Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.23
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Rússland
0
687
1764710
1763722
2022-08-13T16:14:06Z
TKSnaevarr
53243
/* Borgir */
wikitext
text/x-wiki
<!-- {{líðandi stund}}
{{About|the country of Russia|the ongoing conflict|2022 Russian invasion of Ukraine|other uses|Russie (disambiguation)}} -->
:''Þessi síða er um Rússland, fyrir stríðsástandið þar, sjá [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022]].''
{{Land
|nafn = Rússneska sambandsríkið
|nafn_á_frummáli = Российская Федерация
|nafn_í_eignarfalli = Rússlands
|fáni = Flag of Russia.svg
|skjaldarmerki = Coat of Arms of the Russian Federation.svg
|staðsetningarkort = Russian Federation (orthographic projection) - Crimea disputed.svg
|tungumál = [[Rússneska]] (ásamt ýmsum öðrum tungumálum í einstökum héruðum)
|höfuðborg = [[Moskva]]
|stjórnarfar = [[Sambandsríki]]
|titill_leiðtoga1 = [[Forseti Rússlands|Forseti]]
|titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Rússlands|Forsætisráðherra]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Vladímír Pútín]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Míkhaíl Míshústín]]
|staða=Sjálfstæði
|staða_athugasemd=við hrun [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]
|atburður1=Yfirlýst
|dagsetning1=[[12. júní]] [[1990]]
|atburður2=Viðurkennt
|dagsetning2=[[25. desember]] [[1991]]
|stærðarsæti = 1
|flatarmál = 17.098.246
|hlutfall_vatns = 13
|mannfjöldaár = 2021
|mannfjöldasæti = 9
|fólksfjöldi = 146.171.015
|íbúar_á_ferkílómetra = 8,4
|VLF_ár = 2021
|VLF = 4.328
|VLF_sæti = 6
|VLF_á_mann = 29.485
|VLF_á_mann_sæti = 50
|VÞL_ár = 2019
|VÞL = {{hækkun}} 0.824
|VÞL_sæti = 52
|gjaldmiðill = [[Rússnesk rúbla|Rúbla]] (RUB)
|tímabelti = [[UTC]]+3 til +12
|þjóðsöngur = [[Sálmur rússneska sambandsins]]
|tld = ru
|símakóði = 7
|}}
'''Rússland''' (rússneska: ''Росси́я'', umritun: ''Rossíja''), formlegt heiti '''Rússneska sambandsríkið''' ([[rússneska]]: ''Росси́йская Федера́ция'', umritun: ''Rossíjskaja federatsíja''), er víðfeðmt land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og [[Norður-Asía|Norður-Asíu]]. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, yfir 17 milljón ferkílómetrar, nær yfir 11 [[tímabelti]] og þekur 8. hluta af þurrlendi Jarðarinnar. Það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Rússland á landamæri að 16 öðrum ríkjum. Landið er einnig það níunda fjölmennasta í heiminum og fjölmennasta Evrópulandið. Höfuðborgin, [[Moskva]], er stærsta borg Evrópu. Önnur stærsta borg landsins er [[Sankti Pétursborg]]. [[Rússar]] eru fjölmennasti hópur [[Slavar|Slava]] og [[rússneska]] er það [[slavnesk mál|slavneska mál]] sem hefur langflesta málhafa.
[[Austur-Slavar]] komu fram á sjónarsviðið sem sérstök Evrópuþjóð milli 3. og 8. aldar. Á 9. öld stofnuðu norrænir víkingar [[Garðaríki]] í kringum borgirnar [[Hólmgarður|Hólmgarð]] (Novgorod) og [[Kænugarður|Kænugarð]] (Kyiv). Árið 988 tók Garðaríki upp [[Gríska rétttrúnaðarkirkjan|grískan rétttrúnað]] undir áhrifum frá [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]]. [[Býsantíum]] hafði mikil menningarleg áhrif á Rússland næstu aldirnar. Garðaríki tók að leysast upp á 12. öld og furstadæmin urðu að skattlöndum [[Mongólar|Mongóla]] eftir að þeir réðust á þau á 13. öld. [[Stórhertogadæmið Moskva]] efldist á 15. öld og lagði undir sig norðurhluta hins forna Gaðraríkis. [[Ívan grimmi]] tók upp titillinn [[tsar]] ([[keisari]]) og stofnaði [[Rússneska keisaradæmið]] á 16. öld. Með landkönnun og landvinningum um alla Asíu varð Rússaveldi þriðja stærsta heimsveldi sögunnar. Eftir [[Rússneska byltingin|rússnesku byltinguna]] varð Rússland mikilvægasta sambandslýðveldi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Landið átti stóran þátt í sigri [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamanna]] í [[síðari heimsstyrjöld]] og varð [[risaveldi]] sem keppti við [[Bandaríkin]] um alþjóðleg áhrif á tímum [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Eftir [[upplausn Sovétríkjanna]] árið [[1991]] fékk Rússland sjálfstæði sem sambandsríki. Eftir [[stjórnarskrárkreppan í Rússlandi 1993|stjórnarskrárkreppuna 1993]] varð landið í auknum mæli að [[forsetaræði]]. [[Vladímír Pútín]] hefur haft þar mest völd frá aldamótunum [[2000]]. Ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um [[alræði]]stilburði, [[mannréttindabrot]] og [[spilling]]u. Pútín tilkynnti sérstaka hernaðaraðgerð til að afvopna og afnasistavæða Úkraínu í febrúar 2022, og bannar að nota orðið stríð yfir það (og þúsundum mótmælenda sem nota það orð hafa verið stungið í fangelsi fyrir það og Rússland skilgreint [[Facebook]] (og Meta, fyrirtækið sem á Facebook og Instagram) sem öfgasamtök <ref>{{Cite web |date=2022-03-21 |title=Russian War Report: Meta officially declared “extremist organization” in Russia |url=https://www.atlanticcouncil.org/blogs/new-atlanticist/russian-war-report-meta-officially-declared-extremist-organization-in-russia/ |access-date=2022-04-05 |website=Atlantic Council |language=en-US}}</ref>), en alþjóðasamfélagið (þar á meðal Ísland) kallar það stríð og [[innrás Rússa í Úkraínu 2022]].
Rússland er [[stórveldi]] á alþjóðavísu þótt það sé ekki sama [[risaveldi]]ð og Sovétríkin voru áður. Landið situr hátt á [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vísitölu um þróun lífsgæða]], þar er [[almenn heilbrigðisþjónusta]] og ókeypis [[háskólamenntun]]. Hagkerfi Rússlands er það 11. stærsta í heimi og það 6. stærsta [[kaupmáttarjöfnuður|kaupmáttarjafnað]]. Rússland er [[kjarnorkuveldi]] sem á mesta safn [[kjarnavopn]]a í heimi og ræður yfir öðrum öflugasta [[her Rússlands|her]] í heimi. Landið er í fjórða sæti yfir fjárveitingar til hermála. Rússland býr yfir miklum [[olíulind|olíu-]] og [[gaslind]]um. Landið á fast sæti í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]], á aðild að [[G20]], [[Samvinnustofnun Sjanghæ]], [[Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna|Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Alþjóðlegi fjárfestingarbankinn|Alþjóðlega fjárfestingarbankanum]] og [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, auk þess að vera leiðandi í [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], [[CSTO]] og [[Evrasíska efnahagssambandið|Evrasíska efnahagssambandinu]]. Rússland er í níunda sæti yfir fjölda [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminja]].
==Heiti==
Þjóðaheitið [[Rússar]] (Русь ''Rusj'') var upphaflega heiti á [[norræna|norrænum]] mönnum, [[víkingur|víkingum]] frá [[Eystrasalt]]i og [[Væringjar|væringjum]] frá [[Mikligarður|Miklagarði]], sem stofnuðu [[Garðaríki]] í kringum borgirnar [[Hólmgarður|Hólmgarð]] og [[Kænugarður|Kænugarð]] á miðöldum. Orðið er hugsanlega dregið af finnska orðinu ''Ruotsi'' yfir Svía frá [[Roslagen]], skylt sögninni „að róa“. Latneska útgáfan [[Rúþenía]] var algengara heiti yfir lönd [[Austur-Slavar|Austur-Slava]] þar sem nú eru Rússland og Úkraína á Vesturlöndum á miðöldum og síðar. Latneska heitið ''Moscovia'' var líka áfram notað á Vesturlöndum, þótt [[Stórhertogadæmið Moskva]] yrði formlega séð fyrst Stórfurstadæmið Rússland og síðan Keisaradæmið Rússland.
Núverandi heiti landsins Россия (''Rossija'') er dregið af gríska heitinu Ρωσσία (''Róssía'') sem var notað í [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]] yfir Garðaríki. Þessi útgáfa heitisins komst fyrst í notkun á 15. öld eftir að [[Ívan mikli]] hafði sameinað nokkur af fyrrum löndum Garðaríkis og titlaði sig „stórfursta alls Rúsj“. Á 17. öld voru lönd [[kósakkar|kósakka]] þar sem Úkraína er nú kölluð ''Malorossija'' („Litla Rússland“) og löndin við Svartahaf sem Rússar unnu af [[Tyrkjaveldi]] voru kölluð ''Novorossija'' („Nýja Rússland“). Vesturhluti hins forna Garðaríkis varð hluti [[Stórfurstadæmið Litháen|Stórfurstadæmisins Litháens]] og skiptist í [[Hvíta-Rússland]] (austurhluti núverandi Hvíta-Rússlands), [[Svarta-Rússland]] (vesturhluti núverandi Hvíta-Rússlands) og [[Rauða-Rússland]] (vesturhluti núverandi Úkraínu og suðausturhluti núverandi [[Pólland]]s).
==Saga==
Þau víðerni sem Rússland nútímans þekur voru áður byggð ýmsum ósamstæðum ættbálkum sem sættu stöðugum innrásum [[Húnar|Húna]], [[Gotar|Gota]] og [[Avarar|Avara]] á milli [[3. öld|þriðju]] og [[6. öld|sjöttu aldar]] eftir Krist. Fram á [[8. öld]] bjuggu [[Skýþar]], [[Íranskar þjóðir|írönsk þjóð]], á gresjunum þar sem nú er sunnanvert Rússland og [[Úkraína]] og vestar bjó [[Tyrkneskar þjóðir|tyrknesk þjóð]], [[Kasarar]] en þessir þjóðflokkar viku fyrir [[Svíþjóð|sænskum]] [[Víkingar|víkingum]] sem kallaðir voru [[Væringjar]] og [[Slavar|Slövum]] sem þá voru teknir að flytjast á svæðið. Væringjar stofnuðu [[Garðaríki]] með höfuðborg í [[Hólmgarður|Hólmgarði]] og runnu síðar saman við slavana sem urðu fljótlega fjölmennasti þjóðflokkurinn þar.
Garðaríki stóð í nokkrar aldir og á þeim tíma tengdist það [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] og flutti höfuðborg sína til [[Kænugarður|Kænugarðs]] árið [[1169]]. Á þessum tíma var fyrst farið að nota orðin „Rhos“ eða „Russ“, bæði um Væringjana og Slavana. Á [[9. öld|9.]] og [[10. öld]] var þetta ríki hið stærsta í [[Evrópa|Evrópu]] og einnig var það auðugt vegna verslunarsambanda sinna við bæði Evrópu og [[Asía|Asíu]].
Á [[13. öld]] var svæðið illa leikið af innbyrðis deilum sem og innrásum úr austri, bæði af hendi [[Mongólar|Mongóla]] og [[Íslam|íslömskum]], tyrkneskumælandi hirðingjum sem áttu eftir að valda miklum óskunda á svæðinu næstu þrjár aldirnar. Þeir gengu einnig undir nafninu [[Tatarar]] og réðu lögum og lofum í mið- og suðurhluta Rússlands á meðan vesturhluti þess féll undir yfirráð [[Pólsk-litháenska samveldið|Pólsk-litháenska samveldisins]]. Upplausn Garðaríkis leiddi til þess að aðskilnaður varð milli Rússa sem bjuggu norðar og austar og Úkraínumanna og [[Hvíta-Rússland|Hvítrússa]] í vestri og þessi aðskilnaður hefur haldist fram á þennan dag.
Norður-Rússland og Hólmgarður nutu einhverrar sjálfstjórnar á valdatíma mongóla og þessi svæði sluppu betur undan þeirri skálmöld sem ríkti annars staðar í landinu. Íbúarnir þar þurftu þó að kljást við [[Þýsku riddararnir|þýska krossfara]] sem reyndu að leggja undir sig svæðið.
Líkt og á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] varð langvarandi valdaskeið hirðingja til þess að hægja mikið á efnahagslegri og félagslegri þróun landsins. Þrátt fyrir það náðu Rússar að rétta úr kútnum ólíkt býsanska keisaradæminu sem var andlegur leiðtogi þeirra, ráðast gegn óvinum sínum og leggja lönd þeirra undir sig. Eftir að [[Konstantínópel]] féll árið [[1453]] var Rússland eina burðuga kristna ríkið í Austur Evrópu og það gat því litið á sig sem arftaka Austrómverska ríkisins.
===Rússneska keisaradæmið===
Þrátt fyrir að vera enn þá að nafninu til undir yfirráðum Mongóla tók hertogadæmið Moskva að auka áhrif sín og seint á [[14. öld]] losnaði það alveg undan yfirráðum innrásarþjóðanna. [[Ívan grimmi]] sem var fyrsti leiðtoginn sem krýndur var keisari Rússlands hélt útþenslustefnunni áfram og náði nærliggjandi héruðum undir stjórn Moskvu og lagði svo undir sig víðerni Síberíu og Rússneska keisaraveldið varð til. Því næst komst [[Rómanovættin]] til valda, fyrsti keisari hennar var [[Mikael Rómanov]] sem krýndur var [[1613]]. [[Pétur mikli]] ríkti frá [[1689]] til [[1725]] en hann færði Rússland nær Vestur-Evrópu og sótti þangað hugmyndir og menningu til að draga úr áhrifum hirðingjamenningar sem hafði hafði haldið aftur af efnahagslegri framþróun landsins. [[Katrín mikla]] (valdatíð: [[1767]]-[[1796]]) lagði áfram áherslu á þessi atriði og Rússland var nú stórveldi, ekki bara í [[Asía|Asíu]] heldur einnig í [[Evrópa|Evrópu]] þar sem það stóð nú jafnfætis löndum eins og [[England]]i, [[Frakkland]]i og [[Þýskaland]]i.
Stöðugur órói var þó viðloðandi meðal ánauðugra bænda og niðurbældra menntamanna og við upphaf [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] virtist staða þáverandi keisara [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] og keisaradæmisins vera fremur óviss. Miklir ósigrar rússneska hersins í stríðinu kyntu undir uppþotum í stærri borgum sem að lokum leiddu til þess að Rómanovættinni var steypt af stóli [[1917]] í uppreisn [[Kommúnismi|kommúnista]].
===Rússneska byltingin og Sovétríkin===
Undir lok þessarar byltingar tók [[Bolsévikar|bolsévika-armur]] Kommúnistaflokksins öll völd undir stjórn [[Vladimir Lenín|Vladimirs Leníns]] og [[Sovétríkin]] voru stofnuð en Rússland var þungamiðja þeirra. Undir stjórn [[Jósef Stalín|Jósefs Stalíns]] var landið [[iðnvæðing|iðnvætt]] með hraði og [[samyrkjubúskapur]] tekinn upp í landbúnaði, fyrirkomulag sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Í valdatíð hans tóku Sovétríkin þátt í [[síðari heimsstyrjöldin]]ni gegn [[Þýskaland]]i en mannfall var geypilegt í stríðinu, bæði meðal hermanna og almennra borgara.
Að stríðinu loknu öðluðust Sovétríkin mikil áhrif í Austur-Evrópu og komu þar til valda leppstjórnum kommúnista í mörgum ríkjum og stofnuðu [[Varsjárbandalagið]] með þeim sem beint var gegn [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagi]] [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og bandamanna þeirra en þessi tvö ríki voru nú einu risaveldin í heiminum og börðust um hugmyndafræði, völd og áhrif í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]] svokallaða sem braust í raun aldrei út í beinum vopnuðum átökum þessara tveggja ríkja en á milli þeirra ríkti [[ógnarjafnvægi]] sem byggði á stórum [[kjarnorkuvopn]]abúrum beggja aðila. Á áratugunum eftir fráfall Stalíns stöðnuðu Sovétríkin efnahagslega og félagslega og reynt var að slaka á kjarnorkuviðbúnaðinum en þeir voru einnig tímabil mikilla afreka hjá Sovéskum vísindamönnum.
===Endalok Sovétríkjanna===
Um miðjan [[1981-1990|9. áratuginn]] kynnti þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, [[Míkhaíl Gorbatsjov]] tillögur sínar ''[[glasnost]]'' (opnun) og ''[[perestroika]]'' (endurskipulagning) í þeim tilgangi að nútímavæða kommúnismann en óviljandi leystu þær úr læðingi öfl sem [[Upplausn Sovétríkjanna|tvístruðu Sovétríkjunum]] í 15 sjálfstæð ríki í desember [[1991]], Rússland langstærst þeirra. Rússland hefur síðan þá verið að reyna að byggja upp [[lýðræði]]slega stjórnunarhætti og [[markaðshagkerfi]] en gengur hægt. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna tók að bera á þjóðernisdeilum á meðal sumra þeirra fjölmörgu þjóðernishópa sem búa innan landamæra Rússlands og á stöðum eins og [[Téténía|Téténíu]] og [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] hefur brotist út [[skæruhernaður]] sem ennþá sér ekki fyrir endann á.{{heimild vantar}}
==Landfræði==
[[File:Russland Relief.png|thumb|upright=1.45|[[Landslagskort]] af Rússlandi.]]
Rússland nær yfir stóra hluta tveggja heimsálfa, [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]].<ref name="natgeo">{{cite encyclopedia|url=https://kids.nationalgeographic.com/geography/countries/article/russia|title=Russia|work=[[National Geographic Kids]]|access-date=26. maí 2021}}</ref> Landið nær yfir nyrsta hluta [[Evrasía|Evrasíu]] og á fjórðu lengstu strandlengju heims, 37.653 km að lengd.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/coastline/|title=Coastline - The World Factbook|work=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=27. júní 2021}}</ref> Rússland er á milli 41. og 82. breiddargráðu norður og 19. lengdargráðu austur og 169. lengdargráðu vestur. Landið er raunar stærra en þrjár heimsálfur: [[Eyjaálfa]], Evrópa og [[Suðurskautslandið]],<ref>{{cite web|url=https://medium.com/@callummtaylor/russia-is-huge-and-thats-about-the-size-of-it-180d99ab4a81|title=Russia is huge, and that's about the size of it.|work=[[Medium (website)|Medium]]|first=Callum|last=Taylor|quote="Russia takes up 17,098,250 square kilometres, roughly one-eighth of the world’s total land mass. That’s larger than the entire continent of Antarctica..."|date=2. apríl 2018|access-date=6. júlí 2021}}</ref> og er um það bil jafnstórt og yfirborð [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútós]].<ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/science/across-the-universe/2015/jul/28/pluto-ten-things-we-now-know-about-the-dwarf-planet|title=Pluto: ten things we now know about the dwarf planet|work=[[The Guardian]]|first=Stuart|last=Clark|quote="Pluto’s diameter is larger than expected at 2,370 kilometres across. This is about two-thirds the size of Earth’s moon, giving Pluto a surface area comparable to Russia."|date=28. júlí 2015|access-date=20. júní 2021}}</ref>
Vestasti hluti Rússlands er útlendan [[Kalíníngrad]] við [[Eystrasalt]], sem er um 9.000 km frá austasta hluta landsins, [[Stóra Díómedeseyja|Stóru Díómedeseyju]] í [[Beringssund]]i.<ref name="Geo">{{cite web|url=http://countrystudies.us/russia/22.htm|title=Global Position and Boundaries|last=Glenn E. Curtis (ed.)|year=1998|location=[[Washington, D.C.]]|publisher=Federal Research Division of the [[Library of Congress]]|access-date=8. júlí 2021}}</ref> Í suðurhluta landsins er stór hluti [[Kákasusfjöll|Kákasusfjalla]] með [[Elbrusfjall]]i, sem er hæsti tindur Rússlands í 5.642 metra hæð; [[Altaífjöll]] og [[Sajanfjöll]] er að finna í [[Síbería|Síberíu]]; og [[Austur-Síberíufjöll]] og fjöllin á [[Kamsjatka]] í [[Austurlönd Rússlands|Austurlöndum Rússlands]].<ref name="Topo">{{cite web|url=http://countrystudies.us/russia/23.htm|title=Topography and Drainage|last=Glenn E. Curtis (ed.)|year=1998|location=[[Washington, D.C.]]|publisher=Federal Research Division of the [[Library of Congress]]|access-date=8. júlí 2021}}</ref> [[Úralfjöll]] liggja frá norðri til suðurs í vesturhluta Rússlands og skilgreina mörk Evrópu og Asíu.<ref>{{cite web|url=https://earthobservatory.nasa.gov/images/87198/the-ural-mountains|title=The Ural Mountains|work=[[NASA Earth Observatory]]|access-date=27. maí 2021}}</ref>
Ásamt [[Kanada]] er Rússland annað tveggja landa sem á strönd að þremur [[úthaf|úthöfum]],<ref name="natgeo"/> auk þess að tengjast yfir þrettán randhöfum.<ref name="Geo"/> Helstu eyjar og eyjaklasar Rússlands eru [[Novaja Semlja]], [[Frans Jósefsland]], [[Severnaja Semlja]], [[Nýju Síberíueyjar]], [[Wrangel-eyja]], [[Kúrileyjar]] og [[Sakalín]].<ref name="Arctic">{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/countries/russia/|title=Russia|work=[[The Arctic Institute – Center for Circumpolar Security Studies]]|access-date=27. júní 2021}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.euronews.com/travel/2021/02/24/island-hopping-in-russia-sakhalin-kuril-islands-and-kamchatka-peninsula|title=Island hopping in Russia: Sakhalin, Kuril Islands and Kamchatka Peninsula|work=[[Euronews]]|first=Ziryan|last=Aziz|date=28. febrúar 2020|access-date=27. júní 2021}}</ref> Sundið milli [[Díómedeseyjar|Díómedeseyja]] þar sem landhelgi Rússlands og Bandaríkjanna (Alaska) mætast, er aðeins 3,8 km að breidd,<ref>{{cite web|url=https://www.atlasobscura.com/places/diomede-islands|title=Diomede Islands – Russia|work=[[Atlas Obscura]]|access-date=27 June 2021}}</ref> og eyjan [[Kúnasjír]] (Kúrileyjar) er aðeins 20 km frá [[Hokkaídó]] í [[Japan]].
Í Rússlandi eru yfir 100.000 ár<ref name="natgeo"/> og landið ræður yfir einum mesta vatnsforða heims. Stöðuvötn í Rússlandi geyma um fjórðung ferskvatnsbirgða heims.<ref name="Topo"/> [[Bajkalvatn]] er stærsta stöðuvatn Rússlands. Það er dýpsta, elsta og vatnsmesta stöðuvatn heims<ref name="baikal">{{cite web|title=Lake Baikal—A Touchstone for Global Change and Rift Studies|publisher=United States Geological Survey|url=http://pubs.usgs.gov/fs/baikal/|access-date=26. desember 2007}}</ref> og geymir um fimmtung alls ferskvatns á yfirborði Jarðar.<ref name="Topo"/> [[Ladogavatn]] og [[Onegavatn]] í norðvesturhluta Rússlands eru tvö af stærstu vötnum Evrópu.<ref name="natgeo"/> Rússland er í öðru sæti á eftir Brasilíu yfir mesta endurnýjanlega vatnsforða heims.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/total-renewable-water-resources/|title=Total renewable water resources|website=[[The World Factbook]]|publisher=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=9. júlí 2021}}</ref> [[Volga]] er lengsta fljót Evrópu.<ref name="rivers">{{cite web|url=https://www.themoscowtimes.com/2019/05/15/russias-largest-rivers-from-the-amur-to-the-volga-a65593|title=Russia's Largest Rivers From the Amur to the Volga|work=[[The Moscow Times]]|date=15. maí 2019|access-date=26. maí 2021}}</ref> Í Síberíu eru [[Ob]], [[Jenisej]], [[Lena (á)|Lena]] og [[Amúrfljót]] með lengstu fljótum heims.<ref name="rivers"/>
==Borgir==
* [[Moskva]] - 12.197.565
* [[Sankti Pétursborg]] - 4.661.000
* [[Novosíbírsk]] - 1.425.000
* [[Nízhníj Novgorod]] - 1.311.000
* [[Jekaterínbúrg]] - 1.294.000
* [[Samara]] - 1.157.000
* [[Omsk]] - 1.134.000
* [[Kazan]] - 1.106.000
* [[Tsjeljabínsk]] - 1.077.000
* [[Rostov við Don]] - 1.068.000
* [[Úfa]] - 1.042.000
* [[Volgograd]] - 1.011.000
* [[Perm (borg)|Perm]] - 1.002.000
* [[Krasnojarsk]] - 909.000
* [[Saratov]] - 873.000
* [[Voronezh]] - 849.000
* [[Toljattí]] - 703.000
* [[Krasnodar]] - 646.000
* [[Úljanovsk]] - 636.000
* [[Ízhevsk]] - 632.000
* [[Vladívostok]] - 594.000
* [[Arkhangelsk]] - 349.000
* [[Múrmansk]] - 298.000
* [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]] - 198.000
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{SSR}}
{{APEC}}
{{Samvinnustofnun Sjanghæ}}
{{G-20}}
{{Asía}}
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Rússland]]
q7w2bbhdt0fdwitevsvdbq6d8ogl2g6
Knattspyrna
0
13842
1764740
1764401
2022-08-14T00:37:05Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Football_iu_1996.jpg|thumb|right|Leikmaðurinn í rauðu hefur brotist gegnum vörn hins liðsins og býst til að skjóta knettinum í markið.]]
[[Mynd:La mejor Hinchada de Futbol Argentino.jpg|thumb|right|Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðs í Argentínu.]]
'''Knattspyrna''' eða '''fótbolti''' er [[boltaíþrótt]] þar sem farið er eftir [[Lög leiksins|17 reglum]] sem voru staðfestar af [[Alþjóðaknattspyrnusambandið|Alþjóðaknattspyrnusambandinu]] þegar það var stofnað árið 1886. Knattspyrna er leikin með [[knöttur|knetti]] af tveimur allt að 11 manna [[lið]]um (með [[Markmaður|markmanni]]) sem reyna að sigra hitt liðið með því að skora fleiri [[mark (knattspyrna)|mörk]] en andstæðingarnir á leiktíma sem venjulega er 90 mínútur. Til að skora mark þarf að spyrna boltanum inn í mark andstæðinganna. Ef mark er skorað í eigin mark kallast það sjálfsmark. Leikmenn mega ekki snerta boltann með hönd sinni, en markmaðurinn er undantekning. Hann má verja boltann með höndunum á afmörkuðu svæði sem kallast vítateigur.
[[Alþjóðaknattspyrnusambandið]] er alþjóðasamband knattspyrnunnar. Það er oft kallað ''FIFA'' eftir skammstöfun heitis þess á frönsku (''Fédération Internationale de Football Association''). FIFA skipuleggur [[heimsbikarmót FIFA|heimsbikarmót]] í knattspyrnu í karla- og kvennaflokki á fjögurra ára fresti. [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla]] hefur farið fram á fjögurra ára fresti frá árinu 1930, nema í tvö skipti: 1942 og 1946 þegar mótið var fellt niður vegna [[Síðari heimsstyrjöld|Síðari heimsstyrjaldar]]. Um 190-200 landslið keppa í heimshlutamótum til að öðlast þátttökurétt á heimsmeistaramótinu þar sem 32 lið keppa í 4 vikur um heimsmeistaratitil. Heimsmeistaramót FIFA er eitt vinsælasta íþróttamót heims og fær meira áhorf en [[Ólympíuleikarnir]]. [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna]] hefur verið haldið á fjögurra ára fresti frá 1991. 1,12 milljarðar áhorfenda fylgdust með [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu kvenna 2019|heimsmeistaramóti kvenna 2019]] í Frakklandi, sem var met.
Álfukeppnir eins og [[EM|Evrópumótið í knattspyrnu karla]] og [[Copa América]] eru vinsælustu álfukeppnirnar.
Þekktasta íþróttamót knattspyrnuliða í Evrópu er [[Meistaradeild Evrópu]] í kvenna- og karlaflokki, sem er sýnd í sjónvarpi um allan heim. Úrslitakeppnin í karlaflokki hefur verið það íþróttamót sem fær mest áhorf á heimsvísu. Þekktustu efstu deildir knattspyrnuliða í heimi eru [[Enska úrvalsdeildin]] (''Premier League''), [[Spænska úrvalsdeildin]] (''La Liga''), [[Þýska úrvalsdeildin]] (''Bundesliga''), [[Ítalska úrvalsdeildin]] (''Serie A'') og [[Franska úrvalsdeildin]] (''Ligue 1''). Í þessum deildum leika bestu knattspyrnumenn heims og samanlögð laun þeirra eru yfir 600 milljónir punda.
== Grunnreglur fótboltans ==
=== Leikvöllurinn ===
[[Mynd:Football field.svg|thumb|right|Fótboltavöllur]]
Leikurinn skal vera spilaður á grænu undirlagi en annars skal tilkynna mótherja um annað vallarval.<ref name="KSÍ reglur">{{Cite web |url=http://www.ksi.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/knattspyrnumot/ |title=Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót |access-date=2010-12-06 |archive-date=2012-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20120321213338/http://www.ksi.is/log-og-reglugerdir/reglugerdir/knattspyrnumot/ |dead-url=yes }}</ref>
Fótboltavöllurinn skal vera rétthyrndur og mörk hans merkt. Tvær lengri hliðar vallarins eru kallaðar ''hliðarlínur'' og styttri línurnar eru kallaðar ''markalínur''. Miðlína liggur þvert á völlinn á milli miðpunkta hliðarlínanna. Miðpunktur hennar er ''vallarmiðja'' sem jafnframt er miðpunktur hrings með 9,15 metra radíus.
Hliðarlínur eiga í öllum tilvikum að vera lengri en markalínurnar. Stærð valla í landsleikjum er 100-110 metrar að lengd og 64-75 metrar að breidd. Leikir á vegum Knattspyrnusambands Íslands eru spilaðir á völlum með 68 metra breidd og 105 metra lengd.<ref>[http://www.ksi.is/media/mannvirki/2010-Knattspyrnuleikvangar-baeklingur.pdf Bæklingur um knattspyrnuleikvanga] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120321215022/http://www.ksi.is/media/mannvirki/2010-Knattspyrnuleikvangar-baeklingur.pdf |date=2012-03-21 }} KSÍ</ref> Stærð vallarins má breyta í öðrum tilvikum.
Mark á að vera staðsett við miðju markalína. Mark samanstendur af tveimur lóðréttum stöngum sem eru samtengdar láréttri stöng efst. Lóðréttu stengurnar ''marksúlur'', eru 2.44 metrar og lárétta stöngin ''markslá'' er 7.32 metrar. Bæði marksúlur og markslá eiga að vera að hámarki 12 cm að breidd og hvítar að lit. Þær eiga að vera úr viði, málmi eða öðru samþykktu efni. Þær eiga að vera rétthyrndar, kassalaga, hringlaga eða spöröskjulaga og mega alls ekki vera hættulegar leikmönnum. Markið í heild sinni verður að vera örugglega fest við jörðu og færanleg mörk má aðeins nota ef þau uppfylla þetta skilyrði.
Tvær línur eru dregnar frá markalínu, 5.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 5.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast ''markteigur''.
Aðrar tvær línur eru dregnar 16.5 metra frá marksúlu, samsíða hliðarlínum. Þær eru 16.5 metra langar og á milli enda þeirra er lína sem er samsíða markalínunni. Þetta afmarkaða svæði kallast ''vítateigur''.
Við horn vallarins, þar sem markalínur og hliðarlínur mætast, skal vera fáni sem er ekki minni en 1.5 metrar. Á sama stað skal vera hornbogi með 1m radíus frá fánanum. Hornfáni við miðlínu er valkvæður. Merkingar mega vera utan vallarins á þessum stað.
=== Boltinn ===
Boltinn er kúlulaga með 68-70 cm þvermál og vegur á milli 410 og 450 grömm. Loftþrýstingur í boltanum skal jafngilda 0.6 - 1,1 loftþyngd við sjávarmál. Ef bolti verður ónothæfur við leik, þá er leikurinn stöðvaður og varabolti er settur á sama stað og boltinn sem varð ónothæfur var á. Ef taka á vítaspyrnu, markspyrnu eða álíka, þá er varaboltinn settur inná samkvæmt þeim reglum. Ekki má skipta út bolta án leyfis frá dómara. Boltar sem eru notaðir í keppnum FIFA, þurfa að vera merktir og staðfestir af FIFA. Auk þess eiga allar keppnir FIFA, og knattspyrnusamtaka, sem undir það heyra, að nota bolta sem er ekki merktur á annan hátt en þann að bera merki keppninnar og framleiðandans.
=== Fjöldi leikmanna ===
Fjöldi leikmana á að vera 11 hið mesta og í minnsta lagi 7. Einn leikmaður er markvörður. Ekki er heimilt að byrja leik með færri leikmönnum en sjö eða fleiri en 11. Í keppnum FIFA eða knattspyrnusamtaka sem heyra undir það, má hámarki skipta varamönnum inn á þrisvar sinnum í leik. Fjöldi varamanna sem eru heimilaðir á varamannabekk, eru ákvarðaðir af þeim knattspyrnusamtökunum sem við á. Í alþjóðlegum leikjum eru hámark sex leikmenn á varamannabekk, nema samkomulag ríki milli beggja liða sem keppa og dómari viti af ákvörðun liðanna. Í öllum tilfellum á að tilgreina leikmenn á varamannabekk áður en leikur hefst.
Þegar leikmanni er skipt inná er dómari fyrst látinn vita af skiptingunni og hann stöðvar leikinn. Hann gefur leikmanni á vellinum merki um að koma að hliðarlínunni og fara útaf. Þegar að leikmaðurinn er farinn út af fer leikmaðurinn sem skipta á inná á völlinn frá hliðarlínu og við það telst skiptingunni lokið. Leikmaður, sem hefur verið skipt útaf, tekur ekki frekar þátt í leiknum og allir varamenn fylgja fyrirmælum dómara. Leikur er jafnframt stöðvaður, ef að útileikmaður er færður í markmannsstöðu.
Fari leikmaður inn á völlinn án leyfis dómara er leikurinn stöðvaður. Dómarinn gefur leikmanninum viðvörun og leikurinn heldur áfram með ''aukaspyrnu''. Ef að leikmaður skiptir við markmann án leyfis dómara heldur leikurinn áfram, en leikmennirnir tveir eru viðvaraðir. Einungis má skipta inn leikmenn í hópi varaleikmanna.
=== Búnaður leikmanna ===
Leikmaður má ekki bera neinn búnað sem er hættulegur honum sjálfum eða öðrum leikmönnum. Grunnbúnaður leikmanns samanstendur af ermabol, stuttbuxum, sokkum, skóm og [[legghlífar|legghlífum]]. Bolur, stuttbuxur og ermar bolsins þurfa ekki endilega að vera í sama lit. Allir leikmenn liðsins að markmanni undanskildum, eiga að vera í eins búningi. Auk þess er aðildarfélögum KSÍ heimilt að leggja bann við takkaskóm.<ref name="KSÍ reglur"/> Ef að legghlífar eru notaðar, þá eiga þær að vera að fullu faldar bak við sokka leikmanns. Markmaður skal bera liti sem aðgreina hann frá öðrum leikmönnum, dómara og aðstoðardómurum. Ef þessum reglum er ekki fylgt er dómara heimilt að vísa leikmanni tímabundið af velli á meðan lausn er fengin á vandamálinu.
=== Dómari ===
Dómari sér um að reglum fótboltans sé framfylgt á þeim leik sem hann hefur verið skipaður á. Hann stjórnar leik í samvinnu með aðstoðardómara. Honum er heimilt að stöðva, fresta eða hætta við leik vegna utanaðkomandi truflunar eða vegna brota á grunnreglum fótboltans. Hann leggur mat á meiðsli leikmanna og bíður með að senda smávægilega meidda leikmenn af velli. Leikmenn með blæðandi sár er þó ávallt hleypt rakleiðis af velli og fá ekki að koma aftur á völlinn fyrr en blæðing hefur stöðvast.
Þegar brot eiga sér stað og liðið sem brotið var á er með boltann leyfir dómari leiknum að halda áfram. Refsað er leikmanni sem brýtur á sér oftar en einu sinni í einu, háskalegar athafnir og starfsmönnum sem sýna ekki ábyrgð. Hann hleypir ekki utanaðkomandi persónu á völlinn og setur leik að nýju. Hann er tímastjórnandi leiksins og er oft sá sem er ábyrgur fyrir að senda leikskýrslu til knattspyrnusambandsins. Heimalið leiksins í keppni innan KSÍ eru þó ábyrg að senda leikskýrslur utan úrvalsdeildar karla og kvenna.<ref name="KSÍ reglur"/> Allar ákvarðanir dómara eru endanlegar og er ekki breytt nema eftir að dómarinn hafi ráðgefið sig við aðstoðardómara.
Heimilt er að notast við tvo aðstoðardómara í leik. Þeir senda merki til dómara. Í þeim tilfellum þegar boltinn fer út fyrir völlinn segja þeir dómara til um hvort liðið eigi kröfu á innkasti, hornspyrnu eða markspyrnu, eftir því sem við á. Þeir láta vita af rangstöðu. Jafnframt láta þeir dómara vita af atvikum sem gerast utan vallarins eða eru utan sjónsviðs hans eins og skiptingar eða brot. Aðstoðardómari heyrir undir dómara.
Frá 2017 hefur [[myndbandadómgæsla]] verið notuð í ríkari mæli. Þá fær aðaldómari skilaboð frá nokkrum aðstoðardómurum sem sitja við skjá og greina leikinn. Aðaldómari getur einnig skoðað sjálfur atvik í skjá við völlinn ef hann telur þörf á.
== Fótboltalið ==
Í fótbolta er þrenn möguleg úrslit. Í leik þar sem annað liðið hefur skorað fleiri mörk en andstæðingurinn kallast leikurinn unninn, og það lið fær ýmist 2 eða 3 stig fyrir það afrek. Sé leikurinn hins vegar, með jafn mörgum mörkum frá báðum liðum vallarins kallast jafntefli og bæði lið fá eitt stig. Engin stig eru þó veitt í útsláttakeppnum, þar gildir að það lið sem sigrar heldur áfram í næstu umferð. Framlenging og loks vítaspyrnukeppni er gripið til ef leikurinn er jafn.
Fótbolti er einn af vinsælustu íþróttum í heimi. Samkvæmt tölum Fifa, sem er yfirstjórn knattspyrnu í heiminum, spila yfir 265 milljónir manna í yfir 200 löndum fótbolta. Skipulagðir leikir eru spilaðir af 38 milljónum um allan heim í meira en 325 þúsund knattspyrnuklúbbum. 207 lönd og sjálfstjórnarsvæði eru meðlimir FIFA. Einungis þarf nokkrar grundvallarreglur og lítinn útbúnað til þess að iðka íþróttina. Nóbelsverðlaunahafinn [[Albert Camus]] sagði: "Allt sem ég veit með öryggi um siðferði og ábyrgð, á ég að þakka fótboltanum".
=== Félagslið ===
Fótbolti er ýmist spilaður í fótboltaklúbbum eða sem áhugamannaíþrótt. Fótboltaklúbbar eru félög sem spila á móti öðrum klúbbum í deild innan síns eigin lands. Oft eru margar deildir í einu landi, þar sem liðunum er skipt eftir því hversu vel liðið spilar. Auk fótboltaliðs starfa hjá félaginu þjálfarar, sjúkraþjálfarar og búningastjóri. Þjálfarar sjá um að kenna leikmönnum um þá tækni og færni sem notuð er í fótbolta. Sjúkraþjálfarar sjá um meiðsli leikmanna og búningastjórn sér um að allir búningar félagsins séu í röð og reglu. Áhugamenn hinsvegar, spila frekar upp á skemmtunina og þeim áhuga sem þeir hafa fyrir íþróttinni. Áhugamenn fá ekki greitt fyrir vinnu sína úti á vellinum, ólíkt atvinnumönnum í fótboltaklúbbum. Þessi laun, sem að atvinnumenn fá eru fengin með styrktarsamningum fyrirtækja, verðlaunafé við það að vinna keppnir og í sumum tilfellum fé frá eigendum liðsins.
=== Landslið ===
Auk félagsliða og áhugamannaliða eru starfrækt landslið. Landslið eru lið, þar sem óskað er eftir kröftum leikmanna sem hafa ríkisborgararétt í viðkomandi landi. Landsliðum er stjórnað af knattspyrnusamböndum, hvers lands fyrir sig, sem jafnframt stjórna fyrirkomulagi deildarleikja landsins. Landsliðum er skipt upp innan hvers lands eftir aldri. Unglingalið landsliðsins eru ýmist undir 17 ára, undir 19 ára, undir 21 árs og undir 23 ára. Ekki er þörf á að öll þessi landslið séu virk, og í raun er algengast að haldið sé út landsliðum aðeins í undir 17 ára, undir 19 ára og undir 21 árs. Aðallið landsliðs, getur þó alltaf kallað leikmenn sem eru á þessum aldri, nema að ákvörðun knattspyrnusambandsins sé önnur.
=== Áhorfendur ===
Áhorfendur eru fólk sem mætir á leikvanga, þar sem liðið spilar til þess að horfa á leikinn og styðja sitt lið. Auk þess er jafnframt til að áhorfendur fylgist með sínum liðum í sjónvarpi, með sjónvarpsútsendingum. Mismikill áhugi er þó á fótboltaliðum eftir kynjum. Fótbolti kvenna er í augum almennings minna umfangs og vinsældir hans minni, en vegna árangurs liða og landsliða hefur áhuginn undanfarið aukist, þá sérstaklega í Bandaríkjunum og Þýskalandi.
== Fordómar ==
* '''Á Íslandi:''' Knattspyrnusamband Íslands setti af stað átakið "Leikur án fordóma" með það að markmiði að útrýma fordómum úr knattspyrnu, sporna gegn einelti og leggja áherslu á heiðarlegan leik.<ref>{{Cite web |url=http://www.ksi.is/fraedsla/leikur_an_fordoma/ |title=KSÍ Leikur án fordóma |access-date=2010-12-04 |archive-date=2011-02-02 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110202113240/http://www.ksi.is/fraedsla/leikur_an_fordoma/ |dead-url=yes }}</ref> Fyrirliðar úrvalsdeildar karla og kvenna studdu átakið árið 2008, með samstarfsyfirlýsingu um að sýna gott fordæmi.<ref>[http://www.mbl.is/mm/sport/efstadeild/2008/05/09/knattspyrnumenn_a_islandi_vilja_fotbolta_an_fordoma/ - Knattspyrnumenn á Íslandi vilja fótbolta án fordóma]</ref>
Sérstakar stofnanir gegn misrétti:
* '''Kick It Out:''' Samtökin hafa stofnað staðal ''Equality Standard'' sem knattspyrnufélög fara eftir. Knattspyrnufélögin mynda stefnu gegn fordómum meðal áhorfenda og félagsins sjálfs. Fylgst er með breytingum og árangri.
=== Fótboltabullur ===
Ofbeldi í fótbolta hefur verið til frá upphafi hans og verið kennt við fótboltabullur. Þær urðu fyrst að skipulögðum hópum árið 1980 í Ítalíu. Fjölmiðlar hafa verið gagnrýndir fyrir að gefa fótboltabullum gaum og á þann veg efla ofbeldi í fótbolta.<ref>{{Cite web |url=http://expertfootball.com/history/soccer_hooliganism.php |title=- Hooliganism in European Football |access-date=2010-12-04 |archive-date=2011-06-14 |archive-url=https://web.archive.org/web/20110614214742/http://expertfootball.com/history/soccer_hooliganism.php |dead-url=yes }}</ref>
==Tölfræði==
===Markahæstu menn karlaknattspyrnunnar samkvæmt ''Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation'' (RSSSF) <ref>[http://www.rsssf.com/players/prolific.html Prolific Scorers Data] RSSSF</ref>===
<small>''Uppfært 5/6 2022.''</small>
{| class="sortable wikitable" style="font-size:100%;"
|-
! Sæti
! Leikmaður
! Fjöldi marka
! Fjöldi leikja
! Markahlutfall á leik
! Ár
|-
||1.|| {{GER}} [[Erwin Helmchen]] || 982|| 575 || 1,71 || 1924-1951
|-
||2.|| {{AUT}}{{CZE}}[[Josef Bican]] || 948|| 621 || 1,53 || 1931-1955
|-
||3.|| {{PRT}}'''[[Cristiano Ronaldo]]'''||833||1159||0,72||'''2001-'''
|-
||4.|| {{HUN}}[[Ferenc Puskás]] || 808|| 794 || 1,02 || 1943-1967
|-
||5.|| {{ARG}}'''[[Lionel Messi]]''' || 800 || 1031 || 0.77 || '''2003-'''
|-
||6.|| {{HUN}}[[Ferenc Deák]] || 794|| 510 || 1,56 || 1939-1959
|-
||7.|| {{BRA}}[[Romário]] || 780|| 1000 || 0,78 || 1985-2009
|-
||8.|| {{BRA}}[[Pelé]] || 775|| 841 || 0,92 || 1956-1977
|-
||9.|| {{GER}}[[Gerd Müller]] || 735|| 793 || 0,93 || 1962-1981
|-
||10.|| {{NLD}}[[Abe Lenstra]] || 710|| 752 || 0,94 || 1936-1963
|-
||11.|| {{ENG}}[[Joe Bambrick]] || 678|| 565 || 1,2 || 1926-1939
|-
||12.|| {{ENG}}[[Jimmy Jones]] || 673|| 635 ||1,06 || 1946-1965
|-
|13.|| {{POL}}{{GER}}[[Ernst Willimowski]] || 663|| 474||1,4 || 1934-1955
|-
|14.|| {{ENG}}[[Tommy Lawton]] || 657+|| 742|| 0,89|| 1933-1956
|-
||15.|| {{HUN}}[[Ferenc Bene]] || 630|| 946 || 0,67 || 1961-1979
|-
| 16.|| {{HUN}}[[Gyula Zsengellér]] || 611||641 ||0,95 || 1935-1953
|-
||17.|| {{POL}}'''[[Robert Lewandowski]]''' || 610|| 876 || 0,69 || '''2005-'''
|-
| 18.|| {{PRT}}[[Fernando Peyroteo]] || 597||369 || 1,62 || 1937-1949
|-
| 19.|| {{PRT}}[[Eusébio]] || 591 ||631 ||0,94 || 1957-1980
|-
||20.|| {{GER}}[[Uwe Seeler]] || 582|| 686||0,85 || 1946-1972
|-
||21.|| {{SWE}}'''[[Zlatan Ibrahimovic]]''' || 579|| 989 || 0,59 || '''1999-'''
|-
||22.|| {{BRA}}[[Túlio Maravilha]] || 575|| 838 ||0,69 || 1988-2019
|-
| 23.|| {{GER}}[[Fritz Walter]] || 574||572 || 1,0 || 1928-1959
|-
| 24.|| {{GER}}[[Franz Binder]] || 569+||430 || 1,32 || 1930-1949
|-
| 25.|| {{HUN}}[[Imre Schlosser]] || 569+|| 458 ||1,24 || 1905-1928
|-
| 26.|| {{ENG}}[[Jimmy Greaves]] || 567|| 812 || 0,7 || 1955-1980
|-
| 27.|| {{ENG}}[[Glen Ferguson]] || 563||1058 ||0,53 || 1987-2011
|-
| 28.|| {{MEX}}[[Hugo Sánchez]] || 562||956 || 0,59 || 1972-1997
|-
| 29.|| {{PRT}}[[José Torres]] || 561||615 ||0,91 || 1953-1980
|-
| 30.|| {{HUN}}[[Sándor Kocsis]] || 556||537 ||1,04 || 1945-1965
|-
| 31.|| {{ENG}}[[Fred Roberts]] || 554||427 || 1,3 || 1924-1934
|-
| 32.|| {{SKO}}[[James McGrory]] || 549||545 ||1,01 || 1918-1935
|-
| 33.|| {{BRA}}[[Zico]] || 545||747 ||0,68 || 1960-1994
|-
| 34.|| {{NIL}}[[Boy Martin]] || 541+||479|| 1,12 || 1930-1947
|-
| 35.|| {{HUN}}[[Ferenc Szusza]] || 541||594 || 0,91 || 1941-1960
|-
| 36.|| {{NIL}}[[Jimmy Kelly]] || 538||951 || 0,57 || 1926-1956
|-
| 37.|| {{ESP}}[[Isidro Lángara]] || 534||433 ||1,23 || 1930-1948
|-
| 38.|| {{ENG}}[[Dixie Dean]] || 531||577 || 0,91 || 1923-1940
|-
| 39.|| {{HUN}}[[Nándor Hidegkuti]] || 526||678 || 0,78 || 1942-1958
|-
| 40.|| {{URY}}'''[[Luis Suárez]]''' || 526 || 862|| 0.61 || '''2005-'''
|-
| 41.|| {{HUN}}[[József Takács]] || 523|| || || 1917-1934
|-
| 42.|| {{AUT}}[[Hans Krankl]] || 514|| || || 1970-1989
|-
| 43.|| {{BRA}}[[Roberto Dinamite]] || 514|| || || 1971-1991
|-
| 44.|| {{ARG}}{{ESP}}[[ Alfredo Di Stéfano]] || 514|| || || 1945-1966
|-
| 45.|| {{SWE}}[[Gunnar Nordahl]] || 513|| || || 1937-1958
|-
| 46.|| {{BEL}}[[Joseph Mermans]] || 509||634 || 0,8 || 1932-1960
|-
| 47.|| {{SKO}}[[Hughie Gallacher]] || 507||657 ||0,77 || 1921-1939
|-
| 48.|| {{HUN}}[[Györgi Sárosi]] || 507||592 || 0,86|| 1930-1948
|-
| 49.|| {{ENG}}[[Steve Bloomer]] || 505|| 753 || 0,67 || 1894-1914
|-
| 50.|| {{CMR}}[[Roger Milla]] || 503|| 905 || || 1967-1996
|-
|}
===Markahæstu menn samkvæmt ''International Federation of Football History & Statistics'' (IFFHS) <ref>[https://www.iffhs.com/posts/980 IFFHS ALL TIME WORLD'S BEST GOALSCORER RANKING] IFFHS</ref> ===
#'''[[Cristiano Ronaldo]]''': 814
#'''[[Lionel Messi]]''': 772
#[[Pelé]]: 765
#[[Romário]]: 753
#[[Ferenc Puskás]]: 729
#[[Josef Bican]]: 720
#[[Jimmy Jones]]: 647
#[[Gerd Müller]]: 634
#[[Eusébio]]: 622
#'''[[Robert Lewandowski]]''': 616
#[[Joe Bambrick]]: 616
#[[Glenn Ferguson]]: 562
#'''[[Zlatan Ibrahimovic]]''': 559
#[[Fernando Peyroteo]]: 552
#[[Uwe Seeler]]: 551
#[[Jimmy McGrory]]: 550
#[[Alfredo Di Stéfano]]: 530
#[[György Sárosi]]: 526
#'''[[Luis Suárez]]''': 515
#[[Roberto Dinamite]]: 511
#[[Hugo Sánchez]]: 507
#[[Imre Schlosser]]: 504
#[[Franz Binder]]: 502
===Markahæstu menn hjá einu liði í karlaknattspyrnu===
{|class="wikitable soportable"
|-
!Sæti'''
!Leikmaður
!Mörk
!Leikir
!M/L
!Ár
!Félag
|-
|1.||{{ARG}} [[Lionel Messi]]||672||778||0.86||2003-2021||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]]
|-
|2.||{{BRA}}[[Pelé]]||504||496||1.02||1956-1974||{{BRA}}[[Santos FC|Santos]]
|-
|3.||{{NLD}}[[Abe Lenstra]]||500||517||0.88||1933-1955||{{NLD}}[[Heerenveen]]
|-
|4.||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||450||438||1.03||2009-2018||{{ESP}}[[Real Madrid]]
|-
|5.||{{GER}}[[Uwe Seeler]]||404||476||0.85||1953-1972||{{GER}}[[Hamburger SV|Hamburger]]
|-
|6.||{{AUT}}{{CZE}}[[Josef Bican]]||403||211||1.91||1937-1948||{{CZE}}[[Slavia Praga]]
|
|}
===Núverandi markahæstu menn karlaknattspyrnunnar===
{|class="wikitable" style="font-size:100%;"
|-
!Sæti
!Leikmaður
!Fjöldi marka
!Fjöldi leikja
!M/L
!Ár
!Núverandi félag
|-
|1. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||833||1159||0.72||2001-||{{ENG}}[[Manchester United]]
|-
|2. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||800||1031||0.77||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]]
|-
|3. ||{{POL}}[[Robert Lewandowski]]||610||876||0.69||2005-||{{ESP}}[[FC Barcelona]]
|-
|4. ||{{SWE}}[[Zlatan Ibrahimovic]]||579||989||0.59||1999-||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]]
|-
|5. ||{{URY}}[[Luis Suárez]]'''||526||862||0.61||2005-||{{ESP}}[[Atletico Madrid]]
|-
|6. ||{{MDV}}[[Ali Ashfaq]]||488||561||0.87||2001-||{{MDV}}[[Club Eagles]]
|-
|7. ||{{FRA}}[[Karim Benzema]]||461||892||0.51||2004-||{{ESP}}[[Real Madrid]]
|-
|8. ||{{URY}}[[Edinson Cavani]]||444||795||0,56||2005-||{{ENG}}[[Manchester United]]
|-
|9. ||{{BRA}}[[Neymar]]||430||682||0.63||2009-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]]
|-
|10. ||{{BRA}}[[Fred]]||411||806||0,51||2003-||{{BRA}}[[Fluminense]]
|-
|11. ||{{MNE}}[[Dejan Damjanović]]||384||766||0,50||1998-||{{HKG}}[[Kitchee SC|Kitchee]]
|-
|12. ||{{BIH}}[[Edin Džeko]]||382||866||0,44||2003-||{{ITA}}[[F.C. Internazionale Milano|Inter]]
|-
|13. ||{{KWT}}[[Bader Mutawa]]||373||642||0,58||2002-||{{KWT}}[[S.C. Al Qadsia|Al Qadsia]]
|-
|14. ||{{CHL}}[[Esteban Paredes]]||367||694||0.53||2000-||{{CHL}}[[Coquimbo Unido]]
|-
|15. ||{{ARG}}[[Gonzalo Higuaín]]||360||774||0,46||2005-||{{USA}}[[Inter Miami CF|Inter Miami]]
|-
|16. ||{{PRY}}[[Óscar Cardozo]]||359||770||0.46||2003-||{{PRY}}[[Club Libertad|Libertad]]
|-
|17. ||{{BRA}}[[Hulk]]||356||704||0.50||2004-||{{BRA}}[[Clube Atlético Mineiro|Atlético Mineiro]]
|-
|18. ||{{CRI}}[[Álvaro Saborío]]||352||684||0.51||2001-||{{CRI}}[[AD San Carlos|San Carlos]]
|-
|19. ||{{CHL}}[[Humberto Suazo]]||350||652||0.54||2000-||{{CHL}}[[Deportes La Serena|La Serena]]
|-
|20. ||{{FRA}}[[Bafetimbi Gomis]]||345||741||0.47||2004-||{{TUR}}[[Galatasaray]]
|-
|21. ||{{ISR}}[[Eran Zahavi]]||343||611||0,56||2006-||{{NLD}}[[PSV Eindhoven|PSV]]
|-
|22. ||{{COL}}[[Radamel Falcao]]||342||629||0.54||2003-||{{ESP}}[[Rayo Vallecano]]
|-
|23. ||{{BRA}}[[Vagner Love]]||341||726||0.47||2002-||{{DNK}}[[FK Midtjylland|Midtjylland]]
|-
|24. ||{{DZA}}[[Baghdad Bounedjah]]||341||397||0.85||2009-||{{QAT}}[[Al Sadd SC|Al Sadd]]
|-
|25. ||{{ARE}}[[Sebastián Tagliabue]]||340||553||0,61||2003-||{{ARE}}[[Al Nassr SC|Al Nassr]]
|-
|26. ||{{BEL}}[[Romelu Lukaku]]||334||611||0,54||2009-||{{ITA}}[[Inter Milan]]
|-
|27. ||{{QAT}}[[Rodrigo Tabata]]||332||720||0.47||1997-||{{QAT}}[[Al Sadd SC|Al Sadd]]
|-
|28. ||{{GAB}}[[Pierre-Emerick Aubameyang|Pierre Aubameyang]]||331||651||0,50||2007-||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]]
|-
|29. ||{{ENG}}[[Harry Kane]]||331||549||0,61||2009-||{{ENG}}[[Tottenham Hotspur|Tottenham]]
|-
|30. ||{{HUN}}[[Nemenja Nikolič]]||323||594||0,54||2006-||{{HUN}}[[Fehérvár FC|Fehérvár]]
|-
|31. ||{{QAT}}[[Sebastián Soria]]||321||969||0,46||2002-||{{QAT}}[[Qatar SC|Qatar Sport]]
|-
|32. ||{{COD}}[[Dieumerci Mbokani]]||312||604||0,52||2004-||{{KWT}}[[Kuwait SC|Kuwait Sport]]
|-
|33. ||{{SWE}}[[Markus Berg]]||312||695||0,45||2002-||{{SWE}}[[IFK Göteborg|IFK]]
|-
|34. ||{{TUR}}[[Burat Yılmaz]]||309||706||0,44||2001-||{{FRA}}[[Lille OSC|Lille]]
|-
|35. ||{{ESP}}[[Roberto Soldado|Soldado]]||308||742||0,42||2001-||{{ESP}}[[Levante UD|Levante]]
|-
|36. ||{{FRA}}[[Andre-Pierre Gignac|Andre Gignac]]||307||701||0,44||2004-||{{MEX}}[[Tigres UANL|Tigres]]
|-
|37. ||{{ROU}}[[Claudiu Keşerü]]||303||689||0,41||2002-||{{ROU}}[[FCSB]]
|-
|38. ||{{SYR}}[[Omar Al Somah]]||300||373||0,80||2008-||{{KSA}}[[Al Ahli Saudi|Al Ahli]]
|-
|}
===Leikjahæstu menn karlaknattspyrnunnar===
<small>Leikjahæstu menn með meira en 1000 leiki - Uppfært 5. júní 2022</small>
{|class="wikitable" style="font-size:100℅;"
|-
!Sæti
!Leikmaður
!Staða
!Fjöldi Leikja
!Ár
|-
|1. ||{{ENG}}[[Peter Shilton]]||GK||1390||1966-1997
|-
|2. ||{{BRA}}[[Rogério Ceni]]||GK||1234||1990-2015
|-
|3. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||1184||1997-
|-
|4. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||FW||1159||2001-
|-
|5. ||{{ITA}}[[Gianluigi Buffon]]||GK||1156||1995-
|-
|6. ||{{BRA}}[[Roberto Carlos]]||DF||1139||1991-2015
|-
|7. ||{{ESP}}[[Xavi]]||MF||1135||1997-2019
|-
|8. ||{{ESP}}[[Iker Casillas]]||GK||1119||1998-2020
|-
|9. ||{{ENG}}[[Ray Clemence]]||GK||1118||1965-1988
|-
|10. ||{{ARG}}[[Javier Zanetti]]||DF||1114||1992-2014
|-
|11. ||{{JPN}}[[Yasuhito Endo]]||MF||1105||1998-
|-
|12. ||{{NIL}}[[Pat Jennings]]||GK||1095||1963-1986
|-
|13. ||{{BRA}}[[Marcelinho Paraiba]]||MF||1092||1992-2020
|-
|14. ||{{ENG}}[[Tony Ford]]||DF||1082||1975-2001
|-
|15. ||{{BRA}}[[Djalma Santos]]||DF||1065||1947-1970
|-
|16. ||{{ESP}}[[Raúl]]||FW||1064||1994-2015
|-
|17. ||{{ENG}}[[Alan Ball Jr.]]||MF||1057||1960-1984
|-
|18. ||{{BRA}}[[Dani Alves]]||DF||1057||2001-
|-
|19. ||{{ENG}}[[David Seaman]]||GK||1046||1982-2004
|-
|20. ||{{ENG}}[[Frank Lampard]]||MF||1044||1995-2017
|-
|21. ||{{ITA}}[[Paolo Maldini]]||DF||1041||1984-2009
|-
|22. ||{{WAL}}[[Ryan Giggs]]||MF||1036||1990-2014
|-
|23. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||1031||2003-
|-
|24. ||{{SKO}}[[Graham Alexander]]||DF||1025||1991-2012
|-
|25. ||{{NIL}}[[Noel Bailie]]||DF||1024||1989-2011
|-
|26. ||{{ENG}}[[David James]]||GK||1023||1989-2014
|-
|27. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||1021||2001-
|-
|28. ||{{BRA}}[[Rivaldo]]||MF||1021||1989-2015
|-
|29. ||{{ESP}}[[Andoni Zubizarreta]]||GK||1020||1980-1999
|-
|30. ||{{BEL}}[[Timmy Simons]]||DF||1019||1994-2018
|-
|31. ||{{NLD}}[[Clarence Seedorf]]||MF||1017||1992-2014
|-
|32. ||{{ENG}}[[Ian Callaghan]]||MF||1002||1960-1982
|-
|33. ||{{SKO}}[[Tommy Hutchison]]||MF||1001||1965-1994
|-
|}
===Leikjahæstu menn hjá einu liði===
{|class="wikitable"
|-
!Sæti
!Leikmaður
!Staða
!Fjöldi Leikja
!Ár
!Félag
|-
|1. ||{{BRA}}[[Rogerio Ceni]]||GK||1197||1990-2015||{{BRA}}[[São Paulo FC|São Paulo]]
|-
|2. ||{{NIL}}[[Noel Bailie]]||DF||1013||1989-2011||{{NIL}}[[Linfield FC|Linfield]]
|-
|3. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||975||1997-||{{BRA}}[[Cruzeiro Esporte Clube|Cruzeiro]]
|-
|4. ||{{WAL}}[[Ryan Giggs]]||MF||963||1991-2014||{{ENG}}[[Manchester United]]
|-
|5. ||{{ITA}}[[Paolo Maldini]]||DF||902||1984-2009||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]]
|-
|6. ||{{ENG}}[[Ian Callaghan]]||MF||870||1960-1978||{{ENG}}[[Liverpool FC|Liverpool]]
|-
|7. ||{{ENG}}[[Steve Perryman]]||DF||866||1969-1986||{{ENG}}[[Tottenham Hotspur|Tottenham]]
|-
|8. ||{{ARG}}[[Javier Zanetti]]||DF||858||1995-2014||{{ITA}}[[Inter Milan|Inter]]
|-
|9. ||{{ENG}}[[Terry Paine]]||DF||808||1956-1979||{{ENG}}[[Southampton FC|Southampton]]
|-
|}
===Núverandi leikahæstu menn===
{|class="wikitable" style="font-size:100℅;"
|-
!Sæti
!Leikmaður
!Staða
!Fjöldi Leikja
!Ár
!Núverandi Félag
|-
|1. ||{{BRA}}[[Fabio]]||GK||1184||1997-||{{BRA}}[[Fluminense FC|Fluminense]]
|-
|2. ||{{PRT}}[[Cristiano Ronaldo]]||FW||1159||2001-||{{ENG}}[[Manchester United]]
|-
|3. ||{{ITA}}[[Gianluigi Buffon]]||GK||1156||1995-||{{ITA}}[[Parma Calcio 1913|Parma]]
|-
|4. ||{{JPN}}[[Yasuhito Endo]]||MF||1109||1998-||{{JPN}}[[Jubilo Iwata]]
|-
|5. ||{{BRA}}[[Dani Alves]]||DF||1062||2001-||{{ESP}}[[FC Barcelona|Barcelona]]
|-
|6. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||1031||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain F.C.|PSG]]
|-
|7. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||1024||2001-||{{JPN}}[[Vissel Kobe]]
|-
|8. ||{{PRT}}[[João Moutinho]]||MF||1010||2003-||{{ENG}}[[Wolverhampton Wanderers|Wolverhampton]]
|-
|9. ||{{SWE}}[[Zlatan Ibrahimovic]]||FW||989||1999-||{{ITA}}[[AC Milan|Milan]]
|-
|10. ||{{ESP}}[[Pepe Reina]]||GK||969||1999-||{{ITA}}[[S.S. Lazio|Lazio]]
|-
|11. ||{{ESP}}[[Sergio Ramos]]||DF||952||2003-||{{FRA}}[[Paris Saint-Germain|PSG]]
|-
|12. ||{{HRV}}[[Luka Modric]]||MF||943||2001-||{{ESP}}[[Real Madrid]]
|-
|13. ||{{ENG}}[[James Milner]]||MF||941||2001-||{{ENG}}[[Liverpool FC|Liverpool]]
|-
|14. ||{{ESP}}[[Joaquín]]||MF||931||1999-||{{ESP}}[[Real Betis]]
|-
|15. ||{{ESP}}[[David Silva]]||MF||920||2001-||{{ESP}}[[Real Sociedad]]
|}
==Heimild==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= List of footballers with 500 or more goals|mánuðurskoðað= 2. Janúar.|árskoðað= 2022 }}
* {{wpheimild|tungumál= en|titill=List of men's footballers with the most official appearances |mánuðurskoðað= 2. January.|árskoðað= 2022 }}
== Heimildir ==
{{wikiorðabók|knattspyrna}}{{commonscat|Association football|knattspyrnu}}<div class="references-small"><references/></div>
* [http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame%5f2010%5f11%5fe.pdf Laws of the Game] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20101222184033/http://www.fifa.com/mm/document/affederation/generic/81/42/36/lawsofthegame_2010_11_e.pdf |date=2010-12-22 }} FIFA
[[Flokkur:Knattspyrna]]
mxyv4b4aqbkw6fafipyiq6whtauhkop
Uglur
0
29070
1764739
1502457
2022-08-14T00:07:27Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Uglur
| image = CRW_2987.jpg
| image_caption = [[Eyrugla]] (''Asio otus'')
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = '''Strigiformes'''
| ordo_authority = [[Johann Georg Wagler|Wagler]], 1830
| subdivision_ranks = Ættir
| subdivision =
* [[Ugluætt]] (''[[Strigidae]]'')
* [[Kransuglur]] (''[[Tytonidae]]'')
}}
'''Uglur''' ([[fræðiheiti]]: ''Strigiformes'') eru [[ættbálkur (flokkunarfræði)|ættbálkur]] [[ránfugl]]a sem telur um 222 tegundir. Uglur eru yfirleitt einfarar og [[næturdýr]] sem lifa á [[skordýr]]um, litlum [[spendýr]]um og öðrum fuglum þótt sumar tegundir séu sérhæfðar í að veiða [[fiskur|fisk]]. Uglur finnast um allan heim nema á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]], stærstum hluta [[Grænland]]s og á afskekktum [[eyja|eyjum]].
Uglur skiptast í tvær [[ætt (flokkunarfræði)|ættir]]: [[ugluætt]] og [[turnuglur]].
== Tenglar ==
{{wikiorðabók|ugla|ugla}}
{{commonscat|Strigidae|uglum}}
* [http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=3680 ''Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað?''; grein af Vísindavefnum]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3558097 ''Viskufugl er sér vel og heyrir enn betur''; grein í Tímanum 1969]
{{Stubbur|fugl}}
[[Flokkur:Fuglar]]
[[Flokkur:Uglur]]
p9x3v8c1bwtzd51oaslhw9fcps6hdne
Nellikubyltingin
0
30176
1764771
1578782
2022-08-14T07:40:45Z
Ociter
81357
wikitext
text/x-wiki
'''Nellikkubyltingin''' átti sér stað í [[Portúgal]] þann [[25. apríl]] [[1974]] þegar Portúgalar steyptu [[herforingjastjórn]] landsins af stóli, en hún hafði haldið völdum í landinu frá árinu [[1926]]. Byltingin var án blóðsúthellinga, þökk sé portúgölskum hermönnum sem óhlýðnuðust þeim fyrirmælum herforingjastjórnarinnar að skjóta á uppreisnarmenn. Byltingin dregur nafn sitt af þeirri staðreynd að portúgalskur almenningur þakkaði hermönnum óhlýðnina með því að stinga [[nellikum]] í byssuhlaup þeirra.
[[Flokkur:Saga Portúgals]]
[[Flokkur:Byltingar]]
[[Flokkur:1974]]
08tdqx284bqb2qvlpijsa06nbe1oa18
Íslensku leiklistarverðlaunin
0
35526
1764627
379775
2022-08-13T14:09:50Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Íslensku leiklistarverðlaunin''' eða '''Gríman''' eru [[Ísland|íslensk]] [[leiklist]]arverðlaun sem veitt eru árlega af [[Leiklistarsamband Íslands|Leiklistarsambandi Íslands]]. Verðlaunin voru fyrst veitt sumarið [[2003]].
{{Stubbur|menning}}
[[Flokkur:Íslensk leiklistarverðlaun]]
{{s|2003}}
sow4lh0m0l1xpkfahauj1nqcbe2alc7
Enska úrvalsdeildin
0
41099
1764637
1763988
2022-08-13T14:40:00Z
Berserkur
10188
/* Stoðsendingar */
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox football league
| name = Premier League
| pixels = 270px
| sport = [[Association football]]
| country = England
| confed = [[UEFA]]
| founded = {{start date and age|1992|02|20|df=y}}
| relegation = [[EFL Championship]]
| levels = 1
| teams = [[List of Premier League clubs|20]]
| domest_cup = <div class="plainlist">
* [[FA Cup]]
* [[FA Community Shield]]
</div>
| league_cup = [[EFL Cup]]
| confed_cup = <div class="plainlist">
* [[UEFA Champions League]]
* [[UEFA Europa League]]
* [[UEFA Europa Conference League]]
</div>
| champions = [[Manchester City F.C.|Manchester City]] (6. titill)
| season = [[2021–22 Premier League|2021–22]]
| most_successful_club = [[Manchester United F.C.|Manchester United]] (13 titlar)
| most_appearances = [[Gareth Barry]] (653)
| top_goalscorer = [[Alan Shearer]] (260)
| tv = <div class="plainlist">
* [[Sky Sports]], [[BT Sport]], [[Amazon Prime Video]] (beinar útsendingar)
* Sky Sports, [[BBC Sport]] (yfirferð)
</div>
| website = [https://www.premierleague.com premierleague.com]
| current =
}}
'''Enska úrvalsdeildin''' er efsta atvinnumannadeildin í [[knattspyrna|knattspyrnu]] á [[England]]i (og [[Wales]]). Hún er vinsælasta deild í heimi og einnig sú arðbærasta. Henni er sjónvarpað til 212 landa og svæða til um 650 milljón heimila. Tímabil deildarinnar er frá ágúst og fram í maí, liðin eru 20 og eru alls 38 leikir á lið. Neðstu þrjú liðin falla í lok tímabils og þrjú lið koma í staðinn á næsta tímabili úr [[enska meistaradeildin|ensku meistaradeildinni]]. Meðaltal áhorfenda á leikjum er 36.000 sem er það annað mesta í heiminum á eftir þýsku [[Bundesliga]].
== Söguágrip==
Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið [[1992]] af félögunum í [[Gamla enska fyrsta deildin|gömlu fyrstu deildinni]] sem hafði verið starfrækt í 104 ár. Alls hafa 49 lið tekið þátt í deildinni frá upphafi. Fyrst um sinn voru lið yfir hvert tímabil 22 en tímabilið 1995-1996 var liðum fækkað í 20.
Eftir aldamót var farið að tala um stóru 4 liðið (''Big four''): Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. En eftir 2010 var farið að tala um stóru sex (''Big six''), þá voru Tottenham Hotspur og Manchester City komin hóp stærri liða. Manchester City vann titillinn tímabilið 2011–12 og varð fyrsta liðið utan hinna stóru fjögurra til að vinna deildina síðan Blackburn Rovers tímabilið 1994–95.
Tímabilið 2003–04 var Arsenal taplaust og er það í eina skipti sem það hefur gerst. Liðið var kallað ''Hinir ósigrandi'' (e. ''The invincibles'') Þrjú lið hafa unnið [[Meistaradeild Evrópu]]: Liverpool (2005), Manchester United (2008) og Chelsea (2012).
Sjö lið hafa unnið deildina hingað til: [[Manchester United]] (13), [[Arsenal]] (3), [[Chelsea FC|Chelsea]] (5), [[Manchester City]] (6), [[Blackburn Rovers]] (1), [[Leicester City]] (1) og [[Liverpool FC]] (1).
Flest mörk á einu tímabili eru 32 mörk sem [[Mohamed Salah]] setti 2017-2018. Áður deildu metinu [[Alan Shearer]], [[Cristiano Ronaldo]], [[Luis Suárez]] með 31 mark. [[Thierry Henry]] hefur oftast verið markakóngur eða 4 sinnum.
Tímabilið 2019-2020 hóf deildin að nota [[VAR]]-myndbandsdómgæslu. Tímabilið 2022-2023 fjölgaði skiptingum úr 3 í 5 leikmenn á leik.
=== Sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi ===
{| class="wikitable" style="text-align:center;margin-left:1em;"
|-
!width="75" | Leiktímabil
!width="130" | Sigurvegari
|-
|2021-2022
|Manchester City
|-
|[[2020-21]]
|[[Manchester City]]
|-
|[[Enska úrvalsdeildin 2019-20|2019-20]]
|[[Liverpool FC]]
|-
|[[2018-19]]
|[[Manchester City]]
|-
|[[2017-18]]
|[[Manchester City]]
|-
|[[Enska úrvalsdeildin 2016-17|2016-17]]
|[[Chelsea F.C.]]
|-
|[[Enska úrvalsdeildin 2015-16|2015-16]]
|[[Leicester City F.C.]]
|-
|[[2014-15]]
|[[Chelsea F.C.]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2013-14|2013–14]]
| [[Manchester City]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2012-13|2012–13]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2011-12|2011–12]]
| [[Manchester City]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2010-11|2010–11]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2009-10|2009–10]]
| [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2008-09|2008–09]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2006-07|2006–07]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2005-06|2005–06]]
| [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2004-05|2004–05]]
| [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2003-04|2003–04]]
| [[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2002-03|2002–03]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2001-02|2001–02]]
| [[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2000-01|2000–01]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1999-00|1999–00]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1998-99|1998-99]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1997-98|1997–98]]
| [[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1996-97|1996–97]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1995-96|1995–96]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1994-95|1994–95]]
| [[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1993-94|1993–94]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1992-93|1992–93]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|}
== Lið tímabilið 2022-2023 ==
{| class="wikitable sortable"
!width=100| Félag
!width=70| Hámarksfjöldi
!width=100| Leikvangur
|-
| style="text-align:center;" |[[Manchester United F.C.|Manchester United]] || style="text-align:center;" | 74.310 || [[Old Trafford]]
|-
|style="text-align:center;" | [[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]] || style="text-align:center;" | 62.062 || [[Tottenham Hotspur Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Arsenal F.C.|Arsenal]] || style="text-align:center;" | 60.432 || [[Emirates Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[West Ham United F.C.|West Ham United]] || style="text-align:center;" | 60.000 || [[London Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Manchester City F.C.|Manchester City]] || style="text-align:center;" | 55.097 || [[Etihad Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Liverpool F.C.|Liverpool]] || style="text-align:center;" | 54.074 || [[Anfield]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Newcastle United F.C.|Newcastle United]] || style="text-align:center;" | 52.387 || [[St James' Park]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Aston Villa]] || style="text-align:center;" | 42.790 || [[Villa Park]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Chelsea F.C.|Chelsea]] || style="text-align:center;" | 41.631 || [[Stamford Bridge]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Everton F.C.|Everton]] || style="text-align:center;" | 40.569 || [[Goodison Park]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Leeds United]] || style="text-align:center;" | 37.890 || [[Elland Road]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Nottingham Forest]]|| style="text-align:center;" | 30.500 || [[City Ground]]
|-
|style="text-align:center;" | [[Southampton F.C.]] || style="text-align:center;" | 32.505 || [[St Mary's Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Leicester City]] || style="text-align:center;" | 32.315 || [[King Power Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Wolverhampton Wanderers]] || style="text-align:center;" | 32.050 || [[Molineux Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Brighton & Hove Albion]] || style="text-align:center;" | 30.750|| [[Falmer Stadium|Amex Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[AFC Bournemouth]] || style="text-align:center;" | 11.400 || [[Dean Court]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Crystal Palace]] || style="text-align:center;" | 26.309 || [[Selhurst Park]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Fulham F.C.]] || style="text-align:center;" | 21.000|| [[Craven Cottage]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Brentford FC]] || style="text-align:center;" | 17.250 || [[Brentford Community Stadium]]
|-
|}
==Tölfræði==
=== Markahæstu menn frá upphafi (yfir 100 mörk) ===
<small>''Uppfært 7. ágúst 2022.'' Feitletraðir leikmenn spila enn í PL.</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Mörk
|-
|1
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Alan Shearer]]||260
|-
|2
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Wayne Rooney]]||208
|-
|3
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Andrew Cole]] ||188
|-
|4
|style="text-align:left;"|{{ARG}} [[Sergio Agüero]] ||184
|-
|5
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Harry Kane]]''' ||183
|-
|6
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Frank Lampard]] ||177
|-
|7
|style="text-align:left;"|{{FRA}} [[Thierry Henry]]||175
|-
|8
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Robbie Fowler]] ||163
|-
|9
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Jermain Defoe]] ||162
|-
|10
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Michael Owen]] ||150
|-
|11
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Les Ferdinand]] ||149
|-
|12
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Teddy Sheringham]] ||146
|-
|13
|style="text-align:left;"|{{NLD}} [[Robin van Persie]] ||144
|-
|14
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Jamie Vardy]]''' ||133
|-
|15
|style="text-align:left;"|{{NLD}} [[Jimmy Floyd Hasselbaink]] ||127
|-
|16
|style="text-align:left;"|{{IRL}} [[Robbie Keane]] ||126
|-
|17
|style="text-align:left;"|{{FRA}} [[Nicolas Anelka]] ||125
|-
|18
|style="text-align:left;"|{{TTO}} [[Dwight Yorke]] ||123
|-
|19
|style="text-align:left;"|{{EGY}} '''[[Mohamed Salah]]''' ||121
|-
|19
|style="text-align:left;"|{{BEL}} '''[[Romelu Lukaku]]''' ||121
|-
|20
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Steven Gerrard]] ||120
|-
|21
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Ian Wright]] ||113
|-
|22
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Dion Dublin]] ||111
|-
|22
|style="text-align:left;"|{{SEN}} [[Sadio Mané]] ||111
|-
|23
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Emile Heskey]] ||110
|-
|24
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Raheem Sterling]]''' ||109
|-
|24
|style="text-align:left;"|{{WAL}} [[Ryan Giggs]] ||109
|-
|25
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Peter Crouch]]||108
|-
|26
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Paul Scholes]] ||107
|-
|27
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Darren Bent]] ||106
|-
|28
|style="text-align:left;"|{{CIV}} [[Didier Drogba]] ||104
|-
|29
|style="text-align:left;"|{{PRT}} '''[[Cristiano Ronaldo]]''' ||102
|-
|30
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Matt Le Tissier]] ||100
|-
|}
===Stoðsendingar===
<small>Leikmenn sem enn eru spilandi '''feitletraðir'''. Uppfært í ágúst 2022.</small>
{|class="wikitable sortable" style="text-align: center"
|+ Flestar stoðsendingar
|-
! style="width:20px" abbr="Position"|Röð
! style="width:175px" |Nafn
! style="width:40px" abbr="Goals"|Stoðsendingar
! style="width:40px" abbr="Games Played"|Leikir
! style="width:65px" abbr="APG"|Stoðsendingar á leik
! style="width:50px" abbr="Position"|Leikstaða
|-
| 1
| style="text-align:left"| [[Ryan Giggs]] || '''162''' || 632 || 0.26 || Miðjumaður
|-
| 2
| style="text-align:left"| [[Cesc Fàbregas]] || '''111''' || 350 || 0.32 || Miðjumaður
|-
| 3
| style="text-align:left"| [[Wayne Rooney]] || '''103''' || 491 || 0.21 || Framherji
|-
| 4
| style="text-align:left"| [[Frank Lampard]] || '''102''' || 609 || 0.17 || Miðjumaður
|-
| 5
| style="text-align:left"| [[Dennis Bergkamp]] || '''94''' || 315 || 0.30 || Framherji
|-
| 6
| style="text-align:left"| [[David Silva]] || '''93''' || 304 || 0.30 ||Miðjumaður
|-
| 7
| style="text-align:left"| [[Steven Gerrard]] || '''92''' || 504 || 0.18 || Miðjumaður
|-
| 8
| style="text-align:left"| '''[[Kevin De Bruyne]]''' || '''87''' || 212 || 0.41 || Miðjumaður
|-
| 9
| style="text-align:left"| '''[[James Milner]]''' || '''86''' || 590 || 0.15 || Miðjumaður
|-
| 10
| style="text-align:left"| [[David Beckham]] || '''80''' || 265 || 0.30 || Miðjumaður
|-
| 11
| style="text-align:left"| [[Teddy Sheringham]] || '''76''' || 418 || 0.18 || Framherji
|}<ref name="PL-assists">{{cite web|url=https://www.premierleague.com/stats/top/players/goal_assist|title=Premier League Player Stats: Assists – All Seasons|publisher=Premier League|accessdate=26 April 2017}}</ref>
=== Leikmenn með meira en 500 leiki spilaða ===
<small>''Uppfært 6. ágúst 2022.''</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Leikir
|-
|1
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Gareth Barry]]||653
|-
|2
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Ryan Giggs]]||632
|-
|3
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Frank Lampard]] ||609
|-
|4
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[James Milner]]''' ||590
|-
|5
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[David James]] ||572
|-
|6
|style="text-align:left;"|{{WAL}} [[Gary Speed]]||535
|-
|7
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Emile Heskey]] ||516
|-
|8
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Mark Schwarzer]] ||514
|-
|9
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Jamie Carragher]] ||508
|-
|10
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Phil Neville]] ||505
|-
|11
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Steven Gerrard]] ||504
|-
|12
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Rio Ferdinand]] ||504
|-
|13
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Sol Campbell]] ||503
|-
|}
===Markmenn===
''uppfært í apríl 2022''
{| class="wikitable sortable"
|+ Flest skipti haldið hreinu
|-
! Röð !! Leikmaður !! Hrein mörk
|-
| align=center | 1 || [[Petr Čech]] || align="center" |202
|-
| align=center | 2 || [[David James]] || align=center | 169
|-
| align=center | 3 || [[Mark Schwarzer]] || align=center | 151
|-
| align=center | 4 || [[David Seaman]] || align=center | 140
|-
| align=center | 5 || [[Nigel Martyn]] || align=center | 137
|-
| align=center | 6 || [[Pepe Reina]] || align=center | 136
|-
| align=center rowspan="3"|7 || [[Edwin van der Sar]] || align=center rowspan="3" | 132
|-
| align=left| [[Tim Howard]]
|-
| align=left| [[Brad Friedel]]
|-
| align=center | 10 || '''[[David de Gea]]''' || align=center | 129
|-
| align=center | 11 || [[Peter Schmeichel]] || align=center | 128
|}
===Mörk úr aukaspyrnum===
<small>''Uppfært í apríl 2022.''</small>
{|class="wikitable sortable" style="text-align: center"
|-
!Sæti
!style="width:175px"| Nafn
!style="width:50px"| Mörk
!Leikir
!style="width:50px"| Staða
|-
| 1
|style="text-align:left"| [[David Beckham]] || '''18''' || 265 || Miðherji
|-
|2
|style="text-align:left"| '''[[James Ward-Prowse]]''' || '''14'''|| 300 || Miðherji
|-
| rowspan="3" | 3
|style="text-align:left"| [[Gianfranco Zola]] || rowspan="3" | '''12''' || 229 || Framherji
|-
|style="text-align:left"| [[Thierry Henry]] || 258 || Framherji
|-
|style="text-align:left"| '''[[Cristiano Ronaldo]]''' || 222 || Framherji
|-
| rowspan="2" | 6
|style="text-align:left"| [[Laurent Robert]] || rowspan="2" | '''11''' || 150 || Framherji
|-
|style="text-align:left"| [[Sebastian Larsson]] || 282 || Miðherji
|-
| rowspan="2" | 8
|style="text-align:left"| [[Ian Harte]] || rowspan="2" | '''10''' || 237 || Varnarmaður
|-
|style="text-align:left"| [[Morten Gamst Pedersen]] || 260 || Miðherji
|-
| rowspan="3" | 10
|style="text-align:left"| [[Jamie Redknapp]] || rowspan="3" | '''9''' || 295 || Miðherji
|-
|style="text-align:left"| [[Nolberto Solano]] || 302 || Miðherji
|-
|style="text-align:left"| [[Frank Lampard]] || 609 || Miðherji
|}
===Markahæstu Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni===
<small>''Uppfært 16/4 2021.''</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Mörk
|-
|1
|style="text-align:left;"| [[Gylfi Þór Sigurðsson]]||67
|-
|2
|style="text-align:left;"| [[Eiður Smári Guðjohnsen]]||55
|-
|3
|style="text-align:left;"|[[Heiðar Helguson]] ||28
|-
|4
|style="text-align:left;"| [[ Hermann Hreiðarsson]] ||14
|-
|-
|5
|style="text-align:left;"| [[Jóhann Berg Guðmundsson]] ||10
|-
|6
|style="text-align:left;"| [[Guðni Bergsson]]||8
|-
|7
|style="text-align:left;"|[[Ívar Ingimarsson]] ||4
|-
|8
|style="text-align:left;"|[[Grétar Rafn Steinsson]] ||4
|-
|9
|style="text-align:left;"|[[Brynjar Björn Gunnarsson]] ||3
|-
|10
|style="text-align:left;"| [[Arnar Gunnlaugsson]] ||3
|-
|11
|style="text-align:left;"| [[Jóhannes Karl Guðjónsson]] ||2
|-
|12
|style="text-align:left;"| [[Aron Einar Gunnarsson]] ||2
|-
|13
|style="text-align:left;"| [[Þórður Guðjónsson]] ||1
|-
|14
|style="text-align:left;"|[[Þorvaldur Örlygsson]] ||1
|-
|colspan="3"|<small>Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni</small>
|}
===Fjöldi stoðsendinga Íslendinga í Premier League===
<small>''Uppfært 20/5 2021.''</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Stoðsendingar
|-
|1
|style="text-align:left;"| [[Gylfi Þór Sigurðsson]]||50
|-
|2
|style="text-align:left;"| [[Eiður Smári Guðjohnsen]]||28
|-
|3
|style="text-align:left;"|[[Jóhann Berg Guðmundsson]] ||17
|-
|4
|style="text-align:left;"| [[ Hermann Hreiðarsson]] ||15
|-
|5
|style="text-align:left;"| [[Heiðar Helguson]] ||9
|-
|6
|style="text-align:left;"| [[Grétar Rafn Steinsson]]||8
|-
|7
|style="text-align:left;"|[[Guðni Bergsson]] ||4
|-
|8
|style="text-align:left;"|[[Aron Einar Gunnarsson]] ||3
|-
|9
|style="text-align:left;"|[[Jóhannes Karl Guðjónsson]] ||2
|-
|9
|style="text-align:left;"| [[Arnar Gunnlaugsson]] ||2
|-
|10
|style="text-align:left;"| [[Ívar Ingimarsson]] ||1
|-
|10
|style="text-align:left;"| [[Lárus Sigurðsson]] ||1
|-
|colspan="3"|<small>Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni</small>
|}
==Tengt efni==
[[Enska úrvalsdeild kvenna]] er efsta deild kvennaknattspyrnunnar á Englandi.
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Premier League | mánuðurskoðað = 12. apríl | árskoðað = 2018}}
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Premier League records and statistics | mánuðurskoðað = 8. feb. | árskoðað = 2021}}
* „[http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/5237764.stm Premiership club-by-club guide]“, ''BBC Sport'', skoðað 7. maí 2007.
* „[http://stats.premierleague.com/ Premier League] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060613181649/http://stats.premierleague.com/ |date=2006-06-13 }}“, skoðað 7. maí 2007.
{{S|1992}}
{{Enska úrvalsdeildin}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]]
[[Flokkur:Enska úrvalsdeildin| ]]
[[Flokkur:Úrvalsdeildir knattspyrnu í Evrópu]]
a2imml3s3eowtrj3yjiwz9qqsewv2rm
1764639
1764637
2022-08-13T14:42:19Z
Berserkur
10188
/* Markmenn */
wikitext
text/x-wiki
{{Infobox football league
| name = Premier League
| pixels = 270px
| sport = [[Association football]]
| country = England
| confed = [[UEFA]]
| founded = {{start date and age|1992|02|20|df=y}}
| relegation = [[EFL Championship]]
| levels = 1
| teams = [[List of Premier League clubs|20]]
| domest_cup = <div class="plainlist">
* [[FA Cup]]
* [[FA Community Shield]]
</div>
| league_cup = [[EFL Cup]]
| confed_cup = <div class="plainlist">
* [[UEFA Champions League]]
* [[UEFA Europa League]]
* [[UEFA Europa Conference League]]
</div>
| champions = [[Manchester City F.C.|Manchester City]] (6. titill)
| season = [[2021–22 Premier League|2021–22]]
| most_successful_club = [[Manchester United F.C.|Manchester United]] (13 titlar)
| most_appearances = [[Gareth Barry]] (653)
| top_goalscorer = [[Alan Shearer]] (260)
| tv = <div class="plainlist">
* [[Sky Sports]], [[BT Sport]], [[Amazon Prime Video]] (beinar útsendingar)
* Sky Sports, [[BBC Sport]] (yfirferð)
</div>
| website = [https://www.premierleague.com premierleague.com]
| current =
}}
'''Enska úrvalsdeildin''' er efsta atvinnumannadeildin í [[knattspyrna|knattspyrnu]] á [[England]]i (og [[Wales]]). Hún er vinsælasta deild í heimi og einnig sú arðbærasta. Henni er sjónvarpað til 212 landa og svæða til um 650 milljón heimila. Tímabil deildarinnar er frá ágúst og fram í maí, liðin eru 20 og eru alls 38 leikir á lið. Neðstu þrjú liðin falla í lok tímabils og þrjú lið koma í staðinn á næsta tímabili úr [[enska meistaradeildin|ensku meistaradeildinni]]. Meðaltal áhorfenda á leikjum er 36.000 sem er það annað mesta í heiminum á eftir þýsku [[Bundesliga]].
== Söguágrip==
Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið [[1992]] af félögunum í [[Gamla enska fyrsta deildin|gömlu fyrstu deildinni]] sem hafði verið starfrækt í 104 ár. Alls hafa 49 lið tekið þátt í deildinni frá upphafi. Fyrst um sinn voru lið yfir hvert tímabil 22 en tímabilið 1995-1996 var liðum fækkað í 20.
Eftir aldamót var farið að tala um stóru 4 liðið (''Big four''): Manchester United, Liverpool, Chelsea og Arsenal. En eftir 2010 var farið að tala um stóru sex (''Big six''), þá voru Tottenham Hotspur og Manchester City komin hóp stærri liða. Manchester City vann titillinn tímabilið 2011–12 og varð fyrsta liðið utan hinna stóru fjögurra til að vinna deildina síðan Blackburn Rovers tímabilið 1994–95.
Tímabilið 2003–04 var Arsenal taplaust og er það í eina skipti sem það hefur gerst. Liðið var kallað ''Hinir ósigrandi'' (e. ''The invincibles'') Þrjú lið hafa unnið [[Meistaradeild Evrópu]]: Liverpool (2005), Manchester United (2008) og Chelsea (2012).
Sjö lið hafa unnið deildina hingað til: [[Manchester United]] (13), [[Arsenal]] (3), [[Chelsea FC|Chelsea]] (5), [[Manchester City]] (6), [[Blackburn Rovers]] (1), [[Leicester City]] (1) og [[Liverpool FC]] (1).
Flest mörk á einu tímabili eru 32 mörk sem [[Mohamed Salah]] setti 2017-2018. Áður deildu metinu [[Alan Shearer]], [[Cristiano Ronaldo]], [[Luis Suárez]] með 31 mark. [[Thierry Henry]] hefur oftast verið markakóngur eða 4 sinnum.
Tímabilið 2019-2020 hóf deildin að nota [[VAR]]-myndbandsdómgæslu. Tímabilið 2022-2023 fjölgaði skiptingum úr 3 í 5 leikmenn á leik.
=== Sigurvegarar ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi ===
{| class="wikitable" style="text-align:center;margin-left:1em;"
|-
!width="75" | Leiktímabil
!width="130" | Sigurvegari
|-
|2021-2022
|Manchester City
|-
|[[2020-21]]
|[[Manchester City]]
|-
|[[Enska úrvalsdeildin 2019-20|2019-20]]
|[[Liverpool FC]]
|-
|[[2018-19]]
|[[Manchester City]]
|-
|[[2017-18]]
|[[Manchester City]]
|-
|[[Enska úrvalsdeildin 2016-17|2016-17]]
|[[Chelsea F.C.]]
|-
|[[Enska úrvalsdeildin 2015-16|2015-16]]
|[[Leicester City F.C.]]
|-
|[[2014-15]]
|[[Chelsea F.C.]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2013-14|2013–14]]
| [[Manchester City]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2012-13|2012–13]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2011-12|2011–12]]
| [[Manchester City]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2010-11|2010–11]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2009-10|2009–10]]
| [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2008-09|2008–09]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2006-07|2006–07]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2005-06|2005–06]]
| [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2004-05|2004–05]]
| [[Chelsea F.C.|Chelsea]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2003-04|2003–04]]
| [[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2002-03|2002–03]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2001-02|2001–02]]
| [[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 2000-01|2000–01]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1999-00|1999–00]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1998-99|1998-99]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1997-98|1997–98]]
| [[Arsenal F.C.|Arsenal]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1996-97|1996–97]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1995-96|1995–96]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1994-95|1994–95]]
| [[Blackburn Rovers F.C.|Blackburn Rovers]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1993-94|1993–94]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|-
| align="center" | [[Enska úrvalsdeildin 1992-93|1992–93]]
| [[Manchester United F.C.|Manchester United]]
|}
== Lið tímabilið 2022-2023 ==
{| class="wikitable sortable"
!width=100| Félag
!width=70| Hámarksfjöldi
!width=100| Leikvangur
|-
| style="text-align:center;" |[[Manchester United F.C.|Manchester United]] || style="text-align:center;" | 74.310 || [[Old Trafford]]
|-
|style="text-align:center;" | [[Tottenham Hotspur F.C.|Tottenham Hotspur]] || style="text-align:center;" | 62.062 || [[Tottenham Hotspur Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Arsenal F.C.|Arsenal]] || style="text-align:center;" | 60.432 || [[Emirates Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[West Ham United F.C.|West Ham United]] || style="text-align:center;" | 60.000 || [[London Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Manchester City F.C.|Manchester City]] || style="text-align:center;" | 55.097 || [[Etihad Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Liverpool F.C.|Liverpool]] || style="text-align:center;" | 54.074 || [[Anfield]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Newcastle United F.C.|Newcastle United]] || style="text-align:center;" | 52.387 || [[St James' Park]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Aston Villa]] || style="text-align:center;" | 42.790 || [[Villa Park]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Chelsea F.C.|Chelsea]] || style="text-align:center;" | 41.631 || [[Stamford Bridge]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Everton F.C.|Everton]] || style="text-align:center;" | 40.569 || [[Goodison Park]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Leeds United]] || style="text-align:center;" | 37.890 || [[Elland Road]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Nottingham Forest]]|| style="text-align:center;" | 30.500 || [[City Ground]]
|-
|style="text-align:center;" | [[Southampton F.C.]] || style="text-align:center;" | 32.505 || [[St Mary's Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Leicester City]] || style="text-align:center;" | 32.315 || [[King Power Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Wolverhampton Wanderers]] || style="text-align:center;" | 32.050 || [[Molineux Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Brighton & Hove Albion]] || style="text-align:center;" | 30.750|| [[Falmer Stadium|Amex Stadium]]
|-
| style="text-align:center;" | [[AFC Bournemouth]] || style="text-align:center;" | 11.400 || [[Dean Court]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Crystal Palace]] || style="text-align:center;" | 26.309 || [[Selhurst Park]]
|-
| style="text-align:center;" |[[Fulham F.C.]] || style="text-align:center;" | 21.000|| [[Craven Cottage]]
|-
| style="text-align:center;" | [[Brentford FC]] || style="text-align:center;" | 17.250 || [[Brentford Community Stadium]]
|-
|}
==Tölfræði==
=== Markahæstu menn frá upphafi (yfir 100 mörk) ===
<small>''Uppfært 7. ágúst 2022.'' Feitletraðir leikmenn spila enn í PL.</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Mörk
|-
|1
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Alan Shearer]]||260
|-
|2
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Wayne Rooney]]||208
|-
|3
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Andrew Cole]] ||188
|-
|4
|style="text-align:left;"|{{ARG}} [[Sergio Agüero]] ||184
|-
|5
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Harry Kane]]''' ||183
|-
|6
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Frank Lampard]] ||177
|-
|7
|style="text-align:left;"|{{FRA}} [[Thierry Henry]]||175
|-
|8
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Robbie Fowler]] ||163
|-
|9
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Jermain Defoe]] ||162
|-
|10
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Michael Owen]] ||150
|-
|11
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Les Ferdinand]] ||149
|-
|12
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Teddy Sheringham]] ||146
|-
|13
|style="text-align:left;"|{{NLD}} [[Robin van Persie]] ||144
|-
|14
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Jamie Vardy]]''' ||133
|-
|15
|style="text-align:left;"|{{NLD}} [[Jimmy Floyd Hasselbaink]] ||127
|-
|16
|style="text-align:left;"|{{IRL}} [[Robbie Keane]] ||126
|-
|17
|style="text-align:left;"|{{FRA}} [[Nicolas Anelka]] ||125
|-
|18
|style="text-align:left;"|{{TTO}} [[Dwight Yorke]] ||123
|-
|19
|style="text-align:left;"|{{EGY}} '''[[Mohamed Salah]]''' ||121
|-
|19
|style="text-align:left;"|{{BEL}} '''[[Romelu Lukaku]]''' ||121
|-
|20
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Steven Gerrard]] ||120
|-
|21
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Ian Wright]] ||113
|-
|22
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Dion Dublin]] ||111
|-
|22
|style="text-align:left;"|{{SEN}} [[Sadio Mané]] ||111
|-
|23
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Emile Heskey]] ||110
|-
|24
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[Raheem Sterling]]''' ||109
|-
|24
|style="text-align:left;"|{{WAL}} [[Ryan Giggs]] ||109
|-
|25
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Peter Crouch]]||108
|-
|26
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Paul Scholes]] ||107
|-
|27
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Darren Bent]] ||106
|-
|28
|style="text-align:left;"|{{CIV}} [[Didier Drogba]] ||104
|-
|29
|style="text-align:left;"|{{PRT}} '''[[Cristiano Ronaldo]]''' ||102
|-
|30
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Matt Le Tissier]] ||100
|-
|}
===Stoðsendingar===
<small>Leikmenn sem enn eru spilandi '''feitletraðir'''. Uppfært í ágúst 2022.</small>
{|class="wikitable sortable" style="text-align: center"
|+ Flestar stoðsendingar
|-
! style="width:20px" abbr="Position"|Röð
! style="width:175px" |Nafn
! style="width:40px" abbr="Goals"|Stoðsendingar
! style="width:40px" abbr="Games Played"|Leikir
! style="width:65px" abbr="APG"|Stoðsendingar á leik
! style="width:50px" abbr="Position"|Leikstaða
|-
| 1
| style="text-align:left"| [[Ryan Giggs]] || '''162''' || 632 || 0.26 || Miðjumaður
|-
| 2
| style="text-align:left"| [[Cesc Fàbregas]] || '''111''' || 350 || 0.32 || Miðjumaður
|-
| 3
| style="text-align:left"| [[Wayne Rooney]] || '''103''' || 491 || 0.21 || Framherji
|-
| 4
| style="text-align:left"| [[Frank Lampard]] || '''102''' || 609 || 0.17 || Miðjumaður
|-
| 5
| style="text-align:left"| [[Dennis Bergkamp]] || '''94''' || 315 || 0.30 || Framherji
|-
| 6
| style="text-align:left"| [[David Silva]] || '''93''' || 304 || 0.30 ||Miðjumaður
|-
| 7
| style="text-align:left"| [[Steven Gerrard]] || '''92''' || 504 || 0.18 || Miðjumaður
|-
| 8
| style="text-align:left"| '''[[Kevin De Bruyne]]''' || '''87''' || 212 || 0.41 || Miðjumaður
|-
| 9
| style="text-align:left"| '''[[James Milner]]''' || '''86''' || 590 || 0.15 || Miðjumaður
|-
| 10
| style="text-align:left"| [[David Beckham]] || '''80''' || 265 || 0.30 || Miðjumaður
|-
| 11
| style="text-align:left"| [[Teddy Sheringham]] || '''76''' || 418 || 0.18 || Framherji
|}<ref name="PL-assists">{{cite web|url=https://www.premierleague.com/stats/top/players/goal_assist|title=Premier League Player Stats: Assists – All Seasons|publisher=Premier League|accessdate=26 April 2017}}</ref>
=== Leikmenn með meira en 500 leiki spilaða ===
<small>''Uppfært 6. ágúst 2022.''</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Leikir
|-
|1
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Gareth Barry]]||653
|-
|2
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Ryan Giggs]]||632
|-
|3
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Frank Lampard]] ||609
|-
|4
|style="text-align:left;"|{{ENG}} '''[[James Milner]]''' ||590
|-
|5
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[David James]] ||572
|-
|6
|style="text-align:left;"|{{WAL}} [[Gary Speed]]||535
|-
|7
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Emile Heskey]] ||516
|-
|8
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Mark Schwarzer]] ||514
|-
|9
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Jamie Carragher]] ||508
|-
|10
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Phil Neville]] ||505
|-
|11
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Steven Gerrard]] ||504
|-
|12
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Rio Ferdinand]] ||504
|-
|13
|style="text-align:left;"|{{ENG}} [[Sol Campbell]] ||503
|-
|}
===Markmenn===
''uppfært í ágúst 2022''
{| class="wikitable sortable"
|+ Flest skipti haldið hreinu
|-
! Röð !! Leikmaður !! Hrein mörk
|-
| align=center | 1 || [[Petr Čech]] || align="center" |202
|-
| align=center | 2 || [[David James]] || align=center | 169
|-
| align=center | 3 || [[Mark Schwarzer]] || align=center | 151
|-
| align=center | 4 || [[David Seaman]] || align=center | 140
|-
| align=center | 5 || [[Nigel Martyn]] || align=center | 137
|-
| align=center | 6 || [[Pepe Reina]] || align=center | 136
|-
| align=center rowspan="3"|7 || [[Edwin van der Sar]] || align=center rowspan="3" | 132
|-
| align=left| [[Tim Howard]]
|-
| align=left| [[Brad Friedel]]
|-
| align=center | 10 || '''[[David de Gea]]''' || align=center | 130
|-
| align=center | 11 || [[Peter Schmeichel]] || align=center | 128
|}
===Mörk úr aukaspyrnum===
<small>''Uppfært í apríl 2022.''</small>
{|class="wikitable sortable" style="text-align: center"
|-
!Sæti
!style="width:175px"| Nafn
!style="width:50px"| Mörk
!Leikir
!style="width:50px"| Staða
|-
| 1
|style="text-align:left"| [[David Beckham]] || '''18''' || 265 || Miðherji
|-
|2
|style="text-align:left"| '''[[James Ward-Prowse]]''' || '''14'''|| 300 || Miðherji
|-
| rowspan="3" | 3
|style="text-align:left"| [[Gianfranco Zola]] || rowspan="3" | '''12''' || 229 || Framherji
|-
|style="text-align:left"| [[Thierry Henry]] || 258 || Framherji
|-
|style="text-align:left"| '''[[Cristiano Ronaldo]]''' || 222 || Framherji
|-
| rowspan="2" | 6
|style="text-align:left"| [[Laurent Robert]] || rowspan="2" | '''11''' || 150 || Framherji
|-
|style="text-align:left"| [[Sebastian Larsson]] || 282 || Miðherji
|-
| rowspan="2" | 8
|style="text-align:left"| [[Ian Harte]] || rowspan="2" | '''10''' || 237 || Varnarmaður
|-
|style="text-align:left"| [[Morten Gamst Pedersen]] || 260 || Miðherji
|-
| rowspan="3" | 10
|style="text-align:left"| [[Jamie Redknapp]] || rowspan="3" | '''9''' || 295 || Miðherji
|-
|style="text-align:left"| [[Nolberto Solano]] || 302 || Miðherji
|-
|style="text-align:left"| [[Frank Lampard]] || 609 || Miðherji
|}
===Markahæstu Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni===
<small>''Uppfært 16/4 2021.''</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Mörk
|-
|1
|style="text-align:left;"| [[Gylfi Þór Sigurðsson]]||67
|-
|2
|style="text-align:left;"| [[Eiður Smári Guðjohnsen]]||55
|-
|3
|style="text-align:left;"|[[Heiðar Helguson]] ||28
|-
|4
|style="text-align:left;"| [[ Hermann Hreiðarsson]] ||14
|-
|-
|5
|style="text-align:left;"| [[Jóhann Berg Guðmundsson]] ||10
|-
|6
|style="text-align:left;"| [[Guðni Bergsson]]||8
|-
|7
|style="text-align:left;"|[[Ívar Ingimarsson]] ||4
|-
|8
|style="text-align:left;"|[[Grétar Rafn Steinsson]] ||4
|-
|9
|style="text-align:left;"|[[Brynjar Björn Gunnarsson]] ||3
|-
|10
|style="text-align:left;"| [[Arnar Gunnlaugsson]] ||3
|-
|11
|style="text-align:left;"| [[Jóhannes Karl Guðjónsson]] ||2
|-
|12
|style="text-align:left;"| [[Aron Einar Gunnarsson]] ||2
|-
|13
|style="text-align:left;"| [[Þórður Guðjónsson]] ||1
|-
|14
|style="text-align:left;"|[[Þorvaldur Örlygsson]] ||1
|-
|colspan="3"|<small>Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni</small>
|}
===Fjöldi stoðsendinga Íslendinga í Premier League===
<small>''Uppfært 20/5 2021.''</small>
{| class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Sæti!!Leikmaður!!Stoðsendingar
|-
|1
|style="text-align:left;"| [[Gylfi Þór Sigurðsson]]||50
|-
|2
|style="text-align:left;"| [[Eiður Smári Guðjohnsen]]||28
|-
|3
|style="text-align:left;"|[[Jóhann Berg Guðmundsson]] ||17
|-
|4
|style="text-align:left;"| [[ Hermann Hreiðarsson]] ||15
|-
|5
|style="text-align:left;"| [[Heiðar Helguson]] ||9
|-
|6
|style="text-align:left;"| [[Grétar Rafn Steinsson]]||8
|-
|7
|style="text-align:left;"|[[Guðni Bergsson]] ||4
|-
|8
|style="text-align:left;"|[[Aron Einar Gunnarsson]] ||3
|-
|9
|style="text-align:left;"|[[Jóhannes Karl Guðjónsson]] ||2
|-
|9
|style="text-align:left;"| [[Arnar Gunnlaugsson]] ||2
|-
|10
|style="text-align:left;"| [[Ívar Ingimarsson]] ||1
|-
|10
|style="text-align:left;"| [[Lárus Sigurðsson]] ||1
|-
|colspan="3"|<small>Feitletraðir leikmenn spila enn í ensku úrvalsdeildinni</small>
|}
==Tengt efni==
[[Enska úrvalsdeild kvenna]] er efsta deild kvennaknattspyrnunnar á Englandi.
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Premier League | mánuðurskoðað = 12. apríl | árskoðað = 2018}}
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Premier League records and statistics | mánuðurskoðað = 8. feb. | árskoðað = 2021}}
* „[http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/5237764.stm Premiership club-by-club guide]“, ''BBC Sport'', skoðað 7. maí 2007.
* „[http://stats.premierleague.com/ Premier League] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060613181649/http://stats.premierleague.com/ |date=2006-06-13 }}“, skoðað 7. maí 2007.
{{S|1992}}
{{Enska úrvalsdeildin}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Enskar knattspyrnudeildir]]
[[Flokkur:Enska úrvalsdeildin| ]]
[[Flokkur:Úrvalsdeildir knattspyrnu í Evrópu]]
s4ea6abfx6diqfzhvfc7qzbfni03h3t
Téténía
0
42867
1764706
1764232
2022-08-13T16:03:19Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Map of Chechnya.svg|thumb|250px|right]]
'''Téténía''' er [[sjálfstjórnarlýðveldi]] í norðurhluta [[Kákasusfjöll|Kákasusfjalla]] í [[Rússland]]i. Höfuðborg þess er [[Grozníj]].
Í Téténíu ríkir [[einræði]] undir stjórn [[Ramzan Kadyrov|Ramzans Kadyrov]], sem stýrir sjálfstjórnarlýðveldinu í umboði ríkisstjórnar Rússlands. Stjórn hans hefur verið vænd um gróf mannréttindabrot og ofsóknir gegn stjórnarandstæðingum og minnihlutahópum eins og [[samkynhneigð]]um.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu|url=https://www.visir.is/g/20191189042d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=15. febrúar|ár=2019|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
== Landfræði ==
Téténía liggur í norðurhluta Kákasusfjalla og skiptist í 14 héruð, 5 bæi og 4 aðra þéttbýliskjarna. Bæirnir fimm eru:
* [[Grozníj]] (''Грозны''й)
* [[Urus-Martan]] (''Урус-Мартан'')
* [[Šali]] (''Шали'')
* [[Gudermes]] (''Гудермес'')
* [[Argun]] (''Аргун'')
Téténía liggur milli [[Georgía|Georgíu]], [[Dagestan]], [[Ingúsetía|Ingúsetíu]], [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] og [[Stavropolfylki|Stavropol]].
==Tilvísanir==
<references/>
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi]]
lmgmsn3utp0yb39d8ftpny4ra6n73s2
Novosíbírsk
0
64143
1764655
1598260
2022-08-13T15:41:34Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Novosibirsk]] á [[Novosíbírsk]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
'''Novosibirsk''' ([[rússneska]]: Новосиби́рск) er [[borg]] í [[Síbería|Síberíu]] í [[Rússland]]i. Borgin er við stórfljótið [[Ob]], þar sem [[Síberíujárnbrautin]] liggur yfir það. Mannfjöldi var um það bil 1,6 milljónir árið [[2016]] og er borgin í þriðja sæti á eftir Moskvu og Sankti-Pétursborg.
<gallery>
Mynd:Собор Александра Невского.jpg|''Sobor Aleksander-Nevskij''
Mynd:Brick building from ca. 1900 on Michurina Street in Novosibirsk.jpg|1900
Mynd:Chapel1.jpg|1920
Mynd:Novosibirsk,_Russia,_satellite_image,_LandSat-5,_2010-09-08.jpg|Novosibirsk 2010-09-08
Mynd:Coat_of_Arms_of_Novosibirsk.svg
Mynd:Spartak_stadium_(Novosibirsk).jpg|Spartak stadium
</gallery>
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
27s53sfaoi39h2e4xt581n0x216dveh
Petropavlovsk-Kamtsjatskíj
0
64148
1764652
1597903
2022-08-13T15:39:14Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Petropavlovsk-Kamčatskij]] á [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:D0807I14-HarbourTour.jpg|thumb|right|]]
'''Petropavlovsk-Kamčatskij''' ([[rússneska]]: Петропа́вловск-Камча́тский) er [[borg]] í [[Kamsjatka]] í [[Rússland]]i. Mannfjöldi var um það bil 180 þúsund árið [[2010]].
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
4ow94rr6emc7y4wz2t1i8btoev9oe3j
1764654
1764652
2022-08-13T15:39:36Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:D0807I14-HarbourTour.jpg|thumb|right|]]
'''Petropavlovsk-Kamtsjatskíj''' ([[rússneska]]: Петропа́вловск-Камча́тский) er [[borg]] í [[Kamsjatka]] í [[Rússland]]i. Mannfjöldi var um það bil 180 þúsund árið [[2010]].
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
gvcqhl9omsvjkdz4ziigqnuesf0mrr0
Snið:Stjórnsýsluskipting Rússlands
10
68201
1764703
1748849
2022-08-13T16:00:17Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Stjórnsýsluskipting Rússlands
|state=collapsed
|title=[[Stjórnsýsluskipting Rússlands|Stjórnsýsluskipting]] [[Rússland]]s
|liststyle=padding:0.25em 0; line-height:1.4em; <!--otherwise lists can appear to form continuous whole-->
|above = '''[[Fylki í Rússlandi|Fylki]]'''
|group1 = [[Lýðveldi Rússlands|Sjálfstjórnarlýðveldi]]
|list1 = [[Adigea]] · [[Altaíska lýðveldið]] · [[Basjkortostan]] · [[Búrjatía]] · [[Tsjúvasjía]] · [[Dagestan]] · [[Ingúsetía]] · [[Kabardínó-Balkaría]] · [[Kalmikía]] · [[Karatsjaj-Tsjerkessíja]] · [[Lýðveldið Karelía|Karelía]] · [[Kakassía]] · [[Lýðveldið Komi|Komi]] · [[Maríj El|Maríj El]] · [[Mordóvía]] · [[Norður-Ossetía-Alanía]] · [[Lýðveldið Saka|Saka]] · [[Tatarstan]] · [[Téténía]] · [[Túva]] · [[Údmúrtía]]
|group2 = Landshlutar (''край'')
|list2 = [[Altaífylki]] · [[Kamtsjatkafylki]] · [[Kabarovskfylki]] · [[Krasnodarfylki]] · [[Krasnojarskfylki]] · [[Permfylki]] · [[Prímorja]] · [[Stavrópolfylki]] · [[Tsabajkalfylki]]
|group3 = Fylki (''о́бласть'')
|list3 = [[Amúrfylki]] · [[Arkhangelskfylki]] · [[Astrakhanfylki]] · [[Belgorodfylki]] · [[Brjanskfylki]] · [[Irkútskfylki]] · [[Ívanovofylki]] · [[Jaroslavlfylki]] · [[Kalíníngradfylki]] · [[Kalúgafylki]] · [[Kemerovofylki]] · [[Kírovfylki]] · [[Kostromafylki]] · [[Kúrganfylki]] · [[Kúrskfylki]] · [[Leníngradfylki]] · [[Lípetskfylki]] · [[Magadanfylki]] · [[Moskvufylki]] · [[Múrmanskfylki]] · [[Nízhníj-Novgorodfylki]] · [[Novgorodfylki]] · [[Novosíbírskfylki]] · [[Omskfylki]] · [[Orenbúrgfylki]] · [[Orjolfylki]] · [[Pensafylki]] · [[Pskovfylki]] · [[Rostovfylki]] · [[Rjazanfylki]] · [[Sakhalínfylki]] · [[Samarafylki]] · [[Saratovfylki]] · [[Smolenskfylki]] · [[Sverdlovskfylki]] · [[Tambovfylki]] · [[Tomskfylki]] · [[Tsjeljabínskfylki]] · [[Túlafylki]] · [[Tverfylki]] · [[Tjúmenfylki]] · [[Úljanovskfylki]] · [[Vladímírfylki]] · [[Volgogradfylki]] · [[Vologdafylki]] · [[Voronezhfylki]]
|group4 = [[Sjálfstjórnarborgir í Rússlandi]]
|list4 = [[Moskva]]{{·}} [[Sankti Pétursborg]]
|group5 = [[Sjálfstjórnarfylki í Rússlandi|Sjálfstjórnarfylki]]
|list5 = [[Hebreska sjálfstjórnarfylkið]]
|group6 = [[Sjálfstjórnarumdæmi í Rússlandi|Sjálfstjórnarumdæmi]]
|list6 = [[Jamalía]] · [[Kanti-Mansíjaumdæmi]] · [[Nenetsía]] · [[Tjúkotkaumdæmi]]
|belowstyle = padding:0.3em 0; line-height:1.2em;
|below = '''[[Alríkisumdæmi í Rússlandi|Alríkisumdæmi]]'''<br/>[[Miðumdæmi (alríkisumdæmi)|Miðumdæmi]] · [[Austurlönd fjær (alríkisumdæmi)|Austurlönd fjær]] · [[Norðvesturumdæmi (alríkisumdæmi)|Norðvesturumdæmi]] · [[Síberíuumdæmi (alríkisumdæmi)|Síbería]] · [[Suðurumdæmi (alríkisumdæmi)|Suðurumdæmi]] · [[Úralfjallaumdæmi (alríkisumdæmi)|Úralfjöll]] · [[Volguumdæmi (alríkisumdæmi)|Volga]]
}}<noinclude>
<!--Categories-->
[[Flokkur:Landafræðisnið]]
</noinclude>
4l8zlqzkjewx9ez4319w4zyq87mp0xb
1764704
1764703
2022-08-13T16:00:42Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Stjórnsýsluskipting Rússlands
|state=collapsed
|title=[[Stjórnsýsluskipting Rússlands|Stjórnsýsluskipting]] [[Rússland]]s
|liststyle=padding:0.25em 0; line-height:1.4em; <!--otherwise lists can appear to form continuous whole-->
|above = '''[[Fylki í Rússlandi|Fylki]]'''
|group1 = [[Lýðveldi Rússlands|Sjálfstjórnarlýðveldi]]
|list1 = [[Adigea]] · [[Altaíska lýðveldið]] · [[Basjkortostan]] · [[Búrjatía]] · [[Tsjúvasjía]] · [[Dagestan]] · [[Ingúsetía]] · [[Kabardínó-Balkaría]] · [[Kalmikía]] · [[Karatsjaj-Tsjerkessíja]] · [[Lýðveldið Karelía|Karelía]] · [[Kakassía]] · [[Lýðveldið Komi|Komi]] · [[Maríj El|Maríj El]] · [[Mordóvía]] · [[Norður-Ossetía-Alanía]] · [[Lýðveldið Saka|Saka]] · [[Tatarstan]] · [[Téténía]] · [[Túva]] · [[Údmúrtía]]
|group2 = Landshlutar (''край'')
|list2 = [[Altaífylki]] · [[Kamtsjatkafylki]] · [[Kabarovskfylki]] · [[Krasnodarfylki]] · [[Krasnojarskfylki]] · [[Permfylki]] · [[Prímorja]] · [[Stavrópolfylki]] · [[Tsabajkalfylki]]
|group3 = Fylki (''о́бласть'')
|list3 = [[Amúrfylki]] · [[Arkhangelsk-fylki|Arkhangelskfylki]] · [[Astrakhanfylki]] · [[Belgorodfylki]] · [[Brjanskfylki]] · [[Irkútskfylki]] · [[Ívanovofylki]] · [[Jaroslavlfylki]] · [[Kalíníngradfylki]] · [[Kalúgafylki]] · [[Kemerovofylki]] · [[Kírovfylki]] · [[Kostromafylki]] · [[Kúrganfylki]] · [[Kúrskfylki]] · [[Leníngradfylki]] · [[Lípetskfylki]] · [[Magadanfylki]] · [[Moskvufylki]] · [[Múrmanskfylki]] · [[Nízhníj-Novgorodfylki]] · [[Novgorodfylki]] · [[Novosíbírskfylki]] · [[Omskfylki]] · [[Orenbúrgfylki]] · [[Orjolfylki]] · [[Pensafylki]] · [[Pskovfylki]] · [[Rostovfylki]] · [[Rjazanfylki]] · [[Sakhalínfylki]] · [[Samarafylki]] · [[Saratovfylki]] · [[Smolenskfylki]] · [[Sverdlovskfylki]] · [[Tambovfylki]] · [[Tomskfylki]] · [[Tsjeljabínskfylki]] · [[Túlafylki]] · [[Tverfylki]] · [[Tjúmenfylki]] · [[Úljanovskfylki]] · [[Vladímírfylki]] · [[Volgogradfylki]] · [[Vologdafylki]] · [[Voronezhfylki]]
|group4 = [[Sjálfstjórnarborgir í Rússlandi]]
|list4 = [[Moskva]]{{·}} [[Sankti Pétursborg]]
|group5 = [[Sjálfstjórnarfylki í Rússlandi|Sjálfstjórnarfylki]]
|list5 = [[Hebreska sjálfstjórnarfylkið]]
|group6 = [[Sjálfstjórnarumdæmi í Rússlandi|Sjálfstjórnarumdæmi]]
|list6 = [[Jamalía]] · [[Kanti-Mansíjaumdæmi]] · [[Nenetsía]] · [[Tjúkotkaumdæmi]]
|belowstyle = padding:0.3em 0; line-height:1.2em;
|below = '''[[Alríkisumdæmi í Rússlandi|Alríkisumdæmi]]'''<br/>[[Miðumdæmi (alríkisumdæmi)|Miðumdæmi]] · [[Austurlönd fjær (alríkisumdæmi)|Austurlönd fjær]] · [[Norðvesturumdæmi (alríkisumdæmi)|Norðvesturumdæmi]] · [[Síberíuumdæmi (alríkisumdæmi)|Síbería]] · [[Suðurumdæmi (alríkisumdæmi)|Suðurumdæmi]] · [[Úralfjallaumdæmi (alríkisumdæmi)|Úralfjöll]] · [[Volguumdæmi (alríkisumdæmi)|Volga]]
}}<noinclude>
<!--Categories-->
[[Flokkur:Landafræðisnið]]
</noinclude>
c3aubk8serchwipregj8kzw4adxtyly
1764709
1764704
2022-08-13T16:04:40Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name=Stjórnsýsluskipting Rússlands
|state=collapsed
|title=[[Stjórnsýsluskipting Rússlands|Stjórnsýsluskipting]] [[Rússland]]s
|liststyle=padding:0.25em 0; line-height:1.4em; <!--otherwise lists can appear to form continuous whole-->
|above = '''[[Fylki í Rússlandi|Fylki]]'''
|group1 = [[Lýðveldi Rússlands|Sjálfstjórnarlýðveldi]]
|list1 = [[Adigea]] · [[Altaíska lýðveldið]] · [[Basjkortostan]] · [[Búrjatía]] · [[Tsjúvasjía]] · [[Dagestan]] · [[Ingúsetía]] · [[Kabardíno-Balkaría]] · [[Kalmikía]] · [[Karatsjaj-Tsjerkessíja]] · [[Lýðveldið Karelía|Karelía]] · [[Kakassía]] · [[Lýðveldið Komi|Komi]] · [[Maríj El|Maríj El]] · [[Mordóvía]] · [[Norður-Ossetía-Alanía]] · [[Sakha]] · [[Tatarstan]] · [[Téténía]] · [[Túva]] · [[Údmúrtía]]
|group2 = Landshlutar (''край'')
|list2 = [[Altaífylki]] · [[Kamtsjatkafylki]] · [[Kabarovskfylki]] · [[Krasnodarfylki]] · [[Krasnojarskfylki]] · [[Permfylki]] · [[Prímorja]] · [[Stavrópolfylki]] · [[Tsabajkalfylki]]
|group3 = Fylki (''о́бласть'')
|list3 = [[Amúrfylki]] · [[Arkhangelsk-fylki|Arkhangelskfylki]] · [[Astrakhanfylki]] · [[Belgorodfylki]] · [[Brjanskfylki]] · [[Irkútskfylki]] · [[Ívanovofylki]] · [[Jaroslavlfylki]] · [[Kalíníngradfylki]] · [[Kalúgafylki]] · [[Kemerovofylki]] · [[Kírovfylki]] · [[Kostromafylki]] · [[Kúrganfylki]] · [[Kúrskfylki]] · [[Leníngradfylki]] · [[Lípetskfylki]] · [[Magadanfylki]] · [[Moskvufylki]] · [[Múrmanskfylki]] · [[Nízhníj-Novgorodfylki]] · [[Novgorodfylki]] · [[Novosíbírskfylki]] · [[Omskfylki]] · [[Orenbúrgfylki]] · [[Orjolfylki]] · [[Pensafylki]] · [[Pskovfylki]] · [[Rostovfylki]] · [[Rjazanfylki]] · [[Sakhalínfylki]] · [[Samarafylki]] · [[Saratovfylki]] · [[Smolenskfylki]] · [[Sverdlovskfylki]] · [[Tambovfylki]] · [[Tomskfylki]] · [[Tsjeljabínskfylki]] · [[Túlafylki]] · [[Tverfylki]] · [[Tjúmenfylki]] · [[Úljanovskfylki]] · [[Vladímírfylki]] · [[Volgogradfylki]] · [[Vologdafylki]] · [[Voronezhfylki]]
|group4 = [[Sjálfstjórnarborgir í Rússlandi]]
|list4 = [[Moskva]]{{·}} [[Sankti Pétursborg]]
|group5 = [[Sjálfstjórnarfylki í Rússlandi|Sjálfstjórnarfylki]]
|list5 = [[Hebreska sjálfstjórnarfylkið]]
|group6 = [[Sjálfstjórnarumdæmi í Rússlandi|Sjálfstjórnarumdæmi]]
|list6 = [[Jamalía]] · [[Kanti-Mansíjaumdæmi]] · [[Nenetsía]] · [[Tjúkotkaumdæmi]]
|belowstyle = padding:0.3em 0; line-height:1.2em;
|below = '''[[Alríkisumdæmi í Rússlandi|Alríkisumdæmi]]'''<br/>[[Miðumdæmi (alríkisumdæmi)|Miðumdæmi]] · [[Austurlönd fjær (alríkisumdæmi)|Austurlönd fjær]] · [[Norðvesturumdæmi (alríkisumdæmi)|Norðvesturumdæmi]] · [[Síberíuumdæmi (alríkisumdæmi)|Síbería]] · [[Suðurumdæmi (alríkisumdæmi)|Suðurumdæmi]] · [[Úralfjallaumdæmi (alríkisumdæmi)|Úralfjöll]] · [[Volguumdæmi (alríkisumdæmi)|Volga]]
}}<noinclude>
<!--Categories-->
[[Flokkur:Landafræðisnið]]
</noinclude>
56zpxvfik7ykcr9ooexs6phpoq5uapw
Arkhangelsk-fylki
0
71622
1764683
1595988
2022-08-13T15:52:19Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Arkangelsk-fylki]] á [[Arkhangelsk-fylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Arkhangelsk_Oblast_(2008-03).svg|thumb|right|Staðsetning Arkangelskfylkis sýnd á korti af Rússlandi.]]
'''Arkangelskfylki''' ([[rússneska]]: Арха́нгельская о́бласть, ''Arkhangelskaya oblast'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í sambandslýðveldinu [[Rússland]]i. Það nær yfir [[Frans Jósefsland]], eyjarnar [[Novaja Semlja]] og [[Nenetsía|Nenetsíu]]. Bæði [[Fligelíhöfði]], nyrsti oddi [[Evrópa|Evrópu]], og [[Sjelaníjahöfði]], austasti oddi Evrópu, tilheyra þessu fylki. Höfuðstaður fylkisins og stærsta borgin er [[Arkhangelsk]] við [[Hvítahaf]]. [[Severodvinsk]] er næststærst og er helsta höfn rússneska flotans. Íbúar fylkisins voru um 1,3 milljónir árið 2010. Stærð fylkisins er 587.400 ferkílómetrar.
{{commons|Category:Arkhangelsk Oblast}}
{{stubbur|landafræði}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
[[Flokkur:Arkangelskfylki]]
8omze469hxio6xmvgrofjzosivrjghg
Astrakhanfylki
0
71626
1764681
1385204
2022-08-13T15:51:38Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Astrakanfylki]] á [[Astrakhanfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Astrakhan_Oblast_(2008-03).svg|thumb|right|Kort sem sýnir staðsetningu Astrakanfylkis í Rússlandi.]]
'''Astrakanfylki''' ([[rússneska]]: Астраха́нская о́бласть, ''Astrakhanskaya oblast'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Fylkið er við norðurströnd [[Kaspíahaf]]s við ósa [[Volga|Volgu]] þar [[Astrakankanatið]] var áður frá 15. öld til 16. aldar þegar [[Ívan grimmi]] lagði það undir sig. Höfuðstaður fylkisins er borgin [[Astrakan]]. Íbúar voru um ein milljón árið 2002.
{{commons|Category:Astrakhan Oblast}}
{{stubbur|landafræði}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
gxvw6r2w4kz81n0bp66t4460335z0hz
Astrakhan
0
71627
1764661
1513920
2022-08-13T15:42:50Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Astrakan]] á [[Astrakhan]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
'''Astrakan''' ([[rússneska]]: ''А́страхань'', ''Astrakhanj''; [[tatarska]]: ''Ästerxan''; [[persneska]]: حاجیترخان ''Haji-Tarkhan'') er [[borg]] í suðurhluta evrópska [[Rússland]]s. Borgin stendur við ósa [[Volga|Volgu]] þar sem hún rennur út í [[Kaspíahaf]]. Íbúafjöldi er um hálf milljón.
Borgin stendur í frjósömum árósum Volgu þar sem mikið er um [[styrja|styrju]] og framandi jurtir. Nálægt þessum stað stóðu höfuðborgir [[Astrakankanatið|Astrakankanatsins]] [[Xacitarxan]] og ríkis [[Kasarar|Kasara]], [[Atil]], á [[miðaldir|miðöldum]]. 1556 lagði [[Ívan grimmi]] kanatið undir sig og reisti nýtt [[hallarvirki]] (''kreml'') á brattri hæð með útsýni yfir Volgu. Á 17. öld var borgin hlið Rússlands að [[Austurlönd]]um og kaupmenn frá [[Armenía|Armeníu]], [[Persía|Persíu]], [[Indland]]i og [[Kívakanatið|Kívakanatinu]] settust þar að.
{{Commonscat|Astrakhan}}
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
[[Flokkur:Astrakanfylki]]
7c6agcm05k3as3pkz4d62wzvuzv5sel
Jakútía
0
71629
1764750
1277985
2022-08-14T03:23:18Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Lýðveldið Saka
0
71630
1764751
1278011
2022-08-14T03:23:28Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Kondór
0
76964
1764719
1427655
2022-08-13T17:00:27Z
Ociter
81357
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Kondór
| image = Colca-condor-c03.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Andeskondór.
| regnum = [[Animal]]ia
| phylum = [[Chordate|Chordata]]
| classis = [[bird|Aves]]
| ordo = [[Ciconiiformes]]
| familia = [[New World vulture|Cathartidae]]
| subdivision_ranks = Genera
| subdivision =
''[[Vultur]]''<br />''[[Gymnogyps]]''
}}
'''Kondór''' er heiti haft yfir tvær tegundir nýja-heims hrægamma. Tegundirnar eru flokkaðar í sitt hvora ættkvíslina innan [[hrævaætt]]ar sem báðar hafa engar frekari tegundir. Kondórinn er með risavaxið vænghaf og flýgur fugla hæst. Kondórtegundirnar tvær eru:
* [[Andeskondór]]inn ''elligar'' Suður-Amerískur Kondór ([[fræðiheiti]]: ''Vultur gryphus'')
* [[Kaliforníukondór]]inn / Norður-Amerískur Kondór ([[fræðiheiti]]: ''Gymnogyps californianus'')
== Tenglar ==
* {{Vísindavefurinn|3120|Hvað eru til margir kondórar í heiminum?}}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3281045 ''Kondórinn flýgur fugla hæst''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1953]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1609785 ''Fágætur kondór úr eggi í dýragarði''; grein í Morgunblaðinu 1985]
{{Stubbur|Líffræði}}
[[Flokkur:Hrævaætt]]
[[nv:Jééshoo']]
[[es:Vultur gryphus]]
[[no:Kondorer]]
jqd21twfcologfvhc686cf30eyl0pfu
Wikipedia:Friðuð hús á Íslandi
4
77464
1764727
1764161
2022-08-13T20:42:15Z
Akigka
183
/* Reykjavík */
wikitext
text/x-wiki
Myndir af friðuðum húsum á Íslandi.
== Austurland ==
<gallery>
Mynd:Áskirkja Iceland.jpg|[[Áskirkja á Fljótsdalshéraði]]
Mynd:BakkagerdiChurch.JPG|[[Bakkagerðiskirkja]]
Mynd:Berufjördur Kirche 2.jpg|[[Berufjarðarkirkja]]
Mynd:Beruneskirkja 3.jpg|[[Beruneskirkja]]
Mynd:Brekkukirkja.jpg
Mynd:IJsland Bustarfell.jpg|[[Bustarfell]]
Mynd:Búðakirkja.jpg|[[Búðakirkja]]
Mynd:Dalatangi.jpg|[[Dalatangaviti]]
Mynd:Eiðakirkja.jpg
Mynd:Eiríksstaðakirkja.jpg
Mynd:Eskifjarðarkirkja.jpg
Mynd:Djupivogur-20-Langabud-2018-gje.jpg|[[Faktorshúsið Djúpavogi]]
Mynd:Gamla búð, Eskifirði.jpg
Mynd:Seyðisfjarðarskóla (Kenny McFly).jpg|[[Seyðisfjarðarskóli]]
Mynd:Hjaltastaðakirkja.jpg
Mynd:Hofskirkja, Álftafirði.jpg
Mynd:Hofskirkja 4.jpg|[[Hofskirkja í Vopnafirði]]
Mynd:Hofteigskirkja, Iceland.jpg|[[Hofteigskirkja]]
Mynd:Jensenshús, Eskifirði.jpg
Mynd:KirkjubaerHroarstunga.jpg|[[Kirkjubæjarkirkja]]
Mynd:Klyppstaður í Loðmundarfirði.jpg|[[Klyppstaðarkirkja]]
Mynd:Kolfreyjustaðarkirkja.jpg
Mynd:Langabud.jpg|[[Langabúð]]
Mynd:Neskirkja (Norðfjarðarkirkja).jpg
Mynd:Papey_island,_church_(6956840255).jpg|[[Papeyjarkirkja]]
Mynd:Randulffssjóhús, Eskifirði.jpg
Mynd:Reyðarfjörður 6441.JPG|[[Reyðarfjarðarkirkja]]
Mynd:Bakkafj.Kirkja.jpg|[[Skeggjastaðakirkja]]
Mynd:VopnafjordurChurch.JPG|[[Vopnafjarðarkirkja]]
Mynd:Þingmúlakirkja.jpg|[[Þingmúlakirkja]]
</gallery>
== Norðurland ==
<gallery>
Mynd:Gamli spítali Gudmanns Minde Akureyri 20210228 120359.jpg|[[Gamli spítali á Akureyri]]
Mynd:Akureyri-22-Haus-2018-gje.jpg|[[Aðalstræti 16 Akureyri]]
Mynd:Aðalstræti 4 (Gamla apótekið), Akureyri.jpg
Mynd:Aðalstræti 44 (Elínarbaukur), Akureyri.jpg
Mynd:Friðbjarnarhús Akureyri 20210228 120217.jpg|[[Friðbjarnarhús]] á Akureyri
Mynd:Akureyri_-_Iceland_-_panoramio.jpg|[[Aðalstræti 50 Akureyri]]
Mynd:Aðalstræti 52, Akureyri.jpg
Mynd:Aðalstræti 62, Akureyri.jpg
Mynd:Aðalstræti 66 (Indriðahús), Akureyri.jpg
Mynd:Aðalstræti 66 A (Smiðjan), Akureyri.jpg
Mynd:Auðkúlukirkja við Svínavatn.jpg|[[Auðkúlukirkja]]
Mynd:Bakkakirkja.jpg
Mynd:Barðskirkja.jpg
Mynd:Bergstaðakirkja.jpg
Mynd:Blönduós , Islande - panoramio (6).jpg|[[Blönduóskirkja]]
Mynd:Bólstaðahlíð.jpg|[[Bólstaðarhlíðarkirkja]]
Mynd:Breiðabólstaðarkirkja2.jpg|[[Breiðabólstaðarkirkja]]
Mynd:Bæjardyr Reynistað, Skagafirði.jpg
Mynd:Davíðshús, Akureyri.jpg
Mynd:Einarsstaðakirkja.jpg
Mynd:Eyrarlandsstofa Südseite 6193.JPG|[[Eyrarlandsstofa]]
Mynd:Fellskirkja.jpg
Mynd:Gamla Syðstabæjarhúsið, Hrísey.jpg
Mynd:Garðskirkja.jpg|[[Garðskirkja]]
Mynd:Glaumbaer21.JPG|[[Glaumbær (byggðasafn)|Glaumbær]]
Mynd:Glæsibæjarkirkja.jpg|[[Glæsibæjarkirkja]]
Mynd:Goðdalakirkja.jpg
Mynd:Gránufélagshúsin.jpg
Mynd:Grenivíkurkirkja.jpg
Mynd:Grenjaðarstaðarkirkja - panoramio.jpg|[[Grenjaðarstaðarkirkja]]
Mynd:2014-04-30 13-00-05 Iceland - Akureyri Akureyri.jpg|[[Grundarkirkja]]
Mynd:Laxdalshus.JPG|[[Laxdalshús]], Akureyri
Mynd:Hafnarstræti 18 (Túliníusarhús), Akureyri.jpg
Mynd:Hafnarstræti 20 (Höephnershús), Akureyri.jpg
Mynd:Akureyri-30-Theater-2018-gje.jpg|[[Samkomuhúsið á Akureyri]]
Mynd:Hafnarstræti 94 (Hamborg), Akureyri.jpg
Mynd:Akureyri Main Street Hafnarstræti.jpg|[[París á Akureyri]]
Mynd:Hafnarstræti 98, Akureyri.jpg
Mynd:Hálskirkja.jpg
Mynd:Hofskirkja, Höfðaströnd.jpg
Mynd:Hofskirkja, Skagaströnd.jpg
Mynd:Hofsstaðakirkja.jpg
Mynd:Hofsstofa, Hofi í Hörgárdal.jpg
Mynd:Holtastaðakirkja.jpg|[[Holtastaðakirkja]]
Mynd:Holadomkirkja.jpg|[[Hóladómkirkja]]
Mynd:Hólakirkja.jpg
Mynd:Hríseyjarviti.jpg
Mynd:HusavikChurch.jpg|[[Húsavíkurkirkja]]
Mynd:Hvammskirkja í Laxárdal.jpg
Mynd:Illugastaðakirkja.jpg
Mynd:Ketukirkja.jpg
Mynd:Kirkjuhvammskirkja.jpg|[[Kirkjuhvammskirkja]]
Mynd:Klukknaport, Möðruvöllum.jpg
Mynd:Knappsstadakirkja2010.JPG|[[Knappsstaðakirkja]]
Mynd:Kvíabekkjarkirkja.jpg
Mynd:Laufas - Gebäude Fassade 3.jpg|[[Laufásbærinn]]
Mynd:Laufas_-_Kirche_Fassade.jpg|[[Laufáskirkja]]
Mynd:Ljósavatnskirkja.jpg
Mynd:Lónsstofa, Skipalóni, Eyjafirði.jpg
Mynd:Lundarbrekkukirkja.jpg
Mynd:Lækjargata 2 A (Frökenarhús), Akureyri.jpg
Mynd:Lögmannshlíðarkirkja3.jpg|[[Lögmannshlíðarkirkja]]
Mynd:Menntaskólinn á Akureyri.jpeg|[[Menntaskólinn á Akureyri]]
Mynd:Miðgarðakirkja.jpg
Mynd:Akureyri-14-Museum-2018-gje.jpg|[[Minjasafnskirkjan á Akureyri]]
Mynd:Munkaþverá.jpg|[[Munkaþverárkirkja]]
Mynd:Möðruvallarkirkja í Hörgárdal3.jpg|[[Möðruvallakirkja]]
Mynd:Möðruvallakirkja (Möðruvallaklausturskirkja).jpg
Mynd:Neskirkja.jpg|[[Neskirkja í Aðaldal]]
Mynd:Nonnahus.JPG|[[Nonnahús]]
Mynd:Norðurgata 17 (Gamla prentsmiðjan), Akureyri.jpg
Mynd:Norska sjómannaheimilið, Siglufirði.jpg
Mynd:Ólafsfjardarkirkja2010.JPG|[[Ólafsfjarðarkirkja]]
Mynd:Pakkhúsið-Hofsós-Iceland-20030602.jpg|[[Pakkhúsið á Hofsósi]]
Mynd:Reykjakirkja.jpg
Mynd:Reynistaðarkirkja.jpg
Mynd:Siglufjörður-Roaldsbrakki SaltingStation -HiRes.jpg|[[Róaldsbrakki]]
Mynd:Sauðaneskirkja.jpg|[[Sauðaneskirkja]]
Mynd:Saudárkrókurchurch2010.jpg|[[Sauðárkrókskirkja]]
Mynd:Saurbæjarkirkja-Church-Iceland-3.jpg|[[Saurbæjarkirkja í Eyjafirði]]
Mynd:Akureyri-trip_044.JPG|[[Sigurhæðir]]
Mynd:Silfrastaðir.jpg|[[Silfrastaðakirkja]]
Mynd:Sjávarborgarkirkja, Skagafirði.jpg
Mynd:Skinnastaðarkirkja.jpg|[[Skinnastaðarkirkja]]
Mynd:Skutustadir Church.jpg|[[Skútustaðakirkja]]
Mynd:Smíðahús, Skipalóni, Eyjafirði.jpg
Mynd:Staðarbakkakirkja.jpg|[[Staðarbakkakirkja]]
Mynd:Staðarkirkja.jpg|[[Staðarkirkja (Hrútafirði)|Staðarkirkja]]
Mynd:Stefánskirkja, Sauðanesi.jpg
Mynd:Gamli bærinn á Ökrum.JPG|[[Stóru-Akrar]]
Mynd:Svalbarðskirkja.jpg
Mynd:Svínavatnskirkja.jpg
Mynd:Sæbyhús, Siglufirði.jpg
Mynd:Tjarnarkirkja í Svarfaðardal.jpg|[[Tjarnarkirkja í Svarfaðardal]]
Mynd:Undirfellskirkja - panoramio.jpg|[[Undirfellskirkja]]
Mynd:Urðakirkja.jpg|[[Urðakirkja]]
Mynd:Vallakirkja.jpg|[[Vallakirkja]]
Mynd:Vesturhópshólakirkja.jpg|[[Vesturhópshólakirkja]]
Mynd:Viðvíkurkirkja.jpg
Mynd:Sauðárkrokur Villa Nova.jpg|[[Villa Nova á Sauðárkróki]]
Mynd:Víðidalstungukirkja.jpg|[[Víðidalstungukirkja]]
Mynd:Víðimýrarkirkja.jpg|[[Víðimýrarkirkja]]
Mynd:Ytri Bægisá.jpg|[[Ytri-Bægisárkirkja]]
Mynd:Thingeyrar Kirche 01.jpg|[[Þingeyrakirkja]]
Mynd:Þverá, fjárhús og hlaða, Laxárdal.jpg
Mynd:Þverárbærinn.jpg
Mynd:Þverárkirkja.jpg
</gallery>
== Reykjanes ==
<gallery>
Mynd:OB090126c-3053 Bessastadir.JPG|[[Bessastaðir|Bessastaðakirkja]]
Mynd:OB090126a-3017 Bessastadir.JPG|[[Bessastaðir|Bessastaðastofa]]
Mynd:Frikirkjan hafn.jpg|[[Fríkirkjan í Hafnarfirði]]
Mynd:Garður_Lighthouse_(37194537131).jpg|[[Garðskagaviti]]
Mynd:FrikirkjannHafnaIce.JPG|[[Hafnarfjarðarkirkja]]
Mynd:Hvalsnes Kirche 5.jpg|[[Hvalsneskirkja]]
Mynd:Innri-Njarðvíkurkirkja í Njarðvíkurprestakalli.jpg|[[Innri-Njarðvíkurkirkja]]
Mynd:Kálfatjarnarkirkja - panoramio.jpg|[[Kálfatjarnarkirkja]]
Mynd:Church Of Keflavik (202520811).jpeg|[[Keflavíkurkirkja]]
Mynd:Kirkjuvogskirkja.jpg|[[Kirkjuvogskirkja]]
Mynd:LagafellskirkjaRvkIce.JPG|[[Lágafellskirkja]]
Mynd:SeltjarnarnesLandlaeknishus.JPG| [[Nesstofa]]
Mynd:Reynivallakirkja - panoramio.jpg|[[Reynivallakirkja]]
Mynd:Saurbæjarkirkja.jpg|[[Saurbæjarkirkja]]
Mynd:Hafnarfjördur, Viking Village (tourist attraction)-3.jpg|[[Strandgata 55 Hafnarfirði]]
Mynd:Hafnarfjördur, Viking Village (tourist attraction)-4.jpg|[[Strandgata 57 Hafnarfirði]]
Mynd:Utskalakirkja 1.jpg|[[Útskálakirkja]]
Mynd:Vesturgata 6, Hafnarfirði.jpg
Mynd:Hallgrímskirkja í Vindáshlíð - panoramio.jpg|[[Hallgrímskirkja í Vindáshlíð]]
</gallery>
== Reykjavík ==
<gallery>
Mynd:Fogitinn10.JPG|[[Aðalstræti 10]]
Mynd:Reykjavík Aðalstræti 16.jpg|[[Aðalstræti 16]]
Mynd:Althingishusid.jpg|[[Alþingishúsið]]
Mynd:Torfan.jpg|[[Amtmannsstígur 1]]
Mynd:Austurbaejarskoli.JPG|[[Austurbæjarskóli]]
Mynd:Landsbankinn1.jpg|[[Landsbankinn]] Austurstræti 11
Mynd:Reykjavík - Austurstræti 16 (2).jpg|[[Austurstræti 16]]
Mynd:Hressingarskálinn.jpg|[[Austurstræti 20]]
Mynd:Austurstræti 22.png|[[Austurstræti 22]]
Mynd:Reykjavík Austurstræti street scene 2022.jpg|[[Austurstræti 5]]
Mynd:Reykjavík - Austurstræti 9- .jpg|[[Austurstræti 9]]
Mynd:Árbæjarkirkja - panoramio.jpg|[[Árbæjarkirkja]]
Mynd:Reykjavík Ásvallagata 67.jpg|
Mynd:Reykjavík Bankastræti 2.jpg|[[Bankastræti 2]]
Mynd:Reykjavík Bankastræti 3.jpg|[[Bankastræti 3]]
Mynd:Reykjavík Bergstaðastræti 1.jpg|[[Bergstaðastræti 1]]
Mynd:Reykjavík Bergstaðastræti 12 - 1.jpg|[[Bergstaðastræti 12]]
Mynd:Reykjavík Bergstaðastræti 21.jpg|[[Bergstaðastræti 21]]
Mynd:Reykjavík Bergstaðastræti 22 - 1.jpg|[[Bergstaðastræti 22]]
Mynd:Reykjavík Bergstaðastræti 24 - 1.jpg|[[Bergstaðastræti 24]]
Mynd:Reykjavík Bergstaðastræti 70.jpg
Mynd:Reykjavík Bjargarstígur 17 - 1.jpg|[[Bjargarstígur 17]]
Mynd:Reykjavík Íþaka cropped.jpg|Íþaka, bókhlaða MR
Mynd:Stöðlakot.jpg|[[Stöðlakot]] Bókhlöðustígur 6
Mynd:Brautarholtskirkja.jpg|[[Brautarholtskirkja]]
Mynd:Reykjavík - Brekkustígur 5a (2).jpg|[[Brekkustígur 5a]]
Mynd:Brúnavegur 8.JPG
Mynd:Reykjavík - Bræðraborgarstígur 14.jpg|[[Bræðraborgarstígur 14]]
Mynd:Reykjavík - Bræðraborgarstígur 19 2.jpg|[[Bræðraborgarstígur 19]]
Mynd:Dillonshús Árbæjarsafni.JPG
Mynd:Domkirkjan-Reykjavík-Iceland-20030526.jpg|[[Dómkirkjan í Reykjavík]]
Mynd:Reykjavík - Drafnarstígur 5.jpg
Mynd:Reykjavík - Drafnarstígur 5a.jpg|[[Drafnarstígur 5a]]
Mynd:Efstasund 99.JPG
Mynd:Reykjavík Fjósið.jpg|Fjósið við Menntaskólann í Reykjavík
Mynd:Frikirkjan-reykjavik.jpg|[[Fríkirkjan í Reykjavík]]
Mynd:Reykjavík Fríkirkjuvegur 3.jpg|[[Fríkirkjuvegur 3]]
Mynd:Reykjavík - Garðastræti 11 A.jpg|[[Garðastræti 11 A]]
Mynd:Reykjavík - Garðastræti 15.jpg|[[Unuhús]]
Mynd:Reykjavík - Garðastræti 23.jpg|[[Garðastræti 23]]
Mynd:Reykjavík - Grettisgata 11.jpg|[[Grettisgata 11]]
Mynd:Gunnarshús.JPG
Mynd:Reykjavík - Hafnarstræti 1-3 (2).jpg|[[Hafnarstræti 1-3]]
Mynd:Reykjavík - Hafnarstræti 16 (2).jpg|[[Hafnarstræti 16]]
Mynd:Reykjavík - Hafnarstræti 18.jpg|[[Hafnarstræti 18]]
Mynd:Reykjavík - Hafnarstræti 4.jpg|[[Hafnarstræti 4]]
Mynd:Iceland-Reykjavik-Skolavordustigur-Prison-2.jpg|[[Hegningarhúsið]]
Mynd:Bjarnaborg1.jpg|[[Hverfisgata 83]]
Mynd:Hverfisgata 86.JPG
Mynd:Höfði.jpg|[[Höfði]]
Mynd:Tjörnin.jpg|[[Iðnó]]
Mynd:KennaraskoliRkvIce.JPG|[[Kennaraskólinn gamli]]
Mynd:Kirkjustræti 12, Árbæjarsafni.JPG
Mynd:Reykjavík Kirkjutorg 6a.jpg|[[Kirkjutorg 6a]]
Mynd:Landakot, gamla prestshúsið.JPG
Mynd:Reykjavík Landakot.jpg|[[Landakotsskóli]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 1.jpg|[[Laugavegur 1]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 2.jpg|[[Laugavegur 2]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 10.jpg|[[Laugavegur 10]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 11.jpg|[[Laugavegur 11]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 12.jpg|[[Laugavegur 12]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 20b.jpg|[[Laugavegur 20b]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 21.jpg|[[Laugavegur 21]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 29.jpg|[[Laugavegur 29]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 30.jpg|[[Laugavegur 30]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 34.jpg|[[Laugavegur 34]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 36.jpg|[[Laugavegur 36]]
Mynd:Reykjavík Laugavegur 41.jpg|[[Laugavegur 41]]
Mynd:Reykjavík - Laugavegur 44.jpg|[[Laugavegur 44]]
Mynd:Reykjaví-Laugavegur 64.jpg|[[Laugavegur 64]]
Mynd:Reykjavík Lindargata 51.jpg|[[Lindargata 51]]
Mynd:Reykjavík Lindargata 7.jpg|[[Lindargata 7]]
Mynd:Listasafn Einars Jónssonar.jpg|[[Listasafn Einars Jónssonar]]
Mynd:Reykjavík Lækjargata 10.jpg|[[Lækjargata 10]]
Mynd:Laekjargata 14 a.jpg|[[Lækjargata 14a]]
Mynd:Laekjargata 14 b.jpg|[[Búnaðarfélagshúsið]]
Mynd:HusGimliRvk.JPG|[[Lækjargata 3]]
Mynd:MelaskoliRkvIce.JPG|[[Melaskóli]]
Mynd:Menntaskólinn í Reykjavík.JPG|[[Menntaskólinn í Reykjavík]]
Mynd:Menntaskólinn við Hamrahlíð.JPG
Mynd:Reykjavík - Laugavegur - Miðbæjarskólinn Fríkirkjuvegur 1.jpg|[[Miðbæjarskólinn]]
Mynd:Reykjavík Mýrargata 24.jpg|[[Mýrargata 24]]
Mynd:Reykjavík Neskirkja.jpg|[[Neskirkja]]
Mynd:Nordic House, Iceland.jpg|[[Norræna húsið]]
Mynd:Reykjavík - Nýlendugata 9.jpg|[[Nýlendugata 9]]
Mynd:Reykjavík - Pósthússtræti 2.jpg|[[Pósthússtræti 2]]
Mynd:Reykjavík Pósthússtræti 3.jpg|[[Pósthússtræti 3]]
Mynd:Posthusid1.jpg|[[Pósthússtræti 5]]
Mynd:HotelBorg.JPG|[[Pósthússtræti 11]]
Mynd:Rannsóknarhús II, Tilraunast. Háskóli Íslands.JPG
Mynd:Port of Reykjavík (36837788775).jpg|[[Reykjavíkurhöfn]]
Mynd:Reykjavík Reynistaður.jpg
Mynd:Reykjavík Skálholtsstígur 6.jpg|[[Skálholtsstígur 6]]
Mynd:Reykjavík Skálholtsstígur 7.jpg|[[Skálholtsstígur 7]]
Mynd:Reykjavík Skólastræti 5 - 1.jpg|[[Skólastræti 5]]
Mynd:Reykjavík Skólavörðustígur 4.jpg|[[Skólavörðustígur 4]]
Mynd:Reykjavík - Skólavörðustígur 35 - 1.jpg|[[Skólavörðustígur 35]]
Mynd:Smiðshús, Árbæjarsafni.JPG
Mynd:Reykjavík Sóleyjargata 1.jpg|[[Sóleyjargata 1]]
Mynd:Reykjavík Sólheimar 5.jpg
Mynd:Stjórnarráðshúsið.JPG|[[Stjórnarráðshúsið]]
Mynd:Nautical College01.jpg|[[Sjómannaskólinn]]
Mynd:Reykjavík - Suðurgata 26a.jpg|[[Skólabær]]
Mynd:Reykjavík Suðurgata 7.jpg
Mynd:Sundhöll Reykjavíkur 1.jpg|[[Sundhöll Reykjavíkur]]
Mynd:Reykjavík - Thorvaldsensstræti 2.jpg|[[Gamli kvennaskólinn]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 18.jpg|[[Tjarnargata 18]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 20.jpg|[[Tjarnargata 20]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 22.jpg|[[Tjarnargata 22]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 24.jpg|[[Tjarnargata 24]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 26.jpg|[[Tjarnargata 26]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 28.jpg|[[Tjarnargata 28]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 32.jpg|[[Ráðherrabústaðurinn]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 33.jpg|[[Tjarnargata 33]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 34.jpg|[[Tjarnargata 34]]
Mynd:Reykjavík Tjarnargata 35.jpg|[[Tjarnargata 35]]
Mynd:Reykjavík Tómasarhagi 16b|[[Tómasarhagi 16b]]
Mynd:Reykjavík Tómasarhagi 31.jpg|[[Tómasarhagi 31]]
Mynd:Reykjavík Túngata 18.jpg|[[Túngata 18]]
Mynd:Verbúðir Grandagarði.jpg|[[Verbúðir á Grandagarði]]
Mynd:Reykjavík verkamannabústaðir Hringbraut.jpg
Mynd:Reykjavík - Vesturgata 50.jpg|[[Vesturgata 50]]
Mynd:Reykjavík - Vesturgata 57.jpg|[[Vesturgata 57]]
Mynd:Church in Viðey 1 RvkIce.jpg|[[Viðeyjarkirkja]]
Mynd:Viðeyjarstofa.jpg|[[Viðeyjarstofa]]
Mynd:Reykjavík Þingholtsstræti 1.jpg|[[Þingholtsstræti 1]]
Mynd:Reykjavík Þingholtsstræti 13.jpg|[[Þingholtsstræti 13]]
Mynd:Reykjavík Þingholtsstræti 29.jpg|[[Þingholtsstræti 29]]
Mynd:Reykjavík Þingholtsstræti 29 A.jpg|[[Þingholtsstræti 29 A]]
Mynd:Thingholtsstraeti 9.jpg|[[Þingholtsstræti 9]]
Mynd:National Theatre of Iceland.jpg|[[Þjóðleikhúsið]]
Mynd:Landsbokasafn.JPG|[[Þjóðmenningarhúsið]]
Mynd:Reykjavík Ægisíða 45.jpg
Mynd:Reykjavík Ægisíða 80.jpg
</gallery>
== Suðurland ==
<gallery>
Mynd:Akureyjarkirkja.jpg
Mynd:Assistentahúsið, Eyrarbakka.JPG
Mynd:Árbæjarkirkja.jpg
Mynd:Breiðabólstaðarkirkja 2021.jpg|[[Breiðabólstaðarkirkja]]
Mynd:Brunnhólskirkja.jpg|[[Brunnhólskirkja]]
Mynd:Bræðratungukirkja.jpg
Mynd:Búrfellskirkja.jpg|[[Búrfellskirkja]]
Mynd:Búr frá Seljalandi í Fljótshverfi.jpg
Mynd:Grassodenkirchlein1.jpg|Bænhús á [[Núpsstaður|Núpsstað]]
Mynd:Dyrholaey lighthouse (15643496592).jpg|[[Dyrhólaviti]]
Mynd:Eyrarbakki 04.jpg|[[Eyrarbakkakirkja]]
Mynd:Gaulverjabæjarkirkja.jpg|[[Gaulverjabæjarkirkja]]
Mynd:Grafarkirkja.jpg|[[Grafarkirkja]]
Mynd:Hagakirkja.jpg
Mynd:Hellukofi, Hellisheiði.jpg
Mynd:Hlíðarendi04.jpg|[[Hlíðarendakirkja]]
Mynd:Hofskirkja.jpg|[[Hofskirkja í Öræfum]]
Mynd:Hraungerðiskirkja.jpg|[[Hraungerðiskirkja]]
Mynd:Hrepphólakirkja.jpg|[[Hrepphólakirkja]]
Mynd:Hrunakirkja.jpg|[[Hrunakirkja]]
Mynd:Husið,Eyrarbakki.JPG|[[Húsið Eyrarbakka]]
Mynd:Kálfafellsstaðarkirkja.jpg|[[Kálfafellsstaðarkirkja]]
Mynd:Iceland Keldur Earth covered homes.JPG|[[Keldur á Rangárvöllum]]
Mynd:Church in Keldur.JPG|[[Keldnakirkja]]
Mynd:Kotstrandarkirkja.jpg|[[Kotstrandarkirkja]]
Mynd:Krosskirkja.jpg
Mynd:Landakirkja.JPG|[[Landakirkja]]
Mynd:Vestmannaeyjar096.JPG|[[Landlyst]], Vestmannaeyjum
Mynd:Langholtskirkja.jpg
Mynd:Marteinstungukirkja.jpg
Mynd:Miðdalskirkja.jpg|[[Miðdalskirkja]]
Mynd:Mosfellskirkja í Árnessýslu.jpg|[[Mosfellskirkja (Grímsnesi)|Mosfellskirkja]]
Mynd:Ólafsvallakirkja.jpg|[[Ólafsvallakirkja]]
Mynd:Prestbakkakirkja.jpg|[[Prestbakkakirkja á Síðu]]
Mynd:Rjómabúið Baugsstöðum.jpg
Mynd:Sel, eystri hlaða, Skaftafelli, Öræfum.jpg
Mynd:Isl Seljavallalaug framan.JPG|[[Seljavallalaug]]
Mynd:Skeiðflatarkirkja.JPG|[[Skeiðflatarkirkja]]
Mynd:Skogar Folk Museum (9503321868).jpg|Skemma frá Gröf í Skaftártungu
Mynd:Grassodenhäuser.jpg|Skemma frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum
Mynd:Skólahús Múlakoti, Síðu.JPG
Mynd:Stafafellskirkja.jpg|[[Stafafellskirkja]]
Mynd:Stokkseyrarkirkja.jpg|[[Stokkseyrarkirkja]]
Mynd:Stóra-Núpskirkja.jpg|[[Stóra-Núpskirkja]]
Mynd:Strandarkirkja.jpg|[[Strandarkirkja]]
Mynd:Svefnherbergi frá Árkvörn í Fljótshlíð.JPG
Mynd:Torfastaðakirkja.jpg|[[Torfastaðakirkja]]
Mynd:Tungufellskirkja.jpg|[[Tungufellskirkja]]
Mynd:Úlfljótsvatnskirkja.jpg|[[Úlfljótsvatnskirkja]]
Mynd:Villingaholtskirkja.jpg|[[Villingaholtskirkja]]
Mynd:Þingvallakirkja - panoramio (1).jpg|[[Þingvallakirkja]]
Mynd:Þykkvabæjarklausturskirkja.jpg
</gallery>
== Vestfirðir ==
<gallery>
Mynd:Aðalstræti 12 (Sönderborgarhús), Ísafirði.JPG
Mynd:Ísafjörður 11.JPG|[[Aðalstræti 16 á Ísafirði]]
Mynd:Ísafjörður Aðalstræti 8.jpg
Mynd:Arnarnes 1.JPG|[[Arnarnesviti]]
Mynd:Árneskirkja, gamla.jpg|[[Árneskirkja]]
Mynd:Betuhús, Æðey.JPG
Mynd:Bíldudalskirkja í Bíldudalsprestakalli.jpg|[[Bíldudalskirkja]]
Mynd:LatrabjargLighthouseIce.JPG|[[Bjargtangaviti]]
Mynd:Flatey-bokasafn.jpg|[[Bókhlaðan í Flatey]]
Mynd:Brjánslækjarkirkja.jpg
Mynd:Bænhús Furufirði.JPG
Mynd:Edinborgarhúsið, Ísafirði.JPG
Mynd:Patreksfjarðarkirkja í Patreksfjarðarprestakalli.jpg|[[Eyrarkirkja í Patreksfirði]]
Mynd:Eyrarkirkja, Seyðisfirði.JPG
Mynd:Faktorhúsið.JPG|[[Faktorshúsið Hæstakaupstað]]
Mynd:Ísafjörður 14.JPG|[[Faktorshúsið Neðstakaupstað]]
Mynd:Félagshús, Flatey.JPG
Mynd:Gamla íbúðarhúsið Ögri.JPG
Mynd:Ísafjörður 33.JPG|[[Gamla sjúkrahúsið Ísafirði]]
Mynd:Gamli Barnaskólinn Hólmavík.jpg|[[Gamli barnaskólinn á Hólmavík]]
Mynd:Hagakirkja.jpg
Mynd:Holt im Önundarfjörður 1.JPG|[[Holtskirkja]] í Önundarfirði
Mynd:Kirchebolungarvik.JPG|[[Hólskirkja]] í Bolungarvík
Mynd:Hrafnseyri1Ice.JPG|[[Hrafnseyrarkirkja]]
Mynd:Hraunskirkja.jpg
Mynd:Kaldrananeskirkja.jpg
Mynd:Kirjuból (Önundarfjörður) 3.JPG|[[Kirkjubólskirkja]] í Önundarfirði
Mynd:Klausturhólar, Flatey.JPG
Mynd:Kollafjarðarneskirkja.JPG
Mynd:Krambúðin Neðstakaupstað, Ísafirði.JPG
Mynd:Mýrakirkja - panoramio.jpg|[[Mýrakirkja]]
Mynd:Nauteyrarkirkja.jpg
Mynd:Riis-hús, Borðeyri.JPG
Mynd:Salthúsið Þingeyri.JPG
Mynd:Sauðlauksdalur10Ice.JPG|[[Sauðlauksdalskirkja]]
Mynd:Saurbæjarkirkja - panoramio.jpg|[[Saurbæjarkirkja á Rauðasandi]]
Mynd:Selárdalskirkja.jpg|[[Selárdalskirkja]]
Mynd:Staðarkirkja í Aðalvík.jpg|[[Staðarkirkja í Aðalvík]]
Mynd:Staðarkirkja í Grunnavík.jpg
Mynd:Staðarkirkja í Staðardal.jpg
Mynd:Stadarkirkja.jpg|[[Staðarkirkja (Steingrímsfirði)|Staðarkirkja]], [[Steingrímsfjörður|Steingrímsfirði]]
Mynd:Stóra-Laugardalskirkja.JPG
Mynd:Sundstræti 25 A (Messíönuhús), Ísafirði.JPG
Mynd:Súðavík Kirche 1.JPG|[[Súðavíkurkirkja]]
Mynd:HaborRestaurantIsafirdirIce.JPG|[[Tjöruhúsið]] í Neðstakaupstað
Mynd:Ísafjörður 12.JPG|[[Turnhúsið Neðstakaupstað]]
Mynd:Unaðsdalskirkja.jpg
Mynd:Vatnsfjarðarkirkja.jpg
Mynd:Iceland Church of Thingeyri.jpg|[[Þingeyrarkirkja]]
Mynd:Ögurkirkja.jpg
Mynd:Ögurstofa.jpg
</gallery>
== Vesturland ==
<gallery>
Mynd:Stykkisholmur 09.jpg|[[Aðalgata 2, Stykkishólmi]]
Mynd:Akrakirkja.jpg|[[Akrakirkja]]
Mynd:Akranes 16.05.2008 17-11-11.jpg|[[Akraneskirkja]]
Mynd:Arnarstapi_5.jpg|[[Amtmannshúsið á Arnarstapa]]
Mynd:Álftaneskirkja.jpg|[[Álftaneskirkja]]
Mynd:Álftártungukirkja.jpg
Mynd:Bjarnarhafnarkirkja_-_panoramio.jpg|[[Bjarnarhafnarkirkja]]
Mynd:Borgarkirkja í Borgarprestakalli.jpg|[[Borgarkirkja]]
Mynd:Búðir1Snæfellsnes.JPG|[[Búðakirkja]]
Mynd:Dagverðarneskirkja.jpg
Mynd:FiskbyrgiSnæfellsnes1.JPG|[[Fiskbyrgi í Bæjarhrauni]]
Mynd:Fitjakirkja.jpg
Mynd:Gilsbakki_2.JPG|[[Gilsbakkakirkja]]
Mynd:Grímshjallur, Brokey.JPG
Mynd:Gufudalskirkja.jpg
Mynd:Helgafell 06.jpg|[[Helgafellskirkja]]
Mynd:Hjardarholtskirkja 1.jpg|[[Hjarðarholtskirkja í Laxárdal]]
Mynd:Hjarðarholtskirkja.jpg
Mynd:Hvammur2009.JPG|[[Hvammskirkja í Dölum]]
Mynd:Hvammur (Borg.próf.dæmi).jpg|[[Hvammskirkja (Norðurárdal)]]
Mynd:Hvanneyrarkirkja í Hvanneyrarprestakalli.jpg|[[Hvanneyrarkirkja]]
Mynd:Ingjaldsholl_Church.jpg|[[Ingjaldshólskirkja]]
Mynd:Iglesia, Innri-Hólmur, Vesturland, Islandia, 2014-08-15, DD 105.JPG|[[Innri-Hólmskirkja]]
Mynd:Leirárkirkja.jpg
Mynd:Malarrif10Ice.JPG|[[Malarrifsviti]]
Mynd:Narfeyri_2.jpg|[[Narfeyrarkirkja]]
Mynd:StykkisholmurNorwegianHouseIce.JPG|[[Norska húsið (Stykkishólmi)]]
Mynd:[[Olafsvik22Ice.JPG]]|[[Pakkhúsið í Ólafsvík]]
Mynd:Ranakofi, Svefneyjum.JPG
Mynd:Rauðamelskirkja_-_panoramio.jpg|[[Rauðamelskirkja]]
Mynd:Reykholt51.jpg|[[Reykholtskirkja (eldri)]]
Mynd:Setbergskirkja.jpg
Mynd:Stykkisholmur 08.jpg|[[Kúldshús|Silfurgata 4 (Kúldshús), Stykkishólmi]]
Mynd:Skarðskirkja.jpg
Mynd:Skemma úr torfi, Öxney.JPG
Mynd:Mynd:Snóksdalskirkja.JPG
Mynd:Staðarfellskirkja.JPG
Mynd:Staðarhólskirkja_3.jpg|[[Staðarhólskirkja]]
Mynd:Staðarhraunskirkja.jpg
Mynd:Staðarkirkja.JPG
Mynd:Stafholtskirkja í Stafholtsprestakalli.jpg|[[Stafholtskirkja]]
Mynd:Stóra-Áskirkja.jpg
Mynd:ChurchStykkisholmur2Ice.JPG|[[Stykkishólmskirkja]]
</gallery>
== Tenglar ==
* [http://www.minjastofnun.is/hus-og-mannvirki/fridlyst-hus-og-mannvirki/ Minjastofnun: Friðlýst hús og mannvirki]
[[Flokkur:Wikipedia:Myndasafnanir]]
on2cyaa473r2oufzvr4nqv15ym5pz11
Páll Ísólfsson
0
87500
1764626
1684190
2022-08-13T14:08:28Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Páll Ísólfsson''' ([[12. október]] [[1893]] – [[23. nóvember]] [[1974]]) var íslenskt [[tónskáld]], orgelleikari, píanóleikari, hljómsveitarstjóri og söngstjóri. Páll gegndi fjölda starfa og var einn helsti forystumaðurinn í íslenskum tónlistarmálum á [[20. öld]].
Páll fæddist á [[Stokkseyri]]. Til [[Reykjavík]]ur kom hann árið [[1908]] og lærði tónlist hjá Sigfúsi Einarssyni. Hann lærði á orgel hjá Karl Straube í [[Leipzig]] (1913-18). Páll fór síðan til [[París]]ar til frekara náms árið [[1925]] og nam þar hjá Joseph Bonnet. Að því loknu hóf Páll störf við tónlist á [[Ísland]]i. Hann varð forystumaður í íslensku tónlistarlífi um áratugi og orgelsnillingur. Páll var stjórnandi [[Lúðrasveit Reykjavíkur|Lúðrasveitar Reykjavíkur]] frá 1924-1936 og skólastjóri [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólans í Reykjavík]] 1930 til 1957. Hann var organisti Fríkirkjunnar í Reykjavík 1926-1939 og síðan við dómkirkjuna í Reykjavík frá 1939-1967.
Dóttir Páls var [[Þuríður Pálsdóttir]] sópransöngkona.
== Tenglar ==
* [https://glatkistan.com/2016/05/04/pall-isolfsson/ Glatkistan]
{{Stubbur|Æviágrip}}
[[Flokkur:Íslensk tónskáld]]
{{fd|1893|1974}}
p8k44gubh0ca7e9oneh57jeh57a26mb
Maríuerla
0
89569
1764642
1726557
2022-08-13T15:02:52Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Maríuerla
| status = lc
| image = White-Wagtail.jpg
| image_caption = Fullorðin maríuerla
| image_width = 320px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| divisio = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfugl]] (''Passeriforms'')
| familia = [[Erlur]] (''Motacillidae'')
| genus = '''''Motacilla'''''
| species = '''Maríuerla'''
| binomial = ''Motacilla alba''
| binomial_authority = [[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]]
| range_map = White Wagtail Range.png
| range_map_caption = Ýmsar árstíðabundnar stöðvar maríuerlunnar
}}
[[File:Poetsende man en jong witte kwikstaart-4962012.webm|thumb|Motacilla alba]]
[[File:Cuculus canorus canorus MHNT.ZOO.2010.11.150.39.jpg|thumb|''Cuculus canorus canorus'' + ''Motacilla alba'']]
'''Maríuerla''' ([[fræðiheiti]]: ''Motacilla alba'') er [[Spörfuglar|spörfugl]] af [[erluætt]]. Hún er [[farfugl]] sem kemur til Íslands yfir sumartímann og nýtur úrvals og magns af fæðu. [[Búsvæði]] hennar er opið svæði, oft nálægt vatni.
== Útlit og einkenni ==
[[Mynd:White Wagtail-Mindaugas Urbonas-5.jpg|vinstri|300x300px|thumb|Ung maríuerla]]
Maríuerlan er lítill og kvikur spörfugl sem vegur að meðaltali 22 gr. Vænghaf hennar er um 25-30 cm og hún verður um 18 cm löng. Goggurinn er stuttur og grannur og hún hefur langt stél sem hún veifar í sífellu en þaðan kemur heitið á ætt hennar: Wagtail. Fullorðnar maríuerlur eru svartar á kollinum, í kverkinni og á efri hluta bringunnar. Enni hennar og vangar eru hvítir ásamt neðri hluta bringunnar og ytri stélfjöðrunum. Maríuerlan er síðan grá á bakinu og með dökkt stél, fætur, augu og gogg. Fuglinn hefur fjórar tær á báðum fótum, þrjár að framan og eina að aftan og hver tá hefur sína kló. Aðal munurinn á karlfugli og kvenfugli er sá að karldýrið er oft aðeins dekkri. Maríuerlur hafa mjög hlutfallslega stórt og sterkt bringubein sem gerir þeim kleift að blaka vængjunum og fljúga. Þetta á að vísu við um alla fleyga fugla. Maríuerlan er ekki hljóðlát en hún gefur frá sér fjörlegt og hvellt hljóð sem hún notar óspart.
== Flug og varp ==
Maríuerlan er farfugl en vetrarstöðvar hennar eru í V-Afríku og á sumrin verpir hún um mest alla Evrópu og Asíu. Á Íslandi er hún komin í fyrsta falli í apríl og farin í seinasta lagi í september. Flug hennar er bylgjótt en utan varptíma fuglsins finnst hann oft í fjörum eða á opnu svæði, veifandi stélinu og kinkandi kolli. Maríuerlan verpir á hinum ýmsu stöðum en það er m.a. á sveitabæjum, í þéttbýli, klettum við sjó, við vötn og ár og víðar á láglendi. Hreiður hennar og egg eru líkt og hún sjálf, frekar smágerð en því er best lýst sem eins konar körfu og finnst það á ýmsum stöðum. Í hreiðrunum eru oftast 5-6, 3 cm egg sem klekjast um 13 dögum eftir varp. Ungarnir eru ósjálfbjarga í um 2 vikur. Háannatími varpsins er í byrjun Júní og í lok júní eru mestar líkur á að rekast á ungana. Maríuerlur einka sér svæði á varptíma og verja það á meðan ungarnir eru að vaxa og dafna.
[[Mynd:Linerleegg.JPG|thumb|Maríuerlu egg|vinstri]]
== Fæða og melting ==
Maríuerla er dýraæta og aðalfæða hennar eru fiðrildi, flugur, bjöllur og fleiri tvívængjur. Maríuerlan hleypur mjög hratt og veiðir þannig skordýr. Hún veiðir einnig fljúgandi skordýr og týnir upp dauð skordýr. Maríuerlan eins og flestir fuglar hafa hraða meltingu og engar tennur. Hún hefur tvo maga, annars vegar sarp þar sem fæðan er brotin niður með ensímum og hins vegar fóarn sem mylur harða fæðu með vöðvasamdráttum. Síðan fer það í smágirnið þar sem fæða og vökvi er tekin upp og þaðan í ''cloaca'' sem er sameiginlegt æxlunar- og þarfagangsopi.
Maríuerlan hefur 11 undirtegundir sem makast ekki út fyrir sína tegund. Hún er þjóðarfugl [[Lettland]]s.
== Heimildir ==
* Fuglavefurinn (E.d.). Maríuerla. Sótt þann 09.05.17 af http://www1.nams.is/fuglar/birdinfo.php?val=5&id=25
* Jóhann Óli Hilmarsson (2011). Íslenskur fuglavísir. Maríuerla. Mál og menning: Reykjavík.
* Corey (2011, 15.04). What is the national bird of Latvia? Sótt af http://www.10000birds.com/what-is-the-national-bird-of-latvia.htm?doing_wp_cron=1494853633.1774499416351318359375
* What Bird (e.d.). White Wagtail. Sótt af https://identify.whatbird.com/obj/271/overview/White_Wagtail.aspx
* Mithu Das (2012, 22.05). White Wagtail – A Common Winter Visitor to Assam. Sótt af http://assambirds.blogspot.is/2012/05/white-wagtail-common-winter-visitor-to.html
[[Flokkur:Íslenskir fuglar]]
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Erlur]]
p3wnh2vgpmrhd6ldmqo6qhimldbr9ea
FC Barcelona
0
92858
1764645
1760689
2022-08-13T15:27:52Z
Berserkur
10188
/* Leikmannahópur */
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| núverandi =
| Fullt nafn = Futbol Club Barcelona
| mynd = Barca logo on pitch.jpg
| Gælunafn = Barça eða Blaugrana
| Stytt nafn = FC Barcelona
| Stofnað = {{Fæðingardagur og aldur|1899|11|29}}
| Leikvöllur = [[Camp Nou]]
| Stærð = 99.354
| Stjórnarformaður =
| Knattspyrnustjóri = [[Xavi]]
| Deild = [[La Liga]]
| Tímabil = 2021/22
| Staðsetning = 2. sæti
<!-- Heimabúningur -->
| pattern_la1 = _fcbarcelona2021h
| pattern_b1 = _fcbarcelona2021h
| pattern_ra1 = _fcbarcelona2021h
| pattern_sh1 = _fcbarcelona2021H
| pattern_so1 = _fcb2021h
| leftarm1 = 000080
| body1 = 000080
| rightarm1 = 000080
| shorts1 = 000080
| socks1 = 000080
| pattern_la2 = _fcbarcelona2021a
| pattern_b2 = _fcbarcelona2021a
| pattern_ra2 = _fcbarcelona2021a
| pattern_sh2 = _monterrey1213t1
| pattern_so2 = _monterrey1213t1
| leftarm2 = 000000
| body2 = 000000
| rightarm2 = 000000
| shorts2 = 000000
| socks2 = 000000
| pattern_la3 = _fcbarcelona2021t
| pattern_b3 = _fcbarcelona2021t
| pattern_ra3 = _fcbarcelona2021t
| pattern_sh3 = _monterrey1213t1
| pattern_so3 = _fcbarcelona2021t
| leftarm3 = ffffff
| body3 = ffffff
| rightarm3 = ffffff
| shorts3 = 000000
| socks3 = 1ac5dc
}}
'''FC Barcelona''' er knattspyrnufélag í [[Barselóna]], [[Katalónía|Katalóníu]], [[Spánn|Spáni]]. Leikvangur FC Barcelona er [[Camp Nou]], eða ''Nývangur'' uppá íslensku. Hann tekur rúma 99 þúsund manns sæti. FC Barcelona hefur sögulegt gildi, gagnvart héraðinu Katalónu og krafa er gerð til þess að katalóníska sé töluð af öllum leikmönnum liðsins. <ref>[http://www.barcelonadailynews.com/your-view/catalunya-is-a-nation-and-fc-barcelona-its-army-sir-bobby-robson/ - “Catalunya is a nation and FC Barcelona its army.” Sir Bobby Robson]</ref>
[[Mynd:Chelsea on Tour - Barcelona 311006.jpg|200px|thumbnail|Camp Nou stadion, sem tekur rúma 99.786 áhorfendur í sæti]]
Félagið hefur þá sérstöðu, að það er rekið á fjármagni stuðningsmanna liðsins. <ref>[http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/feb/13/football-supporter-owned-clubs Unthinkable? Supporter-owned football clubs]</ref> Áður en félagið fékk merki UNICEF á búninga félagins, hafði það aldrei haft auglýsingar á búningum sínum. Samningurinn við [[Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna|UNICEF]] er líka nokkuð sérstakur, því UNICEF er borgað fyrir að hafa auglýsinguna á búningnum, en venjulega er hinn hátturinn hafður á. <ref>[http://www.unicef.is/frettir_2009_uefa Manchester United og FC Barcelona styrkja UNICEF]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
==='''Leikmannahópur'''===
''Ágúst 2022''
{{Fs start}}
{{Fs player|no= 1|pos=GK|nat=GER|name=[[Marc-André ter Stegen]]|other=}}
{{Fs player|no= 3|pos=DF|nat=ESP|name=[[Gerard Piqué]]}}
{{Fs player|no= 4|pos=DF|nat=URY|name=[[Ronald Araújo]]}}
{{Fs player|no= 5|pos=MF|nat=ESP|name=[[Sergio Busquets]]}}
{{Fs player|no=7|pos=FW|nat=FRA|name=[[Ousmane Dembélé]]|other=}}
{{Fs player|no=8|pos=MF|nat=ESP|name=[[Pedri]]|other=}}
{{Fs player|no=9|pos=FW|nat=POL|name=[[Robert Lewandowski]]|other=}}
{{Fs player|no=10|pos=FW|nat=ESP|name=[[Ansu Fati]]|other=}}
{{Fs player|no= 11|pos=MF|nat=ESP|name=[[Ferran Torres]]|other=}}
{{Fs player|no=14|pos=FW|nat=NLD|name=[[Memphis Depay]]|other=}}
{{Fs player|no=15|pos=DF|nat=DEN|name=[[Andreas Christensen]]|other=}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=16|pos=MF|nat=BIH|name=[[Miralem Pjanic]]|other=}}
{{Fs player|no=17|pos=FW|nat=GAB|name=[[Pierre-Emerick Aubameyang]]|other=}}
{{Fs player|no=18|pos=DF|nat=ESP|name=[[Jordi Alba]]|other=}}
{{Fs player|no=19|pos=MF|nat=CIV|name=[[Franck Kessié]]|other=}}
{{Fs player|no=20|pos=DF|nat=ESP|name=[[Sergi Roberto]]}}
{{Fs player|no=21|pos=MF|nat=NLD|name=[[Frenkie de Jong]]|other=}}
{{Fs player|no=22|pos=FW|nat=BRA|name=[[Raphinha]]|other=}}
{{Fs player|no=24|pos=DF|nat=ESP|name=[[Eric García]]|other=}}
{{Fs player|no=26|pos=GK|nat=ESP|name=[[Iñaki Peña]]|other=}}
{{Fs player|no=28|pos=DF|nat=ESP|name=[[Alejandro Balde]]|other=}}
{{Fs player|no=30|pos=MF|nat=ESP|name=[[Gavi]]|other=}}
{{Fs player|no=36|pos=GK|nat=ESP|name=[[Arnau Tenas]]|other=}}
{{Fs end}}
== Saga ==
=== Stofnun (1899–1922) ===
FC Barcelona var stofnað þann [[22. október]] [[1899]], þegar Joan Gamper setti auglýsingu í bæjarblaðið Los Deportes um að stofna knattspyrnulið. 1902 vann Barcelona fyrsta bikar sinn, Copa Macaya fyrir að vera besta knattspyrnulið [[Katalónía|Katalóníu]].<ref name="Ball, Phil p. 89">Ball, Phil p. 89.</ref>
{{Tilvitnunarbox
|quote ='''Íþrótta tilkynning''': Vinur okkar og kunningi Hans Gamper...fyrrum Svissneskur meistari, með áhuga á að skipulegja fótboltaleiki í borginni biður alla sem eru nægilega áhugasamir um íþróttina að mæta á skrifstofu blaðsins á þriðjudag eða fimmtudagskvöld klukkan 9 og 11 eftir hádegi.
|align = hægri
|width =350px
|source = Auglýsing Gampers í Los Deportes.<ref name="Ball, Phil p. 89"></ref>
}}
[[14. mars]] [[1909]] færði liðið sig í leikvanginn ''Camp de la Industria'' sem gat tekið við 8.000 manns. Á sama tímabili breytti félagið opinberu tungumáli sínu frá [[spænska|spænsku]] yfir á [[katalónska|katalónsku]] og varð síðar mikilvægt tákn Katalóníu.<ref>[http://www.rsssf.com/tabless/spancuphist.html List of cup finals]</ref>
=== Stjórnartímabil Rivera (1923–1957) ===
Þann [[14. júní]] [[1925]] fór hreyfing sem var á móti stjórn [[Primo de Rivera]] konungsfjölskyldunnar og söng þjóðsöng Spánverja á leikvangi Barcelona. Hreyfingunni var refsað með því að loka leikvanginum og eigandi félagsins var þvingaður til að segja af sér.<ref>Burns, Jimmy. pp. 111–112.</ref> 3. Júlí 1927 keppti félagið gegn [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spænska landsliðinu]]. Leikurinn hófst eftir að boltanum hafði verið sleppt úr flugvél.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/etapes_historia/etapa_2.html History part II] {{Webarchive|url=https://archive.today/20120530060040/http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/etapes_historia/etapa_2.html |date=2012-05-30 }} FC Barcelona</ref>
[[Spænska borgarastyrjöldin]] hófst árið 1936 og leikmenn frá Barcelona og [[Athletic Bilbao]] börðust gegn uppgangi hersins. <ref>Ball, Phil. pp. 116–117.</ref> 6. ágúst myrtu hermenn forseta félagsins, Josep Sunyol sem var jafnframt talsmaður sjálfstæðisflokks borgarinnar. Hans er minnst sem píslarvotts og atvikið skiptir miklu í sögu FC Barcelona og sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.<ref>Raguer, Hilari. pp. 232–233.</ref>
[[16. mars]] [[1938]] varð Barselóna fyrir loftárásum frá ítalska hernum í uppgangi fasismans í álfunni. Félaginu var skipað að breyta nafni sínu í Club de Fútbol Barcelona og að fjarlægja fána Katalóníu úr merki sínu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.rsssf.com/tablese/ec1.html |titill=European Champions' Cup |útgefandi=Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation (RSSSF) |dagsetning=2 June 2010 |accessdate=11 August 2010 |höfundur=Karel Stokkermans}}</ref>
1952 vann félagið fimm mismunandi bikara; [[Spænska úrvalsdeildin|spænsku úrvalsdeildina]], deildarbikarinn, Latin Cup, Copa Eva Durante og Copa Martini Rossi.
=== Club de Fútbol Barcelona (1957-1978) ===
Velgengninni frá 1952 var fylgt eftir árið 1959 þegar liðið vann tvennu og árið 1961 varð það fyrsta félagið til að sigra Real Madrid í Evrópukeppninni.<ref>[http://www.rsssf.com/tablese/ec1.html European Champions Cup]</ref> Þegar að valdatímabili Franco lauk árið 1974 skipti félagið aftur yfir í sitt gamla nafn.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/simbols/escut.html The crest] {{Webarchive|url=https://archive.is/20120530060040/http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/simbols/escut.html |date=2012-05-30 }} FC Barcelona</ref>
=== Stöðugleikaárin (1978-2000) ===
Frá 1978 hefur forseti Barselóna verið valinn af meðlimum félagsins og þessi ákvörðun er tengd lýðræðisvæðingu Spánar árið 1974 eftir einræði Franco. Ári síðar, [[20. október]] [[1979]], var uppeldistarf félagsins eflt á sveitasetrinu La Masia.<ref>[http://www.sport.es/default.asp?idpublicacio_PK=44&idioma=CAS&idnoticia_PK=724176&idseccio_PK=803 "La Masia, como un laboratorio"] (spænska)</ref> La Masia var fyrir þennan tíma höfuðstöðvar félagsins. Josep Lluís Núñez var forseti félagsins í 22 ár. Hann leyfði leikmönnum eins og [[Diego Maradona]], [[Romário]] og [[Ronaldo]] að yfirgefa félagið í stað þess að fara að kröfum þeirra. Núñez var ásakaður um einræðistilburði og kom til mótmæla gegn honum.
Árið 1988 setti [[Johan Cruyff]] saman hið svokallaða draumalið félagsins. Í liðinu var [[Pep Guardiola]], [[José Mari Bakero]], [[Txiki Begiristain]], [[Ronald Koeman]], [[Michael Laudrup]], [[Romario]] og [[Hristo Stoichkov]].<ref>Ball, Phil. pp. 106–107.</ref> Barselóna vann úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð með þessu liði frá 1991 til 1994.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/futbol/palmares/palmares.html Hounours] FC Barcelona</ref>
En frá 1960 til 1990 hafði liðið einungis unnið tvo La Liga titla.
===2000-2012 Tíð þjálfaraskipti og árangur Guardiola===
Í byrjun nýrrar aldar gekk liðinu ekki nægilega vel og oft var skipt um þjálfara. Brasilíski [[Ronaldinho]] hleypti lífi í liðið ásamt öðrum alþjóðlegum leikmönnum eins og Deco, [[Henrik Larsson]], [[Samuel Eto'o]], Rafael Márquez og [[Edgar Davids]]. Heimamenn eins og [[Carles Puyol]], [[Andrés Iniesta]], [[Xavi]] og [[Víctor Valdés]] voru einnig stór þáttur í upprisu liðsins. Liðið vann La Liga og Supercopa de España tímabilin 2004–05 og 2005–06 þegar [[Frank Rijkaard]] var stjórinn. Næstu tímabil gengu ekki svo vel og var Rijkaard látinn taka pokann sinn. Ný stjarna var farin að láta að sér kveða; [[Lionel Messi]].
[[Pep Guardiola]] fyrrum leikmaður félagsins var þjálfari liðsins frá 2008–2012. Spil með tíðar sendingar, þ.e. ''tiki-taka''-bolti var áberandi með Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi í aðalhlutverki. [[Thierry Henry]] og [[Eiður Smári Guðjohnsen]] (2006-2009) voru meðal sóknarmanna. Varnarjaxlinn [[Gerard Piqué]] hóf ferill sinn með liðinu 2008 og hefur verið hryggjarstykkið í vörninni síðan.
Barcelona vann 2008–09 tímabilið í La Liga og burstaði meðal annars [[Real Madrid]] 2-6 og 5-0 árið eftir. Guardiola vann einnig næstu tvö tímabil á Spáni og einnig ýmsa bikartitla. Messi, Iniesta og Xavi voru í efstu þremur sætunum fyrir gullknöttinn 2010. Árið 2011 vann Barcelona [[Manchester United]] í [[Champions League]] 3–1 á [[Wembley]]. Guardiola vann 14 bikara á tíma sínum með klúbbnum.
===2012-2021 Messi lætur að sér kveða===
Tímabilið 2012-13 skoraði Messi 46 mörk í La Liga og Barcelona voru krýndir meistarar í 22. sinn þegar 4 umferðir voru eftir. En það tapaði í tveimur undanúrslitum stórkeppna; Copa del Rey (fyrir Real) og Meistaradeildarinnar (fyrir Bayern).
Árið 2014 kom [[Luis Suárez]] frá [[Liverpool FC]]. Við það myndaðist skætt sóknartríó: Messi, Suárez og hinn brasilíski [[Neymar]], kallað ''MSN''.
2014-2015 bann Barcelona þrefalt: La Liga, Copa del Rey og Champions League, MSN-tríóið skoraði alls 122 mörk í öllum keppnum sem var met.
Í apríl 2016 sló Barcelona met þegar það fór í gegnum 39 leiki ótapaða. En að lokum tapaði liðið fyrir Real Madrid. Liðið sló það 2018 þegar það tapaði ekki í 43 leikjum. MSN slógu líka eigið met og skoruðu 131 mark í öllum keppnum 2015-2016. Í Meistaradeildinni 2016–17 átti Barcelona allsvakalega endurkomu þegar liðið, sem hafði tapað 4-0 gegn [[Paris Saint-Germain]], vann það 6–1 (alls 6–5).
Barcelona vann sinn 26. titil á Spáni 2018-2019. En í meistaradeildinni tapaði liðið fyrir Liverpool sem átti 4-0 endurkomu á Anfield en Barcelona vann 3-0 í fyrri leiknum. Árið eftir var liðið niðurlægt 2–8 af Bayern München í sömu keppni.
Josep Maria Bartomeu, forseti félagsins sagði af sér haustið 2020 en hann hafði m.a. eldað grátt silfur við Messi sem íhugaði að rifta samning sínum við félagið. Frestun tímabils var vegna [[Covid-19]] og var sá skilningur Bartomeu að samningur Messi lengdist en Messi taldi hann hafa runnið út eftir sumarið. Svo fór að Messi hélt kyrru en hann vildi ekki fara í málaferli við félagið.
[[Ronald Koeman]] fyrrum leikmaður félagsins, tók við félaginu 2020. Hann vann sinn fyrsta titil, Copa del Rey vorið 2021, þegar Barcelona vann Atletico Bilbao 4-0. Messi var með tvennu í leiknum.
===Fjárhagslegt hrun og enduruppbygging frá 2021 ===
Svo fór loks að Barcelona tókst ekki að halda í Messi vegna slaks fjárhags félagsins og reglna La Liga, síðsumars 2021. Félagið þurfti einnig að lána [[Antoine Griezmann]] til Atletico Madrid. Leikmenn eins og [[Gerard Piqué]] tóku á sig launalækkun. Skuldir félagsins voru orðnar 1,35 milljón evrur staðfesti forseti þess Joan Laporta. Hann gagnrýndi fyrrum forseta félagsins Josep Bartomeu fyrir ósannindi og skort á gagnsæi. <ref>[https://www.fcbarcelona.com/en/club/news/2221392/the-financial-and-economic-situation-is-dramatic-and-very-worrying 'The financial and economic situation is dramatic and very worrying'] fcbarcelona.com, sótt 1. sept. 2021</ref>
Nýir leikmenn voru komnir eins og [[Memphis Depay]] og [[Sergio Agüero]]. Koeman var rekinn um haustið 2021 eftir slakt gengi liðsins. Við tók [[Xavi]], fyrrum leikmaður liðsins (1998-2015). Í byrjun árs var ljóst að Agüero gat ekki haldið áfram vegna hjartavandamála og lagði hann skóna á hilluna. Liðið sótti þá sóknarmennina [[Ferran Torres]], [[Adama Traoré]] og [[Pierre-Emerick Aubameyang]]. Barcelona náði 2. sæti tímabilið 2021-2022 í deildinni þrátt fyrir að vera með lægsta stigafjölda sinn í deildinni síðan 2008.<ref>[https://www.bbc.co.uk/sport/football/61545978 BBC News - Barcelona 0-2 Villarreal: Barca end on lowest La Liga points haul since 2008]BBC, sótt 23. maí 2022</ref>
Fyrir tímabilið 2022-2023 styrkti Barcelona svo enn sóknarlínuna með kaupum á [[Raphinha]] frá [[Leeds United]] og pólska markahróknum [[Robert Lewandowski]].
== Titlar ==
=== Innanlands ===
* '''[[La Liga]]: (26)'''
** 1929, 1945, 1948, 1949, 1952, 1953, 1959, 1960, 1974, 1985, 1991, 1992, 1993, 1994, 1998, 1999, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2018, 2019
* '''[[Copa del Rey]]: (30)'''
** 1910, 1912, 1913, 1920, 1922, 1925, 1926, 1928, 1942, 1951, 1952, 1953, 1957, 1959, 1963, 1968, 1971, 1978, 1981, 1983, 1988, 1990, 1997, 1998, 2009, 2012, 2015, 2016, 2017, 2018, 2021
* '''Spænski Ofurbikarinn''': (13)'''
** 1983, 1991, 1992, 1994, 1996, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2016, 2018
* '''Spænski Deildabikarinn: (2)'''
** 1982, 1986
=== Alþjóðlegir Titlar ===
* '''[[Meistaradeild Evrópu]]: (5)'''
** 1991/92, 2005/06, 2008/09, 2010/11, 2014/15
* '''Meistarar Meistaranna''': (4)
** 1979, 1982, 1989, 1997
* '''[[Evrópski ofurbikarinn]]: (5)'''
** 1991/92, 1997, 2009, 2011, 2015
* '''[[Borgakeppni Evrópu í knattspyrnu|Borgakeppni Evrópu]]: (3)'''
** 1958, 1960, 1966
* '''[[Evrópukeppni bikarhafa]]: (4)'''
** 1979, 1982 1989, 1997
* '''HM Félagsliða''': (3)
** 2009, 2011, 2015
== Forsetar í gegnum tíðina ==
* [[Walter Wild]] (1899–1901)
* Bartomeu Terradas (1901–1902)
* Paul Hass (1902–1903)
* Arthur Witty (1903–1905)
* Josep Soler (1905–1906)
* Juli Marial (1906–1908)
* Vicenç Reig (1908)
* [[Hans Gamper]] (1908–1909)
* Otto Gmelin (1909–1910)
* Hans Gamper (1910–1913)
* Francesc Moxo (1913–1914)
* Alvar Presta (1914)
* Joaquim Peris de Vargas (1914–1915)
* Rafael Llopart (1915–1916)
* Gaspar Rosés (1916–1917)
* Hans Gamper (1917–1919)
* Ricard Graells (1919–1920)
* Gaspar Rosés (1920–1921)
* Hans Gamper (1921–1923)
* Eric Cardona (1923–1924)
* Hans Gamper (1924–1925)
* Arcadi Balaguer (1925–1929)
* Tomás Rosés (1929–1930)
* Gaspar Rosés (1930–1931)
* Antoni Oliver (1931)
* Joan Coma (1931–1934)
* Esteve Sala (1934–1935)
* [[Josep Sunyol]] (1935–1936)
* ''Komité'' (1936–1939)
* Joan Soler (1939–1940)
* Enrique Piñeyro Queralt (1940–1942)
* Josep Vidal-Ribas (1942)
* Enrique Piñeyro Queralt (1942–1943)
* Josep Antoni Albert (1943)
* Josep Vendrell (1943–1946)
* Agustí Montal Galobart (1946–1952)
* Enric Martí Carreto (1952–1953)
* Francesc Miró-Sans (1953–1961)
* [[Enric Llaudet]] (1961–1968)
* Narcís de Carreras (1968–1969)
* [[Agustí Montal Costa]] (1969–1977)
* [[Josep Lluís Núñez]] (1978–2000)
* [[Joan Gaspart Solves|Joan Gaspart]] (2000–2003)
* Enric Reyna (2003)
* [[Joan Laporta]] (2003–2010)
* [[Sandro Rosell]] (2010-2014)
* [[Josep Maria Bartomeu]] (2014-2020)
* Joan Laporta (2021-)
==Tölfræði==
<small>''Uppfært 6/11 2021''</small>
===Markahæstu menn===
{|class="wikitable"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Sæti
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Mörk
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|1. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||672||2004-2021
|-
|2. ||{{ESP}}[[César Rodríguez]]||232||1942-1955
|-
|3. ||{{URY}}[[Luis Suárez]]||198||2014-2020
|-
|4. ||{{HUN}}[[László Kubala]]||194||1950-1961
|-
|5. ||{{ESP}}[[Josep Samitier]]||184||1919-1032
|-
|6. ||{{ESP}}[[Josep Escolà]]||167||1934-1949
|-
|7. ||{{PHL}}[[Paulino Alcántara]]||143||1912-1927
|-
|8. ||{{CMR}}[[Samuel Eto'o]]||130||2004-2009
|-
|9. ||{{BRA}}[[Rivaldo]]||130||1997-2002
|-
|10. ||{{ESP}}[[Mariano Martín]]||128||1940-1948
|-
|}
===Flestir leikir===
{|class="wikitable"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Sæti
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Staða
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikir
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|1. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||778||2004-2021
|-
|2. ||{{ESP}}[[Xavi]]||MF||767||1998-2015
|-
|3. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||674||2002-2018
|-
|4. ||{{ESP}}'''[[Sergio Busquets]]'''||MF||'''644'''||'''2008-'''
|-
|5. ||{{ESP}}[[Carles Puyol]]||DF||593||1999-2014
|-
|6. ||{{ESP}}'''[[Gerard Piqué]]'''||DF||'''579'''||'''2008-'''
|-
|7. ||{{ESP}}[[Migueli]]||DF||549||1973-1989
|-
|8. ||{{ESP}}[[Víctor Valdés]]||GK||535||2002-2014
|-
|9. ||{{ESP}}[[Carles Rexach]]||MF||449||1965-1981
|-
|10. ||{{ESP}}[[Guillermo Amor]]||MF||421||1988-1998
|-
|}
===Þekktir leikmenn===
{|style="font-size:100%;"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|{{ARG}}[[Lionel Messi]]||2004-2021
|-
|{{ARG}}[[Diego Maradona]]||1982-1984
|-
|{{ESP}}[[Xavi]]||1998-2015
|-
|{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||2002-2018
|-
|{{ESP}}[[Carles Puyol]]||1999-2014
|-
|{{ESP}}[[Víctor Valdés]]||2002-2014
|-
|{{BRA}}[[Neymar]]||2013-2017
|-
|{{BRA}}[[Ronaldinho]]||2003-2008
|-
|{{BRA}}[[Ronaldo]]||1996-1997
|-
|{{BRA}}[[Rivaldo]]||1997-2000
|-
|{{BRA}}[[Romário]]||1993-1995
|-
|{{URY}}[[Luis Suárez]]||2014-2020
|-
|{{PRT}}[[Deco]]||2004-2008
|-
|{{PRT}}[[Luis Figo]]||1995-2000
|-
|{{CMR}}[[Samuel Eto'o]]||2004-2009
|-
|{{NLD}}[[Johan Cruyff]]||1973-1978
|-
|{{NLD}}[[Ronald Koeman]]||1989-1995
|-
|{{HRV}}[[Ivan Rakitic]]||2014-2020
|-
|{{DNK}}[[Michael Laudrup]]||1989-1994
|-
|{{CIV}}[[Yaya Toure]]||2007-2010
|-
|{{BGR}}[[Hristo Stoichkov]]||1990-1998
|-
|{{HUN}}[[László Kubala]]||1951-1961
|-
|{{ROU}}[[Gheorghe Hagi]]||1994-1996
|-
|{{GER}}[[Bernd Schuster]]||1980-1988
|-
|{{ENG}}[[Gary Lineker]]||1986-1989
|-
|}
===Uppeldisstarf La Masia===
[[Mynd:La Masia (Can Planas) (Barcelona) - 1.jpg|thumb|La Masia, er dæmigert katalónskt bóndabýli, og hefur sinnt hlutverki fyrir uppeldisstarf akademíunar..]]
[[Mynd:Andrés Iniesta 21dec2006.jpg|thumb|[[Andrés Iniesta]], er einn af mörgum leikmönnum sem koma úr uppeldisstarfi FC Barcelona, hann lék sinn fyrsta leik með félaginu árið 2003 og var einn af mikilvægustu leikmönnum FC Barcelona og spænska landsliðsins.]]
[[Mynd:Cesc Fàbregas - Presentation.jpg|thumb|[[Cesc Fàbregas]] í leik með FC Barcelona 15 ágúst árið 2011.]]
FC Barcelona hefur lagt mikla áherslu á uppeldisstarf sitt í La Masia, þar hafa margir af bestu leikmönnum heims tekið sín fyrstu skref síðan það hófst árið 1979,<ref>[http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history "La Masia history".] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150528041218/http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history |date=2015-05-28 }} {{Wayback|url=http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history |date=20150528041218 }} fcbarcelona.com. Läst 19 juli 2015. {{en}}</ref> í spænska landsliðinu sem vann [[HM 2018]] voru 9 leikmanna liðsins aldir upp í akademíu La Masia.
'''Landsliðsmenn sem ólust upp í La Masia''':
{| class="wikitable"
|- style="text-align: center; background-color: Azure2;"
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Nafn'''
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Landsleikir (mörk)'''
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Landslið'''
|-
|[[Lionel Messi|Lionel Andrés Messi]]
|142 (71)
|{{fáni|Argentína}}
|-
|[[Xavi|Xavier Hernández i Creus]]
|133 (13)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Andrés Iniesta|Andrés Iniesta Luján]]
|131 (14)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergio Busquets|Sergio Busquets i Burgos]]
|121 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Cesc Fabregas|Francesc Fàbregas i Soler]]
|110 (15)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Giovani|Giovani dos Santos Ramírez]]
|106 (19)
|{{fáni|Mexíkó}}
|-
|[[Gerard Piqué|Gerard Piqué i Bernabeu]]
|102 (5)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Carles Puyol|Carles Puyol i Saforcada]]
|100 (3)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jordi Alba|Jordi Alba i Ramos]]
|71 (8)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Pedro|Pedro Rodríguez Ledesma]]
|65 (17)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergi|Sergi Barjuan i Esclusa]]
|56 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Josef Guardiola|Josep Guardiola i Sala]]
|47
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jonathan|Jonathan dos Santos Ramírez]]
|45 (3)
|{{fáni|Mexíkó}}
|-
|[[Thiago|Thiago Alcántara do Nascimento]]
|40 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Amor|Guillermo Amor Martínez]]
|37 (4)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Pepe Reina|José Manuel Reina Páez]]
|36
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ferrer|Albert Ferrer i Llopis]]
|36
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Francisco José Carrasco Hidalgo]]
|35 (5)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Thiago Motta]]
|30 (1)
|{{fáni|Ítalía}}
|-
|[[Vitoria Valdes|Víctor Valdés i Arribas]]
|20
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ramon Maria Calderé i Rey]]
|18 (7)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Luis Javier García Sanz]]
|18 (4)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Albert Luque|Albert Luque i Martos]]
|18 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Carles Rexach|Carles Rexach i Cerdà]]
|15 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Marc Bartra|Marc Bartra i Aregall]]
|14
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergi Roberto|Sergi Roberto Carnicer]]
|10 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jordi Cruijff|Johan Jordi Cruijff]]
|9 (1)
|{{fáni|Holland}}
|-
|[[Gerard|Gerard López Segú]]
|6 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Cristóbal Parralo Aguilera]]
|6
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Javier Moreno Varela]]
|5 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Iván de la Peña|Iván de la Peña López]]
|5
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ansu Fati]]
|4 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jeffrén|Jeffrén Isaac Suárez Bermúdez]]
|4
|{{fáni|Venesúela}}
|-
|[[Albert Celades|Albert Celades i López]]
|4
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Gabi|Gabriel Garcia de la Torre]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Francisco Joaquín Pérez Rufete]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Luis Milla|Luis Milla Aspas]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Rafinha|Rafael Alcântara do Nascimento]]
|2
|{{fáni|Brasilía}}
|-
|[[Sergio García|Sergio García de la Fuente]]
|2
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Fernando Navarro|Fernando Navarro Corbacho]]
|2
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Bojan|Bojan Krkić i Pérez]]
|1
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Gai Yigaal Assulin]]
|1
|{{fáni|Ísrael}}
|-
|[[Haruna Babangida]]
|1
|{{fáni|Nígería}}
|}
==Heimildir==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= History of FC Barcelona|mánuðurskoðað= 19. apríl.|árskoðað= 2021 }}
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
[[Flokkur:Spænsk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Barselóna]]
[[Flokkur:stofnað 1899]]
q30t6sfsh5488zn5f0ckrfk8m4f5tqx
1764646
1764645
2022-08-13T15:29:03Z
Berserkur
10188
/* Leikmannahópur */
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| núverandi =
| Fullt nafn = Futbol Club Barcelona
| mynd = Barca logo on pitch.jpg
| Gælunafn = Barça eða Blaugrana
| Stytt nafn = FC Barcelona
| Stofnað = {{Fæðingardagur og aldur|1899|11|29}}
| Leikvöllur = [[Camp Nou]]
| Stærð = 99.354
| Stjórnarformaður =
| Knattspyrnustjóri = [[Xavi]]
| Deild = [[La Liga]]
| Tímabil = 2021/22
| Staðsetning = 2. sæti
<!-- Heimabúningur -->
| pattern_la1 = _fcbarcelona2021h
| pattern_b1 = _fcbarcelona2021h
| pattern_ra1 = _fcbarcelona2021h
| pattern_sh1 = _fcbarcelona2021H
| pattern_so1 = _fcb2021h
| leftarm1 = 000080
| body1 = 000080
| rightarm1 = 000080
| shorts1 = 000080
| socks1 = 000080
| pattern_la2 = _fcbarcelona2021a
| pattern_b2 = _fcbarcelona2021a
| pattern_ra2 = _fcbarcelona2021a
| pattern_sh2 = _monterrey1213t1
| pattern_so2 = _monterrey1213t1
| leftarm2 = 000000
| body2 = 000000
| rightarm2 = 000000
| shorts2 = 000000
| socks2 = 000000
| pattern_la3 = _fcbarcelona2021t
| pattern_b3 = _fcbarcelona2021t
| pattern_ra3 = _fcbarcelona2021t
| pattern_sh3 = _monterrey1213t1
| pattern_so3 = _fcbarcelona2021t
| leftarm3 = ffffff
| body3 = ffffff
| rightarm3 = ffffff
| shorts3 = 000000
| socks3 = 1ac5dc
}}
'''FC Barcelona''' er knattspyrnufélag í [[Barselóna]], [[Katalónía|Katalóníu]], [[Spánn|Spáni]]. Leikvangur FC Barcelona er [[Camp Nou]], eða ''Nývangur'' uppá íslensku. Hann tekur rúma 99 þúsund manns sæti. FC Barcelona hefur sögulegt gildi, gagnvart héraðinu Katalónu og krafa er gerð til þess að katalóníska sé töluð af öllum leikmönnum liðsins. <ref>[http://www.barcelonadailynews.com/your-view/catalunya-is-a-nation-and-fc-barcelona-its-army-sir-bobby-robson/ - “Catalunya is a nation and FC Barcelona its army.” Sir Bobby Robson]</ref>
[[Mynd:Chelsea on Tour - Barcelona 311006.jpg|200px|thumbnail|Camp Nou stadion, sem tekur rúma 99.786 áhorfendur í sæti]]
Félagið hefur þá sérstöðu, að það er rekið á fjármagni stuðningsmanna liðsins. <ref>[http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2010/feb/13/football-supporter-owned-clubs Unthinkable? Supporter-owned football clubs]</ref> Áður en félagið fékk merki UNICEF á búninga félagins, hafði það aldrei haft auglýsingar á búningum sínum. Samningurinn við [[Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna|UNICEF]] er líka nokkuð sérstakur, því UNICEF er borgað fyrir að hafa auglýsinguna á búningnum, en venjulega er hinn hátturinn hafður á. <ref>[http://www.unicef.is/frettir_2009_uefa Manchester United og FC Barcelona styrkja UNICEF]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
==='''Leikmannahópur'''===
''Ágúst 2022''
{{Fs start}}
{{Fs player|no= 1|pos=GK|nat=GER|name=[[Marc-André ter Stegen]]|other=}}
{{Fs player|no= 3|pos=DF|nat=ESP|name=[[Gerard Piqué]]}}
{{Fs player|no= 4|pos=DF|nat=URY|name=[[Ronald Araújo]]}}
{{Fs player|no= 5|pos=MF|nat=ESP|name=[[Sergio Busquets]]}}
{{Fs player|no=7|pos=FW|nat=FRA|name=[[Ousmane Dembélé]]|other=}}
{{Fs player|no=8|pos=MF|nat=ESP|name=[[Pedri]]|other=}}
{{Fs player|no=9|pos=FW|nat=POL|name=[[Robert Lewandowski]]|other=}}
{{Fs player|no=10|pos=FW|nat=ESP|name=[[Ansu Fati]]|other=}}
{{Fs player|no= 11|pos=MF|nat=ESP|name=[[Ferran Torres]]|other=}}
{{Fs player|no=14|pos=FW|nat=NLD|name=[[Memphis Depay]]|other=}}
{{Fs player|no=15|pos=DF|nat=DNK|name=[[Andreas Christensen]]|other=}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=16|pos=MF|nat=BIH|name=[[Miralem Pjanic]]|other=}}
{{Fs player|no=17|pos=FW|nat=GAB|name=[[Pierre-Emerick Aubameyang]]|other=}}
{{Fs player|no=18|pos=DF|nat=ESP|name=[[Jordi Alba]]|other=}}
{{Fs player|no=19|pos=MF|nat=CIV|name=[[Franck Kessié]]|other=}}
{{Fs player|no=20|pos=DF|nat=ESP|name=[[Sergi Roberto]]}}
{{Fs player|no=21|pos=MF|nat=NLD|name=[[Frenkie de Jong]]|other=}}
{{Fs player|no=22|pos=FW|nat=BRA|name=[[Raphinha]]|other=}}
{{Fs player|no=24|pos=DF|nat=ESP|name=[[Eric García]]|other=}}
{{Fs player|no=26|pos=GK|nat=ESP|name=[[Iñaki Peña]]|other=}}
{{Fs player|no=28|pos=DF|nat=ESP|name=[[Alejandro Balde]]|other=}}
{{Fs player|no=30|pos=MF|nat=ESP|name=[[Gavi]]|other=}}
{{Fs player|no=36|pos=GK|nat=ESP|name=[[Arnau Tenas]]|other=}}
{{Fs end}}
== Saga ==
=== Stofnun (1899–1922) ===
FC Barcelona var stofnað þann [[22. október]] [[1899]], þegar Joan Gamper setti auglýsingu í bæjarblaðið Los Deportes um að stofna knattspyrnulið. 1902 vann Barcelona fyrsta bikar sinn, Copa Macaya fyrir að vera besta knattspyrnulið [[Katalónía|Katalóníu]].<ref name="Ball, Phil p. 89">Ball, Phil p. 89.</ref>
{{Tilvitnunarbox
|quote ='''Íþrótta tilkynning''': Vinur okkar og kunningi Hans Gamper...fyrrum Svissneskur meistari, með áhuga á að skipulegja fótboltaleiki í borginni biður alla sem eru nægilega áhugasamir um íþróttina að mæta á skrifstofu blaðsins á þriðjudag eða fimmtudagskvöld klukkan 9 og 11 eftir hádegi.
|align = hægri
|width =350px
|source = Auglýsing Gampers í Los Deportes.<ref name="Ball, Phil p. 89"></ref>
}}
[[14. mars]] [[1909]] færði liðið sig í leikvanginn ''Camp de la Industria'' sem gat tekið við 8.000 manns. Á sama tímabili breytti félagið opinberu tungumáli sínu frá [[spænska|spænsku]] yfir á [[katalónska|katalónsku]] og varð síðar mikilvægt tákn Katalóníu.<ref>[http://www.rsssf.com/tabless/spancuphist.html List of cup finals]</ref>
=== Stjórnartímabil Rivera (1923–1957) ===
Þann [[14. júní]] [[1925]] fór hreyfing sem var á móti stjórn [[Primo de Rivera]] konungsfjölskyldunnar og söng þjóðsöng Spánverja á leikvangi Barcelona. Hreyfingunni var refsað með því að loka leikvanginum og eigandi félagsins var þvingaður til að segja af sér.<ref>Burns, Jimmy. pp. 111–112.</ref> 3. Júlí 1927 keppti félagið gegn [[Spænska karlalandsliðið í knattspyrnu|Spænska landsliðinu]]. Leikurinn hófst eftir að boltanum hafði verið sleppt úr flugvél.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/etapes_historia/etapa_2.html History part II] {{Webarchive|url=https://archive.today/20120530060040/http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/etapes_historia/etapa_2.html |date=2012-05-30 }} FC Barcelona</ref>
[[Spænska borgarastyrjöldin]] hófst árið 1936 og leikmenn frá Barcelona og [[Athletic Bilbao]] börðust gegn uppgangi hersins. <ref>Ball, Phil. pp. 116–117.</ref> 6. ágúst myrtu hermenn forseta félagsins, Josep Sunyol sem var jafnframt talsmaður sjálfstæðisflokks borgarinnar. Hans er minnst sem píslarvotts og atvikið skiptir miklu í sögu FC Barcelona og sjálfstæðisbaráttu Katalóníu.<ref>Raguer, Hilari. pp. 232–233.</ref>
[[16. mars]] [[1938]] varð Barselóna fyrir loftárásum frá ítalska hernum í uppgangi fasismans í álfunni. Félaginu var skipað að breyta nafni sínu í Club de Fútbol Barcelona og að fjarlægja fána Katalóníu úr merki sínu.<ref>{{vefheimild|url=http://www.rsssf.com/tablese/ec1.html |titill=European Champions' Cup |útgefandi=Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation (RSSSF) |dagsetning=2 June 2010 |accessdate=11 August 2010 |höfundur=Karel Stokkermans}}</ref>
1952 vann félagið fimm mismunandi bikara; [[Spænska úrvalsdeildin|spænsku úrvalsdeildina]], deildarbikarinn, Latin Cup, Copa Eva Durante og Copa Martini Rossi.
=== Club de Fútbol Barcelona (1957-1978) ===
Velgengninni frá 1952 var fylgt eftir árið 1959 þegar liðið vann tvennu og árið 1961 varð það fyrsta félagið til að sigra Real Madrid í Evrópukeppninni.<ref>[http://www.rsssf.com/tablese/ec1.html European Champions Cup]</ref> Þegar að valdatímabili Franco lauk árið 1974 skipti félagið aftur yfir í sitt gamla nafn.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/simbols/escut.html The crest] {{Webarchive|url=https://archive.is/20120530060040/http://www.fcbarcelona.com/web/english/club/historia/simbols/escut.html |date=2012-05-30 }} FC Barcelona</ref>
=== Stöðugleikaárin (1978-2000) ===
Frá 1978 hefur forseti Barselóna verið valinn af meðlimum félagsins og þessi ákvörðun er tengd lýðræðisvæðingu Spánar árið 1974 eftir einræði Franco. Ári síðar, [[20. október]] [[1979]], var uppeldistarf félagsins eflt á sveitasetrinu La Masia.<ref>[http://www.sport.es/default.asp?idpublicacio_PK=44&idioma=CAS&idnoticia_PK=724176&idseccio_PK=803 "La Masia, como un laboratorio"] (spænska)</ref> La Masia var fyrir þennan tíma höfuðstöðvar félagsins. Josep Lluís Núñez var forseti félagsins í 22 ár. Hann leyfði leikmönnum eins og [[Diego Maradona]], [[Romário]] og [[Ronaldo]] að yfirgefa félagið í stað þess að fara að kröfum þeirra. Núñez var ásakaður um einræðistilburði og kom til mótmæla gegn honum.
Árið 1988 setti [[Johan Cruyff]] saman hið svokallaða draumalið félagsins. Í liðinu var [[Pep Guardiola]], [[José Mari Bakero]], [[Txiki Begiristain]], [[Ronald Koeman]], [[Michael Laudrup]], [[Romario]] og [[Hristo Stoichkov]].<ref>Ball, Phil. pp. 106–107.</ref> Barselóna vann úrvalsdeildina fjórum sinnum í röð með þessu liði frá 1991 til 1994.<ref>[http://www.fcbarcelona.com/web/english/futbol/palmares/palmares.html Hounours] FC Barcelona</ref>
En frá 1960 til 1990 hafði liðið einungis unnið tvo La Liga titla.
===2000-2012 Tíð þjálfaraskipti og árangur Guardiola===
Í byrjun nýrrar aldar gekk liðinu ekki nægilega vel og oft var skipt um þjálfara. Brasilíski [[Ronaldinho]] hleypti lífi í liðið ásamt öðrum alþjóðlegum leikmönnum eins og Deco, [[Henrik Larsson]], [[Samuel Eto'o]], Rafael Márquez og [[Edgar Davids]]. Heimamenn eins og [[Carles Puyol]], [[Andrés Iniesta]], [[Xavi]] og [[Víctor Valdés]] voru einnig stór þáttur í upprisu liðsins. Liðið vann La Liga og Supercopa de España tímabilin 2004–05 og 2005–06 þegar [[Frank Rijkaard]] var stjórinn. Næstu tímabil gengu ekki svo vel og var Rijkaard látinn taka pokann sinn. Ný stjarna var farin að láta að sér kveða; [[Lionel Messi]].
[[Pep Guardiola]] fyrrum leikmaður félagsins var þjálfari liðsins frá 2008–2012. Spil með tíðar sendingar, þ.e. ''tiki-taka''-bolti var áberandi með Xavi, Andrés Iniesta og Lionel Messi í aðalhlutverki. [[Thierry Henry]] og [[Eiður Smári Guðjohnsen]] (2006-2009) voru meðal sóknarmanna. Varnarjaxlinn [[Gerard Piqué]] hóf ferill sinn með liðinu 2008 og hefur verið hryggjarstykkið í vörninni síðan.
Barcelona vann 2008–09 tímabilið í La Liga og burstaði meðal annars [[Real Madrid]] 2-6 og 5-0 árið eftir. Guardiola vann einnig næstu tvö tímabil á Spáni og einnig ýmsa bikartitla. Messi, Iniesta og Xavi voru í efstu þremur sætunum fyrir gullknöttinn 2010. Árið 2011 vann Barcelona [[Manchester United]] í [[Champions League]] 3–1 á [[Wembley]]. Guardiola vann 14 bikara á tíma sínum með klúbbnum.
===2012-2021 Messi lætur að sér kveða===
Tímabilið 2012-13 skoraði Messi 46 mörk í La Liga og Barcelona voru krýndir meistarar í 22. sinn þegar 4 umferðir voru eftir. En það tapaði í tveimur undanúrslitum stórkeppna; Copa del Rey (fyrir Real) og Meistaradeildarinnar (fyrir Bayern).
Árið 2014 kom [[Luis Suárez]] frá [[Liverpool FC]]. Við það myndaðist skætt sóknartríó: Messi, Suárez og hinn brasilíski [[Neymar]], kallað ''MSN''.
2014-2015 bann Barcelona þrefalt: La Liga, Copa del Rey og Champions League, MSN-tríóið skoraði alls 122 mörk í öllum keppnum sem var met.
Í apríl 2016 sló Barcelona met þegar það fór í gegnum 39 leiki ótapaða. En að lokum tapaði liðið fyrir Real Madrid. Liðið sló það 2018 þegar það tapaði ekki í 43 leikjum. MSN slógu líka eigið met og skoruðu 131 mark í öllum keppnum 2015-2016. Í Meistaradeildinni 2016–17 átti Barcelona allsvakalega endurkomu þegar liðið, sem hafði tapað 4-0 gegn [[Paris Saint-Germain]], vann það 6–1 (alls 6–5).
Barcelona vann sinn 26. titil á Spáni 2018-2019. En í meistaradeildinni tapaði liðið fyrir Liverpool sem átti 4-0 endurkomu á Anfield en Barcelona vann 3-0 í fyrri leiknum. Árið eftir var liðið niðurlægt 2–8 af Bayern München í sömu keppni.
Josep Maria Bartomeu, forseti félagsins sagði af sér haustið 2020 en hann hafði m.a. eldað grátt silfur við Messi sem íhugaði að rifta samning sínum við félagið. Frestun tímabils var vegna [[Covid-19]] og var sá skilningur Bartomeu að samningur Messi lengdist en Messi taldi hann hafa runnið út eftir sumarið. Svo fór að Messi hélt kyrru en hann vildi ekki fara í málaferli við félagið.
[[Ronald Koeman]] fyrrum leikmaður félagsins, tók við félaginu 2020. Hann vann sinn fyrsta titil, Copa del Rey vorið 2021, þegar Barcelona vann Atletico Bilbao 4-0. Messi var með tvennu í leiknum.
===Fjárhagslegt hrun og enduruppbygging frá 2021 ===
Svo fór loks að Barcelona tókst ekki að halda í Messi vegna slaks fjárhags félagsins og reglna La Liga, síðsumars 2021. Félagið þurfti einnig að lána [[Antoine Griezmann]] til Atletico Madrid. Leikmenn eins og [[Gerard Piqué]] tóku á sig launalækkun. Skuldir félagsins voru orðnar 1,35 milljón evrur staðfesti forseti þess Joan Laporta. Hann gagnrýndi fyrrum forseta félagsins Josep Bartomeu fyrir ósannindi og skort á gagnsæi. <ref>[https://www.fcbarcelona.com/en/club/news/2221392/the-financial-and-economic-situation-is-dramatic-and-very-worrying 'The financial and economic situation is dramatic and very worrying'] fcbarcelona.com, sótt 1. sept. 2021</ref>
Nýir leikmenn voru komnir eins og [[Memphis Depay]] og [[Sergio Agüero]]. Koeman var rekinn um haustið 2021 eftir slakt gengi liðsins. Við tók [[Xavi]], fyrrum leikmaður liðsins (1998-2015). Í byrjun árs var ljóst að Agüero gat ekki haldið áfram vegna hjartavandamála og lagði hann skóna á hilluna. Liðið sótti þá sóknarmennina [[Ferran Torres]], [[Adama Traoré]] og [[Pierre-Emerick Aubameyang]]. Barcelona náði 2. sæti tímabilið 2021-2022 í deildinni þrátt fyrir að vera með lægsta stigafjölda sinn í deildinni síðan 2008.<ref>[https://www.bbc.co.uk/sport/football/61545978 BBC News - Barcelona 0-2 Villarreal: Barca end on lowest La Liga points haul since 2008]BBC, sótt 23. maí 2022</ref>
Fyrir tímabilið 2022-2023 styrkti Barcelona svo enn sóknarlínuna með kaupum á [[Raphinha]] frá [[Leeds United]] og pólska markahróknum [[Robert Lewandowski]].
== Titlar ==
=== Innanlands ===
* '''[[La Liga]]: (26)'''
** 1929, 1945, 1948, 1949, 1952, 1953, 1959, 1960, 1974, 1985, 1991, 1992, 1993, 1994, 1998, 1999, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2018, 2019
* '''[[Copa del Rey]]: (30)'''
** 1910, 1912, 1913, 1920, 1922, 1925, 1926, 1928, 1942, 1951, 1952, 1953, 1957, 1959, 1963, 1968, 1971, 1978, 1981, 1983, 1988, 1990, 1997, 1998, 2009, 2012, 2015, 2016, 2017, 2018, 2021
* '''Spænski Ofurbikarinn''': (13)'''
** 1983, 1991, 1992, 1994, 1996, 2005, 2006, 2009, 2010, 2011, 2013, 2016, 2018
* '''Spænski Deildabikarinn: (2)'''
** 1982, 1986
=== Alþjóðlegir Titlar ===
* '''[[Meistaradeild Evrópu]]: (5)'''
** 1991/92, 2005/06, 2008/09, 2010/11, 2014/15
* '''Meistarar Meistaranna''': (4)
** 1979, 1982, 1989, 1997
* '''[[Evrópski ofurbikarinn]]: (5)'''
** 1991/92, 1997, 2009, 2011, 2015
* '''[[Borgakeppni Evrópu í knattspyrnu|Borgakeppni Evrópu]]: (3)'''
** 1958, 1960, 1966
* '''[[Evrópukeppni bikarhafa]]: (4)'''
** 1979, 1982 1989, 1997
* '''HM Félagsliða''': (3)
** 2009, 2011, 2015
== Forsetar í gegnum tíðina ==
* [[Walter Wild]] (1899–1901)
* Bartomeu Terradas (1901–1902)
* Paul Hass (1902–1903)
* Arthur Witty (1903–1905)
* Josep Soler (1905–1906)
* Juli Marial (1906–1908)
* Vicenç Reig (1908)
* [[Hans Gamper]] (1908–1909)
* Otto Gmelin (1909–1910)
* Hans Gamper (1910–1913)
* Francesc Moxo (1913–1914)
* Alvar Presta (1914)
* Joaquim Peris de Vargas (1914–1915)
* Rafael Llopart (1915–1916)
* Gaspar Rosés (1916–1917)
* Hans Gamper (1917–1919)
* Ricard Graells (1919–1920)
* Gaspar Rosés (1920–1921)
* Hans Gamper (1921–1923)
* Eric Cardona (1923–1924)
* Hans Gamper (1924–1925)
* Arcadi Balaguer (1925–1929)
* Tomás Rosés (1929–1930)
* Gaspar Rosés (1930–1931)
* Antoni Oliver (1931)
* Joan Coma (1931–1934)
* Esteve Sala (1934–1935)
* [[Josep Sunyol]] (1935–1936)
* ''Komité'' (1936–1939)
* Joan Soler (1939–1940)
* Enrique Piñeyro Queralt (1940–1942)
* Josep Vidal-Ribas (1942)
* Enrique Piñeyro Queralt (1942–1943)
* Josep Antoni Albert (1943)
* Josep Vendrell (1943–1946)
* Agustí Montal Galobart (1946–1952)
* Enric Martí Carreto (1952–1953)
* Francesc Miró-Sans (1953–1961)
* [[Enric Llaudet]] (1961–1968)
* Narcís de Carreras (1968–1969)
* [[Agustí Montal Costa]] (1969–1977)
* [[Josep Lluís Núñez]] (1978–2000)
* [[Joan Gaspart Solves|Joan Gaspart]] (2000–2003)
* Enric Reyna (2003)
* [[Joan Laporta]] (2003–2010)
* [[Sandro Rosell]] (2010-2014)
* [[Josep Maria Bartomeu]] (2014-2020)
* Joan Laporta (2021-)
==Tölfræði==
<small>''Uppfært 6/11 2021''</small>
===Markahæstu menn===
{|class="wikitable"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Sæti
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Mörk
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|1. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||672||2004-2021
|-
|2. ||{{ESP}}[[César Rodríguez]]||232||1942-1955
|-
|3. ||{{URY}}[[Luis Suárez]]||198||2014-2020
|-
|4. ||{{HUN}}[[László Kubala]]||194||1950-1961
|-
|5. ||{{ESP}}[[Josep Samitier]]||184||1919-1032
|-
|6. ||{{ESP}}[[Josep Escolà]]||167||1934-1949
|-
|7. ||{{PHL}}[[Paulino Alcántara]]||143||1912-1927
|-
|8. ||{{CMR}}[[Samuel Eto'o]]||130||2004-2009
|-
|9. ||{{BRA}}[[Rivaldo]]||130||1997-2002
|-
|10. ||{{ESP}}[[Mariano Martín]]||128||1940-1948
|-
|}
===Flestir leikir===
{|class="wikitable"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Sæti
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Staða
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikir
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|1. ||{{ARG}}[[Lionel Messi]]||FW||778||2004-2021
|-
|2. ||{{ESP}}[[Xavi]]||MF||767||1998-2015
|-
|3. ||{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||MF||674||2002-2018
|-
|4. ||{{ESP}}'''[[Sergio Busquets]]'''||MF||'''644'''||'''2008-'''
|-
|5. ||{{ESP}}[[Carles Puyol]]||DF||593||1999-2014
|-
|6. ||{{ESP}}'''[[Gerard Piqué]]'''||DF||'''579'''||'''2008-'''
|-
|7. ||{{ESP}}[[Migueli]]||DF||549||1973-1989
|-
|8. ||{{ESP}}[[Víctor Valdés]]||GK||535||2002-2014
|-
|9. ||{{ESP}}[[Carles Rexach]]||MF||449||1965-1981
|-
|10. ||{{ESP}}[[Guillermo Amor]]||MF||421||1988-1998
|-
|}
===Þekktir leikmenn===
{|style="font-size:100%;"
|-
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Leikmadur
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|Ár
|-
|{{ARG}}[[Lionel Messi]]||2004-2021
|-
|{{ARG}}[[Diego Maradona]]||1982-1984
|-
|{{ESP}}[[Xavi]]||1998-2015
|-
|{{ESP}}[[Andrés Iniesta]]||2002-2018
|-
|{{ESP}}[[Carles Puyol]]||1999-2014
|-
|{{ESP}}[[Víctor Valdés]]||2002-2014
|-
|{{BRA}}[[Neymar]]||2013-2017
|-
|{{BRA}}[[Ronaldinho]]||2003-2008
|-
|{{BRA}}[[Ronaldo]]||1996-1997
|-
|{{BRA}}[[Rivaldo]]||1997-2000
|-
|{{BRA}}[[Romário]]||1993-1995
|-
|{{URY}}[[Luis Suárez]]||2014-2020
|-
|{{PRT}}[[Deco]]||2004-2008
|-
|{{PRT}}[[Luis Figo]]||1995-2000
|-
|{{CMR}}[[Samuel Eto'o]]||2004-2009
|-
|{{NLD}}[[Johan Cruyff]]||1973-1978
|-
|{{NLD}}[[Ronald Koeman]]||1989-1995
|-
|{{HRV}}[[Ivan Rakitic]]||2014-2020
|-
|{{DNK}}[[Michael Laudrup]]||1989-1994
|-
|{{CIV}}[[Yaya Toure]]||2007-2010
|-
|{{BGR}}[[Hristo Stoichkov]]||1990-1998
|-
|{{HUN}}[[László Kubala]]||1951-1961
|-
|{{ROU}}[[Gheorghe Hagi]]||1994-1996
|-
|{{GER}}[[Bernd Schuster]]||1980-1988
|-
|{{ENG}}[[Gary Lineker]]||1986-1989
|-
|}
===Uppeldisstarf La Masia===
[[Mynd:La Masia (Can Planas) (Barcelona) - 1.jpg|thumb|La Masia, er dæmigert katalónskt bóndabýli, og hefur sinnt hlutverki fyrir uppeldisstarf akademíunar..]]
[[Mynd:Andrés Iniesta 21dec2006.jpg|thumb|[[Andrés Iniesta]], er einn af mörgum leikmönnum sem koma úr uppeldisstarfi FC Barcelona, hann lék sinn fyrsta leik með félaginu árið 2003 og var einn af mikilvægustu leikmönnum FC Barcelona og spænska landsliðsins.]]
[[Mynd:Cesc Fàbregas - Presentation.jpg|thumb|[[Cesc Fàbregas]] í leik með FC Barcelona 15 ágúst árið 2011.]]
FC Barcelona hefur lagt mikla áherslu á uppeldisstarf sitt í La Masia, þar hafa margir af bestu leikmönnum heims tekið sín fyrstu skref síðan það hófst árið 1979,<ref>[http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history "La Masia history".] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20150528041218/http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history |date=2015-05-28 }} {{Wayback|url=http://www.fcbarcelona.com/club/facilites-and-services/detail/card/la-masia-history |date=20150528041218 }} fcbarcelona.com. Läst 19 juli 2015. {{en}}</ref> í spænska landsliðinu sem vann [[HM 2018]] voru 9 leikmanna liðsins aldir upp í akademíu La Masia.
'''Landsliðsmenn sem ólust upp í La Masia''':
{| class="wikitable"
|- style="text-align: center; background-color: Azure2;"
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Nafn'''
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Landsleikir (mörk)'''
! style="background:#0000cd; color:#ffff00; border:2px solid #dc143c;"|'''Landslið'''
|-
|[[Lionel Messi|Lionel Andrés Messi]]
|142 (71)
|{{fáni|Argentína}}
|-
|[[Xavi|Xavier Hernández i Creus]]
|133 (13)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Andrés Iniesta|Andrés Iniesta Luján]]
|131 (14)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergio Busquets|Sergio Busquets i Burgos]]
|121 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Cesc Fabregas|Francesc Fàbregas i Soler]]
|110 (15)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Giovani|Giovani dos Santos Ramírez]]
|106 (19)
|{{fáni|Mexíkó}}
|-
|[[Gerard Piqué|Gerard Piqué i Bernabeu]]
|102 (5)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Carles Puyol|Carles Puyol i Saforcada]]
|100 (3)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jordi Alba|Jordi Alba i Ramos]]
|71 (8)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Pedro|Pedro Rodríguez Ledesma]]
|65 (17)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergi|Sergi Barjuan i Esclusa]]
|56 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Josef Guardiola|Josep Guardiola i Sala]]
|47
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jonathan|Jonathan dos Santos Ramírez]]
|45 (3)
|{{fáni|Mexíkó}}
|-
|[[Thiago|Thiago Alcántara do Nascimento]]
|40 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Amor|Guillermo Amor Martínez]]
|37 (4)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Pepe Reina|José Manuel Reina Páez]]
|36
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ferrer|Albert Ferrer i Llopis]]
|36
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Francisco José Carrasco Hidalgo]]
|35 (5)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Thiago Motta]]
|30 (1)
|{{fáni|Ítalía}}
|-
|[[Vitoria Valdes|Víctor Valdés i Arribas]]
|20
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ramon Maria Calderé i Rey]]
|18 (7)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Luis Javier García Sanz]]
|18 (4)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Albert Luque|Albert Luque i Martos]]
|18 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Carles Rexach|Carles Rexach i Cerdà]]
|15 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Marc Bartra|Marc Bartra i Aregall]]
|14
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Sergi Roberto|Sergi Roberto Carnicer]]
|10 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jordi Cruijff|Johan Jordi Cruijff]]
|9 (1)
|{{fáni|Holland}}
|-
|[[Gerard|Gerard López Segú]]
|6 (2)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Cristóbal Parralo Aguilera]]
|6
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Javier Moreno Varela]]
|5 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Iván de la Peña|Iván de la Peña López]]
|5
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Ansu Fati]]
|4 (1)
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Jeffrén|Jeffrén Isaac Suárez Bermúdez]]
|4
|{{fáni|Venesúela}}
|-
|[[Albert Celades|Albert Celades i López]]
|4
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Gabi|Gabriel Garcia de la Torre]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Francisco Joaquín Pérez Rufete]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Luis Milla|Luis Milla Aspas]]
|3
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Rafinha|Rafael Alcântara do Nascimento]]
|2
|{{fáni|Brasilía}}
|-
|[[Sergio García|Sergio García de la Fuente]]
|2
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Fernando Navarro|Fernando Navarro Corbacho]]
|2
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Bojan|Bojan Krkić i Pérez]]
|1
|{{fáni|Spánn}}
|-
|[[Gai Yigaal Assulin]]
|1
|{{fáni|Ísrael}}
|-
|[[Haruna Babangida]]
|1
|{{fáni|Nígería}}
|}
==Heimildir==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= History of FC Barcelona|mánuðurskoðað= 19. apríl.|árskoðað= 2021 }}
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references/></div>
[[Flokkur:Spænsk knattspyrnufélög]]
[[Flokkur:Barselóna]]
[[Flokkur:stofnað 1899]]
kc8va5ehf46vb6anwofeetn45d9fos8
Peníkí
0
94343
1764673
1739829
2022-08-13T15:46:50Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Peniki]] á [[Peníkí]]
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Peniki (þorp)
|Skjaldarmerki=Coat of arms of Penikovskoye (Peniki) Rural Settlement 2nd.png
|Land=Rússland
|lat_dir=N | lat_deg=59 | lat_min=55.03
|lon_dir=E | lon_deg=29 | lon_min=38.31
|Íbúafjöldi=1207 (2010)
|Flatarmál=
|Póstnúmer=188530
|Web=
}}
'''Peniki''' ([[rússneska]]: '''Пе́ники''', [[Alþjóðlega hljóðstafrófið|IPA]]: {{IPA link|[ˈpʲenʲɪkʲɪ]}}; [[finnska]]: '''Penikkala''') er þorp sem stendur við Lomonosovfylki, [[Leníngrad Oblast]] í [[Rússland]]i. Þar búa 1207 manns.
== Lýðfræði ==
<timeline>
ImageSize = width:450 height:300
PlotArea = left:40 right:40 top:20 bottom:20
TimeAxis = orientation:vertical
AlignBars = justify
Colors =
id:gray1 value:gray(0.9)
DateFormat = yyyy
Period = from:0 till:1335
ScaleMajor = unit:year increment:500 start:0 gridcolor:gray1
PlotData =
bar:1838 color:gray1 width:1
from:0 till:92 width:15 text:92 textcolor:red fontsize:8px
bar:1848 color:gray1 width:1
from:0 till:124 width:15 text:124 textcolor:red fontsize:8px
bar:1862 color:gray1 width:1
from:0 till:143 width:15 text:143 textcolor:red fontsize:8px
bar:1885 color:gray1 width:1
from:0 till:155 width:15 text:155 textcolor:red fontsize:8px
bar:1928 color:gray1 width:1
from:0 till:253 width:15 text:253 textcolor:red fontsize:8px
bar:1965 color:gray1 width:1
from:0 till:360 width:15 text:360 textcolor:red fontsize:8px
bar:1990 color:gray1 width:1
from:0 till:732 width:15 text:732 textcolor:red fontsize:8px
bar:1997 color:gray1 width:1
from:0 till:1309 width:15 text:1309 textcolor:red fontsize:8px
bar:2002 color:gray1 width:1
from:0 till:1007 width:15 text:1007 textcolor:red fontsize:8px
bar:2007 color:gray1 width:1
from:0 till:1335 width:15 text:1335 textcolor:red fontsize:8px
bar:2010 color:gray1 width:1
from:0 till:1207 width:15 text:1207 textcolor:red fontsize:8px
</timeline>
== Tenglar ==
* [http://peniki47.ru Opinber vefsíða]
{{commons|Category:Peniki}}
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
ohl70nlb5xiaya20q1w5bqgpwc45x46
Sakhalínfylki
0
96032
1764697
1727480
2022-08-13T15:55:59Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Sakalínfylki]] á [[Sakhalínfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map of Russia - Sakhalin Oblast (2008-03).svg|300px|thumb]]
'''Sakalínfylki''' ([[rússneska]]: Сахалинская область, Sahalínskaja óblast') er fylki ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Árið [[2010]] var íbúafjöldi Sakalínfylkis 510.834.<ref name="GKS_2010">[http://www.gks.ru/bgd/free/b10_107/IssWWW.exe/Stg//%3Cextid%3E/%3Cstoragepath%3E::%7Ctab1-03-09.xls Изменение численности постоянного населения по субъектам Российской Федерации по компонентам]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }} MS Excel документ</ref>
Fylkið nær yfir eyjuna [[Sakalín]], [[Kúríleyjar]] og smáeyjar.
== Neðanmálsgreinar ==
<div class="references-small"><references/></div>
{{commonscat|Sakhalin Oblast|Sakalínfylki}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
51j68jlrku3qo0vxflv99evtom3uhmu
Söngfuglar
0
103585
1764738
1391908
2022-08-14T00:04:33Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Söngfuglar
| image = Lyrebird.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = ''Söngfuglar''
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| subregnum =
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| superfamilia = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| familia = [[Söngfugl|Söngfuglar]] ('''''Passeri''''')
| subfamilia =
| genus =
| species =
| binomial =
| binomial_authority =
}}
'''Söngfuglar''' eru [[fugl]]ar sem tilheyra [[Undirættbálkur|undirætbálknum]] '''Passeri'''.
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Söngfuglar]]
b4n6inm7m3ri571j23fz4r3exeaatwy
Sakha
0
109110
1764707
1727753
2022-08-13T16:04:08Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Saka]] á [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Sakha in Russia.svg|thumb|right|300px|Kort sem sýnir mikið landflæmi sjálfstjórnarlýðveldisins Saka í Rússneska sambandsríkinu.]]
[[Mynd:Sakha Yakutia rep.png|right|thumb|250px]]
'''Sjálfstjórnarlýðveldi Saka''' eða '''Jakútía''' ([[rússneska]]: Респу́блика Саха́ (Яку́тия), ''Respublika Sakha'' (''Jakutija''); [[jakútíska]]: Саха Өрөспүүбүлүкэтэ, ''Sakha Öröspüübülükete'') er [[sjálfstjórnarlýðveldi]] í [[Rússland]]i. Það nær yfir hálft alríkisumdæmið [[Austurlönd fjær (alríkisumdæmi)|Austurlönd fjær]] og er stærsta stjórnsýsluumdæmi heims. Höfuðstaður lýðveldisins er borgin [[Jakútsk]] og íbúafjöldi þess er um 950 þúsund, aðallega Rússar og Jakútar.
Víðáttur Saka eru gríðarmiklar eða um 3.083.523 km<sup>2</sup> (2010), og því er landið um þrjátíu sinnum stærra en Ísland. Það er stærra en Argentína og ögn minna en Indland. Íbúarnir eru tæplega ein milljón. Höfuðborg þess er Jakútsk. Landið nær yfir þrjú tímabelti. Á þessum miklu víðáttum snýst sumarið um að draga björg í bú fyrir ískaldan vetur þar sem frostið getur farið niður fyrir 65 gráður. Á sumrin getur hitinn hins vegar farið yfir 45 gráður.
Saka er eitt auðugasta sjálfstjórnarhérað Rússlands og telst eitt tuttugu lýðvelda innan rússneska sambandslýðveldisins, sem hafa eigin stjórnarskrá og fjárlög.
== Saga ==
Nafnið Jakútía eða Saka er dregið af nafni sem þeir íbúar svæðisins af ýmsum [[tyrkir|tyrkneskum]] uppruna, sem komu þangað fyrst á [[síðmiðaldir|síðmiðöldum]], notuðu. Þeir kölluðu sig [[Sakar|Saka]], en [[Evenkar]] sem bjuggu fyrir í [[Síbería|Síberíu]], kölluðu þá „Jakó“ og þaðan fengu Rússar nafnið þegar þeir hófu að leggja svæðið undir sig snemma á 17. öld.
Frumbyggjarnir, Jakútar, eru leifar indjánaþjóðar sem fluttist til Norður-Ameríku. Þjóðarbrot þetta varð eftir á sléttum Síberíu og blandaðist mongólskum nágrönnum sínum. Tungumálið sem Jakútar tala í dag er skylt tyrkneskum málaættum. Jakútar hafa verið taldir friðsælir í aldanna rás, en reyndar verið milli steins og sleggju heimsvaldasinna. Fyrst undir Djengis Khan, hinum herskáa leiðtoga Mongóla. Árið 1633 byrjuðu rússneskir nýlenduherir svo að gera vart við sig, en Rússar voru á þeim tíma að leggja undir sig sléttur Síberíu. Árið 1642 lögðu Rússar síðan grunninn að höfuðborg Saka, sem ber nafnið Jakútsk enn þann dag í dag. Rússar byggðu borgina á bökkum fljótsins Lenu, sem er 7 km breitt þar sem það er breiðast, til að geta varist óvæntum árásum. Í tímans rás hefur borgin vaxið og dafnað sem miðstöð stjórnsýslu héraðsins. Þar má einnig finna nokkur söfn, tónlistarskóla, leiklistarskóla, háskóla og leikhús.
Síbería hefur verið talin kjörinn staður fyrir fólk með sem sýndi mótþróa gegn ríkjandi stjórn og á það jafnt við um gamla keisaradæmið og fyrrum Sovétríkin. Er það bæði vegna hrjóstrugra aðstæðna og mikillar fjarlægðar frá umheiminum. Stalín leiðtogi Sovétríkjanna lét senda menn nauðuga í þröngum flutningavögnum, í milljónatali, til Síberíu í þrælabúðir. Stór hluti fólksins, sem var óvant gríðarlegum kuldanum og lélegum aðbúnaði, sneri aldrei aftur til síns heima.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Sakha Republic|mánuðurskoðað = 20. ágúst |árskoðað = 2012}}
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1928213 „Jakútar þarfnast hjálpar”] Viðtal við Kjuregej Alexöndru í Morgunblaðinu 21. febrúar 1999.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1887535 „Myndlist Jakúta”] Umfjöllun Morgunblaðsins frá 21. september 1997 um sýningu í Nýlistasafninu í Reykjavík.
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1790343 „Náttúrubörn Síberíu - Á ljóshraða inn í tuttugustu öldina”] Grein eftir Ara Alexander Magnússon í Morgunblaðinu 15. ágúst 1993
{{Commonscat|Sakha}}
{{stubbur|landafræði}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Sjálfstjórnarlýðveldi í Rússlandi]]
79hy6tnwykdmw9r92unjy9uam06doym
Astrakhanj
0
120968
1764747
1450884
2022-08-14T03:22:48Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Astrakhan]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhan]]
nq833scpnb2bnge2qlh7xjr594i36yw
А́страхань
0
120969
1764762
1450885
2022-08-14T03:25:18Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Astrakhan]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhan]]
nq833scpnb2bnge2qlh7xjr594i36yw
Grozníj
0
122301
1764665
1748834
2022-08-13T15:44:08Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Grosní]] á [[Grozníj]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Grozny.png|thumb|right|Frá Grosní]]
'''Grosní''' ([[rússneska]] ''Грозный''; [[téténska]] ''Соьлжа-Гӏала'' ''Sölƶa-Ġala'') er [[höfuðstaður]] [[fylki]]sins [[Téténía|Téténíu]] í [[Rússland]]i. Hún stendur við bakka árinnar [[Sunza]]. Íbúar voru rúmlega 270 þúsund árið 2010. Borgin var stofnuð af Rússum sem [[virki]] árið [[1818]] í [[Stríðið um Kákasus|Stríðinu um Kákasus]]. Upphaflegir íbúar voru þá [[kósakkar]]. [[Sovétríkin]] litu á kósakka sem ógn og hvöttu [[téténar|téténa]] og [[ingúsjetar|ingúsjeta]] til að flytjast til borgarinnar. Þegar þeir gerðu uppreisn gegn stjórninni [[1944]] voru þeir fluttir burt nauðungarflutningum og margir þeirra drepnir. Borgin varð því aftur fyrst og fremst byggð Rússum. Téténar fengu að snúa aftur árið [[1957]] sem skapaði [[uppþotin í Grosní 1958|hörð átök]] milli þjóðarbrota í borginni. Eftir [[fall Sovétríkjanna]] varð Grosní höfuðborg [[Téténska lýðveldið Itkería|Téténska lýðveldisins Itkeríu]] undir forystu [[Dzúkar Dúdajev]]s. Rússar lögðu borgina aftur undir sig í [[Fyrsta stríðið um Téténíu|Fyrsta stríðinu um Téténíu]] [[1994]]-[[1996]]. Aðskilnaðarsinnar náðu borginni aftur árið [[1996]] og síðan aftur Rússar eftir [[Annað stríðið um Téténíu]] [[1999]]-[[2000]]. Borgin var að mestu lögð í rúst í loftárásum rússneska hersins þegar setið var um hana í lok seinna Téténíustríðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. febrúar|ár=2000|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Rússar réðust í miklar breytingar á borginni í kjölfarið.
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur}}
{{s|1818}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
[[Flokkur:Téténía]]
1aayix4cma32du0q9m4wwedla717gug
Sjálfstjórnarlýðveldi Saka
0
123306
1764755
1462559
2022-08-14T03:24:08Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Респу́блика Саха́
0
123307
1764764
1462560
2022-08-14T03:25:38Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Яку́тия
0
123308
1764767
1462561
2022-08-14T03:26:08Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Respublika Sakha
0
123309
1764753
1462562
2022-08-14T03:23:48Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Jakutija
0
123310
1764749
1462563
2022-08-14T03:23:08Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Саха Республиката
0
123311
1764765
1462564
2022-08-14T03:25:48Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Sakha Respublikata
0
123312
1764754
1462565
2022-08-14T03:23:58Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Andreas Christensen
0
125325
1764647
1590638
2022-08-13T15:33:03Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:ACvsQarabag17.png|thumb|Christensen með [[Chelsea FC]].]]
'''Andreas Bødtker Christensen''' (f. 10. apríl 1996) er [[Danmörk|danskur]] knattspyrnumaður sem spilar sem varnarmaður fyrir [[F.C. Barcelona]] og danska landsliðinu.
Christensen hóf ferilinn með Skjold Birkerød og fór síðar til Brøndby. Hann gekk til liðs við Chelsea 15 ára árið 2012 og var þar í 10 ár.
Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2015 og fór á [[HM 2018]] og [[EM 2020]].
{{f|1996}}
[[Flokkur:Danskir knattspyrnumenn|Christensen, Andreas]]
hlzq0g3bth444r1npod87m5b363tmra
1764648
1764647
2022-08-13T15:33:46Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Andreas Christensen 2019.jpg|thumb|Andreas Christensen, 2019.]]
[[Mynd:ACvsQarabag17.png|thumb|Christensen með [[Chelsea FC]].]]
'''Andreas Bødtker Christensen''' (f. 10. apríl 1996) er [[Danmörk|danskur]] knattspyrnumaður sem spilar sem varnarmaður fyrir [[F.C. Barcelona]] og danska landsliðinu.
Christensen hóf ferilinn með Skjold Birkerød og fór síðar til Brøndby. Hann gekk til liðs við Chelsea 15 ára árið 2012 og var þar í 10 ár.
Hann hefur spilað með danska landsliðinu frá 2015 og fór á [[HM 2018]] og [[EM 2020]].
{{f|1996}}
[[Flokkur:Danskir knattspyrnumenn|Christensen, Andreas]]
psxkywh4olbo6uyhah0ickmv6ixh1e9
Ästerxan
0
126627
1764761
1479726
2022-08-14T03:25:08Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Astrakhan]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhan]]
nq833scpnb2bnge2qlh7xjr594i36yw
حاجیترخان
0
126628
1764768
1479727
2022-08-14T03:26:18Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Astrakhan]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhan]]
nq833scpnb2bnge2qlh7xjr594i36yw
Haji-Tarkhan
0
126629
1764748
1479728
2022-08-14T03:22:58Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Astrakhan]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhan]]
nq833scpnb2bnge2qlh7xjr594i36yw
Грозный
0
129322
1764763
1497448
2022-08-14T03:25:28Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Grozníj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Grozníj]]
kkvmcdur1al56rroare1glsozlme8pv
Соьлжа-Гӏала
0
129323
1764766
1497451
2022-08-14T03:25:58Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Grozníj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Grozníj]]
kkvmcdur1al56rroare1glsozlme8pv
Sölƶa-Ġala
0
129324
1764758
1497452
2022-08-14T03:24:38Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Grozníj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Grozníj]]
kkvmcdur1al56rroare1glsozlme8pv
Eiginlegar uglur
0
132257
1764649
1601890
2022-08-13T15:36:10Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Íslenski Frjálsi Vefurinn færði [[Ugluætt]] á [[Eiginlegar uglur]]: skv. Undraveröld dýranna: fuglar bls. 9
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Ugluætt
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] (''Strigiformes'')
| familia = [[Ugluætt]] (''Strigidae'')
| binomial_authority = ([[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]])
}}
'''Ugluætt''' er ein af tveimur fjölskyldum [[Uglur|ugla]], hin er [[turnuglur]] (Tytonidae). Í flokkunarfræði Sibley-Ahlquist eru [[húmgapar]] settir í ættbálk ugla, en hér eru eiginlegar uglur flokkaðar í undirættina Striginae. Nýrri rannsóknir styðja þetta ekki og skyldleiki ugla almennt er enn óráðinn. Þessi stóra fjölskylda inniheldur um 189 lifandi tegundir í 25 ættkvíslum. Eiginlegar uglur eru mjög útbreiddar og finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.
== Útlit ==
Eiginlegar uglur eru mismunandi að stærð en þótt smæsta tegundin ''Micrathene whitneyi'' sé aðeins einn hundraðasti af stærð stærstu uglunnar (sem er úfurinn, ''Bubo bubo)'', þá er líkamsbygging þeirra svipuð.<ref name="HBW">Marks, J. S.; Cannings, R.J. and Mikkola, H. (1999). "Family Strigidae (Typical Owls)". ''In'' del Hoyo, J.; Elliot, A. & Sargatal, J. (eds.) (1999). ''[[Handbook of the Birds of the World]]. Volume 5: Barn-Owls to Hummingbirds.'' Lynx Edicions. ISBN 84-87334-25-3</ref> Þær eru oft með stórt höfuð, lítið stél og mikinn fiðurbúning.
== Heimildir ==
*{{wpheimild|tungumál=en|titill=True owl|mánuðurskoðað=9. janúar|árskoðað=2016}}
== Tilvísanir ==
<references/>
[[Flokkur:Ugluætt]]
kc527f9k95x7ykeh3727snk9fc2t0gg
1764651
1764649
2022-08-13T15:37:26Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Ugluætt
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] (''Strigiformes'')
| familia = [[Ugluætt]] (''Strigidae'')
| binomial_authority = ([[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]])
}}
'''Eiginlegar uglur''' ([[fræðiheiti]]: ''Strigidae'') er ein af tveimur fjölskyldum [[Uglur|ugla]], hin er [[turnuglur]] (Tytonidae). Í flokkunarfræði Sibley-Ahlquist eru [[húmgapar]] settir í ættbálk ugla, en hér eru eiginlegar uglur flokkaðar í undirættina Striginae. Nýrri rannsóknir styðja þetta ekki og skyldleiki ugla almennt er enn óráðinn. Þessi stóra fjölskylda inniheldur um 189 lifandi tegundir í 25 ættkvíslum. Eiginlegar uglur eru mjög útbreiddar og finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.
== Útlit ==
Eiginlegar uglur eru mismunandi að stærð en þótt smæsta tegundin ''Micrathene whitneyi'' sé aðeins einn hundraðasti af stærð stærstu uglunnar (sem er úfurinn, ''Bubo bubo)'', þá er líkamsbygging þeirra svipuð.<ref name="HBW">Marks, J. S.; Cannings, R.J. and Mikkola, H. (1999). "Family Strigidae (Typical Owls)". ''In'' del Hoyo, J.; Elliot, A. & Sargatal, J. (eds.) (1999). ''[[Handbook of the Birds of the World]]. Volume 5: Barn-Owls to Hummingbirds.'' Lynx Edicions. ISBN 84-87334-25-3</ref> Þær eru oft með stórt höfuð, lítið stél og mikinn fiðurbúning.
== Heimildir ==
*{{wpheimild|tungumál=en|titill=True owl|mánuðurskoðað=9. janúar|árskoðað=2016}}
== Tilvísanir ==
<references/>
[[Flokkur:Ugluætt]]
gsk1peopdtublfslmpqik68tfcd7a49
1764737
1764651
2022-08-14T00:00:51Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Eiginlegar uglur
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Uglur]] (''Strigiformes'')
| familia = [[Ugluætt]] (''Strigidae'')
| binomial_authority = ([[Carl Linnaeus|Linnaeus]], [[10th edition of Systema Naturae|1758]])
}}
'''Eiginlegar uglur''' ([[fræðiheiti]]: ''Strigidae'') er ein af tveimur fjölskyldum [[Uglur|ugla]], hin er [[turnuglur]] (Tytonidae). Í flokkunarfræði Sibley-Ahlquist eru [[húmgapar]] settir í ættbálk ugla, en hér eru eiginlegar uglur flokkaðar í undirættina Striginae. Nýrri rannsóknir styðja þetta ekki og skyldleiki ugla almennt er enn óráðinn. Þessi stóra fjölskylda inniheldur um 189 lifandi tegundir í 25 ættkvíslum. Eiginlegar uglur eru mjög útbreiddar og finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu.
== Útlit ==
Eiginlegar uglur eru mismunandi að stærð en þótt smæsta tegundin ''Micrathene whitneyi'' sé aðeins einn hundraðasti af stærð stærstu uglunnar (sem er úfurinn, ''Bubo bubo)'', þá er líkamsbygging þeirra svipuð.<ref name="HBW">Marks, J. S.; Cannings, R.J. and Mikkola, H. (1999). "Family Strigidae (Typical Owls)". ''In'' del Hoyo, J.; Elliot, A. & Sargatal, J. (eds.) (1999). ''[[Handbook of the Birds of the World]]. Volume 5: Barn-Owls to Hummingbirds.'' Lynx Edicions. ISBN 84-87334-25-3</ref> Þær eru oft með stórt höfuð, lítið stél og mikinn fiðurbúning.
== Heimildir ==
*{{wpheimild|tungumál=en|titill=True owl|mánuðurskoðað=9. janúar|árskoðað=2016}}
== Tilvísanir ==
<references/>
[[Flokkur:Ugluætt]]
pyy3kya7bgnifuotjzsuyocwovl8vpa
Strigidae
0
132263
1764757
1520556
2022-08-14T03:24:28Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Eiginlegar uglur]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Eiginlegar uglur]]
c8ydmood8qdpqywy6hja8dmcbdez4ij
Arkangelskfylki
0
137431
1764746
1555961
2022-08-14T03:22:38Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Arkhangelsk-fylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Arkhangelsk-fylki]]
n13znpjdzkoo7zl19xm0m25qu472ehf
Rjazan
0
144030
1764659
1604647
2022-08-13T15:42:29Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Rjasan]] á [[Rjazan]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Uspenski Catherdral. Ryazan1.JPG|thumb|Rjasan.]]
'''Rjasan''' ( [[rússneska]]: '''Рязань''') er borg, og höfuðstaður [[Rjasan-hérað]]s í [[Rússland]]i, staðsett við ánna [[Oka]], 196 kílómetrum suðaustur af [[Moskva|Moskvu]]. Um 525.000 búa í borginni (2010).
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
5c9u6aig7xap78k2s2jygcw34z1gyup
Gelendzhík
0
144516
1764663
1596525
2022-08-13T15:43:11Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Gelendzhik]] á [[Gelendzhík]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Gelendzhik View of the city IMG 8367 1725.jpg|thumb|Gelendzhik.]]
[[Mynd:Gelendzhik town and the Gelendzhik Bay of the Black Sea view.jpg|thumb|Gelendzhik og Svartahaf.]]
'''Gelendzhik''' ([[rússneska]]: Геленджи́к) er hafnarborg í [[Krasnodarfylki]] í [[Rússland]]i. Borgin stendur við norðaustanvert [[Svartahaf]]. Íbúar eru um 55.000 (2010). Nafn borgarinnar er komið úr [[tyrkneska|tyrknesku]] en [[Ottómanveldið]] var þar með verslun áður en Rússar náðu yfirráðum.
Í dag er borgin vinsæll sumarleyfisstaður. [[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu]] var með bækistöðvar sínar í borginni fyrir [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2018]].
==Heimild==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill=
Gelendzhik|mánuðurskoðað= 10. júní|árskoðað= 2018 }}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
k1wrn2o68nelhd07fqykj5kll6jqk1h
Petropavlovsk-Kamchatsky
0
144799
1764752
1597902
2022-08-14T03:23:38Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]]
ncnmgb22df6l21ks9g6xo8n8da0za26
Azov
0
144813
1764667
1598252
2022-08-13T15:45:32Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Asov]] á [[Azov]]
wikitext
text/x-wiki
'''Asov''' (rússneska Азов) er borg skammt ofan við ósa árinnar [[Don]] í [[Rússland|Rússlandi]] þar sem hún rennur í [[Asovshaf]]. Asov er [[hafnarborg]] með um 83 þúsund íbúa ([[2010]]). Ofar við ána er borgin [[Rostov]] sem er mun stærri borg. [[Snorri Sturluson]] taldi að [[Óðinn]] og [[æsir]] hefðu komið frá þessu svæði til [[Norðurlöndin|Norðurlanda]] á sínum tíma eins og hann segir frá í [[Heimskringla|Heimskringlu]] og að þar hafi [[Ásgarður]] verið. [[Thor Heyerdahl]] gekkst fyrir [[Fornleifauppgröftur|fornleifauppgreftri]] á þessum slóðum árið [[2001]] og hugðist halda rannsóknum áfram árið eftir, en ekkert varð úr því þar sem að hann dó það ár.
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
35037ik22wshu66p2b475s8xf688zhm
Kazan
0
149171
1764671
1705159
2022-08-13T15:46:11Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kasan]] á [[Kazan]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:KAZ Collage 2015.png|thumb|Kasan.]]
'''Kasan''' ([[rússneska]]: Казань; [[Tatar]]: Казан) er höfuðborg og stærsta [[borg]] lýðveldisins [[Tatarstan]] í [[Rússland|Rússneska sambandsríkinu]]. Íbúar Kasan eru 1.243.500 (2018) og er borgin sjötta fjölmennasta borg Rússlands. Kasan þykir mikilvæg Rússlandi í trúarlegu, efnahagslegu, pólitísku og vísindalegu tilliti. Hún er ein af mennta-, menningar- og íþróttamiðstöðvum Rússlands. Borgin liggur þar sem fljótin [[Volga]] og [[Kasanka]] mætast, um 715 km austur af [[Moskva|Moskvu]].
Eitt helsta kennileiti borgarinnar er Kasan-kremlið sem er borgarvirki á heimsminjaskrá [[UNESCO]].
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Kazan|mánuðurskoðað = 19. febrúar |árskoðað = 2019}}
{{stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
3gk7df9lslah20p5o1190b374c4fy5p
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1764624
1764549
2022-08-13T14:06:27Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[File:Meradalir 2022-08-04.jpg|200px|right||alt=Eldgosið við Meradali 2022|link=Eldgosið við Meradali 2022]]
* [[12. ágúst]]: Rithöfundurinn '''[[Salman Rushdie]]''' er stunginn í hálsinn þegar hann flytur fyrirlestur í [[New York]].
* [[10. ágúst]]: '''[[Drífa Snædal]]''' segir af sér sem forseti [[Alþýðusamband Íslands|Alþýðusambandsins]].
* [[3. ágúst]]: '''[[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]]''' (''sjá mynd'') hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgosið við Meradali]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[Þuríður Pálsdóttir]] (12. ágúst) • [[Anne Heche]] (12. ágúst) • [[Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)|Eiríkur Guðmundsson]] (8. ágúst) • [[Olivia Newton-John]] (8. ágúst) • [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí) • [[Kristbjörn Albertsson]] (18. júlí)
72j00g7yxq2ezbsp3kyuxt58hbvm5vd
Kostromafylki
0
157452
1764699
1674026
2022-08-13T15:56:24Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kostrómafylki]] á [[Kostromafylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Kostroma_Oblast.svg|thumb|300px|Kostrómafylki innan Rússlands]]
'''Kostrómafylki''' ([[rússneska]]: ''Костромска́я о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Kostróma]]. Íbúafjöldi var 667,562 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
rx189suuvmit247qre0f5sq4tdekoq7
Nízhníj-Novgorodfylki
0
157462
1764675
1674088
2022-08-13T15:50:24Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Nisjníj-Novgorodfylki]] á [[Nízhníj-Novgorodfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map of Russia - Nizhny Novgorod Oblast.svg|thumb|300px|Nisjníj-Novgorodfylki innan Rússlands]]
'''Nisjníj-Novgorodfylki''' ([[rússneska]]: ''Нижегородская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Nízhníj Novgorod]]. Íbúafjöldi var 3,310,597 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
m89mpl1qikrbn96671irm6b71qfcjuo
Nizhny Novgorod Oblast
0
157463
1764705
1674090
2022-08-13T16:01:40Z
TKSnaevarr
53243
Breytti tilvísun frá [[Nisjníj-Novgorodfylki]] til [[Nízhníj-Novgorodfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#REDIRECT [[Nízhníj-Novgorodfylki]]
6jnhob9m0i1u1x3avo9t8ujpl6z3h59
Kalíníngradfylki
0
157470
1764687
1674097
2022-08-13T15:53:04Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kaliníngradfylki]] á [[Kalíníngradfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Kaliningrad_Oblast.svg|thumb|300px|Kaliníngradfylki innan Rússlands]]
'''Kaliníngradfylki''' ([[rússneska]]: ''Калинингра́дская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Kaliníngrad]]. Íbúafjöldi var 941,873 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
nvg2n2i7lf2big950nbvx3z9ksaslbk
Ívanovofylki
0
157472
1764685
1674099
2022-08-13T15:52:44Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Ívanovófylki]] á [[Ívanovofylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Ivanovo_Oblast.svg|thumb|300px|Ívanovófylki innan Rússlands]]
'''Ívanovófylki''' ([[rússneska]]: ''Ива́новская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Ívanovó]]. Íbúafjöldi var 1,061,651 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
tk57yk6vtjd8xt9ia6lad6vmpij5wdx
Volgogradfylki
0
157473
1764679
1674100
2022-08-13T15:51:19Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Volgógradfylki]] á [[Volgogradfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Volgograd_Oblast.svg|thumb|300px|Volgógradfylki innan Rússlands]]
'''Volgógradfylki''' ([[rússneska]]: ''Волгогра́дская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Volgógrad]]. Íbúafjöldi var 2,610,161 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
7o55mxxuz0glii7au4l0d24gubh5ar8
Tsjeljabínskfylki
0
157475
1764693
1674106
2022-08-13T15:54:59Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Tsjeljabinskfylki]] á [[Tsjeljabínskfylki]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Chelyabinsk_in_Russia.svg|thumb|300px|Tsjeljabinskfylki innan Rússlands]]
'''Tsjeljabinskfylki''' ([[rússneska]]: ''Челя́бинская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Tsjeljabinsk]]. Íbúafjöldi var 3,476,217 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
av6oycu2mta26klg3fsr6ikg6ktselp
Tsjeljabínsk-fylki
0
157477
1764759
1674108
2022-08-14T03:24:48Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Tsjeljabínskfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Tsjeljabínskfylki]]
0yut4xs6zeqg43ygmdx1quvciuf3i9d
Kemerovofylki
0
157479
1764701
1674110
2022-08-13T15:56:52Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kemeróvofylki]] á [[Kemerovofylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Kemerovo_in_Russia.svg|thumb|300px|Kemeróvofylki innan Rússlands]]
'''Kemeróvofylki — Kusbass''' ([[rússneska]]: ''Ке́меровская о́бласть — Кузбасс'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Kemeróvo]]. Íbúafjöldi var 2,763,135 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
94j406x62yqouu1ntabmcorl0wo6mpb
Rjazanfylki
0
157506
1764689
1674221
2022-08-13T15:54:00Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Rjasanfylki]] á [[Rjazanfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Ryazan_Oblast.svg|thumb|300px|Rjasanfylki innan Rússlands]]
'''Rjasanfylki''' ([[rússneska]]: ''Ряза́нская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Rjasan]]. Íbúafjöldi var 1,154,114 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
hb8pu4yzq2qgehm94nasbxbt3l7qkam
Vladímírfylki
0
157514
1764677
1674230
2022-08-13T15:51:05Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Vladimírfylki]] á [[Vladímírfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Vladimir_Oblast.svg|thumb|300px|Vladimírfylki innan Rússlands]]
'''Vladimírfylki''' ([[rússneska]]: ''Влади́мирская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Vladimír]]. Íbúafjöldi var 1,443,693 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
5462v2hp5c9ylhg0ju6ytugv2c3ur2b
Voronezhfylki
0
157515
1764691
1674231
2022-08-13T15:54:35Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Voronesjfylki]] á [[Voronezhfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Voronezh_Oblast.svg|thumb|300px|Voronesjfylki innan Rússlands]]
'''Voronesjfylki''' ([[rússneska]]: ''Воронежская о́бласть'') er [[fylki]] ([[oblast]]) í [[Rússland]]i. Höfuðstaður fylkisins er [[Voronesj]]. Íbúafjöldi var 2,335,380 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
extw2jasuetg4crgnrqb38mdflrm8lu
Stavropolfylki
0
157521
1764695
1674239
2022-08-13T15:55:34Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Stavrópolfylki]] á [[Stavropolfylki]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Map_of_Russia_-_Stavropol_Krai.svg|thumb|300px|Stavrópolfylki innan Rússlands]]
'''Stavrópolfylki''' ([[Rússneska|rússnesku]]: Ставропо́льский край, Stavropolsky kray) er landshluti (край) innan [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]] og ein 83 eininga þess. Höfuðstaður fylkisins er [[Stavrópol]]. Íbúafjöldi var 2,786,281 árið [[2010]].
{{stubbur|Rússland}}
{{Stjórnsýsluskipting Rússlands}}
[[Flokkur:Fylki í Rússlandi]]
liru6nbvodtio08aom0l137auqzngn7
Voronezh
0
157526
1764657
1674249
2022-08-13T15:41:58Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Voronesj]] á [[Voronezh]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Voronezh collage.png|thumb|Voronesj.]]
'''Voronesj''' ([[rússneska]]: Воронеж) er [[borg]] í [[Rússland]]i. Mannfjöldi var um það bil 1,047 milljónir árið [[2018]].
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
h6xti6aew3olm0lkici5ehffrheqoj7
Ízhevsk
0
157676
1764669
1675236
2022-08-13T15:45:52Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Izhevsk]] á [[Ízhevsk]]
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Svyato_Mihailovsky_Cathedral_Izhevsk_Russia_Richard_Bartz-edit.jpg|thumb|Izhevsk.]]
'''Izhevsk''' ([[rússneska]]: Иже́вск) er [[borg]] í [[Rússland]]i. Mannfjöldi var um það bil 648 þúsund árið [[2018]].
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
b7ay4ur5t9c1ep8qch3s2uxjtu05bdf
Stavropol Krai
0
157719
1764756
1675482
2022-08-14T03:24:18Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Stavropolfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Stavropolfylki]]
cchp123o7kbyvy8952sghz77rejs0tt
Jiangsu
0
161256
1764721
1764589
2022-08-13T17:54:30Z
Dagvidur
4656
/* Myndir */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jiangsu_in_China_(+all_claims_hatched).svg|alt=Landakort sem sýnir legu Jiangsu héraðs í austurströnd Kína.|thumb|Kort af legu '''Jiangsu héraðs''' í austurströnd Kína.]]
'''Jiangsu''' (eða '''Kiangsu''') ''([[Kínverska|kínverska:]] 江苏; [[Pinyin|rómönskun:]] Jiāngsū )'' er [[Héruð Kína|strandhérað]] við [[Gulahaf]] í austurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Það er eitt af leiðandi héruðum landsins í fjármálum, menntun, tækni og ferðaþjónustu. Jiangsu er ekki stórt að flatarmáli (102.600 ferkílómetrar) en afar þéttbýlt. Íbúar eru um 84.7 milljónir, langflestir Han-Kínverjar. Höfuðborg héraðsins er [[Nanjing]]. Héraðið er almennt álitið eitt þróaðasta hérað Kína.
== Landfræðileg afmörkun ==
Jiangsu héraðið er á austurströnd Kína. Það afmarkast af [[Gulahaf|Gula hafi]] í austri, borghéraðinu [[Shanghai]] í suðaustri, og af héruðunum [[Zhejiang]] í suðri, [[Anhui]] í vestri og [[Shandong]] í norðri. Héraðið er með yfir 1.000 km strandlengju meðfram Gulahafi og hið mikla [[Jangtse|Jangtse-fljót]] (eða Bláá) fer um suðurhluta þess.
== Borgir ==
Héraðshöfuðborgin er [[Nanjing]], sem var suðurhöfuðborg Kína á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og höfuðborg stjórnar þjóðernissinna (1928–49). Borgin hefur einnig verið efnahagsleg og menningarleg miðstöð Suður- og Suðaustur-Kína frá fornu fari.
Í Nanjing borg bjuggu árið 2020 um 9.3 milljónir manna<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>. Aðrar stórborgir héraðsins eru [[Suzhou]] borg (12.7 milljónir íbúa), [[Xuzhou]] (9.1 milljónir), Nantong (7.7 milljónir), [[Yancheng]] (6.7 milljónir), Wuxi (7.5 milljónir), [[Changzhou]] (5.3 milljónir), [[Lianyungang]] (4.6 milljónir), [[Huai'an]] (4.6 milljónir), [[Yangzhou]] (4.6 milljónir), [[Taizhou]] (4.5 milljónir), og [[Suqian]] (5.0 milljónir).<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Í kínverska manntalinu árið 2020 var íbúafjöldi Jiangsu héraðs um 84.7 miljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
== Efnahagur ==
Allt frá Sui ættarveldinu (581–618) og [[Tangveldið|Tangveldinu]] (618 – 907) hefur Jiangsu verið þjóðhagsleg og viðskiptamiðstöð, meðal annars vegna byggingar hins mikla skipaskurðar sem hófst á 5. öld f.Kr. og liggur um nokkur héruð Kína. Gríðaröflugar borgir eins og [[Nanjing]], [[Suzhou]], [[Wuxi]], [[Changzhou]] og [[Sjanghæ]] (sem var aðskilin frá Jiangsu héraði árið 1927) eru allar helstu kínversku efnahagsmiðstöðvarnar.
Jiangsu varð að sérstöku héraði árið 1667 á tímum [[Kangxi]] keisara. Nafnið er dregið af forskeytunum Jiangning og Suzhou, nöfnum tveggja mikilvægustu svæða innan héraðsins á þeim tíma. Landsvæði héraðsins spannar 102.600 ferkílómetrar.
Frá upphafi efnahagsumbóta árið 1990 hefur Jiangsu orðið þungamiðja kínverskrar efnahagsþróunar. Það er almennt álitið eitt þróaðasta hérað Kína mælt með þróun [[Vísitala um þróun lífsgæða| mannauðsvísitölu]] Sameinuðu Þjóðanna. Héraðið er heimili margra helstu útflytjenda heims á rafeindabúnaði, efnisvöru og [[Vefnaður|vefnaðar]]. Það hefur einnig verið stærsti viðtakandi Kína í beinni erlendri fjárfestingu frá árinu 2006.
== Myndir ==
<gallery>
File:Nanjing_Zifeng_Tower_紫峰大厦.jpg | Zifeng Turninn í höfuðborginni Nanjing.
File:Zhouzhuang_5.jpg | Hinn sögulegi bær Zhouzhuang, með mikla skipaskurði er um 30 km suðaustur af borginni [[Suzhou]].
File:Huqiu-Tower.jpg | Yunyan pagóðan og Huqiu turn í [[Suzhou]] borg.
File:TV_Tower_of_Xuzhou.jpg |Sjónvarpsturn Xuzhou borgar.
File:Hall_of_Sun_Yat-sen_Mausoleum.jpg| Grafhýsi [[Sun Yat-sen]] í [[Nanjing]], sem var einn stofnfeðra kínverska lýðveldisins.
File:ChangzhouOldCityDistrict.jpg| Elsti hluti [[Changzhou]]. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.
File:Tiger_hill.jpg | Pagóðan á Tígrahæðum í [[Suzhou]] borg var byggð árið 961.
File:20090905_Suzhou_North_Temple_Pagoda_4611.jpg | Beisi-pagóðan í [[Suzhou]], byggð á árunum 1131 til 1162 á tímum Songveldisins.
File:Ganjiaxiang_-_industrial_panorama_-_P1070643.JPG | Iðnaður í Ganjiaxiang, Qixia hverfi [[Nanjing]] borgar.
File:The_Humble_Administrator's_Garden,_Suzhou,_China_(37825378061).jpg |„Garður hógværa embættismannsins“ er einn margra garða [[Suzhou]] borgar.
File:CRH-Suzhou-Station.JPG |Hraðlest á lestarstöðinni í [[Suzhou]] borg er meðal fjölfarnustu farþegastöðva í Kína. Lestirnar ná 200–350 km/h.
File:Library in Nanjing University, Xianlin Campus.jpg | Bókasafnið á Xianlin háskólasvæði Nanjing háskóla, sem er einn fremsti rannsóknaháskóli Kína.
File:A25_at_Xugou_Shopping_Center_(20191005075746).jpg | [[Hraðvagn]] (BRT) Lianyungang. Líkt og margar kínverskar borgir hefur borgin byggt upp hraðvagnakerfi til að draga úr umferðarþunga.
File:连云港港-航拍-DJI 0211.jpg | Hafnaraðstaða Lianyungang borg við [[Gulahaf]].
File:Wuxi_spareribs_sauce.jpg | Grísarif í sósu þykja ein helstu staðbundnum sérkennum í matarhefð Wuxi borgar.
File:Nanjing_massacre_memorial_hall.JPG | Minnisvarði um [[Nanjing-fjöldamorðin|Nanjing-fjöldamorð]] Japana á Kínverjum árið 1937 í [[Seinna stríð Kína og Japans]]. Um 200.000 til 300.000 voru drepin.</gallery>
== Tenglar ==
* [https://www.britannica.com/place/Jiangsu Vefsíða Encyclopaedia Britannica] um Jiangsu. Inniheldur ýmsar upplýsingar um héraðið t.d. sögu, landslag, skipulag og markverða staði.
* Enskur vefur [http://en.jiangsu.gov.cn/ héraðsstjórnar Jiangsu.] Inniheldur margvíslegar upplýsingar t.d. um sögu, skipulag, fréttir og ferðaþjónustu.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Jiangsu|mánuðurskoðað=15. janúar|árskoðað=2021}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
{{Stjórnsýslueiningar í Alþýðulýðveldinu Kína}}
[[Flokkur:Héruð í Kína]]
pn61parnuyj7lp05jxyfprxeihnuahp
Eldgosið við Fagradalsfjall 2021
0
162639
1764711
1763985
2022-08-13T16:29:34Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall|titill=Eldgos hafið við Fagradalsfjall|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=19. mars|árskoðað=2021|mánuður=19. mars|ár=2021|höfundur=Bjarni Rúnarsson}}</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan var frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar|titill=Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=23. mars|árskoðað=2021|mánuður=23. mars|ár=2021|höfundur=Sunna Kristín Hilmarsdóttir}}</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja|titill=„Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=11. maí|árskoðað=2021|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson|ár=2021|mánuður=11. maí}}</ref> Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28|author=Ingunn Lára Kristjánsdóttir|date=2021-07-05}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geisuðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar|titill=Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=20. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=20. mars|árskoðað=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/|titill=Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuðurskoðað=22. október|árskoðað=2021|ár=2021|mánuður=16. október}}</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |ritverk=Vegagerðin |tungumál=is}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni <ref>[https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast- Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“] Vísir.is, skoðað 21. mars 2021</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni Loka svæðinu næst gossprungunni] Rúv, skoðað 21. mars 2021</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttri<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag Stika gönguleið að gosinu í dag] Rúv, skoðað 22. mars, 2021</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra] Rúv, skoðað 22. mars, 2021</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið] RÚV, skoðað 26. mars, 2021</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum]RÚV, skoðað 27. mars 2021</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn Hraunið búið að fylla dalsbotninn] Rúv, skoðað 28. mars 2021.</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar] Rúv, skoðað 3. mars, 2021</ref> . Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22 Gossvæðið rýmt 6-18 og ýmt kl 22] Rúv, skoðað 31. mars 2021.</ref>. Þekja hraunsins er um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti. <ref>https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid Ný sprunga opnaðist, rýma gossvæðið] Rúv.is, skoðað 5. apríl 2021.</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/ Tvöfalt meiri kvika vellur upp] Mbl.is, skoðað 7. apríl, 2021.</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
Mynd:Close up Geldingadalir vulkaan krater Ijsland.jpg|Gígurinn í júní 2022.
</gallery>
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|82586|Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?}}
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
qdiaya23uuimqmpacvcxxkjak4hvbbq
Ariel Henry
0
164670
1764726
1726746
2022-08-13T20:38:12Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Ariel Henry
| mynd = Ariel Henry conference.jpg
| titill= Forseti Haítí<br>{{small|(starfandi)}}
| stjórnartíð_start = [[20. júlí]] [[2021]]
| stjórnartíð_end =
| titill2= Forsætisráðherra Haítí
| stjórnartíð_start2 = [[20. júlí]] [[2021]]
| stjórnartíð_end2 =
| myndatexti1 = {{small|Ariel Henry árið 2021.}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1949|11|6}}
| þjóderni = [[Haítí]]skur
| maki = Annie Claude Massiau
| stjórnmálaflokkur = [[Inite]]
| háskóli = [[Háskólinn í Montpellier]]<br>[[Loma Linda-háskóli]]<br>[[Boston-háskóli]]
}}
'''Ariel Henry''' (f. 6. nóvember 1949) er [[Haítí|haítískur]] stjórnmálamaður. Hann er núverandi forsætisráðherra og starfandi forseti Haítí.
== Æviágrip ==
Ariel Henry nam [[læknisfræði]] og [[taugalífeðlisfræði]] við læknisfræðideild [[Háskólinn í Montpellier|Háskólans í Montpellier]]. Hann varð síðar háskólaprófessor.<ref>{{Vefheimild|titill=Qui est Ariel Henry, le nouveau premier ministre de Jovenel Moïse?|url=https://lenouvelliste.com/article/230251/qui-est-ariel-henry-le-nouveau-premier-ministre-de-jovenel-moise|útgefandi=''Le Nouvelliste Haiti''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst|höfundur=Jean Daniel Sénat|mánuður=5. júlí|ár=2021}}</ref>
Eftir valdaránið gegn forsetanum [[Jean-Bertrand Aristide]] árið 2004 var Henry meðlimur í nefnd sem var falið að útnefna nýjan ríkisstjórnarleiðtoga.<ref name=":0">{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Rosa Moussaoui |titill=Haïti. Un « gouvernement consensuel » sous tutelle |url=https://www.humanite.fr/haiti-un-gouvernement-consensuel-sous-tutelle-714972 |útgefandi=L'Humanité |mánuður=20. júlí|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref>
Henry vann um skeið í heilbrigðisráðuneyti Haítí og varð síðan sjálfur heilbrigðisráðherra. Hann varð innanríkisráðherra í september 2015 og síðan félags- og vinnumálaráðherra frá september 2015 fram í mars 2016 á forsetatíð [[Michel Martelly|Michels Martelly]].
Eftir afsögn [[Joseph Jouthe|Josephs Jouthe]] forsætisráðherra var Henry útnefndur forsætisráðherra Haítí þann 5. júlí 2021.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Lindy Nedan |titill=Ariel Henry nommé Premier Ministre du gouvernement d'Haïti |url=https://la1ere.francetvinfo.fr/guyane/ariel-henry-nomme-premier-ministre-du-gouvernement-d-haiti-1052860.html |útgefandi=Guyane la 1ère |mánuður=6. júlí|ár=2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref><ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Karl Sivatte |titill=Le Dr. Ariel Henry nommé Premier ministre d'Haïti |url=https://la1ere.francetvinfo.fr/martinique/le-dr-ariel-henry-nomme-premier-ministre-d-haiti-1052905.html |útgefandi=Martinique la 1ère |mánuður=6. júlí|ár=2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Var þá áætlað að Henry myndi taka við embætti þann 7. júlí.<ref>{{Vefheimild|útgefandi=La Libre.be|titill=Assassinat du président haïtien Jovenel Moïse: un président par intérim choisi par le Sénat|mánuður=10. júlí|ár=2021|url=https://www.lalibre.be/international/amerique/assassinat-du-president-haitien-jovenel-moise-haiti-demande-a-washington-l-envoi-de-troupes-trois-autres-individus-arretes-60e93601d8ad581ce13d7519|vefsíða=LaLibre.be|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref>
Þann 7. júlí 2021 var [[Jovenel Moïse]] forseti myrtur.<ref>[https://www.lefigaro.fr/international/haiti-le-premier-ministre-annonce-l-assassinat-du-president-moise-par-un-commando-arme-20210707 Haïti : le premier ministre annonce l'assassinat du président Jovenel Moïse par un commando armé], ''[[Le Figaro]]'', 7. júlí 2021.</ref><ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |titill=Assassinat de Jovenel Moïse : Haïti sombre un peu plus dans le chaos |url=https://balistrad.com/haiti-jovenel-moise-assassinat/ |útgefandi=''Balistrad''|mánuður=7. júlí 2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Eftir dauða Moïse tók við óvissa um það hver væri lögmætur stjórnandi Haítí. Henry hafði verið útnefndur forsætisráðherra en hafði enn ekki tekið við embættinu. Starfandi og fráfarandi forsætisráðherrann [[Claude Joseph]] tók fyrst við forsetaembættinu og deildi við Henry um embættið.<ref>{{Vefheimild|titill=Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra|url=https://www.visir.is/g/20212131144d/politisk-framtid-haiti-i-ovissu-tveir-menn-telja-sig-forsaetisradherra|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=8. júlí 2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Daginn eftir morðið á Moïse gerði Henry tilkall til þess að vera forsætisráðherra og starfandi forseti Haítí.<ref>{{Vefheimild|titill=« Claude Joseph n’est pas Premier ministre, il fait partie de mon gouvernement », affirme Ariel Henry|url=https://lenouvelliste.com/article/230284/claude-joseph-nest-pas-premier-ministre-il-fait-partie-de-mon-gouvernement-affirme-ariel-henry|útgefandi=''Le Nouvelliste''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Þann 9. júlí lýsti haítíska þingið þingforsetann [[Joseph Lambert]] starfandi forseta Haítí.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.rtbf.be/info/monde/detail_assassinat-de-jovenel-moise-joseph-lambert-choisi-par-le-senat-pour-le-poste-de-president-par-interim?id=10801715|titill=Assassinat de Jovenel Moïse : Joseph Lambert choisi par le Sénat pour le poste de président par intérim|útgefandi=RTBF|mánuður=10. júlí|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Sú yfirlýsingin naut stuðnings nokkurra þingflokka, meðal annars PTHK-flokks Moïse. Ariel Henry var engu að síður staðfestur sem forsætisráðherra stuttu síðar.<ref>{{Vefheimild|titill=Des partis de l'opposition et le PHTK se mettent d'accord pour faire de Joseph Lambert le remplaçant de Jovenel Moïse assassiné|url=https://lenouvelliste.com/article/230326/des-partis-de-lopposition-et-le-phtk-se-mettent-daccord-pour-faire-de-joseph-lambert-le-remplacant-de-jovenel-moise-assassine|útgefandi=''[[Le Nouvelliste]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Að endingu var hætt við embættistöku Lamberts, sem hafði verið áætluð þann 10. júlí,<ref>{{Vefheimild|titill=Haïti: Martine Moïse appelle à «continuer le combat» de son mari, en plein chaos politique|mánuður=11. júlí|ár=2021|url=https://www.rfi.fr/fr/am%C3%A9riques/20210711-ha%C3%AFti-toujours-sans-pr%C3%A9sident-par-int%C3%A9rim-en-plein-chaos-politique|útgefandi=RFI|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> vegna þrýstings frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].<ref>{{Vefheimild|höfundur=Catherine Porter |höfundur2=Harold Isaac|höfundur3=Michael Crowley|mánuður=19. júlí|ár=2021 |titill=Haiti, Urged by Foreign Powers, Announces New Government |url=https://www.nytimes.com/2021/07/19/world/americas/claude-joseph-haiti-stepping-down.html |útgefandi=''[[The New York Times]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Henry hafði stuðning Core Group, sem telur til sín [[Þýskaland]], [[Brasilía|Brasilíu]], [[Kanada]], [[Spánn|Spán]], [[Bandaríkin]], [[Frakkland]], [[Evrópusambandið]] og fulltrúa [[Samtök Ameríkuríkja|Samtaka Ameríkuríkja]] og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]].<ref name=":0" />
Henry myndaði ríkisstjórn sína þann 19. júlí.<ref>{{Vefheimild|útgefandi=Paris Match|titill=Ariel Henry, nouveau Premier ministre haïtien, promet l'ordre et des élections|url=https://www.parismatch.com/Actu/International/Ariel-Henry-nouveau-Premier-ministre-haitien-promet-l-ordre-et-des-elections-1749393|vefsíða=parismatch.com|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Hann tók við embætti næsta dag.<ref>{{Vefheimild|titill=Le nouveau premier ministre haïtien a pris officiellement ses fonctions|mánuður=21. júlí|ár=2021|url=https://www.lemonde.fr/international/article/2021/07/21/le-nouveau-premier-ministre-haitien-a-pris-officiellement-ses-fonctions_6088969_3210.html|útgefandi=''[[Le Monde]]''|issn=1950-6244|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref>
Þann 14. ágúst 2021 skall [[Jarðskjálftinn á Haítí 2021|7,2 stiga jarðskjálfti]] á Haítí og olli að minnsta kosti 2.000 dauðsföllum. Henry lýsti yfir mánaðarlöngu neyðarástandi vegna hamfaranna.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/meira-en-700-latin-eftir-jardskjalftann-a-haiti/|titill=Meira en 700 látin eftir jarðskjálftann á Haítí|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2021|mánuður=15. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=18. ágúst|höfundur=Þorvarður Pálsson}}</ref>
Henry hefur verið vændur um að hafa átt hlut að máli í morðinu á Jovenel Moïse. Grunsemdirnar eru reistar á tengslum Henry við Joseph Félix Badio, sem er talinn hafa skipulagt morðið. Meðal annars sýna rakningar að Henry hringdi tvisvar í Badio, sem var staddur nærri forsetabýstaðnum, kvöldið sem morðið á Moïse var framið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/12/vill-fa-ad-yfirheyra-forsaetisradherra|titill=Vill fá að yfirheyra forsætisráðherra|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=12. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=13. ágúst|höfundur=Róbert Jóhansson}}</ref> Starfsmenn saksóknara fóru fram á að Henry yrði ákærður vegna málsins en Henry lét reka saksóknarann og sagði ásakanirnar vera hávaða skapaðan í pólítískum tilgangi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/17/hunsar-allar-asakanir-um-adild-ad-forsetamordi|titill=Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=17. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=13. ágúst|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Haítí
| frá =[[20. júlí]] [[2021]]
| til =
| fyrir = [[Claude Joseph]]<br>(''starfandi'')
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Erfðatafla
| titill = Forseti Haítí<br>(''starfandi'')
| frá =[[20. júlí]] [[2021]]
| til =
| fyrir = [[Claude Joseph]]<br>(''starfandi'')
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Henry, Ariel}}
{{f|1949}}
[[Flokkur:Forsetar Haítí]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Haítí]]
[[Flokkur:Haítískir læknar]]
q3w7hy2vnnk8romt88kyjnx4xhsk2mu
1764728
1764726
2022-08-13T21:12:53Z
TKSnaevarr
53243
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Ariel Henry
| mynd = Ariel Henry conference.jpg
| titill= Forseti Haítí<br>{{small|(starfandi)}}
| stjórnartíð_start = [[20. júlí]] [[2021]]
| stjórnartíð_end =
| titill2= Forsætisráðherra Haítí
| stjórnartíð_start2 = [[20. júlí]] [[2021]]
| stjórnartíð_end2 =
| myndatexti1 = {{small|Ariel Henry árið 2021.}}
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1949|11|6}}
| þjóderni = [[Haítí]]skur
| maki = Annie Claude Massiau
| stjórnmálaflokkur = [[Inite]]
| háskóli = [[Háskólinn í Montpellier]]<br>[[Loma Linda-háskóli]]<br>[[Boston-háskóli]]
}}
'''Ariel Henry''' (f. 6. nóvember 1949) er [[Haítí|haítískur]] stjórnmálamaður. Hann er núverandi forsætisráðherra og starfandi forseti Haítí.
== Æviágrip ==
Ariel Henry nam [[læknisfræði]] og [[taugalífeðlisfræði]] við læknisfræðideild [[Háskólinn í Montpellier|Háskólans í Montpellier]]. Hann varð síðar háskólaprófessor.<ref>{{Vefheimild|titill=Qui est Ariel Henry, le nouveau premier ministre de Jovenel Moïse?|url=https://lenouvelliste.com/article/230251/qui-est-ariel-henry-le-nouveau-premier-ministre-de-jovenel-moise|útgefandi=''Le Nouvelliste Haiti''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst|höfundur=Jean Daniel Sénat|mánuður=5. júlí|ár=2021}}</ref>
Eftir valdaránið gegn forsetanum [[Jean-Bertrand Aristide]] árið 2004 var Henry meðlimur í nefnd sem var falið að útnefna nýjan ríkisstjórnarleiðtoga.<ref name=":0">{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Rosa Moussaoui |titill=Haïti. Un « gouvernement consensuel » sous tutelle |url=https://www.humanite.fr/haiti-un-gouvernement-consensuel-sous-tutelle-714972 |útgefandi=L'Humanité |mánuður=20. júlí|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref>
Henry vann um skeið í heilbrigðisráðuneyti Haítí og varð síðan sjálfur heilbrigðisráðherra. Hann varð innanríkisráðherra í september 2015 og síðan félags- og vinnumálaráðherra frá september 2015 fram í mars 2016 á forsetatíð [[Michel Martelly|Michels Martelly]].
Eftir afsögn [[Joseph Jouthe|Josephs Jouthe]] forsætisráðherra var Henry útnefndur forsætisráðherra Haítí þann 5. júlí 2021.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Lindy Nedan |titill=Ariel Henry nommé Premier Ministre du gouvernement d'Haïti |url=https://la1ere.francetvinfo.fr/guyane/ariel-henry-nomme-premier-ministre-du-gouvernement-d-haiti-1052860.html |útgefandi=Guyane la 1ère |mánuður=6. júlí|ár=2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref><ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Karl Sivatte |titill=Le Dr. Ariel Henry nommé Premier ministre d'Haïti |url=https://la1ere.francetvinfo.fr/martinique/le-dr-ariel-henry-nomme-premier-ministre-d-haiti-1052905.html |útgefandi=Martinique la 1ère |mánuður=6. júlí|ár=2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Var þá áætlað að Henry myndi taka við embætti þann 7. júlí.<ref>{{Vefheimild|útgefandi=La Libre.be|titill=Assassinat du président haïtien Jovenel Moïse: un président par intérim choisi par le Sénat|mánuður=10. júlí|ár=2021|url=https://www.lalibre.be/international/amerique/assassinat-du-president-haitien-jovenel-moise-haiti-demande-a-washington-l-envoi-de-troupes-trois-autres-individus-arretes-60e93601d8ad581ce13d7519|vefsíða=LaLibre.be|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref>
Þann 7. júlí 2021 var [[Jovenel Moïse]] forseti myrtur.<ref>[https://www.lefigaro.fr/international/haiti-le-premier-ministre-annonce-l-assassinat-du-president-moise-par-un-commando-arme-20210707 Haïti : le premier ministre annonce l'assassinat du président Jovenel Moïse par un commando armé], ''[[Le Figaro]]'', 7. júlí 2021.</ref><ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |titill=Assassinat de Jovenel Moïse : Haïti sombre un peu plus dans le chaos |url=https://balistrad.com/haiti-jovenel-moise-assassinat/ |útgefandi=''Balistrad''|mánuður=7. júlí 2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Eftir dauða Moïse tók við óvissa um það hver væri lögmætur stjórnandi Haítí. Henry hafði verið útnefndur forsætisráðherra en hafði enn ekki tekið við embættinu. Starfandi og fráfarandi forsætisráðherrann [[Claude Joseph]] tók fyrst við forsetaembættinu og deildi við Henry um embættið.<ref>{{Vefheimild|titill=Pólitísk framtíð Haítí í óvissu: Tveir menn telja sig forsætisráðherra|url=https://www.visir.is/g/20212131144d/politisk-framtid-haiti-i-ovissu-tveir-menn-telja-sig-forsaetisradherra|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=8. júlí 2021 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Daginn eftir morðið á Moïse gerði Henry tilkall til þess að vera forsætisráðherra og starfandi forseti Haítí.<ref>{{Vefheimild|titill=« Claude Joseph n’est pas Premier ministre, il fait partie de mon gouvernement », affirme Ariel Henry|url=https://lenouvelliste.com/article/230284/claude-joseph-nest-pas-premier-ministre-il-fait-partie-de-mon-gouvernement-affirme-ariel-henry|útgefandi=''Le Nouvelliste''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Þann 9. júlí lýsti haítíska þingið þingforsetann [[Joseph Lambert]] starfandi forseta Haítí.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.rtbf.be/info/monde/detail_assassinat-de-jovenel-moise-joseph-lambert-choisi-par-le-senat-pour-le-poste-de-president-par-interim?id=10801715|titill=Assassinat de Jovenel Moïse : Joseph Lambert choisi par le Sénat pour le poste de président par intérim|útgefandi=RTBF|mánuður=10. júlí|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Sú yfirlýsingin naut stuðnings nokkurra þingflokka, meðal annars PTHK-flokks Moïse. Ariel Henry var engu að síður staðfestur sem forsætisráðherra stuttu síðar.<ref>{{Vefheimild|titill=Des partis de l'opposition et le PHTK se mettent d'accord pour faire de Joseph Lambert le remplaçant de Jovenel Moïse assassiné|url=https://lenouvelliste.com/article/230326/des-partis-de-lopposition-et-le-phtk-se-mettent-daccord-pour-faire-de-joseph-lambert-le-remplacant-de-jovenel-moise-assassine|útgefandi=''[[Le Nouvelliste]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Að endingu var hætt við embættistöku Lamberts, sem hafði verið áætluð þann 10. júlí,<ref>{{Vefheimild|titill=Haïti: Martine Moïse appelle à «continuer le combat» de son mari, en plein chaos politique|mánuður=11. júlí|ár=2021|url=https://www.rfi.fr/fr/am%C3%A9riques/20210711-ha%C3%AFti-toujours-sans-pr%C3%A9sident-par-int%C3%A9rim-en-plein-chaos-politique|útgefandi=RFI|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> vegna þrýstings frá [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]].<ref>{{Vefheimild|höfundur=Catherine Porter |höfundur2=Harold Isaac|höfundur3=Michael Crowley|mánuður=19. júlí|ár=2021 |titill=Haiti, Urged by Foreign Powers, Announces New Government |url=https://www.nytimes.com/2021/07/19/world/americas/claude-joseph-haiti-stepping-down.html |útgefandi=''[[The New York Times]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Henry hafði stuðning Core Group, sem telur til sín [[Þýskaland]], [[Brasilía|Brasilíu]], [[Kanada]], [[Spánn|Spán]], [[Bandaríkin]], [[Frakkland]], [[Evrópusambandið]] og fulltrúa [[Samtök Ameríkuríkja|Samtaka Ameríkuríkja]] og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]].<ref name=":0" />
Henry myndaði ríkisstjórn sína þann 19. júlí.<ref>{{Vefheimild|útgefandi=Paris Match|titill=Ariel Henry, nouveau Premier ministre haïtien, promet l'ordre et des élections|url=https://www.parismatch.com/Actu/International/Ariel-Henry-nouveau-Premier-ministre-haitien-promet-l-ordre-et-des-elections-1749393|vefsíða=parismatch.com|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Hann tók við embætti næsta dag.<ref>{{Vefheimild|titill=Le nouveau premier ministre haïtien a pris officiellement ses fonctions|mánuður=21. júlí|ár=2021|url=https://www.lemonde.fr/international/article/2021/07/21/le-nouveau-premier-ministre-haitien-a-pris-officiellement-ses-fonctions_6088969_3210.html|útgefandi=''[[Le Monde]]''|issn=1950-6244|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref>
Þann 14. ágúst 2021 skall [[Jarðskjálftinn á Haítí 2021|7,2 stiga jarðskjálfti]] á Haítí og olli að minnsta kosti 2.000 dauðsföllum. Henry lýsti yfir mánaðarlöngu neyðarástandi vegna hamfaranna.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/meira-en-700-latin-eftir-jardskjalftann-a-haiti/|titill=Meira en 700 látin eftir jarðskjálftann á Haítí|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2021|mánuður=15. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=18. ágúst|höfundur=Þorvarður Pálsson}}</ref>
Henry hefur verið vændur um að hafa átt hlut að máli í morðinu á Jovenel Moïse. Grunsemdirnar eru reistar á tengslum Henry við Joseph Félix Badio, sem er talinn hafa skipulagt morðið. Meðal annars sýna rakningar að Henry hringdi tvisvar í Badio, sem var staddur nærri forsetabústaðnum, kvöldið sem morðið á Moïse var framið.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/12/vill-fa-ad-yfirheyra-forsaetisradherra|titill=Vill fá að yfirheyra forsætisráðherra|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=12. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=13. ágúst|höfundur=Róbert Jóhansson}}</ref> Starfsmenn saksóknara fóru fram á að Henry yrði ákærður vegna málsins en Henry lét reka saksóknarann og sagði ásakanirnar vera hávaða skapaðan í pólítískum tilgangi.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/09/17/hunsar-allar-asakanir-um-adild-ad-forsetamordi|titill=Hunsar allar ásakanir um aðild að forsetamorði|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2021|mánuður=17. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=13. ágúst|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Haítí
| frá =[[20. júlí]] [[2021]]
| til =
| fyrir = [[Claude Joseph]]<br>(''starfandi'')
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Erfðatafla
| titill = Forseti Haítí<br>(''starfandi'')
| frá =[[20. júlí]] [[2021]]
| til =
| fyrir = [[Claude Joseph]]<br>(''starfandi'')
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Henry, Ariel}}
{{f|1949}}
[[Flokkur:Forsetar Haítí]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Haítí]]
[[Flokkur:Haítískir læknar]]
d22lrixuf67ebwcx64yfhhswek0vo26
Yayoi Kusama
0
166335
1764769
1742189
2022-08-14T03:43:43Z
CommonsDelinker
1159
Skráin Yayoi_Kusama_cropped_1_Yayoi_Kusama_201611.jpg var fjarlægð og henni eytt af Commons af [[c:User:Yasu|Yasu]] vegna þess að per [[:c:Commons:Deletion requests/File:Yayoi Kusama cropped 1 Yayoi Kusama 201611.jpg|]]
wikitext
text/x-wiki
'''Yayoi Kusama''' (草間 彌生 ''Kusama Yayoi'', f. 22. mars 1929) er [[Japan|japönsk]] [[myndlist]]arkona þekktust fyrir [[innsetning]]ar, en hefur líka fengist við [[málverk]], [[gjörningalist]], [[vídeólist]], [[tískuhönnun]], [[ljóð]]list og ritstörf. Verk hennar falla undir [[konseptlist]] og tengjast [[mínimalismi|mínimalisma]], [[popplist]] og [[súrrealismi|súrrealisma]]. Þau snúast oft um fortíð hennar, kynlíf og andlegt ástand. Eitt af einkennismerkjum hennar eru [[doppa|doppumynstur]] sem hún kallar „óendanleikanet“ og eiga sér uppruna í ofskynjunum sem hún hefur upplifað frá barnæsku. Hún hefur búið til „mjúkar höggmyndir“ með því að þekja hluti með fíngerðum mynstrum af doppum og öðrum hlutum. Frá 1963 hefur hún gert nokkur „óendanleikaherbergi“ með speglum og skærlitum kúlum sem hanga í mismunandi hæð og skapa tilfinningu fyrir óendanlegu rými.
Hún fæddist í [[Matsumoto (Nagano)|Matsumoto]] í Japan og lærði að mála [[Nihonga]]-myndir eftir [[síðari heimsstyrjöld]]. Hún fékk áhuga á evrópsku [[framúrstefna|framúrstefnunni]] og tók að mála óhlutbundin mynstur á hluti. Árið 1957 flutti hún til Bandaríkjanna þar sem hún varð brátt þekkt meðal framúrstefnulistamanna. Hún deildi vinnustofu með [[Donald Judd]] og [[Eva Hesse|Evu Hesse]] í New York snemma á 7. áratugnum. Seinna fékkst hún við [[gjörningur|gjörninga]] sem oft fólu í sér nekt og lýstu andstöðu við [[Víetnamstríðið]]. Frægt er þegar hún bauðst til að sofa hjá [[Richard Nixon]] gegn því að hann stöðvaði stríðið. Hún glímdi við geðsjúkdóma og flutti aftur til Japans 1973 þar sem hún skráði sig inn á geðsjúkrahús í Tókýó fjórum árum síðar. Hún hefur búið þar síðan með hléum og haldið vinnustofu þar skammt frá. Hún hefur sagt að „ef ekki væri fyrir listina hefði ég drepið mig fyrir löngu“.<ref>{{Citation | url = http://www.artreview.com/profiles/blog/show?id=1474022%3ABlogPost%3A791 | year = 2007 | type = interview | title = Art Review | access-date = 18 February 2010 | archive-date = 20 September 2016 | archive-url = https://web.archive.org/web/20160920021620/http://artreview.com/profiles/blog/show/?id=1474022%25253ABlogPost%25253A791 | url-status = dead }}</ref> Áhugi á verkum hennar óx aftur á 9. og 10. áratugnum, sérstaklega eftir að hún sá um japanska sýningarsalinn á [[Feneyjatvíæringurinn|Feneyjatvíæringnum]] 1993. Síðan þá hafa margar yfirlitssýningar verka hennar verið haldnar víða um heim, auk þess sem hún hefur haldið listsköpun sinni áfram.
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{DEFAULTSORT:Kusama, Yayoi}}
[[Flokkur:Japanskir myndlistarmenn]]
{{f|1929}}
fioabxtusm8jgpe8waqxqbpokpf2gkd
Volgograd Oblast
0
167589
1764760
1753006
2022-08-14T03:24:58Z
EmausBot
13659
Vélmenni: Lagfæri tvöfalda tilvísun → [[Volgogradfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Volgogradfylki]]
a45t95xj2tyb1xxli71zp36gkxpby86
Náttfari (fugl)
0
168442
1764595
1760177
2022-08-13T13:16:51Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Náttfari
| status = LC
| image = Şivanxapînok.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Húmgapar]] (''Caprimulgiformes'')
| familia = [[Náttfarar]] (''Caprimulgidae'')
| genus = ''[[Caprimulgus]]''
| species = '''''C. europaeus'''''
| binomial = ''Caprimulgus europaeus''
| binomial_authority = ([[Carl Carl Linnaeus|Carl Linnaeus]], [[1758]])
}}
'''Náttfari''' ([[fræðiheiti]]: ''Caprimulgus europaeus'') er svartbrúnn fugl ættaður víðsvegar í [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Vestur- og Mið-Asíu]] en að vetri til er hann í austur- og suðurhluta [[Afríka|Afríku]] og á [[Indland|Indlandi]].
[[Flokkur:Náttfarar]]
0vyk7qiuuqclebzq8hqf7kx47qg9ptb
Svöluætt
0
168474
1764736
1760368
2022-08-13T23:58:06Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svölur
| status = LC
| status_ref =
| status_system =
| image = Pied-winged swallow (Hirundo leucosoma).jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Hirundo leucosoma
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| familia = [[Svöluætt]] (''Hirundinidae'')
| binomial_authority = Rafinesque, 1815
}}
'''Svölur''' (fræðiheiti: ''Hirundinidae'') eru ætt fugla sem finnast í öllum heimsálfum. Þó verpa þær ekki á Suðurskautslandinu. Þeim er skipt í 19 ættkvíslir og er fjölbreytnin mest í Afríku. Svölur hafa þróast til að veiða skordýr með straumlínulaga líkama og oddhvassa vængi sem hjálpa til við mikla flugfimi og þol.
Svölur hafa verpt á Íslandi. [[Landsvala]] er algengasti flækingurinn á Íslandi.
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Svöluætt]]
7v4mi0814q3h5hp1cy5j5r79ci15bvf
Suzhou
0
168655
1764722
1764280
2022-08-13T17:56:23Z
Dagvidur
4656
/* Strætisvagnr og borgarlínur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|thumb|right |Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]]<small>.<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<small><ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<small><ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<small><ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<small><ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og hraðvagnakerfi===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt hraðvagnakerfi (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 slíkar borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bypl6cp90cmfbul1dwe9zrg1wvfnpvn
1764723
1764722
2022-08-13T17:58:14Z
Dagvidur
4656
/* Strætisvagnr og hraðvagnakerfi */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|thumb|right |Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]]<small>.<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<small><ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<small><ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<small><ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<small><ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |'''Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp „Borgarlínur“, hraðvagnakerfi strætisvagna (BRT).|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og hraðvagnakerfi===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Hraðvagn|hraðvagnakerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 slíkar borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
46dbrzwzehtzdqvyyi8pmgvpon8asql
1764724
1764723
2022-08-13T17:58:40Z
Dagvidur
4656
/* Borgarlestir */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|thumb|right |Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]]<small>.<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<small><ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<small><ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<small><ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<small><ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |'''Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp „Borgarlínur“, [[Hraðvagn|hraðvagnakerfi]] strætisvagna (BRT).|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og hraðvagnakerfi===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Hraðvagn|hraðvagnakerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 slíkar borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
m47nuzs10tzy1xg14k53n4j7r92pols
Blettamúsfugl
0
168783
1764592
1763117
2022-08-13T13:13:37Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Blettamúsfugl
| status = LC
| image = Speckled Mousebird RWD4.jpg
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Músfuglar]] (''Coliiformes'')
| familia = [[Músfuglar]] (''Coliidae'')
| genus = ''[[Colius]]''
| species = '''''C. striatus'''''
| binomial = ''Colius striatus''
| binomial_authority = ([[Johann Friedrich Gmelin|Gmelin]], [[1789]])
}}
'''Blettamúsfugl''' ([[fræðiheiti]]: ''Colius striatus'') er hvítbrúnn fugl ættaður víðsvegar í [[Afríka|Afríku]].
[[Flokkur:Músfuglar]]
t926d9zku0rlh1663gr7kzzt1mbuhya
Wenzhou
0
168839
1764725
1764295
2022-08-13T18:02:43Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Wenzhou-city-in-Zhejiang-China.jpg|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[File:Wenzhou-location-MAP-in-Zhejiang-Province-in-China.jpg|thumb|right|alt=Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.|Staðsetning Wenzhou borgar í Zhejiang héraði í Kína.]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Borgarsýn Wenzhou,|thumb|Horft yfir Wenzhou borg.]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
[[Mynd:Yandang Mountain.jpg|alt=„Yandang fjöll“ málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins á átjándu öld. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.|thumb|'''„Yandang fjöll“''' málað (pappír 31,5 x 731 cm) af Qian Weicheng, eins af fremsta landslagsmálara Tjingveldisins. Yandang-fjöll eru strandfjallgarður við Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=Qian Weicheng|date=2021-09-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Qian_Weicheng&oldid=1044456457|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd:Jiangxin_Temple_07_2018-10.jpg|alt=„Skáli hinna himnesku konunga“ í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt 866, á tíma Yizong keisara Tangveldisins (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru búddiskir guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.|thumb|'''„Skáli hinna himnesku konunga“''' í Jiangxin hofinu, búddista musteri á Jiangxin eyju, í Lucheng hverfi, Wenzhou. Upphaflega byggt árið 866, á tíma Yizong keisara [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907). Hinir fjórir himnesku konungarnir eru [[Búddismi|búddiskir]] guðir, sem hver um sig vaka yfir einni höfuðátta heimsins.<small><ref>{{Citation|title=Jiangxin Temple|date=2022-05-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Jiangxin_Temple&oldid=1085769508|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
[[Mynd:Zhongshan Park 20160813.jpg|alt=Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs Sun Yat-sen, sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.|thumb|'''Aðalinngangur Wen Zhou Zhongshan''' almenningsgarðsins í miðborg Wenzhou. Hann er til heiðurs [[Sun Yat-sen]], sem margir segja „faðir nútíma Kína“. Meira en 40 slíkir Zhongshan garðar eru í Kína og nokkrir erlendis.<small><ref>{{Citation|title=中山公園|date=2022-07-26|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%B1%B1%E5%85%AC%E5%9C%92&oldid=72903680|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
[[Mynd:Shopping_street_in_Wenzhou.jpg|alt=Wuma stræti í Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou, er aðalverslunargata borgarinnar.|thumb|'''Wuma stræti, aðalverslunargata''' borgarinnar er Lucheng hverfi, miðborg Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=五马街|date=2021-12-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%94%E9%A9%AC%E8%A1%97&oldid=69270730|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Lingxi Lake at Cangnan New District.jpg|alt=Við Lingxi vatn í Cangnan sýslu.|thumb|'''Við Lingxi vatn''' í Cangnan sýslu.]]
[[Mynd:WMC_The_Library.JPG|alt=Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou, sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.|thumb|'''Bókasafn Læknaháskóla Wenzhou''', sem heyrir undir héraðsstjórn Zhejiang. Háskólinn er staðsettur í „Háskólabænum“ við rætur Daluo hæðanna 20 km suðaustur af miðborg Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=University Town (Chashan)|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=University_Town_(Chashan)&oldid=1053448001|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
[[Mynd:China2011_Zhejiang_YandangShan.jpg|alt=Bergmyndun í norðanverðum Yandang fjöllunum, strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta héraðsins Wenzhou.|thumb|Bergmyndun í norðanverðum '''Yandang fjöllunum''', strandfjallgarðs sem nær yfir stóran hluta Wenzhou.<small><ref>{{Citation|title=Yandang Mountains|date=2021-09-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yandang_Mountains&oldid=1042628065|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Dayu_Bay_-_Yandun_Shan_-_P1210613.JPG|alt=Strönd við Dayu flóa í Cangnan sýslu Wenzhou.|thumb|'''Strönd við Dayu flóa''' í Cangnan sýslu Wenzhou.]]
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.]]
[[Mynd:WM Motor Wenzhou Plant.jpg|alt= Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af WM Motor, kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.|hægri|thumb|Iðngarður fyrir framleiðslu nýorkubíla á Oujiangkou iðnaðarsvæðinu í Wenzhou borg. Garðurinn er byggður af '''WM Motor''', kínversku bílafyrirtæki sem hannar og framleiðir rafbíla.]]
[[Mynd:Wenzhou Sport center.jpg|alt=Aðalleikvangur Wenzhou fjölnota leikvangs í Wenzhou, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 og getur tekið 20.000 gesti.|thumb|'''Aðalleikvangur Wenzhou, '''fjölnota leikvangs, að mestu fyrir fótbolta. Byggður 1996 fyrir 20.000 gesti.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Sports Centre|date=2022-05-28|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Sports_Centre&oldid=1090224735|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:Wenzhou Theatre 2016.5.6.jpg|alt=Borgarleikhús Wenzhou í Lucheng hverfi er með 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasal, auk 200 sæta fjölnota leikhúss.|thumb|'''Borgarleikhús Wenzhou''' í Lucheng hverfi er 1.500 sæta leikhús, 640 sæta tónleikasalur og 200 sæta fjölnota leikhús.]]
[[Mynd:Image_Ruian_City.jpg|alt=Frá Rui'an, einni undirborga Wenzhou.|thumb|'''Frá Rui'an''', einni undirborga Wenzhou.]]
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Wenzhou_longwan_airport.jpg|alt=Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.|thumb|'''Farþegamiðstöð Wenzhou Longwan flugvallarins'''.Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi.]]
[[Mynd:WZMTR_S1_Train_with_CRH380B.jpg|alt=Lest á S1 línunni. S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 kílómetrar að lengd.|thumb|'''Lest á S1 línunni.''' S1 og S2 lestarlínurnar tengja flugvöllinn við miðborgina og nærliggjandi borgir. Áform eru uppi um sex línur, alls 362 km. að lengd.]]
[[Mynd:Railway_Bridge_on_Fenghua_River.JPG|alt=Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin er nefnd eftir aðalborgunum þremur á leiðinni, sem er 282 kílómetrar að lengd og er hluti af háhraðalestarkerfi suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 kílómetrar á klukkustund.|thumb|'''Ningbo–Taizhou–Wenzhou háhraðalestin,''' nefnd eftir aðalborgunum á leiðinni sem er 282 km. og er hluti af [[Háhraðalest|háhraðalestarkerfi]] suðausturstrandar Kína. Hámarkshraði er 250 km. á klst.<small><ref>{{Citation|title=Ningbo–Taizhou–Wenzhou railway|date=2021-10-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ningbo%E2%80%93Taizhou%E2%80%93Wenzhou_railway&oldid=1048642153|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
[[Mynd:99-019_at_Jiefangjiekou_(20170130143419).jpg|alt=Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðvagnakerfi strætisvagna, er í uppbyggingu. Nú eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.|thumb|[[Hraðvagn|Hraðvagnakerfi]] Wenzhou (BRT)''', er í mikilli uppbyggingu. Nú eru tvær slíkar borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.]]
=== Flug ===
[[Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Wenzhou Longwan]] (IATA: WNZ) er meginflughöfn Wenzhou borgar. Hann einn af stærri flugvöllum í Austur-Kína. Flugvöllurinn er staðsettur um 21 kílómetra frá miðborg Wenzhou í Longwan hverfi sem gefur honum nafn. Hann þjónar Wenzhou og öðrum nærliggjandi borgum eins og Taizhou, Lishui og Ningde.
Vöxtur flugvallarins hefur verið mikill. Árið 2019 fóru 12,3 milljónir farþega um völlinn og um 81.107 tonn af farmi. Árið 2018 bauð flugvöllurinn tengingar til 104 innlendra borga og 29 alþjóðlegra borga og svæða. Mörg farþegaflugfélög og farmflugfélög starfa á vellinum.
Flugvöllurinn hefur tvær flugstöðvar, T1 fyrir millilandaflug og T2 fyrir innanlandsflug. Vegna mikillar fjölgunar farþega er völlurinn og tengdir samgönguinnviðir í miklu stækkunarferli sem á að ljúka árið 2030. Byggja á aðra flugbraut, þriðju flugstöðina (T3), og nýja vörugeymslu. Árið 2030 geta 30 milljón flugfarþegar farið um flugvöllinn á ári.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou Longwan alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-08-05|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_Longwan_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1763839|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Flughöfnin er tengd miðborginni með lestum og snarlestum tengja flughöfnina. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði.
Samkvæmt áætlun stjórnvalda um þróun flugs í Wenzhou er fyrirhugað að borgin byggi á næstu árum sjö almenna flugvelli í Lucheng hverfi, Yueqing, sem og sýslum Wencheng, Cangnan, Taishun, Yongjia og Pingyang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-12/03/c_687771.htm|titill=Mountainous county in Wenzhou building general airport|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government.|mánuður=3. desember|ár=2021|mánuðurskoðað=4. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir ===
Wenzhou-höfn er við 350 kílómetra strandlengju á Suðaustur-Kína, á óshólmasvæði [[Jangtse|Jangtse fljóts]]. Hún er ein af 25 helstu strandhöfnum Kína. Höfnin er hafnarsamlag sjö hafnarsvæða: Zhuangyuan'ao höfn; hafnarsvæði Yueqing flóa; Xiaomendao höfn; Oujiang höfn; Ruian höfn; Pingyang höfn og hafnarsvæði Cangnan.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Auk tenginga til innanlandshafna eru siglingar frá Wenzhou höfn til meira en 10 landa, [[Japan]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]], [[Kúveit]], [[Rússland|Rússlandi]], [[Singapúr]], [[Hong Kong]], og [[Taívan]]. Stjórnvöld hafa uppi mikil áform um frekari uppbyggingu hafna borgarinnar. Stórefla á farmflutningsgetu í allt að 30 milljónir tonna á ári.<small><ref>{{Citation|title=温州交通|date=2022-06-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72182385|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
=== Lestir ===
Vegna landfræðilegrar aðstæðna er uppbygging járnbrauta í Wenzhou og tengingar við aðrar borgir kostnaðarsöm og takmörkunum háð. Fyrsta járnbraut Wenzhou, ''Jinhua–Wenzhou járnbrautin'', opnaði árið 1998. Járnbrautin, sem liggur frá Wenzhou járnbrautarstöðinni norðvestur til Jinhua, er alls 251 kílómetrar, með 135 brýr og 96 jarðgöng sem eru 35 kílómetra að lengd.<small><ref name=":11">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Árið 2009 opnuðu tvær háhraðalestartengingar í Wenzhou. Annars vegar ''Ningbo–Taizhou–Wenzhou járnbrautin'' sem liggur norður til [[Hangzhou]] og hins vegar ''Wenzhou–Fuzhou járnbrautin ''sem liggur suður til [[Xiamen]]. Báðar lestarlínurnar ná allt að 200 km/klst og hafa verulega stytt ferðatíma til nágrannaborga. Árið 2015 var síðan ''Jinhua–Wenzhou háhraðalestin'' tekin í notkun.<small><ref name=":11" /></small>
=== Borgarlestir ===
Borgarlestarkerfi Wenzhou er blandað lestakerfi við úthverfi borgarinnar með nokkrum neðanjarðarstöðvum. Áform eru uppi um sex línur, samtals 362 kílómetra að lengd.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou rail transit|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou_rail_transit&oldid=1100113290|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Sú fyrsta ('''S1''') liggur milli austur-vestur úthverfa borgarinnar. Hún tengir Oujiangkou, miðborgina, Longwan, alþjóðaflugvöllinn og Lingkun. Heildarlengd S1 er 77 kílómetrar.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2019/12/9/art_1231296_40902700.html|titill=Wenzhou Rail Transit Line S1|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=12. september|ár=2019|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市域铁路S1线|date=2022-05-13|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS1%E7%BA%BF&oldid=71607562|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Framkvæmdum við '''S2 '''línan á að ljúka árið 2023. Hún er hraðflutningslína í úthverfi borgarinnar, 63 kílómetrar að lengd. Hún tengist alþjóðaflugvelli borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Line S2 (Wenzhou Rail Transit)|date=2022-04-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_S2_(Wenzhou_Rail_Transit)&oldid=1083414345|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-07}}</ref> <ref>{{Citation|title=温州市域铁路S2线|date=2022-07-07|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%93%81%E8%B7%AFS2%E7%BA%BF&oldid=72541613|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> '''S3''' línan mun síðan liggja frá aðalestarstöð borgarinnar til Rui'an borgar, til Lingxi, Pingyang sýslu, Cangnan sýslu, og til Longgang borgar. Framkvæmdir hófust í apríl 2020. Uppkomin verður hún alls 97 kílómetrar að lengd, að hluta á upphækkuðum brúm en einnig neðanjarðar.<small><ref>{{Citation|title=溫州市域鐵路S3線|date=2022-01-11|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%BA%AB%E5%B7%9E%E5%B8%82%E5%9F%9F%E9%90%B5%E8%B7%AFS3%E7%B7%9A&oldid=69594096|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
Járnbrautalínur, S1, S2, og S3 liggja um strandsvæði Wenzhou borgar. Að auki er áætlað að byggja þrjár þéttbýlislínur (léttlestir og neðanjarðarlestir), M1, M2 og M3.
=== Hraðvagnakerfi ===
Borgarlínukerfi Wenzhou (BRT), hraðflutningakerfi strætisvagna, er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru tvær slíkar borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir vagnana.<small><ref>{{Citation|title=温州快速公交|date=2022-01-10|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=69584025|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Frekari uppbygging þriðju línunnar er fyrirhuguð.
=== Strætavagnar ===
Wenzhou borg hefur fjölda strætisvagnastöðva sem þjóna ýmsum stöðum innan borgarinnar og nærliggjandi svæðum og borgum. Almenningsvagnakerfi borgarinnar taldi árið 2013 alls 1.537 rútur á 88 leiðum. Flestir strætisvagnarnir eru með sjálfvirku fargjaldakerfi.<ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/3/30/art_1231296_2332695.html|titill=Bus|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=30. mars|ár=2013|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
=== Ferjur ===
Ferjur þjóna áfangastöðum upp og niður með Ou-fljóti og til úthverfa Oubei. Sérstök ferja þjónar ferðamannaeyjunni Jiangxin í Ou-fljóti.<small><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Wenzhou#Get_around|title=Wenzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-08-07}}</ref></small> Borgin er einnig að byggja upp vatnsrútukerfi. Fyrsta vatnsrútulína opnaði árið 2013, þar sem siglt er frá Xiaonanmen til Nantang.
=== Reiðhjólaleiga ===
Almenningsreiðhjólakerfi Wenzhou er hjólaleiga þar sem þúsundir almenningshjóla í boði ókeypis í takmarkaðan tíma.<small><ref>{{Cite web|url=http://news.66wz.com/system/2012/08/13/103308919.shtml|title=鹿城5000辆公共自行车开始定制 9月出街(图)_独家报道_温州网|website=news.66wz.com|access-date=2022-08-07}}</ref></small>
== Trúarbrögð ==
[[Mynd:Temple of the Filial Blessing in Ouhai, Wenzhou, Zhejiang, China (2).jpg|alt=Musteri fjölskyldublessunar í Ouhai hverfi, Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.|hægri|thumb|'''„Musteri fjölskyldublessunar“''' í Ouhai hverfi Wenzhou, er staður fyrir tilbeiðslu forfeðranna.]]
[[Mynd:Lords Prayer in Chinese.jpg|alt=„Faðirvorið“, þekktasta Kristna bænin, hér á Kínversku.|hægri|thumb| „[[Faðirvorið]]“, þekktasta [[Kristni|Kristna]] bænin, hér á [[Kínverska|Kínversku]].]]
[[Mynd:Saint_Paul's_Cathedral_in_Wenzhou_12_2018-10.jpg|alt=Dómkirkja Páls postula í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.|hægri|thumb| '''Dómkirkja Páls postula''' í Wenzhou er aðsetur kaþólska biskupsstólsins í borginni.<small><ref>{{Citation|title=St. Paul's Cathedral, Wenzhou|date=2022-08-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=St._Paul%27s_Cathedral,_Wenzhou&oldid=1102528728|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
=== Almennt ===
Eins og víðast hvar í Alþýðulýðveldinu Kína er meirihluti íbúa Wenzhou trúlaus.<small><ref name=":8">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|mánuðurskoðað=5. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Í samanburði við önnur strandsvæði í Kína virðast borgarbúar þó meira áhugasamir um trúarmál. Ýmis trúarbrögð eru þannig ríkjandi í borginni. Til að mynda er forfeðradýrkun vinsæl í Wenzhou og byggð hafa verið forfeðrahof á ýmsum stöðum.<small><ref name=":9">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-06}}</ref></small> Þjóðtrú virðist þannig sterk og [[búddismi]] og [[Daoismi|taóismi]] eru iðkaðir víða í borginni. Þá eru margir fylgjendur kristninnar [[Mótmælendatrú|mótmælendatrúar]] sem og [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólskara]] trúar.<small><ref name=":10">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>
Fyrir valdatöku [[Kommúnistaflokkur Kína|kommúnista]] í Kína árið 1949 voru Wenzhou skráðir 2.000 tilbeiðslustaðir og 4.500 prestar, prestar og munkar. Ríkið útnefndi borgina opinberlega sem „trúleysissvæði“ árið 1958 og í [[Menningarbyltingin|menningarbyltingunni]] (1966–1976) var trúarbyggingum ýmist lokað eða þeim breytt til annarra nota. Á níunda áratugnum lifnuðu trúarbrögð hratt við og í dag eru fleiri tilbeiðslustaðir skráðir en áður.<small><ref name=":10" /></small>
Á vef borgarinnar er sagt frá því að síðla árs 2000 og til ársins 2002 hafi stjórnvöld ráðist í átak í að loka kirkjum, musterum og hofum og þau jafnvel eyðilögð. Það hafði áhrif á kristna, búddista og taóista.<small><ref name=":8" /></small> Þrátt fyrir þetta var borgin með árið 2015 með 8.569 musteri byggð á þjóðtrúar og 3.961 skráða tilbeiðslustaði búddisma, taóisma, íslam, kaþólskrar trúar og mótmælendatrúar.<small><ref name=":10" /></small>
=== Búddismi ===
Búddismi á sér langa sögu í borginni og marga fylgjendur. Búddahof eru víða um borgina og í dreifbýli. Mikill fjöldi trúaðra heimsækir musterin til að brenna reykelsi og tilbiðja Búdda. Meðal þekktustu mustera borgarinnar eru Jiangxin-hofið, Miaoguo-hofið, og Taiping-hofið.<small><ref name=":9" /></small>
=== Taóismi ===
Taóistahof eru á víða við fjallsrætur í borginni. Þrátt fyrir að hefðbundinn taóismi sé ekki útbreiddur, brenna áhangendur þeirra enn reykelsi af mikilli trúmennsku og viðhalda þjóðlegum hefðum og spádómum.<small><ref name=":9" /></small>
=== Kristni ===
Wenzhou borg hefur verið kölluð „Jerúsalem Kína“. Í dag er borgin talin mikilvæg miðstöð kristni í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Breskir trúboðar boðuðu mótmælendatrú í Wenzhou á 19. öld. Árið 1949 er talið að meira en 115,000 borgarbúa hafi verið mótmælendatrúar, sem voru um tíundi hluti allra áhangenda mótmælendatrúar í Kína.<small><ref name=":10" /></small> Í dag er fylgjendur mótmælendatrúar fjölmennur hópur og mjög virkur í borginni. Opinberar tölur segja þá vera 15% af heildarfjölda íbúa, eða meira en 1 milljón talsins.<small><ref name=":9" /></small> Kirkjur og samkomustaðir eru margir og krossar víða í þéttbýli og dreifbýli. Mörg þorp innan borgarinnar hafa fleiri en eina kirkju. Meðal þekktra mótmælendakirkja eru: Wenzhou Chengxi kirkjan, Garden Lane kirkjan, Yongguang kirkjan, Jiangjunqiao kirkjan og Wuqiao kirkjan.
Alls er áætlað að um 100.000 borgarbúar séu kaþólskrar trúar.<small><ref name=":9" /></small>
Borgaryfirvöld segja að ör vöxtur hafi orðið í kristnum samfélögum, allt að 15 -20% íbúanna séu kristnir. Staðbundnar fjölskyldukirkjur segja allt að 30% borgarbúa kristna. Vegna starfa erlendra fyrirtækja í borginni bjóða sumar kirkjur upp á þjónustu og biblíunám á ensku.<small><ref name=":8" /></small>
Á síðustu árum hefur ríkisvaldið reynt að hamla vexti og starfssemi kristinnar trúar í borginni. Kirkjum hefur verið lokað, þær jafnaðar við jörðu, krossar fjarlægðir, og prestar og kristnir fylgjendur handteknir.<small><ref name=":10" /></small>
== Tengt efni ==
[[Mynd:杀狗记211747.jpg|alt=Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. „Ou Opera“, eitt kínverskt óperuform, er vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.|thumb|Wenzhou var fæðingarstaður „nanxi“, kínversks óperuforms á 12. öld. '''„Ou Opera“''', er þekkt kínverskt óperuform, vinsælt í Wenzhou og nærliggjandi svæðum. Nafnið er dregið af Ou-fljóti borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Ou opera|date=2021-06-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Ou_opera&oldid=1026229477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-06}}</ref></small>]]
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
5g4gv8fe5a4b8c9ebdfyeyp7vllr54i
Changzhou
0
168898
1764590
1764548
2022-08-13T12:31:14Z
Dagvidur
4656
Bætti við um menntamál
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
84kr9fnjag2p73f9l1khh4hnh5c0bt3
1764632
1764590
2022-08-13T14:23:21Z
Dagvidur
4656
/* Landafræði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1uyy67d9pafo4ykoenwb3wi1hlrykov
1764633
1764632
2022-08-13T14:30:11Z
Dagvidur
4656
/* Menntamál */ Bætti við myndum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
jaedmlpb9kbrhpt3x44izalr8d22ayc
1764635
1764633
2022-08-13T14:34:08Z
Dagvidur
4656
/* Landafræði */ Bætt við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
8ejhxp81nebfl16cusba9uq777ehax1
1764636
1764635
2022-08-13T14:35:05Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
7ylcn9eaoekhpd3ednielucgyhgjxjr
1764638
1764636
2022-08-13T14:40:23Z
Dagvidur
4656
/* Menntamál */ Bætti við heimild
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
hqpf1fbjxzl9871dtdnctz6hpoq57t0
1764712
1764638
2022-08-13T16:48:16Z
Dagvidur
4656
Bætti við um samgöngur Changzhou borgar.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og borgarlína ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt borgarlínukerfi (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
7sb2qxl1xl6roqez25hrvyqjkjz4jn2
1764713
1764712
2022-08-13T16:49:06Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og borgarlína ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt borgarlínukerfi (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ec39yqu518oomfanvxfg7ohitutq7bb
1764714
1764713
2022-08-13T16:50:37Z
Dagvidur
4656
/* Samgöngur */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|'''Changshen hraðbrautin''' tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og borgarlína ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt borgarlínukerfi (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
h46lij1tmtlmlq5h7s40ezvss2h1176
1764716
1764714
2022-08-13T16:51:11Z
Dagvidur
4656
/* Menntamál */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|'''Changshen hraðbrautin''' tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og borgarlína ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt borgarlínukerfi (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
8nuxev1n0j6ze3sz3pyp8mvblkfoyp7
1764717
1764716
2022-08-13T16:51:42Z
Dagvidur
4656
/* Saga */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|Elsti hluti Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|'''Changshen hraðbrautin''' tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og borgarlína ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt borgarlínukerfi (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bxp8xohvbvkxwswwgcmqzhtwexo4iox
1764718
1764717
2022-08-13T16:52:44Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|'''Elsti hluti Changzhou'''. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi '''Guanyin''', gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|'''„Vísinda-og menntaborg Changzhou“''' í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|'''Changshen hraðbrautin''' tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og borgarlína ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt borgarlínukerfi (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
qg46pta78vpmr60km41xt7tcmkmgdg5
1764720
1764718
2022-08-13T17:52:48Z
Dagvidur
4656
/* Strætisvagnar og borgarlína */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Changzhou_Skyline,_Jul_25_2022.jpg|alt=Miðborg Changzhou''' í Jiangsu -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.'''|hægri|thumb|450x450dp|'''Miðborg Changzhou''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni 5,3 milljónir manna.]]
[[Mynd:Changzhou-location-MAP-in-Jiangsu-Province-China-2.jpg|alt=Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í Jiangsu héraði í Kína.|hægri|thumb|Kort er sýnir staðsetningu Changzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
'''Changzhou''' ''([[kínverska]]:常州; [[Pinyin|rómönskun:]] Chángzhōu; stundum stytt í Chang)'' er héraðsborg í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Til forna var hún þekkt sem Yanling, Lanling eða Jinling.
Changzhou situr á suðurbakka [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og liggur í suðri að Taiu vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og á mörk að bæði [[Suzhou]] borg og Wuxi borg.
Changzhou hefur í gegnum söguna verið verslunarmiðstöð og söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem fluttar voru á skipgengum skurðum til norðurs og síðar til Sjanghæ. Í dag er borgin mikilvæg miðstöð iðnaðar og viðskipta sem tengist sterkt Sjanghæ atvinnusvæðinu. Hún er staðsett í miðju hins fjölmenna og þróaða Jangtse óshólmasvæðis í Kína sem nær frá Sjanghæ og til norðvesturs.
Changzhou sem nær yfir alls 4.372 ferkílómetra land, hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni borg á sýslustigi. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar um 1,3 milljónir í miðborg Changzhou, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 5,3 milljónir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=9. ágús|árskoðað=2022}}</ref></small>
==Saga==
[[Mynd:ChangzhouOldCityDistrict.jpg|alt=Mynd af elsta hluta Changzhou. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.|thumb|'''Elsti hluti Changzhou'''. Borgin er mikil vatnaborg með þéttriðið net skurða og vatnaleiða.]]
[[Mynd:景德镇窑影青观音坐像.jpg|alt= Fölblá stytta af sitjandi Guanyin, gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Changzhou sögusafninu.|thumb|Fölblá stytta af sitjandi '''Guanyin''', gyðju miskunnar. Gerð úr Jingdezhen-postulíni á tímum Suður-Songveldisins. Geymd í Sögusafni Changzhou.<small><ref>{{Citation|title=Chinese ceramics|date=2022-07-11|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chinese_ceramics&oldid=1097544919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref><ref>{{Citation|title=Changzhou Museum|date=2018-04-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Museum&oldid=835595603|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Tianning Temple with Tianning Pagoda.jpg|alt=Mynd af Tianning-búddista hofi í Tianning hverfinu, sem var byggt á árum Tangveldisins (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.|thumb|Tianning hverfi er nefnt eftir '''Tianning-hofi''' [[Búddismi|búddista]] sem var byggt á árum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (627-655). Árið 2005 var pagóða byggð í stíl Tang-og Songveldanna. Pagóðan er 13 hæðir og 153.79 metra há. Hún er hæst allra 4,000 búddista pagóða í Kína.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.changzhou.gov.cn/ns_news/769980161518984|titill=Attractions Card|höfundur=General Office and Foreign Affairs Office of Changzhou Municipal People’s Government|útgefandi=Changzhou Municipal People’s Government|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=天宁寺 (常州)|date=2022-02-03|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%A4%A9%E5%AE%81%E5%AF%BA_(%E5%B8%B8%E5%B7%9E)&oldid=69978854|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
[[Mynd:Changzhou_Science_and_Education_Town.jpg|alt=„Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja.|thumb|'''„Vísinda-og menntaborg Changzhou“''' í Wujin hverfi, er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntunar, hátækni, rannnsókna- og vísinda, sem klasastarfs frumkvöðlafyrirtækja.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-12}}</ref></small>]]
Elstu forleifar borgarinnar eru leifar múrveggja, í núverandi Wujin-hverfi. Þeir voru byggðir fyrir meira en 3.000 árum við upphaf Vestur-Zhouveldisins. Fyrsta ritaða heimild um þéttbýli þar sem Changzhou stendur nú, er stjórnsýslusetur (herumdæmi) stofnað árið 221 f.Kr. við upphaf Qinveldisins (221–206 f.Kr.).<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það varð áfram svo á tímum Hanveldisins (206 f.Kr.–220 e.Kr.) og eftir árið 129 e.Kr., fór staðurinn undir stjórnsýslu Wu. Þéttbýlið varð fyrst sjálfstæð stjórnsýslueining undir Vestur Jinveldinu árið 280–290 e.Kr. þegar það varð stjórnarsetur nefnt Biling, en síðar Jinling árið 304. <small><ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|höfundur=The Editors of Encyclopaedia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21.|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 589 fékk staðurinn núverandi nafn, Chang-hérað, sem þýðir „hið venjulega hérað“.<small><ref name=":1">{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small> Það var á tímum Suiveldisins (581–618).
Eftir 609, þegar gerð suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] lauk, varð staðurinn að síkishöfn og umskipunarhöfn fyrir korn á svæðinu.<small><ref name=":0" /></small> Það hlutverk hefur haldið æ síðan. Dreifbýlissýslurnar umhverfis Changzhou eru þekktar fyrir framleiðslu á hrísgrjónum, tei, silki, bambus og ávöxtum, auk fiskeldis.<small><ref name=":1" /></small>
Undir lok Suiveldisins var staðurinn höfuðborg hins skammlífa konungsríkis Li Zitong (619 - 620) sem var bæld niður árið 621.
Á þeim tíma í kínverskri sögu sem kennd er við ættarveldin fimm (907–960) var þéttbýlið fyrst hluti Wu konungsríkisins og síðar Suður- [[Tangveldið|Tangveldisins]], og það hélt áfram að dafna.<small><ref name=":0" /></small>
Á valdatíma [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1279–1368) var staðurinn rík og blómleg viðskiptamiðstöð.
Eftir 1368 var þéttbýlið um tíma endurnefnt Changchun-hérað, en varð síðan yfirhérað nefnt Changzhou, sem laut stjórnun [[Nanjing]].
Árið 1912 var héraðinu breytt í sýslu í nokkur ár og fékk það þá nafnið Wujin, en það var áfram þekkt í daglegu tali sem Changzhou. Borgin hefur því haldið nafninu í 14 aldir.
Hefðbundið hlutverk Changzhou hefur í aldir verið verslunarmiðstöð, einkum söfnunarmiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, sem var fluttar voru um skurði til norðurs og síðar til [[Sjanghæ]]. Bómullartextíliðnaður var fyrst þróaður í borginni á öðrum áratug síðustu aldar og bómullarverksmiðjur voru settar á laggirnar seint á þriðja áratugnum, þegar árásir [[Japanska keisaradæmið|japanska hersins]] á Sjanghæ ráku mörg kínversk fyrirtæki til að flytja starfsemi sína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Borgin hefur frá síðustu öld verið textílmiðstöð, sú mikilvægasta í Jiangsu héraði. Að auki hafa verið byggðar upp í borginni stórar matvælavinnslustöðvar, mjölvinnslur, og fyrirtæki í hrísgrjóna- og olíupressun.
Eftir 1949 þróaðist borgin einnig sem miðstöð iðnaðar. Qishuyan, um 10 kílómetrum suðaustur af Changzhou, er ein stærsta lestar- og bifreiðaverksmiðja Kína. Að auki er í Changzhou framleiðsla dísilvéla, rafala, spennubreyta og landbúnaðar- og textílvéla, sem og ýmissa hátæknivara.<small><ref name=":0" /></small>
Á tímum [[Stóra stökkið fram á við|„stóra stökksins“]] í Kína (1958–60) var einnig reist í borginni mikil stálverksmiðja.
Eftir 1920 var byrjað að byggja bómullarverksmiðjur í Changzhou. Bómullariðnaðurinn fékk uppörvun seint á þriðja áratugnum þegar fyrirtæki fóru að flytja brott frá Sjanghæ vegna hernáms Japana. Ólíkt mörgum kínverskum borgum hélt Changzhou áfram að dafna jafnvel á umróti [[Menningarbyltingin|menningarbyltingarinnar]] 1966–76.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
Mikliskurður, sem fyrst var grafinn undir lok svokallaðs „Vor- og hausttímabils“ í sögu Kína (770–476 f.Kr.) og síðan lengdur tvisvar á valdatíma Suiveldisins og Júanveldisins, liggur í gegnum Changzhou.
Frá árinu 1908 hefur Changzhou verið tengd járnbrautum til Sjanghæ og Nanjing; að auki liggur aðalhraðbraut Peking-Sjanghæ í gegnum borgina.
==Landafræði==
[[Mynd: 20090919 Changzhou Imgp5266.jpg|thumb|Horft yfir Tianning hverfi Changzhou.]]
Héraðsborgin Changzhou er staðsett í suðurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í Kína. Hún situr á suðurbakka Jangtse-fljóts og liggur í suðri að Tai vatni. Hún er mitt á milli [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] og er nágranni borganna [[Suzhou]] og Wuxi.
Borgin á mörk að héraðshöfuðborginni Nanjing í suðvestri, Zhenjiang í norðvestri, Taizhou-borg í norðaustri, Wuxi í austri og suðri og [[Zhejiang]]<nowiki/>-héraði í vestri og Xuancheng borg [[Anhui]]<nowiki/>-héraðs í suðvestri.
Borgin hefur Yili - fjöll í suðvesturhlutanum.
Borgin er mikil vatnaborg með tvö vörn Tiao og Ge, auk þéttriðins nets skurða og vatnaleiða. Í gegnum borgina rennur Peking-Hangzhou hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], Wuyi skurður, Taige skurður, Jingxi fljótið og Suðurskurður. Á síðustu áratugum hafa byggingarframkvæmdir gengið á Furong-vatn, Yang-vatn og Linjin-vatn þannig að þau hafa smá saman minnkað og horfið.
== Stjórnsýsla ==
Changzhou borg hefur lögsögu yfir 5 hverfum og einni undirborg á sýslustigi. Að auki hefur Changzhou einnig stofnað eftirfarandi fimm iðnþróunarsvæði sem lúta sérstakri stjórnsýslu borgarinnar: Þjóðarhátækniiðngarður Changzhou (Xinbei hverfi); Þjóðarhátækniiðngarður Wujin; Changzhou efnahagsþróunarsvæðið; Qiao bærinn og Yaoguan bærinn sem eru báðir í Wujin hverfi, en undir stjórn Changzhou).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
[[Mynd: Administrative-Division-Changzhou-Icelandic.jpg|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Changzhou-borgar í hverfi og undirborg</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Changzhou<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-10}}</ref></small>
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Tianning hverfi</small>
| align=left | <small>天宁区</small>
| align=right| <small>668.906</small>
| align=right| <small>155</small>
|-
|<small>Zhonglou hverfi</small>
|<small>钟楼区</small>
|<small>658.537</small>
|<small>133</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Xinbei hverfi</small>
| align=left | <small>新北区</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>509</small>
|-
| align=left | <small>Wujin hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|武进区}}</small>
| align=right| <small>1.697.380</small>
| align=right| <small>1.065</small>
|-
| align=left | <small>Jintan hverfi</small>
| align=left | <small>金坛区</small>
| align=right| <small>585.081</small>
| align=right| <small>976</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Liyang borg</small>
| align=left | <small>溧阳市</small>
| align=right| <small>785.092</small>
| align=right| <small>1.535</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align="right" |'''<small>5,278,121</small>'''
| align="right" |'''<small>4.372</small>'''
|}
==Veðurfar==
[[Mynd:201706 Buildings in Tianning District.jpg|alt=Frá Tianning hverfi Changzhou.|thumb| Frá Tianning hverfi Changzhou.]]
Changzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum vetrum. Sumrin og veturnir eru langir en vorin og haustin stutt. Meðal árstíða er veturinn lengstur, síðan sumarið, þá vorið, en haustið er stysti tíminn. Veturnir eru almennt kaldir, sumrin heit, en vorin og haustin mild.
Vegna mikilla áhrifa monsúnvinda hækkar og lækkar úrkoma og hiti samhliða. Á veturna, þegar hitastigið er lágt, er minni úrkoma; á vorin hækkar hitinn og úrkoman eykst smám saman; á sumrin verður hitinn mestur og úrkoman mikil og fellibylur líklegir; á haustin lækkar hitinn og úrkoman minnkar líka verulega.
Sólskinsstundir á árinu 2011 voru 1940,2 klukkustundir.<small><ref>{{cite web|url=http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|title=江苏省气象局网站|author=大汉网络|date=2012-04-01|publisher=Jsmb.gov.cn|archive-url=https://web.archive.org/web/20181211072315/http://www.jsmb.gov.cn/art/2012/4/1/art_730_1063.html|archive-date=2018-12-11|dead-url=yes|accessdate=2017-08-14}}</ref></small>
Það þykir gott að heimsækja Changzhou á miðju vori og snemma hausts, þá er miðlungs hiti og úrkoma minni.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ |titill= Changzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=11. júní|ár=2020|mánuðurskoðað=9. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Changzhou borg á árunum 1971–2000</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>7,1</small>
|<small>8,6</small>
|<small>12,9</small>
|<small>19,6</small>
|<small>25,1</small>
|<small>28,3</small>
|<small>31,8</small>
|<small>31,6</small>
|<small>27,1</small>
|<small>22,2</small>
|<small>16,0</small>
|<small>10,0</small>
|<small>20,0</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>44,6</small>
|<small>53,7</small>
|<small>89,2</small>
|<small>81,2</small>
|<small>102,4</small>
|<small>189,3</small>
|<small>171,7</small>
|<small>116,1</small>
|<small>92,2</small>
|<small>68,7</small>
|<small>52,7</small>
|<small>29,6</small>
|<small>1.091,4</small>
|-
| colspan="14" |<small>''Heimild: Kínverska veðurstofan 2012''<ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-11}}</ref></small>
|}
==Menntamál==
[[Mynd:Cczu_building.JPG|thumb| Ein kennslubygginga Changzhou háskóla.]]
[[Mynd:Changzhou_International_School.JPG|thumb|Alþjóðaskóli Changzhou er einkarekinn framhaldsskóli í Xinbei hverfi. Þar eru þúsundir nemenda frá Kína sem og erlendum ríkjum.]]
Changzhou er mikil menntaborg og þar eru nokkrir sterkir háskólar. Þeirra á meðal eru:
* '''Changzhou háskóli''' sem er byggður á sameiningu ýmissa háskóla- og rannsóknastofnana, á rætur sínar frá árinu 1978. Nemendur þar eru um 23.000.<small><ref>{{Cite web|url=http://eng.cczu.edu.cn/17480/list.htm|title=FACTS|website=eng.cczu.edu.cn|access-date=2022-08-13}}</ref><ref>{{Citation|title=常州大学|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72331334|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Hohai rannsóknarháskólinn''' (Changzhou háskólasvæðið) var stofnað árið 1995 og inniheldur tvo skóla, viðskiptaskóla og tölvu- og upplýsingatækniskóla.<small><ref>{{Citation|title=河海大学|date=2022-07-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B2%B3%E6%B5%B7%E5%A4%A7%E5%AD%A6&oldid=72445965|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Changzhou tæknistofnunin''' er háskólastofnun með áherslu á verkfræði, vísindi, stjórnun hagfræði, bókmenntir, og menntun. nemendur þar eru um 14.000.<small><ref>{{Citation|title=常州工学院|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B7%A5%E5%AD%A6%E9%99%A2&oldid=72331350|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* '''Jiangsu háskóli vísinda og tækni''' er fjöltækniháskóli með sterka áherslu á upplýsingatækni.
Til að styðja við uppbyggingu vísinda og mennta hefur verið byggð upp „Vísinda-og menntaborg Changzhou“ í Wujin hverfi, en það er alhliða vísinda- og nýsköpunargarður háskólamenntun, hátækni, rannnsóknir- og vísindi, og klasastarf frumkvöðlafyrirtækja. Þar eru ýmsar háskóla- og rannsóknarstofnanir á sviði hátækni og frumkvöðlafyrirtæki.<small><ref>{{Citation|title=常州科教城|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E7%A7%91%E6%95%99%E5%9F%8E&oldid=72331410|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Changzhou þykir hafa gott grunnskólakerfi þar sem hátt hlutfall barna á skólaaldri eru skráð til skólagöngu. Framhaldsskólarnir hafa sterka áherslu á verkmenntir.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou&oldid=1101117527|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small> Framhaldsskólarnir hafa einnig náð umtalsverðu útskriftarhlutfalli.<ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Education|titill=Changzhou: General Information: Education|höfundur=Jiangsu.net|útgefandi=Jiangsu.net|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}</ref>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Changzhou_North_Railway_Station,_Jul26_2022.jpg|thumb|right |'''Norðurlestarstöð Changzhou''' var fullgerð 2011. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).|alt=Norðurlestarstöð Changzhou var fullgerð 2011.Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Stöðin er tengd borgarlínukerfi (BRT).]]
[[Mynd:China_Expwy_G25_sign_with_name.svg|thumb|right|'''Changshen hraðbrautin''' tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>|alt=Changshen hraðbrautin tengir borgirnar Changchun og iðnaðarborgina Shenzhen í Guangdong héraði í suðurhluta Kína.]]
[[Mynd:Line_1,_Changzhou_Metro.jpg|thumb|right|Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.|alt=Borgarlestarkerfi Changzhou er í mikilli uppbyggingu. Í dag eru í borginni tvær lestarlínur en verða alls sjö árið 2050.]]
[[Mynd:CZBRTniaokan.JPG|thumb|right|Ein '''borgarlínustöðva (BRT)''' í Changzhou.|alt=Ein borgarlínustöðva (BRT) í Changzhou.]]
[[Mynd:Terminal_of_Changzhou_Benniu_International_Airport.jpg|alt=Mynd sem sýnir brottfararsal Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins í Kína.|thumb| Brottfararsalur '''Changzhou Benniu alþjóðaflugvallarins'''.]]
Changzhou hefur gott samgöngukerfi á landi, vatni og lofti. Borgin býður skilvirkt net almenningssamgangna sem samanstendur af borgarlestum, strætisvögnum, borgarlínum (BRT), langferðabílum og leigubílum.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Almenningssamgöngur eru ríkjandi ferðamáti meirihluta borgarbúa og ferðamanna.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://changzhou.jiangsu.net/#Transportation_Tourism|titill=Changzhou: Transportation and Tourism|höfundur=Jiangsu.NET|útgefandi=Jiangsu.NET|mánuðurskoðað=10. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Vegakerfi ===
Vegasamgöngur borgarinnar byggja á sveitar-, héraðs- og þjóðvegum eða hraðbrautum, sem tengja borgina við öll hverfi og undirborg undir lögsögu hennar sem og nágrannaborgir. Þessar vegaæðar eru meðal annars:
* ''Sjanghæ-Nanjing hraðbrautin'' sem liggur í gegnum norðurhluta borgarinnar. Það tekur rúma klukkustund að komast keyrandi til [[Sjanghæ]] (160 km.) eða [[Nanjing]] (110 km.).<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Þjóðarhraðbraut 312'' er ein aðalbraut þjóðvegakerfisins sem tengir nærliggjandi borgir og sýslur. 312 hraðbrautin sem meira en 5.000 kílómetra að lengd, liggur þvert yfir Kína allt frá [[Sjanghæ]] austur til landamæra [[Kasakstan]].<small><ref>{{Citation|title=China National Highway 312|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=China_National_Highway_312&oldid=1084023387|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
* ''Yanjiang hraðbraut'' Jiangsu héraðs, tengist Ningchang hraðbrautinni í suðurhluta Changzhou.Hún tengist síðan inn á [[Sjanghæ]] -<nowiki/>[[Wuhan]] hraðbrautina.
* ''Ningchang hraðbrautin'', sem er tengd ''Jangtse hraðbrautinni'' í suðurhluta Changzhou, er megintengingin við Nanjing borg, Sjanghæ og borgir meðfram Jangtse fljóti eins og Jiangyin, Zhangjiagang og Changshu.
* ''Changshen hraðbrautin'' er hraðbraut sem tengir saman borgirnar Changchun við [[Shenzhen]], í [[Guangdong]] héraði. Hraðbrautin mun ná til mjög margra borga norður af Changchun. Þegar uppbyggingu hennar lýkur mun brautin vera um 3.585 kílómetra.<ref>{{Citation|title=G25 Changchun–Shenzhen Expressway|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=G25_Changchun%E2%80%93Shenzhen_Expressway&oldid=1101115765|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref>
=== Járnbrautir ===
Changzhou borg er mjög vel tengd lestarkerfi Austurhluta Kína.
Changzhou stöðin sem er rétt sunnan við Yangtse-fljót, er staðsett við hina upprunalegu Peking-Sjanghæ járnbraut. Með lestinni eru tengingar við margar borgir Kína.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
Norðurlestarstöð Changzhou sem var fullgerð árið 2011, er staðsett í Xinbei hverfinu í norðurhluta Changzhou. Þar fer í gegn Peking–Sjanghæ háhraðalestin. Það tekur 4 klukkustundir og 51 mínútur að komast til Suðulestarstöðvar Peking og 40 mínútur að ná til Sjanghæ.
Tvær stöðvar í Changzhou borg tengjast einnig hinum annasömu ''Sjanghæ–Nanjing milliborgarlestum''. Lestarferð til Nanjing tekur um 39 mínútur og um 58 mínútur til Sjanghæ.
=== Borgarlestir ===
Nýlegt borgarlestarkerfi Changzhou er í dag með tvær línur í rekstri sem ná yfir 54 kílómetra. Árið 2019 fóru um 10 milljónir farþegar. Metnaðarfull áform eru um uppbyggingu borgarlestarkerfisins. Árið 2050 mun kerfið ná alls yfir 330 kílómetra og telja 7 lestarlínur með 209 lestarstöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Changzhou Metro|date=2022-04-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Changzhou_Metro&oldid=1083783309|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Strætisvagnar og hraðvagnakerfi ===
Changzhou hefur öflugt strætisvagnakerfi sem liggur til allra borgarhluta. Aðalstrætisvagnastöðin er við Norðurlestarstöð borgarinnar.
Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Hraðvagn|hraðvagnakerfi]] (borgarlínukerfi) (BRT) sem er 40 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru tvær slíkar borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna. Fyrirhuguð er mikil uppbygging þessa samgöngukerfis.<small><ref>{{Citation|title=常州快速公交|date=2022-07-30|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%BF%AB%E9%80%9F%E5%85%AC%E4%BA%A4&oldid=72983890|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
=== Borgarhöfn ===
Changzhou er vatnaborg með net skurða og skipgengra vatnaleiða. Höfn borgarinnar við Jangtse fljót er ein af helstu höfnum fljótsins, sem síðan býður tengingar til hafs. Peking-Hangzhou skipaskurðurinn sem er hluti Miklaskurðar fer í gegnum borgina. Meira en milljón tonna farmflutninga fara um Changzhou höfn á ári.<small><ref>{{Citation|title=常州市|date=2022-06-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B8%B8%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72331360|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-13}}</ref></small>
==== Flugsamgöngur ====
[[Changzhou Benniu alþjóðaflugvöllurinn|Alþjóðaflugvöllur Changzhou Benniu]] er meginflughöfn Changzhou borgar. Þar eru boðnar innlendar og alþjóðlegar tengingar. Flugvöllurinn er staðsettur um 18 kílómetra norðvestur af miðborg Changzhou. Á honum er ein flugstöð fyrir borgaralegt flug bæði innanlandsflug og alþjóðlegt. Árið 2019 afgreiddi flugvöllurinn um 4.1 milljónir farþega og um 33.000 tonn af farmi.
== Tengt efni ==
[[Mynd:Changzhou_library.jpg|alt=Aðalbókasafn Changzhou-borgar.|thumb| Aðalbókasafn Changzhou-borgar.]]
* [http://www.changzhou.gov.cn/ns_class/english '''Vefur borgarstjórnar Changzhou'''] Almennar upplýsingar á ensku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/changzhou/ Travel China Guide: '''Changzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Changzhou|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Changzhou|titill=Britannica: Changzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=21. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
gu8u42ek76lrxicoykan5bgwshrlaed
Þeldýr
0
168906
1764596
1764434
2022-08-13T13:31:34Z
Snævar
16586
+taxobox, flokkur
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Þeldýr
| image =
| image_caption =
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| subphylum = [[Hryggdýr]] (''Vertebrata'')
| superclassis = [[Ferfætlingar]] (''Tetrapoda'')
| superclassis_authority = Broili, 1913
| classis = ''Reptiliomorpha''
| subclassis = [[Líknarbelgsdýr]] (''[[Amniota]]'')
| infraclassis = '''Synapsida'''
}}
'''Þeldýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Synapsid'') er annar af tveimur helstu hópum dýra sem þróuðust úr grunnfóstri, hinn er sauropsíð (sauropsida), hópurinn sem inniheldur skriðdýr og fugla.
[[Flokkur:Þeldýr]]
b80vlm2sjxf2og52wujl5u7tmc0bjjz
Frumsnjáldrur
0
168907
1764604
1764449
2022-08-13T13:36:01Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
'''Frumsnjáldrur''' ([[fræðiheiti]]: ''Pantotheria'') er yfirgefin flokkun [[Miðlífsöld|miðlífsalda]] [[spendýr|spendýra]]. Þessi hópur er nú talinn óformlegur „sorpkörfu“ flokkun og hefur verið skipt út fyrir Dryolestida auk annarra hópa.
[[Flokkur:Úreld flokkun spendýra]]
tfnhu0x9qns5s5lj4bomkqgl5r5mi4d
Klettahani
0
168913
1764605
1764584
2022-08-13T13:44:29Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Leiðrétting
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Rupicola peruviana (male) -San Diego Zoo-8a.jpg|250px|thumb|Klettahani]]
'''Klettahani''' ([[fræðiheiti]]: ''Rupicola peruvianus'') er stór spörfugl af ætt skörtum sem er innfæddur í Andeskógum í [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]]. Hann er almennt talinn þjóðarfugl Perú.
[[Flokkur:Skartar]]
{{stubbur}}
5rmy9udc17le6x9vy0ao96ltdc5ucck
Línudansari
0
168914
1764600
1764478
2022-08-13T13:33:22Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Rabo de arame.jpg|250px|thumb|Línudansari]]
'''Línudansari''' (fræðiheiti: ''Pipra filicauda'') er gulur, rauður og svartur fugl ættaður víðsvegar um [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
[[Flokkur:Dansarar]]
{{stubbur}}
3fiv9vyo6srsiyr90jq6z8m4m6wmvfs
1764602
1764600
2022-08-13T13:35:09Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Rabo de arame.jpg|250px|thumb|Línudansari]]
'''Línudansari''' (fræðiheiti: ''Pipra filicauda'') er gulur, rauður og svartur fugl ættaður víðsvegar um [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
[[Flokkur:Mannikínar]]
{{stubbur}}
0tdixsj04gl1f8u9nb583zypqke6ts0
1764607
1764602
2022-08-13T13:46:12Z
Snævar
16586
+flokkur, taxobox
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Spörfuglar
| image = Rabo de arame.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Línudansari
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| ordo_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| familia = ''Pipridae''
| genus = ''Pipra''
| species = '''Línudansari''' (''P. filicauda'')
}}
'''Línudansari''' (fræðiheiti: ''Pipra filicauda'') er gulur, rauður og svartur fugl ættaður víðsvegar um [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
[[Flokkur:Mannikínar]]
{{stubbur}}
m5unkiu4zz2x2r0ug33olrxhozdk3zy
1764616
1764607
2022-08-13T13:57:00Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Spörfuglar
| image = Rabo de arame.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Línudansari
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| ordo_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| familia = Manníkínar (''Pipridae'')
| genus = ''Pipra''
| species = '''Línudansari''' (''P. filicauda'')
}}
'''Línudansari''' (fræðiheiti: ''Pipra filicauda'') er gulur, rauður og svartur fugl ættaður víðsvegar um [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
[[Flokkur:Mannikínar]]
{{stubbur}}
1tffdanhh7hig68p73s5vp0dvsullwu
Flaumtittlingur
0
168915
1764619
1764566
2022-08-13T13:59:32Z
Snævar
16586
+taxobox, flokkur
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = pink
| name = Flaumtittlingur
| image = Torrent Tyrannulet - Colombia S4E0594 (16666046807).jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Flaumtittlingur
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Seildýr]] (''Chordata'')
| classis = [[Fuglar]] (''Aves'')
| ordo = [[Spörfuglar]] (''Passeriformes'')
| ordo_authority = [[Carolus Linnaeus|Linnaeus]], 1758
| familia = [[Greipar]] (''Tyrannidae'')
| genus = ''Serpophaga''
| species = '''Flaumtittlingur''' (''S. cinerea'')
}}
'''Flaumtittlingur''' ([[fræðiheiti]]: ''Serpophaga cinerea'') er svartur og grár fugl ættaður víðsvegar um [[Mið-Ameríka|Mið-Ameríku]] og [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
{{stubbur}}
[[Flokkur:Greipar]]
a23hjx8aa0m70xe3vohz5t1gh7r7zhw
Clubdub
0
168916
1764715
1764513
2022-08-13T16:50:38Z
Yungkleina
64195
Útgefið efni
wikitext
text/x-wiki
{{Tónlistarfólk
| heiti = ClubDub
| undirtitill =
| mynd =
| stærð =
| myndatexti =
| nafn =
| fæðing =
| fæðingarstaður =
| dauði =
| dánarstaður =
| dánarorsök =
| uppruni = [[Reykjavík]], [[Ísland]]
| nefni =
| titill =
| ár = 2018-
| stefna = Pop, raftónlist
| hljóðfæri =
| gerð =
| rödd =
| út = Sony Music Iceland, Klúbbasigur Slf.
| sam = [[Aron Can]], [[Ra:tio]]
| vef = https://klubbasigur.is/
| nú = [[Geitin sjálf]],
[[Brynjar Barkason]]
| fyrr =
| undirskrift =
| bakgrunnur =
}}
'''ClubDub''' er íslenskt [[raftónlist|raftónlistartvíeyki]] sem samanstendur af [[Geitin sjálf|Geitinni sjálfri]] og [[Brynjar Barkason|Brynjari Barkasyni]]. Clubdub varð formlega til árið 2018 þegar það gaf út ''Juice Menu Vol 1.''<ref>https://www.ruv.is/frett/lofar-godu-ad-vera-rekinn-ur-verslo</ref>
==Sagan==
Brynjar og Geitin sjálf kynntust þegar þeir voru saman í myndbandsnefndinni [[12:00]] í [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskóla Íslands]]. Félagarnir lögðu mikla vinnu í 12:00 og gerðu þar sketsaþætti en gáfu einnig út nokkur lög, til dæmis ''Sama stelpa'', ''Aðeins meira en bara vinir'' og ''Ekki segja neinum''. Að lokum varð það svo að strákarnir lögðu of mikla vinnu í 12:00 og sinntu skólanum ekki nógu vel og voru vísaðir úr honum. <ref>https://www.ruv.is/frett/lofar-godu-ad-vera-rekinn-ur-verslo</ref>
Árið 2017 ákveða þeir að byrja að semja tónlist sem varð að plötunni ''Juice Menu Vol. 1'' sem þeir gáfu út sumarið 2018. Bókanir voru þéttar fyrir veturinn sem fylgdi. Vinsældirnar döfnuðu ekki og fylgdi smáskífan ''Tónlist'' árið 2019 og smáskífan ''clubdub ungir snillar'' árið 2021.<ref>https://www.mannlif.is/frettir/byrjudu-i-tonlistinni-eftir-brottrekstur-ur-verzlo/</ref>
<ref>https://open.spotify.com/artist/5A5hVxY3BogJUch1IUcuw7?si=kAVZYvYJSNS9uHPLXE0huQ</ref>
== Útgefið efni ==
=== Breiðskífur ===
* Juice Menu Vol. 1 (2018)
=== Stuttskífur ===
* Tónlist (2019)
* clubdub ungir snillar (2021)
=== Single ===
* Eina Sem Ég Vil (feat. Aron Can) (2018)
* Ég Myndi Deyja Fyrir Stelpurnar Mínar (2020)
* IKEA STELPAN (2022)
==Heimildir==
{{reflist}}
{{S|2018}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
ngerd751uucamtttjo662tt9ysrynb3
Konungslóri
0
168919
1764625
1764499
2022-08-13T14:07:36Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Eclectus roratus -San Diego-6.jpg|250px|thumb|Karlkyns Konungslóri]]
[[mynd:Eclectus Parrot (Eclectus roratus) -6-4c.jpg|250px|thumb|Kvenkyns Konungslóri]]
'''Konungslóri''' ([[fræðiheiti]]: ''Eclectus roratus'') er páfagaukur ættaður um [[Salómonseyjar]], [[Sumba]], [[Nýju-Gíneu]] og nærliggjandi eyjar, norðaustur [[Ástralía|Ástralíu]] og [[Malúkúeyjar]].
[[Flokkur:Páfagaukar]]
{{stubbur}}
2ajujd31ylmciw8rk2z51vljej2htla
Skartlýrufugl
0
168921
1764608
1764517
2022-08-13T13:46:25Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Superb lyrbird in scrub.jpg|250px|thumb|Skartlýrufugl]]
'''Skartlýrufugl''' ([[fræðiheiti]]: Menura novaehollandiae) er ástralskur söngfugl, einn af tvem tegundum frá [[Lýrufuglar|lýrufuglaætt]].
[[Flokkur:Lýrufuglar]]
{{stubbur}}
m6o6pmopc0m86t5zt69iimm0ri1uqri
Rauðóni
0
168922
1764620
1764521
2022-08-13T14:02:16Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Rufous hornero (Red ovenbird)(Furnarius rufus).JPG|250px|thumb|Rauðóni]]
'''Rauðóni''' ([[fræðiheiti]]: ''Furnarius rufus'') er rauðbrúnn fugl ættaður um austurhluta [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
[[Flokkur:Ofnfuglar]]
{{stubbur}}
1u7t2wiv9kdaeofb7rs8e2281mlwoo3
Glæsieðlur
0
168923
1764628
1764525
2022-08-13T14:14:04Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Lambeosaurus ROM.jpg|250px|thumb|Glæsieðla]]
'''Glæsieðlur''' ([[fræðiheiti]]: ''Lambeosaurus'') er ættkvísl risaeðlna sem lifði fyrir um 75 milljón árum síðan.
[[Flokkur:Risaeðlur]]
[[Flokkur:Glæsieðlur]]
{{stubbur}}
a5oert25es5nhlpegomm0b1zurwyasa
1764634
1764628
2022-08-13T14:32:07Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Lambeosaurus ROM.jpg|250px|thumb|Glæsieðla]]
'''Glæsieðlur''' ([[fræðiheiti]]: ''Lambeosaurus'') er ættkvísl risaeðlna sem lifði fyrir um 75 milljón árum síðan.
[[Flokkur:Risaeðlur]]
{{stubbur}}
t1b5cotedy06flt33o8bghmimp482qf
Rauðtoppasólfugl
0
168924
1764629
1764560
2022-08-13T14:17:34Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:NectariniaJohnstoniKeulemans.jpg|250px|thumb|Rauðtoppasólfugl]]
'''Rauðtoppasólfugl''' ([[fræðiheiti]]: ''Nectarinia johnstoni'') er grænn og rauður fugl ættaður um [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]], [[Kenía|Keníu]], [[Malaví]], [[Rúanda]], [[Tansanía|Tansaníu]], [[Úganda]] og [[Sambía|Sambíu]].
[[Flokkur:Fuglar]]
{{stubbur}}
m5pya0top0duzcdzb0amjv4c8fl7itj
Meistarafugl
0
168926
1764643
1764561
2022-08-13T15:06:05Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Crimson Sunbird (6).jpg|250px|thumb|Karlkyns Meistarafugl]]
[[mynd:Crimson sunbird(f).jpg|250px|thumb|Kvenkyns Meistarafugl]]
'''Meistarafugl''' ([[fræðiheiti]]: ''Aethopyga siparaja'') er tegund sólfugla sem nærist að mestu á [[Blómsafi|blómsafa]].
[[Flokkur:Sólfuglar]]
{{stubbur}}
clj38wujo3vawsdq7q46b1vkcifdi15
Bergtittlingur
0
168927
1764640
1764563
2022-08-13T14:58:59Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Leiðrétting
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Anthus spinoletta - Water Pipit, Kahramanmaraş 2016-11-18 01-10.jpg|250px|thumb|Bergtittlingur]]
'''Bergtittlingur''' ([[fræðiheiti]]: ''Anthus spinoletta'') er lítill [[Spörfuglar|spörfugl]] sem verpir í fjöllum Suður-Evrópu og [[Palearktíska svæðið|fornnorðurskautssvæðinu]] austur til Kína.
[[Flokkur:Erlur]]
{{stubbur}}
0l1dt6nvi8oqozv1ts16vfc7xa29a6y
Grásvarri
0
168928
1764611
1764565
2022-08-13T13:49:08Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Lanius excubitor 1 (Marek Szczepanek).jpg|250px|thumb|Grásvarri]]
'''Grásvarri''' ([[fræðiheiti]]: ''Lanius excubitor'') er tegund stórra [[Söngfuglar|söngfugla]].
[[Flokkur:Svarrar]]
{{stubbur}}
7ey7zxxu28pytbah94y5qbboee1pbuo
Tyrkjadúfa
0
168929
1764631
1764568
2022-08-13T14:22:58Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Tourterelle turque - Antibes.JPG|250px|thumb|Tyrkjadúfa]]
'''Tyrkjadúfa''' ([[fræðiheiti]]: ''Streptopelia decaocto'') er [[Dúfur|dúfutegund]] ættuð um [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]].
[[Flokkur:Dúfur]]
{{stubbur}}
4g49htr57l5sopxf7iw2tcqh69izup6
Flokkur:Músfuglar
14
168934
1764591
2022-08-13T13:13:24Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Fuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Fuglar]]
scyb419m18b5fgdhkymrdmi9xpsgj1v
Flokkur:Húmgapar
14
168935
1764593
2022-08-13T13:16:16Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Fuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Fuglar]]
scyb419m18b5fgdhkymrdmi9xpsgj1v
Flokkur:Náttfarar
14
168936
1764594
2022-08-13T13:16:27Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Húmgapar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Húmgapar]]
41sjz0e29gxgc3ufveper15310f6f76
Flokkur:Reptiliomorpha
14
168937
1764597
2022-08-13T13:31:46Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Ferfætlingar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Ferfætlingar]]
mt2w1czmv0ium791qsjfevy452ovhk4
Flokkur:Líknarbelgsdýr
14
168938
1764598
2022-08-13T13:32:13Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Reptiliomorpha]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Reptiliomorpha]]
l4zv4n5iw8bwc0onicbc2s68f62nlqi
Flokkur:Þeldýr
14
168939
1764599
2022-08-13T13:32:39Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Líknarbelgsdýr]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Líknarbelgsdýr]]
0wyriamsbnbke4zt37cgsvaubfniik6
Flokkur:Úreld flokkun spendýra
14
168940
1764601
2022-08-13T13:34:58Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Spendýr]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Spendýr]]
hldk1e64x3fhn9guyljvc1k85nhepd2
Flokkur:Mannikínar
14
168941
1764603
2022-08-13T13:35:34Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Bjó til síðu
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Mannikínar}}
hcd7yhnc124wjqz96ephyc19tzqc8yy
1764609
1764603
2022-08-13T13:46:35Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Mannikínar}}
[[Flokkur:Spörfuglar]]
qrpjun3uvfjatc1fvdru6ds389t2c73
Flokkur:Skartar
14
168942
1764606
2022-08-13T13:44:50Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Skartar}}
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Skartar}}
6zc422adm3iigo4aipn1qwam4d2w8rd
1764614
1764606
2022-08-13T13:53:48Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Skartar}}
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Skríkifuglar]]
86q7obm2e799dn3dwu310ky35t4jug0
Flokkur:Lýrufuglar
14
168943
1764610
2022-08-13T13:47:05Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Lýrufuglar}}
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Lýrufuglar}}
k99jmnabf3qwjtua6lt9itw0uzaoldp
1764617
1764610
2022-08-13T13:58:45Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Lýrufuglar}}
[[Flokkur:Spörfuglar]]
oy951nsagxyg9ewgx0smxl8bujwjmwi
Flokkur:Svarrar
14
168944
1764612
2022-08-13T13:50:43Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Svarrar}} [[Flokkur:Spörfuglar]] [[Flokkur:Söngfuglar]]
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Svarrar}}
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Söngfuglar]]
nttlrehrj8vk4jdmd266hebxepj70to
Flokkur:Söngfuglar
14
168945
1764613
2022-08-13T13:51:33Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Söngfuglar}}
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Söngfuglar}}
s1s8mkuj0dap7mdjjxa5g9h24s1uv68
Flokkur:Skríkifuglar
14
168946
1764615
2022-08-13T13:54:16Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Skríkifuglar}}
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Skríkifuglar}}
c9w6go8jd0f82ge0ao020jqz45qqxaa
Flokkur:Greipar
14
168947
1764618
2022-08-13T13:59:09Z
Snævar
16586
Ný síða: [[Flokkur:Spörfuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Spörfuglar]]
cxpz58nk159jnu6ab3m1a2u83ufurve
Þuríður Pálsdóttir
0
168948
1764621
2022-08-13T14:04:22Z
Berserkur
10188
Ný síða: '''Þuríður Pálsdóttir''' ([[11. mars]], [[1927]], d. [[12. ágúst]], [[2022]]) var íslensk [[ópera|óperu]]söngkona og tónlistarkennari. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og lauk tónmenntakennaraprófi frá [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólanum í Reykjavík]] 1967. Hún var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973. Þuríður tók þátt í mörgum óperuuppfærslum á Íslandi og erlendis. Þuríður...
wikitext
text/x-wiki
'''Þuríður Pálsdóttir''' ([[11. mars]], [[1927]], d. [[12. ágúst]], [[2022]]) var íslensk [[ópera|óperu]]söngkona og tónlistarkennari. Hún stundaði söng- og tónlistarnám á Ítalíu á sjötta áratugnum og lauk tónmenntakennaraprófi frá [[Tónlistarskólinn í Reykjavík|Tónlistarskólanum í Reykjavík]] 1967. Hún var yfirkennari Söngskólans frá stofnun hans 1973. Þuríður tók þátt í mörgum óperuuppfærslum á Íslandi og erlendis.
Þuríður var sæmd [[fálkaorðan|riddarakrossi fálkaorðunnar]] 1982 og hlaut heiðursverðlaun leiklistarsambands Íslands, [[Gríman|Grímuna]], árið 2008.
Þuríður var dóttir [[Páll Ísólfsson|Páls Ísólfssonar]] tónskálds og orgelleikara og Kristínar Norðmann píanókennara. Afi Þuríðar var [[Ísólfur Pálsson]], organisti og tónskáld. Eiginmaður Þuríðar var Örn Guðmundsson framkvæmdastjóri. Þau eignuðust þrjú börn.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/13/thuridur-palsdottir-operusongkona-latin Þuríður Pálsdóttir látin] RÚV, sótt 13/8 2022</ref>
==Tengt efni==
*[[Þuríður Pálsdóttir, sópran. - Blítt er undir björkunum]]
*[[Ísólfur Pálsson tónskáld - Í birkilaut]]
{{fd|1927|2022}}
==Tilvísanir==
[[Flokkur:Íslenskar óperusöngkonur]]
[[Flokkur:Íslenskar söngkonur]]
[[Flokkur:Íslenskir kennarar]]
[[Flokkur:Handhafar riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu]]
tgze15aeyr8z76s3t4jq3x8q21xqd8s
Flokkur:Ofnfuglar
14
168949
1764622
2022-08-13T14:05:00Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Ofnfuglar}} [[Flokkur:Spörfuglar]] [[Flokkur:Skríkifuglar]] [[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Ofnfuglar}}
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Skríkifuglar]]
[[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
j1q5g7pmwf7e4y51loxp7q0v5vmsri7
Flokkur:Harðstjórafuglar
14
168950
1764623
2022-08-13T14:05:54Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: {{útdráttur|Harðstjórafuglar}}
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Harðstjórafuglar}}
6jvtc152eli8v4yhira72w9b22xuv1i
1764630
1764623
2022-08-13T14:19:41Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
wikitext
text/x-wiki
{{útdráttur|Harðstjórafuglar}}
[[Flokkur:Skríkifuglar]]
dw3dcb323cok9dsvuodbpuk9q5hfhui
Flokkur:Erlur
14
168951
1764641
2022-08-13T15:01:05Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: [[Flokkur:Spörfuglar]] [[Flokkur:Söngfuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Söngfuglar]]
qgwqcgrb37va5wlgttzd1ehv5o7xodg
Flokkur:Sólfuglar
14
168952
1764644
2022-08-13T15:08:12Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: [[Flokkur:Spörfuglar]] [[Flokkur:Söngfuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Söngfuglar]]
qgwqcgrb37va5wlgttzd1ehv5o7xodg
Ugluætt
0
168953
1764650
2022-08-13T15:36:10Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Íslenski Frjálsi Vefurinn færði [[Ugluætt]] á [[Eiginlegar uglur]]: skv. Undraveröld dýranna: fuglar bls. 9
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Eiginlegar uglur]]
c8ydmood8qdpqywy6hja8dmcbdez4ij
Petropavlovsk-Kamčatskij
0
168954
1764653
2022-08-13T15:39:14Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Petropavlovsk-Kamčatskij]] á [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Petropavlovsk-Kamtsjatskíj]]
ncnmgb22df6l21ks9g6xo8n8da0za26
Novosibirsk
0
168955
1764656
2022-08-13T15:41:34Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Novosibirsk]] á [[Novosíbírsk]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Novosíbírsk]]
qlzh2mc7od4nnukyyps3j68gm069b3z
Voronesj
0
168956
1764658
2022-08-13T15:41:58Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Voronesj]] á [[Voronezh]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Voronezh]]
8xesjynsrozy0ku03viepwnrtdk0595
Rjasan
0
168957
1764660
2022-08-13T15:42:29Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Rjasan]] á [[Rjazan]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Rjazan]]
nbbyh4co1ao5thimvntmox1le1g5pwh
Astrakan
0
168958
1764662
2022-08-13T15:42:50Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Astrakan]] á [[Astrakhan]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhan]]
nq833scpnb2bnge2qlh7xjr594i36yw
Gelendzhik
0
168959
1764664
2022-08-13T15:43:11Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Gelendzhik]] á [[Gelendzhík]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Gelendzhík]]
ivs62cgvjyyg18mv67hec1r6yacyfbp
Grosní
0
168960
1764666
2022-08-13T15:44:08Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Grosní]] á [[Grozníj]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Grozníj]]
kkvmcdur1al56rroare1glsozlme8pv
Asov
0
168961
1764668
2022-08-13T15:45:32Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Asov]] á [[Azov]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Azov]]
fp5m65css6v59wbglr5d2pl4tpmusv6
Izhevsk
0
168962
1764670
2022-08-13T15:45:52Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Izhevsk]] á [[Ízhevsk]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Ízhevsk]]
pf2h6g1dy990w776roy2bn4w4418xuq
Kasan
0
168963
1764672
2022-08-13T15:46:11Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kasan]] á [[Kazan]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Kazan]]
p23g5968mjgycrj9qqae7p46y8cfgrz
Peniki
0
168964
1764674
2022-08-13T15:46:50Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Peniki]] á [[Peníkí]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Peníkí]]
8ilb6idl2wj0uqtji93bj5usengj7sx
Nisjníj-Novgorodfylki
0
168965
1764676
2022-08-13T15:50:25Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Nisjníj-Novgorodfylki]] á [[Nízhníj-Novgorodfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Nízhníj-Novgorodfylki]]
ra1ctg1i7rkzovv9xg2pgj2atycr3us
Vladimírfylki
0
168966
1764678
2022-08-13T15:51:05Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Vladimírfylki]] á [[Vladímírfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Vladímírfylki]]
j6n8a0alhezqgnq40el117j6jkuzti7
Volgógradfylki
0
168967
1764680
2022-08-13T15:51:19Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Volgógradfylki]] á [[Volgogradfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Volgogradfylki]]
a45t95xj2tyb1xxli71zp36gkxpby86
Astrakanfylki
0
168968
1764682
2022-08-13T15:51:38Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Astrakanfylki]] á [[Astrakhanfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Astrakhanfylki]]
97huvai30ytj5dpxb1y97w8sbqw55bj
Arkangelsk-fylki
0
168969
1764684
2022-08-13T15:52:19Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Arkangelsk-fylki]] á [[Arkhangelsk-fylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Arkhangelsk-fylki]]
n13znpjdzkoo7zl19xm0m25qu472ehf
Ívanovófylki
0
168970
1764686
2022-08-13T15:52:44Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Ívanovófylki]] á [[Ívanovofylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Ívanovofylki]]
jh0rnrlljsrcjapo7rqiauyenoty539
Kaliníngradfylki
0
168971
1764688
2022-08-13T15:53:04Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kaliníngradfylki]] á [[Kalíníngradfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Kalíníngradfylki]]
jpcoqiysv71ynlpuhifmi5779xwhvm1
Rjasanfylki
0
168972
1764690
2022-08-13T15:54:00Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Rjasanfylki]] á [[Rjazanfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Rjazanfylki]]
3g6reqrlxf38xjhxmsj8yu5cqw7vaj4
Voronesjfylki
0
168973
1764692
2022-08-13T15:54:35Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Voronesjfylki]] á [[Voronezhfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Voronezhfylki]]
t0ew5dy4cufz6kfkn1i289me0q2qqyr
Tsjeljabinskfylki
0
168974
1764694
2022-08-13T15:54:59Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Tsjeljabinskfylki]] á [[Tsjeljabínskfylki]] yfir tilvísun
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Tsjeljabínskfylki]]
0yut4xs6zeqg43ygmdx1quvciuf3i9d
Stavrópolfylki
0
168975
1764696
2022-08-13T15:55:35Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Stavrópolfylki]] á [[Stavropolfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Stavropolfylki]]
cchp123o7kbyvy8952sghz77rejs0tt
Sakalínfylki
0
168976
1764698
2022-08-13T15:55:59Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Sakalínfylki]] á [[Sakhalínfylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakhalínfylki]]
dvxdjf05xi1chehiw2bumfnz6m1bkjf
Kostrómafylki
0
168977
1764700
2022-08-13T15:56:24Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kostrómafylki]] á [[Kostromafylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Kostromafylki]]
6c7jihyi1jh22lguqf3g4gh3k9jedhh
Kemeróvofylki
0
168978
1764702
2022-08-13T15:56:53Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Kemeróvofylki]] á [[Kemerovofylki]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Kemerovofylki]]
ievk2xjjwcwljzoxga29793z0t75fno
Saka
0
168979
1764708
2022-08-13T16:04:08Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Saka]] á [[Sakha]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Sakha]]
140rygzgwcthrvxqez27dqklv6x0nl8
Tangshan
0
168980
1764729
2022-08-13T21:23:23Z
Dagvidur
4656
Stofna síðu um Tangshan, standborg í Hebei-héraði í norðurhluta Kína. Þar búa um 7,7 milljónir manna.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Skyline_of_Tangshan_2019.jpg|alt='''Skýjakljúfa Tangshan borgar''' í Hebei-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,7 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Skýjakljúfa Tangshan borgar''' í Hebei-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,7 milljónir manna.]]
[[Mynd:Tangshan-location-MAP-in-Hebei-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Tangshan borgar í Hebei héraði í Kína.|hægri|thumb|Staðsetning Tangshan borgar í Hebei héraði í Kína.]]
'''Tangshan''' ''([[kínverska]]:唐山; [[Pinyin|rómönskun:]] Tángshān;'' er standborg í [[Hebei|Hebei-héraði]] í norðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Þessi iðnaðarborg er staðsett í austurhluta Hebei héraðs og norðausturhluta Norður-Kína sléttunnar. Borgin hefur Bóhaíhaf í suðri, sem er flói innst í Gula hafinu, Yan-fjöll í norðri, hafnarborgina Qinhuangdao yfir Luan-fljót í austri og borghéraðið Tianjin í vestri.
Tangshan er staðsett á miðsvæði svokallaðs Bóhaí efnhagssvæðis, en það er þéttbýls- iðnaðar- og viðskiptasvæðið í kringum borghéraðið Tianjin. Tangshan þjónar þar umferðinni til norðausturs.
Mikið af þróun borgarinnar er iðnvæðingunni að þakka, sem hófst árið 1870, þegar vinnsla kola hófst á svæðinu. Kínverjar tala gjarnan um að í borgin sé „vagga kínverskrar iðnvæðingar“. Í borginni vori fyrstu stöðluðu járnbrautirnar lagðar í Kína, fyrstu járnbrautarverksmiðjunum komið á fót, og fyrstu sementsverksmiðju landsins. Í dag er Tangshan miðstöð stál-, orku-, efna- og keramikframleiðslu.
Héraðsborgin Tangshan nær yfir alls 13.472 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 7 hverfum, 4 sýslum og þremur sýsluborgum. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar Tangshan um 3,7 milljónir í miðborginni, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 7,7 milljónir.
== Tengt efni ==
* [http://www.tangshan.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Tangshan'''] Almennar upplýsingar á kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Tangshan '''Tangshan'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/hebei/tangshan/ Travel China Guide: '''Tangshan'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Hebei]] í norðurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Tangshan|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Tangshan|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=27. apríl|ár=2010|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
mcs1fjm4a814rvm9vfs1sr3erpjjxgt
1764730
1764729
2022-08-13T21:24:51Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Skyline_of_Tangshan_2019.jpg|alt='''Skýjakljúfa Tangshan borgar''' í Hebei-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,7 milljónir manna.|hægri|thumb|450x450dp|'''Skýjakljúfa Tangshan borgar''' í Hebei-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í borginni um 7,7 milljónir manna.]]
[[Mynd:Tangshan-location-MAP-in-Hebei-Province-China.jpg|alt=Staðsetning Tangshan borgar í Hebei héraði í Kína.|hægri|thumb|Staðsetning Tangshan borgar í Hebei héraði í Kína.]]
'''Tangshan''' ''([[kínverska]]:唐山; [[Pinyin|rómönskun:]] Tángshān;'' er standborg í [[Hebei|Hebei-héraði]] í norðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Þessi iðnaðarborg er staðsett í austurhluta Hebei héraðs og norðausturhluta Norður-Kína sléttunnar. Borgin hefur [[Bóhaíhaf]] í suðri, sem er flói innst í [[Gulahaf|Gulahafi]], Yan-fjöll í norðri, hafnarborgina Qinhuangdao yfir Luan-fljót í austri og borghéraðið [[Tianjin]] í vestri.
Tangshan er staðsett á miðsvæði svokallaðs Bóhaí efnhagssvæðis, en það er þéttbýls- iðnaðar- og viðskiptasvæðið í kringum borghéraðið Tianjin. Tangshan þjónar þar umferðinni til norðausturs.
Mikið af þróun borgarinnar er iðnvæðingunni að þakka, sem hófst árið 1870, þegar vinnsla kola hófst á svæðinu. Kínverjar tala gjarnan um að í borgin sé „vagga kínverskrar iðnvæðingar“. Í borginni vori fyrstu stöðluðu járnbrautirnar lagðar í Kína, fyrstu járnbrautarverksmiðjunum komið á fót, og fyrstu sementsverksmiðju landsins. Í dag er Tangshan miðstöð stál-, orku-, efna- og keramikframleiðslu.
Héraðsborgin Tangshan nær yfir alls 13.472 ferkílómetra land, og hefur lögsögu yfir 7 hverfum, 4 sýslum og þremur sýsluborgum. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru íbúar Tangshan um 3,7 milljónir í miðborginni, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 7,7 milljónir.
== Tengt efni ==
* [http://www.tangshan.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Tangshan'''] Almennar upplýsingar á kínversku um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða Wikitravel [https://wikitravel.org/en/Tangshan '''Tangshan'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/hebei/tangshan/ Travel China Guide: '''Tangshan'''] Knappar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* Strandhéraðið [[Hebei]] í norðurhluta [[Kína]].
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Tangshan|mánuðurskoðað=11. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Tangshan|titill=Britannica: Tangshan|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=27. apríl|ár=2010|mánuðurskoðað=7. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
tge6sv7rj6nq0m8zxinwsa1qlaspoyx
Harðstjórafuglar
0
168981
1764731
2022-08-13T23:34:47Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Bjó til síðu
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Myiarchus-tuberculifer-002.jpg|250px|thumb|Harðstjórafugl]]
'''Harðstjórafuglar''' ([[fræðiheiti]]: ''Tyranni'') er ættbálkur [[Spörfuglar|spörfugla]]. Í því eru fleiri en 1.000 tegundir fugla, þar af er meirihluti frá [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]].
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
{{stubbur}}
5qkd7yoh81c8yqm82424v3418i84o0o
Breiðnefjur
0
168982
1764732
2022-08-13T23:48:51Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Bjó til síðu
wikitext
text/x-wiki
'''Breiðnefjur''' ([[fræðiheiti]]: ''Eurylaimidae'') er ætt [[Spörfuglar|spörfugla]] af ættbálki [[Harðstjórafuglar|harðstjórafugla]]. Þeir eru ættaðir á svæðinu frá [[Himalajafjöll|Himalajafjöllum]] til [[Indónesía|Indónesíu]] og [[Filippseyjar|Filippseyja]].
to0p278nk2zw7z8nra1hgbagcfwxq2h
1764733
1764732
2022-08-13T23:50:43Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Leiðrétting
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Eurylaimus javanicus - Khao Yai.jpg|250px|thumb|Fugl af breiðnefjaætt]]
'''Breiðnefjur''' ([[fræðiheiti]]: ''Eurylaimidae'') er ætt [[Spörfuglar|spörfugla]] af ættbálki [[Harðstjórafuglar|harðstjórafugla]]. Þeir eru ættaðir á svæðinu frá [[Himalajafjöll|Himalajafjöllum]] til [[Indónesía|Indónesíu]] og [[Filippseyjar|Filippseyja]].
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
{{stubbur}}
00nq512a8zmuh151mdhpqtqet4g8dp2
1764734
1764733
2022-08-13T23:51:50Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Leiðrétting
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Eurylaimus javanicus - Khao Yai.jpg|250px|thumb|Fugl af breiðnefjaætt]]
'''Breiðnefjur''' ([[fræðiheiti]]: ''Eurylaimidae'') er ætt [[Spörfuglar|spörfugla]] af ættbálki [[Harðstjórafuglar|harðstjórafugla]]. Þeir eru ættaðir á svæðinu frá [[Himalajafjöll|Himalajafjöllum]] til [[Indónesía|Indónesíu]] og [[Filippseyjar|Filippseyja]].
[[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
[[Flokkur:Breiðnefjur]]
{{stubbur}}
c7r9kvul7lraoj8nctlgncolh14pd67
Flokkur:Breiðnefjur
14
168983
1764735
2022-08-13T23:52:54Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: [[Flokkur:Spörfuglar]] [[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Spörfuglar]]
[[Flokkur:Harðstjórafuglar]]
rndld9ayb9g81zvx1m1zba2w4cfbasp
Trjádólar
0
168984
1764741
2022-08-14T01:07:45Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Bjó til síðu
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Lepidocolaptes angustirostris -Argentina-8.jpg|250px|thumb|[[Trjónudóli]] (Lepidocolaptes angustirostris)]]
'''Trjádólar''' ([[fræðiheiti]]: ''Dendrocolaptinae'') er undirætt [[Ofnfuglar|ofnfugla]]. Þeir hafa yfirleitt verið ætt [[Spörfuglar|spörfugla]], ''Dendrocolaptidae'', en flest yfirvöld telja þá nú sem undirætt ofnfugla (Furnariidae)
[[Flokkur:Trjádólar]]
{{stubbur}}
0xks41lu6fmikq5aobae5zgjyv2fywf
Flokkur:Trjádólar
14
168985
1764742
2022-08-14T01:08:10Z
Íslenski Frjálsi Vefurinn
84453
Ný síða: [[Flokkur:Ofnfuglar]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Ofnfuglar]]
lz24s6rj4uhznnm2s2wtz9nbxib1wko
Múmíurnar í Guanajuato
0
168986
1764743
2022-08-14T01:26:20Z
OliverMani
71731
Ný síða: [[Múmíurnar í Guanajuato]]<ref>{{Cite web | url=https://en.wikipedia.org/wiki/Mummies_of_Guanajuato |title = Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia}}</ref> eru [[lík]] fólks sem [[dauði|létust]] í heimsfaraldri [[Kólera|Kóleru-bakteríu]] sem barst til [[Mexíkó]] árið 1833. Líkin varðveittust sem [[Múmía|múmíur]] í [[gröf|gröfunum]] vegna þurrs loftlags. [[Image:Las Momias, Guanajuato.jpg|thumb|right|[[múmía|Múmíur]] úr múmíusafninu í Gua...
wikitext
text/x-wiki
[[Múmíurnar í Guanajuato]]<ref>{{Cite web | url=https://en.wikipedia.org/wiki/Mummies_of_Guanajuato |title = Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia}}</ref> eru [[lík]] fólks sem [[dauði|létust]] í heimsfaraldri [[Kólera|Kóleru-bakteríu]] sem barst til [[Mexíkó]] árið 1833. Líkin varðveittust sem [[Múmía|múmíur]] í [[gröf|gröfunum]] vegna þurrs loftlags.
[[Image:Las Momias, Guanajuato.jpg|thumb|right|[[múmía|Múmíur]] úr múmíusafninu í [[Guanajuato]] árið 2008.]]
==Saga==
Í kringum árið 1870 tóku í gildi ný lög í [[Guanajuato|Guanajuato fylki]] í [[Mexíkó]] um að fólk þurfti að greiða [[skattur|skatt]] fyrir að [[jarðarför|jarða]] látið fólk, sá skattur kallaðist [[Grafarskattur]]. Ef skatturinn var ekki greiddur voru líkin grafin upp og geymd í [[geymsla|geymslu]] til að skipta út fyrir lík þar sem [[ættingi|ættingjar]] greiddu skattinn. Þetta varð til þess að í ljós kom að líkin varðveittust vel sem náttúrulegar múmíur í [[líkkista|líkkistunum]] sínum. Í lok 19. aldar fóru múmíurnar að laða að sér [[ferðamaður|ferðamenn]] sem borguðu nokkur [[pesó]] til að skoða líkin. Geymslan varð svo síðar að [[safn|safni]].
==Sögur af líkum==
[[File:Momia_de_un_hijo.JPG|thumb|right|220px|Lítil [[múmía]] sem var grafin upp í [[miðborg]].]]
Vegna heimsfaraldurs Kólera-bakteríunnar sem brast út í [[Mexíkó]] árið 1833 var fólk oft jarðað strax þegar það var talið vera látið til að minnka útbreiðslu, og talið er að sumir höfðu verið grafnir lifandi á tímum faraldursins. Þekkt dæmi um það var lík [[Ignacia Aguilar|Ignaciu Aguilar]], en Ignacia hafði fengið [[hjartastopp]] og var hún grafin strax. Ignacia var ein þeirra sem var grafin upp vegna skattalaganna og var líkið í öðruvísi [[stelling|stellingu]] en venjulega. [[andlit|Andlitið]] snéri niður, og var mjög [[blóð|blóðugt]], [[hönd|hendurnar]] voru undir andlitinu og var búið að borða hluta af höndinni. Talið er að Ignacia hafi verið grafin lifandi, vaknað í gröfinni, borðað höndina og loks látist úr [[súrefni|súrefnisskorti]]<ref>{{Cite web | url=https://mummipedia.fandom.com/wiki/Ignacia_Aguilar |title = Ignacia Aguilar}}</ref></ref>.
==Safn==
Í Guanajuato er safn<ref>{{Cite web | url=https://guanajuatomexicocity.com/Guanajuato-guide/Mummies-Museum-guanajuato.html |title = Múmíusafnið í Guanajuato}}</ref> þar sem líkin sem voru grafin upp í grundvelli skattalaganna eru til sýningar, en líkin er meira en 100 talsins.
==Tilvísarnir==
{{Reflist}}
9o1c523pmb7wbt43zzpm7l5sigc8xv8
1764744
1764743
2022-08-14T01:34:05Z
OliverMani
71731
Bætti við flokk, má breyta ef þetta sé ekki viðeigandi flokkur
wikitext
text/x-wiki
[[Múmíurnar í Guanajuato]]<ref>{{Cite web | url=https://en.wikipedia.org/wiki/Mummies_of_Guanajuato |title = Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia}}</ref> eru [[lík]] fólks sem [[dauði|létust]] í heimsfaraldri [[Kólera|Kóleru-bakteríu]] sem barst til [[Mexíkó]] árið 1833. Líkin varðveittust sem [[Múmía|múmíur]] í [[gröf|gröfunum]] vegna þurrs loftlags.
[[Image:Las Momias, Guanajuato.jpg|thumb|right|[[múmía|Múmíur]] úr múmíusafninu í [[Guanajuato]] árið 2008.]]
==Saga==
Í kringum árið 1870 tóku í gildi ný lög í [[Guanajuato|Guanajuato fylki]] í [[Mexíkó]] um að fólk þurfti að greiða [[skattur|skatt]] fyrir að [[jarðarför|jarða]] látið fólk, sá skattur kallaðist [[Grafarskattur]]. Ef skatturinn var ekki greiddur voru líkin grafin upp og geymd í [[geymsla|geymslu]] til að skipta út fyrir lík þar sem [[ættingi|ættingjar]] greiddu skattinn. Þetta varð til þess að í ljós kom að líkin varðveittust vel sem náttúrulegar múmíur í [[líkkista|líkkistunum]] sínum. Í lok 19. aldar fóru múmíurnar að laða að sér [[ferðamaður|ferðamenn]] sem borguðu nokkur [[pesó]] til að skoða líkin. Geymslan varð svo síðar að [[safn|safni]].
==Sögur af líkum==
[[File:Momia_de_un_hijo.JPG|thumb|right|220px|Lítil [[múmía]] sem var grafin upp í [[miðborg]].]]
Vegna heimsfaraldurs Kólera-bakteríunnar sem brast út í [[Mexíkó]] árið 1833 var fólk oft jarðað strax þegar það var talið vera látið til að minnka útbreiðslu, og talið er að sumir höfðu verið grafnir lifandi á tímum faraldursins. Þekkt dæmi um það var lík [[Ignacia Aguilar|Ignaciu Aguilar]], en Ignacia hafði fengið [[hjartastopp]] og var hún grafin strax. Ignacia var ein þeirra sem var grafin upp vegna skattalaganna og var líkið í öðruvísi [[stelling|stellingu]] en venjulega. [[andlit|Andlitið]] snéri niður, og var mjög [[blóð|blóðugt]], [[hönd|hendurnar]] voru undir andlitinu og var búið að borða hluta af höndinni. Talið er að Ignacia hafi verið grafin lifandi, vaknað í gröfinni, borðað höndina og loks látist úr [[súrefni|súrefnisskorti]]<ref>{{Cite web | url=https://mummipedia.fandom.com/wiki/Ignacia_Aguilar |title = Ignacia Aguilar}}</ref></ref>.
==Safn==
Í Guanajuato er safn<ref>{{Cite web | url=https://guanajuatomexicocity.com/Guanajuato-guide/Mummies-Museum-guanajuato.html |title = Múmíusafnið í Guanajuato}}</ref> þar sem líkin sem voru grafin upp í grundvelli skattalaganna eru til sýningar, en líkin er meira en 100 talsins.
==Tilvísarnir==
{{Reflist}}
[[Flokkur:Saga]]
keif7w40lpkavb8awk5y5m8dja319dr
1764745
1764744
2022-08-14T01:44:15Z
OliverMani
71731
Bætti við "Mexíkó" sem flokk
wikitext
text/x-wiki
[[Múmíurnar í Guanajuato]]<ref>{{Cite web | url=https://en.wikipedia.org/wiki/Mummies_of_Guanajuato |title = Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia}}</ref> eru [[lík]] fólks sem [[dauði|létust]] í heimsfaraldri [[Kólera|Kóleru-bakteríu]] sem barst til [[Mexíkó]] árið 1833. Líkin varðveittust sem [[Múmía|múmíur]] í [[gröf|gröfunum]] vegna þurrs loftlags.
[[Image:Las Momias, Guanajuato.jpg|thumb|right|[[múmía|Múmíur]] úr múmíusafninu í [[Guanajuato]] árið 2008.]]
==Saga==
Í kringum árið 1870 tóku í gildi ný lög í [[Guanajuato|Guanajuato fylki]] í [[Mexíkó]] um að fólk þurfti að greiða [[skattur|skatt]] fyrir að [[jarðarför|jarða]] látið fólk, sá skattur kallaðist [[Grafarskattur]]. Ef skatturinn var ekki greiddur voru líkin grafin upp og geymd í [[geymsla|geymslu]] til að skipta út fyrir lík þar sem [[ættingi|ættingjar]] greiddu skattinn. Þetta varð til þess að í ljós kom að líkin varðveittust vel sem náttúrulegar múmíur í [[líkkista|líkkistunum]] sínum. Í lok 19. aldar fóru múmíurnar að laða að sér [[ferðamaður|ferðamenn]] sem borguðu nokkur [[pesó]] til að skoða líkin. Geymslan varð svo síðar að [[safn|safni]].
==Sögur af líkum==
[[File:Momia_de_un_hijo.JPG|thumb|right|220px|Lítil [[múmía]] sem var grafin upp í [[miðborg]].]]
Vegna heimsfaraldurs Kólera-bakteríunnar sem brast út í [[Mexíkó]] árið 1833 var fólk oft jarðað strax þegar það var talið vera látið til að minnka útbreiðslu, og talið er að sumir höfðu verið grafnir lifandi á tímum faraldursins. Þekkt dæmi um það var lík [[Ignacia Aguilar|Ignaciu Aguilar]], en Ignacia hafði fengið [[hjartastopp]] og var hún grafin strax. Ignacia var ein þeirra sem var grafin upp vegna skattalaganna og var líkið í öðruvísi [[stelling|stellingu]] en venjulega. [[andlit|Andlitið]] snéri niður, og var mjög [[blóð|blóðugt]], [[hönd|hendurnar]] voru undir andlitinu og var búið að borða hluta af höndinni. Talið er að Ignacia hafi verið grafin lifandi, vaknað í gröfinni, borðað höndina og loks látist úr [[súrefni|súrefnisskorti]]<ref>{{Cite web | url=https://mummipedia.fandom.com/wiki/Ignacia_Aguilar |title = Ignacia Aguilar}}</ref></ref>.
==Safn==
Í Guanajuato er safn<ref>{{Cite web | url=https://guanajuatomexicocity.com/Guanajuato-guide/Mummies-Museum-guanajuato.html |title = Múmíusafnið í Guanajuato}}</ref> þar sem líkin sem voru grafin upp í grundvelli skattalaganna eru til sýningar, en líkin er meira en 100 talsins.
==Tilvísarnir==
{{Reflist}}
[[Flokkur:Mexíkó]]
[[Flokkur:Saga]]
6gg0lw23f9z122bpwrpgmo9ogkkluj8
1764772
1764745
2022-08-14T11:21:12Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Múmíurnar í Guanajuato]]<ref>{{Cite web | url=https://en.wikipedia.org/wiki/Mummies_of_Guanajuato |title = Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia}}</ref> eru [[lík]] fólks sem [[dauði|létust]] í heimsfaraldri [[Kólera|Kóleru-bakteríu]] sem barst til [[Mexíkó]] árið 1833. Líkin varðveittust sem [[Múmía|múmíur]] í [[gröf|gröfunum]] vegna þurrs loftlags.
[[Image:Las Momias, Guanajuato.jpg|thumb|right|[[múmía|Múmíur]] úr múmíusafninu í [[Guanajuato]] árið 2008.]]
==Saga==
Í kringum árið 1870 tóku í gildi ný lög í [[Guanajuato|Guanajuato fylki]] í [[Mexíkó]] um að fólk þurfti að greiða [[skattur|skatt]] fyrir að [[jarðarför|jarða]] látið fólk, sá skattur kallaðist [[Grafarskattur]]. Ef skatturinn var ekki greiddur voru líkin grafin upp og geymd í [[geymsla|geymslu]] til að skipta út fyrir lík þar sem [[ættingi|ættingjar]] greiddu skattinn. Þetta varð til þess að í ljós kom að líkin varðveittust vel sem náttúrulegar múmíur í [[líkkista|líkkistunum]] sínum. Í lok 19. aldar fóru múmíurnar að laða að sér [[ferðamaður|ferðamenn]] sem borguðu nokkur [[pesó]] til að skoða líkin. Geymslan varð svo síðar að [[safn|safni]].
==Sögur af líkum==
[[File:Momia_de_un_hijo.JPG|thumb|right|220px|Lítil [[múmía]] sem var grafin upp í [[miðborg]].]]
Vegna heimsfaraldurs Kólera-bakteríunnar sem brast út í [[Mexíkó]] árið 1833 var fólk oft jarðað strax þegar það var talið vera látið til að minnka útbreiðslu, og talið er að sumir höfðu verið grafnir lifandi á tímum faraldursins. Þekkt dæmi um það var lík [[Ignacia Aguilar|Ignaciu Aguilar]], en Ignacia hafði fengið [[hjartastopp]] og var hún grafin strax. Ignacia var ein þeirra sem var grafin upp vegna skattalaganna og var líkið í öðruvísi [[stelling|stellingu]] en venjulega. [[andlit|Andlitið]] snéri niður, og var mjög [[blóð|blóðugt]], [[hönd|hendurnar]] voru undir andlitinu og var búið að borða hluta af höndinni. Talið er að Ignacia hafi verið grafin lifandi, vaknað í gröfinni, borðað höndina og loks látist úr [[súrefni|súrefnisskorti]]<ref>{{Cite web | url=https://mummipedia.fandom.com/wiki/Ignacia_Aguilar |title = Ignacia Aguilar}}</ref>.
==Safn==
Í Guanajuato er safn<ref>{{Cite web | url=https://guanajuatomexicocity.com/Guanajuato-guide/Mummies-Museum-guanajuato.html |title = Múmíusafnið í Guanajuato}}</ref> þar sem líkin sem voru grafin upp í grundvelli skattalaganna eru til sýningar, en líkin er meira en 100 talsins.
==Tilvísarnir==
{{Reflist}}
[[Flokkur:Saga Mexíkó]]
trmgfhntamdoiz78lzhy8muw1d3uayi
1764773
1764772
2022-08-14T11:24:25Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Múmíurnar í Guanajuato'''<ref>{{Cite web | url=https://en.wikipedia.org/wiki/Mummies_of_Guanajuato |title = Múmíurnar í Guanajuato á enska Wikipedia}}</ref> eru [[lík]] fólks sem [[dauði|létust]] í heimsfaraldri [[Kólera|kóleru]] sem barst til [[Mexíkó]] árið 1833. Líkin varðveittust sem [[Múmía|múmíur]] í [[gröf|gröfunum]] vegna þurrs loftlags.
[[Image:Las Momias, Guanajuato.jpg|thumb|right|[[múmía|Múmíur]] úr múmíusafninu í [[Guanajuato]] árið 2008.]]
==Saga==
Í kringum árið 1870 tóku í gildi ný lög í [[Guanajuato|Guanajuato fylki]] í [[Mexíkó]] um að fólk þurfti að greiða [[skattur|skatt]] fyrir að [[jarðarför|jarða]] látið fólk eða grafarskattur. Ef skatturinn var ekki greiddur voru líkin grafin upp og geymd í [[geymsla|geymslu]] til að skipta út fyrir lík þar sem [[ættingi|ættingjar]] greiddu skattinn. Þetta varð til þess að í ljós kom að líkin varðveittust vel sem náttúrulegar múmíur í [[líkkista|líkkistunum]] sínum. Í lok 19. aldar fóru múmíurnar að laða að sér [[ferðamaður|ferðamenn]] sem borguðu nokkur [[pesó]] til að skoða líkin. Geymslan varð svo síðar að [[safn|safni]].
==Sögur af líkum==
[[File:Momia_de_un_hijo.JPG|thumb|right|220px|Lítil [[múmía]] sem var grafin upp í [[miðborg]].]]
Vegna heimsfaraldurs kóleru sem brast út í [[Mexíkó]] árið 1833 var fólk oft jarðað strax þegar það var talið vera látið til að minnka útbreiðslu og talið er að sumir höfðu verið grafnir lifandi á tímum faraldursins. Þekkt dæmi um það var lík [[Ignacia Aguilar|Ignaciu Aguilar]], en Ignacia hafði fengið [[hjartastopp]] og var hún grafin strax. Ignacia var ein þeirra sem var grafin upp vegna skattalaganna og var líkið í öðruvísi [[stelling|stellingu]] en venjulega. [[andlit|Andlitið]] sneri niður, og var mjög [[blóð|blóðugt]], [[hönd|hendurnar]] voru undir andlitinu og var búið að borða hluta handarinnar. Talið er að Ignacia hafi verið grafin lifandi, vaknað í gröfinni og loks látist úr [[súrefni|súrefnisskorti]]<ref>{{Cite web | url=https://mummipedia.fandom.com/wiki/Ignacia_Aguilar |title = Ignacia Aguilar}}</ref>.
==Safn==
Í Guanajuato er safn<ref>{{Cite web | url=https://guanajuatomexicocity.com/Guanajuato-guide/Mummies-Museum-guanajuato.html |title = Múmíusafnið í Guanajuato}}</ref> þar sem líkin sem voru grafin upp í grundvelli skattalaganna eru til sýningar, en líkin er meira en 100 talsins.
==Tilvísarnir==
{{Reflist}}
[[Flokkur:Saga Mexíkó]]
sm60gtvtsvndu4e8uv20xzsvcklwl4y