Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.23
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Rússland
0
687
1763722
1762390
2022-08-04T12:01:06Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
<!-- {{líðandi stund}}
{{About|the country of Russia|the ongoing conflict|2022 Russian invasion of Ukraine|other uses|Russie (disambiguation)}} -->
:''Þessi síða er um Rússland, fyrir stríðsástandið þar, sjá [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022]].''
{{Land
|nafn = Rússneska sambandsríkið
|nafn_á_frummáli = Российская Федерация
|nafn_í_eignarfalli = Rússlands
|fáni = Flag of Russia.svg
|skjaldarmerki = Coat of Arms of the Russian Federation.svg
|staðsetningarkort = Russian Federation (orthographic projection) - Crimea disputed.svg
|tungumál = [[Rússneska]] (ásamt ýmsum öðrum tungumálum í einstökum héruðum)
|höfuðborg = [[Moskva]]
|stjórnarfar = [[Sambandsríki]]
|titill_leiðtoga1 = [[Forseti Rússlands|Forseti]]
|titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Rússlands|Forsætisráðherra]]
|nafn_leiðtoga1 = [[Vladímír Pútín]]
|nafn_leiðtoga2 = [[Míkhaíl Míshústín]]
|staða=Sjálfstæði
|staða_athugasemd=við hrun [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]
|atburður1=Yfirlýst
|dagsetning1=[[12. júní]] [[1990]]
|atburður2=Viðurkennt
|dagsetning2=[[25. desember]] [[1991]]
|stærðarsæti = 1
|flatarmál = 17.098.246
|hlutfall_vatns = 13
|mannfjöldaár = 2021
|mannfjöldasæti = 9
|fólksfjöldi = 146.171.015
|íbúar_á_ferkílómetra = 8,4
|VLF_ár = 2021
|VLF = 4.328
|VLF_sæti = 6
|VLF_á_mann = 29.485
|VLF_á_mann_sæti = 50
|VÞL_ár = 2019
|VÞL = {{hækkun}} 0.824
|VÞL_sæti = 52
|gjaldmiðill = [[Rússnesk rúbla|Rúbla]] (RUB)
|tímabelti = [[UTC]]+3 til +12
|þjóðsöngur = [[Sálmur rússneska sambandsins]]
|tld = ru
|símakóði = 7
|}}
'''Rússland''' (rússneska: ''Росси́я'', umritun: ''Rossíja''), formlegt heiti '''Rússneska sambandsríkið''' ([[rússneska]]: ''Росси́йская Федера́ция'', umritun: ''Rossíjskaja federatsíja''), er víðfeðmt land í [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]] og [[Norður-Asía|Norður-Asíu]]. Landið er það langstærsta að flatarmáli í heiminum, yfir 17 milljón ferkílómetrar, nær yfir 11 [[tímabelti]] og þekur 8. hluta af þurrlendi Jarðarinnar. Það er nánast tvöfalt stærra en Kanada sem er næststærst. Rússland á landamæri að 16 öðrum ríkjum. Landið er einnig það níunda fjölmennasta í heiminum og fjölmennasta Evrópulandið. Höfuðborgin, [[Moskva]], er stærsta borg Evrópu. Önnur stærsta borg landsins er [[Sankti Pétursborg]]. [[Rússar]] eru fjölmennasti hópur [[Slavar|Slava]] og [[rússneska]] er það [[slavnesk mál|slavneska mál]] sem hefur langflesta málhafa.
[[Austur-Slavar]] komu fram á sjónarsviðið sem sérstök Evrópuþjóð milli 3. og 8. aldar. Á 9. öld stofnuðu norrænir víkingar [[Garðaríki]] í kringum borgirnar [[Hólmgarður|Hólmgarð]] (Novgorod) og [[Kænugarður|Kænugarð]] (Kyiv). Árið 988 tók Garðaríki upp [[Gríska rétttrúnaðarkirkjan|grískan rétttrúnað]] undir áhrifum frá [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]]. [[Býsantíum]] hafði mikil menningarleg áhrif á Rússland næstu aldirnar. Garðaríki tók að leysast upp á 12. öld og furstadæmin urðu að skattlöndum [[Mongólar|Mongóla]] eftir að þeir réðust á þau á 13. öld. [[Stórhertogadæmið Moskva]] efldist á 15. öld og lagði undir sig norðurhluta hins forna Gaðraríkis. [[Ívan grimmi]] tók upp titillinn [[tsar]] ([[keisari]]) og stofnaði [[Rússneska keisaradæmið]] á 16. öld. Með landkönnun og landvinningum um alla Asíu varð Rússaveldi þriðja stærsta heimsveldi sögunnar. Eftir [[Rússneska byltingin|rússnesku byltinguna]] varð Rússland mikilvægasta sambandslýðveldi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Landið átti stóran þátt í sigri [[Bandamenn (seinni heimsstyrjöldin)|Bandamanna]] í [[síðari heimsstyrjöld]] og varð [[risaveldi]] sem keppti við [[Bandaríkin]] um alþjóðleg áhrif á tímum [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]]. Eftir [[upplausn Sovétríkjanna]] árið [[1991]] fékk Rússland sjálfstæði sem sambandsríki. Eftir [[stjórnarskrárkreppan í Rússlandi 1993|stjórnarskrárkreppuna 1993]] varð landið í auknum mæli að [[forsetaræði]]. [[Vladímír Pútín]] hefur haft þar mest völd frá aldamótunum [[2000]]. Ríkisstjórn hans hefur verið sökuð um [[alræði]]stilburði, [[mannréttindabrot]] og [[spilling]]u. Pútín tilkynnti sérstaka hernaðaraðgerð til að afvopna og afnasistavæða Úkraínu í febrúar 2022, og bannar að nota orðið stríð yfir það (og þúsundum mótmælenda sem nota það orð hafa verið stungið í fangelsi fyrir það og Rússland skilgreint [[Facebook]] (og Meta, fyrirtækið sem á Facebook og Instagram) sem öfgasamtök <ref>{{Cite web |date=2022-03-21 |title=Russian War Report: Meta officially declared “extremist organization” in Russia |url=https://www.atlanticcouncil.org/blogs/new-atlanticist/russian-war-report-meta-officially-declared-extremist-organization-in-russia/ |access-date=2022-04-05 |website=Atlantic Council |language=en-US}}</ref>), en alþjóðasamfélagið (þar á meðal Ísland) kallar það stríð og [[innrás Rússa í Úkraínu 2022]].
Rússland er [[stórveldi]] á alþjóðavísu þótt það sé ekki sama [[risaveldi]]ð og Sovétríkin voru áður. Landið situr hátt á [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vísitölu um þróun lífsgæða]], þar er [[almenn heilbrigðisþjónusta]] og ókeypis [[háskólamenntun]]. Hagkerfi Rússlands er það 11. stærsta í heimi og það 6. stærsta [[kaupmáttarjöfnuður|kaupmáttarjafnað]]. Rússland er [[kjarnorkuveldi]] sem á mesta safn [[kjarnavopn]]a í heimi og ræður yfir öðrum öflugasta [[her Rússlands|her]] í heimi. Landið er í fjórða sæti yfir fjárveitingar til hermála. Rússland býr yfir miklum [[olíulind|olíu-]] og [[gaslind]]um. Landið á fast sæti í [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna]], á aðild að [[G20]], [[Samvinnustofnun Sjanghæ]], [[Efnahagssamstarf Asíu- og Kyrrahafsríkjanna|Efnahagssamstarfi Asíu- og Kyrrahafsríkjanna]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Alþjóðlegi fjárfestingarbankinn|Alþjóðlega fjárfestingarbankanum]] og [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]ni, auk þess að vera leiðandi í [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], [[CSTO]] og [[Evrasíska efnahagssambandið|Evrasíska efnahagssambandinu]]. Rússland er í níunda sæti yfir fjölda [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminja]].
==Heiti==
Þjóðaheitið [[Rússar]] (Русь ''Rusj'') var upphaflega heiti á [[norræna|norrænum]] mönnum, [[víkingur|víkingum]] frá [[Eystrasalt]]i og [[Væringjar|væringjum]] frá [[Mikligarður|Miklagarði]], sem stofnuðu [[Garðaríki]] í kringum borgirnar [[Hólmgarður|Hólmgarð]] og [[Kænugarður|Kænugarð]] á miðöldum. Orðið er hugsanlega dregið af finnska orðinu ''Ruotsi'' yfir Svía frá [[Roslagen]], skylt sögninni „að róa“. Latneska útgáfan [[Rúþenía]] var algengara heiti yfir lönd [[Austur-Slavar|Austur-Slava]] þar sem nú eru Rússland og Úkraína á Vesturlöndum á miðöldum og síðar. Latneska heitið ''Moscovia'' var líka áfram notað á Vesturlöndum, þótt [[Stórhertogadæmið Moskva]] yrði formlega séð fyrst Stórfurstadæmið Rússland og síðan Keisaradæmið Rússland.
Núverandi heiti landsins Россия (''Rossija'') er dregið af gríska heitinu Ρωσσία (''Róssía'') sem var notað í [[Austrómverska ríkið|Austrómverska ríkinu]] yfir Garðaríki. Þessi útgáfa heitisins komst fyrst í notkun á 15. öld eftir að [[Ívan mikli]] hafði sameinað nokkur af fyrrum löndum Garðaríkis og titlaði sig „stórfursta alls Rúsj“. Á 17. öld voru lönd [[kósakkar|kósakka]] þar sem Úkraína er nú kölluð ''Malorossija'' („Litla Rússland“) og löndin við Svartahaf sem Rússar unnu af [[Tyrkjaveldi]] voru kölluð ''Novorossija'' („Nýja Rússland“). Vesturhluti hins forna Garðaríkis varð hluti [[Stórfurstadæmið Litháen|Stórfurstadæmisins Litháens]] og skiptist í [[Hvíta-Rússland]] (austurhluti núverandi Hvíta-Rússlands), [[Svarta-Rússland]] (vesturhluti núverandi Hvíta-Rússlands) og [[Rauða-Rússland]] (vesturhluti núverandi Úkraínu og suðausturhluti núverandi [[Pólland]]s).
==Saga==
Þau víðerni sem Rússland nútímans þekur voru áður byggð ýmsum ósamstæðum ættbálkum sem sættu stöðugum innrásum [[Húnar|Húna]], [[Gotar|Gota]] og [[Avarar|Avara]] á milli [[3. öld|þriðju]] og [[6. öld|sjöttu aldar]] eftir Krist. Fram á [[8. öld]] bjuggu [[Skýþar]], [[Íranskar þjóðir|írönsk þjóð]], á gresjunum þar sem nú er sunnanvert Rússland og [[Úkraína]] og vestar bjó [[Tyrkneskar þjóðir|tyrknesk þjóð]], [[Kasarar]] en þessir þjóðflokkar viku fyrir [[Svíþjóð|sænskum]] [[Víkingar|víkingum]] sem kallaðir voru [[Væringjar]] og [[Slavar|Slövum]] sem þá voru teknir að flytjast á svæðið. Væringjar stofnuðu [[Garðaríki]] með höfuðborg í [[Hólmgarður|Hólmgarði]] og runnu síðar saman við slavana sem urðu fljótlega fjölmennasti þjóðflokkurinn þar.
Garðaríki stóð í nokkrar aldir og á þeim tíma tengdist það [[Rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] og flutti höfuðborg sína til [[Kænugarður|Kænugarðs]] árið [[1169]]. Á þessum tíma var fyrst farið að nota orðin „Rhos“ eða „Russ“, bæði um Væringjana og Slavana. Á [[9. öld|9.]] og [[10. öld]] var þetta ríki hið stærsta í [[Evrópa|Evrópu]] og einnig var það auðugt vegna verslunarsambanda sinna við bæði Evrópu og [[Asía|Asíu]].
Á [[13. öld]] var svæðið illa leikið af innbyrðis deilum sem og innrásum úr austri, bæði af hendi [[Mongólar|Mongóla]] og [[Íslam|íslömskum]], tyrkneskumælandi hirðingjum sem áttu eftir að valda miklum óskunda á svæðinu næstu þrjár aldirnar. Þeir gengu einnig undir nafninu [[Tatarar]] og réðu lögum og lofum í mið- og suðurhluta Rússlands á meðan vesturhluti þess féll undir yfirráð [[Pólsk-litháenska samveldið|Pólsk-litháenska samveldisins]]. Upplausn Garðaríkis leiddi til þess að aðskilnaður varð milli Rússa sem bjuggu norðar og austar og Úkraínumanna og [[Hvíta-Rússland|Hvítrússa]] í vestri og þessi aðskilnaður hefur haldist fram á þennan dag.
Norður-Rússland og Hólmgarður nutu einhverrar sjálfstjórnar á valdatíma mongóla og þessi svæði sluppu betur undan þeirri skálmöld sem ríkti annars staðar í landinu. Íbúarnir þar þurftu þó að kljást við [[Þýsku riddararnir|þýska krossfara]] sem reyndu að leggja undir sig svæðið.
Líkt og á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og í [[Litla Asía|Litlu Asíu]] varð langvarandi valdaskeið hirðingja til þess að hægja mikið á efnahagslegri og félagslegri þróun landsins. Þrátt fyrir það náðu Rússar að rétta úr kútnum ólíkt býsanska keisaradæminu sem var andlegur leiðtogi þeirra, ráðast gegn óvinum sínum og leggja lönd þeirra undir sig. Eftir að [[Konstantínópel]] féll árið [[1453]] var Rússland eina burðuga kristna ríkið í Austur Evrópu og það gat því litið á sig sem arftaka Austrómverska ríkisins.
===Rússneska keisaradæmið===
Þrátt fyrir að vera enn þá að nafninu til undir yfirráðum Mongóla tók hertogadæmið Moskva að auka áhrif sín og seint á [[14. öld]] losnaði það alveg undan yfirráðum innrásarþjóðanna. [[Ívan grimmi]] sem var fyrsti leiðtoginn sem krýndur var keisari Rússlands hélt útþenslustefnunni áfram og náði nærliggjandi héruðum undir stjórn Moskvu og lagði svo undir sig víðerni Síberíu og Rússneska keisaraveldið varð til. Því næst komst [[Rómanovættin]] til valda, fyrsti keisari hennar var [[Mikael Rómanov]] sem krýndur var [[1613]]. [[Pétur mikli]] ríkti frá [[1689]] til [[1725]] en hann færði Rússland nær Vestur-Evrópu og sótti þangað hugmyndir og menningu til að draga úr áhrifum hirðingjamenningar sem hafði hafði haldið aftur af efnahagslegri framþróun landsins. [[Katrín mikla]] (valdatíð: [[1767]]-[[1796]]) lagði áfram áherslu á þessi atriði og Rússland var nú stórveldi, ekki bara í [[Asía|Asíu]] heldur einnig í [[Evrópa|Evrópu]] þar sem það stóð nú jafnfætis löndum eins og [[England]]i, [[Frakkland]]i og [[Þýskaland]]i.
Stöðugur órói var þó viðloðandi meðal ánauðugra bænda og niðurbældra menntamanna og við upphaf [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] virtist staða þáverandi keisara [[Nikulás 2.|Nikulásar 2.]] og keisaradæmisins vera fremur óviss. Miklir ósigrar rússneska hersins í stríðinu kyntu undir uppþotum í stærri borgum sem að lokum leiddu til þess að Rómanovættinni var steypt af stóli [[1917]] í uppreisn [[Kommúnismi|kommúnista]].
===Rússneska byltingin og Sovétríkin===
Undir lok þessarar byltingar tók [[Bolsévikar|bolsévika-armur]] Kommúnistaflokksins öll völd undir stjórn [[Vladimir Lenín|Vladimirs Leníns]] og [[Sovétríkin]] voru stofnuð en Rússland var þungamiðja þeirra. Undir stjórn [[Jósef Stalín|Jósefs Stalíns]] var landið [[iðnvæðing|iðnvætt]] með hraði og [[samyrkjubúskapur]] tekinn upp í landbúnaði, fyrirkomulag sem kostaði tugi milljóna mannslífa. Í valdatíð hans tóku Sovétríkin þátt í [[síðari heimsstyrjöldin]]ni gegn [[Þýskaland]]i en mannfall var geypilegt í stríðinu, bæði meðal hermanna og almennra borgara.
Að stríðinu loknu öðluðust Sovétríkin mikil áhrif í Austur-Evrópu og komu þar til valda leppstjórnum kommúnista í mörgum ríkjum og stofnuðu [[Varsjárbandalagið]] með þeim sem beint var gegn [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagi]] [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]] og bandamanna þeirra en þessi tvö ríki voru nú einu risaveldin í heiminum og börðust um hugmyndafræði, völd og áhrif í [[Kalda stríðið|Kalda stríðinu]] svokallaða sem braust í raun aldrei út í beinum vopnuðum átökum þessara tveggja ríkja en á milli þeirra ríkti [[ógnarjafnvægi]] sem byggði á stórum [[kjarnorkuvopn]]abúrum beggja aðila. Á áratugunum eftir fráfall Stalíns stöðnuðu Sovétríkin efnahagslega og félagslega og reynt var að slaka á kjarnorkuviðbúnaðinum en þeir voru einnig tímabil mikilla afreka hjá Sovéskum vísindamönnum.
===Endalok Sovétríkjanna===
Um miðjan [[1981-1990|9. áratuginn]] kynnti þáverandi leiðtogi Sovétríkjanna, [[Míkhaíl Gorbatsjov]] tillögur sínar ''[[glasnost]]'' (opnun) og ''[[perestroika]]'' (endurskipulagning) í þeim tilgangi að nútímavæða kommúnismann en óviljandi leystu þær úr læðingi öfl sem [[Upplausn Sovétríkjanna|tvístruðu Sovétríkjunum]] í 15 sjálfstæð ríki í desember [[1991]], Rússland langstærst þeirra. Rússland hefur síðan þá verið að reyna að byggja upp [[lýðræði]]slega stjórnunarhætti og [[markaðshagkerfi]] en gengur hægt. Skömmu eftir fall Sovétríkjanna tók að bera á þjóðernisdeilum á meðal sumra þeirra fjölmörgu þjóðernishópa sem búa innan landamæra Rússlands og á stöðum eins og [[Téténía|Téténíu]] og [[Norður-Ossetía|Norður-Ossetíu]] hefur brotist út [[skæruhernaður]] sem ennþá sér ekki fyrir endann á.{{heimild vantar}}
==Landfræði==
[[File:Russland Relief.png|thumb|upright=1.45|[[Landslagskort]] af Rússlandi.]]
Rússland nær yfir stóra hluta tveggja heimsálfa, [[Evrópa|Evrópu]] og [[Asía|Asíu]].<ref name="natgeo">{{cite encyclopedia|url=https://kids.nationalgeographic.com/geography/countries/article/russia|title=Russia|work=[[National Geographic Kids]]|access-date=26. maí 2021}}</ref> Landið nær yfir nyrsta hluta [[Evrasía|Evrasíu]] og á fjórðu lengstu strandlengju heims, 37.653 km að lengd.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/coastline/|title=Coastline - The World Factbook|work=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=27. júní 2021}}</ref> Rússland er á milli 41. og 82. breiddargráðu norður og 19. lengdargráðu austur og 169. lengdargráðu vestur. Landið er raunar stærra en þrjár heimsálfur: [[Eyjaálfa]], Evrópa og [[Suðurskautslandið]],<ref>{{cite web|url=https://medium.com/@callummtaylor/russia-is-huge-and-thats-about-the-size-of-it-180d99ab4a81|title=Russia is huge, and that's about the size of it.|work=[[Medium (website)|Medium]]|first=Callum|last=Taylor|quote="Russia takes up 17,098,250 square kilometres, roughly one-eighth of the world’s total land mass. That’s larger than the entire continent of Antarctica..."|date=2. apríl 2018|access-date=6. júlí 2021}}</ref> og er um það bil jafnstórt og yfirborð [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútós]].<ref>{{cite web|url=https://www.theguardian.com/science/across-the-universe/2015/jul/28/pluto-ten-things-we-now-know-about-the-dwarf-planet|title=Pluto: ten things we now know about the dwarf planet|work=[[The Guardian]]|first=Stuart|last=Clark|quote="Pluto’s diameter is larger than expected at 2,370 kilometres across. This is about two-thirds the size of Earth’s moon, giving Pluto a surface area comparable to Russia."|date=28. júlí 2015|access-date=20. júní 2021}}</ref>
Vestasti hluti Rússlands er útlendan [[Kalíníngrad]] við [[Eystrasalt]], sem er um 9.000 km frá austasta hluta landsins, [[Stóra Díómedeseyja|Stóru Díómedeseyju]] í [[Beringssund]]i.<ref name="Geo">{{cite web|url=http://countrystudies.us/russia/22.htm|title=Global Position and Boundaries|last=Glenn E. Curtis (ed.)|year=1998|location=[[Washington, D.C.]]|publisher=Federal Research Division of the [[Library of Congress]]|access-date=8. júlí 2021}}</ref> Í suðurhluta landsins er stór hluti [[Kákasusfjöll|Kákasusfjalla]] með [[Elbrusfjall]]i, sem er hæsti tindur Rússlands í 5.642 metra hæð; [[Altaífjöll]] og [[Sajanfjöll]] er að finna í [[Síbería|Síberíu]]; og [[Austur-Síberíufjöll]] og fjöllin á [[Kamsjatka]] í [[Austurlönd Rússlands|Austurlöndum Rússlands]].<ref name="Topo">{{cite web|url=http://countrystudies.us/russia/23.htm|title=Topography and Drainage|last=Glenn E. Curtis (ed.)|year=1998|location=[[Washington, D.C.]]|publisher=Federal Research Division of the [[Library of Congress]]|access-date=8. júlí 2021}}</ref> [[Úralfjöll]] liggja frá norðri til suðurs í vesturhluta Rússlands og skilgreina mörk Evrópu og Asíu.<ref>{{cite web|url=https://earthobservatory.nasa.gov/images/87198/the-ural-mountains|title=The Ural Mountains|work=[[NASA Earth Observatory]]|access-date=27. maí 2021}}</ref>
Ásamt [[Kanada]] er Rússland annað tveggja landa sem á strönd að þremur [[úthaf|úthöfum]],<ref name="natgeo"/> auk þess að tengjast yfir þrettán randhöfum.<ref name="Geo"/> Helstu eyjar og eyjaklasar Rússlands eru [[Novaja Semlja]], [[Frans Jósefsland]], [[Severnaja Semlja]], [[Nýju Síberíueyjar]], [[Wrangel-eyja]], [[Kúrileyjar]] og [[Sakalín]].<ref name="Arctic">{{cite web|url=https://www.thearcticinstitute.org/countries/russia/|title=Russia|work=[[The Arctic Institute – Center for Circumpolar Security Studies]]|access-date=27. júní 2021}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.euronews.com/travel/2021/02/24/island-hopping-in-russia-sakhalin-kuril-islands-and-kamchatka-peninsula|title=Island hopping in Russia: Sakhalin, Kuril Islands and Kamchatka Peninsula|work=[[Euronews]]|first=Ziryan|last=Aziz|date=28. febrúar 2020|access-date=27. júní 2021}}</ref> Sundið milli [[Díómedeseyjar|Díómedeseyja]] þar sem landhelgi Rússlands og Bandaríkjanna (Alaska) mætast, er aðeins 3,8 km að breidd,<ref>{{cite web|url=https://www.atlasobscura.com/places/diomede-islands|title=Diomede Islands – Russia|work=[[Atlas Obscura]]|access-date=27 June 2021}}</ref> og eyjan [[Kúnasjír]] (Kúrileyjar) er aðeins 20 km frá [[Hokkaídó]] í [[Japan]].
Í Rússlandi eru yfir 100.000 ár<ref name="natgeo"/> og landið ræður yfir einum mesta vatnsforða heims. Stöðuvötn í Rússlandi geyma um fjórðung ferskvatnsbirgða heims.<ref name="Topo"/> [[Bajkalvatn]] er stærsta stöðuvatn Rússlands. Það er dýpsta, elsta og vatnsmesta stöðuvatn heims<ref name="baikal">{{cite web|title=Lake Baikal—A Touchstone for Global Change and Rift Studies|publisher=United States Geological Survey|url=http://pubs.usgs.gov/fs/baikal/|access-date=26. desember 2007}}</ref> og geymir um fimmtung alls ferskvatns á yfirborði Jarðar.<ref name="Topo"/> [[Ladogavatn]] og [[Onegavatn]] í norðvesturhluta Rússlands eru tvö af stærstu vötnum Evrópu.<ref name="natgeo"/> Rússland er í öðru sæti á eftir Brasilíu yfir mesta endurnýjanlega vatnsforða heims.<ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/field/total-renewable-water-resources/|title=Total renewable water resources|website=[[The World Factbook]]|publisher=[[Central Intelligence Agency]]|access-date=9. júlí 2021}}</ref> [[Volga]] er lengsta fljót Evrópu.<ref name="rivers">{{cite web|url=https://www.themoscowtimes.com/2019/05/15/russias-largest-rivers-from-the-amur-to-the-volga-a65593|title=Russia's Largest Rivers From the Amur to the Volga|work=[[The Moscow Times]]|date=15. maí 2019|access-date=26. maí 2021}}</ref> Í Síberíu eru [[Ob]], [[Jenisej]], [[Lena (á)|Lena]] og [[Amúrfljót]] með lengstu fljótum heims.<ref name="rivers"/>
==Borgir==
* [[Moskva]] - 12.197.565
* [[Sankti Pétursborg]] - 4.661.000
* [[Novosibirsk]] - 1.425.000
* [[Nízhníj Novgorod]] - 1.311.000
* [[Jekaterínbúrg]] - 1.294.000
* [[Samara]] - 1.157.000
* [[Omsk]] - 1.134.000
* [[Kazan]] - 1.106.000
* [[Tsjeljabínsk]] - 1.077.000
* [[Rostov við Don]] - 1.068.000
* [[Úfa]] - 1.042.000
* [[Volgograd]] - 1.011.000
* [[Perm (borg)|Perm]] - 1.002.000
* [[Krasnojarsk]] - 909.000
* [[Saratov]] - 873.000
* [[Voronezh]] - 849.000
* [[Tolyatti]] - 703.000
* [[Krasnodar]] - 646.000
* [[Úljanovsk]] - 636.000
* [[Izhevsk]] - 632.000
* [[Vladivostok]] - 594.000
* [[Arkhangelsk]] - 349.000
* [[Múrmansk]] - 298.000
* [[Petropavlovsk-Kamčatskij]] - 198.000
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{SSR}}
{{APEC}}
{{Samvinnustofnun Sjanghæ}}
{{G-20}}
{{Asía}}
{{Evrópa}}
[[Flokkur:Rússland]]
ayzii5fyeytrmfydkq2w1lgn0mp7ku8
Jörðin
0
1694
1763723
1763714
2022-08-04T12:02:52Z
Comp.arch
32151
wikitext
text/x-wiki
{{reikistjarna
| bakgrunnur = LightsteelBlue
| nafn = Jörðin
| tákn = [[Mynd:Earth symbol (bold).svg|24px|🜨]]
| mynd = The Earth seen from Apollo 17.jpg
| alt = Jörðin séð úr geimnum. Disklaga form með bláum höfum, brúnleitum meginlöndum og hvítum skýjaslæðum.
| myndatexti = Fræg mynd af jörðinni „[[Bláa perlan]]“ ([[enska|e]]. ''Blue Marble'') tekin frá ''[[Apollo 17]]''.
| kyn = kvk
| viðmiðunartími = J2000
| forskeyti_nándogfirrð = Sól
| nánd = 152.098.232 km<br />0,98329134 [[Stjarnfræðieining|AU]]
| firrð = 152.098.232 km<br />1,01671388 AU
| hálfur_langás = 149.598.261 km<br />1,00000261 AU
| miðskekkja = 0,01671123
| umferðartími = 365,256363004 [[Sólarhringur|s]]<br />1,000017421 [[ár|á]]
| meðalhraði = 29,78 km/s
| meðalbrautarhorn = 357,51716°
| brautarhalli = 7,155° (miðað við miðbaug sólar)<br />1.579° (miðað við [[Fastaslétta|fastasléttu]])
| rishnútslengd = 348,73936°
| stöðuhorn_nándar = 114,20783°
| tungl = 1 ([[tunglið]])
| meðalgeisli = 6.371,0 ± 1,0 km
| miðbaugsgeisli = 6.378,1 km
| heimskautageisli = 6.356,8 km
| pólfletja = 0,0033528
| ummál = 40.075,017 km ([[miðbaugur]])
| flatarmál_yfirborðs = 5,10072×10<sup>8</sup>km2</sup>
| rúmmál = 1,08321×10<sup>12</sup> km<sup>3</sup>
| massi = 5,9736×10<sup>24</sup> kg
| þéttleiki = 5,515 g/cm<sup>3</sup>
| þyngdarafl = 9,78 m/s<sup>2</sup> (0,997 [[þyngdarhröðun|g]])
| lausnarhraði = 11,186 km/s
| stjarnbundinn dagur = 0.99726968 [[s]]ólarhringur<br />23k 56m 4,100s
| snúningshraði = 1.674,4 km/klst (465,1 m/s)
| möndulhalli = 23°26'21"
| endurskinshlutfall = 0,367
| hitanafn1 = [[Kelvin]]
| lægsti1 = 184 K
| meðal1 = 287,2 K
| hæsti1 = 331 K
| hitanafn2 = [[Selsíus]]
| lægsti2 = −89,2 °C
| meðal2 = 14 °C
| hæsti2 = 57,8 °C
| loftþrýstingur = 101,325 [[Paskal|kPa]]
| samsetning_lofthjúps =
{{einfaldur_listi|* ~78,8 [[nitur]]
* 20,95% [[súrefni]]
* 0,93% [[argon]]
* 0,039% [[koltvísýringur]]
* ~1% [[vatn]]sgufa (fer eftir loftslagi)}}
}}
<onlyinclude>
'''Jörðin'''<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> er þriðja [[reikistjarna]]n frá [[sólin|sólu]], sú stærsta af [[innri reikistjarna|innri reikistjörnum]] og sú fimmta stærsta af þeim öllum. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er sá eini hnöttur sem vitað er til að líf þrífist á. [[Tunglið]] er eini [[fylgihnöttur]] jarðar og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.
</onlyinclude>
Ef jörðin er skoðuð utan úr [[geimur|geimnum]] lítur hún út ekki ósvipað og djúpblá marmarakúla með hvítri slikju sem þekur hana hér og þar. Blái liturinn kemur til vegna úthafanna, en sá hvíti vegna skýja, sem að öllu jöfnu þekja talsverðan hluta hennar. Jörðin er talsvert björt, og af innri reikistjörnunum er það einvörðungu [[Venus]] sem endurkastar stærri hluta af því ljósi sem á hana fellur.
Síðan [[jarðfræði|jörðin]] myndaðist hefur hún þróast stöðugt, og standa nú eftir litlar sem engar leifar af upphaflegri ásýnd hennar. Ysta lag jarðarinnar, [[jarðskorpa]]n, samanstendur af nokkrum [[flekakenningin|jarðflekum]] sem fljóta ofan á möttlinum. Þessir flekar eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum og breytir þessi hreyfing ásýnd jarðarinnar smátt og smátt. Aflið sem knýr þetta ferli kemur úr iðrum jarðar, en bráðinn [[möttull]] hennar er á stöðugri hreyfingu. Möttullinn hvílir á [[kjarni jarðar|kjarna jarðar]], sem er að meginhluta til úr járni, og er uppspretta [[segulsvið]]s jarðarinnar.
[[Úthaf|Úthöf]] jarðarinnar þekja um 70% af [[yfirborð]]i hennar, en hin 30% yfirborðsins samanstanda af [[eyja|eyjum]] og stærri [[landmassi|landmössum]]. Umhverfis jörðina liggur þunnt lag lofttegunda, svokallaður [[lofthjúpur]], sem samanstendur að mestu leyti af [[nitur|köfnunarefni]] og [[súrefni]]. Lofthjúpurinn verndar jörðina fyrir áhrifum geislunar, temprar hitastig hennar, og [[dýr]] og [[planta|plöntur]] nýta ýmis efni úr lofthjúpnum.
Jarðhræringar eru ekki eini áhrifavaldurinn á ásýnd jarðarinnar, ýmsir kraftar utan úr [[geimur|geimnum]] verka á jörðina. Tunglið veldur með snúningi sínum [[sjávarföll]]unum og hefur með því hægt á snúningshraða jarðarinnar síðan það myndaðist. Jörðin verður einnig fyrir stöðugum ágangi [[loftsteinn|loftsteina]]. Þá hefur sólin að sjálfsögðu mjög mikil áhrif, en hún hitar yfirborð reikistjörnunnar og knýr að auki [[veðrakerfi]]ð.
== Saga jarðarinnar ==
Saga jarðarinnar hefur verið ítarlega rannsökuð og er þekkt með nokkurri vissu. Talið er að jörðin hafi myndast í árdaga [[sólkerfið|sólkerfisins]] fyrir um 4,55 milljörðum ára, á svipuðum tíma og sólin og hinar reikistjörnurnar. Tunglið myndaðist skömmu síðar, fyrir um 4,5 milljörðum ára. Þegar jörðin myndaðist fyrst var yfirborð hennar bráðið, en þegar hún kólnaði storknaði yfirborðið. Ýmsar lofttegundir sem losnuðu frá jörðinni, meðal annars í eldgosum, voru upphafið að lofthjúp jarðarinnar. Höfin mynduðust við það að vatnsgufa úr andrúmsloftinu þéttist smám saman og ís sem barst til jarðarinnar með [[halastjarna|halastjörnum]] bráðnaði.<ref>A. Morbidelli ''et al'', 2000, "[http://adsabs.harvard.edu/abs/2000M&PS...35.1309M Source Regions and Time Scales for the Delivery of Water to Earth]", ''Meteoritics & Planetary Science'', vol. 35, no. 6, pp. 1309–1320.</ref> Við þessar ólguríku aðstæður er talið að líf á jörðinni hafi kviknað. Fyrsta [[sameind]]in sem var fær um að afrita sjálfa sig er talin hafa orðið til fyrir um fjórum milljörðum ára, og [[síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera]] er talinn hafa lifað um hálfum milljarði ára síðar.<ref>W. Ford Doolitte, "Uprooting the Tree of Life", ''Scientific American'', feb. 2000.</ref>
Þegar lífverur þróuðu með sér getu til [[ljóstillífun]]ar gátu þær í fyrsta skipti nýtt orku sólarinnar á beinan hátt, og byrjuðu þá að losa [[súrefni]] úr [[koldíoxíð]]i ([[ildisbyltingin]]). Súrefnið hafði mikil áhrif á lofthjúpinn. Hluti þess breyttist í [[óson]] og myndaði [[ósonlagið]], sem ver lífverur jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Þegar ágangur útfjólublárra geisla minnkaði gafst lífverum tækifæri á að stækka, og hópar af [[einfrumungur|einfruma lífverum]] runnu saman í fyrstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungana]]. Engar einfruma lífverur frá þeim tíma eru enn núlifandi, aðeins afkomendur þeirra, en elstu fjölfrumungar í jarðsögunni eru [[svampdýr]], og elsta þannig núlifandi talið vera 15.000 ára gamalt. Smám saman breiddust lífverur út um alla jörðina. Hins vegar er 99% af öllum [[tegund (líffræði)|tegundum]] lífvera sem nokkurn tímann hafa lifað á jörðinni þegar [[útdauði|útdauðar]].
Eftir því sem ármilljónirnar liðu urðu til heimsálfur og liðu undir lok. Yfirborð jarðarinnar var á stöðugri hreyfingu, og jarðflekana, sem heimsálfurnar eru á, hefur rekið til og frá, og stundum hafa þeir búið til nokkurs konar risaheimsálfu. Fyrir um 750 milljónum ára byrjaði fyrsta risaheimsálfan, Rodinia, að brotna í sundur. Fyrir um 600 milljónum ára runnu heimsálfurnar aftur saman og myndyðu Pannotiu, sem brotnaði upp 150 milljónum ára síðar. Síðasta risaheimsálfan var [[Pangaea]], sem brotnaði upp fyrir um 180 milljónum ára.<ref>J.B. Murphy, R.D. Nance, "[http://scienceweek.com/2004/sa040730-5.htm How do supercontinents assemble?]", ''American Scentist'', vol. 92, pp. 324–333.</ref>
Í jarðsögunni hafa orðið margar [[ísöld|ísaldir]], og hefur verið leitt að því líkum að sú sem stóð yfir fyrir milli 750 og 580 milljónum ára síðan hafi jafnvel verið svo köld að úthöf jarðarinnar hafi frosið.<ref> J.L. Kirschvink, 1992, "Late Proterozoic Low-Latitude Global Glaciation: The Snowball Earth", ''The Proterozoic Biosphere'', pp. 51–52.</ref> En óháð því hvort þessi ísöld hafi verið svo afgerandi er vitað að þegar henni lauk fyrir um 535 milljónum ára, spratt upp ótrúlegur fjöldi fjölfruma lífvera, á tímabili sem nefnist kambríatímabilið.
Síðan á kambríatímabilinu hefur það gerst fimm sinnum að stór hluti tegunda hefur skyndilega dáið út.<ref>D. Raup & J. Sepkoski, 1982, "Mass extinctions in the marine fossil record", ''Science'', vol. 215, pp. 1501–1503.</ref> Síðast gerðist það fyrir 65 milljónum ára, þegar [[risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út, sennilega af völdum stórs loftsteins sem rakst á jörðina. Lítil [[spendýr]] lifðu hins vegar af þær hamfarir sem þá gengu yfir. Á síðustu 65 milljónum ára hafa þróast fjölmargar tegundir spendýra og fyrir nokkrum miljónum ára er talið að afrískur api hafi öðlast þann hæfileika að geta staðið á tveimur fótum. Þeir [[api|apar]] sem gátu staðið á tveimur fótum höfðu þar með tvo útlimi lausa sem þeir gátu notað til ýmissa hluta, meðal annars til að fara að nota verkfæri. Í kjölfarið þróaðist akuryrkja, sem gerði [[maður|mönnunum]], afkomendum apanna, kleift að fjölga sér mikið. Mennirnir settust smám saman að alls staðar á jörðinni, nema á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]], og hafa gjörbreytt allri ásýnd hennar, umhverfi og loftslagi.
== Gerð jarðarinnar ==
Jörðin er nánast kúlulaga, en vegna snúnings hennar er hún örlítið aflöguð, og í laginu eins bolti sem einhver hefur sest á. Meðalþvermál jarðarinnar er um það bil 12.742,6 km (~ 40.000 km / [[pí|π]]).<ref>"Geodetic Reference System 1980 (GRS80)", ''XVII General Assembly'', International Association of Geodesy.</ref> Jörðin sjálf samanstendur af jarðskorpunni, möttli og kjarna, en fyrir ofan yfirborð jarðarinnar liggur lofthjúpurinn.
Lofthjúpur jarðar samanstendur aðallega af [[köfnunarefni]] (78%) og [[súrefni]] (21%), en afgangurinn (1%) samanstendur af öðrum lofttegundum, svo sem [[koldíoxíð]]i og [[vatnsgufa|vatnsgufu]]. Miðað við stærð jarðarinnar er hann örþunnur, og er oft miðað við 80–400 km, þótt hjúpurinn hafi í raun engin föst endimörk, heldur þynnist hann smám saman. Lofthjúpurinn styður við líf á jörðinni með því að draga úr útfjólublárri geislun frá sólinni, tempra hitastig jarðar, stuðla að flutningi vatnsgufu af rakari stöðum á þurrari. Auk þess eru ýmsar lofttegundir í lofthjúpnum lífsnauðsynlegar fyrir dýr, plöntur og aðrar lífverur. Lofthjúpurinn er einn af aðaláhrifavöldunum á [[veður]] og [[loftslag]] jarðar.
[[Mynd:Earth-crust-cutaway-icelandic.png|vinstri|thumbnail|337px|Myndin sýnir innri gerð jarðarinnar (í réttum hlutföllum) og hvolf lofthjúpsins (ekki í réttum hlutföllum)]]
Undir lofthjúpnum liggur jarðkúlan sjálf, og er jarðskorpan efsta lag hennar. Jarðskorpan er á bilinu 5–70 km þykk, og er hún þynnst í úthöfunum en þykkust undir heimsálfunum. Jarðskorpan skiptist í allnokkra [[flekakenningin|fleka]]. Flekarnir fljóta ofan á möttlinum og eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum. Á flekamótum myndast núningur og spenna í jarðskorpunni, sem veldur [[jarðskjálfti|jarðskjálftum]]. Þar sem flekana rekur í sundur verður gliðnun og eru þar tíðari eldgos en annars staðar.
Möttullinn liggur undir jarðskorpunni. Möttullinn er miklum mun þykkari en skorpan, og nær niður á 2890 km dýpi. Honum er oft skipt í ytri og innri möttul, vegna mismunandi eiginleika hans eftir dýpi. Þótt möttullinn sé að mestu leyti úr föstu efni veldur hitastigið því að efnið getur hreyfst til yfir lengri tímabil. Hreyfingar möttulsins tengdar reki jarðflekanna sem á honum fljóta, og er það varmaflutningur frá neðri hluta hans til þess efri sem knýr jarðsögulega virkni á yfirborðinu.
Í miðju jarðar er kjarninn. Kjarninn samanstendur af föstum innri kjarna, sem er tæplega 2500 km í þvermál, og fljótandi ytri kjarna, en kjarninn allur er um 7000 km í þvermál. Meginuppistaða innri kjarnans er talinn vera [[járn]], auk einhvers [[nikkel]]s, en ytri kjarninn er talinn samanstanda af bæði járni og nikkeli, og ögn af léttari frumefnum. Talið er að [[segulsvið]] jarðarinnar sé myndað í kjarnanum, sennilega af völdum iðustrauma í ytri kjarnanum.
Þær fræðigreinar sem fjalla um jörðina sérstaklega, myndun hennar, gerð og eðli, nefnast [[jarðfræði]], [[jarðefnafræði]] og [[jarðeðlisfræði]].
== Jörðin og sólkerfið ==
{{aðalgrein|Snúningur jarðar}}
[[Mynd:Rotating earth (large).gif|thumbnail|vinstri|150px|Hreyfimynd sem sýnir snúning jarðar]]
Jörðin er á stöðugum snúningi um [[möndull|möndul]] sinn, og liggur möndullinn á línu sem liggur gegnum [[norðurpóll|norðurpól]] og [[suðurpóll|suðurpól]] jarðarinnar. Hver snúningur miðað við fastastjörnur tekur tæplega einn [[sólarhringur|sólarhring]], eða 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,091 sekúndur, en sólarhringur miðast við einn snúning samanborið við sól og er nákvæmlega 24 klst.
Samhliða [[möndulsnúningur|möndulsnúningnum]] gengur jörðin umhverfis [[sólin]]a, eftir [[sporaskja|sporöskjulaga]] [[sporbaugur|sporbaug]]. Auk þess hefur jörðin einn [[fylgihnöttur|fylgihnött]], [[tunglið]], sem gengur í kringum jörðina um það bil einu sinni á hverjum mánuði. Sólin, jörðin og tunglið eru öll hluti af [[sólkerfið|sólkerfinu]], sem samanstendur af sólinni og öllum þeim hnöttum og hnullungum sem eru föst í [[þyngdarsvið]]i hennar. Aðrir fylgihnettir sólarinnar eru meðal annars [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríus]], [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Mars (reikistjarna)|Mars]], [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]], [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]], [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]] og [[Plútó (reikistjarna)|Plútó]], og hafa flestir þeirra einnig eigin fylgihnetti, eða tungl.
Sú fræðigrein sem fjallar um sólina, aðrar fastastjörnur, reikistjörnur þeirra og hugsanlega fylgihnetti reikistjarnanna nefnist [[stjörnufræði]].
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Jörðin|Jörðinni}}
{{commons|Earth|Jörðinni}}
* [http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin Ítarlegar upplýsingar um jörðina á Stjörnufræðivefnum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110614234918/http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin |date=2011-06-14 }}
{{Sólkerfið}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Jarðvísindi]]
[[Flokkur:Jörðin]]
[[Flokkur:Reikistjörnurnar]]
[[Flokkur:Sólkerfið]]
[[new:बँग्वारा]]
3tol7vtgb07y9yv75mab4l0wxqpgoec
1763724
1763723
2022-08-04T12:07:14Z
Comp.arch
32151
og [[Plútó (dvergreikistjarna)]]
wikitext
text/x-wiki
{{reikistjarna
| bakgrunnur = LightsteelBlue
| nafn = Jörðin
| tákn = [[Mynd:Earth symbol (bold).svg|24px|🜨]]
| mynd = The Earth seen from Apollo 17.jpg
| alt = Jörðin séð úr geimnum. Disklaga form með bláum höfum, brúnleitum meginlöndum og hvítum skýjaslæðum.
| myndatexti = Fræg mynd af jörðinni „[[Bláa perlan]]“ ([[enska|e]]. ''Blue Marble'') tekin frá ''[[Apollo 17]]''.
| kyn = kvk
| viðmiðunartími = J2000
| forskeyti_nándogfirrð = Sól
| nánd = 152.098.232 km<br />0,98329134 [[Stjarnfræðieining|AU]]
| firrð = 152.098.232 km<br />1,01671388 AU
| hálfur_langás = 149.598.261 km<br />1,00000261 AU
| miðskekkja = 0,01671123
| umferðartími = 365,256363004 [[sólarhringur|s]]<br />1,000017421 [[ár|á]]
| meðalhraði = 29,78 km/s
| meðalbrautarhorn = 357,51716°
| brautarhalli = 7,155° (miðað við miðbaug sólar)<br />1.579° (miðað við [[fastaslétta|fastasléttu]])
| rishnútslengd = 348,73936°
| stöðuhorn_nándar = 114,20783°
| tungl = 1 ([[tunglið]])
| meðalgeisli = 6.371,0 ± 1,0 km
| miðbaugsgeisli = 6.378,1 km
| heimskautageisli = 6.356,8 km
| pólfletja = 0,0033528
| ummál = 40.075,017 km ([[miðbaugur]])
| flatarmál_yfirborðs = 5,10072×10<sup>8</sup>km2</sup>
| rúmmál = 1,08321×10<sup>12</sup> km<sup>3</sup>
| massi = 5,9736×10<sup>24</sup> kg
| þéttleiki = 5,515 g/cm<sup>3</sup>
| þyngdarafl = 9,78 m/s<sup>2</sup> (0,997 [[þyngdarhröðun|g]])
| lausnarhraði = 11,186 km/s
| stjarnbundinn dagur = 0.99726968 [[s]]ólarhringur<br />23k 56m 4,100s
| snúningshraði = 1.674,4 km/klst (465,1 m/s)
| möndulhalli = 23°26'21"
| endurskinshlutfall = 0,367
| hitanafn1 = [[Kelvin]]
| lægsti1 = 184 K
| meðal1 = 287,2 K
| hæsti1 = 331 K
| hitanafn2 = [[Selsíus]]
| lægsti2 = −89,2 °C
| meðal2 = 14 °C
| hæsti2 = 57,8 °C
| loftþrýstingur = 101,325 [[Paskal|kPa]]
| samsetning_lofthjúps =
{{einfaldur_listi|* ~78,8 [[nitur]]
* 20,95% [[súrefni]]
* 0,93% [[argon]]
* 0,039% [[koltvísýringur]]
* ~1% [[vatn]]sgufa (fer eftir loftslagi)}}
}}
<onlyinclude>
'''Jörðin'''<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> er þriðja [[reikistjarna]]n frá [[sólin|sólu]], sú stærsta af [[innri reikistjarna|innri reikistjörnum]] og sú fimmta stærsta af þeim öllum. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er sá eini hnöttur sem vitað er til að líf þrífist á. [[Tunglið]] er eini [[fylgihnöttur]] jarðar og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.
</onlyinclude>
Ef jörðin er skoðuð utan úr [[geimur|geimnum]] lítur hún út ekki ósvipað og djúpblá marmarakúla með hvítri slikju sem þekur hana hér og þar. Blái liturinn kemur til vegna úthafanna, en sá hvíti vegna skýja, sem að öllu jöfnu þekja talsverðan hluta hennar. Jörðin er talsvert björt, og af innri reikistjörnunum er það einvörðungu [[Venus]] sem endurkastar stærri hluta af því ljósi sem á hana fellur.
Síðan [[jarðfræði|jörðin]] myndaðist hefur hún þróast stöðugt, og standa nú eftir litlar sem engar leifar af upphaflegri ásýnd hennar. Ysta lag jarðarinnar, [[jarðskorpa]]n, samanstendur af nokkrum [[flekakenningin|jarðflekum]] sem fljóta ofan á möttlinum. Þessir flekar eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum og breytir þessi hreyfing ásýnd jarðarinnar smátt og smátt. Aflið sem knýr þetta ferli kemur úr iðrum jarðar, en bráðinn [[möttull]] hennar er á stöðugri hreyfingu. Möttullinn hvílir á [[kjarni jarðar|kjarna jarðar]], sem er að meginhluta til úr járni, og er uppspretta [[segulsvið]]s jarðarinnar.
[[Úthaf|Úthöf]] jarðarinnar þekja um 70% af [[yfirborð]]i hennar, en hin 30% yfirborðsins samanstanda af [[eyja|eyjum]] og stærri [[landmassi|landmössum]]. Umhverfis jörðina liggur þunnt lag lofttegunda, svokallaður [[lofthjúpur]], sem samanstendur að mestu leyti af [[nitur|köfnunarefni]] og [[súrefni]]. Lofthjúpurinn verndar jörðina fyrir áhrifum geislunar, temprar hitastig hennar, og [[dýr]] og [[planta|plöntur]] nýta ýmis efni úr lofthjúpnum.
Jarðhræringar eru ekki eini áhrifavaldurinn á ásýnd jarðarinnar, ýmsir kraftar utan úr [[geimur|geimnum]] verka á jörðina. Tunglið veldur með snúningi sínum [[sjávarföll]]unum og hefur með því hægt á snúningshraða jarðarinnar síðan það myndaðist. Jörðin verður einnig fyrir stöðugum ágangi [[loftsteinn|loftsteina]]. Þá hefur sólin að sjálfsögðu mjög mikil áhrif, en hún hitar yfirborð reikistjörnunnar og knýr að auki [[veðrakerfi]]ð.
== Saga jarðarinnar ==
Saga jarðarinnar hefur verið ítarlega rannsökuð og er þekkt með nokkurri vissu. Talið er að jörðin hafi myndast í árdaga [[sólkerfið|sólkerfisins]] fyrir um 4,55 milljörðum ára, á svipuðum tíma og sólin og hinar reikistjörnurnar. Tunglið myndaðist skömmu síðar, fyrir um 4,5 milljörðum ára. Þegar jörðin myndaðist fyrst var yfirborð hennar bráðið, en þegar hún kólnaði storknaði yfirborðið. Ýmsar lofttegundir sem losnuðu frá jörðinni, meðal annars í eldgosum, voru upphafið að lofthjúp jarðarinnar. Höfin mynduðust við það að vatnsgufa úr andrúmsloftinu þéttist smám saman og ís sem barst til jarðarinnar með [[halastjarna|halastjörnum]] bráðnaði.<ref>A. Morbidelli ''et al'', 2000, "[http://adsabs.harvard.edu/abs/2000M&PS...35.1309M Source Regions and Time Scales for the Delivery of Water to Earth]", ''Meteoritics & Planetary Science'', vol. 35, no. 6, pp. 1309–1320.</ref> Við þessar ólguríku aðstæður er talið að líf á jörðinni hafi kviknað. Fyrsta [[sameind]]in sem var fær um að afrita sjálfa sig er talin hafa orðið til fyrir um fjórum milljörðum ára, og [[síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera]] er talinn hafa lifað um hálfum milljarði ára síðar.<ref>W. Ford Doolitte, "Uprooting the Tree of Life", ''Scientific American'', feb. 2000.</ref>
Þegar lífverur þróuðu með sér getu til [[ljóstillífun]]ar gátu þær í fyrsta skipti nýtt orku sólarinnar á beinan hátt, og byrjuðu þá að losa [[súrefni]] úr [[koldíoxíð]]i ([[ildisbyltingin]]). Súrefnið hafði mikil áhrif á lofthjúpinn. Hluti þess breyttist í [[óson]] og myndaði [[ósonlagið]], sem ver lífverur jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Þegar ágangur útfjólublárra geisla minnkaði gafst lífverum tækifæri á að stækka, og hópar af [[einfrumungur|einfruma lífverum]] runnu saman í fyrstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungana]]. Engar einfruma lífverur frá þeim tíma eru enn núlifandi, aðeins afkomendur þeirra, en elstu fjölfrumungar í jarðsögunni eru [[svampdýr]], og elsta þannig núlifandi talið vera 15.000 ára gamalt. Smám saman breiddust lífverur út um alla jörðina. Hins vegar er 99% af öllum [[tegund (líffræði)|tegundum]] lífvera sem nokkurn tímann hafa lifað á jörðinni þegar [[útdauði|útdauðar]].
Eftir því sem ármilljónirnar liðu urðu til heimsálfur og liðu undir lok. Yfirborð jarðarinnar var á stöðugri hreyfingu, og jarðflekana, sem heimsálfurnar eru á, hefur rekið til og frá, og stundum hafa þeir búið til nokkurs konar risaheimsálfu. Fyrir um 750 milljónum ára byrjaði fyrsta risaheimsálfan, Rodinia, að brotna í sundur. Fyrir um 600 milljónum ára runnu heimsálfurnar aftur saman og myndyðu Pannotiu, sem brotnaði upp 150 milljónum ára síðar. Síðasta risaheimsálfan var [[Pangaea]], sem brotnaði upp fyrir um 180 milljónum ára.<ref>J.B. Murphy, R.D. Nance, "[http://scienceweek.com/2004/sa040730-5.htm How do supercontinents assemble?]", ''American Scentist'', vol. 92, pp. 324–333.</ref>
Í jarðsögunni hafa orðið margar [[ísöld|ísaldir]], og hefur verið leitt að því líkum að sú sem stóð yfir fyrir milli 750 og 580 milljónum ára síðan hafi jafnvel verið svo köld að úthöf jarðarinnar hafi frosið.<ref> J.L. Kirschvink, 1992, "Late Proterozoic Low-Latitude Global Glaciation: The Snowball Earth", ''The Proterozoic Biosphere'', pp. 51–52.</ref> En óháð því hvort þessi ísöld hafi verið svo afgerandi er vitað að þegar henni lauk fyrir um 535 milljónum ára, spratt upp ótrúlegur fjöldi fjölfruma lífvera, á tímabili sem nefnist kambríatímabilið.
Síðan á kambríatímabilinu hefur það gerst fimm sinnum að stór hluti tegunda hefur skyndilega dáið út.<ref>D. Raup & J. Sepkoski, 1982, "Mass extinctions in the marine fossil record", ''Science'', vol. 215, pp. 1501–1503.</ref> Síðast gerðist það fyrir 65 milljónum ára, þegar [[risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út, sennilega af völdum stórs loftsteins sem rakst á jörðina. Lítil [[spendýr]] lifðu hins vegar af þær hamfarir sem þá gengu yfir. Á síðustu 65 milljónum ára hafa þróast fjölmargar tegundir spendýra og fyrir nokkrum miljónum ára er talið að afrískur api hafi öðlast þann hæfileika að geta staðið á tveimur fótum. Þeir [[api|apar]] sem gátu staðið á tveimur fótum höfðu þar með tvo útlimi lausa sem þeir gátu notað til ýmissa hluta, meðal annars til að fara að nota verkfæri. Í kjölfarið þróaðist akuryrkja, sem gerði [[maður|mönnunum]], afkomendum apanna, kleift að fjölga sér mikið. Mennirnir settust smám saman að alls staðar á jörðinni, nema á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]], og hafa gjörbreytt allri ásýnd hennar, umhverfi og loftslagi.
== Gerð jarðarinnar ==
Jörðin er nánast kúlulaga, en vegna snúnings hennar er hún örlítið aflöguð, og í laginu eins bolti sem einhver hefur sest á. Meðalþvermál jarðarinnar er um það bil 12.742,6 km (~ 40.000 km / [[pí|π]]).<ref>"Geodetic Reference System 1980 (GRS80)", ''XVII General Assembly'', International Association of Geodesy.</ref> Jörðin sjálf samanstendur af jarðskorpunni, möttli og kjarna, en fyrir ofan yfirborð jarðarinnar liggur lofthjúpurinn.
Lofthjúpur jarðar samanstendur aðallega af [[köfnunarefni]] (78%) og [[súrefni]] (21%), en afgangurinn (1%) samanstendur af öðrum lofttegundum, svo sem [[koldíoxíð]]i og [[vatnsgufa|vatnsgufu]]. Miðað við stærð jarðarinnar er hann örþunnur, og er oft miðað við 80–400 km, þótt hjúpurinn hafi í raun engin föst endimörk, heldur þynnist hann smám saman. Lofthjúpurinn styður við líf á jörðinni með því að draga úr útfjólublárri geislun frá sólinni, tempra hitastig jarðar, stuðla að flutningi vatnsgufu af rakari stöðum á þurrari. Auk þess eru ýmsar lofttegundir í lofthjúpnum lífsnauðsynlegar fyrir dýr, plöntur og aðrar lífverur. Lofthjúpurinn er einn af aðaláhrifavöldunum á [[veður]] og [[loftslag]] jarðar.
[[Mynd:Earth-crust-cutaway-icelandic.png|vinstri|thumbnail|337px|Myndin sýnir innri gerð jarðarinnar (í réttum hlutföllum) og hvolf lofthjúpsins (ekki í réttum hlutföllum)]]
Undir lofthjúpnum liggur jarðkúlan sjálf, og er jarðskorpan efsta lag hennar. Jarðskorpan er á bilinu 5–70 km þykk, og er hún þynnst í úthöfunum en þykkust undir heimsálfunum. Jarðskorpan skiptist í allnokkra [[flekakenningin|fleka]]. Flekarnir fljóta ofan á möttlinum og eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum. Á flekamótum myndast núningur og spenna í jarðskorpunni, sem veldur [[jarðskjálfti|jarðskjálftum]]. Þar sem flekana rekur í sundur verður gliðnun og eru þar tíðari eldgos en annars staðar.
Möttullinn liggur undir jarðskorpunni. Möttullinn er miklum mun þykkari en skorpan, og nær niður á 2890 km dýpi. Honum er oft skipt í ytri og innri möttul, vegna mismunandi eiginleika hans eftir dýpi. Þótt möttullinn sé að mestu leyti úr föstu efni veldur hitastigið því að efnið getur hreyfst til yfir lengri tímabil. Hreyfingar möttulsins tengdar reki jarðflekanna sem á honum fljóta, og er það varmaflutningur frá neðri hluta hans til þess efri sem knýr jarðsögulega virkni á yfirborðinu.
Í miðju jarðar er kjarninn. Kjarninn samanstendur af föstum innri kjarna, sem er tæplega 2500 km í þvermál, og fljótandi ytri kjarna, en kjarninn allur er um 7000 km í þvermál. Meginuppistaða innri kjarnans er talinn vera [[járn]], auk einhvers [[nikkel]]s, en ytri kjarninn er talinn samanstanda af bæði járni og nikkeli, og ögn af léttari frumefnum. Talið er að [[segulsvið]] jarðarinnar sé myndað í kjarnanum, sennilega af völdum iðustrauma í ytri kjarnanum.
Þær fræðigreinar sem fjalla um jörðina sérstaklega, myndun hennar, gerð og eðli, nefnast [[jarðfræði]], [[jarðefnafræði]] og [[jarðeðlisfræði]].
== Jörðin og sólkerfið ==
{{aðalgrein|Snúningur jarðar}}
[[Mynd:Rotating earth (large).gif|thumbnail|vinstri|150px|Hreyfimynd sem sýnir snúning jarðar]]
Jörðin er á stöðugum snúningi um [[möndull|möndul]] sinn, og liggur möndullinn á línu sem liggur gegnum [[norðurpóll|norðurpól]] og [[suðurpóll|suðurpól]] jarðarinnar. Hver snúningur miðað við fastastjörnur tekur tæplega einn [[sólarhringur|sólarhring]], eða 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,091 sekúndur, en sólarhringur miðast við einn snúning samanborið við sól og er nákvæmlega 24 klst.
Samhliða [[möndulsnúningur|möndulsnúningnum]] gengur jörðin umhverfis [[sólin]]a, eftir [[sporaskja|sporöskjulaga]] [[sporbaugur|sporbaug]]. Auk þess hefur jörðin einn [[fylgihnöttur|fylgihnött]], [[tunglið]], sem gengur í kringum jörðina um það bil einu sinni á hverjum mánuði. Sólin, jörðin og tunglið eru öll hluti af [[sólkerfið|sólkerfinu]], sem samanstendur af sólinni og öllum þeim hnöttum og hnullungum sem eru föst í [[þyngdarsvið]]i hennar. Aðrir fylgihnettir sólarinnar eru [[reikistjarna|reikistörnurnar]] [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríus]], [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Mars (reikistjarna)|Mars]], [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]], [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]], [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]]; og [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútó]] og aðrar [[dvergreikistjarna|dvergreikistjörnur]], og hafa flestir fylgihnettirnir einnig eigin fylgihnetti, eða tungl.
Sú fræðigrein sem fjallar um sólina, aðrar fastastjörnur, reikistjörnur þeirra og hugsanlega fylgihnetti reikistjarnanna nefnist [[stjörnufræði]].
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Jörðin|Jörðinni}}
{{commons|Earth|Jörðinni}}
* [http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin Ítarlegar upplýsingar um jörðina á Stjörnufræðivefnum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110614234918/http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin |date=2011-06-14 }}
{{Sólkerfið}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Jarðvísindi]]
[[Flokkur:Jörðin]]
[[Flokkur:Reikistjörnurnar]]
[[Flokkur:Sólkerfið]]
[[new:बँग्वारा]]
gp2mdap169blk6i4ehycli85gk67shb
1763725
1763724
2022-08-04T12:12:01Z
Comp.arch
32151
/* Jörðin og sólkerfið */
wikitext
text/x-wiki
{{reikistjarna
| bakgrunnur = LightsteelBlue
| nafn = Jörðin
| tákn = [[Mynd:Earth symbol (bold).svg|24px|🜨]]
| mynd = The Earth seen from Apollo 17.jpg
| alt = Jörðin séð úr geimnum. Disklaga form með bláum höfum, brúnleitum meginlöndum og hvítum skýjaslæðum.
| myndatexti = Fræg mynd af jörðinni „[[Bláa perlan]]“ ([[enska|e]]. ''Blue Marble'') tekin frá ''[[Apollo 17]]''.
| kyn = kvk
| viðmiðunartími = J2000
| forskeyti_nándogfirrð = Sól
| nánd = 152.098.232 km<br />0,98329134 [[Stjarnfræðieining|AU]]
| firrð = 152.098.232 km<br />1,01671388 AU
| hálfur_langás = 149.598.261 km<br />1,00000261 AU
| miðskekkja = 0,01671123
| umferðartími = 365,256363004 [[sólarhringur|s]]<br />1,000017421 [[ár|á]]
| meðalhraði = 29,78 km/s
| meðalbrautarhorn = 357,51716°
| brautarhalli = 7,155° (miðað við miðbaug sólar)<br />1.579° (miðað við [[fastaslétta|fastasléttu]])
| rishnútslengd = 348,73936°
| stöðuhorn_nándar = 114,20783°
| tungl = 1 ([[tunglið]])
| meðalgeisli = 6.371,0 ± 1,0 km
| miðbaugsgeisli = 6.378,1 km
| heimskautageisli = 6.356,8 km
| pólfletja = 0,0033528
| ummál = 40.075,017 km ([[miðbaugur]])
| flatarmál_yfirborðs = 5,10072×10<sup>8</sup>km2</sup>
| rúmmál = 1,08321×10<sup>12</sup> km<sup>3</sup>
| massi = 5,9736×10<sup>24</sup> kg
| þéttleiki = 5,515 g/cm<sup>3</sup>
| þyngdarafl = 9,78 m/s<sup>2</sup> (0,997 [[þyngdarhröðun|g]])
| lausnarhraði = 11,186 km/s
| stjarnbundinn dagur = 0.99726968 [[s]]ólarhringur<br />23k 56m 4,100s
| snúningshraði = 1.674,4 km/klst (465,1 m/s)
| möndulhalli = 23°26'21"
| endurskinshlutfall = 0,367
| hitanafn1 = [[Kelvin]]
| lægsti1 = 184 K
| meðal1 = 287,2 K
| hæsti1 = 331 K
| hitanafn2 = [[Selsíus]]
| lægsti2 = −89,2 °C
| meðal2 = 14 °C
| hæsti2 = 57,8 °C
| loftþrýstingur = 101,325 [[Paskal|kPa]]
| samsetning_lofthjúps =
{{einfaldur_listi|* ~78,8 [[nitur]]
* 20,95% [[súrefni]]
* 0,93% [[argon]]
* 0,039% [[koltvísýringur]]
* ~1% [[vatn]]sgufa (fer eftir loftslagi)}}
}}
<onlyinclude>
'''Jörðin'''<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> er þriðja [[reikistjarna]]n frá [[sólin|sólu]], sú stærsta af [[innri reikistjarna|innri reikistjörnum]] og sú fimmta stærsta af þeim öllum. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er sá eini hnöttur sem vitað er til að líf þrífist á. [[Tunglið]] er eini [[fylgihnöttur]] jarðar og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.
</onlyinclude>
Ef jörðin er skoðuð utan úr [[geimur|geimnum]] lítur hún út ekki ósvipað og djúpblá marmarakúla með hvítri slikju sem þekur hana hér og þar. Blái liturinn kemur til vegna úthafanna, en sá hvíti vegna skýja, sem að öllu jöfnu þekja talsverðan hluta hennar. Jörðin er talsvert björt, og af innri reikistjörnunum er það einvörðungu [[Venus]] sem endurkastar stærri hluta af því ljósi sem á hana fellur.
Síðan [[jarðfræði|jörðin]] myndaðist hefur hún þróast stöðugt, og standa nú eftir litlar sem engar leifar af upphaflegri ásýnd hennar. Ysta lag jarðarinnar, [[jarðskorpa]]n, samanstendur af nokkrum [[flekakenningin|jarðflekum]] sem fljóta ofan á möttlinum. Þessir flekar eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum og breytir þessi hreyfing ásýnd jarðarinnar smátt og smátt. Aflið sem knýr þetta ferli kemur úr iðrum jarðar, en bráðinn [[möttull]] hennar er á stöðugri hreyfingu. Möttullinn hvílir á [[kjarni jarðar|kjarna jarðar]], sem er að meginhluta til úr járni, og er uppspretta [[segulsvið]]s jarðarinnar.
[[Úthaf|Úthöf]] jarðarinnar þekja um 70% af [[yfirborð]]i hennar, en hin 30% yfirborðsins samanstanda af [[eyja|eyjum]] og stærri [[landmassi|landmössum]]. Umhverfis jörðina liggur þunnt lag lofttegunda, svokallaður [[lofthjúpur]], sem samanstendur að mestu leyti af [[nitur|köfnunarefni]] og [[súrefni]]. Lofthjúpurinn verndar jörðina fyrir áhrifum geislunar, temprar hitastig hennar, og [[dýr]] og [[planta|plöntur]] nýta ýmis efni úr lofthjúpnum.
Jarðhræringar eru ekki eini áhrifavaldurinn á ásýnd jarðarinnar, ýmsir kraftar utan úr [[geimur|geimnum]] verka á jörðina. Tunglið veldur með snúningi sínum [[sjávarföll]]unum og hefur með því hægt á snúningshraða jarðarinnar síðan það myndaðist. Jörðin verður einnig fyrir stöðugum ágangi [[loftsteinn|loftsteina]]. Þá hefur sólin að sjálfsögðu mjög mikil áhrif, en hún hitar yfirborð reikistjörnunnar og knýr að auki [[veðrakerfi]]ð.
== Saga jarðarinnar ==
Saga jarðarinnar hefur verið ítarlega rannsökuð og er þekkt með nokkurri vissu. Talið er að jörðin hafi myndast í árdaga [[sólkerfið|sólkerfisins]] fyrir um 4,55 milljörðum ára, á svipuðum tíma og sólin og hinar reikistjörnurnar. Tunglið myndaðist skömmu síðar, fyrir um 4,5 milljörðum ára. Þegar jörðin myndaðist fyrst var yfirborð hennar bráðið, en þegar hún kólnaði storknaði yfirborðið. Ýmsar lofttegundir sem losnuðu frá jörðinni, meðal annars í eldgosum, voru upphafið að lofthjúp jarðarinnar. Höfin mynduðust við það að vatnsgufa úr andrúmsloftinu þéttist smám saman og ís sem barst til jarðarinnar með [[halastjarna|halastjörnum]] bráðnaði.<ref>A. Morbidelli ''et al'', 2000, "[http://adsabs.harvard.edu/abs/2000M&PS...35.1309M Source Regions and Time Scales for the Delivery of Water to Earth]", ''Meteoritics & Planetary Science'', vol. 35, no. 6, pp. 1309–1320.</ref> Við þessar ólguríku aðstæður er talið að líf á jörðinni hafi kviknað. Fyrsta [[sameind]]in sem var fær um að afrita sjálfa sig er talin hafa orðið til fyrir um fjórum milljörðum ára, og [[síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera]] er talinn hafa lifað um hálfum milljarði ára síðar.<ref>W. Ford Doolitte, "Uprooting the Tree of Life", ''Scientific American'', feb. 2000.</ref>
Þegar lífverur þróuðu með sér getu til [[ljóstillífun]]ar gátu þær í fyrsta skipti nýtt orku sólarinnar á beinan hátt, og byrjuðu þá að losa [[súrefni]] úr [[koldíoxíð]]i ([[ildisbyltingin]]). Súrefnið hafði mikil áhrif á lofthjúpinn. Hluti þess breyttist í [[óson]] og myndaði [[ósonlagið]], sem ver lífverur jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Þegar ágangur útfjólublárra geisla minnkaði gafst lífverum tækifæri á að stækka, og hópar af [[einfrumungur|einfruma lífverum]] runnu saman í fyrstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungana]]. Engar einfruma lífverur frá þeim tíma eru enn núlifandi, aðeins afkomendur þeirra, en elstu fjölfrumungar í jarðsögunni eru [[svampdýr]], og elsta þannig núlifandi talið vera 15.000 ára gamalt. Smám saman breiddust lífverur út um alla jörðina. Hins vegar er 99% af öllum [[tegund (líffræði)|tegundum]] lífvera sem nokkurn tímann hafa lifað á jörðinni þegar [[útdauði|útdauðar]].
Eftir því sem ármilljónirnar liðu urðu til heimsálfur og liðu undir lok. Yfirborð jarðarinnar var á stöðugri hreyfingu, og jarðflekana, sem heimsálfurnar eru á, hefur rekið til og frá, og stundum hafa þeir búið til nokkurs konar risaheimsálfu. Fyrir um 750 milljónum ára byrjaði fyrsta risaheimsálfan, Rodinia, að brotna í sundur. Fyrir um 600 milljónum ára runnu heimsálfurnar aftur saman og myndyðu Pannotiu, sem brotnaði upp 150 milljónum ára síðar. Síðasta risaheimsálfan var [[Pangaea]], sem brotnaði upp fyrir um 180 milljónum ára.<ref>J.B. Murphy, R.D. Nance, "[http://scienceweek.com/2004/sa040730-5.htm How do supercontinents assemble?]", ''American Scentist'', vol. 92, pp. 324–333.</ref>
Í jarðsögunni hafa orðið margar [[ísöld|ísaldir]], og hefur verið leitt að því líkum að sú sem stóð yfir fyrir milli 750 og 580 milljónum ára síðan hafi jafnvel verið svo köld að úthöf jarðarinnar hafi frosið.<ref> J.L. Kirschvink, 1992, "Late Proterozoic Low-Latitude Global Glaciation: The Snowball Earth", ''The Proterozoic Biosphere'', pp. 51–52.</ref> En óháð því hvort þessi ísöld hafi verið svo afgerandi er vitað að þegar henni lauk fyrir um 535 milljónum ára, spratt upp ótrúlegur fjöldi fjölfruma lífvera, á tímabili sem nefnist kambríatímabilið.
Síðan á kambríatímabilinu hefur það gerst fimm sinnum að stór hluti tegunda hefur skyndilega dáið út.<ref>D. Raup & J. Sepkoski, 1982, "Mass extinctions in the marine fossil record", ''Science'', vol. 215, pp. 1501–1503.</ref> Síðast gerðist það fyrir 65 milljónum ára, þegar [[risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út, sennilega af völdum stórs loftsteins sem rakst á jörðina. Lítil [[spendýr]] lifðu hins vegar af þær hamfarir sem þá gengu yfir. Á síðustu 65 milljónum ára hafa þróast fjölmargar tegundir spendýra og fyrir nokkrum miljónum ára er talið að afrískur api hafi öðlast þann hæfileika að geta staðið á tveimur fótum. Þeir [[api|apar]] sem gátu staðið á tveimur fótum höfðu þar með tvo útlimi lausa sem þeir gátu notað til ýmissa hluta, meðal annars til að fara að nota verkfæri. Í kjölfarið þróaðist akuryrkja, sem gerði [[maður|mönnunum]], afkomendum apanna, kleift að fjölga sér mikið. Mennirnir settust smám saman að alls staðar á jörðinni, nema á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]], og hafa gjörbreytt allri ásýnd hennar, umhverfi og loftslagi.
== Gerð jarðarinnar ==
Jörðin er nánast kúlulaga, en vegna snúnings hennar er hún örlítið aflöguð, og í laginu eins bolti sem einhver hefur sest á. Meðalþvermál jarðarinnar er um það bil 12.742,6 km (~ 40.000 km / [[pí|π]]).<ref>"Geodetic Reference System 1980 (GRS80)", ''XVII General Assembly'', International Association of Geodesy.</ref> Jörðin sjálf samanstendur af jarðskorpunni, möttli og kjarna, en fyrir ofan yfirborð jarðarinnar liggur lofthjúpurinn.
Lofthjúpur jarðar samanstendur aðallega af [[köfnunarefni]] (78%) og [[súrefni]] (21%), en afgangurinn (1%) samanstendur af öðrum lofttegundum, svo sem [[koldíoxíð]]i og [[vatnsgufa|vatnsgufu]]. Miðað við stærð jarðarinnar er hann örþunnur, og er oft miðað við 80–400 km, þótt hjúpurinn hafi í raun engin föst endimörk, heldur þynnist hann smám saman. Lofthjúpurinn styður við líf á jörðinni með því að draga úr útfjólublárri geislun frá sólinni, tempra hitastig jarðar, stuðla að flutningi vatnsgufu af rakari stöðum á þurrari. Auk þess eru ýmsar lofttegundir í lofthjúpnum lífsnauðsynlegar fyrir dýr, plöntur og aðrar lífverur. Lofthjúpurinn er einn af aðaláhrifavöldunum á [[veður]] og [[loftslag]] jarðar.
[[Mynd:Earth-crust-cutaway-icelandic.png|vinstri|thumbnail|337px|Myndin sýnir innri gerð jarðarinnar (í réttum hlutföllum) og hvolf lofthjúpsins (ekki í réttum hlutföllum)]]
Undir lofthjúpnum liggur jarðkúlan sjálf, og er jarðskorpan efsta lag hennar. Jarðskorpan er á bilinu 5–70 km þykk, og er hún þynnst í úthöfunum en þykkust undir heimsálfunum. Jarðskorpan skiptist í allnokkra [[flekakenningin|fleka]]. Flekarnir fljóta ofan á möttlinum og eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum. Á flekamótum myndast núningur og spenna í jarðskorpunni, sem veldur [[jarðskjálfti|jarðskjálftum]]. Þar sem flekana rekur í sundur verður gliðnun og eru þar tíðari eldgos en annars staðar.
Möttullinn liggur undir jarðskorpunni. Möttullinn er miklum mun þykkari en skorpan, og nær niður á 2890 km dýpi. Honum er oft skipt í ytri og innri möttul, vegna mismunandi eiginleika hans eftir dýpi. Þótt möttullinn sé að mestu leyti úr föstu efni veldur hitastigið því að efnið getur hreyfst til yfir lengri tímabil. Hreyfingar möttulsins tengdar reki jarðflekanna sem á honum fljóta, og er það varmaflutningur frá neðri hluta hans til þess efri sem knýr jarðsögulega virkni á yfirborðinu.
Í miðju jarðar er kjarninn. Kjarninn samanstendur af föstum innri kjarna, sem er tæplega 2500 km í þvermál, og fljótandi ytri kjarna, en kjarninn allur er um 7000 km í þvermál. Meginuppistaða innri kjarnans er talinn vera [[járn]], auk einhvers [[nikkel]]s, en ytri kjarninn er talinn samanstanda af bæði járni og nikkeli, og ögn af léttari frumefnum. Talið er að [[segulsvið]] jarðarinnar sé myndað í kjarnanum, sennilega af völdum iðustrauma í ytri kjarnanum.
Þær fræðigreinar sem fjalla um jörðina sérstaklega, myndun hennar, gerð og eðli, nefnast [[jarðfræði]], [[jarðefnafræði]] og [[jarðeðlisfræði]].
== Jörðin og sólkerfið ==
{{aðalgrein|Snúningur jarðar}}
[[Mynd:Rotating earth (large).gif|thumbnail|vinstri|150px|Hreyfimynd sem sýnir snúning jarðar]]
Jörðin er á stöðugum snúningi um [[möndull|möndul]] sinn, og liggur möndullinn á línu sem liggur gegnum [[norðurpóll|norðurpól]] og [[suðurpóll|suðurpól]] jarðarinnar. Hver snúningur miðað við fastastjörnur tekur tæplega einn [[sólarhringur|sólarhring]], eða 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,091 sekúndur, en sólarhringur miðast við einn snúning samanborið við sól og er nákvæmlega 24 klst.
Samhliða [[möndulsnúningur|möndulsnúningnum]] gengur jörðin umhverfis [[sólin]]a, eftir [[sporaskja|sporöskjulaga]] [[sporbaugur|sporbaug]]. Auk þess hefur jörðin einn [[fylgihnöttur|fylgihnött]], [[tunglið]], sem gengur í kringum jörðina um það bil einu sinni á hverjum mánuði. Sólin, jörðin og tunglið eru öll hluti af [[sólkerfið|sólkerfinu]], sem samanstendur af sólinni og öllum þeim hnöttum og hnullungum sem eru föst í [[þyngdarsvið]]i hennar. Aðrir fylgihnettir sólarinnar eru [[reikistjarna|reikistörnurnar]] [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríus]], [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Mars (reikistjarna)|Mars]], [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]], [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]], [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]]; og [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútó]] og aðrar [[dvergreikistjarna|dvergreikistjörnur]], og hafa flestir fylgihnettirnir einnig eigin fylgihnetti, eða tungl. Einnig eru t.d. [[smástirni]] á leið um sólina.
Sú fræðigrein sem fjallar um sólina, aðrar fastastjörnur, reikistjörnur þeirra og hugsanlega fylgihnetti reikistjarnanna nefnist [[stjörnufræði]].
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Jörðin|Jörðinni}}
{{commons|Earth|Jörðinni}}
* [http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin Ítarlegar upplýsingar um jörðina á Stjörnufræðivefnum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110614234918/http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin |date=2011-06-14 }}
{{Sólkerfið}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Jarðvísindi]]
[[Flokkur:Jörðin]]
[[Flokkur:Reikistjörnurnar]]
[[Flokkur:Sólkerfið]]
[[new:बँग्वारा]]
np8n9l1nku7pay4hrojo11e6e3ir63u
1763726
1763725
2022-08-04T12:15:15Z
Comp.arch
32151
/* Jörðin og sólkerfið */
wikitext
text/x-wiki
{{reikistjarna
| bakgrunnur = LightsteelBlue
| nafn = Jörðin
| tákn = [[Mynd:Earth symbol (bold).svg|24px|🜨]]
| mynd = The Earth seen from Apollo 17.jpg
| alt = Jörðin séð úr geimnum. Disklaga form með bláum höfum, brúnleitum meginlöndum og hvítum skýjaslæðum.
| myndatexti = Fræg mynd af jörðinni „[[Bláa perlan]]“ ([[enska|e]]. ''Blue Marble'') tekin frá ''[[Apollo 17]]''.
| kyn = kvk
| viðmiðunartími = J2000
| forskeyti_nándogfirrð = Sól
| nánd = 152.098.232 km<br />0,98329134 [[Stjarnfræðieining|AU]]
| firrð = 152.098.232 km<br />1,01671388 AU
| hálfur_langás = 149.598.261 km<br />1,00000261 AU
| miðskekkja = 0,01671123
| umferðartími = 365,256363004 [[sólarhringur|s]]<br />1,000017421 [[ár|á]]
| meðalhraði = 29,78 km/s
| meðalbrautarhorn = 357,51716°
| brautarhalli = 7,155° (miðað við miðbaug sólar)<br />1.579° (miðað við [[fastaslétta|fastasléttu]])
| rishnútslengd = 348,73936°
| stöðuhorn_nándar = 114,20783°
| tungl = 1 ([[tunglið]])
| meðalgeisli = 6.371,0 ± 1,0 km
| miðbaugsgeisli = 6.378,1 km
| heimskautageisli = 6.356,8 km
| pólfletja = 0,0033528
| ummál = 40.075,017 km ([[miðbaugur]])
| flatarmál_yfirborðs = 5,10072×10<sup>8</sup>km2</sup>
| rúmmál = 1,08321×10<sup>12</sup> km<sup>3</sup>
| massi = 5,9736×10<sup>24</sup> kg
| þéttleiki = 5,515 g/cm<sup>3</sup>
| þyngdarafl = 9,78 m/s<sup>2</sup> (0,997 [[þyngdarhröðun|g]])
| lausnarhraði = 11,186 km/s
| stjarnbundinn dagur = 0.99726968 [[s]]ólarhringur<br />23k 56m 4,100s
| snúningshraði = 1.674,4 km/klst (465,1 m/s)
| möndulhalli = 23°26'21"
| endurskinshlutfall = 0,367
| hitanafn1 = [[Kelvin]]
| lægsti1 = 184 K
| meðal1 = 287,2 K
| hæsti1 = 331 K
| hitanafn2 = [[Selsíus]]
| lægsti2 = −89,2 °C
| meðal2 = 14 °C
| hæsti2 = 57,8 °C
| loftþrýstingur = 101,325 [[Paskal|kPa]]
| samsetning_lofthjúps =
{{einfaldur_listi|* ~78,8 [[nitur]]
* 20,95% [[súrefni]]
* 0,93% [[argon]]
* 0,039% [[koltvísýringur]]
* ~1% [[vatn]]sgufa (fer eftir loftslagi)}}
}}
<onlyinclude>
'''Jörðin'''<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> er þriðja [[reikistjarna]]n frá [[sólin|sólu]], sú stærsta af [[innri reikistjarna|innri reikistjörnum]] og sú fimmta stærsta af þeim öllum. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er sá eini hnöttur sem vitað er til að líf þrífist á. [[Tunglið]] er eini [[fylgihnöttur]] jarðar og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.
</onlyinclude>
Ef jörðin er skoðuð utan úr [[geimur|geimnum]] lítur hún út ekki ósvipað og djúpblá marmarakúla með hvítri slikju sem þekur hana hér og þar. Blái liturinn kemur til vegna úthafanna, en sá hvíti vegna skýja, sem að öllu jöfnu þekja talsverðan hluta hennar. Jörðin er talsvert björt, og af innri reikistjörnunum er það einvörðungu [[Venus]] sem endurkastar stærri hluta af því ljósi sem á hana fellur.
Síðan [[jarðfræði|jörðin]] myndaðist hefur hún þróast stöðugt, og standa nú eftir litlar sem engar leifar af upphaflegri ásýnd hennar. Ysta lag jarðarinnar, [[jarðskorpa]]n, samanstendur af nokkrum [[flekakenningin|jarðflekum]] sem fljóta ofan á möttlinum. Þessir flekar eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum og breytir þessi hreyfing ásýnd jarðarinnar smátt og smátt. Aflið sem knýr þetta ferli kemur úr iðrum jarðar, en bráðinn [[möttull]] hennar er á stöðugri hreyfingu. Möttullinn hvílir á [[kjarni jarðar|kjarna jarðar]], sem er að meginhluta til úr járni, og er uppspretta [[segulsvið]]s jarðarinnar.
[[Úthaf|Úthöf]] jarðarinnar þekja um 70% af [[yfirborð]]i hennar, en hin 30% yfirborðsins samanstanda af [[eyja|eyjum]] og stærri [[landmassi|landmössum]]. Umhverfis jörðina liggur þunnt lag lofttegunda, svokallaður [[lofthjúpur]], sem samanstendur að mestu leyti af [[nitur|köfnunarefni]] og [[súrefni]]. Lofthjúpurinn verndar jörðina fyrir áhrifum geislunar, temprar hitastig hennar, og [[dýr]] og [[planta|plöntur]] nýta ýmis efni úr lofthjúpnum.
Jarðhræringar eru ekki eini áhrifavaldurinn á ásýnd jarðarinnar, ýmsir kraftar utan úr [[geimur|geimnum]] verka á jörðina. Tunglið veldur með snúningi sínum [[sjávarföll]]unum og hefur með því hægt á snúningshraða jarðarinnar síðan það myndaðist. Jörðin verður einnig fyrir stöðugum ágangi [[loftsteinn|loftsteina]]. Þá hefur sólin að sjálfsögðu mjög mikil áhrif, en hún hitar yfirborð reikistjörnunnar og knýr að auki [[veðrakerfi]]ð.
== Saga jarðarinnar ==
Saga jarðarinnar hefur verið ítarlega rannsökuð og er þekkt með nokkurri vissu. Talið er að jörðin hafi myndast í árdaga [[sólkerfið|sólkerfisins]] fyrir um 4,55 milljörðum ára, á svipuðum tíma og sólin og hinar reikistjörnurnar. Tunglið myndaðist skömmu síðar, fyrir um 4,5 milljörðum ára. Þegar jörðin myndaðist fyrst var yfirborð hennar bráðið, en þegar hún kólnaði storknaði yfirborðið. Ýmsar lofttegundir sem losnuðu frá jörðinni, meðal annars í eldgosum, voru upphafið að lofthjúp jarðarinnar. Höfin mynduðust við það að vatnsgufa úr andrúmsloftinu þéttist smám saman og ís sem barst til jarðarinnar með [[halastjarna|halastjörnum]] bráðnaði.<ref>A. Morbidelli ''et al'', 2000, "[http://adsabs.harvard.edu/abs/2000M&PS...35.1309M Source Regions and Time Scales for the Delivery of Water to Earth]", ''Meteoritics & Planetary Science'', vol. 35, no. 6, pp. 1309–1320.</ref> Við þessar ólguríku aðstæður er talið að líf á jörðinni hafi kviknað. Fyrsta [[sameind]]in sem var fær um að afrita sjálfa sig er talin hafa orðið til fyrir um fjórum milljörðum ára, og [[síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera]] er talinn hafa lifað um hálfum milljarði ára síðar.<ref>W. Ford Doolitte, "Uprooting the Tree of Life", ''Scientific American'', feb. 2000.</ref>
Þegar lífverur þróuðu með sér getu til [[ljóstillífun]]ar gátu þær í fyrsta skipti nýtt orku sólarinnar á beinan hátt, og byrjuðu þá að losa [[súrefni]] úr [[koldíoxíð]]i ([[ildisbyltingin]]). Súrefnið hafði mikil áhrif á lofthjúpinn. Hluti þess breyttist í [[óson]] og myndaði [[ósonlagið]], sem ver lífverur jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Þegar ágangur útfjólublárra geisla minnkaði gafst lífverum tækifæri á að stækka, og hópar af [[einfrumungur|einfruma lífverum]] runnu saman í fyrstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungana]]. Engar einfruma lífverur frá þeim tíma eru enn núlifandi, aðeins afkomendur þeirra, en elstu fjölfrumungar í jarðsögunni eru [[svampdýr]], og elsta þannig núlifandi talið vera 15.000 ára gamalt. Smám saman breiddust lífverur út um alla jörðina. Hins vegar er 99% af öllum [[tegund (líffræði)|tegundum]] lífvera sem nokkurn tímann hafa lifað á jörðinni þegar [[útdauði|útdauðar]].
Eftir því sem ármilljónirnar liðu urðu til heimsálfur og liðu undir lok. Yfirborð jarðarinnar var á stöðugri hreyfingu, og jarðflekana, sem heimsálfurnar eru á, hefur rekið til og frá, og stundum hafa þeir búið til nokkurs konar risaheimsálfu. Fyrir um 750 milljónum ára byrjaði fyrsta risaheimsálfan, Rodinia, að brotna í sundur. Fyrir um 600 milljónum ára runnu heimsálfurnar aftur saman og myndyðu Pannotiu, sem brotnaði upp 150 milljónum ára síðar. Síðasta risaheimsálfan var [[Pangaea]], sem brotnaði upp fyrir um 180 milljónum ára.<ref>J.B. Murphy, R.D. Nance, "[http://scienceweek.com/2004/sa040730-5.htm How do supercontinents assemble?]", ''American Scentist'', vol. 92, pp. 324–333.</ref>
Í jarðsögunni hafa orðið margar [[ísöld|ísaldir]], og hefur verið leitt að því líkum að sú sem stóð yfir fyrir milli 750 og 580 milljónum ára síðan hafi jafnvel verið svo köld að úthöf jarðarinnar hafi frosið.<ref> J.L. Kirschvink, 1992, "Late Proterozoic Low-Latitude Global Glaciation: The Snowball Earth", ''The Proterozoic Biosphere'', pp. 51–52.</ref> En óháð því hvort þessi ísöld hafi verið svo afgerandi er vitað að þegar henni lauk fyrir um 535 milljónum ára, spratt upp ótrúlegur fjöldi fjölfruma lífvera, á tímabili sem nefnist kambríatímabilið.
Síðan á kambríatímabilinu hefur það gerst fimm sinnum að stór hluti tegunda hefur skyndilega dáið út.<ref>D. Raup & J. Sepkoski, 1982, "Mass extinctions in the marine fossil record", ''Science'', vol. 215, pp. 1501–1503.</ref> Síðast gerðist það fyrir 65 milljónum ára, þegar [[risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út, sennilega af völdum stórs loftsteins sem rakst á jörðina. Lítil [[spendýr]] lifðu hins vegar af þær hamfarir sem þá gengu yfir. Á síðustu 65 milljónum ára hafa þróast fjölmargar tegundir spendýra og fyrir nokkrum miljónum ára er talið að afrískur api hafi öðlast þann hæfileika að geta staðið á tveimur fótum. Þeir [[api|apar]] sem gátu staðið á tveimur fótum höfðu þar með tvo útlimi lausa sem þeir gátu notað til ýmissa hluta, meðal annars til að fara að nota verkfæri. Í kjölfarið þróaðist akuryrkja, sem gerði [[maður|mönnunum]], afkomendum apanna, kleift að fjölga sér mikið. Mennirnir settust smám saman að alls staðar á jörðinni, nema á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]], og hafa gjörbreytt allri ásýnd hennar, umhverfi og loftslagi.
== Gerð jarðarinnar ==
Jörðin er nánast kúlulaga, en vegna snúnings hennar er hún örlítið aflöguð, og í laginu eins bolti sem einhver hefur sest á. Meðalþvermál jarðarinnar er um það bil 12.742,6 km (~ 40.000 km / [[pí|π]]).<ref>"Geodetic Reference System 1980 (GRS80)", ''XVII General Assembly'', International Association of Geodesy.</ref> Jörðin sjálf samanstendur af jarðskorpunni, möttli og kjarna, en fyrir ofan yfirborð jarðarinnar liggur lofthjúpurinn.
Lofthjúpur jarðar samanstendur aðallega af [[köfnunarefni]] (78%) og [[súrefni]] (21%), en afgangurinn (1%) samanstendur af öðrum lofttegundum, svo sem [[koldíoxíð]]i og [[vatnsgufa|vatnsgufu]]. Miðað við stærð jarðarinnar er hann örþunnur, og er oft miðað við 80–400 km, þótt hjúpurinn hafi í raun engin föst endimörk, heldur þynnist hann smám saman. Lofthjúpurinn styður við líf á jörðinni með því að draga úr útfjólublárri geislun frá sólinni, tempra hitastig jarðar, stuðla að flutningi vatnsgufu af rakari stöðum á þurrari. Auk þess eru ýmsar lofttegundir í lofthjúpnum lífsnauðsynlegar fyrir dýr, plöntur og aðrar lífverur. Lofthjúpurinn er einn af aðaláhrifavöldunum á [[veður]] og [[loftslag]] jarðar.
[[Mynd:Earth-crust-cutaway-icelandic.png|vinstri|thumbnail|337px|Myndin sýnir innri gerð jarðarinnar (í réttum hlutföllum) og hvolf lofthjúpsins (ekki í réttum hlutföllum)]]
Undir lofthjúpnum liggur jarðkúlan sjálf, og er jarðskorpan efsta lag hennar. Jarðskorpan er á bilinu 5–70 km þykk, og er hún þynnst í úthöfunum en þykkust undir heimsálfunum. Jarðskorpan skiptist í allnokkra [[flekakenningin|fleka]]. Flekarnir fljóta ofan á möttlinum og eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum. Á flekamótum myndast núningur og spenna í jarðskorpunni, sem veldur [[jarðskjálfti|jarðskjálftum]]. Þar sem flekana rekur í sundur verður gliðnun og eru þar tíðari eldgos en annars staðar.
Möttullinn liggur undir jarðskorpunni. Möttullinn er miklum mun þykkari en skorpan, og nær niður á 2890 km dýpi. Honum er oft skipt í ytri og innri möttul, vegna mismunandi eiginleika hans eftir dýpi. Þótt möttullinn sé að mestu leyti úr föstu efni veldur hitastigið því að efnið getur hreyfst til yfir lengri tímabil. Hreyfingar möttulsins tengdar reki jarðflekanna sem á honum fljóta, og er það varmaflutningur frá neðri hluta hans til þess efri sem knýr jarðsögulega virkni á yfirborðinu.
Í miðju jarðar er kjarninn. Kjarninn samanstendur af föstum innri kjarna, sem er tæplega 2500 km í þvermál, og fljótandi ytri kjarna, en kjarninn allur er um 7000 km í þvermál. Meginuppistaða innri kjarnans er talinn vera [[járn]], auk einhvers [[nikkel]]s, en ytri kjarninn er talinn samanstanda af bæði járni og nikkeli, og ögn af léttari frumefnum. Talið er að [[segulsvið]] jarðarinnar sé myndað í kjarnanum, sennilega af völdum iðustrauma í ytri kjarnanum.
Þær fræðigreinar sem fjalla um jörðina sérstaklega, myndun hennar, gerð og eðli, nefnast [[jarðfræði]], [[jarðefnafræði]] og [[jarðeðlisfræði]].
== Jörðin og sólkerfið ==
{{aðalgrein|Snúningur jarðar}}
[[Mynd:Rotating earth (large).gif|thumbnail|vinstri|150px|Hreyfimynd sem sýnir snúning jarðar]]
Jörðin er á stöðugum snúningi um [[möndull|möndul]] sinn, og liggur möndullinn á línu sem liggur gegnum [[norðurpóll|norðurpól]] og [[suðurpóll|suðurpól]] jarðarinnar. Hver snúningur miðað við fastastjörnur tekur tæplega einn [[sólarhringur|sólarhring]], eða 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,091 sekúndur, en sólarhringur miðast við einn snúning samanborið við sól og er nákvæmlega 24 klst.
Samhliða [[möndulsnúningur|möndulsnúningnum]] gengur jörðin umhverfis [[sólin]]a, eftir [[sporaskja|sporöskjulaga]] [[sporbaugur|sporbaug]]. Auk þess hefur jörðin einn [[fylgihnöttur|fylgihnött]], [[tunglið]], sem gengur í kringum jörðina um það bil einu sinni á hverjum mánuði. Sólin, jörðin og tunglið eru öll hluti af [[sólkerfið|sólkerfinu]], sem samanstendur af sólinni og öllum þeim hnöttum og hnullungum sem eru föst í [[þyngdarsvið]]i hennar. Aðrir fylgihnettir sólarinnar eru [[reikistjarna|reikistörnurnar]] [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríus]], [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Mars (reikistjarna)|Mars]], [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]], [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]], [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]]; og [[Plútó (dvergreikistjarna)|Plútó]] og aðrar [[dvergreikistjarna|dvergreikistjörnur]], og hafa flestir fylgihnettirnir einnig eigin fylgihnetti, eða tungl. Einnig eru t.d. [[smástirni]] á leið um sólina, á svipuðum sporbaugum og líka [[halastjarna|halastjörnur]], en þá á mun teygðari sporbaugum.
Sú fræðigrein sem fjallar um sólina, aðrar fastastjörnur, reikistjörnur þeirra og hugsanlega fylgihnetti reikistjarnanna nefnist [[stjörnufræði]].
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Jörðin|Jörðinni}}
{{commons|Earth|Jörðinni}}
* [http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin Ítarlegar upplýsingar um jörðina á Stjörnufræðivefnum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110614234918/http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin |date=2011-06-14 }}
{{Sólkerfið}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Jarðvísindi]]
[[Flokkur:Jörðin]]
[[Flokkur:Reikistjörnurnar]]
[[Flokkur:Sólkerfið]]
[[new:बँग्वारा]]
f4qhc1rdzxcho5ogfxcclyp3kkqd7ft
Ljós
0
2536
1763790
1691036
2022-08-05T02:43:14Z
Magog the Ogre
20168
English -> Icelandic diagram
wikitext
text/x-wiki
{{aðgreiningartengill1|mannsnafnið [[Ljós (mannsnafn)|Ljós]]}}
[[File:G W Russell Bathers.jpg|thumb|]]
[[Mynd:EM spectrum.is.svg|thumb|[[Rafsegulróf]]inu lýst með tilliti til [[tíðni]] og [[bylgjulengd]]ar, þar sem sýnilegt ljós er auðkennt.]]
'''Ljós''' er [[rafsegulgeislun|rafsegulbylgjur]] innan ákveðins [[tíðni]]sviðs, en oftast er átt við það tíðnisvið sem manns[[auga]]ð greinir. Við nánari athugun er hægt að sýna að ljós er í senn [[bylgja|bylgjur]] og [[ljóseind]]ir og er í því sambandi talað um [[tvíeðli]] ljóss. Frægasta tilraunin sem sýnir fram á bylgjueðli ljóss er [[tvíraufa tilraun Youngs]], þar sem ljósi er beint í gegnum tvær raufar, með bili milli raufann af sömu stærðargráður og bylgjulengd ljóssins. Ljósið sýnir þá svokallaða [[samliðun]]ar- eða víxleiginleika. Ein helsta tilraunaniðurstaða, sem styður tilvist ljóseinda [[ljósröfun]], þar sem ljós örvar [[frumeind]] og veldur [[ljósröfun]]. Til þessa dags hefur ekki verið unnt skýra þess tilraun með ljósbylgjum.
'''Sýnilegt ljós''', sem er það ljós sem mannsaugað getur numið, með [[bylgjulengd]] á bilinu 400 til 700 [[nm]]. Sýnilegt ljós spannar því [[rafsegulróf]]ið milli [[innrautt ljós|innrauðs]] og [[útfjólublátt ljós|útfjólublás ljóss]]. [[Ljóshraði]] (í [[tómarúm]]i) er 299.792.458 m/s.
'''Ljósgjafi''' er hlutur, áhald eða tæki sem gefur sýnilegt [[ljós]], t.d. [[kerti]], [[ljósapera]], [[flúrljós]] og [[tvistur]] (díóða). [[Geislatæki]] gefur [[geislun]], sem að mestu utan sýnlega sviðsins, en [[geislagjafi]] gefur [[jónandi geislun]], sem stafar af [[geislavirkni]].
== Tengt efni ==
* [[Hvítjöfnun]]
* [[Ljósár]]
* [[Litróf]]
* [[Ljósbrot]]
* [[Skammtafræði]]
{{Wiktionary|ljós}}
[[Flokkur:Rafsegulfræði]]
[[Flokkur:Eðlisfræði]]
[[Flokkur:Ljósfræði]]
lgy9or3beq4cjpa9k27fuslo3crksg8
Alexandría
0
21100
1763779
1755968
2022-08-04T22:21:22Z
95.24.18.40
wikitext
text/x-wiki
{{Bær
|Nafn=Alexandría
|Skjaldarmerki=
|Land= Egyptaland
| lat_deg=31| lat_min=12| lat_sec= |lat_dir=N
| lon_deg=29 | lon_min=55 | lon_sec= |lon_dir=E
|Íbúafjöldi=4 317 398 ([[2009]])
|Flatarmál=2679
|Póstnúmer=
|Web= http://www.alexandriaegypt.com/
}}
[[Mynd:Egypt, Alexandria on the Mediterranean Sea.jpg|thumbnail|hægri|Alexandría.]]
'''Alexandría''' er önnur stærsta borg [[Egyptaland]]s. Borgin var stofnuð af [[Alexander mikli|Alexander mikla]] um 331 f.Kr. er ríki hans var sem stærst. Borgin var fljót að blómstra og varð ein helsta miðstöð menningar og verslunar. Þar var stórt bókasafn stofnað af [[Ptolemajos Sóter]] rétt eftir dauða Alexanders ([[323 f.Kr.]]). Í [[Bókasafnið í Alexandríu|Bókasafninu í Alexandríu]] er að þar hafi verið allt að 700.000 bækur en safnið brann í óeirðum og er talið að þar hafi mikil þekking farið forgörðum. Alexandría er á [[Miðjarðarhaf]]sströnd Egyptalands 208 [[kílómetri|km]] norðvestan við [[Kaíró]]. Íbúafjöldi er um 4.317.000 ([[2009]]).
[[Vitinn mikli]], eitt af [[sjö undur veraldar|sjö undrum veraldar]], stóð á eynni [[Faros]] skammt við [[höfn (mannvirki)|höfn]] Alexandríu í um 1500 ár, en féll að lokum í [[jarðskjálfti|jarðskjálftum]] á fyrri hluta [[14. öld|14. aldar]].
{{Stubbur|landafræði}}
[[Flokkur:Borgir í Egyptalandi]]
[[Flokkur:Fornar borgir]]
504px0nfotni04nykl12oyn00dal3uk
UMFÍ
0
21962
1763721
1752039
2022-08-04T11:59:03Z
178.19.61.48
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Fáni Ungmennafélags Íslands - Landssambands ungmennafélaga..jpg|thumb|Fáni Ungmennafélags Íslands - Landssambands ungmennafélaga.]]
'''Ungmennafélag Íslands''' er landssamband ungmennafélaga. Heiti þess er skammstafað UMFÍ. UMFÍ var stofnað 2.- 4. ágúst árið [[1907]]. Fyrsta ungmennafélagið, Umf. Akureyrar, var stofnað á [[Akureyri]] í ársbyrjun [[1906]]. Sambandsaðilar UMFÍ eru nú 26 talsins, sem skiptast í 21 íþróttahérað og fimm ungmennafélög með beina aðild. . Alls eru um 450 félög innan UMFÍ með rúmlega 270.000 félagsmenn.
Formaður UMFÍ er Jóhann Steinar Ingimundarson. Framkvæmdastjóri er Auður Inga Þorsteinsdóttir.
Markmið hreyfingarinnar er „Ræktun lýðs og lands“. Fáni UMFÍ er [[Hvítbláinn]].
Ungmennafélag Íslands stendur á hverju ári fyrir ýmsum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Sérstök áhersla er á ungmenni, jaðarhópa og eldri borgara. Stærsta verkefni UMFÍ er rekstur [https://www.umfi.is/verkefni/ungmennabudir/ Ungmennabúða á Laugarvatni]. UMFÍ hefur rekið ungmennabúðir frá árinu 2005 fyrir nemendur í 9. bekk úr öllum grunnskólum landsins. UMFÍ heldur á hverju ári Landsmót UMFÍ 50+ og [[Unglingalandsmót UMFÍ]], sem haldið er um [[Verslunarmannahelgi]], ráðstefnuna [https://www.umfi.is/verkefni/ungt-folk-og-lydraedi/ Ungt fólk og lýðræði] með [http://www.umfi.is/single-post/2017/02/22/Viltu-kynna-%C3%BE%C3%A9r-ungmennar%C3%A1%C3%B0in-betur ungmennaráði UMFÍ] . [[Landsmót UMFÍ]] hafa verið haldin í meira en hundrað ár. Þau voru að jafnaði haldin þriðja til fjórða hvert ár, þó með nokkrum undantekningum. Síðasta eiginlega landsmótið sem haldið var með gamla laginu var haldið á Selfossi árið 2013.
UMFÍ gefur út tímaritið [[Skinfaxi|Skinfaxa]], sem kemur út fjórum sinnum á ári auk Göngubókar UMFÍ.
UMFÍ rekur jafnframt [http://www.ungmennabudir.is/ Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ] að Laugum í Sælingsdal.
== Verkefni UMFÍ ==
=== '''Unglingalandsmót UMFÍ''' ===
Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára. Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.
[[Mynd:Keppt í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016..jpg|thumb|Keppt í skák á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi 2016.]]
Unglingalandsmót UMFÍ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:
# Unglingalandsmót UMFÍ á Dalvík 10.-12. júní 1992
# Unglingalandsmót UMFÍ á Blönduósi 14.-16. júlí 1995
# Unglingalandsmót UMFÍ í Grafarvogi 3.-5. júlí 1998
# Unglingalandsmót UMFÍ í Vesturbyggð og á Tálknafirði 4.-6. ágúst 2000
# Unglingalandsmót UMFÍ í Stykkishólmi 2.-4. ágúst 2002
# Unglingalandsmót UMFÍ á Ísafirði 1.-3. ágúst 2003
# Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 30. júlí - 1. ágúst 2004
# Unglingalandsmót UMFÍ í Vík 29.-31.júlí 2005
# Unglingalandsmót UMFÍ á Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu 4.-6. ágúst 2006
# Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 3.-5. ágúst 2007
# Unglingalandsmót UMFÍ Í Þorlákshöfn 1.-3. ágúst 2008
# Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2009
# Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 2010
# Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum 2011
# Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi 2012
# Unglingalandsmót UMFÍ á Höfn í Hornafirði 2013
# Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki 2014
# Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri 2015
# Unglingalandsmót UMFÍ í Borgarnesi 28. júlí - 1. ágúst 2016
Unglingalandsmót UMFÍ verður á [https://www.fljotsdalsherad.is/ Egilsstöðum] um verslunarmannahelgina 2017 og í [https://www.olfus.is/ Þorlákshöfn] 2018.
=== Landsmót UMFÍ 50+ ===
[[Mynd:Keppendur í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016..jpg|thumb|Keppendur í pönnukökubakstri á Landsmóti UMFÍ 50+ á Ísafirði 2016.]]
Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 á Hvammstanga. Það hefur verið haldið á hverju ári síðan þá.
Landsmót UMFÍ 50+ hafa verið haldin á eftirtöldum stöðum:
# Hvammstangi 2011
# Mosfellsbær 2012
# Vík í Mýrdal 2013
# Húsavík 2014
# Blönduós 2015
# Ísafjörður 2016
# Hveragerði 2017
=== Ungt fólk og lýðræði ===
[[Mynd:Geðheilbrigðismál ungs fólks voru aðalefni ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði árið 2016..jpg|thumb|Geðheilbrigðismál ungs fólks voru aðalefni ráðstefnunnar Ungt fólk og lýðræði árið 2016.]]
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðandir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi.
'''2009 '''- Ungt fólk og lýðræði - Akureyri.
'''2010 '''- Lýðræði og mannréttindi - Dalabyggð.
'''2011 '''- Ungt fólk og fjölmiðlar - Hveragerði.
'''2012 '''- Fjölmiðlar og mannréttindi - Hvolsvöllur.
'''2013 '''- Þátttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga - Egilsstaðir.
'''2014 '''- Stjórnsýslan og við - áhrif ungs fólks á stjórnsýsluna - Ísafjörður.
'''2015 '''- Margur verður af aurum api - réttindi og skyldur ungs fólks á vinnumarkaði - Stykkishólmur.
'''2016 '''- Niður með grímuna - geðheilbrigði ungmenna á Íslandi – Selfoss.
=== Hreyfivika UMFÍ ===
[[Mynd:Hreyfivika UMFÍ.jpg|thumb|Börn við setningu Hreyfiviku UMFÍ.]]
Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur síðastliðin fjögur ár tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move. Hér á landi kallast herferðin Hreyfivika UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna sína uppáhaldshreyfingu og stunda hana reglu - lega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
== '''Sambandsaðilar UMFÍ:''' ==
HSB - Héraðssamband Bolungarvíkur
HSH - Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu
UÍA - Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands
UÍF - Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar
USAH - Ungmennasamband Austur-Húnvetninga
UMSB - Ungmennasamband Borgarfjarðar
UDN - Ungmennasamband Dalamanna og N-Breiðfirðinga
HSS - Héraðssamband Strandamanna
HSÞ - Héraðssamband Þingeyinga
HSV - Héraðssamband Vestfirðinga
HHF - Héraðssambandið Hrafnaflóki
HSK - Héraðssambandið Skarphéðinn
UMSE - Ungmennasamband Eyjafjarðar
UMSK - Ungmennasamband Kjalarnesþings
UMSS - Ungmennasamband Skagafjarðar
USVS - Ungmennasamband Vestur Skaftafellssýslu
USVH - Ungmennasamband Vestur Húnvetninga
USÚ - Ungmennasambandið Úlfljótur
'''Félög með beina aðild'''
Keflavík íþrótta- og ungmennafélag
UFA - Ungmennafélag Akureyrar
UMFG - Ungmennafélag Grindavíkur
UMFK - Ungmennafélag Kjalnesinga
UMFN - Ungmennafélag Njarðvíkur
UMFF - Ungmennafélagið Fjölnir
UMFÓ - Ungmennafélagið Óðinn
USK - Ungmennafélagið Skipaskagi
UV - Ungmennafélagið Víkverji
UMFÞ - Ungmennafélagið Þróttur
V - Ungmennafélagið Vesturhlíð
==Tenglar==
* [http://www.umfi.is/ Vefsíða UMFÍ]
* [https://www.facebook.com/ungmennafelag/ Facebook-síða UMFÍ]
* [http://www.ungmennabudir.is/ Ungmenna- og tómstundabúðir UMFÍ að Laugum í Sælingsdal]
* [[Unglingalandsmót UMFÍ]]
{{stubbur}}
{{UMFÍ}}
{{S|1907}}
953b3mepjyybk621dhs2env06beo09a
Míkhaíl Gorbatsjov
0
23335
1763739
1762393
2022-08-04T14:36:43Z
TKSnaevarr
53243
/* Tilvísanir */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Míkhaíl Gorbatsjov</br>{{small|Михаи́л Горбачёв}}
| búseta =
| mynd = RIAN archive 359290 Mikhail Gorbachev.jpg
| myndastærð = 230px
| myndatexti =
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[10. mars]] [[1985]]
| stjórnartíð_end = [[24. ágúst]] [[1991]]
| titill2= [[Forseti Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start2 = [[15. mars]] [[1990]]
| stjórnartíð_end2 = [[25. desember]] [[1991]]
| fæðingarnafn = Míkhaíl Sergejevítsj Gorbatsjov
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1931|3|2}}
| fæðingarstaður = [[Privolnoje]], [[Stavrópolfylki|Stavropol Krai]], [[Rússland]]i, [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| starf = Stjórnmálamaður
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (1952–1991)
| laun =
| trúarbrögð =
| vefsíða = [http://gorby.ru/ gorby.ru]
| maki = [[Raísa Gorbatsjova]] (g. 1953; d. 1999)
| börn = 1
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Moskvu]]
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (1990)
| undirskrift = Gorbachev Signature.svg
}}
'''Míkhaíl Sergejevítsj Gorbatsjov''' ([[rússneska]]:Михаи́л Серге́евич Горбачёв; framburður: /mixaˈɪɫ serˈgejevɪtʃ gərbaˈtʃof/) (fæddur [[2. mars]] [[1931]] í Privolnoje) er rússneskur stjórnmálamaður sem var síðasti [[leiðtogi]] [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]], frá 1985-1991. Gorbatsjov gekk í kommúnistaflokkinn 1952, kvæntist Raísu í september 1953, fór fyrir sendinefnd Sovétríkjanna í Belgíu 1972-1974, kom til fundar við [[Ronald Reagan]] á Íslandi 1986. Við dauða [[Konstantín Tsjernenkó]] varð Gorbatsjov aðalritari [[Sovéski kommúnistaflokkurinn|Kommúnistaflokks Sovétríkjanna]] 11. mars 1985, þar sem hann reyndi að breyta pólitísku kerfi Sovétríkjanna og dreifa efnahag landsins betur. Hann reyndi að breyta ásýnd flokksins með [[glasnost]] (opnun) og [[perestrojka]] (endurskipulagning) en talið er að það hafi orðið kommúnistaflokknum að falli og þar með valdið sundrungu Sovétríkjanna. Ólíkt fyrirrennurum sínum sendi hann ekki sovéskar herdeildir til að kveða niður frelsisbaráttu íbúa Mið-Evrópu 1989. Hann meinaði ekki þýsku ríkjunum sameiningu 1990 og hlaut [[Friðarverðlaun Nóbels]] 1990. Hann var andvígur sundrungu Sovétríkjanna 1991. Hann var settur í þriggja daga stofufangelsi af harðlínumönnum í ágúst 1991. Hann sagði af sér embætti 25. desember 1991.<ref name="1,1">{{Vefheimild|titill=Biography|url=http://www.gorby.ru/en/Gorbachev/biography/|mánuðurskoðað=8. desember|árskoðað=2013|útgefandi=Heimasíða Míkhaíls Gorbatsjov|vefsíða=gorby.ru|tungumál=enska}}</ref>
== Uppruni ==
Míkhaíl Gorbatsjov fæddist bændasonur í þorpinu [[Privolnoje]] í [[Stavropol Krai]] í suðvesturhluta [[Rússland]]s.<ref>{{Tímarit.is|3336641|Mikhail Gorbatsjov: Maðurinn sem breytti heiminum|blað=[[Alþýðublaðið]]|höfundur=Kristján Kristjánsson|útgáfudagsetning=10. mars 1990|blaðsíða=7-8}}</ref> Fjölskylda hans var hálf rússnesk og hálf úkraínsk. Faðir hans, Sergei Andrejevitsj Gorbatsjov, var bóndi á sameignabóndabýli sem barðist í seinni heimsstyrjöldinni og móðir hans, Maria Pantelejevna Gorbatsjova, vann á sameignabóndabýli eða Kolkhoz. Gorbatsjov ólst mestmegnis upp hjá afa sínum og ömmu áður en hann byrjaði í skóla. Þar gekk honum mjög vel og varð fljótt mjög áhugasamur um það að læra og hafði áhuga á öllu nýju sem hann lærði. Hann hafði sérstaklega mikinn áhuga á leiklist. Leiklistahópurinn sem hann var í setti einu sinni upp leikrit sem þau ferðuðust milli bæja og þorpa með, sýndu fyrir smá aur og notuðu gróðann í að kaupa 35 skópör handa fátækustu börnunum í skólanum sem höfðu þurft að vera berfætt fram að því.<ref name="1,2">{{Vefheimild|url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/238982/Mikhail-Gorbatsjov|titill=Mikhail Gorbachev|útgefandi=''[[Encyclopaedia Britannica]]''|mánuðurskoðað=8. desember|árskoðað=2013|tungumál=enska}}</ref> Hann vann sjálfur á eins bóndabýlum og foreldrar sínir og gekk 15 ára til liðs við [[Komsomol]] sem var ungliðahreyfing kommúnista. Árið 1952 hóf Gorbatsjov lögfræðinám við [[Ríkisháskólinn í Moskvu|háskólann í Moskvu]] og gerðist hluti af sovéska kommúnistaflokknum. Hann útskrifaðist með lögfræðigráðu 1955 og varð virkur þátttakandi í bæði [[Komsomol]] hreyfingunni og innan kommúnistaflokksins. Meðan á lögfræðináminu stóð kynntist Gorbatsjov eiginkonu sinni, Raísu Títarenko, sem var ári yngri en hann og að læra heimspeki í sama skóla. Þau giftu sig 25. september 1953.<ref name="1,1"/>
== Aðalritari ==
Þann 11. mars valdi stjórnmálanefnd miðstjórnarflokksins lögfræðinginn Míkhaíl Gorbatsjov til þess að gegna starfi [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins|aðalritara]] innan Kommúnistaflokksins. Hann hafði smátt og smátt unnið sér betri sess innan flokksins og þrátt fyrir fyrsta flokks einkunnir í lögfræðináminu hafði hann helgað líf sitt stjórnmálunum. Gorbatsjov minntist tíma [[Níkíta Khrústsjov]] sem tíma opnunar og bjartsýni, tilraunum til þess að endurbæta sovétkerfið, og leit á það sem skyldu sína að halda því áfram sem Khrústsjov hafði byrjað á. Í upphafi valdatíð hans hafði hann ómótaðar hugmyndir um hvernig skyldi umbylta kerfinu, en byrjaði á að reyna að koma aga á ríkisfjármálin og skipta út gömlum íhaldsmönnum fyrir unga og efnilega menn sem eins og hann vildu sjá breytingar á kerfinu.
== Hugmyndafræði ==
[[Mynd:President Ronald Reagan says goodbye to Soviet General Secretary Mikhail Gorbachev.jpg|thumb|right|Gorbatsjov (til hægri) ræðir við [[Ronald Reagan]] Bandaríkjaforseta á [[Höfði|Höfða]] í [[Reykjavík]] árið 1986.]]
=== Perestrojka ===
Á flokksþingi kommúnistaflokksins í febrúar 1986 lét Gorbatsjov fyrst til skara skríða. Perestrojka varð orð fundaris en það þýddi endurskipulag og skyldi nota til þess að umbylta samfélaginu og efnahag landsins. Einstaklingsframlag var ekki lengur bannorð og var fólki gefið leyfi til þess að stofna eigin fyrirtæki, en það hafði lengi verið bannað í Sovétríkjunum. Ef efnahagurinn átti að taka við sér yrði að leyfa litlum og meðalstórum fyrirtækjum, sem ekki væru í eigu ríkisins, að blómstra. Vinna þurftu bug á þeirri [[firring]]u að almenningur ætti ekki að fá að taka þátt í stjórnun ríkisins og koma frekar valdinu til fólksins með [[lýðræði]] og félagslegu [[jafnrétti]]. Umskiptin virtust erfið þar sem fara þurfti inn að innsta kjarna kerfisins til þess að hægt væri að hafa áhrif og hvatti elítan þar til mikilla andstöðu.
=== Glasnost ===
Það var svo ekki fyrr en 1988 sem Gorbatsjov kynnti stefnu sína Glasnost eða opnun samfélagsins. Sú aðgerð taldi Gorbatsjov að myndi auka gegnsæi allra ríkisstofnanna og koma á [[upplýsingafrelsi]]. Aftur lenti hann í eins mótstöðu og með perestroiku-stefnuna en mótstaðan var núna ekki bara hjá forréttindafólki heldur líka hjá [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinnum]], harðlínukommúnistum og fleiri hópum.
== Fall Gorbatsjovs og Sovétríkjanna ==
Við fall [[Berlínarmúrinn|Berlínamúrsins]] árið 1989 jukust vandamál Gorbatsjov. Landið var á barmi [[borgarastyrjöld|borgarastyrjaldar]], var að leysast upp í frumeindir sínar og menn voru ráðþrota á öllum vígstöðvum, þar sem kommúnismanum var smátt og smátt sópað frá völdum um alla Austur Evrópu. Sovétríkin voru nú á barmi hruns og var skuldinni skellt á Gorbatsjov. Það skipti ekki máli að vandamálið ætti upptök sín í upphafi áttunda áratugsins en ekki 1985, heldur bara það að fólki hefði ekki liðið svo illa í marga áratugi. Árið 1991 var reynt að steypa Gorbatsjov af stóli til þess að hægt væri að snúa við þeirri [[þróun]] sem hann hafði komið af stað og var hann settur í [[stofufangelsi]] við [[Svartahaf]]. Það var þó orðið of seint og voru Sovétríkin búin að vera. Í júní 1991 var kosinn nýr [[forseti Rússlands]] og hafði Gorbatsjov þá misst nánast öll völd sem forseti Sovétríkjanna, en þeirri stöðu hafði hann sinnt síðan 1990. 25 desember 1991 var sovéski fáninn tekin niður af [[Kreml (Moskva)|Kreml]] í síðasta skiptið og Gorbatsjov sagði af sér sem forseti Sovétríkjanna.<ref name="1,4">{{Vefheimild|url=http://skemman.is/stream/get/1946/6345/18114/1/Lokaritger%C3%B0_Karl_F._Thorarensen.pdf|titill=Rússneska hagkerfið 1970-2010|safnslóð=https://web.archive.org/web/20160305161733/http://skemman.is/stream/get/1946/6345/18114/1/Lokaritger%C3%B0_Karl_F._Thorarensen.pdf |safnár=2016|safnmánuður=03-05|mánuðurskoðað=8. desember|skoðað=2013|útgefandi=Skemman|höfundur=Karl F. Thorarensen}}</ref>
== Friðarverðlaun Nóbels ==
Árið 1990 fékk Míkhaíl Gorbatsjov friðarverðlaun Nóbels. Gorbatsjov var mikilvægur hluti í því að koma á betri samskiptum milli austurs og vesturs og betrumbæta þannig alþjóðleg samskipti til muna. Hann kom á ákveðinni sátt milli Banda-og Sovétríkjanna með kröftugum friðarviðræðum við þáverandi forseta þeirra [[Ronald Reagan]] og mætti segja að hann hafi leyft [[Austurblokkin|austurblokkinni]] að leysast upp. Á valdatíð hans hafði hröð framleiðsla fyrir [[Kjarnorkuvopn|kjarnorkuvopna kapphlaupið]] farið dalandi og erjur milli landa minnkað. Valnefnd friðarverðlaunanna gaf það út í október 1990 að þrátt fyrir að margir hefðu haft áhrif á þessar framfarir, hefði Gorbatsjov á svo víðtækan og umfangsmikinn hátt haft áhrif að hann ætti helst skilið viðurkenninguna og heiðurin af verðlaununum. Með stefnu sinni um Glasnost hafði honum tekist opna hið sovéska samfélag, bæði að innan sem og út á við, sem leiddi til styrkingu alþjóðlegs trausts. Fannst nefndinni Gorbatsjov hafa haft svo mikil áhrif á alþjóðleg friðarmál að það myndi veita möguleika á því að alheims þjóðfélagið gæti frekar byrjað að vinna úr sínum erjum tengdum hugmyndafræði, [[Trúarbrögð|trúarbrögðum]] og annarskonar menningarlegum mun.<ref name="1,5">{{Vefheimild|url=http://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1990/press.html|titill=The Nobel Peace Prize 1990|mánuður=15. október|ár=1990|mánuðurskoðað=8. desember|árskoðað=2013|tungumál=enska}}</ref>
== Tilvísanir ==
<references />
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1985
| til = 1991
| fyrir = [[Konstantín Tsjernenko]]
| eftir = [[Vladímír Ívashko]]<br>{{small|(starfandi)}}
}}
{{Töfluendir}}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{fe|1931|Gorbatsjov, Míkhaíl}}
{{DEFAULTSORT:Gorbatsjov, Míkhaíl}}
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
2l5piwlg0qqsjpt78ukrbzhnivvdu9g
Vestrahorn
0
23746
1763803
1682022
2022-08-05T08:27:03Z
Gerd Eichmann
53644
image added
wikitext
text/x-wiki
{{staður á Íslandi|staður=Vestrahorn|vinstri=160|ofan=97}}
[[Mynd:Vestrahorn.JPG|thumb|right|Eyðibýlið Horn undir Vestrahorni]]
[[Mynd:Cap Vestrahorn from Vikurfjall Ring Road.JPG|thumb|Vestrahorn umlukið skýjum.]]
[[Mynd:Vestrahorn-10-2018-gje.jpg|thumb|Vestrahorn.]]
{{CommonsCat|Vestrahorn}}
'''Vestrahorn''' eða '''Horn''' (454 m) er [[fjall]] á Suð-Austurlandi á nesinu milli [[Skarðsfjörður|Skarðsfjarðar]] og [[Papafjörður|Papafjarðar]]. Fjallið stendur milli [[Hornsvík]]ur og [[Papós]]s við opið úthaf um 10 km fyrir austan [[Höfn í Hornafirði]]. Það er eitt af fáum fjöllum á Íslandi sem eru úr [[gabbró]]. Gabbró hefur stundum verið kallað ''horngrýti'' í hálfkæringi, vegna þess að það finnst við Vestrahorn og [[Eystrahorn]].
Erfið og ógreiðfær gönguleið liggur milli fjalls og fjöru við Vestrahorn. Við rætur fjallsins og í fjörunni er mikið af gabbróhnullungum, þeir stærstu að stærð á við fimm hæða fjölbýlishús. Vestan við Vestrahorn gengur [[Stokksnes]] í sjó fram. Þar var eftirlitsstöð [[varnarlið]]s [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]] til ársins 2000. Mikið er um sel á skerjunum fyrir utan ströndina við Stokksnes.
Vestrahorn tilheyrir fjalllendinu utan [[Skarðsdalur|Skarðsdals]] en það fjalllendi er á [[náttúruminjaskrá]]. Það er fagurt fjallendi með margvíslegum bergtegundum og í Vesturhorni finnst bæði [[granófýr]] og gabbró.
== Jarðfræði fjallsins ==
Einu sinni var talið að gabbróið í Vestrahorni væri elsta berg á Íslandi. Síðar hefur komið í ljós að gabbróið er [[innskotsberg]] inn í eldra [[basaltberg]]i. Austast við Vestrahorn eru [[basaltlag|basaltlög]], aðallega úr [[þóleiít]]i sem er elsta bergið við Hornafjörð, um 8 milljón ára gamalt. Innan um basaltið liggja innskotslög og stórir innskotahnúðar úr gabbró og granófýri, meðalgrófu og grófkristölluðu [[djúpberg]]i. Grófkorna djúpbergið er innskotaberg og yngra en þóleítbasaltið sem umlykur það. Gabbró-granófýrið er um 6,6 milljón ára gamalt.
== Sögulegir atburðir við Vestrahorn ==
Vestrahorn er á mörkum á landnámi [[landnámsmenn|landnámsmannanna]] [[Þorsteinn leggur Bjarnarsson|Þorsteins leggs]] og [[Hrolllaugur Rögnvaldsson|Hrollaugs Rögnvaldssonar]]. Hrolllaugur var sonur jarlsins á [[Mæri]] í Noregi og bróðir [[Göngu-Hrólfur|Göngu-Hrólfs]]. Hann kom fyrst til hafnar í [[Reykjavík]] en fann [[öndvegissúlur]] sínar reknar á land við Vestrahorn og settist þar að.
Þann [[6. mars]] [[1873]] strönduðu nokkrar franskar skútur við Vestrahorn í aftakaveðri.
Mynd af Vestrahorni er á [[frímerki]] frá [[1991]]. Teiknari er Þröstur Haraldsson.
== Heimildir ==
* {{Vefheimild|url=http://www.vegag.is/vefur2.nsf/Files/Almannaskard-jardfraediskyrsla/$file/Vegg%C3%B6ng%20undir%20Almannaskar%C3%B0%20-%20Jar%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0isk%C3%BDrsla.pdf|titill=Veggöng undir Almannaskarð|mánuðurskoðað=20. febrúar|árskoðað=2006}}
[[Flokkur:Fjöll á Íslandi]]
[[Flokkur:Austur-Skaftafellssýsla]]
eve4t6nfkhg7u8aaafsk1fzapc9q4m5
Jósef Stalín
0
27697
1763769
1762325
2022-08-04T18:52:52Z
TKSnaevarr
53243
/* Tenglar */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Jósef Stalín<br>{{small|Иосиф Сталин}}<br>{{small|იოსებ სტალინი}}
| búseta =
| mynd = JStalin_Secretary_general_CCCP_1942.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti = Jósef Stalín árið 1942
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[3. apríl]] [[1922]]
| stjórnartíð_end = [[16. október]] [[1952]]
| titill2= Formaður ráðherraráðs Sovétríkjanna
| stjórnartíð_start2 = [[6. maí]] [[1941]]
| stjórnartíð_end2 = [[5. mars]] [[1953]]
| fæðingarnafn = Ио́сиф Виссарио́нович Джугашви́ли (''Josif Vissarionovitsj Dsjugasjvili'')
| fæddur = [[18. desember]] [[1878]]
| fæðingarstaður = [[Gori]], [[Georgía|Georgíu]], [[Rússneska keisaradæmið|Rússland]]i
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1953|3|5|1878|12|18}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| orsök_dauða =
| þekktur_fyrir = Að vera einræðiherra yfir [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] frá 1927 til 1953 og að fremja næststærsta þjóðarmorð mannkynsögunnar.
| starf = Stjórnmálamaður
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| trúarbrögð = [[Kristni|Kristinn]], síðar [[Trúleysi|trúlaus]]
| maki = Ekaterine Svanidze (g. 1906; d. 1907)<br>Nadesjda Allilujeva (g. 1919; d. 1932)
| börn = 4
| undirskrift = Stalin Signature.svg
}}
'''Jósef Stalín''' ([[18. desember]] [[1878]] – [[5. mars]] [[1953]], [[georgíska]] იოსებ სტალინი, [[rússneska]] Иосиф Сталин) var [[Sovétríkin|sovéskur]] [[Stjórnmál|stjórnmálamaður]]. Hann var um áratugaskeið [[einræðisherra]] í Sovétríkjunum.
== Æviágrip ==
[[Mynd:Stalin_1902.jpg|thumb|left|170px|Ljósmynd af Stalín frá árinu [[1902]].]]
=== Æska ===
Jósef Stalín fæddist í bænum [[Gori]] í [[Georgía|Georgíu]] sem þá tilheyrði Rússlandi. Hans rétta nafn var Íoseb Besaríonís dze Dzjúghasjvílí (იოსებ ბესარიონის ძე ჯუღაშვილი) en hann tók upp eftirnafnið „Stalín“ árið [[1912]], það merkir „úr stáli“ eða „stálmaðurinn“. Faðir hans var [[Skósmíði|skósmiðurinn]] [[Vissarion Dsjugasjvili|Besaríon Dzjúghasjvílí]] frá Ossetíu en móðir hans var þvottakona og var frá Georgíu. Faðir hans vildi að Jósef yrði skósmiður en það vildi móðir hans ekki. Hún hafði miklar væntingar til sonar síns og vildi að hann yrði prestur. Stalín sótti grunnskólann í heimaborg sinni en árið 1894 fluttist fjölskyldan til [[Tíblisi|Tbilisi]], höfuðborgar Georgíu, og hóf Stalín þar nám við prestaskóla. Þegar Jósef var ungur gerðist faðir hans mjög drykkfelldur og barði bæði hann og móður hans. En móðir hans elskaði soninn út af lífinu og lagði allt í sölurnar fyrir frama hans. Ekaterína kallaði son sinn oft Soso. Birti hann kvæði og ljóð undir því dulefni þegar hann varð eldri (en þó löngu áður en hann náði völdum) og var virt skáld í Georgíu. Móðir hans sagði að Soso hafi alltaf verið góður strákur.
=== Upphaf afskipta af stjórnmálum ===
Í Tíblisi komst hinn ungi Stalín í kynni við kenningar [[Karl Marx|Marx]] og gekk til liðs við [[Sósíaldemókrataflokkur Rússlands|sósíaldemókrataflokk Rússlands]]. Keisarastjórnin hafði bannað þann flokk og Stalín var rekinn úr prestaskólanum þegar upp komst að hann væri félagi í þeim flokki.
Eftir að hafa verið rekinn úr skólanum hóf Stalín störf fyrir sósíademókrataflokkinn og vann að ýmiss konar áróðursstarfsemi fyrir flokkinn og skipulagði meðal annars verkföll. Þegar sósíaldemókrataflokkurinn klofnaði árið [[1903]] í hreyfingar [[Mensévismi|mensévíka]] og [[Bolsévismi|bolsévíka]] gekk Stalín til liðs við bolsévika.
Hann hélt áfram að vinna að byltingu og tók þátt í fjáröflun fyrir flokkinn, meðal annars með [[bankarán|bankaránum,]] og var margsinnis tekinn fastur af lögreglunni.
Árið [[1912]] tók Stalín sæti í miðstjórn Bolsévikaflokksins.
=== Byltingin og borgarastríðið ===
Eftir [[Febrúarbylgingin|febrúarbyltingina]] studdi Stalín til að byrja með samstarf við ríkistjórn [[Aleksandr Kerenskij|Kerenskij]], en snerist seinna á sveif með [[Lenín]] sem hafnaði samstarfi við Kerenskij. Eftir [[Októberbyltingin|októberbyltinguna]] vann Stalín með nýrri ríkisstjórn bolsévíka. Hann vann mikið að málefnum tengdum þjóðernisminnihlutahópum sem bjuggu innan Rússlands, enda sjálfur Georgíumaður og málið honum því hugleikið. Í [[Rússneska borgarastyrjöldin|borgarastríðinu]] var hann liðsforingi í [[Rauði herinn|Rauða hernum]].
[[Mynd:Lenin and stalin crop.jpg|thumb|left|170px|Ljósmynd af [[Lenín]] (til vinstri) og Stalín (til hægri) frá árinu [[1922]].]]
=== Aukin völd innan flokksins ===
Árið [[1922]] var Stalín kjörinn aðalritari miðstjórnar [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|kommúnistaflokks Sovétríkjanna]]. Við fráfall Leníns, sem hafði verið óumdeildur leiðtogi flokksins, hófst mikil barátta um völdin í flokknum. Höfuðfjandmaður Stalíns í þeirri baráttu var [[Lev Trotskíj]]. Eftir margra ára baráttu tókst Stalín að koma því til leiðar að á flokksþingi [[1927]] voru Trotskíj og fleiri andstæðingar hans reknir úr flokknum.
=== Iðnvæðing og endurskipulagning ===
Eftir að hafa haft sigur í innanflokksátökunum var Stalín orðinn valdamesti maður Sovétríkjanna. Stalín var þeirrar skoðunar, að ef Sovétríkin ættu að eiga sér framtíð yrðu þau að iðnvæðast. Fyrir byltinguna var Rússland skammt á veg komið í iðnvæðingu og margra ára borgarastyrjöld hafði veikt efnahag landsins enn meira. Árið [[1928]] leit fyrsta [[fimm ára áætlun]]in dagsins ljós.
Ennfremur var ákveðið að endurskipuleggja [[Landbúnaður|landbúnaðinn]] í [[samyrkjubú]]. Sú stefna mætti víða mótspyrnu í sveitum landsins, en yfirvöld gengu fram af mikilli grimmd gegn andstæðingum endurskipulagningarinnar.
Fimm ára áætlanirnar reyndust vel til að auka iðnframleiðslu Sovétríkjanna, en þær leiddu ekki til mikilla kjarabóta fyrir almenning, því höfuðáhersla var lögð á auknar fjárfestingar í iðnaði framyfir einkaneyslu. Sér í lagi jókst framleiðslan í þungaiðnaði mikið.
Stalín beitti sér af grimmd og miskunnarleysi gegn þeim, sem hann taldi andstæðinga sína. Komið var á fót kerfi [[Gúlag|fangabúða]] sem meintir andstæðingar hans voru sendir í. Milljónir manna og jafnvel heilar þjóðir voru sendar í slíkar búðir, flestir án saka eða fyrir afskaplega litlar sakir. Meðal þeirra sem lentu í [[Hreinsanirnar miklu|hreinsunum Stalíns]] á [[1931-1940|4. áratugnum]] voru fjölmargir yfirmenn Rauða hersins, þar á meðal [[Mikhaíl Túkhatsjevskij]], hershöfðingi, sem herdómstóll dæmdi til dauða í júní [[1937]]. Hreinsanir Stalíns innan hersins veiktu stjórn Rauða hersins og átti það eftir að hafa alvarlegar afleiðingar þegar innrás Þjóðverja hófst árið [[1941]].
=== Seinni heimsstyrjöldin ===
{{Aðalgrein|Seinni heimsstyrjöldin}}
Árið [[1939]] höfðu Sovétmenn og [[Þýskaland|Þjóðverjar]] gert með sér [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|samning um að ráðast ekki hvorir á aðra]]. Margir kommúnistar sáu þess konar samstarf við [[Nasismi|nasista]] sem svik við kommúnismann.
Í júní [[1941]] brutu Þjóðverjar samninginn og [[Innrásin í Sovétríkin|réðust á Sovétríkin]]. Sovétmenn nefndu stríðið „föðurlandsstyrjöldina miklu“. Enda þótt Stalín hefði átt von á að til átaka gæti komið við Þjóðverja bjóst hann ekki við innrásinni árið 1941 og voru Sovétríkin bæði hernaðarlega og iðnaðarlega illa búin undir stríðið. Stalín var yfirmaður herafla Sovétríkjanna og stjórnaði sjálfur stríðinu gegn Þjóðverjum. Þjóðverjar unnu til að byrja með mikla sigra, en voru að lokum yfirbugaðir.
=== Seinustu árin og tíminn eftir fráfall Stalíns ===
Eftir seinni heimsstyrjöldina stóðu Sovétríkin uppi sem annað [[Risaveldi|risaveldanna]] tveggja. Tíminn frá lokum seinni heimsstyrjaldar til dauða Stalíns markaðist að miklu leyti af upphafi [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]].
5. mars 1953 lést Stalín. Hann var í fyrstu hylltur sem hetja og líki hans komið fyrir í grafhýsi við hlið grafhýsis Leníns. Í leynilegri ræðu á flokksþingi kommúnistaflokksins [[1956]] fordæmdi [[Níkíta Khrústsjov]], sem þá var orðinn leiðtogi flokksins, Stalín. Eftir það flokksþing var stefnu flokksins gangvart Stalín breytt og hann fordæmdur sem harðstjóri.
== Stalínismi ==
Stalín lagði lítið af mörkum til [[Kommúnismi|kommúnískrar]] [[hugmyndafræði]] (eða í það minnsta marx-lenínismans). Stalín samdi þó ritgerðirnar „Marxismi og þjóðarspurningin“, sem Lenín hreifst mjög af, og „Trotskíismi eða lenínismi“. Heildarútgáfa ritverka Stalíns kom út í þrettán bindum árið [[1949]].
Árið 1936 lýsti Stalín því yfir að sovéskt samfélag mynduðu tvær stéttir sem væru ekki í andstöðu hvor við aðra: verkamenn og bændur. Stéttirnar endurspegluðu tvenns konar eignarhald á framleiðsluöflum í Sovétríkjunum: ríkiseign annars vegar (á vinnustöðum verkafólksins) og sameign hins vegar (á samyrkjubúum bændanna). Auk þessara tveggja stétta viðurkenndi Stalín stétt menntamanna. Hugmyndin um stéttir sem ekki væru í andstöðu hver við aðra var nýlunda sem þekktist ekki úr kenningum Leníns.
== Heimildir og ítarefni ==
* Brent, Jonathan og Naumov, Vladimir Pavlovich. ''Stalin's Last Crime: The Plot Against the Jewish Doctors 1948–1953'' (New York: HarperCollins, 2003).
* Broekmeyer, Marius. ''Stalin, the Russians, and Their War, 1941–1945'' (Madison, WI: University of Wisconsin Press, 2004).
* Bullock, Alan. ''Hitler and Stalin: Parallel Lives'' (London: HarperCollins, 1991).
* Courtois, Stéphane o. fl. [[Svartbók kommúnismans|''Svartbók kommúnismans'']] (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2009).
* Davies, Sarah og Harris, James R. ''Stalin: A New History'' (Cambridge: Cambridge University Press, 2005).
* Deutscher, Isaac. ''Stalin: A Political Biography'' (New York: Oxford University Press, 1967).
* Gellately, Robert. ''Lenin, Stalin, and Hitler: The Age of Social Catastrophe'' (Knopf, 2007).
* Gill, Graeme. ''Stalinism'' (2. útg.) (New York: Palgrave Macmillan, 1998).
* Jonge, Alex de. ''Stalin and the Shaping of the Soviet Union'' (New York: William Morrow, 1986).
* Kuromiya, Hiroaki. ''Stalin'' (Harlow, UK: Longman, 2006).
* Laqueur, Walter. ''Stalin: The Glasnost Revelations'' (New York: Scribner, 1990).
* Mawdsley, Evan. ''The Stalin Years: The Soviet Union, 1929–53'' (Manchester: Manchester University Press, 2003).
* McDermott, Kevin. ''Stalin: Revolutionary in an Era of War'' (New York: Palgrave Macmillan, 2006).
* Medvedev, Roy A. og Medvedev, Zhores A. ''The Unknown Stalin: His Life, Death, and Legacy'' (London: I.B. Tauris, 2003).
* Montefiore, Simon Sebag. ''Young Stalin'' (London: Weidenfeld & Nicolson, 2007).
* Murphy, David E. ''What Stalin Knew: The Enigma of Barbarossa'' (New Heaven, CT: Yale University Press, 2005).
* Overy, Richard. ''Dictators: Hitler's Germany and Stalin's Russia'' (Allen Lane, 2004).
* Priestland, David. ''Stalin and the Politics of Mobilization: Ideas, Power, and Terror in Inter-war Russia'' (New York: Oxford University Press, 2006).
* Rayfield, Donald. ''Stalin and His Hangmen: The Tyrant and Those Who Killed for Him'' (New York: Random House, 2004).
* Ree, Erik van. ''The Political Thought of Joseph Stalin: A Study in Twentieth-Century Revolutionary Patriotism'' (London: Routledge, 2002).
* Roberts, Geoffrey. ''Stalin's Wars: From World War to Cold War, 1939–1953'' (New Heaven, CT: Yale University Press, 2006).
* Service, Robert. ''Stalin: A Biography'' (Cambridge, MA: Belknap Press, 2005).
* Tucker, Robert C. ''Stalin as Revolutionary, 1879–1929: A Study in History and Personality'' (New York: W.W. Norton, 1973).
* Tucker, Robert C. ''Stalin in Power: The Revolution from Above, 1928–1941'' (New York: W.W. Norton, 1990).
* Ulam, Adam Bruno. ''Stalin: The Man and His Era'' (Boston: Beacon Press, 1989).
== Tenglar ==
{{Wikivitnun}}
{{Commonscat|Stalin|Jósef Stalín}}
* {{Vísindavefurinn|4038|Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?}}
* {{Vísindavefurinn|11257|Hver var Jósef Stalín?}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] |
frá = [[3. apríl]] [[1922]]|
til = [[16. október]] [[1952]]|
fyrir = [[Vjatsjeslav Molotov]]<br>{{small|(sem ábyrgðarritari)}} |
eftir = [[Níkíta Khrústsjov]] |
}}
{{Erfðatafla |
titill = Formaður ráðherraráðs Sovétríkjanna |
frá = [[6. maí]] [[1941]]|
til = [[5. mars]] [[1953]]|
fyrir = [[Vjatsjeslav Molotov]] |
eftir = [[Georgíj Malenkov]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{fde|1878|1953|Stalín, Jósef}}
{{DEFAULTSORT:Stalín, Jósef}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins|Stalín, Jósef]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Sovétríkjanna]]
[[Flokkur:Georgískir stjórnmálamenn]]
[[Flokkur:Kommúnistaleiðtogar|Stalín, Jósef]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Rússneskir byltingarmenn]]
[[Flokkur:Stjórnmálaleiðtogar í seinni heimsstyrjöldinni|Stalín, Jósef]]
[[Flokkur:Trúleysingjar|Stalín, Jósef]]
edetsiasoj6ngr7foacj1rauzr6yxz8
George H. W. Bush
0
32956
1763753
1723105
2022-08-04T16:53:38Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{sjá|George W. Bush|son hans, forseta Bandaríkjanna frá 2001–2009|forseta Bandaríkjanna frá 1989–1993}}
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = George H. W. Bush
| mynd = George H. W. Bush, President of the United States, 1989 official portrait (cropped).jpg
| titill= [[Forseti Bandaríkjanna]]
| stjórnartíð_start = [[20. janúar]] [[1989]]
| stjórnartíð_end = [[20. janúar]] [[1993]]
| vara_forseti = [[Dan Quayle]]
| forveri = [[Ronald Reagan]]
| eftirmaður = [[Bill Clinton]]
| titill2= [[Varaforseti Bandaríkjanna]]
| stjórnartíð_start2 = [[19. janúar]] [[1981]]
| stjórnartíð_end2 = [[20. janúar]] [[1989]]
| forseti2 = [[Ronald Reagan]]
| forveri2 = [[Walter Mondale]]
| eftirmaður2 = [[Dan Quayle]]
| myndatexti =
| fæddur = [[12. júní]] [[1924]]
| fæðingarstaður = [[Milton, Massachusetts|Milton]], [[Massachusetts]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|2018|11|30|1924|6|12}}
| dánarstaður =[[Houston]], [[Texas]], Bandaríkjunum
| þjóderni = [[Bandaríkin|Bandarískur]]
| maki = [[Barbara Bush|Barbara Pierce]] (g. 1945; d. 2018)
| stjórnmálaflokkur = [[Repúblikanaflokkurinn]]
| börn = 6; þ. á m. [[George W. Bush|George]] og [[Jeb Bush|Jeb]]
| háskóli = [[Yale-háskóli]]
| starf = Stjórnmálamaður
|undirskrift = George HW Bush Signature.svg
}}
'''George Herbert Walker Bush''' ([[12. júní]] [[1924]] – [[30. nóvember]] [[2018]]) var 41. [[forseti Bandaríkjanna]] frá [[20. janúar]] [[1989]] til [[20. janúar]] [[1993]] fyrir [[Repúblikanar|repúblikana]] og þar áður [[varaforseti Bandaríkjanna]] í forsetatíð [[Ronald Reagan|Ronalds Reagan]]. Hann er faðir [[George W. Bush]], sem varð 43. forseti Bandaríkjanna. Eitt af stærstu verkefnum ríkisstjórnar hans var [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] [[1990]] til [[1991]] í kjölfar innrásar [[Írak]]s í [[Kúveit]], en sú tilfinning almennings í Bandaríkjunum fyrir því að hann hefði ekki lokið því með sæmd átti þátt í því að hann náði ekki endurkjöri [[1992]].
==Æviágrip==
George Herbert Walker Bush er kominn af auðugri ætt frá austurströnd Bandaríkjanna og ólst upp í [[Greenwich, Connecticut|Greenwich]] í [[Connecticut]], þar sem efnafólk átti heima. Faðir hans, [[Prescott Bush]], var bankastjóri á [[Wall Street]] og þingmaður fyrir [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokkinn]] á [[öldungadeild Bandaríkjaþings]].<ref name=dv1988>{{Tímarit.is|2548317|Hinn trúi þjónn|útgáfudagsetning=27. ágúst 1988|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=30}}</ref> Bush stundaði framhaldsnám í einkaskólanum Phillips Andover Academy og varð þar kunnur íþróttamaður sem þótti með bestu fótboltaköppum í sögu skólans.<ref name=staðgengill>{{Tímarit.is|1692156|Staðgengillinn|útgáfudagsetning=6. nóvember 1988|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=22}}</ref>
Að loknu námi í Andover gekk Bush í bandaríska sjóherinn. Hann gegndi þjónustu í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni og þegar hann var 18 ára varð hann yngsti flugliðsforingi flotans.<ref name=staðgengill/> Bush stjórnaði fjórum flugvélum á Kyrrahafsvígstöðvum stríðsins sem allar brotlentu eftir bardaga. Hann þurfti eitt sinn að nauðlenda á sjónum og missti alla áhöfn sína vegna skothríðar [[Japanska keisaradæmið|Japana]] en var sjálfum bjargað. Alls tók Bush þátt í 58 hernaðarleiðöngrum á styrjaldartímanum.<ref name=dv1988/>
Eftir að Bush lauk herþjónustu kvæntist hann kærustu sinni, [[Barbara Bush|Barböru Pierce]]. Hann hóf nám í [[Yale-háskóli|Yale-háskóla]], þar sem hann varð fyrirliði í [[Hafnabolti|hafnabolta]] og gekk í leynifélagið [[Skull and Bones]], þar sem hann kynntist mörgum helstu vinum sínum. Eftir að Bush útskrifaðist úr Yale árið 1948 flutti hann ásamt Barböru til [[Texas]] og varð árið 1953 meðeigandi í olíufyrirtæki með fjárstuðningi frá frænda sínum.<ref name=staðgengill/>
===Stjórnmálaferill===
Bush hóf afskipti af stjórnmálum árið 1964 þegar hann bauð sig fram á [[öldungadeild Bandaríkjaþings]] fyrir Repúblikanaflokkinn í Texas. Hann kom fram sem stuðningsmaður hægrimannsins [[Barry Goldwater]] og talaði m.a. gegn lögum um aukin borgararéttindi og samningi um bann við kjarnorkutilraunum. Bush náði ekki kjöri, en hann seldi hlut sinn í olíuiðnaðinum fyrir 1,1 milljarð Bandaríkjadala. Árið 1965 var Bush kjörinn á [[fulltrúadeild Bandaríkjaþings]] fyrir kjördæmi í [[Houston]].<ref name=staðgengill/>
Á árum sínum á fulltrúadeildinni kom Bush sér upp góðum samböndum við áhrifamenn í [[Washington, D.C.|Washington]], meðal annars við [[Lyndon B. Johnson]] forseta og [[Richard Nixon]] fyrrum varaforseta. Bush bauð sig aftur fram á öldungadeildina árið 1970 en tapaði fyrir [[Lloyd Bentsen]]. Nixon, sem þá var orðinn forseti Bandaríkjanna, útnefndi Bush í kjölfarið sendiherra Bandaríkjanna til [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]]. Hann barðist þar fyrir áframhaldandi aðild [[Taívan|Lýðveldisins Kína á Taívan]] að Sameinuðu þjóðunum en bað ósigur þegar Lýðveldinu var vikið úr stofnuninni og aðild [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] var viðurkennd þess í stað.<ref name=staðgengill/>
Bush varð því næst formaður landsnefndar Repúblikanaflokksins. Í því embætti kom hann Nixon forseta einatt til varnar á meðan [[Watergate-hneykslið]] var í hámæli. Til tals kom að Bush yrði varaforsetaefni í framboði [[Gerald Ford|Geralds Ford]] forseta í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1976|kosningunum 1976]] en að endingu var gengið fram hjá honum. Í janúar 1976 útnefndi Ford Bush forstjóra bandarísku leyniþjónustunnar [[Central Intelligence Agency|CIA]]. Í því embætti féllst hann á að leyfa rannsókn utanaðkomandi aðila á leyniþjónustunni vegna þrýstings frá hægrimönnum sem vildu sýna fram á að Sovétríkin hefðu náð hernaðarlegum yfirburðum gagnvart Bandaríkjunum þrátt fyrir að mat CIA benti ekki til þess.<ref name=staðgengill/>
Bush var leystur frá störfum hjá CIA eftir að Demókratinn [[Jimmy Carter]] vann forsetakosningarnar 1976. Bush fór í kjölfarið að undirbúa eigið framboð fyrir Repúblikana í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1980|forsetakosningunum 1980]] en í forvali flokksins fyrir þær kosningar tapaði Bush fyrir leikaranum og fyrrum [[Fylkisstjóri (Bandaríkin)|fylkisstjóra]] [[Kalifornía|Kaliforníu]], [[Ronald Reagan]]. Í forvalinu gagnrýndi Bush efnahagsstefnu Reagans og kallaði hana „vúdú-hagfræði“. Þrátt fyrir ágreininginn á milli þeirra valdi Reagan Bush sem varaforsetaefni sitt í kosningunum, meðal annars til að friðþægja frjálslyndari arm Repúblikanaflokksins.<ref name=staðgengill/>
Reagan og Bush unnu auðveldan sigur í forsetakosningunum. Bush tók því við embætti [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforseta Bandaríkjanna]] af [[Walter Mondale]] þann 20. janúar 1981.
==Varaforseti Bandaríkjanna (1981–1989)==
Þrátt fyrir að hafa áður gagnrýnt Reagan varð Bush dyggur stuðningsmaður hans á meðan hann var varaforseti. Bush stóð með Reagan í [[Íran-kontrahneykslið|Íran-kontrahneykslinu]], þar sem upplýst var um að Bandaríkjastjórn hefði selt [[Íran|Írönum]] vopn í skiptum fyrir lausn bandarískra gísla í [[Líbanon]] og hefði notað söluágóðann ólöglega til að fjármagna [[Kontraskæruliðar|kontraskæruliða]] í [[Níkaragva]]. Líkt og Reagan kvaðst Bush ekkert hafa vitað af því að fénu hefði verið varið á þennan hátt.<ref>{{Tímarit.is|2551585|Hinn nýkjörni forseti Bandaríkjanna|útgáfudagsetning=9. nóvember 1988|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=10|höfundur=Steinunn Böðvarsdóttir}}</ref> Sem forseti átti Bush síðar eftir að gefa embættismönnum sem voru sakfelldir vegna málsins, þar á meðal varnarmálaráðherranum [[Caspar Weinberger]], sakaruppgjöf. [[George Shultz]], utanríkisráðherra í stjórn Reagans, staðhæfði síðar í endurminningum sínum að Bush hefði verið kunnugt um vopnasöluna til Írana.<ref>{{Tímarit.is|2608464|George Bush vissi um vopnasöluna til Írans|útgáfudagsetning=1. febrúar 1993|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=9}}</ref> [[Oliver North]], sem fór í fangelsi vegna málsins, tók í sama streng og staðhæfði að Bush hefði lesið þúsundir minnisblaða þar sem fjallað var í smáatriðum um það hvernig fénu hefði verið ráðstafað.<ref>{{Tímarit.is|1753465|Ég var blóraböggull|útgáfudagsetning=3. nóvember 1991|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|blaðsíða=11|höfundur=Íris Erlingsdóttir}}</ref>
Þann 13. júlí 1985 tók Bush í átta klukkustundir við skyldum forsetaembættisins vegna veikinda Reagans og var þetta í fyrsta sinn sem varaforseti Bandaríkjanna hefur axlað embættisskyldur vegna tímabundinna forfalla forsetans.<ref name=mbl1988>{{Tímarit.is|1692412|Veit hvaða verki hann á að valda|útgáfudagsetning=10. nóvember 1988|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=30-31}}</ref> Reagan og Bush unnu auðveldlega endurkjör í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1984|forsetakosningunum 1984]], en þar voru andstæðingar þeirra úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]] fyrrum varaforsetinn [[Walter Mondale]] og fulltrúadeildarþingkonan [[Geraldine Ferraro]].
===Forsetakosningarnar 1988===
[[Mynd:President Ronald Reagan and Vice President George H. W. Bush meet with Soviet General Secretary Mikhail Gorbachev on Governor's Island New York.jpg|thumb|right|Bush varaforseti, [[Ronald Reagan|Reagan]] forseti og [[Míkhaíl Gorbatsjov|Gorbatsjov]] leiðtogi Sovétríkjanna í [[New York-borg|New York]] árið 1988.]]
Reagan naut almennra vinsælda undir lok forsetatíðar sinnar og Bush var af mörgum álitinn sjálfsagður arftaki hans á forsetastól. Bush varð þó að berjast fyrir útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1988|forsetakosningarnar 1988]]. Meðal Repúblikana var harðasti keppinautur hans um útnefninguna öldungadeildarþingmaðurinn [[Bob Dole]], sem skaut Bush ref fyrir rass með því að vinna í fyrstu forkosningum flokksins í [[Iowa]] á meðan Bush lenti í þriðja sæti.<ref>{{Tímarit.is|2539928|Bush beið mikið afhroð|útgáfudagsetning=9. febrúar 1988|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Ólafur Arnarson|blaðsíða=9}}</ref> Barátta Bush í forvalinu komst á réttan kjöl eftir að hann vann sigur gegn Dole í [[New Hampshire]]<ref>{{Tímarit.is|4044555|Bush aftur kominn í efstu tröppuna|útgáfudagsetning=18. febrúar 1988|blað=[[Tíminn]]|höfundur=Heimir Bergsson|blaðsíða=12}}</ref> og Bush tryggði sér í reynd útnefningu flokksins eftir afgerandi sigur í suðurríkjum Bandaríkjanna á svokölluðum „þrumuþriðjudegi“ þann 8. mars 1988.<ref>{{Tímarit.is|1676944|Ár hinna glötuðu tækifæra|útgáfudagsetning=17. mars 1988|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Óli Björn Kárason|blaðsíða=26}}</ref>
Bush tryggði sér á endanum útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir kosningarnar og valdi [[Dan Quayle]], öldungadeildarþingmann frá [[Indiana]], sem varaforsetaefni sitt. Í forsetakosningunum var mótframbjóðandi Bush úr Demókrataflokknum [[Michael Dukakis]], fylkisstjóri [[Massachusetts]]. Kosningabaráttan milli þeirra þótti einkennast af skítkasti og ómálefnalegri umræðu og var eitt alræmdasta dæmið um það Willie Horton-auglýsingin svokallaða, sem var hugarsmíð kosningastjóra Bush, [[Lee Atwater]]. Í auglýsingunni var sagt frá dæmdum morðingja í Massachusetts, [[Willie Horton]], sem hafði fengið helgarorlof úr fangelsi og hafði þá nauðgað hvítri konu. Í auglýsingunni var skuldinni skellt á Dukakis þar sem hann hafði sem fylkisstjóri samþykkt lög sem heimiluðu tilteknum föngum að fá helgarorlof. Málið varð að einu helsta umræðuefni kosningabaráttunnar og stuðlaði að því að Dukakis bað fylgishrun, en hann hafði um skeið haft forskot á Bush í skoðanakönnunum.<ref>{{Tímarit.is|2594413|George Bush og óvinir hans|útgáfudagsetning=31. janúar 1992|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Gunnar Eyþórsson|blaðsíða=14}}</ref> Þar sem Willie Horton var [[Svartir Bandaríkjamenn|blökkumaður]] var gjarnan bent á auglýsinguna sem dæmi um [[hundaflautustjórnmál]] þar sem alið var á kynþáttahyggju.<ref>{{Tímarit.is|3332154|Veðjað á það vonda|útgáfudagsetning=25. nóvember 1992|blað=[[Alþýðublaðið]]|höfundur=Ingibjörg Árnadóttir|blaðsíða=7}}</ref>
Í kosningunum sigraði Bush Dukakis með afgerandi hætti og vann sigur í 40 af 50 fylkjum landsins.<ref name=mbl1988/> Bush tók því við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar 1989. Hann var fyrsti sitjandi varaforseti Bandaríkjanna til að ná kjöri á forsetastól síðan [[Martin Van Buren]] var kjörinn forseti árið 1836.
==Forseti Bandaríkjanna (1989–1993)==
Þegar Bush tók við forsetaembættinu var hann í mun veikari stöðu en Reagan hafði verið við upphaf stjórnartíðar sinnar. Þrátt fyrir afhroð Dukakis í forsetakosningunum höfðu Demókratar aukið við meirihluta sinn á báðum deildum Bandaríkjaþings. Tekjuhalli ríkissjóðsins hafði aukist gríðarlega á stjórnarárum Reagans þar sem Reagan hafði aukið útgjöld til hernaðarmála verulega en staðið á sama tíma fyrir stórfelldum skattalækkunum. Í kosningabaráttunni 1988 hafði Bush látið fleyg orð falla: „Lesið af vörum mínum: Enga nýja skatta!“. Þetta kosningaloforð reyndist Bush erfitt þar sem tekjuhallinn hélt áfram að vaxa á fyrsta stjórnarári hans og Demókratar vildu leiðrétta hann með því að hækka skatta. Í júní 1990 neyddist Bush til að endurskoða skattastefnu sína og samþykkja fjárlög sem gerði ráð fyrir skattahækkunum til að koma jafnvægi á ríkisútgjöldin.<ref>{{Vefheimild|titill=Bush neyðist til að endurskoða skattastefnuna|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/52668/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1990|mánuður=28. júní|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=9. maí}}</ref> Lagðir voru nýir skattar á bensín, tóbak og nokkrar munaðarvörur en margir Repúblikanar töldu sig illa svikna af þessum viðsnúningi Bush og töldu hann stríða gegn efnahagsstefnu Reagans.<ref>{{Cite book|title=Bandaríkjaforsetar|author=Jón Þ. Þór|year=2016|publisher=Urður bókafélag|p=400|isbn=978-9935-9194-5-8|place=Hafnarfjörður}}</ref><ref name=mótbyr>{{Tímarit.is|1759266|Bush í mótbyr|útgáfudagsetning=9. febrúar 1992|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Íris Erlingsdóttir|blaðsíða=36-37}}</ref><ref>{{Tímarit.is|1732193|Bush orðinn Akkilesarhæll repúblikana|útgáfudagsetning=14. nóvember 1990|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Karl Blöndal|blaðsíða=14-15}}</ref>
Bush hélt áfram viðræðum Reagans við [[Míkhaíl Gorbatsjov]], leiðtoga [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Á leiðtogafundi á [[Malta|Möltu]] árið 1989 lýstu Bush og Gorbatsjov því yfir að [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] væri lokið. Bush var forseti þegar Sovétríkin voru leyst upp árið 1991 og Bandaríkin stofnuðu til stjórnmálasambanda við nýju ríkin sem tóku við af þeim.<ref name=jþþ401>{{Cite book|author=Jón Þ. Þór|year=2016|p=401}}</ref>
Árið 1990 skipaði Bush [[Innrásin í Panama|innrás í Panama]] til þess að handtaka einræðisherrann [[Manuel Noriega]], sem lá undir ásökunum um að stýra alþjóðlegri eiturlyfjaverslun. Bush gaf fjórar ástæður fyrir innrásinni: Hann vildi gæta öryggis bandarískra ríkisborgara í Panama, stuðla að endurreisn lýðræðis í landinu, standa vörð um sáttmálann um [[Panamaskurðurinn|Panamaskurðinn]] og koma Noriega í hendur réttvísinni.<ref>{{Tímarit.is|1763016|Enginn grætur Noriega|útgáfudagsetning=12. apríl 1992|blað=[[Morgunblaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=Karl Blöndal}}</ref> Noriega var handtekinn og fluttur til Bandaríkjanna, þar sem hann hlaut fjörutíu ára fangelsisdóm.<ref name=jþþ401/>
===Persaflóastríðið===
[[Mynd:Bush troops.jpg|left|thumb|Bush heilsar bandarískum hermönnum í [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]] á [[Þakkargjörðarhátíð|þakkargjörðardegi]] árið 1990.]]
Afdrifaríkasti atburðurinn í utanríkismálum á stjórnartíð Bush var [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] árið 1991, sem hófst þegar [[Saddam Hussein]], einræðisherra [[Írak]]s, gerði innrás í [[Kúveit]]. Þann 25. júlí 1990 hafði Saddam fundað með [[April Glespie]], sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sem hafði tjáð honum að Bandaríkin tækju ekki afstöðu til innbyrðis deilna Arabaþjóðanna. Saddam virðist hafa túlkað orð Glespie sem svo að stjórn Bush gæfi í reynd grænt ljós á innrásina.<ref>{{Cite book|title=Mið-Austurlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|year=2018|author=Magnús Þorkell Bernharðsson|pp=291|place=Reykjavík|publisher=Mál og menning|isbn=978-9979-3-3683-9}}</ref> Bush leit hins vegar á innrásina í Kúveit sem prófstein á hina nýju heimsskipan sem tæki við í kjölfar kalda stríðsins og átti að byggjast á fullveldi, landhelgi og sjálfstæði þjóða. Bandaríkin beittu efnahagsþvingunum gegn Írak og fóru síðan í gegnum allar helstu alþjóðastofnir til að byggja upp hernaðarbandalag til að frelsa Kúveit. Afraksturinn varð 34 ríkja hernaðarbandalag sem taldi meðal annars til sín voldugar Arabaþjóðir eins og [[Egyptaland]] og [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]]. Þann 16. janúar 1991 hófst [[Eyðimerkurstormsaðgerðin]] (e. ''Operation Desert Storm''), þar sem herir bandalagsríkjanna réðust inn í Írak til að aflétta hernáminu í Kúveit.<ref name=magnús292>{{Cite book|year=2018|author=Magnús Þorkell Bernharðsson|pp=292}}</ref>
Eftir um einn mánuð og 116 þúsund árásarferðir var varnarkerfi Íraks nánast gereytt og íraskir hermenn voru hraktir út úr Kúveit. Í miðju stríðinu biðlaði Bush til íbúa Íraks að rísa upp gegn Saddam og steypa honum af stóli. Þar sem ljóst þótti að Írak hefði tapað stríðinu og ætti mögulega hernám vofandi yfir sér hófu hópar innan Íraks, einkum [[Kúrdar]] og [[Sjía|sjítar]], uppreisnir til að kollvarpa Saddam. Uppreisnirnar mistókust hins vegar þar sem uppreisnarmenn voru ósamstíga og þvert á væntingar þeirra sóttu herir bandalagsríkjanna ekki yfir landamærin til Íraks til að hjálpa þeim. Undir lok stríðsins var Saddam enn öryggur í sessi sem leiðtogi Íraks og mörgum sjítum þótti Bandaríkjastjórn hafa svikið þá með því að egna þá til uppreisnar en koma þeim síðan ekki til hjálpar.<ref name=magnús292/>
===Forsetakosningarnar 1992===
Bush naut gífurlegra vinsælda eftir sigurinn í Persaflóastríðinu og margir töldu nánast útrætt mál að hann yrði endurkjörinn í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1992|forsetakosningunum 1992]].<ref>{{Tímarit.is|1739628|Eftir sigurinn|útgáfudagsetning=10. mars 1991|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Guðmundur Halldórsson|blaðsíða=14-15}}</ref> Veður skipuðust hins vegar fljótt í lofti og í byrjun 1992 var farið að síga á vinsældir Bush vegna efnahagslægðar. Um 70 % aðspurðra töldu Bush ekki skilja vandamál venjulegra Bandaríkjamanna og um 58 % töldu efnahagsstefnu hans óraunhæfa. Hann var gagnrýndur fyrir að lækka fjárframlög til láglaunafólks og hika við að samþykkja frumvarp sem hefði tryggt tveimur milljónum Bandaríkjamanna atvinnuleysisbætur.<ref name=mótbyr/> Á sama tíma voru sumir Repúblikanar óánægðir með Bush vegna skattahækkana hans. Andstæðingur Bush úr röðum Demókrata í forsetakosningunum 1992 var [[Bill Clinton]], fylkisstjóri [[Arkansas]], en auk hans var auðjöfurinn [[Ross Perot]] í sjálfstæðu framboði og naut um skeið meira fylgis í skoðanakönnunum en frambjóðendur stóru flokkanna.<ref>{{Tímarit.is|4068120|Milljarðamæringurinn sem ógnar endurkjöri Bush í forsetaembætti|útgáfudagsetning=21. maí 1992|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=7}}</ref>
Bush þótti ekki standa sig vel í sjónvarpskappræðunum á móti Clinton og Perot. Sér í lagi kom það illa út fyrir hann þegar hann gat ekki með góðu móti svarað því hvaða áhrif efnahagskreppan hefði haft á hann sjálfan og þegar hann leit á úrið sitt á meðan Clinton svaraði sömu spurningu hnökralaust.<ref>{{Vefheimild|titill=Sjónvarpskappræður í Bandaríkjunum Hnökralaus frammistaða færir Clinton nær|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/94609/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1992|mánuður=17. október|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=9. maí}}</ref> Í kosningunum í nóvember 1992 tapaði Bush endurkjöri fyrir Clinton. Bush hlaut 39.104.550 atkvæði á landsvísu, vann í 18 fylkjum og hlaut 168 [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmenn]] en Clinton vann 44.909.889 atkvæði, vann 32 fylki auk höfuðborgarinnar og hlaut 370 kjörmenn. Ross Perot hlaut 19.743.821 atkvæði á landsvísu en vann ekki í neinum fylkjum og hlaut enga kjörmenn. Bush lét því af embætti þann 20. janúar 1993 þegar kjörtímabili hans lauk.<ref>{{Cite book|author=Jón Þ. Þór|year=2016|p=402}}</ref>
==Einkahagir==
Eiginkona Bush frá árinu 1945 var [[Barbara Bush|Barbara Pierce]]. Þau voru gift í 73 ár, þar til Barbara lést 18. apríl 2018. Þau eignuðust sex börn saman, en ein dóttir þeirra lést úr [[hvítblæði]] aðeins þriggja ára gömul.<ref>{{Vefheimild|titill=Barbara Bush látin|url=https://www.ruv.is/frett/barbara-bush-latin|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2018|mánuður=18. apríl|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=9. maí|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Elsti sonur þeirra, [[George W. Bush|George Walker Bush]], var fylkisstjóri [[Texas]] frá 1995 til 2000 og forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009. Annar sonur þeirra, [[Jeb Bush]], var fylkisstjóri [[Flórída]] frá 1999 til 2007 og bauð sig fram í forvali Repúblikanaflokksins fyrir [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016|forsetakosningarnar 2016]] en dró sig til hlés eftir slakt gengi.<ref>{{Vefheimild|titill=Jeb Bush dregur sig í hlé|url=https://www.visir.is/g/2016160229891/jeb-bush-dregur-sig-i-hle|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2016|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=9. maí|höfundur=Tryggvi Páll Tryggvason}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Bandaríkjanna]]
| frá = 1989
| til = 1993
| fyrir = [[Ronald Reagan]]
| eftir = [[Bill Clinton]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Varaforseti Bandaríkjanna]]
| frá = 1981
| til = 1989
| fyrir = [[Walter Mondale]]
| eftir = [[Dan Quayle]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Bandaríkjanna}}
{{Varaforsetar Bandaríkjanna}}
{{fd|1924|2018}}
{{DEFAULTSORT:Bush, George H. W.}}
[[Flokkur:Bandarískir fulltrúadeildarþingmenn]]
[[Flokkur:Fastafulltrúar Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum]]
[[Flokkur:Forsetar Bandaríkjanna]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 1980]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 1988]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 1992]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Repúblikanar]]
[[Flokkur:Varaforsetar Bandaríkjanna]]
m1j1h2me51njbd72fnrmrn7mk78wkql
Níkíta Khrústsjov
0
42256
1763768
1763250
2022-08-04T18:49:57Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Níkíta Khrústsjov<br>{{small|Никита Хрущёв}}
| búseta =
| mynd = Bundesarchiv Bild 183-B0628-0015-035, Nikita S. Chruschtschow.jpg
| myndastærð = 230px
| myndatexti1 = Níkíta Khrústsjov árið 1963.
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[14. september]] [[1953]]
| stjórnartíð_end = [[14. október]] [[1964]]
| forveri = [[Jósef Stalín]]
| eftirmaður = [[Leoníd Brezhnev]]
| titill2= Forsætisráðherra Sovétríkjanna
| stjórnartíð_start2 = [[27. mars]] [[1958]]
| stjórnartíð_end2 = [[14. október]] [[1964]]
| forveri2= [[Níkolaj Búlganín]]
| eftirmaður2 = [[Aleksej Kosygín]]
| forseti2 = [[Klíment Voroshílov]]<br>[[Leoníd Brezhnev]]<br>[[Anastas Míkojan]]
| fæðingarnafn = Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov
| fæddur = [[17. apríl]] [[1894]]
| fæðingarstaður = [[Kalínovka]], [[Úkraína|Úkraínu]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1971|9|11|1894|4|17}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf = Verkfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Jefrosínja Khrústsjova (1914–19, lést)<br>Marúsha Khrústsjova (1922, skilin)<br>Nína Kúkhartsjúk (Khrústsjova) (1923–71)
| börn = Júlía (1915–81), Leoníd (1917–43), Rada (1929–2016), Sergei (1935–), Elena (1937–72)
| háskóli = [[Iðnháskólinn í Moskvu]]
| undirskrift = Nikita Khrushchev Signature2.svg
}}
'''Níkíta Sergejevítsj Khrústsjov''' ([[kyrillískt letur]]: Ники́та Серге́евич Хрущёв) ([[17. apríl]] [[1894]] — [[11. september]] [[1971]]) var eftirmaður [[Jósef Stalín|Stalín]]s sem [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og leiðtogi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Hann var litríkur persónuleiki, lítill, þybbinn og sköllóttur, og vakti oft athygli fyrir óvenjulega framkomu. Frægt varð þegar hann eitt sinn hélt ræðu á allsherjarþingi [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]], fór úr öðrum skónum og lamdi honum í ræðupúltið til að leggja áherslu á orð sín.
Eftir að Khrústsjov komst til valda fordæmdi hann glæpi Stalíns og gerði sitt besta til að þurrka út arfleifð hans og draga úr persónudýrkun á honum. Á stjórnartíð Khrústsjovs var reynt að gera umbætur í frjálsræðisátt, auk þess sem Sovétríkin hófu geimrannsóknir fyrir alvöru. Flokksfélagar Khrústsjov steyptu honum af stóli árið 1964 og komu [[Leoníd Brezhnev]] til valda í hans stað.
==Æviágrip==
Khrústsjov fæddist árið 1894 í þorpinu [[Kalínovka]], sem er í dag við landamæri Rússlands og Úkraínu. Hann vann sem járnvinnslumaður á unga aldri og var pólitískur þjóðfulltrúi, eða ''kommissar'', í hernum á meðan [[rússneska borgarastyrjöldin]] stóð yfir. Khrústsjov kynntist [[Bolsévikar|bolsévikanum]] [[Lazar Kaganóvítsj|Lazars Kaganovítsj]] árið 1916 og með hans hjálp vann hann sig upp metorðastigann í stjórn Sovétmanna.<ref name=mbl92>{{Tímarit.is|1758560|Khrústsjov: Valdhafinn sem fordæmdi Stalín|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=26. janúar 1992|blaðsíða=14-15|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
Khrústsjov studdi [[Hreinsanirnar miklu|hreinsanir Stalíns]] á fjórða áratugnum og staðfesti handtökur á þúsundum meintra andófsmanna. Völd Khrústsjovs jukust í hreinsununum og hann varð aðalritari Moskvudeildar Kommúnistaflokksins árið 1935. Árið 1938 var Khrústsjov gerður að leiðtoga landsdeildar Kommúnistaflokksins í [[Sovétlýðveldið Úkraína|Úkraínu]] og varð því eiginlegur stjórnandi úkraínska sovétlýðveldisins, þar sem hreinsunum var haldið áfram.<ref>{{Tímarit.is|3612723|Ferill Nikita Krústsjov. II. grein: Krústsjov hreinsar til í Úkraínu|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=27. apríl 1958|blaðsíða=230-235|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref> Ári síðar skipaði Stalín hann aðalfulltrúa í [[Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|stjórnmálanefnd Kommúnistaflokksins]] í þakkarskyni fyrir vel unnin störf.<ref name=mbl92/>
Eftir að Sovétmenn gerðu [[Innrásin í Pólland|innrás í Pólland]] árið 1939 var Khrústsjov falið að innlima austurhluta Póllands í Sovétríkin. Á tíma [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] var Khrústsjov stjórnmálahershöfðingi í [[Rauði herinn|Rauða hernum]] og fór með yfirstjórn málefna Úkraínu til ársins 1949. Það ár kvaddi Stalín Khrústsjov til Moskvu, gerði hann að yfirmanni flokksins í borginni og fól honum umsjón yfir sovéskum landbúnaði.<ref name=mbl92/>
Dauði Stalíns árið 1953 hratt af stað valdabaráttu milli Khrústsjovs og annarra leiðtoga í Kommúnistaflokknum. Honum tókst að ryðja keppinautum sínum, [[Lavrentíj Bería]] og [[Georgíj Malenkov]], úr vegi með valdaráni sem hann framdi með aðstoð [[Georgíj Zhúkov]] hermarskálks þann 26. júní. Bería var tekinn af lífi og Malenkov var í kjölfarið smám saman jaðarsettur.<ref>{{Tímarit.is|3612742|Ferill Nikita Krústsjov. III. grein: Dauði Stalíns – Krústsjovs í valdabaráttu|blað=[[Sunnudagsblaðið]]|útgáfudagsetning=3. maí 1958|blaðsíða=248-251|höfundur=Victor Alexandrov}}</ref>
Þann 25. febrúar 1956 flutti Khrústsjov á 20. flokksþingi kommúnistaflokksins „[[Leyniræðan|leyniræðuna]]“ svokölluðu þar sem hann fordæmdi hreinsanir Stalíns og harðstjórn Stalínstímans og lofaði að innleiða frjálslyndara stjórnarfar í Sovétríkjunum. Innanríkisumbætur hans, sem áttu að bæta líf óbreyttra borgara, höfðu oft lítil áhrif, sérstaklega í landbúnaði. Khrústsjov vonaðist til þess að geta reitt sig á eldflaugar fyrir landvarnir Sovétríkjanna og skar því niður fjármagn til hersins sjálfs. Þrátt fyrir þennan niðurskurð var valdatíð Khrústsjovs spennuþrungnasta tímabil [[Kalda stríðið|kalda stríðsins]] og náði spennan hátindi í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] árið 1962.
Kúbudeilan hófst með því að Khrústsjov hugðist koma fyrir langdrægum eldflaugum á [[Kúba|Kúbu]], þar sem kommúnistar höfðu komist til valda í [[Byltingin á Kúbu|byltingu]] þremur árum fyrr. Hugsanlega gerði Khrústsjov þetta til að styrkja stöðu sína eftir ýmis pólitísk vonbrigði heima fyrir og erlendis.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|51907|Um hvað snerist Kúbudeilan?}}</ref> Heimurinn rambaði á barmi kjarnorkustyrjaldar þar sem Bandaríkjamenn vildu alls ekki að kjarnorkuvopnum yrði komið fyrir á dyraþrepi þeirra og íhuguðu alvarlega að gera árás þegar sovésk flutningaskip nálguðust Kúbu. Eftir mikla spennu féllst Khrústsjov á að fjarlægja kjarnavopnin frá Kúbu í skiptum fyrir að Bandaríkjamenn fjarlægðu sín eigin kjarnavopn á [[Tyrkland]]i.<ref name=vísindavefur/> Fjarlægingu bandarísku kjarnavopnanna var hins vegar haldið leyndri fyrst um sinn. Því hlaut Khrústsjov engan hróður af málinu heldur var tilfinningin fremur sú að hann hefði lúffað þegar Bandaríkin settu honum úrslitakosti. Deilan veikti mjög stöðu hans innan Sovétríkjanna.<ref name=vísindavefur/>
Vinsældir Khrústsjovs döluðu smám saman vegna vankanta í stefnumálum hans. Við þetta óx andstæðingum hans ásmegin og svo fór að þeir steyptu honum af stóli í október árið 1964.<ref>{{Tímarit.is|1689592|Fall Khrústsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=25. september 1988|blaðsíða=10-11|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref> Ólíkt fyrri valdsmönnum sem höfðu beðið ósigur í valdabaráttu Sovétríkjanna var Khrústsjov þó ekki tekinn af lífi, heldur var honum gefið hús á rússnesku landsbyggðinni og íbúð í Moskvu.<ref>{{Tímarit.is|4456618|Frá völdum til einangrunar|blað=[[Vikan]]|útgáfudagsetning=18. janúar 1968|blaðsíða=22-23; 29-31}}</ref> Þar bjó hann á kostnað ríkisins þar til hann lést vegna hjartagalla árið 1971.
==Tengt efni==
* {{Cite book|author=[[Níkíta Khrústsjov]]|author2=[[Vladímír Lenín]]|editor=[[Hannes Hólmsteinn Gissurarson]]|title=Leyniræðan um Stalín: ásamt Erfðaskrá Leníns|publisher=[[Almenna bókafélagið]]|year=2016|place=Reykjavík|isbn=978-9935-469-93-9|translator=Stefán Pjetursson|url=https://books.google.is/books?id=dcjRDAAAQBAJ|others=Inngangur eftir Áka Jakobsson}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1953
| til = 1964
| fyrir = [[Jósef Stalín]]
| eftir = [[Leoníd Brezhnev]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = Forsætisráðherra Sovétríkjanna
| frá = 1958
| til = 1964
| fyrir = [[Níkolaj Búlganín]]
| eftir = [[Aleksej Kosygín]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Stubbur|æviágrip}}
{{fde|1894|1971|Krústsjov, Nikita}}
{{DEFAULTSORT:Krústsjov, Nikita}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Sovétríkjanna]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
qmssnqyjvmraq2ifug2f7jdt9ekr6s8
Jim Jones
0
55337
1763794
1690957
2022-08-05T02:57:59Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Jim Jones, 1977.jpg|thumb|Jim Jones (1977)]]
'''James Warren "Jim" Jones''' ([[13. maí]] [[1931]] – [[18. nóvember]] [[1978]]) var stofnandi [[Sértrúarsöfnður|sértrúarsafnaðarins]] [[Peoples Temple]] sem öðlaðist heimsathygli árið 1978 eftir að meira en 900 meðlimir safnaðarins frömdu [[sjálfsmorð]].
{{DEFAULTSORT:Jones, Jim}}
[[Flokkur:Bandarískir glæpamenn]]
[[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]]
[[Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða]]
{{fde|1931|1978|Jones, Jim}}
kj7lxmhtnv30to8ppcof887qut0de22
1763801
1763794
2022-08-05T03:24:26Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Jim Jones, 1977.jpg|thumb|Jim Jones (1977)]]
'''James Warren "Jim" Jones''' ([[13. maí]] [[1931]] – [[18. nóvember]] [[1978]]) var stofnandi [[Sértrúarsöfunður|sértrúarsafnaðarins]] [[Peoples Temple]] sem öðlaðist heimsathygli árið 1978 eftir að meira en 900 meðlimir safnaðarins frömdu [[sjálfsmorð]].
{{DEFAULTSORT:Jones, Jim}}
[[Flokkur:Bandarískir glæpamenn]]
[[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]]
[[Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða]]
{{fde|1931|1978|Jones, Jim}}
7qkwb6xonu3wfu0h9wkfmy0a29z2k7d
1763802
1763801
2022-08-05T03:24:40Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Jim Jones, 1977.jpg|thumb|Jim Jones (1977)]]
'''James Warren "Jim" Jones''' ([[13. maí]] [[1931]] – [[18. nóvember]] [[1978]]) var stofnandi [[Sértrúarsöfnuður|sértrúarsafnaðarins]] [[Peoples Temple]] sem öðlaðist heimsathygli árið 1978 eftir að meira en 900 meðlimir safnaðarins frömdu [[sjálfsmorð]].
{{DEFAULTSORT:Jones, Jim}}
[[Flokkur:Bandarískir glæpamenn]]
[[Flokkur:Dauðsföll af völdum sjálfsmorða]]
[[Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða]]
{{fde|1931|1978|Jones, Jim}}
f9w82g7xl12nma3w3i9t78gmnkzkzh6
Fagradalsfjall
0
58304
1763771
1738863
2022-08-04T19:00:45Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
:''Fagradalsfjall getur einnig átt við: [[Fagradalsfjall á Brúaröræfum]]''
[[Mynd:Iceland road 427 Hraunsvik Festarfjall from south IMG 0169.JPG|thumb|Fagradalsfjall, loftmynd.]]
[[Mynd:FMA crash photo1.JPG|thumb|Bandarískir hermenn við flugvélabrakið 1943.]]
[[Mynd:Geldingadalagos2.jpg|thumb|Fólk í hlíðum Fagradalsfjalls að virða fyrir sér eldgosið í Geldingadölum í lok mars 2021.]]
'''Fagradalsfjall''' er [[móberg]]sfjall á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaganum]] vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti [[Reykjanesfjallgarður|Reykjanesfjallgarðsins]], en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs. Hæsti punkturinn er Langhóll; um 390 [[metri|metrar]] á hæð. Það hefur orðið til á [[ísöld]] við [[eldgos|gos]] undir [[jökull|jökli]] og er smá[[hraun]]lag á því ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem [[stapi]].
Þann 3. maí 1943 fórst herflugvél Bandaríkjahers á Fagradalsfjalli. Fjórtán manns létust en einn komst lífs af. Meðal hinna látnu var [[Frank Maxwell Andrews]] en hann var afar háttsettur í bandarískra hernum og heimildir segja að hann hafi átt að stýra innrásinni í [[Normandí]] í [[Evrópa|Evrópu]]. Eftirmaður hans í hernum var [[Dwight D. Eisenhower|Eisenhower]] sem síðar varð forseti Bandaríkjanna. Flugvélin mun hafa ætlað að lenda á flugvellinum í [[Kaldaðarnes]]i.
Þann 19. mars 2021 [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|hófst eldgos við fjallið]], nánar tiltekið í [[Geldingadalir|Geldingadölum]]. Stóð það í 6 mánuði. Gos tók sig aftur upp í [[Meradalir|Meradölum]] í ágúst 2022.
== Tengt efni ==
* [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021]]
* [[Eldgosið í Meradölum 2022]]
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Frank Maxwell Andrews | mánuðurskoðað = 17. ágúst | árskoðað = 2011}}
* {{Vísindavefurinn|65697|Hvað getið þið sagt mér um Fagradalsfjall?}}
* [https://ferlir.is/flugvelaflok-vid-fagradalsfjall-2/ Flugvélaflök við Fagradalsfjall (ferlir.is)]
[[Flokkur:Fjöll á Íslandi]]
[[Flokkur:Suðurnes]]
dz7s20shr6ylhjjgw49ot8o5ci3y0y8
Jafnstraumur
0
59571
1763734
1381995
2022-08-04T13:38:57Z
Comp.arch
32151
wikitext
text/x-wiki
'''Jafnstraumur''' (DC fyrir e. direct current) er [[rafstraumur]] þar sem [[rafhleðsla]] flyst á milli tveggja póla sem hafa mismunandi [[rafspenna|spennu]] ólíkt [[riðstraumur|riðstraumi]] (AC) þar sem rafhleðslan flyst ekki. Jákvæð hleðsla flyst frá þeim pól sem er með hærri spennu yfir á þann sem er með lægri spennu og öfugt með neikvæða hleðslu.
Í jafnstraumsrás er [[rafspenna]] föst og kallast hún því '''jafnspenna'''.
[[Launviðnám]] í jafnstraumsrás er [[núll]].
[[Örgjörvi|Örgjörvar]], og því tölvur og skyld tæki, nota alltaf jafnstraum. Hins vegar má og yfirleitt þarf að tengja tölvur (og flest önnur heimilisraftæki) yfirleitt í hefðbundið heimilsrafmagn sem er [[riðstraumur]] og þarf því [[spennubreytir|spennubreyti]]. Hann fylgir yfirleitt með tölvunni, ef um laptop er að ræða, eða er innbygður í sumum tölvum og tekur hún þá eingöngu við riðstraumi. Yfirleit er ekki hægt að stinga í samband og fá jafnstraum, bara riðstraum, t.d. á heimilum, en það er þó hægt sums staðar, t.d. á sumum flugvöllum, og í sumum flugvélum og þá eingöngum boðið umm á jafnstraum fyrir farþega.
Jafnstraumur er yfirleitt notaður á stuttri vegalengdum, eins og í gegnum [[USB]] snúrur til að hlaða síma (því rafhlöður og örgjörvar nota alltaf jafnstraum), en á lengri vegalengdum er riðstaumer yfirleitt notaður (t.d. í gegnum orkukerfi frá vatnsvirkun til heimilis, og svo í lengum innanhúss og t.d. yfir í raftæki eins og ryksugu). Riðstraumurinn er notaður á lengri vegalengdunum því hann er þá hagkvæmari (minna tap vegna [[viðnám]]s í vírum), en líka vegna þess að framleiðslan á rafmagni byrjar oftast sem riðstraumur (þó ekki t.d. í sólarsellum, sem búa til jafnstraum). En á mjög löngum vegalengdum verður aftur hagkvæmt að nota jafnstraum, og er gert t.d. milli landa, og yrði væntanlega gert ef rafmagn yrði flutt frá Íslandi, eins og hefur verið í umræðu, t.d. til Bretlands.
[[Rafbíll|Rafbílar]] (og önnur [[rafknúið farartæki|rafknúin farartæki]] nota alltaf jafnstraum, því allar rafhlöður (og þá líka rafgeymar í eldri bílum) byggja á jafnstraumi, en þó hafa flestir eða allir inntak fyrir heimilis riðstraum til að hlaða þá (og bíllinn sér þá um að breyta). En þeir hafa líka alltaf inntak fyrir mun hærri spennu, fyrir hraðhleðslustöðvar, og það inntak er ýmist fyrir jafnstraum eða riðstraum. Þó svo að til séu [[jafnstraumsmótor]]ar eru [[riðstraumsmótor]]ar einfaldari og þeir eru notaðir í rafbílum. Líka eru til mótarar sem taka bæði DC og AC (þ.e. [[:en:universal motor|universal motor]]).
{{stubbur|tækni}}
[[Flokkur:Rafmagnsfræði]]
qra0f1r93ds0lbp79fjrmersrbcm52b
Joseph Smith
0
61313
1763796
1748976
2022-08-05T02:59:20Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ovalportrait-josephsmith-Carter.jpg|thumb|200px|right|Joseph Smith, Jr., teikning gerð af Charles William Carter, 1886.]]
'''Joseph Smith''' (fæddur [[23. desember]] [[1805]] í Sharon í [[Vermont]]-fylki í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]], dáinn [[27. júní]] [[1844]] í Carthafe í [[Illinois]]-fylki) er meginspámaður og stofnandi mormónasafnaðarins - [[Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu|Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu]].
Joseph Smith fæddist inn í mjög fátæka fjölskyldu, fimmta barnið af ellefu. Vegna fátæktar fékk Joseph litla skólagöngu, nánast eingöngu að lesa og skrifa og einfaldan reikning. Hann og fjölskyldan lögðu hins vegar mikla áherslu á lestur [[Biblían|Biblíunnar]].
Fjölskyldan flutti fáum árum eftir fæðingu Josephs til borgarinnar Palmyra í [[New York]]-fylki. Þar gekk yfir mikil kristin vakningaralda og fjölmargir söfnuðir tókust á um hina réttu kenningu. Jospeh varð fyrir miklum áhrifum af þessu en gat ekki valið á milli kenninganna. Samkvæmt sögu mormóna birtust þeir [[Guð]] og [[Jesús]] Joseph Smith árið [[1820]], en þá var hann 14 ára.
Jesús sagði Joseph að hann ætti ekki að ganga í neinn þá starfandi söfnuð heldur ætti að axla það verkefni að endurreisa hina raunverulegu kirkju Jesús Krists. Joseph sagði fjölskyldu sinn frá tíðindunum og fékk stuðning hennar. Söfnuðirnir í nágrenninu tóku boðskapnum hins vegar mjög fjandsamlega eins og gefur að skilja.
Þremur árum seinna, segir sagan, var Joseph Smith heimsóttur af [[Moroni|englinum Moroni]] sem sagð honum meðal annars að hann mundi finna og þýða heilaga bók ritaða á gullplötur. Bókin væri ritsafn fornra spámanna í [[Ameríka|Ameríku]]. Smith vildi þegar finna plöturnar en Moroni ráðlagi honum að bíða um stund.
Árið [[1827]] náði Smith í plöturnar sem hann hafði fundið í Cumorah hæðinni í Manchester, New York-fylki. Joseph Smith þýddi plöturnar á þremur mánuðum og nefndi bókina sem þar var að finna ''Book of Mormon'' eða [[Mormónsbók]] eftir [[Mormón]], einum aðalspámanni bókarinnar. Að lokinni þýðingu afhenti Smith englinum Moroni plöturnar aftur. Bókin var fyrst gefin út 1830. Sama ár stofnaði Smith ''Kirkju Krists'' sem hefur verið nefnd ''Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu'' frá árinu 1836. Joseph Smith fékk fjölmargar vitranir og opinberanir á æfinni og skrifaði um þær, hann gerði einnig ýmsar þýðingar meðal annars hluta af Biblíunni. Ritverk hans hafa verið gefin út sem [[Kenning og sáttmálar]] og [[Hin dýrmæta perla]].
Framámönnum annarra safnaða var mjög uppsigað við Joseph Smith og hann var handtekinn meir en þrjátíu sinnum og ásakaður fyrir ýmis afbrot en aldrei sakfelldur. Hann var að lokum myrtur 38 ára gamall. Joseph og bróðir hans Hyrum voru skotnir 27. júní 1844 af 150 manna lýð sem réðist inn í fangelsi í Illinois þar sem þeir sátu ákærðir fyrir uppþot og siðleysi.
Í mormónakirkjunni voru 26 000 safnaðarmeðlimir við andlát Joseph Smiths.
== ÍItarefni ==
{{Commons|Joseph Smith, Jr.}}
* {{gutenberg author| id=Joseph+Smith | name=Joseph Smith, Jr.}}
* [http://www.mormon.org/learn/0,8672,957-1,00.html "Who was Joseph Smith?"] - Hjá Mormon.org
* [http://www.josephsmith.net/portal/site/JosephSmith JosephSmith.net] - Opinber vefur á ensku um Joseph Smith hjá Kirkju Jesú Krists hinna síðari daga heilögu.
* [http://www.josephsmith.com/ JosephSmith.com] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210614083841/https://josephsmith.com/ |date=2021-06-14 }}
* [http://www.lightplanet.com/mormons/people/joseph_smith/index.html Joseph Smith] - safn greina um Joseph Smith hjá LightPlanet.com
* [http://comevisit.com/lds/js3photo.htm Joseph Smith Daguerreotype] - Eina ljósmyndin af Joseph Smith
* [http://video.google.com/videoplay?docid=-5379817734473325496&q=joseph+smith Joseph Smith, Jr. - The Prophet] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20080126102830/http://video.google.com/videoplay?docid=-5379817734473325496&q=joseph+smith |date=2008-01-26 }} - kvikmynd um Joseph Smith
* [http://video.google.com/videoplay?docid=6810859820752730970&q=joseph+smith The Restoration (Google Video)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20071230163514/http://video.google.com/videoplay?docid=6810859820752730970&q=joseph+smith |date=2007-12-30 }} - kvikmynd um Joseph Smith
* [http://www.librarything.com/author/smithjoseph LibraryThing author profile]
* [http://www.lds.org/gospellibrary/materials/DC_Timeline_000.pdf Joseph Smith Chronology Chart]
== Heimildir ==
* By the Hand of Mormon: The American Scripture that Launched a New World Religion, Terryl L. Givens, Oxford University Press, 2002. ASIN: B000WD16NA
* Shipps, Jan (1987-01-01). Mormonism: The Story of a New Religious Tradition. University of Illinois Press. ISBN 0-252-01417-0.
* Williams, Drew (2003-06-03). The Complete Idiot's Guide to Understanding Mormonism. Alpha. ISBN 0-02-864491-3.
{{fde|1805|1844|Smith, Joseph}}
{{DEFAULTSORT:Smith, Joseph}}
[[Flokkur:Mormónatrú|Smith, Joseph]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna]]
[[Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða]]
92p80lv6yhoj7x2wys9qvun2wovn1vo
Sæbjúgu
0
69227
1763783
1748426
2022-08-05T01:02:18Z
88.149.104.11
Leiðrétti innsláttarvillu. "Einskt heiti" verður "Enskt heiti"
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Sæbjúgu
| image =Sea cucumber in kona.jpg
| image_width = 250px
| image_caption = Sæbjúga
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| phylum = [[Skrápdýr]] (''Echinodermata'')
| subphylum = [[Echinozoa]]
| classis = '''Holothuroidea'''
}}
'''Sæbjúgu''' ([[Fræðiheiti]]: ''Holothuroidea'') eru einn af sex [[Ættbálkur (flokkunarfræði)|ættbálkum]] sem eru innan [[Fylking (flokkunarfræði)|fylkingar]] [[skrápdýr]]a. Enskt heiti sæbjúgna er ''Sea Cucumbers'' og danskt heiti er ''søpølser''.
== Útbreiðsla ==
Þau er að finna á hafsbotni um allan heim. Til eru um 1.250 tegundir og finnast flestar þeirra í Asíuhluta [[Kyrrahaf]]s, stórum hluti af þeim er safnað til manneldis og eru sumar tegundir ræktaðar í [[Fiskeldi|fiskeldum]].
Hægt er að finna mikinn fjölda þeirra á djúpum hafsbotnum, þar sem þau eru oft meirihluti dýra lífmassa. Á dýpi sem er meira en 8,9 km djúpt eru sæbjúgun um 90% lífs þar. Sæbjúgun mynda stóra hópa sem hreyfa sig eftir botninum og veiða sér til matar. Líkami sumra djúpsjávar sæbjúgna, eins og ''Enypniastes eximia'', ''Paelopatides confundens'' og ''Peniagone leander'', eru úr sterkum gelkenndum vefjum með einstaka eiginleika sem gerir dýrinu kleyft að stjórna hreyfanleika sínum, sem gefur möguleika á því að lifa annaðhvort á hafsbotni eða synda eða fljóta yfir til þess að færast á milli. Í suður Kyrrahafi er hægt að finna um 40 einstaklinga á hvern m² og geta þessi dýr farið í gegnum 19 kg af seti á m² á ári.
== Útlit og lifnaðarhættir ==
Sæbjúgun eru sjávardýr með leðurkennda húð og langan líkama. Sæbjúgu eru oftast 10 til 30 cm löng en minnsta þekkta tegundin er einungis 3 mm löng og stærsta getur náð allt að 1 metra. Líkamar þeirra eru allt frá því að vera nánast alveg kúlulaga í að vera líkt og ormar. Fremri hluti dýrsins hefur að geyma munninn og samsvarar fremri hlutinn til til afturenda dýrsins þar sem endaþarmsopið er. Líkami sæbjúganna eru nokkuð sívalur og er samhverfur á lengdarásnum (2). Dýrin hafa oftast pípufætur í fimm röðum eftir líkama þeirra og ná raðirnar frá munni til endaþarms, þannig geta þær hreift sig áfram á botninum (1).
Á fremri hluta dýrsins er munnurinn umkringdur þreifurum sem taka næringu og færa í munninn. Líkamsveggur þeirra samanstendur af húðþekju og húð sem inniheldur minni gerðir af kalksteins ossicles tegundum sem eru notuð til að tegundagreina frekar sæbjúgun.
Sæbjúgu eru almennt hræætur sem nærast á rusli á botndýra svæði hafsins. Undantekningar eru uppsjávar sæbjúgu. Mataræði flestra bjúgna samanstendur af svifi og rotnandi lífrænum efnum sem finnast í sjó. Sum staðsetja sig í straumum og taka fæðu sem flýtur framhjá þreifurum þeirra, þau geta einnig sigtað botnsetið með þeim. Aðrar tegundir geta grafið sig í set eða sand þar til þau eru alveg hulin og geta dregið þreifarana að sér ef hætta steðjar að.
Sæbjúgu þjóna mikilvægu hlutverki í [[Vistkerfi|vistkerfi]] sjávar þar sem þau hjálpa til við endurvinnslu næringarefna, brjóta niður leifar af dauðum dýrum og önnur lífrænn efni. Líkt og önnur skrápdýr hafa sæbjúgu innri beinagrind rétt fyrir innan húðina, einskonar kalk grind. Í sumum tegundum myndar þessi grind einskonar skel eða flatar plötur.
Sæbjúgu fá súrefni úr vatni með tveimur einskonar öndunar tré sem er í gotraufinni í endaþarmsopinu, draga að sér vatn með endaþarmsopinu og sprauta því svo út aftur. Þessi tré samanstanda af röð af þröngum píplum sem liggja á hvorri hlið meltingarvegarins.
Sæbjúgun hafa samskipti við hvort annað með því að senda hormóna merki í vatni. Einn ótrúlegur hæfileiki þeirra er að „grípa“ kollagen sem myndar líkamsveggi þeirra. Það er hægt að losa og herða eftir þörf og ef dýrið vill koma sér í gegnum þröngar sprungur þá getur það gert líkama sinn að vökvaformi og hellt sér inní rýmið. Til þess að vernda sig í þessum sprungum, koma þau saman öllum kollagenunum sínum aftur og gera líkama sinn aftur þéttan.
Sumar tegundir sæbjúga sem lifa á kóralrifjum geta varið sig með því að kasta út líffærum sínum til þess að rugla hugsanleg rándýr. Þetta gera þau í gegnum rifu á vegg gotraufarinnar. Líffærin vaxa svo aftur á um einni og hálfri til fimm vikum en er sá tími mismunandi á milli tegunda. Einnig getur losnað um eitur efni nefnd ''Holothurin'' við það að losa út nýrnapíplurnar, þetta eitur hefur svipuð áhrif og sápur og getur drepið dýr í nágrenninu og er ein önnur leið dýrsins til að verja sig.
== Æxlun ==
Flest sæbjúgu fjölga sér með því að sleppa sæði og eggjum út í sjóinn. Ein lífvera getur framleitt þúsundir kynfrumna en er það þó nokkuð mismunandi eftir aðstæðum. Æxlunarfærin samanstanda af einni gotrauf sem samanstendur af þyrpingu af píplum sem sameinast í ein göng sem opnast á yfirborði dýrsins nálægt þreifurunum.
Að minnsta kosti 30 tegundir, þar á meðal sæbúgað red-chester (Pseudocnella insolens), frjóvga egg sín innbyrðis og taka upp frjóvgaða eggið með þreifurum sínum. Eggið er þá sett í poka inní líkama fullorðna dýrsins þar sem það þroskast og að lokum fer út pokanum. Nokkrar tegundir eru einnig þekktar fyrir að ganga með afkvæmi sín og fæða þau svo í gegnum litla rifu nálægt endaþarmsopinu.
Í flestum öðrum tegundum þroskast eggið í syndandi lirfu yfirleitt eftir eingögnu þrjá daga. Fyrsta stig lirfu er þekkt sem Auricularia og er aðeins um 1 mm að lengd. Þegar lirfan stækkar breytist hún í Doliolaria þá er líkami þeirra tunnu lagaður, að lokum er svo þriðja lirfustigið eða Pentacularia en þar sem þreifararnir myndast. Þreifararnir eru yfirleitt fyrsta fullorðins einkennið sem þær fá (2).
== Matur og Lyf ==
[[Mynd:Yokohama Chinese Medicine Sea cucumber 2.jpg|thumb|200px|Þurrkuð sæbjúgu í kínversku apóteki. Sum afbrigði af sæbjúgum eru notuð í lækningaskyni.]]
Í Kína er algengt að rækta sæbjúgu í tilbúnum tjörnum. Þau eru notuð til til matar, til lækninga og sem [[fæðubótarefni]] og talin heilnæm meðal annars góð fyrir húð, augu og þvagfærakerfi og hafa jákvæð áhrif á kynorku.
Margar tegundir af sæbjúgum sem eru ræktaðar og þurrkaðar. Sumar af þekktari tegundum sem finnast á mörkuðum eru:
* Holothuria scabra
* Holothuria fuscogilva
* Actinopyga mauritiana
* Stichius japonicus
* Parastichopus californicus
* Thelenota ananas
* Acaudina molpadioides
* Isostichopus fuscus
Seyði er útbúið úr sæbjúgum og gert að olíum, krem eða snyrtivöru. Sumar vörur eru ætlaðar til inntöku. Ein rannsókn var gerð með því að fjöldi músa var sprautaður með seiði úr sæbjúgum og virtist það nokkuð virkt gegn innvortis verkjum en engin áhrif á verki utaná líkama þeirra. Önnur rannsókn benti á að sæbjúgu innihaldi allar nauðsynlegar fitusýrur sem gætu hugsanlega tekið þátt í viðgerðum á skemmdum vefjum. Verið er að gera rannsaka sæbjúgun með tilliti til meðhöndlunar á ýmsum veikindum og meðal annars ristil krabbameini (2).
== Heimildir ==
* {{Vísindavefurinn|5006|Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?}} (Skoðað 2.11.2013).
{{wpheimild að hluta|tungumál= en|titill= Sea cucumber|mánuðurskoðað= 13. nóvember|árskoðað= 2013 }}
{{commonscat|Holothuroidea|sæbjúgum}}
{{Wikilífverur|Holothuroidea|sæbjúgum}}
[[Flokkur:Sæbjúgu]]
hhzri1r4u2remc7dktlxlg7njkfiqy9
Konstantín Tsjernenko
0
69759
1763738
1763240
2022-08-04T14:35:43Z
TKSnaevarr
53243
/* Tilvísanir */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Konstantín Tsjernenko<br>{{small|Константи́н Черне́нко}}
| búseta =
| mynd =Bust of Konstantin Chernenko at Kremlin Wall Necropolis (cropped).jpg
| myndastærð =
| myndatexti =
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[9. febrúar]] [[1984]]
| stjórnartíð_end = [[10. mars]] [[1985]]
| fæðingarnafn = Konstantín Ústínovítsj Tsjernenko
| fæddur = [[24. september]] [[1911]]
| fæðingarstaður = [[Bolsjaja Tes]], [[Jenisejsk]], [[Rússneska keisaraveldið|rússneska keisaraveldinu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1985|3|10|1911|9|24}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| orsök_dauða =
| þekktur_fyrir =
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf =
| laun =
| trúarbrögð =
| maki = Faína Vassíljevna Tsjernenko<br>Anna Dmitrievna Ljubimova
| börn = Albert, Vera, Jelena, Vladímír| foreldrar =
| heimasíða =
| háskóli =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| undirskrift = Chernenko signature.svg
}}
'''Konstantín Ústínovítsj Tsjernenko''' ([[rússneska]]: Константи́н Усти́нович Черне́нко; [[24. september]] [[1911]] – [[10. mars]] [[1985]]) var [[Sovétríkin|sovéskur]] stjórnmálamaður og [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] í aðeins þrettán mánuði frá 1984 til dauðadags.
==Æviágrip==
Tsjernenko hóf stjórnmálaferil sinn í borginni [[Krasnojarsk]] en flutti árið 1948 til [[Moldavía|Moldavíu]], þar sem hann hóf störf í þjónustu [[Leoníd Brezhnev|Leoníds Brezhnev]], sem var þá aðalritari moldavíska Sovétlýðveldisins en átti síðar eftir að verða leiðtogi Sovétríkjanna allra. Tsjernenkó fylgdi Bresnjev til Moskvu þegar Bresnjev hlaut sæti í miðstjórn [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|kommúnistaflokksins]] og vann í áróðursráðuneyti Sovétríkjanna. Tsjernenkó varð sjálfur meðlimur í miðstjórninni árið 1977. Tsjernenkó var ekki heilsuhraustur og þjáðist bæði af lungnaveiki, [[Lifrarbólga|lifrarbólgu]] og [[skorpulifur]].<ref>{{Vefheimild
| url = http://www.nytimes.com/1985/03/12/world/succession-moscow-private-life-medical-case-autopsy-discloses-several-diseases.html?&pagewanted=all
| titill = Succession in Moscow: A private life, and a medical case; Autopsy discloses several diseases
| mánuðurskoðað = 19. nóvember
| árskoðað = 2012
| höfundur = Altman, Lawrence K.
| mánuður = 12 mars
| ár = 1985
| útgefandi = [[The New York Times]]
| tungumál = enska
| tilvitnun = Konstantin U. Chernenko died of lung, heart and liver disease, according to an autopsy report signed by the chief Kremlin physician, Dr. Yevgeny I. Chazov, and nine other doctors. [...] In addition, the report said, Mr. Chernenko's liver was destroyed by two common diseases, chronic hepatitis and cirrhosis.
}}</ref> Tsjernenko gerðist aðalritari sovéska kommúnistaflokksins eftir að [[Júríj Andropov]] lést árið 1984.
Fátt gerðist á stuttri valdatíð Tsjernenkos. Staða [[rússneska]] tungumálsins var styrkt á sovéskum yfirráðasvæðum þar sem málið var ekki móðurmál innfæddra og haldið var áfram að bæla niður pólitískt andóf. Tilraunum til að vinna bug á [[spilling]]u var hins vegar mestmegnis frestað. Sovéskir valdhafar létu stífla fjölmörg fljót í Síberíu en þessar ákvarðanir ollu talsverðum umhverfisskemmdum sem ekki var tekist á við fyrr en árið 1987.
Tsjernenko lést úr sjúkdómum sínum þann 10. mars 1985. Hann var þriðji leiðtogi Sovétríkjanna sem lést á jafnmörgum árum. Haft er eftir [[Ronald Reagan]] Bandaríkjaforseta þegar hann frétti af dauða Tsjernenkos: „Hvernig á mér að miða eitthvað áfram með þessa Rússa ef þeir halda áfram að deyja?“<ref>[[Maureen Dowd]], [https://query.nytimes.com/gst/fullpage.html?res=9C0CE2D9133EF93BA25752C1A966958260&sec=&spon=&pagewanted=all "Where's the Rest of Him?"] ''[[The New York Times]]'', 18. nóvember 1990.</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1984
| til = 1985
| fyrir = [[Júríj Andropov]]
| eftir = [[Míkhaíl Gorbatsjov]]
}}
{{Töfluendir}}
{{fde|1911|1985|Tsjernenko, Konstantín}}
{{DEFAULTSORT:Tsjernenko, Konstantín}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Starfsmenn KGB]]
jb7u9sjnqgkjh4zzhqr4ec8jxsb4gyy
Júríj Andropov
0
69761
1763774
1763537
2022-08-04T21:32:47Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Júríj Andropov<br>{{small|Ю́рий Андро́пов}}
| búseta =
| mynd = Yuri Andropov - Soviet Life, August 1983.jpg
| myndastærð = 230px
| myndatexti =
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[12. nóvember]] [[1982]]
| stjórnartíð_end = [[9. febrúar]] [[1984]]
| fæðingarnafn = Júríj Vladimíróvitsj Andropov
| fæddur = [[15. júní]] [[1914]]
| fæðingarstaður = [[Stanitsa Nagutskaja]], [[Stavrópolfylki|Stavrópol]], [[Rússneska keisaraveldið|rússneska keisaraveldinu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1984|2|9|1914|6|15}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| orsök_dauða =
| þekktur_fyrir =
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf =
| laun =
| trúarbrögð =
| maki = Tatíana Andropova
| börn = Igor, Irina
| foreldrar =
| heimasíða =
| háskóli =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| undirskrift = Yuri Andropov Signature.svg
}}
'''Júríj Vladímírovítsj Andropov''' ([[rússneska]]: Ю́рий Влади́мирович Андро́пов; [[15. júní]] [[1914]] – [[9. febrúar]] [[1984]]) var [[Sovétríkin|sovéskur]] stjórnmálamaður og [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] í fimmtán mánuði frá 1982 til dauðadags. Áður hafði hann verið [[sendiherra]] Sovétríkjanna í [[Ungverjaland]]i þegar [[uppreisnin í Ungverjalandi]] átti sér stað og yfirmaður sovésku leyniþjónustunnar [[KGB]] frá 1967 til 1982.
==Æviágrip==
Andropov fæddist þann 15. júní árið 1914 og var sonur járnbrautarverkamanns. Andropov hóf verkamamannavinnu í [[Ossetía|Ossetíu]] þegar hann var 16 ára og gekk í ungliðahreyfingu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokksins]] árið 1936.<ref name=réttur>{{Vefheimild|titill=Júrí Andropov kosinn aðalritari Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4104869|útgefandi=''Réttur''|mánuður=1. október|ár=1982|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Eftir [[Vetrarstríðið]] árið 1940 var Andropov sendur til [[Karelía|Karelíu]] til þess að koma á skipulagi þar eftir að landið hafði verið hernumið frá [[Finnland]]i.<ref name=dv>{{Vefheimild|titill=Maðurinn sem lagaði ásjónu KGB-lögreglunnar í Sovétríkjunum|útgefandi=''[[Dagblaðið Vísir]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2469165|ár=1982|mánuður=17. nóvember|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Andropov vakti athygli stjórnvalda með frammistöðu sinni í Karelíu og kleif síðan upp metorðastigann í Sovétríkjunum á næstu árum. Árið 1951 hóf Andropov störf hjá miðstjórn kommúnistaflokksins.<ref name=réttur/>
Þegar [[Níkíta Khrústsjov]] komst til valda árið 1953 var Andropov settur yfir fjórðu deild utanríkisráðuneytisins og hafði þar með umsjón yfir samskiptum við [[Austur-Þýskaland|Austur-]] og [[Vestur-Þýskaland]], [[Austurríki]], [[Pólland]] og [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]]. Hann varð sendiherra Sovétmanna í [[Ungverjaland]]i árið 1954. Á sendiherratíð Andropovs þar árið 1956 var gerð [[Uppreisnin í Ungverjalandi|uppreisn í Ungverjalandi]] og átti Andropov drjúgan þátt í því að kveða hana niður. Andropov fullvissaði [[Imre Nagy]], nýjan forsætisráðherra Ungverjalands, um að Sovétmenn myndu ekki gera innrás til þess að berja niður uppreisnina. Á bak við tjöldin sannfærði hann hins vegar Khrústsjov um að senda herafla til Ungverjalands til þess að gera einmitt það.<ref name="Andrew">{{Bókaheimild|höfundur=Christopher Andrew|höfundur2=Vasili Mitrokhin|titill=The Mitrokhin Archive: The KGB in Europe and the West|útgefandi=Gardners Books|ár=2000|tungumál=enska}}</ref> Aðeins einum degi síðar voru skriðdrekar sovéska hersins komnir til Búdapest.<ref name=dv/> Eftir að uppreisnin var kveðin í kútinn tók Andropov þátt í því að gera lepp Sovétmanna, [[János Kádár]], að nýjum forsætisráðherra Ungverjalands.<ref name=dv/>
Andropov var kjörinn í miðstjórn kommúnistaflokksins árið 1961 og varð næsta ár einn af riturum miðstjórnarinnar og síðar yfirmaður öryggisnefndar Sovétríkjanna.<ref name=réttur/> Helsta verkefni hans var að kveða niður uppreisnarhreyfingar í Austur-Evrópu.<ref name=dv/> Árið 1967 varð Andropov formaður sovésku leynilögreglunnar [[KGB]]. Stofnunin var á þessum tíma í niðurníðslu og hafði misst fleiri en 100 njósnara á alþjóðavísu.<ref name=dv/> Andropov var falið að koma á umbótum í starfsemi KGB og auka virðingu á stofnuninni. Þetta gerði hann meðal annars með því að fá sovéska rithöfunda til þess að skrifa glæpasögur þar sem starfsmann KGB voru settir í hlutverk aðalhetjunnar.<ref name=dv/> Hann viðhélt harkalegum aðgerðum KGB gagnvart andófsmönnum og átti þátt í því að gera andófsmenn á borð við [[Aleksandr Solzhenítsyn]] brottræka.<ref name=dv/> Undir stjórn Andropovs var starfsmönnum KGB fjölgað og urðu þeir um 500.000 talsins.<ref name=mbl/>
Andropov var kjörinn í framkvæmdanefnd kommúnistaflokksins árið 1973,<ref name=réttur/> fyrstur KGB-manna frá því á stjórnartíð [[Jósef Stalín|Stalíns]].<ref name=dv/> Eftir að [[Leoníd Brezhnev]] lést árið 1982 var Andropov kjörinn nýr aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og varð þar með æðsti stjórnandi Sovétríkjanna.<ref name=mbl>{{Vefheimild|titill=Stuttum leiðtogaferli Andropovs lokið: Skilur ekki eftir sig djúp spor í sögu Sovétríkjanna|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1588033|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1984|mánuður=11. febrúar|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Sem aðalritari viðraði Andropov hugmyndir um róttækar umbætur til þess að koma á vinnubrögðum að vestrænni fyrirmynd í sovéskri stjórnsýslu.<ref>{{Vefheimild|titill=Getum ekki verið ánægðir með hve hægt hefur gengið: Andropov boðar víðtækar breytingar|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4025132|útgefandi=''Tíminn''|höfundur=Þórarinn Þórarinsson|ár=1983|mánuður=18. ágúst|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Andropov boðaði einnig afvopnunarstefnu í Austur-Evrópu.<ref>{{Vefheimild|titill=„Við berum sama kvíðbogann“|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2887160|útgefandi=''Þjóðviljinn''|ár=1983|mánuður=28. apríl|mánuðurskoðað=21. desember|árskoðað=2018}}</ref> Hann kom þó fáu af þessu í verk þar sem hann var heilsuveill þegar hann tók við stjórninni og lést síðan þann 9. febrúar 1984 eftir aðeins rúmt ár við stjórnvölinn.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1982
| til = 1984
| fyrir = [[Leoníd Brezhnev]]
| eftir = [[Konstantín Tsjernenko]]
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{DEFAULTSORT:Andropov, Júríj}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins|Andropov, Júríj]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
[[Flokkur:Starfsmenn KGB]]
{{fde|1914|1984|Andropov, Júríj}}
br1tt607e7gviv6dszojmh1wxvsyz50
Michelin
0
77945
1763733
1700179
2022-08-04T13:23:09Z
Baranov107
86285
wikitext
text/x-wiki
{{fyrirtæki
|nafn = Michelin
|merki = [[Mynd:Michelin.png|175px|Michelin]]
|gerð = [[Hlutafélag]] SCA ([[Euronext]]: [http://www.euronext.com/trader/summarizedmarket/0,5372,1732_6834,00.html?quotes=stock&selectedMep=1&shareprice=MICHELIN&isinCode=FR0000121261&idInstrument=20987 ML])
|stofnað = 1888
|staðsetning = [[Clermont-Ferrand]], [[Frakkland]]
|lykilmenn = [[Michel Rollier]], Eric Bourdais de Charbonnière.
|starfsemi = [[Framleiðsla]], [[Útgáfa]]
|vörur = [[Tire|Tyres]], travel assistance services
|tekjur = [[Evra|€]]16,41 [[milljarður|miljarðar]] <small>(2008)</small><ref name="AR2008">[http://www.michelin.com/corporate/front/templates/document.DocumentRepositoryServlet?codeDocument=8332&codeRepository=MICHCORP&codeRubrique=RA_2008_EN Ársskýrsla 2008] (Skoðað 13. apríl 2009).</ref>
|starfsmenn = 117.560 <small>(2008)</small><ref name="AR2008" />
|vefur = [http://www.michelin.com www.michelin.com]
}}
'''Michelin''' er franskt dekkjafyrirtæki með sögu sem nær aftur til ársins 1889. Michelin er vörumerki '''SCA Compagnie Générale des Établissements Michelin''' sem er alþjóðlegt fyrirtæki sem að á rætur sínar að rekja til [[Frakkland]]s. Það er í dag almennt viðurkennt sem eitt af fremstu dekkjamerkjum í heimi með valmöguleika fyrir allt frá reiðhjólum alla leið til risaþotu. Það er stærsti framleiðandi hjólbarða í heiminum en auk Michelin vörumerkisins framleiðir það undir merkjum [[B.F. Goodrich]] og [[Uniroyal]], erlendis er fyrirtækið einnig þekkt fyrir framleiðslu á leiðsögubókum og fyrir Michelin stjörnur sem er [[gæðamerki]] veitt veitingahúsum og gististöðum. Michelin hefur einnig orð á sér fyrir að nota gúmmí í hæsta gæðaflokki til að hjálpa til við að skila einstakri sparneytni.<ref>{{cite web |url=https://www.clearvin.com/blog/top-10-tire-brands/ |title=TOP 10 TIRE BRANDS |author= |website=ClearVin |publisher= |accessdate=November 11, 2020}}</ref>
== Tengt efni ==
*[[CAC 40]]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://www.michelin.com Heimasíða Michelin]
* [http://www.michelin.is/is/front/affich.jsp?codeRub Michelin á Íslandi]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
* [http://www.viamichelin.com Leiðsögubækur Michelin]
* [http://www.michelin.is/is/front/affich.jsp?codeRubrique=20060207152722&lang=IS Saga Michelin]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}
{{s|1888}}
[[Flokkur:Fyrirtæki]]
[[Flokkur:Framleiðslufyrirtæki]]
[[Flokkur:Frönsk fyrirtæki]]
9v7zud13r8gv6puruhrarew0xnzq88w
Leoníd Brezhnev
0
79535
1763773
1762358
2022-08-04T21:26:32Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Leoníd Brezhnev<br>{{small|Леонид Брежнев}}
| mynd = Staatshoofden, portretten, Bestanddeelnr 925-6564.jpg
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[14. október]] [[1964]]
| stjórnartíð_end = [[10. nóvember]] [[1982]]
| forveri = [[Níkíta Khrústsjov]]
| eftirmaður = [[Konstantín Tsjernenko]]
| titill2= Forseti forsætisnefndar [[Æðstaráð Sovétríkjanna|Æðstaráðs Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start2 = [[16. júní]] [[1977]]
| stjórnartíð_end2 = [[10. nóvember]] [[1982]]
| forveri2 = [[Níkolaj Podgorníj]]
| eftirmaður2 = [[Júríj Andropov]]
| stjórnartíð_start3 = [[7. maí]] [[1960]]
| stjórnartíð_end3 = [[15. júlí]] [[1964]]
| forveri3 = [[Klíment Voroshílov]]
| eftirmaður3 = [[Anastas Míkojan]]
| fæðingarnafn = Leoníd Íljítsj Brezhnev
| fæddur = [[1. janúar]] [[1907]]
| fæðingarstaður = [[Kamenskoje]], [[Úkraína|Úkraínu]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1982|11|10|1907|1|1}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf = Verkfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Viktoría Brezhneva
| börn = Galina Brezhneva<br>Júríj Brezhnev
| undirskrift = Leonid Brezhnev Signature.svg
}}
'''Leoníd Íljítsj Brezhnev''' ([[kyrillískt letur]]: Леонид Ильич Брежнев; [[1. janúar]] [[1907]] – [[10. nóvember]] [[1982]]) var [[Sovétríkin|sovéskur]] stjórnmálamaður og [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]. Hann sat við stjórn Sovétríkjanna í átján ár, næstlengst allra Sovétleiðtoga á eftir [[Jósef Stalín]]. Á valdatíð hans jukust áhrif Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi verulega, meðal annars vegna aukinna útgjalda til sovéska hersins. Hins vegar hófst efnahagsleg og samfélagsleg stöðnun á valdatíð hans.
==Æviágrip==
Brezhnev fæddist árið 1906 í Kamenskoje í [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] (þar sem nú er Kamianske í [[Úkraína|Úkraínu]]) til rússneskrar verkamannafjölskyldu. Hann útskrifaðist úr járnvinnsluskóla í Kamenskoje og gerðist járnverkfræðingur í úkraínska stáliðnaðinum. Hann gekk í ungliðahreyfingu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|kommúnistaflokksins]] árið 1923 og var orðinn virkur meðlimur flokksins árið 1929. Þegar [[seinni heimsstyrjöldin]] hófst var hann kvaddur í herinn og gegndi herþjónustu til ársins 1946, en þá hafði hann náð tign majór-hershöfðingja. Árið 1952 var Bresnjev útnefndur í miðstjórnarráð sovéska kommúnistaflokksins og varð árið 1957 fullgildur meðlimur miðstjórnarinnar. Árið 1964 tók Brezhnev þátt í valdaráni gegn [[Níkíta Khrústsjov]], aðalritara flokksins, og tók við af honum sem leiðtogi Sovétríkjanna.
===Leiðtogi Sovétríkjanna===
Sem leiðtogi Sovétríkjanna jók Brezhnev pólitískan stöðugleika í ríkinu með íhaldssemi sinni, varkárni og viðleitni til að komast að sameiginlegum niðurstöðum með meðlimum miðstjórnarinnar. [[Spilling]] jókst hins vegar einnig vegna frændhygli hans og andstöðu við allar umbætur. Samfélagið og efnahagurinn leið fyrir það og tímabilið hefur í seinni tíð verið kennt við „stöðnun Brezhnevs“. Á alþjóðasviðinu ýtti Bresnjev á eftir svokallaðri [[Slökunarstefnan|slökunarstefnu]], eða ''détente''; viðleitni beggja heimsveldanna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] til að slaka á spennu í samskiptum sínum og auka efnahagssamstarf. Þrátt fyrir þetta rak Bresnjev einnig herskáa utanríkisstefnu og Sovétríkin gripu inn í fjölda hernaðardeila á valdatíð hans. Meðal þessara hernaðarinngripa var [[innrás Sovétmanna í Afganistan]]. Í desember árið 1981 ákvað hann hins vegar að senda sovéska herinn ekki til þess að kveða niður óeirðir í Póllandi og batt þar með enda á [[Brezhnev-kenningin|Brezhnev-kenninguna]], sem hafði gert ráð fyrir að Sovétmönnum bæri að beita hervaldi til þess að vernda kommúnismann ef honum væri ógnað á áhrifasvæði þeirra.
Eftir að heilsu hans hafði farið hrakandi í mörg ár lést Brezhnev þann 10. nóvember 1982 og [[Júríj Andropov]] tók við embætti hans. Brezhnev hafði hvatt til foringjadýrkunar á sjálfum sér, en þó ekki í nærri sama mæli og Stalín hafði gert. [[Mikhaíl Gorbatsjev]], sem leiddi Sovétríkin frá 1985 til 1991, fordæmdi forystu og arfleifð Bresnjevtímans og hóf að gera Sovétríkin frjálslyndari.
==Ímynd og orðspor Brezhnevs==
Á langri valdatíð sinni sem leiðtogi Sovétríkjanna varð Brezhnev nokkurs konar táknmynd hins litlausa og aldurhnigna [[skrifræði]]s sem var farið að einkenna kommúnismann. Brezhnevs þótti mjög hégómafullur og glysgjarn og fór í seinni tíð að sæma sjálfan sig fjölmörgum heiðursmerkjum og æ háleitari heiðurstitlum. Hann hlaut fleiri en 100 heiðursmerki á stjórnmálaferli sínum. Hégómi Brezhnevs leiddi til þess að Sovétmenn fóru að gera gys að honum og segja fjölmarga brandara um hann, yfirleitt um óhóflegt dálæti hans á heiðursmerkjum:
* „Leoníd Íljítsj fór í skurðaðgerð.“ / „Nú, út af hjartanu hans aftur?“ / „Nei, til að stækka bringuna á sér. Hann þarf pláss fyrir eina gullstjörnu í viðbót.“
* „Hvað myndi koma fyrir krókódíl ef hann æti Brezhnev?“ / „Hann myndi skíta heiðursmerkjum í viku.“<ref name=krókódíll>{{cite book|last=Raleigh|first=Donald J.|title=Soviet Baby Boomers|publisher=Oxford University Press|page=220|date=10. ágúst 2018}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1964
| til = 1982
| fyrir = [[Níkíta Khrústsjov]]
| eftir = [[Júríj Andropov]]
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{fde|1907|1982|Bresnjev, Leoníd}}
{{DEFAULTSORT:Bresnjev, Leoníd}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
do7oxvs4txwju7zyufyyxg0frhjmfyj
1763776
1763773
2022-08-04T21:45:24Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Leoníd Brezhnev<br>{{small|Леонид Брежнев}}
| mynd = Staatshoofden, portretten, Bestanddeelnr 925-6564.jpg
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[14. október]] [[1964]]
| stjórnartíð_end = [[10. nóvember]] [[1982]]
| forveri = [[Níkíta Khrústsjov]]
| eftirmaður = [[Konstantín Tsjernenko]]
| titill2= Forseti forsætisnefndar [[Æðstaráð Sovétríkjanna|Æðstaráðs Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start2 = [[16. júní]] [[1977]]
| stjórnartíð_end2 = [[10. nóvember]] [[1982]]
| forveri2 = [[Níkolaj Podgorníj]]
| eftirmaður2 = [[Júríj Andropov]]
| stjórnartíð_start3 = [[7. maí]] [[1960]]
| stjórnartíð_end3 = [[15. júlí]] [[1964]]
| forveri3 = [[Klíment Voroshílov]]
| eftirmaður3 = [[Anastas Míkojan]]
| fæðingarnafn = Leoníd Íljítsj Brezhnev
| fæddur = [[1. janúar]] [[1907]]
| fæðingarstaður = [[Kamenskoje]], [[Úkraína|Úkraínu]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1982|11|10|1907|1|1}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf = Verkfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Viktoría Brezhneva
| börn = Galina Brezhneva<br>Júríj Brezhnev
| undirskrift = Leonid Brezhnev Signature.svg
}}
'''Leoníd Íljítsj Brezhnev''' ([[kyrillískt letur]]: Леонид Ильич Брежнев; [[1. janúar]] [[1907]] – [[10. nóvember]] [[1982]]) var [[Sovétríkin|sovéskur]] stjórnmálamaður og [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]. Hann sat við stjórn Sovétríkjanna í átján ár, næstlengst allra Sovétleiðtoga á eftir [[Jósef Stalín]]. Á valdatíð hans jukust áhrif Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi verulega, meðal annars vegna aukinna útgjalda til sovéska hersins. Hins vegar hófst efnahagsleg og samfélagsleg stöðnun á valdatíð hans.
==Æviágrip==
Brezhnev fæddist árið 1906 í Kamenskoje í [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] (þar sem nú er Kamianske í [[Úkraína|Úkraínu]]) til rússneskrar verkamannafjölskyldu. Hann útskrifaðist úr járnvinnsluskóla í Kamenskoje og gerðist járnverkfræðingur í úkraínska stáliðnaðinum.<ref>{{Tímarit.is|3288820|Leoníd Breznev|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=20. september 1964|blaðsíða=2; 4}}</ref> Hann gekk í ungliðahreyfingu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|kommúnistaflokksins]] árið 1923 og var orðinn virkur meðlimur flokksins árið 1929. Þegar [[seinni heimsstyrjöldin]] hófst var hann kvaddur í herinn og gegndi herþjónustu til ársins 1946, en þá hafði hann náð tign majór-hershöfðingja. Árið 1952 var Bresnjev útnefndur í miðstjórnarráð sovéska kommúnistaflokksins og varð árið 1957 fullgildur meðlimur miðstjórnarinnar. Árið 1964 tók Brezhnev þátt í valdaráni gegn [[Níkíta Khrústsjov]], aðalritara flokksins, og tók við af honum sem leiðtogi Sovétríkjanna.<ref>{{Tímarit.is|1689592|Fall Khrústsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=25. september 1988|blaðsíða=10-11|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
===Leiðtogi Sovétríkjanna===
Sem leiðtogi Sovétríkjanna jók Brezhnev pólitískan stöðugleika í ríkinu með íhaldssemi sinni, varkárni og viðleitni til að komast að sameiginlegum niðurstöðum með meðlimum miðstjórnarinnar. [[Spilling]] jókst hins vegar einnig vegna frændhygli hans og andstöðu við allar umbætur. Samfélagið og efnahagurinn leið fyrir það og tímabilið hefur í seinni tíð verið kennt við „stöðnun Brezhnevs“. Á alþjóðasviðinu ýtti Bresnjev á eftir svokallaðri [[Slökunarstefnan|slökunarstefnu]], eða ''détente''; viðleitni beggja heimsveldanna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] til að slaka á spennu í samskiptum sínum og auka efnahagssamstarf. Þrátt fyrir þetta rak Brezhnev einnig herskáa utanríkisstefnu og Sovétríkin gripu inn í fjölda hernaðardeila á valdatíð hans.<ref>{{Tímarit.is|1758928|Guðfaðir stöðnunar og innrása|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=2. febrúar 1992|blaðsíða=6-7|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref> Meðal þessara hernaðarinngripa var [[innrás Sovétmanna í Afganistan]]. Í desember árið 1981 ákvað hann hins vegar að senda sovéska herinn ekki til þess að kveða niður óeirðir í Póllandi og batt þar með enda á [[Brezhnev-kenningin|Brezhnev-kenninguna]], sem hafði gert ráð fyrir að Sovétmönnum bæri að beita hervaldi til þess að vernda kommúnismann ef honum væri ógnað á áhrifasvæði þeirra.
Eftir að heilsu hans hafði farið hrakandi í mörg ár lést Brezhnev þann 10. nóvember 1982 og [[Júríj Andropov]] tók við embætti hans. Brezhnev hafði hvatt til foringjadýrkunar á sjálfum sér, en þó ekki í nærri sama mæli og Stalín hafði gert. [[Míkhaíl Gorbatsjov]], sem leiddi Sovétríkin frá 1985 til 1991, fordæmdi forystu og arfleifð Bresnjevtímans og hóf að gera Sovétríkin frjálslyndari.<ref>{{Tímarit.is|1565005|Efldi áhrif Rússa í heiminum og hélt Austur-Evrópuþjóðum niðri|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=12. nóvember 1982|blaðsíða=22-23}}</ref>
==Ímynd og orðspor Brezhnevs==
Á langri valdatíð sinni sem leiðtogi Sovétríkjanna varð Brezhnev nokkurs konar táknmynd hins litlausa og aldurhnigna [[skrifræði]]s sem var farið að einkenna kommúnismann. Brezhnevs þótti mjög hégómafullur og glysgjarn og fór í seinni tíð að sæma sjálfan sig fjölmörgum heiðursmerkjum og æ háleitari heiðurstitlum. Hann hlaut fleiri en 100 heiðursmerki á stjórnmálaferli sínum. Hégómi Brezhnevs leiddi til þess að Sovétmenn fóru að gera gys að honum og segja fjölmarga brandara um hann, yfirleitt um óhóflegt dálæti hans á heiðursmerkjum:
* „Leoníd Íljítsj fór í skurðaðgerð.“ / „Nú, út af hjartanu hans aftur?“ / „Nei, til að stækka bringuna á sér. Hann þarf pláss fyrir eina gullstjörnu í viðbót.“
* „Hvað myndi koma fyrir krókódíl ef hann æti Brezhnev?“ / „Hann myndi skíta heiðursmerkjum í viku.“<ref name=krókódíll>{{cite book|last=Raleigh|first=Donald J.|title=Soviet Baby Boomers|publisher=Oxford University Press|page=220|date=10. ágúst 2018}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1964
| til = 1982
| fyrir = [[Níkíta Khrústsjov]]
| eftir = [[Júríj Andropov]]
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{fde|1907|1982|Bresnjev, Leoníd}}
{{DEFAULTSORT:Bresnjev, Leoníd}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
euuxx00nm8nxvv8npl9k2zk6886tjrp
1763777
1763776
2022-08-04T21:50:22Z
TKSnaevarr
53243
/* Leiðtogi Sovétríkjanna */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Leoníd Brezhnev<br>{{small|Леонид Брежнев}}
| mynd = Staatshoofden, portretten, Bestanddeelnr 925-6564.jpg
| titill= [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| stjórnartíð_start = [[14. október]] [[1964]]
| stjórnartíð_end = [[10. nóvember]] [[1982]]
| forveri = [[Níkíta Khrústsjov]]
| eftirmaður = [[Konstantín Tsjernenko]]
| titill2= Forseti forsætisnefndar [[Æðstaráð Sovétríkjanna|Æðstaráðs Sovétríkjanna]]
| stjórnartíð_start2 = [[16. júní]] [[1977]]
| stjórnartíð_end2 = [[10. nóvember]] [[1982]]
| forveri2 = [[Níkolaj Podgorníj]]
| eftirmaður2 = [[Júríj Andropov]]
| stjórnartíð_start3 = [[7. maí]] [[1960]]
| stjórnartíð_end3 = [[15. júlí]] [[1964]]
| forveri3 = [[Klíment Voroshílov]]
| eftirmaður3 = [[Anastas Míkojan]]
| fæðingarnafn = Leoníd Íljítsj Brezhnev
| fæddur = [[1. janúar]] [[1907]]
| fæðingarstaður = [[Kamenskoje]], [[Úkraína|Úkraínu]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1982|11|10|1907|1|1}}
| dánarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]]
| starf = Verkfræðingur, stjórnmálamaður
| maki = Viktoría Brezhneva
| börn = Galina Brezhneva<br>Júríj Brezhnev
| undirskrift = Leonid Brezhnev Signature.svg
}}
'''Leoníd Íljítsj Brezhnev''' ([[kyrillískt letur]]: Леонид Ильич Брежнев; [[1. janúar]] [[1907]] – [[10. nóvember]] [[1982]]) var [[Sovétríkin|sovéskur]] stjórnmálamaður og [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]. Hann sat við stjórn Sovétríkjanna í átján ár, næstlengst allra Sovétleiðtoga á eftir [[Jósef Stalín]]. Á valdatíð hans jukust áhrif Sovétríkjanna á alþjóðavettvangi verulega, meðal annars vegna aukinna útgjalda til sovéska hersins. Hins vegar hófst efnahagsleg og samfélagsleg stöðnun á valdatíð hans.
==Æviágrip==
Brezhnev fæddist árið 1906 í Kamenskoje í [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]] (þar sem nú er Kamianske í [[Úkraína|Úkraínu]]) til rússneskrar verkamannafjölskyldu. Hann útskrifaðist úr járnvinnsluskóla í Kamenskoje og gerðist járnverkfræðingur í úkraínska stáliðnaðinum.<ref>{{Tímarit.is|3288820|Leoníd Breznev|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=20. september 1964|blaðsíða=2; 4}}</ref> Hann gekk í ungliðahreyfingu [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|kommúnistaflokksins]] árið 1923 og var orðinn virkur meðlimur flokksins árið 1929. Þegar [[seinni heimsstyrjöldin]] hófst var hann kvaddur í herinn og gegndi herþjónustu til ársins 1946, en þá hafði hann náð tign majór-hershöfðingja. Árið 1952 var Bresnjev útnefndur í miðstjórnarráð sovéska kommúnistaflokksins og varð árið 1957 fullgildur meðlimur miðstjórnarinnar. Árið 1964 tók Brezhnev þátt í valdaráni gegn [[Níkíta Khrústsjov]], aðalritara flokksins, og tók við af honum sem leiðtogi Sovétríkjanna.<ref>{{Tímarit.is|1689592|Fall Khrústsjovs|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=25. september 1988|blaðsíða=10-11|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
===Leiðtogi Sovétríkjanna===
Sem leiðtogi Sovétríkjanna jók Brezhnev pólitískan stöðugleika í ríkinu með íhaldssemi sinni, varkárni og viðleitni til að komast að sameiginlegum niðurstöðum með meðlimum miðstjórnarinnar. [[Spilling]] jókst hins vegar einnig vegna frændhygli hans og andstöðu við allar umbætur. Samfélagið og efnahagurinn leið fyrir það og tímabilið hefur í seinni tíð verið kennt við „stöðnun Brezhnevs“. Á alþjóðasviðinu ýtti Brezhnev á eftir svokallaðri [[Slökunarstefnan|slökunarstefnu]], eða ''détente''; viðleitni beggja heimsveldanna í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]] til að slaka á spennu í samskiptum sínum og auka efnahagssamstarf. Þrátt fyrir þetta rak Brezhnev einnig herskáa utanríkisstefnu og Sovétríkin gripu inn í fjölda hernaðardeila á valdatíð hans.<ref>{{Tímarit.is|1758928|Guðfaðir stöðnunar og innrása|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=2. febrúar 1992|blaðsíða=6-7|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref> Meðal þessara hernaðarinngripa var [[innrás Sovétmanna í Afganistan]]. Í desember árið 1981 ákvað hann hins vegar að senda sovéska herinn ekki til þess að kveða niður óeirðir í Póllandi og batt þar með enda á [[Brezhnev-kenningin|Brezhnev-kenninguna]], sem hafði gert ráð fyrir að Sovétmönnum bæri að beita hervaldi til þess að vernda kommúnismann ef honum væri ógnað á áhrifasvæði þeirra.
Eftir að heilsu hans hafði farið hrakandi í mörg ár lést Brezhnev þann 10. nóvember 1982 og [[Júríj Andropov]] tók við embætti hans. Brezhnev hafði hvatt til foringjadýrkunar á sjálfum sér, en þó ekki í nærri sama mæli og Stalín hafði gert. [[Míkhaíl Gorbatsjov]], sem leiddi Sovétríkin frá 1985 til 1991, fordæmdi forystu og arfleifð Bresnjevtímans og hóf að gera Sovétríkin frjálslyndari.<ref>{{Tímarit.is|1565005|Efldi áhrif Rússa í heiminum og hélt Austur-Evrópuþjóðum niðri|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=12. nóvember 1982|blaðsíða=22-23}}</ref>
==Ímynd og orðspor Brezhnevs==
Á langri valdatíð sinni sem leiðtogi Sovétríkjanna varð Brezhnev nokkurs konar táknmynd hins litlausa og aldurhnigna [[skrifræði]]s sem var farið að einkenna kommúnismann. Brezhnevs þótti mjög hégómafullur og glysgjarn og fór í seinni tíð að sæma sjálfan sig fjölmörgum heiðursmerkjum og æ háleitari heiðurstitlum. Hann hlaut fleiri en 100 heiðursmerki á stjórnmálaferli sínum. Hégómi Brezhnevs leiddi til þess að Sovétmenn fóru að gera gys að honum og segja fjölmarga brandara um hann, yfirleitt um óhóflegt dálæti hans á heiðursmerkjum:
* „Leoníd Íljítsj fór í skurðaðgerð.“ / „Nú, út af hjartanu hans aftur?“ / „Nei, til að stækka bringuna á sér. Hann þarf pláss fyrir eina gullstjörnu í viðbót.“
* „Hvað myndi koma fyrir krókódíl ef hann æti Brezhnev?“ / „Hann myndi skíta heiðursmerkjum í viku.“<ref name=krókódíll>{{cite book|last=Raleigh|first=Donald J.|title=Soviet Baby Boomers|publisher=Oxford University Press|page=220|date=10. ágúst 2018}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]]
| frá = 1964
| til = 1982
| fyrir = [[Níkíta Khrústsjov]]
| eftir = [[Júríj Andropov]]
}}
{{Töfluendir}}
{{stubbur|æviágrip}}
{{fde|1907|1982|Bresnjev, Leoníd}}
{{DEFAULTSORT:Bresnjev, Leoníd}}
[[Flokkur:Aðalritarar sovéska kommúnistaflokksins]]
[[Flokkur:Leiðtogar Kalda stríðsins]]
b4qrqpjsmvt0dwwgzffdchznwucl4vj
Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar
0
90985
1763792
1637349
2022-08-05T02:56:24Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar''' er kristið trúfélag og heyrir undir alþjóðlegu ''[[Sameiningarkirkjan|Sameiningarkirkjuna]]''. Sameiningarkirkjan er upphaflega frá [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Meðlimir í henni fylgja spámanni sínum [[Sun Myung Moon]], sem er jafnframt stofnandi trúarinnar. Samtökin hafa haldið blessunarathöfn hjóna. Á blessunarathöfn þann 25. ágúst, árið 1995 á Ólympíuvellinum í [[Seúl]], voru 360 þúsund hjón blessuð. Markmið samtakanna er að undirbúa fólk fyrir aðra komu Krists til jarðarinnar, með fjölskylduhreinsun.<ref>{{cite web |url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=369164|title=Grein: Heimsfriðunarsamband fjölskyldna|work=Morgunblaðið|accessdate=5. september|accessyear=2010}}</ref>
== Neðanmálsgreinar ==
<references />
{{Trúfélög á Íslandi}}
[[Flokkur:Trúfélög á Íslandi]]
[[Flokkur:Mótmælendatrú]]
kz2ll3bbpefoqjn5gr821e38ar3fwie
1763798
1763792
2022-08-05T03:14:06Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
'''Fjölskyldusamtök heimsfriðar og sameiningar''' er kristið trúfélag og heyrir undir alþjóðlegu ''[[Sameiningarkirkjan|Sameiningarkirkjuna]]''. Sameiningarkirkjan er upphaflega frá [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]. Meðlimir í henni fylgja spámanni sínum [[Sun Myung Moon]], sem er jafnframt stofnandi trúarinnar. Samtökin hafa haldið blessunarathöfn hjóna. Á blessunarathöfn þann 25. ágúst, árið 1995 á Ólympíuvellinum í [[Seúl]], voru 360 þúsund hjón blessuð. Markmið samtakanna er að undirbúa fólk fyrir aðra komu Krists til jarðarinnar, með fjölskylduhreinsun.<ref>{{cite web |url=http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=369164|title=Grein: Heimsfriðunarsamband fjölskyldna|work=Morgunblaðið|accessdate=5. september|accessyear=2010}}</ref>
== Neðanmálsgreinar ==
<references />
{{Trúfélög á Íslandi}}
[[Flokkur:Sameiningarkirkjan]]
[[Flokkur:Trúfélög á Íslandi]]
s2o2auzj95pl1ih5uk2rxxhgutisnwl
Rafall
0
97439
1763748
1585564
2022-08-04T14:59:36Z
Comp.arch
32151
wikitext
text/x-wiki
'''Rafall''' (e. generator) eða rafali eða '''dínamór''' (e. dynamo) eins og hann er stundum kallaður umbreytir vélrænni eða hreyfiorku í [[raforka|raforku]] við það að hreyfa leiðara í gegnum [[segulsvið]].
Fyrsti rafallinn var fundinn upp af [[Michael Faraday]] árin 1831–1832, og sú gerð, [[:en:Faraday disk|Faraday hjól]], býr til [[jafnstraumur|jafnstraum]] (DC). Fyrir um 1970 voru DC dínamóar notaðir í bílum, sem er framhald af þeirri tækni, en þá var farið að nota '''[[:en:alternator|alternator]]''' tækni í bíla en alternatorar búa til [[riðstraumur|riðstraum]] (AC). Þeir eru þó ekki notaðir í rafbíla (hvorki þarf AC né DC rafal).
Megin skiptinging er í DC og AC (alternatora), en báðar gerðir hafa ótal undirgerðir, og alternatorar er hægt að flokka eftir ýmsu, t.d. hversu marga fasa er hægt að fá út. Þriggja-fasa er algengt í t.d. virkjunum.
{{stubbur}}
mhxfad7rqcjg2vs8nj3vggpxkocjjcx
1763749
1763748
2022-08-04T16:30:07Z
Berserkur
10188
Enska er á tenglum á ensku wiki
wikitext
text/x-wiki
'''Rafall''' eða rafali eða '''dínamór''' eins og hann er stundum kallaður umbreytir vélrænni eða hreyfiorku í [[raforka|raforku]] við það að hreyfa leiðara í gegnum [[segulsvið]].
Fyrsti rafallinn var fundinn upp af [[Michael Faraday]] árin 1831–1832, og sú gerð, [[:en:Faraday disk|Faraday hjól]], býr til [[jafnstraumur|jafnstraum]] (DC). Fyrir um 1970 voru DC dínamóar notaðir í bílum, sem er framhald af þeirri tækni, en þá var farið að nota '''[[:en:alternator|alternator]]''' tækni í bíla en alternatorar búa til [[riðstraumur|riðstraum]] (AC). Þeir eru þó ekki notaðir í rafbíla (hvorki þarf AC né DC rafal).
Megin skipting er í DC og AC (alternatora), en báðar gerðir hafa ótal undirgerðir, og alternatorar er hægt að flokka eftir ýmsu, t.d. hversu marga fasa er hægt að fá út. Þriggja-fasa er algengt í t.d. virkjunum.
{{stubbur}}
d2489rz29dsawkk2li05n6ejowyhauc
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu
0
105817
1763746
1760097
2022-08-04T14:57:20Z
Inakic23
86832
/* Núverandi leikmenn */
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnu landslið
| Nafn = Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu
| Gælunafn = ''Strákarnir okkar''
| Merki =
| Íþróttasamband = [[Knattspyrnusamband Íslands]]
| Álfusamband = UEFA
| Þjálfari = [[Arnar Þór Viðarsson]]
| Aðstoðarþjálfari =
| Fyrirliði =
| Varafyrirliði =
| Flestir leikir = [[Birkir Bjarnason]]
| Flest mörk = [[Eiður Guðjohnsen]], [[Kolbeinn Sigþórsson]]
| Leikvangur =[[Laugardalsvöllur]]
| FIFA sæti = 63 (mars 2022))<ref name="Fifa ranking">[https://www.fifa.com/fifa-world-ranking/ranking-table/men/ ]FIFA</ref>
| FIFA hæst = 18
| FIFA hæst ár = Feb/mars 2018<ref name="Fifa ranking" />
| FIFA lægst = 131
| FIFA lægst ár = Apríl 2012<ref name="Fifa ranking" /> |
|pattern_la1=_ijsl18h|pattern_b1=_ijsl18h|pattern_ra1=_ijsl18h|pattern_sh1=_ijsl18h|pattern_so1=_ijsl18h
| leftarm1=0C2FFF|body1=0C2FFF|rightarm1=0C2FFF|shorts1=0C2FFF|socks1=0C2FFF
|pattern_la2=_ijsl18a|pattern_b2=_ijsl18a|pattern_ra2=_ijsl18a|pattern_sh2=_ijsl18a|pattern_so2=_ijsl18a
| leftarm2=FFFFFF|body2=ffffff|rightarm2=FFFFFF|shorts2=FFFFFF|socks2=FFFFFF
| Fyrsti leikur = Óopinber:<br />{{FRO}} [[Færeyska karlalandsliðið í knattspyrnu|Færeyjar]] 1-0 Ísland {{ISL}}<br />([[Þórshöfn (Færeyjum)]]; 20. september, 1930)<br />Opinber:<br />{{ISL}} Ísland 0-3 [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]]{{DNK}}<br />([[Reykjavík]], [[Ísland]]; 17. júlí, 1946)
| Stærsti sigur = {{ISL}} Ísland 9-0 [[Færeyska karlalandsliðið í knattspyrnu|Færeyjar]] {{FRO}} <br />([[Keflavík]], [[Ísland]]i; 17. september, 1985)
| Mesta tap = {{DNK}} [[Danska karlalandsliðið í knattspyrnu|Danmörk]] 14-2 Ísland {{ISL}}<br />([[Kaupmannahöfn]], [[Danmörk]]; 23. Ágúst, 1967)
| HM leikir =
| Fyrsti HM leikur =
| Fyrsta HM keppni =
| Mesti HM árangur =
| Álfukeppni =
| Álfukeppni leikir =
| Fyrsta álfukeppni =
| Mesti álfu árangur =
| Vefsíða = [http://www.ksi.is KSÍ]
}}
[[Mynd:Thorgrimur Thrainsson, Iceland's National Team.jpg|thumb|Landsliðið árið 1990.]]
'''Karlalandslið Íslands í knattspyrnu''' er fulltrúi [[Ísland|Íslands]] á alþjóðamótum í knattspyrnu og er undir stjórn [[Knattspyrnusamband Íslands|Knattspyrnusambands Íslands]].
Liðið spilaði sinn fyrsta opinbera landsleik gegn [[Danmörk|Danmörku]] 17. júlí 1946. Leikurinn fór fram á [[Melavöllurinn|Melavellinum]] í [[Reykjavík]] og tapaðist 0-3. Undir stjórn [[Lars Lagerbäck]] og [[Heimir Hallgrímsson|Heimis Hallgrímssonar]] tryggði liðið sér í fyrsta sinn þátttökurétt á lokakeppni evrópumótsins í knattspyrnu sem haldið var í [[Frakkland|Frakklandi]] árið 2016 og undir stjórn Heimis komst liðið í fyrsta sinn á heimsmeistaramótsins. Ísland komst í 18. sæti á [[FIFA]] styrkleikalistanum í byrjun árs 2018 og hefur liðið aldrei verið hærra.
Liðið er fulltrúi smæstu þjóðar sem hefur komist á EM og HM.
===Ísland á stórmótum===
[[Mynd:2018 World Cup Iceland1.jpg|thumb|Ísland - Króatía á HM 2018.]]
{{Aðalgrein|Íslenska karlalandsliðið á stórmótum}}
Ísland hefur tvívegis komist á stórmót [[EM 2016]] og [[HM 2018]]. Liðið var nálægt því árið 2014 þegar það tapaði í umspili gegn Króatíu um laust sæti.
Á EM komst liðið í 8 liða úrslit eftir frækinn sigur gegn Englandi. Liðið komst ekki upp úr riðli á HM.
Umspil var gegn Rúmeníu og Ungverjalandi um laust sæti á [[EM 2021]] en seinni leikurinn tapaðist naumlega og liðið komst ekki á stórmót þriðja árið í röð.
===Þjóðadeildin===
'''[[Þjóðadeildin]]''' var stofnuð 2018 og kom í stað vináttulandsleikja að mestu. Eftir góðan árangur á stórmótum fór Ísland í A-deild keppninnar, þ.e. lið af hæsta styrkleikaflokki. Ísland féll niður í B-deild haustið 2020 en liðið hafði tapað öllum leikjum sínum á móti sterkari þjóðum.
==Leikmenn==
===Núverandi leikmenn===
''Leikmenn í hóp síðustu 12 mánuði''
<br />''Tölfræði uppfærð , mars. 2022.''
{| class="wikitable"
! width=180 style="background:silver;" | Markmenn
! width=200 style="background:silver;" | Fæðingardagur (Aldur)
! width=60 style="background:silver;" |Leikjafjöldi
! width=40 style="background:silver;" | Mörk
! width=160 style="background:silver;" | Lið
|-
|[[Ögmundur Kristinsson]]
|style="text-align: center;"|19. júní 1989 (32 ára)
|style="text-align: center;"|19
|style="text-align: center;"|0
|{{GRC}} [[Olympiacos]]
|-
|[[Rúnar Alex Rúnarsson]]
|style="text-align: center;"|18. febrúar 1995 (27 ára)
|style="text-align: center;"|16
|style="text-align: center;"|0
|{{ENG}} [[Arsenal]]
|-
|[[Patrik Gunnarsson]]
|style="text-align: center;"|15. nóvember 2000 (20 ára)
|style="text-align: center;"|0
|style="text-align: center;"|0
|{{NOR}} [[Viking FK]]
|-
|[[Elías Rafn Ólafsson]]
|style="text-align: center;"|11. mars 2000 (21 ára)
|style="text-align: center;"|2
|style="text-align: center;"|0
|{{DNK}} [[FC Midtjylland]]
|-
! width=180 style="background:silver;" | Varnarmenn
! width=200 style="background:silver;" | Fæðingardagur (Aldur)
! width=60 style="background:silver;" | Leikjafjöldi
! width=40 style="background:silver;" | Mörk
! width=150 style="background:silver;" | Lið
|-
|[[Hjörtur Hermannsson]]
|style="text-align: center;"|8. febrúar 1995 (26 ára)
|style="text-align: center;"|25
|style="text-align: center;"|1
|{{DNK}} [[Brøndby IF]]
|-
|[[Guðmundur Þórarinsson]]
|style="text-align: center;"|15. apríl 1992 (29 ára)
|style="text-align: center;"|10
|style="text-align: center;"|0
|-
|[[Jón Guðni Fjóluson]]
|style="text-align: center;"|10. apríl 1989 (32 ára)
|style="text-align: center;"|18
|style="text-align: center;"|1
|{{SWE}} [[Hammarby IF]]
|-
|[[Hólmar Örn Eyjólfsson]]
|style="text-align: center;"|6. ágúst 1990 (30 ára)
|style="text-align: center;"|19
|style="text-align: center;"|2
|{{NOR}} [[Rosenborg]]
|-
|[[Hörður Björgvin Magnússon]]
|style="text-align: center;"|11. febrúar 1993 (29 ára)
|style="text-align: center;"|40
|style="text-align: center;"|2
|{{GRC}} [[Panathinaikos]]
|-
|[[Sverrir Ingi Ingason]]
|style="text-align: center;"|5. ágúst 1993 (27 ára)
|style="text-align: center;"|39
|style="text-align: center;"|3
|{{GRC}} [[PAOK FC ]]
|-
|[[Alfons Sampsted]]
|style="text-align: center;"|6. apríl 1998 (24 ára)
|style="text-align: center;"|12
|style="text-align: center;"|0
|{{NOR}} [[Bodö/Glimt]]
|-
|[[Brynjar Ingi Bjarnason]]
|style="text-align: center;"|6. desember 1999 (22 ára)
|style="text-align: center;"|13
|style="text-align: center;"|2
|{{NOR}} [[Vålerenga]]
|-
! width=180 style="background:silver;" | Miðjumenn
! width=200 style="background:silver;" | Fæðingardagur (Aldur)
! width=60 style="background:silver;" | Leikjafjöldi
! width=40 style="background:silver;" | Mörk
! width=150 style="background:silver;" | Lið
|-
|[[Samúel Friðjónsson]]
|style="text-align: center;"|18. júní 1996 (24 ára)
|style="text-align: center;"|8
|style="text-align: center;"|0
|{{NOR}} [[Viking FK]]
|-
|[[Rúnar Már Sigurjónsson]]
|style="text-align: center;"|18. júní 1990 (30 ára)
|style="text-align: center;"|32
|style="text-align: center;"|2
|{{ROU}} [[CFR Cluj]]
|-
|[[Jóhann Berg Guðmundsson]]
|style="text-align: center;"|27. október 1990 (30 ára)
|style="text-align: center;"|81
|style="text-align: center;"|8
|{{ENG}} [[Burnley F.C.]]
|-
|[[Birkir Bjarnason]]
|style="text-align: center;"|27. maí 1988 (35 ára)
|style="text-align: center;"|108
|style="text-align: center;"|15
|{{TUR}} [[Adana Demirspor]]
|-
|[[Arnór Ingvi Traustason]]
|style="text-align: center;"|30. apríl 1993 (27 ára)
|style="text-align: center;"|44
|style="text-align: center;"|5
|{{USA}} [[New England Revolution]]
|-
|[[Arnór Sigurðsson]]
|style="text-align: center;"|15. maí 1999 (23 ára)
|style="text-align: center;"|20
|style="text-align: center;"|2
|
|-
|[[Victor Pálsson]]
|style="text-align: center;"|30. apríl 1991 (30 ára)
|style="text-align: center;"|29
|style="text-align: center;"|1
|{{GER}} [[Schalke 04]]
|-
|[[Andri Baldursson]]
|style="text-align: center;"|10. janúar 2002 (19 ára)
|style="text-align: center;"|8
|style="text-align: center;"|0
|{{DNK}} [[FC Köbenhavn]]
|-
|[[Mikael Anderson]]
|style="text-align: center;"|1. júlí 1998 (22 ára)
|style="text-align: center;"|11
|style="text-align: center;"|1
|{{DNK}} [[AGF]]
|-
|[[Ísak Bergmann Jóhannesson]]
|style="text-align: center;"|23. mars 2003 (19 ára)
|style="text-align: center;"|12
|style="text-align: center;"|1
|{{DNK}} [[FC Köbenhavn]]
|-
|[[Jón Dagur Þorsteinsson]]
|style="text-align: center;"|26. nóvember 1998 (24 ára)
|style="text-align: center;"|20
|style="text-align: center;"|3
|
|-
! width=180 style="background:silver;" | Sóknarmenn
! width=200 style="background:silver;" | Fæðingardagur (Aldur)
! width=60 style="background:silver;" | Leikjafjöldi
! width=40 style="background:silver;" | Mörk
! width=150 style="background:silver;" | Lið
|-
|[[Albert Guðmundsson (fæddur 1997)|Albert Guðmundsson]]
|style="text-align: center;"|15. júní 1997 (24 ára)
|style="text-align: center;"|24
|style="text-align: center;"|4
|{{ITA}} [[Genoa C.F.C.]]
|-
|[[Viðar Örn Kjartansson]]
|style="text-align: center;"|11. mars 1990 (31 árs)
|style="text-align: center;"|32
|style="text-align: center;"|4
|
|-
|[[Jón Daði Böðvarsson]]
|style="text-align: center;"|25. maí 1992 (28 ára)
|style="text-align: center;"|63
|style="text-align: center;"|4
|{{ENG}} [[Bolton Wanderers]]
|-
|[[Andri Lucas Guðjohnsen]]
|style="text-align: center;"|29. janúar 2002 (20 ára)
|style="text-align: center;"|8
|style="text-align: center;"|2
|{{ESP}} [[Real Madrid]]
|-
|[[Sveinn Aron Guðjohnsen]]
|style="text-align: center;"|12. maí 1998 (23 ára)
|style="text-align: center;"|12
|style="text-align: center;"|1
|{{SWE}} [[IF Elfsborg]]
|-
|}
==Næstu leikir Íslands==
'''Þjóðadeildin 2022''':
*13. júní: Ísland - Ísrael
*27. sept: Albanía - Ísland
'''Vináttuleikir'''
*6. nóvember: Sádi-Arabía - Ísland
== Þjálfarar ==
{|
| style="vertical-align: top;" |
* [[Frederick Steele]] og [[Murdo McDougall]] (1946)
* [[Roland Bergström]] (1947)
* [[Joe Devene]] (1948)
* [[Fritz Buchloh]] (1949)
* [[Óli B Jónsson]] (1951)
* [[Franz Köhler]] (1953)
* [[Karl Guðmundsson]] (1954–1956)
* [[Alexander Wier]] (1957)
* [[Óli B Jónsson]] (1958)
* [[Karl Guðmundsson]] (1959)
* [[Óli B Jónasson]] (1960)
* [[Karl Guðmundsson (knattspyrnuþjálfari)|Karl Guðmundsson]] (1961)
* [[Ríkharður Jónsson]] (1962)
* [[Karl Guðmundsson]] (1963–1966)
* [[Reynir Karlsson]] (1967)
* [[Walter Pfeiffer]] (1968)
* [[Ríkharður Jónsson]] (1969–1971) ++
* [[Duncan McDowell]] (1972)
| style="width: 50px;" |
| style="vertical-align: top;" |
* [[Eggert Jóhannesson]] (1972)
* [[Henning Enoksen]] (1973)
* [[Tony Knapp]] (1974–1977)
* [[Jurí Ilitchev]] (1978–1979)
* [[Guðni Kjartansson]] (1980–1981)
* [[Jóhannes Atlason]] (1982–1983)
* [[Tony Knapp]] (1984–1985)
* [[Siegfried Held]] (1986–1989)
* [[Guðni Kjartansson]] (1989)
* [[Bo Johansson]] (1990–1991)
* [[Ásgeir Elíasson]] (1991–1995)
* [[Logi Ólafsson]] (1996–1997)
* [[Guðjón Þórðarson]] (1997–1999)
* [[Atli Eðvaldsson]] (2000–2003)
* [[Ásgeir Sigurvinsson]] og [[Logi Ólafsson]] (2003–2005)
* [[Eyjólfur Sverrisson]] (2006–2007)
* [[Ólafur Jóhannesson]] (2007-2011)
* [[Lars Lagerbäck]] (2011–2013)
| style="width: 50px;" |
| style="vertical-align: top;" |
* [[Lars Lagerbäck]] og [[Heimir Hallgrímsson]] (2013–2016)
* [[Heimir Hallgrímsson]] (2016-2018)
* [[Erik Hamrén]] 2018-2020
* [[Arnar Þór Viðarsson]] 2020-
|}
++ [[Hafsteinn Guðmundsson]] gegndi starfi landsliðseinvaldar frá 1969-74. Hlutverk hans var að velja landsliðshópinn þótt aðrir sinntu þjálfun liðsins.
==Flestir leikir==
<small>''Uppfært í júní 2022.''</small>
{|class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Röð
!Nafn
!Ferill
!Fjöldi leikja
!Mörk
|-
|1
|align="left" |'''[[Birkir Bjarnason]]'''
|2010-
|108
|15
|-
|2
|align="left"|[[Rúnar Kristinsson]]
|1987–2004
|104
|3
|-
|3
|align="left" |[[Birkir Már Sævarsson]]
|2007–2021
|103
|3
|-
|rowspan=2|4
|align="left" |[[Ragnar Sigurðsson]]
|2007–2020
|97
|5
|-
|align="left" |'''[[Aron Einar Gunnarsson]]'''
|2008–
|97
|2
|-
|6
| align="left" |[[Kári Árnason]]
|2005-2021
|90
|6
|-
|7
|align="left"|[[Hermann Hreiðarsson]]
|1996–2011
|89
|5
|-
|8
|align="left"|[[Eiður Guðjohnsen]]
|1996–2016
|88
|26
|-
|9
|align="left"|'''[[Ari Freyr Skúlason]]'''
|2009-
|82
|0
|-
|10
|align="left"|'''[[Jóhann Berg Guðmundsson]]'''
|2008-
|81
|8
|-
|11
|align="left"|[[Guðni Bergsson]]
|1984–2003
|80
|1
|-
|12
|align="left" |'''[[Gylfi Sigurðsson]]'''
|2010-
|78
|25
|-
|13
|align="left"|[[Hannes Þór Halldórsson]]
|2011-2021
|77
|0
|-
|rowspan=2|14
|align="left"|[[Brynjar Björn Gunnarsson]]
|1997–2009
|74
|4
|-
|align="left"|[[Birkir Kristinsson]]
|1988–2004
|74
|0
|-
|rowspan=2|16
|align="left"|[[Arnór Guðjohnsen]]
|1979–1997
|73
|14
|-
| align="left" |[[Emil Hallfreðsson]]
|2005–2020
|73
|1
|-
|18
|align="left"|[[Ólafur Þórðarson (footballer)|Ólafur Þórðarson]]
|1984–1996
|72
|5
|-
|rowspan=2|19
|align="left"|[[Arnar Grétarsson]]
|1991–2004
|71
|2
|-
|align="left"|[[Árni Gautur Arason]]
|1998–2010
|71
|0
|-
|21
|align="left"|[[Atli Eðvaldsson]]
|1976–1991
|70
|8
|-
|22
|align="left"|[[Sævar Jónsson]]
|1980–1992
|69
|1
|-
|23
|align="left"|[[Marteinn Geirsson]]
|1971–1982
|67
|8
|-
|24
|align="left"|[[Eyjólfur Sverrisson]]
|1990–2001
|66
|10
|-
|rowspan=2|25
|align="left"|[[Indriði Sigurðsson]]
|2000–2014
|65
|2
|-
|align="left"|[[Sigurður Jónsson]]
|1983–1999
|65
|3
|-
|27
|align="left"|'''[[Kolbeinn Sigþórsson]]'''
|2010-
|64
|26
|-
|rowspan=2|28
|align="left"|[[Helgi Sigurðsson]]
|1993–2008
|62
|10
|-
|align="left"|'''[[Jón Daði Böðvarsson]]'''
|2012–
|62
|4
|-
|29
|align="left"|'''[[Alfreð Finnbogason]]'''
|2010–
|61
|15
|-
|31
|align="left"|[[Þórður Guðjónsson]]
|1993–2004
|58
|13
|-
|32
|align="left"|[[Heiðar Helguson]]
|1999–2011
|55
|12
|-
|rowspan=2|33
|align="left"|[[Kristján Örn Sigurðsson]]
|2003–2011
|53
|4
|-
|align="left"|[[Rúrik Gíslason]]
|2009–2018
|53
|3
|-
|35
|align="left"|[[Arnar Þór Viðarsson]]
|1998–2007
|52
|2
|-
|rowspan=2|36
|align="left"|[[Árni Sveinsson]]
|1975–1985
|50
|4
|-
|align="left"|[[Gunnar Gíslason]]
|1982–1991
|50
|3
|-
|}
==Flest mörk==
<small>''Uppfært 30. maí, 2021''</small>
{|class="wikitable" style="text-align:center;"
|-
!Röð
!Nafn
!Ferill
!Mörk
!Fjöldi leikja
!Meðaltal marka á leik
|-
|rowspan=2|1
|style="text-align:left;"|[[Eiður Guðjohnsen]]
|1996–2016
|26
|88
|0.30
|-
|style="text-align:left;"|'''[[Kolbeinn Sigþórsson]]'''
|2010–
|26
|63
|0.41
|-
|3
|style="text-align:left;"|'''[[Gylfi Þór Sigurðsson]]'''
|2010–
|25
|78
|0.32
|-
|4
|style="text-align:left;"|[[Ríkharður Jónsson]]
|1947–1965
|17
|33
|0.52
|-
|rowspan=2|5
|style="text-align:left;"|'''[[Alfreð Finnbogason]]'''
|2010–
|15
|61
|0.24
|-
|style="text-align:left;"|'''[[Birkir Bjarnason]]'''
|2010–
|15
|105
|0.14
|-
|rowspan=2|7
|style="text-align:left;"|[[Ríkharður Daðason]]
|1991–2004
|14
|44
|0.32
|-
|style="text-align:left;"|[[Arnór Guðjohnsen]]
|1979–1997
|14
|73
|0.19
|-
|9
|style="text-align:left;"|[[Þórður Guðjónsson]]
|1993–2004
|13
|58
|0.22
|-
|rowspan=2|10
|style="text-align:left;"|[[Tryggvi Guðmundsson]]
|1997–2008
|12
|42
|0.29
|-
|style="text-align:left;"|[[Heiðar Helguson]]
|1999–2011
|12
|55
|0.22
|-
|rowspan=2|12
|style="text-align:left;"|[[Pétur Pétursson]]
|1978–1990
|11
|41
|0.27
|-
|style="text-align:left;"|[[Matthías Hallgrímsson]]
|1968–1977
|11
|45
|0.24
|-
|rowspan=2|14
|style="text-align:left;"|[[Helgi Sigurðsson]]
|1993–2008
|10
|62
|0.16
|-
|style="text-align:left;"|[[Eyjólfur Sverrisson]]
|1990–2001
|10
|66
|0.15
|-
|rowspan=2|16
|style="text-align:left;"|[[Þórður Þórðarson (fæddur 1930)|Þórður Þ. Þórðarson]]
|1951–1958
|9
|16
|0.56
|-
|style="text-align:left;"|[[Teitur Þórðarson]]
|1972–1985
|9
|41
|0.22
|-
|rowspan=5|18
|style="text-align:left;"|'''[[Jóhann Berg Guðmundsson]]'''
|2008-
|8
|81
|0.09
|-
|-
|style="text-align:left;"|[[Guðmundur Steinsson]]
|1980–1988
|8
|19
|0.42
|-
|style="text-align:left;"|[[Sigurður Grétarsson]]
|1980–1992
|8
|46
|0.17
|-
|style="text-align:left;"|[[Marteinn Geirsson]]
|1971–1982
|8
|67
|0.12
|-
|style="text-align:left;"|[[Atli Eðvaldsson]]
|1976–1991
|8
|70
|0.11
|}
== Tilvísanir ==
<references/>
== Tenglar ==
* [http://eu-football.info/_matches.php?id=103 Allir leikir íslenska landsliðsins í knattspyrnu]
* [http://www.ksi.is/mot/leikir-felaga/?felag=136924&vollur=%25&flokkur=112&kyn=1&dFra-dd=01&dFra-mm=01&dFra-yy=2014&dTil-dd=31&dTil-mm=12&dTil-yy=2014 Allir leikir íslenska landsliðsins á árinu]
[[Flokkur:Karlalandslið í knattspyrnu]]
[[Flokkur:Íslensk landslið]]
[[Flokkur:Evrópsk knattspyrnulandslið]]
kzmsl2t0mc48xj7crx9jcazta1wfwg8
Charles Manson
0
133764
1763795
1678515
2022-08-05T02:58:14Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Charles Manson
| búseta =
| mynd = MansonB33920 8-14-17 (cropped).jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti = {{small|Manson árið 2017.}}
| fæðingardagur = [[12. nóvember]] [[1934]]
| fæðingarstaður = [[Cincinnati]], [[Ohio]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|2017|11|19|1934|11|12}}
| dauðastaður = [[Bakersfield]], [[Kalifornía|Kaliforníu]], Bandaríkjunum
| orsök_dauða = [[Hjartastopp]]
| starf =
| maki = Rosalie Willis (g. 1955; skilin 1958)<br>Leona Stevens (g. 1959; skilin 1963)
| börn = 4
| þekkt_fyrir =
| foreldrar = W. H. Scott Sr. og Kathleen Maddox
| undirskrift = Charles Manson signature2.svg
}}
'''Charles Milles Manson''' (f. 12. nóvember 1934 sem '''Charles Milles Maddox''', d. 19. nóvember 2017) var bandarískur glæpamaður og fyrrum leiðtogi hinnar svokölluðu [[Manson-fjölskyldan|Manson-fjölskyldu]]. Manson og fylgjendur hans myrtu níu manns á aðeins fimm vikum sumarið 1969. Árið 1971 var hann sakfelldur fyrir að fyrirskipa morðin á sjö manns en þeir sem voru drepnir voru leikkonan [[Sharon Tate]] og fjórir aðrir á heimili leikkonunnar. Daginn eftir voru svo hjónin Leno og Rosemary Labianca drepin.
Manson trúði á það sem hann kallaði ''Helter Skelter'' en það var að hans sögn, yfirvofandi dómsdagsstríð milli hvítra og svarta. Heitið kemur frá samnefndu lagi með Bítlunum af [[The White Album]] en Manson þóttist skilja að það væru hin raunverulegu skilaboð lagsins. Morðin sem voru framin að hans undirlagi áttu að flýta fyrir þessu stríði. Söfnuður hans, Manson fjölskyldan, hugðist svo fela sig í helli í eyðimörkinni á meðan svartir menn útrýmdu þeim hvítu, og koma svo fram og drottna yfir blökkumönnum að því loknu. Manson varð seinna meir að einskonar tákmynd fyrir geðveiki, ofbeldi og hið ógnvekjandi. Lögmaðurinn sem sótti hann til saka, Vincent Bugliosi, gaf seinna meir út bókina [[Helter Skelter]] þar sem hann skrifar um Manson og umrædd morð.
Áður en Manson stofnaði Manson-fjölskylduna var hann atvinnulaus fyrrum fangi og hafði eytt helmingi ævi sinnar í betrunarvist fyrir ýmis brot. Áður en morðin voru framin var hann söngvari og lagasmiður í [[Los Angeles]] en hann átti smávinsældir sínar [[Dennis Wilson]], trommara og einum af stofnanda [[Beach Boys]], að þakka. Eftir sakfellinguna voru lög sem hann hafði samið og flutt gefin út á almennum markaði. Margir tónlistarmenn eins og [[Redd Kross]], [[Guns N' Roses]], [[White Zombie]], [[Devandra Banhart]], og [[Marilyn Manson]], hafa gert sínar útgáfur af þessum lögum og gefið út.
Manson var dæmdur til dauða en þeim dómi var síðan breytt í lífstíðardóm eftir að hæstiréttur Kaliforníu afnam dauðarefsingar árið 1972. Þrátt fyrir að [[Kalifornía]] hafi aftur tekið upp dauðarefsingar þá hafði það ekki áhrif á fangelsisdóm Mansons. Hann sat í fangelsi með nífaldan lífstíðardóm í ríkisfangelsinu í Corcoran í Kaliforníu þar til hann lést.
==Heimildir==
* {{wpheimild|tungumál=en|titill=Charles_Manson|mánuðurskoðað=17. apríl|árskoðað=2016}}
{{fde|1934|2017|Manson, Charles}}
{{DEFAULTSORT:Manson, Charles}}
[[Flokkur:Bandarískir glæpamenn]]
[[Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða]]
4nmb9pm3bnlnoxzez626ymjkvsnbcm2
Skúlamál
0
143126
1763805
1654517
2022-08-05T10:53:24Z
82.221.32.234
/* Um Skúla Thoroddsen */
wikitext
text/x-wiki
'''Skúlamálin''' voru samsafn ákæra og ásakana á hendur [[Skúli Thoroddsen|Skúla Thoroddsen]], þá sýslumanni [[Ísafjörður|Ísfirðinga]], á tíunda áratug nítjándu aldar sem leiddu til þess að Skúli var leystur frá störfum. Haft hefur verið fyrir satt að málið hafi verið pólitísk ofsókn andstæðinga Skúla gegn honum í því skyni að bola honum úr embætti. Málið lifir í minningunni sem eitt svæsnasta hneykslismál íslenskrar réttarsögu.
==Um Skúla Thoroddsen==
[[Skúli Thoroddsen]] (1859 – 1916) var áhrifamaður í íslenskum stjórnmálum og sjálfstæðisbaráttu í kring um aldamót 19. og 20. aldar. Hann var einn af stofnfélögum stjórnmálahreyfingarinnar [[Velvakandi|Velvakanda]], söfnuðar íslenskra stúdenta í [[Kaupmannahöfn]] sem skáru sig úr meðal annarra þjóðernissinna með óvægnum árásum á íslensku embættismannastéttina, klíkuskap þeirra og himinhá laun. Skúli lét einna mest til sín taka sem ritstjóri ''[[Þjóðviljinn (1887-1915)|Þjóðviljans]]'', sem kom út á Ísafirði og var dreift um land allt. ''Þjóðviljinn'' var herskátt blað sem ætlað var að berjast við yfirráð Dana á Íslandi, boða lýðræði, trúfrelsi, kvenréttindi og önnur mannréttindi og vekja stéttarvitund alþýðunnar gegn kaupmanna- og embættismannavaldi. Skúli komst svo að orði að með blaðinu vildi hann „radikalisera Ísfirðinga dálítið“<ref>Jón Guðnason, ''Skúli Thoroddsen'', fyrra bindi, bls. 110.</ref> og „umfram allt setja fjör í þá.“ Atferli Skúla bakaði honum eðlilega marga óvini í „höfðingjaklíkunni“ sem hann hataðist svo við, meðal annars [[Hannes Hafstein]] landshöfðingjaritara, sem taldi Skúla vera þjóðernisöfgamann,<ref>Guðjón Friðriksson, ''Ég elska þig stormur'', bls. 222.</ref> og [[Magnús Stephensen (f. 1836)|Magnús Stephensen]] [[Landshöfðingi|landshöfðingja]], sem leit á Skúla sem eins konar uppreisnarmann meðal embættismanna. Skúli var tvívegis Alþingismaður, fyrst fyrir Eyfirðinga á árunum 1890 – 1892 og svo fyrir Ísfirðinga 1892 – 1902 og Norður-Ísfirðinga 1903 – 1915.<ref>{{Cite web|url=https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=534|title=Skúli Thoroddsen|website=Alþingi|language=is|access-date=2022-08-05}}</ref> Hann var sýslumaður og bæjarfógeti á Ísafirði frá 1884 – 1892, eða þar til honum var vikið úr embætti í sambandi við Skúlamálið.
==Skurðsmálið==
Skúlamálið á rætur sínar að rekja í annað mál sem viðkom dauða manns að nafni Salómon Jónsson, sem fannst látinn þann 22. desember 1891 í snjóskafli í [[Klofningsdalur|Klofningsdal]]. Salómon þessi hafði verið í för með fjórum öðrum mönnum á leið yfir [[Sauðanesfjall]] og [[Klofningsheiði]] frá [[Flateyri]] til [[Súgandafjörður|Súgandafjarðar]] kvöldið áður, en hafði ekki skilað sér á áfangastað ásamt ferðafélögum sínum.
Snemma lá grunur um að morð hefði verið framið og að Sigurður „skurður“ Jóhannsson, einn af förunautum Salómons, væri sökudólgurinn. Þannig var búið um líkið í skaflinum að höfði Salómons virtist hafa verið stungið inn og honum haldið þar uns hann kafnaði. Áverkar á hálsi Salómons renndu frekari stoðum undir þá kenningu. Í kringum skaflinn voru fótspor sem voru of lítil til að vera eftir Salómon sjálfan en nógu stór til að geta tilheyrt Sigurði. Auk þess var Sigurður þekktur óbótamaður, hafði lent í útistöðum og slagsmálum við Salómon á leiðinni til Súgandafjarðar og látið falla orð sem mátti túlka sem morðhótun.
Nánast enginn á Flateyri efaðist um sekt Sigurðar en lögvaldið gat þó ekki nýtt sér gögnin sem voru fyrir hendi vegna þess hve svifasein viðbrögð þeirra voru. Jólin voru á næsta leiti og líklega hafa embættismenn viljað byrja hátíðarhöldin óáreittir – Guðmundur Eiríksson hreppstjóri hreyfði lítið við málinu fyrr en eftir jól og Skúli sýslumaður fékk ekki tilkynningu um málið fyrr en 27. desember. Þá voru fimm dagar liðnir frá líkfundinum og versummerkin á vetvangi glæpsins vitaskuld horfin vegna óviðris. Skúli hafði því fá gögn til að vinna með önnur en vitnisburði og líkrannsóknarskýrslu Halldórs Torfasonar aðstoðarhéraðslæknis, sem komst ekki að ótvíræðri niðurstöðu um að Salómon hefði verið ráðinn bani og eyddi reyndar ófáum orðum í að gagnrýna meðferð líksins og áverka á því vegna músagangs.
Eftir að hafa lesið skýrsluna hélt Skúli loks til [[Önundarfjörður|Önundarfjarðar]] og kom þangað tólf dögum eftir að líkið hafði fundist. Þar yfirheyrði hann heimamenn og sannfærðist fljótt um að Sigurður skurður hefði ráðið Salómon af dögum. Rannsókn Skúla var í meira lagi óformleg – hann lét vera að festa yfirheyrslurnar í skýrslu, rekja slóð mannanna sem fóru yfir Klofningsheiði og virða fyrir sér líkfundarstaðinn. Vera má að honum hafi þótt gögnin gegn Sigurði svo yfirgnæfandi að óþarfi væri að eltast við smáatriði. Skúli handtók Sigurð með þeirri röksemdafærslu að framburður hans samræmdist ekki vitnisburði félaga hans og flutti hann með sér til Ísafjarðar, þar sem hann var lokaður inni í fangahúsi kaupstaðarins þann 7. janúar.
Skúli virðist hafa beitt Sigurð meira harðræði en hann var vanur – þegar Sigurður neitaði að hætta að syngja á nóttunni var hann sviptur ljósglætu, síðan tóbaki og loks bókum og skriffærum. Skúli réttlætti aðferðir sínar á þá leið að Sigurður hefði játað sekt sína við hann undir fjögur augu en svo neitað að endurtaka játninguna fyrir framan vitni. Skúli setti Sigurð tvívegis í fimm daga vist upp á vatn og brauð, en leyft var að nota slíkar refsingar ef sakborningur neitaði að svara spurningum dómarans. Skúli lét hins vegar vera í seinna skiptið að færa í skýrslu hvaða spurningum Sigurður hefði neitað að svara og gat ekki gert grein fyrir því þegar hann var yfirheyrður seinna meir.
Skúli vildi framlengja fangavist Sigurðar og sendi skýrslu um málið í því skyni til [[Kristján Jónsson (dómsstjóri og ráðherra)|Kristjáns Jónssonar]] amtmanns, en biðin eftir svari Kristjáns dróst svo á langinn að Skúli neyddist til að sleppa Sigurði þann tuttugasta febrúar. Kristján ávítaði Skúla lítillega fyrir mistök hans í meðferð málsins en virðist ekki hafa litið svo á að Skúli hefði gert neitt saknæmt eða refsivert. [[Magnús Stephensen (f. 1836)|Magnús Stephensen]] landshöfðingi greip upplýsingarnar um villurnar í málsmeðferðinni hins vegar á lofti þegar Kristján orðaði þær við hann og túlkaði samtal þeirra Kristjáns sem svo að Kristján hefði kært Skúla fyrir sér. „Nú höfum við höggstað á Skúla,“<ref>Jón Guðnason, ''Skúli Thoroddsen'', fyrra bindi, bls. 169.</ref> á [[Hannes Hafstein]] landsritari að hafa sagt um þessar mundir.
==Skúlamálið==
Þann tíunda maí sendi Magnús Íslandsmálaráðuneytinu í Kaupmannahöfn fyrirspurn um hvort Skúli skyldi ákærður, honum vikið tímabundið úr starfi og annar sýslumaður skipaður til þess að rannsaka mál hans. Í bréfinu gerði Magnús mikið úr málinu, fullyrti ranglega að Kristján amtmaður hefði kært til sín athæfi Skúla og afbakaði skýrslu Skúla í danskri þýðingu til að gefa til kynna að hann hefði sett Sigurð skurð upp á vatn og brauð til þess að neyða fram játningu. Magnús mælti sérstaklega með því að [[Lárus H. Bjarnason|Lárus Bjarnason]], málflutningsmaður við [[Landsyfirréttur|Landsyfirréttinn]], færi með málið og bað um svar sem fyrst því Lárus væri reiðubúinn til að halda til Ísafjarðar þegar í stað með næsta skipi. Þetta er eftirtektarvert því greinilegt er að Magnús hefur skipulagt aðkomu Lárusar að málinu fyrirfram og sammælst um það við hann að Lárus færi til Ísafjarðar í því skyni að koma Skúla úr embætti. Einnig er eftirtektarvert að Magnús hafði Kristján amtmann ekki með í ráðum þegar hann sendi bréfið og útnefndi Lárus og lét hann ekki vita að hann hefði kært Skúla til ráðuneytisins – Kristján hafði skipað Skúla að halda rannsókn málsins áfram í svari sínu til hans og var því greinilega ekki þeirrar skoðunar að mistök Skúla gerðu hann óhæfan til að fara með það.
[[Johannes Magnus Valdemar Nelleman|Johannes M. V. Nelleman]] [[Íslandsráðgjafi|Íslandsráðherra]] taldi of snemmt að víkja Skúla úr embætti, en féllst þó á að skipa Lárus sérstakan konunglegan umboðsdómara til þess að rannsaka málið. Lárus fór til Ísafjarðar þann sextánda júní með skipinu ''Lauru'' og hófst handa við rannsóknina. Fyrsta daginn sem Lárus var á Ísafirði hafði hann alls ekki samband við Skúla til að greina honum frá erindagjörðum sínum, heldur leitaði hann uppi réttarvotta Skúla úr yfirheyrslunni yfir Sigurði og yfirheyrði þá óundirbúna til að draga upp með réttu eða röngu þá niðurstöðu að Skúli hefði beitt vatns- og brauðsmeðferðinni til að neyða Sigurð til játningar.
Skúli var yfirheyrður daginn eftir og spurður spjörunum úr um villurnar í meðferð Skurðsmálsins – hví hann hefði brugðist svo seint við dauða Salómons Jónssonar, hví hann hefði ekki sjálfur kannað staðinn þar sem lík Salómons fannst, á hvaða forsendum hann hefði sett Sigurð skurð upp á vatn og brauð og hvers vegna misræmi væri milli frásagnar hans af rannsókninni og skýrslugerðar hans. Þegar Skúli fékk réttarvotta sína til að undirrita yfirlýsingu sem tók af allan vafa um að Sigurður hefði neitað að svara spurningum hans áður en hann var settur upp á vatn og brauð, þvert á fyrri niðurstöðu úr yfirheyrslu Lárusar, bættist við sú ásökun að Skúli væri að reyna að fá vitni til að bera rangt fyrir rétti. Á næstu dögum hélt Lárus áfram og yfirheyrði vinnufólk Skúla um það hvort Sigurði hefði verið misþyrmt í gæsluvarðhaldi hjá sýslumanninum. Eftir að hafa kannað meðferðina á Sigurði og aðstæður í fangavist hans tefldi Lárus fram læknaskýrslu Þorvaldar Jónssonar héraðslæknis, sem hafði tekið Sigurð í læknisskoðun eftir að hann var leystur úr haldi og fengið hann til harðorðra lýsinga á illri meðferð sinni í fangelsinu.
Þann 27. júní sendi Magnús Stephensen réttarpróf og yfirheyrslur Lárusar til Íslandsmálaráðuneytisins í Kaupmannahöfn ásamt bréfi þar sem hann bað um að Skúli yrði ákærður fyrir brot á hegningarlögum um að neyða mann til játningar og að honum yrði vikið úr embætti þar til dómur yrði kveðinn. Í svari ráðuneytisins, sem barst þann 15. ágúst, voru kröfur Magnúsar samþykktar og gott betur – í stað brots á einum hegningarlögum var Skúli ákærður fyrir fimm og Magnúsi boðið að tilnefna nýjan sýslumann til að ljúka málinu. Þar sem Magnús hafði aðeins tilgreint brot á einu lagaákvæði í upprunalega bréfinu til ráðuneytisins átti Skúli seinna eftir að taka þetta svar þeirra sem sönnun fyrir því að Magnús hefði í millitíðinni sent ráðamönnum í Danmörku leynilegt einkabréf þar sem hann tilgreindi öll fimm lagaákvæðin, en Magnús neitaði því statt og stöðugt að hafa sent annað bréf.<ref>{{Cite news |title=„Paragrapharnir“ |date=31. janúar 1893 |accessdate=8. apríl 2018|publisher=''[[Þjóðviljinn ungi]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2174377}}</ref>
==Allsherjarrannsókn á embættisferli Skúla==
Næst gekk Magnús lengra en samþykki ráðuneytisins á málssókninni hafði strangt til tekið gefið leyfi fyrir: Í stað þess að sækja Skúla einungis til saka fyrir meðferð hans á Skurðsmálinu átti Lárus nú að rannsaka allan embættisferil Skúla á Ísafirði og allt sem kynni að vera tortryggilegt við framkomu hans sem dómara. Með bréf landshöfðingja í hönd hóf Lárus nú í byrjun september að róta í öllum sýsluplöggum Skúla í leit að mistökum úr hverju einasta máli sem hann hafði sinnt í embætti sínu. Lárus fór fram með slíku offorsi gegn Skúla og þeim vitnum sem voru honum hagstæð að sú skoðun styrktist að hann beitti vitni ofbeldi, hótunum, gerði þeim upp skoðanir og bókaði ummæli þeirra rangt.
Rannsókn Lárusar beindist nú að tveimur sakamálum sem Skúli hafði haft til meðferðar: Annað þeirra gegn Rögnvaldi Guðmundssyni og hitt gegn Steindóri Markússyni. Í báðum málunum bar verjandinn Grímur Jónsson vitni um að Skúli hefði beitt bellibrögðum til að koma í veg fyrir að sakborningar fengju sanngjarna vörn. Ein alvarlegasta ásökunin sem Lárus bar upp á Skúla var þó að hann hefði falsað undirskriftir í dómsmálabók fyrir manntalsþing – skýringin var sú að þegar Skúli hélt manntalsþing á Djúpi vorið 1892 hafði hann gleymt bókinni og látið þingvotta undirrita þinghöldin á pappírsarkir sem Skúli afritaði svo í þingmálabókina heima fyrir með hjálp konu sinnar.
Lárus kvað loksins upp dóm sinn þann 10. júlí 1893 og sakfelldi Skúla fyrir vanrækslu í embætti, valdníðslu í Skurðsmálinu, fölsun undirskrifta, rangar bókanir og ýmsa aðra glæpi úr málum sem hann hafði grafið upp úr embættisferli Skúla. Skúli áfrýjaði dómnum umsvifalaust til Landsyfirréttar, en rannsókn málsins þar var í raun fyrsta skipti sem litið var á það af yfirvegun og hlutlægni. Tvennt kom í ljós sem skipti sköpum fyrir mál Skúla: Í fyrsta lagi var nær stöðugur ágreiningur milli vitna og dómara um það hvernig framburður þeirra hefði verið skráður, en slíkur ágreiningur var ekki leyfilegur þar sem vitni áttu rétt á að ráða því hvernig framburður þeirra var skráður. Í öðru lagi voru brotin sem Skúli var ákærður fyrir flest ekki nærri því nógu alvarleg til að varða embættismissi. Niðurstaðan var sú að dómi Lárusar var hnekkt og Skúli var eingöngu dæmdur til 600 króna sektar fyrir brot á hegningarlögum gegn Sigurði skurði.
Magnús Stephensen lét sér þessa niðurstöðu sér ekki lynda og áfrýjaði dómnum til Hæstaréttarins í Kaupmannahöfn, enda vildi hann að Skúli yrði sviptur embætti en ekki aðeins sektaður. Hugsanlega átti hann von á að Skúli ætti hvorki fé né orku til að útvega sér sterka málsvörn í dönskum rétti. Í Danmörku fór málið þó á allt aðra vegu en Magnús hafði vonað, því það kallaðist óþægilega á við svipuð hneykslismál í stjórnmálum þar í landi. Skúlamálið minnti um of á svipaðar pólitískar ofsóknir í stjórnartíð [[Jacob Brønnum Scavenius Estrup|J. B. S. Estrup]], sér í lagi fangelsun vinstrileiðtogans [[Christen Berg]] fáeinum árum fyrr. Svo viðkvæmt varð „íslenska réttarhneykslið“ fyrir dönsk dómsyfirvöld að í þeirra höndum var tekið enn mýkra á máli Skúla en Landsyfirréttur hafði gert. Þann 15. febrúar 1895 kvað Hæstiréttur upp dóm og sýknaði Skúla af öllum ákæruatriðum.
==Eftirmál og viðbrögð Magnúsar Stephensen==
Skúlamálið varð mjög umtalað það sem eftir var af ferli Magnúsar landshöfðingja. Niðurstaða málsins spillti sambandi Magnúsar bæði við hinn íslenska þingheim og við stjórnvöld í Danmörku, sem gerðu ekkert til að hlífa honum við skellinum af „íslenska réttarhneykslinu“.
Viðbrögð Magnúsar við úrlausn málsins eru þó eitt skýrasta merkið um hinn rammpólitíska ásetning að baki þess og um þær pólitísku ofsóknir sem málið hafði snúist upp í – eftir lok Skúlamálsins sendi Magnús bréf til Íslandsmálaráðuneytisins og mælti harðlega gegn því að Skúli fengi aftur sýslumannsembætti sitt. Hann úthúðaði Skúla sem pólitískum æsingarmanni sem hefði rekið fjandsamlegan áróður gegn landsstjórninni. Hann færði jafnframt rök fyrir því að fullkomin uppreisn æru Skúla yrði skaðleg landi og þjóð og myndi valda sundrungu milli þjóðar og stjórnar.
Áhuga vekur að í röksemdum Magnúsar var ósk hans um að Skúla yrði haldið frá embætti loksins aðskilin frá ásökunum um bein afbrot – meginástæðan sem Magnús gaf ráðuneytinu fyrir því að Skúla ætti ekki að vera skilað embættinu var sú að Skúli væri ótrúr landsstjórninni og myndi nota hæfileika sína til að spilla fyrir henni. Svipaðar röksemdir endurtók Magnús seinna þegar málið kom til kasta Alþingis – að ástæðan fyrir því að Skúli hefði ekki endurheimt embætti sitt hefði ekkert með sekt eða sakleysi að gera, heldur aðeins með framkomu hans gegn stjórninni og tilraunir Skúla til að spilla fyrir samvinnu stjórnvalda og alþýðu. Á vissan hátt viðurkenndi Magnús blátt áfram með þessum málflutningi að Skúlamálið hefði verið rekið áfram í nafni pólitískra deilna og persónulegrar andúðar frekar en lagalegra hugsjóna.
Að lokum var gerð sú málamiðlun að Skúla var boðið sýslumannsembættið í [[Rangárvallasýsla|Rangárvallasýslu]] í stað þess á Ísafirði. Þetta embætti var talsvert tekjulægra en hið fyrra og því hafnaði Skúli því að taka það að sér. Hugsanlega sá Magnús fyrir að Skúla yrði embættið ekki þóknanleg sárabót og að hann myndi hafna því. Hvað sem því líður tókst Magnúsi með þessu móti að lokum að hrekja Skúla frá embætti, en ekki án frekari eftirmála: Að áeggjan Skúla veitti Alþingi honum í júlí 1895 fimm þúsund króna skaðabætur vegna málskostnaðar og fjártjóns hans sökum atvinnumissisins. Það að þessi „kinnhestur“ Alþingis á landsstjórnina hafi verið samþykktur (en þó með naumum þingmeirihluta sem studdur var af atkvæði Skúla sjálfs) sýnir glöggt hve víðtæk sú skoðun var orðin að framganga stjórnarinnar gegn Skúla hafi verið pólitísk ofsókn.
Sú skoðun hlaut enn sterkari grunn þegar sérstök rannsóknarnefnd var skipuð til að rannsaka meðferð Skúlamálsins. Nefndin gerði athugasemdir við ýmsar aðgerðir landshöfðingjans í málinu og dró athygli að leyndinni sem hafði ríkt yfir kærunni á hendur Skúla, strangri sérmeðferðinni sem mál Skúla virtist hafa fengið miðað við önnur sambærileg brot embættismanna og því að Magnús hafi heimilað allsherjarrannsókn á ferli Skúla án leyfis frá Íslandsmálaráðuneytinu. Öll þessi atriði og fleiri slík í framgöngu Lárusar Bjarnasonar eiga þátt í því að Skúlamálsins er minnst sem eins óskammfeilnasta ofsókarmáls í Íslandssögunni.
==Tilvísanir==
<references />
[[Flokkur:Íslensk stjórnmálahneyksli]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
0wie89ckfj83b2au0kqpyitneav8v57
Stríðið í Afganistan (2001–2021)
0
151153
1763727
1742334
2022-08-04T12:27:56Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{stríðsátök
| conflict = Stríðið í Afganistan
| partof = [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríðinu gegn hryðjuverkum]]
|image=US 10th Mountain Division soldiers in Afghanistan.jpg
|image_size=250px
|caption={{small|Bandarískir hermenn stíga um borð í herþyrlu í Afganistan árið 2003.}}
|place=[[Afganistan]]
|date=[[7. október]] [[2001]] – [[30. ágúst]] [[2021]] (19 ár, 10 mánuðir, 3 vikur og 2 dagar)
|result=Sigur Talíbana
* Bandaríkin hertaka Afganistan og steypa af stóli stjórn Talíbana árið 2001.
* Talíbanar halda áfram skæruhernaði gegn nýrri stjórn Afganistans.
* Bandaríkin draga her sinn frá Afganistan árið 2021 og landið fellur í hendur Talíbana stuttu síðar.
|combatant1={{USA}} [[Bandaríkin]]<br>[[File:Flag of the International Security Assistance Force.svg|20px]] [[Alþjóðlegu öryggissveitirnar í Afganistan|ISAF]]<br>[[File:Flag of Afghanistan (2013–2021).svg|20px]] [[Afganistan|Íslamska lýðveldið Afganistan]]
|combatant2=[[File:Flag of the Taliban.svg|20px]] [[Talíbanar]]
|commander1= {{small|
* {{USA}} [[George W. Bush]] (2001–2009)
* {{USA}} [[Barack Obama]] (2009–2017)
* {{USA}} [[Donald Trump]] (2017–2021)
* {{USA}} [[Joe Biden]] (2021)
* {{AFG}} [[Hamid Karzai]] (2001–2014)
* {{AFG}} [[Ashraf Ghani]] (2014–2021)}}
|commander2= {{small|
* [[File:Flag of the Taliban.svg|20px]] [[Múlla Múhameð Ómar]] (2001–2013)
* [[File:Flag of the Taliban.svg|20px]] [[Akhtar Mansúr]] (2013–2015)
* [[File:Flag of the Taliban.svg|20px]] [[Hibatullah Akhundzada]] (2013–2021)}}
|strength1={{small|
* Afganski herinn: 352.000}}
|strength2={{small|
* Talíbanar: Um 60.000}}
|casualties1={{small|Alls um 69.698+ drepnir}}
|casualties2={{small|Alls um 69.400+ drepnir}}
| casualties3='''Almennir borgarar drepnir: 38.480+'''<ref>{{Vefheimild|url=https://www.businessinsider.com/how-many-people-have-been-killed-in-iraq-and-afghanistan|titill=The wars in Iraq and Afghanistan have killed at least 500,000 people, according to a new report that breaks down the toll|höfundur=Daniel Brown|útgefandi=Business Insider|mánuður=9. nóvember|ár=2018|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://watson.brown.edu/costsofwar/files/cow/imce/papers/2016/War%20in%20Afghanistan%20and%20Pakistan%20UPDATE_FINAL_corrected%20date.pdf|titill=Update on the Human Costs of War for Afghanistan and Pakistan, 2001 to mid-2016|höfundur=Neta Crawford|ár=2016|útgefandi=brown.edu|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí}}</ref>
}}
'''Stríðið í Afganistan''' er stríð sem hófst þegar [[Bandaríkin|Bandaríkjamenn]] og aðildarþjóðir [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]] réðust inn í [[Afganistan]] árið 2001. Stríðið entist í tæplega tuttugu ár og var lengsta stríð í sögu Bandaríkjanna.
Á fyrsta kafla stríðsins sigruðu Bandaríkin og bandamenn þeirra stjórn [[Talíbanar|Talíbana]] í Afganistan og komu á fót nýrri ríkisstjórn. Talíbanar háðu skæruhernað gegn nýju stjórninni og alþjóðlegum öryggissveitum í landinu í um tuttugu ár og náðu smám saman aftur töluverðu landsvæði. Árið 2020 ákváðu Bandaríkjamenn að draga herlið sín frá landinu en þegar hafið var að flytja hermenn burt frá Afganistan næsta ár hófu Talíbanar leiftursókn gegn afgönskum stjórnvöldum og sigruðu stjórnarherinn á stuttum tíma. Talíbanar endurheimtu afgönsku höfuðborgina [[Kabúl]] þann 15. ágúst 2021 og höfðu aftur náð yfirráðum í Afganistan þegar Bandaríkjamenn hurfu endanlega frá landinu þann 30. ágúst.
==Söguágrip==
Eftir [[Hryðjuverkin 11. september 2001|árásina á tvíburaturnana]] í New York þann 11. september árið 2001 lýsti [[George W. Bush]] Bandaríkjaforseti yfir [[Stríðið gegn hryðjuverkum|stríði gegn hryðjuverkum]]. Þegar kom á daginn að hryðjuverkasamtökin [[Al-Kaída]] og foringi þeirra, [[Osama bin Laden]], hefðu staðið að baki árásinni beindust sjónir Bandaríkjamanna til Afganistan. Bin Laden og aðrir foringjar samtakanna dvöldust þar í skjóli ríkisstjórnar [[Talíbanar|Talíbana]], sem höfðu komist til valda í landinu árið 1996.
Bandaríkjamenn sendu Talíbönum úrslitakosti og heimtuðu að bin Laden yrði framseldur í varðhald Bandaríkjahers, en Talíbanar höfnuðu þessum kröfum.<ref>{{Vefheimild|titill=Þrátefli í Afganistan|url=https://kjarninn.is/skyring/2017-02-22-thratefli-i-afghanistan/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Björn Malmquist|ár=2017|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí}}</ref> Bandaríkjamenn hófu í kjölfarið sprengjuárásir á Afganistan þann 7. október 2001 með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]]. Bandaríska innrásarhernum tókst að hertaka [[Kabúl]] í desember árið 2001 og binda þannig enda á stjórn Talíbana í landinu. Osama bin Laden og öðrum höfuðpaurum Al-Kaída tókst hins vegar að flýja yfir landamærin til [[Pakistan]].<ref>{{Bókaheimild|titill=Miðausturlönd: Fortíð, nútíð og framtíð|höfundur=Magnús Þorkell Bernharðsson|útgefandi=Mál og menning|ár=2018|ISBN=978-9979-3-3683-9|bls=299}}</ref>
Eftir að hafa hertekið Afganistan settu Bandaríkin á fót nýja ríkisstjórn í landinu. Árið 2004 voru haldnar frjálsar kosningar þar sem [[Hamid Karzai]] var kjörinn forseti Afganistans.<ref>{{Vefheimild|titill=Brothætt staða í Afganistan|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1039002/|útgefandi=mbl.is|höfundur=Davíð Logi Sigurðsson|ár=2005|mánuður=18. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí}}</ref> Um leið var kjörið nýtt þing og ný stjórnarskrá sett fyrir landið.
Þrátt fyrir að Talíbönum hefði verið komið frá völdum var stríðinu þó langt því frá að vera lokið. Frá árinu 2002 söfnuðu Talíbanar liði við landamæri Pakistans og hófu [[Skæruhernaður|skæruhernað]] gegn nýju ríkisstjórninni og erlendum stuðningsmönnum hennar árið 2005. Á árunum 2007 til 2008 tókst Talíbönum að ná völdum á ný í suður- og austurhluta Afganistans. Til þess að stemma stigu við þessari þróun ákvað [[Barack Obama]] Bandaríkjaforseti á árunum 2009 til 2010 að fjölga verulega bandarískum hermönnum í Afganistan og styrkja uppbyggingu afganska ríkishersins.<ref>{{Vefheimild|titill=Afganistan|url=https://www.globalis.is/Atoek/Afganistan|útgefandi=[[Globalis]]|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí}}</ref>
Árið 2011 var Osama bin Laden drepinn í árás sérsveita Bandaríkjahers á fylgsni hans í Pakistan. Í kjölfarið var bandarískum hermönnum í Afganistan fækkað nokkuð og voru þeir orðnir um 10.000 árið 2011. Árið 2014 tilkynntu Bandaríkin, Bretland og NATÓ að formlegum hernaðaraðgerðum þeirra í Afganistan væri lokið en að fámennur hópur hermanna yrði áfram í landinu til að berjast gegn hryðjuverkastarfsemi.<ref name=kristinnh>{{Vefheimild|titill=Hið óvinnanlega stríð|url=https://www.frettabladid.is/frettir/hid-ovinnanlega-strid/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. ágúst|ár=2021|mánuður=22. ágúst|höfundur=Kristinn Haukur Guðnason}}</ref>
Tugþúsundir fólks hafa látið lífið í stríðinu. Árið 2017 voru enn um 13.000 erlendir hermenn staðsettir í Afganistan til að berjast gegn Talíbönum.<ref name=":2">{{Vefheimild|url=https://www.reuters.com/article/us-usa-trump-afghanistan-idUSKBN15P00V|titill=Trump speaks with Afghan leader, U.S. commander calls for more troops|höfundur=Eric Walsh|mánuður=9. febrúar 2017|útgefandi=Reuters|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. maí|safnslóð=https://web.archive.org/web/20170412062510/http://www.reuters.com/article/us-usa-trump-afghanistan-idUSKBN15P00V|safnmánuður=12. apríl|safnár=2017}}</ref>
===Endalok stríðsins===
Þann 29. febrúar árið 2020 undirrituðu samningamenn Bandaríkjamanna og Talíbana samkomulag í viðleitni til að binda enda á stríðið. Samkomulagið gerði ráð fyrir því að Bandaríkjamenn og bandalagsríki þeirra drægju á næstu fjórtán mánuðum allt herlið sitt frá Afganistan að því gefnu að Talíbanar stæðu á þeim tíma við tiltekin skilyrði, meðal annars að ráðast ekki gegn Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra og leyfa ekki al-Kaída og öðrum öfgahreyfingum að starfa á yfirráðasvæði sínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Bandaríkin og Talíbanar undirrituðu friðarsamkomulag|url=https://www.ruv.is/frett/bandarikin-og-talibanar-undirritudu-fridarsamkomulag|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2020|mánuður=29. febrúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=29. febrúar}}</ref>
[[Joe Biden]] Bandaríkjaforseti ákvað í apríl 2021 að kalla alla hermenn heim fyrir september það ár.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212096640d/aetla-ad-kalla-hermenn-heim-fyrir-fyrsta-september|titill=Ætla að kalla hermenn heim fyrir fyrsta september|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=13. apríl|ár=2021|mánuður=13. apríl|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Í kjölfarið ákvað NATÓ að draga herlið sitt burt fyrir sama tíma.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/04/15/nato-haettir-adgerdum-i-afganistan|titill=Nató hættir aðgerðum í Afganistan|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=15. apríl|árskoðað=2021|mánuður=15. apríl|ár=2021|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Frá því að Bandaríkjamenn hófu að draga herafla sinn burt frá Afganistan hafa Talíbanar hafið leiftursókn um landið og hafa hertekið fjölda héraðshöfuðborga á stuttum tíma.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212142363d|titill=Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=13. ágúst|ár=2021|mánuður=12. ágúst|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Þann 15. ágúst höfðu Talíbanar umkringt Kabúl og viðræður voru hafnar um valdfærslu til þeirra frá stjórn [[Ashraf Ghani|Ashrafs Ghani]] forseta.<ref>{{Vefheimild|titill=Yfirvöld í Kabúl gefast upp|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/08/15/yfirvold_i_kabul_gefast_upp/|ár=2021|mánuður=15. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=15. ágúst|útgefandi=mbl.is}}</ref> Stuttu síðar flúði Ghani frá Afganistan og Talíbanar hertóku Kabúl án verulegrar mótspyrnu.<ref>{{Vefheimild|titill=Afganski forsetinn hefur yfirgefið landið|url=https://www.frettabladid.is/frettir/afganski-forsetinn-sagdur-hafa-yfirgefid-landid/|ár=2021|mánuður=15. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=15. ágúst|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þorvarður Pálsson}}</ref>
Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Afganistan þann 30. ágúst 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Síðasti Kaninn yfirgefur Kabúl|url=https://www.frettabladid.is/frettir/sidasti-kaninn-yfirgefur-kabul/|ár=2021|mánuður=30. ágúst|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=30. ágúst|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Ari Brynjólfsson|höfundur2=Ingunn Lára Kristjánsdóttir}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{stubbur|saga}}
[[Flokkur:Saga Afganistans]]
[[Flokkur:Saga Bandaríkjanna]]
[[Flokkur:Stríð á 21. öld]]
[[Flokkur:Stríðið gegn hryðjuverkum]]
cs82dxb3k4o0z0a8vlb1761qw289ms9
Úljanovsk
0
157675
1763743
1763700
2022-08-04T14:47:12Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ульяновск.jpg|thumb|right|Úljanovsk.]]
'''Úljanovsk''' ([[rússneska]]: Ульяновск) er [[borg]] í [[Rússland]]i. Mannfjöldi var um það bil 626 þúsund árið [[2018]]. Borgin var fæðingarstaður [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]], fyrsta leiðtoga [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
Borgin hét upphaflega '''Símbírsk''' (rússneska: Симбирск) en nafni hennar var breytt eftir dauða Leníns árið 1926. Nafnið Úljanovsk er dregið af upphaflegu ættarnafni Leníns, Úljanov.
{{Stubbur|landafræði|Rússland}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
klnubjk74aqm4625yyujcp8e3aiir20
Eugen von Böhm-Bawerk
0
165146
1763744
1742580
2022-08-04T14:50:58Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Eugen Böhm von Bawerk]] á [[Eugen von Böhm-Bawerk]]
wikitext
text/x-wiki
{{Hagfræðingur
| nafn = Eugen Böhm von Bawerk
| mynd = 1Bawerk.png
| myndatexti =
| fæðingardagur = [[12. febrúar]] [[1851]]
| fæðingarstaður = [[Brünn]], [[Austurríska keisaradæmið|austurríska keisaradæminu]] (nú [[Brno]], [[Tékkland]]i)
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1914|8|27|1851|2|12}}
| dauðastaður = [[Kramsach]], [[Austurríki-Ungverjaland]]i
| þjóðerni = [[Austurríki|Austurrískur]]
| starf = Hagfræðingur, fjármálaráðherra
| hagfræðistefna = [[Austurrísku hagfræðingarnir|Austurríski skólinn]]
| áhrifavaldar = [[Carl Menger]]
| hafði_áhrif_á = [[Joseph Schumpeter]], [[Ludwig von Mises]], [[Henryk Grossman]]
}}
'''Eugen Ritter von Böhm-Bawerk''' (12. febrúar 1851 – 27. ágúst 1914) var [[Austurríki|austurrískur]] [[hagfræðingur]] sem átti mikilvægt framalag í þróun [[Austurrísku hagfræðingarnir|austurríska hagfræðiskólans]] og einnig í [[Nýklassísk hagfræði|nýklassískri hagfræði]]. Hann starfaði með hléum sem [[fjármálaráðherra]] Austurríkis á milli 1895 og 1904. Einnig skrifaði hann mikið af gagnrýni á [[Marxismi|Marxisma]].
== Líf og störf ==
Árið 1881 fór hann að kenna í háskólanum í [[Innsbruck]] og var hann þar allt til árið 1889. Á þeim tíma þá skrifaði hann fyrstu tvö bindin af þremur af meistaraverkinu sínu sem bar nafnið ''Kapital und Kapitalzins''.
Árið 1889 var hann fenginn til þess að semja tillögu um umbætur á skattlögum [[Austurríki|Austurríkis]]. Austurríska kerfið skattlagði mikið framleiðslu, og þá sérstaklega á stríðsárunum, og veitti með því mikla hvatingu til fjárfestingar. Tillaga Böhm-Bawerk kallaði á nútímalegan tekjuskatt, sem var fljótlega samþykktur og bar mikinn árangur á næstu árum.
Sem fjármálaráðherra barðist hann stöðugt fyrir ströngu og miklu viðhaldi á lögfestum gullstaðli og jafnvægi í fjárhagsáætlunum. Árið 1902 aflétti hann sykurstyrknum, sem hafði verið einkenni í austurríska hagkerfinu í nær tvær aldir. Hann hætti sem fjármálaráðherra árið 1904, þegar auknar fjármálakröfur hersins hótuðu að koma fjárhag í ójafnvægi. Alexander Gerschenkron sem sagnfræðingur í hagfræði gagnrýndi Böhm-Bawerk mikið og kennir honum um afturhaldssemi Austurríkis í fjármálum þar sem Böhm-Bawerk vildi ekki leggja mikið fjármagn í opinberar framkvæmdir.
Eugen kenndi [[hagfræði]] við [[Vínarháskóli|Háskólanum í Vínarborg]] þangað til hann lést árið 1914.<ref>{{Cite web|url=https://www.econlib.org/library/Enc/bios/BohmBawerk.html|title=Eugen von Böhm-Bawerk|website=Econlib|language=en-US|access-date=2021-10-08}}</ref>
Mynd af Böhm-Bawerk var á [[Austurrískur skildingur|austurríska hundrað skildninga seðlinum]] á milli áranna 1984 og 2002, þegar [[Evra|Evran]] var tekin upp.
== Gagnrýni á Karl Marx ==
Eugen Böhm von Bawerk skrifaði bókina ''Zum Abschluss des Marxschen Systems'' sem kom út árið 1896 og er sú bók talinn vera eitt af bestum gagnrýnum á hagfræði kenningum [[Karl Marx|Karls Marx]]. Eugen Von Böhm-Bawerk hefur sjálfsagt lagt mikla vinnu í að lesa þar sem bækur Marx geta verið mjög langar, sem dæmi þá eru ''[[Auðmagnið|Das Kapital]]''-bækurnar í heild sinni 2910 blaðsíður. Það sem Eugen Von Böhm-Bawerk skrifaði um í bókinni sinni ''Zum Abschluss des Marxschen Systems'' var það að gildislögmál Karls Marx sem var skrifað um í fyrsta bindi ''Das Kapital''væri í mótsögn á móti kenningu hans sjálfs í þriðja bindinu um hagnað og verð á framleiðslu. Eugen Von Böhm-Bawerk fannst líka að Karl Marx væri að gera lítið úr áhrifum [[Framboð og eftirspurn|framboðs og eftirspurnar]].
Vegna þessarar bókar hefur Eugen Von Böhm-Bawerk verið talinn einn sá fyrsti til að skjóta niður vinnukenningu Karls Marx. Margir sósíalistar voru ósammála Eugen Von Böhm-Bawerk og meiri að segja skrifaði þýski jafnaðarmaðurinn [[Rudolf Hilferding]] ritgerðina „Böhm-Bawerks Marx-Kritik“ árið 1920 til varnar kenningum Marx gegn Böhm-Bawerk. Hilferding taldi að Eugen Von Böhm-Bawerk væri aðeins að sjá trén í staðinn fyrir skóginn og væri aðeins að líta á ómikilvæg smáatriði. Böhm-Bawerk gagnrýndi líka hugmynd Marx um [[arðrán verkalýðsins]] sem gengur út á að þeir sem eiga fyrirtæki séu að nota starfsfólkið heldur en að hjálpa þeim með því að vinna hjá þeim, því fyrirtæki greiða út laun áður en varan sem framleidd sé seld.<ref>{{Cite web|url=https://theconservative.online/article/refuted-marxism-eugen-von-boehm-bawerk|title=Refuted Marxism: Eugen von Böhm-Bawerk|website=The Conservative|access-date=2021-10-08}}</ref><ref>{{Bókaheimild|titill=Marxist Ideology in the Contemporary World: Its Appeals and Paradoxes|ár=1973|útgefandi=Drachkovithc,M.M}}</ref>
===Gagnrýni á aðránskenninguna===
Kenning Marx um [[arðrán verkalýðsins]] snýr að því þegar aðilar hagnast á verkum eða frammistöðu annara. Í kenningunni er því gerð greinaskil að starfsmenn sem vinna að framleiðslu vöru fái ekki allan þann ágóða sem til verður af sölu hennar., heldur að fjármagnseigendur sitji á ákveðnum hluta ágóðans. Vildi Marx halda því fram að með slíku athæfi væri verið að hlunnfara starfsmenn framleiðslu af sínum ágóða.
Böhm-Bawerk vildi meina að kenning þessi stæðist ekki skoðun, jafnvel þótt dæmi væru tekin um vörur sem einungis kröfðust vinnuafls til framleiðslu.
Sú ástæða í kenningu Marx sem notuð var til réttlætingar á hlutfalli fjármagnseigenda í söluverðinu var að starfsmenn framleiðslu fengju í hendur launagreiðslu áður en vara væri seld, jafnvel burt séð frá því hvort vara sejist í náinni framtíð eða ekki. Þessu samhliða væru fjármagneigendur að taka á sig ákveðna áhættu og binda í verkefninu fé sem átti þá að réttlæta að þeir fengju í sinn hlut hluta hagnaðar.
Að þessu sögðu vildi Böhm-Bawerk því meina að fjármagnseigendur væru ekki að hlunnfara verkafólkið heldur styðja við það og veita þeim vettvang til athafna sinna án óþarfa óstöðugleika.
Þessi sjónarmið sjáum við fólk takast á dagsdaglega einn þann dag í dag, hversu mikilvægur og útskýranlegur þáttur fjármagnseigenda er í hagkerfinu. Einhverjir eru fylgjandi og aðrir á móti. Gaman getur verið að benda fólki á kenningar Marx´s og Böhm-Bawerk í slíkum umræðum.<ref>{{Cite journal|last=Zwolinski|first=Matt|last2=Wertheimer|first2=Alan|date=2001-12-20|title=Exploitation|url=https://plato.stanford.edu/archives/sum2017/entries/exploitation/}}</ref>
== Notagildi vaxta ==
Eugen Ritter von Böhm-Bawerk gaf út þrjár meginástæður fyrir því að [[vextir]] væru jákvæðir. Meðal annars að jaðarlaun myndu lækka til lengri tíma þar sem það er búist við að framtíðarlaun munu hækka. Seinni ástæðan var sú að við metum núvirði af gæðum meira heldur enn framtíðarvirði. Því vilji fólk frekar neyta vörur strax heldur enn að bíða. Neytandinn myndi einungis neyta vörunnar seinna ef greiddir væru vextir.
Síðasta kenningin tengd vöxtum er að ef breytingar eru gerðar á framleiðsluni eins og bætur þá er hægt að auka framleðslu út frá sömu auðlindum. Ef við tökum dæmi þá getur hópi fólks veitt nægilega mikinn fisk til að búa til mat fyrir alla í einn dag. Enn fólkið gæti hópað sér saman í einn dag og búið til tæki og tól til að auka framleiðslugetu.
Síðasta kenningin er þó ekki viðtæk því margir eru ósammála henni. Fyrstu tvær eru kenningarnar eru víða samþykktar enda hægt að tengja mikið við nútímann.<ref>{{Cite web|url=https://www.econlib.org/library/Enc/bios/BohmBawerk.html|title=Eugen von Böhm-Bawerk|website=Econlib|language=en-US|access-date=2021-10-08}}</ref>
== Tenglar ==
[https://mises.org/library/biography-eugen-von-bohm-bawerk-1851-1914 Grein úr MisesInstitute]
[https://dbpedia.org/page/Eugen_von_B%C3%B6hm-Bawerk Grein úr DBpedia]
[https://en-academic.com/dic.nsf/enwiki/140753 Grein úr Academic]
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Böhm von Bawerk, Eugen}}
{{fd|1851|1914}}
[[Flokkur:Austurrískir hagfræðingar]]
[[Flokkur:Fjármálaráðherrar Austurríkis]]
2q0kmpgcz0nl8i42rxi6cc1hz89eula
Eugen von Böhm-Bauverk
0
165212
1763747
1732955
2022-08-04T14:57:44Z
TKSnaevarr
53243
Breytti tilvísun frá [[Eugen Böhm von Bawerk]] til [[Eugen von Böhm-Bawerk]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Eugen von Böhm-Bawerk]]
cvgsq30mqcnv0t02feznfrvxrzep3qb
Ramzan Kadyrov
0
167157
1763731
1762494
2022-08-04T12:53:48Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Ramzan Kadyrov<br>{{small|Рамзан Кадыров}}<br>{{small|Къадар Рамзан}}
| mynd = Ramzan Kadyrov (2018-06-15) 02.jpg
| myndatexti1 = {{small|Kadyrov árið 2018.}}
| titill= Forseti sjálfstjórnarlýðveldisins [[Téténía|Téténíu]]
| stjórnartíð_start = [[5. apríl]] [[2007]]
| stjórnartíð_end =
| titill2= Forsætisráðherra sjálfstjórnarlýðveldisins [[Téténía|Téténíu]]
| stjórnartíð_start2 = [[18. nóvember]] [[2005]]
| stjórnartíð_end2 = [[10. apríl]] [[2007]]
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1976|10|5}}
| fæðingarstaður = [[Akhmat-Júrt|Tsentaroj]], [[Téténía-Ingúsetía|Téténíu-Ingúsetíu]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú Akhmat-Júrt, [[Téténía|Téténíu]], [[Rússland]]i)
| stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]]
| trúarbrögð = [[Súnní]]-íslam
| maki = Medni Musaevna Kadyrova (g. 1996)<br>Fatima Khazujeva<br>Aminat Akhmadova
| börn = 12
| þjóderni = [[Téténía|Téténskur]]
| háskóli = Viðskipta- og lagaskólinn í Makhatsjkala<br>Ríkistækniháskólinn í Dagestan<br>Ríkisháskólinn í Dagestan
| undirskrift = Signature of Ramzan Kadyrov.png
}}
'''Ramzan Akhmadovítsj Kadyrov''' ([[rússneska]]: Рамзан Ахматович Кадыров; [[téténska]]: Къадар Ахьмат-кӏант Рамзан; f. 5. október 1976) er [[Rússland|rússneskur]] og [[Téténía|téténskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið leiðtogi sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands frá árinu 2005. Kadyrov var áður meðlimur í vopnaðri sjálfstæðishreyfingu Téténa. Faðir hans, [[Akhmad Kadyrov]], gekk í lið með Rússum í [[Seinna Téténíustríðið|seinna Téténíustríðinu]] og var útnefndur forseti téténska sjálfstjórnarlýðveldisins eftir sigur Rússa í stríðinu. Ramzan komst til valda eftir að faðir hans var myrtur árið 2004.
Kadyrov fer með [[einræði]]svald innan Téténíu og stýrir sjálfstjórnarlýðveldinu með íhaldssamri túlkun á [[sjaríalög]]um. Stjórn hans hefur verið sökuð um fjölda mannréttindabrota, pólitískra morða og mannrána á andstæðingum sínum.
==Æviágrip==
Ramzan Kadyrov er fæddur árið 1976 og er sonur stjórnmálamannsins [[Akhmad Kadyrov|Akhmads Kadyrov]]. Þegar [[Sovétríkin]] liðuðust í sundur árið 1991 leiddi Akhmad hernaðarhreyfingu sem barðist fyrir sjálfstæði [[Téténía|Téténíu]] undan Rússlandi. Þótt Ramzan Kadyrov hafi aðeins verið táningur þegar [[fyrra Téténíustríðið]] braust út barðist hann með her föður síns og fór fyrir hóp skæruliða sem þótti sérlega ofbeldisfullur.<ref name=stalín>{{Tímarit.is|6377756|Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Björn Teitsson|útgáfudagsetning=10. október 2010|blaðsíða=20}}</ref>
Þegar [[seinna Téténíustríðið]] braust út árið 1999 ákváðu Kadyrov-feðgarnir að ganga til liðs við Rússa gegn því að þeir fengju að stýra Téténíu þegar sigur hefði verið unninn gegn aðskilnaðarsinnum. Við lok stríðsins var Akhmad Kadyrov því skipaður forseti téténska sjálfstjórnarlýðveldisins og var studdur af rússnesku leyniþjónustunni [[FSB]].<ref name=stalín/>
==Stjórnartíð í Téténíu==
Akhmad Kadyrov var myrtur árið 2004 á hersýningu í [[Grosní]].<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2004|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Í kjölfarið var Ramzan fljótur að komast til áhrifa í Téténíu þrátt fyrir ungan aldur. Með stuðningi [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Auk þess að hafa tögl og hagldir á téténska hernum hefur Kadyrov áfram haldið uppi eigin einkaher, Kadyrovtskíj-hersveitinni eða Kadyrovítum. Sveitin var stofnuð á tíma fyrra Téténíustríðsins á tíunda áratugnum.<ref name=stríðsherra/> Stuttu eftir að Kadyrov komst til valda hóf hann að innleiða [[sjaríalög]] í löggjöf Téténíu. Meðal annars lét hann banna fjárhættuspil og áfengisneyslu og hvatti karla til að stunda [[fjölkvæni]].<ref name=stalín/> Fjölkvæni er bannað samkvæmt rússneskum lögum en stjórn Pútíns hefur látið það óátalið að það tíðkist undir stjórn Kadyrovs í Téténíu.<ref name=égræð>{{Tímarit.is|6764051|„Ég ræð og enginn annar. Skilið?“|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Kristján Jónsson|útgáfudagsetning=3. apríl 2014|blaðsíða=6}}</ref>
Á stjórnartíð sinni hefur Kadyrov viðhaldið nánu bandalagi við Vladímír Pútín og hefur gert mikið úr vinskap sínum við hann. Líkt og Pútín hefur Kadyrov sætt ásökunum um að brjóta gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi, auk þess sem hersveitir hans hafa verið vændar um pyntingar og ólöglegar handtökur og aftökur á pólitískum andstæðingum. Meðal helstu gagnrýnenda Kadyrovs var úkraínska blaðakonan [[Anna Politkovskaja]] hjá dagblaðinu ''[[Novaja Gazeta]]'', sem fannst skotin til bana í íbúðablokk sinni þann 6. október 2006. Eftir morð hennar lét ritstjóri ''Novaja Gazeta'', [[Dimitrí Múratov]], hafa eftir sér að hún hefði verið að vinna að grein um pyntingar, aftökur og önnur illvirki Kadyrovíta þegar hún var drepin.<ref name=stríðsherra/> Kadyrov hefur einnig verið sakaður um að standa fyrir morðinu á [[Natalía Estemirova|Natalíu Estemirovu]], meðlimi mannréttindasamtakanna [[Memorial]], sem var rænt af heimili sínu í Grosní í júní 2009 og fannst síðan drepin í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]].<ref>{{Tímarit.is|6368787|Mannréttindafólk myrt|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=21. júlí 2009|höfundur=Kolbeinn Þorsteinsson|blaðsíða=12}}</ref> Þá var Kadyrov bendlaður við morðið á rússneska stjórnarandstæðingnum [[Boris Nemtsov]] árið 2015, en einn þeirra sem voru ákærðir fyrir morðið var fyrrum háttsettur liðsmaður í einni af hersveitum Kadyrovs.<ref name=stríðsherra/>
Á síðari árum hefur stjórn Kadyrovs hafið markvissar fjöldahandtökur og pyntingar á [[samkynhneigð]]um mönnum í Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Gætu verið í lífsháska sökum kynhneigðar sinnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/02/06/gaetu_verid_i_lifshaska_sokum_kynhneigdar_sinnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=6. febrúar|ár=2021|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] gaf út skýrslu í desember 2018 þar sem staðhæft var að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ væru að eiga sér stað í sjálfsstjórnarlýðveldinu. Kadyrov hafnaði því fyrir sitt leyti að handtökurnar hefðu átt sér stað og staðhæfði að samkynhneigð þekktist einfaldlega ekki í Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu|url=https://www.visir.is/g/20191189042d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=15. febrúar|ár=2019|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Frá því að herferð Kadyrovs gegn samkynhneigðum hófst hafa samkynhneigðir Téténar sem hafa flúið til annarra hluta Rússlands verið sakaðir um hryðjuverkastarfsemi, handteknir og fluttir nauðugir aftur til Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Samkynhneigðir sakaðir um hryðjuverk|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/02/08/samkynhneigdir_sakadir_um_hrydjuverk/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=8. febrúar|ár=2021|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2022 studdi Kadyrov [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] og sendi téténska hermenn til að berjast með rússeska hernum. Hann kvaðst sjálfur hafa farið til Úkraínu til að taka þátt í innrásinni en ekki hefur verið staðfest með óyggjandi hætti að hann hafi farið þangað.<ref>{{Vefheimild|titill=Leiðtogi Téténa kveðst berjast við hlið innrásarhersins|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/14/leidtogi-tetena-kvedst-berjast-vid-hlid-innrasarhersins|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Ímynd Kadyrovs==
Líkt og Vladímír Pútín hefur Kadyrov lagt mikla áherslu á að rækta karlmennskuímynd sína. Hann er virkur á ýmsum [[Samfélagsmiðill|samfélagsmiðlum]] og birtir gjarnan færslur af sjálfum sér með villidýrum, við hernaðarathafnir eða að iðka bardagaíþróttir. Kadyrov leggur einnig áherslu á [[íslam]]ska trúrækni sína og á tryggð sína við Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld. Hann hefur oft beitt samfélagsmiðlum til að gagnrýna og ógna stjórnarandstæðingum, sem hann hefur nefnt „sjakala“ og „óvini þjóðarinnar.“ Meðal annars hefur hann birt myndskeið af stjórnarandstæðingnum [[Míkhaíl Kasjanov]] þar sem fylgst er með Kasjanov í gegnum riffilsigti leyniskyttu.<ref name=égræð/>
Kadyrov naut lengi mikillar alþýðuhylli í Rússlandi fyrir þátt sinn við að koma á friði, lögum og reglu í Téténíu eftir stríðin á tíunda áratugnum. Hann hefur hins vegar orðið æ umdeildari í seinni tíð og árið 2016 sögðust aðeins 17 prósent Rússa hafa jákvæða skoðun á honum.<ref name=égræð/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Kadyrov, Ramzan}}
{{f|1976}}
[[Flokkur:Rússneskir stjórnmálamenn]]
qn5ie6upkl0tiqhbmm165cj8pit8whu
1763735
1763731
2022-08-04T13:52:45Z
TKSnaevarr
53243
/* Stjórnartíð í Téténíu */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Ramzan Kadyrov<br>{{small|Рамзан Кадыров}}<br>{{small|Къадар Рамзан}}
| mynd = Ramzan Kadyrov (2018-06-15) 02.jpg
| myndatexti1 = {{small|Kadyrov árið 2018.}}
| titill= Forseti sjálfstjórnarlýðveldisins [[Téténía|Téténíu]]
| stjórnartíð_start = [[5. apríl]] [[2007]]
| stjórnartíð_end =
| titill2= Forsætisráðherra sjálfstjórnarlýðveldisins [[Téténía|Téténíu]]
| stjórnartíð_start2 = [[18. nóvember]] [[2005]]
| stjórnartíð_end2 = [[10. apríl]] [[2007]]
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1976|10|5}}
| fæðingarstaður = [[Akhmat-Júrt|Tsentaroj]], [[Téténía-Ingúsetía|Téténíu-Ingúsetíu]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú Akhmat-Júrt, [[Téténía|Téténíu]], [[Rússland]]i)
| stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]]
| trúarbrögð = [[Súnní]]-íslam
| maki = Medni Musaevna Kadyrova (g. 1996)<br>Fatima Khazujeva<br>Aminat Akhmadova
| börn = 12
| þjóderni = [[Téténía|Téténskur]]
| háskóli = Viðskipta- og lagaskólinn í Makhatsjkala<br>Ríkistækniháskólinn í Dagestan<br>Ríkisháskólinn í Dagestan
| undirskrift = Signature of Ramzan Kadyrov.png
}}
'''Ramzan Akhmadovítsj Kadyrov''' ([[rússneska]]: Рамзан Ахматович Кадыров; [[téténska]]: Къадар Ахьмат-кӏант Рамзан; f. 5. október 1976) er [[Rússland|rússneskur]] og [[Téténía|téténskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið leiðtogi sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands frá árinu 2005. Kadyrov var áður meðlimur í vopnaðri sjálfstæðishreyfingu Téténa. Faðir hans, [[Akhmad Kadyrov]], gekk í lið með Rússum í [[Seinna Téténíustríðið|seinna Téténíustríðinu]] og var útnefndur forseti téténska sjálfstjórnarlýðveldisins eftir sigur Rússa í stríðinu. Ramzan komst til valda eftir að faðir hans var myrtur árið 2004.
Kadyrov fer með [[einræði]]svald innan Téténíu og stýrir sjálfstjórnarlýðveldinu með íhaldssamri túlkun á [[sjaríalög]]um. Stjórn hans hefur verið sökuð um fjölda mannréttindabrota, pólitískra morða og mannrána á andstæðingum sínum.
==Æviágrip==
Ramzan Kadyrov er fæddur árið 1976 og er sonur stjórnmálamannsins [[Akhmad Kadyrov|Akhmads Kadyrov]]. Þegar [[Sovétríkin]] liðuðust í sundur árið 1991 leiddi Akhmad hernaðarhreyfingu sem barðist fyrir sjálfstæði [[Téténía|Téténíu]] undan Rússlandi. Þótt Ramzan Kadyrov hafi aðeins verið táningur þegar [[fyrra Téténíustríðið]] braust út barðist hann með her föður síns og fór fyrir hóp skæruliða sem þótti sérlega ofbeldisfullur.<ref name=stalín>{{Tímarit.is|6377756|Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Björn Teitsson|útgáfudagsetning=10. október 2010|blaðsíða=20}}</ref>
Þegar [[seinna Téténíustríðið]] braust út árið 1999 ákváðu Kadyrov-feðgarnir að ganga til liðs við Rússa gegn því að þeir fengju að stýra Téténíu þegar sigur hefði verið unninn gegn aðskilnaðarsinnum. Við lok stríðsins var Akhmad Kadyrov því skipaður forseti téténska sjálfstjórnarlýðveldisins og var studdur af rússnesku leyniþjónustunni [[FSB]].<ref name=stalín/>
==Stjórnartíð í Téténíu==
Akhmad Kadyrov var myrtur árið 2004 á hersýningu í [[Grosní]].<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2004|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Í kjölfarið var Ramzan fljótur að komast til áhrifa í Téténíu þrátt fyrir ungan aldur. Með stuðningi [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Auk þess að hafa tögl og hagldir á téténska hernum hefur Kadyrov áfram haldið uppi eigin einkaher, Kadyrovtskíj-hersveitinni eða Kadyrovítum. Sveitin var stofnuð á tíma fyrra Téténíustríðsins á tíunda áratugnum.<ref name=stríðsherra/> Stuttu eftir að Kadyrov komst til valda hóf hann að innleiða [[sjaríalög]] í löggjöf Téténíu. Meðal annars lét hann banna fjárhættuspil og áfengisneyslu og hvatti karla til að stunda [[fjölkvæni]].<ref name=stalín/> Fjölkvæni er bannað samkvæmt rússneskum lögum en stjórn Pútíns hefur látið það óátalið að það tíðkist undir stjórn Kadyrovs í Téténíu.<ref name=égræð>{{Tímarit.is|6764051|„Ég ræð og enginn annar. Skilið?“|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Kristján Jónsson|útgáfudagsetning=3. apríl 2014|blaðsíða=6}}</ref>
Á stjórnartíð sinni hefur Kadyrov viðhaldið nánu bandalagi við Vladímír Pútín og hefur gert mikið úr vinskap sínum við hann. Líkt og Pútín hefur Kadyrov sætt ásökunum um að brjóta gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi, auk þess sem hersveitir hans hafa verið vændar um pyntingar og ólöglegar handtökur og aftökur á pólitískum andstæðingum. Meðal helstu gagnrýnenda Kadyrovs var úkraínska blaðakonan [[Anna Polítkovskaja]] hjá dagblaðinu ''[[Novaja Gazeta]]'', sem fannst skotin til bana í íbúðablokk sinni þann 6. október 2006. Eftir morð hennar lét ritstjóri ''Novaja Gazeta'', [[Dmítríj Múratov]], hafa eftir sér að hún hefði verið að vinna að grein um pyntingar, aftökur og önnur illvirki Kadyrovíta þegar hún var drepin.<ref name=stríðsherra/> Kadyrov hefur einnig verið sakaður um að standa fyrir morðinu á [[Natalía Estemírova|Natalíu Estemírovu]], meðlimi mannréttindasamtakanna [[Memorial]], sem var rænt af heimili sínu í Grosní í júní 2009 og fannst síðan drepin í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]].<ref>{{Tímarit.is|6368787|Mannréttindafólk myrt|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=21. júlí 2009|höfundur=Kolbeinn Þorsteinsson|blaðsíða=12}}</ref> Þá var Kadyrov bendlaður við morðið á rússneska stjórnarandstæðingnum [[Boris Nemtsov]] árið 2015, en einn þeirra sem voru ákærðir fyrir morðið var fyrrum háttsettur liðsmaður í einni af hersveitum Kadyrovs.<ref name=stríðsherra/>
Á síðari árum hefur stjórn Kadyrovs hafið markvissar fjöldahandtökur og pyntingar á [[samkynhneigð]]um mönnum í Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Gætu verið í lífsháska sökum kynhneigðar sinnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/02/06/gaetu_verid_i_lifshaska_sokum_kynhneigdar_sinnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=6. febrúar|ár=2021|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] gaf út skýrslu í desember 2018 þar sem staðhæft var að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ væru að eiga sér stað í sjálfsstjórnarlýðveldinu. Kadyrov hafnaði því fyrir sitt leyti að handtökurnar hefðu átt sér stað og staðhæfði að samkynhneigð þekktist einfaldlega ekki í Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu|url=https://www.visir.is/g/20191189042d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=15. febrúar|ár=2019|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Frá því að herferð Kadyrovs gegn samkynhneigðum hófst hafa samkynhneigðir Téténar sem hafa flúið til annarra hluta Rússlands verið sakaðir um hryðjuverkastarfsemi, handteknir og fluttir nauðugir aftur til Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Samkynhneigðir sakaðir um hryðjuverk|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/02/08/samkynhneigdir_sakadir_um_hrydjuverk/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=8. febrúar|ár=2021|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2022 studdi Kadyrov [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] og sendi téténska hermenn til að berjast með rússeska hernum. Hann kvaðst sjálfur hafa farið til Úkraínu til að taka þátt í innrásinni en ekki hefur verið staðfest með óyggjandi hætti að hann hafi farið þangað.<ref>{{Vefheimild|titill=Leiðtogi Téténa kveðst berjast við hlið innrásarhersins|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/14/leidtogi-tetena-kvedst-berjast-vid-hlid-innrasarhersins|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Ímynd Kadyrovs==
Líkt og Vladímír Pútín hefur Kadyrov lagt mikla áherslu á að rækta karlmennskuímynd sína. Hann er virkur á ýmsum [[Samfélagsmiðill|samfélagsmiðlum]] og birtir gjarnan færslur af sjálfum sér með villidýrum, við hernaðarathafnir eða að iðka bardagaíþróttir. Kadyrov leggur einnig áherslu á [[íslam]]ska trúrækni sína og á tryggð sína við Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld. Hann hefur oft beitt samfélagsmiðlum til að gagnrýna og ógna stjórnarandstæðingum, sem hann hefur nefnt „sjakala“ og „óvini þjóðarinnar.“ Meðal annars hefur hann birt myndskeið af stjórnarandstæðingnum [[Míkhaíl Kasjanov]] þar sem fylgst er með Kasjanov í gegnum riffilsigti leyniskyttu.<ref name=égræð/>
Kadyrov naut lengi mikillar alþýðuhylli í Rússlandi fyrir þátt sinn við að koma á friði, lögum og reglu í Téténíu eftir stríðin á tíunda áratugnum. Hann hefur hins vegar orðið æ umdeildari í seinni tíð og árið 2016 sögðust aðeins 17 prósent Rússa hafa jákvæða skoðun á honum.<ref name=égræð/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Kadyrov, Ramzan}}
{{f|1976}}
[[Flokkur:Rússneskir stjórnmálamenn]]
86wjqt1bhp48g2ntwfv4t2o9iogqut7
1763736
1763735
2022-08-04T13:53:22Z
TKSnaevarr
53243
/* Stjórnartíð í Téténíu */
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Ramzan Kadyrov<br>{{small|Рамзан Кадыров}}<br>{{small|Къадар Рамзан}}
| mynd = Ramzan Kadyrov (2018-06-15) 02.jpg
| myndatexti1 = {{small|Kadyrov árið 2018.}}
| titill= Forseti sjálfstjórnarlýðveldisins [[Téténía|Téténíu]]
| stjórnartíð_start = [[5. apríl]] [[2007]]
| stjórnartíð_end =
| titill2= Forsætisráðherra sjálfstjórnarlýðveldisins [[Téténía|Téténíu]]
| stjórnartíð_start2 = [[18. nóvember]] [[2005]]
| stjórnartíð_end2 = [[10. apríl]] [[2007]]
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1976|10|5}}
| fæðingarstaður = [[Akhmat-Júrt|Tsentaroj]], [[Téténía-Ingúsetía|Téténíu-Ingúsetíu]], [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú Akhmat-Júrt, [[Téténía|Téténíu]], [[Rússland]]i)
| stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]]
| trúarbrögð = [[Súnní]]-íslam
| maki = Medni Musaevna Kadyrova (g. 1996)<br>Fatima Khazujeva<br>Aminat Akhmadova
| börn = 12
| þjóderni = [[Téténía|Téténskur]]
| háskóli = Viðskipta- og lagaskólinn í Makhatsjkala<br>Ríkistækniháskólinn í Dagestan<br>Ríkisháskólinn í Dagestan
| undirskrift = Signature of Ramzan Kadyrov.png
}}
'''Ramzan Akhmadovítsj Kadyrov''' ([[rússneska]]: Рамзан Ахматович Кадыров; [[téténska]]: Къадар Ахьмат-кӏант Рамзан; f. 5. október 1976) er [[Rússland|rússneskur]] og [[Téténía|téténskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið leiðtogi sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu innan Rússlands frá árinu 2005. Kadyrov var áður meðlimur í vopnaðri sjálfstæðishreyfingu Téténa. Faðir hans, [[Akhmad Kadyrov]], gekk í lið með Rússum í [[Seinna Téténíustríðið|seinna Téténíustríðinu]] og var útnefndur forseti téténska sjálfstjórnarlýðveldisins eftir sigur Rússa í stríðinu. Ramzan komst til valda eftir að faðir hans var myrtur árið 2004.
Kadyrov fer með [[einræði]]svald innan Téténíu og stýrir sjálfstjórnarlýðveldinu með íhaldssamri túlkun á [[sjaríalög]]um. Stjórn hans hefur verið sökuð um fjölda mannréttindabrota, pólitískra morða og mannrána á andstæðingum sínum.
==Æviágrip==
Ramzan Kadyrov er fæddur árið 1976 og er sonur stjórnmálamannsins [[Akhmad Kadyrov|Akhmads Kadyrov]]. Þegar [[Sovétríkin]] liðuðust í sundur árið 1991 leiddi Akhmad hernaðarhreyfingu sem barðist fyrir sjálfstæði [[Téténía|Téténíu]] undan Rússlandi. Þótt Ramzan Kadyrov hafi aðeins verið táningur þegar [[fyrra Téténíustríðið]] braust út barðist hann með her föður síns og fór fyrir hóp skæruliða sem þótti sérlega ofbeldisfullur.<ref name=stalín>{{Tímarit.is|6377756|Kadyrov er hinn tsjetsjenski Stalín|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|höfundur=Björn Teitsson|útgáfudagsetning=10. október 2010|blaðsíða=20}}</ref>
Þegar [[seinna Téténíustríðið]] braust út árið 1999 ákváðu Kadyrov-feðgarnir að ganga til liðs við Rússa gegn því að þeir fengju að stýra Téténíu þegar sigur hefði verið unninn gegn aðskilnaðarsinnum. Við lok stríðsins var Akhmad Kadyrov því skipaður forseti téténska sjálfstjórnarlýðveldisins og var studdur af rússnesku leyniþjónustunni [[FSB]].<ref name=stalín/>
==Stjórnartíð í Téténíu==
Akhmad Kadyrov var myrtur árið 2004 á hersýningu í [[Grosní]].<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Tétsníu myrtur|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/797164/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2004|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> Í kjölfarið var Ramzan fljótur að komast til áhrifa í Téténíu þrátt fyrir ungan aldur. Með stuðningi [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] Rússlandsforseta var Ramzan Kadyrov skipaður aðstoðarforsætisráðherra Téténíu strax eftir morðið. Hann varð síðan forsætisráðherra Téténíu ári síðar, aðeins 29 ára gamall.<ref name=stalín/> Kadyrov var formlega skipaður forseti Téténíu árið 2007, stuttu eftir að hann varð þrjátíu ára gamall. Pútín veitti Kadyrov umboð til að „hreinsa til“ í Téténíu og fleytti til hans gríðarlegum fjármunum svo hann gæti barið niður aðskilnaðarsinna sem enn börðust gegn rússnesku stjórninni.<ref name=stríðsherra>{{Vefheimild|titill=Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-03-20-stridsherra-med-serstakt-dalaeti-samfelagsmidlum/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Ómar Þorgeirsson|mánuður=20. mars|ár=2016|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Auk þess að hafa tögl og hagldir á téténska hernum hefur Kadyrov áfram haldið uppi eigin einkaher, Kadyrovtskíj-hersveitinni eða Kadyrovítum. Sveitin var stofnuð á tíma fyrra Téténíustríðsins á tíunda áratugnum.<ref name=stríðsherra/> Stuttu eftir að Kadyrov komst til valda hóf hann að innleiða [[sjaríalög]] í löggjöf Téténíu. Meðal annars lét hann banna fjárhættuspil og áfengisneyslu og hvatti karla til að stunda [[fjölkvæni]].<ref name=stalín/> Fjölkvæni er bannað samkvæmt rússneskum lögum en stjórn Pútíns hefur látið það óátalið að það tíðkist undir stjórn Kadyrovs í Téténíu.<ref name=égræð>{{Tímarit.is|6764051|„Ég ræð og enginn annar. Skilið?“|blað=[[Morgunblaðið]]|höfundur=Kristján Jónsson|útgáfudagsetning=3. apríl 2014|blaðsíða=6}}</ref>
Á stjórnartíð sinni hefur Kadyrov viðhaldið nánu bandalagi við Vladímír Pútín og hefur gert mikið úr vinskap sínum við hann. Líkt og Pútín hefur Kadyrov sætt ásökunum um að brjóta gegn mannréttindum og tjáningarfrelsi, auk þess sem hersveitir hans hafa verið vændar um pyntingar og ólöglegar handtökur og aftökur á pólitískum andstæðingum. Meðal helstu gagnrýnenda Kadyrovs var úkraínska blaðakonan [[Anna Polítkovskaja]] hjá dagblaðinu ''[[Novaja Gazeta]]'', sem fannst skotin til bana í íbúðablokk sinni þann 6. október 2006. Eftir morð hennar lét ritstjóri ''Novaja Gazeta'', [[Dmítríj Múratov]], hafa eftir sér að hún hefði verið að vinna að grein um pyntingar, aftökur og önnur illvirki Kadyrovíta þegar hún var drepin.<ref name=stríðsherra/> Kadyrov hefur einnig verið sakaður um að standa fyrir morðinu á [[Natalía Estemírova|Natalíu Estemírovu]], meðlimi mannréttindasamtakanna [[Memorial]], sem var rænt af heimili sínu í Grosní í júní 2009 og fannst síðan drepin í [[Ingúsetía|Ingúsetíu]].<ref>{{Tímarit.is|6368787|Mannréttindafólk myrt|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=21. júlí 2009|höfundur=Kolbeinn Þorsteinsson|blaðsíða=12}}</ref> Þá var Kadyrov bendlaður við morðið á rússneska stjórnarandstæðingnum [[Borís Nemtsov]] árið 2015, en einn þeirra sem voru ákærðir fyrir morðið var fyrrum háttsettur liðsmaður í einni af hersveitum Kadyrovs.<ref name=stríðsherra/>
Á síðari árum hefur stjórn Kadyrovs hafið markvissar fjöldahandtökur og pyntingar á [[samkynhneigð]]um mönnum í Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Gætu verið í lífsháska sökum kynhneigðar sinnar|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/02/06/gaetu_verid_i_lifshaska_sokum_kynhneigdar_sinnar/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=6. febrúar|ár=2021|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref> [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]] gaf út skýrslu í desember 2018 þar sem staðhæft var að „mjög alvarleg mannréttindabrot“ væru að eiga sér stað í sjálfsstjórnarlýðveldinu. Kadyrov hafnaði því fyrir sitt leyti að handtökurnar hefðu átt sér stað og staðhæfði að samkynhneigð þekktist einfaldlega ekki í Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Tugum samkynhneigðra smalað saman og haldið í Téténíu|url=https://www.visir.is/g/20191189042d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=15. febrúar|ár=2019|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Frá því að herferð Kadyrovs gegn samkynhneigðum hófst hafa samkynhneigðir Téténar sem hafa flúið til annarra hluta Rússlands verið sakaðir um hryðjuverkastarfsemi, handteknir og fluttir nauðugir aftur til Téténíu.<ref>{{Vefheimild|titill=Samkynhneigðir sakaðir um hryðjuverk|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/02/08/samkynhneigdir_sakadir_um_hrydjuverk/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=8. febrúar|ár=2021|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2022 studdi Kadyrov [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] og sendi téténska hermenn til að berjast með rússeska hernum. Hann kvaðst sjálfur hafa farið til Úkraínu til að taka þátt í innrásinni en ekki hefur verið staðfest með óyggjandi hætti að hann hafi farið þangað.<ref>{{Vefheimild|titill=Leiðtogi Téténa kveðst berjast við hlið innrásarhersins|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/14/leidtogi-tetena-kvedst-berjast-vid-hlid-innrasarhersins|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Ímynd Kadyrovs==
Líkt og Vladímír Pútín hefur Kadyrov lagt mikla áherslu á að rækta karlmennskuímynd sína. Hann er virkur á ýmsum [[Samfélagsmiðill|samfélagsmiðlum]] og birtir gjarnan færslur af sjálfum sér með villidýrum, við hernaðarathafnir eða að iðka bardagaíþróttir. Kadyrov leggur einnig áherslu á [[íslam]]ska trúrækni sína og á tryggð sína við Vladímír Pútín og rússnesk stjórnvöld. Hann hefur oft beitt samfélagsmiðlum til að gagnrýna og ógna stjórnarandstæðingum, sem hann hefur nefnt „sjakala“ og „óvini þjóðarinnar.“ Meðal annars hefur hann birt myndskeið af stjórnarandstæðingnum [[Míkhaíl Kasjanov]] þar sem fylgst er með Kasjanov í gegnum riffilsigti leyniskyttu.<ref name=égræð/>
Kadyrov naut lengi mikillar alþýðuhylli í Rússlandi fyrir þátt sinn við að koma á friði, lögum og reglu í Téténíu eftir stríðin á tíunda áratugnum. Hann hefur hins vegar orðið æ umdeildari í seinni tíð og árið 2016 sögðust aðeins 17 prósent Rússa hafa jákvæða skoðun á honum.<ref name=égræð/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Kadyrov, Ramzan}}
{{f|1976}}
[[Flokkur:Rússneskir stjórnmálamenn]]
ozuoh2y2h9tiqo0bakbm8ubll7yg414
Leoníd Kravtsjúk
0
167375
1763740
1763205
2022-08-04T14:40:01Z
TKSnaevarr
53243
/* Ferill að lokinni forsetatíð */
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Leoníd Kravtsjúk<br>{{small|Леонід Кравчук}}
| búseta =
| mynd = Leonid Kravchuk 2013-06-18.JPG
| myndatexti1 = {{small|Leoníd Kravtsjúk árið 2013.}}
| titill = Forseti Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[24. ágúst]] [[1991]]
| stjórnartíð_end = [[19. júlí]] [[1994]]
| forsætisráðherra = [[Vítold Fokín]]<br>[[Valentyn Symoneko]] {{small|(starfandi)}}<br>[[Leoníd Kútsjma]]<br>[[Júkhím Zvjahílskyj]] {{small|(starfandi)}}<br>[[Vítalíj Masol]]
| forveri = Fyrstur í embætti
| eftirmaður = [[Leoníd Kútsjma]]
| fæddur = [[10. janúar]] [[1934]]
| fæðingarstaður = Żytyń, [[Pólland]]i (nú [[Velíjkíj Zhítín]], [[Úkraína|Úkraínu]])
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|2022|5|10|1934|1|10}}
| dánarstaður = [[München]], [[Þýskaland]]i
| háskóli = [[Háskólinn í Kænugarði]]
| starf = Stjórnmálamaður
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Antonína Mykhaílivna Mishúra
| börn = 1
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (1991–1994)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] 1958–1991<br>Jafnaðarmannaflokkur Úkraínu 1994–2009
| undirskrift = Leonid Kravchuk Signature 1991.png
}}
'''Leoníd Makarovytsj Kravtsjúk''' (f. [[10. janúar]] [[1934]]; d. [[10. maí]] [[2022]]) var [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður sem var fyrsti [[forseti Úkraínu]]. Kravtsjúk gegndi forsetaembættinu frá sjálfstæði Úkraínu undan [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] árið 1991 til ársins 1994, en þá tapaði hann endurkjöri gegn fyrrum forsætisráðherranum [[Leoníd Kútsjma]]. Kravtsjúk hafði áður verið stjórnmálamaður í [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokknum]] og hafði verið meðal hvatamanna að því að Úkraína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Á stjórnartíð Kravtsjúks létu Úkraínumenn af hendi öll [[kjarnorkuvopn]] sem höfðu verið skilin eftir í landinu við [[fall Sovétríkjanna]].
==Æviágrip==
Leoníd Kravtsjúk var kominn af smábændum í vesturhluta Úkraínu, nálægt borginni [[Rivne|Rovno]]. Hann lauk meistaragráðu í [[stjórnmálafræði]] við [[Háskólinn í Kænugarði|Háskólann í Kænugarði]] og kleif metorðastigan innan [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokksins]]. Árið 1990 varð Kravtsjúk forseti úkraínska þingsins með stuðningi kommúnistaflokksins.<ref name=hugmyndafræði>{{Tímarit.is|1755298|Hugmyndafræðingurinn sem sneri frá villu síns vegar|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=3. desember 1991|blaðsíða=28}}</ref> Kravtsjúk var gjarnan talinn helsti hugmyndafræðingur Sovétmanna í Úkraínu og þótti á þeim tíma dyggur stuðningsmaður stjórnvalda í [[Kreml (Moskva)|Kreml]].<ref name=útleið/>
Þegar Kravtsjúk varð þingforseti var hann þegar þjóðþekktur vegna sjónvarpsviðræðna sinna við fulltrúa úkraínskra þjóðernissinna á þingi. Kravtsjúk fjarlægðist brátt stjórnarstefnu kommúnistaflokksins og fór að leggja áherslu á að Úkraína ætti að hafa sjálfræði undan sovésku ríkisstjórninni í [[Moskva|Moskvu]]. Kravtsjúk reyndi að gæta meðalhófs á milli kommúnista á þingi og þeirra sem vildu stefna að sjálfstæði Úkraínu.<ref name=hugmyndafræði/>
===Hrun Sovétríkjanna og sjálfstæði Úkraínu===
Í júlí 1990 stóð Kravtsjúk fyrir þeirri málamðiðlun að þingið lýsti yfir [[fullveldi]] [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldisins]], sem fól í sér að úkraínsk lög myndu hafa forgang ef þau stönguðust á við lög Sovétríkjanna. [[Boris Jeltsín]], forseti [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]], hafði einnig lýst yfir fullveldi Rússlands undan Sovétríkjunum sama ár og þeir Kravtsjúk gerðu samning um að Úkraína og Rússland viðurkenndu fullveldi hvors annars.<ref name=hugmyndafræði/>
Þegar harðlínukommúnistar [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|reyndu að fremja valdarán]] í Sovétríkjunum árið 1991 studdi Kravtsjúk í fyrstu ekki andófsaðgerðir Jeltsíns. Meðal annars hvatti hann fólk til að taka ekki þátt í allsherjarverkfallinu sem Jeltsín boðaði til að andmæla valdaránstilrauninni. Þegar ljóst var að valdaránið hefði misheppnast sagðist Kravtsjúk hins vegar hafa rifið flokksskírteini sitt á fyrsta degi þess.<ref name=hugmyndafræði/>
Eftir valdaránstilraunina var [[Mikhaíl Gorbatsjev]], leiðtogi Kommúnistaflokksins, rúinn völdum. Þann 24. ágúst 1991 gaf úkraínska þingið út ályktun þar sem lýst var yfir fullu sjálfstæði Úkraínu og Kravtsjúk varð ákafur stuðningsmaður þeirrar ákvörðunar. Kravtsjúk hélt stuttu síðar í opinberar ferðir til Kanada og Bandaríkjanna til að ræða við leiðtoga þar í landi og jók þannig mjög hróður sinn heima í Úkraínu.<ref name=hugmyndafræði/> Í byrjun desember 1991 var haldin [[þjóðaratkvæðagreiðsla]] um sjálfstæði Úkraínu þar sem um níutíu prósent landsmanna kusu að mynda sjálfstætt ríki. Í forsetakosningum sem haldnar voru samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni var Kravtsjúk kjörinn fyrsti forseti Úkraínu.<ref name=útleið>{{Tímarit.is|1755722|Úkraína á útleið|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=8. desember 1991|blaðsíða=24|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
===Forseti Úkraínu (1991–1994)===
Þann 8. desember 1991 fundaði Kravtsjúk með Jeltsín og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að Sovétríkin væru ekki lengur til. Þeirra í stað yrði stofnað [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], sem yrði laustengt efnahagsbandalag.<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref> Úkraína gekk hins vegar að endingu aldrei í Samveldið, meðal annars vegna andstöðu Úkraínumanna um það að herafli allra aðildarríkja þess yrði settur undir eina yfirstjórn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/79783/|titill=Ágreiningur forystumanna Samveldis sjálfstæðra ríkja: Úkraínumenn mótfallnir|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. desember|ár=1991}}</ref>
[[Mynd:Presidents after signing the Trilateral Statement, Moscow, 1994.png|thumb|left|Kravtsjúk (til hægri), [[Bill Clinton]] og [[Boris Jeltsín]] takast í hendur eftir samningaviðræður um kjarnavopn í [[Moskva|Moskvu]] árið 1994.]]
Kravtsjúk átti í stirðu sambandi við ríkisstjórn Rússlands á forsetatíð sinni, meðal annars vegna deilna um það hvort sovéskum [[kjarnorkuvopn]]um sem höfðu verið staðsett í Úkraínu skyldi skilað til Rússlands. Rússar og Úkraínumenn deildu jafnframt um eignarhald á [[Svartahafsflotinn|Svartahafsflotanum]], sem Kravtsjúk vildi fá undir stjórn Úkraínumanna en Jeltsín vildi að færi undir sameiginlega herstjórn Samveldis sjálfstæðra ríkja.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/80811/|titill=Samveldi sjálfstæðra ríkja: Deilan um Svartahafsflotann stigmagnast|blað=[[mbl.is]]|mánuður=10. janúar|ár=1992}}</ref> Að endingu sömdu Rússar og Úkraínumenn um það flotanum yrði skipt milli ríkjanna með samkomulagi í ágúst 1992.<ref>{{Tímarit.is|1769059|Samkomulagi náð um Svartahafsherflotann|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=5. ágúst 1992|blaðsíða=29}}</ref> Árið 1994 samdi Kravtsjúk við Jeltsín og [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta um að um 1.600 kjarnorkuvopnum sem voru staðsett í Úkraínu yrði skilað til Rússlands.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/122257/|titill=Kravtsjúk harðlega gagnrýndur|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=21. janúar|ár=1994}}</ref> Í staðinn féllust Rússar á að viðurkenna sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu og ábyrgjast öryggi landsins ásamt Bretum og Bandaríkjamönnum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222228412d/fjogurra-daga-strid-en-atta-ara-strids-a-stand|titill=Fjögurra daga stríð en átta ára stríðsástand|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=27. febrúar|ár=2022|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. apríl|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Eilíf togstreita á milli austurs og vesturs|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/24/eilif-togstreita-a-milli-austurs-og-vesturs|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. apríl}}</ref>
Á valdatíð sinni fór Kravtsjúk sér hægt í því að koma á umbótum í efnahagskerfi og draga úr miðstýringu efnahagsins. Landsframleiðsla Úkraínu dróst saman eftir hrun Sovétríkjanna og verðbólga jókst. Þrátt fyrir dvínandi vinsældir bauð Kravtsjúk sig fram til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar voru árið 1994. Í kosningabaráttunni skírskotaði Kravtsjúk til úkraínskrar [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] og uppskar með því mikið fylgi í vesturhluta landsins. Andstæðingur hans, fyrrum forsætisráðherrann [[Leoníd Kútsjma]], lagði áherslu á róttækari efnahagsumbætur og bætt samskipti við Rússa og hlaut með því yfirgnæfandi fylgi í austurhéruðum Úkraínu sem nægðu honum til að sigra Kravtsjúk með um átta prósenta atkvæðamun í seinni umferð kosninganna.<ref>{{Tímarit.is|2716880|Nýju forsetarnir mæna vonaraugum til Moskvu|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=16. júlí 1994|blaðsíða=14|höfundur=Magnús Torfi Ólafsson}}</ref>
===Ferill að lokinni forsetatíð===
Í aðdraganda [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar 2014]] gaf Kravtsjúk út sameiginlega yfirlýsingu ásamt eftirmönnum sínum á forsetastól, [[Leoníd Kútsjma]] og [[Víktor Júsjtsjenko]], um stuðning þeirra við kröfur mótmælenda gegn stjórn [[Víktor Janúkovytsj|Víktors Janúkovytsj]].<ref name=styggja>{{Tímarit.is|6144785|Veigra sér við að styggja Rússa|útgáfudagsetning=7. desember 2013|blaðsíða=56|blað=[[Fréttablaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason}}</ref>
Kravtsjúk lést þann 10. maí árið 2022.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/05/10/fyrsti_forseti_ukrainu_latinn/|titill=Fyrsti forseti Úkraínu látinn|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2022|árskoðað=11. maí|mánuðurskoðað=2022}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Úkraínu]]
| frá = [[24. ágúst]] [[1991]]
| til = [[19. júlí]] [[1994]]
| fyrir = Fyrstur í embætti
| eftir = [[Leoníd Kútsjma]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Úkraínu}}
{{DEFAULTSORT:Kravtsjúk, Leoníd}}
{{fde|1934|2022|Kravtsjuk, Leonid}}
[[Flokkur:Forsetar Úkraínu]]
[[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]]
ryfh5t92vxu4jj9uih220r6xocvplvz
1763742
1763740
2022-08-04T14:43:21Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Leoníd Kravtsjúk<br>{{small|Леонід Кравчук}}
| búseta =
| mynd = Leonid Kravchuk 2013-06-18.JPG
| myndatexti1 = {{small|Leoníd Kravtsjúk árið 2013.}}
| titill = Forseti Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[24. ágúst]] [[1991]]
| stjórnartíð_end = [[19. júlí]] [[1994]]
| forsætisráðherra = [[Vítold Fokín]]<br>[[Valentyn Symoneko]] {{small|(starfandi)}}<br>[[Leoníd Kútsjma]]<br>[[Júkhím Zvjahílskyj]] {{small|(starfandi)}}<br>[[Vítalíj Masol]]
| forveri = Fyrstur í embætti
| eftirmaður = [[Leoníd Kútsjma]]
| fæddur = [[10. janúar]] [[1934]]
| fæðingarstaður = Żytyń, [[Pólland]]i (nú [[Velíjkíj Zhítín]], [[Úkraína|Úkraínu]])
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|2022|5|10|1934|1|10}}
| dánarstaður = [[München]], [[Þýskaland]]i
| háskóli = [[Háskólinn í Kænugarði]]
| starf = Stjórnmálamaður
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Antonína Mykhaílivna Mishúra
| börn = 1
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn (1991–1994)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] 1958–1991<br>Jafnaðarmannaflokkur Úkraínu 1994–2009
| undirskrift = Leonid Kravchuk Signature 1991.png
}}
'''Leoníd Makarovytsj Kravtsjúk''' (f. [[10. janúar]] [[1934]]; d. [[10. maí]] [[2022]]) var [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður sem var fyrsti [[forseti Úkraínu]]. Kravtsjúk gegndi forsetaembættinu frá sjálfstæði Úkraínu undan [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] árið 1991 til ársins 1994, en þá tapaði hann endurkjöri gegn fyrrum forsætisráðherranum [[Leoníd Kútsjma]]. Kravtsjúk hafði áður verið stjórnmálamaður í [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokknum]] og hafði verið meðal hvatamanna að því að Úkraína lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum. Á stjórnartíð Kravtsjúks létu Úkraínumenn af hendi öll [[kjarnorkuvopn]] sem höfðu verið skilin eftir í landinu við [[fall Sovétríkjanna]].
==Æviágrip==
Leoníd Kravtsjúk var kominn af smábændum í vesturhluta Úkraínu, nálægt borginni [[Rivne|Rovno]]. Hann lauk meistaragráðu í [[stjórnmálafræði]] við [[Háskólinn í Kænugarði|Háskólann í Kænugarði]] og kleif metorðastigan innan [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokksins]]. Árið 1990 varð Kravtsjúk forseti úkraínska þingsins með stuðningi kommúnistaflokksins.<ref name=hugmyndafræði>{{Tímarit.is|1755298|Hugmyndafræðingurinn sem sneri frá villu síns vegar|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=3. desember 1991|blaðsíða=28}}</ref> Kravtsjúk var gjarnan talinn helsti hugmyndafræðingur Sovétmanna í Úkraínu og þótti á þeim tíma dyggur stuðningsmaður stjórnvalda í [[Kreml (Moskva)|Kreml]].<ref name=útleið/>
Þegar Kravtsjúk varð þingforseti var hann þegar þjóðþekktur vegna sjónvarpsviðræðna sinna við fulltrúa úkraínskra þjóðernissinna á þingi. Kravtsjúk fjarlægðist brátt stjórnarstefnu kommúnistaflokksins og fór að leggja áherslu á að Úkraína ætti að hafa sjálfræði undan sovésku ríkisstjórninni í [[Moskva|Moskvu]]. Kravtsjúk reyndi að gæta meðalhófs á milli kommúnista á þingi og þeirra sem vildu stefna að sjálfstæði Úkraínu.<ref name=hugmyndafræði/>
===Hrun Sovétríkjanna og sjálfstæði Úkraínu===
Í júlí 1990 stóð Kravtsjúk fyrir þeirri málamðiðlun að þingið lýsti yfir [[fullveldi]] [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldisins]], sem fól í sér að úkraínsk lög myndu hafa forgang ef þau stönguðust á við lög Sovétríkjanna. [[Boris Jeltsín]], forseti [[Sovétlýðveldið Rússland|rússneska sovétlýðveldisins]], hafði einnig lýst yfir fullveldi Rússlands undan Sovétríkjunum sama ár og þeir Kravtsjúk gerðu samning um að Úkraína og Rússland viðurkenndu fullveldi hvors annars.<ref name=hugmyndafræði/>
Þegar harðlínukommúnistar [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|reyndu að fremja valdarán]] í Sovétríkjunum árið 1991 studdi Kravtsjúk í fyrstu ekki andófsaðgerðir Jeltsíns. Meðal annars hvatti hann fólk til að taka ekki þátt í allsherjarverkfallinu sem Jeltsín boðaði til að andmæla valdaránstilrauninni. Þegar ljóst var að valdaránið hefði misheppnast sagðist Kravtsjúk hins vegar hafa rifið flokksskírteini sitt á fyrsta degi þess.<ref name=hugmyndafræði/>
Eftir valdaránstilraunina var [[Míkhaíl Gorbatsjov]], leiðtogi Kommúnistaflokksins, rúinn völdum. Þann 24. ágúst 1991 gaf úkraínska þingið út ályktun þar sem lýst var yfir fullu sjálfstæði Úkraínu og Kravtsjúk varð ákafur stuðningsmaður þeirrar ákvörðunar. Kravtsjúk hélt stuttu síðar í opinberar ferðir til Kanada og Bandaríkjanna til að ræða við leiðtoga þar í landi og jók þannig mjög hróður sinn heima í Úkraínu.<ref name=hugmyndafræði/> Í byrjun desember 1991 var haldin [[þjóðaratkvæðagreiðsla]] um sjálfstæði Úkraínu þar sem um níutíu prósent landsmanna kusu að mynda sjálfstætt ríki. Í forsetakosningum sem haldnar voru samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni var Kravtsjúk kjörinn fyrsti forseti Úkraínu.<ref name=útleið>{{Tímarit.is|1755722|Úkraína á útleið|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=8. desember 1991|blaðsíða=24|höfundur=Guðmundur Halldórsson}}</ref>
===Forseti Úkraínu (1991–1994)===
Þann 8. desember 1991 fundaði Kravtsjúk með Jeltsín og [[Stanislav Sjúskevitsj]], leiðtoga [[Hvíta-Rússland]]s, í [[Minsk]], og gaf með þeim út yfirlýsingu um að Sovétríkin væru ekki lengur til. Þeirra í stað yrði stofnað [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], sem yrði laustengt efnahagsbandalag.<ref>{{Tímarit.is|4066454|Sovétríkin horfin út af landakortinu|blað=[[Tíminn]]|blaðsíða=8-9|útgáfudagsetning=10. desember 1991}}</ref> Úkraína gekk hins vegar að endingu aldrei í Samveldið, meðal annars vegna andstöðu Úkraínumanna um það að herafli allra aðildarríkja þess yrði settur undir eina yfirstjórn.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/79783/|titill=Ágreiningur forystumanna Samveldis sjálfstæðra ríkja: Úkraínumenn mótfallnir|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. desember|ár=1991}}</ref>
[[Mynd:Presidents after signing the Trilateral Statement, Moscow, 1994.png|thumb|left|Kravtsjúk (til hægri), [[Bill Clinton]] og [[Boris Jeltsín]] takast í hendur eftir samningaviðræður um kjarnavopn í [[Moskva|Moskvu]] árið 1994.]]
Kravtsjúk átti í stirðu sambandi við ríkisstjórn Rússlands á forsetatíð sinni, meðal annars vegna deilna um það hvort sovéskum [[kjarnorkuvopn]]um sem höfðu verið staðsett í Úkraínu skyldi skilað til Rússlands. Rússar og Úkraínumenn deildu jafnframt um eignarhald á [[Svartahafsflotinn|Svartahafsflotanum]], sem Kravtsjúk vildi fá undir stjórn Úkraínumanna en Jeltsín vildi að færi undir sameiginlega herstjórn Samveldis sjálfstæðra ríkja.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/80811/|titill=Samveldi sjálfstæðra ríkja: Deilan um Svartahafsflotann stigmagnast|blað=[[mbl.is]]|mánuður=10. janúar|ár=1992}}</ref> Að endingu sömdu Rússar og Úkraínumenn um það flotanum yrði skipt milli ríkjanna með samkomulagi í ágúst 1992.<ref>{{Tímarit.is|1769059|Samkomulagi náð um Svartahafsherflotann|blað=[[Morgunblaðið]]|útgáfudagsetning=5. ágúst 1992|blaðsíða=29}}</ref> Árið 1994 samdi Kravtsjúk við Jeltsín og [[Bill Clinton]] Bandaríkjaforseta um að um 1.600 kjarnorkuvopnum sem voru staðsett í Úkraínu yrði skilað til Rússlands.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/122257/|titill=Kravtsjúk harðlega gagnrýndur|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=21. janúar|ár=1994}}</ref> Í staðinn féllust Rússar á að viðurkenna sjálfstæði, fullveldi og landamæri Úkraínu og ábyrgjast öryggi landsins ásamt Bretum og Bandaríkjamönnum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20222228412d/fjogurra-daga-strid-en-atta-ara-strids-a-stand|titill=Fjögurra daga stríð en átta ára stríðsástand|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuður=27. febrúar|ár=2022|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. apríl|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Eilíf togstreita á milli austurs og vesturs|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/24/eilif-togstreita-a-milli-austurs-og-vesturs|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. apríl}}</ref>
Á valdatíð sinni fór Kravtsjúk sér hægt í því að koma á umbótum í efnahagskerfi og draga úr miðstýringu efnahagsins. Landsframleiðsla Úkraínu dróst saman eftir hrun Sovétríkjanna og verðbólga jókst. Þrátt fyrir dvínandi vinsældir bauð Kravtsjúk sig fram til endurkjörs í forsetakosningum sem haldnar voru árið 1994. Í kosningabaráttunni skírskotaði Kravtsjúk til úkraínskrar [[Þjóðernishyggja|þjóðernishyggju]] og uppskar með því mikið fylgi í vesturhluta landsins. Andstæðingur hans, fyrrum forsætisráðherrann [[Leoníd Kútsjma]], lagði áherslu á róttækari efnahagsumbætur og bætt samskipti við Rússa og hlaut með því yfirgnæfandi fylgi í austurhéruðum Úkraínu sem nægðu honum til að sigra Kravtsjúk með um átta prósenta atkvæðamun í seinni umferð kosninganna.<ref>{{Tímarit.is|2716880|Nýju forsetarnir mæna vonaraugum til Moskvu|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|útgáfudagsetning=16. júlí 1994|blaðsíða=14|höfundur=Magnús Torfi Ólafsson}}</ref>
===Ferill að lokinni forsetatíð===
Í aðdraganda [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltingarinnar 2014]] gaf Kravtsjúk út sameiginlega yfirlýsingu ásamt eftirmönnum sínum á forsetastól, [[Leoníd Kútsjma]] og [[Víktor Júsjtsjenko]], um stuðning þeirra við kröfur mótmælenda gegn stjórn [[Víktor Janúkovytsj|Víktors Janúkovytsj]].<ref name=styggja>{{Tímarit.is|6144785|Veigra sér við að styggja Rússa|útgáfudagsetning=7. desember 2013|blaðsíða=56|blað=[[Fréttablaðið]]|höfundur=Guðsteinn Bjarnason}}</ref>
Kravtsjúk lést þann 10. maí árið 2022.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/05/10/fyrsti_forseti_ukrainu_latinn/|titill=Fyrsti forseti Úkraínu látinn|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=10. maí|ár=2022|árskoðað=11. maí|mánuðurskoðað=2022}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Úkraínu]]
| frá = [[24. ágúst]] [[1991]]
| til = [[19. júlí]] [[1994]]
| fyrir = Fyrstur í embætti
| eftir = [[Leoníd Kútsjma]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Úkraínu}}
{{DEFAULTSORT:Kravtsjúk, Leoníd}}
{{fde|1934|2022|Kravtsjuk, Leonid}}
[[Flokkur:Forsetar Úkraínu]]
[[Flokkur:Sovéskir stjórnmálamenn]]
8ixkyccnxbyzxuyclatnvsj4ko5hw2j
Rúrik
0
167708
1763766
1754673
2022-08-04T18:31:07Z
Zemant
23076
/* Æviágrip */
wikitext
text/x-wiki
{{sjá|Rúrik (mannsnafn)|nafnið}}
[[Mynd:1000 Rurik.JPG|thumb|right|Stytta af Rúrik á minnismerki um þúsund ára sögu Rússlands sem reist var í Hólmgarði árið 1862.]]
'''Rúrik''' eða '''Hrærekur''' ([[fornausturslavneska]]: ''Рюрикъ''; ''Rjurikŭ'') var höfðingi úr röðum norrænna [[Væringjar|væringja]] sem tók árið 862 við konungdómi í borginni [[Hólmgarður|Hólmgarði]] í [[Garðaríki]]. Rúrik var stofnandi [[Rúriksætt]]arinnar, sem átti eftir að ráða yfir gerska [[Kænugarðs-Rús|Kænugarðsríkinu]] og ól síðar af sér fyrstu keisara [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmisins]].
Eina heimildin fyrir tilvist Rúriks er í annálnum ''[[Saga liðinna ára|Sögu liðinna ára]]''. Fræðimenn hafa deilt mikið um mikilvægi Rúriks og um framlag norrænna manna við stofnun ríkja [[Rús]]-þjóðanna í Garðaríki. Þeir sem viðurkenna eða leggja áherslu á þátt norrænna manna eru kallaðir „normannistar“ en þeir sem hafna framlagi þeirra „and-normannistar.“<ref name=millimala>{{Cite journal|title=Með Víkingum við Volgubakka:
ferðabók Ibn Fadlan|url=http://millimala.hi.is/wp-content/uploads/2020/01/Millima%CC%81la2019-10.pdf|author=Þórir Jónsson Hraundal|journal=Milli mála – Tímarit um erlend tungumál og menningu|publisher=Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum|year=2019|pp=151-155}}</ref>
==Æviágrip==
Í ''Sögu liðinna ára'' er greint frá því að [[Slavar|slavneskar]] frumbyggjaþjóðir [[Garðaríki]]s hafi rekið norræna [[Væringjar|væringja]] á brott árið 862 og hætt að greiða þeim skatt. Án væringja hafi lögleysi hins vegar breiðst út og bardagar hafi brotist út milli slavneskra höfðingja Garðaríkis. Því hafi Slavar sammælst um að leita sér að konungi sem gæti ráðið yfir þeim og dæmt eftir réttum lögum.<ref name=bls31>{{Cite book|translator=[[Árni Bergmann|Árna Bergmann]]|title=Rússa sögur og Igorskviða|publisher=Hið íslenska bókmenntafélag|year=2009|place=Reykjavík|page=31|isbn=978-9979-66-238-9}}</ref>
Samkvæmt sögunni leituðu Slavar (nánar tiltekið þjóðarbrotin [[Ilmenar]] og [[Krivitsjar]]<ref>{{Vefheimild|titill=Þegar Úkraína var mesta stórveldi Evrópu|url=https://stundin.is/grein/14682/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Illugi Jökulsson|ár=2022|mánuður=23. janúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=11. maí}}</ref>) á náðir væringja í [[Svíþjóð]] og biðluðu til leiðtoga svokallaðrar [[Rús]]-þjóðar. Við þá sögðu þeir: „Land okkar er mikið og auðugt en allt þar er í óreiðu. Komið og ríkið yfir okkur og stjórnið okkur.“ Þrír bræður voru síðan valdir til að setjast á valdastól í Garðaríki og höfðu þeir með sér allan Rús-þjóðflokkinn. Rúrik, sem var þeirra elstur, varð fursti í Hólmgarði. Annar, [[Sineús og Trúvor|Sineús]], kom sér fyrir við [[Hvítavatn]] og sá þriðji, [[Sineús og Trúvor|Trúvor]], í [[Ízborsk]]. Samkvæmt þessari frásögn er nafn [[Kænugarðs-Rús|Rús-ríkisins]] (sem samsvarar nafni [[Rússland]]s nútímans) dregið af norrænum þjóðflokki sem Rúrik og bræður hans höfðu með sér frá Svíþjóð.<ref name=bls31/> Orðið Rús hafi síðar breyst í samheiti yfir [[Austur-Slavar|austur-slavneskar þjóðir]] sem töluðu [[Austurslavnesk tungumál|náskyld tungumál]] og greinast nú í ríkin [[Rússland]], [[Úkraína|Úkraínu]] og [[Hvíta-Rússland]].<ref name=bls36>{{Cite book|title=Rússa sögur og Igorskviða|page=36}}</ref>
Rúrik var stofnandi [[Rúriksætt|valdaættar]] sem fór með völd í alls um 700 ár. Fyrst réð ættin í [[Hólmgarður|Hólmgarði]], svo í [[Kænugarður|Kænugarði]] og loks í [[Moskva|Moskvu]], þar sem hún gat af sér fyrstu [[Rússneska keisaradæmið|rússnesku keisarana]]. Síðasti valdhafinn af Rúriksætt var keisarinn [[Fjodor 1.]], sem lést árið 1598.<ref name=bls13>{{Cite book|author=[[Árni Bergmann]]|title=Rússland og Rússar|publisher=Mál og menning|year=2004|place=Reykjavík|page=13|isbn=9979-3-2402-3}}</ref>
==Túlkanir==
[[Mynd:Prizvanievaryagov.jpg|thumb|right|Rúrik og bræður hans koma á fund Slava í Garðaríki.]]
Almennt er frásögnin af Rúrik og bræðrum hans ekki tekin bókstaflega meðal fræðimanna. Líklegt þykir að sú fullyrðing að Slavar hafi sjálfir boðið Rúrik að gerast konungur til að koma á lögum og reglu sé eftiráskýring sem hafi verið notuð til að réttlæta yfirráð erlendrar höfðingjastéttar í Garðaríki.<ref>{{Cite book|title=Rússa sögur og Igorskviða|page=38}}</ref>
Sagan af valdatöku Rúriks og bræðra hans hefur í seinni tíð þótt bera með sér [[Kynþáttahyggja|rasískan]] undirtón þar sem með henni er gefið til kynna að Slavar hafi ekki verið færir um að stjórna sér sjálfir og hafi þarfnast forystu [[Germanir|germanskra]] leiðtoga til að koma á röð og reglu. Skírskotun normannistakenningarinnar við rasisma varð sér í lagi áberandi í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni, en [[Adolf Hitler]] lét þau orð falla í aðdraganda [[Innrásin í Sovétríkin|innrásarinnar í Sovétríkin]] að yfirtaka Rúriks og bræðra hans hefði verið „dásamlegt dæmi um hæfileika germanskra þjóða til að stofna ríki fyrir óæðri kynþátt.“<ref>{{Cite book|title=Rússa sögur og Igorskviða|page=37}}</ref>
Margir, sér í lagi rússneskir þjóðernissinnar, hafa andmælt þeirri túlkun að norrænir menn hafi skipt sköpum við stofnun Rús-ríkjanna og hafa jafnframt dregið í efa að orðið „Rús“ eigi sér norrænan uppruna.<ref>{{Cite book|title=Rússland og Rússar|page=12}}</ref> Í söguskýringum and-normannista er lögð áhersla á að stofnun Rús-ríkjanna hafi verið að frumkvæði heimamanna sjálfra og því hafnað að þjóðir Slava í austurvegi hafi ekki haft getu til að stjórnað sér sjálfar.<ref name=bls13/> Almennt er talið að norræn höfðingjastétt hafi fljótt blandast slavneskum heimamönnum og að norræn áhrif hafi því farið þverrandi fram eftir árum.<ref name=bls36/> Mikið magn norrænna fornleifa og norrænna nafna í rituðum heimildum gerir þó óumdeilt að norrænir menn höfðu talsverð ítök á upphafsárum Rús-ríkisins.<ref name=millimala/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{d|879}}
[[Flokkur:Furstar af Hólmgarði]]
[[Flokkur:Rúriksætt]]
[[Flokkur:Væringjar]]
22w9o58kxp753r03t3mook373mkzcs6
Kristall Máni Ingason
0
168481
1763787
1760419
2022-08-05T01:21:29Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnumaður
|fullt nafn= Kristall Máni Ingason
|mynd=
|fæðingardagur={{Fæðingardagur og aldur|2002|1|18}}
|fæðingarbær=[[Reykjavík]]
|fæðingarland=Ísland
|staða= Vængmaður
|núverandi lið= [[Rosenborg]]
|númer= 80
|ár í yngri flokkum= -2017<br>2018-2020
|yngriflokkalið= [[Fjölnir]]<br>[[FC Köbenhavn]]
|ár= 2020<br>2020-2022<br>2022-
|lið=[[FC Köbenhavn]]<br>[[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]<br>[[Rosenborg]]
|leikir (mörk)=0 (0) <br>47 (8)<br>0 (0)
|landsliðsár=2022-
|landslið=[[Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu|Ísland]]
|landsliðsleikir (mörk)=2 (0)
|mfuppfært= júlí 2022
|lluppfært= júlí 2022
}}
'''Kristall Máni Ingason''' (f. [[18. janúar]] [[2002]]) er íslenskur knattspyrnumaður sem spilar með [[Rosenborg]] í Þrándheimi. Áður var hann hjá [[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingi]]. Hann gerði samning við norska félagið [[Rosenborg]] sumarið 2022.
[[Flokkur:Íslenskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 2002]]
a93p5l19byusd1w0mspuedt5774xilw
Denys Sjmyhal
0
168609
1763728
1763149
2022-08-04T12:38:58Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodymyr Zelenskyj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Шмигаль і "його" команда. Як працює другий уряд Зеленського|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=25. maí 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |titill=uk:Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=6. júlí 2019|access-date=17. janúar 2020|archive-date=8. júlí 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |title=Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
fjc93l075c9pnnqtorlabqur5pz1ktf
1763729
1763728
2022-08-04T12:39:41Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodymyr Zelenskyj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Шмигаль і "його" команда. Як працює другий уряд Зеленського|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=25. maí 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |title=uk:Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=6. júlí 2019|access-date=17. janúar 2020|archive-date=8. júlí 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |title=Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
mrqn6s1d02n4lyjsuzq2ff2kcbkewix
1763730
1763729
2022-08-04T12:40:05Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Denys Sjmyhal<br>{{small|Денис Шмигаль}}
| búseta =
| mynd = Denys Shmyhal in 2020 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjmyhal árið 2020.}}
| titill = Forsætisráðherra Úkraínu
| stjórnartíð_start = [[4. mars]] [[2020]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Volodymyr Zelenskyj]]
| forveri = [[Oleksíj Hontsjarúk]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1975|10|15}}
| fæðingarstaður = [[Lvív]], [[Sovétlýðveldið Úkraína|úkraínska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Úkraína|Úkraínu]])
| þjóderni = [[Úkraína|Úkraínskur]]
| maki = Kateryna Sjmyhal
| börn = 2
| háskóli = Tækniháskólinn í Lviv
| stjórnmálaflokkur = Óflokksbundinn
}}
'''Denys Anatolíjovytsj Sjmyhal''' ([[úkraínska]]: Денис Анатолійович Шмигаль; f. 15. október 1975)<ref name=smgl1>{{cite web|url=http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-url=https://web.archive.org/web/20191030215944/http://www.if.gov.ua:80/page/24725|archive-date=2019-10-30|title=Голова обласної державної адміністрації|work=www.if.gov.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> er [[Úkraína|úkraínskur]] stjórnmálamaður og athafnamaður sem hefur verið [[forsætisráðherra Úkraínu]] frá árinu 2020.<ref name=smgl2>{{cite web|url=http://dovidka.com.ua/user/?code=528175|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=dovidka.com.ua|access-date=24. júlí 2022|language=uk}}</ref> Hann var áður héraðsstjóri í [[Ívano-Frankívsk oblast|Ívano-Frankívsk-héraði]].<ref name=":0"/> Sem forsætisráðherra hafði Sjmyhal umsjón með viðbrögðum úkraínsku stjórnarinnar við [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|kórónuveirufaraldrinum]] í landinu.<ref>{{cite web|url=https://www.ukrinform.de/rubric-polytics/2889803-denys-schmygal-zum-neuen-premierminister-ernannt.html|title=Denys Schmygal zum neuen Premierminister ernannt|website=www.ukrinform.de|language=de|access-date=2020-03-05}}</ref>
== Æviágrip ==
Denys Sjmyhal útskrifaðist frá [[Tækniháskólinn í Lvív|Tækniháskólanum í Lvív]] árið 1997. Hann er með kandidatsgráðu í hagfræðivísindum frá árinu 2003.<ref>{{cite web|url=https://www.slovoidilo.ua/persony/shmyhal-denys-anatoliiovych|title=Шмигаль Денис Анатолійович|work=slovoidilo.ua|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref> Frá útskrift sinni árið 1997 fram til ársins 2005 vann Sjmyhal sem endurskoðandi fyrir ýmis fyrirtæki.<ref name=LIGAbDS/> Frá september 2005 til júní 2006 var Sjmyhal aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtækisins LA DIS.<ref name=LIGAbDS/> Hann var framkvæmdastjóri fjárfestingafyrirtækisins Comfort-Invest frá júní 2006 til ágúst 2008.<ref name=LIGAbDS/> Sjmyhal var síðan framkvæmdastjóri fyrirtækis undir nafninu ROSANINVEST LLC frá september 2008 til september 2009.<ref name=LIGAbDS/>
Sjmyhal gegndi ýmsum pólitískum störfum í [[Lvívska Oblast|Lvív-héraði]] frá árinu 2009 til ársins 2013.<ref name=LIGAbDS/> Hann var formaður hagfræðideildar héraðsstjórnar Lvív-héraðs frá 2009 til 2011.<ref name=smgl1/><ref name=LIGAbDS>[https://file.liga.net/persons/shmygal-denis Stutt æviágrip Denys Shmyhal], LIGA</ref> Þar kynntist hann og vann með [[Oleh Nemtsjínov]], sem varð árið 2020 ráðherra ráðherraráðsins í ríkisstjórn Sjmyhals.<ref>{{cite web|url=https://www.pravda.com.ua/articles/2020/05/25/7252984/|title=Шмигаль і "його" команда. Як працює другий уряд Зеленського|work=[[Ukrayinska Pravda]]|access-date=25. maí 2020|language=uk}}</ref> Sjmyhal varð síðan formaður efnahags- og iðnaðarstefnu héraðsins allt árið 2012.<ref name=LIGAbDS/> Árið 2013 var hann formaður efnahagsþróunar-, fjárfestinga-, verslunar- og iðnaðardeildar Lvív-héraðs.<ref name=LIGAbDS/>
Fyrstu fjóra mánuði ársins 2014 var Sjmyhal ráðgjafi þingmanns á úkraínska þinginu.<ref name=LIGAbDS/>
[[File:Secretary Blinken Meets With Ukrainian Prime Minister Shmyhal (52022773525).jpg|left|thumb|Sjmyhal fundar með bandaríska utanríkisráðherranum [[Antony Blinken]] í [[Washington, D.C.]] þann 22. apríl 2022.]]
Frá maí til desember 2014 var Sjmyhal varaformaður héraðsstofu tekju- og tollaráðuneytisins í Lvív-héraði.<ref name=LIGAbDS/><ref name=smgl2/> Hann var síðan varaforseti frystivörudreifingaraðilans TVK Lvivkholod í Lvív frá 2015 til 2017.<ref name=smgl2/>
Frá 2018 til 2019 vann Sjmyhal sem framkvæmdastjóri [[Burshtyn TES]], sem er stærsta raforkufyrirtækið í [[Ívano-Frankívsk]] og tilheyrir fyrirtækjasamsteypu [[Rínat Akhmetov|Rínats Akhmetov]].<ref name=BBC03032020>{{cite news |url=https://www.bbc.com/ukrainian/news-51729049 |title=Хто такий Денис Шмигаль, який може замінити Гончарука |work=[[BBC]] |date=3 March 2020 |access-date=21 March 2020}}</ref><ref>{{cite web|url=https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|title=Zelensky decided on the heads of Lviv and Ivano-Frankivsk Regional State Administration|work=opinionua.com|date=6. júlí 2019|access-date=17. janúar 2020|archive-date=8. júlí 2019|archive-url=https://web.archive.org/web/20190708091526/https://opinionua.com/en/2019/07/06/zelensky-decided-on-the-heads-of-lviv-and-ivano-frankivsk-regional-state-administration/|url-status=dead}}</ref><ref name=24Kanal05032020>{{cite news |url=https://24tv.ua/denis_shmigal_biografiya_ymovirnogo_v_o_premyer_ministra_n1264880 |title=Денис Шмигаль очолив Кабінет міністрів: що про нього відомо |work=[[:uk:24 (телеканал)|24 Kanal]] |last=Боднар |first=Наталя (Bodnar, Natalia) |date=5 March 2020 |access-date=21 March 2020 |language=uk}}</ref>
Frá 1. ágúst 2019 þar til hann var útnefndur ráðherra starfaði Sjmyhal sem héraðsstjóri [[Ívano-Frankívsk oblast]]s.<ref name=":0">{{cite web|url=https://www.president.gov.ua/documents/5742019-28909|title=Decree of the President of Ukraine № 574/2019|work=[[Office of the President of Ukraine]]|access-date=17. janúar 2020|language=uk}}</ref>
Þann 4. febrúar árið 2020 var Sjmyhal útnefndur ráðherra héraðsþróunarmála.<ref>[https://www.unian.info/m/politics/10858727-ukraine-s-parliament-appoints-shmyhal-as-deputy-prime-minister-minister-of-community-development.html Ukraine's parliament appoints Shmyhal as Deputy Prime Minister, Minister of Community Development], [[UNIAN]] (4. febrúar 2020)</ref> Hann tók síðan við af [[Oleksíj Hontsjarúk]] sem forsætisráðherra Úkraínu í mars árið 2020.<ref>{{cite news|url=https://www.ft.com/content/17dd0122-5d8a-11ea-8033-fa40a0d65a98|title=Zelensky shakes up Ukraine government and proposes new prime minister|newspaper=[[Financial Times]]|access-date=2020-03-04}}{{subscription required|s}}</ref>
==Einkahagir==
Sjmyhal er kvæntur Katerynu Sjmyhal. Þau eiga tvær dætur.<ref name=LIGAbDS/> Kateryna er fyrrum meðeigandi Kamjanetskyj-bakarísins í Lvív og reiðhjólaleigunnar NextBike. Hún seldi hluta sína í þessum fyrirtækjum árið 2019.<ref name=LIGAbDS/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Oleksíj Hontsjarúk]] | titill=Forsætisráðherra Úkraínu| frá=[[4. mars]] [[2020]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Sjmyhal, Denys}}
{{f|1975}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úkraínu]]
15luimoc7vz07hfr9ws0bahb4c1ch95
Suzhou
0
168655
1763757
1763651
2022-08-04T17:17:32Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Total</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
jj0qttccscfzhfmfzm0aqcc6ldedxln
1763761
1763757
2022-08-04T18:04:39Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|400px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Alls:</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
tjq73qd7w9nwpn07185bhgind3aa28z
Eldgosið við Meradali 2022
0
168838
1763770
1763663
2022-08-04T18:57:37Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
Þann [[3. ágúst]] árið 2022, rúmu ári eftir að [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Eldgosið við Fagradalsfjall]] lauk opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða [[Meradalir|Meradali]], við norðurenda hrauns sem rann 2021, og nálægt vestari Meradalahnjúk. Sprungan var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/segir-sprunguna-lengri-en-i-sidasta-gosi Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi]RÚV, sótt 3. ágúst 2022 </ref>
<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/gosid-fimm-til-tiu-sinnum-oflugra-en-i-fyrra Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra] RÚV, sótt 3. ágúst 2022</ref>
==Tilvísanir==
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
i43iilsbpb1scsipp3xbf4gk12u7q1i
Wenzhou
0
168839
1763732
1763690
2022-08-04T13:18:46Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (sem þýðir bókstaflega: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var svokallað „Sunan módel“. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, blómstrandi markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
epeh080ogeusihh8pfc623tldaf6yhi
1763741
1763732
2022-08-04T14:41:17Z
Dagvidur
4656
Laga málfar og stytti texta.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (sem þýðir bókstaflega: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1mucxl2z303r6yw9vob4q3xvisdp6b0
1763750
1763741
2022-08-04T16:34:08Z
Dagvidur
4656
Bætti við um veðurfar í borginni
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|8,0
|8,5
|11,4
|16,3
|20,8
|24,6
|28,0
|28,0
|24,9
|20,4
|15,5
|17,1
|18,1
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ewe8r264k6bfzwjvb8n4rrcdcbibx55
1763751
1763750
2022-08-04T16:34:27Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|8,0
|8,5
|11,4
|16,3
|20,8
|24,6
|28,0
|28,0
|24,9
|20,4
|15,5
|17,1
|18,1
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
q7nxx47ws82ml6fh5ra91swnokmq040
1763752
1763751
2022-08-04T16:35:33Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
5anrw6y7fti5soq88ojth7jbe83hmff
1763754
1763752
2022-08-04T17:14:53Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb]]
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
g44pycujgrsyzt9ubobhu6hj9gbmeq2
1763755
1763754
2022-08-04T17:16:02Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
dutg5hluagc548c738zyfgqcpc1cgl6
1763756
1763755
2022-08-04T17:16:22Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|400px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
5jcqtyqee25nqngss1uk3x7kxtd42c3
1763758
1763756
2022-08-04T17:48:10Z
Dagvidur
4656
Bætti við töflu um stjórnsýsluskiptingu Wenzhou borgar í Kína
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|400px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
l6jltmqa8lo9eqjank92pgrw3obqrj8
1763759
1763758
2022-08-04T18:00:45Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */ Bætti við texta og heimildum um stjórnsýslu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|400px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small>
Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni eru 67 undirhverfi, 92 bæjir, 26 bæjarumdæmi, 2951 þorp, 703 samfélaga- og nágrannanefndir. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
8d5o5rt845jbwyehk6xsw3av6v3sitk
1763760
1763759
2022-08-04T18:03:59Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni eru 67 undirhverfi, 92 bæjir, 26 bæjarumdæmi, 2951 þorp, 703 samfélaga- og nágrannanefndir. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|400px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small>
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kzhu1n5xhl66yzky5ah4bj9vb3bu0mv
1763762
1763760
2022-08-04T18:05:23Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni eru 67 undirhverfi, 92 bæjir, 26 bæjarumdæmi, 2951 þorp, 703 samfélaga- og nágrannanefndir. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small>
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
hvhrbk6gvebc6r8uolfjntp52xtq5fm
1763763
1763762
2022-08-04T18:06:00Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni eru 67 undirhverfi, 92 bæjir, 26 bæjarumdæmi, 2951 þorp, 703 samfélaga- og nágrannanefndir. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small>
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
6i4bca56vm8rvufbvwx4bw7eiqte3su
1763764
1763763
2022-08-04T18:06:35Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni eru 67 undirhverfi, 92 bæjir, 26 bæjarumdæmi, 2951 þorp, 703 samfélaga- og nágrannanefndir. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small>
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
q26h4mp8p8qd9omm4odj7yuherftit1
1763765
1763764
2022-08-04T18:08:33Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur núverandi nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er þó ekki of mikill og kuldi á veturna er ekki bitur.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113- 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 - 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kína veðurfræðistofnun (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni eru 67 undirhverfi, 92 bæjir, 26 bæjarumdæmi, 2951 þorp, 703 samfélaga- og nágrannanefndir. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
11j6m119r0nvm0flkeu8zu1b5f9jmct
1763767
1763765
2022-08-04T18:45:59Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */ Fór yfir stafsetningu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
eygvhsrzayd6a58eao1s1bgb2ysp8g4
1763775
1763767
2022-08-04T21:44:23Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kw1zkoorlxtojewb9t5lwccmpw1iquy
1763778
1763775
2022-08-04T22:20:46Z
Dagvidur
4656
/* Samtímaborg */ Laga málfar.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
c4e3etp3yn5k838o30in0y0c5brnz5e
1763780
1763778
2022-08-04T23:24:27Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */ Bætti við tengli
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
639k6pzzjttobsrnkbtbw74dh1f69oj
1763781
1763780
2022-08-05T00:54:51Z
Dagvidur
4656
Setti inn kafla um efnahagur og atvinnulíf Wenzhou
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou, sem var þriðja flokks borga í Kína, aukist úr 1,32 milljörðum RMB í 504,54 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,135 milljörðum RMB í 72,4 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur íbúa borgarinnar fóru úr 422,6 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Hvað veldur þessum mikla hagvexti? Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning eigi þar hlut að máli sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: „Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að nýja kerfinu og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfið Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein af helstu atvinnugreinum Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Þær atvinnugreinar innan garðsins sem hafa byggst hratt upp eru meðal annars framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra, og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar þar eru meira en 230.000. Í garðinum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag gegna 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref> Dæmi um það er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' sem nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar ''í einstaklingseign'' og 130.000 ''einkafyrirtæki'', þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 ''stærstu einkafyrirtækja Kína''. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
dmfg4xqoxmb3pyje6rebgmicachzqyx
1763782
1763781
2022-08-05T01:00:04Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur og atvinnulíf */ Lagaði orðalag
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou, sem var þriðja flokks borga í Kína, aukist úr 1,32 milljörðum RMB í 504,54 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,135 milljörðum RMB í 72,4 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur íbúa borgarinnar fóru úr 422,6 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að nýja kerfinu og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfið Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein af helstu atvinnugreinum Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Þær atvinnugreinar innan garðsins sem hafa byggst hratt upp eru meðal annars framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra, og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar þar eru meira en 230.000. Í garðinum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag gegna 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Dæmi um það er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' sem nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
e05dtoylin3499zmfq50rtqbt1k2ecl
1763784
1763782
2022-08-05T01:04:55Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur og atvinnulíf */ Stafsetning og málfar
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou, sem var þriðja flokks borga í Kína, aukist úr 1,32 milljörðum RMB í 504,54 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,135 milljörðum RMB í 72,4 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa fóru úr 422,6 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að nýja kerfinu og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfið Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein af helstu atvinnugreinum Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hafa byggst hratt upp framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra, og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar þar eru meira en 230.000. Í garðinum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag gegna 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Dæmi um það er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' sem nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
qi6l1525sb42v79j728vm57un1zj35b
1763785
1763784
2022-08-05T01:06:27Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|500px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou, sem var þriðja flokks borga í Kína, aukist úr 1,32 milljörðum RMB í 504,54 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,135 milljörðum RMB í 72,4 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa fóru úr 422,6 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að nýja kerfinu og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfið Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein af helstu atvinnugreinum Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hafa byggst hratt upp framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra, og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar þar eru meira en 230.000. Í garðinum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag gegna 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Dæmi um það er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' sem nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
bw8rmxdte0gr2hjbjs45ravrz3i4jsv
1763786
1763785
2022-08-05T01:07:14Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou, sem var þriðja flokks borga í Kína, aukist úr 1,32 milljörðum RMB í 504,54 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,135 milljörðum RMB í 72,4 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa fóru úr 422,6 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að nýja kerfinu og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfið Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein af helstu atvinnugreinum Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hafa byggst hratt upp framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra, og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar þar eru meira en 230.000. Í garðinum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag gegna 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Dæmi um það er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' sem nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
334u0l1jn2xcoyd41m5xydnv31k7brj
1763788
1763786
2022-08-05T01:49:09Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur og atvinnulíf */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
gudyd1b7659r24doxgk345oq5pyaxgn
1763789
1763788
2022-08-05T01:56:27Z
Dagvidur
4656
Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í þessari hafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna. Alls búa um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt=Kort er sýnir staðsetningu Wenzhou borgar (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9,6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou.<small><ref name=":5">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu velkomna. Afleiðingin varð mikill hagvöxtur í borginni.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggða- og markaðsþróun: Annað var ''„Wenzhou módelið“'' og hitt var svokallað ''„Sunan módel“''. Það fyrrnefnda var kennt við Wenzhou, markaðshagkerfi með ört vaxandi og öflug einkafyrirtæki sem ýttu undir efnahag svæðisins. Áhersla var á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt meir en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
„Wenzhou líkanið“ gekk gegn ríkjandi hugmyndum í Kína um efnahagsþróun og sýndi mögulegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað varð ein „höfuðstöðva einkahagkerfisins“ í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Í dag eru staðbundnar framleiðsluvörur borgarinnar keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður. Skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa verið byggðar, þar á meðal hafnaraðstaða við mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Veðurfar ==
Borgin dregur nafn sitt af mildu loftslagi svæðisins. Wenzhou þýðir bókstaflega „hið hlýja ríki“<small><ref name=":5" /></small> Borgin hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum. Hitinn á sumrin er ekki of mikill og vetrarkuldi bítur ekki.<small><ref name=":6">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331685.html|titill=„Climate“|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árleg úrkoma er 1.113 – 2.492 mm, að miklu leyti vegna rigninga í lok vors og byrjun sumars, og hitabeltisstorma í júlí og september. Borgin nýtur frostleysis 241-326 daga ársins og árleg sólarstundir eru 1.442 – 2.264.<small><ref name=":6" /></small>
Hér að neðan má sjá meðaltal mánaða fyrir árin 1981-2010 fyrir ársmeðalhita (11,1 °C), meðalársúrkomu (1.742 mm.) og meðal sólarstundir (1.706 klst.).
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Wenzhou borg '''(meðaltal áranna 1981-2010)'''</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>8,0</small>
|<small>8,5</small>
|<small>11,4</small>
|<small>16,3</small>
|<small>20,8</small>
|<small>24,6</small>
|<small>28,0</small>
|<small>28,0</small>
|<small>24,9</small>
|<small>20,4</small>
|<small>15,5</small>
|<small>17,1</small>
|<small>18,1</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>58.3</small>
|<small>82,7</small>
|<small>145,1</small>
|<small>161,7</small>
|<small>203,4</small>
|<small>245,5</small>
|<small>178,4</small>
|<small>250,1</small>
|<small>204,9</small>
|<small>95,0</small>
|<small>74,7</small>
|<small>42,6</small>
|<small>1.742,4</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>113,2</small>
|<small>90,5</small>
|<small>96,4</small>
|<small>119,5</small>
|<small>122,0</small>
|<small>126,9</small>
|<small>214,8</small>
|<small>213,3</small>
|<small>166,2</small>
|<small>157,0</small>
|<small>138,2</small>
|<small>148,0</small>
|<small>1.706</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Kínverska veðurfræðistofnunin (CMA) 2010 <ref>{{Vefheimild|url=http://old-cdc.cma.gov.cn/shuju/search1.jsp?dsid=SURF_CLI_CHN_MUL_MMON_19712000_CES&tpcat=SURF&type=table&pageid=3|titill=zh:中国地面国际交换站气候标准值月值数据集(1971-2000年)|höfundur=China Meteorological Administration|útgefandi=China Meteorological Administration|mánuður=05-27|ár=2010|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Stjórnsýsla ==
Wenzhou er borg á héraðsstigi sem nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4" /></small> Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir bjuggu á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar. Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi, þrjár undirborgir og fimm sýslur.<small><ref name=":0" /></small>
Alls eru í borginni 67 undirhverfi, 92 bæir, 26 bæjarumdæmi, 2.951 þorp, ásamt 703 samfélags- og nágrannanefndum. Borgarstjórn Wenzhou er staðsett í Lucheng hverfi.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/21/art_1231273_57848861.html|titill=Administrative Division and Population|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
[[Mynd:Administrative Division Wenzhou China Icelandic.png|thumb|right|450px| <small>Stjórnsýsluskipting Wenzhou-borgar í hverfi, sýslur og undirborgir.</small>]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Wenzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Lucheng hverfi</small>
| align=left | <small>鹿城区</small>
| align=right| <small>1.167.164</small>
| align=right| <small>294</small>
|-
| align=left |<small>Longwan hverfi</small>
| align=left |<small>龙湾区</small>
| align=right |<small>725.049</small>
| align=right |<small>279</small>
|-
| align="left" |<small>Ouhai hverfi</small>
| align="left" |<small>瓯海区</small>
| align="right" |<small>963.238</small>
| align="right" |<small>614</small>
|-
| align="left" |<small>Dongtou hverfi</small>
| align="left" |<small>洞头区</small>
| align="right" |<small>148.807</small>
| align="right" |<small>100</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Sýslur</small>'''
|-
| align="left" | <small>Yongjia sýsla</small>
| align="left" | <small>永嘉县</small>
| align="right" | <small>869.548</small>
| align="right" | <small>2.674</small>
|-
| align="left" | <small>Pingyang sýsla</small>
| align="left" | <small>平阳县</small>
| align="right" | <small>863.166</small>
| align="right" | <small>1.042</small>
|-
| align="left" | <small>Cangnan sýslu</small>
| align="left" | <small>苍南县</small>
| align="right" | <small>843.959</small>
| align="right" | <small>1.088</small>
|-
| align="left" | <small>Wencheng sýsla</small>
| align="left" | <small>文成县</small>
| align="right" | <small>288.168</small>
| align="right" | <small>1.271</small>
|-
| align="left" |<small>Taishun sýsla</small>
| align="left" |<small>泰顺县</small>
| align="right" |<small>265.973</small>
| align="right" |<small>1.762</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Rui'an borg</small>
| align=left | <small>瑞安市</small>
| align=right| <small>1.520.046</small>
| align=right| <small>1.271</small>
|-
| align=left | <small>Yueqing borg</small>
| align=left | <small>乐清市</small>
| align=right| <small>1.453.090</small>
| align=right| <small>1.174</small>
|-
| align=left | <small>Longgang borg</small>
| align=left | <small>龙港市</small>
| align=right| <small>464.695</small>
| align=right| <small>184</small>
|}
== Efnahagur og atvinnulíf ==
Wenzhou iðar af athafnalífi og er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg [[Zhejiang]] og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta héraðsins. Þegar Kína steig fyrstu skref til efnahagsumbóta og aukins athafnafrelsis árið 1978, varð stofnun einstaklings- og einkafyrirtækja sem og hluthafasamvinnufélaga fljótt einkennandi fyrir athafnalíf Wenzhou. Borgin varð brautryðjandi í að hagnýta markaðskerfi til að þróa samfélagið og athafnalíf. Á svipuðum tíma tóku borgaryfirvöld forystu um endurbætur á fjármálakerfi og skipulagsbreytingar.<small><ref name=":7">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-08-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1102343942|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Efnahagsvöxtur borgarinnar hefur verið gríðarlegur. Frá árinu 1978 til 2016 hefur landsframleiðsla Wenzhou aukist úr 1,3 milljörðum RMB í 505 milljarða RMB. Tekjur borgarinnar jukust úr 0,1 milljarð RMB í 72 milljarða RMB. Meðalráðstöfunartekjur borgarbúa Wenzhou fóru úr 423 RMB árið 1981 í 47.785 RMB árið 2016. Þær eru nú með þeim hæstu í Kína.<small><ref name=":7" /></small>
Borgaryfirvöld segja á eigin kynningarvef að viðskiptavitund og viðskiptamenning liggi að baki þessum mikla hagvexti, sem og landfræðileg einangrun borgarinnar: <blockquote>„Vegna bæði menningarlegrar og landfræðilegrar fjarlægðar Wenzhou og skorts á náttúruauðlindum (landi, jarðefnum o.s.frv.), hefur kínverska miðstjórnin skilið íbúa Wenzhou eftir tiltölulega sjálfráða. Fjarri miðju hins pólitíska og efnahagslega sviðs er fólkið sjálfstæðara, sjálfbjarga og almennt viðskiptamiðaðra. ... Þess vegna, þegar Kína skipti úr áætlunarhagkerfi yfir í svokallað kapítalískt hagkerfi með kínverskum (sósíalískum) einkennum seint á níunda áratugnum, aðlöguðust borgarbúar vel að hinu nýja kerfi og nýttu sér það.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small></blockquote>Þessi þróun til markaðshagkerfis skóp eitt virkasta og þróaðasta einkahagkerfi Kína að sögn borgaryfirvalda. „Í því ferli að þróa hagkerfið hefur fólkið lifað af mótlæti, með lítilli jákvæðri aðstoð frá stjórnvöldum.“<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331680.html|titill=Culture and demographics|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu dögum efnahagsumbótanna tóku athafnamenn borgarinnar forystu á landsvísu í að þróa hrávöruhagkerfi, heimilisiðnað og framleiðslu fyrir sérhæfða markaði.<small><ref name=":7" /></small> Upp úr 1990 varð framleiðsla á smærri rafmagnstækjum ein helsta atvinnugrein Wenzhou. Þar stofnuðu sum einkafyrirtækjanna til sameiginlegra verkefna með ýmsum þekktum alþjóðafyrirtækjum.<small><ref name=":7" /></small>
Árið 1992 var ''Viðskipta- og tækniþróunargarði Wenzhou'' komið á fót nálægt alþjóðaflugvellinum og aðalhöfn borgarinnar. Iðngarðurinn var eitt af 32 fríverslunar- og tækniþróunarsvæðum sem kínversk stjórnvöld komu á fót á árunum 1984 - 1993.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.china.org.cn/english/SPORT-c/76751.htm|titill=A Brief Introduction of National Economic and Technological Development Zones in China|höfundur=China Internet Information Center|útgefandi=China Internet Information Center- published under the auspices of the State Council Information Office and the China International Publishing Group (CIPG) in Beijing.|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Innan garðsins hefur byggst upp umfagsmikil framleiðsla rafbúnaðar og rafeindaupplýsinga, framleiðsla ýmissa byggingarefna og vefnaðarvara. Iðngarðurinn nær yfir 140 ferkílómetra og er í dag samþættur þremur öðrum aðliggjandi iðnaðargörðum. Íbúar garðsins eru meira en 230.000. Í honum hafa um 3.000 fyrirtæki aðsetur á sviði ólíkra atvinnugreina, þar á meðal hágæða framleiðslu ýmiskonar, smíði rafmagnsvéla, rafræn viðskipti og vörustjórnun.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652935.htm|titill=Wenzhou Economic and Technological Development Zone|höfundur=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=The Information Office of Wenzhou Municipal People's Government|mánuður=19. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2021 voru 6.708 stærri iðnaðarfyrirtæki í Wenzhou.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2022/3/22/art_1231273_57848862.html|titill=Economy|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2021|mánuðurskoðað=3. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Borgaryfirvöld hafa lagt áhersla á að styðja við atvinnulífið með byggja upp fleiri iðngarða, ýmsa atvinnuklasa fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og mörg nýsköpunarsetur. Í dag eru slíkir 17 iðnaðargarðar í Wenzhou.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sem dæmi um þá er ''Vísinda- og tæknifrumkvöðlamiðstöðin í Yueqing'' sem komið var á fót 2013; ''Frumkvöðlasetur sjávarútvegsklasa Yueqing borgar'' („Yueqing Bay Marine Economy Industrial Incubation Park“) var sett á legg 2018;<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-11/26/c_691069.htm|title=Wenzhou industrial parks lead in digital development|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> ''Hátækniiðnþróunarsvæði Wenzhou'' nær yfir 28 ferkílómetra landsvæði og hýsir yfir 2.000 fyrirtæki sem leggja áherslu á leysitækni, ljósorku, hálfleiðaralýsingu og ljósfjarskipti.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2021-08/19/c_652931.htm|title=Wenzhou National High-tech Industrial Development Zone|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small> Sérstakt „erfðalækninga-svæði“ borgarinnar („China Gene Medicine Valley“) hýsir 125 líflyfjafyrirtæki í mikilli uppbyggingu.<small><ref>{{Cite web|url=http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/2022-03/08/c_725457.htm|title=China Gene Medicine Valley|website=www.ezhejiang.gov.cn|access-date=2022-08-05}}</ref></small>
Með iðngörðum og klasastarfssemi verður sérhæfing atvinnufyrirtækja mikil. Sem dæmi er Wenzhou leiðandi á heimsvísu í framleiðslu kveikjara með yfir 500 slík fyrirtæki í borginni. Annað dæmi er ''Plastvefnaðarklasi Wenzhou'' sem samanstendur af 1.600 fyrirtækjum með um 42.000 starfsmenn. Alls eru 27 sértækar framleiðslustöðvar í borginni.<small><ref name=":7" /></small>
Í Wenzhou eru um 240.000 smáfyrirtæki á sviði verslunar- og iðnaðar í einstaklingseign og önnur 130.000 einkafyrirtæki, þar af 180 stórfyrirtæki, fjögur þeirra eru meðal 500 stærstu fyrirtækja Kína og 36 þeirra meðal 500 stærstu einkafyrirtækja Kína. Forystu athafnamanna borgarinnar má sjá víða: Þar hóf ''Juneyao Airlines'' flug árið 1991 sem fyrsta einkarekna flugfélag Kína og ''Jinhua -Wenzhou járnbrautin'' var árið 1992 fyrsta járnbrautarverkefnið í Alþýðulýðveldinu byggt með einkafjármagni.<small><ref name=":7" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikiferða um Wenzhou''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* Enskur kynningarvefur [http://www.ezhejiang.gov.cn/wenzhou/index.html Zhejiang héraðs '''um Wenzhou borg''']. Myndrænar upplýsingar um borgina, fréttir, skipulag o.fl.
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
01td68e346zgrpjoifz2ri4k6wabigs
Pangaea
0
168843
1763737
2022-08-04T14:02:58Z
Berserkur
10188
Tilvísun á [[Pangea]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Pangea]]
65a0tdwj17stj1n2lvdbxzcryy8exl9
Eugen Böhm von Bawerk
0
168844
1763745
2022-08-04T14:50:58Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Eugen Böhm von Bawerk]] á [[Eugen von Böhm-Bawerk]]
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Eugen von Böhm-Bawerk]]
cvgsq30mqcnv0t02feznfrvxrzep3qb
Eldgosið í Meradölum 2022
0
168845
1763772
2022-08-04T19:01:46Z
Berserkur
10188
Tilvísun á [[Eldgosið við Meradali 2022]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Eldgosið við Meradali 2022]]
nvwb2pzgpyur0999vpd37a1wkw4eslu
Sun Myung Moon
0
168846
1763791
2022-08-05T02:54:36Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: {{Persóna | nafn = Sun Myung Moon<br>문선명 | mynd = Rev. Sun Myung Moon speaks, Las Vegas, NV, USA on April 4, 2010.png | myndatexti = {{small|Sun Myung Moon árið 2010 í Las Vegas.}} | fæðingardagur = [[6. janúar]] [[1920]] | fæðingarstaður = [[Chongju]], [[Norður-Pyongan]], [[Japanska Kórea|Japönsku Kóreu]] (nú [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]]) | dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|2012|9|3|1920|1|6}} | dauðastaður = Gap...
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Sun Myung Moon<br>문선명
| mynd = Rev. Sun Myung Moon speaks, Las Vegas, NV, USA on April 4, 2010.png
| myndatexti = {{small|Sun Myung Moon árið 2010 í Las Vegas.}}
| fæðingardagur = [[6. janúar]] [[1920]]
| fæðingarstaður = [[Chongju]], [[Norður-Pyongan]], [[Japanska Kórea|Japönsku Kóreu]] (nú [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]])
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|2012|9|3|1920|1|6}}
| dauðastaður = [[Gapyeong-sýsla|Gapyeong-sýslu]], [[Gyeonggi-do]], [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]]
| þekkt_fyrir = Að stofna og leiða [[Sameiningarkirkjan|Sameiningarkirkjuna]]
| þjóðerni = [[Suður-Kórea|Suður-kóreskur]]
| maki = Choi Sun-kil (g. 1945; sk. 1957)<br>Hak Ja Han (g. 1960)
| börn = 16
| háskóli =[[Waseda-háskóli]]
}}
'''Sun Myung Moon''' (6. janúar 1920 – 3. september 2012) var [[Suður-Kórea|suður-kóreskur]] trúarleiðtogi sem var jafnframt þekktur fyrir viðskiptaumsvif sín og stuðning sinn við ýmsa pólitíska málstaði. Moon var stofnandi og andlegur leiðtogi [[Sameiningarkirkjan|Sameiningarkirkjunnar]], kristins söfnuðar sem gekk út á þá trúarkenningu að Moon sjálfur væri nýr [[Messías]] sem hefði verið falið að ljúka hjálpræðisverkinu sem [[Jesús|Jesú]] mistókst að vinna fyrir 2000 árum. Fylgismenn Moons eru gjarnan kallaðir „Moonistar“ (e. ''Moonies'').
Með framlögum fylgjenda sinna gerði Moon Sameiningarkirkjuna að viðskiptalegu stórveldi og varð sjálfur vellauðugur. Hann kom sér jafnframt í samband við marga valdsmenn og þjóðarleiðtoga á borð við [[Richard Nixon]], [[George H. W. Bush]], [[Míkhaíl Gorbatsjov]] og [[Kim Il-sung]]. Söfnuður Moons hefur ætíð verið umdeildur og gagnrýnendur hans líta jafnan á hann sem [[Sértrúarsöfnuður|sértrúarsöfnuð]] sem heilaþvær og féflettir meðlimi sína. Moon sjálfur var um skeið fangelsaður fyrir [[skattsvik]] á níunda áratugnum.
==Æviágrip==
Sun Myung Moon fæddist árið 1920 í núverandi [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]], sem þá var undir [[Japanska Kórea|stjórn Japana]], inn í fátæka bændafjölskyldu.<ref name=dularfulli>{{Tímarit.is|5298321|Hinn dularfulli hr. Moon|blað=[[SunnudagsMogginn]]|höfundur=Ásgeir Ingvarsson|blaðsíða=30-31|útgáfudagsetning=23. maí 2010}}</ref> Foreldrar hans tilheyrðu [[Öldungakirkjan|öldungakirkjunni]] og Moon sótti ungur samkomur [[Hvítasunnukirkjan|hvítasunnumanna]].<ref name=kirkjuritið>{{Tímarit.is|4748045|Máni frá Kóreu|blað=[[Kirkjuritið]]|blaðsíða=296-300|útgáfudagsetning=1. desember 1976|höfundur=Gunnar Björnsson}}</ref>
Moon hélt því fram að á [[Páskadagur|páskadagsmorgun]] 1936, þegar hann var sextán ára, hafi [[Jesús|Jesús Kristur]] birst honum í sýn og falið honum að fullkomna hjálpræðisverk [[Messías]]ar, sem Jesú hefði mistekist að vinna fyrir 2000 árum. Að sögn Moons glímdi hann síðan næstu níu árin við [[Satan]], sem á að hafa reynt að freista hans eða vekja hjá honum efasemdir um guðlega forsjón sína.<ref name=bjarmi>{{Tímarit.is|4581638|Hver er ... séra Moon?|blað=[[Bjarmi (tímarit)|Bjarmi]]|höfundur=Guðmundur Karl Brynjarsson|blaðsíða=16-17|útgáfudagsetning=1. september 1996}}</ref>
Kenningar Moons gengu út á að tveir spámenn hefðu komið á undan honum en báðum hefði þeim mistekist það verk sitt að stofna Guðs ríki á jörðu. Sá fyrsti hefði verið [[Adam og Eva|Adam]] en honum hefði mistekist verkið þar sem hann lét [[Adam og Eva|Evu]] ginna sig til samræðis eftir að hún hafði haft kynferðismök við Satan og hafi hún þannig spillt honum. Næsti hefði verið Jesús en honum hefði mistekist hlutverk sitt vegna þess að [[Gyðingar]] drápu hann áður en hann gat eignast börn. Það hafi alltaf verið ætlun Guðs að Jesús skyldi kvænast og stofna hina fullkomnu fjölskyldu en þetta hafi farið forgörðum vegna krossfestingar hans.<ref name=helgarpóstur>{{Tímarit.is|974246|Máninn hátt á himni skín|blað=[[Helgarpósturinn]]|höfundur=Guðlaugur Bergmundsson|blaðsíða=1-2|útgáfudagsetning=27. apríl 1979}}</ref> Eftir andlát Jesú hafi djöfullinn getað leikið lausum hala á jörðinni. Hafi hann tekið sér bólfestu í [[Karl Marx|Karli Marx]] og miðlað satanískum boðskap til mannkynsins í gegnum [[Marxismi|marxískar]] kennisetningar.<ref name=þjóðviljinn>{{Tímarit.is|2851296|Nýr Messías frá S-Kóreu?|blað=[[Þjóðviljinn]]|blaðsíða=3; 18|útgáfudagsetning=22. ágúst 1976}}</ref>
Á tíma [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] hélt Moon í nám til [[Tókýó]] og útskrifaðist þar úr [[rafmagnsverkfræði]] við [[Waseda-háskóli|Waseda-háskóla]]. Moon sneri aftur til Kóreu eftir styrjöldina en lenti þar í ágreiningi við leiðtoga öldungakirkjunnar og var í kjölfarið vikið úr söfnuðinum. Hann ákvað að halda sjálfur til norðurhluta landsins til að boða trúna á eigin forsendum. Á meðan Moon var þar staddur braust [[Kóreustríðið]] út og kommúnistastjórn Norður-Kóreu lét handtaka hann fyrir trúboðsstörf hans.<ref name=dularfulli/>
Moon var haldið í fangabúðum kommúnista í þrjú ár og sætti þar illri meðferð. Moon líkti reynslu sinni í fangabúðunum við [[Píslarganga Krists|píslargöngu Krists]] og sagði að með þjáningum sínum þar hefði hann frelsað mannkynið undan syndum sínum. Þegar herlið [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]] gerði gagnsókn gegn kommúnistum var Moon frelsaður úr fangabúðunum, að eigin sögn á síðustu stundu.<ref name=dularfulli/>
==Forysta Moons í Sameiningarkirkjunni==
Árið 1954 stofnaði Moon formlega söfnuð í kringum trúarkenningar sínar sem hlaut nafnið [[Sameiningarkirkjan]]. Þremur árum síðar gaf hann út helsta trúarrit hreyfingarinnar, ''Hið guðdómlega lögmál'', sem fylgjendur Moons líta á sem ígildi þriðja testaments [[Biblían|Biblíunnar]]. Í kennisetningum kirkjunnar er kennt að allir sem afneita fagnaðarerindi Moons og Messíasar verði dæmdir til vistar í [[helvíti]]. Kristnir menn sem afneita Moon eru settir í hlutverk faríseanna og fræðimannanna sem ofsóttu Jesú.<ref name=bjarmi/>
[[Mynd:TPblessing ceremony.jpg|thumb|left|Moon stýrir fjöldabrúðkaupi árið 2010.]]
Söfnuður Moons varð einkum þekktur fyrir að standa fyrir fjöldabrúðkaupum þar sem meðlimir Sameiningarkirkjunnar eru gefnir saman. Fyrsta brúðkaup safnaðarins af þessu tagi var haldið árið 1961 og gengu þá 33 pör í það heilaga. Kirkjan hefur í seinni tíð gefið brúðhjón saman í tugþúsundatali í senn, gjarnan á leikvöngum eða öðrum fjöldasamkomustöðum. Árið 1999 gaf söfnuðurinn saman rúmlega 40 þúsund brúðhjón í fjöldabrúðkaupi og taldi það þá vera stærsta fjöldabrúðkaup sögunnar.<ref name=fjöldabrúðkaup>{{Vefheimild|titill=Stærsta fjöldabrúðkaup sögunnar|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=1999|mánuður=2. september|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/448970/|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=5. ágúst}}</ref> Í mörgum tilfellum höfðu brúðhjónin aldrei hist fyrir giftingarathöfnina, heldur hafði söfnuðurinn undir handleiðslu Moons parað meðlimi Sameiningarkirkjunnar saman.<ref name=fjöldabrúðkaup/><ref>{{Vefheimild|titill=Pauline var í sértrúarsöfnuði og send til Íslands að giftast bláókunnugum manni – ,,Ég bað guð um að senda mér tákn“|útgefandi=[[DV]]|ár=2022|mánuður=16. júlí|url=https://www.dv.is/fokus/2022/07/16/pauline-var-sertruarsofnudi-og-send-til-islands-ad-giftast-blaokunnugum-manni-eg-bad-gud-um-ad-senda-mer-takn/|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=5. ágúst|höfundur=Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir}}</ref>
Í seinni tíð hélt Moon því fram að í sýnum hans hefði hann átt í samskiptum við menn á borð við [[Konfúsíus]], [[Gátama Búdda|Búdda]] og [[Múhameð]] og að hann hefði bjargað sálum [[Adolf Hitler|Hitlers]] og [[Jósef Stalín|Stalíns]].<ref name=dularfulli/>
===Viðskiptaveldi Moons===
Í ''Hinu guðdómlega lögmáli'' kenndi Moon jafnframt um „lögmál endurgjaldsins,“ sem gekk út á að greiða fyrir syndir sínar og forfeðra sinna með stöðugri vinnu. Í framkvæmd varð þetta til þess að margir fylgjendur Moons afhentu söfnuði hans allar bankainnistæður sínar og yfirgáfu fjölskyldur sínar.<ref name=kirkjuritið/> Stjórn söfnuðarins á einkalíf og fjárhagi fylgjenda sinna og ágangur hans á nýja fylgjendur leiddi til þess að víða hefur verið litið á hann sem [[Sértrúarsöfnuður|sértrúarsöfnuð]].<ref>{{Tímarit.is|3486054|Eru sértrúarsöfnuðir hættulegir?|blað=[[Vísir (dagblað)|Vísir]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=22. nóvember 1980}}</ref><ref>{{Tímarit.is|3583380|Hver er Moon og hvernig starfar söfnuður hans?|blað=[[Heimilistíminn]]|blaðsíða=4-6|útgáfudagsetning=10. ágúst 1978}}</ref>
Með vinnu og fjárframlögum fylgjenda sinna reisti Moon mikið viðskiptaveldi og varð sjálfur vellauðugur. Á ferli sínum varð Moon hluthafi í fjölmörgum fyrirtækjum í fjölda landa. Meðal annars eignaðist söfnuðurinn vopnaverksmiðju í Suður-Kóreu og fyrirtæki sem framleiddi og flutti út [[Ginseng-te]].<ref name=kirkjuritið/> Á síðustu æviárum Moons var talið að til væru rúmlega 1.000 samtök sem ynnu beint eða óbeint að því að afla fjár fyrir Moon og söfnuð hans. Þar á meðal voru keðja apóteka, þakflísagerð, títaníumbræðsla, verksmiðjur, hótel og golfvöllur. Fyrirtæki tengd söfnuðinum urðu jafnframt frá árinu 1980 virk í fiskiðnaði Bandaríkjanna og margir af vinsælustu [[sushi]]-stöðum Chicago háð þeim um fisk.<ref name=kirkjuritið/> Moon lifði í miklum lystisemdum á þessum mikla auði og innan safnaðarins þótti það til marks um að hann nyti velþóknunar Guðs. Moon flutti til Bandaríkjanna árið 1972 og keypti sér þar herragarð og tvær lystisnekkjur.<ref name=helgarpóstur/>
===Pólitísk umsvif===
Boðskapur Moons var einnig pólitískur í eðli sínu og söfnuður hans lét sig stjórnmál miklu varða. Moon var ötull [[Andkommúnismi|andkommúnisti]], sem féll vel í kramið hjá forseta Suður-Kóreu, einræðisherranum [[Park Chung-hee]].<ref name=þjóðviljinn/> Söfnuðurinn hafði því velvild stjórnvalda í heimalandinu og gat beitt áhrifum sínum í alþjóðlegri baráttu gegn [[Kommúnismi|kommúnisma]], sem Moon áleit versta óvin mannkynsins. Moon beitti fjármunum og fylgismönnum sínum til að koma sér í sambönd við ýmsa þjóðarleiðtoga og aðra áhrifamenn. Meðal annars varð Moon náinn vinur [[Richard Nixon|Richards Nixon]] Bandaríkjaforseta og áleit hann samherja sinn í baráttu gegn kommúnismanum. Þegar stjórn Nixons lék á reiðiskjálfi vegna [[Watergate-hneykslið|Watergate-hneykslisins]] kom Moon honum til varnar og sendi stuðningsmenn sína til að sviðsetja samstöðumótmæli með forsetanum í Washington.<ref name=dularfulli/>
Árið 1975 leiddi rannsókn bandarískra lögregluyfirvalda í ljós að söfnuður Moons hafði sent um 300 „huggulegar ungar stúlkur“ til þess að gerast sjálfboðaliðar í bandarískri stjórnsýslu og að sumar þeirra höfðu verið ráðnar í starfslið [[Bandaríkjaþing]]s. Árið 2004 komu pólitískir bandamenn Moons því í kring að sérstök athöfn var haldin í einni af byggingum Bandaríkjaþings með viðveru tólf bandarískra þingmanna. Í athöfninni lagði einn þingmaðurinn ríkulega skreyttar kórónu á höfuð Moons og eiginkonu hans og krýndi Moon formlega „friðarkonunginn.“<ref name=dularfulli/>
Moon stofnaði dagblaðið ''[[The Washington Times]]'' á níunda áratugnum og það varð brátt eitt af málgögnum [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokksins]] og íhaldsmanna í bandarískum stjórnmálum.<ref name=dularfulli/> Í seinni tíð hafa margir stjórnmálaleiðtogar ávarpað samkomur Moonista eða veitt þeim liðsinni að öðru leyti í skiptum fyrir fjárhagslegan og pólitískan stuðning söfnuðarins. Meðal þeirra má nefna [[George H. W. Bush]], [[George W. Bush]], [[Donald Trump]] og [[Shinzō Abe]].<ref>{{Vefheimild|titill=Morðinginn taldi Abe tengjast moonistum|url=https://www.frettabladid.is/frettir/mordinginn-taldi-abe-tengjast-moonistum/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=11. júlí|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. ágúst}}</ref>
Þrátt fyrir andkommúnisma sinn vingaðist Moon í seinni tíð við [[Kim Il-sung]], leiðtoga Norður-Kóreu, og fékk leyfi hans til að byggja upp iðnað í ríki hans.<ref name=dularfulli/>
===Fangavist fyrir skattsvik===
Moon var sakfelldur fyrir [[skattsvik]] í Bandaríkjunum árið 1982 og dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar.<ref>{{Tímarit.is|2505897|Moon sleppt úr fangelsi|blað=[[DV]]|blaðsíða=6|útgáfudagsetning=21. ágúst 1985}}</ref>
==Dauði==
[[Mynd:Sun Myung Moon and Hak Ja Han.jpg|thumb|right|Sun Myung Moon og eiginkona hans, Hak Ja Han.]]
Moon lést þann 3. september árið 2012 úr lungnabólgu, þá níutíu og tveggja ára að aldri.<ref>{{Vefheimild|titill=Sun Myung Moon látinn|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2012|mánuður=2. september|url=https://www.ruv.is/frett/sun-myung-moon-latinn|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. ágúst}}</ref> Einingarkirkjan lýsti yfir þrettán daga sorgartímabili þar til Moon yrði jarðsettur.<ref>{{Vefheimild|titill=Sun Myung Moon er látinn|url=https://www.visir.is/g/2012120909839|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2012|mánuður=3. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=2. ágúst}}</ref>
==Fjölskylduhagir==
Sun Myung Moon var tvíkvæntur. Hann kvæntist fyrri konu sinni, Choi Sun-kil, árið 1945 en yfirgaf hana vanfæra í [[Seúl]] þegar hann hélt norður til predikunarstarfa.<ref name=kirkjuritið/>
Moon kvæntist seinni konu sinni, [[Hak Ja Han]], árið 1960. Moon eignaðist alls þrettán börn með konum sínum. Einn sonur hans, Heung Jin Nim, lést í umferðarslysi árið 1984 og Moon lýsti því yfir að hann færi þaðan af með mál sín í himnaríki. Heung væri hinn himneski Kristur en Moon hinn jarðneski. Hin tólf börn Moons sagði hann að endurspegluðu tólf ættkvíslir [[Ísrael]]s.<ref name=bjarmi/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Moon, Sun-Myung}}
{{fd|1920|2012}}
[[Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða]]
[[Flokkur:Sameiningarkirkjan]]
[[Flokkur:Suður-kóreskir athafnamenn]]
[[Flokkur:Suður-kóreskir trúarleiðtogar]]
evg5qtj1blvg0a4grha7dd3d40e7eju
Flokkur:Leiðtogar sértrúarsafnaða
14
168847
1763793
2022-08-05T02:57:15Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: [[Flokkur:Sértrúarsöfnuðir]] [[Flokkur:Trúarleiðtogar|Sértrúarsöfnuðir]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Sértrúarsöfnuðir]]
[[Flokkur:Trúarleiðtogar|Sértrúarsöfnuðir]]
spxi8kowsbwbisamkpimndsu8wh60ue
Flokkur:Sameiningarkirkjan
14
168848
1763797
2022-08-05T03:13:01Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: [[Flokkur:Andkommúnísk samtök]] [[Flokkur:Kristnar kirkjudeildir]] [[Flokkur:Sértrúarsöfnuðir]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Andkommúnísk samtök]]
[[Flokkur:Kristnar kirkjudeildir]]
[[Flokkur:Sértrúarsöfnuðir]]
j0z2pylw22kjb163p5drk7s7y9lj4gj
Flokkur:Suður-kóreskir athafnamenn
14
168849
1763799
2022-08-05T03:16:30Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: [[Flokkur:Athafnamenn eftir löndum]] [[Flokkur:Suður-Kóreumenn|Athafnamenn]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Athafnamenn eftir löndum]]
[[Flokkur:Suður-Kóreumenn|Athafnamenn]]
rawvtfe7ofpn3quckrd95kja644k6iu
Flokkur:Suður-kóreskir trúarleiðtogar
14
168850
1763800
2022-08-05T03:17:33Z
TKSnaevarr
53243
Ný síða: [[Flokkur:Suður-Kóreumenn|Trúarleiðtogar]] [[Flokkur:Trúarleiðtogar eftir löndum]]
wikitext
text/x-wiki
[[Flokkur:Suður-Kóreumenn|Trúarleiðtogar]]
[[Flokkur:Trúarleiðtogar eftir löndum]]
pxbqpayn279zp9teus1zpijswivfhds
No Cav
0
168851
1763804
2022-08-05T09:46:38Z
Gabriele85
86834
Búið til með því að þýða síðuna "[[:it:Special:Redirect/revision/128656291|No Cav]]"
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Cava_di_Gioia_(Carrara).jpg|link=//upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/a/a6/Cava_di_Gioia_%28Carrara%29.jpg/220px-Cava_di_Gioia_%28Carrara%29.jpg|thumb| Cava di Gioia (Carrara) og tengd óafturkræf breyting á lögun tindsins]]
'''No Cav''' er blaðamannahugtak sem notað er <ref name=":5">{{Cite web|url=http://iltirreno.gelocal.it/massa/cronaca/2014/05/18/news/salviamo-le-apuane-i-no-cav-occupano-il-monte-carchio-1.9252452|title=«Salviamo le Apuane», i No Cav “occupano” il monte Carchio|date=2014-05-18|language=it-IT}}</ref> til að gefa til kynna stóra ítalska mótmælahreyfingu sem varð [[2001-2010|til snemma á]] [[21. öldin|21. öld]] <ref name=":13">{{Cite web|url=https://it.ejatlas.org/conflict/la-devastazione-delle-alpi-apuane-a-causa-dellescavazione-del-marmo|title=La distruzione delle Alpi Apuane a causa dell'estrazione del marmo {{!}} EJAtlas|language=it}}</ref> og samanstóð af samtökum og hópum borgara sem sameinuðust í gagnrýni á Carrara marmaranámurnar í Apúan Alpanir.
[[Mynd:No_Cav_sticker_at_Bivacco_Aronte_(Passo_della_Focolaccia,_Alpi_Apuane)_at_17.10.2021.jpg|link=//upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/fa/No_Cav_sticker_at_Bivacco_Aronte_%28Passo_della_Focolaccia%2C_Alpi_Apuane%29_at_17.10.2021.jpg/220px-No_Cav_sticker_at_Bivacco_Aronte_%28Passo_della_Focolaccia%2C_Alpi_Apuane%29_at_17.10.2021.jpg|thumb| No Cav límmiði á Aronte bivouac (Passo della Focolaccia, Apúan Alpanir)]]
Hugtakið No Cav, stutt fyrir „No Cave“ ("Nei við námurnar", á ítölsku), var notað í fyrsta skipti í grein eftir Il Tirreno árið [[2014]] til að skilgreina aðgerðasinnar sem höfðu tekið þátt í sýnikennslu Salviamo le Apuane nefndarinnar <ref name=":5">{{Cite web|url=http://iltirreno.gelocal.it/massa/cronaca/2014/05/18/news/salviamo-le-apuane-i-no-cav-occupano-il-monte-carchio-1.9252452|title=«Salviamo le Apuane», i No Cav “occupano” il monte Carchio|date=2014-05-18|language=it-IT}}</ref> .
No Cav-táknið samanstendur af stílfærðri svarthvítri framsetningu á Vara-brautinni á Carrara einkajárnbraut þar sem stórt rautt X er krossað yfir, þar fyrir ofan orðin „NO CAV“ einnig rautt, allt á hvítum bakgrunni <ref name=":6">{{Cite web|url=https://www.voceapuana.com/attualita/2020/08/08/le-cave-portano-ricchezza-ma-se-siamo-poveri-e-disoccupati/31338/|title=«Le cave portano ricchezza? Ma se siamo poveri e disoccupati...»|date=2020-08-08|language=it-IT}}</ref> <ref name=":50">{{Cite web|url=https://www.lanazione.it/lucca/cronaca/la-coop-levigliani-non-tutela-il-corchia-1.5318876|title="La coop Levigliani non tutela il Corchia"|date=1594705367796|language=it}}</ref> .
Þessi borði, sem minnir á grafíska hönnun No TAV hreyfingarinnar, birtist aðeins árið [[2020]], á viðburði sem skipulagður var af umhverfisverndarsinnanum Gianluca Briccolani, sem árið eftir, ásamt Claudio Grandi og fleirum, hefði stofnað samtökin Apuane Libere <ref name=":52">{{Cite web|url=https://misanthropicture.com/n-o-c-a-v/|title=N O – C A V – MISANTHROPICTURE|language=it-IT}}</ref> <ref>{{Cite web|url=https://apuanelibere.org/2021/05/08/nasce-apuane-libere-la-prima-organizzazione-di-volontariato-per-tutelare-le-alpi-apuane/|title=NASCE “APUANE LIBERE”: LA PRIMA ORGANIZZAZIONE DI VOLONTARIATO PER TUTELARE LE ALPI APUANE|date=2021-05-08|language=it-IT}}</ref> <ref>{{Cite web|url=https://apuanelibere.org/2021/05/10/conferenza-stampa-dell-8-maggio/|title=CONFERENZA STAMPA DELL’ 8 MAGGIO|date=2021-05-10|language=it-IT}}</ref> .
Þetta tákn og skilgreiningin á "No Cav" eru ekki notuð eða samþykkt af öllum hópum hreyfingarinnar og margir kjósa að skilgreina sig með nákvæmari hugtökum.
[[Flokkur:Náttúruverndarsamtök]]
[[Flokkur:Umhverfisvernd]]
mlq3m0mpecisv3ik6r433axzfa2268i