvík 1. af Ungverjalandi|Loðvík af Anjou]], sem ríkti yfir Póllandi, [[Ungverjaland]]i og [[Króatía|Króatíu]] með [[konungssamband]]i.<ref name="Davies 2001 256">{{Harvnb|Davies|2001|p=256}}</ref> Yngri dóttir Loðvíks, [[Jadwiga]], varð fyrsta ríkjandi drottning Póllands árið 1384.<ref name="Davies 2001 256"/>
=== Pólsk-litháíska samveldið ===
Árið [[1569]] voru aldalöng tengsli við stórhertogadæmið [[Litháen]] innsigluð með undirritun [[Lublin]]-samkomulagsins og [[Pólsk-litháíska samveldið]] myndað.
Samveldið leystist upp árið [[1795]] og Póllandi var síðan skipt á milli [[Prússland]]s, [[Rússland]]s og [[Austurríki]]s. Pólland fékk sjálfstæði að nýju sem lýðveldi árið [[1918]]. Í september árið [[1939]] hernámu [[Þýskaland|Þjóðverjar]] og [[Sovétríkin|Sovétmenn]] landið, hvorir úr sinni átt, og leiddi það til [[Síðari heimsstyrjöldin|heimsstyrjaldarinnar síðari]]. Yfir sex milljónir Pólverja féllu í stríðinu en eftir stríð lenti Pólland á áhrifasvæði Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldið Pólland var stofnað. Landamæri þess voru töluvert frábrugðin þeim sem giltu fyrir stríð. Lönd sem áður voru pólsk voru lögð undir Sovétríkin í austri en í staðinn fékk Pólland allstór landsvæði frá hinu fallna Þýskalandi.
Stjórn kommúnista var bolað frá árið 1989 og þriðja pólska lýðveldið stofnað. Í kjölfarið komst á markaðshagkerfi í stað sósíalískt skipulögðu hagkerfi. Tjáningarfrelsi, borgara- og pólitískt frelsi batnaði til muna. [[Lech Walesa]], forsprakki lýðræðisumbóta, varð forseti 1990-1995.
Árið 1999 gekk Pólland í [[NATO]], árið 2004 í [[Evrópusambandið]] og árið 2007 í [[Schengen]].
Frá 2015 hefur íhaldsflokkurinn [[Lög og réttlæti]] verið við völd í landinu. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir að vega að rétti kvenna, samkynhneigðra og dómskerfinu.
Árið 2022 komu um 3 milljónir flóttamanna til Póllands eftir [[innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússlands í Úkraínu]].
== Landfræði ==
[[File:Poland topo.jpg|thumb|right|Hæðakort af Póllandi.]]
Pólland er stórt land, og nær yfir um 312.696 ferkílómetra. 98,52% af þeim eru þurrlendi og 1,48% eru ár og vötn.<ref>{{Cite web|url=https://stat.gov.pl/obszary-tematyczne/ludnosc/ludnosc/powierzchnia-i-ludnosc-w-przekroju-terytorialnym-w-2018-roku,7,15.html|title=Powierzchnia i ludność w przekroju terytorialnym w 2018 roku|website=stat.gov.pl}}</ref> Landið er það 9. stærsta í Evrópu og í 69. sæti á heimsvísu. Pólland er landfræðilega fjölbreytt land með aðgang að sjó í norðri, fjöll í suðri og flatlenda sléttu í miðið.<ref name="auto5">{{Cite web|url=https://geografia.gozych.edu.pl/cechy-krajobrazow-polski/|title=Cechy krajobrazów Polski – Notatki geografia}}</ref> Megnið af miðhlutanum er flöt slétta, en annars staðar eru mörg stöðuvötn, ár, hæðir, mýrar og skógar.<ref name="auto5"/>
Pólland á strönd við [[Eystrasalt]] í norðri, sem nær frá [[Pommernflói|Pommernflóa]] að [[Gdańsk-vík]]. Út frá ströndinni liggja margar [[eyri (landform)|eyrar]], strandlón og [[sandalda|sandöldur]]. <ref>https://1001miejsc.pl/odkryj-cuda-natury-w-polsce-9-najciekawszych/3/#:~:text=Mierzeja%20Helska,Kaszubi%2C%20silnie%20kultywuj%C4%85cy%20swoje%20tradycje.</ref> Ströndin er að mestu bein, en [[Szczecin-lón]], [[Puck-flói]] og [[Vistula-lón]] ganga inn í hana.
Mið- og norðurhluti landsins eru á [[Norður-Evrópusléttan|Norður-Evrópusléttunni]]. Ofan við hana eru hæðótt svæði mynduð úr [[jökulruðningur|jökulruðningum]] og [[jökullón]] sem mynduðust eftir síðustu [[ísöld]], einkum í vatnasvæðinu í [[Pommern]], vatnasvæðinu í [[Stóra-Pólland]]i, vatnasvæðinu í [[Kassúbía|Kassúbíu]] og [[Masúríuvötn]]um.<ref name="auto6">{{Cite web|url=https://regiony-projekt.gozych.edu.pl/strony/pojezierza.html|title=Podróż przez regiony geograficzne Polski|website=regiony-projekt.gozych.edu.pl}}</ref> Stærst þessara fjögurra vatnasvæða er Masúríuvatnasvæðið sem nær yfir megnið af norðausturhluta Póllands. Vatnasvæðin mynda röð jökulgarða meðfram suðurströnd Eystrasalts.<ref name="auto6"/>
Sunnan við Norður-Evrópusléttuna eru héruðin [[Lúsatía]], [[Slésía]] og [[Masóvía]], sem eru breiðir ísaldardalir.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/European-Plain|title=European Plain | plain, Europe|website=Encyclopedia Britannica}}</ref> Syðsti hluti Póllands er fjalllendur; hann nær frá [[Súdetafjöll]]um í vestri að [[Karpatafjöll]]um í austri. Hæsti hluti Karpatafjalla eru [[Tatrafjöll]] við suðurlandamæri Póllands.<ref>{{Cite web|url=https://www.polskie-gory.pl/najwyzsze-szczyty-tatr.php|title=Najwyższe szczyty w Tatrach Polskich i Słowackich|website=www.polskie-gory.pl}}</ref>
Hæsti tindur Póllands er á fjallinu [[Rysy]], 2.499 metrar.
==Stjórnmál==
=== Héruð ===
{{aðalgrein|Héruð í Póllandi}}
Við endurreisn Póllands eftir heimsstyrjöldina síðari var landinu skipt upp í 14 héruð (pl: ''województwo'' - þýðir upphaflega ''hertogadæmi''). 1950 var þeim fjölgað í 17.
Árið 1975 var stjórnkerfinu breytt og stjórnstigum fækkað um eitt. Héruðin urðu þá 49 talsins og hélst svo til næstu stjórnkerfisbreytingar árið 1999.
Var héruðum þá aftur fækkað, að þessu sinni í 16:
{| class="wikitable"
! Hérað || Pólskt heiti || Höfuðborg
|-
| [[Neðri-Slesía (hérað)|Neðri-Slesía]]<ref>http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=490658</ref> || Województwo dolnośląskie || [[Wrocław]]
|-
| [[Kujavíska-Pommern (hérað)|Kujavíska-Pommern]] || Województwo kujawsko-pomorskie || [[Bydgoszcz]] og [[Toruń]]
|-
| [[Lublin (hérað)|Lublin]] || Województwo lubelskie || [[Lublin]]
|-
| [[Lubusz (hérað)|Lubusz]] || Województwo lubuskie || [[Gorzów Wielkopolski]] og [[Zielona Góra]]
|-
| [[Łódź (hérað)|Łódź]] || Województwo łódzkie || [[Łódź]]
|-
| [[Litla-Pólland (hérað)|Litla-Pólland]]<ref>http://www.icelandonline.is/ferdaheimurisl/polland.htm</ref> || Województwo małopolskie || [[Kraká]] (Kraków)
|-
| [[Masóvía (hérað)|Masóvía]]<ref name="fararheill">{{Cite web |url=http://fararheill.is/afangastadir/evropa/polland |title=Geymd eintak |access-date=2011-10-25 |archive-date=2011-11-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20111114141044/http://fararheill.is/afangastadir/evropa/polland |dead-url=yes }}</ref> || Województwo mazowieckie || [[Varsjá]] (Warszawa)
|-
| [[Opole (hérað)|Opole]] || Województwo opolskie || [[Opole]]
|-
| [[Neðri-Karpatía (hérað)|Neðri-Karpatía]]<ref name="fararheill"/> || Województwo podkarpackie || [[Rzeszów]]
|-
| [[Podlasía (hérað)|Podlasía]] || Województwo podlaskie || [[Białystok]]
|-
| [[Pommern (hérað)|Pommern]] || Województwo pomorskie || [[Gdańsk]]
|-
| [[Slesía (hérað)|Slesía]]<ref>http://snara.is/vefbaekur/g.aspx?dbid=2&action=search&sw=Sles%C3%ADa</ref> || Województwo śląskie || [[Katowice]]
|-
| [[Święty Krzyż (hérað)|Święty Krzyż]] || Województwo świętokrzyskie || [[Kielce]]
|-
| [[Ermland-Masúría (hérað)|Ermland-Masúría]]<ref>http://snara.is/s4.aspx?sw=ermland&dbid=Íslenska&action=search{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref> || Województwo warmińsko-mazurskie || [[Olsztyn]]
|-
| [[Stóra-Pólland (hérað)|Stóra-Pólland]] || Województwo wielkopolskie || [[Poznań]]
|-
| [[Vestur-Pommern (hérað)|Vestur-Pommern]] || Województwo zachodniopomorskie || [[Szczecin]]
|}
== Efnahagslíf ==
Hagkerfi Póllands mælt í [[verg landsframleiðsla|vergri landsframleiðslu]] er nú það sjötta stærsta innan Evrópusambandsins að nafnvirði og það fimmta stærsta með [[kaupmáttarjöfnuður|kaupmáttarjöfnuði]]. Það er líka það hagkerfi innan sambandsins sem er í örustum vexti.<ref>Jan Cienski, Warsaw, [https://web.archive.org/web/20120817112701/http://www.ft.com/cms/s/0/99bb5b68-c13d-11e1-8eca-00144feabdc0.html Poland's growth defies eurozone crisis] ''Financial Times'', 1 July 2012. Internet Archive.</ref> Um 61% mannaflans starfa innan [[þriðji geirinn|þriðja geirans]], 31% í framleiðsluiðnaði og 8% í landbúnaði.<ref>{{cite web|url=https://rynekpracy.org/statystyki/pracujacy-w-rolnictwie-przemysle-i-uslugach/|title=Pracujący w rolnictwie, przemyśle i usługach | RynekPracy.org|access-date=28 May 2020|archive-date=25 April 2020|archive-url=https://web.archive.org/web/20200425100036/https://rynekpracy.org/statystyki/pracujacy-w-rolnictwie-przemysle-i-uslugach/|url-status=dead}}</ref> Pólland er hluti af [[innri markaður Evrópusambandsins|innra markaði Evrópusambandsins]], en hefur þó ekki tekið upp [[evra|evruna]] og opinber gjaldmiðill er enn [[pólskur złoty]] (zł, PLN).
Pólland er leiðandi efnahagsveldi í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] með um 40% af 500 stærstu fyrirtækjum heimshlutans (miðað við tekjur) og háa [[hnattvæðingarvísitala|hnattvæðingarvísitölu]].<ref name="Polish economy seen as stable and competitive">{{cite news|url=http://www.wbj.pl/article-51029-polish-economy-seen-as-stable-and-competitive.html|title=Polish economy seen as stable and competitive|newspaper=Warsaw Business Journal|date=9 September 2010|access-date=28 July 2011|url-status=dead|archive-url=https://web.archive.org/web/20100913203601/http://www.wbj.pl/article-51029-polish-economy-seen-as-stable-and-competitive.html|archive-date=13 September 2010}}</ref> Stærstu fyrirtæki landsins eru hlutar af hlutabréfavísitölunum [[WIG20]] og [[WIG30]] í [[Kauphöllin í Varsjá|Kauphöllinni í Varsjá]]. Samkvæmt skýrslum til [[Seðlabanki Póllands|Seðlabanka Póllands]] var andvirði beinna erlendra fjárfestinga í Póllandi næstum 300 milljarðar pólsk zloty undir lok árs 2014. [[Tölfræðistofnun Póllands]] áætlaði að árið 2014 hefðu 1.437 pólsk fyrirtæki átt hlut í 3.194 erlendum fyrirtækjum.<ref>{{cite web|url=http://www.financialobserver.eu/poland/hundreds-of-foreign-companies-taken-over-by-polish-firms-over-the-last-decade/|title=Hundreds of foreign companies taken over by Polish firms over the last decade|language=en|work=Central European Financial Observer|date=5 April 2016|author=Dorota Ciesielska-Maciągowska|access-date=17 June 2017}}</ref>
Bankakerfið í Póllandi er það stærsta í Mið-Evrópu<ref name="TWI-2011">Thomas White International (September 2011), [https://web.archive.org/web/20130913074250/http://www.thomaswhite.com/global-perspectives/banking-sector-in-poland/ Prominent Banks in Poland.] Emerging Market Spotlight. Banking Sector in Poland (Internet Archive). Retrieved 6 November 2014.</ref> með 32,3 útibú á 100.000 fullorðna íbúa.<ref>Worldbank.org, [http://siteresources.worldbank.org/EXTGLOBALFINREPORT/Resources/8816096-1361888425203/9062080-1364927957721/GFDR-2014_Statistical_Appendix_B.pdf Global Financial Development Report 2014.] Appendix B. Key Aspects of Financial Inclusion (PDF file, direct download). Retrieved 6 November 2014.</ref> Pólska hagkerfið var það eina í Evrópu sem komst hjá [[alþjóðlega fjármálakreppan 2008|alþjóðlegu fjármálakreppunni 2008]].<ref name="The Global Competitiveness Report 2010–2011">{{cite web|last=Schwab|first=Klaus|title=The Global Competitiveness Report 2010–2011|url=http://www3.weforum.org/docs/WEF_GlobalCompetitivenessReport_2010-11.pdf|publisher=World Economic Forum|access-date=25 April 2011|pages=27 (41/516)}}</ref> Landið er 20. stærsti útflytjandi á vörum og þjónustu í heiminum.<ref name="auto7">{{cite web|url=https://data.worldbank.org/indicator/BX.GSR.GNFS.CD|title=Exports of goods and services (BoP, current US$) | Data|website=data.worldbank.org}}</ref> Útflutningur á vörum og þjónustu var talinn vera 56% af vergri landsframleiðslu árið 2020.<ref>{{cite web |title=Exports of goods and services (% of GDP) {{!}} Data |url=https://data.worldbank.org/indicator/NE.EXP.GNFS.ZS |website=data.worldbank.org |access-date=6 September 2021}}</ref> Í september 2018 var atvinnuleysi áætlað 5,7% sem var með því lægsta sem gerðist í Evrópusambandinu.<ref>{{cite web|url=https://businessinsider.com.pl/finanse/makroekonomia/bezrobocie-w-polsce-wrzesien-2018-r/437gjnh|title=GUS podał najnowsze dane dot. bezrobocia w Polsce|date=23 October 2018|access-date=28 October 2018}}</ref> Árið 2019 voru sett lög í Póllandi sem gáfu launafólki undir 26 ára aldri undanþágu frá [[tekjuskattur|tekjuskatti]].<ref>{{cite news|url=https://www.cnn.com/2019/07/30/europe/poland-income-tax-youths-intl/index.html|title=Brain drain claimed 1.7 million youths. So this country is scrapping its income tax|author=Ivana Kottasová|website=CNN|date=30 July 2019|access-date=30 July 2019}}</ref>
== Íbúar ==
Íbúar Póllands voru rúmlega 38 milljónir árið 2021 og landið er því níunda fjölmennasta land Evrópu og fimmta stærsta aðildarríki [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]].<ref>{{cite book |author=Statistics Poland |date=2021 |title=Preliminary results of the National Population and Housing Census 2021 |url=https://stat.gov.pl/en/national-census/national-population-and-housing-census-2021/national-population-and-housing-census-2021/preliminary-results-of-the-national-population-and-housing-census-2021,1,1.html |publisher=Główny Urząd Statystyczny GUS |page=1 |language=en}}</ref> Íbúaþéttleiki er 122 á ferkílómetra.<ref>{{cite book |author=Statistics Poland |date=2021 |title=Area and population in the territorial profile |url=https://stat.gov.pl/en/topics/population/population/area-and-population-in-the-territorial-profile-in-2021,4,15.html |publisher=Główny Urząd Statystyczny GUS |page=20 |language=en, pl}}</ref> [[Frjósemishlutfall]] var talið vera 1,42 börn á konu árið 2019, sem er með því lægsta sem gerist í heiminum.<ref>{{cite web|url=https://data.worldbank.org/indicator/SP.DYN.TFRT.IN?locations=PL|title=Fertility rate, total (births per woman) - Poland|work=[[World Bank]]|access-date=12 March 2022}}</ref> Að auki eru íbúar Póllands að eldast töluvert og [[miðaldur]] er um 42 ár.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/median-age/country-comparison|title=Median age|work=[[CIA World Factbook]]|publisher=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=12 March 2022}}</ref>
[[File:Population of Poland.svg|upright=1.1|thumb|Íbúar Póllands frá 1990 til 2010 taldir í milljónum.]]
Um 60% af íbúum búa í þéttbýli eða stórborgum og 40% í sveitahéruðum.<ref>{{cite web|url=https://data.worldbank.org/indicator/SP.URB.TOTL.IN.ZS?locations=PL|title=Urban population (% of the population) - Poland|work=[[World Bank]]|access-date=13 March 2022}}</ref> Árið 2020 bjó yfir helmingur Pólverja í [[einbýlishús]]um og 44,3% í íbúðum.<ref>{{cite web |url=https://appsso.eurostat.ec.europa.eu/nui/submitViewTableAction.do |title=Distribution of population by degree of urbanisation, dwelling type and income group - EU-SILC survey |date=2020 |website=European Statistical Office "Eurostat" |publisher=European Commission |access-date=6 April 2022}}</ref> Fjölmennasta sýsla Póllands er [[Masóvía (hérað)|Masóvía]] og fjölmennasta borgin er höfuðborgin, [[Varsjá]], með 1,8 milljón íbúa og aðrar 2-3 milljónir á stórborgarsvæðinu.<ref>[http://www.mrr.gov.pl/polityka_regionalna/SRPW_2020/Dokumenty%20i%20ekspertyzy/Documents/17d0ccd2c3f14ed3893369e56d59849cMarkowski.pdf Funkcje Metropolitalne Pięciu Stolic Województw Wschodnich] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20090327120341/http://www.mrr.gov.pl/polityka_regionalna/SRPW_2020/Dokumenty%20i%20ekspertyzy/Documents/17d0ccd2c3f14ed3893369e56d59849cMarkowski.pdf |date=27 March 2009 }} - [[:pl:Tadeusz Markowski (ekonomista)|Markowski]]</ref><ref>[https://www.un.org/esa/population/publications/wup2003/2003WUPHighlights.pdf ''World Urbanization Prospects''] - [[United Nations]] - Department of Economic and Social Affairs / Population Division, The 2003 Revision (data of 2000)</ref><ref>[[Eurostat]], [http://www.urbanaudit.org/DataAccessed.aspx Urban Audit database] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110406130058/http://www.urbanaudit.org/DataAccessed.aspx |date=6 April 2011 }}, accessed on 12 March 2009. Data for 2004.</ref> Stærsta þéttbýlissvæðið er stórborgarsvæði [[Katowice]] þar sem íbúar eru milli 2,7 milljón<ref>{{cite web |url=http://www.newgeography.com/content/003879-major-metropolitan-areas-europe |title=Major Metropolitan Areas in Europe |last=Cox |first=Wendell |date=2013 |website=New Geography |publisher=Joel Kotkin and Praxis Strategy Group}}</ref> og 5,3 milljón.<ref>[[European Spatial Planning Observation Network]], [https://www.espon.eu/sites/default/files/attachments/fr-1.4.3_April2007-final.pdf Study on Urban Functions (Project 1.4.3)] {{webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150924002318/http://www.espon.eu/export/sites/default/Documents/Projects/ESPON2006Projects/StudiesScientificSupportProjects/UrbanFunctions/fr-1.4.3_April2007-final.pdf |date=24 September 2015 }}, Final Report, Chapter 3, (ESPON, 2007)</ref> Íbúaþéttleiki er meiri í suðurhluta landsins og er mestur milli borganna [[Wrocław]] og [[Kraká]].<ref>{{cite journal |last=Jażdżewska |first=Iwona |title=Changes in population density of the urban population in southern Poland in the period 1950-2011 against the background of political and economic transformation |date=September 2017 |volume=21 |number=3 |pages=107–113 |doi=10.1515/mgrsd-2017-0017 |issn=2084-6118 |journal=Miscellanea Geographica |publisher=Sciendo|s2cid=134111630 }}</ref>
Í manntali árið 2011 töldu 37.310.341 sig vera [[Pólverji|Pólverja]], 846.719 sögðust vera [[Silesíubúar]], 232.547 [[Kasúbíubúar]] og 147.814 [[Þjóðverjar]]. Aðrir minnihlutahópar töldu 163.363 manns (0,41%) og 521.470 (1,35%) gáfu ekki upp neitt þjóðerni.<ref name="GUS97">{{cite book |url=https://stat.gov.pl/files/gfx/portalinformacyjny/pl/defaultaktualnosci/5670/22/1/1/struktura_narodowo-etniczna.pdf |title=Struktura narodowo-etniczna, językowa i wyznaniowa ludności Polski. Narodowy Spis Powszechny Ludności i Mieszkań 2011 |trans-title=National-ethnic, linguistic and religious structure of Poland. National Census of Population and Housing 2011 |publisher=Central Statistical Office |year= 2015 |isbn=978-83-7027-597-6 |page=36 |language=pl}}</ref> Opinberar tölur um íbúa innihalda ekki farandverkafólk án dvalarleyfis eða [[Karta Polaka]] (ríkisborgaraskírteini).<ref>{{cite book |author=Statistics Poland |date=n.d. |title=The Concept of the International Migration. Statistics System in Poland. |url=https://stat.gov.pl/cps/rde/xbcr/gus/p_inter_migration_stat_system_in_poland.pdf |publisher=Główny Urząd Statystyczny GUS |page=5 |language=en}}</ref> Yfir 1,7 milljón úkraínskir ríkisborgarar störfuðu löglega í Póllandi árið 2017.<ref>{{cite news |title=Filling Poland's labour gap |url=https://poland-today.pl/filling-polands-labour-gap/ |access-date=24 March 2019 |work=Poland Today}}</ref> Fjöldi aðfluttra fer ört vaxandi og ríkið samþykkti 504.172 atvinnuleyfisumsóknir útlendinga árið 2021.<ref>{{cite web |author=Departament Rynku Pracy MRPiPS |date=2021 |title=Zezwolenia na pracę cudzoziemców |url=https://psz.praca.gov.pl/-/8180075-zezwolenia-na-prace-cudzoziemcow |website=psz.praca.gov.pl |language=pl}}</ref>
=== Borgir og bæir ===
[[Bielsko-Biała]], [[Białystok]], [[Bydgoszcz]], [[Częstochowa]], [[Gdańsk]], [[Gdynia]], [[Gniezno]], [[Goleniów]], [[Karpacz]], [[Katowice]], [[Kielce]], [[Kołobrzeg]], [[Koszalin]], [[Kraká]], [[Lublin]], [[Łowicz]], [[Łódź]], [[Malbork]], [[Nowe Warpno]], [[Olsztyn]], [[Opole]], [[Police]], [[Poznań]], [[Radom]], [[Sopot]], [[Stargard Szczeciński]], [[Szczecin]], [[Świnoujście]], [[Toruń]], [[Varsjá]], [[Wolin (borg)|Wolin]], [[Wrocław]], [[Zakopane]]
== Menning ==
[[Mynd:0003 kotlet schabowy 2013, photo by Silar.JPG|thumb|220px|[[Kotlet schabowy]] með ýmsum salötum]]
=== Matargerð ===
{{aðalgrein|Pólsk matargerð}}
Pólsk matargerð hefur breyst í gegnum tíma vegna breytilegra aðstæðna í landinu. Hún er svipuð öðrum eldunarhefðum sem er að finna annars staðar í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] og [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og jafnvel í [[Frakkland]]i og á [[Ítalía|Ítalíu]]. Áhersla er lögð á [[kjöt]], sérstaklega svínakjöt, nautakjöt og kjúkling (mismunandi eftir svæðum), og vetrar[[grænmeti]] svo sem kál, ásamt [[krydd|kryddi]]. Ýmiss konar [[núðla|núðlur]] er líka að finna í mörgum réttum, meðal þeirra helstu eru ''[[kluski]]'', auk [[korn]]plantna eins og ''[[kasza]]''. Pólsk matargerð er almennt vegleg og mikið er notað af [[egg]]jum og [[rjómi|rjóma]]. Hefðbundnu réttirnir krefjast mikils undirbúnings. Margir Pólverjar eyða miklum tíma í að undirbúa og borða hátíðarrétti sína, sérstaklega um [[jól]] og [[páskar|páska]]. Þá getur tekið nokkra daga til að búa til alla réttina.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Pólland}}
* [http://www.gov.pl Vefur pólska ríkisins]
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Atlantshafsbandalagið}}
[[Flokkur:Pólland| ]]
bzkbg0snym001gi9rxd1a6y2290wr77
17. apríl
0
927
1765895
1681679
2022-08-24T16:08:13Z
TKSnaevarr
53243
/* Fædd */
wikitext
text/x-wiki
{{dagatal|apríl}}
'''17. apríl''' er 107. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (108. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 258 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[69]] - [[Vitellius]] tók við sem keisari í Róm.
* [[1498]] - [[Loðvík 12.]] varð konungur [[Frakkland]]s.
* [[1555]] - Borgin [[Siena]] á Ítalíu gafst upp eftir átján mánaða umsátur herliðs [[Flórens]] og keisarans.
* [[1711]] - [[Karl 6. keisari|Karl 6.]] varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
* [[1797]] - Bretar reyndu að hertaka [[Púertó Ríkó]] en fóru halloka gegn Spánverjum.
* [[1895]] - [[Hvítabandið]] var stofnað í Reykjavík.
* [[1910]] - [[Ungmennasamband Skagafjarðar]] var stofnað.
* [[1913]] - Járnbraut á milli [[Öskjuhlíð]]ar og [[Reykjavíkurhöfn|Reykjavíkurhafnar]] var tekin í notkun. Hún var notuð til grjótflutninga.
* [[1913]] - [[Ölgerðin Egill Skallagrímsson]] tók til starfa.
* [[1937]] - [[Daffy Duck]] kom fyrst fram í mynd frá [[Warner Bros]].
* [[1939]] - [[Þjóðstjórnin]], samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti [[Hermann Jónasson|Hermanns Jónassonar]], tók við völdum. Hún sat í 3 ár.
* [[1941]] - Ríkisstjórn [[Konungsríkið Júgóslavía|Júgóslavíu]] gafst upp fyrir innrás [[Öxulveldin|Öxulveldanna]].
* [[1961]] - [[AFRTS Keflavik]] fékk leyfi menntamálaráðherra til að auka útsendingarstyrk sjónvarpsútsendinga stöðvarinnar.
* [[1961]] - [[Innrásin í Svínaflóa]]: Vopnaður hópur útlægra Kúbverja gerði misheppnaða innrás í Kúbu með fulltingi bandarísku leyniþjónustunnar CIA.
* [[1964]] - Bandaríski bílaframleiðandinn Ford setti [[Ford Mustang]] á markað.
* [[1970]] - [[Appollóáætlunin]]: ''[[Appollo 13]]'' lenti heilu og höldnu í Kyrrahafi.
* [[1971]] - [[Sheikh Mujibur Rahman]] stofnaði Alþýðulýðveldið [[Bangladess]] en tveimur dögum síðar flúði stjórnin til [[Indland]]s.
* [[1973]] - Sérsveitin [[GSG 9]] var stofnuð í Þýskalandi til að takast á við hryðjuverk.
* [[1975]] - [[Rauðu kmerarnir]] náðu höfuðborg [[Kambódía|Kambódíu]], [[Phnom Penh]], á sitt vald.
* [[1979]] - Fjöldi skólabarna í [[Mið-Afríkulýðveldið|Mið-Afríkulýðveldinu]] var handtekinn og mörg drepin eftir mótmæli gegn skólabúningum.
* [[1982]] - [[Kanada]] fékk fullt sjálfstæði frá Bretlandi með nýrri stjórnarskrá.
* [[1991]] - [[Dow Jones-vísitalan]] náði 3000 stigum í fyrsta sinn.
<onlyinclude>
* [[1994]] - [[Gerðarsafn]], listasafn Kópavogs, var opnað.
* [[1999]] - Naglasprengja sem hægriöfgamaðurinn [[David Copeland]] kom fyrir sprakk á markaði í [[Brixton]].
* [[2002]] - [[Al-Kaída]] lýsti ábyrgð á [[hryðjuverkin 11. september 2001|hryðjuverkunum 11. september 2001]] á hendur sér.
* [[2003]] - [[Anneli Jäätteenmäki]] varð fyrsti kvenforsætisráðherra Finnlands.
* [[2004]] - Leiðtogi Hamas, [[Abdel Aziz al-Rantisi]], var drepinn í þyrluárás Ísraelshers á Gasaströndinni.
* [[2009]] - Fjórir sakborningar í [[Pirate Bay-málið|Pirate Bay-málinu]] í Svíþjóð voru dæmdir í árs fangelsi og til að greiða 30 milljónir sænskra króna í bætur.
* [[2010]] - [[Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir]], varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði af sér og tók sér hlé frá þingstörfum. Áður höfðu [[Björgvin G. Sigurðsson]], Samfylkingu, og [[Illugi Gunnarsson]], Sjálfstæðisflokki, einnig tekið sér hlé frá þingstörfum vegna upplýsinga sem fram komu í [[Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis|skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis]].
* [[2015]] - [[Úkraína]] óskaði eftir því að [[Alþjóðadómstóllinn í Haag]] fjallaði um stríðsglæpi aðskilnaðarsinna á [[Krímskagi|Krímskaga]].
* [[2016]] - Yfir 200 fórust í öflugum jarðskjálfta í [[Ekvador]].</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1497]] - [[Pedro de Valdivia]], spænskur landvinningamaður (d. [[1553]]).
* [[1573]] - [[Maximilían 1. kjörfursti|Maximilían 1.]], kjörfursti af Bæjaralandi (d. [[1651]]).
* [[1734]] - [[Taksin]], Konungur Thaílands (d. [[1782]]).
* [[1799]] - [[Eliza Acton]], enskt ljóðskáld og brautryðjandi í matreiðslubókaskrifum (d. [[1859]])
* [[1885]] - [[Karen Blixen]], danskur rithöfundur (d. [[1962]]).
* [[1894]] - [[Níkíta Khrústsjov]], aðalritari sovéska kommúnistaflokksins (d. [[1971]]).
* [[1897]] - [[Thornton Wilder]], bandarískt leikskáld (d. [[1975]]).
* [[1916]] - [[Sirimavo Bandaranaike]], forsætisráðherra Srí Lanka (d. [[2000]]).
* [[1928]] - [[Cynthia Ozick]], bandarískur rithöfundur.
* [[1941]] - [[Jón Sigurðsson (f. 1941)|Jón Sigurðsson]], fyrrum ráðherra og bankastjóri Norræna fjárfestingabankans.
* [[1948]] - [[Jan Hammer]], tékkneskt tónskáld.
* [[1948]] - [[John N. Gray]], breskur heimspekingur.
* [[1952]] - [[Joe Alaskey]], bandarískur leikari (d. [[2016]]).
* [[1957]] - [[Nick Hornby]], breskur rithöfundur.
* [[1959]] - [[Sean Bean]], breskur leikari.
* [[1961]] - [[Eyjólfur Kristjánsson]], íslenskur tónlistarmaður.
* [[1963]] - [[Joel Murray]], bandarískur leikari.
* [[1964]] - [[Maynard James Keenan]], bandarískur söngvari ([[Tool]] og [[A Perfect Circle]]).
* [[1967]] - [[Birgitta Jónsdóttir]], íslenskt skáld og stjórnmálamaður.
* [[1974]] - [[Victoria Beckham]], fyrrum meðlimur [[Spice Girls]].
* [[1978]] - [[Jordan Hill]], bandarísk söngkona.
* [[1985]] - [[Takuya Honda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1993]] - [[Rúnar Freyr Þórhallsson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1996]] - [[Dee Dee Davis]], bandarísk leikkona.
== Dáin ==
* [[485]] - [[Próklos]], grískur heimspekingur (f. [[412]]).
* [[858]] - [[Benedikt 3.]] páfi.
* [[1298]] - [[Árni Þorláksson]] Skálholtsbiskup (f. [[1237]]).
* [[1427]] - [[Jóhann 4,. hertogi af Brabant|Jóhann 4.]], hertogi af Brabant (f. [[1403]]).
* [[1761]] - [[Thomas Bayes]], breskur stærðfræðingur (f. um 1702).
* [[1790]] - [[Benjamin Franklin]], bandarískur stjórnmálamaður (f. [[1706]]).
* [[1902]] - [[Valdimar Ásmundsson]], íslenskur ritstjóri (f. [[1852]]).
*[[1966]] - [[Júlíana Sveinsdóttir]], íslensk myndlistakona (f. [[1889]])
* [[1979]] - [[Yukio Tsuda]], japanskur knattspyrnumaður (f. [[1917]]).
* [[1985]] - [[Lon Nol]], kambódískur hershöfðingi (f. [[1913]]).
* [[1996]] - [[Piet Hein]], danskur stærðfræðingur og skáld (f. [[1905]]).
* [[2003]] - [[Koji Kondo (knattspyrnumaður)|Koji Kondo]], japanskur knattspyrnumaður (f. [[1972]]).
* [[2014]] - [[Gabriel García Márquez]], kólumbískur rithöfundur, blaðamaður og [[Nóbelsverðlaun í bókmenntum|Nóbelsverðlaunahafi]] (f. [[1927]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Apríl]]
40cvull6y7zjgg299uh9vcjwext857a
Friðarverðlaun Nóbels
0
1477
1765937
1758958
2022-08-25T01:54:58Z
Kwamikagami
3200
wikitext
text/x-wiki
{{NobelPrizes}}
'''Friðarverðlaun Nóbels''' eða bara '''Friðarverðlaunin''' eru ein af þeim fimm verðlaunum sem sænski iðnjöfurinn [[Alfred Nobel]] stofnaði til með auðæfum sínum. Í erfðaskrá sinni kvað hann á um að friðarverðlaunin skyldi veita þeim sem gert hefði mest eða unnið best að bræðralagi þjóða, unnið að afvopnun og dregið úr hernaðarmætti og fyrir að standa fyrir og vinna að friðarráðstefnum.
Friðarverðlaunin eru veitt af norska [[Stórþingið|Stórþinginu]], sem kýs sérstaka friðarverðlaunanefnd, sem aftur velur verðlaunaþegann. Hin Nóbelsverðlaunin sjá Svíar um.
==Handhafar friðarverðlauna Nóbels==
{| align="center" class="wikitable"
|-
! Ár
! colspan=2|Handhafi
! Land
! Ástæða
|-
| rowspan=2 | [[1901]]
| [[Mynd:Jean Henri Dunant.jpg|75px]]
| [[Jean Henri Dunant]]
| [[Sviss]]
| Fyrir hlut sinn í stofnun [[Rauði krossinn|Rauða krossins]]
|-
| [[Mynd:Frederic Passy.jpg|75px]]
| [[Frédéric Passy]]
| [[Frakkland]]
| Fyrir að vera einn af stofnendum [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] og meginskipuleggjandi Alþjóðlega friðarráðsins.
|-
| rowspan=2 | [[1902]]
| [[Mynd:Ducommun.jpg|75px]]
| [[Élie Ducommun]]
| rowspan=2|[[Sviss]]
| Heiðursritari [[Alþjóðlega friðarskrifstofan|Alþjóðlegu friðarskrifstofunnar]].
|-
| [[File:Charles Albert Gobat2.jpg|75px]]
| [[Charles Albert Gobat]]
| Aðalritari [[Alþjóðaþingmannasambandið|Alþjóðaþingmannasambandsins]] og heiðursritari [[Alþjóðlega friðarskrifstofan|Alþjóðlegu friðarskrifstofunnar]].
|-
| [[1903]]
| [[Mynd:Cremer.jpg|75px]]
| Sir [[William Randal Cremer]]
| [[Bretland]]
| Þingmaður á [[Breska þingið|Breska þinginu]] og stofnandi [[Alþjóðlega gerðardómssambandið|Alþjóðlega gerðardómssambandsins]].
|-
| [[1904]]
| [[Mynd:Logo of Institut de Droit International.svg|75px]]
| [[Institut de droit international]]
| [[Belgía]]
| Fyrir framlag sitt sem óopinber aðili til skilgreininga á meginreglum alþjóðaréttar.
|-
| [[1905]]
|[[Mynd:Bertha-von-Suttner-1906.jpg|75px]]
| [[Bertha von Suttner]]
| [[Austurríki-Ungverjaland]]
| Róttækur friðarsinni.
|-
| [[1906]]
|[[Mynd:President Theodore Roosevelt, 1904.jpg|75px]]
| [[Theodore Roosevelt]]
| [[Bandaríkin]]
| Fyrir milligöngu sína í gerð friðarsáttmála til að binda enda á [[stríð Rússlands og Japans]].
|-
| rowspan=2| [[1907]]
|[[Mynd:Ernesto Teodoro Moneta.jpg|75px]]
| [[Ernesto Teodoro Moneta]]
| [[Ítalía]]
| Byltingamaður og friðarsinni.
|-
|[[Mynd:Louis Renault jurist.gif|75px]]
| [[Louis Renault]]
| [[Frakkland]]
| Franskur erindreki og lögfræðingur sem barðist fyrir alþjóðalögum.
|-
| rowspan=2| [[1908]]
|[[Mynd:KParnoldson.jpg|75px]]
| [[Klas Pontus Arnoldson]]
| [[Svíþjóð]]
| Rithöfundur og friðarsinni.
|-
| [[Mynd:Fredrik Bajer nobel.jpg|75px]]
| [[Fredrik Bajer]]
| [[Danmörk]]
| Friðarsinni, kennari, stjórnmálamaður og frumkvöðull að bættum milliríkjasamskiptum.
|-
| rowspan=2| [[1909]]
|[[Mynd:Beernaert.gif|75px]]
| [[Auguste Marie François Beernaert]]
| [[Belgía]]
|
|-
|[[Mynd:PaulBalluet.gif|75px]]
| [[Paul-Henri-Benjamin d'Estournelles de Constant]]
| [[Frakkland]]
| Franskur diplómati
|-
| [[1910]]
|[[Mynd:IPB-logo.gif|75px]]
| [[International Peace Bureau]]
| [[Sviss]]
| Stofnsett árið 1891.
|-
| rowspan=2| [[1911]]
|[[Mynd:TMCasser.jpg|75px]]
| [[Tobias Michael Carel Asser]]
| [[Holland]]
|
|-
|[[Mynd:Alfred Herrmann Fried Foto.jpg|75px]]
| [[Alfred Hermann Fried]]
| [[Austurríki]]
| Blaðamaður; Stofnandi ''Die Friedenswarte''.
|-
| [[1912]]
|[[Mynd:Elihu Root, bw photo portrait, 1902.jpg|75px]]
| [[Elihu Root]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1913]]
|[[Mynd:HenriLaFontaine.jpg|75px]]
| [[Henri La Fontaine]]
| [[Belgía]]
|
|-
| [[1914]]
| colspan=4 rowspan=3 align=center|''Engin verðlaun voru veitt vegna [[Fyrri heimsstyrjöldin|Fyrri heimsstyrjaldarinnar]]''
|-
| [[1915]]
|-
| [[1916]]
|-
| [[1917]]
| [[Mynd:Emblem of the ICRC.svg|75px]]
| [[Alþjóðaráð Rauða krossins]]
| [[Sviss]]
|
|-
| [[1918]]
| colspan=4 align=center|''Engin verðlaun voru veitt vegna [[Fyrri heimsstyrjöldin|Fyrri heimsstyrjaldarinnar]]''
|-
| [[1919]]
|[[Mynd:President Woodrow Wilson portrait December 2 1912.jpg|75px]]
| [[Woodrow Wilson]]
| [[Bandaríkin]]
| Forseti Bandaríkjanna og stofnandi [[Þjóðabandalagið|Þjóðabandalagsins]].
|-
| [[1920]]
|[[Mynd:Bourgeoi.jpg|75px]]
| [[Léon Bourgeois|Léon Victor Auguste Bourgeois]]
| [[Frakkland]]
|
|-
| rowspan=2| [[1921]]
|[[Mynd:Hjalmar branting stor bild.jpg|75px]]
| [[Hjalmar Branting]]
| [[Svíþjóð]]
|rowspan=2|
|-
| [[Mynd:Christian Lous Lange.jpg|75px]]
| [[Christian Lous Lange]]
| [[Noregur]]
|-
| [[1922]]
|[[Mynd:Fridtjof Nansen LOC 03377u-2.jpg|75px]]
| [[Fridtjof Nansen]]
| [[Noregur]]
|
|-
| [[1923]]
| colspan=4 rowspan=2 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| [[1924]]
|-
| rowspan=2| [[1925]]
| [[File:Austen_Chamberlain_nobel.jpg|75px]]
| [[Austen Chamberlain]]
| [[Bretland]]
|rowspan=2|
|-
|[[Mynd:Charles Dawes, Bain bw photo portrait.jpg|75px]]
| [[Charles G. Dawes|Charles Gates Dawes]]
| [[Bandaríkin]]
|-
| rowspan=2| [[1926]]
| [[File:Aristide Briand 2.jpg|75px]]
| [[Aristide Briand]]
| [[Frakkland]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:Bundesarchiv Bild 146-1989-040-27, Gustav Stresemann.jpg|75px]]
| [[Gustav Stresemann]]
| [[Þýskaland]]
|-
| rowspan=2| [[1927]]
| [[Mynd:Ferdinand Buisson 1924.jpg|75px]]
| [[Ferdinand Buisson]]
| [[Frakkland]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:Ludwig Quidde nobel.jpg|75px]]
| [[Ludwig Quidde]]
| [[Þýskaland]]
|-
| [[1928]]
| colspan=4 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| [[1929]]
|[[Mynd:FrankKellogg.jpg|75px]]
| [[Frank B. Kellogg]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1930]]
|[[Mynd:Soderblom.gif|75px]]
| [[Nathan Söderblom|Lars Olof Jonathan (Nathan) Söderblom]]
| [[Svíþjóð]]
|
|-
| rowspan=2| [[1931]]
| [[Mynd:Jane Addams profile.jpg|75px]]
| [[Jane Addams]]
| rowspan=2|[[Bandaríkin]]
|rowspan=2|
|-
| [[Mynd:Nicholas_Murray_Butler_ppmsca.03668.jpg|75px]]
| [[Nicholas Murray Butler]]
|-
| [[1932]]
| colspan=4 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| [[1933]]
| [[Mynd:Norman Angell 01.jpg|75px]]
| Sir [[Norman Angell|Norman Angell (Ralph Lane)]]
| [[Bretland]]
|
|-
| [[1934]]
|[[Mynd:1910 Arthur Henderson.jpg|75px]]
| [[Arthur Henderson]]
| [[Bretland]]
|
|-
| [[1935]]
|[[Mynd:Carl von Ossietzky.jpg|75px]]
| [[Carl von Ossietzky]]
| [[Þýskaland]]
|
|-
| [[1936]]
|[[Mynd:Carlos Saavedra Lamas.jpg|75px]]
| [[Carlos Saavedra Lamas]]
| [[Argentína]]
|
|-
| [[1937]]
| [[Mynd:Robert Cecil, 1st Viscount Cecil of Chelwood - Project Gutenberg eText 15306.jpg|75px]]
| [[Robert Cecil, vísigreifi af Chelwood]]
| [[Bretland]]
|
|-
| [[1938]]
| [[Mynd:Flag_of_the_League_of_Nations_(1939–1941).svg|75px]]
| [[Nansenskrifstofan]]
| [[Sviss]]
|
|-
| [[1939]]
| colspan=4 rowspan=5 align=center|''Engin verðlaun voru veitt vegna [[Seinni heimsstyrjöldin|Seinni heimsstyrjaldarinnar]]''
|-
| [[1940]]
|-
| [[1941]]
|-
| [[1942]]
|-
| [[1943]]
|-
| [[1944]]
| [[Mynd:Emblem of the ICRC.svg|75px]]
| [[Alþjóðaráð Rauða krossins]]
| [[Sviss]]
|
|-
| [[1945]]
|[[Mynd:Hull-Cordell-LOC.jpg|75px]]
| [[Cordell Hull]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| rowspan=2| [[1946]]
| [[Mynd:EmilyGreeneBalch.jpg|75px]]
| [[Emily Greene Balch]]
| rowspan=2|[[Bandaríkin]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:John Raleigh Mott, 1910.jpg|75px]]
| [[John Mott|John Raleigh Mott]]
|-
| rowspan=2| [[1947]]
| rowspan=2|[[Mynd:Quaker star-T.svg|75px]]
| [[Quaker Peace and Social Witness|Friends Service Council]]
| [[Bretland]]
| rowspan=2|
|-
|[[American Friends Service Committee]]
| [[Bandaríkin]]
|-
| [[1948]]
| colspan=4 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| [[1949]]
| [[Mynd:John Boyd Orr nobel.jpg|75px]]
| [[John Boyd Orr]]
| [[Bretland]]
|
|-
| [[1950]]
| [[Mynd:Ralph Bunche - 1963 March on Washington.jpg|75px]]
| [[Ralph Bunche]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1951]]
| [[Mynd:Léon Jouhaux nobel.jpg|75px]]
| [[Léon Jouhaux]]
| [[Frakkland]]
|
|-
| [[1952]]
| [[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-D0116-0041-019, Albert Schweitzer.jpg|75px]]
| [[Albert Schweitzer]]
| [[Frakkland]]
|
|-
| [[1953]]
|[[Mynd:General George C. Marshall, official military photo, 1946.JPEG|75px]]
| [[George Marshall|George Catlett Marshall]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1954]]
| [[Mynd:UNHCR DADAAB REGION, KENYA AFRICA DOD 2006.JPEG|75px]]
| [[Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna]]
| [[Sviss]]
|
|-
| [[1955]]
| colspan=4 rowspan=2 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| [[1956]]
|-
| [[1957]]
|[[Mynd:Lester B. Pearson with a pencil.jpg|75px]]
| [[Lester B. Pearson|Lester Bowles Pearson]]
| [[Kanada]]
|
|-
| [[1958]]
|[[Mynd:Georges Pire 1958.jpg|75px]]
| [[Dominique Pire|Georges Pire]]
| [[Belgía]]
|
|-
| [[1959]]
| [[Mynd:Philip Noel-Baker 1942.jpg|75px]]
| [[Philip Noel-Baker|Philip J. Noel-Baker]]
| [[Bretland]]
|
|-
| [[1960]]
| [[Mynd:Albert Lutuli nobel.jpg|75px]]
| [[Albert Lutuli]]
| [[Suður-Afríka]]
|
|-
| [[1961]]
|[[Mynd:Dag Hammarskjöld.jpg|75px]]
| [[Dag Hammarskjöld|Dag Hjalmar Agne Carl Hammarskjöld]]
| [[Svíþjóð]]
|
|-
| [[1962]]
|[[Mynd:Pauling.jpg|75px]]
| [[Linus Pauling|Linus Carl Pauling]]
| [[Bandaríkin]]
| Fyrir herferð hans gegn tilraunum með kjarnorkuvopn.
|-
| rowspan=2| [[1963]]
| [[Mynd:Emblem of the ICRC.svg|75px]]
| [[Alþjóðaráð Rauða krossins]]
| rowspan=2|[[Sviss]]
|-
|[[Mynd:Emblem of the IFRC.svg|75px]]
| [[Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans]]
|-
| [[1964]]
|[[Mynd:Martin Luther King Jr NYWTS.jpg|75px]]
| [[Martin Luther King, Jr.]]
| [[Bandaríkin]]
| Leiðtogi í mannréttindabaráttu.
|-
| [[1965]]
| [[Mynd:UNICEF Logo.svg|75px]]
| [[Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna|Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF)]]
| [[Sameinuðu þjóðirnar]]
| Alþjóðleg hjálparstofnun.
|-
| [[1966]]
| colspan=4 rowspan=2 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| [[1967]]
|-
| [[1968]]
| [[Mynd:René Cassin nobel.jpg|75px]]
| [[René Cassin]]
| [[Frakkland]]
|
|-
| [[1969]]
| [[Mynd:Flag of ILO.svg|75px]]
| [[Alþjóðavinnumálastofnunin]]
| [[Sameinuðu þjóðirnar]]
|
|-
| [[1970]]
|[[Mynd:Norman Borlaug.jpg|75px]]
| [[Norman Borlaug|Norman E. Borlaug]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1971]]
|[[Mynd:Willy Brandt.jpg|75px]]
| [[Willy Brandt]]
| [[Vestur-Þýskaland]]
|
|-
| [[1972]]
| colspan=4 align=center|''Engin verðlaun voru veitt''
|-
| rowspan=2|[[1973]]
|[[Mynd:Henry Kissinger.jpg|75px]]
| [[Henry Kissinger|Henry A. Kissinger]]
| [[Bandaríkin]]
| rowspan=2|Fyrir [[Parísarsáttmálinn|Parísarsáttmálann]] 1973 sem ætlað var að koma á vopnahléi í Víetnamstríðinu og að fá Bandaríkin til að kalla her sinn heim.
|-
|[[Mynd:LeDucTho1973.jpg|75px]]
|[[Le Duc Tho|Lê Ðức Thọ]] (neitaði að veita viðtöku)
|[[Norður-Víetnam]]
|-
| rowspan=2|[[1974]]
| [[Mynd:Seán MacBride 1984.jpg|75px]]
| [[Seán MacBride]]
| [[Írland]]
| rowspan=2|
|-
| [[Mynd:Satō_Eisaku.jpg|75px]]
| [[Eisaku Satō|Eisaku Sato]]
| [[Japan]]
|-
| [[1975]]
| [[Mynd:1991 CPA 6322 crop.jpg|75px]]
| [[Andrei Sakharov|Andrei Dmitrievich Sakharov]]
| [[Sovétríkin]]
|
|-
| rowspan=2| [[1976]]
|[[Mynd:Betty Williams.jpg|75px]]
| [[Betty Williams]]
|rowspan=2| [[Bretland]] / [[Írland]]
| rowspan=2| Stofnendur Friðarhreyfingar Norður-Írlands.
|-
| [[Mynd:Mairead Corrigan Gaza crop.jpg|75px]]
| [[Mairead Corrigan]]
|-
| [[1977]]
|
| [[Amnesty International]]
| [[Bretland]]
|
|-
| rowspan=2|[[1978]]
| [[Mynd:Anwar Sadat cropped.jpg|75px]]
| [[Anwar El Sadat|Mohamed Anwar Al-Sadat]]
| [[Egyptaland]]
|rowspan=2|
|-
|[[File:Menachem Begin 2.jpg|75px]]
|[[Menachem Begin]]
|[[Ísrael]]
|-
| [[1979]]
|[[Mynd:MotherTeresa 090.jpg|75px]]
| [[Móðir Teresa]]
| [[Indland]]
|
|-
| [[1980]]
| [[Mynd:Adolfo Pérez Esquivel agosto 2011.jpg|75px]]
| [[Adolfo Pérez Esquivel]]
| [[Argentína]]
|
|-
| [[1981]]
| [[Mynd:UNHCR DADAAB REGION, KENYA AFRICA DOD 2006.JPEG|75px]]
| [[Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna]]
| [[Sameinuðu þjóðirnar]]
| Alþjóðleg hjálparstofun stofnsett árið 1951 af Sameinuðu þjóðunum
|-
| rowspan=2| [[1982]]
|[[Mynd:ARB-Alva-Myrdal.jpg|75px]]
| [[Alva Myrdal]]
| [[Svíþjóð]]
|rowspan=2|
|-
| [[Mynd:Alfonso Garcia Robles 1981.jpg|75px]]
|[[Alfonso García Robles]]
|[[Mexíkó]]
|-
| [[1983]]
|[[Mynd:Lech Walesa.jpg|75px]]
| [[Lech Wałęsa]]
| [[Pólland]]
|
|-
| [[1984]]
|[[Mynd:Desmond tutu 20070607 2.jpg|75px]]
| [[Desmond Tutu|Desmond Mpilo Tutu]]
| [[Suður-Afríka]]
|
|-
| [[1985]]
|[[Mynd:Detail, International Physicians for the Prevention of Nuclear War Wellcome L0075338 (cropped).jpg|75px]]
| [[Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1986]]
|[[Mynd:Elie Wiesel.jpg|75px]]
| [[Elie Wiesel]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[1987]]
|[[Mynd:OscarArias.jpg|75px]]
| [[Óscar Arias|Óscar Arias Sánchez]]
| [[Kosta Ríka]]
|
|-
| [[1988]]
|[[Mynd:Blue helmet.JPG|75px]]
| [[Friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna]]
| [[Sameinuðu þjóðirnar]]
|
|-
| [[1989]]
| [[Mynd:Dalai Lama at WhiteHouse (cropped).jpg|75px]]
| [[Tenzin Gyatso|Tenzin Gyatso, 14. Dalai Lama]]
| <!--This is supposed to copy what is listed on the Nobel Prize website, http://nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1989/index.html. Do not change it without discussion.-->[[Tíbet]]<!--This is supposed to copy what is listed on the Nobel Prize website, http://nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1989/index.html. Do not change it without discussion.-->
|
|-
| [[1990]]
|[[Mynd:Mikhail Gorbachev 1987.jpg|75px]]
| [[Mikhaíl Gorbatsjev|Mikhaíl Sergejevítsj Gorbatsjev]]
| [[Sovétríkin]]
|
|-
| [[1991]]
| [[Mynd:Aung San Suu Kyi.jpg|75px]]
| [[Aung San Suu Kyi]]
| [[Mjanmar]]
| Fyrir friðsamlega baráttu hennar fyrir lýðræði og mannréttindum.
|-
| [[1992]]
|[[Mynd:Rigoberta Menchu Tum.JPG|75px]]
| [[Rigoberta Menchú|Rigoberta Menchú Tum]]
| [[Gvatemala]]
|
|-
| rowspan=2| [[1993]]
|[[Mynd:Nelson Mandela-2008.jpg|75px]]
| [[Nelson Mandela]]
|rowspan=2| [[Suður-Afríka]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:Frederik Willem de Klerk.jpg|75px]]
| [[Frederik Willem de Klerk]]
|-
| rowspan=3| [[1994]]
|[[Mynd:ArafatEconomicForum.jpg|75px]]
| [[Yasser Arafat]]
| [[Palestína]]
| rowspan=3|
|-
|[[Mynd:Yitzhak Rabin (1986) cropped.jpg|75px]]
| [[Yitzhak Rabin]]
| rowspan=2|[[Ísrael]]
|-
|[[Mynd:Shimon Peres World Economic Forum 2007.jpg|75px]]
| [[Shimon Peres]]
|-
| rowspan=2| [[1995]]
| [[Mynd:Josef Rotblat ID badge.png|75px]]
| [[Joseph Rotblat]]
| [[Bretland]] / [[Pólland]]
| rowspan=2|
|-
| [[Mynd:Peace symbol (bold).svg|75px]]
|[[Pugwash-ráðstefnurnar]]
| [[Kanada]]
|-
| rowspan=2| [[1996]]
|[[Mynd:Carlosbelo.jpg|75px]]
| [[Carlos Filipe Ximenes Belo]]
| rowspan=2|[[Austur-Tímor]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:Ramos-Horta.png|75px]]
| [[José Ramos-Horta]]
|-
| rowspan=2| [[1997]]
|[[Mynd:IntlCampaignBanLandmines.jpg|75px]]
| [[Alþjóðleg herferð fyrir jarðsprengjubanni]]
| [[Sviss]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:JodyWilliams1.jpg|75px]]
| [[Jody Williams]]
| [[Bandaríkin]]
|-
| rowspan=2| [[1998]]
|[[Mynd:John Hume 2008.jpg|75px]]
| [[John Hume]]
| [[Bretland]] / [[Írland]]
| rowspan=2| Fyrir framlög þeirra til leitar friðsamlegrar lausnar á [[Átökin á Norður-Írlandi|deilunni á Norður-Írlandi]].
|-
|[[Mynd:David Trimble at Lisburn Seed Group benefit, Hillsborough Castle, Christmas 2007 crop.jpg|75px]]
| [[David Trimble]]
| [[Bretland]]
|-
| [[1999]]
|
| [[Læknar án landamæra]]
| [[Sviss]]
|
|-
| [[2000]]
|[[Mynd:Kim Dae-jung (Cropped).png|75px]]
| [[Kim Dae Jung]]
| [[Suður-Kórea]]
|
|-
| rowspan=2| [[2001]]
| [[Mynd:Small Flag of the United Nations ZP.svg|75px]]
| [[Sameinuðu þjóðirnar]]
| [[Sameinuðu þjóðirnar]]
| rowspan=2| Fyrir framlög þeirra til betur skipulagðs og friðsamlegri heims.
|-
|[[Mynd:Kofi Annan4 2007 04 20.jpg|75px|Kofi Annan, Photo: Harry Wad]]
| [[Kofi Annan]]
| [[Gana]]
|-
| [[2002]]
|[[Mynd:Jimmy Carter.jpg|75px]]
| [[Jimmy Carter]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[2003]]
| [[Mynd:Ebadi.jpg|75px]]
| [[Shirin Ebadi]]
| [[Íran]]
|
|-
| [[2004]]
|[[Mynd:Wangari Maathai portrait by Martin Rowe.jpg|75px]]
| [[Wangari Maathai|Wangari Muta Maathai]]
| [[Kenía]]
| Fyrir framlög hennar til sjálfbærrar þróunnar, lýðræði og friðar.
|-
| rowspan=2| [[2005]]
|[[Mynd:Flag of IAEA.svg|75px]]
| [[Alþjóðakjarnorkumálastofnunin]]
| [[Austurríki]]
| rowspan=2| Fyrir framlög þeirra til hindrunar notkunar kjarnorku í hernaði og til tryggingar þess að notkun kjarnorku í friðsamlegum tilgangi sé eins örugg og unnt er.
|-
|[[Mynd:Mohamed ElBaradei WEF 2008.jpg|75px]]
| [[Mohamed ElBaradei]]
| [[Egyptaland]]
|-
| rowspan=2| [[2006]]
|[[Mynd:Grameen Yunus Dec 04.jpg|75px]]
| [[Muhammad Yunus]]
| rowspan=2| [[Bangladess]]
|rowspan =2|
|-
|
| [[Grameen-banki]]
|-
| rowspan=2| [[2007]]
|[[Mynd:Intergovernmental Panel on Climate Change Logo.svg|75px]]
| [[Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar]]
| [[Sviss]]
| rowspan=2|
|-
|[[Mynd:Al Gore.jpg|75px]]
| [[Al Gore]]
| [[Bandaríkin]]
|-
| [[2008]]
|[[Mynd:Martti Ahtisaari.jpg|75px]]
| [[Martti Ahtisaari]]
| [[Finnland]]
|
|-
| [[2009]]
|[[Mynd:Official portrait of Barack Obama-2.jpg|75px]]
| [[Barack Obama]]
| [[Bandaríkin]]
|
|-
| [[2010]]
|
| [[Liu Xiaobo]]
| [[Kína]]
| Fyrir langa og friðsamlega baráttu fyrir grundvallar mannréttindum í Kína.
|-
|rowspan=3|[[2011]]
|[[Mynd:Ellen Johnson-Sirleaf, April 2010.jpg|75px]]
|[[Ellen Johnson Sirleaf]]
|rowspan=2| [[Líbería]]
|rowspan=3| Fyrir friðsamlega baráttu fyrir öryggi kvenna og fyrir réttindum kvenna til fullrar þátttöku í friðarumleitunum.
|-
|[[Mynd:Leymah-gbowee-at-emu-press-conference.jpg|75px]]
|[[Leymah Gbowee]]
|-
|[[Mynd:Karman interview across from UN, Oct 18, 2011.jpg|75px]]
|[[Tawakkul Karman]]
|[[Jemen]]
|-
| [[2012]]
| [[File:Flag of Europe.svg|75px]]
| [[Evrópusambandið]]
| [[Evrópa]]
| Fyrir að hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, lýðræði og mannréttindum í Evrópu
|-
| [[2013]]
|
| [[Stofnunin um bann við efnavopnum]] (OPCW)
| Alþjóðlegt
| Fyrir umfangsmikla vinnu í þeim tilgangi að binda enda á notkun efnavopna
|-
|rowspan=2|[[2014]]
| [[File:Kailash_Satyarthi.jpg|75px]]
| [[Kailash Satyarthi]]
| [[Indland]]
|rowspan=2| Fyrir baráttu þeirra gegn undirokun gagnvart börnum og unglingum og fyrir rétti allra barna til menntunar
|-
| [[Mynd:Malala Yousafzai at Girl Summit 2014.jpg|75px]]
| [[Malala Yousafzai]]
| [[Pakistan]]
|-
| [[2015]]
| [[Mynd:Tunisian National Dialogue Quartet Visit to Vienna March 2016 (24747151924).jpg|75px]]
| [[Túniski þjóðarsamræðukvartettinn]]
| [[Túnis]]
| Fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
|-
| [[2016]]
| [[File:Juan Manuel Santos and Lula (cropped).jpg|75px]]
| [[Juan Manuel Santos]]
| [[Kólumbía]]
| Fyrir friðarviðræður við uppreisnarhópa í Kólumbíu.
|-
| [[2017]]
| [[File:Logo ICAN Internationale Kampagne zur Abschaffung von Atomwaffen.svg|75px]]
| [[ICAN]] (International Campaign to Abolish Nuclear Weapons)
| Alþjóðlegt
| Fyrir að koma á sáttmála 122 ríkja um bann við kjarnorkuvopnum.
|-
|rowspan=2|[[2018]]
| [[File:Denis Mukwege par Claude Truong-Ngoc novembre 2014.jpg|75px]]
| [[Denis Mukwege]]
| [[Austur-Kongó]]
|rowspan=2| Fyrir baráttu þeirra gegn kynferðisbrotum í stríði.
|-
| [[Mynd:Nadia Murad in Washington - 2018 (42733243785) (cropped).jpg|75px]]
| [[Nadia Murad]]
| [[Írak]]
|-
| [[2019]]
| [[File:Abiy Ahmed 2019.jpg|75px]]
| [[Abiy Ahmed]]
| [[Eþíópía]]
| Fyrir að koma á friði milli Eþíópíu og Erítreu.
|-
| [[2020]]
| [[File:World Food Programme Logo Simple.svg|75px]]
| [[Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna]]
| Alþjóðleg hjálparstofun
|
|-
|rowspan=2|[[2021]]
| [[File:Maria Ressa.jpg|75px]]
| [[Maria Ressa]]
| [[Filippseyjar]]
|rowspan=2| Fyrir baráttu þeirra fyrir tjáningarfrelsi í heimalöndum þeirra.
|-
| [[Mynd:2018-06-20 Boris Nemzow Preis 2018-9831.jpg|75px]]
| [[Dmítríj Múratov]]
| [[Rússland]]
|}
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|2641|Hverjir hafa fengið friðarverðlaun Nóbels og þá fyrir hvað?}}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
[[Flokkur:Friðarverðlaun]]
[[Flokkur:Listar um stjórnmál]]
[[Flokkur:Listar yfir Nóbelsverðlaun|Friðarverðlaun]]
[[Flokkur:Nóbelsverðlaun]]
beecy6j65r19zuk3everi7rqbrxkrsr
Brennuöld
0
5455
1765947
1710954
2022-08-25T08:51:14Z
213.220.122.108
Bætti við tilvísun.
wikitext
text/x-wiki
Brennuöldin kallast tímabilið 1625-1690, frá því fyrsti staðfesti brennudómurinn var kveðinn upp yfir Jóni Rögnvaldssyni á Meleyrum í Svarfaðardal og þar til síðasti brennudómurinn féll yfir Klemusi Bjarnasyni á alþingi árið 1690 (þeim dómi var þó aldrei framfylgt). Fyrsta galdramálið kom upp á Íslandi 1554 en það síðasta kom fyrir dómstól árið 1720.<ref>{{Bókaheimild|titill=Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.}}</ref> Áður en brennuöldin gekk formlega í garð höfðu þó þrjár konur verið brenndar á báli á Íslandi. Fyrsta brennan átti sér stað á Kirkjubæ á Síðu árið 1343 þegar nunna ýmist nefnd Katrín eða Kristín var brennd á báli því að hún "gefist hafði púkanum með bréfi" og einnig hafði hún "misfarið með guðs líkama og ... lagst með mörgum leikmönnum".<ref>{{Bókaheimild|titill=Storm 1888: Islandske annaler indtil 1578, s. 402}}</ref> Heimildir eru um að "tilberamóðir" hafi verið brennd á báli árið 1580 eins og fram kemur í Íslandslýsingu Resens (Resen 1991: Íslandslýsing. Safn Sögufélagsins 3. Reykjavík). Árið 1608 herma dómabækur að Guðrún Þorsteinsdóttir í Þingeyjarþingi hafi verið brennd á báli en hún hafði "brennt til dauðs barn Ólafs Jónssonar, var hún dæmd dræp og síðan brennd eptir dómi 1608".<ref>{{Bókaheimild|titill=Bogi Benediktsson á Staðarfelli 1881. Sýslumannaæfir I., s. 90; Annálar 1400-1800 I-VII. Reykjavík 1922-98.}}</ref> Af þessu má ráða að a.m.k. fjórar konur hafa verið brenndar á báli á Íslandi þó að einungis ein þeirra hafi verið líflátin á umræddu tímabili sem nefnt er brennuöldin.
Í doktorsritgerð [[Ólína Þorvarðardóttir|Ólínu Þorvarðardóttur]] árið 2001 kemur fram að 103 galdramál voru tekin fyrir í að minnsta kosti 152 málafærslum á alþingi á tímabilinu 1593-1720. Auk þess komu fjórum sinnum upp galdramál í Skálholtsskóla sem vörðuðu 22 skólapilta. Utan alþingis spruttu því upp 31 mál og heildarfjöldi galdramála á Íslandi er þannig a.m.k. 134 mál. Í dómabókum er að finna 25 staðfesta brennudóma. Ellefu líflátsdómar voru kveðnir upp fyrir galdur á alþingi á umræddu tímabili en tveimur þeirra var aldrei framfylgt. Fjórtán einstaklingar voru brenndir í héraði á sjálfri brennuöldinni, einn var hugsanlega líflátinn með öðru móti árið 1580, annar einstaklingur fyrir villutrú 1343 eins og fyrr segir og þriðja manneskjan var brennd fyrir barnsmorð 1608. {Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.}}</ref> {{Engar heimildir}}
Síðasta héraðsbrennan á Íslandi fór fram í Arngerðareyrarskógi árið 1683 þegar Sveinn Árnason var brenndur þar á báli. Síðasta brennan á alþingi fór fram tveim árum síðar þegar Halldór Finnbogason úr Þverárþingi vestan Hvítár var líflátinn þann 4. júlí 1685.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík. s. 372}}</ref> {{Engar heimildir}}
{{Saga Íslands}}
==Galdramál á Íslandi==
Galdramál á Íslandi voru angi af [[Galdrafárið|galdrafárinu]] í [[Evrópa|Evrópu]] á [[17. öld]].
Árið [[1654]] voru þrír menn [[brenna á báli|brenndir]] fyrir [[galdur]] í [[Trékyllisvík]] á [[Strandasýsla|Ströndum]]. Þær brennur mörkuðu upphaf galdrafársins á Íslandi sem nefnt hefur verið „[[brennuöld]]“. Árið [[1625]] eða 29 árum áður var fyrsti maðurinn brenndur fyrir galdur, [[Jón Rögnvaldsson]] á [[Melaeyrar|Melaeyrum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]].
Í kjölfar brennanna í Trékyllisvík voru sextán menn og ein kona brennd til viðbótar. Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram í [[Arngerðareyri|Arngerðareyrarskógi]] við Djúp árið [[1683]]. Tveimur árum seinna var maður brenndur á alþingi fyrir [[guðlast]] og hefur það mál stundum verið talið með galdramálum, vegna refsingarinnar.
Síðasti brennudómurinn á Íslandi var kveðinn upp árið [[1690]]. Þá var [[Klemus Bjarnason]] úr [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]] á [[Strandir|Ströndum]] dæmdur á [[Öxárþing]]i til að brennast á báli fyrir að hafa valdið veikindum húsfreyjunnar á [[Hrófberg]]i. Dómnum var svo breytt með [[konungsbréf]]i og Klemus dæmdur í útlegð. Klemus dó úr sótt í [[fangelsi]] í [[Kaupmannahöfn]] tveimur árum síðar.
Um 170 manns voru ákærðir fyrir kukl eða annars konar galdrastarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir fordæmi frá meginlandi Evrópu voru konur aðeins um tíu prósent grunaðra. Ákærurnar snerust flestar um notkun forboðinna kúnsta til að valda fólki eða búfénaði skaða eða ólöglega notkun [[galdrabók]]a og [[galdrastafur|galdrastafa]]. Ekki snerust þó öll galdramál um skaða á fólki eða eignum heldur var fólk einnig ákært fyrir að nýta galdra í eigin þágu, svo sem til að bæta veður eða heilsu sína eða annarra. 21 Íslendingur voru brenndir fyrir galdrastarfsemi og var aðeins einn af þeim kona. Að auki voru fjórir líflátnir fyrir brot sem á einhvern hátt tengdust göldrum.
Ekki var að fullu hægt að sanna sekt sumra galdramannanna en þó voru þeir samt brenndir. Réttarkerfi Íslands var þannig gert að mestu máli skipti framsögn háttsettra manna og eiðar sveitunga, en minna máli [[sönnun|sannannir]] gegn sakborningum.
== Galdrabrennur á Íslandi ==
* [[1625]] - Jón Rögnvaldsson á Melaeyrum í Svarfaðardal.
* [[20. september]] [[1654]] - Þórður Guðbrandsson frá Trékyllisvík á Ströndum (''[[Undrin í Trékyllisvík]]'').
* [[20. september]] [[1654]] - Egill Bjarnason frá Trékyllisvík á Ströndum (''Undrin í Trékyllisvík'').
* [[25. september]] [[1654]] - Grímur Jónsson frá Trékyllisvík á Ströndum (''Undrin í Trékyllisvík'').
* [[1656]] - Jón Jónsson eldri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði (''[[Kirkjubólsmálið]]'').
* [[1656]] - Jón Jónsson yngri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði (''Kirkjubólsmálið'').
* [[1667]] - Þórarinn Halldórsson frá Birnustöðum í Ögursveit við Ísafjarðardjúp.
* [[1669]] - Jón Leifsson frá Selárdal í Arnarfirði (''[[Selárdalsmálin]]'').
* [[1669]] - Erlendur Eyjólfsson frá Ströndum (''Selárdalsmálin'').
* [[1671]] - Sigurður Jónsson úr Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp.
* [[1674]] - Páll Oddsson í Ánastaðakoti á Vatnsnesi.
* [[1674]] - Böðvar Þorsteinsson frá Snæfellsnesi.
* [[1675]] - Magnús Bjarnason úr Arnarfirði (''Selárdalsmálin'').
* [[1675]] - Lassi Diðriksson úr Arnarfirði (''Selárdalsmálin'').
* [[4. júlí]] [[1677]] - Bjarni Bjarnason úr Breiðdal í Önundarfirði.
* [[1677]] - Þorbjörn Sveinsson (Grenjadals-Tobbi) úr Mýrarsýslu.
* [[1678]] - Stefán Grímsson brenndur í Húnavatnssýslu.
* [[1678]] - Þuríður Ólafsdóttir úr Skagafirði, vinnukona í Selárdal (''Selárdalsmálin'').
* [[1678]] - Jón Helgason sonur Þuríðar (''Selárdalsmálin'').
* [[1681]] - Ari Pálsson hreppsstjóri úr Arnarfirði.
* [[1683]] - Sveinn Árnason úr Ísafjarðarsýslu (''Selárdalsmálin'').
*1685 - Halldór Finnbogason, Borgarfirði.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.}}</ref>
<br />
== Heimildir ==
Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.
Annálar 1400-1800 I-VII. Reykjavík 1022-1998.
Bogi Benediktsson á Staðarfelli 1881-1932. Sýslumannaæfir, I-V. bindi. Reykjavík.
Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.
Resen, Peder Hansen 1991. Íslandslýsing. (Safn Sögufélagsins 3). Reykjavík.
Storm, Gustav 1888: Islandske annaler indtil 1578. (Det norske historiske Kildeskriftfonds skrifter - 21). Christiania.
Zarrillo, Dominick. (2018). ''The Icelandic Witch Craze of the Seventeenth Century'' (Unpublished master's thesis). The College of New Jersey. Retrieved 2018, from <nowiki>https://www.academia.edu/36665790/The_Icelandic_Witch_Craze_of_the_Seventeenth_Century</nowiki>
== Tengt efni ==
* [[Klemus Bjarnason]]
* [[Jón Magnússon þumlungur]]
* [[Píslarsaga séra Jóns Magnússonar]]
* [[Myrkrahöfðinginn]]
== Tenglar ==
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129120707/www.vestfirdir.is/galdrasyning/viskubrunnur/galdrabrennur/galdrabrennur.htm Viskubrunnur Galdrasýningar á Ströndum]
[[Flokkur:Félagssaga Íslands]]
[[Flokkur:Galdrar]]
[[Flokkur:17. öldin]]
[[Flokkur:Stjórnmálasaga Íslands]]
1u8eqhjajshe209tdw9mzvom4f2niud
1765948
1765947
2022-08-25T08:54:11Z
213.220.122.108
Bætt við tilvísun í heimild.
wikitext
text/x-wiki
Brennuöldin kallast tímabilið 1625-1690, frá því fyrsti staðfesti brennudómurinn var kveðinn upp yfir Jóni Rögnvaldssyni á Meleyrum í Svarfaðardal og þar til síðasti brennudómurinn féll yfir Klemusi Bjarnasyni á alþingi árið 1690 (þeim dómi var þó aldrei framfylgt). Fyrsta galdramálið kom upp á Íslandi 1554 en það síðasta kom fyrir dómstól árið 1720.<ref>{{Bókaheimild|titill=Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.}}</ref> Áður en brennuöldin gekk formlega í garð höfðu þó þrjár konur verið brenndar á báli á Íslandi. Fyrsta brennan átti sér stað á Kirkjubæ á Síðu árið 1343 þegar nunna ýmist nefnd Katrín eða Kristín var brennd á báli því að hún "gefist hafði púkanum með bréfi" og einnig hafði hún "misfarið með guðs líkama og ... lagst með mörgum leikmönnum".<ref>{{Bókaheimild|titill=Storm 1888: Islandske annaler indtil 1578, s. 402}}</ref> Heimildir eru um að "tilberamóðir" hafi verið brennd á báli árið 1580 eins og fram kemur í Íslandslýsingu Resens (Resen 1991: Íslandslýsing. Safn Sögufélagsins 3. Reykjavík). Árið 1608 herma dómabækur að Guðrún Þorsteinsdóttir í Þingeyjarþingi hafi verið brennd á báli en hún hafði "brennt til dauðs barn Ólafs Jónssonar, var hún dæmd dræp og síðan brennd eptir dómi 1608".<ref>{{Bókaheimild|titill=Bogi Benediktsson á Staðarfelli 1881. Sýslumannaæfir I., s. 90; Annálar 1400-1800 I-VII. Reykjavík 1922-98.}}</ref> Af þessu má ráða að a.m.k. fjórar konur hafa verið brenndar á báli á Íslandi þó að einungis ein þeirra hafi verið líflátin á umræddu tímabili sem nefnt er brennuöldin.
Í doktorsritgerð [[Ólína Þorvarðardóttir|Ólínu Þorvarðardóttur]] árið 2001 kemur fram að 103 galdramál voru tekin fyrir í að minnsta kosti 152 málafærslum á alþingi á tímabilinu 1593-1720. Auk þess komu fjórum sinnum upp galdramál í Skálholtsskóla sem vörðuðu 22 skólapilta. Utan alþingis spruttu því upp 31 mál og heildarfjöldi galdramála á Íslandi er þannig a.m.k. 134 mál. Í dómabókum er að finna 25 staðfesta brennudóma. Ellefu líflátsdómar voru kveðnir upp fyrir galdur á alþingi á umræddu tímabili en tveimur þeirra var aldrei framfylgt. Fjórtán einstaklingar voru brenndir í héraði á sjálfri brennuöldinni, einn var hugsanlega líflátinn með öðru móti árið 1580, annar einstaklingur fyrir villutrú 1343 eins og fyrr segir og þriðja manneskjan var brennd fyrir barnsmorð. {Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík. s. 372}}</ref> {{Engar heimildir}}
Síðasta héraðsbrennan á Íslandi fór fram í Arngerðareyrarskógi árið 1683 þegar Sveinn Árnason var brenndur þar á báli. Síðasta brennan á alþingi fór fram tveim árum síðar þegar Halldór Finnbogason úr Þverárþingi vestan Hvítár var líflátinn þann 4. júlí 1685.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík. s. 372}}</ref> {{Engar heimildir}}
{{Saga Íslands}}
==Galdramál á Íslandi==
Galdramál á Íslandi voru angi af [[Galdrafárið|galdrafárinu]] í [[Evrópa|Evrópu]] á [[17. öld]].
Árið [[1654]] voru þrír menn [[brenna á báli|brenndir]] fyrir [[galdur]] í [[Trékyllisvík]] á [[Strandasýsla|Ströndum]]. Þær brennur mörkuðu upphaf galdrafársins á Íslandi sem nefnt hefur verið „[[brennuöld]]“. Árið [[1625]] eða 29 árum áður var fyrsti maðurinn brenndur fyrir galdur, [[Jón Rögnvaldsson]] á [[Melaeyrar|Melaeyrum]] í [[Svarfaðardalur|Svarfaðardal]].
Í kjölfar brennanna í Trékyllisvík voru sextán menn og ein kona brennd til viðbótar. Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram í [[Arngerðareyri|Arngerðareyrarskógi]] við Djúp árið [[1683]]. Tveimur árum seinna var maður brenndur á alþingi fyrir [[guðlast]] og hefur það mál stundum verið talið með galdramálum, vegna refsingarinnar.
Síðasti brennudómurinn á Íslandi var kveðinn upp árið [[1690]]. Þá var [[Klemus Bjarnason]] úr [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]] á [[Strandir|Ströndum]] dæmdur á [[Öxárþing]]i til að brennast á báli fyrir að hafa valdið veikindum húsfreyjunnar á [[Hrófberg]]i. Dómnum var svo breytt með [[konungsbréf]]i og Klemus dæmdur í útlegð. Klemus dó úr sótt í [[fangelsi]] í [[Kaupmannahöfn]] tveimur árum síðar.
Um 170 manns voru ákærðir fyrir kukl eða annars konar galdrastarfsemi á Íslandi. Þrátt fyrir fordæmi frá meginlandi Evrópu voru konur aðeins um tíu prósent grunaðra. Ákærurnar snerust flestar um notkun forboðinna kúnsta til að valda fólki eða búfénaði skaða eða ólöglega notkun [[galdrabók]]a og [[galdrastafur|galdrastafa]]. Ekki snerust þó öll galdramál um skaða á fólki eða eignum heldur var fólk einnig ákært fyrir að nýta galdra í eigin þágu, svo sem til að bæta veður eða heilsu sína eða annarra. 21 Íslendingur voru brenndir fyrir galdrastarfsemi og var aðeins einn af þeim kona. Að auki voru fjórir líflátnir fyrir brot sem á einhvern hátt tengdust göldrum.
Ekki var að fullu hægt að sanna sekt sumra galdramannanna en þó voru þeir samt brenndir. Réttarkerfi Íslands var þannig gert að mestu máli skipti framsögn háttsettra manna og eiðar sveitunga, en minna máli [[sönnun|sannannir]] gegn sakborningum.
== Galdrabrennur á Íslandi ==
* [[1625]] - Jón Rögnvaldsson á Melaeyrum í Svarfaðardal.
* [[20. september]] [[1654]] - Þórður Guðbrandsson frá Trékyllisvík á Ströndum (''[[Undrin í Trékyllisvík]]'').
* [[20. september]] [[1654]] - Egill Bjarnason frá Trékyllisvík á Ströndum (''Undrin í Trékyllisvík'').
* [[25. september]] [[1654]] - Grímur Jónsson frá Trékyllisvík á Ströndum (''Undrin í Trékyllisvík'').
* [[1656]] - Jón Jónsson eldri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði (''[[Kirkjubólsmálið]]'').
* [[1656]] - Jón Jónsson yngri frá Kirkjubóli í Skutulsfirði (''Kirkjubólsmálið'').
* [[1667]] - Þórarinn Halldórsson frá Birnustöðum í Ögursveit við Ísafjarðardjúp.
* [[1669]] - Jón Leifsson frá Selárdal í Arnarfirði (''[[Selárdalsmálin]]'').
* [[1669]] - Erlendur Eyjólfsson frá Ströndum (''Selárdalsmálin'').
* [[1671]] - Sigurður Jónsson úr Ögurhreppi við Ísafjarðardjúp.
* [[1674]] - Páll Oddsson í Ánastaðakoti á Vatnsnesi.
* [[1674]] - Böðvar Þorsteinsson frá Snæfellsnesi.
* [[1675]] - Magnús Bjarnason úr Arnarfirði (''Selárdalsmálin'').
* [[1675]] - Lassi Diðriksson úr Arnarfirði (''Selárdalsmálin'').
* [[4. júlí]] [[1677]] - Bjarni Bjarnason úr Breiðdal í Önundarfirði.
* [[1677]] - Þorbjörn Sveinsson (Grenjadals-Tobbi) úr Mýrarsýslu.
* [[1678]] - Stefán Grímsson brenndur í Húnavatnssýslu.
* [[1678]] - Þuríður Ólafsdóttir úr Skagafirði, vinnukona í Selárdal (''Selárdalsmálin'').
* [[1678]] - Jón Helgason sonur Þuríðar (''Selárdalsmálin'').
* [[1681]] - Ari Pálsson hreppsstjóri úr Arnarfirði.
* [[1683]] - Sveinn Árnason úr Ísafjarðarsýslu (''Selárdalsmálin'').
*1685 - Halldór Finnbogason, Borgarfirði.<ref>{{Bókaheimild|titill=Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.}}</ref>
<br />
== Heimildir ==
Alþingisbækur Íslands I-X. Reykjavík 1912-1967.
Annálar 1400-1800 I-VII. Reykjavík 1022-1998.
Bogi Benediktsson á Staðarfelli 1881-1932. Sýslumannaæfir, I-V. bindi. Reykjavík.
Ólína Þorvarðardóttir 2001. Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan. Reykjavík.
Resen, Peder Hansen 1991. Íslandslýsing. (Safn Sögufélagsins 3). Reykjavík.
Storm, Gustav 1888: Islandske annaler indtil 1578. (Det norske historiske Kildeskriftfonds skrifter - 21). Christiania.
Zarrillo, Dominick. (2018). ''The Icelandic Witch Craze of the Seventeenth Century'' (Unpublished master's thesis). The College of New Jersey. Retrieved 2018, from <nowiki>https://www.academia.edu/36665790/The_Icelandic_Witch_Craze_of_the_Seventeenth_Century</nowiki>
== Tengt efni ==
* [[Klemus Bjarnason]]
* [[Jón Magnússon þumlungur]]
* [[Píslarsaga séra Jóns Magnússonar]]
* [[Myrkrahöfðinginn]]
== Tenglar ==
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041129120707/www.vestfirdir.is/galdrasyning/viskubrunnur/galdrabrennur/galdrabrennur.htm Viskubrunnur Galdrasýningar á Ströndum]
[[Flokkur:Félagssaga Íslands]]
[[Flokkur:Galdrar]]
[[Flokkur:17. öldin]]
[[Flokkur:Stjórnmálasaga Íslands]]
93liqyccuu17ml9dtkvvws5xy6d5p4p
Jemen
0
10835
1765884
1750504
2022-08-24T12:05:56Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn_á_frummáli = الجمهوريّة اليمنية<br />Al-Ǧumhuriyah al-Yamaniyah
| fáni = Flag of Yemen.svg
| skjaldarmerki = Coat of arms of Yemen.svg
| nafn = Jemen
| nafn_í_eignarfalli = Jemen
| þjóðsöngur = [[Sameinað lýðveldi]]
| staðsetningarkort = Yemen_on_the_globe_(Yemen_centered).svg
| höfuðborg = [[Sana]]
| tungumál = [[arabíska]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = Formaður leiðtogaráðs
| nafn_leiðtoga1 = [[Rashad al-Alimi]] {{small|(''umdeilt'')}}
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Jemen|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Maeen Abdulmalik Saeed]] {{small|(''umdeilt'')}}
| staða = Sameining
| atburður1 = Norður- og Suður-Jemen
| dagsetning1 = 22. maí 1990
| flatarmál = 527.968
| stærðarsæti = 49
| hlutfall_vatns = 0
| mannfjöldasæti = 48
| fólksfjöldi = 27.584.213
| íbúar_á_ferkílómetra = 45
| mannfjöldaár = 2016
| VLF_ár = 2018
| VLF_sæti = 118
| VLF = 73,348
| VLF_á_mann = 2.380
| VLF_á_mann_sæti = 177
| VÞL = {{lækkun}} 0.452
| VÞL_ár = 2017
| VÞL_sæti = 178
| gjaldmiðill = [[jemenskur ríal]] (YER)
| tímabelti = [[UTC]]+3
| tld = ye
| símakóði = 967
}}
'''Jemen''' ([[arabíska]]: ٱلْيَمَن ''al-Yaman'') er land í [[Vestur-Asía|Vestur-Asíu]] á sunnanverðum [[Arabíuskaginn|Arabíuskaganum]] með landamæri að [[Sádí-Arabía|Sádí-Arabíu]] og [[Óman]], og strandlengju við [[Rauðahaf]], [[Adenflói|Adenflóa]] og [[Arabíuhaf]]. Um 200 eyjar tilheyra Jemen sem einnig hefur yfirráð yfir eyjaklasanum [[Sokotra]] um 350 km sunnan við strönd landsins við [[horn Afríku]]. Jemen er annað stærsta ríkið á Arabíuskaganum að flatarmáli. Landið er nær 528 þúsund ferkílómetrar að stærð og strandlengja þess er um 2000 km löng. Jemen er aðili að [[Arababandalagið|Arababandalaginu]], [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]], [[Samtök hlutlausra ríkja|Samtökum hlutlausra ríkja]] og [[Samtök um íslamska samvinnu|Samtökum um íslamska samvinnu]].
Opinber höfuðborg Jemen er borgin [[Sana]] en hún hefur verið undir stjórn [[Hútífylkingin|Hútífylkingarinnar]] frá því í febrúar 2015. Jemen er [[þróunarland]] og spilltasta land Arabaheimsins. Árið 2019 mátu Sameinuðu þjóðirnar það svo að Jemen væri það land heims sem mest þyrfti á mannúðaraðstoð að halda, með yfir 24 milljónir manna í neyð.
Til forna stóð konungsríkið [[Saba]] þar sem Jemen er nú. Ríkið blómstraði í þúsund ár sem miðstöð verslunar og náði yfir hluta þess sem í dag eru [[Erítrea]] og [[Eþíópía]]. Árið 275 varð landið hluti af ríki [[Himjarítar|Himjaríta]] sem voru [[jemenskir gyðingar|gyðingatrúar]]. [[Kristni]] barst til landsins á 4. öld. [[Íslam]] breiddist svo hratt út á 7. öld og jemenskir hermenn tóku þátt í [[landvinningar múslima|landvinningum múslima]]. Nokkrar konungsættir ríktu yfir landinu frá 9. til 16. aldar. [[Rasúlídar]] ríktu þeirra lengst. Snemma á 20. öld var landinu skipt milli [[Tyrkjaveldi]]s og [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]]. Eftir hrun Tyrkjaveldis í [[Fyrri heimsstyrjöld]] var [[konungsríkið Jemen]] stofnað í norðurhluta landsins. Árið 1962 hrakti [[Gamal Abdel Nasser]] konunginn frá völdum og stofnaði [[Arabíska lýðveldið Jemen]]. Suðurhlutinn var undir stjórn Breta sem [[Verndarsvæðið Aden]] til 1967 þegar hann fékk sjálfstæði sem [[Suður-Jemen]]. Árið 1970 varð ríkið kommúnistaríki sem Alþýðulýðveldið Suður-Jemen. Ríkin tvö sameinuðust sem Lýðveldið Jemen árið 1990. [[Ali Abdullah Saleh]] varð fyrsti forseti landsins og ríkti fram að afsögn sinni árið 2012. Stjórn landsins í valdatíð hans var lýst sem [[þjófræði]].
Frá árinu 2011 hefur ríkt stjórnarkreppa í Jemen. Hún hófst með götumótmælum gegn fátækt, spillingu, atvinnuleysi og fyrirætlunum Salehs um að breyta [[stjórnarskrá Jemen]] þannig að takmarkanir á tímalengd valdatíðar forseta væru afnumdar og gerast forseti til lífstíðar. Í kjölfarið sagði Saleh af sér og [[Abdrabbuh Mansur Hadi]] tók við en hann var formlega kosinn forseti í febrúar 2012 þar sem hann var einn í framboði. Vopnuð átök í landinu mögnuðust upp á þessum tíma þar sem miðstjórnarvaldið var ekki til staðar meðan á valdatilfærslunni stóð. Átök stóðu milli Hútífylkingarinnar og [[Islah-hreyfingin|Islah-hreyfingarinnar]] auk þess sem [[Al-Kaída]] hafði sig í frammi. Í september 2014 hertók Hútífylkingin höfuðborgina Sana með aðstoð Salehs og lýstu sig stjórn landsins. Saleh var myrtur af leyniskyttu í Sana í desember 2017. Þetta leiddi til nýrrar [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgarastyrjaldar]] og [[hernaðaraðgerðir Sádi-Araba í Jemen|hernaðaraðgerða Sádi-Araba]] sem stefna að því að endurreisa stjórn Hadis. Að minnsta kosti 56.000 hafa látið lífið í átökunum frá því í janúar 2016.
Átökin hafa leitt til [[hungursneyð]]ar hjá 17 milljónum manna. Skortur á hreinu drykkjarvatni vegna uppurinna vatnsbóla og eyðilegging innviða landsins hafa líka leitt til mesta [[kólera|kólerufaraldurs]] nútímans. Fjöldi sýktra er talinn vera 994.751 og 2.226 hafa látist frá því faraldurinn hófst í lok apríl 2016.
== Heiti ==
Orðið ''Yamnat'' kemur fyrir í áletrunum á [[forn-suður-arabíska|forn-suður-arabísku]] sem telja upp titla eins af konungum [[Himjarítar|Himjaríta]]. Hugtakið vísaði líklega upphaflega til suðvesturstrandar Arabíuskagans og suðurstrandarinnar, milli [[Aden]] og [[Hadramout]]. Hið sögulega Jemen náði yfir mun stærra landsvæði en landið gerir í dag, eða frá [['Asir]] þar sem nú er Sádi-Arabía, að [[Dhofar]], þar sem nú er Óman.
Nafnið er hugsanlega dregið af orðinu ''ymnt'' sem merkir „suður“ og er skylt frumsemíska orðinu fyrir hægri (miðað við sólarupprásina í austri). Arabíska hugtakið ''al-yiumna'' merkir „ríkidæmi“ og kann líka að skýra heiti landsins sem er frjósamt, ólíkt eyðimörkinni í norðri. Rómverjar kölluðu landið því ''[[Arabia Felix]]'' („hin frjósama, eða lukkulega, Arabía“) í andstöðu við ''Arabia Deserta'' („hin auða Arabía“).
== Saga ==
Jemen er fornt menningarríki sem hagnaðist á verslun með [[krydd]]. [[Rómaveldi|Rómverjar]] kölluðu landið ''Arabia felix'' („hin hamingjusama Arabía“) vegna ríkidæmis landsins. Jemen varð hluti af [[Persaveldi]] á [[6. öld]].
Á [[15. öld]] var hafnarborgin al-Moka (''[[Mokka (borg)|Mokka]]'') við Rauðahaf meginútflutningshöfn [[kaffi]]s í heiminum.
[[Norður-Jemen]] öðlaðist sjálfstæði frá [[Tyrkjaveldi]] árið 1918, en [[Bretland|Bretar]] héldu [[Suður-Jemen]] sem [[verndarsvæði]] kringum [[hafnarborg]]ina [[Aden]] við mynni [[Rauðahaf]]s. Bretar drógu sig þaðan út árið 1967 í kjölfar hrinu [[hryðjuverk]]a og Suður-Jemen varð [[kommúnistaríki]] sem studdi byltingarhópa í Norður-Jemen.
Löndin tvö voru formlega sameinuð sem Jemen 22. maí 1990. Árið 2011 urðu mótmæli í kjölfar Arabíska vorsins og pólitísk krísa sem leiddi til þess að [[Ali Abdullah Saleh]], forseti flýði land. Við honum tók [[Abdrabbuh Mansur Hadi]] varaforseti. Frá árinu 2015 hefur ríkt [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgarastyrjöld]] þar sem stuðningsmenn Hadi berjast við [[Hútí-fylkingin|Hútí-fylkinguna]] og aðra hópa.
== Landstjórnarumdæmi ==
Jemen skiptist í 22 landstjórnarumdæmi (''muhafazat'') ef sveitarfélagið [[Sana]] er talið með. Landstjórnarumdæmin skiptast í 333 umdæmi (''muderiah'') sem aftur skiptast í 2.210 undirumdæmi, og að síðustu í 38.284 þorp (2001).
Árið 2014 ákvað stjórnarskrárnefnd að skipta landinu í sex sjálfstjórnarhéruð, fjögur í norðurhlutanum og tvö í suðurhlutanum, og höfuðborgina Sana utan héraða. Þannig hefði Jemen orðið að [[sambandsríki]]. Þetta var eitt af því sem leiddi til valdaráns Hútífylkingarinnar.
{| style="display: block;" |
|- style="vertical-align: top;" |
| width="25%" |
# [[Saada]]
# [[Al Jawf]]
# [[Hadhramaut]]
# [[Al Mahrah]]
# [[Hajjah]]
# [['Amran]]
# [[Al Mahwit]]
| width="25%" |
# <li value="8">[[Amanat Al Asimah]] (Sanaborg)</li>
# [[Sana'a]]
# [[Ma'rib]]
# [[Al Hudaydah]]
# [[Raymah]]
# [[Dhamar]]
# [[Ibb]]
| width="25%" |
# <li value="15">[[Dhale]]</li>
# [[Al Bayda]]
# [[Shabwah]]
# [[Taiz]]
# [[Lahij]]
# [[Abyan]]
# [[Aden]]
# [[Socotra]]
|
[[Mynd:Yemen,_administrative_divisions_-_Nmbrs_-_colored.svg|300px|right|Landstjórnarumdæmi Jemen]]
|}
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1732626 ''Dagar í Jemen''; grein í Morgunblaðinu 1990]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3283974 ''Nýlendan og verndarsvæðið Aden''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1957]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1778536 ''Eyimerkurbærinn Sejjun''; grein í Morgunblaðinu 1993]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1784508 ''Niður snarbrött jemensk fjöll með þvagfærasjúkan einkabílstjóra''; grein í Morgunblaðinu 1993]
{{Arababandalagið}}
{{Asía}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Asíulönd]]
qnrej7g32fzjgunlb53corqw4oc6jtx
Finnska
0
12478
1765940
1695956
2022-08-25T04:06:54Z
2001:14BA:4A89:D900:357B:F738:2E82:61FD
wikitext
text/x-wiki
{{Tungumál |
nafn = Finnska |
nativename = suomi |
nafn2 = suomi |
ættarlitur = Úralskt |
ríki = [[Finnland]], [[Eistland]], [[Svíþjóð]] ([[Tornedalur]]), [[Noregur]] ([[Finnmörk]]), Norðvestur-[[Rússland]] ([[Karelía]]) |
svæði = [[Norður-Evrópa]] |
talendur = 5 milljónir |
sæti = ekki með efstu 100 |
ætt = [[úrölsk mál]]<br />
[[finnsk-úgrísk mál]]<br />
[[finnsk-permísk mál]]<br />
[[finnsk-volgaísk mál]]<br />
[[finnsk-lappnesk mál]]<br />
[[eystrasaltsfinnska]]<br />
'''finnska''' |
þjóð = [[Finnland]], [[Evrópubandalagið]] og [[Lýðveldið Karelía]] |
|stafróf=[[Finnsk-sænska stafrófið]]
|stýrt af = [[Finnska tungumálastofnunin]] [http://www.kotus.fi] |
iso1 = fi |
iso2 = fin |
sil = FIN |
}}
'''Finnska''' (''suomi'') er [[tungumál]] rúmlega fimm milljóna manna, aðallega í [[Finnland]]i en einnig í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Svíþjóð]]. Finnska tilheyrir [[tungumálaætt|flokki]] [[finnsk-úgrísk tungumál|finnsk-úgrískra]] tungumála, en tungumálaættin nær yfir landsvæði frá Noregi, inn í [[Síbería|Síberíu]] og [[Karpatafjöll]]. Til þessa málaflokks teljast m.a. tungumál eins og [[ungverska]] og [[eistneska]].
== Saga ==
Saga fólksins og tungumálsins í Finnlandi er mörgum nokkuð viðkvæmt viðfangsefni. Finnska, eins og mörg önnur tungumál, hefur orðið fyrir miklum [[menning]]aráhrifum frá öðrum löndum um langt skeið og er enn í þróun. Hin rétta saga tungumálsins er dularfull og jafnframt forvitnileg. Þar til nýlega var því haldið fram að forfeður þeirra Finna, sem nú byggja Finnland, hafi numið þar land fyrir um tvö þúsund árum og hafi komið úr austri. En núverandi tilgátur staðhæfa að Finnland hafi þegar verið byggt fólki fyrir um níu þúsund árum.
Finnska virðist eiga rætur að rekja langt aftur til fortíðar. Sú finnska, sem töluð er af innfæddum í dag, er hinsvegar nokkuð nýleg smíð en ritmálið var búið til á [[16. öld]]. Nútímafinnska kom til sögunnar á [[19. öld]] og er sprottin af sterkri hreyfingu þjóðernissinna. Þegar Finnland varð sjálfstætt ríki árið 1917 varð Finnland að ríki þar sem töluð eru tvö tungumál, finnska og sænska. Þessi tvö tungumál teljast nú bæði opinber tungumál Finnlands þrátt fyrir að finnska sé ríkjandi en um 290.000 hafa sænsku að móðurmáli í landinu.
== Málfræði ==
Í finnsku er hvorki tiltekinn né ótiltekinn [[greinir]]. Nafnorð hafa ekkert málfræðilegt kyn og lýsingarorð taka því engum slíkum beygingum. Ennfremur er enginn greinarmunur gerður á kynjum í persónu- og eignarfornöfnum þriðju persónu. [[Fleirtala]] er mynduð með viðskeytinu ''-t'' í [[nefnifall|nefnifalli]] og [[þolfall|þolfalli]], -t eða ''-i-'' eða báðum í [[eignarfall|eignarfalli]] og -i í öllum öðrum [[Fall (málfræði)|föllum]]. Ef persónulegu eigendaviðskeyti er bætt við nefnifall eða þolfall í fleirtölu er ''t''-viðskeytið ekki notað og fleirtölumerking látin skiljast af samhenginu. Nafnorð hafa fimmtán föll: nefnifall, þolfall, eignarfall, [[verufall]], [[deildarfall]], [[áhrifsfall]], [[íverufall]], [[úrferðarfall]], [[íferðarfall]], [[nærverufall]], [[sviptifall]], [[áferðarfall]], [[aðferðarfall]], [[samvistarfall]] og [[fjarverufall]]. Aðferðarfall, samvistarfall og fjarverufall eru nær eingöngu notuð í ritmáli.
Stafsetning er næsta hljóðrétt, það er að segja lítill sem enginn munur er á því hvernig málið er ritað og talað. Sérhljóðin ''a'', ''o'' og ''ö'' eru eins og í [[íslenska|íslensku]], [i] er borið fram sem ''í'', [e] sem ''i'' og [ä] (a með tvípunkti) sem ''e'', [y] sem ''u'' og [u] sem ''ú''. Samhljóðin [b], [g] og [f] koma aðeins fyrir í nýlegum [[tökuorð|tökuorðum]], það er að segja þessi hljóð eru ekki til í orðum af finnskum uppruna.
Sagnorð beygjast í persónum og tölum. Persónuendingar sagnorða eru: 1.p.et. -n, 2.p.et. -t, 3.p.et. -o, 1.p.flt. -me, 2.p.flt. -te, 3.p.flt. -vat.
Óvíst er hvort bersýnileg líkindi persónuendinga og þá sérstaklega 1. og 2. persónu fleirtölu við indóevrópsk mál sé til komin fyrir áhrif frá þeim eða fyrir tilviljun enda ekki gott að skyggnast aftur í fornöld. Þá má nefna að spurning er gerð ekki með umröðun orðaraðar heldur sérstöku spurnarviðskeyti (við sagnorð) -ko. Þannig væri þú ert klikkaður - olet hullu, en ert þú klikkaður oletko hullu.
{{Wiktionary|finnska}}
[[Flokkur:Finnsk-úgrísk tungumál]]
78sj47x9iddw1ryll4sjfdxsx99czld
Norræn tungumál
0
20090
1765953
1695973
2022-08-25T09:24:36Z
Holtseti
46872
Tiltekt
wikitext
text/x-wiki
'''Norræn''' eða '''norðurgermönsk tungumál''' eru [[indóevrópsk tungumál]] sem aðallega eru töluð á [[Norðurlönd]]um. Þau tilheyra flokki [[germönsk tungumál|germanskra tungumála]].
[[Mynd:Old norse, ca 900.PNG|right|250px|thumb|Þessi mynd gefur hugmynd um útbreiðslu [[fornnorræna|fornnorrænu]] í kringum upphaf [[10. öld|10. aldar]]. Rauði liturinn sýnir mállýskuna '''vesturnorrænu'''; appelsínuguli liturinn sýnir mállýskuna '''austurnorrænu'''. Bleiki liturinn sýnir [[gotlenska|forngotlensku]] og græni liturinn sýnir aðrar germanskar mállýskur sem norrænir menn gátu skilið og gert sig skiljanlega við talendur þeirra.]]
Málsögulega eru norrænu málin yfirleitt flokkuð í tvo hópa:
* [[Austurnorræn tungumál]] sem eru [[danska]] og [[sænska]].
* [[Vesturnorræn tungumál]] sem eru [[norska]], [[færeyska]] og [[íslenska]], ásamt útdauðu málunum [[norn (tungumál)|norn]], sem talað var nyrst á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] fram á 18. öld, og [[grænlandsnorræna|grænlandsnorrænu]], sem töluð var fram á 15. öld í byggðum norrænna manna á [[Grænland]]i.
Taka skal fram að ýmsar [[mállýska|svæðis- og stéttarmállýskur]] í [[Noregur|Noregi]], þar með talið [[norskt bókmál|bókmálið]] og [[riksmål|ríkismálið]] hafa talist bæði til vestur- og austurnorrænna mála. Í héruðunum [[Bohuslän]] og [[Jamtaland]]i, sem tilheyrt hafa [[Svíþjóð]] síðan á 17. öld, finnast einnig mállýskur sem náskyldar eru norsku.
Einnig hafa norrænu málin flokkast í suður- norðurnorræn mál:
* [[Suðurnorræn tungumál]] sem eru danska ásamt [[suðursænskar mállýskur|suðursænskum mállýskum]], sem einnig hafa verið nefndar [[austurdanskar mállýskur]]. Þær eru talaðar í [[Halland]]i, á [[Skánn|Skáni]], í [[Blekinge]] og á [[Borgundarhólmur|Borgundarhólmi]].
* [[Norðurnorræn tungumál]] sem eru öll önnur norræn mál.
Þriðja skilgreiningin flokar norrænu málin í meginlands- og eyjamál:
* Norræn meginlandsmál sem eru danska, norska og sænska.
* Norræn eyjamál sem eru íslenska og færeyska, ásamt útdauðu málunum [[norn (tungumál)|norn]] og [[grænlandsnorræna|grænlandsnorrænu]].
== Tenglar ==
* [http://www.norden.org/is/um-northurloend/tungumal/norraenar-ordabaekur?set_language=is Listi yfir netorðabækur á Norðurlandamálunum]
* [http://translation.norden.org/is/um-northurloend/tungumal/tungumal Um tungumál á Norðurlöndunum]
[[Flokkur:Germönsk tungumál]]
[[Flokkur:Norræn tungumál|*]]
h44jq7njcmwbcobsdgpw6h4hrrj0f5f
1765954
1765953
2022-08-25T09:25:24Z
Holtseti
46872
Tek aftur breytingu 1765953 frá [[Special:Contributions/Holtseti|Holtseti]] ([[User talk:Holtseti|spjall]])
wikitext
text/x-wiki
'''Norræn''' eða '''norðurgermönsk [[tungumál]]''' eru [[Indóevrópsk tungumál]] sem aðallega eru töluð á [[Norðurlönd]]um. Þau tilheyra flokki [[germönsk tungumál|germanskra tungumála]].
[[Mynd:Old norse, ca 900.PNG|right|250px|thumb|Þessi mynd gefur hugmynd um útbreiðslu [[fornnorræna|fornnorrænu]] í kringum upphaf [[10. öld|10. aldar]]. Rauði liturinn sýnir mállýskuna '''vesturnorrænu'''; appelsínuguli liturinn sýnir mállýskuna '''austurnorrænu'''. Bleiki liturinn sýnir [[gotlenska|forngotlensku]] og græni liturinn sýnir aðrar germanskar mállýskur sem norrænir menn gátu skilið og gert sig skiljanlega við talendur þeirra.]]
Málsögulega eru norrænu málin yfirleitt flokkuð í tvo hópa:
* [[Austurnorræn tungumál]] sem eru [[danska]] og [[sænska]].
* [[Vesturnorræn tungumál]] sem eru [[norska]], [[færeyska]] og [[íslenska]], ásamt útdauðu málunum [[norn (tungumál)|norn]], sem talað var nyrst á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] fram á 18. öld, og [[grænlandsnorræna|grænlandsnorrænu]], sem töluð var fram á 15. öld í byggðum norrænna manna á [[Grænland]]i.
Taka skal fram að ýmsar [[mállýska|svæðis- og stéttarmállýskur]] í [[Noregur|Noregi]], þar með talið [[norskt bókmál|bókmálið]] og [[riksmål|ríkismálið]] hafa talist bæði til vestur- og austurnorrænna mála. Í héruðunum [[Bohuslän]] og [[Jamtland]]i, sem tilheyrt hafa [[Svíþjóð]] síðan á 17. öld, finnast einnig mállýskur sem náskyldar eru norsku.
Einnig hafa norrænu málin flokkast í suður- norðurnorræn mál:
* [[Suðurnorræn tungumál]] sem eru danska ásamt [[suðursænskar mállýskur|suðursænskum mállýskum]], sem einnig hafa verið nefndar [[austurdanskar mállýskur]]. Þær eru talaðar í [[Halland]]i, á [[Skánn|Skáni]], í [[Blekinge]] og á [[Borgundarhólmur|Borgundarhólmi]].
* [[Norðurnorræn tungumál]] sem eru öll önnur norræn mál.
Þriðja skilgreiningin flokkar norrænu málin í meginlands- og eyjamál:
* Norræn meginlandsmál sem eru danska, norska og sænska.
* Norræn eyjamál sem eru íslenska og færeyska, ásamt útdauðu málunum [[norn (tungumál)|norn]] og [[grænlandsnorræna|grænlandsnorrænu]].
== Frekari fróðleikur ==
* Oskar Bandle (ed.), ''The Nordic Languages: An International Handbook of the History of the North Germanic Languages'', Berlin 2005, ISBN 3-11-017149-X.
* Harald Hammarström, Robert Forkel and Martin Haspelmath (eds.), ''North Germanic'', Jena 2017.
* Jóhannes Gísli Jónsson and Thórhallur Eythórsson, ''Variation in subject case marking in Insular Scandinavian'', Nordic Journal of Liguistics, 28 (2005), 223–245.
* Iben Stampe Sletten, ''Norðurlandamálin með rótum og fótum'', København, 2005.
== Tenglar ==
* [http://islex.is/ Íslenskar-norrænar netorðabækur]
* [https://www.norden.org/is/information/norraenu-tungumalin Um tungumál á Norðurlöndunum]
[[Flokkur:Germönsk tungumál]]
[[Flokkur:Norræn tungumál|*]]
g0tej1h4z3clo6x5gdejb224x78afkw
1765955
1765954
2022-08-25T09:26:04Z
Holtseti
46872
Tiltekt
wikitext
text/x-wiki
'''Norræn''' eða '''norðurgermönsk tungumál''' eru [[indóevrópsk tungumál]] sem aðallega eru töluð á [[Norðurlönd]]um. Þau tilheyra flokki [[germönsk tungumál|germanskra tungumála]].
[[Mynd:Old norse, ca 900.PNG|right|250px|thumb|Þessi mynd gefur hugmynd um útbreiðslu [[fornnorræna|fornnorrænu]] í kringum upphaf [[10. öld|10. aldar]]. Rauði liturinn sýnir mállýskuna '''vesturnorrænu'''; appelsínuguli liturinn sýnir mállýskuna '''austurnorrænu'''. Bleiki liturinn sýnir [[gotlenska|forngotlensku]] og græni liturinn sýnir aðrar germanskar mállýskur sem norrænir menn gátu skilið og gert sig skiljanlega við talendur þeirra.]]
Málsögulega eru norrænu málin yfirleitt flokkuð í tvo hópa:
* [[Austurnorræn tungumál]] sem eru [[danska]] og [[sænska]].
* [[Vesturnorræn tungumál]] sem eru [[norska]], [[færeyska]] og [[íslenska]], ásamt útdauðu málunum [[norn (tungumál)|norn]], sem talað var nyrst á [[Bretlandseyjar|Bretlandseyjum]] fram á 18. öld, og [[grænlandsnorræna|grænlandsnorrænu]], sem töluð var fram á 15. öld í byggðum norrænna manna á [[Grænland]]i.
Taka skal fram að ýmsar [[mállýska|svæðis- og stéttarmállýskur]] í [[Noregur|Noregi]], þar með talið [[norskt bókmál|bókmálið]] og [[riksmål|ríkismálið]] hafa talist bæði til vestur- og austurnorrænna mála. Í héruðunum [[Bohuslän]] og [[Jamtland]]i, sem tilheyrt hafa [[Svíþjóð]] síðan á 17. öld, finnast einnig mállýskur sem náskyldar eru norsku.
Einnig hafa norrænu málin flokkast í suður- norðurnorræn mál:
* [[Suðurnorræn tungumál]] sem eru danska ásamt [[suðursænskar mállýskur|suðursænskum mállýskum]], sem einnig hafa verið nefndar [[austurdanskar mállýskur]]. Þær eru talaðar í [[Halland]]i, á [[Skánn|Skáni]], í [[Blekinge]] og á [[Borgundarhólmur|Borgundarhólmi]].
* [[Norðurnorræn tungumál]] sem eru öll önnur norræn mál.
Þriðja skilgreiningin flokkar norrænu málin í meginlands- og eyjamál:
* Norræn meginlandsmál sem eru danska, norska og sænska.
* Norræn eyjamál sem eru íslenska og færeyska, ásamt útdauðu málunum [[norn (tungumál)|norn]] og [[grænlandsnorræna|grænlandsnorrænu]].
== Frekari fróðleikur ==
* Oskar Bandle (ed.), ''The Nordic Languages: An International Handbook of the History of the North Germanic Languages'', Berlin 2005, ISBN 3-11-017149-X.
* Harald Hammarström, Robert Forkel and Martin Haspelmath (eds.), ''North Germanic'', Jena 2017.
* Jóhannes Gísli Jónsson and Thórhallur Eythórsson, ''Variation in subject case marking in Insular Scandinavian'', Nordic Journal of Liguistics, 28 (2005), 223–245.
* Iben Stampe Sletten, ''Norðurlandamálin með rótum og fótum'', København, 2005.
== Tenglar ==
* [http://islex.is/ Íslenskar-norrænar netorðabækur]
* [https://www.norden.org/is/information/norraenu-tungumalin Um tungumál á Norðurlöndunum]
[[Flokkur:Germönsk tungumál]]
[[Flokkur:Norræn tungumál|*]]
hcjihc1x0y2xg3rw9zx9sgmsjm3a46v
Listasafn Íslands
0
24321
1765960
1706539
2022-08-25T10:59:55Z
217.28.191.84
/* Forstöðumenn Listasafnsins */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Listasafn islands.jpg|thumb|right|Listasafn Íslands í gamla íshúsinu við Tjörnina.]]
'''Listasafn Íslands''' er [[listasafn]] í eigu [[íslenska ríkið|íslenska ríkisins]] sem var stofnað árið [[1884]] í [[Kaupmannahöfn]] af [[Björn Bjarnarson|Birni Bjarnarsyni]], síðar [[sýslumaður|sýslumanni]] í [[Dalasýsla|Dalasýslu]] og [[alþingi]]smanni. Stofninn í listaverkaeign safnsins voru gjafir frá listamönnum, aðallega dönskum, en brátt fóru að berast reglulega gjafir frá íslenskum listamönnum sem urðu kjarninn í eign safnsins.
== Safnkostur ==
Listasafn Íslands er þjóðlistasafn og leggur megináherslu á 19. og 20. aldar list, íslenska og erlenda. Það á merkasta safn íslenskra verka á Íslandi og eftir alla helstu myndlistarmenn þjóðarinnar. Það hefur einnig að geyma vaxandi safn erlendra verka eftir heimskunna listamenn, svo sem [[Pablo Picasso]], [[Edvard Munch]], [[Karel Appel]], [[Hans Hartung]], [[Victor Vasarely]], [[Richard Serra]] og [[Richard Tuttle]].
Listasafn Íslands heldur að staðaldri fjölbreyttar sýningar sem endurspegla listaverkaeign þess. Auk þess efnir það árlega til víðtækra sérsýninga á verkum íslenskra sem erlendra listamanna. Í tengslum við þær eru gefin út rit.
Í safnbyggingunum að Fríkirkjuvegi 7 eru nokkrir sýningarsalir á þremur hæðum, safnbúð og kaffistofa.
Í skrifstofubyggingunni að Laufásvegi 12 er sérfræðibókasafn með heimilda- og ljósmyndasafni og forvörsludeild.
== Saga Listasafns Íslands ==
Árið [[1916]] var listasafnið gert að deild í [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafni Íslands]]. Safnkosturinn var þá geymdur víðs vegar og lánaður til opinberra stofnana og [[skóli|skóla]] um allt land, auk þess sem hluti safnkostsins var sýndur í [[Alþingishúsið|Alþingishúsinu]] og [[Safnahúsið|Safnahúsinu]] við [[Hverfisgata|Hverfisgötu]]. Með stofnun [[menntamálaráð]]s [[1928]] varð safnið að Listasafni ríkisins og heyrði beint undir ráðið.
[[1950]] er ráðinn fyrsti forstöðumaður safnsins [[Selma Jónsdóttir]] og því fenginn staður á efstu hæð nýja hússins sem reist hafði verið yfir bæði Listasafnið og Þjóðminjasafnið við [[Suðurgata|Suðurgötu]]. Þá var safnkosturinn endurheimtur alls staðar að og fékkst að mestu leyti til baka. Með nýjum lögum [[1961]] varð safnið svo sjálfstæð stofnun sem heyrir beint undir [[menntamálaráðuneytið]].
Listasafnið er nú staðsett í gamla [[íshús]]inu, [[Fríkirkjuvegur|Fríkirkjuvegi]] 7, við [[Tjörnin]]a í [[Reykjavík]]. Húsið var hannað af [[Guðjón Samúelsson|Guðjóni Samúelssyni]] árið [[1916]] fyrir fyrirtækið [[Herðubreið (fyrirtæki)|Herðubreið]]. Síðar hýsti það skrifstofur og sal [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] og frá [[1961]] [[Glaumbær (skemmtistaður)|Glaumbæ]] sem brann [[1971]]. Þá eignaðist listasafnið húsið sem þurfti algerrar endurnýjunar við. Safnið flutti fyrst í húsið árið [[1987]]. Nýbyggingin var verk Garðars Halldórssonar, húsameistara ríkisins.
[[Safn Ásgríms Jónssonar]] er sérstök deild í Listasafni Íslands. [[Ásgrímur Jónsson]] lést árið 1958 og ánafnaði íslensku þjóðinni öll listaverk sín í eigin eigu ásamt húseign að Bergstaðastræti 74 í Reykjavík. Árið 1960 var Ásgrímssafn opnað í húsi hans. Árið 1988, þegar Listasafn Íslands fluttist í eigið húsnæði, var safn Ásgríms sameinað Listasafninu samkvæmt ákvæðum í erfðaskrá hans. Heimili Ásgríms að Bergstaðastræti 74 var opnað að nýju, eftir ótímabundna lokun, á íslenska safnadeginum, sunnudaginn 8. júlí 2012.
Þann 21. júní 2012 var Listasafni Íslands fært Listasafn Sigurjóns Ólafssonar að gjöf. Staðfest var með undirritun gjafabréfs og samkomulags, gjöf sjálfseignarstofnunar Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á listaverkum Sigurjóns Ólafssonar og öðrum eignum safnsins til Listasafns Íslands. Hér er um að ræða afar verðmæta gjöf til Listasafns Íslands, bæði í listrænu og fjárhagslegu tilliti.
Safnið hefur gert [[kostun]]arsamninga við fyrirtæki um ýmis verkefni. [[2006]] gerðist eignarhaldsfélagið [[Samson ehf|Samson]] aðalstyrktaraðili safnsins til ársins [[2008]]. Í tengslum við þann samning var ákveðið að fella alveg niður [[aðgangseyrir|aðgangseyri]] að safninu. Í maí árið 2010 var tekinn upp aðgangseyrir á sérsýningar safnsins. Í dag þarf að greiða aðgangseyri fyrir allt safnið. Hægt er að ganga í listaklúbbinn Selmu en félagar fá árskort í safnið og fleiri fríðindi.
== Listaklúbburinn Selma í Listasafni Íslands: ==
Listaklúbburinn dregur nafn sitt af Selmu Jónsdóttur listfræðingi (1917 – 1987) sem var safnstjóri Listasafns Íslands 1950 – 1987 og öflugur frumkvöðull í kynningu á myndlist hérlendis. Listaklúbburinn er fyrir fólk sem vill kynna sér myndlist og fylgjast vel með þeim sýningum sem eru í safninu.
Listaklúbbur SELMA er klúbbur áhugafólks um myndlist. Félagsaðild veitir aðgang að sérsniðinni leiðsögn og fyrirlestrum í safninu. Félagar fá afslátt í Safnbúð og ýmis fríðindi.
== Forstöðumenn Listasafnsins ==
* [[Selma Jónsdóttir]] (1950 – 1987)
* [[Bera Nordal]] (1987 – 1997)
* [[Ólafur Kvaran]] (1997 – 2007)
* [[Halldór Björn Runólfsson]] (2007 – 2017)
*[[Harpa Þórsdóttir]] (2017- 2022)
== Tenglar ==
* [http://www.listasafn.is Vefur Listasafns Íslands]
* [http://www.althingi.is/altext/stjt/2012.064.html Myndlistarlög]
* [http://www.timarit.is/?issueID=421388&pageSelected=10&lang=0 Grein Dr. Gunnlaugs Þórðarsonar um Fríkirkjuveg 7 (þ.e.a.s. Hús Listasafns Íslands)]
{{Höfuðsöfn á Íslandi}}
[[Flokkur:Söfn í Reykjavík]]
[[Flokkur:Miðborg Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Listasöfn á Íslandi]]
[[Flokkur:Opinberar stofnanir]]
[[Flokkur:Íslenskar ríkisstofnanir]]
{{S|1884}}
{{coord|64|08|38.80|N|21|56|21.30|W|region:IS_type:landmark|display=title}}
[[Flokkur:Byggingar eftir Guðjón Samúelsson]]
fpru5e65r8odvbbk1rkvr4hb0wm4wx4
Málfræði
0
31075
1765950
1543512
2022-08-25T09:12:20Z
82.148.66.19
meow
wikitext
text/x-wiki
{{Aðgreiningartengill1|[[Mál (stærðfræði)|Málfræði í stærðfræði]]}}
'''Málfræði''' er safn [[regla|reglna]] sem lýsa notkun á tilteknu [[tungumál]]i og er þá talað um málfræði þess tungumáls. Stundum er lýsingin talin staðlandi og sögð lýsa „réttri“ notkun málsins. Hefðbundin tungumál sem notuð eru í samskiptum manna stjórnast öll af tiltekinni málfræði, samanber [[Íslensk málfræði|íslenska málfræði]] og [[enska]] málfræði, þótt hún geti verið misflókin. Málfræði er líka mikilvæg í annars konar tungumálum, svo sem [[forritunarmál]]um. meow
== Tengt efni ==
* [[Fyrsta málfræðiritgerðin]]
{{Stubbur|málfræði}}
[[Flokkur:Málfræði]]
7r0ivex72gsp8dbwcqhmals1700vg1u
1765951
1765950
2022-08-25T09:13:36Z
82.148.66.19
wikitext
text/x-wiki
{{Aðgreiningartengill1|[[Mál (stærðfræði)|Málfræði í stærðfræði]]}}
'''Málfræði''' er safn [[regla|reglna]] sem lýsa notkun á tilteknu [[tungumál]]i og er þá talað um málfræði þess tungumáls. Stundum er lýsingin talin staðlandi og sögð lýsa „réttri“ notkun málsins. Hefðbundin tungumál sem notuð eru í samskiptum manna stjórnast öll af tiltekinni málfræði, samanber [[Íslensk málfræði|íslenska málfræði]] og [[enska]] málfræði, þótt hún geti verið misflókin. Málfræði er líka mikilvæg í annars konar tungumálum, svo sem [[forritunarmál]]um. meow (þetta var sett inn af manni sem heitir óðinn)
== Tengt efni ==
* [[Fyrsta málfræðiritgerðin]]
{{Stubbur|málfræði}}
[[Flokkur:Málfræði]]
nm76sfqkfv63dwxo6rksbk009k5elsd
1765956
1765951
2022-08-25T09:26:07Z
82.148.66.19
wikitext
text/x-wiki
{{Aðgreiningartengill1|[[Mál (stærðfræði)|Málfræði í stærðfræði]]}}
'''Málfræði''' er safn [[regla|reglna]] sem lýsa notkun á tilteknu [[tungumál]]i og er þá talað um málfræði þess tungumáls. Stundum er lýsingin talin staðlandi og sögð lýsa „réttri“ notkun málsins. Hefðbundin tungumál sem notuð eru í samskiptum manna stjórnast öll af tiltekinni málfræði, samanber [[Íslensk málfræði|íslenska málfræði]] og [[enska]] málfræði, þótt hún geti verið misflókin. Málfræði er líka mikilvæg í annars konar tungumálum, svo sem [[forritunarmál]]um. Meow (þetta var sett inn af manni sem heitir Óðinn)
== Tengt efni ==
* [[Fyrsta málfræðiritgerðin]]
{{Stubbur|málfræði}}
[[Flokkur:Málfræði]]
ntala2eigv32vwn7n6v6tkb4r6pyhpt
1765957
1765956
2022-08-25T09:37:24Z
Berserkur
10188
Tók aftur breytingar [[Special:Contributions/82.148.66.19|82.148.66.19]] ([[User talk:82.148.66.19|spjall]]), breytt til síðustu útgáfu [[User:46.239.245.154|46.239.245.154]]
wikitext
text/x-wiki
{{Aðgreiningartengill1|[[Mál (stærðfræði)|Málfræði í stærðfræði]]}}
'''Málfræði''' er safn [[regla|reglna]] sem lýsa notkun á tilteknu [[tungumál]]i og er þá talað um málfræði þess tungumáls. Stundum er lýsingin talin staðlandi og sögð lýsa „réttri“ notkun málsins. Hefðbundin tungumál sem notuð eru í samskiptum manna stjórnast öll af tiltekinni málfræði, samanber [[Íslensk málfræði|íslenska málfræði]] og [[enska]] málfræði, þótt hún geti verið misflókin. Málfræði er líka mikilvæg í annars konar tungumálum, svo sem [[forritunarmál]]um.
== Tengt efni ==
* [[Fyrsta málfræðiritgerðin]]
{{Stubbur|málfræði}}
[[Flokkur:Málfræði]]
8rjwsrkkx5ssfwqizuxh500na3poeak
Olíukreppan 1973
0
33543
1765922
1421621
2022-08-24T22:25:54Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Oil price chronology.gif|thumb|Graf sem sýnir verðið á olíu á krepputímanum]]
'''Olíukreppan 1973''' var [[orkukreppa]] á [[Vesturlönd]]um sem stóð frá [[16. október]] [[1973]] og stóð til [[17. mars]] [[1974]]. Kreppan hafði varanleg áhrif á verð [[hráolía|hráolíu]] um allan heim og hafði víðtækar afleiðingar. Ástæða kreppunnar var [[viðskiptabann]] með [[olía|olíu]] sem [[Arabía|arabísku]] olíuframleiðsluríkin, auk [[Egyptaland]]s og [[Sýrland]]s, settu á [[Bandaríkin]] og [[Vestur-Evrópa|vestur-evrópska]] bandamenn þeirra vegna stuðnings þessara ríkja við [[Ísrael]] í [[Jom kippúr-stríðið|Jom kippúr-stríðinu]] sem stóð yfir í [[október]] 1973.
Um svipað leyti höfðu ríkin í [[Samtök olíuframleiðenda|Samtökum olíuframleiðenda]] ([[OPEC]]) komið sér saman um [[verðsamráð]] til þess að stórhækka olíuverð eftir að samningaviðræður við „[[Systurnar sjö]]“ fóru út um þúfur fyrr í sama mánuði. Þetta leiddi samstundis til verðhækkana og [[verðbólga|verðbólgu]] um leið og framleiðsla minnkaði hjá þeim ríkjum sem urðu fyrir kreppunni. Þau ríki sem illa urðu úti brugðust við með gagnaðgerðum til að draga úr eftirspurn sinni eftir olíu frá þessum löndum. Til lengri tíma kom því olíukreppan verst niðri á olíuframleiðslulöndunum sjálfum og leiddi til hnignunar Samtaka olíuframleiðenda.
{{Stubbur|saga}}
[[Flokkur:Orkukreppur]]
[[Flokkur:Olía]]
8m99at6re7jokmo9f3m5es0ddh5ygp6
Níkíta Khrústsjov
0
42256
1765887
1765080
2022-08-24T12:23:52Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Níkíta Khrústsjov<br>{{small|Никита Хрущёв}}
| búseta =
| mynd = Bundesarchiv Bild 183-B0628-0015-035, Nikita S. Chruschtschow.jpg
| myndastærð = 230px
| myndatexti1 = Níkíta Khrústsjov árið 1963.
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[14. september]] [[1953]]
| stjórnartíð_end = [[14. október]] [[1964]]
| forveri = [[Jósef Stalín]]
| eftirmaður = [[Leoníd Brezhnev]]
| titill2= Forsætisráðherra Sovétríkjanna
| stjórnartíð_start2 = [[27. mars]] [[1958]]
| stjórnartíð_end2 = [[14. október]] [[1964]]
| forveri2= [[Níkolaj Búlganín]]
| eftirmaður2 = [[Aleksej Kosygín]]
| forseti2 = [[Klíment Voroshílov]]<br>[[Leoníd Brezhnev]]<br>[[Anastas Míkojan]]
| fæðingarnafn = Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov
| fæddur = [[17. apríl]] [[1894]]
| fæðingarstaður = [[Kalínovka]], [[Úkraína|Úkraínu]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1971|9|11|1894|4|17}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf = Verkfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Jefrosínja Khrústsjova (1914–19, lést)<br>Marúsha Khrústsjova (1922, skilin)<br>Nína Kúkhartsjúk (Khrústsjova) (1923–71)
| börn = Júlía (1915–81), Leoníd (1917–43), Rada (1929–2016), Sergei (1935–), Elena (1937–72)
| háskóli = [[Iðnháskólinn í Moskvu]]
| undirskrift = Nikita Khrushchev Signature2.svg
}}
'''Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov''' ([[kyrillískt letur]]: Ники́та Серге́евич Хрущёв) ([[17. apríl]] [[1894]] — [[11. september]] [[1971]]) var eftirmaður [[Jósef Stalín|Stalín]]s sem [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og leiðtogi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Hann var litríkur persónuleiki, lítill, þybbinn og sköllóttur, og vakti oft athygli fyrir óvenjulega framkomu. Frægt varð þegar hann eitt sinn hélt ræðu á allsherjarþingi [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], fór úr öðrum skónum og lamdi honum í ræðupúltið til að leggja áherslu á orð sín.
Eftir að Khrústsjov komst til valda fordæmdi hann glæpi Stalíns og gerði sitt besta til að þurrka út arfleifð hans og draga úr persónudýrkun á honum. Á stjórnartíð Khrústsjovs var reynt að gera umbætur í frjálsræðisátt, auk þess sem Sovétríkin hófu geimrannsóknir fyrir alvöru. Flokksfélagar Khrústsjov steyptu honum af stóli árið 1964 og komu [[Leoníd Brezhnev]] til valda í hans stað.
==Æviágrip==
Khrústsjov fæddist árið 1894 í þorpinu [[Kalínovka]], sem er í dag við landamæri Rússlands og Úkraínu. Hann vann sem járnvinnslumaður á unga aldri og var pólitískur umboðsmaður, eða ''kommissar'', í hernum á meðan [[rússneska borgarastyrjöldin]] stóð yfir.<ref>{{Tímarit.is|3612698|Ferill Nikita Krustsjov. I. grein: Krustjov kynntist rússnesku hnútasvipunni, vodka og kommúnismanum|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=20. apríl 1958|blaðsíða=207-211; 219|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref> Khrústsjov kynntist [[Bolsévikar|bolsévikanum]] [[Lazar Kaganóvítsj]] árið 1916 og með hans hjálp vann hann sig upp metorðastigann í stjórn Sovétmanna.<ref name=mbl92>{{Tímarit.is|1758560|Khrústsjov: Valdhafinn sem fordæmdi Stalín|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=26. janúar 1992|blaðsíða=14-15|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
Khrústsjov studdi [[Hreinsanirnar miklu|hreinsanir Stalíns]] á fjórða áratugnum og staðfesti handtökur á þúsundum meintra andófsmanna. Völd Khrústsjovs jukust í hreinsununum og hann varð aðalritari Moskvudeildar Kommúnistaflokksins árið 1935. Árið 1938 var Khrústsjov gerður að leiðtoga landsdeildar Kommúnistaflokksins í [[Sovétlýðveldið Úkraína|Úkraínu]] og varð því eiginlegur stjórnandi úkraínska sovétlýðveldisins, þar sem hreinsunum var haldið áfram.<ref>{{Tímarit.is|3612723|Ferill Nikita Krústsjov. II. grein: Krústsjov hreinsar til í Úkraínu|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=27. apríl 1958|blaðsíða=230-235|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref> Ári síðar skipaði Stalín hann aðalfulltrúa í [[Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins]] í þakkarskyni fyrir vel unnin störf.<ref name=mbl92/>
Eftir að Sovétmenn gerðu [[Innrásin í Pólland|innrás í Pólland]] árið 1939 var Khrústsjov falið að innlima austurhluta Póllands í Sovétríkin. Á tíma [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] var Khrústsjov stjórnmálahershöfðingi í [[Rauði herinn|Rauða hernum]] og fór með yfirstjórn málefna Úkraínu til ársins 1949. Það ár kvaddi Stalín Khrústsjov til Moskvu, gerði hann að yfirmanni flokksins í borginni og fól honum umsjón yfir sovéskum landbúnaði.<ref name=mbl92/>
Dauði Stalíns árið 1953 hratt af stað valdabaráttu milli Khrústsjovs og annarra leiðtoga í Kommúnistaflokknum. Honum tókst að ryðja keppinautum sínum, [[Lavrentíj Bería]] og [[Georgíj Malenkov]], úr vegi með valdaráni sem hann framdi með aðstoð [[Georgíj Zhúkov]] hermarskálks þann 26. júní. Bería var tekinn af lífi og Malenkov var í kjölfarið smám saman jaðarsettur.<ref>{{Tímarit.is|3612742|Ferill Nikita Krústsjov. III. grein: Dauði Stalíns – Krústsjovs í valdabaráttu|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=3. maí 1958|blaðsíða=248-251|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref>
Þann 25. febrúar 1956 flutti Khrústsjov á 20. flokksþingi kommúnistaflokksins „[[Leyniræðan|leyniræðuna]]“ svokölluðu þar sem hann fordæmdi hreinsanir Stalíns og harðstjórn Stalínstímans og lofaði að innleiða frjálslyndara stjórnarfar í Sovétríkjunum. Innanríkisumbætur hans, sem áttu að bæta líf óbreyttra borgara, höfðu oft lítil áhrif, sérstaklega í landbúnaði. Khrústsjov vonaðist til þess að geta reitt sig á eldflaugar fyrir landvarnir Sovétríkjanna og skar því niður fjármagn til hersins sjálfs. Þrátt fyrir þennan niðurskurð var valdatíð Khrústsjovs spennuþrungnasta tímabil [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]] og náði spennan hátindi í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] árið 1962.
Kúbudeilan hófst með því að Khrústsjov hugðist koma fyrir langdrægum eldflaugum á [[Kúba|Kúbu]], þar sem kommúnistar höfðu komist til valda í [[Byltingin á Kúbu|byltingu]] þremur árum fyrr. Hugsanlega gerði Khrústsjov þetta til að styrkja stöðu sína eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima fyrir og erlendis.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|51907|Um hvað snerist Kúbudeilan?}}</ref> Heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustyrjaldar þar sem Bandaríkjamenn vildu alls ekki að kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir á dyraþrepi þeirra og íhuguðu alvarlega að gera árás þegar sovésk flutningaskip nálguðust Kúbu. Eftir mikla spennu féllst Khrústsjov á að fjarlægja kjarnavopnin frá Kúbu í skiptum fyrir að Bandaríkjamenn fjarlægðu sín eigin kjarnavopn á [[Tyrkland]]i.<ref name=vísindavefur/> Fjarlægingu bandarísku kjarnavopnanna var hins vegar haldið leyndri fyrst um sinn. Því hlaut Khrústsjov engan hróður af málinu heldur var tilfinningin fremur sú að hann hefði lúffað þegar Bandaríkin settu honum úrslitakosti. Deilan veikti mjög stöðu hans innan Sovétríkjanna.<ref name=vísindavefur/>
Vinsældir Khrústsjovs döluðu smám saman vegna vankanta í stefnumálum hans. Við þetta óx andstæðingum hans ásmegin og svo fór að þeir steyptu honum af stóli í október árið 1964.<ref>{{Tímarit.is|1689592|Fall Khrústsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=25. september 1988|blaðsíða=10-11|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref> Ólíkt fyrri valdsmönnum sem höfðu beðið ósigur í valdabaráttu Sovétríkjanna var Khrústsjov þó ekki tekinn af lífi, heldur var honum gefið hús á rússnesku landsbyggðinni og íbúð í Moskvu.<ref>{{Tímarit.is|4456618|Frá völdum til einangrunar|blað=[[Vikan]]|útgáfudagsetning=18. janúar 1968|blaðsíða=22-23; 29-31}}</ref> Þar bjó hann á kostnað ríkisins þar til hann lést vegna hjartagalla árið 1971.<ref>{{Tímarit.is|3239882|„Með sorg í huga“|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|útgáfudagsetning=16. september 1971|blaðsíða=8}}</ref>
==Tengt efni==
* {{Cite book|author=[[Níkíta Khrústsjov]]|author2=[[Vladímír Lenín]]|editor=[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]]|title=Leyniræðan um Stalín: ásamt Erfðaskrá Leníns|publisher=[[Almenna bókafélagið]]|year=2016|place=Reykjavík|isbn=978-9935-469-93-9|translator=Stefán Pjetursson|url=https://books.google.is/books?id=dcjRDAAAQBAJ|others=Inngangur eftir Áka Jakobsson}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1953
| til = 1964
| fyrir = [[Jósef Stalín]]
| eftir = [[Leoníd Brezhnev]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Sovétríkjanna
| frá = 1958
| til = 1964
| fyrir = [[Níkolaj Búlganín]]
| eftir = [[Aleksej Kosygín]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Stubbur|æviágrip}}
{{fde|1894|1971|Krústsjov, Nikita}}
{{DEFAULTSORT:Krústsjov, Nikita}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Sovétríkjanna]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
1lm4cflzmvjk0ruuc5mnhqcdiht5mg1
1765888
1765887
2022-08-24T12:24:11Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Níkíta Khrústsjov<br>{{small|Никита Хрущёв}}
| búseta =
| mynd = Bundesarchiv Bild 183-B0628-0015-035, Nikita S. Chruschtschow.jpg
| myndastærð = 230px
| myndatexti1 = Níkíta Khrústsjov árið 1963.
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[14. september]] [[1953]]
| stjórnartíð_end = [[14. október]] [[1964]]
| forveri = [[Jósef Stalín]]
| eftirmaður = [[Leoníd Brezhnev]]
| titill2= Forsætisráðherra Sovétríkjanna
| stjórnartíð_start2 = [[27. mars]] [[1958]]
| stjórnartíð_end2 = [[14. október]] [[1964]]
| forveri2= [[Níkolaj Búlganín]]
| eftirmaður2 = [[Aleksej Kosygín]]
| forseti2 = [[Klíment Voroshílov]]<br>[[Leoníd Brezhnev]]<br>[[Anastas Míkojan]]
| fæðingarnafn = Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov
| fæddur = [[17. apríl]] [[1894]]
| fæðingarstaður = [[Kalínovka]], [[Úkraína|Úkraínu]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1971|9|11|1894|4|17}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf = Verkfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Jefrosínja Khrústsjova (1914–19, lést)<br>Marúsha Khrústsjova (1922, skilin)<br>Nína Kúkhartsjúk (Khrústsjova) (1923–71)
| börn = Júlía (1915–81), Leoníd (1917–43), Rada (1929–2016), Sergei (1935–), Elena (1937–72)
| háskóli = [[Iðnháskólinn í Moskvu]]
| undirskrift = Nikita Khrushchev Signature2.svg
}}
'''Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov''' ([[kyrillískt letur]]: Ники́та Серге́евич Хрущёв) ([[17. apríl]] [[1894]] — [[11. september]] [[1971]]) var eftirmaður [[Jósef Stalín|Stalín]]s sem [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og leiðtogi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Hann var litríkur persónuleiki, lítill, þybbinn og sköllóttur, og vakti oft athygli fyrir óvenjulega framkomu. Frægt varð þegar hann eitt sinn hélt ræðu á allsherjarþingi [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], fór úr öðrum skónum og lamdi honum í ræðupúltið til að leggja áherslu á orð sín.
Eftir að Khrústsjov komst til valda fordæmdi hann glæpi Stalíns og gerði sitt besta til að þurrka út arfleifð hans og draga úr persónudýrkun á honum. Á stjórnartíð Khrústsjovs var reynt að gera umbætur í frjálsræðisátt, auk þess sem Sovétríkin hófu geimrannsóknir fyrir alvöru. Flokksfélagar Khrústsjov steyptu honum af stóli árið 1964 og komu [[Leoníd Brezhnev]] til valda í hans stað.
==Æviágrip==
Khrústsjov fæddist árið 1894 í þorpinu [[Kalínovka]], sem er í dag við landamæri Rússlands og Úkraínu. Hann vann sem járnvinnslumaður á unga aldri og var pólitískur umboðsmaður, eða ''kommissar'', í hernum á meðan [[rússneska borgarastyrjöldin]] stóð yfir.<ref>{{Tímarit.is|3612698|Ferill Nikita Krustsjov. I. grein: Krustjov kynntist rússnesku hnútasvipunni, vodka og kommúnismanum|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=20. apríl 1958|blaðsíða=207-211; 219|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref> Khrústsjov kynntist [[Bolsévikar|bolsévikanum]] [[Lazar Kaganovítsj]] árið 1916 og með hans hjálp vann hann sig upp metorðastigann í stjórn Sovétmanna.<ref name=mbl92>{{Tímarit.is|1758560|Khrústsjov: Valdhafinn sem fordæmdi Stalín|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=26. janúar 1992|blaðsíða=14-15|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
Khrústsjov studdi [[Hreinsanirnar miklu|hreinsanir Stalíns]] á fjórða áratugnum og staðfesti handtökur á þúsundum meintra andófsmanna. Völd Khrústsjovs jukust í hreinsununum og hann varð aðalritari Moskvudeildar Kommúnistaflokksins árið 1935. Árið 1938 var Khrústsjov gerður að leiðtoga landsdeildar Kommúnistaflokksins í [[Sovétlýðveldið Úkraína|Úkraínu]] og varð því eiginlegur stjórnandi úkraínska sovétlýðveldisins, þar sem hreinsunum var haldið áfram.<ref>{{Tímarit.is|3612723|Ferill Nikita Krústsjov. II. grein: Krústsjov hreinsar til í Úkraínu|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=27. apríl 1958|blaðsíða=230-235|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref> Ári síðar skipaði Stalín hann aðalfulltrúa í [[Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins]] í þakkarskyni fyrir vel unnin störf.<ref name=mbl92/>
Eftir að Sovétmenn gerðu [[Innrásin í Pólland|innrás í Pólland]] árið 1939 var Khrústsjov falið að innlima austurhluta Póllands í Sovétríkin. Á tíma [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] var Khrústsjov stjórnmálahershöfðingi í [[Rauði herinn|Rauða hernum]] og fór með yfirstjórn málefna Úkraínu til ársins 1949. Það ár kvaddi Stalín Khrústsjov til Moskvu, gerði hann að yfirmanni flokksins í borginni og fól honum umsjón yfir sovéskum landbúnaði.<ref name=mbl92/>
Dauði Stalíns árið 1953 hratt af stað valdabaráttu milli Khrústsjovs og annarra leiðtoga í Kommúnistaflokknum. Honum tókst að ryðja keppinautum sínum, [[Lavrentíj Bería]] og [[Georgíj Malenkov]], úr vegi með valdaráni sem hann framdi með aðstoð [[Georgíj Zhúkov]] hermarskálks þann 26. júní. Bería var tekinn af lífi og Malenkov var í kjölfarið smám saman jaðarsettur.<ref>{{Tímarit.is|3612742|Ferill Nikita Krústsjov. III. grein: Dauði Stalíns – Krústsjovs í valdabaráttu|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=3. maí 1958|blaðsíða=248-251|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref>
Þann 25. febrúar 1956 flutti Khrústsjov á 20. flokksþingi kommúnistaflokksins „[[Leyniræðan|leyniræðuna]]“ svokölluðu þar sem hann fordæmdi hreinsanir Stalíns og harðstjórn Stalínstímans og lofaði að innleiða frjálslyndara stjórnarfar í Sovétríkjunum. Innanríkisumbætur hans, sem áttu að bæta líf óbreyttra borgara, höfðu oft lítil áhrif, sérstaklega í landbúnaði. Khrústsjov vonaðist til þess að geta reitt sig á eldflaugar fyrir landvarnir Sovétríkjanna og skar því niður fjármagn til hersins sjálfs. Þrátt fyrir þennan niðurskurð var valdatíð Khrústsjovs spennuþrungnasta tímabil [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]] og náði spennan hátindi í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] árið 1962.
Kúbudeilan hófst með því að Khrústsjov hugðist koma fyrir langdrægum eldflaugum á [[Kúba|Kúbu]], þar sem kommúnistar höfðu komist til valda í [[Byltingin á Kúbu|byltingu]] þremur árum fyrr. Hugsanlega gerði Khrústsjov þetta til að styrkja stöðu sína eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima fyrir og erlendis.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|51907|Um hvað snerist Kúbudeilan?}}</ref> Heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustyrjaldar þar sem Bandaríkjamenn vildu alls ekki að kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir á dyraþrepi þeirra og íhuguðu alvarlega að gera árás þegar sovésk flutningaskip nálguðust Kúbu. Eftir mikla spennu féllst Khrústsjov á að fjarlægja kjarnavopnin frá Kúbu í skiptum fyrir að Bandaríkjamenn fjarlægðu sín eigin kjarnavopn á [[Tyrkland]]i.<ref name=vísindavefur/> Fjarlægingu bandarísku kjarnavopnanna var hins vegar haldið leyndri fyrst um sinn. Því hlaut Khrústsjov engan hróður af málinu heldur var tilfinningin fremur sú að hann hefði lúffað þegar Bandaríkin settu honum úrslitakosti. Deilan veikti mjög stöðu hans innan Sovétríkjanna.<ref name=vísindavefur/>
Vinsældir Khrústsjovs döluðu smám saman vegna vankanta í stefnumálum hans. Við þetta óx andstæðingum hans ásmegin og svo fór að þeir steyptu honum af stóli í október árið 1964.<ref>{{Tímarit.is|1689592|Fall Khrústsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=25. september 1988|blaðsíða=10-11|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref> Ólíkt fyrri valdsmönnum sem höfðu beðið ósigur í valdabaráttu Sovétríkjanna var Khrústsjov þó ekki tekinn af lífi, heldur var honum gefið hús á rússnesku landsbyggðinni og íbúð í Moskvu.<ref>{{Tímarit.is|4456618|Frá völdum til einangrunar|blað=[[Vikan]]|útgáfudagsetning=18. janúar 1968|blaðsíða=22-23; 29-31}}</ref> Þar bjó hann á kostnað ríkisins þar til hann lést vegna hjartagalla árið 1971.<ref>{{Tímarit.is|3239882|„Með sorg í huga“|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|útgáfudagsetning=16. september 1971|blaðsíða=8}}</ref>
==Tengt efni==
* {{Cite book|author=[[Níkíta Khrústsjov]]|author2=[[Vladímír Lenín]]|editor=[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]]|title=Leyniræðan um Stalín: ásamt Erfðaskrá Leníns|publisher=[[Almenna bókafélagið]]|year=2016|place=Reykjavík|isbn=978-9935-469-93-9|translator=Stefán Pjetursson|url=https://books.google.is/books?id=dcjRDAAAQBAJ|others=Inngangur eftir Áka Jakobsson}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1953
| til = 1964
| fyrir = [[Jósef Stalín]]
| eftir = [[Leoníd Brezhnev]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Sovétríkjanna
| frá = 1958
| til = 1964
| fyrir = [[Níkolaj Búlganín]]
| eftir = [[Aleksej Kosygín]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Stubbur|æviágrip}}
{{fde|1894|1971|Krústsjov, Nikita}}
{{DEFAULTSORT:Krústsjov, Nikita}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Sovétríkjanna]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
m8pm5k7xia5azs1lkpmgyw9qelg7r9b
Bikarkeppni karla í knattspyrnu
0
43410
1765914
1765569
2022-08-24T21:59:44Z
89.160.233.104
/* Sigurvegarar */
wikitext
text/x-wiki
{{Deild keppnisíþrótta
|titill=Bikarkeppni karla
|stofnár= 1960
|liðafjöldi=32
|ríki= {{ISL}} [[Ísland]]
|keppnistímabil= apríl til júní
|núverandi meistarar= {{Lið Víkingur}} (3)
|sigursælasta lið={{Lið KR}} (14)
|úrslitaleikur= {{Lið Víkingur}} - {{Lið ÍA}}, [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]] (2021)
|mótasíður=
}}
'''Bikarkeppni karla í knattspyrnu''' (''Mjólkurbikar karla'')er keppni á [[Ísland]]i sem fer fram milli aðildarfélaga [[Knattspyrnusamband Íslands|KSÍ]]. Leikið er samkvæmt útsláttarfyrirkomulagi þannig að sigurvegari leiks heldur áfram keppni en taplið er úr leik. Viðureignir eru valdar af handahófi. Í bikarkeppninni er leikið til þrautar. Sé jafnt eftir venjulegan leiktíma skal framlengt og sé enn jafnt skal fara fram vítaspyrnukeppni.
Aðalstyrktaraðili er [[Mjólkursamsalan]]. Mótið tók aftur upp nafnið ''Mjólkurbikarinn'' frá og með árinu 2018 en bikarkeppnin bar einnig sama nafn á árunum frá 1986-1996.<ref>{{Cite web|url=https://www.ruv.is/frett/mjolkurbikarinn-snyr-aftur|title=Mjólkurbikarinn snýr aftur|last=hanssteinar|date=2018-04-05|website=RÚV|language=en|access-date=2019-09-11}}</ref> Á upphafsárum keppninnar frá 1960 til 1972 var úrslitaleikurinn leikinn á [[Melavöllurinn|Melavellinum]], sem var malarvöllur. En frá árinu 1973 hefur úrslitaleikurinn verið leikinn á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]].
Undankeppni hefst að venju í aprílmánuði en í henni leika öll félög að frátöldum þeim sem taka þátt í [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeild karla]].
Svæðakeppni skal viðhöfð í undankeppninni og hún uppsett þannig að 20 lið komist áfram í aðalkeppnina, 32-liða úrslitin, ásamt 12 liðum [[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu|Úrvalsdeildarinnar]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ksi.is/media/logogreglugerdir/reglugerdir/April-2013-Reglugerd-KSI-um-knattspyrnumot---leidrett-22.-mai.pdf|titill=Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót|höfundur=|útgefandi=KSÍ|mánuður=apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=september|árskoðað=2019|safnár=}}</ref>
[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021|Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2021]], á milli [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkings]] og [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]] fór fram á [[Laugardalsvöllur|Laugardalsvelli]] þann 16. október 2021.
[[Mynd:Knattspyrnufélagið_Víkingur.png|20x20dp]] '''[[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingar]]''' eru '''[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021|Mjólkurbikarmeistarar árið 2021]]'''.
== Sigurvegarar ==
{| class="wikitable sortable" style="font-size:82%;"
!style="background:silver;" |Ár
!style="background:silver;" |Sigurvegari
!style="background:silver;" |Úrslit
!style="background:silver;" |2. sæti
|<small><<>></small>
!style="background:silver;" |Undanúrslit
!style="background:silver;" |Undanúrslit
!style="background:silver;" |<small>Fjöldi<br/>liða</small>
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1960|1960]] || '''{{Lið KR}}'''|| 2-0|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið KR}} 2-1 [[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]||{{Lið Fram}} 2-0 {{Lið ÍA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1961|1961]] || '''{{Lið KR}}''' ||4-3|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið KR}} 2-1 {{Lið Fram}}||{{Lið ÍA}} 2-1 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1962|1962]] || '''{{Lið KR}}''' ||3-0|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið KR}} 3-0 {{Lið ÍBA}}||{{Lið Fram}} 2-1 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1963|1963]] || '''{{Lið KR}}'''||4-1|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið KR}} 3-2 {{Lið Keflavík}}||{{Lið ÍA}} 6-1 {{Lið Valur}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1964|1964]] || '''{{Lið KR}}''' ||4-0|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið KR}} 2-1 {{Lið KR}}-b||{{Lið ÍA}} 2-0 {{Lið Fram}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1965|1965]] || '''{{Lið Valur}}''' ||5-3|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið Valur}} 3-2 {{Lið ÍBA}}||{{Lið ÍA}} 1-1, 2-0 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1966|1966]] || '''{{Lið KR}}''' ||1-0|| {{Lið Valur}}
|| ||{{Lið KR}} 3-0 {{Lið Keflavík}}||{{Lið Valur}} 5-0 {{Lið Þróttur R.}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1967|1967]] || '''{{Lið KR}}'''|| 3-0|| {{Lið Víkingur R.}}
|| ||{{Lið KR}} 3-3, 1-0 {{Lið Fram}}||{{Lið Víkingur R.}} 1-0 {{Lið ÍA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1968|1968]] || '''{{Lið ÍBV}}''' ||2-1|| {{Lið KR}}-b
|| ||{{Lið ÍBV}} 2-1 {{Lið Fram}}||{{Lið KR}}-b {{Lið Valur}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1969|1969]] || '''{{Lið ÍBA}}''' ||1-1, 3-2 ([[Framlenging|frl.]]) ||{{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið ÍBA}} 3-1 {{Lið Selfoss}}||{{Lið ÍA}} 4-1 {{Lið KR}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1970|1970]] || '''{{Lið Fram}}''' ||2-1|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið Fram}} 2-1 {{Lið KR}}||{{Lið ÍBV}} 2-1 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1971|1971]] || '''{{Lið Víkingur R.}}''' ||1-0|| {{Lið Breiðablik}}
|| ||{{Lið Víkingur R.}} 2-0 {{Lið ÍA}}||{{Lið Breiðablik}} 1-0 {{Lið Fram}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1972|1972]] || '''{{Lið ÍBV}}'''||2-0|| {{Lið FH}}
|| ||{{Lið ÍBV}} 4-0 {{Lið Valur}}||{{Lið Keflavík}} 0-0, 0-2 {{Lið FH}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1973|1973]] || '''{{Lið Fram}}''' ||2-1|| {{Lið Keflavík}}
|| ||{{Lið Fram}} 4-0 {{Lið ÍBV}}||{{Lið ÍA}} 0-3 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1974|1974]] || '''{{Lið Valur}}'''||4-1|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið Valur}} 2-2, 2-1 {{Lið Víkingur R.}}||{{Lið Völsungur}} 0-2 {{Lið ÍA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1975|1975]] || '''{{Lið Keflavík}}''' ||1-0|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið Keflavík}} 2-1 {{Lið KR}}||{{Lið ÍA}} 1-0 {{Lið Valur}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1976|1976]] || '''{{Lið Valur}}'''||3-0|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið Valur}} 0-0, 3-0 {{Lið Breiðablik}}||{{Lið FH}} 2-3 {{Lið ÍA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1977|1977]] || '''{{Lið Valur}}'''||2-1 ||{{Lið Fram}}
|| ||{{Lið FH}} 0-3 {{Lið Fram}}||{{Lið Valur}} 4-0 {{Lið ÍBV}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1978|1978]] || '''{{Lið ÍA}}'''||1-0|| {{Lið Valur}}
|| ||{{Lið Breiðablik}} 0-1 {{Lið ÍA}}||{{Lið Þróttur R.}} 0-1 {{Lið Valur}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1979|1979]] || '''{{Lið Fram}}''' ||1-0|| {{Lið Valur}}
|| ||{{Lið Þróttur R.}} 2-2, 0-2 {{Lið Fram}}||{{Lið Valur}} 2-1 {{Lið ÍA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1980|1980]] || '''{{Lið Fram}}''' ||2-1|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið FH}} 0-1 {{Lið Fram}}||{{Lið Breiðablik}} 2-3 {{Lið ÍBV}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1981|1981]] || '''{{Lið ÍBV}}''' ||3-2|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið Þróttur R.}} 0-1 {{Lið ÍBV}}||{{Lið Fram}} 1-0 {{Lið Fylkir}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1982|1982]] || '''{{Lið ÍA}}'''||2-1|| {{Lið Keflavík}}
|| ||{{Lið Víkingur R.}} 1-2 {{Lið ÍA}}||{{Lið Keflavík}} 2-1 {{Lið KR}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1983|1983]] || '''{{Lið ÍA}}''' ||2-1 ([[Framlenging|frl.]])|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið ÍA}} 4-2 {{Lið Breiðablik}}||{{Lið FH}} 2-2, 1-4 {{Lið ÍBV}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1984|1984]] || '''{{Lið ÍA}}''' ||2-1|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið ÍA}} 2-0 {{Lið Þróttur R.}}||{{Lið Fram}} 3-1 {{Lið KR}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1985|1985]] || '''{{Lið Fram}}'''||3-1|| {{Lið Keflavík}}
|| ||{{Lið Fram}} 3-0 {{Lið Þór Ak.}}||{{Lið Keflavík}} 2-0 {{Lið KA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1986|1986]] || '''{{Lið ÍA}}''' ||2-1|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið ÍA}} 3-1 {{Lið Valur}}||{{Lið Fram}} 2-0 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1987|1987]] || '''{{Lið Fram}}'''||5-0 ||{{Lið Víðir}}
|| ||{{Lið Fram}} 3-1 {{Lið Þór Ak.}}||{{Lið Víðir}} 1-0 {{Lið Valur}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1988|1988]] || '''{{Lið Valur}}''' ||1-0|| {{Lið Keflavík}}
|| ||{{Lið Víkingur R.}} 0-1 {{Lið Valur}}||{{Lið Leiftur}} 0-1 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1989|1989]] || '''{{Lið Fram}}''' ||3-1|| {{Lið KR}}
|| ||{{Lið Keflavík}} 3-4 {{Lið Fram}}||{{Lið ÍBV}} 2-3 {{Lið KR}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1990|1990]] || '''{{Lið Valur}}''' ||1-1, 0-0 (end.)<br/>(5-4 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]])|| {{Lið KR}}
|| ||{{Lið Valur}} 2-0 {{Lið Víkingur R.}}||{{Lið Keflavík}} 2-4 {{Lið KR}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1991|1991]] || '''{{Lið Valur}}''' || 1-1, 1-0 (end.)|| {{Lið FH}}
|| ||{{Lið Þór Ak.}} 0-0 (3-4 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið Valur}}||{{Lið Víðir}} 1-3 {{Lið FH}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1992|1992]] || '''{{Lið Valur}}'''||5-2 ([[Framlenging|frl.]]) || {{Lið KA}}
|| ||{{Lið Fylkir}} 2-4 {{Lið Valur}}||{{Lið KA}} 2-0 {{Lið ÍA}}||
|-
|[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu 1993|1993]] || '''{{Lið ÍA}}'''||2-1|| {{Lið Keflavík}}
|| ||{{Lið KR}} 0-1 {{Lið ÍA}}||{{Lið Valur}} 1-2 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 1994|1994]] || '''{{Lið KR}}''' || 2-0 ||{{Lið Grindavík}}
|| ||{{Lið KR}} 3-0 {{Lið Þór Ak.}}||{{Lið Stjarnan}} 3-3 (2-4 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]]) {{Lið Grindavík}}||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 1995|1995]] || '''{{Lið KR}}''' ||2-1|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið Keflavík}} 0-1 {{Lið KR}}||{{Lið Fram}} 0-0 (5-4 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið Grindavík}} ||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 1996|1996]] || '''{{Lið ÍA}}'''|| 2-1|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið Þór Ak.}} 0-3 {{Lið ÍA}} ||{{Lið ÍBV}} 1-0 {{Lið KR}}||
|-
|[[Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu 1997|1997]] || '''{{Lið Keflavík}}''' ||1-1, 0-0 (end.)<br/>(5-4 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]])|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið Keflavík}} 1-0 {{Lið Leiftur}}||{{Lið ÍBV}} 3-0 {{Lið KR}}||
|-
|[[Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu 1998|1998]] || '''{{Lið ÍBV}}''' ||2-0||{{Lið Leiftur}}
|| ||{{Lið ÍBV}} 2-0 {{Lið Breiðablik}} ||{{Lið Grindavík}} 0-2 {{Lið Leiftur}} ||
|-
|[[Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu 1999|1999]] || '''{{Lið KR}}''' ||3-1|| {{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið KR}} 3-0 {{Lið Breiðablik}}||{{Lið ÍA}} 3-0 {{Lið ÍBV}}||
|-
|[[Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu 2000|2000]] || '''{{Lið ÍA}}''' ||2-1|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið ÍA}} 1-1 (5-3 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið FH}}||{{Lið ÍBV}} 2-1 {{Lið Fylkir}}||
|-
|[[Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu 2001|2001]] || '''{{Lið Fylkir}}''' ||2-2 (5-4 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]])|| {{Lið KA}}
|| ||{{Lið ÍA}} 0-2 {{Lið Fylkir}}||{{Lið FH}} 0-3 {{Lið KA}}||
|-
|[[Coca-Cola bikar karla í knattspyrnu 2002|2002]] || '''{{Lið Fylkir}}''' ||3-1|| {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið KA}} 2-3 {{Lið Fylkir}}||{{Lið ÍBV}} 1-2 {{Lið Fram}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2003|2003]] || '''{{Lið ÍA}}''' ||1-0 ||{{Lið FH}}
|| ||{{Lið KA}} 1-4 {{Lið ÍA}}||{{Lið FH}} 3-2 {{Lið KR}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2004|2004]] || '''{{Lið Keflavík}}''' ||3-0|| {{Lið KA}}
|| ||{{Lið HK}} 0-1 {{Lið Keflavík}}||{{Lið FH}} 0-1 {{Lið KA}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2005|2005]] || '''{{Lið Valur}}'''||1-0 || {{Lið Fram}}
|| ||{{Lið Valur}} 2-0 {{Lið Fylkir}}||{{Lið Fram}} 2-2 (7-6 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið FH}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2006|2006]] || '''{{Lið Keflavík}}'''||2-0 || {{Lið KR}}
|| ||{{Lið Víkingur R.}} 0-4 {{Lið Keflavík}}||{{Lið Þróttur R.}} 0-1 {{Lið KR}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2007|2007]] || '''{{Lið FH}}'''||2-1 ([[Framlenging|frl.]])|| {{Lið Fjölnir}}
|| ||{{Lið FH}} 3-1 {{Lið Breiðablik}}||{{Lið Fylkir}} 1-2 {{Lið Fjölnir}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2008|2008]] || '''{{Lið KR}}'''||1-0 || {{Lið Fjölnir}}
|| ||{{Lið Breiðablik}} 1-1 (1-4 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið KR}}||{{Lið Fylkir}} 3-4 {{Lið Fjölnir}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2009|2009]] || '''{{Lið Breiðablik}}'''||2-2 (5-4 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]]) || {{Lið Fram}}
|| || {{Lið Breiðablik}} 3-2 {{Lið Keflavík}} || {{Lið Fram}} 1-0 {{Lið KR}}||
|-
|[[VISA-bikar karla í knattspyrnu 2010|2010]] || '''{{Lið FH}}'''||4-0|| {{Lið KR}}
|| ||{{Lið FH}} 3-1 {{Lið Víkingur Ó.}}||{{Lið KR}} 4-0 {{Lið Fram}}||
|-
|[[Valitor-bikar karla í knattspyrnu 2011|2011]] || '''{{Lið KR}}||2-0||{{Lið Þór Ak.}}
|| ||{{Lið BÍ/Bolungarvík}} 1-4 {{Lið KR}}||{{Lið Þór Ak.}} 2-0 {{Lið ÍBV}}||
|-
|[[Borgunarbikar karla í knattspyrnu 2012|2012]] || '''{{Lið KR}}||2-1||{{Lið Stjarnan}}
|| ||{{Lið Grindavík}} 0-1 {{Lið KR}}||{{Lið Stjarnan}} 3-0 {{Lið Þróttur R.}}||
|-
|[[Borgunarbikar karla í knattspyrnu 2013|2013]] || '''{{Lið Fram}} ||3-3 (7-6 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]])|| {{Lið Stjarnan}}
|| ||{{Lið Fram}} 2-1 {{Lið Breiðablik}}||{{Lið Stjarnan}} 2-1 {{Lið KR}}|| 61
|-
|[[Borgunarbikar karla í knattspyrnu 2014|2014]] || '''{{Lið KR}} ||2-1|| {{Lið Keflavík}}
|| ||{{Lið ÍBV}} 2-5 {{Lið KR}}||{{Lið Keflavík}} 0-0 (4-2 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið Víkingur R.}}||
|-
|[[Borgunarbikar karla í knattspyrnu 2015|2015]] || '''{{Lið Valur}} ||2-0|| {{Lið KR}}
|| ||{{Lið KA}} 1-1 (4-5 [[Vítaspyrnukeppni|Vít.]]) {{Lið Valur}}||{{Lið KR}} 4-1 {{Lið ÍBV}}||
|-
|[[Borgunarbikar karla í knattspyrnu 2016|2016]] || '''{{Lið Valur}} ||2-0|| {{Lið ÍBV}}
|| ||{{Lið Selfoss}} 1-2 {{Lið Valur}}||{{Lið ÍBV}} 1-0 {{Lið FH}}||
|-
|[[Borgunarbikar karla í knattspyrnu 2017|2017]] || '''{{Lið ÍBV}} ||1-0|| {{Lið FH}}
|| ||{{Lið Stjarnan}} 1-2 {{Lið ÍBV}}||{{Lið FH}} 1-0 {{Lið Leiknir R.}}||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2018|2018]] || '''{{Lið Stjarnan}} ||0-0 (4-1 [[Vítaspyrnukeppni|vít.]]) || {{Lið Breiðablik}}
|| ||{{Lið Stjarnan}} 2-0 {{Lið FH}}||{{Lið Breiðablik}} 2-2 (6-4 Vít.) {{Lið Víkingur Ó.}}||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2019|2019]] || '''{{Lið Víkingur R.}} ||1-0|| {{Lið FH}}
|| ||{{Lið Víkingur R.}} 3-1 {{Lið Breiðablik}}|| {{Lið FH}} 3-1 {{Lið KR}}||
|-
|[[2020]] || ''Keppni hætt v. Covid-19 || ||
|| |||| ||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021|2021]] || '''{{Lið Víkingur R.}} '''|| 3-0||{{Lið ÍA}}
|| ||{{Lið Víkingur R.}} 3-0 [[Íþróttafélagið Vestri|Vestri]]|| {{Lið ÍA}} 2-0 {{Lið Keflavík}}||
|-
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2022|2022]] || ''' '''|| - ||
|| ||{{Lið Breiðablik}} - {{Lið Víkingur R.}}|| {{Lið FH}} - {{Lið KA}}||
|}
==Styrktaraðilar==
=== Nafn bikarkeppninnar ===
{| class="wikitable" style="text-align: center"
|-
| width="33%" style="color:#000000; background:black; text-align:center;" |
'''<span style="background: black; color: white;">Tímabil'''
| width="33%" style="color:#000000; background:black; text-align:center;" |
'''<span style="background: black; color: white;">Ár<span style="color: white;">'''
| width="33%" style="color:#000000; background:black; text-align:center;" |
'''<span style="background: black; color: white;">Styrktaraðili<span style="color: white;">'''
|-
|26||1960-1985||''enginn''
|-
|11||1986-1996||Mjólkurbikar karla
|-
|10||1997-2002||Coca-Cola bikar karla
|-
|8||2003-2010||VISA-bikar karla
|-
|1||2011||Valitor-bikar karla
|-
| 6||2012-2017||Borgunarbikar karla
|-
|2
|2018-
|Mjólkurbikar karla
|}
=== Verðlaunafé bikarkeppninnar ===
Upplýsingar úr ársskýrslu KSÍ<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ksi.is/library/Skrar/arsthing-KSi/KSI%20%C3%A1rsskyrsla%202018.pdf|titill=Ársskýrsla KSÍ|útgefandi=KSÍ|mánuður=|ár=2019|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
{| class="wikitable"
!Sæti
!Verðlaunafé
|-
|1
|1.000.000 kr.
|-
|2
|500.000 kr.
|-
|3-4
|300.000 kr.
|-
|5-8
|200.000 kr.
|-
|9-16
|137.500 kr.
|}
== Úrslitaleikir bikakeppninnar ==
=== Sigrar í úrslitaleikjum ===
{| class="wikitable"
|-
! Félag
! Titlar
! Ár
|-
|{{Lið KR}}
| 14
| 1960, 1961, 1962, 1963, 1964, 1966, 1967, 1994, 1995, 1999, 2008, 2011, 2012, 2014
|-
|{{Lið Valur}}
| 11
| 1965, 1974, 1976, 1977, 1988, 1990, 1991, 1992, 2005, 2015, 2016
|-
|{{Lið ÍA}}
| 9
| 1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000, 2003
|-
|{{Lið Fram}}
| 8
| 1970, 1973, 1979, 1980, 1985, 1987, 1989, 2013
|-
|{{Lið ÍBV}}
| 5
| 1968, 1972, 1981, 1998, 2017
|-
|{{Lið Keflavík}}
| 4
| 1975, 1997, 2004, 2006
|-
|{{Lið Víkingur R.}}
| 3
| 1971, 2019, 2021
|-
|{{Lið FH}}
| 2
| 2007, 2010
|-
|{{Lið Fylkir}}
| 2
| 2001, 2002
|-
|{{Lið Stjarnan}}
| 1
| 2018
|-
|{{Lið Breiðablik}}
| 1
| 2009
|-
|{{Lið ÍBA}}
| 1
| 1969
|}
<small>''Sjá [[Listi yfir titla í íslenskum íþróttum|lista yfir titla í íslenskum íþróttum]]''</small>
=== Besti árangur annarra liða ===
*'''2. sæti'''
** {{Lið KA}} 3 sinnum (1992, 2001, 2004)
** {{Lið Fjölnir}} 2 sinnum (2007, 2008)
** {{Lið Þór Ak.}} 1 sinni (2011)
** {{Lið Grindavík}} 1 sinni (1994)
** {{Lið Víðir}} 1 sinni (1987)
** [[Mynd:Leiftur.png|20px]] [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]] 1 sinni (1998) +
** {{Lið KR}} B-lið 1 sinni (1968) +
*'''Undanúrslit'''
** {{Lið Þróttur R.}} 6 sinnum (1966, 1978, 1979, 1981, 1984, 2012)
** {{Lið Vestri}} 3 sinnum (1960 sem ÍBÍ, 2011 sem BÍ/Bolungarvík, 2021)
** {{Lið Víkingur Ó.}} 2 sinnum (2010, 2018)
** {{Lið Selfoss}} 2 sinnum (1969, 2016)
** {{Lið Leiknir R.}} 1 sinni (2017)
** {{Lið HK}} 1 sinni (2004)
** {{Lið Völsungur}} 1 sinni (1974)
*'''8-liða úrslit'''
** {{Lið Haukar}} 3 sinnum (1972, 2007, 2008)
** {{Lið Þróttur N.}} 2 sinnum (1978, 1980) +
** {{Lið Ægir}} 1 sinni (2022)
** [[Kórdrengir]] 1 sinni (2022)
** {{Lið ÍR}} 1 sinni (2021)
** {{Lið Njarðvík}} 1 sinni (2019)
** {{Lið Grótta}} 1 sinni (2013)
** {{Lið Sindri}} 1 sinni (1999)
** {{Lið Skallagrímur}} 1 sinni (1997)
** {{Lið Tindastóll}} 1 sinni (1988)
** {{Lið Reynir S.}} 1 sinni (1982)
** {{Lið Einherji}} 1 sinni (1978)
** [[Knattspyrnufélagið Hörður|Hörður Ísafirði]] 1 sinni (1970)
** {{Lið KS}} 1 sinni (1980) +
** [[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]] [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr Ve.]] 1 sinni (1962) +
*'''16-liða úrslit'''
** {{Lið Afturelding}} 6 sinnum (2003, 2004, 2012, 2015, 2020, 2022)
** {{Lið Fjarðabyggð}} 5 sinnum (2006, 2007, 2009, 2010, 2015) +
** {{Lið Hamar}} 3 sinnum (2008, 2011, 2014)
** {{Lið Höttur}} 3 sinnum (1993, 2009, 2012) +
** {{Lið KV}} 2 sinnum (2014, 2015)
** {{Lið Huginn}} 2 sinnum (1982, 1989) +
** {{Lið Austri}} 2 sinnum (1984, 1986) +
** [[Dalvík/Reynir]] 1 sinni (2022)
** {{Lið KFS}} 1 sinni (2021)
** {{Lið Kári}} 1 sinni (2018)
** {{Lið Magni}} 1 sinni (2013)
** [[Knattspyrnufélag Breiðholts]] 1 sinni (2012)
** [[Knattspyrnufélagið Valur/Austri]] 1 sinni (1999) +
** [[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfirði]] 1 sinni (1992) +
** {{Lið Ármann}} 1 sinni (1970, 12-liða úrslit) +
** [[Íþróttafélag Kópavogs]] 1 sinni (1991) +
** [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss]] 1 sinni (1986) +
** [[Knattspyrnufélagið Árvakur]] 1 sinni (1985) +
** [[Ungmennafélagið Víkverji]] 1 sinni (1983) +
** [[Ungmennafélagið Árroðinn]] 1 sinni (1981) +
** [[UMF Reynir Árskógsströnd|Reynir Árskógsströnd]] 1 sinni (1977) +
** {{Lið Þór Þ.}} 1 sinni (1975) +
+ Keppir ekki lengur undir eigin merkjum.
=== Flest mörk í úrslitaleikjum ===
{| class="wikitable"
|-
! Mörk
! Leikmaður
|-
| 6
| [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] Gunnar Felixson
|-
| 6
| [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] Guðmundur Steinsson
|-
| 4
| [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] Marteinn Geirsson
|-
| 4
| [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] '''/''' [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] Pétur Pétursson (ÍA 3, KR 1)
|-
| 4
| [[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] Pétur Ormslev
|}
=== Áhorfendur á úrslitaleikjum ===
Fjöldi áhorfenda á úrslitaleikjum og dagsetningar þeirra frá aldamótum<ref>{{Cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentGames/Rounds/?motnumer=32029|title=Stakt mót - Knattspyrnusamband Íslands|website=www.ksi.is|language=is|access-date=2019-09-11}}</ref>
{| class="wikitable"
|+
!Nafn
!'''Ár'''
! colspan="2" |Viðureign
!Fjöldi
!Dagsetning
|-
|''Coca-Cola bikar karla''
|'''2001'''
|'''{{Lið Fylkir}}'''
|'''{{Lið KA}}'''
|2.839
|[[29. september|29.september]]
|-
|''Coca-Cola bikar karla''
|'''2002'''
|'''{{Lið Fram}}'''
|'''{{Lið Fylkir}}'''
|3.376
|[[28. september|28.september]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|'''2003'''
|'''{{Lið ÍA}}'''
|'''{{Lið FH}}'''
|4.723
|[[27. september|27.september]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2004|'''2004''']]
|'''{{Lið KA}}'''
|'''{{Lið Keflavík}}'''
|2.049
|[[2. október|2.október]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2005|'''2005''']]
|'''{{Lið Fram}}'''
|'''{{Lið Valur}}'''
|5.162
|[[24. september|24.september]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2006|'''2006''']]
|'''{{Lið KR}}'''
|'''{{Lið Keflavík}}'''
|4.699
|[[30. september|30.september]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2007|'''2007''']]
|'''{{Lið FH}}'''
|'''{{Lið Fjölnir}}'''
|3.739
|[[6. október|6.október]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2008|'''2008''']]
|'''{{Lið KR}}'''
|'''{{Lið Fjölnir}}'''
|4.524
|[[4. október|4.október]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2009|'''2009''']]
|'''{{Lið Fram}}'''
|'''{{Lið Breiðablik}}'''
|4.766
|[[3. október|3.október]]
|-
|''VISA-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur VISA-bikar karla 2010|'''2010''']]
|'''{{Lið FH}}'''
|'''{{Lið KR}}'''
|5.438
|[[14. ágúst|14.ágúst]]
|-
|''Valitor-bikar karla''
|[[Úrslitaleikur Valitor-bikar karla 2011|'''2011''']]
|'''{{Lið Þór Ak.}}'''
|'''{{Lið KR}}'''
|5.327
|[[13. ágúst|13.ágúst]]
|-
|''Borgunarbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2012|'''2012''']]
|'''{{Lið Stjarnan}}'''
|'''{{Lið KR}}'''
|5.080
|[[18. ágúst|18.ágúst]]
|-
|''Borgunarbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2013|'''2013''']]
|'''{{Lið Fram}} '''
|'''{{Lið Stjarnan}}'''
|4.318
|[[17. ágúst|17.ágúst]]
|-
|''Borgunarbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2014|'''2014''']]
|'''{{Lið KR}} '''
|'''{{Lið Keflavík}}'''
|4.694
|[[16. ágúst|16.ágúst]]
|-
|''Borgunarbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2015|'''2015''']]
|'''{{Lið Valur}} '''
|'''{{Lið KR}}'''
|5.751
|[[15. ágúst|15.ágúst]]
|-
|''Borgunarbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2016|'''2016''']]
|'''{{Lið Valur}} '''
|'''{{Lið ÍBV}}'''
|3.511
|[[13. ágúst|13.ágúst]]
|-
|''Borgunarbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Borgunarbikars karla 2017|'''2017''']]
|'''{{Lið ÍBV}}'''
|'''{{Lið FH}}'''
|3.094
|[[12. ágúst|12.ágúst]]
|-
|''Mjólkurbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2018|'''2018''']]
|'''{{Lið Stjarnan}}'''
|'''{{Lið Breiðablik}}'''
|3.814
|[[15. september|15.september]]
|-
|''Mjólkurbikar karla''
|[[Úrslitaleikur Mjólkurbikars karla 2019|'''2019''']]
|'''{{Lið Víkingur R.}}'''
|'''{{Lið FH}}'''
| 4.257
|[[14. september|14.september]]
|-
|''Mjólkurbikar karla''
|[[Mjólkurbikar karla í knattspyrnu 2021|'''2021''']]
|'''{{Lið Víkingur R.}}'''
|'''{{Lið ÍA}}'''
| 4.829
|[[16. október|16.október]]
|}
<br />
== Tengt efni ==
*[[Úrvalsdeild karla í knattspyrnu]]
*[[Mjólkursamsalan]]
*[[Knattspyrnusamband Íslands]]
*[[Bikarkeppni kvenna í knattspyrnu]]
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = en | titill = VISA-bikar | mánuðurskoðað = 15. maí | árskoðað = 2007}}
{{reflist}}
{{S|1960}}
{{Bikarkeppni karla í knattspyrnu}}
{{Knattspyrna á Íslandi 2020}}
[[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]]
[[Flokkur:Visa-bikar karla| ]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnumót]]
9nul422pwhyg5raibzhgao0cnu6f4v4
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
0
51569
1765916
1765482
2022-08-24T22:11:47Z
89.160.233.104
laga tengil
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar
| Mynd = [[Mynd:Fjarðarbyggð.jpg|120px]]
| Gælunafn =
| Stytt nafn = Fjarðabyggð
| Stofnað = [[2001]]
| Leikvöllur = [[Eskjuvöllur]]
| Stærð = ''Óþekkt''
| Stjórnarformaður = Bjarni Ólafur Birkisson
| Knattspyrnustjórar meistaraflokks karla = Víglundur Páll Einarsson
| Knattspyrnustjóri meistaraflokks kvenna = Páll Hagbert Guðlaugsson
Deild = [[1. deild karla]]
| Tímabil = 2015
| Staðsetning =7. sæti í 1. deild
| pattern_la1=|pattern_b1=|pattern_ra1=|
leftarm1=FF0000|body1=FF0000|rightarm1=FF0000|shorts1=243456|socks1=FF0000|
pattern_la2=|pattern_b2=|pattern_ra2=|
leftarm2=FFFFFF|body2=FFFFFF|rightarm2=FFFFFF|shorts2=FFFFFF|socks2=FFFFFF|
}}
'''Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar''' ('''KFF''') var stofnað árið 2001 utan um rekstur meistaraflokka karla og kvenna þeirra þriggja aðildarfélaga sem að KFF standa. Þau eru [[Ungmennafélagið Austri|'''Austri Eskifirði''']], [[Ungmennafélagið Valur|'''Valur Reyðarfirði''']] og '''Þróttur Neskaupstað'''.
== Saga ==
Fyrstu 3 árin var karlaliðið í 3. deild og komst ávallt í úrslitakeppnina en var slegið út af KFS árið 2001, Fjölni árið 2002 og Leikni R. árið 2003. Árið 2004 tókst svo langþráð markmið, að komast upp í 2. deild eftir að hafa sigrað Núma í 8 liða úrslitum og Reyni Sandgerði í 4 liða úrslitum. Þetta var fyrsta ár Elvar Jónssonar og Heimis Þorsteinssonar sem þjálfarar og heldur betur góð byrjun.
Árið 2005 spilaði svo KFF í 2. deild í fyrsta skipti og náði 4. sæti á fyrsta sumri undir stjórn heimamannana Elvars og Heimis. Í lok árs 2005 var Þorvaldur Örlygsson ráðinn þjálfari liðsins og Elvar Jónsson var honum til aðstoðar. Frábær árangur fylgdi í kjölfarið og sigruðu strákarnir 2. deild sumarið 2006 og ljóst að leikið yrði í 1. deild sumarið 2007. Það sumar náði svo KFF 5. sæti í 1. deildinni sem er aldeilis frábært á fyrsta ári í deildinni.
Þorvaldur réð sig síðan til úrvalsdeildarliðs Fram haustið 2007 og með honum fylgdi einn sterkasti maður KFF Halldór Hermann Jónsson sem alla tíð hafði spilað með Fjarðabyggð. Í kjölfarið fór Jón Gunnar Eysteinsson í úrvalsdeildarlið Keflavíkur eftir að félögin höfðu komist að samkomulagi um það.
Magni Fannberg Magnússon var síðan ráðinn þjálfari liðsins í lok ársins 2007 og Elvar Jónsson aðstoðarþjálfari. Nú liggur leiðin því enn upp á við, margir nýjir leikmenn hafa bæst í hópinn og bjart framundan.
Kvennalið Fjarðabyggðar hefur alla tíð spilað í 1. deild og komust í úrslit árið 2002 þar sem liðið tapaði gegn Haukum. Árið 2008 hefur verið ákveðið að Fjarðabyggð og Leiknir F. tefli fram sameiginlegu liði í 1. deildinni og vonandi tekst það samstarf vel. Þjálfari sumarið 2008 verður Viðar Jónsson.
Árið 2008 var viðburðaríkt hjá KFF. Í júní tók David Hannah við sem aðstoðarþjálfari af Elvari Jónssyni. David tók síðan við sem aðalþjálfari af Magna Fannberg í lok júlí eftir að Magna var sagt upp störfum. Heimir Þorsteinsson stýrði síðan liðinu í lok móts eftir að David ákvað að snúa aftur til Skotlands. Karlaliðið endaði í 9. sæti sumarið 2008 og kvennaliðið í neðsta sæti síns riðils en þar var einnig skipt um þjálfara í upphafi móts þegar Jóhann Ingi Jóhannsson og Kjartan Orri Sigurðsson tóku við liðinu af Viðari Jónssyni.
Í lok árs 2008 voru Heimir Þorsteinsson og Páll Guðlaugsson ráðnir þjálfarar karlaliðs Fjarðabyggðar. Páll mun einnig stýra sameiginlegum 2.flokki Fjarðabyggðar/Leiknis/Hugins árið 2009 og sér hann einnig um æfingar kvennaliðsins fram á vorið. Sveinbjörn Jónasson markahæsti leikmaður Fjarðabyggðar árið 2008 gekk í raðir Grindvíkinga í janúar 2009.
Árið 2009 var fyrsta ár sameiginlegs 2.flokks liðs Fjarðabyggðar/Leiknis og Hugins og gekk samstarfið vel og ágætur árangur náðist. Mfl. kvenna gekk illa sumarið 2009 og unnu ekki leik en úr því verður bætt 2010. Mfl. karla náði sínum besta árangri frá upphafi eða 4. sæti í 1. deild. Sannarlega góður árangur undir stjórn þeirra Heimis Þorsteinssonar og Páls Guðlaugssonar sem endurnýjuðu samninga sína um þjálfun liðsins fram á haustið 2011.
Árið 2010 gekk liðunum okkar misvel. Mfl. karla féll í 2. deild, Mfl. kvenna endaði í 4. sæti síns riðils í 1. deild og 2. flokkur karla vann C-deildina og leikur því í B-deild sumarið 2011. Þjálfarabreytingar voru gerðar haustið 2010 en þá tóku Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson við þjálfun mfl. karla. Páll Guðlaugsson var áfram ráðinn þjálfari mfl. kvenna.
Árið 2011 voru liðin okkar um miðja deild eða neðar. Mfl. karla endaði í 7. sæti 2. deildar en var á tímabili í baráttu um efstu sætin en deildin var afar jöfn og skemmtileg. Mfl. kvenna endaði 6. sæti í síns riðils í 1. deild og 2. flokkur rétt slapp við fall úr B-deild karla. Heimir Þorsteinsson og Haukur Ingvar Sigurbergsson voru áfram ráðnir þjálfarar karlaliða Fjarðabyggðar. Páll Guðlaugsson hætti með kvennaliðið eftir mót og í hans stað var ráðinn Ólafur Hlynur Guðmarsson.
Árið 2012 gekk liðunum okkar afleitlega. Mfl. karla endaði í 11. sæti 2. deilar og féll þar með niður í 3. deild. Mfl. kvenna endaði í neðsta sæti A riðils 1. deildar kvenna og 2. flokkur féll úr B deildinni niður í C deild. Heimir Þorsteinsson hætti störfum eftir tímabilið hjá mfl. karla og í stað hans var Brynjar Þór Gestsson ráðinn þjálfari.
Árið 2013 var gjöfult ár sérstaklega hjá karlaliðunum. Mfl. karla sigraði 3. deildina og vann sér sæti í 2. deild 2014. Mfl. kvenna varð í 6. sæti B riðils 1. deildar af 8 liðum. 2. flokkur karla endaði í 2. sæti C deildar og vann sig þar með upp í B deild.
Árið 2015 gekk Viðar Þór Sigurðsson frá KR til liðs við Fjarðabyggð.
Í lok október árið 2015 var Víglundur Páll Einarsson ráðinn þjálfari karlaliðs Fjarðabyggðar næstu tvö árin.<ref>{{Cite web|url=https://fotbolti.net/news/29-10-2015/viglundur-radinn-thjalfari-fjardabyggdar-stadfest|title=Fótbolti.net|website=fotbolti.net|language=is|access-date=2020-06-27}}</ref> Liðið tilkynnti eftir ráðningu Víglundar að það ætti núna að spila meira á heimamönnum. Sumarið 2015 léku 23 leikmenn á Íslandsmótinu með liðinu og aðeins sjö af þeim voru uppaldir hjá félaginu. Aðdáendur liðsins áttuðu sig ekki á þessu, því þetta var ekki venjan hjá félaginu, að spila svona mörgum aðkomumönnum, en liðið náði góðum árangri á fyrri hluta tímabilsins og var þá á meðal efstu liða. Á síðari hluta tímabilsins fór hins vegar gengið að dala og liðið endaði í 7. sæti 1. deildarinnar þegar tímabilinu lauk.
== Leikmenn meistaraflokks karla í knattspyrnu sumarið 2016 ==
{{Fs start}}
{{Fs player|no=|nat=ISL|pos=MF|name=[[Adam Örn Guðmundsson]]}}
{{Fs player|no=11|nat=ISL|pos=DF|name=[[Andri Þór Magnússon]]|other=Vice-captain}}
{{Fs player|no=8|nat=ISL|pos=MF|name=[[Aron Gauti Magnússon]]}}
{{Fs player|no=25|pos=DF|nat=ISL|name=[[Brynjar Már Björnsson]] (á láni frá Stjörnunni)}}
{{Fs player|no=21|nat=ROU|pos=MF|name=[[Cristian Puscas]]}}
{{Fs player|no=|nat=ISL|pos=MF|name=[[Emil Logi Birkisson]]}}
{{Fs player|no=2|nat=ISL|pos=DF|name=[[Emil Stefánsson]] (á láni frá FH)}}
{{Fs player|no=19|nat=ISL|pos=MF|name=[[Filip Marcin Sakaluk]]}}
{{Fs player|no=20|nat=ISL|pos=DF|name=[[Hafþór Ingólfsson]]}}
{{Fs player|no=23|nat=ISL|pos=DF|name=[[Haraldur Þór Guðmundsson]]}}
{{Fs player|no=17|nat=ISL|pos=FW|name=[[Hákon Þór Sófusson]]}}
{{Fs player|no=9|nat=ISL|pos=FW|name=[[Hlynur Bjarnason]]}}
{{Fs player|no=10|nat=PRT|pos=FW|name=[[José Embaló]]}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=22|pos=FW|nat=ISL|name=[[Jón Arnar Barðdal]] (á láni frá Stjörnunni)}}
{{Fs player|no=7|pos=DF|nat=GAB|name=[[Loic Mbang Ondo]]}}
{{Fs player|no=|nat=ISL|pos=DF|name=[[Marinó Máni Atlason]]}}
{{Fs player|no=4|pos=MF|nat=ISL|name=[[Martin Sindri Rosenthal]]}}
{{Fs player|no=15|nat=MLI|pos=DF|name=[[Oumaro Coulibaly]]}}
{{Fs player|no=6|nat=ISL|pos=MF|name=[[Stefán Þór Eysteinsson]]|other=Captain}}
{{Fs player|no=26|pos=DF|nat=ISL|name=[[Sveinn Fannar Sæmundsson]]}}
{{Fs player|no=1|pos=GK|nat=ISL|name=[[Sveinn Sigurður Jóhannesson]] (á láni frá Stjörnunni)}}
{{Fs player|no=|pos=DF|nat=ISL|name=[[Sævar Örn Harðarson]]}}
{{Fs player|no=5|pos=DF|nat=ISL|name=[[Sverrir Mar Smárason]]}}
{{Fs player|no=13|pos=DF|nat=ISL|name=[[Víkingur Pálmason]]}}
{{Fs player|no=12|pos=GK|nat=ISL|name=[[Þorvaldur Marteinn Jónsson]]}}
{{Fs end}}
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{Lið í 1. deild karla í knattspyrnu}}
[[Flokkur:Íþróttafélög úr Fjarðabyggð]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Fjarðarbyggð]]
[[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]]
{{S|2001}}
ej6qifixq5puj3lownukhrcyofxg1x1
Olíuhreinsistöð
0
53215
1765923
1380603
2022-08-24T22:26:09Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:ShellMartinez-refi.jpg|right|thumb|300px| Olíuhreinsistöð í [[Martinez]], [[Kalifornía|Kaliforníu]]]]
'''Olíuhreinsistöð''' er iðnaðarstöð þar sem unnar eru nothæfar afurðir úr [[Hráolía|hráolíu]], svo sem [[bensín]], [[dísilolía|dísil]]- og [[steinolía]].
Hugmyndir hafa verið uppi um að reisa olíuhreinsistöð á [[Vestfirðir|Vestfjörðum]]. Þann [[15. ágúst]] [[2007]] samþykkti bæjarstjórn [[Vesturbyggð]]ar að breyta deiliskipulagi í sveitarfélaginu og hliðra þannig til fyrir byggingu olíuhreinsistöðvar í [[Hvestudalur|Hvestudal]] í [[Arnarfjörður|Arnarfirði]].
== Öryggi og mengun ==
Við hreinsun hráolíu losna ýmis eiturefni út í [[andrúmsloft]]ið, auk þess sem af olíuhreinsistöðvum stafar sprengihætta. Þetta er ein helsta ástæða þess að olíuhreinsistöðvar eru reistar í töluverðri fjarlægð frá íbúðabyggð. Fnykur og hávaði fylgja einnig starfsemi stöðvanna og þær hafa sumstaðar mengað [[grunnvatn]]. Í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] er hörð andstaða gegn opnun meiriháttar olíuhreinsistöðva, og engin stór stöð hefur verið reist þar í landi síðan [[1976]] en það ár reis ein í [[Garyville]], [[Louisiana]]. Þær stöðvar sem reistar voru fyrir þann tíma hafa þó breitt úr sér og stækkað á síðustu árum. Á síðustu árum hafa einnig óvenju margar olíuhreinsistöðvar í Bandaríkjunum lagt niður starfsemina (fleiri en 100 síðan á níunda áratugnum) og er það helst vegna [[úrelding]]ar eða samruna fyrirtækja.
{{stubbur}}
[[Flokkur:Eiming]]
[[Flokkur:Olía]]
on4gv541br7v8gemzmfcsd0cv06v3xv
Húsbréf
0
55797
1765932
1440245
2022-08-24T22:38:41Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Húsbréf''' er [[skuldabréf]] með [[ríkisábyrgð]] og löngum [[afborgun]]artíma sem seljandi íbúðarhúsnæðis fær sem hluta greiðslu frá kaupanda fyrir milligöngu [[Íbúðalánasjóður|Íbúðalánasjóðs]]. Húsbréf voru gefin út frá árinu [[1989]] til ársins [[2004]] þegar [[Íbúðabréf]] tóku við.
== Tenglar ==
* {{vísindavefurinn|3183|Hvað eru húsbréf og hvernig fara viðskipti með þau fram?}}
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20061116035411/www.ils.is/index.aspx?GroupId=101 Um húsbréf á síðu Íbúðalánasjóðs]
{{Stubbur|hagfræði}}
[[Flokkur:Fjármál]]
dddo7j99q8u3jd6pfj6o9euvk7g3jww
Olíuhámark
0
66952
1765921
1503141
2022-08-24T22:25:36Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Hubbert US high.svg|thumb|Olíuframleiðsla Bandaríkjanna ásamt mati Hubberts]]
[[Mynd:Norway Hubbert.svg|thumb|Olíuframleiðsla Noregs ásamt ferli Hubberts]]
'''Olíuhámark''' (e. ''Peak oil'') er hugtak sem Bandaríkjamaðurinn [[M. King Hubbert]] notaði fyrst árið [[1956]] um þann möguleika að olíuframleiðsla myndi á einhverjum tímapunkti ná hámarki og að ekki yrði þá hægt að auka framleiðsluna með nokkru móti. Olíuhámarkið er því mesta möguleg framleiðsla á þessari óendurnýjanlegu auðlind. Eftir að hámarkinu er náð stendur framleiðslan í stað fyrst um sinn, en eftir það dregst hún saman þar til að [[olíulind]]ir heimsins tæmast.<ref name="brit">{{H-vefur | url = http://www.britannica.com/EBchecked/topic/1494050/peak-oil-theory | titill = Peak oil theory | nafn = Christopher O'Leary | dagsetning = 10. júní 2013 | dags skoðað = 25. mars 2015}}</ref> Hubbert spáði réttilega fyrir um það að olíuframleiðsla [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] myndi ná hámarki á árunum [[1965]]-[[1970]] og árið [[1974]] lagði hann fram þá kenningu að olíuhámarki fyrir [[heimsbyggðin]]a yrði náð árið [[1995]].<ref> {{vefheimild | url= http://www.hubbertpeak.com/hubbert/natgeog.htm | titill = Oil the dwindling treasure |mánuðurskoðað = 2. júlí | árskoðað= 2008 }} </ref>
Kenning Hubberts gerir samt sem áður ekki ráð fyrir því að hráolía heimsins klárist á örskömmum tíma og hrindi af stað orkukreppu. Sú framleiðsluminnkun sem kenningin segir til um mun eiga sér stað á lengri tíma og því ólíklegt að olía verði nokkurntímann jafn ódýr og hún var til að mynda á 9. áratug 20. aldar. Líklegra er að olíverð haldist nokkuð hátt og fari hækkandi eftir því sem framleiðsla minnkar, enda einfalt dæmi um framboð og eftirspurn. Í upphaflegri kenningu Hubberts gleymdist að gera ráð fyrir framförum í framleiðsluaðferðum og eins uppgötvun nýrra olíulinda sem gæti hafa skekkt niðurstöður hans, auk þess sem aðeins var horft til hefðbundinna olíulinda. Tækni í olíuvinnslu hefur tekið miklum framförum frá árinu 1956 og á 21. öldinni er hægt að vinna olíu sem áður var talin ónýtanleg.<ref name="brit" />
Margir hafa reynt að segja til um það hvenær hámarkinu verði náð og hverjar afleiðingarnar muni verða. Bjartsýnustu spár segja að það magn olíu sem dælt verði upp muni ekki byrja að minnka fyrr en á [[2030|fjórða áratugi 21. aldar]]. Einnig hefur er bent á að Hubbert hafi ekki getað spáð fyrir um uppgötvanir nýrra olíulinda eins og þeirra sem fundist hafa í [[Alaska]] og í [[Mexíkóflói|Mexíkóflóa]].<ref> {{vefheimild | url= http://www.energybulletin.net/node/22381 | titill = CERA says peak oil theory is faulty |mánuðurskoðað = 2. júlí | árskoðað= 2008 }} </ref> Svartsýnni spámenn segja hins vegar að hámarkinu hafi þegar verið náð og niðursveiflan sé hafin.<ref> {{vefheimild | url= http://www.princeton.edu/hubbert/current-events.html | titill = Oil Production, Oil Price |mánuðurskoðað = 2. júlí | árskoðað= 2008 }} </ref>
Þótt vísindamenn greini á um hvenær hámarkinu verði náð eru eru ákveðin áhyggjuefni sem verður að skoða þegar horft er til framtíðar. Þegar kemur að olíuleit og vinnslu er staðan sú að fyrir hverjar 3-4 tunnur sem framleiddar eru af olíu finnst einungis 1 tunna í formi nýrra olíulinda. Ef engin breyting verður þar á má ætla að það gangi sífellt hraðar á þær birgðir og olíulindir sem fyrir eru í kjölfar aukinnar eftirspurnar. Einnig má nefna að pólitískur óstöðugleiki í helstu [[Olíuríki|olíuríkjum]] heims eykur hættuna á því að framleiðsla minnki verulega vegna hverskyns átaka og að talið er að nú þegar sé búið að nýta rúmlega þeirrar olíu sem jarðlögin hafa að geyma.<ref name="NYT">{{H-vefur | url = http://www.nytimes.com/2009/08/25/opinion/25lynch.html?pagewanted=all | titill = Peak Oil Is a Waste of Energy | nafn = Michael Lynch | dagsetning = 24. ágúst 2009 | útgefandi = New York Times | dags skoðað = 26. mars 2015}}</ref>
== Framboð og eftirspurn olíu ==
Upphaflega byggði Hubbert spár sínar um hámarksframleiðslu á framleiðsluaðferðir hráolíu sem þá voru stundaðar. Árið 1962 tók hann inn í greiningar sínar mögulegar framfarir í rannsóknum og framleiðslu. Þó var framleiðsla á leirsteins- og sandolíu ávallt undanskildar.
Framboð á olíu hefur hækkað statt og stöðugt undanfarna áratugi. Samkvæmt Alþjóðlegu orkustofnuninni náði heimsframboð olíu sögulegu hámarki, 90.0 mb/dag, í nóvember 2011. En þrátt fyrir hina stöðugu aukningu á framboði, þá hefur eftirspurnin eftir olíu vaxið talsvert umfram það.<ref name="iea">{{H-vefur | url = https://www.iea.org/oilmarketreport/omrpublic/ | titill = World Oil Demand | dagsetning = 13. mars 2015 | útgefandi = International Energy Agency | dags skoðað = 25-03-2015}}</ref>
== Olíubirgðir ==
Miklar deilur hafa risið innan olíusamfélagsins um olíubirgðir heimsins. En núverandi útreikningar innihalda olíulindir sem ómögulegt er að vinna miðað við núverandi getu. Stór hluti útreikninga um birgðir er því í rauninni eingöngu olíuauðlindir en ekki birgðir.<ref name="Dave">{{H-vefur | url = http://www2.energybulletin.net/node/36510 | titill = The Perfect Storm | nafn = Dave Cohen | dagsetning = 31. október 2007 | útgefandi = Association for the Study of Peak Oil and Gas - Energy Bulletin | dags skoðað = 25. mars 2015}}</ref> Margir vísindamenn telja því að vinnsluhámarkið sé mun nær okkur en viðurkenndar spár greina frá. Energy Watch Group (EWG) fullyrti að raunbirgðir á olíu hafi náð hámarki árið 1980, þegar framleiðsla fór fyrst fram úr uppgötvun nýrra olíulinda. Þar sem aukning á birgðum væri þá blekking ein og dró þá ályktun að vinnsluhámarkið væri okkur þegar að baki.<ref name="crude">{{H-vefur | url = http://monthlyreview.org/wp-content/uploads/2008/07/EWG_Oilreport_10-2007.pdf | titill = Crude Oil: The Supply Outlook | nafn = Dr. Werner Zittel; Jörg Schindler | dagsetning = 2007 | dags skoðað = 25. mars 2015}}</ref>
== Aðrar aðferðir við olíuvinnslu ==
Leita þarf leiða til að draga úr ásókn í olíulindir heimsins til að seinka eða koma í veg fyrir að olíuhámarkið verði að veruleika. Ásamt því að draga úr olíunotkun í heiminum þá er [[vökvabrot|hydraulic fracturing]] eða notkun vökva til að brjóta jarðlög og losa þannig um [[Jarðefnaeldsneyti|jarðefnaeldsneyti]], ákjósanleg leið til þess. Þessi aðferð var fyrst notuð árið 1947 en hefur þróast töluvert með árunum. Vökva er sprautað með háþrýstingi í jarðlögin og myndast með því rásir og kolvatnsefnin (hydrocarbons) þrýstast út. Þessi aðferð hefur verið nýtt í auknum mæli á síðustu misserum. Árið 2010 var áætlað að 60% af öllum nýjum olíu og gaslindum heimsins væru nýttar með þessum hætti. Í Bandaríkjunum er þessi iðnaður hlutfallslega stærstur innan olíugeirans.<ref name="king">{{H-vefur | url = http://www.kgs.ku.edu/PRS/Fracturing/Frac_Paper_SPE_152596.pdf | titill = Hydraulic Fracturing 101 | nafn = George E. King | dagsetning = 2012 | útgefandi = Society of Petroleum Engineers | dags skoðað = 25. mars 2015}}</ref>
Önnur aðferð sem notuð er við olíuvinnslu er vinnsla á svokölluðum [[Olíusandur|olíusandi]], sem einnig er kallaður tjörusandur. Olíusandur er blanda af leir, sandi, vatni og jarðbiki, sem er svört og seigfljótandi olía. Þar sem þessi blanda er ekki hráolía sem slík þarf að meðhöndla og vinna olíusandinn eftir kúnstarinnar reglum. Sandinum er mokað upp og hann fluttur í sérstakar vinnslustöðvar til hreinsunar. Til að aðskilja olíuna frá leir, sandi og biki er notað heitt vatn til að breyta sandinum í grugglausn. Hrært er í grugglausninni til að losa olíuna úr blöndunni til frekari vinnslu. Úr þessu fæst hráolía sem er svo hægt að vinna enn frekar. Eftir sitja leir og sandur, en þessi jarðvegsefni eru flutt aftur á svæðið þar sem olíusandurinn var tekinn í upphafi.<ref name="ost">{{H-vefur | url = http://ostseis.anl.gov/guide/tarsands/ | titill = About Tar Sands | útgefandi = The Oil Shale and Tar Sands Programmatic Environmental Impact Statement | dags skoðað = 25. mars 2015}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Orka]]
[[Flokkur:Olía]]
7svhj4ince1p8lyfe1587a8zjwkzf12
Palmiro Togliatti
0
67426
1765893
1741160
2022-08-24T15:52:36Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| forskeyti =
| nafn = Palmiro Togliatti
| mynd = Palmiro-Togliatti-00504708.jpg
| titill= Aðalritari ítalska kommúnistaflokksins
| stjórnartíð_start = [[Nóvember]] [[1926]]
| stjórnartíð_end = [[janúar]] [[1934]]
| forveri = [[Antonio Gramsci]]
| eftirmaður = [[Ruggero Grieco]]
| stjórnartíð_start2 = [[Maí]] [[1938]]
| stjórnartíð_end2 = [[26. ágúst]] [[1964]]
| forveri2 = [[Ruggero Grieco]]
| eftirmaður2 = [[Luigi Longo]]
| titill3= Dómsmálaráðherra Ítalíu
| stjórnartíð_start3 = [[21. júní]] [[1945]]
| stjórnartíð_end3 = [[1. júlí]] [[1946]]
| forsætisráðherra3 = [[Alcide De Gasperi]]
| forveri3 = [[Umberto Tupini]]
| eftirmaður3 = [[Fausto Gullo]]
| myndatexti =
| fæddur = [[26. mars]] [[1893]]
| fæðingarstaður = [[Genúa]], [[Ítalía|Ítalíu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1964|8|21|1893|3|26}}
| dánarstaður = [[Jalta]], [[Krímskagi|Krímskaga]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| þjóderni = [[Ítalía|Ítalskur]]
| maki = Rita Montagnana (1924–1948)<br>Nilde Iotti (1948–1964)
| stjórnmálaflokkur = [[Ítalski kommúnistaflokkurinn]]
| börn =
| þekktur_fyrir =
| bústaður =
| atvinna =
| háskóli = [[Háskólinn í Tórínó]]
| starf =
|undirskrift = Togliatti Signature.png
}}
'''Palmiro Togliatti''' ([[26. mars]] [[1893]] – [[21. ágúst]] [[1964]]) var [[Ítalía|ítalskur]] stjórnmálamaður og leiðtogi [[Ítalski kommúnistaflokkurinn|ítalska kommúnistaflokksins]] frá [[1927]] til dauðadags. Hann lék stórt hlutverk í því ferli sem leiddi til stofnunar [[lýðveldi]]s á Ítalíu eftir [[síðari heimsstyrjöld]] með því að framkvæma stefnubreytingu flokksins í [[Salernó]], að undirlagi [[Stalín]]s, þar sem kommúnistaflokkurinn og [[ítalski sósíalistaflokkurinn]] sammæltust um að vinna eftir [[lýðræði]]slegum leiðum að stofnun lýðveldis á Ítalíu eftir stríð í stað vopnaðrar baráttu fyrir [[bylting öreiganna|byltingu öreiganna]], líkt og margir flokksmenn vildu.
==Ferill==
Togliatti var stofnfélagi í ítalska kommúnistaflokknum og varð aðalritari eftir að [[Antonio Gramsci]] var tekinn höndum af fasistastjórninni.<ref>{{Tímarit.is|2751596|Palmiro Togliatti|blað=[[Þjóðviljinn]]|útgáfudagsetning=20. ágúst 1948|blaðsíða=5|höfundur=Per-Olov Zennström}}</ref> [[1935]] varð hann meðlimur í stjórn [[Alþjóðasamtök kommúnista|Alþjóðasambands kommúnista]] undir dulnefninu '''Ercole Ercoli'''. Árið [[1937]] barðist hann í [[spænska borgarastyrjöldin|spænsku borgarastyrjöldinni]] og tók þar þátt í að útrýma leiðtogum [[trotskýismi|trotskýista]] og [[anarkismi|anarkista]] í [[Katalónía|Katalóníu]] samkvæmt skipunum Stalíns.
===Ítalska stjórnlagaþingið===
Hann tók sæti á [[ítalska stjórnarskrárþingið|stjórnarskrárþinginu]] [[1946]] og samþykkti þar, þrátt fyrir mótmæli innan eigin flokks, að [[Lateransamningarnir]] sem staðfestu skiptinguna milli Ítalíu og [[Vatíkanið|Vatíkansins]], yrðu hluti af [[stjórnarskrá Ítalíu]].
Árið [[1947]] hætti kommúnistaflokkurinn stuðningi við [[önnur ríkisstjórn Alcide de Gasperi|aðra ríkisstjórn Alcide de Gasperi]] og [[kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|kristilegir demókratar]] mynduðu stjórn með [[frjálslyndi flokkurinn (Ítalía)|frjálslyndum]] og fleiri flokkum hægra megin við kommúnista. Í kosningunum [[1948]], fyrstu kosningunum eftir að landið varð lýðveldi, fengu kommúnistar yfir 30% atkvæða, en demókratar sigruðu með yfirburðum með 48,5% atkvæða. Kommúnistar voru útilokaðir frá ríkisstjórn (líkt og í [[Frakkland]]i), meðal annars vegna afskipta [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]], og urðu stórt stjórnarandstöðuafl.
===Tilræðið 1948===
Tveimur mánuðum eftir kosningarnar var Togliatti skotinn af tilræðismanni sem að sögn óttaðist sterk tengsl ítalskra kommúnista við [[Sovétríkin]]. Þrjú skot hittu Togliatti í höfuð, hnakka og bak. Um leið og fréttist af tilræðinu og orðrómur komst á kreik um að hann væri látinn, hófust mótmæli verkamanna á mörgum stöðum á Ítalíu.<ref>{{Tímarit.is|4096576|Palmiro Togliatti: Æviminning|blað=[[Réttur]]|útgáfudagsetning=1. ágúst 1964|blaðsíða=145-151}}</ref> Þessar aðgerðir urðu skammvinnar þar sem kommúnistaflokkurinn ákvað að styðja þær ekki eftir að hafa ráðfært sig við Moskvu. Togliatti gaf sjálfur skipun um að aðgerðum skyldi hætt af sjúkrabeðinu.
===Langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn===
Undir stjórn hans varð ítalski kommúnistaflokkurinn stærsti evrópski kommúnistaflokkurinn í stjórnarandstöðu. Flokkurinn fékk milli 20 og 30% atkvæða í kosningum. Þrátt fyrir sterk tengsl Togliattis við Moskvu tókst honum að halda vinsældum sínum eftir [[Uppreisnin í Ungverjalandi|uppreisnina í Ungverjalandi]] [[1956]] sem olli miklum átökum og klofningi vinstriflokka annars staðar á [[Vesturlönd]]um.
==Toljattí í Rússlandi==
Eftir andlát hans var bærinn Stavropol við [[Volga|Volgu]] endurnefndur í höfuðið á honum, [[Toljattí]]. Gamla bænum hafði verið drekkt af uppistöðulóni [[Kúibisjevstíflan|Kúibisjevstíflunnar]] en hann var endurreistur á öðrum stað [[1964]], sama ár og Togliatti lést í sumarleyfi í Sovétríkjunum. Bílaframleiðandinn [[AvtoVAS]], sem framleiddi meðal annars [[Lada|Lödu]], var settur upp í bænum tveimur árum síðar í samstarfi milli Sovétríkjanna og ítalska bílaframleiðandans [[Fiat]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Togliatti, Palmiro}}
[[Flokkur:Dómsmálaráðherrar Ítalíu]]
[[Flokkur:Erlendir sjálfboðaliðar í spænsku borgarastyrjöldinni]]
[[Flokkur:Ítalskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Ítalskir kommúnistar]]
{{fd|1893|1964}}
f0sbjlgrevrct8tuimoiev1sibkzc9r
1765894
1765893
2022-08-24T15:53:18Z
TKSnaevarr
53243
/* Toljattí í Rússlandi */
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| forskeyti =
| nafn = Palmiro Togliatti
| mynd = Palmiro-Togliatti-00504708.jpg
| titill= Aðalritari ítalska kommúnistaflokksins
| stjórnartíð_start = [[Nóvember]] [[1926]]
| stjórnartíð_end = [[janúar]] [[1934]]
| forveri = [[Antonio Gramsci]]
| eftirmaður = [[Ruggero Grieco]]
| stjórnartíð_start2 = [[Maí]] [[1938]]
| stjórnartíð_end2 = [[26. ágúst]] [[1964]]
| forveri2 = [[Ruggero Grieco]]
| eftirmaður2 = [[Luigi Longo]]
| titill3= Dómsmálaráðherra Ítalíu
| stjórnartíð_start3 = [[21. júní]] [[1945]]
| stjórnartíð_end3 = [[1. júlí]] [[1946]]
| forsætisráðherra3 = [[Alcide De Gasperi]]
| forveri3 = [[Umberto Tupini]]
| eftirmaður3 = [[Fausto Gullo]]
| myndatexti =
| fæddur = [[26. mars]] [[1893]]
| fæðingarstaður = [[Genúa]], [[Ítalía|Ítalíu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1964|8|21|1893|3|26}}
| dánarstaður = [[Jalta]], [[Krímskagi|Krímskaga]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| þjóderni = [[Ítalía|Ítalskur]]
| maki = Rita Montagnana (1924–1948)<br>Nilde Iotti (1948–1964)
| stjórnmálaflokkur = [[Ítalski kommúnistaflokkurinn]]
| börn =
| þekktur_fyrir =
| bústaður =
| atvinna =
| háskóli = [[Háskólinn í Tórínó]]
| starf =
|undirskrift = Togliatti Signature.png
}}
'''Palmiro Togliatti''' ([[26. mars]] [[1893]] – [[21. ágúst]] [[1964]]) var [[Ítalía|ítalskur]] stjórnmálamaður og leiðtogi [[Ítalski kommúnistaflokkurinn|ítalska kommúnistaflokksins]] frá [[1927]] til dauðadags. Hann lék stórt hlutverk í því ferli sem leiddi til stofnunar [[lýðveldi]]s á Ítalíu eftir [[síðari heimsstyrjöld]] með því að framkvæma stefnubreytingu flokksins í [[Salernó]], að undirlagi [[Stalín]]s, þar sem kommúnistaflokkurinn og [[ítalski sósíalistaflokkurinn]] sammæltust um að vinna eftir [[lýðræði]]slegum leiðum að stofnun lýðveldis á Ítalíu eftir stríð í stað vopnaðrar baráttu fyrir [[bylting öreiganna|byltingu öreiganna]], líkt og margir flokksmenn vildu.
==Ferill==
Togliatti var stofnfélagi í ítalska kommúnistaflokknum og varð aðalritari eftir að [[Antonio Gramsci]] var tekinn höndum af fasistastjórninni.<ref>{{Tímarit.is|2751596|Palmiro Togliatti|blað=[[Þjóðviljinn]]|útgáfudagsetning=20. ágúst 1948|blaðsíða=5|höfundur=Per-Olov Zennström}}</ref> [[1935]] varð hann meðlimur í stjórn [[Alþjóðasamtök kommúnista|Alþjóðasambands kommúnista]] undir dulnefninu '''Ercole Ercoli'''. Árið [[1937]] barðist hann í [[spænska borgarastyrjöldin|spænsku borgarastyrjöldinni]] og tók þar þátt í að útrýma leiðtogum [[trotskýismi|trotskýista]] og [[anarkismi|anarkista]] í [[Katalónía|Katalóníu]] samkvæmt skipunum Stalíns.
===Ítalska stjórnlagaþingið===
Hann tók sæti á [[ítalska stjórnarskrárþingið|stjórnarskrárþinginu]] [[1946]] og samþykkti þar, þrátt fyrir mótmæli innan eigin flokks, að [[Lateransamningarnir]] sem staðfestu skiptinguna milli Ítalíu og [[Vatíkanið|Vatíkansins]], yrðu hluti af [[stjórnarskrá Ítalíu]].
Árið [[1947]] hætti kommúnistaflokkurinn stuðningi við [[önnur ríkisstjórn Alcide de Gasperi|aðra ríkisstjórn Alcide de Gasperi]] og [[kristilegi demókrataflokkurinn (Ítalía)|kristilegir demókratar]] mynduðu stjórn með [[frjálslyndi flokkurinn (Ítalía)|frjálslyndum]] og fleiri flokkum hægra megin við kommúnista. Í kosningunum [[1948]], fyrstu kosningunum eftir að landið varð lýðveldi, fengu kommúnistar yfir 30% atkvæða, en demókratar sigruðu með yfirburðum með 48,5% atkvæða. Kommúnistar voru útilokaðir frá ríkisstjórn (líkt og í [[Frakkland]]i), meðal annars vegna afskipta [[Bandaríkin|Bandaríkjamanna]], og urðu stórt stjórnarandstöðuafl.
===Tilræðið 1948===
Tveimur mánuðum eftir kosningarnar var Togliatti skotinn af tilræðismanni sem að sögn óttaðist sterk tengsl ítalskra kommúnista við [[Sovétríkin]]. Þrjú skot hittu Togliatti í höfuð, hnakka og bak. Um leið og fréttist af tilræðinu og orðrómur komst á kreik um að hann væri látinn, hófust mótmæli verkamanna á mörgum stöðum á Ítalíu.<ref>{{Tímarit.is|4096576|Palmiro Togliatti: Æviminning|blað=[[Réttur]]|útgáfudagsetning=1. ágúst 1964|blaðsíða=145-151}}</ref> Þessar aðgerðir urðu skammvinnar þar sem kommúnistaflokkurinn ákvað að styðja þær ekki eftir að hafa ráðfært sig við Moskvu. Togliatti gaf sjálfur skipun um að aðgerðum skyldi hætt af sjúkrabeðinu.
===Langstærsti stjórnarandstöðuflokkurinn===
Undir stjórn hans varð ítalski kommúnistaflokkurinn stærsti evrópski kommúnistaflokkurinn í stjórnarandstöðu. Flokkurinn fékk milli 20 og 30% atkvæða í kosningum. Þrátt fyrir sterk tengsl Togliattis við Moskvu tókst honum að halda vinsældum sínum eftir [[Uppreisnin í Ungverjalandi|uppreisnina í Ungverjalandi]] [[1956]] sem olli miklum átökum og klofningi vinstriflokka annars staðar á [[Vesturlönd]]um.
==Toljattí í Rússlandi==
Eftir andlát hans var bærinn Stavropol við [[Volga|Volgu]] endurnefndur í höfuðið á honum, [[Toljattí]]. Gamla bænum hafði verið drekkt af uppistöðulóni [[Kújbyshevstíflan|Kújbyshevstíflunnar]] en hann var endurreistur á öðrum stað [[1964]], sama ár og Togliatti lést í sumarleyfi í Sovétríkjunum. Bílaframleiðandinn [[AvtoVAS]], sem framleiddi meðal annars [[Lada|Lödu]], var settur upp í bænum tveimur árum síðar í samstarfi milli Sovétríkjanna og ítalska bílaframleiðandans [[Fiat]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Togliatti, Palmiro}}
[[Flokkur:Dómsmálaráðherrar Ítalíu]]
[[Flokkur:Erlendir sjálfboðaliðar í spænsku borgarastyrjöldinni]]
[[Flokkur:Ítalskir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Ítalskir kommúnistar]]
{{fd|1893|1964}}
5kbo6in1hofbydcreol4jp33aqk5k5j
Snorralaug í Reykholti
0
68985
1765917
1700884
2022-08-24T22:20:30Z
Berserkur
10188
ekki beint sundlaug
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Snorralaug10.JPG|thumb|right|270px|Snorralaug í Reykholti]]
:''Orðið „Snorralaug“ vísar hingað, en það getur líka átt við fyrirtækið [[Snorralaug ehf]].''
'''Snorralaug í Reykholti''' eða '''Snorralaug''' er [[sundlaugar á Íslandi|íslensk laug]] sem finna má í [[Reykholt (Borgarfirði)|Reykholti]]. Snorralaug var ein af hinum 10 fyrstu friðlýstu fornminjunum á Íslandi. Hún er ein af þrettán laugum sem vitað er um að notaðar hafi verið til forna, og ein af fjórum sem enn eru nothæf.<ref>[http://www.verkis.is/media/frettabref/Gangverk020201.pdf Gangverk] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160304171915/http://www.verkis.is/media/frettabref/gangverk020201.pdf |date=2016-03-04 }}- fréttabréf [[Verkís hf]] á bls. 4 „Landnámsöld“</ref>
==Saga==
Talið er að laugin hafi verið hlaðin á [[13. öld]], og er hún kennd við [[Snorri Sturluson|Snorra Sturluson]], en fyrstu heimildir um að það hafi verið laug í Reykholti eru frá dögum Snorra Sturlusonar (sem var uppi frá 1178-1241), en fyrirfinnast líka í [[Landnámabók]] og [[Sturlunga saga|Sturlunga sögu]]. Tveir hverir finnast þar helstir, Skrifla og Dynkur. Var vatni veitt í Snorralaug úr Skriflu eftir um 120 m löngum neðanjarðarstokki og er baðlauga í Reykholti oft getið í gömlum heimildum. Snorralaug er með elstu mannvirkjum sem varðveist hafa hér á landi. Frá lauginn lágu jarðgöng til bæjarhúsa Snorra og hafa þau verið grafinn upp að hluta.
{{tilvitnun2|Hallbjörn son Odds frá Kiðjabergi Hallkelssonar, bróður Ketilbjarnar hins gamla, fékk Hallgerðar, dóttur Tungu-Odds. Þau voru með Oddi hinn fyrsta vetur; þar var Snæbjörn galti. Óástúðligt var með þeim hjónum.
Hallbjörn bjó för sína um vorið að fardögum; en er hann var að búnaði, fór Oddur frá húsi til '''laugar í Reykjaholt'''; þar voru sauðahús hans; vildi hann eigi vera við, er Hallbjörn færi, því að hann grunaði, hvort Hallgerður mundi fara vilja með honum.|Úr [[Landnámabók|Landnámu]] ([http://is.wikisource.org/wiki/Landn%C3%A1mab%C3%B3k text], [http://is.wikisource.org/wiki/Landn%C3%A1mab%C3%B3k/51._kafli kafli 51])}}
En talið er að laug hafi verið á Reykvöllum frá árinu [[960]] eða fyrr á grundvelli [[Landnámabók|Landnámu]] en þar segir frá því að [[Tungu-Oddur]], sonur [[Önundur breiðskeggur|Önundar breiðskeggs]] á [[Breiðabólstaður (Reykholtsdal)|Breiðabólstað]] fór „frá húsi til laugar í Reykjaholt; þar voru sauðahús hans;“<ref>''Landnámabók (Sturlubók)'', 51. kafli.</ref>
Árið [[2004]] sýndi séra Geir Waage [[sóknarprestur]] í [[Reykholt]]skirkju [[Noregur|norsku]] [[krónprins]]hjónunum frá Reykholti og sýndi þeim ásamt öðrum stöðum Snorralaug. <ref>{{mbl|innlent/2004/06/29/norsku_kronprinshjonin_fraeddust_um_snorra_sturluso|Norsku krónprinshjónin fræddust um Snorra Sturluson}}</ref>
==Lýsing==
Laugin er u.þ.b. 4 [[metri|metrar]] í [[þvermál]]; og þar sem botn laugarinnar er ójafn er hún misdjúp, en dýptin er breytileg á milli 0.70 til 1 [[metri|metra]] djúp. Þrep liggja niður í laugina, og er hlaðin úr tilhöggnu [[hver|hveragrjót]]. Fyrir tilstilli [[Fornleifafræði|fornleifauppgraftar]] hefur það verið leitt í ljós að tvær rennur veittu heitu vatni í laugina úr hverinum [[Skrifla|Skriflu]] sem hefur nú verið eyðilögð.
Á barmi aðrennslisins má sjá [[fangamerki]]ð ''V.Th. 1858.'' á steini og er það fangamark [[Vernharður Þorkelsson|Sr. Vernharðs Þorkelssonar]] sem lét gera við laugina það ár.
Lauginni er fyrst lýst í riti frá circa. [[1724]] eftir [[Páll Vídalín|Páls Vídalíns]] („Um fornyrði [[Jónsbók]]ar“).
==Heimildir==
<references/>
* {{bókaheimild|höfundur=Þorsteinn Jósepsson, Steindór Steindórsson og Páll Líndal|titill=Landið þitt Ísland, S-T|útgefandi=Örn og Örlygur|ár=1982|ISBN=}}
* {{bókaheimild|höfundur=Björn Hróarsson|titill= Á ferð um landið, Borgarfjörður og Mýrar|útgefandi=Mál og menning|ár=1994|ISBN= 9979-3-0657-2}}
==Tengt efni==
*[[Fornminjar í Reykholti]]
==Tenglar==
*[http://digicoll.library.wisc.edu/cgi-bin/IcelOnline/IcelOnline-idx?type=HTML&rgn=DIV2&byte=162279 Icelandic Online Dictionary and Readings] Jarðhiti
*[http://www.snorrastofa.is/default.asp?sid_id=14271&tre_rod=001%7C005%7C003%7C001%7C&tId=1 Grein um Snorralaug] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150204223244/http://www.snorrastofa.is/default.asp?sid_id=14271&tre_rod=001%7C005%7C003%7C001%7C&tId=1 |date=2015-02-04 }} á Snorrastofu
*[http://sundlaugar.is/lokaverkefni_07/index.php?option=com_content&task=view&id=90&Itemid=2 Grein um Snorralaug] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080922045153/http://sundlaugar.is/lokaverkefni_07/index.php?option=com_content&task=view&id=90&Itemid=2 |date=2008-09-22 }} á www.sundlaugum.is
*[http://hot-springs.org/Badlaugar/Natturulaugar/Vesturland/Snorralaug/Snorralaug.html Umfjöllun um Snorralaug] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080919122927/http://hot-springs.org/Badlaugar/Natturulaugar/Vesturland/Snorralaug/Snorralaug.html |date=2008-09-19 }} á www.hot-springs.org/
*[http://whc.unesco.org/en/tentativelists/1609/ Snorralaug] á [[Heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]
:'''Myndir:'''
*[http://www.menntamalaraduneyti.is/raduneyti/Myndasafn/album/90/mynd/1475/ Myndasafn á Menntamálaráðuneytinu] - Krónprins Noregs í heimsókn 28. júní 2004
[[Flokkur:Fornar laugar á Íslandi]]
r2moxvljmicd18qlzl6671ung109xzx
Mörg eru dags augu
0
69565
1765933
1440950
2022-08-24T22:39:19Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''''Mörg eru dags augu''''' er [[heimildamynd]] um samspil mannlífs og náttúru í [[Vestureyjar (Breiðafirði)|Vestureyjum]] á [[Breiðafjörður|Breiðafirði]]. Myndin var frumsýnd [[1980]] og er 75 mínútur í sýningu.
Höfundar myndarinnar eru [[Óli Örn Andreassen]] kvikmyndagerðarmaður og [[Guðmundur Páll Ólafsson]] rithöfundur og líffræðingur. ''Mörg eru dags augu'' var ein af þeim kvikmyndum sem fengu styrk við fyrstu úthlutun úr [[Kvikmyndasjóður|Kvikmyndasjóði Íslands]] árið [[1979]]. Hún var frumsýnd 14. júní 1980 í [[Regnboginn|Regnboganum]] ásamt ''[[Þrymskviða (teiknimynd)|Þrymskviðu]]'' sem er 17 mínútna löng [[teiknimynd]] eftir [[Sigurður Örn Brjynjólfsson|Sigurð Örn Brynjólfsson]].
[[Flokkur:Íslenskar heimildarmyndir]]
[[Flokkur:Breiðafjörður]]
5p477ck7zhq724anas23ngqdyu05k84
Æðakölkun
0
70886
1765896
1678389
2022-08-24T16:13:37Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Endo_dysfunction_Athero.PNG fyrir [[Mynd:Endothelial_dysfunction_Atherosclerosis.png]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: [[:c:COM:FR#FR3|Criterion 3]] (obvious error) · previously
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Endothelial dysfunction Atherosclerosis.png|thumb|Ferli æðakölkunar]]
'''Æðakölkun''' er [[bólgusjúkdómur]] í veggjum [[slagæð]]a en upphaf hennar má rekja til þess þegar [[fita]] safnast fyrir staðbundið undir [[innsta lag æðar]] vegna spennu eða álags (til dæmis [[háþrýstingur]]). Við það raskast virkni innsta lagsins og [[ónæmiskerfið]] ræsist í kjölfarið með íferð [[Stórkirningar|stórkirninga]] á svæðið. Stórkirningarnir taka upp fituna og sérhæfast við það í [[Gleypifruma|gleypifrumu]]. Þegar gleypifrumurnar virkjast losa þær frá sér [[frumuboðefni]] sem örva [[Fruma|frumur]] í [[miðlagi æðarinnar]] til að hylja fituskelluna með myndun [[Trefjahimna|trefjahimnu]]. Með þessum viðbrögðum hefur ónæmiskerfið unnið tímabundið úr vandamálinu og getur einstaklingur verið einkennalaus á meðan að skellan raskar ekki eðlilegu [[blóðflæði]]. Hins vegar ef [[bólguviðbrögð]] ónæmiskerfisins ágerast getur það orðið til þess að gleypifrumur nái að rjúfa sér leið gegnum trefjahimnuna og innsta lag æðarinnar. Við rofið nær innihald skellunnar að komast í snertingu við [[blóðrás]]ina en við það fer af stað [[storkuferli]] og [[blóðtappi]] myndast sem nær bæði inn fyrir brostna veggi skellunnar og út fyrir hana. Blóðtappinn hleður utan á sig og getur annað hvort valdið stíflu í æðinni staðbundið eða losnað frá skellunni og valdið stíflu annars staðar í [[æðakerfi]]nu og valdið [[hjartaáfall]]i, [[heilablóðfall]]i og [[heltikast|heltiköstum]].<ref>Boon, Colledge, Walker og Hunter (2006).</ref>
Þekktir áhættuþættir kransæðasjúkdóma eru aldur, háþrýstingur, [[sykursýki]], [[blóðfita|hækkaðar blóðfitur]], [[reykingar]] og ættarsaga um æðakölkunarsjúkdóma.<ref>Henry og Thompson (2005).</ref>
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Heimildir ==
* Boon, N.A., N.R. Colledge, B.R. Walker og J.A.A. Hunter (ritstj.), ''Davidson’s Principles & Practice of Medicineı'' (Edinburgh: Elsevier Limited, 2006).
* Henry, M.M. og J.N. Thompson (ritstj.), ''Clinical Surgery'' (Edinburgh: Elsevier Limited, 2005).
* {{Vísindavefurinn|50567|Hvað eru hjarta og æðasjúkdómar?}}
* {{Vísindavefurinn|6890|Er hægt að draga úr æðakölkun sem þegar er komin með hreyfingu?}}
[[Flokkur:Hjarta- og æðakerfið]]
[[ar:تصلب عصيدي]]
[[ca:Aterosclerosi]]
[[es:Ateroesclerosis]]
[[fi:Ateroskleroosi]]
[[it:Aterosclerosi]]
[[nl:Atheromatose]]
[[no:Åreforkalkning]]
[[pt:Aterosclerose]]
[[tr:Ateroskleroz]]
[[ur:صلابت عصیدہ]]
p029y2l0jw7tj1xvzfe1hr1ft303wxx
Nernst-jafnan
0
76770
1765931
686531
2022-08-24T22:38:11Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{hreingera}}
:<math>
E = E^{0} - \frac{0,059}{n} \ln Q
</math>
þar sem E° er [[staðalspenna]], n er fjöldi þeirra [[rafeind]]a sem flytjast og Q [[jónamargfeldi]].
[[Flokkur:Stærðfræði]]
fhnoho99jh90qeti9eh0s4t0sf0nx29
FC Barcelona
0
92858
1765952
1764646
2022-08-25T09:17:44Z
Boja02
59499
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| núverandi =
| Fullt nafn = Futbol Club Barcelona
| mynd = Barca logo on pitch.jpg
| Gælunafn = Barça eða Blaugrana
| Stytt nafn = FC Barcelona
| Stofnað = {{Fæðingardagur og aldur|1899|11|29}}
| Leikvöllur = [[Camp Nou]]
| Stærð = 99.354
| Stjórnarformaður =
| Knattspyrnustjóri = [[Xavi]]
| Deild = [[La Liga]]
| Tímabil = 2021/22
| Staðsetning = 2. sæti
<!-- Heimabúningur -->
| pattern_la1 =
| pattern_b1 = _barcelona2223h
| pattern_ra1 =
| pattern_sh1 = _barcelona2223h
| pattern_so1 = _barcelona2223h
| leftarm1 = 000040
| body1 = 000040
| rightarm1 = 000040
| shorts1 = 000040
| socks1 = 000040
| pattern_la2 = _barcelona2223a
| pattern_b2 = _barcelona2223a
| pattern_ra2 = _barcelona2223a
| pattern_sh2 = _barcelona2223a
| pattern_so2 = _barcelona2223al
| leftarm2 = DEB566
| body2 = DEB566
| rightarm2 = DEB566
| shorts2 = DEB566
| socks2 = DEB566
| pattern_la3 = _barcelona2223t
| pattern_b3 = _barcelona2223t
| pattern_ra3 = _barcelona2223t
| pattern_sh3 = _barcelona2223t
| pattern_so3 = _barcelona2223t
| leftarm3 = C9CCCE
| body3 = C9CCCE
| rightarm3 = C9CCCE
| shorts3 = C9CCCE
| socks3 = C9CCCE
}}
'''FC Barcelona''' er knattspyrnufélag í [[Barselóna]], [[Katalónía|Katalóníu]], [[Spánn|Spáni]]. Leikvangur FC Barcelona er [[Camp Nou]], eða ''Nývangur'' uppá íslensku. Hann tekur rúma 99 þúsund manns sæti. FC Barcelona hefur sögulegt gildi, gagnvart héraðinu Katalónu og krafa er gerð til þess að katalóníska sé töluð af öllum leikmönnum liðsins. <ref>[http://www.barcelonadailynews.com/your-view/catalunya-is-a-nation-and-fc-barcelona-its-army-sir-bobby-robson/ - “Catalunya is a nation and FC Barcelona its army.” Sir Bobby Robson]</ref>
[[Mynd:Chelsea on Tour - Barcelona 311006.jpg|200px|thumbnail|Camp Nou stadion, sem tekur rúma 99.786 áhorfendur í sæti]]
Félagið hefur þá sérstöðu, að það er rekið á fjármagni stuðningsmanna liðsins. <ref>[http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/feb/13/football-supporter-owned-clubs Unthinkable? Supporter-owned football clubs]</ref> Áður en félagið fékk merki UNICEF á búninga félagins, hafði það aldrei haft auglýsingar á búningum sínum. Samningurinn við [[Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna|UNICEF]] er líka nokkuð sérstakur, því UNICEF er borgað fyrir að hafa auglýsinguna á búningnum, en venjulega er hinn hátturinn hafður á. <ref>[http://www.unicef.is/frettir_2009_uefa Manchester United og FC Barcelona styrkja UNICEF]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
==='''Leikmannahópur'''===
''Ágúst 2022''
{{Fs start}}
{{Fs player|no= 1|pos=GK|nat=GER|name=[[Marc-André ter Stegen]]|other=}}
{{Fs player|no= 3|pos=DF|nat=ESP|name=[[Gerard Piqué]]}}
{{Fs player|no= 4|pos=DF|nat=URY|name=[[Ronald Araújo]]}}
{{Fs player|no= 5|pos=MF|nat=ESP|name=[[Sergio Busquets]]}}
{{Fs player|no=7|pos=FW|nat=FRA|name=[[Ousmane Dembélé]]|other=}}
{{Fs player|no=8|pos=MF|nat=ESP|name=[[Pedri]]|other=}}
{{Fs player|no=9|pos=FW|nat=POL|name=[[Robert Lewandowski]]|other=}}
{{Fs player|no=10|pos=FW|nat=ESP|name=[[Ansu Fati]]|other=}}
{{Fs player|no= 11|pos=MF|nat=ESP|name=[[Ferran Torres]]|other=}}
{{Fs player|no=14|pos=FW|nat=NLD|name=[[Memphis Depay]]|other=}}
{{Fs player|no=15|pos=DF|nat=DNK|name=[[Andreas Christensen]]|other=}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=16|pos=MF|nat=BIH|name=[[Miralem Pjanic]]|other=}}
{{Fs player|no=17|pos=FW|nat=GAB|name=[[Pierre-Emerick Aubameyang]]|other=}}
{{Fs player|no=18|pos=DF|nat=ESP|name=[[Jordi Alba]]|other=}}
{{Fs player|no=19|pos=MF|nat=CIV|name=[[Franck Kessié]]|other=}}
{{Fs player|no=20|pos=DF|nat=ESP|name=[[Sergi Roberto]]}}
{{Fs player|no=21|pos=MF|nat=NLD|name=[[Frenkie de Jong]]|other=}}
{{Fs player|no=22|pos=FW|nat=BRA|name=[[Raphinha]]|other=}}
{{Fs player|no=24|pos=DF|nat=ESP|name=[[Eric García]]|other=}}
{{Fs player|no=26|pos=GK|nat=ESP|name=[[Iñaki Peña]]|other=}}
{{Fs player|no=28|pos=DF|nat=ESP|name=[[Alejandro Balde]]|other=}}
{{Fs player|no=30|pos=MF|nat=ESP|name=[[Gavi]]|other=}}
{{Fs player|no=36|pos=GK|nat=ESP|name=[[Arnau Tenas]]|other=}}
{{Fs end}}
== Saga ==
=== Stofnun (1899–1922) ===
FC Barcelona var stofnað þann [[22. október]] [[1899]], þegar Joan Gamper setti auglýsingu í bæjarblaðið Los Deportes um að stofna knattspyrnulið. 1902 vann Barcelona fyrsta bikar sinn, Copa Macaya fyrir að vera besta knattspyrnulið [[Katalónía|Katalóníu]].<ref name="Ball, Phil p. 89">Ball, Phil p. 89.</ref>
{{Tilvitnunarbox
|quote ='''Íþrótta tilkynning''': Vinur okkar og kunningi Hans Gamper...fyrrum Svissneskur meistari, með áhuga á að skipulegja fótboltaleiki í borginni biður alla sem eru nægilega áhugasamir um íþróttina að mæta á skrifstofu blaðsins á þriðjudag eða fimmtudagskvöld klukkan 9 og 11 eftir hádegi.
|align = hægri
|width =350px
|source = Auglýsing Gampers í Los Deportes.<ref name="Ball, Phil p. 89"></ref>
}}
[[14. mars]] [[1909]] færði liðið sig í leikvanginn ''Camp de la Industria'' sem gat tekið við 8.000 manns. Á sama tímabili breytti félagið opinberu tungumáli sínu frá [[spænska|spænsku]] yfir á [[katalónska|katalónsku]] og varð síðar mikilvægt tákn Katalóníu.<ref>[http://www.rsssf.com/tabless/spancuphist.html List of cup finals]</ref>
=== Stjórnartímabil Rivera (1923–1957) ===
Þann [[14. júní]] [[1925]] fór hreyfing sem var á móti stjórn [[Primo de Rivera]] konungsfjölskyldunnar og söng þjóðsöng Spánverja á leikvangi Barcelona. Hreyfingunni var refsað með því að loka leikvanginum og eigandi félagsins var þvingaður til að segja af sér.<ref>Burns, Jimmy. pp. 111–112.</ref> 3. Júlí 1927 keppti félagið gegn [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spænska landsliðinu]]. Leikurinn hófst eftir að boltanum hafði verið sleppt úr flugvél.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/etapes_historia/etapa_2.html History part II] {{Webarchive|url=https://archive.today/20120530060040/http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/etapes_historia/etapa_2.html |date=2012-05-30 }} FC Barcelona</ref>
[[Spænska borgarastyrjöldin]] hófst árið 1936 og leikmenn frá Barcelona og [[Athletic Bilbao]] börðust gegn uppgangi hersins. <ref>Ball, Phil. pp. 116–117.</ref> 6. ágúst myrtu hermenn forseta félagsins, Josep Sunyol sem var jafnframt talsmaður sjálfstæðisflokks borgarinnar. Hans er minnst sem píslarvotts og atvikið skiptir miklu í sögu FC Barcelona og sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.<ref>Raguer, Hilari. pp. 232–233.</ref>
[[16. mars]] [[1938]] varð Barselóna fyrir loftárásum frá ítalska hernum í uppgangi fasismans í álfunni. Félaginu var skipað að breyta nafni sínu í Club de Fútbol Barcelona og að fjarlægja fána Katalóníu úr merki sínu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.rsssf.com/tablese/ec1.html |titill=European Champions' Cup |útgefandi=Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation (RSSSF) |dagsetning=2 June 2010 |accessdate=11 August 2010 |höfundur=Karel Stokkermans}}</ref>
1952 vann félagið fimm mismunandi bikara; [[Spænska úrvalsdeildin|spænsku úrvalsdeildina]], deildarbikarinn, Latin Cup, Copa Eva Durante og Copa Martini Rossi.
=== Club de Fútbol Barcelona (1957-1978) ===
Velgengninni frá 1952 var fylgt eftir árið 1959 þegar liðið vann tvennu og árið 1961 varð það fyrsta félagið til að sigra Real Madrid í Evrópukeppninni.<ref>[http://www.rsssf.com/tablese/ec1.html European Champions Cup]</ref> Þegar að valdatímabili Franco lauk árið 1974 skipti félagið aftur yfir í sitt gamla nafn.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/simbols/escut.html The crest] {{Webarchive|url=https://archive.is/20120530060040/http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/simbols/escut.html |date=2012-05-30 }} FC Barcelona</ref>
=== Stöðugleikaárin (1978-2000) ===
Frá 1978 hefur forseti Barselóna verið valinn af meðlimum félagsins og þessi ákvörðun er tengd lýðræðisvæðingu Spánar árið 1974 eftir einræði Franco. Ári síðar, [[20. október]] [[1979]], var uppeldistarf félagsins eflt á sveitasetrinu La Masia.<ref>[http://www.sport.es/default.asp?idpublicacio_PK=44&idioma=CAS&idnoticia_PK=724176&idseccio_PK=803 "La Masia, como un laboratorio"] (spænska)</ref> La Masia var fyrir þennan tíma höfuðstöðvar félagsins. Josep Lluís Núñez var forseti félagsins í 22 ár. Hann leyfði leikmönnum eins og [[Diego Maradona]], [[Romário]] og [[Ronaldo]] að yfirgefa félagið í stað þess að fara að kröfum þeirra. Núñez var ásakaður um einræðistilburði og kom til mótmæla gegn honum.
Árið 1988 setti [[Johan Cruyff]] saman hið svokallaða draumalið félagsins. Í liðinu var [[Pep Guardiola]], [[José Mari Bakero]], [[Txiki Begiristain]], [[Ronald Koeman]], [[Michael Laudrup]], [[Romario]] og [[Hristo Stoichkov]].<ref>Ball, Phil. pp. 106–107.</ref> Barselóna vann úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð með þessu liði frá 1991 til 1994.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/futbol/palmares/palmares.html Hounours] FC Barcelona</ref>
En frá 1960 til 1990 hafði liðið einungis unnið tvo La Liga titla.
===2000-2012 Tíð þjálfaraskipti og árangur Guardiola===
Í byrjun nýrrar aldar gekk liðinu ekki nægilega vel og oft var skipt um þjálfara. Brasilíski [[Ronaldinho]] hleypti lífi í liðið ásamt öðrum alþjóðlegum leikmönnum eins og Deco, [[Henrik Larsson]], [[Samuel Eto'o]], Rafael Márquez og [[Edgar Davids]]. Heimamenn eins og [[Carles Puyol]], [[Andrés Iniesta]], [[Xavi]] og [[Víctor Valdés]] voru einnig stór þáttur í upprisu liðsins. Liðið vann La Liga og Supercopa de España tímabilin 2004–05 og 2005–06 þegar [[Frank Rijkaard]] var stjórinn. Næstu tímabil gengu ekki svo vel og var Rijkaard látinn taka pokann sinn. Ný stjarna var farin að láta að sér kveða; [[Lionel Messi]].
[[Pep Guardiola]] fyrrum leikmaður félagsins var þjálfari liðsins frá 2008–2012. Spil með tíðar sendingar, þ.e. ''tiki-taka''-bolti var áberandi með Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi í aðalhlutverki. [[Thierry Henry]] og [[Eiður Smári Guðjohnsen]] (2006-2009) voru meðal sóknarmanna. Varnarjaxlinn [[Gerard Piqué]] hóf ferill sinn með liðinu 2008 og hefur verið hryggjarstykkið í vörninni síðan.
Barcelona vann 2008–09 tímabilið í La Liga og burstaði meðal annars [[Real Madrid]] 2-6 og 5-0 árið eftir. Guardiola vann einnig næstu tvö tímabil á Spáni og einnig ýmsa bikartitla. Messi, Iniesta og Xavi voru í efstu þremur sætunum fyrir gullknöttinn 2010. Árið 2011 vann Barcelona [[Manchester United]] í [[Champions League]] 3–1 á [[Wembley]]. Guardiola vann 14 bikara á tíma sínum með klúbbnum.
===2012-2021 Messi lætur að sér kveða===
Tímabilið 2012-13 skoraði Messi 46 mörk í La Liga og Barcelona voru krýndir meistarar í 22. sinn þegar 4 umferðir voru eftir. En það tapaði í tveimur undanúrslitum stórkeppna; Copa del Rey (fyrir Real) og Meistaradeildarinnar (fyrir Bayern).
Árið 2014 kom [[Luis Suárez]] frá [[Liverpool FC]]. Við það myndaðist skætt sóknartríó: Messi, Suárez og hinn brasilíski [[Neymar]], kallað ''MSN''.
2014-2015 bann Barcelona þrefalt: La Liga, Copa del Rey og Champions League, MSN-tríóið skoraði alls 122 mörk í öllum keppnum sem var met.
Í apríl 2016 sló Barcelona met þegar það fór í gegnum 39 leiki ótapaða. En að lokum tapaði liðið fyrir Real Madrid. Liðið sló það 2018 þegar það tapaði ekki í 43 leikjum. MSN slógu líka eigið met og skoruðu 131 mark í öllum keppnum 2015-2016. Í Meistaradeildinni 2016–17 átti Barcelona allsvakalega endurkomu þegar liðið, sem hafði tapað 4-0 gegn [[Paris Saint-Germain]], vann það 6–1 (alls 6–5).
Barcelona vann sinn 26. titil á Spáni 2018-2019. En í meistaradeildinni tapaði liðið fyrir Liverpool sem átti 4-0 endurkomu á Anfield en Barcelona vann 3-0 í fyrri leiknum. Árið eftir var liðið niðurlægt 2–8 af Bayern München í sömu keppni.
Josep Maria Bartomeu, forseti félagsins sagði af sér haustið 2020 en hann hafði m.a. eldað grátt silfur við Messi sem íhugaði að rifta samning sínum við félagið. Frestun tímabils var vegna [[Covid-19]] og var sá skilningur Bartomeu að samningur Messi lengdist en Messi taldi hann hafa runnið út eftir sumarið. Svo fór að Messi hélt kyrru en hann vildi ekki fara í málaferli við félagið.
[[Ronald Koeman]] fyrrum leikmaður félagsins, tók við félaginu 2020. Hann vann sinn fyrsta titil, Copa del Rey vorið 2021, þegar Barcelona vann Atletico Bilbao 4-0. Messi var með tvennu í leiknum.
===Fjárhagslegt hrun og enduruppbygging frá 2021 ===
Svo fór loks að Barcelona tókst ekki að halda í Messi vegna slaks fjárhags félagsins og reglna La Liga, síðsumars 2021. Félagið þurfti einnig að lána [[Antoine Griezmann]] til Atletico Madrid. Leikmenn eins og [[Gerard Piqué]] tóku á sig launalækkun. Skuldir félagsins voru orðnar 1,35 milljón evrur staðfesti forseti þess Joan Laporta. Hann gagnrýndi fyrrum forseta félagsins Josep Bartomeu fyrir ósannindi og skort á gagnsæi. <ref>[https://www.fcbarcelona.com/en/club/news/2221392/the-financial-and-economic-situation-is-dramatic-and-very-worrying 'The financial and economic situation is dramatic and very worrying'] fcbarcelona.com, sótt 1. sept. 2021</ref>
Nýir leikmenn voru komnir eins og [[Memphis Depay]] og [[Sergio Agüero]]. Koeman var rekinn um haustið 2021 eftir slakt gengi liðsins. Við tók [[Xavi]], fyrrum leikmaður liðsins (1998-2015). Í byrjun árs var ljóst að Agüero gat ekki haldið áfram vegna hjartavandamála og lagði hann skóna á hilluna. Liðið sótti þá sóknarmennina [[Ferran Torres]], [[Adama Traoré]] og [[Pierre-Emerick Aubameyang]]. Barcelona náði 2. sæti tímabilið 2021-2022 í deildinni þrátt fyrir að vera með lægsta stigafjölda sinn í deildinni síðan 2008.<ref>[https://www.bbc.co.uk/sport/football/61545978 BBC News - Barcelona 0-2 Villarreal: Barca end on lowest La Liga points haul since 2008]BBC, sótt 23. maí 2022</ref>
Fyrir tímabilið 2022-2023 styrkti Barcelona svo enn sóknarlínuna með kaupum á [[Raphinha]] frá [[Leeds United]] og pólska markahróknum [[Robert Lewandowski]].
== Titlar ==
=== Innanlands ===
* '''[[La Liga]]: (26)'''
** 1929, 1945, 1948, 1949, 1952, 1953, 1959, 1960, 1974, 1985, 1991, 1992, 1993, 1994, 1998, 1999, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2018, 2019
* '''[[Copa del Rey]]: (30)'''
** 1910, 1912, 1913, 1920, 1922, 1925, 1926, 1928, 1942, 1951, 1952, 1953, 1957, 1959, 1963, 1968, 1971, 1978, 1981, 1983, 1988, 1990, 1997, 1998, 2009, 2012, 2015, 2016, 2017, 2018, 2021
* '''Spænski Ofurbikarinn''': (13)'''
** 1983, 1991, 1992, 1994, 1996, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2016, 2018
* '''Spænski Deildabikarinn: (2)'''
** 1982, 1986
=== Alþjóðlegir Titlar ===
* '''[[Meistaradeild Evrópu]]: (5)'''
** 1991/92, 2005/06, 2008/09, 2010/11, 2014/15
* '''Meistarar Meistaranna''': (4)
** 1979, 1982, 1989, 1997
* '''[[Evrópski ofurbikarinn]]: (5)'''
** 1991/92, 1997, 2009, 2011, 2015
* '''[[Borgakeppni Evrópu í knattspyrnu|Borgakeppni Evrópu]]: (3)'''
** 1958, 1960, 1966
* '''[[Evrópukeppni bikarhafa]]: (4)'''
** 1979, 1982 1989, 1997
* '''HM Félagsliða''': (3)
** 2009, 2011, 2015
== Forsetar í gegnum tíðina ==
* [[Walter Wild]] (1899–1901)
* Bartomeu Terradas (1901–1902)
* Paul Hass (1902–1903)
* Arthur Witty (1903–1905)
* Josep Soler (1905–1906)
* Juli Marial (1906–1908)
* Vicenç Reig (1908)
* [[Hans Gamper]] (1908–1909)
* Otto Gmelin (1909–1910)
* Hans Gamper (1910–1913)
* Francesc Moxo (1913–1914)
* Alvar Presta (1914)
* Joaquim Peris de Vargas (1914–1915)
* Rafael Llopart (1915–1916)
* Gaspar Rosés (1916–1917)
* Hans Gamper (1917–1919)
* Ricard Graells (1919–1920)
* Gaspar Rosés (1920–1921)
* Hans Gamper (1921–1923)
* Eric Cardona (1923–1924)
* Hans Gamper (1924–1925)
* Arcadi Balaguer (1925–1929)
* Tomás Rosés (1929–1930)
* Gaspar Rosés (1930–1931)
* Antoni Oliver (1931)
* Joan Coma (1931–1934)
* Esteve Sala (1934–1935)
* [[Josep Sunyol]] (1935–1936)
* ''Komité'' (1936–1939)
* Joan Soler (1939–1940)
* Enrique Piñeyro Queralt (1940–1942)
* Josep Vidal-Ribas (1942)
* Enrique Piñeyro Queralt (1942–1943)
* Josep Antoni Albert (1943)
* Josep Vendrell (1943–1946)
* Agustí Montal Galobart (1946–1952)
* Enric Martí Carreto (1952–1953)
* Francesc Miró-Sans (1953–1961)
* [[Enric Llaudet]] (1961–1968)
* Narcís de Carreras (1968–1969)
* [[Agustí Montal Costa]] (1969–1977)
* [[Josep Lluís Núñez]] (1978–2000)
* [[Joan Gaspart Solves|Joan Gaspart]] (2000–2003)
* Enric Reyna (2003)
* [[Joan Laporta]] (2003–2010)
* [[Sandro Rosell]] (2010-2014)
* [[Josep Maria Bartomeu]] (2014-2020)
* Joan Laporta (2021-)
==Tölfræði==
<small>''Uppfært 6/11 2021''</small>
===Markahæstu menn===
{|class="wikitable"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Sæti
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Mörk
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|1. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||672||2004-2021
|-
|2. ||{{ESP}}[[César Rodríguez]]||232||1942-1955
|-
|3. ||{{URY}}[[Luis Suárez]]||198||2014-2020
|-
|4. ||{{HUN}}[[László Kubala]]||194||1950-1961
|-
|5. ||{{ESP}}[[Josep Samitier]]||184||1919-1032
|-
|6. ||{{ESP}}[[Josep Escolà]]||167||1934-1949
|-
|7. ||{{PHL}}[[Paulino Alcántara]]||143||1912-1927
|-
|8. ||{{CMR}}[[Samuel Eto'o]]||130||2004-2009
|-
|9. ||{{BRA}}[[Rivaldo]]||130||1997-2002
|-
|10. ||{{ESP}}[[Mariano Martín]]||128||1940-1948
|-
|}
===Flestir leikir===
{|class="wikitable"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Sæti
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Staða
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikir
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|1. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||778||2004-2021
|-
|2. ||{{ESP}}[[Xavi]]||MF||767||1998-2015
|-
|3. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||674||2002-2018
|-
|4. ||{{ESP}}'''[[Sergio Busquets]]'''||MF||'''644'''||'''2008-'''
|-
|5. ||{{ESP}}[[Carles Puyol]]||DF||593||1999-2014
|-
|6. ||{{ESP}}'''[[Gerard Piqué]]'''||DF||'''579'''||'''2008-'''
|-
|7. ||{{ESP}}[[Migueli]]||DF||549||1973-1989
|-
|8. ||{{ESP}}[[Víctor Valdés]]||GK||535||2002-2014
|-
|9. ||{{ESP}}[[Carles Rexach]]||MF||449||1965-1981
|-
|10. ||{{ESP}}[[Guillermo Amor]]||MF||421||1988-1998
|-
|}
===Þekktir leikmenn===
{|style="font-size:100%;"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|{{ARG}}[[Lionel Messi]]||2004-2021
|-
|{{ARG}}[[Diego Maradona]]||1982-1984
|-
|{{ESP}}[[Xavi]]||1998-2015
|-
|{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||2002-2018
|-
|{{ESP}}[[Carles Puyol]]||1999-2014
|-
|{{ESP}}[[Víctor Valdés]]||2002-2014
|-
|{{BRA}}[[Neymar]]||2013-2017
|-
|{{BRA}}[[Ronaldinho]]||2003-2008
|-
|{{BRA}}[[Ronaldo]]||1996-1997
|-
|{{BRA}}[[Rivaldo]]||1997-2000
|-
|{{BRA}}[[Romário]]||1993-1995
|-
|{{URY}}[[Luis Suárez]]||2014-2020
|-
|{{PRT}}[[Deco]]||2004-2008
|-
|{{PRT}}[[Luis Figo]]||1995-2000
|-
|{{CMR}}[[Samuel Eto'o]]||2004-2009
|-
|{{NLD}}[[Johan Cruyff]]||1973-1978
|-
|{{NLD}}[[Ronald Koeman]]||1989-1995
|-
|{{HRV}}[[Ivan Rakitic]]||2014-2020
|-
|{{DNK}}[[Michael Laudrup]]||1989-1994
|-
|{{CIV}}[[Yaya Toure]]||2007-2010
|-
|{{BGR}}[[Hristo Stoichkov]]||1990-1998
|-
|{{HUN}}[[László Kubala]]||1951-1961
|-
|{{ROU}}[[Gheorghe Hagi]]||1994-1996
|-
|{{GER}}[[Bernd Schuster]]||1980-1988
|-
|{{ENG}}[[Gary Lineker]]||1986-1989
|-
|}
===Uppeldisstarf La Masia===
[[Mynd:La Masia (Can Planas) (Barcelona) - 1.jpg|thumb|La Masia, er dæmigert katalónskt bóndabýli, og hefur sinnt hlutverki fyrir uppeldisstarf akademíunar..]]
[[Mynd:Andrés Iniesta 21dec2006.jpg|thumb|[[Andrés Iniesta]], er einn af mörgum leikmönnum sem koma úr uppeldisstarfi FC Barcelona, hann lék sinn fyrsta leik með félaginu árið 2003 og var einn af mikilvægustu leikmönnum FC Barcelona og spænska landsliðsins.]]
[[Mynd:Cesc Fàbregas - Presentation.jpg|thumb|[[Cesc Fàbregas]] í leik með FC Barcelona 15 ágúst árið 2011.]]
FC Barcelona hefur lagt mikla áherslu á uppeldisstarf sitt í La Masia, þar hafa margir af bestu leikmönnum heims tekið sín fyrstu skref síðan það hófst árið 1979,<ref>[http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history "La Masia history".] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150528041218/http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history |date=2015-05-28 }} {{Wayback|url=http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history |date=20150528041218 }} fcbarcelona.com. Läst 19 juli 2015. {{en}}</ref> í spænska landsliðinu sem vann [[HM 2018]] voru 9 leikmanna liðsins aldir upp í akademíu La Masia.
'''Landsliðsmenn sem ólust upp í La Masia''':
{| class="wikitable"
|- style="text-align: center; background-color: Azure2;"
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Nafn'''
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Landsleikir (mörk)'''
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Landslið'''
|-
|[[Lionel Messi|Lionel Andrés Messi]]
|142 (71)
|{{fáni|Argentína}}
|-
|[[Xavi|Xavier Hernández i Creus]]
|133 (13)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Andrés Iniesta|Andrés Iniesta Luján]]
|131 (14)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergio Busquets|Sergio Busquets i Burgos]]
|121 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Cesc Fabregas|Francesc Fàbregas i Soler]]
|110 (15)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Giovani|Giovani dos Santos Ramírez]]
|106 (19)
|{{fáni|Mexíkó}}
|-
|[[Gerard Piqué|Gerard Piqué i Bernabeu]]
|102 (5)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Carles Puyol|Carles Puyol i Saforcada]]
|100 (3)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jordi Alba|Jordi Alba i Ramos]]
|71 (8)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Pedro|Pedro Rodríguez Ledesma]]
|65 (17)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergi|Sergi Barjuan i Esclusa]]
|56 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Josef Guardiola|Josep Guardiola i Sala]]
|47
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jonathan|Jonathan dos Santos Ramírez]]
|45 (3)
|{{fáni|Mexíkó}}
|-
|[[Thiago|Thiago Alcántara do Nascimento]]
|40 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Amor|Guillermo Amor Martínez]]
|37 (4)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Pepe Reina|José Manuel Reina Páez]]
|36
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ferrer|Albert Ferrer i Llopis]]
|36
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Francisco José Carrasco Hidalgo]]
|35 (5)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Thiago Motta]]
|30 (1)
|{{fáni|Ítalía}}
|-
|[[Vitoria Valdes|Víctor Valdés i Arribas]]
|20
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ramon Maria Calderé i Rey]]
|18 (7)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Luis Javier García Sanz]]
|18 (4)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Albert Luque|Albert Luque i Martos]]
|18 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Carles Rexach|Carles Rexach i Cerdà]]
|15 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Marc Bartra|Marc Bartra i Aregall]]
|14
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergi Roberto|Sergi Roberto Carnicer]]
|10 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jordi Cruijff|Johan Jordi Cruijff]]
|9 (1)
|{{fáni|Holland}}
|-
|[[Gerard|Gerard López Segú]]
|6 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Cristóbal Parralo Aguilera]]
|6
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Javier Moreno Varela]]
|5 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Iván de la Peña|Iván de la Peña López]]
|5
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ansu Fati]]
|4 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jeffrén|Jeffrén Isaac Suárez Bermúdez]]
|4
|{{fáni|Venesúela}}
|-
|[[Albert Celades|Albert Celades i López]]
|4
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Gabi|Gabriel Garcia de la Torre]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Francisco Joaquín Pérez Rufete]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Luis Milla|Luis Milla Aspas]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Rafinha|Rafael Alcântara do Nascimento]]
|2
|{{fáni|Brasilía}}
|-
|[[Sergio García|Sergio García de la Fuente]]
|2
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Fernando Navarro|Fernando Navarro Corbacho]]
|2
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Bojan|Bojan Krkić i Pérez]]
|1
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Gai Yigaal Assulin]]
|1
|{{fáni|Ísrael}}
|-
|[[Haruna Babangida]]
|1
|{{fáni|Nígería}}
|}
==Heimildir==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= History of FC Barcelona|mánuðurskoðað= 19. apríl.|árskoðað= 2021 }}
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
[[Flokkur:Spænsk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Barselóna]]
[[Flokkur:stofnað 1899]]
q7fc4woydx05ip7rw3c3higjhr2i7r6
Ólína Þorvarðardóttir
0
93686
1765946
1714441
2022-08-25T08:46:16Z
213.220.122.108
/* Bækur */Bætt við bókartitli.
wikitext
text/x-wiki
[[File:Olina Thorvardardottir, Island, Nordiska radets session i Stockholm 2009.jpg|thumb]]
'''Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir''' (fædd [[8. september]] [[1958]]) er íslenskur rithöfundur, fræðimaður og [[stjórnmálamaður]]. Hún sat á [http://www. althingi.is Alþingi Íslendinga] 2009-2013 og 2015-2016 fyrir [[Samfylkingin|Samfylkinguna]] í Norðvesturkjördæmi. Forseti [[Vestnorræna ráðið|Vestnorræna ráðsins]] 2010, varaforseti [[Norðurlandaráð|Norðurlandaráðs]] 2015. Borgarfulltrúi í [[Reykjavík]] 1990-1994. Sem stjórnmálamaður beitti hún sér fyrir breytingum á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu samhliða umhverfismálum og velferðarmálum, og var á sama tíma virk í norrænu samstarfi. Sem fræðimaður hefur hún einkum helgað sig þjóðfræðirannsóknum, ekki síst á galdramálum 17. aldar sem doktorsritgerð hennar fjallar um.
=== Æviágrip ===
Fædd í Reykjavík 8. september 1958 og alin þar upp til 14 ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Ísafjarðar og fór þar í [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólann á Ísafirði]] þaðan sem hún útskrifaðist með stúdentspróf 1979. Hún hóf nám í íslensku og heimspeki við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1980 og sérhæfði sig síðar í þjóðfræði. Var um tíma gestarannsakandi við þjóðfræðideild [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]]. Lauk doktorsprófi frá Heimspekideild Háskóla Íslands árið 2000.
Ólína var þekktur sjónvarps- og blaðamaður áður en hún hóf afskipti af stjórnmálum. Hún leiddi lista óháðs framboðs [[Nýr vettvangur|Nýs vettvangs]]<ref>{{Vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2569261|titill=Dagblaðið Vísir 13.3.1990|höfundur=SME|útgefandi=Frjáls fjölmiðlun hf|mánuður=13. mars|ár=1990|mánuðurskoðað=september 2019|árskoðað=|safnár=}}</ref> fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1990 og sat í Borgarstjórn Reykjavíkur til ársins 1994, þar af sem borgarráðsmaður 1992-1994. Á þeim vettvangi beitti hún sér einkum í velferðar, skipulags og samgöngumálum Reykjavíkurborgar.
Í stjórn Dagvistar barna 1990–1994. Í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994–1998.
<br />
== Störf ==
Ólína hefur gegnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum í ýmsum nefndum og ráðum. Hún hefur skrifað fjölda fræðigreina auk skrifa um þjóðfélagsmál í blöð, bækur, tímarit og á vefsíður.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.skald.is/product-page/ólína-kjerúlf-þorvarðardóttir|titill=skald.is|höfundur=Konur skrifa um konur sem skrifa|útgefandi=|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
=== Starfsferill ===
* Alþingismaður 2009-2012 og 2015-2016<ref>{{Vefheimild|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=715|titill=Althingismannatal|höfundur=althingi.is|útgefandi=Alþingi Íslendinga|mánuður=|ár=|mánuðurskoðað=|árskoðað=|safnár=}}</ref>
*Sérfræðingur við Stofnun fræða og rannsóknasetra Háskóla Íslands 2006-2009
*Skólameistari við [[Menntaskólinn á Ísafirði|Menntaskólann á Ísafirði]] 2001-2006.
* Stundakennari við Félagsvísindadeild og Heimspekideild [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1992-2000.
* Forstöðumaður Þjóðháttadeildar og upplýsingafulltrúi [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafns Íslands]] 1999-2001.
* Borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík 1990-1994.
* Frétta- og dagskrárgerðarmaður á [[Ríkisútvarpið|RÚV]] 1986-1990.
*Kennari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1979-1980.
=== Þingnefndir ===
* Umhverfis- og samgöngunefnd [[Alþingi|Alþingis]], 1. varaformaður (2010-2011)
* Atvinnuveganefnd Alþingis, 1. varaformaður (2011-2013)
* Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, formaður (2009-2013)
*Allsherjar og menntamálanefnd (2015-2016)
*Velferðarnefnd (2015-2016)
*Íslandsdeild Norðurlandaráðs (2015-2016)
=== Eldri nefndir ===
* Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd (varaformaður 2009-2011)
* Umhverfisnefnd Alþingis, (formaður 2010)
* Samgöngunefnd (2009-2011)
* Félags og tryggingamálanefnd (2009)
=== '''Önnur félags og trúnaðarstörf''' ===
Formaður Óðfræðifélagsins Sónar frá 2018.
Formaður Vestfjarða-akademíunnar 2005–2008.
Formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2001–2006.
Varaformaður Menningarráðs Vestfjarða frá 2007.
Formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar 1998–2000.
Varaformaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar 1996–1998.
Í stjórn Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1995–1996.
=== '''Viðurkenningar''' ===
2007: Viðurkenning Nýsköpunarmiðstöðvarinnar Impru f. viðskiptahugmyndina ''Spánverjavígin 1615: Sögusafn og söguslóð''
2008 Verðlaun í hugmyndasamkeppninni Upp úr skúffunum fyrir viðskiptahugmyndina ''Spánverjavígin 1615: Sögusafn og söguslóð''
1995 Verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur.
1991 Folklore Fellow (associate member of The Folklore Fellows, an international network of folklorists, instituted by the Finnish Academy of Science and letters, Helsinki)
== Menntun ==
* Doktorspróf 2000. Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: ''Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum''. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2000.
*Cand. Mag. 1992 - Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: ''Galdur í munnmælum. Hneigð, hlutverk og þróun íslenskra galdrasagna''. (Háskólabóksafn)
* BA 1985. Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: „Eitt sinn upp skal rísa – mín öfugt kveðna visa“. Uppreisnin í ljóðum Steins Steinarr. (Háskólabókasafn)
* Kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla 2001.
*Stjórnunarnám 2000 - Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands.
== Bækur ==
*2021: Ilmreyr. Móðurminning. (Ævisaga. Fræðirit).
* 2020: ''Spegill fyrir skuggabaldur. Atvinnubann og misbeiting valds.'' (Fræðirit).
*2019: ''Lífgrös og leyndir dómar. Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi''. (Fræðirit).
*2017: ''Við Djúpið blátt. Ísafjarðardjúp''. (Árbók Ferðafélags Íslands 2017).
*2009: ''Vestanvindur. Ljóð og lausir endar''. (Ljóðabók).
* 2000: ''Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum''. (Doktorsritgerð).
* 1995: ''Álfar og tröll. Íslensk þjóðfr'' [[Flokkur:Íslenskar konur]] [[Flokkur:Íslenskir þjóðfræðingar]] [[Flokkur:Þingmenn Samfylkingarinnar]] [[Flokkur:Fyrrum Alþingismenn]] ''æði''. (Fræðirit).
* 1988: ''Bryndís. Lífssaga Bryndísar Schram''. (Ævisaga).
[[Flokkur:Íslenskir stjórnmálamenn]]
{{f|1958}}
== Tilvísanir ==
<references />
[[Flokkur:Borgarfulltrúar Nýs vettvangs]]
[[Flokkur:Fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur]]
o31dumo24f0dv9vjcp38bj2k2tq5war
Olíuleit við Ísland
0
113942
1765920
1704437
2022-08-24T22:25:19Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Olíuleit við Ísland''' er leit að [[olía|jarðolíu]] og [[jarðgas]]i innan [[efnahagslögsaga|efnahagslögsögu]] [[Ísland]]s. Sjónum er einkum beint að berggrunni undir hafsbotni á svokölluðu [[Drekasvæði]] norðaustur af Íslandi. Umræða hefur skapast um hvort og hvernig skuli leita að olíu og jarðagasi og hvort skuli vinna hana og jarðgasi ef hún finnst, en þegar hafa verið gefin hafa út olíuleitarleyfi fyrir Drekasvæðið.
== Mögulegt olíumagn ==
Magn vinnanlegrar olíu á Drekasvæðinu er talið geta orðið að lágmarki um 20 milljón rúmmetrar, jafnvel á bilinu 30 - 70 milljón rúmmetrar.<ref>Fréttablaðið 19. janúar 2013 „Er vandi um slíkt að spá?“ (bls. 28)</ref> Til samanburðar er heildarnotkun Íslendinga um 1,8 milljón rúmmetrar á ári um þessar mundir. Til að fá þetta í samhengi, þá er talið að öll vinnanleg olía í Noregi sé um 9,4 milljarðar tunna (u.þ.b. 1,5 milljarðar rúmmetra).<ref>[http://www.nationsencyclopedia.com/Europe/Norway-ENERGY-AND-POWER.html „Norway - Energy and power“] (Skoðað 24. janúar 2013).</ref> Dagleg olíuvinnsla Norðmanna er um 3 milljón tunnur á dag,<ref>[http://en.wikipedia.org/wiki/Energy_in_Norway#Fossil_fuels „Energy in Norway“] (Skoðað 24. janúar 2013).</ref> sem er u.þ.b. 0,5 milljón rúmmetrar á dag.
== Umræða um hugsanlega olíuvinnslu við Ísland ==
Mikill meirihluti landsmanna hefur virst fylgjandi olíu- og gasvinnslu á Drekasvæðinu<ref>{{cite web |url=http://www.visir.is/mikill-meirihluti-thjodarinnar-vill-leyfa-oliuvinnslu-a-drekasvaedinu/article/2013130118864|title=Mikill meirihluti þjóðarinnar vill leyfa olíuvinnslu á Drekasvæðinu|publisher=visir.is|accessdate=8. febrúar|accessyear=2013}}</ref> og sumir stjórnmálamenn vilja hefja leit og vinnslu sem fyrst{{Heimild vantar}} svo arður af verkefninu geti hlotist sem fyrst.<ref>{{cite web |url=http://www.visir.is/article/20090331/FRETTIR01/764889433|title=Olían lekur upp úr Drekasvæðinu|publisher=visir.is|accessdate=21. janúar|accessyear=2013}}.</ref><ref>{{cite web |url=http://www.oilandgasonline.com/article.mvc/National-Energy-Authority-Of-Iceland-0001|title=National Energy Authority Of Iceland: New Studies Underpin Oil Potential In The Dreki Area, Northeast Of Iceland|publisher=www.oilandgasonline.com|accessdate=21. janúar|accessyear=2013}}.</ref> Aðrir, til dæmis fyrrverandi ráðherra Umhverfis- og auðlindamála, Svandís Svavarsdóttir, hafa viljað fara hægar í sakirnar, skoða mögulegar afleiðingar fyrir umhverfi og samfélag, ásamt því að skoða hvernig mætti standa að olíuvinnslu ef af verður. Þeirri spurningu hefur verið velt upp hvort ekki mætti geyma olíuna til notkunar fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Rök andstæðinga olíuleitar og -vinnslu og þeirra sem vilja fara að öllu með gát tengjast aðallega mengun og áhrifum á fiskveiðar auk þess að bent er á erfiðar aðstæður til vinnslu vegna veðurs og hafdýpis.{{Heimild vantar}} Einnig hefur verið rætt um hvernig haldið verði utan um stjórnun á og arðinn af þessum hugsanlegu auðlindum innan íslenskrar lögsögu. Þá hefur verið bent á að núverandi vitneskja um gróðurhúsaáhrif af mannavöldum ætti að fá ráðamenn til að hugsa málið nánar; Ísland geti sýnt gott fordæmi og mögulega vakið aðrar þjóðir til góðra verka með því að gagngert fresta olíuvinnslu.<ref>{{cite web|url=http://smugan.is/2012/12/hvenaer-akvad-vg-ad-stefna-ad-oliuvinnslu-a-dreka|title=Hvenær ákvað VG að stefna að olíuvinnslu á Drekasvæðinu|publisher=smugunni.is|accessdate=21. janúar|accessyear=2013|archive-date=2013-02-14|archive-url=https://web.archive.org/web/20130214070818/http://smugan.is/2012/12/hvenaer-akvad-vg-ad-stefna-ad-oliuvinnslu-a-dreka/|dead-url=yes}}</ref><ref>{{cite web |url=http://smugan.is/2013/01/umhverfisradherra-segir-skorta-a-gagnryna-umraedu-um-oliuleit-vid-island|title=Umhverfisráðherra segir skorta á gagnrýna umræðu um olíuleit við Ísland|publisher=smugunni.is|accessdate=21. janúar|accessyear=2013|archiveurl=http://wayback.vefsafn.is/wayback/20130330013129/smugan.is/2013/01/umhverfisradherra-segir-skorta-a-gagnryna-umraedu-um-oliuleit-vid-island|archivedate=2013-03-30}}.</ref><ref>{{cite web |url=http://www.umhverfisraduneyti.is/radherra/raeturoggreinarss/nr/2301|title=Grein umhverfis- og auðlindaráðherra í DV - Viljum við vera olíuþjóð?|publisher=/Umhverfis og auðlindaráðuneytið|accessdate=25. janúar|accessyear=2013}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{Reflist}}
{{stubbur|jarðfræði|stjórnmál}}
[[Flokkur:Iðnaður]]
[[Flokkur:Íslensk stjórnmál]]
[[Flokkur:Umhverfismál]]
[[Flokkur:Olía]]
mf32mpopdqawnt9w6m8q1sa5q992je2
Gloppuhnjúkur
0
122961
1765928
1651747
2022-08-24T22:33:10Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Gloppuhnjukur.jpg|right|thumb|Gloppuhnjúkur í Skíðadal, Rauðuhnjúkar fjær. Gloppudalur og Draugadalur eru sitt hvoru megin við Gloppuhnjúk. Húsið heitir Þverárholt]]
'''Gloppuhnjúkur''' er í [[Skíðadalur|Skíðadal]] upp af bænum [[Kóngsstaðir|Kóngsstöðum]]. Hann er 1017 m hár og hlaðinn úr rúmlega 10 milljón ára gömlum basaltlögum. Að baki hans eru Rauðuhnjúkar yfir 1200 m háir. Sitt hvoru megin við hnjúkinn eru smádalirnir Gloppudalur og Draugadalur. Í Gloppudal er lítið fjallavatn eða tjörn, Gloppuvatn. Úr því fellur Gloppuá til Þverár sem aftur fellur í [[Skíðadalsá]]. Kóngsstaðadalur/Þverárdalur gengur til vesturs milli hárra fjalla inn af Gloppuhnjúk. <ref>[[Hjörtur Eldjárn Þórarinsson]] (1990). Byggð í tröllagreipum. ''Ferðafélag Íslands - Árbók 1990'' Bls. 90.</ref>
Í ævisögu [[Ásgrímur Jónsson|Ásgríms Jónssonar]] listmálara er fjallað nokkuð um Skíðadal og þar er minnst á hnjúkinn: "Sjálfur er dalurinn þröngur, en fjöllin allt í kring geysihá, og er þeirra á meðal Gloppa, einkennilegt fjall og minnisstætt, sem tekur nafn sitt af tröllskessu." <ref>[[Tómas Guðmundsson]] (1962). ''Ásgrímur Jónsson.'' Helgafell, Reykjavík Bls. 76.</ref>
''Skíðdælsk stemma:''
:Fjallahringsins hamrastál
:hylur mjallardúkur.
:Eins og bolli í undirskál
:ertu Gloppuhnjúkur. (HjHj)
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Dalvíkurbyggð]]
[[Flokkur:Svarfaðardalur]]
[[Flokkur:Fjöll á Íslandi]]
bvwjb5j6klo0gce16h86exib5ppjauk
Olíusandur
0
129474
1765924
1703812
2022-08-24T22:26:35Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[File:Governor Jindal Tours Sand Berms Protecting Louisiana’s Coast from Oil tarball in hand.jpg|thumb|[[Olíusandur]]]]
'''Olíusandur, '''(e.'' Oil sands''), einnig kallað '''tjörusandur''' og '''jarðbikssandur''', er svæði þar sem unnið er að óhefðbundnum aðferðum í olíuvinnslu.
Um er að ræða náttúrulega blöndu af sandi, leir og vatni sem er gegnsýrt með þykku lagi af jarðolíu. Oft er þetta kallað jarðbik. Jarðbik fyrirfinnst víðsvegar á jörðinni en stærstu svæðin eru að finna í Kanada.<ref>Attanasi,
Emil D.; Meyer, Richard F. (2010). ''Natural
Bitumen and Extra-Heavy Oil''. Survey
of Energy Resources.</ref>
Olíusandsbirgðir eru nýlega taldar með sem hluti af olíubirgðum heimsins, þar sem hækkandi markaðsverð og ný tækni hafa valdið því að úrvinnsla er nú orðin arðbær. Olía unnin úr olíusandi er kölluð óhefðbundin olía eða hrátt jarðbik til aðgreiningar frá hinum hefðbundnu olíubrunnum.<ref>http://www.nrcan.gc.ca/sites/www.nrcan.gc.ca/files/energy/pdf/eneene/pubpub/pdf/OS-brochure-eng.pdf</ref>
== Vinnsla ==
Olía unnin úr olíusandi er nær eingöngu bundin við Kanada í dag, þó stór jarðbikssvæði er að finna í Kazakhstan, Rússlandi og Venesúela. Árið 2006 var unnið á 81 mismunandi olíusandssvæðum í Kanada og nam vinnslan um 44% af heildarolíuframleiðslu landsins. Áætlað er að það hlutfall hækki á komandi áratugum þar sem jarðbiksvinnslan mun aukast á sama tíma og hin hefðbundna vinnsla dregst saman.<ref>National
Energy Board of Canada. (2007). ''Canadian
Energy Overview 2007''.</ref>
Til að sækja olíu úr jarðbikssandinum þá eru notuð aðferð sem þarfnast talsvert meira af vatni og orku heldur en sú sem notuð er í hefðbundinni olíuvinnslu og fylgir henni talsverð umhverfisáhrif bæði loftmengun auk jarðvegsraskanna.<ref>Campbell,
Colin J.; Laherrére, Jean H. (1998) ''The
End of Cheap Oil. ''Scientific American Inc. ©</ref>
== Umhverfisáhrif ==
Árið 2011 gaf olíuráð Bandaríkjanna (National Petroleum Council) út skýrslu þar sem fram koma ýmsar áhyggjur af olíuvinnslu á jarðbikssvæðum. Einkum er minnst á heilsu- og öryggisatriði hvað varðar hina miklu vatnsnotkun sem nauðsynleg er í vinnslunni. Bent er á að rennslið leiði til röskunnar á dýralíf og búsvæði, að aukin jarðvegseyðing eigi sér stað og að frárennslisefni t.d. þungmálmar, blandist við nálæg vatnskerfi.<ref>National
Petroleum Council. (2011). ''Prudent
Development: Realizing the Potential of North America‘s Abundant Natural Gas
and Oil Resources.''</ref>
Ýmiss umhverfissamtök hafa gagnrýnt olíusandsvinnslu bæði vegna loftmengunnar sem hlýst þar af og samsöfnun af þungmálmum sem fyrirfinnast í sandinum.<ref>Greenpeace Canada. (2011). ''Stop the Tar sands to curb Canada‘s growing greenhouse gas emissions.''</ref> Einnig hefur Evrópusambandið nýlega lýst yfir miklum áhyggjum af umhverfisáhrifum olíusandsvinnslu sem hefur leitt til ágreinings á milli ESB og Kanada.<ref>Carrington, Damian. (2012). ''Canada threatens trade war with EU over tar sands''. The Guardian (London)</ref>
== Sjá einnig ==
[[Olíuleirsteinn]]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Olía]]
[[Flokkur:Bergfræði]]
a9ynfr20nqtkdqwn0mw13v9hbxmginl
Olíulind
0
135304
1765925
1542320
2022-08-24T22:26:54Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Hcreservoar.png|thumb|right|Skýringarmynd (á norsku) sem sýnir olíulind.]]
'''Olíulind''' eða '''olíu- og gaslind''' er neðanjarðargeymir sem inniheldur [[kolvetni]] ([[hráolía|hráolíu]] og [[jarðgas]]) í [[jarðlög]]um. Olíulindir geta verið hefðbundnar eða óhefðbundnar eftir því hvort [[þakberg]] er yfir þeim eða ekki. Olíulindir finnast við [[olíuleit]]. Kolvetnin sem finnast í olíulindum eru leifar [[lífvera]]. Þeim er dælt upp til að nota þau sem [[jarðefnaeldsneyti]].
{{stubbur}}
[[Flokkur:Olía]]
43hwa7myerbmau39cxcdf8638h1je2f
Abies bornmuelleriana
0
136343
1765930
1701701
2022-08-24T22:36:25Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = ''[[Pinales]]''
| familia = [[Þallarætt]] (''Pinaceae'')
| genus = ''[[Þinur]]'' ''([[Abies]])''
| species = '''''A. bornmuelleriana'''''
| binomial = ''Abies bornmuelleriana''
| binomial_authority = Mattf.
| range_map =
| range_map_caption =
}}
'''''Abies bornmuelleriana''''', er sjaldgæft sígrænt tré, líklegast náttúrulegur blendingur af (''[[Abies nordmanniana]]'') og Grikkjaþin (''[[Abies cephalonica]]'').<ref>{{cite book|author1=Warren, R. |author2=Johnson, E.W.|title=A Guide to the Firs (Abies spp.) of the Arnold Arboretum|url=http://arnoldia.arboretum.harvard.edu/pdf/articles/730.pdf|accessdate=18 October 2016}}</ref> Náttúrulegt útbreiðslusvæði hans er takmarkað við norður Tyrkland, nálægt Svartahafsströndinni.<ref>{{cite journal|last1=Alizoti, P.G., Fady, B., Prada, M.A. & Vendramin, G.G.|title=Mediterranean firs - Abies spp.|journal=Technical guidelines for genetic conservation and use|date=2009|url=http://www.euforgen.org/fileadmin/templates/euforgen.org/upload/Publications/Technical_guidelines/1507_Mediterranen_firs_Abies_spp.pdf|access-date=2017-01-21|archive-date=2016-10-20|archive-url=https://web.archive.org/web/20161020035525/http://www.euforgen.org/fileadmin//templates/euforgen.org/upload/Publications/Technical_guidelines/1507_Mediterranen_firs_Abies_spp.pdf|dead-url=yes}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
==Ytri tenglar==
*[http://www.euforgen.org/species/abies-bornmuelleriana/ EUFORGEN species page on ''Abies bornmuelleriana''] Information, distribution and related resources
{{commonscat|Abies bornmuelleriana}}
{{wikilífverur|Abies bornmuelleriana}}
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Þinir]]
[[Flokkur:Þallarætt]]
[[Flokkur:Barrtré]]
rndtqrj1anwr1znhiqhh0wha5twonft
Hótel Saga
0
147223
1765927
1747561
2022-08-24T22:29:41Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Islando 2013-07-21 87.jpg|thumb|Hótel Saga.]]
'''Hótel Saga''' (eða '''Radisson Blu Saga Hotel''') var hótel í Vesturbæ [[Reykjavík]]ur.
Hótelið var í eigu [[Bændasamtök Íslands|Bændasamtakanna]] en framkvæmdir hófust við byggingu þess árið [[1956]]. Það var tekið í notkun árið [[1962]]. Viðbygging var byggð norðan við húsið og lauk framkvæmdum [[1985]]. Á Hótel Sögu eru 235 herbergi <ref>[https://www.ruv.is/frett/2020/04/27/tveir-gestir-a-hotel-sogu-en-235-herbergi Tveir gestir á Hótel Sögu en 235 herbergi] Rúv, skoðað 27. apríl 2020</ref>, tíu funda- og veislusalir og tveir veitingastaðir. Súlnasalur þeirra stærstur. Skrifstofur Bændasamtakanna voru á þriðju hæð hótelsins. Veitingastaðurinn Grillið er efst. Einnig eru meðal annars starfrækt í húsinu rakari, barir, hárgreiðslustofa, líkamsræktarsalur, bankaútibú og ráðstefnudeild. <ref>[http://www.bondi.is/um-bi/hotel-saga/ Hótel saga] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20181031075843/http://www.bondi.is/um-bi/hotel-saga |date=2018-10-31 }} Bændasamtök Íslands, skoðað 24. okt, 2018.</ref>
Árið 2018 var opnað þar pósthús á neðstu hæð sem þjónar 101, 107 og 170 hverfum (og kom í stað pósthúsa við [[Pósthússtræti]] og [[Eiðistorg]]).
Ýmsir þjóðhöfðingjar og þekktir tónlistarmenn hafa dvalið á hótelinu. [[Enska karlalandsliðið í knattspyrnu]] dvaldi þar haustið 2020.
Óvíst var með framtíð hótelsins í [[COVID-19]]-faraldrinum og var það sett á sölu árið 2021. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/24/unnid-i-kapp-vid-timann-ad-selja-hotel-sogu
Unnið í kapp við tímann að selja Hótel Sögu]Rúv, skoðað 24/6</ref>
Fór svo að ríkið keypti hótelið og verður það notað undir starfsemi [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] og stúdentaíbúða. <ref>[https://www.vb.is/frettir/ganga-fra-kaupum-rikisins-hotel-sogu/172062/ Ganga frá kaupum ríkisins] Rúv, sótt 22/12 2021</ref> Árið 2022 var Hótel Saga notuð fyrir flóttamenn, þar á meðal frá Úkraínu.
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Hótel í Reykjavík]]
[[Flokkur:Vesturbær Reykjavíkur]]
8kcmf2yeeyzmlss74iykeadjnhcrfwe
2. deild kvenna í knattspyrnu 1991
0
147415
1765909
1701671
2022-08-24T21:38:47Z
89.160.233.104
/* Staðan í deildinni */ laga tengla
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox
| title = '''2. deild kvenna 1991'''
| image =
| label1 = Ár
| data1 = '''1991'''
| label2 = Meistarar
| data2 = '''{{Lið Stjarnan}}'''
| label3 = Upp um deild
| data3 = '''{{Lið Stjarnan}}'''<br/>'''{{Lið Höttur}}'''
| label4 = Spilaðir leikir
| data4 =
| label5 = Mörk skoruð
| data5 = <!--4 (2.00 m/leik)-->
| label6 = Markahæst
| data6 = '''54 mörk'''<br>[[Olga Færseth]] [[Mynd:Breidablik.png|20px]]
| label7 = Haldið hreinu
| data7 =
| label8 = Stærsti heimasigur
| data8 =
| label9 = Stærsti útisigur
| data9 =
| label10 = Tímabil
| data10 = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990|1990]] - [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|}}
Leikar í '''2. deild kvenna í knattspyrnu''' hófust í 10. sinn árið '''1991'''.
{{clear}}
== A riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990|1990]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Afturelding}}
| [[Mosfellsbær]]
| [[Varmárvöllur]]
|
| 2. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Haukar}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Ásvellir]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Keflavík}}
| [[Keflavík]]
| [[Sparisjóðsvöllurinn]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Reynir S.}}
| [[Sandgerði]]
| [[Sandgerðisvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Stjarnan}}
| [[Garðabær]]
| [[Stjörnuvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|[[Ungmennafélagið Stokkseyri|Stokkseyri]]
| [[Stokkseyri]]
| [[Stokkseyrarvöllur]]
|
| 3. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Ægir}}
| [[Þorlákshöfn]]
| [[Þorlákshafnarvöllur]]
|
| Ný tengsl
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=140|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Stjarnan.png|20px]]||'''[[Stjarnan]]'''
||12||11||0||1||123||7||116||'''33'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]||[[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
||12||11||0||1||106||11||95||'''33'''
|-
|3||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
||12||6||1||5||45||27||18||'''19'''
|-
|4||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]
||12||6||0||6||29||58||-29||'''18'''
|-
|5||[[Mynd:UMFA.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]]
||12||5||1||6||25||56||-31||'''16'''
|-
|6||||[[Ungmennafélagið Stokkseyri|Stokkseyri]]
||12||1||0||11||16||93||-77||'''3'''
|-
|7|||[[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir]]
||12||1||0||11||8||100||-92||'''3'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:UMFA.png|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]!![[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]!![[Mynd:Reynir.png|20px]]!![[Mynd:Stjarnan.png|20px]]!!STO!![[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Afturelding}}
||'''XXX'''||1-4||2-9||2-0||0-12||7-4||5-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Haukar}}
||1-1||'''XXX'''||3-5||7-0||1-7||2-0||15-0
|-
|align="left"|{{Lið Keflavík}}
||12-1||4-0||'''XXX'''||4-0||4-0||13-0||15-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Reynir S.}}
||3-0||2-1||0-8||'''XXX'''||1-13||4-2||10-1
|-
|align="left"|{{Lið Stjarnan}}
||9-0||6-0||5-0||15-0||'''XXX'''||15-0||17-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Ungmennafélagið Stokkseyri|Stokkseyri]]
||1-4||0-8||0-19||4-6||1-12||'''XXX'''||3-1
|-
|align="left"|{{Lið Ægir}}
||1-2||1-3|||0-13||1-3||0-13||3-1||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=250|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|54||[[Mynd:Breidablik.png|20px]]||[[Olga Færseth]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|31||[[Mynd:Stjarnan.png|20px]]||[[Ragna Lóa Stefánsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|30||[[Mynd:Stjarnan.png|20px]]||[[Rósa Dögg Jónsdóttir]]||Bronsskór
|-
|22|||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Hulda Kristín Hlöðversdóttir]]
|-
|18||[[Mynd:Breidablik.png|20px]]||[[Katrín María Eiríksdóttir]]
|-
|18||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]
|}
== B riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990|1990]]
|-
|style="text-align: left;"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
| [[Dalvík]]
| [[Dalvíkurvöllur]]
|
| 2. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"| {{Lið Leiftur}}
| [[Ólafsfjörður]]
| [[Ólafsfjarðarvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið KS}}
| [[Siglufjörður]]
| [[Siglufjarðarvöllur]]
|
| 1. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Tindastóll}}
| [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]
| [[Sauðárkróksvöllur]]
|
| 3. sæti, B riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=140|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]]'''
||6||5||0||1||20||4||16||'''15'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||||[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||6||4||1||1||25||7||18||'''13'''
|-
|3||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]]
||6||2||1||3||16||12||4||'''7'''
|-
|4|||[[Mynd:Leiftur.png|20px]]||[[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||6||0||0||6||0||38||-38||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !!DAL!![[Mynd:KSlogo.png|20px]]!![[Mynd:Leiftur.png|20px]]!![[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||'''XXX'''||2-1||7-0||5-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið KS}}
||4-1||'''XXX'''||3-0||2-0
|-
|align="left"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||0-8||0-7||'''XXX'''||0-6
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Tindastóll}}
||2-2||1-3||7-0||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=250|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|7||DAL||[[Ingigerður Sigr Júlíusdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|6||DAL||[[Helga Björk Eiríksdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|6||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Berglind Gylfadóttir]]||Bronsskór
|-
|4||DAL||[[Yrsa Hörn Helgadóttir]]
|-
|4||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Rósa Dögg Ómarsdóttir]]
|-
|4||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Rut Gudbrandsdóttir]]
|}
== C riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990|1990]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Austri}}
| [[Eskifjörður]]
| [[Eskifjarðarvöllur]]
|
| 5. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Einherji}}
| [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]
| [[Vopnafjarðarvöllur]]
|
| 7. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Höttur}}
| [[Egilsstaðir|Egilsstöðum]]
| [[Vilhjálmsvöllur]]
|
| 4. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Sindri}}
| [[Höfn]]
| [[Sindravellir]]
|
| 2. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Ungmennafélagið Súlan|Súlan]]
| [[Stöðvarfjörður]]
| [[Stöðvafjarðarvöllur]]
|
| 3. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
| [[Reyðarfjörður]]
| [[Reyðarfjarðarvöllur]]
|
| 6. sæti, C riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||'''[[Höttur]]'''
||10||9||0||1||38||11||27||'''27'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[UMF Sindri|Sindri]]
||10||7||0||3||44||9||35||'''21'''
|-
|3|||[[Mynd:Austri.png|20px]]||[[Austri Eskifirði|Austri]]
||10||7||0||3||20||14||6||'''21'''
|-
|4|||||[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
||10||4||0||6||17||35||-18||'''12'''
|-
|5||||[[Ungmennafélagið Súlan|Súlan]]
||10||2||1||7||12||31||-19||'''7'''
|-
|6||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Einherji|Einherji]]
||10||0||1||9||7||38||-31||'''1'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:Austri.png|20px]]!![[Mynd:Einherji.png|20px]]!![[Mynd:Höttur.svg|15px]]!![[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]!!SÚL!!VAL
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Austri}}
||'''XXX'''||5-0||1-4||1-0||3-1||2-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Einherji}}
||0-2||'''XXX'''||3-4||0-3||1-1||1-2
|-
|align="left"|{{Lið Höttur}}
||4-1||8-1||'''XXX'''||3-2||4-1||3-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Sindri}}
||3-0||5-0||1-0||'''XXX'''||11-0||10-2
|-
|align="left"|[[Ungmennafélagið Súlan|Súlan]]
||3-0||3-0||1-2||3-1||'''XXX'''||1-4
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
||1-2||5-1||0-6||0-8||2-1||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=250|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|14||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||[[Olga Soffía Einarsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|12||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Ásgerður Hildur Ingibergsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|9||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Védís Harpa Ármannsdóttir]]||Bronsskór
|-
|8||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Jakobína Jónsdóttir]]
|-
|7||SÚL||[[Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir]]
|}
== Úrslit ==
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 30. ágúst 1991<br />??:?? [[GMT]]
|lið1= {{Lið Stjarnan}}
|úrslit= 4 – 3
|lið2= {{Lið KS}}
|skýrsla= [ Leikskýrsla]
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Siglufjarðarvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= ???
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 31. ágúst 1991<br />??:?? [[GMT]]
|lið1= {{Lið KS}}
|úrslit= 0 – 1
|lið2= {{Lið Höttur}}
|skýrsla= [ Leikskýrsla]
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Siglufjarðarvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= ???
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 1. september 1991<br />??:?? [[GMT]]
|lið1= {{Lið Höttur}}
|úrslit= 3 – 1
|lið2= {{Lið Stjarnan}}
|skýrsla= [ Leikskýrsla]
|mörk1=
|mörk2=
|leikvangur= [[Siglufjarðarvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= ???
|}}
=== Stigatafla ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Stjarnan.png|20px]]||'''[[Stjarnan]]'''
||2||2||0||0||15||3||12||'''6'''
|align="center" rowspan="2" |'''Upp um deild'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||'''[[Höttur]]'''
||2||1||0||1||1||11||-10||'''3'''
|-
|3||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]]
||2||0||0||2||3||5||-2||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
== Heimild ==
* [http://gamli.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=%25&tegund=%25&AR=1991&kyn=0 Mótalisti]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} KSÍ. Skoðað 6. nóvember 2018.
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17496|title=2. deild kvenna 1991 A riðill|work=KSÍ|accessdate=6. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17497|title=2. deild kvenna 1991 B riðill|work=KSÍ|accessdate=6. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17498|title=2. deild kvenna 1991 C riðill|work=KSÍ|accessdate=6. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17499|title=2. deild kvenna 1991 Úrslit|work=KSÍ|accessdate=6. nóvember 2018}}
* [http://www.rsssf.com/tablesi/ijs-wom91.html Iceland - Women's championships 1991] Rsssf (en).
* {{cite web|url=http://www.icelandfootball.net/ladies-1991.html|title=Ladies Competitions 1991 - Women's Second Division (2. Deild kvenna)|accessdate=7. nóvember 2018}}
{{2. deild kvenna í knattspyrnu}}
{{röð
| listi = [[2. deild kvenna í knattspyrnu|2. deild kvenna]]
| fyrir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1990|2. deild kvenna 1990]]
| eftir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|2. deild kvenna 1992]]
}}
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Íslensk knattspyrna 1991|útgefandi=Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík|ár=1991}}
{{Knattspyrna á Íslandi 1991}}
[[Flokkur:1. deild kvenna í knattspyrnu á Íslandi]]
[[Flokkur:Knattspyrna á Íslandi]]
jt699iiipn1icwcf0qd0ds0wym8zlru
2. deild kvenna í knattspyrnu 1992
0
147436
1765910
1701672
2022-08-24T21:42:23Z
89.160.233.104
/* B riðill */ laga tengla
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox
| title = '''2. deild kvenna 1992'''
| image =
| label1 = Ár
| data1 = '''1992'''
| label2 = Meistarar
| data2 = '''{{Lið KA}}'''
| label3 = Upp um deild
| data3 = '''{{Lið KA}}'''<br/>'''[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]] [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]]'''
| label4 = Spilaðir leikir
| data4 = 90
| label5 = Mörk skoruð
| data5 = 418 (4.64 m/leik)
| label6 = Markahæst
| data6 = '''24 mörk'''<br>[[Bergþóra Laxdal]] [[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]
| label7 = Haldið hreinu
| data7 =
| label8 = Stærsti heimasigur
| data8 =
| label9 = Stærsti útisigur
| data9 =
| label10 = Tímabil
| data10 = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|1991]] - [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|1993]]
|}}
Leikar í '''2. deild kvenna í knattspyrnu''' hófust í 11. sinn árið '''1992'''.
{{clear}}
== A riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|1991]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Haukar}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Ásvellir]]
|
| 3. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[BÍ/Bolungarvík|ÍBÍ]]
| [[Ísafjarðarbær]]
| [[Torfnesvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Keflavík}}
| [[Keflavík]]
| [[Sparisjóðsvöllurinn]]
|
| 2. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Reynir S.}}
| [[Sandgerði]]
| [[Sandgerðisvöllur]]
|
| 4. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]] [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]]
| [[Vestmannaeyjar]]
| [[Týsvöllur]]
|
| 8. sæti, [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1991#Stigatafla|1. deild]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Ægir}}
| [[Þorlákshöfn]]
| [[Þorlákshafnarvöllur]]
|
| 7. sæti, A riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=140|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]'''
||10||9||1||0||46||9||37||'''28'''
|align="center" rowspan="2"|'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]]'''
||10||7||1||2||39||14||25||'''22'''
|-
|3|||[[Mynd:BÍBol.png|30px]]||[[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]
||10||5||1||4||26||14||12||'''16'''
|-
|4||[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]||[[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]]
||10||3||4||3||27||19||8||'''13'''
|-
|5||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]
||10||2||1||7||16||36||-20||'''7'''
|-
|6|||[[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir]]
||10||0||0||10||7||69||-62||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
!align="left"| !![[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]!![[Mynd:BÍBol.png|30px]]!![[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]!![[Mynd:Reynir.png|20px]]!![[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Haukar}}
||'''XXX'''||2-1||4-0||8-0||3-1||7-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið ÍBÍ}}
||2-4||'''XXX'''||4-0||1-0||0-3||7-1
|-
|align="left"|{{Lið Keflavík}}
||1-1||1-1||'''XXX'''||2-1||3-3||11-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Reynir S.}}
||3-10||1-2||2-2||'''XXX'''||1-4||4-0
|-
|align="left"|[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]] [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]]
||1-4||2-0||2-1||4-0||'''XXX'''||11-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Ægir}}
||0-3||0-8||1-6||3-4||1-8||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|19||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Bergþóra Laxdal]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|13||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Hulda Kristín Hlöðversdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|13||[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]||[[Íris Sæmundsdóttir]]||Bronsskór
|-
|11||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]
|-
|11||[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]||[[Dögg Lára Sigurgeirsdóttir]]
|-
|10||[[Mynd:BÍBol.png|30px]]||[[Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter]]
|-
|10||[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]||[[Lóa Björg Gestsdóttir]]
|}
== B riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|1991]]
|-
|style="text-align: left;"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
| [[Dalvík]]
| [[Dalvíkurvöllur]]
|
| 2. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið KA}}
| [[Akureyri]]
| [[Akureyrarvöllur|KA-völlur]]
|
| 7. sæti, [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1991#Stigatafla|1. deild]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið KS}}
| [[Siglufjörður]]
| [[Siglufjarðarvöllur]]
|
| 1. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"| [[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
| [[Ólafsfjörður]]
| [[Ólafsfjarðarvöllur]]
|
| 4. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Tindastóll}}
| [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]
| [[Sauðárkróksvöllur]]
|
| 3. sæti, B riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]]'''
||8||8||0||0||44||4||40||'''24'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]]
||8||4||1||3||13||10||3||'''13'''
|-
|3||||[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||8||4||0||4||9||11||-2||'''12'''
|-
|4||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]]
||8||3||1||4||13||16||-3||'''10'''
|-
|5|||[[Mynd:Leiftur.png|20px]]||[[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||8||0||0||6||2||40||-38||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !!DAL!![[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]!![[Mynd:KSlogo.png|20px]]!![[Mynd:Leiftur.png|20px]]!![[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||'''XXX'''||0-3||0-1||4-0||0-2
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið KA}}
||4-0||'''XXX'''||5-2||12-0||4-1
|-
|align="left"|{{Lið KS}}
||0-1||1-3||'''XXX'''||4-0||1-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||0-1||0-9||0-2||'''XXX'''||2-6
|-
|align="left"|{{Lið Tindastóll}}
||1-3||0-4||0-2||2-0||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit"/>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=250|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]||[[Arndís Ólafsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|9||[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]||[[Helga Hannesdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|7||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Heba Guðmundsdóttir]]||Bronsskór
|-
|7||[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]||Margrét Jónsdóttir
|}
== C riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|1991]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Austri}}
| [[Eskifjörður]]
| [[Eskifjarðarvöllur]]
|
| 3. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Einherji}}
| [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]
| [[Vopnafjarðarvöllur]]
|
| 6. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Leiknir F.}}
| [[Fáskrúðsfjörður]]
| [[Búðagrund]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|[[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]]
| [[Stöðvarfjörður]]
| [[Stöðvarfjarðarvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Sindri}}
| [[Höfn]]
| [[Sindravellir]]
|
| 2. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
| [[Reyðarfjörður]]
| [[Reyðarfjarðarvöllur]]
|
| 4. sæti, C riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||'''[[UMF Sindri|Sindri]]'''
||10||8||1||1||39||9||30||'''25'''
|align="center" rowspan="2"|'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||||'''[[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]]'''
||10||6||2||2||32||14||18||'''20'''
|-
|3||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Einherji|Einherji]]
||10||5||2||3||26||23||3||'''17'''
|-
|4|||[[Mynd:Austri.png|20px]]||[[Austri Eskifirði|Austri]]
||10||2||3||5||15||24||-9||'''9'''
|-
|5||[[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]]||[[Ungmennafélagið Leiknir Fáskrúðsfirði|Leiknir F.]]
||10||2||2||6||9||24||-15||'''8'''
|-
|6|||||[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
||10||1||2||7||14||41||-27||'''5'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:Austri.png|20px]]!![[Mynd:Einherji.png|20px]]!!KSH!![[Mynd:Leiknirf.jpg|20px]]!![[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]!!VAL
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Austri}}
||'''XXX'''||2-3||1-4||2-0||3-3||2-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Einherji}}
||4-1||'''XXX'''||2-2||1-1||1-4||2-4
|-
|align="left"|[[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]]
||4-0||4-5||'''XXX'''||1-0||2-1||4-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Leiknir F.}}
||1-1||0-2||0-7||'''XXX'''||0-3||3-1
|-
|align="left"|{{Lið Sindri}}
||2-0||4-0||2-1||6-0||'''XXX'''||7-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
||3-3||1-6||3-3||0-4||1-7||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit"/>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=250|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|12||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Bjarney Guðrún Jónsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|11||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Jakobína Jónsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|11||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Rósa Júlía Steinþórsdóttir]]||Bronsskór
|-
|7||KSH||[[Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir]]
|-
|7||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Védís Harpa Ármannsdóttir]]
|}
== Úrslit ==
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]]'''
||4||3||0||1||8||5||3||'''9'''
|align="center" rowspan="2"|'''Upp um deild'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]]'''
||4||2||1||1||11||4||7||'''7'''
|-
|3||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
||4||2||1||1||8||3||5||'''7'''
|-
|4||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[UMF Sindri|Sindri]]
||4||1||1||2||10||11||-1||'''4'''
|-
|5||||'''[[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]]'''
||4||0||1||3||4||18||-14||'''1'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
!align="left"| !![[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]!!KSH!![[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]!![[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Haukar}}
||'''XXX'''||x||5-0||x||0-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið KA}}
||1-0||'''XXX'''||x||x||2-1
|-
|align="left"|[[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]]
||x||1-4||'''XXX'''||3-3||x
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Sindri}}
||2-3||3-1||x||'''XXX'''||x
|-
|align="left"|[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]] [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]]
||x||x||6-0||4-2||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|7||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Rósa Júlía Steinþórsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|5||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Bergþóra Laxdal]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|2||[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]||[[Dögg Lára Sigurgeirsdóttir]]||Bronsskór
|-
|2||[[Mynd:Tyr-logo.JPG|20px]]||[[Íris Sæmundsdóttir]]
|}
== Heimild ==
* [http://gamli.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=%25&tegund=%25&AR=1992&kyn=0 Mótalisti]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} KSÍ. Skoðað 6. nóvember 2018.
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17502|title=2. deild kvenna 1992 A riðill|work=KSÍ|accessdate=7. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17503|title=2. deild kvenna 1992 B riðill|work=KSÍ|accessdate=7. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17504|title=2. deild kvenna 1992 C riðill|work=KSÍ|accessdate=7. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17505|title=2. deild kvenna 1991 Úrslit|work=KSÍ|accessdate=7. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=http://www.icelandfootball.net/ladies-1992.html|title=Ladies Competitions 1992 - Women's Second Division (2. Deild kvenna)|accessdate=7. nóvember 2018}}
{{2. deild kvenna í knattspyrnu}}
{{röð
| listi = [[2. deild kvenna í knattspyrnu|2. deild kvenna]]
| fyrir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|2. deild kvenna 1991]]
| eftir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|2. deild kvenna 1993]]
}}
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Íslensk knattspyrna 1992|útgefandi=Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík, siða 99|ár=1992}}
{{Knattspyrna á Íslandi 1992}}
[[Flokkur:1. deild kvenna í knattspyrnu á Íslandi]]
[[Flokkur:Knattspyrna á Íslandi]]
8u06zcpbyh43bab9obv63812oa8sn05
2. deild kvenna í knattspyrnu 1993
0
147466
1765911
1701673
2022-08-24T21:45:48Z
89.160.233.104
/* B riðill */ laga tengla
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox
| title = '''2. deild kvenna 1993'''
| image =
| label1 = Ár
| data1 = '''1993'''
| label2 = Meistarar
| data2 = '''{{Lið Höttur}}'''
| label3 = Upp um deild
| data3 = '''{{Lið Höttur}}'''<br/>'''{{Lið Haukar}}'''<br/> '''[[UMFS Dalvík|Dalvík]]'''<ref>Hann leyfð sem áttunda lið.</ref>
| label4 = Spilaðir leikir
| data4 = 80
| label5 = Mörk skoruð
| data5 = 357 (4.46 m/leik)
| label6 = Markahæst
| data6 = '''26 mörk'''<br>[[Bergþóra Laxdal]] [[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]
| label7 = Haldið hreinu
| data7 =
| label8 = Stærsti heimasigur
| data8 =
| label9 = Stærsti útisigur
| data9 =
| label10 = Tímabil
| data10 = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]] - [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|1994]]
|}}
Leikar í '''1. deild kvenna í knattspyrnu''' hófust í 12. sinn árið '''1993'''.
{{clear}}
== A riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=100| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=320| Þjálfari
!width=140| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið FH}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Kaplakriki|Kaplakrikavöllur]]
| [[Lúðvík Arnarson]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Fjölnir}}
| [[Reykjavík]]
| [[Fjölnisvöllur]]
| [[Andrés Ellert Ólafsson]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Fram}}
| [[Reykjavík]]
| [[Framvöllur]]
| [[Hafdís Ebba Guðjónsdóttir]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Haukar}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Ásvellir]]
| [[Þóra Björk Smith]], [[Brynja Guðjónsdóttir]]
| 1. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið ÍBÍ}}
| [[Ísafjarðarbær]]
| [[Torfnesvöllur]]
| [[Örnólfur Oddsson]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Reynir S.}}
| [[Sandgerði]]
| [[Sandgerðisvöllur]]
| Sigurþór Marteinn Kjartansson (a)
| 5. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Selfoss}}
| [[Selfoss]]
| [[Selfossvöllur]]
| [[Kjartan Björnsson]]
| Ný tengsl
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=140|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]'''
||12||11||1||0||63||12||51||'''34'''
|align="center" rowspan="2"|'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||'''[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]'''
||12||7||1||4||38||17||21||'''22'''
|-
|3||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]
||12||4||4||4||27||26||1||'''16'''
|-
|4||[[Mynd:BÍBol.png|30px]]||[[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]
||12||4||3||5||23||27||-4||'''15'''
|-
|5||[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölnir]]
||12||4||2||6||14||31||-17||'''14'''
|-
|6||[[Mynd:UMFS.png|20px]]||[[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]]
||12||3||2||7||19||50||-31||'''11'''
|-
|7||[[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]||[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]
||12||1||3||8||6||27||-21||'''6'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
!align="left"| !![[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]!![[Mynd:Fjölnir.png|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]!![[Mynd:BÍBol.png|30px]]!![[Mynd:Reynir.png|20px]]!![[Mynd:UMFS.png|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið FH}}
||'''XXX'''||1-0||0-3||0-4||0-2||0-3||2-3
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Fjölnir}}
||1-1||'''XXX'''||2-0||0-2||1-0||1-0||5-2
|-
|align="left"|{{Lið Fram}}
||1-1||2-1||'''XXX'''||3-7||3-3||0-3||4-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Haukar}}
||5-0||12-0||3-3||'''XXX'''||7-1||3-2||5-0
|-
|align="left"|{{Lið ÍBÍ}}
||0-0||2-0||1-5||1-3|||'''XXX'''||3-3||3-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Reynir S.}}
||4-1||7-1||2-1||1-2||3-0||'''XXX'''||8-1
|-
|align="left"|{{Lið Selfoss}}
||1-0||2-2||2-2||1-10||2-7||4-2||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|24||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Bergþóra Laxdal]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|17||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Hekla Ingunn Daðadóttir]]||Bronsskór
|-
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Lóa Björg Gestsdóttir]]
|-
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Berglind Jónsdóttir]]
|-
|10||[[Mynd:BÍBol.png|30px]]||[[Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter]]
|}
== B riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|-
|style="text-align: left;"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
| [[Dalvík]]
| [[Dalvíkurvöllur]]
| [[Eyrún Rafnsdóttir]]
| 2. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"| [[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
| [[Ólafsfjörður]]
| [[Ólafsfjarðarvöllur]]
| [[Helena Guðrún Bjarnadóttir]]
| 4. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Tindastóll}}
| [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]
| [[Sauðárkróksvöllur]]
| [[Guðbjartur Haraldsson]]
| 3. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Völsungur}}
| [[Húsavík]]
| [[Húsavíkurvöllur]]
| [[Þráinn Pálsson]]
| Ný tengsl
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1|| ||'''[[UMFS Dalvík|Dalvík]]'''
||6||5||0||1||21||4||17||'''15'''
|-
|2||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]]
||6||4||0||2||20||7||13||'''12'''
|-
|3||[[Mynd:Völsungur.gif|21px]]||[[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]]
||6||3||0||3||5||13||-8||'''9'''
|-
|4||[[Mynd:Leiftur.png|20px]]||[[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||6||0||0||6||3||25||-22||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !!DAL!![[Mynd:Leiftur.png|20px]]!![[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]!![[Mynd:Völsungur.gif|21px]]
|- |list2 =
|align="left"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||'''XXX'''||10-0||3-1||1-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||1-4||'''XXX'''||1-4||0-2
|-
|align="left"|{{Lið Tindastóll}}
||2-0||4-1||'''XXX'''||8-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Völsungur}}
||0-3||1-0||2-1||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|7||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Heba Guðmundsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|7||DAL||[[Áslaug Hólm Stefánsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|5||DAL||[[Helga Björk Eiríksdóttir]]||Bronsskór
|-
|4||DAL||[[Aðalheiður Reynisdóttir]]
|}
== C riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=100| Lið
!width=240| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=220| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Einherji}}
| [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]
| [[Vopnafjarðarvöllur]]
| [[Aðalbjörn Björnsson]]
| 3. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Höttur}}
| [[Egilsstaðir]]
| [[Vilhjálmsvöllur]]
| [[Heimir Hallgrímsson]]
| 8. sæti, [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1. deild]]
|-
|style="text-align: left;"|KBS<ref>Samruna á fleiri liðum: [[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]] og {{Lið Leiknir F.}}.</ref>
| [[Breiðdalsvík]], [[Fáskrúðsfjörður]]<br/>[[Stöðvarfjörður]]
| [[Breiðdalsvöllur]]<br/>[[Stöðvarfjarðarvöllur]]
|
| 2./5. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Knattspyrnufélagið Valur Austri|KVA]]<ref>Samruna á fleiri liðum: {{Lið Austri}} og [[Ungmennafélagið Valur]].</ref>
| [[Stöðvarfjörður]]
| [[Grænafellsvöllur]]
|
| 4./6. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Sindri}}
| [[Höfn]]
| [[Sindravellir]]
| [[Albert Eymundsson]]
| 1. sæti, C riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||'''[[Höttur]]'''
||8||8||0||0||24||2||22||'''24'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[UMF Sindri|Sindri]]
||8||6||0||2||34||9||25||'''18'''
|-
|3|| ||KBS
||8||3||0||5||18||22||-4||'''9'''
|-
|4||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Einherji|Einherji]]
||8||3||0||5||14||23||-9||'''9'''
|-
|5|| |||[[Knattspyrnufélagið Valur Austri|KVA]]
||8||0||0||8||8||42||-34||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:Einherji.png|20px]]!![[Mynd:Höttur.svg|15px]]!!KBS!!KVA!![[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Einherji}}
||'''XXX'''||1-2||3-1||4-1||2-5
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Höttur}}
||4-0||'''XXX'''||5-0||5-0||2-0
|-
|align="left"|KBS
||5-0||0-2||'''XXX'''||5-2||2-3
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Knattspyrnufélagið Valur Austri|KVA]]
||1-3||1-3||3-4||'''XXX'''||0-8
|-
|align="left"|{{Lið Sindri}}
||4-1||0-1||4-1||10-0||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|11||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Rósa Júlía Steinþórsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|7||KBS||[[Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|7||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Ásta Lilja Baldursdóttir]]||Bronsskór
|-
|6||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||[[Helga Hreinsdóttir]]
|}
== Úrslit ==
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. ágúst 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Höttur}}
|úrslit= 1 – 0
|lið2= {{Lið Reynir S.}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201838 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Íris Sæmundsdóttir]]
|mörk2=
|leikvangur= [[Vilhjálmsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Sigurjón Kristjánsson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Haukar}}
|úrslit= 2 – 2
|lið2= [[UMFS Dalvík|Dalvík]]
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201839 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Bergþóra Laxdal]]<nowiki></nowiki><br />[[Aðalheiður Auður Bjarnadóttir]]
|mörk2= <br>[[Helga Björk Eiríksdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Guðný Friðriksdóttir]]
|leikvangur= [[Vilhjálmsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Einar Örn Daníelsson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Reynir S.}}
|úrslit= 1 – 1
|lið2= [[UMFS Dalvík|Dalvík]]
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201835 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]
|mörk2= <br>[[Íris Fönn Gunnlaugsdóttir]]
|leikvangur= [[Sandgerðisvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Bjarni Pétursson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Höttur}}
|úrslit= 3 – 2
|lið2= {{Lið Haukar}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201834 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Helga Hreinsdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Birgitta Ósk Birgisdóttir]]<br>[[Íris Sæmundsdóttir]]
|mörk2= <br>[[Lóa Björg Gestsdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Lóa Björg Gestsdóttir]]
|leikvangur= [[Vilhjálmsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Eysteinn Ingólfsson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Haukar}}
|úrslit= 6 – 0
|lið2= {{Lið Reynir S.}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201837 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>(3) [[Lóa Björg Gestsdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Hulda Kristín Hlöðversdóttir]]<br>[[Bergþóra Laxdal]]<nowiki></nowiki><br />[[Aðalheiður Auður Bjarnadóttir]]
|mörk2=
|leikvangur= [[Ásvellir]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= [[UMFS Dalvík|Dalvík]]
|úrslit= 1 – 1
|lið2= {{Lið Höttur}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201836 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Jóna Ragúels Gunnarsdóttir]]
|mörk2= <br>[[Helga Hreinsdóttir]]
|leikvangur= [[Dalvíkurvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Eyjólfur Magnússon]]
|}}
=== Stigatafla ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||'''[[Höttur]]'''
||3||2||1||0||5||3||2||'''7'''
|align="center" rowspan="2"|'''Upp um deild'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]'''
||3||1||1||1||10||5||5||'''4'''
|-
|3|| ||[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||3||0||3||0||4||4||0||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]
||3||0||1||2||1||8||-7||'''1'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
== Heimild ==
* [http://gamli.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=%25&tegund=%25&AR=1993&kyn=0 Mótalisti]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} KSÍ. Skoðað 8. nóvember 2018.
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17509|title=2. deild kvenna 1992 A riðill|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17510|title=2. deild kvenna 1992 B riðill|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17511|title=2. deild kvenna 1992 C riðill|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17512|title=2. deild kvenna 1992 Úrslit|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=http://www.icelandfootball.net/ladies-1993.html|title=Ladies Competitions 1993 - Women's Second Division (2. Deild kvenna)|accessdate=8. nóvember 2018}}
{{2. deild kvenna í knattspyrnu}}
{{röð
| listi = [[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Úrvalsdeild]]
| fyrir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|2. deild kvenna 1992]]
| eftir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|2. deild kvenna 1994]]
}}
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Íslensk knattspyrna 1993|útgefandi=Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík, siða 97|ár=1993}}
{{Knattspyrna á Íslandi 1993}}
[[Flokkur:1. deild kvenna í knattspyrnu á Íslandi]]
[[Flokkur:Knattspyrna á Íslandi]]
74ox7bts0vsyc2edee70ifaj3rs8zjy
1765949
1765911
2022-08-25T09:10:32Z
89.160.233.104
/* C riðill */ laga tengla
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox
| title = '''2. deild kvenna 1993'''
| image =
| label1 = Ár
| data1 = '''1993'''
| label2 = Meistarar
| data2 = '''{{Lið Höttur}}'''
| label3 = Upp um deild
| data3 = '''{{Lið Höttur}}'''<br/>'''{{Lið Haukar}}'''<br/> '''[[UMFS Dalvík|Dalvík]]'''<ref>Hann leyfð sem áttunda lið.</ref>
| label4 = Spilaðir leikir
| data4 = 80
| label5 = Mörk skoruð
| data5 = 357 (4.46 m/leik)
| label6 = Markahæst
| data6 = '''26 mörk'''<br>[[Bergþóra Laxdal]] [[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]
| label7 = Haldið hreinu
| data7 =
| label8 = Stærsti heimasigur
| data8 =
| label9 = Stærsti útisigur
| data9 =
| label10 = Tímabil
| data10 = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]] - [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|1994]]
|}}
Leikar í '''1. deild kvenna í knattspyrnu''' hófust í 12. sinn árið '''1993'''.
{{clear}}
== A riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=100| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=320| Þjálfari
!width=140| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið FH}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Kaplakriki|Kaplakrikavöllur]]
| [[Lúðvík Arnarson]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Fjölnir}}
| [[Reykjavík]]
| [[Fjölnisvöllur]]
| [[Andrés Ellert Ólafsson]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Fram}}
| [[Reykjavík]]
| [[Framvöllur]]
| [[Hafdís Ebba Guðjónsdóttir]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Haukar}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Ásvellir]]
| [[Þóra Björk Smith]], [[Brynja Guðjónsdóttir]]
| 1. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið ÍBÍ}}
| [[Ísafjarðarbær]]
| [[Torfnesvöllur]]
| [[Örnólfur Oddsson]]
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Reynir S.}}
| [[Sandgerði]]
| [[Sandgerðisvöllur]]
| Sigurþór Marteinn Kjartansson (a)
| 5. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Selfoss}}
| [[Selfoss]]
| [[Selfossvöllur]]
| [[Kjartan Björnsson]]
| Ný tengsl
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=140|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]'''
||12||11||1||0||63||12||51||'''34'''
|align="center" rowspan="2"|'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||'''[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]'''
||12||7||1||4||38||17||21||'''22'''
|-
|3||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]
||12||4||4||4||27||26||1||'''16'''
|-
|4||[[Mynd:BÍBol.png|30px]]||[[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]
||12||4||3||5||23||27||-4||'''15'''
|-
|5||[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölnir]]
||12||4||2||6||14||31||-17||'''14'''
|-
|6||[[Mynd:UMFS.png|20px]]||[[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]]
||12||3||2||7||19||50||-31||'''11'''
|-
|7||[[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]||[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]
||12||1||3||8||6||27||-21||'''6'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
!align="left"| !![[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]!![[Mynd:Fjölnir.png|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]!![[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]!![[Mynd:BÍBol.png|30px]]!![[Mynd:Reynir.png|20px]]!![[Mynd:UMFS.png|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið FH}}
||'''XXX'''||1-0||0-3||0-4||0-2||0-3||2-3
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Fjölnir}}
||1-1||'''XXX'''||2-0||0-2||1-0||1-0||5-2
|-
|align="left"|{{Lið Fram}}
||1-1||2-1||'''XXX'''||3-7||3-3||0-3||4-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Haukar}}
||5-0||12-0||3-3||'''XXX'''||7-1||3-2||5-0
|-
|align="left"|{{Lið ÍBÍ}}
||0-0||2-0||1-5||1-3|||'''XXX'''||3-3||3-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Reynir S.}}
||4-1||7-1||2-1||1-2||3-0||'''XXX'''||8-1
|-
|align="left"|{{Lið Selfoss}}
||1-0||2-2||2-2||1-10||2-7||4-2||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|24||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Bergþóra Laxdal]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|17||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Hekla Ingunn Daðadóttir]]||Bronsskór
|-
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Lóa Björg Gestsdóttir]]
|-
|11||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Berglind Jónsdóttir]]
|-
|10||[[Mynd:BÍBol.png|30px]]||[[Sigríður Björk Þorláksdóttir Baxter]]
|}
== B riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=220| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=260| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|-
|style="text-align: left;"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
| [[Dalvík]]
| [[Dalvíkurvöllur]]
| [[Eyrún Rafnsdóttir]]
| 2. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"| [[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
| [[Ólafsfjörður]]
| [[Ólafsfjarðarvöllur]]
| [[Helena Guðrún Bjarnadóttir]]
| 4. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Tindastóll}}
| [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]
| [[Sauðárkróksvöllur]]
| [[Guðbjartur Haraldsson]]
| 3. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Völsungur}}
| [[Húsavík]]
| [[Húsavíkurvöllur]]
| [[Þráinn Pálsson]]
| Ný tengsl
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1|| ||'''[[UMFS Dalvík|Dalvík]]'''
||6||5||0||1||21||4||17||'''15'''
|-
|2||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]]
||6||4||0||2||20||7||13||'''12'''
|-
|3||[[Mynd:Völsungur.gif|21px]]||[[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]]
||6||3||0||3||5||13||-8||'''9'''
|-
|4||[[Mynd:Leiftur.png|20px]]||[[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||6||0||0||6||3||25||-22||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !!DAL!![[Mynd:Leiftur.png|20px]]!![[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]!![[Mynd:Völsungur.gif|21px]]
|- |list2 =
|align="left"|[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||'''XXX'''||10-0||3-1||1-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||1-4||'''XXX'''||1-4||0-2
|-
|align="left"|{{Lið Tindastóll}}
||2-0||4-1||'''XXX'''||8-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Völsungur}}
||0-3||1-0||2-1||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|7||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Heba Guðmundsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|7||DAL||[[Áslaug Hólm Stefánsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|5||DAL||[[Helga Björk Eiríksdóttir]]||Bronsskór
|-
|4||DAL||[[Aðalheiður Reynisdóttir]]
|}
== C riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=100| Lið
!width=240| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=220| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1992]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Einherji}}
| [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]
| [[Vopnafjarðarvöllur]]
| [[Aðalbjörn Björnsson]]
| 3. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Höttur}}
| [[Egilsstaðir]]
| [[Vilhjálmsvöllur]]
| [[Heimir Hallgrímsson]]
| 8. sæti, [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|1. deild]]
|-
|style="text-align: left;"|KBS<ref>Samruna á fleiri liðum: [[Knattspyrnufélag Stöðvarfjörður|KSH]] og {{Lið Leiknir F.}}.</ref>
| [[Breiðdalsvík]], [[Fáskrúðsfjörður]]<br/>[[Stöðvarfjörður]]
| [[Breiðdalsvöllur]]<br/>[[Stöðvarfjarðarvöllur]]
|
| 2./5. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]]<ref>Samruna á fleiri liðum: {{Lið Austri}} og [[Ungmennafélagið Valur]].</ref>
| [[Stöðvarfjörður]]
| [[Grænafellsvöllur]]
|
| 4./6. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Sindri}}
| [[Höfn]]
| [[Sindravellir]]
| [[Albert Eymundsson]]
| 1. sæti, C riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||'''[[Höttur]]'''
||8||8||0||0||24||2||22||'''24'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[UMF Sindri|Sindri]]
||8||6||0||2||34||9||25||'''18'''
|-
|3|| ||KBS
||8||3||0||5||18||22||-4||'''9'''
|-
|4||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Einherji|Einherji]]
||8||3||0||5||14||23||-9||'''9'''
|-
|5|| |||[[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]]
||8||0||0||8||8||42||-34||'''0'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:Einherji.png|20px]]!![[Mynd:Höttur.svg|15px]]!!KBS!!KVA!![[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Einherji}}
||'''XXX'''||1-2||3-1||4-1||2-5
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Höttur}}
||4-0||'''XXX'''||5-0||5-0||2-0
|-
|align="left"|KBS
||5-0||0-2||'''XXX'''||5-2||2-3
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Knattspyrnufélagið Valur/Austri|KVA]]
||1-3||1-3||3-4||'''XXX'''||0-8
|-
|align="left"|{{Lið Sindri}}
||4-1||0-1||4-1||10-0||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|11||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Rósa Júlía Steinþórsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|7||KBS||[[Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|7||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Ásta Lilja Baldursdóttir]]||Bronsskór
|-
|6||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||[[Helga Hreinsdóttir]]
|}
== Úrslit ==
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 29. ágúst 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Höttur}}
|úrslit= 1 – 0
|lið2= {{Lið Reynir S.}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201838 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Íris Sæmundsdóttir]]
|mörk2=
|leikvangur= [[Vilhjálmsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Sigurjón Kristjánsson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Haukar}}
|úrslit= 2 – 2
|lið2= [[UMFS Dalvík|Dalvík]]
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201839 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Bergþóra Laxdal]]<nowiki></nowiki><br />[[Aðalheiður Auður Bjarnadóttir]]
|mörk2= <br>[[Helga Björk Eiríksdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Guðný Friðriksdóttir]]
|leikvangur= [[Vilhjálmsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Einar Örn Daníelsson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 5. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Reynir S.}}
|úrslit= 1 – 1
|lið2= [[UMFS Dalvík|Dalvík]]
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201835 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]
|mörk2= <br>[[Íris Fönn Gunnlaugsdóttir]]
|leikvangur= [[Sandgerðisvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Bjarni Pétursson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 7. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Höttur}}
|úrslit= 3 – 2
|lið2= {{Lið Haukar}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201834 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Helga Hreinsdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Birgitta Ósk Birgisdóttir]]<br>[[Íris Sæmundsdóttir]]
|mörk2= <br>[[Lóa Björg Gestsdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Lóa Björg Gestsdóttir]]
|leikvangur= [[Vilhjálmsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Eysteinn Ingólfsson]]
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Haukar}}
|úrslit= 6 – 0
|lið2= {{Lið Reynir S.}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201837 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>(3) [[Lóa Björg Gestsdóttir]]<nowiki></nowiki><br />[[Hulda Kristín Hlöðversdóttir]]<br>[[Bergþóra Laxdal]]<nowiki></nowiki><br />[[Aðalheiður Auður Bjarnadóttir]]
|mörk2=
|leikvangur= [[Ásvellir]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 10. september 1993<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= [[UMFS Dalvík|Dalvík]]
|úrslit= 1 – 1
|lið2= {{Lið Höttur}}
|skýrsla= [https://www.ksi.is/mot/leikskyrsla/?leikur=201836 Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Jóna Ragúels Gunnarsdóttir]]
|mörk2= <br>[[Helga Hreinsdóttir]]
|leikvangur= [[Dalvíkurvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari= [[Eyjólfur Magnússon]]
|}}
=== Stigatafla ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Höttur.svg|15px]]||'''[[Höttur]]'''
||3||2||1||0||5||3||2||'''7'''
|align="center" rowspan="2"|'''Upp um deild'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]'''
||3||1||1||1||10||5||5||'''4'''
|-
|3|| ||[[UMFS Dalvík|Dalvík]]
||3||0||3||0||4||4||0||'''3'''
|-
|4||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]
||3||0||1||2||1||8||-7||'''1'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
== Heimild ==
* [http://gamli.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=%25&tegund=%25&AR=1993&kyn=0 Mótalisti]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} KSÍ. Skoðað 8. nóvember 2018.
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17509|title=2. deild kvenna 1992 A riðill|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17510|title=2. deild kvenna 1992 B riðill|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17511|title=2. deild kvenna 1992 C riðill|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=https://www.ksi.is/mot/stakt-mot/$TournamentDetails/Table/?motnumer=17512|title=2. deild kvenna 1992 Úrslit|work=KSÍ|accessdate=8. nóvember 2018}}
* {{cite web|url=http://www.icelandfootball.net/ladies-1993.html|title=Ladies Competitions 1993 - Women's Second Division (2. Deild kvenna)|accessdate=8. nóvember 2018}}
{{2. deild kvenna í knattspyrnu}}
{{röð
| listi = [[Úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu|Úrvalsdeild]]
| fyrir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1992|2. deild kvenna 1992]]
| eftir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|2. deild kvenna 1994]]
}}
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Íslensk knattspyrna 1993|útgefandi=Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík, siða 97|ár=1993}}
{{Knattspyrna á Íslandi 1993}}
[[Flokkur:1. deild kvenna í knattspyrnu á Íslandi]]
[[Flokkur:Knattspyrna á Íslandi]]
bjt0qapagw39fbvhnsu28p8vx4294l3
2. deild kvenna í knattspyrnu 1994
0
147467
1765912
1701674
2022-08-24T21:46:32Z
89.160.233.104
/* Staðan í deildinni */ laga tengla
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox
| title = '''2. deild kvenna 1994'''
| image =
| label1 = Ár
| data1 = '''1994'''
| label2 = Meistarar
| data2 = '''{{Lið ÍBA}}'''
| label3 = Upp um deild
| data3 = '''{{Lið ÍBA}}'''<br/>'''{{Lið ÍBV}}'''
| label4 = Spilaðir leikir
| data4 = 57
| label5 = Mörk skoruð
| data5 = 245 (4.30 m/leik)
| label6 = Markahæst
| data6 = '''13 mörk'''<br>[[Íris Sæmundsdóttir]] [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]
| label7 = Haldið hreinu
| data7 =
| label8 = Stærsti heimasigur
| data8 =
| label9 = Stærsti útisigur
| data9 =
| label10 = Tímabil
| data10 = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|1993]] - [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1995|1995]]
|}}
Leikar í '''2. deild kvenna í knattspyrnu''' hófust í 13. sinn árið '''1994'''.
{{clear}}
== A riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=120| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=320| Þjálfari
!width=140| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|1993]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Afturelding}}
| [[Mosfellsbær]]
| [[Varmárvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið FH}}
| [[Hafnarfjörður]]
| [[Kaplakriki|Kaplakrikavöllur]]
|
| 7. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Fjölnir}}
| [[Reykjavík]]
| [[Fjölnisvöllur]]
|
| 5. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið ÍBÍ}}
| [[Ísafjarðarbær]]
| [[Torfnesvöllur]]
|
| 4. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið ÍBV}}
| [[Vestmannaeyjar]]
| [[Hásteinsvöllur]]
|
| 4. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Reynir S.}}
| [[Sandgerði]]
| [[Sandgerðisvöllur]]
|
| 2. sæti, A riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Selfoss}}
| [[Selfoss]]
| [[Selfossvöllur]]
|
| 6. sæti, A riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=140|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]||'''[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]'''
||10||8||2||0||35||5||30||'''26'''
|align="center" rowspan="2"|'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994#Úrslit|Úrslit]]'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||'''[[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölnir]]'''
||10||7||1||2||40||8||32||'''22'''
|-
|3||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Reynir Sandgerði|Reynir S.]]
||10||5||1||4||20||15||5||'''16'''
|-
|4||[[Mynd:UMFA.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]]
||10||5||1||4||20||25||-5||'''16'''
|-
|5||[[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]||[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]
||10||1||1||8||5||25||-20||'''4'''
|-
|6||[[Mynd:UMFS.png|20px]]||[[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]]
||10||1||0||9||6||48||-42||'''3'''
|-
|<nowiki>-</nowiki>||[[Mynd:BÍBol.png|20px]]||[[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]
|| || || || || || || ||
| align="center" | '''Hætti við þátttöku'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
!align="left"| !![[Mynd:UMFA.png|20px]]!![[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]!![[Mynd:Fjölnir.png|20px]]!![[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]!![[Mynd:Reynir.png|20px]]!![[Mynd:UMFS.png|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Afturelding}}
||'''XXX'''||1-1||3-5||1-3||2-1||4-2
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið FH}}
||0-1||'''XXX'''||0-4||0-1||1-4||1-2
|-
|align="left"|{{Lið Fjölnir}}
||7-0||3-0||'''XXX'''||0-1||1-3||9-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið ÍBV}}
||5-0||4-0||1-1||'''XXX'''||3-1||7-1
|-
|align="left"|{{Lið Reynir S.}}
||1-4||4-0||0-3||1-1||'''XXX'''||4-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Selfoss}}
||0-4||1-2||0-7||0-9||0-1||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|12||[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]||[[Íris Sæmundsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|10||[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]||[[Sigþóra Guðmundsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|9||[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||[[Berglind Jónsdóttir]]||Bronsskór
|-
|8||[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||[[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]
|-
|7||[[Mynd:UMFA.png|20px]]||[[Harpa Sigurbjörnsdóttir]]
|-
|7||[[Mynd:Reynir.png|20px]]||[[Hrefna Magnea Guðmundsdóttir]]
|}
== B riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=120| Lið
!width=120| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=320| Þjálfari
!width=140| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|1993]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið ÍBA}}
| [[Akureyri]]
| [[Akureyrarvöllur]]
| [[Hinrik Þórhallsson]]
| 7. sæti, [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1993|1. deild]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið KS}}
| [[Siglufjörður]]
| [[Siglufjarðarvöllur]]
|
| Ný tengsl
|-
|style="text-align: left;"| {{Lið Leiftur}}
| [[Ólafsfjörður]]
| [[Ólafsfjarðarvöllur]]
|
| 4. sæti, B riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Tindastóll}}
| [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]
| [[Sauðárkróksvöllur]]
|
| 2. sæti, B riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:IBA.png|20px]]||'''[[Íþróttabandalag Akureyrar|ÍBA]]'''
||6||5||0||1||34||7||27||'''15'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Siglufjarðar|KS]]
||6||4||0||2||13||8||5||'''12'''
|-
|3||[[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóll]]
||6||1||2||3||9||18||-9||'''5'''
|-
|4||[[Mynd:Leiftur.png|20px]]||[[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||6||0||2||4||4||27||-23||'''2'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:IBA.png|20px]]!![[Mynd:KSlogo.png|20px]]!![[Mynd:Leiftur.png|20px]]!![[Mynd:UMF_Tindastóll.png|20px]]
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið ÍBA}}
||'''XXX'''||2-1||10-0||6-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið KS}}
||2-1||'''XXX'''||5-2||2-0
|-
|align="left"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]][[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftur]]
||0-8||0-2||'''XXX'''||1-1
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|{{Lið Tindastóll}}
||3-7||3-1||1-1||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|11||[[Mynd:IBA.png|20px]]||[[Ingibjörg Harpa Ólafsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|7||[[Mynd:IBA.png|20px]]||[[Harpa Mjöll Hermannsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|6||[[Mynd:IBA.png|20px]]||[[Katrín María Hjartardóttir]]||Bronsskór
|-
|5||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Ólöf Ásta Salmannsdóttir]]
|-
|4||[[Mynd:KSlogo.png|20px]]||[[Ása Guðrún Sverrisdóttir]]
|-
|4||[[Mynd:IBA.png|20px]]||[[Valgerður Jóhannsdóttir]]
|}
== C riðill ==
===Liðin ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=160| Lið
!width=240| Bær
!width=120| Leikvangur
!width=160| Þjálfari
!width=160| Staðan [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|1993]]
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Einherji}}
| [[Vopnafjörður|Vopnafirði]]
| [[Vopnafjarðarvöllur]]
|
| 4. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|KBS
| [[Breiðdalsvík]], [[Fáskrúðsfjörður]]<br/>[[Stöðvarfjörður]]
| [[Breiðdalsvöllur]]<br/>[[Stöðvarfjarðarvöllur]]
|
| 3. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|{{Lið Sindri}}
| [[Höfn]]
| [[Sindravellir]]
|
| 2. sæti, C riðill
|-
|style="text-align: left;"|[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
| [[Reyðarfjörður]]
| [[Reyðarfjarðarvöllur]]
|
| 5. sæti, C riðill
|}
=== Staðan í deildinni ===
==== Stigatafla ====
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||'''[[UMF Sindri|Sindri]]'''
||6||3||2||1||16||9||7||'''11'''
|align="center" |'''[[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994#Úrslit|Úrslit]]'''
|-
|2|| ||KBS
||6||3||1||2||15||13||2||'''10'''
|-
|3|||||[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
||6||2||2||2||15||13||2||'''8'''
|-
|4||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Einherji|Einherji]]
||6||1||1||4||9||20||-11||'''4'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
==== Töfluyfirlit ====
{| align="center" cellspacing="0" cellpadding="3" style="background-color: #f9f9f9; font-size: 90%; text-align: center" class="wikitable"
|-style="background:#F0F0F0;"
!align="left"| !![[Mynd:Einherji.png|20px]]!!KBS!![[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]!!VAL
|- |list2 =
|align="left"|{{Lið Einherji}}
||'''XXX'''||1-3||2-2||2-0
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|KBS
||3-2||'''XXX'''||4-2||3-3
|-
|align="left"|{{Lið Sindri}}
||5-1||2-0||'''XXX'''||2-2
|-! style="background:#F0F0F0;"
|align="left"|[[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfjörður]]
||7-1||3-2||0-3||'''XXX'''
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
<ref name="leit">[https://www.ksi.is/leit Fyrsta og síðasta nöfn hafa verið staðfest hér], Leit KSÍ (Knattspyrnusamband Íslands).</ref>
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30|Mörk
!width=25|
!width=280|Leikmaður
!width=180|Athugasemd
|-
|- ! style="background:gold;"
|6||KBS||[[Katrín Heiða Jónsdóttir]]||Gullskór
|-
|- ! style="background:silver;"
|6||[[Mynd:Einherji.png|20px]]||[[Bjarney Guðrún Jónsdóttir]]||Silfurskór
|-
|- ! style="background:#D2B48C;"
|6||VAL||[[Hildur Þuríður Rúnarsdóttir]]||Bronsskór
|-
|5||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[Rósa Júlía Steinþórsdóttir]]
|-
|4||VAL||[[Jónína Guðjónsdóttir]]
|-
|4||KBS||[[Jóna Petra Magnúsdóttir]]
|}
== Úrslit ==
=== Úrslitakeppni ===
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 3. september 1994<br />14:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið Fjölnir}}
|úrslit= 1 – 0
|lið2= {{Lið ÍBA}}
|skýrsla= [http://timarit.is/files/32902852.jpg Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Berglind Jónsdóttir]]
|mörk2=
|leikvangur= [[Fjölnisvöllur]] [http://timarit.is/files/32902371.jpg kl 14]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 6. september 1994<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið ÍBV}}
|úrslit= 5 – 1
|lið2= {{Lið Fjölnir}}
|skýrsla= [http://timarit.is/files/32535001.jpg Leikskýrsla]
|mörk1= <br>[[Stefanía Guðjónsdóttir]] (1-0)<nowiki></nowiki><br />[[Íris Sæmundsdóttir]] (2-0)<br>[[Ragna Ragnarsdóttir (1979)|Ragna Ragnarsdóttir]] (3-1)<nowiki></nowiki><br />sjálfmark (4-1)<br>[[Dögg Lára Sigurgeirsdóttir]] (5-1)
|mörk2= <br>(2-1) [[Heiða Sólveig Haraldsdóttir]]
|leikvangur= [[Hásteinsvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
{{Knattspyrnuleikur
|dagsetning= 9. september 1994<br />??:00 [[GMT]]
|lið1= {{Lið ÍBA}}
|úrslit= 5 – 2
|lið2= {{Lið ÍBV}}
|skýrsla= [http://timarit.is/files/32903658.jpg Leikskýrsla]
|mörk1= <br> [[Þorbjörg Jóhannsdóttir]] (1-0)<nowiki></nowiki><br /> [[Valgerður Jóhannsdóttir]] (2-1)<br> [[Hjördis Úlfarsdóttir]] (3-1)<nowiki></nowiki><br /> sjálfmark (4-1)<br> [[Ragnheiður Pálsdóttir]] (5-2)
|mörk2= <br> (1-1) [[Sigþóra Guðmundsdóttir]]<nowiki></nowiki><br /> (4-2) [[Stefanía Guðjónsdóttir]]
|leikvangur= [[Akureyrarvöllur]]
|áhorfendur=
|dómari=
|}}
=== Stigatafla ===
{| class="wikitable" style="text-align: center;"
!width=30| Sæti
!width=50|
!width=160|Félag
!width=30|L
!width=30|U
!width=30|J
!width=30|T
!width=30|Sk
!width=30|Fe
!width=30|Mm
!width=30|Stig
!width=160|Athugasemdir
|-style="background:#D0F0C0;"
|1||[[Mynd:IBA.png|20px]]||'''[[Íþróttabandalag Akureyrar|ÍBA]]'''
||2||1||0||1||5||3||2||'''3'''
|align="center" rowspan="2"|'''Upp um deild'''
|-style="background:#D0F0C0;"
|2||[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]||'''[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]'''
||2||1||0||1||7||6||1||'''3'''
|-
|3||[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölnir]]
||2||1||0||1||2||5||-3||'''3'''
|-
|<nowiki>-</nowiki>||[[Mynd:UMF Sindri.jpg|20px]]||[[UMF Sindri|Sindri]]
|| || || || || || || ||
| align="center" | '''Tók ekki þátt'''
|}
<small> ''Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur'' </small>
== Heimild ==
* [http://gamli.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=%25&tegund=%25&AR=1994&kyn=0 Mótalisti]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} KSÍ. Skoðað 8. nóvember 2018.
* {{cite web|url=http://www.icelandfootball.net/ladies-1993.html|title=Ladies Competitions 1994 - Women's Second Division (2. Deild kvenna)|accessdate=8. nóvember 2018}}
{{2. deild kvenna í knattspyrnu}}
{{röð
| listi = [[2. deild kvenna í knattspyrnu|2. deild kvenna]]
| fyrir = [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|2. deild kvenna 1993]]
| eftir = [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1995|1. deild kvenna 1995]]
}}
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
* {{bókaheimild|höfundur=Víðir Sigurðsson|titill=Íslensk knattspyrna 1994|útgefandi=Bókaútgáfan Skjaldborg, Reykjavík, siða 97|ár=1994}}
{{Knattspyrna á Íslandi 1994}}
[[Flokkur:1. deild kvenna í knattspyrnu á Íslandi]]
[[Flokkur:Knattspyrna á Íslandi]]
i165s24o7qz89uba9myar15orqxuuxz
Ungmennafélagið Austri
0
154247
1765915
1650144
2022-08-24T22:04:44Z
89.160.233.104
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Ungmennafélagið Austri
| Mynd = [[Mynd:Austri.png|120px]]
| Stofnað = [[1939]]
| Leikvöllur = Eskifjarðarvöllur
| Stærð = ''Óþekkt''
}}
'''Ungmennafélagið Austri Eskifirði''' er íþróttafélag í þorpinu Eskifirði sem er hluti sveitarfélagsins [[Fjarðabyggð|Fjarðabyggðar]]. Félagið var stofnað árið 1939 og leggur stund á knattspyrnu, sund og skíði. Knattspyrnumenn Austra keppa þó yfirleitt undir merkjum [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar|Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar]]. Austri tefldi síðast fram eigin kappliði á Íslandsmóti karla í knattspyrnu sumarið 1993.
===Sagan===
Eskfirðingar sendu lið til keppni í þriðju deild Íslandsmótsins árið 1968 þegar sérstökum Austurlandsriðli var komið á laggirnar. Liðið lék þar sleitulaust til ársins 1977 þegar Austramenn fóru með sigur af hólmi í riðlinum og unnu því næst sinn úrslitariðil eftir harða keppni við [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni Reykjavík]] og [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]]. Ekki tókst að setja niður úrslitaleik við [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]] um þriðjudeildartitilinn og var Reykjavíkurliðið úrskurðað meistari.
Árin í næstefstu deild urðu þrjú. Bestur varð árangurinn [[2. deild karla í knattspyrnu 1978|1978]] þegar Austri náði sjötta sæti í tíu liða deild með 18 stig, einungis þremur stigum á eftir [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]] í næstefsta sæti. Þetta sumar gerðu Austramenn 2:2 jafntefli gegn [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR-ingum]] á útivelli, sem léku þarna sitt eina sumar í næstefstu deild. Róðurinn varð þyngri [[2. deild karla í knattspyrnu 1979|árið eftir]]. Austri og [[Reynir Sandgerði]] höfnuðu í áttunda og níunda sæti deildarinnar með fimmtán stig. Markatala Austra var lakari en í samræmi við gildandi reglur var leikinn aukaleikur um sætið þar sem Eskfirðingar unnu í vítakeppni eftir markalaust jafntefli. [[2. deild karla í knattspyrnu 1980|Þriðja árið]] lentu Eskfirðingar rækilega á botninum. Unnu aðeins einn leik en gerðu þó sjö jafntefli í leikjunum átján. Versti skellurinn og stærsti í sögu félagsins kom á móti [[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA-mönnum]], 11:1.
Eskfirðingar héldu sér í þriðju deild næstu árin, en féllu niður í þá fjórðu sumarið 1987. Liðið fór strax aftur upp árið eftir, en féll þá enn á ný. Austri lék í fjórðu efstu deild til og með 1993. Það ár enduðu bæði Austri og [[Ungmennafélagið Valur|Valur Reyðarfirði]] í neðri hluta Austfjarðariðilsins. Í kjölfarið var ákveðið að sameina meistaraflokka félaganna fyrir keppnistímabilið 1994.
Besti árangur Austra í [[bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarkeppni KSÍ]] var 16-liða úrslit árin 1984 og 1986.
{{S|1939}}
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Íslensk sundfélög]]
2cl1t1pmmzx6bv86mn4qr1a4qeagegs
Snið:Stjórnmálaflokkur/sæti/sandbox
10
158983
1765943
1683472
2022-08-25T05:44:16Z
Snævar
16586
div graf
wikitext
text/x-wiki
<includeonly><div style="width:{{#expr:{{{1}}}/{{{2}}}*100}}px; float:left; height:23px; text-align:right; background:{{#if:{{{3}}}{{{4}}}{{{5}}}|rgb({{#expr:{{{3}}}*255}}, {{#expr:{{{4}}}*255}}, {{#expr:{{{5}}}*255}})|{{#if:{{#invoke:Strengur|endswith|{{{hex}}}|"}}|{{#invoke:Strengur|sub|{{{hex}}}|2|-2}}|{{{hex}}}}}}}">{{#ifexpr:{{{1}}}/{{{2}}} < 0.15||{{{1}}}}}</div><div style="width:{{#expr:(({{{2}}}-{{{1}}})/{{{2}}})*100}}px; background:rgb(216.75, 216.75, 216.75); text-align:center; float:left; height:23px">{{#ifexpr:{{{1}}}/{{{2}}} < 0.15|{{{1}}}/{{{2}}}|/{{{2}}}}}</div></includeonly>
nojegtpbrk5cas9c9sh153qxdy6xdac
Manneskja ársins hjá Time
0
159412
1765938
1763699
2022-08-25T01:55:18Z
Kwamikagami
3200
wikitext
text/x-wiki
{{DISPLAYTITLE:Manneskja ársins hjá ''Time''}}
'''Manneskja ársins''' (e. '''Person of the Year'''; kynjað sem [karl]maður ársins eða kona ársins til ársins 1999) er árlegt eintak af bandaríska tímaritinu ''[[Time]]'' sem fjallar um einstakling, hóp, hugmynd eða hlut sem hefur „til hins betra eða verra […] gert mest til þess að hafa áhrif á atburði ársins“.<ref>{{cite book | title=Person of the Year: 75th Anniversary Celebration | edition=Special Collector's | location=New York | publisher=Time Books | year=2002 | oclc=52817840}}</ref>
==Bakgrunnur==
Sú hefð að velja mann ársins hófst árið 1927 þegar ritstjórar ''[[Time]]'' veltu fyrir sér hverjir hefðu verið mest áberandi í fréttum ársins. Með hugmyndinni átti líka að bæta upp fyrir það að flugmaðurinn [[Charles Lindbergh]] hafði ekki birst á forsíðu blaðsins eftir sögulegt einstaklingsflug sitt yfir Atlantshafið sama ár. Í lok ársins voru því tvær flugur slegnar í einu höggi með því að hafa Lindbergh á forsíðunni.<ref>''Time'' (2002), ''Person of the Year: 75th Anniversary Celebration'', p. 1.</ref>
==Listi yfir manneskjur ársins==
{| class="wikitable sortable plainrowheaders"
! scope="col" width="4%" | Ár
! scope="col" width="4%" | Mynd
! scope="col" width="15" | Val
! scope="col" width="10%" | Ævi
! scope="col" width="43%" | Athugasemdir
! scope="col" width="17%" | Í öðru sæti
|-
| 1927
| [[File:Charles Lindbergh Time cover 1928.jpg|border|80px]]
! scope="row" |[[Charles Lindbergh]]
| 1902–1974
| Fyrsta einstaklingsflugið yfir Atlantshafið.
| Rowspan=73 |
|-
| 1928
| [[File:Walter P. Chrysler at White House (cropped).png|border|80px]]
! scope="row" | [[Walter Chrysler]]
| 1875–1940
| Árið 1928 stóð Chrysler fyrir samruna [[Chrysler-félagið|Chrysler-félagsins]] við Dodge og hóf síðan að reisa [[Chrysler-byggingin|Chrysler-bygginguna]].
|-
| 1929
| [[File:Owen D. Young.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Owen D. Young]]
| 1874–1962
| Young var formaður nefndar sem samdi árið 1929 [[Young-áætlunin|Young-áætlunina]] til að auðvelda Þjóðverjum að greiða stríðsskaðabætur vegna [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].
|-
| 1930
| [[File:Gandhi Time cover 1931.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Mohandas Gandhi|Mahatma Gandhi]]
| 1869–1948
| Gandhi var leiðtogi [[Sjálfstæðisbarátta Indlands|indversku sjálfstæðishreyfingarinnar]]. Árið 1930 leiddi hann 400 km mótmælagöngu gegn lagningu saltskatts í [[breska Indland]]i.
|-
| 1931
| [[File:Pierre Laval-TIME-1932.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Pierre Laval]]
| 1883–1945
| Laval var kjörinn [[forsætisráðherra Frakklands]] árið 1931. Laval var vinsæll í bandarískum fjölmiðlum á þessum tíma fyrir að andmæla [[Hoover-stöðvunin]]ni, tímabundinni frystingu á greiðslu stríðsskaðabóta úr fyrri heimsstyrjöldinni sem var óvinsæl bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum.<ref>{{Cite web |url=http://www.time.com/time/covers/0,16641,19320104,00.html |title=Original ''Time'' article |access-date=2020-10-14 |archive-date=2013-08-13 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130813192000/http://www.time.com/time/covers/0,16641,19320104,00.html |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1932
| [[File:Franklin D. Roosevelt TIME Man of the Year 1933 color photo.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Franklin D. Roosevelt]]
| 1882–1945
| Roosevelt vann stórsigur í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1932|forsetakosningum Bandaríkjanna árið 1932]] á móti sitjandi forsetanum [[Herbert Hoover]].
|-
| 1933
| [[File:Hugh S. Johnson.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Hugh S. Johnson]]
| 1882–1942
| Árið 1933 var Johnson útnefndur framkvæmdastjóri viðreisnarframkvæmdaráðs Bandaríkjanna. Franklin D. Roosevelt forseti fól honum að sameina iðnað, verkalýð og ríkisstjórn til að semja reglur um „sanngjörn vinnubrögð“ og staðlað verðlag.
|-
| 1934
| [[File:Franklin D. Roosevelt Time cover 1935.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Franklin D. Roosevelt]] (2)
| 1882–1945
| Roosevelt var [[forseti Bandaríkjanna]] frá 1933 til 1945. Árið 1934 var aðgerðaáætlun hans, [[Ný gjöf|nýja gjöfin]], farin að bera ávöxt.
|-
| 1935
| [[File:Haile Selassie Time cover 1936.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Haile Selassie]]
| 1892–1975
| Selassie var [[Eþíópíukeisari]] árið 1935, þegar Ítalir réðust inn í landið og hófu [[annað stríð Ítalíu og Eþíópíu]].
|-
| 1936
| [[File:Wallis Simpson -1936.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[Wallis Simpson]]
| 1896–1986
| Árið 1936 leiddi samband Simpsons við [[Játvarður 8. Bretlandskonungur|Játvarð 8. Bretlandskonung]] til þess að konungurinn sagði af sér til að geta kvænst henni.
|-
| rowspan="2" | 1937
| [[File:Chiang Kai-shek(蔣中正).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Chiang Kai-shek]]
| 1887–1975
| Chiang var forsætisráðherra Lýðveldisins Kína við upphaf [[Annað stríð Kína og Japan|seinna stríðs Kína og Japans]] árið 1937.
|-
| [[File:Soong May-ling wearing China Air Force pin.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Soong Mei-ling]]
| 1898–2003
| Soong var eiginkona Chiangs Kai-shek frá 1927 þar til hann lést árið 1975. Í blaðinu var hún kölluð Frú Chiang Kai-shek og þau voru bæði heiðruð í blaðinu sem „hjón ársins“.<ref name="Soong">{{cite web |url=http://content.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2019712_2019710_2019671,00.html |title=Mme Chiang Kai-Shek: 1937 |author=Joan Levenstein |access-date=December 7, 2016 |work=Time}}</ref>
|-
| 1938
| [[File:Bundesarchiv Bild 183-H1216-0500-002, Adolf Hitler (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Adolf Hitler]]
| 1889–1945
| Sem [[kanslari Þýskalands]] stóð Hitler árið 1938 fyrir sameiningu landsins við [[Austurríki]] og [[Súdetaland]] með ''[[Anschluss]]''-ferlinu annars vegar og [[München-sáttmálinn|Münchenarsamkomulaginu]] hins vegar. Í stað venjulegrar portrettmyndar var forsíðan skreytt teikningu eftir [[Rudolph von Ripper]] sem bar titilinn „Hitler leikur haturssálminn“.<ref name=HitlerCover>{{cite news|work=Time|url=https://time.com/5573720/hitler-world-influence/|title=130 Years After Hitler's Birth, He Continues to Live as a Symbol of Evil|first=Jeffrey|last=Kluger|author-link=Jeffrey Kluger}}</ref>
|-
| 1939
| [[File:CroppedStalin1943.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jósef Stalín]]
| 1878–1953
| Árið 1939 var Stalín [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og í reynd leiðtogi Sovétríkjanna. Hann stóð fyrir undirritun [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|griðasáttmála]] við [[þriðja ríkið]] og síðan fyrir sameiginlegri [[Innrásin í Pólland|innrás í Pólland]].
|-
| 1940
| [[File:Churchill portrait NYP 45063.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Winston Churchill]]
| 1874–1965
| Churchill var [[forsætisráðherra Bretlands]] árið 1940 í [[Orrustan um Dunkerque|flóttanum frá Dunkerque]] og [[Orrustan um Bretland|orrustunni um Bretland]].
|-
| 1941
| [[File:Franklin Roosevelt signing declaration of war against Japan.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Franklin D. Roosevelt]] (3)
| 1882–1945
| Roosevelt var [[forseti Bandaríkjanna]] árið 1941 þegar [[árásin á Perluhöfn]] var gerð og Bandaríkin gengu inn í [[seinni heimsstyrjöldin]]a. Ritstjórn blaðsins var búin að velja teiknimyndapersónuna [[Dúmbó]] fyrir forsíðuna sem „spendýr ársins“ áður en árásin var gerð en eftir hana var ákveðið að setja Roosevelt í staðinn.<ref name="WDFM">{{cite web |url=https://www.waltdisney.org/blog/timely-dumbo-almost-cover-boy |title=The Timely "Dumbo": Almost a Cover Boy |work=[[Walt Disney Family Museum]] |date=May 16, 2011 |accessdate=December 7, 2017}}</ref>
|-
| 1942
| [[File:JStalin Secretary general CCCP 1942.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jósef Stalín]] (2)
| 1878–1953
| Árið 1942 var Stalín bæði [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og [[forsætisráðherra Sovétríkjanna]] og stýrði ríkinu á meðan [[orrustan um Stalíngrad]] var háð.
|-
| 1943
| [[File:George C. Marshall, U.S. Secretary of State (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George Marshall]]
| 1880–1959
| Sem yfirmaður hershöfðingjaráðs Bandaríkjahers lék Marshall árið 1943 lykilhlutverk í skipulagningu heráætlunar Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni.
|-
| 1944
| [[File:General Dwight D. Eisenhower.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Dwight D. Eisenhower]]
| 1890–1969
| Eisenhower var æðsti herleiðtogi bandamanna í Evrópu við [[Innrásin í Normandí|innrásina í Normandí]] 1944.
|-
| 1945
| [[File:Harry S. Truman.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Harry S. Truman]]
| 1884–1972
| Truman varð forseti Bandaríkjanna eftir dauða Franklins D. Roosevelt árið 1945 og skipaði [[kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki]].
|-
| 1946
| [[File:James F. Byrnes cph.3c32232.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[James F. Byrnes]]
| 1879–1972
| Byrnes var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í [[Íransdeilan 1946|Íransdeilunni 1946]] og tók æ harðari afstöðu gegn Stalín. Í ræðu sinni um stefnu Bandaríkjanna í garð Þýskalands lagði hann línurnar fyrir utanríkisstefnu landsins á komandi árum, hafnaði [[Morgenthau-áætlunin]]ni og gaf Þjóðverjum von um betri framtíð.
|-
| 1947
| [[File:George C. Marshall, U.S. Secretary of State (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George Marshall]] (2)
| 1880–1959
| Marshall var útnefndur utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1947 og var einn af hönnuðum [[Marshalláætlunin|Marshalláætlunarinnar]].
|-
| 1948
| [[File:Truman initiating Korean involvement.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Harry S. Truman]] (2)
| 1884–1972
| Truman var sjálfur kjörinn Bandaríkjaforseti [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1948|árið 1948]], sem var talinn einn óvæntasti kosningasigur í sögu Bandaríkjanna.<ref>{{cite web |url=https://www.pbs.org/wgbh/americanexperience/features/general-article/truman-politics/ |title=General Article: Presidential Politics |author=''[[American Experience]]'' |publisher=pbs.org |date= |access-date=2020-10-14 |archive-date=2017-02-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170221085231/http://www.pbs.org/wgbh/americanexperience/features/general-article/truman-politics/ |dead-url=yes }}</ref><ref>{{cite web |url=http://www.sampler.isr.umich.edu/2012/featured/isr-and-the-truman-dewey-upset/ |title=ISR and the Truman/Dewey upset |author=Susan Rosegrant |editor=''[[University of Michigan]]'' |publisher=isr.umich.edu |date=April 18, 2012 |url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20130402213551/http://www.sampler.isr.umich.edu/2012/featured/isr-and-the-truman-dewey-upset/ |archivedate=April 2, 2013 |df=mdy-all}}</ref><ref>{{cite web |url=http://life.time.com/history/dewey-defeats-truman-the-story-behind-a-classic-political-photo/#1 |title=Behind the Picture: ‘Dewey Defeats Truman’ |author=Ben Cosgrove |publisher=Time Magazine |date=October 21, 2012 |access-date=október 14, 2020 |archive-date=maí 5, 2015 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150505005029/http://life.time.com/history/dewey-defeats-truman-the-story-behind-a-classic-political-photo/#1 |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1949
| [[File:Sir Winston S Churchill.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Winston Churchill]] (2)
| 1874–1965
| Churchill var lýstur „maður hálfaldarinnar“ eftir að hafa leitt Bretland og bandamenn til sigurs í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1949 var Churchill leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi.
|-
| 1950
| [[File:Man-of-the-Year-TIME-1951.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bandaríkjaher|Bandaríski hermaðurinn]]
|
| Í nafni bandarískra hermanna í [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]] (1950–1953).
|-
| 1951
| [[File:Mossadeghmohammad.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Múhameð Mossadek]]
| 1882–1967
| Árið 1951 var Mossadek kjörinn forsætisráðherra [[Íran]]s. Hann rak vestræn olíufélög frá landinu og hóf þannig [[Abadankreppan|Abadankreppuna]].
|-
| 1952
| [[File:Queen Elizabeth II-TIME-1953.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| Fædd 1926
| Árið 1952 tók Elísabet við krúnu [[Bretland]]s og [[Breska samveldið|breska samveldisins]] eftir dauða föður síns, [[Georg 6. Bretlandskonungur|Georgs 6. konungs]].
|-
| 1953
| [[File:Konrad-Adenauer-TIME-1954.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Konrad Adenauer]]
| 1876–1967
| Árið 1953 var Adenauer endurkjörinn [[Kanslari Þýskalands|kanslari Vestur-Þýskalands]].
|-
| 1954
| [[File:Senator John Foster Dulles (R-NY) (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[John Foster Dulles]]
| 1888–1959
| Sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1954 var Dulles hönnuður [[Suðaustur-Asíubandalagið|Suðaustur-Asíubandalagsins]].
|-
| 1955
| [[File:Mr. Harlow H. Curtice, General Manager. Buick Motor Division.jpg|border|80px]] <!-- Do NOT place a non-free file here, per WP:NFTABLE and WP:NFLISTS -->
! scope="row" | [[Harlow Curtice]]
| 1893–1962
| Curtice var forseti [[General Motors]] (GM) frá 1953 til 1958. Árið 1955 seldi GM fimm milljónir farartækja og varð fyrst fyrirtækja til að þéna heilan milljarð Bandaríkjadollara á einu ári.<ref>{{Cite news |title=Harlow H. Curtice is dead at 69 |work=[[The New York Times]] |date=November 4, 1962 |url=http://select.nytimes.com/mem/archive/pdf?res=F40A11F9385B12718DDDAD0894D9415B828AF1D3 |accessdate=October 6, 2009}} (fee for article)</ref>
|-
| 1956
| [[File:Szétlőtt harckocsi a Móricz Zsigmond körtéren.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Uppreisnin í Ungverjalandi|Ungverski frelsisbaráttumaðurinn]]
|
| Í nafni byltingarmanna sem tóku þátt í [[Uppreisnin í Ungverjalandi|uppreisninni árið 1956]].
|-
| 1957
| [[File:Nikita-Khrushchev-TIME-1958.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Níkíta Khrústsjov]]
| 1894–1971
| Árið festi Khrústsjov sig í sessi sem leiðtogi Sovétríkjanna með því að klekkja á tilraun forsætisnefndarinnar til að bola honum frá völdum. Hann leiddi Sovétríkin jafnframt inn í [[geimkapphlaupið]] með skoti [[Spútnik 1]] á sporbaug.
|-
| 1958
| [[File:Charles-DeGaulle-TIME-1959.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Charles de Gaulle]]
| 1890–1970
| De Gaulle var útnefndur [[forsætisráðherra Frakklands]] í maí árið 1958 og eftir hrun [[Fjórða franska lýðveldið|fjórða lýðveldisins]] og stofnun [[Fimmta franska lýðveldið|fimmta lýðveldisins]] var hann kjörinn [[Forseti Frakklands|forseti landsins]] í desember.
|-
| 1959
| [[File:Dwight D. Eisenhower, official photo portrait, May 29, 1959.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Dwight D. Eisenhower]] (2)
| 1890–1969
| Eisenhower var forseti Bandaríkjanna frá 1953 til 1961.
|-
| 1960
| [[File:Conical flask teal.svg|80px]]
! scope="row" | [[Vísindi í Bandaríkjunum|Bandarískir vísindamenn]]
|
| Í nafni [[George Wells Beadle|George Beadle]], [[Charles Stark Draper|Charles Draper]], [[John Franklin Enders|John Enders]], [[Donald A. Glaser]], [[Joshua Lederberg]], [[Willard Libby]], [[Linus Pauling]], [[Edward Mills Purcell|Edward Purcell]], [[Isidor Isaac Rabi|Isidor Rabi]], [[Emilio G. Segrè|Emilio Segrè]], [[William Shockley]], [[Edward Teller]], [[Charles Hard Townes|Charles Townes]], [[James Van Allen]] og [[Robert Burns Woodward|Robert Woodward]].
|-
| 1961
| [[File:John F. Kennedy, White House photo portrait, looking up.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[John F. Kennedy]]
| 1917–1963
| Kennedy var svarinn í forsetaembætti Bandaríkjanna árið 1961 og skipaði [[Innrásin í Svínaflóa|innrásina í Svínaflóa]] síðar sama ár.
|-
| 1962
| [[File:Pope John XXIII - Time Magazine Cover - January 4, 1963.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jóhannes 23.]]
| 1881–1963
| Jóhannes 23. var [[páfi]] [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] frá 1958 til 1963. Árið 1962 bauðst hann til að miðla málum í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] og vann sér hylli beggja deiluaðila. Hann hóf jafnframt [[síðara Vatíkanþingið]] sama ár.
|-
| 1963
| [[File:Martin Luther King, Jr..jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Martin Luther King, Jr.]]
| 1929–1968
| King var leiðtogi í [[Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum|réttindabaráttu bandarískra blökkumanna]] og flutti ræðuna frægu „Ég á mér draum“ árið 1963.
|-
| 1964
| [[File:37 Lyndon Johnson 3x4.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Lyndon B. Johnson]]
| 1908–1973
| Johnson var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]] árið 1964, tryggði framgang [[Réttindafrumvarpið 1964|réttindafrumvarpsins]] síðar sama ár, lýsti yfir [[Stríðið gegn fátækt|stríði gegn fátækt]] og jók afskipti Bandaríkjamanna af [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]].
|-
| 1965
| [[File:Gen William C Westmoreland.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[William Westmoreland]]
| 1914–2005
| Westmoreland hershöfðingi var leiðtogi Bandaríkjahers í [[Suður-Víetnam]] í Víetnamstríðinu.
|-
| 1966
| [[File:US Birth Rates.svg|80px]]
! scope="row" | [[Uppgangskynslóðin|Arftakinn]]
|
| Í nafni kynslóðar bandarískra ungmenna á og undir 25 ára aldri.
|-
| 1967
| [[File:LBJ3.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Lyndon B. Johnson]] (2)
| 1908–1973
| Johnson var forseti Bandaríkjanna frá 1963 til 1969.
|-
| 1968
| [[File:Apollo 8 Crewmembers - GPN-2000-001125.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Geimfari|Geimfararnir]] í [[Apollo 8]]
|
| Árið 1968 varð áhöfn Apollo 8 ([[William Anders]], [[Frank Borman]] og [[Jim Lovell]]) fyrst til þess að ferðast út fyrir lága sporbraut um jörðina. Hún fór á sporbraut um tunglið og ruddi þannig brautina fyrir fyrstu mönnuðu tunglferðina árið 1969.
|-
| 1969
| [[File:US map-Central.png|80px]]
! scope="row" | [[Mið-Bandaríkin|Mið-Bandaríkjamenn]]
|
| Einnig kallaðir „[[þögli meirihlutinn]]“.<ref>{{cite journal |last=Larsen |first=Roy |date=January 5, 1970 |title=A Letter From The Publisher |journal=Time |url=http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,943108,00.html#ixzz1EiZ91J8D |access-date=október 14, 2020 |archive-date=ágúst 22, 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130822171737/http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,943108,00.html#ixzz1EiZ91J8D |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1970
| [[File:Bundesarchiv B 145 Bild-F057884-0009, Willy Brandt.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Willy Brandt]]
| 1913–1992
| Sem kanslari [[Vestur-Þýskaland]]s varð Brandt kunnur fyrir að „reyna að stofna til fersks sambands milli austurs og vesturs“ með „[[Austurstefna|djarfri nálgun sinni]] á Sovétríkin og Austurblokkina“.<ref>"Willy Brandt", Time Magazine, January 4, 1971, [http://www.time.com/time/subscriber/personoftheyear/archive/stories/1970.htmlo online archive]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Retrieved July 11, 2007.</ref>
|-
| 1971
| [[File:Richard M. Nixon, ca. 1935 - 1982 - NARA - 530679.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Richard Nixon]]
| 1913–1994
| Nixon var forseti Bandaríkjanna frá 1969 til 1974.
|-
| rowspan="2" | 1972
| [[File:Richard M. Nixon 30-0316M original (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Richard Nixon]] (2)
| 1913–1994
| Nixon fór í [[Heimsókn Nixons til Kína 1972|heimsókn til Kína]] árið 1972, fyrstur Bandaríkjaforseta. Nixon samdi jafnframt um [[SALT I]]-samninginn við Sovétríkin og vann síðan endurkjör í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1972|forsetakosningum í lok ársins]] með einum stærsta atkvæðamun í sögu Bandaríkjanna.
|-
| [[File:Henry Kissinger.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Henry Kissinger]]
| Fæddur 1923
| Sem þjóðaröryggisráðgjafi forsetans fór Kissinger með Nixon til Kína árið 1972.
|-
| 1973
| [[File:WatergateFromAir.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[John Sirica]]
| 1904–1992
| Sem yfirmaður héraðsdómstólsins í Colombia-umdæmi skipaði Sirica árið 1973 Nixon forseta að afhenda hljóðupptökur af samræðum í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]] í tengslum við [[Watergate-málið]].
|-
| 1974
| [[File:King Faisal of Saudi Arabia on on arrival ceremony welcoming 05-27-1971 (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Feisal bin Abdul Aziz al-Sád|Feisal konungur]]
| 1906–1975
| Feisal, [[konungur Sádi-Arabíu]], orsakaði [[Olíukreppan 1973|olíukreppuna 1973]] með því að draga sádiarabíska olíu af heimsmörkuðum til að mótmæla stuðningi vesturlanda við [[Ísrael]] í [[Jom kippúr-stríðið|jom kippúr-stríðinu]].
|-
| 1975
| [[File:MarilynMonroe - YankArmyWeekly.jpg|80px]]
! scope="row" | [[Bandaríkjakonur]]
|
| Í nafni [[Susan Brownmiller]], [[Kathleen Byerly]], [[Alison Cheek]], [[Jill Ker Conway|Jill Conway]], [[Betty Ford]], [[Ella T. Grasso|Ellu Grasso]], [[Carla Anderson Hills|Cörlu Hills]], [[Barbara Jordan|Barböru Jordan]], [[Billie Jean King]], [[Carol Sutton]], [[Susie Sharp]] og [[Addie Wyatt]].
|-
| 1976
| [[File:JimmyCarterPortrait2.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jimmy Carter]]
| Fæddur 1924
| Í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1976|forsetakosningum árið 1976]] sigraði Carter sitjandi forsetann [[Gerald Ford]] og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
|-
| 1977
| [[File:Anwar Sadat cropped.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Anwar Sadat]]
| 1918–1981
| Sem forseti Egyptalands varð Sadat fyrsti arabíski leiðtoginn sem ferðaðist til Ísraels árið 1977 til að ræða friðarsamning og stjórnmálasamband milli Ísraela og Egypta.
|-
| 1978
| [[File:Deng Xiaoping.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Deng Xiaoping]]
| 1904–1997
| Varaforsætisráðherra Kína. Deng steypti [[Hua Guofeng]] af stóli og varð í reynd æðsti stjórnandi Kína árið 1978.
|-
| 1979
| [[File:عکسی از خمینی.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[Ruhollah Khomeini]]
| 1902–1989
| Khomeini leiddi [[Íranska byltingin|írönsku byltinguna]] og tók sjálfum sér vald sem [[æðsti leiðtogi Írans]].
|-
| 1980
| [[File:Official Portrait of President Reagan 1981.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ronald Reagan]]
| 1911–2004
| Reagan vann sigur á móti sitjandi forsetanum [[Jimmy Carter]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1980|kosningum árið 1980]] og var kjörinn nýr [[forseti Bandaríkjanna]].
|-
| 1981
| [[File:Strajk sierpniowy w Stoczni Gdańskiej im. Lenina 22.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Lech Wałęsa]]
| Fæddur 1943
| Leiðtogi pólska verkalýðsfélagsins [[Samstaða (pólskt verkalýðsfélag)|Samstöðu]] og hönnuður [[Gdańsk-samkomulagið|Gdańsk-samkomulagsins]] þar til hann var handtekinn og [[herlög]]um var lýst í desember 1981.
|-
| 1982
| [[File:Sanco 8001.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Einkatölva|Tölvan]]
|
| Lýst vél ársins til að boða upphaf upplýsingaaldar.
|-
| rowspan="2" | 1983
|[[File:Official Portrait of President Reagan 1981.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ronald Reagan]] (2)
| 1911–2004
| Árið 1983 skipaði Reagan, sem [[forseti Bandaríkjanna]], [[Innrásin í Grenada|innrásina í Grenada]] og kynnti [[Geimvarnaráætlun Bandaríkjanna]].
|-
| [[File:Yuri Andropov - Soviet Life, August 1983.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Júríj Andropov]]
| 1914–1984
| Andropov, sem var [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]], var afar gagnrýninn á geimvarnaráætlun Reagans. Andropov var lagður inn á sjúkrahús í ágúst 1983 og lést næsta ár.
|-
| 1984
| [[File:Peter Ueberroth.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Peter Ueberroth]]
| Fæddur 1937
| Ueberroth stýrði skipulagningu [[Sumarólympíuleikarnir 1984|Sumarólympíuleikanna 1984]], sem [[Ólympíuleikarnir sniðgengnir|voru sniðgengnir]] af Sovétmönnum.
|-
| 1985
| [[File:Deng Xiaoping and Jimmy Carter at the arrival ceremony for the Vice Premier of China. - NARA - 183157-restored(cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Deng Xiaoping]] (2)
| 1904–1997
| Sem æðsti leiðtogi Kína varð Deng kunnur fyrir „yfirgripsmiklar efnahagsumbætur sem hafa gengið gegn marxískri rétthugsun“.<ref>{{cite news |url=http://articles.latimes.com/1985-12-30/news/mn-29833_1_heat-lamp |title=Time Picks China's Deng Xiaoping as Man of the Year |author=Jennings Parrott |newspaper=[[Los Angeles Times]] |date=December 30, 1985 |access-date=2020-10-14 |archive-date=2013-12-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20131203071728/http://articles.latimes.com/1985-12-30/news/mn-29833_1_heat-lamp |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1986
| [[File:Corazon Aquino 1986.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Corazon Aquino]]
| 1933–2009
| Aquino var einn af leiðtogum byltingarinnar í Filippseyjum 1986 og var kjörin forseti Filippseyja sama ár.
|-
| 1987
| [[File:Gorbachev (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Míkhaíl Gorbatsjov]]
| Fæddur 1931
| Sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna stýrði Gorbatsjov stjórnarumbótunum ''[[perestrojka]]'' árið 1987.
|-
| 1988
| [[File:Earth Eastern Hemisphere.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jörðin]]
|
| Valin „pláneta ársins“ með vísun í [[Móðir náttúra|móður náttúru]].
|-
| 1989
| [[File:RIAN archive 850809 General Secretary of the CPSU CC M. Gorbachev (crop).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Míkhaíl Gorbatsjov]] (2)
| Fæddur 1931
| Lýstur „maður áratugarins“. Sem [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] stóð Gorbatsjov fyrir fyrstu frjálsu kosningum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í aðdraganda upplausnar [[Austurblokkin|Austurblokkarinnar]].
|-
| 1990
| [[File:George H. W. Bush, President of the United States, 1989 official portrait (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George H. W. Bush]]
| 1924–2018
| Sem [[forseti Bandaríkjanna]] stóð Bush fyrir inngripi Bandaríkjanna í [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] (1990–1991).
|-
| 1991
| [[File:Ted Turner LF.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[Ted Turner]]
| Fæddur 1938
| Stofnandi [[CNN]]. Í greininni var áhersla lögð á umfjöllun CNN um [[Eyðimerkurstormsaðgerðin]]a og [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] og þar talað um „söguna í mótun“.
|-
| 1992
| [[File:Bill Clinton.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bill Clinton]]
| Fæddur 1946
| Clinton sigraði sitjandi forsetann [[George H. W. Bush]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1992|forsetakosningum árið 1992]] og var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]].
|-
| 1993
| [[File:Peace symbol (bold).svg|80px]]
! scope="row" | Friðarsinnarnir
|
| Vísað var til [[Yasser Arafat|Yassers Arafat]], [[Frederik Willem de Klerk|F. W. de Klerk]], [[Nelson Mandela|Nelsons Mandela]] og [[Yitzhak Rabin|Yitshaks Rabin]].<br />Sem [[Forseti Suður-Afríku|ríkisforseti Suður-Afríku]] hafði De Klerk látið leysa Mandela úr fangelsi árið 1990 og þeir höfðu síðan unnið saman að því að binda enda á [[Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku|aðskilnaðarstefnuna í landinu]].<br />Arafat, sem [[forseti palestínsku heimastjórnarinnar]], og Rabin, sem [[forsætisráðherra Ísraels]], skrifuðu árið 1993 undir [[Óslóarsamkomulagið]], sem var fyrsta samkomulagið sem ráðamenn Palestínu og Ísraels gerðu augliti til auglitis.
|-
| 1994
| [[File:JohannesPaul2-portrait.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jóhannes Páll 2.]]
| 1920–2005
| [[Páfi]] [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] frá 1978 til 2005.
|-
| 1995
| [[File:NewtGingrich.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Newt Gingrich]]
| Fæddur 1943
| Leiðtogi „Repúblikanabyltingarinnar“, stórsigurs [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokksins]] í þingkosningum Bandaríkjanna árið 1994 sem leiddi til þess að Gingrich var kjörinn [[forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings]].
|-
| 1996
| [[File:David Ho portrait.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[David Ho]]
| Fæddur 1952
| Vísindamaður og frumkvöðull í rannsóknum á [[alnæmi]].
|-
| 1997
| [[File:Andrew Grove.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Andrew Grove]]
| 1936–2016
| Árið 1997 var Grove formaður og framkvæmdastjóri [[Intel]], brautryðjandafyrirtækis í [[Hálfleiðari|hálfleiðaraiðnaðinum]].
| {{Collapsible list
| title = 3 í öðru sæti
| [[Díana prinsessa]]
| [[Alan Greenspan]]
| [[Ian Wilmut]]
| <ref>{{cite web|url=http://content.time.com/time/specials/packages/0,28757,2020559,00.html|title=Man of the Year 1997|work=[[Time (magazine)|Time]]|accessdate=16 February 2017|url-status=live|archiveurl=https://web.archive.org/web/20170216214322/http://content.time.com/time/specials/packages/0,28757,2020559,00.html|archivedate=16 February 2017|df=dmy-all}}</ref>
}}
|-
| rowspan="2" | 1998
| [[File:William J. Clinton - NCI Visuals Online (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bill Clinton]] (2)
| Fæddur 1946
| Sem [[forseti Bandaríkjanna]] var Clinton [[Landsdómur (Bandaríkin)|kærður til embættismissis]] árið 1998 vegna [[Lewinsky-hneykslið|Lewinsky-hneykslisins]]. [[Öldungadeild Bandaríkjaþings]] sýknaði hann af ákærunni.
| Rowspan="9" |
|-
| [[File:Starr-large (1).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ken Starr]]
| Fæddur 1946
| Starr, lögfræðingur sem rannsakaði ýmsa starfsmenn Clinton-stjórnarinnar, birti [[Starr-skýrslan|Starr-skýrsluna]] árið 1998 og ruddi þannig veginn fyrir ákæruferlið gegn Bill Clinton.
|-
| 1999
| [[File:Jeff Bezos' iconic laugh.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jeff Bezos]]
| Fæddur 1964
| Bezos er stofnandi og framkvæmdastjóri [[Amazon.com]].
|-
| 2000
| [[File:GeorgeWBush.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George W. Bush]]
| Fæddur 1946
| Árið 2000 sigraði Bush sitjandi varaforsetann [[Al Gore]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2000|kosningum]] og var kjörinn forseti Bandaríkjanna
|-
| 2001
| [[File:Rudy Giuliani.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Rudy Giuliani]]
| Fæddur 1944
| Giuliani var borgarstjóri [[New York-borg]]ar þegar [[hryðjuverkin 11. september 2001]] voru framin og var valinn sem tákn fyrir viðbrögðum Bandaríkjamanna við árásinni.
|-
| 2002
| [[File:Whistle icon.svg|80px]]
! scope="row" | [[Uppljóstrun|Uppljóstrararnir]]
|
| Í nafni [[Cynthia Cooper|Cynthiu Cooper]], [[Coleen Rowley]] og [[Sherron Watkins]].<br />Árip 2001 afhjúpaði Watkins bókhaldssvik í fjármálaskýrslum [[Enron]] og bar vitni fyrir þingnefnd næsta ár. Árið 2002 upplýsti Cooper 3,8 milljarða dollar fjársvik hjá [[WorldCom]]. Á þeim tíma voru þetta umfangsmestu bókhaldssvik í sögu Bandaríkjanna. Árið 2002 bar Rowley, starfsmaður hjá [[Bandaríska alríkislögreglan|bandarísku alríkislögreglunni]] (FBI), vitni um misferli í meðhöldlun FBI á gögnum í tengslum við hryðjuverkin 11. september 2001.
|-
| 2003
| [[File:2ID Recon Baghdad.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bandaríkjaher|Bandaríski hermaðurinn]] (2)
|
| Í nafni bandarískra hermanna um allan heim, sérstaklega í [[Íraksstríðið|Íraksstríðinu]] (2003–2011).
|-
| 2004
| [[File:George-W-Bush.jpeg|border|80px]]
! scope="row" | [[George W. Bush]] (2)
| Fæddur 1946
| Árið 2004 vann Bush endurkjör sem forseti Bandaríkjanna og leiddi Bandaríkin í Íraksstríðinu.
|-
| 2005
| [[File:Bill og Melinda Gates 2009-06-03 (bilde 01).JPG|border|80px]]<br />[[File:Bono WEF 2008.jpg|border|80px]]
! scope="row" | Miskunnsömu Samverjarnir
|
| Í nafni [[Bono]], [[Bill Gates|Bills Gates]] og [[Melinda Gates|Melindu Gates]].<br />Bono, mannvinur og meðlimur í rokkhljómsveitinni [[U2]], hjálpaði við skipulagningu [[Live 8]]-tónleikanna árið 2005. Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, og eiginkona hans, Melinda, settu á fót hjálparstofnunina [[Bill & Melinda Gates Foundation]].
|-
| 2006
|
! scope="row" | [[Þú]]<ref name="you">{{cite news | author=Lev Grossman | title=You – Yes, You – Are Time's Person of the Year | url=http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,1570810,00.html | work=Time | date=December 13, 2006 | accessdate=December 20, 2012 | archive-date=ágúst 24, 2013 | archive-url=https://web.archive.org/web/20130824225114/http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,1570810,00.html | dead-url=yes }}</ref>
|
| Í nafni sjálfstæðra útgefenda á [[internet]]inu.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Mahmoud Ahmadinejad]]
| [[Hu Jintao]]
| [[Kim Jong-il]]
| [[James Baker]]
| <ref>{{cite news|url=http://www.nbcnews.com/id/16242528/ns/us_news-life/t/time-magazines-person-year-you/|date=December 17, 2006|newspaper=Time|title=Time magazine's 'Person of the Year' is ... You|author=NBC News Staff}}</ref>
}}
|-
| 2007
| [[File:Vladimir Putin official portrait.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Vladímír Pútín]]<ref>{{cite news |author= |title=Person of the Year 2007 |url=http://www.time.com/time/specials/2007/0,28757,1690753,00.html |work=Time |year=2007 |accessdate=July 8, 2009 |archive-date=ágúst 24, 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130824201145/http://www.time.com/time/specials/2007/0,28757,1690753,00.html |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1952
| Árið 2007 var Pútín að ljúka öðru kjörtímabili sínu sem [[forseti Rússlands]] og búa sig undir embættistöku sem [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Al Gore]]
| [[J. K. Rowling]]
| [[Hu Jintao]]
| [[David Petraeus]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,1690753,00.html|date=December 19, 2007|newspaper=Time|title=Complete List – Person of the Year 2007|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2008
| [[File:Obama portrait crop.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Barack Obama]]<ref>{{cite news |title=Person of the Year 2008 |url=http://www.time.com/time/specials/2008/personoftheyear/article/0,31682,1861543_1865068,00.html?cnn=yes |work=Time |accessdate=December 17, 2008 |date=December 17, 2008 |first=David |last=Von Drehle |archive-date=apríl 29, 2009 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090429064022/http://www.time.com/time/specials/2008/personoftheyear/article/0,31682,1861543_1865068,00.html?cnn=yes |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1961
| Árið 2008 sigraði Obama [[John McCain]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2008|forsetakosningum]] og var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Henry Paulson]]
| [[Nicolas Sarkozy]]
| [[Sarah Palin]]
| [[Zhang Yimou]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,1861543,00.html|date=December 17, 2008|newspaper=Time|title=Person of the Year 2008|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2009
| [[File:Ben Bernanke official portrait.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ben Bernanke]]<ref>{{cite news |url=http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1946375_1947251,00.html |title=Person of the Year 2009 |last=Grunwald |first=Michael |date=December 16, 2009 |work=Time |accessdate=December 16, 2009 |archive-date=ágúst 26, 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826123238/http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1946375_1947251,00.html |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1953
|[[Seðlabanki Bandaríkjanna|Seðlabankastjóri Bandaríkjanna]] á tíma [[Fjármálakreppan 2007–08|fjármálakreppunnar 2007–08]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Stanley McChrystal]]
| Kínverski verkamaðurinn
| [[Nancy Pelosi]]
| [[Usain Bolt]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,1946375,00.html|date=December 16, 2009|newspaper=Time|title=Person of the Year 2009|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2010
| [[File:Mark Zuckerberg at the 37th G8 Summit in Deauville 037.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Mark Zuckerberg]]<ref>{{cite news |url=http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2036683_2037183,00.html |title=Person of the Year 2010 |last=Grossman |first=Lev |date=December 15, 2010 |work=Time |accessdate=December 15, 2010 |archive-date=desember 15, 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101215133743/http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2036683_2037183,00.html |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1984
| Stofnandi samfélagsmiðilsins [[Facebook]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Teboðshreyfingin]]
| [[Hamid Karzai]]
| [[Julian Assange]]
| [[Námuslysið í Copiapó 2010|Sílesku námuverkamennirnir]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,2036683,00.html|date=December 15, 2010|newspaper=Time|title=Complete List – Person of the Year 2010|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2011
| [[File:Marcha estudiantes Chile.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Mótmæli|Mótmælandinn]]<ref>{{cite news |url=http://timemagazine.tumblr.com/post/14212577849/times-2011-person-of-the-year-is-the-protester |title=Person of the Year 2011 |last=Grunwald |first=Michael |date=December 14, 2011 |work=Time |accessdate=December 14, 2011}}</ref>
|
| Í nafni ýmissa mótmælahreyfinga um allan heim, þ. á m. [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]], [[Mótmælin á Spáni 2011|hreyfingar hinna grömu]], [[Occupy-hreyfingin|Occupy-hreyfingarinnar]], [[Teboðshreyfingin|Teboðshreyfingarinnar]] ásamt mótmælum í [[Síle]], [[Grikkland]]i, [[Indland]]i og [[Rússland]]i o. fl.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[William McRaven]]
| [[Ai Weiwei]]
| [[Paul Ryan]]
| [[Kate Middleton]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,2101745,00.html|date=December 14, 2011|newspaper=Time|title=Complete List – Person of the Year 2011|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2012
| [[File:President Barack Obama, 2012 portrait crop.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Barack Obama]] (2)<ref>{{cite news|author=Michael Scherer|title=Person of the Year 2012|url=http://poy.time.com/2012/12/19/person-of-the-year-barack-obama/|work=Time|accessdate=December 23, 2012|date=December 19, 2008}}</ref>
| Fæddur 1961
| Árið 2012 var Obama endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2012|kosningum]] á móti [[Mitt Romney]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Malala Yousafzai]]
| [[Tim Cook]]
| [[Múhameð Morsi]]
| [[Fabiola Gianotti]]
| <ref>{{cite news|title=Person of the Year 2012|url=http://poy.time.com/person-of-the-year-2012/|work=Time|accessdate=January 20, 2019|date=December 19, 2012}}</ref>
}}
|-
| 2013
|[[File:Pope Francis Philadelphia 2015 (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Frans páfi]]<ref>{{cite news |author= |title=Pope Francis, The People’s Pope |url=http://poy.time.com/2013/12/11/person-of-the-year-pope-francis-the-peoples-pope/?hpt=hp_t2 |work=Time |accessdate=December 11, 2013 |date=December 11, 2013}}</ref>
| Fæddur 1936
| Frans varð [[páfi]] [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] árið 2013 eftir afsögn [[Benedikt 16.|Benedikts 16.]] páfa.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Edward Snowden]]
| [[Edith Windsor]]
| [[Bashar al-Assad]]
| [[Ted Cruz]]
| <ref>{{cite news|url=http://poy.time.com/person-of-the-year-2013/|date=December 11, 2013|work=Time|title=Pope Francis: Person of the Year 2013}}</ref>
}}
|-
| 2014
| [[File:PPE Training (2).jpg|border|80px]]
! scope="row" | Baráttumenn gegn [[Ebóla|ebólu]]<ref name=ebola>{{cite news|author=|title=The Choice|url=http://time.com/time-person-of-the-year-ebola-fighters-choice/|work=Time|accessdate=December 10, 2014|date=December 10, 2014}}</ref>
|
|Átt var við heilbrigðisstarfsmenn sem unnu að því að hefta útbreiðslu [[Ebóla|ebólu]] í [[Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku|ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku]]. Þar á meðal voru ekki aðeins læknar og hjúkrunarfræðingar heldur einnig sjúkrabílstjórar, greftrunarstarfsmenn og fleiri.<ref>{{cite news |url=http://www.cnn.com/2014/12/10/world/time-person-of-the-year/ |title=Ebola fighters are Time's 'Person of the Year' |author=Eliott C. McLaughlin |date=December 10, 2014 |work=CNN |accessdate=July 25, 2015}}</ref>
Á forsíðunum birtust dr. Jerry Brown, framkvæmdastjóri Eternal Love Winning Africa-spítalans í [[Monróvía|Monróvíu]] í [[Líbería|Líberíu]],<ref>{{cite news |url=http://www.smh.com.au/content/dam/images/1/2/4/l/j/j/image.related.articleLeadNarrow.300x0.124l0d.png/1418243285880.jpg |work=The Sydney Morning Herald |title=Image: 1418243285733.jpg, (300 × 400 px)}}</ref><ref name="time.com">{{cite web |url=http://time.com/time-person-of-the-year-ebola-fighters/ |title=Time Person of the Year 2014: Ebola Fighters |work=Time.com |accessdate=July 25, 2015 |date=December 10, 2014}}</ref> dr. [[Kent Brantly]], læknir hjá hjálparsamtökunum [[Samaritan's Purse]] og fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem sýktist í faraldrinum 2014,<ref name="time.com" /><ref>{{cite news |url=http://assets.nydailynews.com/polopoly_fs/1.2040224!/img/httpImage/image.jpg_gen/derivatives/article_970/article-time2-1210.jpg |location=New York |work=Daily News |title=Image: article-time2-1210.jpg (970 × 1293 px) |access-date=2020-10-14 |archive-date=2016-03-04 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160304113722/http://assets.nydailynews.com/polopoly_fs/1.2040224!/img/httpImage/image.jpg_gen/derivatives/article_970/article-time2-1210.jpg |dead-url=yes }}</ref> Ella Watson-Stryker, heilbrigðistalsmaður hjá [[Læknar án landamæra|Læknum án landamæra]],<ref name="time.com" /><ref name="s-nbcnews">{{cite web |url=http://media2.s-nbcnews.com/j/streams/2014/December/141210/1D274907403248-ella.blocks_desktop_large.jpg |title=Image: 1D274907403248-ella.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px) |publisher=media2.s-nbcnews.com |accessdate=September 23, 2015}}</ref> Foday Gallah, sjúkrabílstjóri í Monróvíu sem lifði af ebólusýkingu<ref name="time.com" /><ref name="s-nbcnews2">{{cite web |url=http://media2.s-nbcnews.com/j/streams/2014/December/141210/1D274907403249-foday.blocks_desktop_large.jpg |title=Image: 1D274907403249-foday.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px) |publisher=media2.s-nbcnews.com |accessdate=September 23, 2015}}</ref> og [[Salome Karwah]], líberískur heilbrigðisráðgjafi og hjúkrunarfræðingur í þjálfun sem missti foreldra sína vegna sjúkdómsins.<ref name="time.com" /><ref name="s-nbcnews3">{{cite web |url=http://media4.s-nbcnews.com/j/streams/2014/December/141210/1D274907403247-salome.blocks_desktop_large.jpg |title=Image: 1D274907403247-salome.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px) |publisher=media4.s-nbcnews.com |accessdate=September 23, 2015}}</ref> Fleiri nafna var getið í greininni sjálfri, meðal annars dr. Pardis Sabeti frá Broad-stofnuninni.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Ferguson-óeirðirnar|Ferguson-mótmælendurnir]]
| [[Vladímír Pútín]]
| [[Masoud Barzani]]
| [[Jack Ma]]
| <ref name=ebola />
}}
|-
| 2015
| [[File:Angela Merkel Juli 2010 - 3zu4.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Angela Merkel]]
| Fædd 1954
| [[Kanslari Þýskalands]] frá 2005, valin vegna forystu hennar í [[Skuldakreppan í Evrópu|grísku skuldakreppunni]] og [[Evrópski flóttamannavandinn|evrópsku flóttamannakreppunni]].<ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-angela-merkel-choice/|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=The Choice: Why Angela Merkel is Time's Person of the Year 2015|author=Nancy Gibbs}}</ref>
| {{Collapsible list
| title = 6 í öðru sæti
| [[Abu Bakr al-Baghdadi]]
| [[Donald Trump]]
| [[Black Lives Matter]]
| [[Hassan Rouhani]]
| [[Travis Kalanick]]
| [[Caitlyn Jenner]]
| <ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-abu-bakr-al-baghdadi/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Abu Bakr al-Baghdadi}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-donald-trump/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time uPerson of the Year 2015 Runner-Up: Donald Trump}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-black-lives-matter/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Black Lives Matter}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-hassan-rouhani/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Hassan Rouhani}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-travis-kalanick/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Travis Kalanick}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-caitlyn-jenner/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Caitlyn Jenner}}</ref>
}}
|-
| 2016
| [[File:Official Portrait of President Donald Trump.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Donald Trump]]
| Fæddur 1946
| Árið 2016 vann Trump [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016|forsetakosningar]] á móti [[Hillary Clinton]] og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
| {{Collapsible list
| title = 5 í öðru sæti
| [[Hillary Clinton]]
| Hakkararnir
| [[Recep Tayyip Erdoğan]]
| [[CRISPR|CRISPR-frumkvöðlarnir]]
| [[Beyoncé]]
| <ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-hillary-clinton-runner-up/|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Hillary Clinton: Time Person of the Year 2016 Runner Up}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-hackers-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Hackers: Time Person of the Year 2016 Runner Up}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-erdogan-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Recep Tayyip Erdogan: Turkish President Who Resisted a Coup}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-crispr-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=CRISPR Technology Scientists on Their Gene Editing Tool}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-beyonce-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Beyonce: Time Person of the Year 2016 Runner Up}}</ref>
}}
|-
| 2017
| [[File:Feminism and Media 2.jpg|border|80px]]
! scope="row" | Konurnar sem rufu þögnina
|
| Einstaklingar sem greindu frá kynferðislegri áreitni, meðal annars leiðtogar [[Me too-byltingin|Me too-hreyfingarinnar]]. Á forsíðunni birtust jarðarberjatínslukonan Isabel Pascual (dulnefni), hagsmunafulltrúinn Adama Iwu, leikkonan [[Ashley Judd]], hugbúnaðarverkfræðingurinn [[Susan Fowler]], söngkonan og lagahöfundurinn [[Taylor Swift]], og sjötta konan, sjúkrahússtarfsmaður sem fór fram á nafnleynd og sést því ekki framan í. Í meðfylgjandi grein var einnig fjallað um leikkonuna [[Alyssa Milano|Alyssu Milano]], aðgerðasinnann [[Tarana Burke|Tarönu Burke]], leikkonuna [[Selma Blair|Selmu Blair]], ákærendurna sjö í málssókninni gegn [[Plaza Hotel|Plaza-hótelinu]], stjórnmálakonuna [[Sara Gesler|Söru Gesler]], athafnakonuna Lindsay Meyer, uppvaskarann Söndru Pezqueda, leikkonuna Rose McCowan, sálfræðinginn og rithöfundinn [[Wendy Walsh]], bloggarann Lindsey Reynolds, húsþernuna Juönu Melara, blaðakonuna Söndru Muller, leikarann [[Terry Crews]], prófessorana [[Celeste Kidd]] og [[Jessica F. Cantlon|Jessicu Cantlon]] við [[Háskólinn í Rochester|Rochester-háskóla]], blaðakonuna [[Megyn Kelly]], blaðakonuna [[Jane Merrick]], framleiðandann Zeldu Perkins, Evrópuþingkonuna [[Terry Reintke]], hjálparstarfsmanninn Bex Bailey, sýningarstjórann Amöndu Schmitt, kvikmyndagerðarkonuna [[Blaise Godbe Lipman]], og ónafngreinda fyrrum aðstoðarkonu á skrifstofu.<ref name="time17">{{cite web |last1=Zacharek |first1=Stephanie |last2=Dockterman |first2=Eliana |last3=Edwards |first3=Haley Sweetland |url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-silence-breakers |title=Time Person of the Year 2017: The Silence Breakers |website=Time |accessdate=6 December 2017}}</ref><ref>[https://www.youtube.com/watch?v=MkR8GY2YBAU Time Person of the Year 2017: The Silence Breakers], POY video posted by TIME to YouTube on Dec 6, 2017</ref>
| {{Collapsible list
|title = 6 í öðru sæti
| [[Donald Trump]]
| [[Xi Jinping]]
| [[Robert Mueller]]
| [[Kim Jong-un]]
| [[Colin Kaepernick]]
| [[Patty Jenkins]]
| <ref>{{cite web|title=Donald Trump: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-donald-trump-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Xi Jinping: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-xi-jinping-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Robert Mueller: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-robert-mueller-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Kim Jong Un: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-kim-jong-un-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Colin Kaepernick: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-colin-kaepernick-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Patty Jenkins: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-patty-jenkins-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref>
}}
|-
| 2018
| [[File:Jamal Khashoggi in March 2018.jpg|border|80px]][[File:PH1-RAPPLER-DSCF3442.jpg|border|80px]][[File:Police escort detained Reuters journalist Kyaw Soe Oo.jpg|border|80px]]
! scope="row" | Verðirnir
|
|
Blaðamenn sem sættu ofsóknum, handtöku eða lífláti fyrir fréttaflutning sinn. Á fjórum forsíðuútgáfum birtust:
* [[Jamal Khashoggi]], pistlahöfundur hjá ''[[The Washington Post|Washington Post]]'' sem var myrtur vegna gagnrýni sinnar á [[Múhameð bin Salman|krónprins Sádi-Arabíu]];
* [[Maria Ressa]], ritstjóri filippseysku fréttavefsíðunnar [[Rappler]], sem var ákærð vegna gagnrýninnar umfjöllunar sinnar um ofbeldisfullar stefnur [[Rodrigo Duterte|forseta landsins]];
* [[Wa Lone]] og [[Kyaw Soe Oo]], blaðamenn ''[[Reuters]]'' sem handteknir voru í Mjanmar við rannsóknir á fjöldamorðum gegn [[Róhingjar|Róhingjum]];
* Starfsfólk ''[[The Capital]]'', fréttablaðs í [[Maryland]] sem varð fyrir byssuárás á skrifstofu sína þar sem fimm starfsmenn létu lífið.<ref>{{cite news|url= https://www.today.com/news/time-person-year-2018-guardians-war-truth-t144911|date=December 11, 2018|newspaper=Today Show|title=Time's 2018 Person of the Year: 'The Guardians and the War on Truth'|author=Kim, Eun Kyung|accessdate=11 December 2018}}</ref>
Í meðfylgjandi grein var einnig fjallað um eftirfarandi blaðamenn: [[Shahidul Alam]] frá Bangladess, [[Nguyễn Ngọc Như Quỳnh]] frá Víetnam, Dulcina Parra frá Mexíkó, [[Luz Mely Reyes]] frá Venesúela, [[Can Dündar]] frá Tyrklandi, [[Tatjana Felgenhauer]] frá Rússlandi, Amal Habani frá Súdan og [[Arkadíj Babtsjenkó]] frá Rússlandi.<ref>{{cite web |last1=Vick |first1=Karl |title=Time Person of the Year 2018: The Guardians |url=http://time.com/person-of-the-year-2018-the-guardians/ |website=Time |accessdate=12 December 2018 |language=en-us}}</ref>
| {{Collapsible list
| title = 6 í öðru sæti
| [[Donald Trump]]
| [[Robert Mueller]]
| [[March for Our Lives|Aðgerðasinnarnir]]
| [[Moon Jae-in]]
| [[Ryan Coogler]]
| [[Meghan Markle]]
| <ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-donald-trump-runner-up/|title=Donald Trump: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=11 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-robert-mueller-runner-up/|title=Robert Mueller: Tine Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=11 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-the-activists-runner-up/|title=The Activists: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-moon-jae-in-runner-up/|title=Moon Jae-in: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-ryan-coogler-runner-up/|title=Ryan Coogler: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-meghan-markle-runner-up/|title=Meghan Markle: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref>
}}
|-
| 2019
| [[File:Greta Thunberg au parlement européen (33744056508), recadré.png|80px]]
! scope="row" | [[Greta Thunberg]]
| Fædd 2003
| Umhverfisaðgerðasinni og stofnandi [[Föstudagar fyrir framtíðina|skólaverkfalla fyrir loftslagið]].<ref>{{cite web |last1=Alter|first1=Charlotte |last2=Haynes |first2=Suyin |last3=Worland|first3=Justin |title=Greta Thunberg: Time's Person of the Year 2019 |url=https://time.com/person-of-the-year-2019-greta-thunberg/|website=Time |accessdate=12 December 2019 |language=en-us}}</ref>
|{{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti|[[Donald Trump]]|[[Nancy Pelosi]]|[[Mótmælin í Hong Kong 2019–20|Mótmælendurnir í Hong Kong]]|Uppljóstrarinn í Úkraínumálinu|||
}}<ref>{{Cite web|url=https://www.today.com/video/final-5-candidates-for-time-person-of-the-year-revealed-on-today-74828869944|title=Final 5 candidates for Time Person of the Year revealed on Today|website=Today.com|language=en|access-date=2019-12-11}}</ref>
|-
| rowspan="2" | 2020
| [[File:Joe_Biden_official_portrait_2013_cropped.jpg|80px]]
! scope="row" | [[Joe Biden]]<ref name="2020 Winner">{{cite news |last1=Alter |first1=Charlotte |title=2020 Person of the Year - Joe Biden and Kamala Harris |url=https://time.com/person-of-the-year-2020-joe-biden-kamala-harris |access-date=December 11, 2020 |work=Time |date=December 11, 2020}}</ref>
| Fæddur 1942
| rowspan="2" | Árið 2020 voru Biden og Harris kjörin [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]] og [[varaforseti Bandaríkjanna]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020|kosningum]] gegn sitjandi forsetanum [[Donald Trump]] og varaforsetanum [[Mike Pence]].<ref>{{Cite news|date=2020-11-03|title=Presidential Election Results: Biden Wins|language=en-US|work=The New York Times|url=https://www.nytimes.com/interactive/2020/11/03/us/elections/results-president.html|access-date=2020-12-11|issn=0362-4331}}</ref>
| rowspan="2" |{{Collapsible list|title = 3 í öðru sæti|[[Donald Trump]]|[[Anthony Fauci]] og framlínumenn í heilbrigðisþjónustunni|[[Mótmælin í Bandaríkjunum 2020|Hreyfingin fyrir kynþáttaréttlæti]]|||
}}<ref>{{cite web|url=https://www.today.com/news/who-will-be-time-s-2020-person-year-see-shortlist-t203094|title=Who will be TIME's 2020 Person of the Year? See the shortlist|first=Scott|last=Stump|website=Today.com|language=en|access-date=December 10, 2020}}</ref>
|-
| [[File:Kamala_Harris_official_photo_(cropped2).jpg|80px]]
! scope="row" | [[Kamala Harris]]<ref name="2020 Winner" />
| Fædd 1964
|-
|2021
|[[File:Elon Musk Royal Society.jpg|80px]]
! scope="row" |[[Elon Musk]]<ref>{{Cite web|title=Elon Musk Is TIME's 2021 Person of the Year|url=https://time.com/person-of-the-year-2021-elon-musk/|access-date=2021-12-13|website=Time}}</ref>
|Fæddur 1971
| Framkvæmdastjóri [[Tesla, Inc.]], stofnandi [[SpaceX]], og ríkasti maður í heimi árið 2021.
|-
|}
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|65231|Hvers vegna var Hitler valinn maður ársins?}}
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Bandarísk tímarit]]
[[Flokkur:Frægð]]
[[Flokkur:Viðurkenningar]]
ksz3nv8mej0yht4nsu53t456dtme8ub
Club Universidad Nacional
0
161144
1765929
1699262
2022-08-24T22:33:51Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Club Universidad Nacional A.C.
| Mynd =
| Gælunafn = Pumas
| Stytt nafn =
| Stofnað = 28.ágúst 1954
| Leikvöllur = [[Estadio Olímpico Universitario]], [[Mexíkóborg]]
| Stærð = 63.186
| Knattspyrnustjóri = [[Andrés Lillini]]
| Deild = '''Mexíkóska úrvalsdeildin'''
| Tímabil =2019-2020
| Staðsetning =2. sæti
|pattern_la1 = _pumas2021h
|pattern_b1 = _pumas2021h
|pattern_ra1 = _pumas2021h
|pattern_sh1 = _pumas2021h
|pattern_so1 = _navytop
|leftarm1 = FFFFFF
|body1 = FFFFFF
|rightarm1 = FFFFFF
|shorts1 = FFFFFF
|socks1 = FFFFFF
|pattern_la2 = _pumas2021a
|pattern_b2 = _pumas2021a
|pattern_ra2 = _pumas2021a
|pattern_sh2 = _pumas2021a
|pattern_so2 = _whitetop
|leftarm2 = 000040
|body2 = 000040
|rightarm2 = 000040
|shorts2 = 000040
|socks2 = 000040
|pattern_la3 =
|pattern_b3 =
|pattern_ra3 =
|pattern_sh3 =
|pattern_so3 =
|leftarm3 =
|body3 =
|rightarm3 =
|shorts3 =
|socks3 = }}
'''Club Universidad Nacional''', eða '''Pumas''' eins og félagið er langoftast kallað, er mexíkóskt [[Knattspyrna|knattspyrnufélag]] frá [[Mexíkóborg]].
== Heimasíða ==
* https://www.pumas.mx/
{{S|1954}}
[[Flokkur:Mexíkósk knattspyrnufélög]]
flkwwljcrh98whpzy72phif2s32f5kl
Gustavo Petro
0
168069
1765936
1764873
2022-08-25T00:23:47Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Gustavo Petro
| mynd = Presidente Gustavo Petro.jpg
| myndatexti1 = {{small|Gustavo Petro árið 2022.}}
| titill = Forseti Kólumbíu
| stjórnartíð_start = [[7. ágúst]] [[2022]]
| vara_forseti = [[Francia Márquez]]
| forveri = [[Iván Duque]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1960|4|19}}
| fæðingarstaður = [[Ciénaga de Oro]], [[Córdoba-hérað|Córdoba]], [[Kólumbía|Kólumbíu]]
| stjórnmálaflokkur = Mannleg Kólumbía (frá 2011)
| háskóli = Universidad Externado de Colombia<br>Escuela Superior de Administración Pública<br>Pontificia Universidad Javeriana<br>Universidad de Salamanca
| maki = Katia Burgos (skilin)<br>Mary Luz Herrán (g. 1992; sk. 2003)<br>Verónica Alcocer (g. 2003)
| börn = 5
| undirskrift = Firma de Gustavo Petro.svg
}}
'''Gustavo Francisco Petro Urrego''' (f. 19. apríl 1960) er [[Kólumbía|kólumbískur]] hagfræðingur, stjórnmálamaður, fyrrverandi skæruliði og núverandi [[forseti Kólumbíu]]. Hann var kjörinn forseti í forsetakosningum Kólumbíu þann 19. júní 2022 og tók við embættinu þann 7. ágúst. Petro er fyrsti [[Vinstristefna|vinstrisinnaði]] forseti í sögu kólumbíska lýðveldisins.
==Æviágrip==
Gustavo Petro er fyrrverandi meðlimur í vinstrisinnuðu skæruliðahreyfingunni [[M-19]], eða 19. apríl-hreyfingunni (sp. ''Movimiento 19 de abril''), sem átti í uppreisn gegn ríkisstjórn Kólumbíu frá áttunda áratugnum fram á tíunda áratuginn vegna óánægju með meint kosningasvindl.<ref name=fbl>{{Vefheimild|titill=Kosningar í Kólumbíu gætu orðið afdrifaríkar|url=https://www.frettabladid.is/frettir/kosningar-i-kolumbiu-gaetu-ordid-afdrifarikar/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=29. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref>
Petro gekk í hreyfinguna þegar hann var sautján ára gamall og var handtekinn og dæmdur í tveggja ára fangelsi á níunda áratugnum fyrir vopnasölu. Hann komst í sviðsljósið þegar hann samdi um frið við kólumbísk stjórnvöld fyrir hönd M-19-hreyfingarinnar og tók síðan þátt í að semja drög að nýrri stjórnarskrá fyrir landið. Petro var kjörinn á kólumbíska þingið stuttu eftir aldamótin og stýrði þar þingnefnd sem hafði það hlutverk að rannsaka tengsl nokkurra íhaldssamra þingmanna við hryðjuverkahópa.<ref name=rúvks>{{Vefheimild|titill=Vinstri forseti líklegur í Kólumbíu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/05/28/vinstri-forseti-liklegur-i-kolumbiu|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=28. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=21. júní|höfundur=Kristján Sigurjónsson}}</ref>
Árið 2011 var Petro kjörinn borgarstjóri kólumbísku höfuðborgarinnar [[Bogotá]].<ref name=rúvks/> Petro bauð sig fram til forseta Kólumbíu árið 2018 og lagði þá áherslu á að beita sér gegn félagslegum ójöfnuði, endurúthluta jarðeignum í Kólumbíu og einbeita sér að endurnýtanlegri orku í stað námuiðnaðar.<ref>{{Vefheimild|titill=Kosið öfga á milli í Kólumbíu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/06/17/kosid_ofga_a_milli_i_kolumbiu/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=17. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=21. júní}}</ref> Petro tapaði í annarri umferð kosninganna fyrir íhaldsmanninum [[Iván Duque]].<ref>{{Vefheimild|titill=Iván Duque kjörinn forseti Kólumbíu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ivan-duque-kjoerinn-forseti-kolumbiu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2018|mánuður=29. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=20. júní|höfundur=Daníel Freyr Birkisson}}</ref>
Petro bauð sig aftur fram til forseta í næstu forsetakosningum, árið 2022. Kosningarnar einkenndust af vaxandi óánægju með aukinn ójöfnuð og verðbólgu í Kólumbíu og af óvinsældum fráfarandi forsetans Duque, sem mátti ekki bjóða sig fram til endurkjörs lögum samkvæmt.<ref name=fbl/> Petro lenti í fyrsta sæti í fyrri umferð kosninganna með um fjörutíu prósent atkvæðanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Líkur á vinstrisinnuðum forseta í Kólumbíu í fyrsta sinn frá lýðveldisstofnun|url=https://www.visir.is/g/20222269528d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=30. maí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=20. júní|höfundur=Ólafur Björn Sverrisson}}</ref> Í seinni umferðinni þann 19. júní 2022 vann Petro svo sigur á móti viðskiptajöfrinum [[Rodolfo Hernández Suárez|Rodolfo Hernández]] með rúmum helmingi atkvæða.<ref>{{Vefheimild|titill=Fyrsti vinstrisinnaði forseti Kólumbíu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/06/20/fyrsti_vinstrisinnadi_forseti_kolumbiu/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2022|mánuður=20. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref>
Með sigri sínum í kosningunum varð Petro fyrsti vinstrimaðurinn til að ná kjöri til embættis forseta Kólumbíu frá lýðveldisstofnun.<ref>{{Vefheimild|titill=Gustavo Petro næsti forseti Kólumbíu|url=https://www.ruv.is/frett/2022/06/19/gustavo-petro-naesti-forseti-kolumbiu|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=19. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=20. júní|höfundur=Ólöf Rún Erlendsdóttir}}</ref> Varaforsetaefni Petro, [[Francia Márquez]], varð jafnframt fyrsta blökkukonan til að ná kjöri til embættis varaforseta.<ref>{{Vefheimild|titill=Kólumbíumenn kjósa vinstrimann í forsetaembættið í fyrsta sinn|url=https://www.visir.is/g/20222277400d/kolumbiumenn-kjosa-vinstrimann-i-forsetaembaettid-i-fyrsta-sinn|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=20. júní|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=21. júní|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
|titill=Forseti Kólumbíu
|frá=[[7. ágúst]] [[2022]]
|til=
|fyrir=[[Iván Duque]]
|eftir=Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|æviágrip|stjórnmál}}
{{DEFAULTSORT:Petro, Gustavo}}
{{f|1960}}
[[Flokkur:Forsetar Kólumbíu]]
5zuwir7wgtumll8iz6mmjydokb57me9
Solingen
0
168818
1765890
1763411
2022-08-24T12:37:26Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Solingen Innenstadt 001.JPG|thumb|Solingen.]]
'''Solingen''' er borg í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] í [[Þýskaland]]i. Hún er rétt suður af [[Wuppertal]], 25 km austur af [[Düsseldorf]] og suður af [[Ruhr]]-svæðinu. Íbúar voru um 160.000 árið 2020.
Solingen hefur verið kölluð ''Borg blaðanna'' en þar er þekkt framleiðsla á hnífum, sverðum, skærum og rakblöðum. Gamli bærinn gjöreyðilagðist í [[seinni heimsstyrjöld]].
Müngstener-lestarbrúin sem tengir [[Solingen]] við borgina [[Remscheid ]] er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar.
[[Bergischer HC]] er handboltalið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
ksbp6bqoe8zm11kpvenrimy71tkfk5b
1765891
1765890
2022-08-24T12:37:39Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Solingen Innenstadt 001.JPG|thumb|Solingen.]]
'''Solingen''' er borg í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] í [[Þýskaland]]i. Hún er rétt suður af [[Wuppertal]], 25 km austur af [[Düsseldorf]] og suður af [[Ruhr]]-svæðinu. Íbúar voru um 160.000 árið 2020.
Solingen hefur verið kölluð ''Borg blaðanna'' en þar er þekkt framleiðsla á hnífum, sverðum, skærum og rakblöðum. Gamli bærinn gjöreyðilagðist í [[seinni heimsstyrjöld]].
Müngstener-lestarbrúin sem tengir Solingen við borgina [[Remscheid ]] er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar.
[[Bergischer HC]] er handboltalið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
23hwdv7bh2e1xlo9pn4b84iokbe67e2
Kænugarðstorg
0
168990
1765919
1764877
2022-08-24T22:22:27Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Kyiv square.jpg|thumb|Kænugarðstorg.]]
'''Kænugarðstorg''' er lítið torg í Vesturbæ Reykjavíkur á mótum [[Garðastræti]]s og [[Túngata|Túngötu]].
Torgið var upphaflega búið til með minnismerki um samstarf Íslands og Eystrasaltslandanna.
Í kjölfar [[innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrásar Rússa í Úkraínu árið 2022]] ákvað Reykjavíkurborg að sýna Úkraínu samstöðu og nefna borgina eftir höfuðborg Úkraínu. Sendirráð Rússland er nálægt torginu.
==Tengill==
*[https://www.ruv.is/frett/2022/08/11/kaenugardstorgid-fekk-nafnid-sitt-i-gaer Kænugarðstorgið fékk nafnið sitt í gær - RÚV]
{{s|2022}}
[[Flokkur:Vesturbær Reykjavíkur]]
[[Flokkur:Torg í Reykjavík]]
00iuzuwcltpmmm34miq6z66a6rwb52c
Jurmala
0
169054
1765961
1765374
2022-08-25T11:07:45Z
82.221.53.156
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jurmala 2017 05.jpg|thumb|Ströndin í Jurmala.]]
'''Jurmala''' er borg í [[Lettland|Lettlandi]] við strönd [[Eystrasalt|Eystrasalts]], um 25 kílómetra frá höfuðborginni [[Riga]]. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra hvítri sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og [[Leoníd Brezhnev]] og [[Níkíta Khrústsjov]]. Jurmala var áður talið hluti af höfuðborginni Riga, en það breyttist á árinu 1959 er Jurmala varð sjálfstætt hérað.
[[Flokkur:Borgir í Lettlandi]]
jb21l2ksgwgjmllbpor9trtbdrp2dug
1765962
1765961
2022-08-25T11:24:03Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jurmala 2017 05.jpg|thumb|Ströndin í Jurmala.]]
'''Jurmala''' er borg í [[Lettland|Lettlandi]] við strönd [[Eystrasalt|Eystrasalts]], um 25 kílómetra frá höfuðborginni [[Riga]]. Íbúafjöldinn er tæplega 50 þúsund manns og er borgin sú fimmta stærsta í Lettlandi. Borgin státar af yfir 30 kílómetra hvítri sandströnd og er vinsæll sumarleyfisstaður. Á tímum Sovétríkjanna var Jurmala eftirsótt sumarparadís hjá ýmsum háttsettum leiðtogum kommúnistaflokksins, eins og [[Leoníd Brezhnev]] og [[Níkíta Khrústsjov]]. Jurmala var áður talin hluti af höfuðborginni Riga, en það breyttist á árinu 1959 er Jurmala varð sjálfstætt hérað.
[[Flokkur:Borgir í Lettlandi]]
l19abk5lz8k56ksim52xin40xn8mbva
Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu
0
169081
1765908
1765497
2022-08-24T21:31:59Z
89.160.233.104
/* 30px Þór/KA */ laga tengil
wikitext
text/x-wiki
'''Stærstu deildarsigrar og töp íslenskra kvennaliða í knattspyrnu''' er tafla yfir metsigra og -tapleiki íslenskra kvennaliða í knattspyrnu. Taldar eru viðureignir liðanna í deildarkeppni [[Íslenska knattspyrnusambandið|KSÍ]].
==A-deild==
=== [[Mynd:UMFA.png|30px]] [[Ungmennafélagið Afturelding|Afturelding]] ===
* Stærsti sigur:
21:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]]
* Stærsta tap:
1:15 gegn [[Mynd:Fylkir.png|20px]] [[Íþróttafélagið Fylkir]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1982|B-deild 1982]]
=== [[Mynd:Breidablik.png|30px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðablik]] ===
* Stærsti sigur:
18:0 gegn [[Mynd:UMFS.png|20px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfossi]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]]
* Stærsta tap:
1:8 gegn [[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]]
=== [[Mynd:Ibv-logo.png|30px]] [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]] ===
* Stærstu sigrar:
11:0 gegn [[Mynd:Stjarnan.png|20px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni]], [[Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu 2004|A-deild 2004]]
11:0 gegn Tindastóli/Neista, B-deild 2009
11:0 gegn [[Mynd:Höttur.svg|20px]] [[Höttur|Hetti]], B-deild 2010
* Stærsta tap:
0:10 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[Mizunodeild kvenna í knattspyrnu 1995|A-deild 1995]]
=== [[Mynd:Keflavik ÍF.gif|30px]] [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] ===
22:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], B-deild 2004
* Stærstu töp:
1:12 gegn [[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] [[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1985|A-deild 1985]]
0:11 gegn [[Mynd:Valur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]], [[Pepsideild kvenna í knattspyrnu 2009|A-deild 2009]]
0:11 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]], B-deild 2013
=== [[Mynd:KR Reykjavík.png|30px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]] ===
* Stærstu sigrar:
18:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið_Haukar.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukum]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1994|A-deild 1994]]
* Stærsta tap:
0:9 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1992|A-deild 1992]]
=== [[Mynd:Þróttur_R..png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Þróttur]] ===
* Stærstu sigrar:
16:0 gegn Draupni, B-deild 2010
* Stærsta tap:
0:8 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1972|A-deild 1972]]
=== [[Mynd:UMFS.png|30px]] [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]] ===
* Stærsti sigur:
9:0 gegn [[Ungmennafélag Hveragerðis og Ölfuss|UMFH]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1984|B-deild 1984]]
* Stærsta tap:
0:18 gegn [[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Ungmennafélagið Breiðablik|Breiðabliki]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1988|B-deild 1988]]
=== [[Mynd:Stjarnan.png|30px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] ===
* Stærsti sigur:
17:0 gegn [[Mynd:Knattspyrnufélagið-ægir.jpg|20px]] [[Knattspyrnufélagið Ægir|Ægir Þorlákshöfn]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|B-deild 1991]]
* Stærsta tap:
0:19 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1978|A-deild 1978]]
=== [[Mynd:Valur.png|30px]] [[Knattspyrnufélagið Valur]] ===
* Stærstu sigrar:
15:0 gegn [[Mynd:Leiknir.svg|20px]] [[Íþróttafélagið Leiknir|Leikni]], [[1. deild kvenna í knattspyrnu 1981|A-deild 1981]]
15:0 gegn [[Mynd:Fimleikafelag_hafnafjordur.png|20px]] [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]]
* Stærsta tap:
0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Símadeild kvenna í knattspyrnu 2002|A-deild 2002]]
=== [[Mynd:Thorka-logo-rgb.jpg|30px]] [[Þór/KA]] ===
* Stærstu sigrar:
10:0 gegn [[Mynd:Leiftur.png|20px]] [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftri]], [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|B-deild 1994]]
10:0 gegn Leiftri/Dalvík, B-deild 1999
10:0 gegn Leiftri/Dalvík, B-deild 1999
* Stærsta tap:
0:9 gegn [[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]], [[Landssímadeild kvenna í knattspyrnu 2000|A-deild 2000]]
[[Flokkur:knattspyrna á Íslandi]]
0xlzrsej437e2y5s15tkjo51og08jq4
Wuxi
0
169083
1765897
1765859
2022-08-24T16:41:52Z
Dagvidur
4656
Bætti við texta um samgöngur í Wuxi
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með járnbrautum. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
MYND: Wuxi-strætisvagnastöðin þykir fyrsta flokks, með meira en 1.700 brottfarir daglega, með að meðaltali 35.000 farþega á dag.
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar, um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og Suzhou. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til Peking, Guangzhou, Shenzhen, Chengdu, Chongqing, Kunming, Lijiang, Hong Kong, Macao, Taipei, Bangkok, Osaka, Tókýó og Singapore, svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum, 180 km frá Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með hraðbrautum og hraðlestum.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bcqfbdakmmf8k0qqyqqlxzvlhsnx99a
1765898
1765897
2022-08-24T16:42:17Z
Dagvidur
4656
/* Strætisvagnar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með járnbrautum. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar, um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og Suzhou. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til Peking, Guangzhou, Shenzhen, Chengdu, Chongqing, Kunming, Lijiang, Hong Kong, Macao, Taipei, Bangkok, Osaka, Tókýó og Singapore, svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum, 180 km frá Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með hraðbrautum og hraðlestum.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
qwge43556p27tyvdbgid5o832yy1xko
1765899
1765898
2022-08-24T16:46:40Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */ Bætti við myndum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin'''.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ Hraðbrautin.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse- fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með járnbrautum. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar, um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og Suzhou. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til Peking, Guangzhou, Shenzhen, Chengdu, Chongqing, Kunming, Lijiang, Hong Kong, Macao, Taipei, Bangkok, Osaka, Tókýó og Singapore, svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum, 180 km frá Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með hraðbrautum og hraðlestum.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
j6gv7ngfxyivbzxsp6h4vjtummqoj9r
1765900
1765899
2022-08-24T16:47:39Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse- fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með járnbrautum. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar, um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og Suzhou. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til Peking, Guangzhou, Shenzhen, Chengdu, Chongqing, Kunming, Lijiang, Hong Kong, Macao, Taipei, Bangkok, Osaka, Tókýó og Singapore, svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum, 180 km frá Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með hraðbrautum og hraðlestum.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
p7r2ckqh57y500cn1maewr9cwjq5x77
1765901
1765900
2022-08-24T16:48:07Z
Dagvidur
4656
/* Alþjóðaflugvöllur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með járnbrautum. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar, um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og Suzhou. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til Peking, Guangzhou, Shenzhen, Chengdu, Chongqing, Kunming, Lijiang, Hong Kong, Macao, Taipei, Bangkok, Osaka, Tókýó og Singapore, svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum, 180 km frá Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með hraðbrautum og hraðlestum.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
abkpysxys0bdnwars3y89q4uyp6cfc5
1765902
1765901
2022-08-24T16:55:20Z
Dagvidur
4656
/* Alþjóðaflugvöllur */ Bætti við tenglum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 km frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
32gvi7tvkew1cqskut29k14y1j8zoas
1765903
1765902
2022-08-24T17:01:56Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Line 1 train.jpg|alt=Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.|upright|thumb|'''„Lestarlína eitt“''' í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 km frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
0vwghfz17k0204qmitf68gwbwgsy18i
1765904
1765903
2022-08-24T17:06:31Z
Dagvidur
4656
/* Borg hagvaxtar og mengunar */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Wuxi Taihu lake Changchun bridge.jpg|alt=Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.|upright|thumb|'''Kirsuberjablómatré í blóma''' við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Line 1 train.jpg|alt=Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.|upright|thumb|'''„Lestarlína eitt“''' í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 km frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
roduga6jc60zkoolbq8t8m1y0assz93
1765905
1765904
2022-08-24T17:07:22Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Wuxi Taihu lake Changchun bridge.jpg|alt=Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.|upright|thumb|'''Kirsuberjablómatré í blóma''' við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Line 1 train.jpg|alt=Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.|upright|thumb|'''„Lestarlína eitt“''' í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 hraðbrautir í gegnum Wuxi: Borgin liggur meðfram Þjóðvegi #312 sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína; Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin (þjóðvegur #G42) sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og Wuxi-Yixing hraðbrautin tengir Wuxi við Yixing innan héraðsins. Þar eru einnig Nanjing-Hangzhou hraðbrautin, Yanjiang, Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin og fleiri þjóðvegir og héraðshraðbrautir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou. Peking-Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni. Að auki fer Nanjing-Hangzhou farþegalestin og og Xinchang-lestin um borgina.
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra. Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 km frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
6gh5eu3n76pd8kxnzr0p7u73gbvigyw
1765906
1765905
2022-08-24T17:46:53Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */ Bætti við tilvísunum.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Wuxi Taihu lake Changchun bridge.jpg|alt=Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.|upright|thumb|'''Kirsuberjablómatré í blóma''' við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].<small><ref>{{Citation|title=无锡中央车站|date=2021-12-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E4%B8%AD%E5%A4%AE%E8%BD%A6%E7%AB%99&oldid=69236737|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Line 1 train.jpg|alt=Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.|upright|thumb|'''„Lestarlína eitt“''' í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 þjóðarhraðbrautir og héraðshraðbrautir í gegnum Wuxi. Meðal þeirra eru: # G2 Peking-Sjanghæ þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=G2 Beijing–Shanghai Expressway|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G2_Beijing%E2%80%93Shanghai_Expressway&oldid=1098509046|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> #G42 Sjanghæ-Nanjing þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=G42 Shanghai–Chengdu Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G42_Shanghai%E2%80%93Chengdu_Expressway&oldid=1101115993|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og #G42 Changshu-Hefei þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=常合高速公路|date=2022-08-20|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%90%88%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%85%AC%E8%B7%AF&oldid=73286090|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Meðal þjóðvega er #312 þjóðbrautin sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína;<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> og #104 þjóðbrautin sem ligtgur alla leið frá Peking til Fuzhou og tengist Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 104|date=2021-04-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_104&oldid=1016627133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Að auki eru ýmsar þjóðarhraðbrautir, þjóðbrautir, héraðshraðbrautir og vegir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Meðal þeirra eru: Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou;<small><ref>{{Citation|title=Beijing–Shanghai railway|date=2022-02-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beijing%E2%80%93Shanghai_railway&oldid=1069184183|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Peking–Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni;<small><ref>{{Citation|title=Beijing–Shanghai high-speed railway|date=2022-08-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beijing%E2%80%93Shanghai_high-speed_railway&oldid=1105890381|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Nanjing-Hangzhou háhraðalest fyrir farþega;<small><ref>{{Citation|title=Nanjing–Hangzhou high-speed railway|date=2022-08-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Nanjing%E2%80%93Hangzhou_high-speed_railway&oldid=1105890607|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> og Xinyi–Changxing-lestin um borgina.<small><ref>{{Citation|title=Xinyi–Changxing railway|date=2022-07-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinyi%E2%80%93Changxing_railway&oldid=1098760106|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 km frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
358i7t02vu4o7yn0sifaaj06zab0qch
1765907
1765906
2022-08-24T17:51:12Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Wuxi Taihu lake Changchun bridge.jpg|alt=Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.|upright|thumb|'''Kirsuberjablómatré í blóma''' við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].<small><ref>{{Citation|title=无锡中央车站|date=2021-12-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E4%B8%AD%E5%A4%AE%E8%BD%A6%E7%AB%99&oldid=69236737|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wuxi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Line 1 train.jpg|alt=Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.|upright|thumb|'''„Lestarlína eitt“''' í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina, sem og saga vatnaflutninga um Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að vöruflutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar sem útskýrir krókótta vegi nútímaborgarinnar.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 þjóðarhraðbrautir og héraðshraðbrautir í gegnum Wuxi. Meðal þeirra eru: # G2 Peking-Sjanghæ þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=G2 Beijing–Shanghai Expressway|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G2_Beijing%E2%80%93Shanghai_Expressway&oldid=1098509046|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> #G42 Sjanghæ-Nanjing þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=G42 Shanghai–Chengdu Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G42_Shanghai%E2%80%93Chengdu_Expressway&oldid=1101115993|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og #G42 Changshu-Hefei þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=常合高速公路|date=2022-08-20|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%90%88%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%85%AC%E8%B7%AF&oldid=73286090|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Meðal þjóðvega er #312 þjóðbrautin sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína;<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> og #104 þjóðbrautin sem ligtgur alla leið frá Peking til Fuzhou og tengist Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 104|date=2021-04-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_104&oldid=1016627133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Að auki eru ýmsar þjóðarhraðbrautir, þjóðbrautir, héraðshraðbrautir og vegir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Meðal þeirra eru: Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou;<small><ref>{{Citation|title=Beijing–Shanghai railway|date=2022-02-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beijing%E2%80%93Shanghai_railway&oldid=1069184183|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Peking–Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni;<small><ref>{{Citation|title=Beijing–Shanghai high-speed railway|date=2022-08-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beijing%E2%80%93Shanghai_high-speed_railway&oldid=1105890381|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Nanjing-Hangzhou háhraðalest fyrir farþega;<small><ref>{{Citation|title=Nanjing–Hangzhou high-speed railway|date=2022-08-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Nanjing%E2%80%93Hangzhou_high-speed_railway&oldid=1105890607|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> og Xinyi–Changxing-lestin um borgina.<small><ref>{{Citation|title=Xinyi–Changxing railway|date=2022-07-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinyi%E2%80%93Changxing_railway&oldid=1098760106|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 km frá miðbæ Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru um 8 milljónir farþegar um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 km. fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 km frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 km frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bk0mbfwzzqmyvf5rncwbn9ywjshkapo
1765935
1765907
2022-08-25T00:08:11Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wuxi-bird-view.PNG|alt=Horft yfir Wuxi borg í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Horft yfir Wuxi borg''' í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,5 milljónir manna.]]
[[Mynd:Wuxi-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Wuxi borgar í Jiangsu héraði í Kína.|thumb|'''Staðsetning Wuxi''' í Jiangsu héraði í Kína.]]
[[Mynd:Jichang Yuan.jpg|alt=Jichang garðurinn í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður. Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.|right|thumb|'''Jichang garðurinn''' í Liangxi hverfi Wuxi er frægur kínverskur garður byggður á tíma Mingveldisins (1368-1644). Hann er sagður fyrirmynd Xiequ garðsins í Sumarhöll Pekingborgar og Guo Ran Da Gong í Yuanming Yuan í Peking.<small><ref>{{Citation|title=Jichang Garden|date=2022-03-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jichang_Garden&oldid=1075270548|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2021-04/06/c_608850.htm|titill=Ancestral temples of Huishan|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
'''Wuxi''' ''([[kínverska]]:無錫; [[Pinyin|rómönskun:]] Wúxī; (WOO-shee)'' er stórborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].
Wuxi er staðsett meðfram [[Mikliskurður|Miklaskurði]] á mótum þess farvegs við staðbundnar ár nálægt norðausturhorni [[Tai vatn|Tai-vatns]]. Í gegnum borgina liggur þétt net skurða og skipgengra vatnaleiða í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>- fljótsins. Borgin er um 135 kílómetra norðvestur af miðborg [[Sjanghæ]], á milli borganna [[Changzhou]] og [[Suzhou]].
Wuxi er fræg sögu- og menningarborg Kína og ein helsta ferðamannaborg landsins. Borgin státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi. Hún var heimili Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Í henni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs, auk 60 safna og minnisvarða.
Wuxi er ekki aðeins hefðbundin fisk- og hrísgrjónavatnaborg við Jangtse fljót, heldur einnig vagga nútíma kínverskrar þjóðariðnaðar og ein efnahagsmiðstöða Kína, með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum.
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga Kína.<small><ref name=":3">{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-02/11/c_706654.htm|titill=Wuxi tops Chinese cities in per capita GDP in 2021|höfundur=2022 China Daily - wuxinews.com.cn|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. febrúar|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Héraðsborgin Wuxi nær yfir 4.627 ferkílómetra lands. Hún hefur lögsögu yfir 5 hverfum og tveimur sýsluborgum. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Wuxi um 7,5 milljónir manna en 4 milljónir í kjarnaborginni.
==Saga==
[[Mynd:Taibo_statue,_Taibo_Temple,_Wuxi.jpg|alt=Stytta af Taibo, í Taibo hofinu í Xinwu hverfi Wuxi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.|upright|thumb|'''Stytta af Taibo''' í Taibo hofinu í Xinwu hverfi. Taibo stofnaði Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.]]
[[Mynd:Nanchan Pagoda Wuxi.jpg|alt=Mahavira salur Nanchan búddistahofsins í suðurhluta Wuxi.
|upright|thumb|'''Mahavira salur''' Nanchan [[Búddismi|búddahofsins]] í suðurhluta Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=南禪寺 (無錫)|date=2022-02-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E7%A6%AA%E5%AF%BA_(%E7%84%A1%E9%8C%AB)&oldid=70147432|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:MaaguxianshouWXM.jpg|upright|thumb|'''„Magu býður langlífi“''' í Wuxi safninu. Magu er gyðja langlífs og verndari kvenna í fornum kínverskum goðsögnum og [[Daoismi|Taoisma]].<small><ref>{{Citation|title=Magu (deity)|date=2022-04-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Magu_(deity)&oldid=1084177384|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:清光绪年间无锡县城区图.jpg|alt=Kort af Wuxi árið 1881.|upright|thumb|Kort af Wuxi árið 1881.]]
[[Mynd:Wuxi Qingming Qiao 2015.04.24 18-56-40.jpg|alt=Qingming brúin yfir Miklaskurð í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''Qingming brúin''' yfir [[Mikliskurður|Miklaskurð]] í Liangxi hverfi Wuxi.]]
Wuxi státar af meira en 3.000 ára sögu og djúpstæðum menningararfi sem einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Borgin er ein vagga Wu-menningar í fornöld og hefur ríka sögulega arfleifð. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við [[Tai vatn|Tai-vatn]] á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse fljóti. <small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
=== Fornsaga ===
Í borginni eru 31 mikilvægir sögustaðir er njóta verndar ríkisins, 11 staðir sem hafa sterka skírskotun til kínversks menningararfs og 60 söfn og minnisvarðar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458.htm|titill=Wuxi. Overview|höfundur=China Daily- 2022|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=2022|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði þar sem nútímaborgirnar Wuxi og Suzhou liggja. Þessir ættbálkar mynduðu þorp í hæðunum við votlendið umhverfis Tai-vatn.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Skráð saga Wuxi hófst við lok tíma Shangveldisins (1600–1046 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-21}}</ref></small> Forn sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo (um 1150 f.Kr.) frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://www.chinadaily.com.cn/m/jiangsu/wuxi/pdf/GettoknowWuxithrough10surnames.pdf|titill=Get to know Wuxi through 10 surnames|höfundur=Information Office of Wuxi Municipal Government|útgefandi=Information Office of Wuxi Municipal Government|ár=2017|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Síðar flutti Wu hirðin til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur. Wu-ríkið stóð frá 12. öld f.Kr.– 473 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=吴国|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%90%B4%E5%9B%BD&oldid=72743972|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2022-08-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1105292388|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Í tíma Qinveldisins tilheyrði Wuxi Kuaiji-sýslu.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Svæðið í Wuxi var upphaflega þekkt vegna [[Tin|tinnáma]] sem þar voru, en þegar sýslan var stofnuð árið 202 f.Kr. á tímum [[Hanveldið|Vestur-Hanveldisins]] (206 f.Kr.–25 e.Kr.), voru þær námur uppurnar og þéttbýlið fékk fékk því nafnið Wuxi („án tins“). Frá lokum 3. aldar var borgin umdæmi undir stjórn herforingja Biling borgar (síðar nefnd [[Changzhou]]) og hélst svo nema í stuttan tíma undir stjórn [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206– 1368), þegar svæðið var gert að sjálfstæðu héraði.<small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Encyclopedia Britannica: Wuxi|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=Britannica, The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Frá fyrstu tíð hefur svæðið í kringum [[Tai vatn|Tai-vatn]] verið mjög frjósamt. [[Landbúnaður]] og [[Silki|silkiiðnaður]] blómstraði í Wuxi. Eftir að gerð [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk árið 609 varð Wuxi umskipunarmiðstöð fyrir skattkorn ætlað höfuðborginni. Þar myndaðist einn stærsti kornmarkaður Kína, þar sem mikið magn hrísgrjóna var meðhöndlað.<small><ref name=":1">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Þróað hagkerfi hraðaði þéttbýlismyndun. Borgin varð aðsetur afar auðugra kaupmanna og milliliða. Þessi hagsæld viðskipta hafði mikil áhrif á bókmenntir og námstofnanir í svæðinu suðurhluta Jangtse.<small><ref name=":4" /></small> Wuxi varð einn af mikilvægum fæðingarstöðum koparprentunar og Kunqu formi Kínverskrar [[Ópera|óperu]].
{{Breið mynd|康熙南巡图第七卷局部.jpg|4500px|<small>'''„Kangxi suðurferðin“''' árið 1698. - Á blómaskeiði [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) fóru Kangxi keisari (1654–1722) og Qianlong keisari (1711–1799) sex sinnum suður til [[Jangtse]]-fljóts og heimsóttu Jichang-garðinn í Huishan, Wuxi.
Hirðmálarinn Wang Hui skóp þessa 29,32 metra (8.8 cm x 2932.4 cm) löngu málverkarollu árið 1698 um „Kangxi suðurferðina“. Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Myndin sýnir einungis hluta af sjöunda bindi „Kangxi suðurferðarinnar“. Frá hægri til vinstri eru: Wuxi Huishan; Xishan (nú hverfi í Wuxi); Qinyuan (nú Jiangyin undirborg Wuxi); Huangputun (nú Huangbutun); og síðan Wuxi sýsla, sem liggur framhjá Xin'an bænum (nú Binhu hverfi) til Hushu (nú undirhverfi) [[Suzhou]]. <small><ref>{{Vefheimild|url=https://search.museums.ualberta.ca/21-20555|titill=2004.19.75.1 - Kangxi Emperor's Southern Inspection Tour, Scroll Seven: Wuxi to Suzhou, Mactaggart Art Collection.|höfundur=Hirðmálarinn Wang Hui árið 1698|útgefandi=University of Alberta Museums Search Site|ár=1698|mánuðurskoðað=23. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> <small><ref>{{Citation|title=康熙帝南巡|date=2022-02-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%BA%B7%E7%86%99%E5%B8%9D%E5%8D%97%E5%B7%A1&oldid=70311830|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>}}</small>
Árið 1724 var Wuxi orðin mjög fjölmenn sýsla og því var austurhluti hennar aðskilinn og gerður að Jinkui-sýslu. Bæði Wuxi og Jinkui voru gjörsamlega eyðilögð í [[Taiping-uppreisnin|Taiping-uppreisninni]] (1850-1864), þegar næstum 2/3 íbúanna voru drepnir. Mannfallið var gríðarlegt. Fjöldi „hæfra karlmanna“ í sýslunum, sem hafði verið 339.549 og 258.934 árið 1830, féll niður í 72.053 og 138.008 árið 1865.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> <small><ref>{{Cite book|script-title=zh:江苏省志・人口志|publisher=Fangzhi Publishing House|isbn=978-7-801-22526-9|pages=58–9 |trans-title=Jiangsu Provincial Gazetteer, Volume on Demography|year=1999}}</ref></small>
Á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1636–1912) blómstraði bómullar- og silkiframleiðsla í Wuxi. Viðskipti jukust með alþjóðlegri opnun „sáttamálahafna“ byggðum á [[Nanking-sáttmálinn|friðarsáttmála]] sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína. Þetta voru Sjanghæ árið 1842; og [[Zhejiang|Zhenjiang]] og [[Nanjing]] árið 1858. Woxi naut uppgangs þeirra borga. Hún varð miðstöð textíliðnaðar í Kína. Textílverksmiðjur voru byggðar árið 1894 og silkispólunarstöðvar byggðar árið 1904.
Þegar [[Mikliskurður]] hrundi eftir 1850, hélt Wuxi mikilvægi sínu sem svæðisbundinn hrísgrjónamarkaður. Þaðan var korn flutt til [[Sjanghæ]], um 130 kílómetra til suðausturs; auk sjóleiðarinnar til [[Tianjin]] borgar í norðri. Viðskipti með korn jukust enn frekar eftir 1908 þegar komið var á járnbrautartengingu til Sjanghæ, Zhenjiang og Nanjing í norðvestri.
Jinkui sýsla sameinaðist að nýju Wuxi-sýslu við upphaf lýðveldisins árið 1912.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd:Bundesarchiv Bild 183-S34828, Japanisch-Chinesischer Krieg.jpg|alt=Japanskir hermenn í Wuxi í desember 1937 á leið til Nanking.|upright|thumb|'''Japanskur innrásarher''' í Wuxi í desember 1937 á leið sinni til Nanking.]]
Þegar seinna [[Seinna stríð Kína og Japans|stríðið við Japan]] braust út árið 1937 varð Wuxi fyrir miklu áfalli. Sjanghæ sem er nálægt Wuxi og mjög tengd efnahagslega, varð fyrir miklum árásum. Verksmiðjur og byggingar urðu fyrir miklu tjóni eða gjöreyðilagðust vegna sprengjuárása japanskra flugvéla.
Eftir sigur gegn Japönum árið 1945 var efnahagur Wuxi endurreistur og fjárfestingar jukust. [[Kínverska borgarastyrjöldin|Borgarastyrjöld]] milli Lýðveldissinna og [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnista]] hafði síðan óhjákvæmilega áhrif á efnahag borgarinnar. Frelsisher kommúnista hertók síðan borgina 23. apríl 1949. Um miðjan júní var yfirtöku borgarinnar í grundvallaratriðum lokið.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
==== Tímar Alþýðulýðveldis ====
[[Mynd:Wuxi_Museum_2018.jpg|alt=Wuxi safnið í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.|upright|thumb|'''Wuxi safnið''' í Liangxi hverfi er yfirgripsmikið safn staðbundinnar sögu og lista.<small><ref>{{Citation|title=无锡博物院|date=2022-02-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%8D%9A%E7%89%A9%E9%99%A2&oldid=69953384|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2020-04/24/c_489066.htm|titill=Wuxi Museum|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=24. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
Frá 1949 eftir valdatöku kommúnista hefur vægi borgarinnar sem landsbundin viðskiptamiðstöð minnkað, þó að hlutverk hennar sem dreifingar- og söfnunarmiðstöð fyrir Tai vatnasvæðið hafi haldið.<small><ref name=":0" /></small>
Auk viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar hveitimölun, hrísgrjónavinnsla og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, kapla og textílvéla af ýmsum toga; í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
Hraðbraut milli Sjanghæ og Nanjing liggur í gegnum borgina, með afreinum sem teygja sig frá borginni til sýsluborga Wuxi, norður til Jiangyin og suðvestur til Yixing. Frá árinu 2004 hefur staðbundinn flugvöllur veitir flugþjónustu til nokkurra stórborga landsins.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Árið 2014 opnuðu fyrstu tvær borgarlestarlínur Wuxi. Nú eru þær fjórar og sex aðrar neðanjarðarlínur í undirbúningi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Ferðaþjónusta hefur orðið sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta fallega staði sem hafa verið varðveittir vandlega, ásamt ýmsum borgargörðum og sögulegum stöðum. Í dag hefur iðnþróun verið takmörkuð nærri [[Tai vatn|Tai-vatni]], sem er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Þar var þó iðnaðargarður með sérstakri áherslu á vísindi og tækni stofnaður árið 2006.
=== Borg hagvaxtar og mengunar ===
[[Mynd:Wuxi Taihu lake Changchun bridge.jpg|alt=Kirsuberjablómatré í blóma við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.|upright|thumb|'''Kirsuberjablómatré í blóma''' við Changchun brúna við Tai-vatn í Wuxi.]]
Með efnahagslegri opnun Kína á síðustu tveimur áratugum síðustu aldar, hefur efnahagur Wuxi náð sér á strik með miklum vexti einkafyrirtækja. Árið 1981 var hún opinberlega skráð sem ein 15 kínverskra borga sem tóku þátt í þessari efnahagslegu opnum og árið 1985 var borgin formlega viðurkennd sem opin borg í sérstöku efnahagssvæði Jangtse óshólmasvæðisins. Í kjölfarið voru fríverslunarsvæði og iðngarðar opnaðir fyrir miklum erlendum fjárfestingum. Wuxi tók þá flugið sem mikil iðnaðar- og viðskiptaborg.<small><ref name=":1" /></small>
Landsframleiðsla á mann er mikilvægur mælikvarði á efnahagslega velferð. Árið 2021 var var Wuxi borg þar í fyrsta sæti allra stórra og meðalstórra borga Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Hröð iðnþróun og þéttbýli síðustu áratuga tekið sinn toll á umhverfi. Tai vatn sem er þriðja stærsta ferskvatnsvatn Kína, hefur undanfarin ár verið þjakað af mengun vegna iðnþróunar nærliggjandi svæða.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Förgun efna og skólps úti í vatnið í upphafi 21. aldar hefur valdið myndun eitraðra [[Blágerlar|blágerla]] eða þörungar á yfirborði vatnsins.<small><ref>{{Citation|title=2007年太湖蓝藻污染事件|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=2007%E5%B9%B4%E5%A4%AA%E6%B9%96%E8%93%9D%E8%97%BB%E6%B1%A1%E6%9F%93%E4%BA%8B%E4%BB%B6&oldid=73035341|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-18}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.wilsoncenter.org/publication/taihu-green-wash-or-green-clean|title=Taihu: Green Wash or Green Clean? {{!}} Wilson Center|website=www.wilsoncenter.org|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Það hefur ógnað gæðum drykkjarvatns þeirra sem búa við vatnið. Á síðari árum hafa stjórnvöld ráðist í umfangsmikla hreinsun og verndun vatnsins.<small><ref>{{Cite web|url=https://chinadialogue.net/en/pollution/4767-long-struggle-for-a-cleaner-lake-tai/|title=Long struggle for a cleaner Lake Tai|date=2012-02-14|website=China Dialogue|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Mörgum verksmiðjum hefur nú verið lokað og reglum um umgengni við vatnið hertar til að bæta vatnsgæði og til að ná líffræðilegri endurheimt.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.greenpeace.org/international/story/7040/biological-restoration-of-water-and-land|title=Biological Restoration of water and land|website=Greenpeace International|language=en|access-date=2022-08-18}}</ref></small> Enn er þó mikið starf óunnið í þeim efnum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.canr.msu.edu/csis/uploads/files/Qin-et-al.-Science-Bulletin-2019.pdf|titill=Why Lake Taihu continues to be plagued with cyanobacterial blooms through 10 years (2007–2017) efforts|höfundur=Boqiang Qin, Hans W. Paerl, Justin D. Brookes, Jianguo Liu, Erik Jeppesen, Guangwei Zhu, Yunlin Zhang, Hai Xu, Kun Shi, Jianming Deng|útgefandi=Science Bulletin: Volume 64, Issue 6, 30 March 2019, Pages 354-356|mánuður=30. mars|ár=2019|mánuðurskoðað=16. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Landafræði==
[[Mynd:Wuxi NASA.png|alt=Þéttbýli Wuxi-borgar sést á þessari gervihnattamynd NASA. Mikliskurður er þar áberandi í borgarmyndinni.|upright|thumb|'''Þéttbýli Wuxi-borgar''' á [[Gervihnattarmynd|gervihnattamynd]] [[NASA]]. Ef grannt er skoðað sést hvað [[Mikliskurður]] er áberandi í borgarmyndinni.]]
[[Mynd:Yixing, Wuxi, Jiangsu, China - panoramio (1).jpg|alt=Bambusskógur í Yixing undirborg Wuxi.|upright|thumb|'''Bambusskógur í Yixing''' undirborg Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Yixing|date=2022-06-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yixing&oldid=1091495497|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:長廣溪濕地.jpg|alt=Frá Chang Guangxi votlendisgarðinum í Binhu hverfi Wuxi borgar.|upright|thumb|Frá '''Chang Guangxi votlendisgarðinum''' í Binhu hverfi Wuxi borgar.<small><ref>{{Citation|title=长广溪湿地公园|date=2021-10-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E9%95%BF%E5%B9%BF%E6%BA%AA%E6%B9%BF%E5%9C%B0%E5%85%AC%E5%9B%AD&oldid=68405406|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi-borg er staðsett í suðausturhluta [[Jiangsu]]-héraðs. Hún liggur að [[Suzhou]]-borg í austri; með [[Tai vatn|Tai vatnið]] í suðri, handan vatnsins frá Huzhou borg í [[Zhejiang]] héraði; og [[Changzhou]] borg í vestri.
Sýsluborgin Yixing, ein tveggja undirborga Wuxi, er aðskilin frá borginni af Wujin hverfi Changzhou borgar, og hefur sem hólmlenda enga landtenging við Wuxi.
Heildarflatarmál Wuxi er 4.627 ferkílómetrar, þar af eru 782 ferkílómetrar fjöllótt og hæðótt land, sem eru 17% af heildarflatarmáli borgarinnar.
Wuxi er dæmigerður vatnabær í suðurhluta [[Jangtse]]<nowiki/>-fljótsins, með þéttriðið net skurða og vatnaleiða, sem og fjölmörg vötn, er mynda frárennsli, flutninganet og votlendisgarða. Vatnsyfirborðið er 1.342 ferkílómetrar, eða 29% af heildarflatarmáli borgarinnar.<small><ref name=":2">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small> Í vatnskerfi borgarinnar eru 5.983 árfarvegir með heildarlengd 6.998 kílómetra, þar á meðal Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]]. Samkvæmt varfærnu mati hafa meira en 1.000 árfarvegir í borgarlandinu verið urðaðir til vegagerðar frá árinu 1949.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Jangtse óshólmasvæðið er láglent landslag sem einkennist af sléttum, yfirleitt undir 3,5 metrum yfir sjávarmáli, þar sem lægsti punktur er undir 2 metrum yfir sjávarmáli. Hluti svæðisins frá norðri til Jiangyin sýsluborgar Wuxi, var Furong vatn í fornöld sem hvarf smám saman á tíma Song- og Mingveldanna.<ref name=":2" />
Mashan svæðið í Binhu hverfi borgarinnar er hæðótt landsvæði við Tai stöðuvatnið; Í Yixing-sýsluborginni eru Yili-fjöll, sem eru lág fjöll og hæðir. Hæsti punkturinn 611,5 metrar er Huangtading fjall í suðri, næsthæsta tinds Jiangsu-héraðs.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-03/25/c_664458_2.htm|title=Overview|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Grand Buddha at Ling Shan, China.jpg|alt=Stór Búddastytta er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastyttan Kína.|upright|thumb|'''„Stóra Búddastyttan“''' er við norðurströnd Tai-vatns í Binhu hverfi Wuxi. Hún er ein stærsta Búddastytta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Grand Buddha at Ling Shan|date=2022-01-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Grand_Buddha_at_Ling_Shan&oldid=1066676031|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Í Wuxi hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.
Að neðan má sjá veðurupplýsingar fyrir Wuxi á árunum 1981 til 2010, þar sem ársmeðalhiti um 16,2°C og meðal ársúrkoma um 1.122 mm.
Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Borgin þykir rík af úrkomu árið um kring. Haustið er talið besta árstíðin til að heimsækja Wuxi. Þó veðrið sé breytilegt er vorið einnig góð árstíð til að heimsækja borgina í miklum blóma. Einna síst þykir að heimsækja Wuxi á hásumri þegar loftslagið er heitt og rigningasamt og hitinn getur farið yfir 30 °C.<small><ref>{{Vefheimild|url= https://www.travelchinaguide.com/climate/wuxi.htm|titill=Wuxi Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide| ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árlegt frostlaust tímabil er um 220 dagar og sólskinsstundir í þéttbýli Wuxi eru 2019,4 klukkustundir á ári.<small><ref name=":5">{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wuxi borg á árunum 1981 til 2010</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>3,5</small>
|<small>5,4</small>
|<small>9,4</small>
|<small>15,2</small>
|<small>20,7</small>
|<small>24,5</small>
|<small>28,5</small>
|<small>27,8</small>
|<small>23,6</small>
|<small>18,2</small>
|<small>12,1</small>
|<small>5,9</small>
|<small>16,2</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58,8</small>
|<small>57,3</small>
|<small>92,0</small>
|<small>79,9</small>
|<small>96,1</small>
|<small>182,9</small>
|<small>172,1</small>
|<small>143,5</small>
|<small>91,5</small>
|<small>57,4</small>
|<small>56,7</small>
|<small>33,8</small>
|<small>1.122</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Veðurstofa Kína: Wuxi borg á árunum 1981 til 2010 <ref>{{Vefheimild|url= http://data.cma.cn/data/weatherBk.html|ár=2020|mánuðurskoðað=26. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''<small><ref name=":5" /></small>
|}
==Lýðfræði==
[[Mynd:Sanliqiao_Catholic_Church.jpg|alt=Kirkja heilags Jósefs er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).|upright|thumb|'''Kirkja heilags Jósefs''' er rómversk-kaþólsk kirkja í Beitang hverfi Wuxi borgar. Upphaflega kirkjan var byggð árið 1640, á tíma Mingveldisins (1368–1644).<small><ref>{{Citation|title=Saint Joseph's Church, Wuxi|date=2021-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Saint_Joseph%27s_Church,_Wuxi&oldid=1034206984|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Wuxi borg er fjölmenn borg. Þéttbýlast er miðborgasvæðið (Lianxi, Binhu og Xinwu hverfin, auk aðliggjandi hluta Huishan og Xishan hverfa). Í útjaðrinum, í sýsluborgunum Jiangyin og Yixing, er dreifbýlið meira með þorpum og nýbyggingasvæðum.
Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Wuxi 3.956.985 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 7.462.135.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Bulletin of the Seventh National Census of Jiangsu Province (No. 2)|höfundur=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|útgefandi=Office of the Leading Group for the Seventh National Census of Jiangsu Province|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Mikill meirihluti íbúa eru Han-kínverjar, en önnur þjóðarbrot á borð við Hui og Miao þjóðerni eru fámennari. Frumbyggjar Wuxi tala Wuxi mállýskuna eða Suzhou mállýsku.<small><ref>{{Citation|title=Уси|date=2022-08-19|url=https://ru.wikipedia.org/w/index.php?title=%D0%A3%D1%81%D0%B8&oldid=124949730|work=Википедия|language=ru|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Meirihluti þeirra sem trúaðir eru stundar [[Búddismi|búddisma]], [[Daoismi|taóisma]] og [[þjóðtrú]]. Að auki hefur borgin umtalsverð samfélög [[Múslimar|múslima]], [[Kaþólikkar|kaþólikka]] og [[Mótmælendatrú|mótmælenda]].<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Wuxi, Jiangshu2.jpg|alt=Fjölmenni kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.|upright|thumb|Fjölmennið kallar á mörg hús. Hér er eitt hverfið nýbyggt 2009.]]
Undir lögsögu Wuxi borgar eru fimm hverfi og tvær borgir á sýslustigi. Þessi hverfi eru Liangxi, Xishan, Huishan, Xinwu, og Binhu (vatnahverfið). Undirborgirnar eru Jiangyin borg og Yixing borg.
Þessum stjórnsýslueiningum er síðan skipt niður í 73 sveitarfélög, þar af 59 bæi og 24 undirhverfi.
Borgin nær yfir svæði sem er um 4.628 ferkílómetrar og borgarstjórnin hefur aðsetur í Liangxi hverfi.<small><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
Að auki hefur Wuxi komið á fót eftirfarandi efnahagssvæðum og iðngörðum. Þar á meðal eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar eru á meðal: ''„Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“'' og ''„Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“''); ''Jiangyin hátæknisvæðið''; og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
[[Mynd:Administrative-Division-Wuxi-Jiangsu-China (Icelandic).png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Wuxi-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wuxi
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2018 <ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡市行政区划|date=2022-01-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82%E8%A1%8C%E6%94%BF%E5%8C%BA%E5%88%92&oldid=69788706|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-22}}</ref></small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Liangxi hverfi</small>
| align=left | <small>梁溪区</small>
| align=right| <small>961.500</small>
| align=right| <small>72</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xishan hverfi</small>
| align=left | <small>锡山区</small>
| align=right| <small>707.700</small>
| align=right| <small>399</small>
|-
| align=left | <small>Huishan hverfi</small>
| align=left | </small>惠山区</small>
| align=right| <small>712.200</small>
| align=right| <small>325</small>
|-
| align=left | <small>Binhu hverfi</small>
| align=left | </small>滨湖区</small>
| align=right| <small>716.000</small>
| align=right| <small>628</small>
|-
| align=left | <small>Xinwu hverfi</small>
| align=left | <small>吴江区</small>
| align=right| <small>569.200</small>
| align=right| <small>220</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Jiangyin borg</small>
| align=left | <small>江阴市</small>
| align=right| <small>1.651.800</small>
| align=right| <small>987<small>
|-
| align=left | <small>Yixing borg</small>
| align=left | <small>宜兴市</small>
| align=right| <small>1.256.100</small>
| align=right| <small>1.997</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>6.574.500</small>'''
| align="right" |'''<small>4.627</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>''Óformlegar stjórnsýsludeildir:Iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði''</small>
|}
==Efnahagur og atvinnulíf==
=== Borg vaxtar ===
[[Mynd:Center 66, Wuxi, China.jpg|alt=„Center 66“ er staðsett í Chong'an viðskiptahverfi borgarinnar.|upright|thumb|Byggingin '''„Center 66“''' er í Chong'an miðlægu viðskiptahverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:201906_IFS_Wuxi.jpg|alt=Wuxi IFS („Fjármálatorg Wuxi“) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.|upright|thumb|'''„Fjármálatorg Wuxi“''' (Wuxi IFS) sem opnaði 2014, er 339 metra hár, 68 hæða skýjakljúfur, í Liangxi hverfi Wuxi.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi IFS|date=2022-02-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_IFS&oldid=1073205655|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Á kínverskan mælikvarða er Wuxi borg hagsældar. Hún er svæðisbundin viðskiptamiðstöð með öflugum fyrirtækjum í viðskiptum, ekki síst sterkum einkafyrirtækjum. Áhersla er á fjölbreytt atvinnulíf með uppbyggingu stórra iðnaðargarða sem eru helgaðir nýjum atvinnugreinum.
Sterk vísbending um efnahagslega velferð er landsframleiðsla á mann. Þar var Wuxi borg árið 2021 efst allra stórra og meðalstórra kínverskra borga. Efnahagur borgarinnar blómstrar með fjölbreyttu atvinnulífi og alþjóðlegum fjárfestingum. Meiri hagsæld þýðir komu erlendra verslunar- og smásölufyrirtækja, á borð við IKEA, Bailian, Apple, svo nokkuð sé nefnt.
Þessi þróun hefur einnig breytt ásýnd Wuxi með æ fleiri skýjakljúfum. Þannig opnuðu þrír slíkir árið 2014: Wuxi IFS (339 metrar), Wuxi Suning Plaza 1 (328 metrar) og Wuxi Maoye City - Marriott Hotel (304 metrar).<small><ref>{{Citation|title=Wuxi|date=2022-08-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi&oldid=1103178618|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=Center 66|date=2022-06-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Center_66&oldid=1094078612|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref><ref>{{Citation|title=无锡茂业城-万豪国际酒店|date=2021-12-19|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E8%8C%82%E4%B8%9A%E5%9F%8E-%E4%B8%87%E8%B1%AA%E5%9B%BD%E9%99%85%E9%85%92%E5%BA%97&oldid=69163185|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
=== Hefðbundin framleiðsla ===
Auk hefðbundinna viðskipta með hrísgrjón og bómullar- og silkiframleiðslu voru aðrar mikilvægar atvinnugreinar borgarinnar framan af hveitimölun, hrísgrjóna- og olíuvinnsla. Frá fimmta áratug síðustu aldar hefur iðnþróun verið hröð. Textíl- og matvælaiðnaðurinn hefur stækkað og færður til nútímahorfs. Borgin er orðin svæðisbundin miðstöð verkfræðiiðnaðar, sérstaklega fyrir vélasmíði auk framleiðslu rafbúnaðar, framleiðslu reiðhjóla- og hemla; kapla og textílvéla af ýmsum toga. Í seinni tíð hefur framleiðsla lyfja og ýmissa efna orðið æ mikilvægari.<small><ref name=":0" /></small>
=== Ferðaþjónusta ===
[[Mynd:Wuxi, Jiangsu - China (13619808523).jpg|alt=Vatnaborgin Wuxi er mikil ferðamannaborg.|upright|thumb|'''Vatnaborgin Wuxi''' er mikil ferðamannaborg.]]
Ferðaþjónusta í borginni er sífellt mikilvægari. Umhverfi Wuxi inniheldur marga þekkta og vel varðveitta staði,borgargarða og sögulega staði. Tai-vatn er eitt helsta aðdráttarafl ferðaþjónustu borgarinnar. Alþjóðlegar hótelkeðjur hafa keppst við að reisa glæsihótel til að anna aukinni eftirspurn: Marriott, Kempinski, Radisson Blu, Sheraton, o.s.frv.
=== Nýjar atvinnugreinar ===
Sterk áhersla er hjá borgaryfirvöldum að gera atvinnulífið enn fjölbreyttara með meiri þátttöku alþjóðlegra fyrirtækja.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/companies.html|title=Companies|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Áherslan er á ýmiskonar líftækni, öreindatækni, upplýsingatækni og gagnavinnslu, flug- og samgöngutækni, grænar raforkulausnir á borð við efnarafala fyrir vetnisframleiðslu, sem og iðnhönnun og aðrar skapandi greinar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-03/03/c_598030.htm|titill=Wuxi district looks to develop modern industries|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=3. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small><small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-06/23/c_773067.htm|titill=Wuxi's aerospace industry gets boost|höfundur=2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Til að ýta undir stafræna umbreytingu hefur borgin hvatt til framþróunar iðnaðar byggðum á „Interneti hlutanna“ (IoT), ekki síst á sviði heilbrigðistækni.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2021-09/30/c_665650.htm|titill=IoT industry fuels Wuxi's digital transformation|höfundur=By Liu Tianyang (wuxinews.com.cn) 2022 China Daily|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=30. september|ár=2021|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sama gildir um stafræna tækni í margskonar iðnframleiðslu.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://en.wuxi.gov.cn/2022-05/11/c_750367.htm|titill=Wuxi boasts thriving industries|höfundur=2022 China Daily (wuxinews.com.cn)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=11. maí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Atvinnuþróunarsvæði ===
[[Mynd:Ipark5.jpg|alt=Í „Nýhverfi Wuxi“ er „Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“ sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.|upright|thumb|Í „Nýhverfi Wuxi“ (Xinwu hverfi) er '''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“''' sem er iðngarður og nýsköpunarsetur fyrir upplýsingatækni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wndonline.cn/2019-07/30/c_482921.htm|title=Wuxi (National) Software Park|website=www.wndonline.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
Til að styðja við þessa framþróun hafa nýjar atvinnugreinar verið vistaðar í sérstökum iðngörðum og fríverslunarsvæðum sem bjóða upp á klasastarfssemi ásamt nýsköpunar- og frumkvöðlasetur í viðkomandi atvinnugrein. Alls eru sex slíkir iðngarðar og atvinnuþróunarsvæði í borginni.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.wuxinews.com.cn/developmentzones.html|title=Development Zones|website=www.wuxinews.com.cn|access-date=2022-08-23}}</ref></small><small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Árið 1992 var stofnað svokallað „Nýhverfi Wuxi“ (WND) nú nefnt Xinwu hverfi, sem nær yfir svæði sem er 220 ferkílómetrar.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small> Þar er ''Wuxi hátæknþróunarsvæðið'', ''Flugiðnaðargarður Wuxi'', og ''„Þjóðarhugbúnaðargarðurinn“'', svo nokkuð sé nefnt.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Sem dæmi þá eru þar um 1.000 hugbúnaðar- og útvistunarfyrirtæk á sviði upplýsingatækni, þar á meðal nokkur af stærstu fyrirtækjum heims, eins og Microsoft, Intel, Oracle, IBM, NTT data, Fujitsu, Pactera, ChinaSoft International og Unissoft.<small><ref>{{Citation|title=Xinwu District, Wuxi|date=2022-04-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinwu_District,_Wuxi&oldid=1083254871|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>
Á Jiangyin hátæknisvæðinu sem stofnað var árið 1992, eru leiðandi atvinnugreinar á borð við framleiðslu nýrra málmefniþa, háþróaðs samskiptabúnaðar, og líftæknilyfja.
Önnur dæmi um iðngarða eða sérstök atvinnuvaxtarsvæði eru: ''Xishan efnahags- og tækniþróunarsvæðið''; ''Wuxi Liyuan efnahagsþróunarsvæðið''; ''„Wuxi landslagsborgin“'' (þar sem eru meðal annars: „Stafrænir iðnaðargarðar Wuxi“ og „Ferðaþjónustugarður Wuxi við Tai vatn“); og ''„Jiangsu Jiangyin Lingang efnahagsþróunarsvæðið“''.
==Samgöngur==
[[Mynd:Jiangyin Yangtze River bridge-2.jpeg|alt=Jiangyin Jangtse brúin er 1.385 metra hengibrú yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Hún tengir sýsluborgina Jiangyin sunnan árinnar við Jingjiang undirborg Taizhou, í norðri. Um brúna liggur G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin.|upright|thumb|'''Jiangyin Jangtse hengibrúin''' er 1.385 metra löng yfir Jangtse fljót í Wuxi borg. Um brúna liggur '''G2 Peking-Sjanghæ hraðbrautin'''.<small><ref>{{Citation|title=Jiangyin Yangtze River Bridge|date=2022-08-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangyin_Yangtze_River_Bridge&oldid=1104313456|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-23}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wuxi Railway Station 01.jpg|alt=Aðallestarstöð Wuxi er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir háhraðalestir, neðanjarðarlestir og strætisvagna.|upright|thumb|'''Aðallestarstöð Wuxi''' er umfangsmikil flutningamiðstöð sem samþættir [[Háhraðalest|háhraðalestir]], [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagna]].<small><ref>{{Citation|title=无锡中央车站|date=2021-12-23|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E4%B8%AD%E5%A4%AE%E8%BD%A6%E7%AB%99&oldid=69236737|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:201812_CR400BF-3042_at_Wuxi_Station.jpg|alt=Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wixi.|upright|thumb|'''Sjanghæ-Nanjing háhraðalestin''' fer á 300 km/klst. milli borganna með viðkomu í Wuxi.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Line 1 train.jpg|alt=Lestarlína eitt í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.|upright|thumb|'''„Lestarlína eitt“''' í nýlegu borgarlestarkerfi Wuxi. Til viðbótar við núverandi fjórar lestarlínur eru áform um mun fleiri.]]
[[Mynd:Wuxi Metro Linemap.svg|alt=Núverandi leiðarkerfi borgarlesta Wuxi.|upright|thumb|'''Leiðarkerfi borgarlesta''' Wuxi.]]
[[Mynd:无锡机场-nosign.jpg|alt=Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.|upright|thumb|'''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllur''' í Xinwu hverfi Wuxi. Um hann fóru 8 milljónir farþega 2019.<small><ref>{{Citation|title=沪宁高速动车组列车|date=2021-11-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%AA%E5%AE%81%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%8A%A8%E8%BD%A6%E7%BB%84%E5%88%97%E8%BD%A6&oldid=68896224|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:2014 无锡 从红星桥上向北看开源大桥向西看梁韵大桥.jpg|alt=Skip og bátar á Jangtse- fljóti.
|upright|thumb|'''Jangtse-fljót''' er mikilvæg samgönguæð skipa og báta í Wuxi.]]
Sem samgöngumiðstöð er Wuxi vel staðsett. Frá fornu hefur þjóðbraut milli Sjanghæ -Nanjing legið um borgina. Í aldir hafa farþegar og vörur farið um vatnaleiðir Peking-Hangzhou hluta Miklaskurðar í borgarlandinu. Síðar voru ýmsir þjóðvegir byggðir, sem stuðluðu enn frekar að flutningum. Í þéttbýli gömlu vatnaborgarinnar var fyllt upp í skurði og árfarvegi til vegagerðar, sem útskýrir ýmsa krókótta vegi nútímans.
Í dag liggja margar hraðbrautir, þjóðvegir og háhraðalestir um Wuxi. Samgöngukerfið byggir á aðgengi að alþjóðaflugvöllum, höfnum og neðanjarðarlestum. Sú undirstaða gerir Wuxi að velmegandi svæðisbundinni borg.
===Vegakerfið===
Alls liggja 9 þjóðar- og héraðshraðbrautir í gegnum Wuxi. Meðal þeirra eru: # G2 Peking-Sjanghæ þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=G2 Beijing–Shanghai Expressway|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G2_Beijing%E2%80%93Shanghai_Expressway&oldid=1098509046|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> #G42 Sjanghæ-Nanjing þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=G42 Shanghai–Chengdu Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G42_Shanghai%E2%80%93Chengdu_Expressway&oldid=1101115993|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> sem opnaði árið 1996 og tengir Wuxi við borgirnar Sjanghæ, Suzhou, Changzhou, Zhenjiang og aðrar borgir Jiangsu héraðs; og #G42 Changshu-Hefei þjóðarhraðbrautin;<small><ref>{{Citation|title=常合高速公路|date=2022-08-20|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%90%88%E9%AB%98%E9%80%9F%E5%85%AC%E8%B7%AF&oldid=73286090|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Meðal þjóðvega er #312 þjóðbrautin sem tengir Sjanghæ við mið- og norðvestur Kína;<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> og #104 þjóðbrautin sem liggur alla leið frá Peking suður til Fuzhou.<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 104|date=2021-04-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_104&oldid=1016627133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Að auki eru ýmsar aðrar þjóðarhraðbrautir, þjóðbrautir, héraðshraðbrautir og vegir.
===Járnbrautir===
Wuxi-svæðið er vel tengt með [[Járnbraut|járnbrautum]]. Meðal þeirra eru: Sjanghæ–Nanjing háhraðalestin tengir Wuxi við Nanjing, Sjanghæ og Suzhou;<small><ref>{{Citation|title=Beijing–Shanghai railway|date=2022-02-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beijing%E2%80%93Shanghai_railway&oldid=1069184183|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Peking–Sjanghæ háhraðalestin stoppar einnig í borginni;<small><ref>{{Citation|title=Beijing–Shanghai high-speed railway|date=2022-08-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Beijing%E2%80%93Shanghai_high-speed_railway&oldid=1105890381|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Nanjing-Hangzhou háhraðalestin fyrir farþega;<small><ref>{{Citation|title=Nanjing–Hangzhou high-speed railway|date=2022-08-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Nanjing%E2%80%93Hangzhou_high-speed_railway&oldid=1105890607|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> og Xinyi–Changxing-lestin um borgina.<small><ref>{{Citation|title=Xinyi–Changxing railway|date=2022-07-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xinyi%E2%80%93Changxing_railway&oldid=1098760106|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Borgarlestir===
Borgarlestarkerfi Wuxi sem hóf starfsemi árið 2014, hefur verið mikilli uppbyggingu. Í dag eru reknar fjórar lestarlínur sem ná alls til 115 kílómetra.<small><ref>{{Citation|title=Wuxi Metro|date=2022-04-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wuxi_Metro&oldid=1082348735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small> Þær mynda krosslaga lestarnet sem liggur austur-vestur og norður-suður. Á næstu áratugum á að bæta við nýjum 200 kílómetra lestarlínum í neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar.
===Strætisvagnar===
Innan Wuxi byggja almenningssamgöngur á strætisvögnum, neðanjarðarlestum, leigubílum og almenningshjólum. Meginstrætisvagnastöð borgarinnar er við aðallestarstöð Wuxi. Þar tengjast strætisvagnar, neðanjarðarlestir og háhraðalestir á einum stað.
Í borginni þjóna meira en 3.000 rútur yfir 200 strætisvagnalínum. Fargjaldið er tveir júan fyrir ferð með loftkælingu og einn júan fyrir sæti án loftkælingar.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Vatnaflutningar ===
Vöru- og fólksflutningar á skipgengum vatnaleiðum í Wuxi hafa staðið í aldir á Peking-Hangzhou hluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], um Wushen skurðinn og á Tai vatni. Árið 2013 var áætlað að vatnaleiðir borgarinnar séu alls 1.578 kílómetrar. Siglt er allar árstíðir.
Wuxi höfnin er hafnarsamlag tveggja hafna fyrir vöruflutninga og farþegaferjur: Jiangyin-höfn, sem er fjórða stærsta á Jangtse-fjóti, um 38 kílómetra frá miðborginni; og Innri höfn Wuxi sem nær til Huishan og Xishan hafnarsvæðanna.<small><ref>{{Citation|title=无锡市|date=2022-08-08|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%97%A0%E9%94%A1%E5%B8%82&oldid=73125756|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
===Alþjóðaflugvöllur===
Aðalflughöfn Wuxi er Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn, sem opnaði sem innanlandsflugvöllur árið 2004 og sem alþjóðaflugvöllur árið 2009. Hann er sameiginlegur flugvöllur nágrannaborganna Wuxi og [[Suzhou]]. Flugvöllurinn er staðsettur í Xinwu hverfi Wuxi, um 14 kílómetra frá miðborginni og um 20 kílómetra frá miðborg Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sunan Shuofang International Airport|date=2022-08-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sunan_Shuofang_International_Airport&oldid=1105089148|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Í tveimur farþegamiðstöðvum er boðið upp á beint flug til [[Peking]], [[Guangzhou]], [[Shenzhen]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Kunming]], Lijiang, [[Hong Kong]], [[Makaó]], [[Taípei]], [[Bangkok]], [[Osaka]], [[Tókýó]] og [[Singapúr]], svo nokkuð sé nefnt.
Árið 2019 fóru 8 milljónir farþega um völlinn og farm- og póstflutningar voru um 145 þúsund tonn.<small><ref>{{Citation|title=苏南硕放国际机场|date=2022-03-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%8D%97%E7%A1%95%E6%94%BE%E5%9B%BD%E9%99%85%E6%9C%BA%E5%9C%BA&oldid=70798086|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
Auk Sunan Shuofang vallarins er Wuxi borg vel tengd öðrum flughöfnum. Risavaxnir flugvellir nágrannaborga bjóða upp á millilandaflug um víða veröld. Wuxi er þannig í 120 kílómetra fjarlægð frá [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvellinum]], 180 kílómetra frá [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvellinum]] og 180 kílómetra frá Nanjing Lukou alþjóðaflugvellinum, sem allir eru tengdir með [[Hraðbraut|hraðbrautum]] og [[Háhraðalest|háhraðalestum]].<small><ref>{{Cite web|url=http://www.cfguide.cn/Wuxi/article/art178.htm|title=Wuxi Overview|website=www.cfguide.cn|access-date=2022-08-24}}</ref></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Nanning Wuxi Anghu Park (15460514486).jpg|alt=Wuxi-óperan, aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda. Reynt er að höfða til yngri kynslóða.|upright|thumb|'''Wuxi-óperan''', aldargamalt óperuform Xiju, er enn vinsæl. Þar leika karlar bæði kyn í dreifbýlissögum siðferðisátaka og gráðugra húsráðenda.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2018-04/20/content_36065274.htm|titill=Wuxi Opera|höfundur=2022 China Daily (chinadaily.com.cn).|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government.|ár=22|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.wuxinews.com.cn/2022-07/21/c_792218.htm|titill=Century-old Xiju Opera still shines|höfundur=2022 China Daily (gowuxi.com)|útgefandi=The Information Office of Wuxi Municipal People's Government|mánuður=21. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=22. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>]]
* [http://en.wuxi.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wuxi'''] Yfirgripsmiklar upplýsingar á ensku og kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur, fréttir, o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Wuxi '''Wuxi'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/wuxi/ Travel China Guide: '''Wuxi'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Héraðið [[Jiangsu]] í austurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wuxi|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wuxi|titill=Britannica: Wuxi|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=10. apríl|ár=2013|mánuðurskoðað=20. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1i748vgjm07e2mt9p1b6qytmf9wo2ps
Íþróttafélagið Leiftur
0
169092
1765913
1765652
2022-08-24T21:55:40Z
89.160.233.104
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Leiftur.png|thumbnail|hægri|Merki Leifturs]]
'''Íþróttafélagið Leiftur''' var fjölgreinaíþróttafélag frá [[Ólafsfjörður|Ólafsfirði]] sem stofnað var árið 1931. Það var sameinað Knattspyrnufélagi Siglufjarðar árið 2010 í [[Knattspyrnufélag Fjallabyggðar]]. Leiftur keppti í [[Besta deild karla|efstu deild karla í knattspyrnu]] fyrst árið 1988 og aftur á árunum 1995-2000. Það var um skeið eitt sterkasta knattspyrnulið landsins og lék m.a. í Evrópukeppni og til úrslita í [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|bikarkeppni KSÍ]] árið 1998.
==Saga==
Íþróttafélagið Leifur var stofnað árið 1931 í Ólafsfirði með knattspyrnuiðkun að meginmarkmiði. Var félagið því einungis opið körlum í fyrstu. Síðar voru aðrar greinar teknar á keppnisskránna og í kjölfarið var samþykkt, eftir nokkrar umræður, að heimila konum aðgang að félagið árið 1936. Við stofnun Leifturs var starfrækt ungmennafélag í bænum. Félögin voru sameinuð nokkrum árum síðar og gekk hið sameinaða félag um skeið undir nafninu ''Sameining'' en fljótlega varð Leifturs-heitið ofan á.
Auk íþróttastarfs kom félagið að ýmsum framfaramálum bæjarins. Það sinnti lengi snjómokstri fyrir bæjarbúa í fjáröflunarskyni og eignaðist réttindi til öflunar á heitu vatni um 1940. Í kjölfarið hafði það forgöngu um stofnun [[hitaveita|hitaveitu]] Ólafsfjarðar, sem er ein elsta bæjarhitaveita landsins. Í tengslum við gerð hennar var komið upp myndarlegri sundlaug á Ólafsfirði.
Ólafsfjörður var um áratugaskeið eitt öflugasta bæjarfélag landsins á sviði [[skíði|skíðaíþrótta]] og getur Leiftur státað af ótal Íslandsmeisturum í gegnum tíðina.<ref>{{vefheimild|url= https://timarit.is/page/1755550?iabr=on|titill=Morgunblaðið 6. desember 1991}}</ref>
==Knattspyrnan á Ólafsfirði==
Leiftur sendi fyrst lið til keppni á Íslandsmóti í knattspyrnu sumarið 1970, en þá var tekin upp svæðaskipt riðlakeppni í þriðju efstu deild í fyrsta sinn og fjölgaði þátttökuliðum af landsbyggðinni þá stórlega. Ólafsfirðingar ráku lestina í sínum riðli þetta fyrsta skipti og næstu tvö ár varð árangurinn litlu betri. Ekkert lið var sent til leiks sumarið 1973 en frá og með árinu 1974 tók Leiftur þátt í Íslandsmóti karla í hvert einasta sinn á meðan félagið starfaði.
===Í neðstu deildum===
Frá 1974 til 1981 léku Leiftursmenn í þriðju og neðstu deild og voru nær botninum en toppinum, ef frá er talið árið 1977 þegar liðið hafnaði í öðru sæti á eftir Siglfirðingum. Leiftri tókst því ekki að halda sæti sínu í deildinni þegar fjórða deildin sett á laggirnar og var félagið því meðal stofnmeðlima hennar sumarið 1982. Fallárið 1981 bar það helst til tíðinda að Leiftursmenn komust í fyrsta sinn í 16-liða úrslit bikarkeppninnar og töpuðu þar 0:1 fyrir efstudeildarliði [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þórs Akureyri]].
Leiftursmenn unnu D-riðil fjórðu deildar 1982 með fullu húsi stiga, en máttu sætta sig við annað sætið á eftir [[Ungmennafélagið Valur|Val Reyðarfirði]] í B-riðli úrslitakeppninnar eftir harða baráttu. Ólafsfirðingar sneru aftur reynslunni ríkari og fóru taplausir í gegnum sinn riðil í fjórðu deild sumarið 1983, með markatöluna 34:4. Úrslitakeppnin var sem fyrr tvískipt eftir landshlutum. Leiftursmenn áttu ekki í vandræðum með að sigra [[Ungmennafélagið Leiknir|Leikni Fáskrúðsfirði]] og [[Ungmennafélagið Hvöt (Blönduósi)|Hvöt Blönduósi]]. Sætið í 3. deild var tryggt en til að fullkomna tímabilið unnu Ólafsfirðingar sigur á [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjörnunni Garðabæ]] í úrslitaleik á Akureyrarvelli.
===Rokkað upp og niður===
Þrátt fyrir að vera nýliðar, höfðu Leiftursmenn talsverða yfirburði í NA-riðli 3.deildar sumarið 1984. Við tók æsilegt einvígi um meistaratitilinn við [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]]. Leikið var heima og heiman. Leiftur vann 2:1 á Ólafsfirði en Fylkismenn 2:0 í Reykjavík þrátt fyrir að ljúka leik tveimur færri. Leiftur var kominn í næstefstu deild í fyrsta sinn.
Það tók Leiftursmenn of langan tíma að venjast því að leika á efra stigi, því fyrsti sigurleikurinn [[2. deild karla í knattspyrnu 1985|sumarið 1985]] leit ekki dagsins ljós fyrr en í 9. umferð. Það var of seint í rassinn gripið og Leiftur lauk keppni í tíunda og neðsta sæti með tólf stig.
Dvölin í 3. deild varð stutt. Sumarið 1986 unnu Leiftursmenn NA-riðilinn eftir harða keppni við [[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastól]] sem hafði á að skipa markakóngnum [[Eyjólfur Sverrisson|Eyjólfi Sverrissyni]]. Einn úrslitaleikur var látinn nægja að þessu sinni og unnu Leiftursmenn 3:2 sigur á [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR-ingum]] á Akureyri.
Þótt Leiftursmenn kæmu mun sterkari til leiks [[2. deild karla í knattspyrnu 1987|sumarið 1987]] en tveimur árum fyrr óraði fæsta fyrir velgengninni þá um sumarið. Bræðurnir Steinar og Óskar Ingimundarsynir voru báðir iðnir við kolann og urðu markahæstir með sjö mörk hvor. Deildin var með ólíkindum jöfn, þannig voru aðeins fjögur stig á milli efsta liðs og þess sjöunda þegar þrjár umferðir voru eftir. Í lokaumferðinni mættu Leiftursmenn [[Knattspyrnufélagið Þróttur|Þrótturum]] á Valbjarnarvelli, þar sem Þróttarar þurftu sigur til að eiga von um fyrstu deildar sæti en gestunum dugði jafntefli. Leiftursmenn gerðu betur og unnu 2:1. Leiftursliðið var komið í hóp hinna bestu einungis fimm árum eftir að hafa leikið í neðstu deild. Vegna þessa afreks útnefndi Víðir Sigurðsson, ritstjóri bókaflokksins ''Íslensk knattspyrna'' Leiftur sem ''lið ársins 1987''. Sama ár veittu Leiftursmenn [[Knattspyrnufélagið Fram|Frömurum]] harða keppni í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar, en töpuðu að lokum 1:3 á heimavelli að viðstöddum 600 áhorfendum.
===Eitt ár í sólinni===
Fáir höfðu nokkra trú á Leiftursliðinu í efsstu deild [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|sumarið 1988]]. Raunin varð sú að Norðurlandsliðin Leiftur og [[Völsungur Húsavík|Völsungur]] fóru lóðbeint niður, með níu stig hvort lið - helminginn af því sem þriðja neðsta liðið endaði með. Leiftursliðið varðist vel og fékk ekki nema 26 mörk á sig, minna en fimm önnur lið í deildinni en skoraði fæst allra - aðeins tólf.
Litlu mátti muna að Ólafsfirðingar upplifðu bikarævintýri en Leiftur tapaði 0:1 [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflavík]] á Ólafsfjarðarvelli í undanúrslitum bikarkeppninnar eftir hörkuleik.
=== Aftur á uppleið ===
Bræðurnir Steinar og Óskar Ingimundarsynir hurfu á braut fyrir [[2. deild karla í knattspyrnu 1989|leiktíðina 1989]]. Leiftursliðið fór illa af stað og endaði að lokum í sjöunda sæti, með langfæst mörk allra liða skoruð, fimmtán talsins, en fengu hins vegar ekki nema átján mörk á sig. [[2. deild karla í knattspyrnu 1990|Árið eftir]] féllu nágrannaliðin Leiftur og KS niður í 3. deild eftir harða baráttu við Tindastól og [[Ungmennafélag Grindavíkur|Grindavík]].
Dvölin í 3. deild var ekki nema eitt ár. Leiftursmenn unnu deildina með allnokkrum yfirburðum undir stjórn Aðalsteins Aðalsteinssoanr og varð framherjinn Þorlákur Árnason markakóngur með 20 mörk.
[[2. deild karla í knattspyrnu 1992|Sumarið 1992]] hafnaði Leiftur í fjórða sæti í næstefstu deild. Staðan í töflunni sagði þó ekki alla söguna því Keflvíkingar voru með heilum tólf stigum meira í öðru sætinu. Þjálfari Leiftursliðsins þetta ár var [[Marteinn Geirsson]] sem komið hafði [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víðismönnum]] í efstu deild nokkrum árum áður.
Marteinn var aftur við stjórnvölinn [[2. deild karla í knattspyrnu 1993|árið 1993]] þar sem Leiftur og Stjarnan háðu æsilegt einvígi um annað sætið á eftir [[Breiðablik|Breiðabliki]]. Leiftursliðið, rækilega styrkt af ungum leikmönnum úr félögum frá Akureyri og að sunnan, endaði stiginu á eftir Stjörnunni og tveimur á eftir Blikum. Í bikarkeppninni féllu Ólafsfirðingar úr keppni í fjórðungsúrslitum í Keflavík, 4:2 eftir að hafa komist 0:2 yfir í leik þar sem ýmis vafaatriði féllu heimamönnum í vil.
Marteinn Geirsson lét af störfum eftir tímabilið 1993 til að taka við stjórnartaumunum hjá Fram. Í hans stað kom Óskar Ingimundarson. Grindavík, Leiftur og Fylkir bitust um sætin tvö í efstu deild. Í lokaumferðinni gerðu Grindavík og Leiftur markalaust jafntefli sem tryggði fyrrnefnda liðinu meistaratitilinn en Ólafsfirðingum annað sætið. Athygli vakti að einu tveir tapleikir leiftursmanna um sumarið voru gegn botnliðinu Þrótti Neskaupsstað, sem reyndust líka einu sigrar Austfjarðaliðsins.
=== Synt með stórfiskunum ===
Leiftursmönnum var spáð sjöunda sæti í [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1995|1. deild sumarið 1995]]. Yfirburðir [[Knattspyrnufélag ÍA|Skagamanna]] voru algjörir. Leiftur átti veika von um að hreppa þriðja sætið og komast þannig í Evrópukeppni en tapaði tveimur síðustu leikjunum og mátti sætta sig við fimmta sæti. Ljóst var að aðstandendur liðsins stefndu enn hærra og að móti loknu bættu Ólafsfirðingar við sig sterkum leikmönnum.
Viðbæturnar skiluðu svo sannarlega sínu og [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1996|sumarið 1996]] hafnaði Leiftur í þriðja sæti, talsvert þó á eftir [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR-ingum]] í sætinu fyrir ofan. Þetta þótti talsvert afrek og var Gunnar Oddsson, fyrirliði liðsins, valinn leikmaður Íslandsmótsins. Þriðja sætið tryggði Ólafsfirðingum einnig keppnisrétt í hinni svokölluðu Intertoto-keppni árið eftir.
=== Leiftur í Evrópukeppni ===
Kristinn Björnsson tók við þjálfun Leiftursliðsins fyrir [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|sumarið 1997]]. Miklar mannabreytingar urðu milli ára og vakti virkni Ólafsfirðinga á leikmannamarkaðnum talsverða athygli. Gáfu gárungar liðinu viðurnefnið ''Keyptur'' vegna fjölda aðkomumanna í leikmannahópnum. Ekki leið þó á löngu uns slík liðsöfnun varð alvanaleg hjá íslenskum knattspyrnuliðum.
Þátttakan í Intertoto-keppninni tók sinn toll og um miðbik mótsins söfnuðust upp frestaðir leikir vegna þessa. Undir lokin sóttu Ólafsfirðingar hins vegar í sig veðrið og nældu í þriðja sætið með sigri á nýkrýndum Íslandsmeisturum [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]] í lokaleiknum. Í annað sinn í sögunni máttu Leiftursmenn sætta sig við 1:0 ósigur gegn Keflvíkingum í undanúrslitum bikarsins, að þessu sinni eftir sigurmark í undir lok framlengingar.
Hápunktur leikársins var þó þátttakan í Intertoto. Keppnin hófst í seinni hluta júní og var því utan keppnistímabils flestra keppnisliðanna af meginlandinu. Leikin var einföld umferð í fimm liða riðli. Byrjað var með látum þegar [[Þýskaland|þýska]] stórliðið [[Hamburger SV]] mætti til Ólafsfjarðar. Mikill áhugi var á leiknum og um 1.700 áhorfendur mættu á Ólafsfjarðarvöll, mun fleiri en heildaríbúafjöldi bæjarins. Gestirnir unnu 1:2, en Rastislav Lazorik minnkaði muninn fyrir Leiftur undir lokin. Lazorik skoraði svo fyrsta mark Ólafsfirðinga í afar óvæntum 3:4 útisigri á [[Odense Boldklub]] í næstu umferð.
Leiftursmenn fóru illa að ráði sínu á heimavelli gegn [[FBK Kaunas]] frá [[Litháen]] og töpuðu 2:3 eftir að hafa fengið á sig þrjú slysaleg mörk á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Ekki mættu nema 200 manns á leikinn gegn Kaunas á Ólafsfjarðarvelli. Ólíku var saman að jafna viku síðar þegar 10 þúsund manns sáu [[Tyrkland|tyrkneska]] liðið Samsunspor vinna auðveldan 3:0 sigur á Leiftursmönnum sem sköpuðu sér engin færi. Leiftursmenn enduðu því í fjórða og næstsíðasta sæti riðilsins en frammistaða þeirra á Íslandsmótinu þýddi að liðið myndi snúa aftur til leiks í sömu keppni að ári.
=== Bikarúrslit ===
[[Mynd:Páll Guðlaugsson 2012.jpg|thumb|left|Páll Guðlaugsson hafði mikla reynslu úr færeyska boltanum og stýrði landsliði Færeyja um tíma.]] Enn á ný varð mikil endurnýjun í leikmannahópi Leifturs fyrir [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|leiktíðina 1998]]. Ellefu nýjir leikmenn komu til liðsins og álíka margir hurfu á braut. Páll Guðlaugsson tók við þjálfun liðsins en hann hafði mikla reynslu af þjálfun í [[Færeyjar|Færeyjum]]. Hann tók með sér færeyska landsliðsmarkvörðinn Jens Martin Knudsen og framherjann Uni Arge. Urðu erlendir leikmenn áberandi í liðum Leifturs á næstu árum, m.a. vegna tengsla Páls á leikmannamarkaðnum.
Ólafsfirðingar komust á topp deildarinnar í sólarhring í byrjun fimmtu umferðar en soguðust fljótlega niður í miðja deild, enduðu í sjötta sæti og komu hvorki við sögu í topp- né botnbaráttunni. Intertoto-keppnin var með öðru sniði en árið áður. Leiftur tók ekki þátt í riðlakeppni en lék heima og að heiman gegn liðin Vorskia Poltava frá [[Úkraína|Úkraínu]]. Leiftursemnn unnu heimaleikinn 1:0 eftir að hafa leikið manni færri nær allan seinni hálfleik. Grátleg mistök urðu þó til þess að ónýta sigurinn, þar sem Leiftursmenn höfðu fyllt rangt út leikskýrslu og taldist leikurinn því tapaður 0:3. Staðan var því orðin vonlaus fyrir leikinn ytra. Honum lauk með 3:0 sigri Úkraínumanna.
Hápunktur leikársins var þó vafalítið bikarkeppni KSÍ. Ólafsfirðingar þurftu ekki að sigra nema eitt efstudeildarlið á leið sinni í úrslitin, Grindvíkinga 0:2 á útivelli í undanúrsltium. Meira en 4.600 áhorfendur mættu á úrslitaleik tveggja landsbyggðaliða: Leifturs og ÍBV. Eyjamenn höfðu tapað í úrslitaleiknum tvö ár í röð en Ólafsfirðingar höfðu enga reynslu á þessum vettvangi. Á 36. mínútu var dæmd vítaspyrna á Pál Guðmundsson fyrir að verja með hendi á marklínu. Páli var vísað útaf og eftir að skorað var úr vítinu voru Leiftursmenn komnir undir og manninum færri. Lokatölur urðu 2:0 fyrir ÍBV en leikurinn fékk þó þær umsagnir að hafa verið einhver skemmtilegasti bikarúrslitaleikur í áraraðir. Uni Arge varð markahæstur í bikarkeppninni þetta árið með sex mörk.
=== Efsta deildin kvödd ===
Leiftur fékk einu stigi meira í [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999|deildinni 1999]] en árið fyrr en það dugði þó í þriðja sæti. Athygli vakti að fyrir mótið sótti Páll Guðlaugsson þrjá [[Brasilía|brasilíska]] leikmenn til félagsins en Suður-ameríkubúar máttu heita óþekktir í deildinni.
Stærstu leikir sumarsins hjá Leiftri voru tvímælalaust viðureignir við [[Belgía|belgíska]] stórliðið [[Anderlecht]] í [[Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu|UEFA-bikarnum]], en með liðinu lék hinn kunni markahrókur Jan Köller. Með réttu hefðu Leiftursmenn átt að keppa í [[Evrópukeppni bikarhafa]] en hún var sameinuð UEFA-bikarnum þetta árið. Belgarnir reyndust miklu sterkari og unnu heimaleik sinn 6:1. Munurinn var litlu minni í seinni leiknum, 0:3, sem fram fór á Akureyri að viðstöddum 1.300 áhorfendum en Ólafsfjarðarvöllur taldist ekki uppfylla skilyrði fyrir keppnina.
Jens Martin Knudsen tók við stjórn Leifturs fyrir átökin [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 2000|sumarið 2000]]. Búist var við erfiðri baráttu og Leiftursmönnum spáð þriðja neðsta sæti í spá forráðamanna liðanna. Ólafsfirðingar lentu snemma á botninum og sátu þar nær allan tímann og óhagstæð úrslit í öðrum leikjum gerðu það að verkum að liðið var fallið fyrir lokaumferðina. Ljósið í myrkrinu þetta sumarið var góð frammistaða í Intertoto-keppninni þar sem Leiftur gerði sér lítið fyrir og sló út Luzern frá [[Sviss]] á útivallarmörkum eftir 2:2 og 4:4 jafntefli, þar sem Örlygur Helgason jafnaði á lokamínútunni ytra. Við tóku tveir leikir gegn Sedan frá [[Frakkland]]i sem báðir töpuðust.
=== Basl og samkrull ===
Páll Guðlaugsson tók aftur við stjórntaumunum [[1. deild karla í knattspyrnu 2001|árið 2001]]. Næstefsta deildin var sannkölluð Norðurlandsdeild þetta sumarið með sex af tíu liðum frá því landsvæði. Leiftur endaði í sjötta sæti, stigi ofar en nágrannarnir frá [[UMFS Dalvík|Dalvík]]. Kostnaðurinn við rekstur deildarinnar var orðinn sligandi. Niðurstaðan varð sú að sameina liðin tvö. Haustið 2001 lauk því rúmlega þriggja áratuga sögu Leiftursmanna sem sjálfstæðs liðs á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Hið sameinaða lið Leiftur/Dalvík lék heimaleiki sína á þremur völlum: Ólafsfjarðarvelli, Dalvíkurvelli og Árskógsstrandarvelli [[1. deild karla í knattspyrnu 2002|sumarið 2002]]. Árangurinn varð undir væntingum. Leiftur/Dalvík nældi í sitt fimmtánda stig í fjórtándu umferð. Í kjölfarið tapaði það þremur af fjórum síðustu leikjunum og hélt sér naumlega í deildinni. Í bikarkeppninni sló liðið [[Knattspyrnufélagið Valur|Valsmenn]] úr leik og stóðu því næst rækilega uppi í hárinu á Eyjamönnum í fjórðungsúrslitum.
Leiftur/Dalvík sá ekki til sólar [[1. deild karla í knattspyrnu 2003|sumarið 2003]]. Liðið missti marga leikmenn og náði ekki að byggja upp sterka liðsheild í staðinn. Botnsætið varð útkoman og Ólafsfirðingar því komnir í þriðju efstu deild í fyrsta sinn í langan tíma.
Hið sameinaða lið endaði fyrir neðan miðja deild sumarið 2004 eftir slaka byrjun. Ekki tók betra við á árinu 2005. Leiftur/Dalvík lenti fljótlega á botninum og tókst ekki að vinna átta leiki í röð. Athygli vakti þó að af einungis þremur sigurleikjum sumarsins voru tveir á útivelli og báðir með fjögurra marka mun. Einungis fimm árum eftir að Ólafsfjörður átti lið í efstu deild blasti fjórða efsta deildin við.
=== Nýtt samstarf ===
Það kom reyndar ekki til þess að Ólafsfirðingar þyrftu að leika í neðstu deild sumarið 2006. Leiftur og Dalvík ákváðu að slíta samstarfi sínu. Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafði kolfallið úr [[1. deild karla í knattspyrnu 2005|næstefstu deild sumarið 2005]] og ákváðu Leiftur og KS að taka höndum saman. Slík sameining var orðin raunhæfur kostur í ljósi þess að vinna við [[Héðinsfjarðargöng]] var í fullum gangi og farið að ræða um sameiningu sveitarfélaganna tveggja.
Frá 2006 til 2010 gekk hið sameinaða lið undir nafninu KS/Leiftur en það ár var [[Knattspyrnufélag Fjallabyggðar]] stofnað og er hefð fyrir að miða deildarsögu KF við árið 2006.
=== Skammlífur kvennaflokkur ===
Leiftur tefldi í fyrsta sinn fram kvennaliði á Íslandsmóti [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1991|sumarið 1991]]. Við ramman reip var að draga í töpuðust allir leikirnir sex og flestir með talsverðum mun. Næstu tvö sumur mátti Ólafsfjarðarliðið aftur sætta sig við að tapa öllum sínum leikjum. [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1994|sumarið 1994]] náði liðið tveimur jafnteflum og sló [[Ungmennafélagið Afturelding|Aftureldingu]] út úr bikarnum. Í næstu umferð komu [[Knattspyrnufélagið Valur|Valsstúlkur]] norður og unnu 0:17.
Fyrsti deildarsigurinn leit dagsins ljós [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1995|sumarið 1995]], á móti Knattspyrnufélagi Siglufjarðar. Leiftursliðið var þá undir stjórn Sverris Sverrissonar leikmanns karlaliðsins. Liðsfélagi hans, Gunnar Már Másson tók við liðinu árið eftir. Leiftursstúlkur hlutu þá níu stig í átta leikjum og unnu m.a. 8:1 sigur á [[Ungmennafélagið Tindastóll|Tindastóli]]. Sumarið 1997 voru Ólafsfirðingar á svipuðu róli. Eftir það var ákveðið að tefla fram sameiginlegu liði með Dalvíkingum í kvennaflokki.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{sa|1931|2010}}
[[Flokkur:Íþróttafélög frá Norðurlandi]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|Íþróttafélagið Leiftur]]
7d2503oy98gacophlybz0h9l4lkb7or
Bergisch Gladbach
0
169122
1765885
2022-08-24T12:09:27Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Mynd:Neues Schloss Bensberg, June 2021.jpg|thumb|Neues Schloss Bensberg.]] '''Bergisch Gladbach''' er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] nálægt [[Köln]]/[[Bonn]] svæðinu. Íbúar eru um 112.000 (2020). [[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Neues Schloss Bensberg, June 2021.jpg|thumb|Neues Schloss Bensberg.]]
'''Bergisch Gladbach''' er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] nálægt [[Köln]]/[[Bonn]] svæðinu. Íbúar eru um 112.000 (2020).
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
3qr6tbdjm1r917o6m2qmjtk5bb2a67b
Remscheid
0
169123
1765886
2022-08-24T12:17:59Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Mynd:Remscheid rathaus.jpg|thumb|Remscheid-ráðhúsið.]] [[Mynd:Muengsten.jpg|thumb|Müngstener-lestarbrúin.]] '''Remscheid''' er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] nálægt [[Ruhr]]-svæðinu. Íbúar eru um 112.000 (2021). Borgin var nær gereyðilögð árið 1943 í [[seinni heimsstyrjöld]]. Müngstener-lestarbrúin sem tengi Remscheid við [[Solingen]] er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar. Flokkur:Borgir í Þýskala...
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Remscheid rathaus.jpg|thumb|Remscheid-ráðhúsið.]]
[[Mynd:Muengsten.jpg|thumb|Müngstener-lestarbrúin.]]
'''Remscheid''' er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] nálægt [[Ruhr]]-svæðinu. Íbúar eru um 112.000 (2021). Borgin var nær gereyðilögð árið 1943 í [[seinni heimsstyrjöld]].
Müngstener-lestarbrúin sem tengi Remscheid við [[Solingen]] er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar.
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
k26nnh9b10sincsweo84dpr8880u65m
1765889
1765886
2022-08-24T12:36:31Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Remscheid rathaus.jpg|thumb|Remscheid-ráðhúsið.]]
[[Mynd:Muengsten.jpg|thumb|Müngstener-lestarbrúin.]]
'''Remscheid''' er borg í vestur-Þýskalandi í sambandsríkinu [[Norðurrín-Vestfalía]] nálægt [[Ruhr]]-svæðinu. Íbúar eru um 112.000 (2021). Borgin var nær gereyðilögð árið 1943 í [[seinni heimsstyrjöld]].
Müngstener-lestarbrúin sem tengir Remscheid við [[Solingen]] er hæsta lestarbrú landsins eða 107 metrar.
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
mpsm34xzj5rrnqfrwec0kwva9fm561c
Flokkur:Fornar laugar á Íslandi
14
169124
1765918
2022-08-24T22:20:43Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Saga Íslands]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Saga Íslands]]
1zz6vghcuctdlkykh7mhif6x1fi3bb6
Flokkur:Olía
14
169125
1765926
2022-08-24T22:27:21Z
Berserkur
10188
Ný síða: [[Flokkur:Orka]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Orka]]
t7fode9iqytikw681xemit5tlf1o7re
Knattspyrnufélagið Valur/Austri
0
169126
1765934
2022-08-24T23:22:22Z
89.160.233.104
Ný síða: '''Knattspyrnufélagið Valur/Austri''' eða '''KVA''' var samsteypufélag tveggja gamalgróinna [[Austfirðir|austfirskra]] félaga: [[Ungmennafélagið Austri|Austra Eskifirði]] og [[Ungmennafélagið Valur|Vals Reyðarfirði]] og keppti á Íslandsmóti karla í knattspyrnu á árunum 1994-2000. Það var um skeið sterkasta fótboltalið fjórðungsins og varð árangurinn kveikja að frekari sameiningum, fyrst í [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar]] og síðar Knattspyr...
wikitext
text/x-wiki
'''Knattspyrnufélagið Valur/Austri''' eða '''KVA''' var samsteypufélag tveggja gamalgróinna [[Austfirðir|austfirskra]] félaga: [[Ungmennafélagið Austri|Austra Eskifirði]] og [[Ungmennafélagið Valur|Vals Reyðarfirði]] og keppti á Íslandsmóti karla í knattspyrnu á árunum 1994-2000. Það var um skeið sterkasta fótboltalið fjórðungsins og varð árangurinn kveikja að frekari sameiningum, fyrst í [[Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar]] og síðar [[Knattspyrnufélag Austfjarða]].
==Saga==
Sumarið 1993 höfnuðu Austri og Valur í næstneðsta og þriðja neðsta sæti Austurlandsriðils 4. deildar. Nágrannar þeirra og erkifjendur í Þrótti Neskaupstað voru á sama tíma tveimur deildum ofar. Í kjölfarið var ákveðið að láta reyna á sameiningu karlaflokka liðanna tveggja, en kvennaflokkarnir höfðu teflt fram sameiginlegu liði [[2. deild kvenna í knattspyrnu 1993|þá um sumarið]] undir heitinu KVA, þótt árangurinn væri ekkert til að hrópa húrra fyrir.
===Skjótar framfarir===
Hið sameinaða karlalið kom sér í efri hlutann strax á fyrsta tímabili og hafnaði í fjórða sæti í sjö liða Austurlandsriðli. Heimaleikir liðsins fóru fram ýmist á Reyðarfirði eða Eskifirði. Árni Ólason þjálfaði meistaraflokkinn fyrsta árið en Birkir Sveinsson tók við keflinu sumarið 1995. Unglingalandsliðsmaðurinn Stefán Gíslason var í veigamiklu hlutverki hjá KVA sem náði öðru sæti í riðlinum á eftir [[Höttur|Hetti]] en féll úr leik í fjórðungsúrslitum gegn Knattspyrnufélagi Siglufjarðar. Stuðningsmenn fengu viðbótar krydd í tilveruna þegar efstudeildarlið [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]] kom í heimsókn í 32-liða úrslitum bikarsins. Heimamenn fengu óskabyrjun og komust yfir eftir tæpar fimm mínútur en gestirnir skoruðu síðan sex sinnum.
Allt gekk að óskum hjá Austfjarðaliðunum leiktíðina 1996. Miroslav Nikolic stýrði liði KVA sem vann sinn riðil með miklum yfirburðum og tapaði bara einu stigi, gegn Sindra frá Höfn sem fylgdi liðinu upp um deild. KVA vann úrslitakeppnina með fullu húsi stiga og unnu m.a. Bolvíkinga 8:2 í öðrum undanúrslitaleiknum. Stefán Gíslason lék ekki nema þrjá leiki þar sem hann gekk í raðir stórliðsins [[Arsenal F.C.|Arsenal]] snemmsumars. Eini „tapleikur“ sumarsins var í bikarkeppni KSÍ þar sem KVA vann [[Ungmennafélagið Leiknir|Leikni Fáskrúðsfirði]] en reyndist hafa notað ólöglegan leikmann.
===Aftur upp um deild===
Fjögur lið bitust um toppsætin tvö í þriðju efstu deild sumarið 1997. [[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]], [[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]], [[Knattspyrnufélagið Víðir|Víðir Garði]] og KVA. Víðisliðið dróst aftur úr á lokasprettinum. HK tryggði sér toppsætið og KVA náði öðru sætinu eftir 3:5 sigur á Selfossi í næstsíðustu umferð. Sama sumar féll Þróttur Neskaupstað niður í neðstu deild, svo rækileg valdaskipti höfðu átt sér stað eystra.
[[1. deild karla í knattspyrnu 1998|Sumarið 1998]] varð minnisstætt. KVA var spáð langneðsta sæti af forráðamönnum 1. deildar félaganna. Liðið hafði þó bætt við sig nokkrum leikmönnum, þar á meðal ungum markverði úr [[Íþróttafélagið Fylkir|Fylki]], [[Róbert Gunnarsson|Róbert Gunnarssyni]] sem síðar átti eftir að verða kunnari sem handknattleiksmaður. Þrír sigrar KVA í röð undir mitt mót fóru langt með að tryggja sætið í deildinni, einkum þar sem HK og [[Íþróttafélagið Þór Akureyri|Þór]] áttu afleitt tímabil. Eftir tíu umferðir voru austfirðingarnir komnir með sautján stig, aðeins þremur minna en [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingar]] í öðru sætinu. Liðin mættust á Eskifirði í næstu umferð og voru einhverjir mögulega farnir að gæla við að KVA gæti óvænt skotist upp í efstu deild. Við tók sex leikja hrina þar sem KVA náði ekki nema í tvö stig. Liðið endaði að lokum einu sæti ofar en fallliðin, en þó með sextán stigum meira en Þórsarar. Ótrúleg úrslit litu dagsins ljós í lokaumferðinni þar sem KVA sigraði Þór 11:5.
Í bikarkeppninni 1998 kom KVA ekki síður á óvart með því að slá efstudeildarlið [[Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur|Keflvíkinga]] út í 32-liða úrslitum, en [[Íþróttafélagið Leiftur|Leiftursmenn]] reyndust of stór biti í næstu umferð.
===Tankurinn á þrotum===
Aftur spáðu sérfræðingarnir KVA falli fyrir [[1. deild karla í knattspyrnu 1999|sumarið 1999]] og þá rættist spáin. KVA skoraði talsvert en fékk á sig langflest mörk allra liða. Þegar komið var fram í seinni umferðina soguðust Austfirðingarnir niður á botninn og enduðu nokkuð á eftir næstu liðum.
Árin tvö í 1. deildinni virtust hafa dregið úr KVA allan mátt. Liðið sá aldrei til sólar 2. deildinni og endaði á botninum með tólf stig eftir að hafa bara nælt í þrjú stig í sex síðustu leikjunum. KVA var komið í neðstu deild á ný og bjó sig undir að hitta þar Þrótt frá Neskaupstað. Þar sem sveitarfélögin þrjú: [[Reyðarfjörður]], [[Eskifjörður]] og [[Neskaupstaður]] höfðu sameinast nokkru fyrr lá beint við að taka upp umræður um sameiningu á fótboltasviðinu og var nýtt lið, Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar sent til leiks sumarið 2001.
{{sa|1994|2001}}
[[Flokkur:Íþróttafélög frá Austurlandi]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög]]
87rtpsky2ida6o45cyl3vay2kmptlwh
Hrafnhildur Haraldsdóttir
0
169127
1765939
2022-08-25T04:05:40Z
LamChiong20
87140
Ný síða: '''Hrafnhildur Haraldsdóttir''' (fædd [[2000]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fegurðardrottning og tískumódel. Hún vann Miss Universe Iceland 2022 keppnina þann 24. ágúst 2022. == Tilvísanir == {{reflist}} == Tenglar == *[https://www.instagram.com/hrafnhildurharalds Hrafnhildur Haraldsdóttir] á [[Instagram]] {{Stubbur|æviágrip}} [[Flokkur:Íslenskar fyrirsætur]] [[Flokkur:Íslenskar konur]]
wikitext
text/x-wiki
'''Hrafnhildur Haraldsdóttir''' (fædd [[2000]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fegurðardrottning og tískumódel. Hún vann Miss Universe Iceland 2022 keppnina þann 24. ágúst 2022.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
*[https://www.instagram.com/hrafnhildurharalds Hrafnhildur Haraldsdóttir] á [[Instagram]]
{{Stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Íslenskar fyrirsætur]]
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
kfx7ma9ris6rm4wb20icl02ogngielf
1765941
1765939
2022-08-25T04:07:17Z
LamChiong20
87140
wikitext
text/x-wiki
'''Hrafnhildur Haraldsdóttir''' (fædd [[2000]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fegurðardrottning og tískumódel. Hún vann Miss Universe Iceland 2022 keppnina þann 24. ágúst 2022.<ref>{{cite web|url=https://techcrazes.com/miss-universe-iceland-2022-is-hrafnhildur-haraldsdottir/|title=Miss Universe Iceland 2022 is Hrafnhildur Haraldsdóttir|publisher=Tech Crazes|langauge=en-US|date=2022-08-25}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
*[https://www.instagram.com/hrafnhildurharalds Hrafnhildur Haraldsdóttir] á [[Instagram]]
{{Stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Íslenskar fyrirsætur]]
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
tqkbptlys4pdmzm54vmz7sy8ohp1lgp
1765942
1765941
2022-08-25T04:12:11Z
LamChiong20
87140
wikitext
text/x-wiki
'''Hrafnhildur Haraldsdóttir''' (fædd [[2000]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fegurðardrottning og tískumódel. Hún vann Miss Universe Iceland 2022 keppnina þann 24. ágúst 2022.<ref>{{cite web|url=https://techcrazes.com/miss-universe-iceland-2022-is-hrafnhildur-haraldsdottir/|title=Miss Universe Iceland 2022 is Hrafnhildur Haraldsdóttir|publisher=Tech Crazes|langauge=en-US|date=2022-08-25}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.visir.is/g/20222302228d|title=Hrafnhildur er Miss Universe Iceland 2022|publisher=visir.is|first=Hallgerður Kolbrún|last=Jónsdóttir|date=2022-08-24}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
*[https://www.instagram.com/hrafnhildurharalds Hrafnhildur Haraldsdóttir] á [[Instagram]]
{{Stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Íslenskar fyrirsætur]]
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
5tjq6gqbfhqq3i6ovizrwsa8x1rsojx
1765944
1765942
2022-08-25T07:08:09Z
49.146.36.101
wikitext
text/x-wiki
'''Hrafnhildur Haraldsdóttir''' (fædd [[2001]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fegurðardrottning og tískumódel. Hún vann Miss Universe Iceland 2022 keppnina þann 24. ágúst 2022.<ref>{{cite web|url=https://techcrazes.com/miss-universe-iceland-2022-is-hrafnhildur-haraldsdottir/|title=Miss Universe Iceland 2022 is Hrafnhildur Haraldsdóttir|publisher=Tech Crazes|langauge=en-US|date=2022-08-25}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.visir.is/g/20222302228d|title=Hrafnhildur er Miss Universe Iceland 2022|publisher=visir.is|first=Hallgerður Kolbrún|last=Jónsdóttir|date=2022-08-24}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
*[https://www.instagram.com/hrafnhildurharalds Hrafnhildur Haraldsdóttir] á [[Instagram]]
{{Stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Íslenskar fyrirsætur]]
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
gi93g19jsomqlp6lg2vfm9aa0y1jndn
1765945
1765944
2022-08-25T07:09:30Z
49.146.36.101
wikitext
text/x-wiki
'''Hrafnhildur Haraldsdóttir''' (fædd [[2001]] í [[Reykjavík]]) er íslensk fegurðardrottning og tískumódel. Hún vann Miss Universe Iceland 2022 keppnina þann 24. ágúst 2022.<ref>{{cite web|url=https://techcrazes.com/miss-universe-iceland-2022-is-hrafnhildur-haraldsdottir/|title=Miss Universe Iceland 2022 is Hrafnhildur Haraldsdóttir|publisher=Tech Crazes|langauge=en-US|date=2022-08-25}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.visir.is/g/20222302228d|title=Hrafnhildur er Miss Universe Iceland 2022|publisher=visir.is|first=Hallgerður Kolbrún|last=Jónsdóttir|date=2022-08-24}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
*[https://www.instagram.com/hrafnhildurharalds Hrafnhildur Haraldsdóttir] á [[Instagram]]
{{Stubbur|æviágrip}}
[[Flokkur:Íslenskar fyrirsætur]]
[[Flokkur:Íslenskar konur]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 2001]]
nnh3l6mzzkw1bj471c1bo49yzk61f95
Notandaspjall:82.148.66.19
3
169128
1765958
2022-08-25T09:38:12Z
Berserkur
10188
Nýr hluti: /* Skemmdarverk */
wikitext
text/x-wiki
== Skemmdarverk ==
{{Skemmdarverk}} [[Notandi:Berserkur|Berserkur]] ([[Notandaspjall:Berserkur|spjall]]) 25. ágúst 2022 kl. 09:38 (UTC)
qf1cn2mpfay46qk29f0zoibsta48rtq
Salzgitter
0
169130
1765963
2022-08-25T11:36:29Z
Berserkur
10188
Ný síða: '''Salzgitter''' er borg í [[Neðra-Saxland]]i. Íbúar eru um 104.000 (2020). Nálægar borgir eru [[Braunschweig]], 23 kílómetrum fyrir norðaustan og [[Hanover]], um 51 km til norðvestur. Borgin er ein fárra þýskra borga sem var stofnuð á 20. öld en [[nasistar]] ákváðu að byggja þéttbýli í kringum [[járn]]iðnað. [[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
wikitext
text/x-wiki
'''Salzgitter''' er borg í [[Neðra-Saxland]]i. Íbúar eru um 104.000 (2020). Nálægar borgir eru [[Braunschweig]], 23 kílómetrum fyrir norðaustan og [[Hanover]], um 51 km til norðvestur. Borgin er ein fárra þýskra borga sem var stofnuð á 20. öld en [[nasistar]] ákváðu að byggja þéttbýli í kringum [[járn]]iðnað.
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
ow00h8qh5w8utdbt6bihjcx8u1jg6lf
1765964
1765963
2022-08-25T11:37:43Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Salzgitter''' er borg í [[Neðra-Saxland]]i. Íbúar eru um 104.000 (2020). Nálægar borgir eru [[Braunschweig]], 23 kílómetrum fyrir norðaustan og [[Hannover]], um 51 km til norðvestur. Borgin er ein fárra þýskra borga sem var stofnuð á 20. öld en [[nasistar]] ákváðu að byggja þéttbýli í kringum [[járn]]iðnað.
[[Flokkur:Borgir í Þýskalandi]]
48exq0wmhkf3urqxquk3pjcxdcscl04