Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.23
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
Vladímír Pútín
0
679
1763694
1763245
2022-08-04T09:50:55Z
93.170.189.132
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Vladímír Pútín<br>{{small|Владимир Путин}}
| mynd = Vladimir Putin (2022-06-09) 02 (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Pútín árið 2022.}}
| titill= [[Forseti Rússlands]]
| stjórnartíð_start = [[7. maí]] [[2012]]
| stjórnartíð_end =
| forveri = [[Dmítríj Medvedev]]
| forsætisráðherra = [[Dmítríj Medvedev]]<br>[[Míkhaíl Míshústín]]
| stjórnartíð_start2 = [[31. desember]] [[1999]]
| stjórnartíð_end2 = [[7. maí]] [[2008]]
| forveri2 = [[Borís Jeltsín]]
| eftirmaður2 = [[Dmítríj Medvedev]]
| forsætisráðherra2 = [[Míkhaíl Kasjanov]]<br>[[Míkhaíl Fradkov]]<br>[[Víktor Zúbkov]]
| titill3= [[Forsætisráðherra Rússlands]]
| stjórnartíð_start3 = [[15. ágúst]] [[1999]]
| stjórnartíð_end3 = [[7. maí]] [[2000]]
| forseti3 = [[Borís Jeltsín]]
| forveri3 = [[Sergej Stepashín]]
| eftirmaður3 = [[Míkhaíl Kasjanov]]
| stjórnartíð_start4 = [[8. maí]] [[2008]]
| stjórnartíð_end4 = [[7. maí]] [[2012]]
| forseti4 = [[Dmítríj Medvedev]]
| forveri4 = [[Víktor Zúbkov]]
| eftirmaður4 = [[Dmítríj Medvedev]]
| fæðingarnafn = Vladímír Vladímírovítsj Pútín
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1952|10|7}}
| fæðingarstaður = [[Leníngrad]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]]
| starf = Leyniþjónustumaður, stjórnmálamaður
| trú = [[Rússneska rétttrúnaðarkirkjan]]
| maki = Ljúdmíla Pútína (gift 1983; skilin 2014)
| börn = María (f. [[1985]]) og Jekaterína (f. [[1986]]).
| þjóderni = [[Rússland|Rússneskur]]
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Sankti Pétursborg]]
| bústaður = [[Kreml (Moskva)|Kreml]], [[Moskva|Moskvu]]
|undirskrift = Putin signature.svg
}}
'''Vladímír Vladímírovítsj Pútín''' (rússneska: ''Владимир Владимирович Путин''; f. [[7. október]] [[1952]]) er annar [[Forseti Rússlands|forseti]] [[Rússland]]s.
Hann útskrifaðist frá lögfræðideild [[Ríkisháskólinn í Sankti-Pétursborg|Ríkisháskólans í Leníngrad]] árið [[1975]] og hóf störf hjá [[KGB]]. Á árunum [[1985]]-[[1990]] starfaði hann í [[Austur-Þýskaland]]i. Frá árinu [[1990]] gegndi hann ýmsum embættum, meðal annars í Ríkisháskólanum í Leníngrad, borgarstjórn [[Sankti-Pétursborg]]ar og frá [[1996]] hjá stjórnvöldum í [[Kreml (Moskva)|Kreml]]. Í júlí [[1998]] var hann skipaður yfirmaður [[FSB]] (arftaka [[KGB]]) og frá mars [[1999]] var hann samtímis ritari Öryggisráðs rússneska sambandslýðveldisins. Frá [[31. desember]] [[1999]] var hann settur [[forseti Rússlands|forseti rússneska sambandslýðveldisins]] en [[26. mars]] [[2000]] var hann kosinn forseti. Hann var endurkjörinn [[14. mars]] [[2004]]. Hann varð forsætisráðherra frá 2008 til 2012 og var síðan aftur kjörinn forseti árin [[2012]] og [[2018]].
Vladímír Pútín talar auk [[rússneska|rússnesku]], [[þýska|þýsku]] og [[enska|ensku]]. Hann var giftur Ljúdmílu Aleksandrovnu Pútínu til ársins 2014. Þau eiga saman tvær dætur, Maríu (f. [[1985]]) og Jekaterínu (f. [[1986]]).
==Æviágrip==
Pútín fæddist þann 7. október 1952 í [[Leníngrad]] í [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] og var yngstur þriggja barna foreldra sinna. Þegar hann var tólf ára byrjaði hann að æfa [[sambó]] og [[júdó]]. Hann er í dag með svart belti í júdó og er landsmeistari í са́мбо (stafsett á latnesku letri: sambó). Pútín lærði [[Þýska|þýsku]] í gagnfræðiskóla í Sankti Pétursborg og talar hana reiprennandi.
Pútín hóf laganám í ríkisháskóla Leníngrad árið 1970 og útskrifaðist árið 1975. Á háskólaárunum gekk hann í [[Sovéski kommúnistaflokkurinn|sovéska kommúnistaflokkinn]] og var meðlimur hans til ársins 1991.
===Störf hjá KGB===
Árið 1975 gekk Pútín til liðs við leyniþjónustuna [[KGB]]. Hann vann í gagnnjósnum og fylgdist með útlendingum og erindrekum í Leníngrad. Frá 1985 til 1990 vann hann í [[Dresden]] í [[Austur-Þýskaland]]i.<ref name=íljósisögunnar>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/slagsmalahundurinn-sem-vard-forseti | titill= Slagsmálahundurinn sem varð forseti | höfundur=[[Vera Illugadóttir]]| útgefandi=[[RÚV]] | ár=2016|mánuður=12. febrúar|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=25. desember}}</ref> Opinberlega var Pútín staðsettur þar sem túlkur en umdeilt er hvað hann fékkst við þar í raun og veru. Samkvæmt sumum heimildum var vera Pútíns í Dresden viðburðalítil og starf hans gekk út á fátt annað en að fylgjast með fjölmiðlum og safna úrklippum. Aðrar heimildir herma að Pútín hafi fengist við að fá Þjóðverja til að njósna fyrir Sovétríkin og jafnvel að hann hafi átt í samstarfi við kommúníska hryðjuverkahópinn [[Rote Armee Fraktion]].<ref>{{Vefheimild|url=https://visindi.is/hvad-starfadi-putin-a-sovettimanum/| titill=Hvað starfaði Pútín á Sovéttímanum?|útgefandi=''[[Lifandi vísindi]]''| ár=2022|mánuður=26. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=10. mars}}</ref> Samkvæmt opinberri ævisögu Pútíns brenndi hann leyniskjöl KGB í borginni til þess að koma í veg fyrir að þau féllu í hendur mótmælenda þegar [[Berlínarmúrinn]] féll.<ref name=leyniþjónustan>{{Vefheimild|titill=Úr leyniþjónustunni í forsetahöllina|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir|url=https://www.visir.is/g/20222235430d/ur-leynithjonustunni-i-forsetahollina|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=16. mars|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=16. mars}}</ref>
Eftir að austur-þýska kommúnistastjórnin féll sneri Pútin aftur til Leníngrad árið 1990. Þegar [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|reynt var að fremja valdarán]] gegn [[Míkhaíl Gorbatsjov]] árið 1991 segist Pútín hafa sagt af sér og staðið með ríkisstjórninni. Hann varð síðan eftir hrun Sovétríkjanna aðstoðarmaður [[Anatolíj Sobtsjak]], borgarstjóra Pétursborgar frá 1991 til 1996.
===Forstjóri FSB og forsætisráðherra===
Árið 1996 var Pútín kallaður til starfa í Moskvu og varð árið 1998 forstjóri nýju rússnesku leyniþjónustunnar, [[Alríkislögregla Rússneska Sambandsríkisins|FSB]].<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|28941|Hvað getið þið sagt mér um Vladimír Pútín?}}</ref> Þar sem [[Borís Jeltsín]], þáverandi forseti Rússlands, var rúinn vinsældum og mátti ekki gegna þriðja kjörtímabilinu sem forseti samkvæmt þágildandi lögum fóru bandamenn hans á þessum tíma að svipast eftir sigurvænlegum frambjóðanda sem gæti tekið við af honum og hlíft valdaklíkunni við spillingarákærum.<ref name=leyniþjónustan/> Sagt er að ólígarkinn [[Borís Berezovskíj]] hafi fyrstur stungið upp á Pútín sem rétta manninum í starfið.<ref name=vísindavefur/>
Þann 15. ágúst árið 1999 útnefndi Jeltsín Pútín [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]] í stjórn sinni og lýsti því jafnframt yfir að hann vildi að Pútín yrði eftirmaður sinn.<ref>{{Vefheimild |titill=Krónprinsinn Vladímír Pútín |mánuður=10. ágúst|ár=1999|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=''[[DV]]''|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2988013}}</ref> Pútín var nánast óþekktur þegar hann varð forsætisráðherra og fáir bjuggust við því að hann myndi endast lengi í embættinu, enda hafði Jeltsín margsinnis skipt um forsætisráðherra á undanförnum árum.
Það var einkum með framgöngu sinni í [[Seinna Téténíustríðið|seinna Téténíustríðinu]] sem Pútín vann sér upphaflega hylli rússnesku þjóðarinnar. Í september 1999 voru gerðar sprengjuárásir á íbúðablokkir í [[Moskva|Moskvu]] og [[Volgodonsk]] sem Rússar sögðu hryðjuverkamenn frá [[Téténía|Téténíu]] bera ábyrgð á.<ref>{{Vísindavefurinn|4531|Hvernig og hvers vegna hófst stríðið milli Tsjetsjena og Rússa?}}</ref> Rússar brugðust við árásunum með því að rjúfa friðarsamkomulag sem gert hafði verið við Téténa árið 1997 og hefja innrás í Téténíu 28. september 1999. Pútín hélt fjölda vígreifra sjónvarpsávarpa á tíma innrásarinnar og uppskar fljótt miklar vinsældir hjá rússneskri alþýðu, sem var full hefndarþorsta vegna hryðjuverkaárásanna.<ref name=vera2>{{Vefheimild|titill=Dularfullar sprengingar urðu tilefni innrásar|url=https://www.ruv.is/frett/dularfullar-sprengingar-urdu-tilefni-innrasar|útgefandi=[[RÚV]]|ár=2017|mánuður=21. apríl|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. apríl}}</ref>
Frá upphafi hafa verið uppi kenningar um að leyniþjónustan FSB hafi sviðsett sprengjuárásirnar í Moskvu og Volgodonsk í þágu Pútíns til að skapa átyllu fyrir stríði í Téténíu. Þessi kenning styðst meðal annars við það að tveir starfsmenn FSB sáust koma pokum með dufti sem líktist sprengiefninu [[RDX]] fyrir í kjallara íbúðablokkar í [[Rjasan]].<ref name=leyniþjónustan/> Einn þeirra sem taldi Pútín hafa sviðsett árásirnar var fyrrum FSB-liðinn [[Aleksandr Lítvínenko]], sem flúði í útlegð til Bretlands árið 2000. Lítvínenko lést árið 2006 eftir að eitrað var fyrir honum með [[Geislavirkni|geislavirka]] efninu Pólon-210.<ref>{{Vefheimild|titill=WSJ; Herða verður refsiaðgerðir gegn Pútín vegna morðsins á Litvinenko|url=https://vardberg.is/frettir/wsj-herda-verdur-refsiadgerdir-gegn-putin-vegna-mordsins-a-litvinenko/|útgefandi=[[Varðberg]]|ár=2016|mánuður=22. janúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko|url=https://www.visir.is/g/20212158912d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=21. september|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=18. mars|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref>
Rússar gerðu linnulausar loftárásir á téténsku höfuðborgina [[Grosní]] í um fjóra mánuði og höfðu nánast alfarið lagt hana í rúst þegar síðustu téténsku skæruliðarnir hörfuðu þaðan í lok janúar árið 2000.<ref>{{Vefheimild|titill=Tilgangslaus eyðilegging?|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/519846/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. febrúar|ár=2000|mánuðurskoðað=22. mars|árskoðað=2022}}</ref>
===Forseti (2000–2008)===
[[Mynd:Putin and Yeltsin cropped.jpg|thumb|left|Pútín sver forsetaeiðinn árið 2000 við hlið [[Borís Jeltsín]], fráfarandi forseta.]]
Þann 31. desember 1999 sagði Jeltsín af sér og Pútín varð þar með starfandi forseti Rússlands í hans stað. Eitt af því fyrsta sem Pútín gerði í embætti var að skrifa undir tilskipun þess efnis að Jeltsín og fjölskylda hans yrðu ekki lögsótt fyrir spillingarmál sem höfðu komið upp í forsetatíð hans.<ref>{{Tímarit.is|3710738|Rússland, Rússland|útgáfudagsetning=18. desember 2003|blað=[[Fréttablaðið]]|blaðsíða=22|höfundur=[[Þorvaldur Gylfason]]}}</ref> Afsögn Jeltsíns leiddi til þess að forsetakosningar voru haldnar þremur mánuðum fyrr en stjórnarandstaðan hafði gert ráð fyrir. Pútín vann kosningarnar í fyrstu umferð með 53% greiddra atkvæða. Hann tók forsetaeiðinn þann 7. maí árið 2000.
Árið 2003 var samningur gerður við Téténa þar sem Téténía varð sjálfstjórnarhérað innan rússneska sambandsríkisins undir stjórn [[Akhmad Kadyrov|Akhmads Kadyrov]], stríðsherra sem hafði gengið til liðs við Pútín í seinna Téténíustríðinu. Pútín gerði einnig samninga við rússneska [[Fáveldi|olígarka]] um stuðning þeirra við ríkisstjórn hans í skiptum fyrir að þeir héldu flestum völdum sínum. Olígarkar sem héldu ekki tryggð við stjórn Pútíns, til dæmis olíujöfurinn [[Míkhaíl Khodorkovskíj]], áttu hættu á handtöku.<ref>{{cite book|author=[[Eiríkur Bergmann]]|title=Neo-nationalism: The Rise of Nativist Populism|year=2020|page=168|publisher=Palgrave Macmillan|location=Sviss|isbn=978-3-030-41772-7|doi=10.1007/978-3-030-41773-4}}</ref>
Efnahagur Rússlands náði sér smám saman á strik upp úr árinu 1999 eftir [[Fjármálakreppan í Rússlandi 1998|efnahagskreppu sem ríkt hafði í kjölfar hruns Sovétríkjanna]]. Á fyrstu tveimur kjörtímabilum Pútíns jókst kaupmáttur Rússa um 72 prósent,<ref name=stundin>{{Vefheimild |titill=Hvað tekur við af Pútín? |mánuður=21. apríl|ár=2018|mánuðurskoðað=13. júní|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Stundin]]''|url=https://stundin.is/grein/6558/|höfundur=Valur Gunnarsson}}</ref> einkum vegna hækkunar á olíuverði.<ref name=skoðanakönnun>{{Vefheimild |titill=Skoðanakönnun um Pútín |mánuður=6. mars|ár=2018|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson|url=https://kjarninn.is/skodun/2018-03-05-skodanakonnun-um-putin/}}</ref>
Pútín vann endurkjör árið 2004 með 71% greiddra atkvæða.
===Forsætisráðherra (2008–2012)===
[[Stjórnarskrá Rússlands|Rússneska stjórnarskráin]] meinaði Pútín að bjóða sig fram í þriðja skipti í röð í forsetakosningunum árið 2008. Því studdi Pútín fyrrverandi kosningastjóra sinn, [[Dmítríj Medvedev]], til embættisins.<ref name=vísindavefur/><ref>{{Vefheimild |titill=Pútín krýnir Medvedev sem arftaka sinn á forsetastóli |mánuður=11. desember|ár=2007|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|url=https://timarit.is/page/4177533|höfundur=Davíð Logi Sigurðsson}}</ref> Eftir sigur Medvedev gerðist Pútín sjálfur forsætisráðherra á ný og hélt þannig flestum völdum sínum á fjögurra ára forsetatíð Medvedev. Á þessum tíma brutust út fjöldamótmæli eftir þingkosningar þann 4. desember árið 2011 þar sem tugþúsundir Rússa mótmæltu meintu kosningasvindli.<ref>{{Vefheimild |titill=Mótmæli um allt Rússland |mánuður=10. desember|ár=2011|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/forsida/2011/12/10/motmaeli_um_allt_russland/}}</ref>
Forsetatíð Medvedevs var óvenjuleg meðal rússneskra leiðtoga því Pútín naut áfram verulegra valda sem forsætisráðherra. Fyrri forsætisráðherrar Rússlands höfðu jafnan verið algjörlega undirgefnir þjóðhöfðingjanum en valdatíð Medvedevs einkenndist þess í stað af nokkurs konar tvímenningabandalagi þeirra Pútíns. Haft var fyrir satt meðal flestra stjórnmálaskýrenda að annaðhvort væru þeir Medvedev og Pútín báðir jafnvoldugir í stjórninni eða þá að Pútín væri í reynd enn æðsti valdsmaður Rússlands og Medvedev forseti væri lítið meira en staðgengill eða strengjabrúða hans.<ref>{{Vefheimild |titill=Telja aðeins rými fyrir einn keisara í Rússlandi|mánuður=10. desember|ár=2008|mánuðurskoðað=8. október|árskoðað=2021|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1197300/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Samþykkja að lengja kjörtímabil forseta Rússlands|mánuður=10. desember|ár=2008|mánuðurskoðað=4. mars|árskoðað=2008|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2008222131541}}</ref>
===Forseti (2012–2018)===
Árið 2012 bauð Pútín sig aftur fram til forseta með stuðningi Medvedev. Pútín vann kosningarnar þann 4. mars 2012 með 63.6% greiddra atkvæða. Þeir Medvedev skiptust því aftur á hlutverkum og Medvedev varð forsætisráðherra. Mikið var um ásakanir um kosningasvindl í forsetakjörinu og talsvert var um mótmæli gegn Pútín í og eftir kosningarnar. Alræmdasta uppákoman var mótmælagjörningur pönkhljómsveitarinnar [[Pussy Riot]] þann 21. febrúar, en meðlimir hennar voru í kjölfarið handteknir.<ref>{{Vefheimild |titill=Réttarhöld hafin yfir Pussy Riot |mánuður=30. júlí|ár=2012|mánuðurskoðað=25. mars |árskoðað=2018|útgefandi=[[RÚV]]|url=http://www.ruv.is/frett/rettarhold-hafin-yfir-pussy-riot}}</ref> Um 8.000 – 20.000 mótmælendur komu saman í Moskvu þann 6. maí. Um áttatíu þeirra særðust í átökum við lögreglu og um 450 voru handteknir. Gagnmótmæli um 130.000 stuðningsmanna Pútín voru haldin á Lúsnjiki-leikvanginum sama dag.
Eftir að Pútín settist á forsetastól á ný skrifaði hann undir lög sem þjörmuðu nokkuð að samfélagi hinsegin fólks í Rússlandi. Lögin beindust gegn „áróðri [[Samkynhneigð|samkynhneigðra]]“<ref>{{Vefheimild |titill=Lög gegn samkynhneigðum í Rússlandi |mánuður=25. janúar|ár=2013|mánuðurskoðað=25. mars |árskoðað=2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2013/01/25/log_gegn_samkynhneigdum_i_russlandi/}}</ref> og bönnuðu meðal annars notkun regnbogafánans og birtingu verka um samkynhneigð.
Eftir að [[Víktor Janúkovytsj]] forseta [[Úkraína|Úkraínu]], bandamanni Pútíns, var [[Úkraínska byltingin 2014|steypt af stóli í byltingu]] árið 2014 sendi Pútín rússneska hermenn inn á [[Krímskagi|Krímskaga]] og hertók hann. Á meðan á hernáminu stóð var haldin umdeild atkvæðagreiðsla þar sem Krímverjar kusu að slíta sig frá Úkraínu og gerast sjálfstjórnarhérað í rússneska sambandsríkinu.<ref>{{Vefheimild |titill=Krímskagi formlega orðinn hluti af Rússlandi |mánuður=21. mars|ár=2014|mánuðurskoðað=25. mars |árskoðað=2018|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2014140329782|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Í kjölfarið brutust út átök í austurhluta Úkraínu milli úkraínsku ríkisstjórnarinnar og aðskilnaðarsinna í [[Donbas]]-héruðunum sem vildu einnig ganga til liðs við Rússland. Ríkisstjórn Pútín hefur sent hermenn til stuðnings skæruliðunum í Donbas en hefur jafnan neitað að um rússneska hermenn sé að ræða. Vegna brots á fullveldi Úkraínu hafa mörg ríki beitt Rússa efnahagsþvingunum frá árinu 2014, þar á meðal Ísland.
[[Mynd:Guðni Th. Jóhannesson and Vladimir Putin (2017-03-30) 01.jpg|thumb|right|Pútín (til hægri) ásamt [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannessyni]], forseta Íslands.]]
Þann 27. febrúar 2015 var leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, [[Borís Nemtsov]], skotinn til bana stuttu frá [[Kreml (Moskva)|Kreml í Moskvu]], fáeinum dögum áður en hann ætlaði að taka þátt í friðargöngu til að mótmæla rússneskum hernaðarafskiptum í Úkraínu. Pútín skipaði sjálfur rannsóknarnefnd til að finna morðingjann.<ref>{{Vefheimild |titill=Pútín hefur umsjón með rannsókninni |mánuður=28. febrúar|ár=2015|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=[[RÚV]]|url=http://www.ruv.is/frett/putin-hefur-umsjon-med-rannsokninni/}}</ref> Opinber skýring rannsóknarnefndarinnar er sú að morðið hafi verið framið af stuðningsmönnum [[Ramzan Kadyrov|Ramzans Kadyrov]], forseta Téténíu og eins heitasta stuðningsmanns Pútíns. Tæpum þremur vikum fyrir morðið hafði Nemtsov lýst því yfir að hann óttaðist að Pútín myndi koma sér fyrir kattarnef.<ref>{{Vefheimild |titill=Morðið hafi verið þaulskipulagt |mánuður=28. febrúar|ár=2015|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=[[RÚV]]|url=http://www.ruv.is/frett/mordid-hafi-verid-thaulskipulagt}}</ref>
Þann 30. september 2015 skipaði Pútín inngrip rússneska hersins í [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|sýrlensku borgarastyrjöldina]] til stuðnings [[Bashar al-Assad]] Sýrlandsforseta. Rússar hófu beina þátttöku í styrjöldinni í lok mánaðarins með loftárásum bæði á [[íslamska ríkið]] og á uppreisnarhópa sem nutu stuðnings alþjóðabandalags Bandaríkjanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Hvað eru Rússar að gera í Sýrlandi?|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/09/30/hvad_eru_russar_ad_gera_i_syrlandi/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2017|mánuður=30. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref> Inngrip Rússa í styrjöldina hefur styrkt stöðu Assads verulega og stuðlað að því að sýrlenski stjórnarherinn hefur frá árinu 2015 smám saman endurheimt mikinn hluta þess landsvæðis sem glataðist til uppreisnarmanna í byrjun stríðsins.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Sunna Ósk Logadóttir|titill=Rússar leiddu Assad í átt að sigri|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/18/russar_leiddu_assad_i_att_ad_sigri/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=18. mars|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=22. september}}</ref>
Ríkisstjórn Pútíns hefur verið ásökuð um að hafa haft afskipti af [[Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum 2016|bandarísku forsetakosningunum árið 2016]].<ref>{{Vefheimild |titill=Tókst að sá ágreiningi meðal Bandaríkjamanna |mánuður=18. febrúar|ár=2018|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/02/18/tokst_ad_sa_agreiningi_medal_bandarikjamanna/}}</ref> Í janúar árið 2017 lýsti bandarísk rannsóknarnefnd því yfir að fullvíst væri að Pútín hefði sett á fót áróðursherferð gegn [[Hillary Clinton]] og til stuðnings [[Donald Trump]] í kosningunum. Pútín hefur ætíð neitað að hafa haft nokkur afskipti af kosningunum.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/11/19/af_hverju_skiljid_thid_okkur_ekki/|titill=„Af hverju skiljið þið okkur ekki?“|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2018|mánuður=19. nóvember|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=19. nóvember}}</ref>
===Forseti (2018 –)===
[[Mynd:Vladimir Putin and Sergey Shoigu - Saint-Petersburg 2017-07-30 (1).jpg|thumb|right|Pútín ásamt varnarmálaráðherranum [[Sergej Shojgú]] árið 2017.]]
Pútín var endurkjörinn árið 2018 og vann sitt fjórða kjörtímabil sem forseti Rússlands með um 76% greiddra atkvæða.<ref name=kosning2018>{{Vefheimild |titill=Pútín fagnaði í Moskvu |mánuður=18. mars|ár= 2018|mánuðurskoðað=25. mars|árskoðað=2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/03/18/putin_fagnadi_i_moskvu/}}</ref> Í aðdraganda kosninganna hafði helsta leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, [[Aleksej Navalníj]], verið bannað að gefa kost á sér vegna skilorðsbundins fangelsisdóms sem hann hafði vegna meints fjármálamisferlis.<ref name= kosning2018/> Eftirlitsmönnum kom ekki um allt saman um það hvort kosningarnar hefðu farið sómasamlega fram, en almennt voru þeir þó á sama máli um að samkeppnin við Pútín hefði verið lítil sem engin.<ref>{{Vefheimild |titill=Eftirlitsmenn kvörtuðu yfir þúsundum kosningalagabrota |mánuður=20. mars|ár=2018|mánuðurskoðað=25. mars |árskoðað=2018|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=http://www.visir.is/g/2018180329988|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson}}</ref>
Pútín hitti [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta á leiðtogafundi í [[Helsinki]] þann 18. júlí 2018. Stuttu fyrir fund forsetanna hafði ákæra verið lögð fram í Bandaríkjunum gegn 12 rússneskum leyniþjónustumönnum fyrir tölvuárás á flokksþing [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]] og forsetaframboð Hillary Clinton árið 2016.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Jónas Atli Gunnarsson|titill=Trump og Pútín hittast loksins í Helsinki |mánuður=16. júlí|ár= 2018|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2018|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/frettir/2018-07-16-trump-og-putin-erfidum-fundi-i-helsinki/}}</ref> Á fundinum ítrekaði Pútín að Rússar hefðu ekkert haft að gera með tölvuárásirnar og Trump lýsti yfir að hann sæi „enga ástæðu“ til að draga orð Pútíns í efa.<ref>{{Vefheimild |titill=Trump tekur upp hanskann fyrir Rússa |mánuður=16. júlí|ár= 2018|mánuðurskoðað=25. mars |árskoðað=2018|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/trump-tekur-upp-hanskann-fyrir-russa|höfundur=Daníel Freyr Birkisson}}</ref> Trump bauð Pútín í opinbera heimsókn til [[Washington (borg)|Washington]] í kjölfar fundarins.<ref>{{Vefheimild |titill=Trump býður Pútín í Bandaríkjaheimsókn|mánuður=19. júlí |ár=2018|mánuðurskoðað=25. mars |árskoðað=2018|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/trump-tekur-upp-hanskann-fyrir-russa}}</ref>
Mótmæli gegn Pútín brutust út víða um Rússland og vinsældir hans dvínuðu nokkuð í september árið 2018 vegna fyrirhugaðrar hækkunar á eftirlaunaaldri í Rússlandi.<ref>{{Vefheimild |titill=Hækkun eftirlaunaaldurs mótmælt|mánuður=2. september|ár= 2018|mánuðurskoðað=9. september |árskoðað=2018|útgefandi=mbl.is|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2018/09/02/haekkun_eftirlaunaaldurs_motmaelt/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Boðar óvinsælar breytingar á eftirlaunaaldri|mánuður=29. ágúst |ár=2018|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/boar-ovinsaelar-breytingar-a-eftirlaunaaldri|höfundur=Lovísa Arnardóttir}}</ref>
Þann 15. janúar árið 2020 tilkynnti Pútín umfangsmiklar breytingar sem hann vildi gera á [[Stjórnarskrá Rússlands|rússnesku stjórnarskránni]] sem ætlað var að færa völd frá forsetaembættinu til þingsins og ríkisráðs landsins. Breytingarnar, sem Pútin hugðist leggja í þjóðaratkvæðagreiðslu, munu gera eftirmann hans nokkuð valdaminni í forsetaembættinu en Pútín hefur verið. Sama dag og Pútín tilkynnti fyrirhuguðu breytingarnar baðst Dmítríj Medvedev lausnar fyrir ríkisstjórn sína og ríkisskattstjórinn [[Míkhaíl Míshústín]] var skipaður nýr forsætisráðherra.<ref>{{Vefheimild |titill=Ríkisstjórn Rússlands sagði af sér|mánuður=15. janúar|ár= 2020|mánuðurskoðað=15. janúar|árskoðað=2020|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/01/15/rikisstjorn_russlands_sagdi_af_ser/|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson}}</ref>
Rússneska þingið samþykkti einnig með 383 atkvæðum gegn engu að þurrka út embættistíma Pútíns með stjórnarskrárbreytingunum. Samkvæmt þeirri breytingu mun Pútín geta gegnt embætti forseta til ársins 2036 ef hann ákveður að gefa aftur kost á sér.<ref>{{Vefheimild |titill=Fellir ellikerling Pútín?|mánuður=8. apríl|ár= 2020|mánuðurskoðað=8. apríl|árskoðað=2020|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skodun/2020-04-07-fellir-ellikerling-putin/|höfundur=Gunnar Hólmsteinn Ársælsson}}</ref> Breytingarnar voru samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júlí 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=Yfirgnæfandi meirihluti samþykkti breytingar Pútíns|url=https://www.ruv.is/frett/2020/07/01/yfirgnaefandi-meirihluti-samthykkti-breytingar-putins|útgefandi=RÚV|höfundur=Dagný Hulda Erlendsdóttir|ár=2020|mánuður=1. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref> Með stjórnarskrárbreytingunum var hjónaband einnig skilgreint sem samband milli karls og konu, fært var inn ákvæði sem felur í sér viðurkenningu á „forfeðrum sem létu [Rússum] eftir hugsjónir sínar og trú á guði“, bannað var að gera lítið úr framlagi [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]] og bannað að leggja til að Rússar láti nokkurn tímann af hendi landsvæði sem þeir ráða yfir (til að mynda umdeild landsvæði eins og [[Kúrileyjar]] og [[Krímskagi|Krímskaga]]).<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín vill guð og „hefðbundið“ hjónaband í stjórnarskrá|url=https://www.visir.is/g/202010952d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Kjartan Kjartansson|ár=2020|mánuður=3. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=4. júlí}}</ref>
===Innrásin í Úkraínu 2022===
{{aðalgrein|Stríð Rússlands og Úkraínu|Innrás Rússa í Úkraínu 2022}}
Undir lok ársins 2021 og í byrjun ársins 2022 söfnuðu Rússar tæplega 200.000 manna herliði við landamæri Úkraínu, sem vakti ótta í Úkraínu og á Vesturlöndum um að Pútín hygðist fyrirskipa innrás í landið.<ref>{{Vefheimild|titill=Óttinn við innrás Rússa í Úkraínu magnast enn|url=https://www.ruv.is/frett/2021/12/04/ottinn-vid-innras-russa-i-ukrainu-magnast-enn|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson|ár=2021|mánuður=4. desember|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Rússnesk stjórnvöld þvertóku ítrekað fyrir að innrás væri yfirvofandi en ráðamenn þar lögðu jafnframt fram kröfur um að Úkraínu yrði meinaður aðgangur að [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] um alla framtíð og að bandalagið fjarlægði alla hermenn og öll vopn sín úr [[Austur-Evrópa|Austur-Evrópu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Segja Rússa nær því að gera innrás í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222224189d/segja-russa-naer-thvi-ad-gera-innras-i-ukrainu|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Samúel Karl Ólason|ár=2022|mánuður=17. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Þann 21. febrúar viðurkenndi Pútín sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðuýðveldið Lúhansk|Lúhansk]], héraða rússneskumælandi aðskilnaðarsinna sem höfðu klofið sig frá Úkraínu árið 2014 með stuðningi Rússa.<ref>{{Vefheimild|titill=Pútín viðurkennir sjálfstæði Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/putin-vidurkennir-sjalfstaedi-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=22. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Pútín sendi í kjölfarið rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að gegna „friðargæslu“ í Donetsk og Luhansk.<ref>{{Vefheimild|titill=Hefur þegar skipað hernum inn í Donetsk og Luhansk|url=https://www.ruv.is/frett/2022/02/21/hefur-thegar-skipad-hernum-inn-i-donetsk-og-luhansk|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Ólöf Ragnarsdóttir|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref> Í ræðu sem Pútín hélt við viðurkenningu sína á sjálfstæði héraðanna efaðist hann um sögulegar forsendur fyrir Úkraínu sem sjálfstæðu ríki og sakaði stjórnvöld þar um að fremja þjóðarmorð.<ref>{{Vefheimild|titill=Eldræða Pútíns réttlætir innrás Rússa í Úkraínu - herlið sent af stað|url=https://stundin.is/grein/14821/eldmessa-putins-rettlaetir-innras-russa-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=Jón Trausti Reynisson|ár=2022|mánuður=21. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=22. febrúar}}</ref>
Þann 24. febrúar hóf Pútín allsherjar [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás í Úkraínu]].<ref>{{Vefheimild|titill=Bein lýsing - Innrás í Úkraínu|url=https://www.frettabladid.is/frettir/bein-lysinginnras-i-ukrainu/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Vaktin: Allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu|url=https://www.visir.is/g/20222226904d/sprengjum-rignir-yfir-kaenugard|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2022|mánuður=24. febrúar|árskoðað=2022|mánuðurskoðað=24. febrúar|höfundur=Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason}}</ref>
Rússland hefur tekið þátt í mörgum stríðum (t.d. líka í Sýrlandi), að skipan Pútíns, en stríðið í Úkraínu, hefur sérstaklega sætt gagnríni, upp úr innrásinni í febrúar 2022. Vegna þess hefur meðal annars hann persónulega sætt viðskiptavingunum, og lagt hefur verið til að ákæra hann fyrir stríðsglæpadómstólnum.
Hann hafði áður, 2014, tekið yfir austuhluta Úkráínu, og Krímskagann.<!-- rétt þýðing á Crimea? Following the pro-western [[Revolution of Dignity]] in [[Ukraine]] in 2014, Putin had had seized eastern regions of the nation and [[Annexation of Crimea by the Russian Federation|annexed Crimea]]. In February 2022, he [[2022 Russian invasion of Ukraine|launched a war]] to gain control of the remainder of the country and overthrow the [[government of Ukraine|elected government]] under the pretext that it was run by "Nazis". The invasion of Ukraine led to worldwide condemnation of Putin, and massive sanctions on the Russian Federation.
Í september 2021, hafði Úkraína verið með heræfingar með [[NATO]]-herjum (er ó ekki meðlimur í NATO). Þann 30 nóvember staðhæfði Pútín að [[stækkun NATO]] inn í Úkraínu, og sér í lagi uppsetning á [[skotflaug|skotflaugum]] sem gætu hæft Rússneskar borgir, líkt og þannig flaugar í Rúmeníu og Póllandi, væru "rauð lína". <!-- On 30 November, Putin stated that an [[enlargement of NATO]] in Ukraine, especially the deployment of any long-range [[ballistic missile]]s capable of striking Russian cities or [[U.S. national missile defense]] systems similar to those in Romania and Poland, would be a "red line" issue for the Kremlin.
-->
Ítrekað var tekið fyrir að innrás í Úkraínu stæði til.
<!-- On 7 February 2022, retired Russian Colonel-General Leonid Ivashov, who is active in politics as the chairman of the All-Russian Officers Assembly, publicly called for Putin to resign over threats of a "criminal" invasion of Ukraine.
In February 2022, Putin warned that [[Ukraine's accession to NATO]] could embolden Ukraine to reclaim control over Russian-annexed Crimea or areas ruled by pro-Russian separatists in [[Donbas]], saying: "Imagine that Ukraine is a NATO member and a military operation [to regain Crimea] begins. What – are we going to fight with NATO? Has anyone thought about this?"
On 15 February, the Russian parliament's lower chamber, the [[State Duma]], backed a resolution calling for [[diplomatic recognition]] of two self-proclaimed [[separatist]] republics in [[Donbas]].
Putin's invasion was met with international condemnation.
[[International sanctions during the Russo–Ukrainian War|International sanctions were widely imposed]] against Russia, including against Putin personally. Following an emergency meeting of United Nations Security Council, UN Secretary-General [[Antonio Guterres]] said: "President Putin, in the name of humanity, bring your troops back to Russia."
-->
Margir hafa óskað eftir að Pútín verið sóttur til saka sem [[stríðsglæpir|stríðsglæpamaður]]. <!-- The invasion led to numerous calls for the prosecution of Putin as a [[war criminal]].
In the Asia-Pacific, Japan, Taiwan, Singapore, Australia and New Zealand also responded firmly with denunciations and sanctions.
-->
Í kjölfar þess sem Pútín kallar hvassar athugasemdir vesturvelda, hefur hann sett [[kjarnorkuvopn]] Rússlands í viðbragðsstöðu. <!--In response to what Putin called "aggressive statements" by the West, he put the [[Strategic Rocket Forces]]'s [[nuclear deterrence]] units on high alert.
On 4 March, Putin signed into law a bill introducing prison sentences of up to 15 years for those who publish "knowingly false information" about the Russian military and its operations, leading to some [[Mass media in Russia|media outlets in Russia]] to stop reporting on Ukraine.
Russia's actions in Ukraine, including the alleged use of [[cluster bombs]] and [[thermobaric weapon]]s, have led to calls for investigations of possible [[war crime]]s. The [[International Criminal Court]] stated that it would investigate Russian conduct in Ukraine since 2013.
On 16 March, Putin issued a warning to Russian "traitors" who he said the West wanted to use as a "[[fifth column]]" to destroy Russia. He said that Russians should undergo "natural and necessary self-cleansing of society" to rid themselves of "bastards" and pro-Western "traitors."
On 24 March, the UN General Assembly adopted a resolution drafted by Ukraine and its allies which criticized Russia for creating a "dire" humanitarian situation and demanded aid access as well as the protection of civilians in Ukraine. 140 member states voted in favour, 38 abstained, and five voted against the resolution.
Ukrainian President [[Volodymyr Zelenskyy]] said he was "99.9 percent sure" that Putin thought the Ukrainians would welcome the invading forces with "flowers and smiles". U.S. and European Union officials believe that Putin has been [[disinformation in the 2021–2022 Russo-Ukrainian crisis|misinformed]] by his advisers about Russian military's performance in Ukraine and the effect of sanctions on Russia.
-->
==Ímynd og orðspor Pútíns==
[[Mynd:Vladimir Putin beefcake-2.jpg|thumb|right|Vladímír Pútín í fríi árið 2007]]
Pútín hefur notið mikilla vinsælda meðal rússneskrar alþýðu nánast frá því að hann tók við embætti.<ref>{{Vefheimild |titill=Maður eins og Pútín|mánuður=27. ágúst|ár= 2002|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/684613/}}</ref> Í skoðanakönnunum hefur Pútín oftast mælst með stuðning yfir 60% Rússa og hæst hefur stuðningur við hann mælst um tæp 90%.<ref name=vísindavefur/> Aðdáendur Pútíns þakka honum fyrir að koma á efnahagslegum stöðugleika eftir fjármálakreppu tíunda áratugarins og fyrir að gera Rússland að marktæku alþjóðaveldi á ný eftir tímabil auðmýkingar sem fylgdi í kjölfar hruns Sovétríkjanna.<ref name=stundin/>
Pútín hefur verið duglegur að rækta karlmennskuímynd sína og hefur sett á svið ýmsa gjörninga til þess að viðhalda henni. Meðal annars hefur hann „fyrir tilviljun“ fundið gríska forngripi frá sjöttu öld er hann stakk sér til köfunarsunds í Svartahafi og haldið aftur af hlébarða í dýragarði sem ætlaði að ráðast á fréttamenn. Hann hefur nokkrum sinnum birt myndir af sér berum að ofan í fríi úti í náttúrunni í Síberíu.<ref>{{Vefheimild |titill=Fimm skrýtnir gerningar Vladimír Pútíns og hálfguðshugmyndin |mánuður=18. desember |ár=2014|mánuðurskoðað=9. september|árskoðað= 2018|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/greinasafn/fimm-skrytnir-gerningar-vladimir-putins-og-halfgudshugmyndin/}}</ref>
Pútín er þaulsætnasti leiðtogi Rússa frá tímum [[Jósef Stalín|Stalíns]]. Á stjórnartíð hans hefur þróun í átt að lýðræði í Rússlandi sem hófst á tíunda áratugnum eftir [[fall Sovétríkjanna]] að mestu leyti verið snúið við. Vegna skorts á frjálsum kosningum, fjölmiðlafrelsi og virkri stjórnarandstöðu í Rússlandi hefur í síauknum mæli verið litið á Pútín sem [[einræðisherra]] á síðari árum.<ref>{{Tímarit.is|5755026|Áhrifamenn okkar tíma|blað=[[Orðlaus]]|útgáfudagsetning=1. apríl 2005|blaðsíða=32}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Pútín er dæmigerður einræðisherra í útrás|mánuður=18. desember |ár=2014|mánuðurskoðað=24. mars|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2014279399d|höfundur=Heimir Már Pétursson}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Kallar Pútín einræðisherra|mánuður=24. febrúar |ár=2022|mánuðurskoðað=24. mars|árskoðað=2022|útgefandi=[[mbl.is]]|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/24/kallar_putin_einraedisherra/}}</ref><ref>{{Vefheimild |titill=Segir Pútín einangraðan, rússneskan einræðisherra|mánuður=2. mars |ár=2022|mánuðurskoðað=24. mars|árskoðað=2022|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/2022/03/02/segir-putin-einangradan-russneskan-einraedisherra|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref>
==Eignir Pútíns==
Vladímír Pútín er talinn með auðugustu mönnum heims. Samkvæmt úttekt Samtaka rannsóknarblaðamanna [[OCCRP]] og tímaritsins ''[[Forbes]]'' frá árinu 2017 nema auðæfi Pútíns og nánustu bandamanna hans um 24 milljörðum Bandaríkjadala, eða rúmum 2.500 milljörðum íslenskra króna. Mestöll þessi auðæfi eru formlega skráð á fólk í innra hring Pútíns, meðal annars vini, ættingja og pólitíska bandamenn hans.<ref>{{Vefheimild |titill=Gríðarleg auðæfi Pútíns og klíku hans|mánuður=1. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=24. mars|árskoðað=2022|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/gridarleg-audaefi-putins-og-kliku-hans|höfundur=Pálmi Jónasson}}</ref> Margir af nánustu bandamönnum Pútíns voru nefndir sem eigendur aflandsfélaga í skattaskjólum í [[Panamaskjölin|Panamaskjölunum]] árið 2016.<ref>{{Vefheimild |titill=Í landi þar sem spilling er daglegt brauð|mánuður=24. apríl|ár=2016|mánuðurskoðað=24. mars|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skyring/2016-04-24-i-landi-thar-sem-spilling-er-daglegt-braud/|höfundur=Ómar Þorgeirsson}}</ref> Gjarnan er fjallað um olígarka í innsta hring Pútíns, sem efnast hafa á tengslum sínum við forsetann, sem „pyngjur Pútíns.“<ref>{{Vefheimild |titill=„Pyngja Pútíns“ sett á ís og
farið á eftir vinum forsetans|mánuður=19. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=24. mars|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Stundin]]''|url=https://stundin.is/grein/14887/veski-putins-sett-a-is-og-farid-a-eftir-vinum-forsetans/|höfundur=Aðalsteinn Kjartansson}}</ref>
==Fjölskylduhagir==
Vladímír Pútín kvæntist [[Ljúdmíla Pútína|Ljúdmílu Skrjebevnu]] árið 1983. Hún er fædd árið 1958 og ólst upp í [[Kalíníngrad]]. Hún flutti ásamt eiginmanni sínum til Þýskalands á níunda áratugnum og þar eignuðust þau tvær dætur, Maríu árið 1985 og Jekaterínu árið 1986. Eftir að Pútín komst til valda hélt hann fjölskyldu sinni úr sviðsljósinu og eiginkona hans og dætur birtust afar sjaldan með honum opinberlega. Þar sem Ljúdmíla sást sjaldan með Pútín voru orðrómar lengi á kreiki að þau væru aðeins hjón að nafninu til. Árið 2013 tilkynnti Pútín formlega að þau Ljúdmíla hefðu gengið frá skilnaði sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Húsbóndinn í Kreml|mánuður=6. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|url=https://kjarninn.is/skyring/husbondinn-i-kreml/|höfundur=Borgþór Arngrímsson}}</ref>
Auk Maríu og Jekaterínu er talið að Pútín eigi eina laundóttur, Luizu Rozovu Krivonogikh, sem fædd er árið 2003. Móðir hennar er milljarðamæringurinn Svetlana Krivonogikh, sem bæði rússneskir og vestrænir fjölmiðlar hafa fullyrt að sé ástkona Pútíns.<ref>{{Vefheimild|titill=Þetta eru dætur Pútíns|mánuður=7. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=18. apríl|árskoðað=2022|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|url=https://www.frettabladid.is/frettir/thetta-eru-daetur-putins/|höfundur=Jón Þór Stefánsson}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forsætisráðherra Rússlands]]
| frá = [[15. ágúst]] [[1999]]
| til = [[7. maí]] [[2000]]
| fyrir = [[Sergej Stepashín]]
| eftir = [[Míkhaíl Kasjanov]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Rússlands]]
| frá = [[31. desember]] [[1999]]
| til = [[7. maí]] [[2008]]
| fyrir = [[Borís Jeltsín]]
| eftir = [[Dmítríj Medvedev]]
}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forsætisráðherra Rússlands]]
| frá = [[8. maí]] [[2008]]
| til = [[7. maí]] [[2012]]
| fyrir = [[Víktor Zúbkov]]
| eftir = Dmítríj Medvedev
}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Rússlands]]
| frá = [[7. maí]] [[2012]]
| til =
| fyrir = Dmítríj Medvedev
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Pútín, Vladímír}}
[[Flokkur:Forsetar Rússlands]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Rússlands]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1952]]
[[Flokkur:Starfsmenn FSB]]
[[Flokkur:Starfsmenn KGB]]
ebum6i7gzwer53b5xczc60n5bo243x5
Jörðin
0
1694
1763714
1747918
2022-08-04T11:48:41Z
Comp.arch
32151
Elsta lífveran 15.000 ára gömul. Ég setti ekki "source" hérna, sjá á [[svampdýr]] frekar um þetta mál sem ég var að uppfæra, og endilega hjálpa með þýðinguna. Hún vísar á dýrið og spone á ensku WP með source.
wikitext
text/x-wiki
{{reikistjarna
| bakgrunnur = LightsteelBlue
| nafn = Jörðin
| tákn = [[Mynd:Earth symbol (bold).svg|24px|🜨]]
| mynd = The Earth seen from Apollo 17.jpg
| alt = Jörðin séð úr geimnum. Disklaga form með bláum höfum, brúnleitum meginlöndum og hvítum skýjaslæðum.
| myndatexti = Fræg mynd af jörðinni „[[Bláa perlan]]“ ([[enska|e]]. ''Blue Marble'') tekin frá ''[[Apollo 17]]''.
| kyn = kvk
| viðmiðunartími = J2000
| forskeyti_nándogfirrð = Sól
| nánd = 152.098.232 km<br />0,98329134 [[Stjarnfræðieining|AU]]
| firrð = 152.098.232 km<br />1,01671388 AU
| hálfur_langás = 149.598.261 km<br />1,00000261 AU
| miðskekkja = 0,01671123
| umferðartími = 365,256363004 [[Sólarhringur|s]]<br />1,000017421 [[ár|á]]
| meðalhraði = 29,78 km/s
| meðalbrautarhorn = 357,51716°
| brautarhalli = 7,155° (miðað við miðbaug sólar)<br />1.579° (miðað við [[Fastaslétta|fastasléttu]])
| rishnútslengd = 348,73936°
| stöðuhorn_nándar = 114,20783°
| tungl = 1 ([[tunglið]])
| meðalgeisli = 6.371,0 ± 1,0 km
| miðbaugsgeisli = 6.378,1 km
| heimskautageisli = 6.356,8 km
| pólfletja = 0,0033528
| ummál = 40.075,017 km ([[miðbaugur]])
| flatarmál_yfirborðs = 5,10072×10<sup>8</sup>km2</sup>
| rúmmál = 1,08321×10<sup>12</sup> km<sup>3</sup>
| massi = 5,9736×10<sup>24</sup> kg
| þéttleiki = 5,515 g/cm<sup>3</sup>
| þyngdarafl = 9,78 m/s<sup>2</sup> (0,997 [[þyngdarhröðun|g]])
| lausnarhraði = 11,186 km/s
| stjarnbundinn dagur = 0.99726968 [[s]]ólarhringur<br />23k 56m 4,100s
| snúningshraði = 1.674,4 km/klst (465,1 m/s)
| möndulhalli = 23°26'21"
| endurskinshlutfall = 0,367
| hitanafn1 = [[Kelvin]]
| lægsti1 = 184 K
| meðal1 = 287,2 K
| hæsti1 = 331 K
| hitanafn2 = [[Selsíus]]
| lægsti2 = -89,2 °C
| meðal2 = 14 °C
| hæsti2 = 57,8 °C
| loftþrýstingur = 101,325 [[Paskal|kPa]]
| samsetning_lofthjúps =
{{einfaldur_listi|* ~78,8 [[nitur]]
* 20,95% [[súrefni]]
* 0,93% [[argon]]
* 0,039% [[koltvísýringur]]
* ~1% [[vatn]]sgufa (fer eftir loftslagi)}}
}}
<onlyinclude>
'''Jörðin'''<ref name="rettritun">Ritað með litlum staf, samanber [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20091119075608/www3.hi.is/~antoni/skjol/rettritun_ritreglur.pdf Sérnöfn skal rita með stórum staf: Undantekning 2]</ref> er þriðja [[reikistjarna]]n frá [[sólin|sólu]], sú stærsta af [[innri reikistjarna|innri reikistjörnum]] og sú fimmta stærsta af þeim öllum. Jörðin, sem talin er hafa myndast fyrir um 4,55 milljörðum ára, er sá eini hnöttur sem vitað er til að líf þrífist á. [[Tunglið]] er eini [[fylgihnöttur]] jarðar og hefur fylgt henni í að minnsta kosti 4,5 milljarða ára.
</onlyinclude>
Ef jörðin er skoðuð utan úr [[geimur|geimnum]] lítur hún út ekki ósvipað og djúpblá marmarakúla með hvítri slikju sem þekur hana hér og þar. Blái liturinn kemur til vegna úthafanna, en sá hvíti vegna skýja, sem að öllu jöfnu þekja talsverðan hluta hennar. Jörðin er talsvert björt, og af innri reikistjörnunum er það einvörðungu [[Venus]] sem endurkastar stærri hluta af því ljósi sem á hana fellur.
Síðan [[jarðfræði|jörðin]] myndaðist hefur hún þróast stöðugt, og standa nú eftir litlar sem engar leifar af upphaflegri ásýnd hennar. Ysta lag jarðarinnar, [[jarðskorpa]]n, samanstendur af nokkrum [[flekakenningin|jarðflekum]] sem fljóta ofan á möttlinum. Þessir flekar eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum og breytir þessi hreyfing ásýnd jarðarinnar smátt og smátt. Aflið sem knýr þetta ferli kemur úr iðrum jarðar, en bráðinn [[möttull]] hennar er á stöðugri hreyfingu. Möttullinn hvílir á [[kjarni jarðar|kjarna jarðar]], sem er að meginhluta til úr járni, og er uppspretta [[segulsvið]]s jarðarinnar.
[[Úthaf|Úthöf]] jarðarinnar þekja um 70% af [[yfirborð]]i hennar, en hin 30% yfirborðsins samanstanda af [[eyja|eyjum]] og stærri [[landmassi|landmössum]]. Umhverfis jörðina liggur þunnt lag lofttegunda, svokallaður [[lofthjúpur]], sem samanstendur að mestu leyti af [[nitur|köfnunarefni]] og [[súrefni]]. Lofthjúpurinn verndar jörðina fyrir áhrifum geislunar, temprar hitastig hennar, og [[dýr]] og [[planta|plöntur]] nýta ýmis efni úr lofthjúpnum.
Jarðhræringar eru ekki eini áhrifavaldurinn á ásýnd jarðarinnar, ýmsir kraftar utan úr [[geimur|geimnum]] verka á jörðina. Tunglið veldur með snúningi sínum [[sjávarföll]]unum og hefur með því hægt á snúningshraða jarðarinnar síðan það myndaðist. Jörðin verður einnig fyrir stöðugum ágangi [[loftsteinn|loftsteina]]. Þá hefur sólin að sjálfsögðu mjög mikil áhrif, en hún hitar yfirborð reikistjörnunnar og knýr að auki [[veðrakerfi]]ð.
== Saga jarðarinnar ==
Saga jarðarinnar hefur verið ítarlega rannsökuð og er þekkt með nokkurri vissu. Talið er að jörðin hafi myndast í árdaga [[sólkerfið|sólkerfisins]] fyrir um 4,55 milljörðum ára, á svipuðum tíma og sólin og hinar reikistjörnurnar. Tunglið myndaðist skömmu síðar, fyrir um 4,5 milljörðum ára. Þegar jörðin myndaðist fyrst var yfirborð hennar bráðið, en þegar hún kólnaði storknaði yfirborðið. Ýmsar lofttegundir sem losnuðu frá jörðinni, meðal annars í eldgosum, voru upphafið að lofthjúp jarðarinnar. Höfin mynduðust við það að vatnsgufa úr andrúmsloftinu þéttist smám saman og ís sem barst til jarðarinnar með [[halastjarna|halastjörnum]] bráðnaði <ref>A. Morbidelli ''et al'', 2000, "[http://adsabs.harvard.edu/abs/2000M&PS...35.1309M Source Regions and Time Scales for the Delivery of Water to Earth]", ''Meteoritics & Planetary Science'', vol. 35, no. 6, pp. 1309–1320.</ref>. Við þessar ólguríku aðstæður er talið að líf á jörðinni hafi kviknað. Fyrsta [[sameind]]in sem var fær um að afrita sjálfa sig er talin hafa orðið til fyrir um fjórum milljörðum ára, og [[síðasti sameiginlegi forfaðir allra núlifandi lífvera]] er talinn hafa lifað um hálfum milljarði ára síðar.<ref>W. Ford Doolitte, "Uprooting the Tree of Life", ''Scientific American'', feb. 2000.</ref>
Þegar lífverur þróuðu með sér getu til [[ljóstillífun]]ar gátu þær í fyrsta skipti nýtt orku sólarinnar á beinan hátt, og byrjuðu þá að losa [[súrefni]] úr [[koldíoxíð]]i ([[ildisbyltingin]]). Súrefnið hafði mikil áhrif á lofthjúpinn. Hluti þess breyttist í [[óson]] og myndaði [[ósonlagið]], sem ver lífverur jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Þegar ágangur útfjólublárra geisla minnkaði gafst lífverum tækifæri á að stækka, og hópar af [[einfrumungur|einfruma lífverum]] runnu saman í fyrstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungana]]. Engar einfruma lífverur frá þeim tíma eru enn núlifandi, aðeins afkomendur þeirra, en elstu fjölfrumungar í jarðsögunni eru [[svampdýr]], og elsta þannig núlifandi talið vera 15.000 ára gamalt. Smám saman breiddust lífverur út um alla jörðina.
Eftir því sem ármilljónirnar liðu urðu til heimsálfur og liðu undir lok. Yfirborð jarðarinnar var á stöðugri hreyfingu, og jarðflekana, sem heimsálfurnar eru á, hefur rekið til og frá, og stundum hafa þeir búið til nokkurs konar risaheimsálfu. Fyrir um 750 milljónum ára byrjaði fyrsta risaheimsálfan, Rodinia, að brotna í sundur. Fyrir um 600 milljónum ára runnu heimsálfurnar aftur saman og myndyðu Pannotiu, sem brotnaði upp 150 milljónum ára síðar. Síðasta risaheimsálfan var [[Pangaea]], sem brotnaði upp fyrir um 180 milljónum ára.<ref>J.B. Murphy, R.D. Nance, "[http://scienceweek.com/2004/sa040730-5.htm How do supercontinents assemble?]", ''American Scentist'', vol. 92, pp. 324–333.</ref>
Í jarðsögunni hafa orðið margar [[ísöld|ísaldir]], og hefur verið leitt að því líkum að sú sem stóð yfir fyrir milli 750 og 580 milljónum ára síðan hafi jafnvel verið svo köld að úthöf jarðarinnar hafi frosið<ref> J.L. Kirschvink, 1992, "Late Proterozoic Low-Latitude Global Glaciation: The Snowball Earth", ''The Proterozoic Biosphere'', pp 51-52.</ref>. En óháð því hvort þessi ísöld hafi verið svo afgerandi er vitað að þegar henni lauk fyrir um 535 milljónum ára, spratt upp ótrúlegur fjöldi fjölfruma lífvera, á tímabili sem nefnist kambríatímabilið.
Síðan á kambríatímabilinu hefur það gerst fimm sinnum að stór hluti tegunda hefur skyndilega dáið út<ref>D. Raup & J. Sepkoski, 1982, "Mass extinctions in the marine fossil record", ''Science'', vol. 215, pp. 1501–1503.</ref>. Síðast gerðist það fyrir 65 milljónum ára, þegar [[risaeðla|risaeðlurnar]] dóu út, sennilega af völdum stórs loftsteins sem rakst á jörðina. Lítil [[spendýr]] lifðu hins vegar af þær hamfarir sem þá gengu yfir. Á síðustu 65 milljónum ára hafa þróast fjölmargar tegundir spendýra og fyrir nokkrum miljónum ára er talið að afrískur api hafi öðlast þann hæfileika að geta staðið á tveimur fótum. Þeir [[api|apar]] sem gátu staðið á tveimur fótum höfðu þar með tvo útlimi lausa sem þeir gátu notað til ýmissa hluta, meðal annars til að fara að nota verkfæri. Í kjölfarið þróaðist akuryrkja, sem gerði [[maður|mönnunum]], afkomendum apanna, kleift að fjölga sér mikið. Mennirnir settust smám saman að alls staðar á jörðinni, nema á [[Suðurskautslandið|Suðurskautslandinu]], og hafa gjörbreytt allri ásýnd hennar, umhverfi og loftslagi.
== Gerð jarðarinnar ==
Jörðin er nánast kúlulaga, en vegna snúnings hennar er hún örlítið aflöguð, og í laginu eins bolti sem einhver hefur sest á. Meðalþvermál jarðarinnar er um það bil 12.742,6 km (~ 40.000 km / π).<ref>"Geodetic Reference System 1980 (GRS80)", ''XVII General Assembly'', International Association of Geodesy.</ref> Jörðin sjálf samanstendur af jarðskorpunni, möttli og kjarna, en fyrir ofan yfirborð jarðarinnar liggur lofthjúpurinn.
Lofthjúpur jarðar samanstendur aðallega af [[köfnunarefni]] (78%) og [[súrefni]] (21%), en afgangurinn (1%) samanstendur af öðrum lofttegundum, svo sem [[koldíoxíð]]i og [[vatnsgufa|vatnsgufu]]. Miðað við stærð jarðarinnar er hann örþunnur, og er oft miðað við 80-400 km, þótt hjúpurinn hafi í raun engin föst endimörk, heldur þynnist hann smám saman. Lofthjúpurinn styður við líf á jörðinni með því að draga úr útfjólublárri geislun frá sólinni, tempra hitastig jarðar, stuðla að flutningi vatnsgufu af rakari stöðum á þurrari. Auk þess eru ýmsar lofttegundir í lofthjúpnum lífsnauðsynlegar fyrir dýr, plöntur og aðrar lífverur. Lofthjúpurinn er einn af aðaláhrifavöldunum á [[veður]] og [[loftslag]] jarðar.
[[Mynd:Earth-crust-cutaway-icelandic.png|vinstri|thumbnail|337px|Myndin sýnir innri gerð jarðarinnar (í réttum hlutföllum) og hvolf lofthjúpsins (ekki í réttum hlutföllum)]]
Undir lofthjúpnum liggur jarðkúlan sjálf, og er jarðskorpan efsta lag hennar. Jarðskorpan er á bilinu 5-70 km þykk, og er hún þynnst í úthöfunum en þykkust undir heimsálfunum. Jarðskorpan skiptist í allnokkra [[flekakenningin|fleka]]. Flekarnir fljóta ofan á möttlinum og eru á hreyfingu hver gagnvart öðrum. Á flekamótum myndast núningur og spenna í jarðskorpunni, sem veldur [[jarðskjálfti|jarðskjálftum]]. Þar sem flekana rekur í sundur verður gliðnun og eru þar tíðari eldgos en annars staðar.
Möttullinn liggur undir jarðskorpunni. Möttullinn er miklum mun þykkari en skorpan, og nær niður á 2890 km dýpi. Honum er oft skipt í ytri og innri möttul, vegna mismunandi eiginleika hans eftir dýpi. Þótt möttullinn sé að mestu leyti úr föstu efni veldur hitastigið því að efnið getur hreyfst til yfir lengri tímabil. Hreyfingar möttulsins tengdar reki jarðflekanna sem á honum fljóta, og er það varmaflutningur frá neðri hluta hans til þess efri sem knýr jarðsögulega virkni á yfirborðinu.
Í miðju jarðar er kjarninn. Kjarninn samanstendur af föstum innri kjarna, sem er tæplega 2500 km í þvermál, og fljótandi ytri kjarna, en kjarninn allur er um 7000 km í þvermál. Meginuppistaða innri kjarnans er talinn vera [[járn]], auk einhvers [[nikkel]]s, en ytri kjarninn er talinn samanstanda af bæði járni og nikkeli, og ögn af léttari frumefnum. Talið er að [[segulsvið]] jarðarinnar sé myndað í kjarnanum, sennilega af völdum iðustrauma í ytri kjarnanum.
Þær fræðigreinar sem fjalla um jörðina sérstaklega, myndun hennar, gerð og eðli, nefnast [[jarðfræði]], [[jarðefnafræði]] og [[jarðeðlisfræði]].
== Jörðin og sólkerfið ==
{{aðalgrein|Snúningur jarðar}}
[[Mynd:Rotating earth (large).gif|thumbnail|vinstri|150px|Hreyfimynd sem sýnir snúning jarðar]]
Jörðin er á stöðugum snúningi um [[möndull|möndul]] sinn, og liggur möndullinn á línu sem liggur gegnum [[norðurpóll|norðurpól]] og [[suðurpóll|suðurpól]] jarðarinnar. Hver snúningur miðað við fastastjörnur tekur tæplega einn [[sólarhringur|sólarhring]], eða 23 klukkustundir, 56 mínútur og 4,091 sekúndur, en sólarhringur miðast við einn snúning samanborið við sól og er nákvæmlega 24 klst.
Samhliða [[möndulsnúningur|möndulsnúningnum]] gengur jörðin umhverfis [[sólin]]a, eftir [[sporaskja|sporöskjulaga]] [[sporbaugur|sporbaug]]. Auk þess hefur jörðin einn [[fylgihnöttur|fylgihnött]], [[tunglið]], sem gengur í kringum jörðina um það bil einu sinni á hverjum mánuði. Sólin, jörðin og tunglið eru öll hluti af [[sólkerfið|sólkerfinu]], sem samanstendur af sólinni og öllum þeim hnöttum og hnullungum sem eru föst í [[þyngdarsvið]]i hennar. Aðrir fylgihnettir sólarinnar eru meðal annars [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríus]], [[Venus (reikistjarna)|Venus]], [[Mars (reikistjarna)|Mars]], [[Júpíter (reikistjarna)|Júpíter]], [[Satúrnus (reikistjarna)|Satúrnus]], [[Úranus (reikistjarna)|Úranus]], [[Neptúnus (reikistjarna)|Neptúnus]] og [[Plútó (reikistjarna)|Plútó]], og hafa flestir þeirra einnig eigin fylgihnetti, eða tungl.
Sú fræðigrein sem fjallar um sólina, aðrar fastastjörnur, reikistjörnur þeirra og hugsanlega fylgihnetti reikistjarnanna nefnist [[stjörnufræði]].
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{Wiktionary|Jörðin|Jörðinni}}
{{commons|Earth|Jörðinni}}
* [http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin Ítarlegar upplýsingar um jörðina á Stjörnufræðivefnum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110614234918/http://www.stjornuskodun.is/solkerfid/jordin |date=2011-06-14 }}
{{Sólkerfið}}
{{Gæðagrein}}
[[Flokkur:Jarðvísindi]]
[[Flokkur:Jörðin]]
[[Flokkur:Reikistjörnurnar]]
[[Flokkur:Sólkerfið]]
[[new:बँग्वारा]]
9zkszds26dgytd1qt02kule48981rpw
Wikipedia:Potturinn
4
1746
1763614
1763129
2022-08-03T12:37:33Z
TKSnaevarr
53243
Nýr hluti: /* Snið um hagsmunaárekstra */
wikitext
text/x-wiki
<!-- Skiljið þessa línu eftir -->{{Potturinn}}{{nobots|allow=EdwardsBot,CommonsDelinker}}__NEWSECTIONLINK____TOC__
== GreinirT2T sem þýðingarvél? ==
Það er þýðingartól hérna sem heitir [[mw:Extension:ContentTranslation|ContentTranslate]]. Mér datt í hug að bæta við íslensku GreinirT2T þýðingarvélinni við hana. Hún á að vera með 71% nákvæmni (heimild: https://acl-bg.org/proceedings/2019/RANLP%202019/pdf/RANLP160.pdf ) á móti 65% hjá Google Translate og 50% hjá Apertium (heimild: https://www.ru.is/faculty/hrafn/students/IndependentStudy_ApertiumIceNLP.pdf ). GreinirT2T er með 2,5 milljónir uppflettiorða, er undir MIT/CC-BY4.0 leyfi og er gervigreindar þýðingarvél. Til samanburðar er apertium með 22 þúsund uppflettiorð.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 1. apríl 2022 kl. 08:35 (UTC)
:Það væri frábært að fá nákvæmari þýðingarvél fyrir íslensku og hafa mörg uppflettiorð. [[Notandi:Óskadddddd|Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 1. apríl 2022 kl. 16:13 (UTC)
::Setti fram beiðni á [[phab:T304459]], aðilar þar sjá um framhaldið. Gæti auðveldlega tekið tvo mánuði, enda ekki einföld beiðni.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 7. apríl 2022 kl. 18:40 (UTC)
== Tillaga: Hækka þröskuld sjálfvirkt staðfestra notenda (lægra verndunarstigið) ==
Ég legg til að hækka þröskuldinn fyrir [[Wikipedia:Notendur#Réttindi|sjálfvirkt staðfesta notendur]] svo það séu ekki bara 4 dagar, heldur líka 10 breytingar sem þurfi til. Lægra verndunarstigið er þá hærra og nýtist í fleiri tilvikum.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 6. apríl 2022 kl. 21:09 (UTC)
:Sammála. Gott mál. --[[Notandi:Bjarki S|Bjarki]] ([[Notandaspjall:Bjarki S|spjall]]) 7. apríl 2022 kl. 09:08 (UTC)
::Búið, var sett upp klukkan tvö í dag, bað um þetta á [[phab:T306305]].--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 18. apríl 2022 kl. 16:38 (UTC)
== Making Flores a default Machine Translation for one month in Icelandic Wikipedia ==
Hello Friends!
The WMF Language team would like to make [https://www.mediawiki.org/wiki/Content_translation/Machine_Translation/Flores Flores], provided by an [https://ai.facebook.com/ AI research team at Meta], the default machine translation support in your Wikipedia Content Translation tool for a test period of one month.
The above experiment will help us determine how useful the Machine Translation is for your community more reliably. By setting Flores as the default service, we expect more content to be created by using it and the data about its quality to be more representative. We plan to effect this change on 11th April 2022 unless your community has an objection not to make the FLORES the default Machine translation.
It is okay if individuals decide to select their default service, which would also be helpful to understand user preferences. However, we would encourage you to use it. After one month, we would revert to the initial default machine translation unless your community thinks otherwise.
We thank you for your support and look forward to the outcome of this test.
===Flores now enabled as default Machine Translation for one month in Icelandic Wikipedia===
Hello Friends!
The WMF Language team has made the [https://www.mediawiki.org/wiki/Content_translation/Machine_Translation/Flores Flores] the default machine translation support in your Wikipedia Content Translation tool for a test period of one month as planned.
We look forward to your using the Machine Translation, feedback from your community within this period, and the outcome of this test.
Thank you!
[[Notandi:UOzurumba (WMF)|UOzurumba (WMF)]] ([[Notandaspjall:UOzurumba (WMF)|spjall]]) 19. apríl 2022 kl. 13:55 (UTC)On behalf of the WMF Language team.
PS: Apologies as this announcement is coming to your community late. I mistakenly posted the above information on the wrong page, and I realised this late after the above enablement had been done.
Please pardon me for this.
== Enabling Section Translation: a new mobile translation experience ==
{{int:Hello}} Icelandic Wikipedians!
Apologies as this message is not in Icelandic language, {{Int:Please-translate}}.
The [https://www.mediawiki.org/wiki/Wikimedia_Language_engineering WMF Language team] is pleased to let you know that we will like to enable the [[mw:Content_translation/Section_translation|Section translation]] tool in Icelandic Wikipedia. For this, our team will love you to read about the tool and test it so you can:
*Give us your feedback
*Ask us questions
*Tell us how to improve it.
Below is background information about Section translation, why we have chosen your community, and how to test it.
'''Background information'''
[[mw:Content_translation|Content Translation]] has been a successful tool for editors to create content in their language. More than one million articles have been created across all languages since the tool was released in 2015. The Wikimedia Foundation Language team has improved the translation experience further with the Section Translation. The WMF Language team enabled the early version of the tool in February in Bengali Wikipedia. Through their feedback, the tool was improved and ready for your community to test and help us with feedback to make it better.
[https://design.wikimedia.org/strategy/section-translation.html Section Translation] extends the capabilities of Content Translation to support mobile devices. On mobile, the tool will:
*Guide you to translate one section at a time in order to expand existing articles or create new ones.
*Make it easy to transfer knowledge across languages anytime from your mobile device.
Icelandic Wikipedia seems an ideal candidate to enjoy this new tool since data shows significant mobile editing activity.
We plan to enable the tool on Icelandic Wikipedia in the coming weeks if there are no objections from your community.
After it is enabled, we’ll monitor the content created with the tool and process all the feedback. In any case, feel free to raise any concerns or questions you may already have in any of the following formats:
*As a reply to this message
*On [[mw:Talk:Content_translation/Section_translation|the project talk page]].
'''Try the tool'''
Before the enablement, you can try the current implementation of the tool in [https://test.m.wikipedia.org/wiki/Special:ContentTranslation our testing instance]. Once it is enabled on Icelandic Wikipedia, you’ll have access to https://is.wikipedia.org/wiki/Special:ContentTranslation with your mobile device. You can select an article to translate, and machine translation will be provided as a starting point for editors to improve.
'''Provide feedback'''
Please provide feedback about Section translation in any of the formats you are most comfortable with. We want to hear about your impressions on:
*The tool
*What you think about our plans to enable it
*Your ideas for improving the tool.
Thanks, and we look forward to your feedback and questions.
[[Notandi:UOzurumba (WMF)|UOzurumba (WMF)]] ([[Notandaspjall:UOzurumba (WMF)|spjall]]) 19. apríl 2022 kl. 13:55 (UTC) On behalf of the WMF Language team
'''PS''': Sending your feedback or questions in English is particularly appreciated. But, you can still send them in the language of your choice.
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Movement Strategy and Governance News – Issue 6</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="msg-newsletter"/>
<div style = "line-height: 1.2">
<span style="font-size:200%;">'''Movement Strategy and Governance News'''</span><br>
<span style="font-size:120%; color:#404040;">'''Issue 6, April 2022'''</span><span style="font-size:120%; float:right;">[[m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6|'''Read the full newsletter''']]</span>
----
Welcome to the sixth issue of Movement Strategy and Governance News! This revamped newsletter distributes relevant news and events about the Movement Charter, Universal Code of Conduct, Movement Strategy Implementation grants, Board of trustees elections and other relevant MSG topics.
This Newsletter will be distributed quarterly, while the more frequent Updates will also be delivered weekly. Please remember to subscribe [[m:Special:MyLanguage/Global message delivery/Targets/MSG Newsletter Subscription|here]] if you would like to receive future issues of this newsletter.
</div><div style="margin-top:3px; padding:10px 10px 10px 20px; background:#fffff; border:2px solid #808080; border-radius:4px; font-size:100%;">
*'''Leadership Development -''' A Working Group is Forming! - The application to join the Leadership Development Working Group closed on April 10th, 2022, and up to 12 community members will be selected to participate in the working group. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A1|continue reading]])
*'''Universal Code of Conduct Ratification Results are out! -''' The global decision process on the enforcement of the UCoC via SecurePoll was held from 7 to 21 March. Over 2,300 eligible voters from at least 128 different home projects submitted their opinions and comments. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A2|continue reading]])
*'''Movement Discussions on Hubs -''' The Global Conversation event on Regional and Thematic Hubs was held on Saturday, March 12, and was attended by 84 diverse Wikimedians from across the movement. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A3|continue reading]])
*'''Movement Strategy Grants Remain Open! -''' Since the start of the year, six proposals with a total value of about $80,000 USD have been approved. Do you have a movement strategy project idea? Reach out to us! ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A4|continue reading]])
*'''The Movement Charter Drafting Committee is All Set! -''' The Committee of fifteen members which was elected in October 2021, has agreed on the essential values and methods for its work, and has started to create the outline of the Movement Charter draft. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A5|continue reading]])
*'''Introducing Movement Strategy Weekly -''' Contribute and Subscribe! - The MSG team have just launched the updates portal, which is connected to the various Movement Strategy pages on Meta-wiki. Subscriber to get up-to-date news about the various ongoing projects. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A6|continue reading]])
*'''Diff Blogs -''' Check out the most recent publications about Movement Strategy on Wikimedia Diff. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/6#A7|continue reading]])
</div><section end="msg-newsletter"/>
</div>
Also, a draft of the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation Annual Plan/2022-2023/draft|'''2022-23 Wikimedia Foundation Annual Plan''']] has been published. Input is being sought on-wiki and during [[:m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation Annual Plan/2022-2023/Conversations|'''several conversations''' with Wikimedia Foundation CEO Maryana Iskander]].
[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation Annual Plan/2022-2023/Conversations/Announcement|See full announcement on Meta-wiki]]. [[User:Xeno (WMF)|Xeno (WMF)]] 22. apríl 2022 kl. 01:45 (UTC)
<!-- Message sent by User:Xeno (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23184989 -->
== New Wikipedia Library Collections Available Now - April 2022 ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
Hello Wikimedians!
[[File:Wikipedia_Library_owl.svg|thumb|upright|The TWL owl says sign up today!]]
[[m:The Wikipedia Library|The Wikipedia Library]] has free access to new paywalled reliable sources. You can these and dozens more collections at https://wikipedialibrary.wmflabs.org/:
* '''[https://wikipedialibrary.wmflabs.org/partners/128/ Wiley]''' – journals, books, and research resources, covering life, health, social, and physical sciences
* '''[https://wikipedialibrary.wmflabs.org/partners/125/ OECD]''' – OECD iLibrary, Data, and Multimedia published by the Organisation for Economic Cooperation and Development
* '''[https://wikipedialibrary.wmflabs.org/partners/129/ SPIE Digital Library]''' – journals and eBooks on optics and photonics applied research
Many other sources are freely available for experienced editors, including collections which recently became accessible to all eligible editors: Cambridge University Press, BMJ, AAAS, Érudit and more.
Do better research and help expand the use of high quality references across Wikipedia projects: log in today!
<br>--The Wikipedia Library Team 26. apríl 2022 kl. 13:17 (UTC)
:<small>This message was delivered via the [https://meta.wikimedia.org/wiki/MassMessage#Global_message_delivery Global Mass Message] tool to [https://meta.wikimedia.org/wiki/Global_message_delivery/Targets/Wikipedia_Library The Wikipedia Library Global Delivery List].</small>
</div>
<!-- Message sent by User:Samwalton9@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikipedia_Library&oldid=23036656 -->
== Coming soon: Improvements for templates ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
<!--T:11-->
[[File:Overview of changes in the VisualEditor template dialog by WMDE Technical Wishes.webm|thumb|Fundamental changes in the template dialog.]]
Hello, more changes around templates are coming to your wiki soon:
The [[mw:Special:MyLanguage/Help:VisualEditor/User guide#Editing templates|'''template dialog''' in VisualEditor]] and in the [[mw:Special:MyLanguage/2017 wikitext editor|2017 Wikitext Editor]] (beta) will be '''improved fundamentally''':
This should help users understand better what the template expects, how to navigate the template, and how to add parameters.
* [[metawiki:WMDE Technical Wishes/VisualEditor template dialog improvements|project page]], [[metawiki:Talk:WMDE Technical Wishes/VisualEditor template dialog improvements|talk page]]
In '''syntax highlighting''' ([[mw:Special:MyLanguage/Extension:CodeMirror|CodeMirror]] extension), you can activate a '''colorblind-friendly''' color scheme with a user setting.
* [[metawiki:WMDE Technical Wishes/Improved Color Scheme of Syntax Highlighting#Color-blind_mode|project page]], [[metawiki:Talk:WMDE Technical Wishes/Improved Color Scheme of Syntax Highlighting|talk page]]
Deployment is planned for May 10. This is the last set of improvements from [[m:WMDE Technical Wishes|WMDE Technical Wishes']] focus area “[[m:WMDE Technical Wishes/Templates|Templates]]”.
We would love to hear your feedback on our talk pages!
</div> -- [[m:User:Johanna Strodt (WMDE)|Johanna Strodt (WMDE)]] 29. apríl 2022 kl. 11:13 (UTC)
<!-- Message sent by User:Johanna Strodt (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=WMDE_Technical_Wishes/Technical_Wishes_News_list_all_village_pumps&oldid=23222263 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Editing news 2022 #1</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="message"/><i>[[metawiki:VisualEditor/Newsletter/2022/April|Read this in another language]] • [[m:VisualEditor/Newsletter|Subscription list for this multilingual newsletter]]</i>
[[File:Junior Contributor New Topic Tool Completion Rate.png|thumb|New editors were more successful with this new tool.]]
The [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools#New discussion tool|New topic tool]] helps editors create new ==Sections== on discussion pages. New editors are more successful with this new tool. You can [[mw:Talk pages project/New topic#21 April 2022|read the report]]. Soon, the Editing team will offer this to all editors at the 20 Wikipedias that participated in the test. You will be able to turn it off at [[Special:Preferences#mw-prefsection-editing-discussion]].<section end="message"/>
</div>
[[User:Whatamidoing (WMF)|Whatamidoing (WMF)]] 2. maí 2022 kl. 18:55 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/VisualEditor/Newsletter/Wikis_with_VE&oldid=22019984 -->
== 2022 Board of Trustees Call for Candidates ==
<section begin="announcement-content" />
:''[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Call for Candidates/Short|You can find this message translated into additional languages on Meta-wiki.]]''
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Call for Candidates/Short|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Call for Candidates/Short}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>''
The Board of Trustees seeks candidates for the 2022 Board of Trustees election. [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2022/Announcement/Call_for_Candidates|'''Read more on Meta-wiki.''']]
The [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022|2022 Board of Trustees election]] is here! Please consider submitting your candidacy to serve on the Board of Trustees.
The Wikimedia Foundation Board of Trustees oversees the Wikimedia Foundation's operations. Community-and-affiliate selected trustees and Board-appointed trustees make up the Board of Trustees. Each trustee serves a three year term. The Wikimedia community has the opportunity to vote for community-and-affiliate selected trustees.
The Wikimedia community will vote to fill two seats on the Board in 2022. This is an opportunity to improve the representation, diversity, and expertise of the Board as a team.
;Who are potential candidates? Are you a potential candidate? Find out more on the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Apply to be a Candidate|Apply to be a Candidate page]].
Thank you for your support,
Movement Strategy and Governance on behalf of the Elections Committee and the Board of Trustees<br /><section end="announcement-content" />
10. maí 2022 kl. 10:39 (UTC)
<!-- Message sent by User:MNadzikiewicz (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23215441 -->
== Reverting to Google as the default Machine Translation in Icelandic Wikipedia ==
Hello Friends!
A month ago, the WMF Language team set the [https://www.mediawiki.org/wiki/Content_translation/Machine_Translation/Flores Flores] Machine Translation (MT) support as the default in your Wikipedia for a month's test period, which just ended.
So, we want to revert to the initial default Machine translation support for the Content translation tool in Icelandic Wikipedia unless there are objections from your community to retain the Flores as your default MT.
We will wait two weeks for your feedback in this thread on the above, and If there are no objections to reverting to the [https://www.mediawiki.org/wiki/Help:Content_translation/Translating/Initial_machine_translation#Google_Translate Google Translate], we will make the Google MT the default translation in your Content translation tool after the 25th of May, 2022.
Thank you so much, and we look forward to your feedback.
[[Notandi:UOzurumba (WMF)|UOzurumba (WMF)]] ([[Notandaspjall:UOzurumba (WMF)|spjall]]) 12. maí 2022 kl. 01:20 (UTC) On behalf of the WMF Language team.
: Flores is usually better than Google Translate for Icelandic. Is there any particular reason to revert? --[[Notandi:Akigka|Akigka]] ([[Notandaspjall:Akigka|spjall]]) 12. maí 2022 kl. 09:48 (UTC)
::Thank you, [[Notandi:Akigka|Akigka]], for your feedback. There is no reason to revert if Flores Machine Translation is better. If your community wants, we can leave the Flores machine translation as default in Icelandic Wikipedia. [[Notandi:UOzurumba (WMF)|UOzurumba (WMF)]] ([[Notandaspjall:UOzurumba (WMF)|spjall]]) 13. maí 2022 kl. 13:34 (UTC)
== Wikipedia eða Wikipedía ==
Er það skrifað Wikipedia eða Wikipedía? [[Notandi:Óskadddddd| Óskadddddd]] ([[Notandaspjall:Óskadddddd|spjall]]) 18. maí 2022 kl. 15:37 (UTC)
:Þetta vefsvæði notar "Wikipedía", en það hefur ekki myndast hefð fyrir því annars staðar, þar er notað "Wikipedia". Fyrra orðið er fallbeygt (hér er wikipedía, um wikipedíu), seinna er það ekki.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 20. maí 2022 kl. 13:48 (UTC)
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Revisions to the Universal Code of Conduct (UCoC) Enforcement Guidelines</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="announcement-content" />
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Enforcement guidelines/Revision discussions/Announcement|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Universal Code of Conduct/Enforcement guidelines/Revision discussions/Announcement}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>''
Hello all,
We'd like to provide an update on the work on the Enforcement Guidelines for the Universal Code of Conduct. After the conclusion of the community vote on the guidelines in March, the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation Community Affairs Committee|Community Affairs committee (CAC)]] of the Board [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikimedia-l@lists.wikimedia.org/thread/JAYQN3NYKCHQHONMUONYTI6WRKZFQNSC/ asked that several areas of the guidelines be reviewed for improvements] before the Board does its final review. These areas were identified based on community discussions and comments provided during the vote. The CAC also requested review of the controversial Note in 3.1 of the UCoC itself.
Once more, a big thank you to all who voted, especially to all who left constructive feedback and comments! The project team is working with the Board to establish a timeline for this work, and will communicate this next month.
Members of the two prior [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Drafting committee|UCoC Drafting Committees]] have generously offered their time to help shape improvements to the Guidelines. You can read more about them and their work [[m:Special:MyLanguage/Universal Code of Conduct/Drafting committee#Revisions_Committee|here]], as well as read [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Drafting_committee/Phase_2_meeting_summaries#2022|summaries of their weekly meetings in 2022]].
Wikimedians have provided many valuable comments together with the vote and in other conversations. Given the size and diversity of the Wikimedia community, there are even more voices out there who can give ideas on how to improve the enforcement guidelines and add even more valuable ideas to the process. To help the Revisions committee identify improvements, input on several questions for the committee’s review is requested. Visit the Meta-wiki pages ([[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Enforcement_guidelines/Revision_discussions|Enforcement Guidelines revision discussions]], [[m:Special:MyLanguage/Universal_Code_of_Conduct/Policy text/Revision_discussions|Policy text revision discussions]]) to get your ideas to the Committee - it is very important that viewpoints are heard from different communities before the Committee begins drafting revision proposals.
On behalf of the UCoC project team <br /><section end="announcement-content" />
</div>
[[User:Xeno (WMF)|Xeno (WMF)]] 3. júní 2022 kl. 22:56 (UTC)
<!-- Message sent by User:Xeno (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23215441 -->
== Hvað telst "notable" hér á wp:is? ==
Greinin [[Sveinn Óskar Sigurðsson]] er nokkuð líklega skrifuð af honum sjálfum. Aðeins tveir höfundar: [[Kerfissíða:Framlög/Mygoodspirit|Framlög/Mygoodspirit]] stofnaði hana 2020 og [[Kerfissíða:Framlög/Knerrólfur|Framlög/Knerrólfur]] sem lagaði hana til 2021. Sveinn er fyrrum bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosó og virkur í kommentakerfunum þar sem hann fer mikinn eins og samflokksfólki hans er einum lagið. Eru einhver viðmið um svona á íslensku Wikipediu? --[[Notandi:Swift|Swift]] ([[Notandaspjall:Swift|spjall]]) 7. júní 2022 kl. 13:53 (UTC)
: Að vera opinber persóna (kjörinn sveitarstjórnarmaður) sleppur í mínum bókum. Greinin er nokkuð ítarleg en ég er sjálfur ekki meðal eyðingarsinna sem fara mikinn á ensku síðunni. Það er lítil þörf á því að spara bætin. Við erum með [[Wikipedia:Markvert efni|markverðugleikaumfjöllun]]. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] ([[Notandaspjall:Stalfur|spjall]]) 28. júní 2022 kl. 21:27 (UTC)
: Að auki erum við með sérumfjöllun [[Wikipedia:Æviágrip lifandi fólks]]. --[[Notandi:Stalfur|Stalfur]] ([[Notandaspjall:Stalfur|spjall]]) 28. júní 2022 kl. 21:29 (UTC)
== Results of Wiki Loves Folklore 2022 is out! ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
{{int:please-translate}}
[[File:Wiki Loves Folklore Logo.svg|right|150px|frameless]]
Hi, Greetings
The winners for '''[[c:Commons:Wiki Loves Folklore 2022|Wiki Loves Folklore 2022]]''' is announced!
We are happy to share with you winning images for this year's edition. This year saw over 8,584 images represented on commons in over 92 countries. Kindly see images '''[[:c:Commons:Wiki Loves Folklore 2022/Winners|here]]'''
Our profound gratitude to all the people who participated and organized local contests and photo walks for this project.
We hope to have you contribute to the campaign next year.
'''Thank you,'''
'''Wiki Loves Folklore International Team'''
--[[Notandi:MediaWiki message delivery|MediaWiki message delivery]] ([[Notandaspjall:MediaWiki message delivery|spjall]]) 4. júlí 2022 kl. 16:12 (UTC)
</div>
<!-- Message sent by User:Tiven2240@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Distribution_list/Non-Technical_Village_Pumps_distribution_list&oldid=23454230 -->
== Propose statements for the 2022 Election Compass ==
:''[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Propose statements for the 2022 Election Compass| You can find this message translated into additional languages on Meta-wiki.]]''
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Propose statements for the 2022 Election Compass|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Propose statements for the 2022 Election Compass}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>''
Hi all,
Community members in the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022|2022 Board of Trustees election]] are invited to [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2022/Community_Voting/Election_Compass|propose statements to use in the Election Compass.]]
An Election Compass is a tool to help voters select the candidates that best align with their beliefs and views. The community members will propose statements for the candidates to answer using a Lickert scale (agree/neutral/disagree). The candidates’ answers to the statements will be loaded into the Election Compass tool. Voters will use the tool by entering in their answer to the statements (agree/disagree/neutral). The results will show the candidates that best align with the voter’s beliefs and views.
;Here is the timeline for the Election Compass:
* July 8 - 20: Community members propose statements for the Election Compass
* July 21 - 22: Elections Committee reviews statements for clarity and removes off-topic statements
* July 23 - August 1: Volunteers vote on the statements
* August 2 - 4: Elections Committee selects the top 15 statements
* August 5 - 12: candidates align themselves with the statements
* August 15: The Election Compass opens for voters to use to help guide their voting decision
The Elections Committee will select the top 15 statements at the beginning of August. The Elections Committee will oversee the process, supported by the Movement Strategy and Governance team. MSG will check that the questions are clear, there are no duplicates, no typos, and so on.
Best,
Movement Strategy and Governance
''This message was sent on behalf of the Board Selection Task Force and the Elections Committee''<br /><section end="announcement-content" />
[[User:MNadzikiewicz (WMF)|MNadzikiewicz (WMF)]] ([[User talk:MNadzikiewicz (WMF)|talk]]) 14. júlí 2022 kl. 11:34 (UTC)
<!-- Message sent by User:MNadzikiewicz (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23215441 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Movement Strategy and Governance News – Issue 7</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="msg-newsletter"/>
<div style = "line-height: 1.2">
<span style="font-size:200%;">'''Movement Strategy and Governance News'''</span><br>
<span style="font-size:120%; color:#404040;">'''Issue 7, July-September 2022'''</span><span style="font-size:120%; float:right;">[[m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7|'''Read the full newsletter''']]</span>
----
Welcome to the 7th issue of Movement Strategy and Governance News! The newsletter distributes relevant news and events about the implementation of Wikimedia's [[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy/Initiatives|Movement Strategy recommendations]], other relevant topics regarding Movement governance, as well as different projects and activities supported by the Movement Strategy and Governance (MSG) team of the Wikimedia Foundation.
The MSG Newsletter is delivered quarterly, while the more frequent [[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy/Updates|Movement Strategy Weekly]] will be delivered weekly. Please remember to subscribe [[m:Special:MyLanguage/Global message delivery/Targets/MSG Newsletter Subscription|here]] if you would like to receive future issues of this newsletter.
</div><div style="margin-top:3px; padding:10px 10px 10px 20px; background:#fffff; border:2px solid #808080; border-radius:4px; font-size:100%;">
* '''Movement sustainability''': Wikimedia Foundation's annual sustainability report has been published. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A1|continue reading]])
* '''Improving user experience''': recent improvements on the desktop interface for Wikimedia projects. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A2|continue reading]])
* '''Safety and inclusion''': updates on the revision process of the Universal Code of Conduct Enforcement Guidelines. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A3|continue reading]])
* '''Equity in decisionmaking''': reports from Hubs pilots conversations, recent progress from the Movement Charter Drafting Committee, and a new white paper for futures of participation in the Wikimedia movement. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A4|continue reading]])
* '''Stakeholders coordination''': launch of a helpdesk for Affiliates and volunteer communities working on content partnership. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A5|continue reading]])
* '''Leadership development''': updates on leadership projects by Wikimedia movement organizers in Brazil and Cape Verde. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A6|continue reading]])
* '''Internal knowledge management''': launch of a new portal for technical documentation and community resources. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A7|continue reading]])
* '''Innovate in free knowledge''': high-quality audiovisual resources for scientific experiments and a new toolkit to record oral transcripts. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A8|continue reading]])
* '''Evaluate, iterate, and adapt''': results from the Equity Landscape project pilot ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A9|continue reading]])
* '''Other news and updates''': a new forum to discuss Movement Strategy implementation, upcoming Wikimedia Foundation Board of Trustees election, a new podcast to discuss Movement Strategy, and change of personnel for the Foundation's Movement Strategy and Governance team. ([[:m:Special:MyLanguage/Movement Strategy and Governance/Newsletter/7#A10|continue reading]])
</div><section end="msg-newsletter"/>
</div>
Thank you for reading! [[User:RamzyM (WMF)|RamzyM (WMF)]] 18. júlí 2022 kl. 01:37 (UTC)
<!-- Message sent by User:RamzyM (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23529147 -->
== Announcing the six candidates for the 2022 Board of Trustees election ==
<section begin="announcement-content"/>
:''[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Announcing the six candidates for the 2022 Board of Trustees election| You can find this message translated into additional languages on Meta-wiki.]]''
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Announcing the six candidates for the 2022 Board of Trustees election|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Announcing the six candidates for the 2022 Board of Trustees election}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>''
Hi everyone,
'''The Affiliate voting process has concluded.''' Representatives from each Affiliate organization learned about the candidates by reading candidates’ statements, reviewing candidates’ answers to questions, and considering the candidates’ ratings provided by the Analysis Committee. The selected 2022 Board of Trustees candidates are:
* Tobechukwu Precious Friday ([[:m:User:Tochiprecious|Tochiprecious]])
* Farah Jack Mustaklem ([[:m:User:Fjmustak|Fjmustak]])
* Shani Evenstein Sigalov ([[:m:User:Esh77|Esh77]])
* Kunal Mehta ([[:m:User:Legoktm|Legoktm]])
* Michał Buczyński ([[:m:User:Aegis Maelstrom|Aegis Maelstrom]])
* Mike Peel ([[:m:User:Mike Peel|Mike Peel]])
You may see more information about the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Results|Results]] and [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Stats|Statistics]] of this Board election.
Please take a moment to appreciate the Affiliate Representatives and Analysis Committee members for taking part in this process and helping to grow the Board of Trustees in capacity and diversity. These hours of volunteer work connect us across understanding and perspective. Thank you for your participation.
Thank you to the community members who put themselves forward as candidates for the Board of Trustees. Considering joining the Board of Trustees is no small decision. The time and dedication candidates have shown to this point speaks to their commitment to this movement. Congratulations to those candidates who have been selected. A great amount of appreciation and gratitude for those candidates not selected. Please continue to share your leadership with Wikimedia.
Thank you to those who followed the Affiliate process for this Board election. You may review the results of the Affiliate selection process.
'''The next part of the Board election process is the community voting period.''' [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022#Timeline|You may view the Board election timeline here]]. To prepare for the community voting period, there are several things community members can engage with in the following ways:
* [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Candidates|Read candidates’ statements]] and read the candidates’ answers to the questions posed by the Affiliate Representatives.
* [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2022/Community_Voting/Questions_for_Candidates|Propose and select the 6 questions for candidates to answer during their video Q&A]].
* See the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Candidates|Analysis Committee’s ratings of candidates on each candidate’s statement]].
* [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Community Voting/Election Compass|Propose statements for the Election Compass]] voters can use to find which candidates best fit their principles.
* Encourage others in your community to take part in the election.
Best,
Movement Strategy and Governance
''This message was sent on behalf of the Board Selection Task Force and the Elections Committee''
</div><section end="announcement-content"/>
[[User:MNadzikiewicz (WMF)|MNadzikiewicz (WMF)]] 27. júlí 2022 kl. 14:03 (UTC)
<!-- Message sent by User:MNadzikiewicz (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23530132 -->
== Vote for Election Compass Statements ==
<section begin="announcement-content" />
:''[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Vote for Election Compass Statements| You can find this message translated into additional languages on Meta-wiki.]]''
:''<div class="plainlinks">[[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Vote for Election Compass Statements|{{int:interlanguage-link-mul}}]] • [https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Special:Translate&group=page-{{urlencode:Wikimedia Foundation elections/2022/Announcement/Vote for Election Compass Statements}}&language=&action=page&filter= {{int:please-translate}}]</div>''
Hi all,
Volunteers in the [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Foundation elections/2022|2022 Board of Trustees election]] are invited to [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia_Foundation_elections/2022/Community_Voting/Election_Compass/Statements|vote for statements to use in the Election Compass]]. You can vote for the statements you would like to see included in the Election Compass on Meta-wiki.
An Election Compass is a tool to help voters select the candidates that best align with their beliefs and views. The community members will propose statements for the candidates to answer using a Lickert scale (agree/neutral/disagree). The candidates’ answers to the statements will be loaded into the Election Compass tool. Voters will use the tool by entering in their answer to the statements (agree/disagree/neutral). The results will show the candidates that best align with the voter’s beliefs and views.
Here is the timeline for the Election Compass:
*<s>July 8 - 20: Volunteers propose statements for the Election Compass</s>
*<s>July 21 - 22: Elections Committee reviews statements for clarity and removes off-topic statements</s>
*July 23 - August 1: Volunteers vote on the statements
*August 2 - 4: Elections Committee selects the top 15 statements
*August 5 - 12: candidates align themselves with the statements
*August 15: The Election Compass opens for voters to use to help guide their voting decision
The Elections Committee will select the top 15 statements at the beginning of August
Best,
Movement Strategy and Governance
''This message was sent on behalf of the Board Selection Task Force and the Elections Committee''
</div><section end="announcement-content" />
[[User:MNadzikiewicz (WMF)|MNadzikiewicz (WMF)]] 27. júlí 2022 kl. 21:01 (UTC)
<!-- Message sent by User:MNadzikiewicz (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Movement_Strategy_and_Governance/Delivery&oldid=23530132 -->
== Hvernig bý ég til nýtt snið? ==
Hæ.
Ég hef áhuga á að búa til nýtt snið. Gæti einhver bent mér á hvernig/hvar ég get gert slíkan hlut? [[Notandi:Íslenski Frjálsi Vefurinn|Íslenski Frjálsi Vefurinn]] ([[Notandaspjall:Íslenski Frjálsi Vefurinn|spjall]]) 31. júlí 2022 kl. 20:46 (UTC)
:Öll snið eru í nafnrýminu (með forskeytið) "Snið:". Þau nota svokallaðar þáttunaraðgerðir. Algengasta aðgerðin er "if" sem gefur mismunandi niðurstöðu eftir því hvort gildi er gefið. Til dæmis gefur <code><nowiki>{{#if:{{{gildi}}}|einn|tveir}}</nowiki></code> niðurstöðuna einn ef gildi er gefið (gildi = x), en tveir ef svo er ekki. <code><nowiki>{{#if:</nowiki></code> er þáttarinn, <code>{{{gildi}}}</code> nær i gildið, pípumerkið (|) þýðir annaðhvort orðin þá/annars. Loks er slaufusvigunum tveimur í byrjun lokað. Þetta eru bara grunnatriðin. Byrjaðu á að lesa [[:en:Help:Wikitext]], a.m.k. þá hluta sem henta hugmyndinni sem þú hefur. Síðan þegar því er lokið eru frekari upplýsingar eru á [[mw:Help:Parser functions]] og [[mw:Help:Magic words]]. Það að skoða síður í frumkóða hjálpar líka til.--[[Notandi:Snævar|Snævar]] ([[Notandaspjall:Snævar|spjall]]) 31. júlí 2022 kl. 21:27 (UTC)
== Snið um hagsmunaárekstra ==
Ég bjó til [[Snið:Hagsmunaárekstur|snið um hagsmunaárekstra]] fyrir síður sem búnar eru til af aðilum sem eru tengdir umfjöllunarefni þeirra. Þetta er það algengt á íslensku Wikipediu að ég tel það heppilegt að geta sett upp svona merki á síður sem fólk býr til um sjálft sig, óháð því hvort þær standast annars reglur um markverðugleika eða ekki. [[Notandi:TKSnaevarr|TKSnaevarr]] ([[Notandaspjall:TKSnaevarr|spjall]]) 3. ágúst 2022 kl. 12:37 (UTC)
g44cq6fzy4hhnjqjv3roovcjz9rjqoa
Knattspyrnudeild ÍBV
0
1867
1763665
1734971
2022-08-03T21:02:04Z
212.30.192.38
wikitext
text/x-wiki
:''Fyrir nánari upplýsingar um félagið sjálft og héraðssambandið sjá [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]]''
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Íþróttabandalag Vestmannaeyja
| Mynd = [[Mynd:Ibv-logo.png|130px]]
| Gælunafn = ''Eyjamenn''<br>''Vestmannaeyjar''<br>''Vestmannaeyingar''
| Stytt nafn = ÍBV
| Stofnað = {{Start date and age|1903}} sem ''KV''
| Leikvöllur = [[Hásteinsvöllur]]
| Stærð = 983 sæti, 2983 alls
| Stjórnarformaður = Daníel Geir Moritz
| Knattspyrnustjóri = [[Hermann Hreiðarsson]]
| Deild = [[1. deild karla í knattspyrnu|Inkassodeildin]]
| Tímabil = [[Inkassodeild karla í knattspyrnu 2021|2021]]
| Staðsetning = 2. sæti
|pattern_la1=_blackshoulders|pattern_b1=_thinblacksides|pattern_ra1=_blackshoulders|leftarm1=ffffff|body1=ffffff|rightarm1=ffffff|shorts1=ffffff|socks1=ffffff|
pattern_la2=_whiteshoulders|pattern_b2=_thinredsides|pattern_ra2=_whiteshoulders|leftarm2=FF0000|body2=FF0000|rightarm2=FF0000|shorts2=000000|socks2=000000|
|núverandi=
}}
{{Deildir innan ÍBV}}
<onlyinclude>
'''Knattspyrnudeild [[ÍBV]]''' varð til sumarið 1903 þegar [[Björgúlfur Ólafsson]] læknir kom til Vestmannaeyja til að kenna börnum og fullorðnum knattspyrnu og sund, hann setti á laggirnar Fótboltafélag Vestmannaeyja sem fljótlega var endurnefnt í [[Knattspyrnufélag Vestmannaeyja]]<ref>https://timarit.is/page/7295273?iabr=on#page/n6/mode/2up</ref>, það keppti meðal annars á fyrsta [[Úrvalsdeild 1912|Íslandsmótinu í knattspyrnu 1912]] þá í röndóttum treyjum, hvítum og bláum og síðar í grænum treyjum <br>
Við tilkomu héraðsambanda ÍSÍ fékk liðið nafn hérðassambandsins ÍBV. Knattspyrnudeild ÍBV hefur náð góðum árangri í gegnum tíðina. Innan hennar geta margir aldurshópar æft knattspyrnu undir leiðsögn þjálfara hjá ÍBV.
</onlyinclude>
== Meistaraflokkur karla ==
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV er [[Óskar Snær Vignisson]]. <br>
Formaður knattspyrnudeildar ÍBV er [[Daníel Geir Moritz]].
{{Búningar meistaraflokks ÍBV karla}}
'''<br />Leikmannahópar eftir tímabilum [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2011|2011]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2012|2012]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2013|2013]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2014|2014]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2015|2015]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2016|2016]]'''
=== Þjálfarar ===
*[[mynd:flag of Iceland.svg|20px]] [[Hermann Hreiðarsson]]
==== Þjálfarar ÍBV ====
{{col-begin}} {{col-4}}
*1968-69 Hreiðar Ársælsson
*1970 Þórólfur Beck
*1970-72 Viktor Helgason
*1973-74 [[:en:Duncan Mcdowell|Duncan Mcdowell]]
*1975 Gísli Magnússon
*1976-78 [[:en:George Skinner|George Skinner]]
*1979-80 Viktor Helgason
*1981 Kjartan Másson
*1982-83 [[:en:Steve Fleet|Steve Fleet]]
*1984 Einar Friðþjófsson
{{col-4}}
*1984-85 Kjartan Másson
*1986 Gregor Bielatovic
*1987 Ársæll Sveinsson og Tómas Pálsson
*1988 Ralf Rockemaier og Tómas Pálsson
*1989-92 Sigurlás Þorleifsson
*1992 Ómar Jóhannsson
*1993 Jóhannes Atlason
*1994 Snorri Rútsson
*1995-96 [[Atli Eðvaldsson]]
*1997-99 [[Bjarni Jóhannsson]]
{{col-4}}
*2000 [[Kristinn R. Jónsson]]
*2001-02 [[Njáll Eiðsson]]
*2002 [[Heimir Hallgrímsson]]
*2003-04 [[Magnús Gylfason]]
*2005-06 [[Guðlaugur Baldursson]]
*2006-11 [[Heimir Hallgrímsson]]
*2012 [[Magnús Gylfason]]
*2012 [[Dragan Kazic]]
*2013 [[Hermann Hreiðarsson]]
*2014 [[Sigurður Ragnar Eyjólfsson]]
{{col-4}}
*2015 [[:en:Jóhannes Harðarson|Jóhannes Harðarson]]
*2015 [[Ásmundur Arnarsson]]
*2016 [[Bjarni Jóhannsson]]
*2016 [[:en:Ian David Jeffs|Ian David Jeffs]]
*2017-18 [[Kristján Guðmundsson]]
*2019 [[Pedro Hipólito]]
*2019 [[:en:Ian David Jeffs|Ian David Jeffs]]
*2020-21 [[Helgi Sigurðsson]]
*2022- [[Hermann Hreiðarsson]]
{{col-end}}
====[[Snið:Aðstoðarþjálfarar ÍBV í knattspyrnu karla|Aðstoðarþjálfarar ÍBV]]====
=== Leikir Mfl. karla ===
{{Evrópuleikir ÍBV karla í knattspyrnu}}
'''Undirbúningstímabil [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2013|2013]], [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2014|2014]], [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2015|2015]], [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2016|2016]]'''
'''Eldri tímabil [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2011|2011]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2012|2012]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2013|2013]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2014|2014]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2015|2015]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2016|2016]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2017|2017]]'''
=== Titlar og gengi ÍBV karla ===
* '''[[Landsbankadeild karla|Íslandsmeistarar]]: 3'''
** [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|1979]], [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|1997]], [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|1998]]
* '''[[Landsbankadeild karla|Deildarmeistarar]]: 4'''
** [[1. deild karla í knattspyrnu 1971|1971]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|1979]], [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|1997]], [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|1998]]
* '''[[Landsbankadeild karla|Í öðru sæti í deild]]: 5'''
** [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|1972]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|1982]], [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999|1999]], [[Símadeild karla í knattspyrnu 2001|2001]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2004|2004]]
* '''[[VISA-bikar karla|Bikarmeistarar]]: 5'''
** 1968, 1972, 1981, 1998, 2017
* '''[[VISA-bikar karla|Tap í bikarúrslitaleik]]: 7'''
** 1970, 1980, 1983, 1996, 1997, 2000, 2016
* '''[[Meistarakeppni KSÍ]]: 4'''
** 1980, 1984, 1996, 1998
* '''[[Lengjubikarinn|Deildarbikarrmeistarar]]: 1'''
** 1997
* '''[[1. deild karla í knattspyrnu|Sigurvegarar í 1. deild]]: 4'''
** 1967, 1976, 1985, 2008
* '''[[Íslandsmót karla í knattspyrnu innanhúss|Íslandsmeistarar í Futsal]]: 1'''
** 2012
====Gengi ÍBV í deild frá 1967====
{{Breið mynd|Gengi ÍBV frá 1967.png||Gengi ÍBV í deild frá [[2. deild karla í knattspyrnu 1967|1967]].}}
====Gengi ÍBV frá 1955====
{{Gengi karlaliðs ÍBV í knattspyrnu}}<ref>ksi.is</ref>
=== Fyrrum leikmenn ===
{{col-begin}} {{col-2}}
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Andrew Mwesigwa|Andrew Mwesigwa]]
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Abel Dhaira|Abel Dhaira]]
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Augustine Nsumba|Augustine Nsumba]]
*[[Mynd:Flag of the Faroe Islands.svg|20px]] [[:en:Allan Mørkøre|Allan Mørkøre]]
*[[Mynd:Flag of Serbia.svg|20px]] Andrej Jerina
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Ásgeir Sigurvinsson|Ásgeir Sigurvinsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Birkir Kristinsson|Birkir Kristinsson]]
*[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[:en:Bo Henriksen|Bo Henriksen]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:Bryan Hughes|Bryan Hughes]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Brynjar Gauti Guðjónsson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:David James (footballer)|David James]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Eiður Aron Sigurbjörnsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Einar Daníelsson|Einar Þór Daníelsson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:George Baldock|George Baldock]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Guðgeir Leifsson|Guðgeir Leifsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Guðmundur Þórarinsson|Guðmundur Þórarinsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Gunnar Heiðar Þorvaldsson|Gunnar Heiðar Þorvaldsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Hermann Hreiðarsson]]
*[[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] Italo Jorge Maciel
{{col-2}}
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Ívar Bjarklind]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Ívar Ingimarsson|Ívar Ingimarsson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:James Hurst (footballer)|James Hurst]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:James Robinson (footballer born 1982)|James Robinson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:Kelvin Mellor|Kelvin Mellor]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:Marc Goodfellow|Marc Goodfellow]]
*[[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[:en:Mark Schulte|Mark Schulte]]
*[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[:en:Rasmus Christiansen (footballer born 1989)|Rasmus Christiansen]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Sigurlás Þorleifsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Steingrímur Jóhannesson]]
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Tonny Mawejje|Tonny Mawejje]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Tómas Ingi Tómasson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Tómas Pálsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Tryggvi Guðmundsson]]
*[[Mynd:Flag of Serbia.svg|20px]] [[Zoran Miljkovic]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Þórarinn Ingi Valdimarsson]]
{{col-end}}
=== Formenn knattspyrnudeildar karla ===
*1989-98 Jóhannes Ólafsson
*1999-02 Ásmundur Friðriksson
*
*2008-09 Sigursveinn Þórðarson
*2009-16 Óskar Örn Ólafsson
*2017-18 Páll Þorvaldur Hjarðar
*2019 ''Formannslaust''
*2019- Daníel Geir Moritz
=== Framkvæmdastjórar knattspyrnudeildar karla ===
*1999 Þorsteinn Gunnarsson <ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/469011/?item_num=102&dags=1999-05-21</ref>
*2008-2009 Gestur Hjörvar Magnússon
*2010-2011 Trausti Hjaltason
*2012-2013 Valur Smári Heimisson
*2014-2015 Hjálmar Jónsson
*2016 Óskar Jósúason
*2017-18 Sunna Sigurjónsdóttir
*2019 Gunný Gunnlaugsdóttir
*2020- Óskar Snær Vignisson
== Meistaraflokkur kvenna ==
===Þjálfarar===
*[[mynd:flag of Iceland.svg|20px]] [[Ian David Jeffs]] (þjálfari)
*[[mynd:flag of Iceland.svg|20px]] [[Birkir Hlynsson]] (aðstoðarþjálfari)
====Þjálfarar ÍBV====
*1991 Petra Fanney Bragadóttir
*1995 Miroslaw Mojsiuszko
*1996-98 Sigurlás Þorleifsson
*1999-01 Heimir Hallgrímsson
*2002 Elísabet Gunnarsdóttir
*2002 Michelle Barr
*2003-04 Heimir Hallgrímsson
*2005 Sigurlás Þorleifsson
*2008-14 Jón Ólafur Daníelsson
*2015-18 Ian David Jeffs
*2019 Jón Ólafur Daníelsson
*2020-21 Andri Ólafsson
*2021 Ian David Jeffs
=== Titlar og gengi ÍBV kvenna ===
* '''[[Pepsideild kvenna|Í öðru sæti í deild]]: 3'''
** [[Landsbankadeild_kvenna_2003|2003]], [[Landsbankadeild_kvenna_2004|2004]], 2012
* '''[[VISA-bikar kvenna|Bikarmeistarar]]: 2'''
** 2004, 2017
* '''[[Lengjubikarinn|Lengjubikarmeistarar]]: 2'''
** 2004, 2016
* '''Sigurvegarar í 1. deild: 1'''
** 2010
====Gengi ÍBV====
{{Gengi kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu}}
=== Fyrrum leikmenn ===
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Ásthildur Helgadóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Elísa Viðarsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Margrét Lára Viðarsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Olga Færseth]]
*[[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Pauline Hamill]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Bryndís Jóhannesdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Berglind Björg Þorvaldsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Danka Podovac]]
*[[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Shaneka Gordon]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Canada.svg|20px]][[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Cloé Lacasse]]
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Tenglar ==
*[http://www.ibv.is/ Aðalsíða ÍBV]
*[http://www.eyjamenn.com/ Stuðningsmannasíða ÍBV] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120513130510/http://www.eyjamenn.com/ |date=2012-05-13 }}
*[http://www.ibvfan.com/ Vefsíða Hákarlana] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130429173304/http://www.ibvfan.com/ |date=2013-04-29 }}
*[http://www.ibvsport.is/fotbolti Vefur knattspyrnudeildar ÍBV]
{{Íþróttabandalag Vestmannaeyja}}
{{Leiktímabil í knattspyrnu karla}}
{{Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla}}
{{Leiktímabil í knattspyrnu kvenna}}
{{Íþróttahéruð ÍSÍ}}
{{S|1903}}
[[Flokkur:Íþróttabandalag Vestmannaeyja]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|ÍBV]]
mq3khz28ar9jvbzknddenlade2413z3
1763666
1763665
2022-08-03T21:03:53Z
212.30.192.38
wikitext
text/x-wiki
:''Fyrir nánari upplýsingar um félagið sjálft og héraðssambandið sjá [[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]]''
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = Íþróttabandalag Vestmannaeyja
| Mynd = [[Mynd:Ibv-logo.png|130px]]
| Gælunafn = ''Eyjamenn''<br>''Vestmannaeyjar''<br>''Vestmannaeyingar''
| Stytt nafn = ÍBV
| Stofnað = {{Start date and age|1903}} sem ''KV''
| Leikvöllur = [[Hásteinsvöllur]]
| Stærð = 983 sæti, 2983 alls
| Stjórnarformaður = Daníel Geir Moritz
| Knattspyrnustjóri = [[Hermann Hreiðarsson]]
| Deild = [[Besta deild karla]]
| Tímabil = [[Inkassodeild karla í knattspyrnu 2021|2021]]
| Staðsetning = 2. sæti
|pattern_la1=_blackshoulders|pattern_b1=_thinblacksides|pattern_ra1=_blackshoulders|leftarm1=ffffff|body1=ffffff|rightarm1=ffffff|shorts1=ffffff|socks1=ffffff|
pattern_la2=_whiteshoulders|pattern_b2=_thinredsides|pattern_ra2=_whiteshoulders|leftarm2=FF0000|body2=FF0000|rightarm2=FF0000|shorts2=000000|socks2=000000|
|núverandi=
}}
{{Deildir innan ÍBV}}
<onlyinclude>
'''Knattspyrnudeild [[ÍBV]]''' varð til sumarið 1903 þegar [[Björgúlfur Ólafsson]] læknir kom til Vestmannaeyja til að kenna börnum og fullorðnum knattspyrnu og sund, hann setti á laggirnar Fótboltafélag Vestmannaeyja sem fljótlega var endurnefnt í [[Knattspyrnufélag Vestmannaeyja]]<ref>https://timarit.is/page/7295273?iabr=on#page/n6/mode/2up</ref>, það keppti meðal annars á fyrsta [[Úrvalsdeild 1912|Íslandsmótinu í knattspyrnu 1912]] þá í röndóttum treyjum, hvítum og bláum og síðar í grænum treyjum <br>
Við tilkomu héraðsambanda ÍSÍ fékk liðið nafn hérðassambandsins ÍBV. Knattspyrnudeild ÍBV hefur náð góðum árangri í gegnum tíðina. Innan hennar geta margir aldurshópar æft knattspyrnu undir leiðsögn þjálfara hjá ÍBV.
</onlyinclude>
== Meistaraflokkur karla ==
Framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍBV er [[Óskar Snær Vignisson]]. <br>
Formaður knattspyrnudeildar ÍBV er [[Daníel Geir Moritz]].
{{Búningar meistaraflokks ÍBV karla}}
'''<br />Leikmannahópar eftir tímabilum [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2011|2011]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2012|2012]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2013|2013]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2014|2014]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2015|2015]], [[Snið:Leikmenn ÍBV karla í knattspyrnu 2016|2016]]'''
=== Þjálfarar ===
*[[mynd:flag of Iceland.svg|20px]] [[Hermann Hreiðarsson]]
==== Þjálfarar ÍBV ====
{{col-begin}} {{col-4}}
*1968-69 Hreiðar Ársælsson
*1970 Þórólfur Beck
*1970-72 Viktor Helgason
*1973-74 [[:en:Duncan Mcdowell|Duncan Mcdowell]]
*1975 Gísli Magnússon
*1976-78 [[:en:George Skinner|George Skinner]]
*1979-80 Viktor Helgason
*1981 Kjartan Másson
*1982-83 [[:en:Steve Fleet|Steve Fleet]]
*1984 Einar Friðþjófsson
{{col-4}}
*1984-85 Kjartan Másson
*1986 Gregor Bielatovic
*1987 Ársæll Sveinsson og Tómas Pálsson
*1988 Ralf Rockemaier og Tómas Pálsson
*1989-92 Sigurlás Þorleifsson
*1992 Ómar Jóhannsson
*1993 Jóhannes Atlason
*1994 Snorri Rútsson
*1995-96 [[Atli Eðvaldsson]]
*1997-99 [[Bjarni Jóhannsson]]
{{col-4}}
*2000 [[Kristinn R. Jónsson]]
*2001-02 [[Njáll Eiðsson]]
*2002 [[Heimir Hallgrímsson]]
*2003-04 [[Magnús Gylfason]]
*2005-06 [[Guðlaugur Baldursson]]
*2006-11 [[Heimir Hallgrímsson]]
*2012 [[Magnús Gylfason]]
*2012 [[Dragan Kazic]]
*2013 [[Hermann Hreiðarsson]]
*2014 [[Sigurður Ragnar Eyjólfsson]]
{{col-4}}
*2015 [[:en:Jóhannes Harðarson|Jóhannes Harðarson]]
*2015 [[Ásmundur Arnarsson]]
*2016 [[Bjarni Jóhannsson]]
*2016 [[:en:Ian David Jeffs|Ian David Jeffs]]
*2017-18 [[Kristján Guðmundsson]]
*2019 [[Pedro Hipólito]]
*2019 [[:en:Ian David Jeffs|Ian David Jeffs]]
*2020-21 [[Helgi Sigurðsson]]
*2022- [[Hermann Hreiðarsson]]
{{col-end}}
====[[Snið:Aðstoðarþjálfarar ÍBV í knattspyrnu karla|Aðstoðarþjálfarar ÍBV]]====
=== Leikir Mfl. karla ===
{{Evrópuleikir ÍBV karla í knattspyrnu}}
'''Undirbúningstímabil [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2013|2013]], [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2014|2014]], [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2015|2015]], [[Snið:undirbúningstímabil meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2016|2016]]'''
'''Eldri tímabil [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2011|2011]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattspyrnu 2012|2012]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2013|2013]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2014|2014]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2015|2015]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2016|2016]], [[Snið:leikir meistaraflokks ÍBV karla í knattpsyrnu 2017|2017]]'''
=== Titlar og gengi ÍBV karla ===
* '''[[Landsbankadeild karla|Íslandsmeistarar]]: 3'''
** [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|1979]], [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|1997]], [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|1998]]
* '''[[Landsbankadeild karla|Deildarmeistarar]]: 4'''
** [[1. deild karla í knattspyrnu 1971|1971]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|1979]], [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|1997]], [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|1998]]
* '''[[Landsbankadeild karla|Í öðru sæti í deild]]: 5'''
** [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|1972]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|1982]], [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999|1999]], [[Símadeild karla í knattspyrnu 2001|2001]], [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2004|2004]]
* '''[[VISA-bikar karla|Bikarmeistarar]]: 5'''
** 1968, 1972, 1981, 1998, 2017
* '''[[VISA-bikar karla|Tap í bikarúrslitaleik]]: 7'''
** 1970, 1980, 1983, 1996, 1997, 2000, 2016
* '''[[Meistarakeppni KSÍ]]: 4'''
** 1980, 1984, 1996, 1998
* '''[[Lengjubikarinn|Deildarbikarrmeistarar]]: 1'''
** 1997
* '''[[1. deild karla í knattspyrnu|Sigurvegarar í 1. deild]]: 4'''
** 1967, 1976, 1985, 2008
* '''[[Íslandsmót karla í knattspyrnu innanhúss|Íslandsmeistarar í Futsal]]: 1'''
** 2012
====Gengi ÍBV í deild frá 1967====
{{Breið mynd|Gengi ÍBV frá 1967.png||Gengi ÍBV í deild frá [[2. deild karla í knattspyrnu 1967|1967]].}}
====Gengi ÍBV frá 1955====
{{Gengi karlaliðs ÍBV í knattspyrnu}}<ref>ksi.is</ref>
=== Fyrrum leikmenn ===
{{col-begin}} {{col-2}}
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Andrew Mwesigwa|Andrew Mwesigwa]]
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Abel Dhaira|Abel Dhaira]]
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Augustine Nsumba|Augustine Nsumba]]
*[[Mynd:Flag of the Faroe Islands.svg|20px]] [[:en:Allan Mørkøre|Allan Mørkøre]]
*[[Mynd:Flag of Serbia.svg|20px]] Andrej Jerina
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Ásgeir Sigurvinsson|Ásgeir Sigurvinsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Birkir Kristinsson|Birkir Kristinsson]]
*[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[:en:Bo Henriksen|Bo Henriksen]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:Bryan Hughes|Bryan Hughes]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Brynjar Gauti Guðjónsson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:David James (footballer)|David James]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Eiður Aron Sigurbjörnsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Einar Daníelsson|Einar Þór Daníelsson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:George Baldock|George Baldock]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Guðgeir Leifsson|Guðgeir Leifsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Guðmundur Þórarinsson|Guðmundur Þórarinsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Gunnar Heiðar Þorvaldsson|Gunnar Heiðar Þorvaldsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Hermann Hreiðarsson]]
*[[Mynd:Flag of Brazil.svg|20px]] Italo Jorge Maciel
{{col-2}}
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Ívar Bjarklind]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[:en:Ívar Ingimarsson|Ívar Ingimarsson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:James Hurst (footballer)|James Hurst]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:James Robinson (footballer born 1982)|James Robinson]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:Kelvin Mellor|Kelvin Mellor]]
*[[Mynd:Flag of England.svg|20px]] [[:en:Marc Goodfellow|Marc Goodfellow]]
*[[Mynd:Flag of United States.svg|20px]] [[:en:Mark Schulte|Mark Schulte]]
*[[Mynd:Flag of Denmark.svg|20px]] [[:en:Rasmus Christiansen (footballer born 1989)|Rasmus Christiansen]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Sigurlás Þorleifsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Steingrímur Jóhannesson]]
*[[Mynd:Flag of Uganda.svg|20px]] [[:en:Tonny Mawejje|Tonny Mawejje]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Tómas Ingi Tómasson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Tómas Pálsson]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Tryggvi Guðmundsson]]
*[[Mynd:Flag of Serbia.svg|20px]] [[Zoran Miljkovic]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Þórarinn Ingi Valdimarsson]]
{{col-end}}
=== Formenn knattspyrnudeildar karla ===
*1989-98 Jóhannes Ólafsson
*1999-02 Ásmundur Friðriksson
*
*2008-09 Sigursveinn Þórðarson
*2009-16 Óskar Örn Ólafsson
*2017-18 Páll Þorvaldur Hjarðar
*2019 ''Formannslaust''
*2019- Daníel Geir Moritz
=== Framkvæmdastjórar knattspyrnudeildar karla ===
*1999 Þorsteinn Gunnarsson <ref>http://www.mbl.is/greinasafn/grein/469011/?item_num=102&dags=1999-05-21</ref>
*2008-2009 Gestur Hjörvar Magnússon
*2010-2011 Trausti Hjaltason
*2012-2013 Valur Smári Heimisson
*2014-2015 Hjálmar Jónsson
*2016 Óskar Jósúason
*2017-18 Sunna Sigurjónsdóttir
*2019 Gunný Gunnlaugsdóttir
*2020- Óskar Snær Vignisson
== Meistaraflokkur kvenna ==
===Þjálfarar===
*[[mynd:flag of Iceland.svg|20px]] [[Ian David Jeffs]] (þjálfari)
*[[mynd:flag of Iceland.svg|20px]] [[Birkir Hlynsson]] (aðstoðarþjálfari)
====Þjálfarar ÍBV====
*1991 Petra Fanney Bragadóttir
*1995 Miroslaw Mojsiuszko
*1996-98 Sigurlás Þorleifsson
*1999-01 Heimir Hallgrímsson
*2002 Elísabet Gunnarsdóttir
*2002 Michelle Barr
*2003-04 Heimir Hallgrímsson
*2005 Sigurlás Þorleifsson
*2008-14 Jón Ólafur Daníelsson
*2015-18 Ian David Jeffs
*2019 Jón Ólafur Daníelsson
*2020-21 Andri Ólafsson
*2021 Ian David Jeffs
=== Titlar og gengi ÍBV kvenna ===
* '''[[Pepsideild kvenna|Í öðru sæti í deild]]: 3'''
** [[Landsbankadeild_kvenna_2003|2003]], [[Landsbankadeild_kvenna_2004|2004]], 2012
* '''[[VISA-bikar kvenna|Bikarmeistarar]]: 2'''
** 2004, 2017
* '''[[Lengjubikarinn|Lengjubikarmeistarar]]: 2'''
** 2004, 2016
* '''Sigurvegarar í 1. deild: 1'''
** 2010
====Gengi ÍBV====
{{Gengi kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu}}
=== Fyrrum leikmenn ===
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Ásthildur Helgadóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Elísa Viðarsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Margrét Lára Viðarsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Olga Færseth]]
*[[Mynd:Flag of Scotland.svg|20px]] [[Pauline Hamill]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Bryndís Jóhannesdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Berglind Björg Þorvaldsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Yugoslavia.svg|20px]] [[Danka Podovac]]
*[[Mynd:Flag of Jamaica.svg|20px]] [[Shaneka Gordon]]
*[[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir]]
*[[Mynd:Flag of Canada.svg|20px]][[Mynd:Flag of Iceland.svg|20px]] [[Cloé Lacasse]]
== Tilvísanir og heimildir ==
<div class="references-small"><references/></div>
== Tenglar ==
*[http://www.ibv.is/ Aðalsíða ÍBV]
*[http://www.eyjamenn.com/ Stuðningsmannasíða ÍBV] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20120513130510/http://www.eyjamenn.com/ |date=2012-05-13 }}
*[http://www.ibvfan.com/ Vefsíða Hákarlana] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20130429173304/http://www.ibvfan.com/ |date=2013-04-29 }}
*[http://www.ibvsport.is/fotbolti Vefur knattspyrnudeildar ÍBV]
{{Íþróttabandalag Vestmannaeyja}}
{{Leiktímabil í knattspyrnu karla}}
{{Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla}}
{{Leiktímabil í knattspyrnu kvenna}}
{{Íþróttahéruð ÍSÍ}}
{{S|1903}}
[[Flokkur:Íþróttabandalag Vestmannaeyja]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnufélög|ÍBV]]
4lu69iwrndv3psrjvhm2uhipy2p7o44
Listi yfir íslenskar hljómsveitir
0
1994
1763682
1761704
2022-08-04T02:29:55Z
2A01:6F01:B107:2077:D76:C19A:783F:3EEA
/* O */Bætti við efni
wikitext
text/x-wiki
Hér fylgir '''listi yfir íslenskar hljómsveitir''', listinn er í stafrófsróð.<br/>
{{Stafayfirlit
| hlið = nei
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = nei
| núm = já
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
==0-9==
* [[1860 (hljómsveit)]]
* [[200.000 naglbítar]]
==A==
* [[Agent Fresco]]
* [[Alchemia]]
* [[Allt í einu]]
* [[Alsæla (hljómsveit)|Alsæla]]
* [[AmabAdamA]]
* [[amiina]]
* [[Ampop]]
* [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]]
* [[Andstæða]]
* [[Anubis]]
* [[Apollo (hljómsveit)|Appollo]]
* [[Apparat Organ Quartet]]
* [[Aeterna]]
* [[Ask the Slave]]
* [[Aten]]
* [[The Assassin of a Beautiful Brunette]]
== Á ==
* [[Áhrif]]
* [[Á móti sól]]
* [[Árblik]]
* [[Árstíðir]]
* [[Ásgeir Trausti]]
==B==
* [[b.sig]]
* [[Baggalútur (hljómsveit)|Baggalútur]]
* [[Bang Gang]]
* [[Baraflokkurinn]]
* [[Bárujárn (hljómsveit)|Bárujárn]]
* [[Beebee and the bluebirds]]
* [[Bellatrix]]
* [[Beneath]]
* [[Benni Hemm Hemm]]
* [[Bermuda (hljómsveit)|Bermuda]]
* [[BG og Ingibjörg]]
* [[BH-kvartettinn]]
* [[Bigalow]]
* [[Bisund]]
* [[Bítlavinafélagið]]
* [[Björk Guðmundsdóttir|Björk]]
* [[Black Caribs Kuru]]
* [[Hljómsveitin Blágresi]]
* [[Bless]]
* [[Blind Bargain]]
* [[Bloodgroup]]
* [[Blæti (hljómsveit)|Blæti]]
* [[Bob (hljómsveit)|Bob]]
* [[Bob Gillan og Ztrandverðirnir (hljómsveit)|Bob Gillan]]
* [[Bootlegs]]
* [[Botnleðja]]
* [[Bógus]]
* [[Brain Police]]
* [[Breiðbandið]]
* [[Brimkló]]
* [[Brókarsótt]]
* [[Brunaliðið]]
* [[Brúðarbandið]]
* [[Bruni BB]]
* [[Buff]]
* [[Búdrýgindi]]
* [[Bæjarins bestu (hljómsveit)|Bæjarins bestu]]
==C==
* [[Canora]]
* [[Captain Syrup]]
* [[Changer]]
* [[Coral]]
* [[Collective]]
* [[C.O.T]]
* [[Cranium]]
==D==
* [[Dabbi T]]
* [[Dada]]
* [[Daisy Hill Puppy Farm]]
* [[Danshljómsveit Hjalta Guðgeirs]]
* [[Dark Harvest]]
* [[Das Kapital]]
*[[Days Of Our Lives]]
*[[Daysleeper]]
*[[Dáðadrengir]]
*[[Dátar]]
*[[DDT skordýraeitur (hljómsveit)|DDT skordýraeitur]]
*[[Dead Sea Apple]]
*[[Dead Skeletons]]
*[[Deep Jimi and The Zep Creams]]
*[[Diabolus In Musica]]
*[[Dikta]]
*[[Dimma (hljómsveit)|Dimma]]
* Dirrindí
*[[Dísa (hljómsveit)|Dísa]]
*[[Dos Pilas]]
*[[Dr. Mister & Mr. Handsome]]
*[[Dr. Spock]]
*[[Drykkir innbyrðis]]
*[[DUST]]
*[[Dúkkulísur]]
*[[Dúmbó og Steini]]
*[[Dúndurfréttir]]
*[[Dýrið gengur laust]]
*[[Dægurlaga pönk hljómsveitin Húfa]]
*[[Dætrasynir]]
*[["Döðlurnar" (Gleðisveitin Döðlur)]]
==Ð==
* [[Ðe lónlí blú bojs]]
==E==
* [[Egó]]
* [[Eik (hljómsveit)|Eik]]
* [[Eldar (hljómsveit)|Eldar]]
* [[Ensími (hljómsveit)|Ensími]]
* [[Emilíana Torrini]]
* [[EXIZT]]
* [[Eldberg]]
* Elísabet Ormslev
* [[Exodus]]
* [[Egypta]]
==É==
* [[Ég (hljómsveit)|Ég]]
==F==
* [[F8 (hljómsveit)|F8]]
* [[Facon]]
* [[Fabb]]
* [[Farfuglarnir]]
* [[Fenjar]]
* [[Fighting Shit]]
* [[Fist]]
* [[Fídel]]
* [[Fjandakornið]]
* [[FLÍS]]
* [[FLOTT]]
* [[Flowers]]
* [[For a Minor Reflection]]
* [[Foringjarnir]]
* [[Future Future]]
* [[The Foreign Monkeys]]
* [[Friðryk]]
* [[Frostmark (hljómsveit)|Frostmark]]
* [[Fræbbblarnir]]
* [[Funkstrasse]]
* [[Fyrirbæri]]
==G==
* [[Gavin Portland]]
* [[GCD]]
* [[GDRN]]
* [[Geimfararnir]]
* [[Geiri Sæm og Hunangstunglið]]
* [[Gildran]]
* [[Gildrumezz]]
* [[Góðir Landsmenn]]
* [[Gone Postal]]
* [[Gleðisveitin Alsæla]]
* [[Glymskrattarnir]]
* [[Gordon Riots]]
* [[Grafík (hljómsveit)|Grafík]]
* [[Graveslime]]
* [[Great Grief]]
* [[Greifarnir]]
* [[Grjóthrun]]
* [[Grýlurnar]]
* [[Guitar Islancio]]
* [[GusGus]]
* [[Gyllinæð]]
* [[Gos]]
* [[Gögl]]
==H==
*[[Haffi Haff]]
* [[HAM (hljómsveit)|HAM]]
* [[Hatari]]
* [[Haukar (hljómsveit)|Haukar]]
* [[Hekkenfeld]]
* [[Helgi og hljóðfæraleikararnir]]
* [[Helgi Jónsson]]
* [[Hellvar]]
* [[Highdee]]
* [[Þursaflokkurinn|Hinn íslenski þursaflokkur]]
* [[Hjaltalín (hljómsveit)|Hjaltalín]]
* [[Hjálmar (hljómsveit)|Hjálmar]]
* [[Hjálparsveitin]]
* [[Hjónabandið]]
* [[HLH-flokkurinn]]
* [[Hljómar]]
* Hljómsveit [[Geirmundur Valtýsson|Geirmundar Valtýssonar]]
* [[Hljómsveit Ingimars Eydal]]
* [[Hljómsveit Stefáns P.]]
* [[Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar]] (Steina spil)
* [[Hljómsveitin 66]]
* [[Hoffman]]
*Holdris
* [[Hudson Wayne]]
* [[Hundur í óskilum]]
* [[Hundslappadrífa (hljómsveit)|Hundslappadrífa]]
* [[Hvanndalsbræður]]
* [[Hættir]]
==I==
* [[I Adapt]]
* [[Icecross]]
* [[Icelandic Sound Company]]
* [[Icy]]
* [[Igore]]
* [[Ikarus]]
* [[Indigó]]
* [[Innvortis]]
* [[Inversus]]
* [[Isidor]]
* [[Írafár]]
* [[Í svörtum fötum]]
* [[In the Company of Men]]
==J==
* [[Jagúar (hljómsveit)|Jagúar]]
* [[Jakobínarína]]
* [[Jan Mayen (hljómsveit)|Jan Mayen]]
* [[Jarlar]]
* [[Jazzsveitin Dúi]]
* [[Jeff Who?]]
* [[Jet Black Joe]]
* [[Johnny Blaze & Hakki Brakes]]
* [[Jonee Jonee]]
* [[Júdas (hljómsveit)|Júdas]]
* [[Júpiters]]
* [[JJ]]
==K==
* [[Kalk (hljómsveit)|Kalk]]
* [[Kan]]
* [[Kaleo]]
* [[Kamarorghestar]]
* [[Kid Twist]]
* [[Kid Mistik]]
* [[Kimono (hljómsveit)|Kimono]]
* [[Kims (hljómsveit)]]
* [[Kiðlingarnir]]
* [[Kiriyama Family]]
* [[KK sextett]]
* [[Klamedía X]]
* [[Klassart]]
* [[Kolrassa krókríðandi]]
* [[Kóngulóarbandið]]
* [[Króm (hljómsveit)|Króm]]
* [[Kritikal Mazz]]
* [[KUKL]]
* [[KUML]]
* [[Kung Fu]]
* [[Kvistar]]
* [[Kælan Mikla]]
==L==
* [[Lada Sport (hljómsveit)|Lada Sport]]
* [[Laglausir]]
* [[Land og synir (hljómsveit)|Land og synir]]
* [[Langi Seli og skuggarnir]]
* [[Leaves]]
* [[Legend]]
* [[Lhooq]]
* [[Ljósin í bænum]]
* [[Ljótu hálfvitarnir]]
* [[Lights on the Highway]]
* [[Lipstick Lovers]]
* [[Logar]]
* [[Lóla]]
* [[Lokbrá]]
* [[Lúdó og Stefán]]
* [[Love Guru]]
* [[Lækjarbræður]]
==M==
* [[MAO - Meðal Annarra Orða]]
* [[Bubbi og Mx-21]]
* [[Madre Mía]]
* [[Mammút (hljómsveit)|Mammút]]
* [[Mannakorn]]
* [[Mánar]]
* [[Maus]]
* [[Megasukk]]
* [[Melchior]]
* [[Mezzoforte]]
*[[Mighty Bear]]
* [[Milljónamæringarnir]]
* [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]]
* [[Modis]]
* [[Monopolice]]
* [[Moonstix]]
* [[Morðingjarnir]]
* [[Moses Hightower]]
* [[Mosi frændi]]
* [[Módel]]
* [[Mr. Silla]]
* [[Mugison]]
* [[Muck]]
* [[Múgsefjun (hljómsveit)|Múgsefjun]]
* [[múm]]
* [[Myrká (hljómsveit)|Myrká]]
==N==
* [[Nátttröll]]
* [[Náttúra (hljómsveit)|Náttúra]]
* [[Nevolution]]
* [[Niður]]
* [[Niturbasarnir]]
* [[Nortón]]
* [[Nýdönsk]]
* [[Nylon (hljómsveit)|Nylon]]
* [[Númer Núll]]
* [[No Practice]]
* [[No Class]]
* [[No Way]]
==O==
* [[Ofurdós]]
* [[Of Monsters and Men]]
* [[One Week Wonder]]
* [[Orghestar]]
* [[Ormar]]
* [[Ourlives]]
* [[Oxford (hljómsveit)|Oxford]]
* [[Oxzmá]]
* [[O.F.L]]
* [[Orðljótur]]
==Ó==
* [[Óðmenn]]
* [[Ókind]]
* [[Óðs Manns Æði]]
==P==
* [[PAN]]
* [[Papar (hljómsveit)|Papar]]
* [[Paradís (hljómsveit)|Paradís]]
* [[Parket]]
* [[Pascal Pinon]]
* [[Pax Vobis]]
* [[Pelican (hljómsveit)|Pelican]]
* [[Pikkles]]
* [[Pink Street Boys]]
* [[Pláhnetan]]
* [[Póker]]
* [[Pollapönk]]
* [[Power Paladin]]
* [[Póló og Bjarki]]
* [[Potentiam]]
* [[PRIMA]]
* [[Prins Póló]]
* [[Própanól]]
* [[Purrkur Pillnikk]]
* [[PS og co]]
==Q==
* [[Q4U]]
* [[Quarashi]]
==R==
* [[Randver (hljómsveit)|Randver]]
* [[Rass (hljómsveit)|Rass]]
* [[REKKVERK]]
* [[Reptilicus]]
* [[Rickshaw]]
* [[Risaeðlan]]
* [[Ríó Tríó]]
* [[Roof Tops]]
* [[Rosebud]]
* [[Retro Stefson]]
* [[Reykjavíkurdætur]]
==S==
* [[Safnaðarfundur eftir messu]]
* [[Sagtmóðigur]]
* [[Savanna Tríó]]
* [[Sálin hans Jóns míns (hljómsveit)|Sálin hans Jóns míns]]
* [[Seabear]]
* [[Sebbi Kewl]]
* [[September 22]]
* [[Severed Crotch]]
* [[Sign]]
* [[Sigur Rós]]
* [[Singapore Sling (hljómsveit)|Singapore Sling]]
* [[Sísý Ey]]
* [[Sjöund]]
* [[Skakkamanage]]
* [[Skálmöld]]
* [[Skerðing]]
* [[Ske]]
* [[Skítamórall]]
* [[Skriðjöklar]]
* [[Skytturnar (hljómsveit)|Skytturnar]]
* [[Sléttuúlfarnir]]
* [[Slowblow]]
* [[Smaladrengirnir]]
* [[Snafu]]
* [[Sniglabandið]]
* [[Snillingarnir]]
* [[Snorri Helgason]]
* [[Soðin Fiðla]]
* [[Sofandi]]
* [[Sogblettir]]
* [[Sororicide]]
* [[Sóldögg (hljómsveit)|Sóldögg]]
* [[Sólstafir]]
* [[Sólstrandargæjarnir]]
* [[Spaðar]]
* [[Spilverk þjóðanna]]
* [[Spooky Jetson]]
* [[Spoon]]
* [[Sprengjuhöllin]]
* [[SSSól]]
* [[Stafrænn Hákon]]
* [[Start]]
* [[Stálfélagið]]
* [[Stilluppsteypa]]
* [[Stjórnin]]
* [[Stjörnukisi]]
* [[Stolía]]
* [[Stórsveit Nix Noltes]]
* [[Strax]]
* [[Strigaskór nr. 42]]
* [[Stuðkompaníið]]
* [[Stuðlabandið]]
* [[Stuðmenn]]
* [[Svanfríður (hljómsveit)|Svanfríður]]
* [[Stæner]]
* [[Súellen]]
* [[Súkkat (hljómsveit)|Súkkat]]
* [[Sykurmolarnir]]
* [[Suðursveitin]]
* [[Svartlizt]]
==T==
* [[Tappi tíkarrass]]
* [[Tarot]]
* [[Tatarar]]
* [[Taugadeildin]]
* [[Táningar]]
* [[Tellus]]
* [[Tenderfoot]]
* [[Tennurnar hans afa]]
* [[The Crystalline Enigma]]
* [[The Vintage Caravan]]
* [[Ten Steps Away]]
* [[The Lovely Lion]]
* [[The Telepathetics]]
* [[Tilvera]]
* [[Tívolí]]
* [[Todmobile]]
* [[Toy Machine]]
* [[Trabant (hljómsveit)|Trabant]]
* [[Trico]]
* [[Trúbrot]]
==U==
* [[Ultra mega technobandið Stefán]]
* [[Umsvif]]
* [[Unun]]
* [[Urmull]]
* [[Upplyfting]]
* [[Utangarðsmenn]]
==Ú==
* [[Úlpa (hljómsveit)|Úlpa]]
* [[Útlendingahræðslan]]
* [[Úlfur Úlfur]]
==V==
* Vaginaboys
* [[Valdimar (hljómsveit)|Valdimar]]
* [[Van Hautens Kókó]]
* [[Varnaglarnir]]
* [[Varsjárbandalagið]]
* [[Vera (hljómsveit)|Vera]]
* [[Villikettirnir]]
* [[Vinir vors og blóma]]
* [[Vítamín]]
* [[Volcanova]]
* [[Vonbrigði]]
* [[Vormenn Íslands]]
* [[Výnill]]
* [[Vírus (hljómsveit)|Vírus]]
* [[Vök (hljómsveit)|Vök]]
==W==
* [[Worm is green]]
* [[We Made God]]
* [[Wulfgang]]
* [[Whole Orange]]
== X ==
* [[XIII]]
* [[XXX Rottweiler hundar]]
== Y ==
*[[Young Karin]]
* [[Ylja (hljómsveit)|Ylja]]
* [[Yukatan]]
==Ý==
* [[Ýr (hljómsveit)|Ýr]]
== Þ ==
* [[Þeyr (hljómsveit)|Þeyr]]
* [[Þokkabót]]
* [[Þrek]]
* [[Þriðja Hæðin]]
* [[Þrjú á palli]]
* [[Þú og ég]]
* [[Þursaflokkurinn]]{{Stafayfirlit
| hlið = já
| miðja = já
| hægri = nei
| ekkibrot = nei
| efst = já
| núm = nei
| merki = nei
| númmerki = nei
| sjá = nei
| heimild = nei
| ath = nei
| tengill = nei
| c = já
| q = já
| w = já
| z = nei
}}
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]]
34kyme246fhpl2vag0zbknankkr0ez7
24. júlí
0
2580
1763717
1755488
2022-08-04T11:51:01Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|júlí}}
'''24. júlí''' er 205. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (206. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 160 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1216]] - [[Honóríus 3.]] var kjörinn páfi.
* [[1245]] - Uppreisn var gerð gegn [[Sancho 2. Portúgalskonungur|Sancho 2.]] konungi í [[Portúgal]], sem flúði land. Hann var þó ekki settur formlega af fyrr en í desember [[1247]].
* [[1567]] - [[María Skotadrottning]] var neydd til að afsala sér völdum í hendur sonar síns, [[Jakob 6. Skotakonungur|Jakobs 6]].
* [[1599]] - [[Sigmundur 3.]] Svíakonungur var settur af og föðurbróðir hans, [[Karl 9. Svíakonungur|Karl hertogi]], varð ríkisstjóri.
* [[1684]] - [[Robert de LaSalle]] lagði upp frá Frakklandi með stóran leiðangur í þeim tilgangi að koma upp franskri landnemabyggð við ósa [[Mississippifljót]]s.
* [[1896]] - Fjórar [[Nunna|nunnur]] komu til Íslands og settust að í [[Reykjavík]] til þess að hjúkra sjúkum. Þá höfðu ekki verið nunnur á landinu síðan fyrir [[siðaskipti]].
* [[1908]] - [[Abdúl Hamid 2.]] Tyrkjasoldán lét undan þrýstingi [[Ungtyrkir|Ungtyrkja]] og endurreisti þingbundna konungsstjórn í Tyrkjaveldi.
* [[1924]] - [[Alþjóða skáksambandið]] var stofnað í París.
* [[1948]] - [[Syngman Rhee]] tók við embætti sem fyrsti forseti Suður-Kóreu.
* [[1956]] - Ríkisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks settist að völdum og sat í tvö ár undir forsæti [[Hermann Jónasson|Hermanns Jónassonar]]. Menntamálaráðherra varð [[Gylfi Þ. Gíslason]] og hélt hann því embætti í öllum ríkisstjórnum í 15 ár.
* [[1961]] - [[Júrí Gagarín]], fyrsti geimfarinn, kom við á [[Keflavíkurflugvöllur|Keflavíkurflugvelli]] á leið sinni til [[Kúba|Kúbu]], skömmu eftir að hann fór í fyrstu geimferðina.
* [[1975]] - [[Filippseyjar]] og [[Taíland]] lýstu því yfir að [[Suðaustur-Asíubandalagið]] (SEATO) yrði lagt niður.
* [[1980]] - Ríkisstjórn Íslands skrifaði undir [[Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum|Alþjóðlegan samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum]]. Hann tók þó ekki gildi fyrr en [[18. júní]] [[1985]].
* [[1982]] - Á Skeiðarársandi fannst skipsflak, sem í fyrstu var talið vera flak gullskipsins ''[[Het Wapen van Amsterdam]]'', sem fórst þar árið 1667. Í ljós kom að flakið var af þýskum togara frá 1903.
* [[1985]] - Bandaríska teiknimyndin ''[[Svarti ketillinn]]'' var frumsýnd.
* [[1990]] - [[Fyrra Persaflóastríðið]]: Íraskar hersveitir söfnuðust saman við Kúveit.
* [[1996]] - 56 létust þegar sprengja sprakk í lest utan við [[Kólombó]] á Srí Lanka.
* [[1998]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[Björgun óbreytts Ryans]]'' var frumsýnd.
* [[2001]] - [[Tamíltígrar]] réðust á [[Bandaranaike-flugvöllur|Bandaranaike-flugvöll]].
* [[2001]] - [[Simeon Saxe-Coburg-Gotha]], síðasti keisari [[Búlgaría|Búlgaríu]], varð 48. forsætisráðherra landsins.
* [[2002]] - [[Alfred Moisiu]] varð forseti Albaníu.
<onlyinclude>
* [[2003]] - Ástralir hófu [[RAMSI-aðgerðin]]a á [[Salómonseyjar|Salómonseyjum]] eftir að stjórn eyjanna hafði óskað eftir alþjóðlegri aðstoð vegna innanlandsófriðar.
* [[2007]] - [[Bamir Topi]] varð forseti Albaníu.
* [[2007]] - [[HIV-réttarhöldin í Líbýu]]: Fimm búlgörskum hjúkrunarkonum var sleppt eftir 8 og hálfs árs fangelsisvist í [[Líbýa|Líbýu]].
* [[2008]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[The Dark Knight]]'' var frumsýnd.
* [[2010]] - 21 lést í troðningi á hátíðinni [[LoveParade]] í [[Duisburg]] í Þýskalandi.
* [[2013]] - [[Járnbrautarslysið í Santiago di Compostela]]: 79 fórust þegar lest fór út af sporinu á járnbrautarbrú á Spáni.
* [[2014]] - Farþegaþota [[Air Algérie]], með 116 manns innanborðs, fórst í [[Malí]].
* [[2015]] - [[Tyrkland]] hóf sprengjuárásir á [[Verkamannaflokkur Kúrda|Verkamannaflokk Kúrda]] og [[Íslamska ríkið]].
* [[2017]] - 35 létust í [[sjálfsmorðssprengjuárás]] í [[Kabúl]], Afganistan.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1561]] - [[María af Pfalz]], fyrsta kona Karls 9. Svíakonungs (d. [[1589]]).
* [[1716]] - [[Bolle Willum Luxdorph]], danskur sagnfræðingur, ljóðskáld og embættismaður (d. [[1788]]).
* [[1783]] - [[Símon Bólívar]], frelsishetja Suður-Ameríku (d. [[1830]]).
* [[1802]] - [[Alexandre Dumas eldri]], franskur rithöfundur (d. [[1870]]).
* [[1857]] - [[Henrik Pontoppidan]], danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. [[1943]]).
* [[1860]] - [[Alfons Mucha]], tékkneskur myndlistarmaður (d. [[1939]]).
* [[1895]] - [[Robert Graves]], enskt ljóðskáld (d. [[1985]]).
* [[1897]] - [[Amelia Earhart]], bandarískur flugmaður (d. [[1937]]).
* [[1902]] - [[Sigurður S. Thoroddsen]], íslenskur verkfræðingur, stjórnmálamaður og knattspyrnumaður (d. [[1983]]).
* [[1927]] - [[Einar Vigfússon]], íslenskur sellóleikari (d. [[1973]]).
* [[1931]] - [[Helga Bachmann]], íslensk leikkona (d. [[2011]]).
* [[1949]] - [[Michael Richards]], bandarískur leikari.
* [[1952]] - [[Carsten Jensen]], danskur rithöfundur.
* [[1957]] - [[Shavkat Mirziyoyev]], forseti Úsbekistans.
* 1957 - [[Bamir Topi]], forseti Albaníu.
* [[1962]] - [[Sigríður Beinteinsdóttir]], íslensk söngkona.
* [[1963]] - [[Karl Malone]], bandarískur körfuknattleiksmaður.
* [[1966]] - [[Sigurjón Þ. Árnason]], íslenskur bankastjóri.
* [[1968]] - [[Kristin Chenoweth]], bandarísk leikkona.
* [[1969]] - [[Jennifer López]], bandarísk leikkona og söngkona.
* [[1974]] - [[Eugene Mirman]], bandarískur leikari.
* [[1974]] - [[Atsuhiro Miura]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1975]] - [[Eric Szmanda]], bandarískur leikari.
* [[1979]] - [[Birkir Jón Jónsson]], íslenskur stjórnmálamaður.
* [[1981]] - [[Nayib Bukele]], forseti El Salvador.
* [[1985]] - [[Dóra María Lárusdóttir]], íslensk knattspyrnukona.
== Dáin ==
* [[1568]] - [[Karl prins af Astúríu]], krónprins Spánar (f. [[1545]]).
* [[1679]] - [[Jón Rúgmann]], íslenskur fornfræðingur (f. [[1636]]).
* [[1742]] - [[Nikulás Magnússon]], íslenskur sýslumaður (f. [[1700]]).
* [[1862]] - [[Martin Van Buren]], Bandaríkjaforseti (f. [[1782]]).
* [[1927]] - [[Ryūnosuke Akutagawa]], japanskur rithöfundur (f. [[1892]]).
* [[1945]] - [[Baldvin Björnsson]], íslenskur myndlistarmaður og gullsmiður (f. [[1879]]).
* [[1980]] - [[Peter Sellers]], breskur leikari (f. [[1925]]).
* [[1991]] - [[Isaac Bashevis Singer]], pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. [[1904]]).
* [[2012]]- [[John Atta Mills]], ganverskur stjórnmálamaður (f. [[1944]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Júlí]]
2fbwevnm2lemy0c8hjs7hukkxtwo5z5
3. ágúst
0
2590
1763668
1678266
2022-08-03T21:57:58Z
Akigka
183
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''3. ágúst''' er 215. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (216. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 150 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[924]] - [[Aðalsteinn sigursæli]] varð Englandskonungur.
* [[1057]] - Federico dei duchi di Lorena varð [[Stefán 9. páfi]].
* [[1115]] - [[Loðvík digri]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Adélaide de Maurienne]].
* [[1492]] - [[Kristófer Kólumbus]] hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
* [[1530]] - [[Orrustan við Gavinana]]: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
* [[1610]] - [[Henry Hudson]] kom í fyrsta sinn í [[Hudson-flói|Hudson-flóa]] sem hann taldi vera [[Kyrrahaf]]ið.
* [[1905]] - Bændur mótmæltu lagningu [[Ritsími|ritsíma]] til [[Ísland]]s með því að fjölmenna til [[Reykjavík]]ur. Þess í stað vildu þeir fá [[Loftskeyti|loftskeytasamband]].
* [[1914]] - [[Þýskaland|Þjóðverjar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] stríð á hendur.
* [[1918]] - [[Björgunarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[1940]] - [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru innlimuð í [[Sovétríkin]].
* [[1958]] - Bandaríski [[kjarnorkukafbátur]]inn [[Nautilus]] varð fyrstur til að komast á [[Norðurpóllinn|Norðurpólinn]] undir íshellunni.
* [[1960]] - [[Níger]] fékk sjálfstæði frá [[Frakkland]]i.
* [[1961]] - [[Brian Epstein]] sá í fyrsta sinn [[Bítlarnir|Bítlana]] spila í Cavern Club í Liverpool.
* [[1969]] - Í [[Húsafell]]sskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra [[Ísland|Íslendinga]]. Þetta er fjölmennasta [[útihátíð]] sem haldin hefur verið um [[verslunarmannahelgi]] á Íslandi.
* [[1975]] - Franskur ævintýramaður, [[Bob Denard]], steypti forseta [[Kómoreyjar|Kómoreyja]] af stóli með aðstoð málaliða.
* [[1977]] - [[Tandy Corporation]] kynnti örtölvuna [[TRS-80]] á blaðamannafundi.
* [[1979]] - [[Teodoro Obiang Nguema Mbasogo]] steypti einræðisherranum [[Francisco Macías Nguema]] af stóli í [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]].
<onlyinclude>
* [[1980]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] opnaði minjasafn á [[Hrafnseyri við Arnarfjörð|Hrafnseyri]] og [[kapella]] var vígð þar, hvort tveggja í minningu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta.
* [[1984]] - [[Ringo Starr]], [[trommur|trommuleikari]] [[Bítlarnir|Bítlanna]], var heiðursgestur á [[útihátíð]] í [[Atlavík]].
* [[1992]] - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í [[verkfall]] að undirlagi [[Afríski þjóðarflokkurinn|Afríska þjóðarflokksins]] til að mótmæla stjórn [[F. W. de Klerk]].
* [[1995]] - [[Airstan-atvikið]]: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska [[Iljúsín]]þotu til að lenda í [[Kandahar]].
* [[1997]] - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í [[Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðin|Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum]] í Alsír.
* [[1997]] - Tvær [[Kómoreyjar|Kómoreyja]], [[Anjouan]] og [[Mohéli]], reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
* [[2000]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[2004]] - Bandaríska geimfarið ''[[MESSENGER]]'' hélt af stað í átt til [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríusar]].
* [[2007]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[The Bourne Ultimatum]]'' var frumsýnd.
* [[2013]] - [[Hassan Rouhani]] varð forseti Írans.
* [[2021]] - [[Gróðureldar]] hófust á [[Grikkland]]i eftir sögulega hitabylgju.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1872]] - [[Hákon 7. Noregskonungur]] (d. [[1957]]).
* [[1887]] - [[Rupert Brooke]], enskt skáld (d. [[1915]]).
* [[1897]] - [[Jóhannes Gunnarsson]], rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. [[1972]]).
* [[1902]] - [[Jóhannes Áskelsson]], íslenskur jarðfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1903]] - [[Habib Bourguiba]], forseti Túnis (d. [[2000]]).
* [[1915]] - [[Agnar Kofoed-Hansen]], íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. [[1982]]).
* [[1925]] - [[Alain Touraine]], franskur félagsfræðingur.
* [[1940]] - [[Martin Sheen]], bandarískur leikari.
* [[1941]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu.
* [[1947]] - [[Tadahiko Ueda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1952]] - [[Ólafur F. Magnússon]], borgarstjóri í Reykjavík.
* [[1958]] - [[Peter Eriksson]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Koichi Tanaka]], japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
* [[1959]] - [[John C. McGinley]], bandarískur leikari.
* [[1963]] - [[James Hetfield]], söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar [[Metallica]].
* [[1963]] - [[Graham Arnold]], ástralskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Eyjólfur Sverrisson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[Þorkell Heiðarsson]], íslenskur líffræðingur.
* [[1970]] - [[Masaharu Suzuki]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Kazuaki Tasaka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1977]] - [[Tómas Lemarquis]], íslenskur leikari.
* [[1979]] - [[Evangeline Lilly]], kanadísk leikkona.
== Dáin ==
* [[1460]] - [[Jakob 2. Skotakonungur]] (f. [[1430]]).
* [[1667]] - [[Francesco Borromini]], svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. [[1599]]).
* [[1716]] - [[Jón Eyjólfsson]], sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. [[1642]]).
* [[1761]] - [[Johann Matthias Gesner]], þýskur fornfræðingur (f. [[1691]]).
* [[1780]] - [[Étienne Bonnot de Condillac]], franskur heimspekingur (f. [[1715]]).
* [[1835]] - [[Wenzel Müller]], austurrískt tónskáld.
* [[1924]] - [[Joseph Conrad]], enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. [[1857]]).
* [[1929]] - [[Thorstein Veblen]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1857]]).
* [[1941]] - [[Marteinn Meulenberg]], biskup á Íslandi (f. [[1872]]).
* [[2008]] - [[Aleksandr Solzhenitsyn]], rússneskur rithöfundur (f. [[1918]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
oc7wz17e05ed29mj22i39tf9bie7tqq
1763669
1763668
2022-08-03T21:59:34Z
Akigka
183
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''3. ágúst''' er 215. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (216. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 150 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[924]] - [[Aðalsteinn sigursæli]] varð Englandskonungur.
* [[1057]] - Federico dei duchi di Lorena varð [[Stefán 9. páfi]].
* [[1115]] - [[Loðvík digri]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Adélaide de Maurienne]].
* [[1492]] - [[Kristófer Kólumbus]] hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
* [[1530]] - [[Orrustan við Gavinana]]: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
* [[1610]] - [[Henry Hudson]] kom í fyrsta sinn í [[Hudson-flói|Hudson-flóa]] sem hann taldi vera [[Kyrrahaf]]ið.
* [[1905]] - Bændur mótmæltu lagningu [[Ritsími|ritsíma]] til [[Ísland]]s með því að fjölmenna til [[Reykjavík]]ur. Þess í stað vildu þeir fá [[Loftskeyti|loftskeytasamband]].
* [[1914]] - [[Þýskaland|Þjóðverjar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] stríð á hendur.
* [[1918]] - [[Björgunarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[1940]] - [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru innlimuð í [[Sovétríkin]].
* [[1958]] - Bandaríski [[kjarnorkukafbátur]]inn [[Nautilus]] varð fyrstur til að komast á [[Norðurpóllinn|Norðurpólinn]] undir íshellunni.
* [[1960]] - [[Níger]] fékk sjálfstæði frá [[Frakkland]]i.
* [[1961]] - [[Brian Epstein]] sá í fyrsta sinn [[Bítlarnir|Bítlana]] spila í Cavern Club í Liverpool.
* [[1969]] - Í [[Húsafell]]sskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra [[Ísland|Íslendinga]]. Þetta er fjölmennasta [[útihátíð]] sem haldin hefur verið um [[verslunarmannahelgi]] á Íslandi.
* [[1975]] - Franskur ævintýramaður, [[Bob Denard]], steypti forseta [[Kómoreyjar|Kómoreyja]] af stóli með aðstoð málaliða.
* [[1977]] - [[Tandy Corporation]] kynnti örtölvuna [[TRS-80]] á blaðamannafundi.
* [[1979]] - [[Teodoro Obiang Nguema Mbasogo]] steypti einræðisherranum [[Francisco Macías Nguema]] af stóli í [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]].
* [[1980]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] opnaði minjasafn á [[Hrafnseyri við Arnarfjörð|Hrafnseyri]] og kapella var vígð þar, hvort tveggja í minningu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta.
* [[1984]] - [[Ringo Starr]], trommuleikari Bítlanna, var heiðursgestur á útihátíð í [[Atlavík]].
<onlyinclude>
* [[1992]] - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í [[verkfall]] að undirlagi [[Afríski þjóðarflokkurinn|Afríska þjóðarflokksins]] til að mótmæla stjórn [[F. W. de Klerk]].
* [[1995]] - [[Airstan-atvikið]]: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska [[Iljúsín]]þotu til að lenda í [[Kandahar]].
* [[1997]] - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í [[Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðin|Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum]] í Alsír.
* [[1997]] - Tvær [[Kómoreyjar|Kómoreyja]], [[Anjouan]] og [[Mohéli]], reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
* [[2000]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[2004]] - Bandaríska geimfarið ''[[MESSENGER]]'' hélt af stað í átt til [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríusar]].
* [[2007]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[The Bourne Ultimatum]]'' var frumsýnd.
* [[2013]] - [[Hassan Rouhani]] varð forseti Írans.
* [[2020]] – [[Jóhann Karl 1.]], fyrrverandi konungur Spánar, fór í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
* [[2021]] - [[Gróðureldar]] hófust á [[Grikkland]]i eftir sögulega hitabylgju.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1872]] - [[Hákon 7. Noregskonungur]] (d. [[1957]]).
* [[1887]] - [[Rupert Brooke]], enskt skáld (d. [[1915]]).
* [[1897]] - [[Jóhannes Gunnarsson]], rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. [[1972]]).
* [[1902]] - [[Jóhannes Áskelsson]], íslenskur jarðfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1903]] - [[Habib Bourguiba]], forseti Túnis (d. [[2000]]).
* [[1915]] - [[Agnar Kofoed-Hansen]], íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. [[1982]]).
* [[1925]] - [[Alain Touraine]], franskur félagsfræðingur.
* [[1940]] - [[Martin Sheen]], bandarískur leikari.
* [[1941]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu.
* [[1947]] - [[Tadahiko Ueda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1952]] - [[Ólafur F. Magnússon]], borgarstjóri í Reykjavík.
* [[1958]] - [[Peter Eriksson]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Koichi Tanaka]], japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
* [[1959]] - [[John C. McGinley]], bandarískur leikari.
* [[1963]] - [[James Hetfield]], söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar [[Metallica]].
* [[1963]] - [[Graham Arnold]], ástralskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Eyjólfur Sverrisson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[Þorkell Heiðarsson]], íslenskur líffræðingur.
* [[1970]] - [[Masaharu Suzuki]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Kazuaki Tasaka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1977]] - [[Tómas Lemarquis]], íslenskur leikari.
* [[1979]] - [[Evangeline Lilly]], kanadísk leikkona.
== Dáin ==
* [[1460]] - [[Jakob 2. Skotakonungur]] (f. [[1430]]).
* [[1667]] - [[Francesco Borromini]], svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. [[1599]]).
* [[1716]] - [[Jón Eyjólfsson]], sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. [[1642]]).
* [[1761]] - [[Johann Matthias Gesner]], þýskur fornfræðingur (f. [[1691]]).
* [[1780]] - [[Étienne Bonnot de Condillac]], franskur heimspekingur (f. [[1715]]).
* [[1835]] - [[Wenzel Müller]], austurrískt tónskáld.
* [[1924]] - [[Joseph Conrad]], enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. [[1857]]).
* [[1929]] - [[Thorstein Veblen]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1857]]).
* [[1941]] - [[Marteinn Meulenberg]], biskup á Íslandi (f. [[1872]]).
* [[2008]] - [[Aleksandr Solzhenitsyn]], rússneskur rithöfundur (f. [[1918]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
fhoodpru2dwkf0uxhzfcv4y9hzsmamp
1763670
1763669
2022-08-03T22:00:37Z
Akigka
183
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''3. ágúst''' er 215. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (216. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 150 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[924]] - [[Aðalsteinn sigursæli]] varð Englandskonungur.
* [[1057]] - Federico dei duchi di Lorena varð [[Stefán 9. páfi]].
* [[1115]] - [[Loðvík digri]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Adélaide de Maurienne]].
* [[1492]] - [[Kristófer Kólumbus]] hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
* [[1530]] - [[Orrustan við Gavinana]]: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
* [[1610]] - [[Henry Hudson]] kom í fyrsta sinn í [[Hudson-flói|Hudson-flóa]] sem hann taldi vera [[Kyrrahaf]]ið.
* [[1905]] - Bændur mótmæltu lagningu [[Ritsími|ritsíma]] til [[Ísland]]s með því að fjölmenna til [[Reykjavík]]ur. Þess í stað vildu þeir fá [[Loftskeyti|loftskeytasamband]].
* [[1914]] - [[Þýskaland|Þjóðverjar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] stríð á hendur.
* [[1918]] - [[Björgunarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[1940]] - [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru innlimuð í [[Sovétríkin]].
* [[1958]] - Bandaríski [[kjarnorkukafbátur]]inn [[Nautilus]] varð fyrstur til að komast á [[Norðurpóllinn|Norðurpólinn]] undir íshellunni.
* [[1960]] - [[Níger]] fékk sjálfstæði frá [[Frakkland]]i.
* [[1961]] - [[Brian Epstein]] sá í fyrsta sinn [[Bítlarnir|Bítlana]] spila í Cavern Club í Liverpool.
* [[1969]] - Í [[Húsafell]]sskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra [[Ísland|Íslendinga]]. Þetta er fjölmennasta [[útihátíð]] sem haldin hefur verið um [[verslunarmannahelgi]] á Íslandi.
* [[1975]] - Franskur ævintýramaður, [[Bob Denard]], steypti forseta [[Kómoreyjar|Kómoreyja]] af stóli með aðstoð málaliða.
* [[1977]] - [[Tandy Corporation]] kynnti örtölvuna [[TRS-80]] á blaðamannafundi.
* [[1979]] - [[Teodoro Obiang Nguema Mbasogo]] steypti einræðisherranum [[Francisco Macías Nguema]] af stóli í [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]].
* [[1980]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] opnaði minjasafn á [[Hrafnseyri við Arnarfjörð|Hrafnseyri]] og kapella var vígð þar, hvort tveggja í minningu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta.
* [[1984]] - [[Ringo Starr]], trommuleikari Bítlanna, var heiðursgestur á útihátíð í [[Atlavík]].
* [[1992]] - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í [[verkfall]] að undirlagi [[Afríski þjóðarflokkurinn|Afríska þjóðarflokksins]] til að mótmæla stjórn [[F. W. de Klerk]].
* [[1995]] - [[Airstan-atvikið]]: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska [[Iljúsín]]þotu til að lenda í [[Kandahar]].
<onlyinclude>
* [[1997]] - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í [[Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðin|Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum]] í Alsír.
* [[1997]] - Tvær [[Kómoreyjar|Kómoreyja]], [[Anjouan]] og [[Mohéli]], reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
* [[2000]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[2004]] - Bandaríska geimfarið ''[[MESSENGER]]'' hélt af stað í átt til [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríusar]].
* [[2007]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[The Bourne Ultimatum]]'' var frumsýnd.
* [[2013]] - [[Hassan Rouhani]] varð forseti Írans.
* [[2019]] - 23 létust í [[Skotárásin í El Paso 2019|skotárás]] í [[Walmart]]-búð í [[El Paso (Texas)|El Paso]] í Texas.
* [[2019]] - Hraðvagnakerfið [[Metrobuss]] hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
* [[2020]] – [[Jóhann Karl 1.]], fyrrverandi konungur Spánar, fór í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
* [[2021]] - [[Gróðureldar]] hófust á [[Grikkland]]i eftir sögulega hitabylgju.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1872]] - [[Hákon 7. Noregskonungur]] (d. [[1957]]).
* [[1887]] - [[Rupert Brooke]], enskt skáld (d. [[1915]]).
* [[1897]] - [[Jóhannes Gunnarsson]], rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. [[1972]]).
* [[1902]] - [[Jóhannes Áskelsson]], íslenskur jarðfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1903]] - [[Habib Bourguiba]], forseti Túnis (d. [[2000]]).
* [[1915]] - [[Agnar Kofoed-Hansen]], íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. [[1982]]).
* [[1925]] - [[Alain Touraine]], franskur félagsfræðingur.
* [[1940]] - [[Martin Sheen]], bandarískur leikari.
* [[1941]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu.
* [[1947]] - [[Tadahiko Ueda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1952]] - [[Ólafur F. Magnússon]], borgarstjóri í Reykjavík.
* [[1958]] - [[Peter Eriksson]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Koichi Tanaka]], japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
* [[1959]] - [[John C. McGinley]], bandarískur leikari.
* [[1963]] - [[James Hetfield]], söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar [[Metallica]].
* [[1963]] - [[Graham Arnold]], ástralskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Eyjólfur Sverrisson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[Þorkell Heiðarsson]], íslenskur líffræðingur.
* [[1970]] - [[Masaharu Suzuki]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Kazuaki Tasaka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1977]] - [[Tómas Lemarquis]], íslenskur leikari.
* [[1979]] - [[Evangeline Lilly]], kanadísk leikkona.
== Dáin ==
* [[1460]] - [[Jakob 2. Skotakonungur]] (f. [[1430]]).
* [[1667]] - [[Francesco Borromini]], svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. [[1599]]).
* [[1716]] - [[Jón Eyjólfsson]], sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. [[1642]]).
* [[1761]] - [[Johann Matthias Gesner]], þýskur fornfræðingur (f. [[1691]]).
* [[1780]] - [[Étienne Bonnot de Condillac]], franskur heimspekingur (f. [[1715]]).
* [[1835]] - [[Wenzel Müller]], austurrískt tónskáld.
* [[1924]] - [[Joseph Conrad]], enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. [[1857]]).
* [[1929]] - [[Thorstein Veblen]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1857]]).
* [[1941]] - [[Marteinn Meulenberg]], biskup á Íslandi (f. [[1872]]).
* [[2008]] - [[Aleksandr Solzhenitsyn]], rússneskur rithöfundur (f. [[1918]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
rh2j7jl4qncuf3yduozzh3k9staxfkl
1763671
1763670
2022-08-03T22:01:17Z
Akigka
183
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''3. ágúst''' er 215. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (216. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 150 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[924]] - [[Aðalsteinn sigursæli]] varð Englandskonungur.
* [[1057]] - Federico dei duchi di Lorena varð [[Stefán 9. páfi]].
* [[1115]] - [[Loðvík digri]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Adélaide de Maurienne]].
* [[1492]] - [[Kristófer Kólumbus]] hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
* [[1530]] - [[Orrustan við Gavinana]]: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
* [[1610]] - [[Henry Hudson]] kom í fyrsta sinn í [[Hudson-flói|Hudson-flóa]] sem hann taldi vera [[Kyrrahaf]]ið.
* [[1905]] - Bændur mótmæltu lagningu [[Ritsími|ritsíma]] til [[Ísland]]s með því að fjölmenna til [[Reykjavík]]ur. Þess í stað vildu þeir fá [[Loftskeyti|loftskeytasamband]].
* [[1914]] - [[Þýskaland|Þjóðverjar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] stríð á hendur.
* [[1918]] - [[Björgunarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[1940]] - [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru innlimuð í [[Sovétríkin]].
* [[1958]] - Bandaríski [[kjarnorkukafbátur]]inn [[Nautilus]] varð fyrstur til að komast á [[Norðurpóllinn|Norðurpólinn]] undir íshellunni.
* [[1960]] - [[Níger]] fékk sjálfstæði frá [[Frakkland]]i.
* [[1961]] - [[Brian Epstein]] sá í fyrsta sinn [[Bítlarnir|Bítlana]] spila í Cavern Club í Liverpool.
* [[1969]] - Í [[Húsafell]]sskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra [[Ísland|Íslendinga]]. Þetta er fjölmennasta [[útihátíð]] sem haldin hefur verið um [[verslunarmannahelgi]] á Íslandi.
* [[1975]] - Franskur ævintýramaður, [[Bob Denard]], steypti forseta [[Kómoreyjar|Kómoreyja]] af stóli með aðstoð málaliða.
* [[1977]] - [[Tandy Corporation]] kynnti örtölvuna [[TRS-80]] á blaðamannafundi.
* [[1979]] - [[Teodoro Obiang Nguema Mbasogo]] steypti einræðisherranum [[Francisco Macías Nguema]] af stóli í [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]].
* [[1980]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] opnaði minjasafn á [[Hrafnseyri við Arnarfjörð|Hrafnseyri]] og kapella var vígð þar, hvort tveggja í minningu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta.
* [[1984]] - [[Ringo Starr]], trommuleikari Bítlanna, var heiðursgestur á útihátíð í [[Atlavík]].
* [[1992]] - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í [[verkfall]] að undirlagi [[Afríski þjóðarflokkurinn|Afríska þjóðarflokksins]] til að mótmæla stjórn [[F. W. de Klerk]].
* [[1995]] - [[Airstan-atvikið]]: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska [[Iljúsín]]þotu til að lenda í [[Kandahar]].
<onlyinclude>
* [[1997]] - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í [[Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðin|Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum]] í Alsír.
* [[1997]] - Tvær [[Kómoreyjar|Kómoreyja]], [[Anjouan]] og [[Mohéli]], reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
* [[2000]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[2004]] - Bandaríska geimfarið ''[[MESSENGER]]'' hélt af stað í átt til [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríusar]].
* [[2007]] - Bandaríska kvikmyndin ''[[The Bourne Ultimatum]]'' var frumsýnd.
* [[2013]] - [[Hassan Rouhani]] varð forseti Írans.
* [[2014]] - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá [[Ísraelsher]] lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
* [[2019]] - 23 létust í [[Skotárásin í El Paso 2019|skotárás]] í [[Walmart]]-búð í [[El Paso (Texas)|El Paso]] í Texas.
* [[2019]] - Hraðvagnakerfið [[Metrobuss]] hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
* [[2020]] – [[Jóhann Karl 1.]], fyrrverandi konungur Spánar, fór í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
* [[2021]] - [[Gróðureldar]] hófust á [[Grikkland]]i eftir sögulega hitabylgju.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1872]] - [[Hákon 7. Noregskonungur]] (d. [[1957]]).
* [[1887]] - [[Rupert Brooke]], enskt skáld (d. [[1915]]).
* [[1897]] - [[Jóhannes Gunnarsson]], rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. [[1972]]).
* [[1902]] - [[Jóhannes Áskelsson]], íslenskur jarðfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1903]] - [[Habib Bourguiba]], forseti Túnis (d. [[2000]]).
* [[1915]] - [[Agnar Kofoed-Hansen]], íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. [[1982]]).
* [[1925]] - [[Alain Touraine]], franskur félagsfræðingur.
* [[1940]] - [[Martin Sheen]], bandarískur leikari.
* [[1941]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu.
* [[1947]] - [[Tadahiko Ueda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1952]] - [[Ólafur F. Magnússon]], borgarstjóri í Reykjavík.
* [[1958]] - [[Peter Eriksson]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Koichi Tanaka]], japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
* [[1959]] - [[John C. McGinley]], bandarískur leikari.
* [[1963]] - [[James Hetfield]], söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar [[Metallica]].
* [[1963]] - [[Graham Arnold]], ástralskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Eyjólfur Sverrisson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[Þorkell Heiðarsson]], íslenskur líffræðingur.
* [[1970]] - [[Masaharu Suzuki]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Kazuaki Tasaka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1977]] - [[Tómas Lemarquis]], íslenskur leikari.
* [[1979]] - [[Evangeline Lilly]], kanadísk leikkona.
== Dáin ==
* [[1460]] - [[Jakob 2. Skotakonungur]] (f. [[1430]]).
* [[1667]] - [[Francesco Borromini]], svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. [[1599]]).
* [[1716]] - [[Jón Eyjólfsson]], sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. [[1642]]).
* [[1761]] - [[Johann Matthias Gesner]], þýskur fornfræðingur (f. [[1691]]).
* [[1780]] - [[Étienne Bonnot de Condillac]], franskur heimspekingur (f. [[1715]]).
* [[1835]] - [[Wenzel Müller]], austurrískt tónskáld.
* [[1924]] - [[Joseph Conrad]], enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. [[1857]]).
* [[1929]] - [[Thorstein Veblen]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1857]]).
* [[1941]] - [[Marteinn Meulenberg]], biskup á Íslandi (f. [[1872]]).
* [[2008]] - [[Aleksandr Solzhenitsyn]], rússneskur rithöfundur (f. [[1918]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
nqlk9cy0pqqavolmbc0su3gbmfdqjpy
1763672
1763671
2022-08-03T22:02:28Z
Akigka
183
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''3. ágúst''' er 215. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (216. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 150 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[924]] - [[Aðalsteinn sigursæli]] varð Englandskonungur.
* [[1057]] - Federico dei duchi di Lorena varð [[Stefán 9. páfi]].
* [[1115]] - [[Loðvík digri]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Adélaide de Maurienne]].
* [[1492]] - [[Kristófer Kólumbus]] hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
* [[1530]] - [[Orrustan við Gavinana]]: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
* [[1610]] - [[Henry Hudson]] kom í fyrsta sinn í [[Hudson-flói|Hudson-flóa]] sem hann taldi vera [[Kyrrahaf]]ið.
* [[1905]] - Bændur mótmæltu lagningu [[Ritsími|ritsíma]] til [[Ísland]]s með því að fjölmenna til [[Reykjavík]]ur. Þess í stað vildu þeir fá [[Loftskeyti|loftskeytasamband]].
* [[1914]] - [[Þýskaland|Þjóðverjar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] stríð á hendur.
* [[1918]] - [[Björgunarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[1940]] - [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru innlimuð í [[Sovétríkin]].
* [[1958]] - Bandaríski [[kjarnorkukafbátur]]inn [[Nautilus]] varð fyrstur til að komast á [[Norðurpóllinn|Norðurpólinn]] undir íshellunni.
* [[1960]] - [[Níger]] fékk sjálfstæði frá [[Frakkland]]i.
* [[1961]] - [[Brian Epstein]] sá í fyrsta sinn [[Bítlarnir|Bítlana]] spila í Cavern Club í Liverpool.
* [[1969]] - Í [[Húsafell]]sskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra [[Ísland|Íslendinga]]. Þetta er fjölmennasta [[útihátíð]] sem haldin hefur verið um [[verslunarmannahelgi]] á Íslandi.
* [[1975]] - Franskur ævintýramaður, [[Bob Denard]], steypti forseta [[Kómoreyjar|Kómoreyja]] af stóli með aðstoð málaliða.
* [[1977]] - [[Tandy Corporation]] kynnti örtölvuna [[TRS-80]] á blaðamannafundi.
* [[1979]] - [[Teodoro Obiang Nguema Mbasogo]] steypti einræðisherranum [[Francisco Macías Nguema]] af stóli í [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]].
* [[1980]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] opnaði minjasafn á [[Hrafnseyri við Arnarfjörð|Hrafnseyri]] og kapella var vígð þar, hvort tveggja í minningu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta.
* [[1984]] - [[Ringo Starr]], trommuleikari Bítlanna, var heiðursgestur á útihátíð í [[Atlavík]].
* [[1992]] - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í [[verkfall]] að undirlagi [[Afríski þjóðarflokkurinn|Afríska þjóðarflokksins]] til að mótmæla stjórn [[F. W. de Klerk]].
* [[1995]] - [[Airstan-atvikið]]: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska [[Iljúsín]]þotu til að lenda í [[Kandahar]].
* [[1997]] - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í [[Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðin|Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum]] í Alsír.
* [[1997]] - Tvær [[Kómoreyjar|Kómoreyja]], [[Anjouan]] og [[Mohéli]], reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
<onlyinclude>
* [[2000]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[2004]] - Bandaríska geimfarið ''[[MESSENGER]]'' hélt af stað í átt til [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríusar]].
* [[2009]] - [[Bólivía]] varð fyrsta Suður-Ameríkulandið sem lýsti yfir rétti frumbyggja til sjálfsstjórnar.
* [[2013]] - [[Hassan Rouhani]] varð forseti Írans.
* [[2014]] - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá [[Ísraelsher]] lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
* [[2019]] - 23 létust í [[Skotárásin í El Paso 2019|skotárás]] í [[Walmart]]-búð í [[El Paso (Texas)|El Paso]] í Texas.
* [[2019]] - Hraðvagnakerfið [[Metrobuss]] hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
* [[2020]] – [[Jóhann Karl 1.]], fyrrverandi konungur Spánar, fór í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
* [[2021]] - [[Gróðureldar]] hófust á [[Grikkland]]i eftir sögulega hitabylgju.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1872]] - [[Hákon 7. Noregskonungur]] (d. [[1957]]).
* [[1887]] - [[Rupert Brooke]], enskt skáld (d. [[1915]]).
* [[1897]] - [[Jóhannes Gunnarsson]], rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. [[1972]]).
* [[1902]] - [[Jóhannes Áskelsson]], íslenskur jarðfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1903]] - [[Habib Bourguiba]], forseti Túnis (d. [[2000]]).
* [[1915]] - [[Agnar Kofoed-Hansen]], íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. [[1982]]).
* [[1925]] - [[Alain Touraine]], franskur félagsfræðingur.
* [[1940]] - [[Martin Sheen]], bandarískur leikari.
* [[1941]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu.
* [[1947]] - [[Tadahiko Ueda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1952]] - [[Ólafur F. Magnússon]], borgarstjóri í Reykjavík.
* [[1958]] - [[Peter Eriksson]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Koichi Tanaka]], japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
* [[1959]] - [[John C. McGinley]], bandarískur leikari.
* [[1963]] - [[James Hetfield]], söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar [[Metallica]].
* [[1963]] - [[Graham Arnold]], ástralskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Eyjólfur Sverrisson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[Þorkell Heiðarsson]], íslenskur líffræðingur.
* [[1970]] - [[Masaharu Suzuki]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Kazuaki Tasaka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1977]] - [[Tómas Lemarquis]], íslenskur leikari.
* [[1979]] - [[Evangeline Lilly]], kanadísk leikkona.
== Dáin ==
* [[1460]] - [[Jakob 2. Skotakonungur]] (f. [[1430]]).
* [[1667]] - [[Francesco Borromini]], svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. [[1599]]).
* [[1716]] - [[Jón Eyjólfsson]], sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. [[1642]]).
* [[1761]] - [[Johann Matthias Gesner]], þýskur fornfræðingur (f. [[1691]]).
* [[1780]] - [[Étienne Bonnot de Condillac]], franskur heimspekingur (f. [[1715]]).
* [[1835]] - [[Wenzel Müller]], austurrískt tónskáld.
* [[1924]] - [[Joseph Conrad]], enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. [[1857]]).
* [[1929]] - [[Thorstein Veblen]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1857]]).
* [[1941]] - [[Marteinn Meulenberg]], biskup á Íslandi (f. [[1872]]).
* [[2008]] - [[Aleksandr Solzhenitsyn]], rússneskur rithöfundur (f. [[1918]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
3xae0ad3ik1958g3no0ghq5uaqdoig9
1763692
1763672
2022-08-04T09:23:33Z
TKSnaevarr
53243
/* Atburðir */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|ágúst}}
'''3. ágúst''' er 215. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (216. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 150 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[924]] - [[Aðalsteinn sigursæli]] varð Englandskonungur.
* [[1057]] - Federico dei duchi di Lorena varð [[Stefán 9. páfi]].
* [[1115]] - [[Loðvík digri]] Frakkakonungur gekk að eiga [[Adélaide de Maurienne]].
* [[1492]] - [[Kristófer Kólumbus]] hélt af stað í fyrstu siglingu sína yfir Atlantshafið og hugðist ná ströndum Asíu.
* [[1530]] - [[Orrustan við Gavinana]]: Her Flórens beið ósigur fyrir Karli 5. keisara.
* [[1610]] - [[Henry Hudson]] kom í fyrsta sinn í [[Hudson-flói|Hudson-flóa]] sem hann taldi vera [[Kyrrahaf]]ið.
* [[1905]] - Bændur mótmæltu lagningu [[Ritsími|ritsíma]] til [[Ísland]]s með því að fjölmenna til [[Reykjavík]]ur. Þess í stað vildu þeir fá [[Loftskeyti|loftskeytasamband]].
* [[1914]] - [[Þýskaland|Þjóðverjar]] sögðu [[Frakkland|Frökkum]] stríð á hendur.
* [[1918]] - [[Björgunarfélag Vestmannaeyja]] var stofnað.
* [[1940]] - [[Eistland]], [[Lettland]] og [[Litháen]] voru innlimuð í [[Sovétríkin]].
* [[1958]] - Bandaríski [[kjarnorkukafbátur]]inn [[Nautilus]] varð fyrstur til að komast á [[Norðurpóllinn|Norðurpólinn]] undir íshellunni.
* [[1960]] - [[Níger]] fékk sjálfstæði frá [[Frakkland]]i.
* [[1961]] - [[Brian Epstein]] sá í fyrsta sinn [[Bítlarnir|Bítlana]] spila í Cavern Club í Liverpool.
* [[1969]] - Í [[Húsafell]]sskógi voru um tuttugu þúsund manns á Sumarhátíðinni, eða um tíu prósent allra [[Ísland|Íslendinga]]. Þetta er fjölmennasta [[útihátíð]] sem haldin hefur verið um [[verslunarmannahelgi]] á Íslandi.
* [[1975]] - Franskur ævintýramaður, [[Bob Denard]], steypti forseta [[Kómoreyjar|Kómoreyja]] af stóli með aðstoð málaliða.
* [[1977]] - [[Tandy Corporation]] kynnti örtölvuna [[TRS-80]] á blaðamannafundi.
* [[1979]] - [[Teodoro Obiang Nguema Mbasogo]] steypti einræðisherranum [[Francisco Macías Nguema]] af stóli í [[Miðbaugs-Gínea|Miðbaugs-Gíneu]].
* [[1980]] - [[Vigdís Finnbogadóttir]] opnaði minjasafn á [[Hrafnseyri við Arnarfjörð|Hrafnseyri]] og kapella var vígð þar, hvort tveggja í minningu [[Jón Sigurðsson (forseti)|Jóns Sigurðssonar]] forseta.
* [[1984]] - [[Ringo Starr]], trommuleikari Bítlanna, var heiðursgestur á útihátíð í [[Atlavík]].
* [[1992]] - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í [[verkfall]] að undirlagi [[Afríski þjóðarflokkurinn|Afríska þjóðarflokksins]] til að mótmæla stjórn [[F. W. de Klerk]].
* [[1995]] - [[Airstan-atvikið]]: Afgangskar orrustuþotur neyddu rússneska [[Iljúsín]]þotu til að lenda í [[Kandahar]].
* [[1997]] - Milli 40 og 76 þorpsbúar voru myrtir í [[Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðin|Oued El-Had- og Mezouara-fjöldamorðunum]] í Alsír.
* [[1997]] - Tvær [[Kómoreyjar|Kómoreyja]], [[Anjouan]] og [[Mohéli]], reyndu að ganga aftur undir nýlendustjórn Frakka.
<onlyinclude>
* [[2000]] - Yfir 100 manns réðust á fjölbýlishús í [[Portsmouth]] á Englandi vegna þess að þekktur barnaníðingur var talinn búa þar.
* [[2004]] - Bandaríska geimfarið ''[[MESSENGER]]'' hélt af stað í átt til [[Merkúríus (reikistjarna)|Merkúríusar]].
* [[2009]] - [[Bólivía]] varð fyrsta Suður-Ameríkulandið sem lýsti yfir rétti frumbyggja til sjálfsstjórnar.
* [[2013]] - [[Hassan Rouhani]] varð forseti Írans.
* [[2014]] - 7 börn létust og 30 slösuðust þegar flugskeyti frá [[Ísraelsher]] lenti á skóla Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni.
* [[2019]] - 23 létust í [[Skotárásin í El Paso 2019|skotárás]] í [[Walmart]]-búð í [[El Paso]] í Texas.
* [[2019]] - Hraðvagnakerfið [[Metrobuss]] hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
* [[2020]] – [[Jóhann Karl 1.]], fyrrverandi konungur Spánar, fór í sjálfskipaða útlegð frá heimalandi sínu vegna hneykslismála.
* [[2021]] - [[Gróðureldar]] hófust á [[Grikkland]]i eftir sögulega hitabylgju.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1872]] - [[Hákon 7. Noregskonungur]] (d. [[1957]]).
* [[1887]] - [[Rupert Brooke]], enskt skáld (d. [[1915]]).
* [[1897]] - [[Jóhannes Gunnarsson]], rómversk-kaþólskur prestur og síðar biskup kaþólsku kirkjunnar á Íslandi (d. [[1972]]).
* [[1902]] - [[Jóhannes Áskelsson]], íslenskur jarðfræðingur (d. [[1961]]).
* [[1903]] - [[Habib Bourguiba]], forseti Túnis (d. [[2000]]).
* [[1915]] - [[Agnar Kofoed-Hansen]], íslenskur flugmaður og lögreglustjóri (d. [[1982]]).
* [[1925]] - [[Alain Touraine]], franskur félagsfræðingur.
* [[1940]] - [[Martin Sheen]], bandarískur leikari.
* [[1941]] - [[Hage Geingob]], forseti Namibíu.
* [[1947]] - [[Tadahiko Ueda]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1952]] - [[Ólafur F. Magnússon]], borgarstjóri í Reykjavík.
* [[1958]] - [[Peter Eriksson]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1959]] - [[Koichi Tanaka]], japanskur nóbelsverðlaunahafi í efnafræði.
* [[1959]] - [[John C. McGinley]], bandarískur leikari.
* [[1963]] - [[James Hetfield]], söngvari og lagahöfundur bandarísku hljómsveitarinnar [[Metallica]].
* [[1963]] - [[Graham Arnold]], ástralskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Eyjólfur Sverrisson]], íslenskur knattspyrnumaður.
* [[1970]] - [[Þorkell Heiðarsson]], íslenskur líffræðingur.
* [[1970]] - [[Masaharu Suzuki]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1971]] - [[Kazuaki Tasaka]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1977]] - [[Tómas Lemarquis]], íslenskur leikari.
* [[1979]] - [[Evangeline Lilly]], kanadísk leikkona.
== Dáin ==
* [[1460]] - [[Jakob 2. Skotakonungur]] (f. [[1430]]).
* [[1667]] - [[Francesco Borromini]], svissneskur arkitekt og myndhöggvari (f. [[1599]]).
* [[1716]] - [[Jón Eyjólfsson]], sútari, sýslumaður á Seltjarnarnesi og varalögmaður (f. [[1642]]).
* [[1761]] - [[Johann Matthias Gesner]], þýskur fornfræðingur (f. [[1691]]).
* [[1780]] - [[Étienne Bonnot de Condillac]], franskur heimspekingur (f. [[1715]]).
* [[1835]] - [[Wenzel Müller]], austurrískt tónskáld.
* [[1924]] - [[Joseph Conrad]], enskur rithöfundur af pólskum uppruna (f. [[1857]]).
* [[1929]] - [[Thorstein Veblen]], bandarískur hagfræðingur (f. [[1857]]).
* [[1941]] - [[Marteinn Meulenberg]], biskup á Íslandi (f. [[1872]]).
* [[2008]] - [[Aleksandr Solzhenitsyn]], rússneskur rithöfundur (f. [[1918]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Ágúst]]
cp8k5uu7xlc801ujvmp02ekn8m1qqcj
Eldgosaannáll Íslands
0
4373
1763633
1726652
2022-08-03T17:07:38Z
Berserkur
10188
/* 21. öld */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Katla 1918.jpg|thumbnail|Katla 1918]]
[[Mynd:Bárðarbunga Volcano, September 4 2014 - 15145866372.jpg|thumbnail|Nornahraun-Holuhraun 2014]]
{{heimildir|Vantar heimildir fyrir eldgosum og ártölum}}
'''Eldgosaannáll Íslands'''
== Forsöguleg gos ==
* fyrir um 16 000 000 árum - elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
* um 6700 f.Kr. - Stórgos á [[Veiðivötn|Veiðivatnasvæðinu]], þá rann [[Þjórsárhraunið mikla]]. Þetta er mesta hraungos sem vitað er um að orðið hafi á Íslandi. Þjórsárhraunið er hátt í 1000 ferkílómetrar að flatarmáli og rann yfir 100 km leið allt til sjávar og myndar ströndina milli Þjórsár- og Ölfusárósa.
* um 5000 f.kr. - [[Hekla]] (H5). Fyrsta súra gjóskugosið í Heklu. Þá féll öskulagið H5 en það finnst í jarðvegi á miðhálendinu og víða um Norðurland.
* um 3000 f.Kr. - [[Vestmannaeyjar]]. Myndun Helgafells og eldra hraunsins á Heimaey.
* um 2500 f.Kr. - [[Hekla]] (H4)
* um 1200 f.Kr - Veiðivatnasvæði, [[Búrfellshraun í Landsveit|Búrfellshraun]] rann úr gígaröð í grennd við Veiðivötn, annars vegar að [[Þórisós]]i og hins vegan niður með [[Tungná]] og Þjórsá allt niður í [[Landsveit]]
* um 1000 f.Kr. - [[Katla]]. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
* um 900 f.Kr. - [[Hekla]] (H3)
* um 250 e.Kr. - [[Snæfellsjökull]]
== 9. og 10. öld ==
* um [[870]] - Ösku- og hraungos í Vatnaöldum, Landnámslagið myndast
* um [[900]] - [[Afstapahraun]]
* um [[900]] - ? í Vatnajökli
* um [[900]] - Krafla
* um [[900]] - Hallmundarhraun rennur.
* um [[900]] - Rauðhálsahraun í Hnappadal
* um [[905]] - ? í Vatnajökli
* um [[920]] - Undan Reykjanesi, staðsetning óviss. Gjóskulag frá gosinu er þekkt.
* um [[920]] - Katla (öskulag nefnt Katla-R)
* um [[934]] - Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. [[Landnámabók|Landnámu]]. Landnáma segir einnig frá myndun [[Sólheimasandur|Sólheimasands]] í miklu hlaupi [[Jökulsá á Sólheimasandi|Jökulsár]].
* um [[940]] - Í Vatnajökli/Veiðivötnum (gjóskulag á NA-landi)
* [[999]] eða [[1000]] - Svínahraun
* um [[1000]] - Katla. Gjóskulag er frá þessum tíma. Heimild fyrir hlaupi.
== 11. öld ==
* um [[1060]] - ? í Vatnajökli
== 12. öld ==
* [[1104]] - Hekla. Fyrsta gos hennar á sögulegum tíma og það mesta. Mikið öskufall til norðurs og norðausturs. [[Þjórsárdalur]] eyddist, þ.á m. bærinn [[Stöng (bær)|Stöng]].
* [[1151]] - [[Krýsuvíkureldar]]. Gos í [[Trölladyngja|Trölladyngju]]; [[Ögmundarhraun]] og [[Kapelluhraun]] renna.
* [[1158]] - Hekla, gos nr. 2
* um [[1160]] - ? í Vatnajökli
* [[1160]]-[[1180]] - Tvisvar gaus í sjó undan Reykjanesi (öskulög þekkt)
* [[1179]] - Katla. Heimildir eru óljósar en öskulag hefur fundist í Grænlandsjökli.
* [[1188]] - ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu
== 13. öld ==
* [[1206]] - Hekla, gos nr. 3
* [[1210]]-[[1211|11]] - undan [[Reykjanes]]i. [[Eldey]] myndaðist.
* [[1222]] - Hekla, gos nr. 4
* [[1223]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1225]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1226]]-[[1227|27]] - nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi í kjölfarið.
* [[1231]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1238]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1240]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1245]] - Katla. Eldur og hlaup úr Sólheimajökli.
* [[1262]] - Katla. Eldur með miklu öskufalli í Sólheimajökli. Síðasta hlaupið á Sólheimasandi.
* [[1300]]-[[1301|01]] - Hekla, gos nr. 5. Mikið öskufall í Skagafirði og hungursneyð í kjölfarið.
== 14. öld ==
* [[1311]] - Katla. Myrkur á Austfjörðum og öskufall víða um land. Mikið hlaup, sennilega á Mýrdalssandi, en heimildir um það eru óljósar og misvísandi. Ótíð og heybrestur árið eftir með tilheyrandi mannfalli.
* [[1332]] - í Vatnajökli, sennilega í Grímsvötnum.
* [[1340]] - ? Brennisteinsfjöll (engin hraun frá 14. öld hafa fundist á Reykjanesskaga)
* [[1341]] - Hekla, gos nr. 6. Askan barst vestur um Borgarfjörð og Akranes. Mikill skepnufellir, sérstaklega á Rangárvöllum og eyddust margar byggðir.
* [[1341]] - ? Grímsvötn
* [[1354]] - ? Grímsvötn
* [[1357]] - Katla. Mikið gos og tjón.
* [[1362]] - [[Knappafellsjökull]]. Mesta öskugos Íslandssögunnar. Eyddist [[Litla-Hérað]] allt og virðast fáir hafa komist af. Var sveitin nefnd [[Öræfi]] þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn [[Öræfajökull]]. Mest af öskunni barst til austurs á haf út en eyddi þó miklu af Hornafirði og Lónshverfi í leiðinni. Jökulhlaup fram á Skeiðarársand og út í sjó.
* [[1372]] - norðvestan Grímseyjar
* [[1389]]-[[1390|90]] - í og við Heklu, gos nr. 7. Norðurhraun rennur, Skarð, Tjaldastaðir og e.t.v. fleiri bæir fara undir hraun.
== 15. öld ==
* [[1416]] - Katla
* [[1422]] - undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.
* [[1440]] - Hekla eða nágrenni
* [[1477]] - á Heljargjárrein. Gos á langri sprungu í Veiðivötnum allt að vestanverðum Vatnajökli.
* um [[1480]]-[[1500]] - Katla
* um [[1500]] - í Vatnajökli
== 16. öld ==
* [[1510]] - Hekla, gos nr. 8. Stórgos með miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá sögulegum tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.
* [[1554]] - Vondubjallar suðvestur af Heklu. Gosið stóð í 6 vikur um vorið. Rauðubjallar mynduðust og frá þeim rann Pálssteinshraun.
* [[1580]] - Katla
* um [[1582]] - við Eldey
* [[1597]] - Hekla, gos nr. 9. Gos hófst [[3. janúar]] og stóð langt fram á sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó helst í Mýrdal.
* [[1598]] - Grímsvötn
== 17. öld ==
* [[1603]] - Grímsvötn
* [[1612]] - Katla (og/eða Eyjafjallajökull). Gos hófst [[16. október]] en heimildum ber ekki saman um í hvorum jöklinum hafi gosið, Katla talin líklegri.
* [[1619]] - Grímsvötn
* [[1625]] - Katla. [[2. september|2.]] - [[14. september]]. Stórgos með miklu öskufalli til austurs. 25 bæir fóru í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
* [[1629]] - Grímsvötn
* [[1636]]-[[1637|37]] - Hekla, gos nr. 10. Gosið hófst [[8. maí]] og stóð í rúmt ár. Öskufall til norðausturs og tjón lítið.
* [[1637]]-[[1638|38]] - við Vestmannaeyjar
* [[1638]] - Grímsvötn
* [[1655]] - ? sennilegt gos í Vatnajökli, líklega í [[Kverkfjöll]]um. Stórhlaup í [[Jökulsá á Fjöllum]].
* [[1659]] - Grímsvötn
* [[1660]]-[[1661|61]] - Katla. Gosið hófst [[3. nóvember]] og stóð fram yfir áramót. Lítið öskufall en stórt hlaup á [[Mýrdalssandur|Mýrdalssandi]] og tók Höfðabrekku af.
* [[1681]] - í Vatnajökli
* [[1684]]-[[1685|85]] - Grímsvötn. Stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, einn maður fórst auk fjölda búfjár.
* [[1693]] - Hekla, gos nr. 11. Gos hófst [[13. febrúar]] og stóð fram á haust. Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum.
* [[1693]] - Katla
* [[1697]] - í Vatnajökli
== 18. öld ==
* [[1702]] - í Vatnajökli
* [[1706]] - í Vatnajökli
* [[1711]]-[[1712|12]] - Kverkfjöll
* [[1716]] - í Vatnajökli
* [[1717]] - í Vatnajökli
* [[1721]] - Katla. Mikið öskufall, um 1 km³ og stórhlaup.
* [[1724]]-[[1729|29]] - [[Mývatnseldar]]. Hraun rann m.a. út í Mývatn og sprengigígurinn Víti við Kröflu myndaðist.
* [[1725]] - í Vatnajökli
* [[1725]] - suðaustur af Heklu
* [[1726]] - í Vatnajökli
* [[1727]] - Öræfajökull, við jökulrætur ofan Sandfellsskerja. 3 fórust.
* [[1729]] - Kverkfjöll
* [[1746]] - Mývatnseldar, 1 gos
* [[1753]] - suðvestan Grímsvatna
* [[1755]]-[[1756|56]] - Katla. Gosið hófst [[17. október]] og stóð fram í miðjan febrúar. Barst mikil aska, um 1,5 km³, til austnorðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi, mest vestan við Hafursey. Eldingar bönuðu 2 mönnum. Um 50 bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið.
* [[1766]] - vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
* [[1766]]-[[1768|68]] - Hekla, gos nr. 12. Öskufall í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. 10 jarðir fóru í eyði.
* [[1774]] - Grímsvötn
* [[1783]] - á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. [[Nýey]] reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
* [[1783]]-[[1784|84]] - [[Skaftáreldar]] / Grímsvötn. Hraun runnu meðfram Skaftá og Hverfisfljóti niður á láglendi og þöktu um 580 km². Öskufall og eiturmóða ollu heybresti og hungursneyð um mestallt land.
* [[1797]] - Grímsvötn
== 19. öld ==
* [[1807]] - Grímsvötn
* [[1816]] - Grímsvötn
* [[1821]] - Katla
* [[1821]]-[[1823|23]] - Eyjafjallajökull. Gosið hófst [[19. desember]] og var kraftlítið framan af. Ekkert hraun rann en nokkurt öskufall varð. Hlaup til norðurs út í Markarfljót.
* [[1823]] - í Vatnajökli
* [[1830]] - Eldeyjarboði
* [[1838]] - Grímsvötn
* [[1845]]-[[1846|46]] - Hekla, gos nr. 13. Gosið hófst [[2. september]] og stóð í um 7 mánuði. Mikið öskufall til suðausturs og hlaup í Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um 25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna þessa.
* [[1854]] - Grímsvötn
* [[1860]] - Katla. Lítið gos.
* ? [[1861]] - Grímsvötn
* [[1862]]-[[1864|64]] - á Heljargjárrein. Gos hófst [[30. júní]] á um 15 km langri sprungu norðan Tungnaárjökuls. Mynduðust þar Tröllagígar og rann frá þeim Tröllahraun.
* [[1867]] - Grímsvötn
* [[1867]]-[[1868|68]] - Mánáreyjar
* [[1872]] - í Vatnajökli
* [[1873]] - Grímsvötn
* [[1874]] - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.
* [[1875]] - Askja. Hraungos hófst [[3. janúar]]. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.
* [[1875]] - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum [[18. febrúar]] á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.
* [[1875]] - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst [[28. mars]] og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.
* [[1876]] - Askja. Seinast sást til elds í árslok.
* [[1876]] - í Vatnajökli
* [[1878]] - Krakatindur austan Heklu
* [[1879]] - Geirfuglasker
* [[1883]] - Grímsvötn
* ? [[1884]] - nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
* ? [[1885]] - Grímsvötn
* [[1887]] - Grímsvötn
* [[1889]] - Grímsvötn
* [[1892]] - Grímsvötn
* ? [[1896]] - líklegt gos suður af Vestmannaeyjum
* [[1897]] - Grímsvötn
== 20. öld ==
* [[1902]]-[[1904|04]] - Grímsvötn
* [[1905]]-[[1906|06]] - Grímsvötn
* [[1908]]-[[1909|09]] - Grímsvötn
* [[1910]] - Grímsvötn. Öskufalls varð vart austanlands frá júní til nóvember.
* [[1913]] - Mundafell / Lambafit austan við Heklu.
* [[1918]] - Katla. Gosið hófst [[12. október]] og var lokið [[5. nóvember]]. Gosmökkurinn náði 14,3 km hæð og olli talsverðu tjóni í Skaftártungu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi og voru leitarmenn þar hætt komnir en margt fé týndist.
* [[1921]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1922]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1922]] - Grímsvötn. Gos hófst í lok september og lauk innan mánaðar.
* [[1923]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1923]] - Grímsvötn. Smágos.
* [[1926]] - Askja. Gos um sumarið. Lítil eyja myndaðist í Öskjuvatni.
* [[1926]] - við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
* [[1927]] - við Esjufjöll. Smágos og allmikið hlaup undan Breiðamerkurjökli sem varð einum manni að bana.
* ? [[1929]] - Askja
* [[1929]] - Kverkfjöll. Eldur sást lengi um sumarið.
* [[1933]] - Grímsvötn. Smágos.
* [[1934]] - Grímsvötn. Gos hófst í lok mars og stóð fram í miðjan apríl.
* [[1938]] - Grímsvötn. Gos nyrst í öskjunni en komst ekki upp úr jökulísnum.
* ? [[1941]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* ? [[1945]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* [[1947]]-[[1948|48]] - Hekla, gos nr. 14. Gosið hófst [[29. mars]] með sprengingu. Gosmökkurinn náði 30 km hæð; öskufall til suðurs yfir Fljótshlíð og Eyjafjöll. Heklugjá opnaðist endilöng, um 0,8 km³ af hrauni runnu, mest til vesturs og suðvesturs úr Axlargíg.
* ? [[1954]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* ? [[1955]] - Katla. Sennilega smágos undir jöklinum. Lítið hlaup.
* [[1961]] - Askja. Hraungos hófst [[26. október]] á um 300 m langri sprungu og stóð fram í lok nóvember.
* [[1963]]-[[1967|67]] - [[Vestmannaeyjar]]: [[Surtsey]] reis úr sæ [[14. nóvember]] í neðasjávargosi suðvestur af Geirfuglaskeri. Síðar mynduðust eyjarnar Syrtlingur og Jólnir en hurfu fljótt aftur.
* [[1970]] - Hekla, gos nr. 15. Gos hófst [[5. maí]] í suðvesturhluta Heklugjár og í Skjólkvíum norðan fjallsins. Talsvert öskufall til NNV, allt norður í Húnavatnssýslur. Í fjallinu sjálfu hætti virknin eftir nokkra daga en í Skjólkvíum gaus í um 2 mánuði.
* [[1973]] - Vestmannaeyjar. 1600 m löng gossprunga opnast austast á [[Heimaey]] [[23. janúar]]. Um þriðjungur bæjarins fór undir hraun, yfir 400 eignir eyðilögðust. [[Eldfell]] myndaðist og Heimaey stækkaði til austurs.
* [[1975]] - Kröflueldar, 1. gos [[20. desember]]. Hraungos á stuttri sprungu við Leirhnjúk.
* [[1977]] - Kröflueldar, 2. gos [[27. apríl|27.]] - [[29. apríl]]
* [[1977]] - Kröflueldar, 3. gos [[8. september|8.]] - [[9. september]]
* [[1980]] - Kröflueldar, 4. gos [[16. mars]]
* [[1980]] - Kröflueldar, 5. gos [[10. júlí|10.]] - [[18. júlí]]
* [[1980]]-[[1981|81]] - Hekla, gos nr. 16. Gosið hófst [[17. ágúst]] og stóð fram á hinn [[20. ágúst|20.]]. Aska barst til norðurs, hraun rann mest til vesturs og norðurs. Gosið tók sig upp aftur [[9. apríl]] árið eftir og lauk endanlega [[16. apríl]].
* [[1980]] - Kröflueldar, 6. gos [[18. október|18.]] - [[23. október]]
* [[1981]] - Kröflueldar, 7. gos [[30. janúar]] - [[4. febrúar]]
* [[1981]] - Kröflueldar, 8. gos [[18. nóvember|18.]] - [[23. nóvember]]
* [[1983]] - Grímsvötn. Smágos í maílok.
* ? [[1984]] - Grímsvötn. Sennilega smágos.
* [[1984]] - Kröflueldar, 9. gos [[4. september|4.]] - [[18. september]]
* ? [[1985]] - Lokahryggur undir Vatnajökli. Hugsanlegt smágos. Gosórói á mælum og sigkatlar í jöklinum.
* [[1991]] - Hekla, gos nr. 17. Gos hófst 17. janúar í suðurhluta Heklugjár en dróst fljótt saman. Einn gígur austan í fjallinu var virkur til [[17. mars]]. Talsvert hraun rann sunnan megin í fjallinu en öskufall var lítið.
* [[1996]] - [[Gjálpargosið]] / Bárðarbunga. Gos hófst [[30. september]] á 4-5 km sprungu undir jökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna og stóð til [[13. október]]. Skjálftavirknin benti til kvikuhlaups frá Bárðarbungu. Bræðsluvatn rann til Grímsvatna og hljóp þaðan út á Skeiðarársand [[5. nóvember]].
* [[1998]] - Grímsvötn. [[18. desember|18.]] - [[28. desember]].
* [[2000]] - Hekla, gos nr. 18 [[26. febrúar]] - [[8. mars]].
== 21. öld ==
* [[2004]] - [[Grímsvötn]]. Gos hófst [[1. nóvember]].
* [[2010]] - [[Eyjafjallajökull]]. Gos hófst á [[Fimmvörðuháls]]i [[20. mars]].
* [[2010]] - [[Eyjafjallajökull]]. Gos hófst í [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökli]] [[14. apríl]].
* [[2011]] - [[Grímsvötn]]. Gos hófst [[21. maí]].
* [[2014]] - [[2015]] - [[Holuhraun]]. Gos hófst [[29. ágúst]] 2014 og því lauk 28. febrúar 2015.
* [[2021]], [[2022]] - [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Fagradalsfjall]] og nágrenni. Gos hófst [[19. mars]] og stóð í 6 mánuði.<ref>https://www.ruv.is/frett/2021/03/18/helstu-tidindi-eldgos-hafid-i-fagradalsfjalli</ref>
Þann 3. ágúst 2022 opnaðist önnur sprunga við Meradali.
==Tenglar==
*[https://islenskeldfjoll.is/ Íslensk eldfjallavefsjá] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210325213838/http://islenskeldfjoll.is/ |date=2021-03-25 }}
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5316 Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? - Vísindavefur]
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=54080 Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin? - Vísindavefur ]
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=53136 Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það? - Vísindavefur ]
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Eldfjallafræði]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
skqh56t1jsvxov5aehpn3wwigu7uyzs
1763658
1763633
2022-08-03T20:31:21Z
Berserkur
10188
/* 21. öld */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Katla 1918.jpg|thumbnail|Katla 1918]]
[[Mynd:Bárðarbunga Volcano, September 4 2014 - 15145866372.jpg|thumbnail|Nornahraun-Holuhraun 2014]]
{{heimildir|Vantar heimildir fyrir eldgosum og ártölum}}
'''Eldgosaannáll Íslands'''
== Forsöguleg gos ==
* fyrir um 16 000 000 árum - elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
* um 6700 f.Kr. - Stórgos á [[Veiðivötn|Veiðivatnasvæðinu]], þá rann [[Þjórsárhraunið mikla]]. Þetta er mesta hraungos sem vitað er um að orðið hafi á Íslandi. Þjórsárhraunið er hátt í 1000 ferkílómetrar að flatarmáli og rann yfir 100 km leið allt til sjávar og myndar ströndina milli Þjórsár- og Ölfusárósa.
* um 5000 f.kr. - [[Hekla]] (H5). Fyrsta súra gjóskugosið í Heklu. Þá féll öskulagið H5 en það finnst í jarðvegi á miðhálendinu og víða um Norðurland.
* um 3000 f.Kr. - [[Vestmannaeyjar]]. Myndun Helgafells og eldra hraunsins á Heimaey.
* um 2500 f.Kr. - [[Hekla]] (H4)
* um 1200 f.Kr - Veiðivatnasvæði, [[Búrfellshraun í Landsveit|Búrfellshraun]] rann úr gígaröð í grennd við Veiðivötn, annars vegar að [[Þórisós]]i og hins vegan niður með [[Tungná]] og Þjórsá allt niður í [[Landsveit]]
* um 1000 f.Kr. - [[Katla]]. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
* um 900 f.Kr. - [[Hekla]] (H3)
* um 250 e.Kr. - [[Snæfellsjökull]]
== 9. og 10. öld ==
* um [[870]] - Ösku- og hraungos í Vatnaöldum, Landnámslagið myndast
* um [[900]] - [[Afstapahraun]]
* um [[900]] - ? í Vatnajökli
* um [[900]] - Krafla
* um [[900]] - Hallmundarhraun rennur.
* um [[900]] - Rauðhálsahraun í Hnappadal
* um [[905]] - ? í Vatnajökli
* um [[920]] - Undan Reykjanesi, staðsetning óviss. Gjóskulag frá gosinu er þekkt.
* um [[920]] - Katla (öskulag nefnt Katla-R)
* um [[934]] - Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. [[Landnámabók|Landnámu]]. Landnáma segir einnig frá myndun [[Sólheimasandur|Sólheimasands]] í miklu hlaupi [[Jökulsá á Sólheimasandi|Jökulsár]].
* um [[940]] - Í Vatnajökli/Veiðivötnum (gjóskulag á NA-landi)
* [[999]] eða [[1000]] - Svínahraun
* um [[1000]] - Katla. Gjóskulag er frá þessum tíma. Heimild fyrir hlaupi.
== 11. öld ==
* um [[1060]] - ? í Vatnajökli
== 12. öld ==
* [[1104]] - Hekla. Fyrsta gos hennar á sögulegum tíma og það mesta. Mikið öskufall til norðurs og norðausturs. [[Þjórsárdalur]] eyddist, þ.á m. bærinn [[Stöng (bær)|Stöng]].
* [[1151]] - [[Krýsuvíkureldar]]. Gos í [[Trölladyngja|Trölladyngju]]; [[Ögmundarhraun]] og [[Kapelluhraun]] renna.
* [[1158]] - Hekla, gos nr. 2
* um [[1160]] - ? í Vatnajökli
* [[1160]]-[[1180]] - Tvisvar gaus í sjó undan Reykjanesi (öskulög þekkt)
* [[1179]] - Katla. Heimildir eru óljósar en öskulag hefur fundist í Grænlandsjökli.
* [[1188]] - ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu
== 13. öld ==
* [[1206]] - Hekla, gos nr. 3
* [[1210]]-[[1211|11]] - undan [[Reykjanes]]i. [[Eldey]] myndaðist.
* [[1222]] - Hekla, gos nr. 4
* [[1223]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1225]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1226]]-[[1227|27]] - nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi í kjölfarið.
* [[1231]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1238]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1240]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1245]] - Katla. Eldur og hlaup úr Sólheimajökli.
* [[1262]] - Katla. Eldur með miklu öskufalli í Sólheimajökli. Síðasta hlaupið á Sólheimasandi.
* [[1300]]-[[1301|01]] - Hekla, gos nr. 5. Mikið öskufall í Skagafirði og hungursneyð í kjölfarið.
== 14. öld ==
* [[1311]] - Katla. Myrkur á Austfjörðum og öskufall víða um land. Mikið hlaup, sennilega á Mýrdalssandi, en heimildir um það eru óljósar og misvísandi. Ótíð og heybrestur árið eftir með tilheyrandi mannfalli.
* [[1332]] - í Vatnajökli, sennilega í Grímsvötnum.
* [[1340]] - ? Brennisteinsfjöll (engin hraun frá 14. öld hafa fundist á Reykjanesskaga)
* [[1341]] - Hekla, gos nr. 6. Askan barst vestur um Borgarfjörð og Akranes. Mikill skepnufellir, sérstaklega á Rangárvöllum og eyddust margar byggðir.
* [[1341]] - ? Grímsvötn
* [[1354]] - ? Grímsvötn
* [[1357]] - Katla. Mikið gos og tjón.
* [[1362]] - [[Knappafellsjökull]]. Mesta öskugos Íslandssögunnar. Eyddist [[Litla-Hérað]] allt og virðast fáir hafa komist af. Var sveitin nefnd [[Öræfi]] þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn [[Öræfajökull]]. Mest af öskunni barst til austurs á haf út en eyddi þó miklu af Hornafirði og Lónshverfi í leiðinni. Jökulhlaup fram á Skeiðarársand og út í sjó.
* [[1372]] - norðvestan Grímseyjar
* [[1389]]-[[1390|90]] - í og við Heklu, gos nr. 7. Norðurhraun rennur, Skarð, Tjaldastaðir og e.t.v. fleiri bæir fara undir hraun.
== 15. öld ==
* [[1416]] - Katla
* [[1422]] - undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.
* [[1440]] - Hekla eða nágrenni
* [[1477]] - á Heljargjárrein. Gos á langri sprungu í Veiðivötnum allt að vestanverðum Vatnajökli.
* um [[1480]]-[[1500]] - Katla
* um [[1500]] - í Vatnajökli
== 16. öld ==
* [[1510]] - Hekla, gos nr. 8. Stórgos með miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá sögulegum tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.
* [[1554]] - Vondubjallar suðvestur af Heklu. Gosið stóð í 6 vikur um vorið. Rauðubjallar mynduðust og frá þeim rann Pálssteinshraun.
* [[1580]] - Katla
* um [[1582]] - við Eldey
* [[1597]] - Hekla, gos nr. 9. Gos hófst [[3. janúar]] og stóð langt fram á sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó helst í Mýrdal.
* [[1598]] - Grímsvötn
== 17. öld ==
* [[1603]] - Grímsvötn
* [[1612]] - Katla (og/eða Eyjafjallajökull). Gos hófst [[16. október]] en heimildum ber ekki saman um í hvorum jöklinum hafi gosið, Katla talin líklegri.
* [[1619]] - Grímsvötn
* [[1625]] - Katla. [[2. september|2.]] - [[14. september]]. Stórgos með miklu öskufalli til austurs. 25 bæir fóru í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
* [[1629]] - Grímsvötn
* [[1636]]-[[1637|37]] - Hekla, gos nr. 10. Gosið hófst [[8. maí]] og stóð í rúmt ár. Öskufall til norðausturs og tjón lítið.
* [[1637]]-[[1638|38]] - við Vestmannaeyjar
* [[1638]] - Grímsvötn
* [[1655]] - ? sennilegt gos í Vatnajökli, líklega í [[Kverkfjöll]]um. Stórhlaup í [[Jökulsá á Fjöllum]].
* [[1659]] - Grímsvötn
* [[1660]]-[[1661|61]] - Katla. Gosið hófst [[3. nóvember]] og stóð fram yfir áramót. Lítið öskufall en stórt hlaup á [[Mýrdalssandur|Mýrdalssandi]] og tók Höfðabrekku af.
* [[1681]] - í Vatnajökli
* [[1684]]-[[1685|85]] - Grímsvötn. Stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, einn maður fórst auk fjölda búfjár.
* [[1693]] - Hekla, gos nr. 11. Gos hófst [[13. febrúar]] og stóð fram á haust. Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum.
* [[1693]] - Katla
* [[1697]] - í Vatnajökli
== 18. öld ==
* [[1702]] - í Vatnajökli
* [[1706]] - í Vatnajökli
* [[1711]]-[[1712|12]] - Kverkfjöll
* [[1716]] - í Vatnajökli
* [[1717]] - í Vatnajökli
* [[1721]] - Katla. Mikið öskufall, um 1 km³ og stórhlaup.
* [[1724]]-[[1729|29]] - [[Mývatnseldar]]. Hraun rann m.a. út í Mývatn og sprengigígurinn Víti við Kröflu myndaðist.
* [[1725]] - í Vatnajökli
* [[1725]] - suðaustur af Heklu
* [[1726]] - í Vatnajökli
* [[1727]] - Öræfajökull, við jökulrætur ofan Sandfellsskerja. 3 fórust.
* [[1729]] - Kverkfjöll
* [[1746]] - Mývatnseldar, 1 gos
* [[1753]] - suðvestan Grímsvatna
* [[1755]]-[[1756|56]] - Katla. Gosið hófst [[17. október]] og stóð fram í miðjan febrúar. Barst mikil aska, um 1,5 km³, til austnorðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi, mest vestan við Hafursey. Eldingar bönuðu 2 mönnum. Um 50 bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið.
* [[1766]] - vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
* [[1766]]-[[1768|68]] - Hekla, gos nr. 12. Öskufall í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. 10 jarðir fóru í eyði.
* [[1774]] - Grímsvötn
* [[1783]] - á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. [[Nýey]] reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
* [[1783]]-[[1784|84]] - [[Skaftáreldar]] / Grímsvötn. Hraun runnu meðfram Skaftá og Hverfisfljóti niður á láglendi og þöktu um 580 km². Öskufall og eiturmóða ollu heybresti og hungursneyð um mestallt land.
* [[1797]] - Grímsvötn
== 19. öld ==
* [[1807]] - Grímsvötn
* [[1816]] - Grímsvötn
* [[1821]] - Katla
* [[1821]]-[[1823|23]] - Eyjafjallajökull. Gosið hófst [[19. desember]] og var kraftlítið framan af. Ekkert hraun rann en nokkurt öskufall varð. Hlaup til norðurs út í Markarfljót.
* [[1823]] - í Vatnajökli
* [[1830]] - Eldeyjarboði
* [[1838]] - Grímsvötn
* [[1845]]-[[1846|46]] - Hekla, gos nr. 13. Gosið hófst [[2. september]] og stóð í um 7 mánuði. Mikið öskufall til suðausturs og hlaup í Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um 25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna þessa.
* [[1854]] - Grímsvötn
* [[1860]] - Katla. Lítið gos.
* ? [[1861]] - Grímsvötn
* [[1862]]-[[1864|64]] - á Heljargjárrein. Gos hófst [[30. júní]] á um 15 km langri sprungu norðan Tungnaárjökuls. Mynduðust þar Tröllagígar og rann frá þeim Tröllahraun.
* [[1867]] - Grímsvötn
* [[1867]]-[[1868|68]] - Mánáreyjar
* [[1872]] - í Vatnajökli
* [[1873]] - Grímsvötn
* [[1874]] - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.
* [[1875]] - Askja. Hraungos hófst [[3. janúar]]. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.
* [[1875]] - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum [[18. febrúar]] á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.
* [[1875]] - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst [[28. mars]] og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.
* [[1876]] - Askja. Seinast sást til elds í árslok.
* [[1876]] - í Vatnajökli
* [[1878]] - Krakatindur austan Heklu
* [[1879]] - Geirfuglasker
* [[1883]] - Grímsvötn
* ? [[1884]] - nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
* ? [[1885]] - Grímsvötn
* [[1887]] - Grímsvötn
* [[1889]] - Grímsvötn
* [[1892]] - Grímsvötn
* ? [[1896]] - líklegt gos suður af Vestmannaeyjum
* [[1897]] - Grímsvötn
== 20. öld ==
* [[1902]]-[[1904|04]] - Grímsvötn
* [[1905]]-[[1906|06]] - Grímsvötn
* [[1908]]-[[1909|09]] - Grímsvötn
* [[1910]] - Grímsvötn. Öskufalls varð vart austanlands frá júní til nóvember.
* [[1913]] - Mundafell / Lambafit austan við Heklu.
* [[1918]] - Katla. Gosið hófst [[12. október]] og var lokið [[5. nóvember]]. Gosmökkurinn náði 14,3 km hæð og olli talsverðu tjóni í Skaftártungu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi og voru leitarmenn þar hætt komnir en margt fé týndist.
* [[1921]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1922]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1922]] - Grímsvötn. Gos hófst í lok september og lauk innan mánaðar.
* [[1923]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1923]] - Grímsvötn. Smágos.
* [[1926]] - Askja. Gos um sumarið. Lítil eyja myndaðist í Öskjuvatni.
* [[1926]] - við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
* [[1927]] - við Esjufjöll. Smágos og allmikið hlaup undan Breiðamerkurjökli sem varð einum manni að bana.
* ? [[1929]] - Askja
* [[1929]] - Kverkfjöll. Eldur sást lengi um sumarið.
* [[1933]] - Grímsvötn. Smágos.
* [[1934]] - Grímsvötn. Gos hófst í lok mars og stóð fram í miðjan apríl.
* [[1938]] - Grímsvötn. Gos nyrst í öskjunni en komst ekki upp úr jökulísnum.
* ? [[1941]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* ? [[1945]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* [[1947]]-[[1948|48]] - Hekla, gos nr. 14. Gosið hófst [[29. mars]] með sprengingu. Gosmökkurinn náði 30 km hæð; öskufall til suðurs yfir Fljótshlíð og Eyjafjöll. Heklugjá opnaðist endilöng, um 0,8 km³ af hrauni runnu, mest til vesturs og suðvesturs úr Axlargíg.
* ? [[1954]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* ? [[1955]] - Katla. Sennilega smágos undir jöklinum. Lítið hlaup.
* [[1961]] - Askja. Hraungos hófst [[26. október]] á um 300 m langri sprungu og stóð fram í lok nóvember.
* [[1963]]-[[1967|67]] - [[Vestmannaeyjar]]: [[Surtsey]] reis úr sæ [[14. nóvember]] í neðasjávargosi suðvestur af Geirfuglaskeri. Síðar mynduðust eyjarnar Syrtlingur og Jólnir en hurfu fljótt aftur.
* [[1970]] - Hekla, gos nr. 15. Gos hófst [[5. maí]] í suðvesturhluta Heklugjár og í Skjólkvíum norðan fjallsins. Talsvert öskufall til NNV, allt norður í Húnavatnssýslur. Í fjallinu sjálfu hætti virknin eftir nokkra daga en í Skjólkvíum gaus í um 2 mánuði.
* [[1973]] - Vestmannaeyjar. 1600 m löng gossprunga opnast austast á [[Heimaey]] [[23. janúar]]. Um þriðjungur bæjarins fór undir hraun, yfir 400 eignir eyðilögðust. [[Eldfell]] myndaðist og Heimaey stækkaði til austurs.
* [[1975]] - Kröflueldar, 1. gos [[20. desember]]. Hraungos á stuttri sprungu við Leirhnjúk.
* [[1977]] - Kröflueldar, 2. gos [[27. apríl|27.]] - [[29. apríl]]
* [[1977]] - Kröflueldar, 3. gos [[8. september|8.]] - [[9. september]]
* [[1980]] - Kröflueldar, 4. gos [[16. mars]]
* [[1980]] - Kröflueldar, 5. gos [[10. júlí|10.]] - [[18. júlí]]
* [[1980]]-[[1981|81]] - Hekla, gos nr. 16. Gosið hófst [[17. ágúst]] og stóð fram á hinn [[20. ágúst|20.]]. Aska barst til norðurs, hraun rann mest til vesturs og norðurs. Gosið tók sig upp aftur [[9. apríl]] árið eftir og lauk endanlega [[16. apríl]].
* [[1980]] - Kröflueldar, 6. gos [[18. október|18.]] - [[23. október]]
* [[1981]] - Kröflueldar, 7. gos [[30. janúar]] - [[4. febrúar]]
* [[1981]] - Kröflueldar, 8. gos [[18. nóvember|18.]] - [[23. nóvember]]
* [[1983]] - Grímsvötn. Smágos í maílok.
* ? [[1984]] - Grímsvötn. Sennilega smágos.
* [[1984]] - Kröflueldar, 9. gos [[4. september|4.]] - [[18. september]]
* ? [[1985]] - Lokahryggur undir Vatnajökli. Hugsanlegt smágos. Gosórói á mælum og sigkatlar í jöklinum.
* [[1991]] - Hekla, gos nr. 17. Gos hófst 17. janúar í suðurhluta Heklugjár en dróst fljótt saman. Einn gígur austan í fjallinu var virkur til [[17. mars]]. Talsvert hraun rann sunnan megin í fjallinu en öskufall var lítið.
* [[1996]] - [[Gjálpargosið]] / Bárðarbunga. Gos hófst [[30. september]] á 4-5 km sprungu undir jökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna og stóð til [[13. október]]. Skjálftavirknin benti til kvikuhlaups frá Bárðarbungu. Bræðsluvatn rann til Grímsvatna og hljóp þaðan út á Skeiðarársand [[5. nóvember]].
* [[1998]] - Grímsvötn. [[18. desember|18.]] - [[28. desember]].
* [[2000]] - Hekla, gos nr. 18 [[26. febrúar]] - [[8. mars]].
== 21. öld ==
* [[2004]] - [[Grímsvötn]]. Gos hófst [[1. nóvember]].
* [[2010]] - [[Eyjafjallajökull]]. Gos hófst á [[Fimmvörðuháls]]i [[20. mars]].
* [[2010]] - [[Eyjafjallajökull]]. Gos hófst í [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökli]] [[14. apríl]].
* [[2011]] - [[Grímsvötn]]. Gos hófst [[21. maí]].
* [[2014]] - [[2015]] - [[Holuhraun]]. Gos hófst [[29. ágúst]] 2014 og því lauk 28. febrúar 2015.
* [[2021]], [[2022]] - [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Fagradalsfjall]] og nágrenni. Gos hófst [[19. mars]] og stóð í 6 mánuði.<ref>https://www.ruv.is/frett/2021/03/18/helstu-tidindi-eldgos-hafid-i-fagradalsfjalli</ref>
*[[|Eldgosið við Meradali 2022|Þann 3. ágúst 2022 opnaðist önnur sprunga við Meradali]].
==Tenglar==
*[https://islenskeldfjoll.is/ Íslensk eldfjallavefsjá] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210325213838/http://islenskeldfjoll.is/ |date=2021-03-25 }}
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5316 Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? - Vísindavefur]
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=54080 Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin? - Vísindavefur ]
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=53136 Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það? - Vísindavefur ]
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Eldfjallafræði]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
avnsxxne0sqjdj845687oxkif9paa5c
1763659
1763658
2022-08-03T20:31:44Z
Berserkur
10188
/* 21. öld */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Katla 1918.jpg|thumbnail|Katla 1918]]
[[Mynd:Bárðarbunga Volcano, September 4 2014 - 15145866372.jpg|thumbnail|Nornahraun-Holuhraun 2014]]
{{heimildir|Vantar heimildir fyrir eldgosum og ártölum}}
'''Eldgosaannáll Íslands'''
== Forsöguleg gos ==
* fyrir um 16 000 000 árum - elsta berg sem þekkt er á Íslandi myndaðist í hraungosi.
* um 6700 f.Kr. - Stórgos á [[Veiðivötn|Veiðivatnasvæðinu]], þá rann [[Þjórsárhraunið mikla]]. Þetta er mesta hraungos sem vitað er um að orðið hafi á Íslandi. Þjórsárhraunið er hátt í 1000 ferkílómetrar að flatarmáli og rann yfir 100 km leið allt til sjávar og myndar ströndina milli Þjórsár- og Ölfusárósa.
* um 5000 f.kr. - [[Hekla]] (H5). Fyrsta súra gjóskugosið í Heklu. Þá féll öskulagið H5 en það finnst í jarðvegi á miðhálendinu og víða um Norðurland.
* um 3000 f.Kr. - [[Vestmannaeyjar]]. Myndun Helgafells og eldra hraunsins á Heimaey.
* um 2500 f.Kr. - [[Hekla]] (H4)
* um 1200 f.Kr - Veiðivatnasvæði, [[Búrfellshraun í Landsveit|Búrfellshraun]] rann úr gígaröð í grennd við Veiðivötn, annars vegar að [[Þórisós]]i og hins vegan niður með [[Tungná]] og Þjórsá allt niður í [[Landsveit]]
* um 1000 f.Kr. - [[Katla]]. Tvö öskulög á Suðurlandi og Reykjanesskaga.
* um 900 f.Kr. - [[Hekla]] (H3)
* um 250 e.Kr. - [[Snæfellsjökull]]
== 9. og 10. öld ==
* um [[870]] - Ösku- og hraungos í Vatnaöldum, Landnámslagið myndast
* um [[900]] - [[Afstapahraun]]
* um [[900]] - ? í Vatnajökli
* um [[900]] - Krafla
* um [[900]] - Hallmundarhraun rennur.
* um [[900]] - Rauðhálsahraun í Hnappadal
* um [[905]] - ? í Vatnajökli
* um [[920]] - Undan Reykjanesi, staðsetning óviss. Gjóskulag frá gosinu er þekkt.
* um [[920]] - Katla (öskulag nefnt Katla-R)
* um [[934]] - Katla og Eldgjá. Mikið hraunflóð úr Eldgjá rann yfir Álftaver, Meðalland og Landbrot. Sennilega sá jarðeldur, sem Molda-Gnúpur og hans fólk hrökklaðist undan skv. [[Landnámabók|Landnámu]]. Landnáma segir einnig frá myndun [[Sólheimasandur|Sólheimasands]] í miklu hlaupi [[Jökulsá á Sólheimasandi|Jökulsár]].
* um [[940]] - Í Vatnajökli/Veiðivötnum (gjóskulag á NA-landi)
* [[999]] eða [[1000]] - Svínahraun
* um [[1000]] - Katla. Gjóskulag er frá þessum tíma. Heimild fyrir hlaupi.
== 11. öld ==
* um [[1060]] - ? í Vatnajökli
== 12. öld ==
* [[1104]] - Hekla. Fyrsta gos hennar á sögulegum tíma og það mesta. Mikið öskufall til norðurs og norðausturs. [[Þjórsárdalur]] eyddist, þ.á m. bærinn [[Stöng (bær)|Stöng]].
* [[1151]] - [[Krýsuvíkureldar]]. Gos í [[Trölladyngja|Trölladyngju]]; [[Ögmundarhraun]] og [[Kapelluhraun]] renna.
* [[1158]] - Hekla, gos nr. 2
* um [[1160]] - ? í Vatnajökli
* [[1160]]-[[1180]] - Tvisvar gaus í sjó undan Reykjanesi (öskulög þekkt)
* [[1179]] - Katla. Heimildir eru óljósar en öskulag hefur fundist í Grænlandsjökli.
* [[1188]] - ? Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun runnu
== 13. öld ==
* [[1206]] - Hekla, gos nr. 3
* [[1210]]-[[1211|11]] - undan [[Reykjanes]]i. [[Eldey]] myndaðist.
* [[1222]] - Hekla, gos nr. 4
* [[1223]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1225]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1226]]-[[1227|27]] - nokkur gos á Reykjanesi. Þeim eru eignuð Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun, Illahraun og Arnarseturshraun. Sandvetur af völdum mikils öskugoss við Reykjanestá og féll svokallað Miðaldalag. Harðindi í kjölfarið.
* [[1231]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1238]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1240]] - undan Reykjanesi, staðsetning óviss.
* [[1245]] - Katla. Eldur og hlaup úr Sólheimajökli.
* [[1262]] - Katla. Eldur með miklu öskufalli í Sólheimajökli. Síðasta hlaupið á Sólheimasandi.
* [[1300]]-[[1301|01]] - Hekla, gos nr. 5. Mikið öskufall í Skagafirði og hungursneyð í kjölfarið.
== 14. öld ==
* [[1311]] - Katla. Myrkur á Austfjörðum og öskufall víða um land. Mikið hlaup, sennilega á Mýrdalssandi, en heimildir um það eru óljósar og misvísandi. Ótíð og heybrestur árið eftir með tilheyrandi mannfalli.
* [[1332]] - í Vatnajökli, sennilega í Grímsvötnum.
* [[1340]] - ? Brennisteinsfjöll (engin hraun frá 14. öld hafa fundist á Reykjanesskaga)
* [[1341]] - Hekla, gos nr. 6. Askan barst vestur um Borgarfjörð og Akranes. Mikill skepnufellir, sérstaklega á Rangárvöllum og eyddust margar byggðir.
* [[1341]] - ? Grímsvötn
* [[1354]] - ? Grímsvötn
* [[1357]] - Katla. Mikið gos og tjón.
* [[1362]] - [[Knappafellsjökull]]. Mesta öskugos Íslandssögunnar. Eyddist [[Litla-Hérað]] allt og virðast fáir hafa komist af. Var sveitin nefnd [[Öræfi]] þegar hún fór að byggjast aftur og jökullinn [[Öræfajökull]]. Mest af öskunni barst til austurs á haf út en eyddi þó miklu af Hornafirði og Lónshverfi í leiðinni. Jökulhlaup fram á Skeiðarársand og út í sjó.
* [[1372]] - norðvestan Grímseyjar
* [[1389]]-[[1390|90]] - í og við Heklu, gos nr. 7. Norðurhraun rennur, Skarð, Tjaldastaðir og e.t.v. fleiri bæir fara undir hraun.
== 15. öld ==
* [[1416]] - Katla
* [[1422]] - undan Reykjanesi. Eyja myndast og stendur í nokkur ár.
* [[1440]] - Hekla eða nágrenni
* [[1477]] - á Heljargjárrein. Gos á langri sprungu í Veiðivötnum allt að vestanverðum Vatnajökli.
* um [[1480]]-[[1500]] - Katla
* um [[1500]] - í Vatnajökli
== 16. öld ==
* [[1510]] - Hekla, gos nr. 8. Stórgos með miklu öskufalli til suðurs. Stærsta Hekluhraun frá sögulegum tíma. Mikil landeyðing í Rangárvallasýslu í kjölfarið.
* [[1554]] - Vondubjallar suðvestur af Heklu. Gosið stóð í 6 vikur um vorið. Rauðubjallar mynduðust og frá þeim rann Pálssteinshraun.
* [[1580]] - Katla
* um [[1582]] - við Eldey
* [[1597]] - Hekla, gos nr. 9. Gos hófst [[3. janúar]] og stóð langt fram á sumar. Gjóska dreifðist víða en olli litlum búsifjum, þó helst í Mýrdal.
* [[1598]] - Grímsvötn
== 17. öld ==
* [[1603]] - Grímsvötn
* [[1612]] - Katla (og/eða Eyjafjallajökull). Gos hófst [[16. október]] en heimildum ber ekki saman um í hvorum jöklinum hafi gosið, Katla talin líklegri.
* [[1619]] - Grímsvötn
* [[1625]] - Katla. [[2. september|2.]] - [[14. september]]. Stórgos með miklu öskufalli til austurs. 25 bæir fóru í eyði. Þorsteinn Magnússon klausturhaldari í Þykkvabæ skrifaði skýrslu um gosið, hina fyrstu sinnar tegundar á Íslandi.
* [[1629]] - Grímsvötn
* [[1636]]-[[1637|37]] - Hekla, gos nr. 10. Gosið hófst [[8. maí]] og stóð í rúmt ár. Öskufall til norðausturs og tjón lítið.
* [[1637]]-[[1638|38]] - við Vestmannaeyjar
* [[1638]] - Grímsvötn
* [[1655]] - ? sennilegt gos í Vatnajökli, líklega í [[Kverkfjöll]]um. Stórhlaup í [[Jökulsá á Fjöllum]].
* [[1659]] - Grímsvötn
* [[1660]]-[[1661|61]] - Katla. Gosið hófst [[3. nóvember]] og stóð fram yfir áramót. Lítið öskufall en stórt hlaup á [[Mýrdalssandur|Mýrdalssandi]] og tók Höfðabrekku af.
* [[1681]] - í Vatnajökli
* [[1684]]-[[1685|85]] - Grímsvötn. Stórt hlaup í Jökulsá á Fjöllum, einn maður fórst auk fjölda búfjár.
* [[1693]] - Hekla, gos nr. 11. Gos hófst [[13. febrúar]] og stóð fram á haust. Mikið öskufall til norðvesturs í upphafi goss sem olli miklu og varanlegu tjóni í nærsveitum.
* [[1693]] - Katla
* [[1697]] - í Vatnajökli
== 18. öld ==
* [[1702]] - í Vatnajökli
* [[1706]] - í Vatnajökli
* [[1711]]-[[1712|12]] - Kverkfjöll
* [[1716]] - í Vatnajökli
* [[1717]] - í Vatnajökli
* [[1721]] - Katla. Mikið öskufall, um 1 km³ og stórhlaup.
* [[1724]]-[[1729|29]] - [[Mývatnseldar]]. Hraun rann m.a. út í Mývatn og sprengigígurinn Víti við Kröflu myndaðist.
* [[1725]] - í Vatnajökli
* [[1725]] - suðaustur af Heklu
* [[1726]] - í Vatnajökli
* [[1727]] - Öræfajökull, við jökulrætur ofan Sandfellsskerja. 3 fórust.
* [[1729]] - Kverkfjöll
* [[1746]] - Mývatnseldar, 1 gos
* [[1753]] - suðvestan Grímsvatna
* [[1755]]-[[1756|56]] - Katla. Gosið hófst [[17. október]] og stóð fram í miðjan febrúar. Barst mikil aska, um 1,5 km³, til austnorðausturs og olli miklu tjóni í Skaftártungu, Álftaveri og Síðu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi, mest vestan við Hafursey. Eldingar bönuðu 2 mönnum. Um 50 bæir fóru í eyði, flestir þó aðeins tímabundið.
* [[1766]] - vestanvert í Vatnajökli, sennilega í Bárðarbungu.
* [[1766]]-[[1768|68]] - Hekla, gos nr. 12. Öskufall í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum. 10 jarðir fóru í eyði.
* [[1774]] - Grímsvötn
* [[1783]] - á Reykjaneshrygg suðvestur af Eldey. [[Nýey]] reis úr sjó en hvarf fljótt aftur.
* [[1783]]-[[1784|84]] - [[Skaftáreldar]] / Grímsvötn. Hraun runnu meðfram Skaftá og Hverfisfljóti niður á láglendi og þöktu um 580 km². Öskufall og eiturmóða ollu heybresti og hungursneyð um mestallt land.
* [[1797]] - Grímsvötn
== 19. öld ==
* [[1807]] - Grímsvötn
* [[1816]] - Grímsvötn
* [[1821]] - Katla
* [[1821]]-[[1823|23]] - Eyjafjallajökull. Gosið hófst [[19. desember]] og var kraftlítið framan af. Ekkert hraun rann en nokkurt öskufall varð. Hlaup til norðurs út í Markarfljót.
* [[1823]] - í Vatnajökli
* [[1830]] - Eldeyjarboði
* [[1838]] - Grímsvötn
* [[1845]]-[[1846|46]] - Hekla, gos nr. 13. Gosið hófst [[2. september]] og stóð í um 7 mánuði. Mikið öskufall til suðausturs og hlaup í Ytri-Rangá. Hraun runnu til vesturs og norðvesturs, um 25 km², og var bærinn Næfurholt fluttur um set vegna þessa.
* [[1854]] - Grímsvötn
* [[1860]] - Katla. Lítið gos.
* ? [[1861]] - Grímsvötn
* [[1862]]-[[1864|64]] - á Heljargjárrein. Gos hófst [[30. júní]] á um 15 km langri sprungu norðan Tungnaárjökuls. Mynduðust þar Tröllagígar og rann frá þeim Tröllahraun.
* [[1867]] - Grímsvötn
* [[1867]]-[[1868|68]] - Mánáreyjar
* [[1872]] - í Vatnajökli
* [[1873]] - Grímsvötn
* [[1874]] - Askja. Líklegt gos í febrúar. Gufumekkir sáust.
* [[1875]] - Askja. Hraungos hófst [[3. janúar]]. Sigketill byrjaði að myndast síðar í mánuðinum.
* [[1875]] - Askja. Hraungos hófst í Sveinagjá á Mývatnsöræfum [[18. febrúar]] á 25 km langri sprungu. Stóð það fram í miðjan ágúst og rann frá því Nýjahraun. Talið vera kvikuhlaup undan Öskju.
* [[1875]] - Askja. Eitt mesta öskugos Íslandssögunnar hófst [[28. mars]] og stóð í um 8 klst. Gaus úr Víti og fleiri gígum. Mikið tjón af öskufalli um miðbik Austurlands og fóru margir bæir í eyði. Fluttust margir Austfirðingar til Vesturheims í kjölfarið. Vísir að Öskjuvatni myndaðist og stækkaði það jafnt og þétt. Fleiri gosa varð vart á næstu mánuðum.
* [[1876]] - Askja. Seinast sást til elds í árslok.
* [[1876]] - í Vatnajökli
* [[1878]] - Krakatindur austan Heklu
* [[1879]] - Geirfuglasker
* [[1883]] - Grímsvötn
* ? [[1884]] - nálægt Eldey. Óljósar heimildir.
* ? [[1885]] - Grímsvötn
* [[1887]] - Grímsvötn
* [[1889]] - Grímsvötn
* [[1892]] - Grímsvötn
* ? [[1896]] - líklegt gos suður af Vestmannaeyjum
* [[1897]] - Grímsvötn
== 20. öld ==
* [[1902]]-[[1904|04]] - Grímsvötn
* [[1905]]-[[1906|06]] - Grímsvötn
* [[1908]]-[[1909|09]] - Grímsvötn
* [[1910]] - Grímsvötn. Öskufalls varð vart austanlands frá júní til nóvember.
* [[1913]] - Mundafell / Lambafit austan við Heklu.
* [[1918]] - Katla. Gosið hófst [[12. október]] og var lokið [[5. nóvember]]. Gosmökkurinn náði 14,3 km hæð og olli talsverðu tjóni í Skaftártungu. Mikið hlaup á Mýrdalssandi og voru leitarmenn þar hætt komnir en margt fé týndist.
* [[1921]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1922]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1922]] - Grímsvötn. Gos hófst í lok september og lauk innan mánaðar.
* [[1923]] - Askja. Lítið hraungos.
* [[1923]] - Grímsvötn. Smágos.
* [[1926]] - Askja. Gos um sumarið. Lítil eyja myndaðist í Öskjuvatni.
* [[1926]] - við Eldey. Ólga í sjónum í nokkrar klst.
* [[1927]] - við Esjufjöll. Smágos og allmikið hlaup undan Breiðamerkurjökli sem varð einum manni að bana.
* ? [[1929]] - Askja
* [[1929]] - Kverkfjöll. Eldur sást lengi um sumarið.
* [[1933]] - Grímsvötn. Smágos.
* [[1934]] - Grímsvötn. Gos hófst í lok mars og stóð fram í miðjan apríl.
* [[1938]] - Grímsvötn. Gos nyrst í öskjunni en komst ekki upp úr jökulísnum.
* ? [[1941]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* ? [[1945]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* [[1947]]-[[1948|48]] - Hekla, gos nr. 14. Gosið hófst [[29. mars]] með sprengingu. Gosmökkurinn náði 30 km hæð; öskufall til suðurs yfir Fljótshlíð og Eyjafjöll. Heklugjá opnaðist endilöng, um 0,8 km³ af hrauni runnu, mest til vesturs og suðvesturs úr Axlargíg.
* ? [[1954]] - Grímsvötn. Hugsanlegt gos.
* ? [[1955]] - Katla. Sennilega smágos undir jöklinum. Lítið hlaup.
* [[1961]] - Askja. Hraungos hófst [[26. október]] á um 300 m langri sprungu og stóð fram í lok nóvember.
* [[1963]]-[[1967|67]] - [[Vestmannaeyjar]]: [[Surtsey]] reis úr sæ [[14. nóvember]] í neðasjávargosi suðvestur af Geirfuglaskeri. Síðar mynduðust eyjarnar Syrtlingur og Jólnir en hurfu fljótt aftur.
* [[1970]] - Hekla, gos nr. 15. Gos hófst [[5. maí]] í suðvesturhluta Heklugjár og í Skjólkvíum norðan fjallsins. Talsvert öskufall til NNV, allt norður í Húnavatnssýslur. Í fjallinu sjálfu hætti virknin eftir nokkra daga en í Skjólkvíum gaus í um 2 mánuði.
* [[1973]] - Vestmannaeyjar. 1600 m löng gossprunga opnast austast á [[Heimaey]] [[23. janúar]]. Um þriðjungur bæjarins fór undir hraun, yfir 400 eignir eyðilögðust. [[Eldfell]] myndaðist og Heimaey stækkaði til austurs.
* [[1975]] - Kröflueldar, 1. gos [[20. desember]]. Hraungos á stuttri sprungu við Leirhnjúk.
* [[1977]] - Kröflueldar, 2. gos [[27. apríl|27.]] - [[29. apríl]]
* [[1977]] - Kröflueldar, 3. gos [[8. september|8.]] - [[9. september]]
* [[1980]] - Kröflueldar, 4. gos [[16. mars]]
* [[1980]] - Kröflueldar, 5. gos [[10. júlí|10.]] - [[18. júlí]]
* [[1980]]-[[1981|81]] - Hekla, gos nr. 16. Gosið hófst [[17. ágúst]] og stóð fram á hinn [[20. ágúst|20.]]. Aska barst til norðurs, hraun rann mest til vesturs og norðurs. Gosið tók sig upp aftur [[9. apríl]] árið eftir og lauk endanlega [[16. apríl]].
* [[1980]] - Kröflueldar, 6. gos [[18. október|18.]] - [[23. október]]
* [[1981]] - Kröflueldar, 7. gos [[30. janúar]] - [[4. febrúar]]
* [[1981]] - Kröflueldar, 8. gos [[18. nóvember|18.]] - [[23. nóvember]]
* [[1983]] - Grímsvötn. Smágos í maílok.
* ? [[1984]] - Grímsvötn. Sennilega smágos.
* [[1984]] - Kröflueldar, 9. gos [[4. september|4.]] - [[18. september]]
* ? [[1985]] - Lokahryggur undir Vatnajökli. Hugsanlegt smágos. Gosórói á mælum og sigkatlar í jöklinum.
* [[1991]] - Hekla, gos nr. 17. Gos hófst 17. janúar í suðurhluta Heklugjár en dróst fljótt saman. Einn gígur austan í fjallinu var virkur til [[17. mars]]. Talsvert hraun rann sunnan megin í fjallinu en öskufall var lítið.
* [[1996]] - [[Gjálpargosið]] / Bárðarbunga. Gos hófst [[30. september]] á 4-5 km sprungu undir jökli milli Bárðarbungu og Grímsvatna og stóð til [[13. október]]. Skjálftavirknin benti til kvikuhlaups frá Bárðarbungu. Bræðsluvatn rann til Grímsvatna og hljóp þaðan út á Skeiðarársand [[5. nóvember]].
* [[1998]] - Grímsvötn. [[18. desember|18.]] - [[28. desember]].
* [[2000]] - Hekla, gos nr. 18 [[26. febrúar]] - [[8. mars]].
== 21. öld ==
* [[2004]] - [[Grímsvötn]]. Gos hófst [[1. nóvember]].
* [[2010]] - [[Eyjafjallajökull]]. Gos hófst á [[Fimmvörðuháls]]i [[20. mars]].
* [[2010]] - [[Eyjafjallajökull]]. Gos hófst í [[Eyjafjallajökull|Eyjafjallajökli]] [[14. apríl]].
* [[2011]] - [[Grímsvötn]]. Gos hófst [[21. maí]].
* [[2014]] - [[2015]] - [[Holuhraun]]. Gos hófst [[29. ágúst]] 2014 og því lauk 28. febrúar 2015.
* [[2021]], [[2022]] - [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Fagradalsfjall]] og nágrenni. Gos hófst [[19. mars]] og stóð í 6 mánuði.<ref>https://www.ruv.is/frett/2021/03/18/helstu-tidindi-eldgos-hafid-i-fagradalsfjalli</ref>
*[[Eldgosið við Meradali 2022|Þann 3. ágúst 2022 opnaðist önnur sprunga við Meradali]].
==Tenglar==
*[https://islenskeldfjoll.is/ Íslensk eldfjallavefsjá] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210325213838/http://islenskeldfjoll.is/ |date=2021-03-25 }}
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=5316 Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki? - Vísindavefur]
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=54080 Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin? - Vísindavefur ]
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=53136 Hvert er stærsta sprengigos á Íslandi og hvenær varð það? - Vísindavefur ]
== Tilvísanir ==
[[Flokkur:Eldfjallafræði]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:Saga Íslands]]
shwiy934ou3qyiyrur901bav7pccevx
Slóvakía
0
5184
1763705
1763586
2022-08-04T11:36:42Z
Akigka
183
/* Efnahagur */
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Slóvakía
| nafn_á_frummáli = Slovenská republika
| nafn_í_eignarfalli = Slóvakíu
| fáni = Flag of Slovakia.svg
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovakia.svg
| staðsetningarkort = EU-Slovakia.svg
| tungumál = [[slóvakíska]]
| höfuðborg = [[Bratislava]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóvakíu|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóvakíu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Zuzana Čaputová]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Eduard Heger]]
| ESBaðild = [[2004]]
| stærðarsæti = 127
| flatarmál = 49.035
| hlutfall_vatns = 0,72
| mannfjöldaár = 2022
| mannfjöldasæti = 117
| fólksfjöldi = 5.460.185
| íbúar_á_ferkílómetra = 111
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = [[Skipting Tékkóslóvakíu]]
| dagsetning1 = 1. janúar 1993
| VLF_ár = 2022
| VLF = 203,243
| VLF_sæti = 70
| VLF_á_mann = 37.136
| VLF_á_mann_sæti = 41
| VÞL = {{hækkun}} 0.860
| VÞL_sæti = 39
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[evra]] (EUR)
| tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 á sumrin)
| þjóðsöngur = [[Nad Tatrou sa blýska]]
| tld = sk
| símakóði = 421
}}
'''Slóvakía''' (slóvakíska ''Slovensko'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Austurríki]] og [[Tékkland]]i í vestri, [[Pólland]]i í norðri, [[Úkraína|Úkraínu]] í austri og [[Ungverjaland]]i í suðri. Helstu borgir eru [[Bratislava]], sem er [[höfuðborg]] landsins, [[Košice]], [[Prešov]], [[Žilina]], [[Nitra]] og [[Banská Bystrica]].
==Saga==
[[Slavar]] settust að þar sem nú er Slóvakía á [[Þjóðflutningatímabilið|Þjóðflutningatímabilinu]] á [[5. öldin|5.]] og [[6. öldin|6. öld]] og voru miðstöð [[ríki Samós|ríkis Samós]] á [[7. öldin|7. öld]]. Á [[9. öldin|9. öld]] var [[furstadæmið Nitra]] stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af [[Stór-Moravía|Stór-Moravíu]] ásamt [[Moravía|Moravíu]]. Eftir [[10. öldin|10. öld]] varð Slóvakía smám saman hluti af [[Konungsríkið Ungverjaland|Ungverjalandi]] sem aftur varð hluti af [[Austurríki-Ungverjaland]]i. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] varð Slóvakía hluti af [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið [[1939]] að undirlagi [[Þýskaland]]s en eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingarinnar]] lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992.
Slóvakía gekk í [[Evrópusambandið]] og [[Atlantshafsbandalagið]] árið 2004 og gerðist aðili að [[Schengen-samstarfið|Schengen]] árið 2007.
==Landfræði==
[[Mynd:Slovacchia CIA map.gif|thumb|Kort.]]
[[Mynd:Slovakia topo.jpg|thumb|Kort sem sýnir fjöll landsins.]]
[[Karpatafjöll]] eru í mið- og norðurhluta og landsins. Undirfjöll þeirra [[Tatrafjöll]] eru með tugi tinda yfir 2500 metrum; tindurinn [[Gerlachovský štít]] rís þeirra hæst (2655 m).
Níu [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] þekja 6,5% svæði landsins. [[Hellar]] skipta hundruðum en þrjátíu þeirra eru opnir almenningi, þar af eru 5 hellar á lista [[UNESCO]].
Helstu fljót eru [[Dunajec]], [[Dóná]] og [[Morava]] en þau mynda einnig landamæri við nágrannalöndin. [[Skógur|Skógar]] þekja um 41% landsins.
==Stjórnmál==
===Stjórnsýslueiningar===
Slóvakía skiptist í átta héruð (''krajov'' - eintala: ''kraj'') sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (''okresy'') sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (''obec'').
{| style="background:none;"
|-
|
<div style="position: relative; <!-- this tests fine, which is what I needed: float:right -->;">
[[Image:Slovakia location map no surrounding.svg|500px]]
<div style="font-size:80%">
{{Image label|x=28|y=170|text='''[[Bratislava-hérað|Bratislava]]'''}}
{{Image label|x=75|y=155|text='''[[Trnava-hérað|Trnava]]'''}}
{{Image label|x=120|y=190|text='''[[Nitra-hérað|Nitra]]'''}}
{{Image label|x=115|y=100|text='''[[Trenčín-hérað|Trenčín]]'''}}
{{Image label|x=190|y=75|text='''[[Žilina-hérað|Žilina]]'''}}
{{Image label|x=195|y=135|text='''[[Banská Bystrica-hérað|Banská Bystrica]]'''}}
{{Image label|x=360|y=75|text='''[[Prešov-hérað|Prešov]]'''}}
{{Image label|x=340|y=125|text='''[[Košice-hérað|Košice]]'''}}
</div></div>
<noinclude>
|
{| class="wikitable"
|- style="line-height:1.25em; width:100%; font-size:85%;"
! Heiti<br><small>(á íslensku)</small>
! Heiti<br><small>(á slóvakísku)</small>
! Höfuðstaður
! Íbúafjöldi<br><small>(2011)</small>
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Bratislava Region.svg|x24px]] [[Bratislava-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Bratislavský kraj'' || style="font-size:90%;" | [[Bratislava]] || align=right | 602.436
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Trnava Region.svg|x24px]] [[Trnava-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Trnavský kraj'' || [[Trnava]] || align=right | 554.741
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Nitra Region.svg|x24px]] [[Nitra-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Nitriansky kraj'' || [[Nitra]] || align=right | 689.867
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Trenčín Region.svg|x24px]] [[Trenčín-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Trenčiansky kraj'' || [[Trenčín]] || align=right | 594.328
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Banská Bystrica Region.svg|x24px]] [[Banská Bystrica-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Banskobystrický kraj'' || [[Banská Bystrica]] || align=right | 660.563
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Žilina Region.svg|x24px]] [[Žilina-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Žilinský kraj'' || [[Žilina]] || align=right | 688.851
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Prešov Region.svg|x24px]] [[Prešov-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Prešovský kraj'' || [[Prešov]] || align=right | 814.527
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Košice Region.svg|x24px]] [[Košice-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Košický kraj'' || [[Košice]] || align=right | 791.723
|}
|
|-
|}
==Efnahagur==
Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað ''Tatratígurinn'' (eftir [[Tatra-fjöll]]um á landamærum Slóvakíu og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, [[einkavæðing]]u og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru [[hátækni]]vörur, [[bíll|bílar]] og bílahlutar.
== Íbúar ==
Íbúar Slóvakíu er yfir 5,4 milljónir og eru flestir [[Slóvakar]] að uppruna. [[Þéttleiki byggðar]] er að meðaltali 110 íbúar á ferkílómetra.<ref>{{Cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title=Europe:: Slovakia — The World Factbook - Central Intelligence Agency|website=www.cia.gov|access-date=28 July 2019}}</ref> Samkvæmt manntali árið 2021 telur meirihluti íbúa Slóvakíu sig vera [[Slóvakar|Slóvaka]] (83,82%). Stærsta þjóðarbrotið sem býr í Slóvakíu eru [[Ungverjar]] (7,75%). Aðrir minnihlutahópar eru meðal annars [[Rómafólk]] (1,23%),<ref>{{cite web|title=Roma political and cultural activists estimate that the number of Roma in Slovakia is higher, citing a figure of 350,000 to 400,000|url=http://www.slovakia.org/society-roma.htm|publisher=Slovakia.org|access-date=25 November 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20130822033250/http://www.slovakia.org/society-roma.htm|archive-date=22 August 2013|url-status=dead}}</ref> [[Tékkar]] (0,53%), [[Rusynar]] (0,44%) og aðrir eða ótilgreint (6,1%).<ref>{{cite web|title= Census 2021|url=https://www.scitanie.sk/zilinsky-kraj-s-najvyssim-podielom-slovenskej-narodnosti|publisher=scitanie.sk}}</ref>
Árið 2018 var [[miðaldur]] íbúa Slóvakíu 41 ár.<ref>{{citation|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title= The World FactBook - Serbia|date=12 July 2018|work=[[The World Factbook]]}}</ref>
Stórir hópar Slóvaka fluttust burt seint á 19. og í byrjun 20. aldar. Árið 1990 sögðust 1,8 milljónir manna í Ameríku eiga sér slóvakískan uppruna.<ref>"[https://www.loc.gov/rr/european/imsk/slovakia.html The Slovaks in America]". European Reading Room, Library of Congress.</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Stubbur|landafræði}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Slóvakía]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
sv3g5etc51p0ot4zfjg7zhi7th8rcii
1763716
1763705
2022-08-04T11:50:50Z
Akigka
183
/* Saga */
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Slóvakía
| nafn_á_frummáli = Slovenská republika
| nafn_í_eignarfalli = Slóvakíu
| fáni = Flag of Slovakia.svg
| skjaldarmerki = Coat of Arms of Slovakia.svg
| staðsetningarkort = EU-Slovakia.svg
| tungumál = [[slóvakíska]]
| höfuðborg = [[Bratislava]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Slóvakíu|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Slóvakíu|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Zuzana Čaputová]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Eduard Heger]]
| ESBaðild = [[2004]]
| stærðarsæti = 127
| flatarmál = 49.035
| hlutfall_vatns = 0,72
| mannfjöldaár = 2022
| mannfjöldasæti = 117
| fólksfjöldi = 5.460.185
| íbúar_á_ferkílómetra = 111
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = [[Skipting Tékkóslóvakíu]]
| dagsetning1 = 1. janúar 1993
| VLF_ár = 2022
| VLF = 203,243
| VLF_sæti = 70
| VLF_á_mann = 37.136
| VLF_á_mann_sæti = 41
| VÞL = {{hækkun}} 0.860
| VÞL_sæti = 39
| VÞL_ár = 2019
| gjaldmiðill = [[evra]] (EUR)
| tímabelti = [[UTC]]+1 (+2 á sumrin)
| þjóðsöngur = [[Nad Tatrou sa blýska]]
| tld = sk
| símakóði = 421
}}
'''Slóvakía''' (slóvakíska ''Slovensko'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]]. Það á landamæri að [[Austurríki]] og [[Tékkland]]i í vestri, [[Pólland]]i í norðri, [[Úkraína|Úkraínu]] í austri og [[Ungverjaland]]i í suðri. Helstu borgir eru [[Bratislava]], sem er [[höfuðborg]] landsins, [[Košice]], [[Prešov]], [[Žilina]], [[Nitra]] og [[Banská Bystrica]].
== Heiti ==
Nafn landsins, ''Slovensko'' á [[slóvakíska|slóvakísku]], merkir „land [[Slavar|Slava]]“ og er dregið af eldri orðmynd ''Sloven/Slovienin''. Það er því skylt heitunum [[Slóvenía]] og [[Slavónía]]. Í miðaldalatínu, þýsku og jafnvel slavneskum heimildum var sama nafnið oft notað yfir Slóvaka, Slóvena, Slavóna og Slava almennt. Samkvæmt einni kenningu myndaðist nýtt heiti yfir forfeður Slóvaka milli 13. og 14. aldar, hugsanlega vegna áhrifa frá [[tékkneska]] orðinu ''Slovák'' sem er að finna í heimildum frá 13. öld.<ref name="ReferenceA">UHLÁR, V.: O pôvode názvov Slovák, Slovensko a slovenčina</ref> Þessi orðmynd varð smám saman að heiti yfir karlkyns Slóvaka, en konur (''Slovenka''), landið (''Slovensko'') og heiti tungumálsins (''slovenčina'') voru áfram byggð á eldri orðmyndinni. Flestar erlendar útgáfur af nafninu eru því dregnar af nýrri orðmyndinni (''Slóvakía'' á íslensku, ''Slowakei'' í þýsku, ''Slovaquie'' í frönsku o.s.frv.).
Í miðaldalatínu voru heitin Slavus, Slavonia og Slavorum (og fleiri)<ref name="ReferenceA"/> notuð. Í þýskum heimildum voru lönd Slóvaka nefnd Windenland (sbr. [[Vindland]]) eða Windische Lande,<ref>{{cite book |last1=Papasonov |first1=Mária |last2=Šmahel |first2=František |last3=Dvořáková |first3=Daniela |first4=Ulrich |last4=Richental |title=Kostnická kronika. |location=Budmerice |publisher=Vydavateľstvo Rak |date=2009 |isbn=978-808550142-1}}.</ref> en orðin ''Slovakia'' og ''Schlowakei'' koma fyrir frá 16. öld.<ref>Uličný, Ferdinand (2014). "Toponymum Slovensko – pôvod a obsah názvu" [The name Slovakia (Slovensko) – its origin and content]. Historický časopis. Historický ústav SAV (3): 548. ISSN 0018-2575.</ref> Núverandi heiti landsins á slóvakísku, ''Slovensko'', kemur fyrst fyrir árið 1675.<ref>{{cite web |url=https://www.juls.savba.sk/ediela/ks/1992/8/ks1992-8.pdf |title=Výrazová a významová diferenciácia a vznik nových pomenovaní |work=Kultúra Slova |access-date=19 August 2021 |url-status=live}}</ref>
==Saga==
[[Slavar]] settust að þar sem nú er Slóvakía á [[Þjóðflutningatímabilið|Þjóðflutningatímabilinu]] á [[5. öldin|5.]] og [[6. öldin|6. öld]] og voru miðstöð [[ríki Samós|ríkis Samós]] á [[7. öldin|7. öld]]. Á [[9. öldin|9. öld]] var [[furstadæmið Nitra]] stofnað í kringum borgina Nitra sem síðar varð hluti af [[Stór-Moravía|Stór-Moravíu]] ásamt [[Moravía|Moravíu]]. Eftir [[10. öldin|10. öld]] varð Slóvakía smám saman hluti af [[Konungsríkið Ungverjaland|Ungverjalandi]] sem aftur varð hluti af [[Austurríki-Ungverjaland]]i. Þegar Austurríki-Ungverjaland leystist upp í kjölfar [[Fyrri heimsstyrjöld|Fyrri heimsstyrjaldar]] varð Slóvakía hluti af [[Tékkóslóvakía|Tékkóslóvakíu]] ásamt Tékklandi. Slóvakía lýsti yfir stofnun sjálfstæðs ríkis árið [[1939]] að undirlagi [[Þýskaland]]s en eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var Tékkóslóvakía sameinuð á ný. Í kjölfar [[Flauelsbyltingin|Flauelsbyltingarinnar]] lýsti Slóvakía aftur yfir sjálfstæði árið 1992.
Slóvakía gekk í [[Evrópusambandið]] og [[Atlantshafsbandalagið]] árið 2004 og gerðist aðili að [[Schengen-samstarfið|Schengen]] árið 2007.
==Landfræði==
[[Mynd:Slovacchia CIA map.gif|thumb|Kort.]]
[[Mynd:Slovakia topo.jpg|thumb|Kort sem sýnir fjöll landsins.]]
[[Karpatafjöll]] eru í mið- og norðurhluta og landsins. Undirfjöll þeirra [[Tatrafjöll]] eru með tugi tinda yfir 2500 metrum; tindurinn [[Gerlachovský štít]] rís þeirra hæst (2655 m).
Níu [[þjóðgarður|þjóðgarðar]] þekja 6,5% svæði landsins. [[Hellar]] skipta hundruðum en þrjátíu þeirra eru opnir almenningi, þar af eru 5 hellar á lista [[UNESCO]].
Helstu fljót eru [[Dunajec]], [[Dóná]] og [[Morava]] en þau mynda einnig landamæri við nágrannalöndin. [[Skógur|Skógar]] þekja um 41% landsins.
==Stjórnmál==
===Stjórnsýslueiningar===
Slóvakía skiptist í átta héruð (''krajov'' - eintala: ''kraj'') sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Héruðin skiptast síðan í 79 umdæmi (''okresy'') sem aftur skiptast í mörg sveitarfélög (''obec'').
{| style="background:none;"
|-
|
<div style="position: relative; <!-- this tests fine, which is what I needed: float:right -->;">
[[Image:Slovakia location map no surrounding.svg|500px]]
<div style="font-size:80%">
{{Image label|x=28|y=170|text='''[[Bratislava-hérað|Bratislava]]'''}}
{{Image label|x=75|y=155|text='''[[Trnava-hérað|Trnava]]'''}}
{{Image label|x=120|y=190|text='''[[Nitra-hérað|Nitra]]'''}}
{{Image label|x=115|y=100|text='''[[Trenčín-hérað|Trenčín]]'''}}
{{Image label|x=190|y=75|text='''[[Žilina-hérað|Žilina]]'''}}
{{Image label|x=195|y=135|text='''[[Banská Bystrica-hérað|Banská Bystrica]]'''}}
{{Image label|x=360|y=75|text='''[[Prešov-hérað|Prešov]]'''}}
{{Image label|x=340|y=125|text='''[[Košice-hérað|Košice]]'''}}
</div></div>
<noinclude>
|
{| class="wikitable"
|- style="line-height:1.25em; width:100%; font-size:85%;"
! Heiti<br><small>(á íslensku)</small>
! Heiti<br><small>(á slóvakísku)</small>
! Höfuðstaður
! Íbúafjöldi<br><small>(2011)</small>
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Bratislava Region.svg|x24px]] [[Bratislava-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Bratislavský kraj'' || style="font-size:90%;" | [[Bratislava]] || align=right | 602.436
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Trnava Region.svg|x24px]] [[Trnava-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Trnavský kraj'' || [[Trnava]] || align=right | 554.741
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Nitra Region.svg|x24px]] [[Nitra-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Nitriansky kraj'' || [[Nitra]] || align=right | 689.867
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Trenčín Region.svg|x24px]] [[Trenčín-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Trenčiansky kraj'' || [[Trenčín]] || align=right | 594.328
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Banská Bystrica Region.svg|x24px]] [[Banská Bystrica-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Banskobystrický kraj'' || [[Banská Bystrica]] || align=right | 660.563
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Žilina Region.svg|x24px]] [[Žilina-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Žilinský kraj'' || [[Žilina]] || align=right | 688.851
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Prešov Region.svg|x24px]] [[Prešov-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Prešovský kraj'' || [[Prešov]] || align=right | 814.527
|-
| [[Mynd:Coat of Arms of Košice Region.svg|x24px]] [[Košice-hérað]]
| style="font-size:90%;" | ''Košický kraj'' || [[Košice]] || align=right | 791.723
|}
|
|-
|}
==Efnahagur==
Efnahagur Slóvakíu óx hratt á árunum frá 2002 til 2007 þegar hagvöxtur náði 10,5%. Landið var kallað ''Tatratígurinn'' (eftir [[Tatra-fjöll]]um á landamærum Slóvakíu og Póllands). Aukinn hagvöxtur stafaði einkum af breytingu úr áætlunarbúskap í markaðsbúskap undir stjórn hægristjórna, [[einkavæðing]]u og aukinni erlendri fjárfestingu. Helstu útflutningsvörur Slóvakíu eru [[hátækni]]vörur, [[bíll|bílar]] og bílahlutar.
== Íbúar ==
Íbúar Slóvakíu er yfir 5,4 milljónir og eru flestir [[Slóvakar]] að uppruna. [[Þéttleiki byggðar]] er að meðaltali 110 íbúar á ferkílómetra.<ref>{{Cite web|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title=Europe:: Slovakia — The World Factbook - Central Intelligence Agency|website=www.cia.gov|access-date=28 July 2019}}</ref> Samkvæmt manntali árið 2021 telur meirihluti íbúa Slóvakíu sig vera [[Slóvakar|Slóvaka]] (83,82%). Stærsta þjóðarbrotið sem býr í Slóvakíu eru [[Ungverjar]] (7,75%). Aðrir minnihlutahópar eru meðal annars [[Rómafólk]] (1,23%),<ref>{{cite web|title=Roma political and cultural activists estimate that the number of Roma in Slovakia is higher, citing a figure of 350,000 to 400,000|url=http://www.slovakia.org/society-roma.htm|publisher=Slovakia.org|access-date=25 November 2012|archive-url=https://web.archive.org/web/20130822033250/http://www.slovakia.org/society-roma.htm|archive-date=22 August 2013|url-status=dead}}</ref> [[Tékkar]] (0,53%), [[Rusynar]] (0,44%) og aðrir eða ótilgreint (6,1%).<ref>{{cite web|title= Census 2021|url=https://www.scitanie.sk/zilinsky-kraj-s-najvyssim-podielom-slovenskej-narodnosti|publisher=scitanie.sk}}</ref>
Árið 2018 var [[miðaldur]] íbúa Slóvakíu 41 ár.<ref>{{citation|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/slovakia/|title= The World FactBook - Serbia|date=12 July 2018|work=[[The World Factbook]]}}</ref>
Stórir hópar Slóvaka fluttust burt seint á 19. og í byrjun 20. aldar. Árið 1990 sögðust 1,8 milljónir manna í Ameríku eiga sér slóvakískan uppruna.<ref>"[https://www.loc.gov/rr/european/imsk/slovakia.html The Slovaks in America]". European Reading Room, Library of Congress.</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Stubbur|landafræði}}
{{Evrópa}}
{{Evrópusambandið}}
{{Evrópuráðið}}
{{Efnahags- og framfarastofnunin}}
[[Flokkur:Slóvakía]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
gkz8jddn9a42vk9vyamt3nlb4fdxvoy
ISO 3166-1
0
5606
1763626
1749112
2022-08-03T15:32:28Z
Dagvidur
4656
/* Heimildir */ Uppfærði tengil frá 2005
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-1''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[staðall|staðalsins]] sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir [[land|lönd]] og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út [[ár]]ið [[1974]] af [[Alþjóðlega staðlastofnunin|Alþjóðlegu staðlastofnuninni]].
Tveir skyldir staðlahlutar eru [[ISO 3166-2]] yfir stjórnsýslueiningar landa og [[ISO 3166-3]] yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá [[alþjóðastofnun]]um, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru [[listi yfir landsnúmer]] fyrir millilandasímtöl og landakóðar [[Alþjóðaólympíunefndin|Alþjóðaólympíunefndarinnar]].
{| {{prettytable}}
!alpha2
!alpha3
!Númer
!Svæði
!Svæði (á [[enska|ensku]])
|-
| ad || and || 020 || [[Andorra]] || [[:en:Andorra|Andorra]]
|-
| ae || are || 784 || [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] || [[:en:United Arab Emirates|United Arab Emirates]]
|-
| af || afg || 004 || [[Afganistan]] || [[:en:Afghanistan|Afghanistan]]
|-
| ag || atg || 028 || [[Antígva og Barbúda]] eða [[Antigúa]] || [[:en:Antigua and Barbuda|Antigua and Barbuda]]
|-
| ai || aia || 660 || [[Angvilla]] || [[:en:Anguilla|Anguilla]]
|-
| al || alb || 008 || [[Albanía]] || [[:en:Albania|Albania]]
|-
| am || arm || 051 || [[Armenía]] || [[:en:Armenia|Armenia]]
|-
| an || ant || 530 || [[Hollensku Antillur]] eða [[Hollensku Antillaeyjar]] || [[:en:Netherlands Antilles|Netherlands Antilles]]
|-
| ao || ago || 024 || [[Angóla]] || [[:en:Angola|Angola]]
|-
| aq || ata || 010 || [[Suðurskautslandið]] || [[:en:Antarctica|Antarctica]]
|-
| ar || arg || 032 || [[Argentína]] || [[:en:Argentina|Argentina]]
|-
| as || asm || 016 || [[Bandaríska Samóa]] || [[:en:American Samoa|American Samoa]]
|-
| at || aut || 040 || [[Austurríki]] || [[:en:Austria|Austria]]
|-
| au || aus || 036 || [[Ástralía]] || [[:en:Australia|Australia]]
|-
| aw || abw || 533 || [[Arúba]] || [[:en:Aruba|Aruba]]
|-
| ax || ala || 248 || [[Álandseyjar]] eða [[Áland]] || [[:en:Aland Islands|Aland Islands]]
|-
| az || aze || 031 || [[Aserbaídsjan]] || [[:en:Azerbaijan|Azerbaijan]]
|-
| ba || bih || 070 || [[Bosnía og Hersegóvína]] || [[:en:Bosnia and Herzegovina|Bosnia and Herzegovina]]
|-
| bb || brb || 052 || [[Barbados]] || [[:en:Barbados|Barbados]]
|-
| bd || bgd || 050 || [[Bangladess]] eða [[Bengalaland]] || [[:en:Bangladesh|Bangladesh]]
|-
| be || bel || 056 || [[Belgía]] || [[:en:Belgium|Belgium]]
|-
| bf || bfa || 854 || [[Búrkína Fasó]] || [[:en:Burkina Faso|Burkina Faso]]
|-
| bg || bgr || 100 || [[Búlgaría]] || [[:en:Bulgaria|Bulgaria]]
|-
| bh || bhr || 048 || [[Barein]] || [[:en:Bahrain|Bahrain]]
|-
| bi || bdi || 108 || [[Búrúndí]] || [[:en:Burundi|Burundi]]
|-
| bj || ben || 204 || [[Benín]] || [[:en:Benin|Benin]]
|-
| bm || bmu || 060 || [[Bermúdaeyjar]] eða [[Bermúda]] || [[:en:Bermuda|Bermuda]]
|-
| bn || brn || 096 || [[Brúnei]] || [[:en:Brunei Darussalam|Brunei Darussalam]]
|-
| bo || bol || 068 || [[Bólivía]] || [[:en:Bolivia|Bolivia]]
|-
| br || bra || 076 || [[Brasilía]] || [[:en:Brazil|Brazil]]
|-
| bs || bhs || 044 || [[Bahamaeyjar]] || [[:en:Bahamas|Bahamas]]
|-
| bt || btn || 064 || [[Bútan]] || [[:en:Bhutan|Bhutan]]
|-
| bv || bvt || 074 || [[Bouveteyja]] || [[:en:Bouvet Island|Bouvet Island]]
|-
| bw || bwa || 072 || [[Botsvana]] || [[:en:Botswana|Botswana]]
|-
| by || blr || 112 || [[Hvíta-Rússland]] || [[:en:Belarus|Belarus]]
|-
| bz || blz || 084 || [[Belís]] || [[:en:Belize|Belize]]
|-
| ca || can || 124 || [[Kanada]] || [[:en:Canada|Canada]]
|-
| cc || cck || 166 || [[Kókoseyjar]] || [[:en:Cocos Islands|Cocos Islands]]
|-
| cd || cod || 180 || [[Austur-Kongó]] || [[:en:The Democratic Republic of the Congo|The Democratic Republic of the Congo]]
|-
| cf || caf || 140 || [[Mið-Afríkulýðveldið]] || [[:en:Central African Republic|Central African Republic]]
|-
| cg || cog || 178 || [[Vestur-Kongó]] || [[:en:Republic of the Congo|Republic of the Congo]]
|-
| ch || che || 756 || [[Sviss]] || [[:en:Switzerland|Switzerland]]
|-
| ci || civ || 384 || [[Fílabeinsströndin]] || [[:en:Cote D'Ivoire|Cote D'Ivoire]]
|-
| ck || cok || 184 || [[Cookseyjar]] eða [[Cooks-eyjar]] || [[:en:Cook Islands|Cook Islands]]
|-
| cl || chl || 152 || [[Chile]] eða [[Síle]] || [[:en:Chile|Chile]]
|-
| cm || cmr || 120 || [[Kamerún]] || [[:en:Cameroon|Cameroon]]
|-
| cn || chn || 156 || [[Kína]] || [[:en:China|China]]
|-
| co || col || 170 || [[Kólumbía]] || [[:en:Colombia|Colombia]]
|-
| cr || cri || 188 || [[Kostaríka]] eða [[Kosta Ríka]] || [[:en:Costa Rica|Costa Rica]]
|-
| cu || cub || 192 || [[Kúba]] || [[:en:Cuba|Cuba]]
|-
| cv || cpv || 132 || [[Grænhöfðaeyjar]] || [[:en:Cape Verde|Cape Verde]]
|-
| cx || cxr || 162 || [[Jólaeyja]] eða [[Jólaey]] || [[:en:Christmas Island|Christmas Island]]
|-
| cy || cyp || 196 || [[Kýpur]] eða [[Kípur]] || [[:en:Cyprus|Cyprus]]
|-
| cz || cze || 203 || [[Tékkland]] || [[:en:Czech Republic|Czechia]]
|-
| de || deu || 276 || [[Þýskaland]] || [[:en:Germany|Germany]]
|-
| dj || dji || 262 || [[Djíbútí]] || [[:en:Djibouti|Djibouti]]
|-
| dk || dnk || 208 || [[Danmörk]] || [[:en:Denmark|Denmark]]
|-
| dm || dma || 212 || [[Dóminíka]] || [[:en:Dominica|Dominica]]
|-
| do || dom || 214 || [[Dóminíska lýðveldið]] || [[:en:Dominican Republic|Dominican Republic]]
|-
| dz || dza || 012 || [[Alsír]] || [[:en:Algeria|Algeria]]
|-
| ec || ecu || 218 || [[Ekvador]] || [[:en:Ecuador|Ecuador]]
|-
| ee || est || 233 || [[Eistland]] || [[:en:Estonia|Estonia]]
|-
| eg || egy || 818 || [[Egyptaland]] eða [[Egiptaland]] || [[:en:Egypt|Egypt]]
|-
| eh || esh || 732 || [[Vestur-Sahara]] || [[:en:Western Sahara|Western Sahara]]
|-
| er || eri || 232 || [[Erítrea]] || [[:en:Eritrea|Eritrea]]
|-
| es || esp || 724 || [[Spánn]] || [[:en:Spain|Spain]]
|-
| et || eth || 231 || [[Eþíópía]] eða [[Etíópía]] || [[:en:Ethiopia|Ethiopia]]
|-
| fi || fin || 246 || [[Finnland]] || [[:en:Finland|Finland]]
|-
| fj || fji || 242 || [[Fídjieyjar]] eða [[Fijieyjar]] || [[:en:Fiji|Fiji]]
|-
| fk || flk || 238 || [[Falklandseyjar]] || [[:en:Falkland Islands|Falkland Islands]]
|-
| fm || fsm || 583 || [[Míkrónesía]] || [[:en:Federated States of Micronesia|Federated States of Micronesia]]
|-
| fo || fro || 234 || [[Færeyjar]] || [[:en:Faroe Islands|Faroe Islands]]
|-
| fr || fra || 250 || [[Frakkland]] || [[:en:France|France]]
|-
| fx || fxx || 249 || || [[:en:Metropolitan France|Metropolitan France]]
|-
| ga || gab || 266 || [[Gabon]] || [[:en:Gabon|Gabon]]
|-
| gb || gbr || 826 || [[Bretland]] eða [[Stóra Bretland]] || [[:en:United Kingdom|United Kingdom]]
|-
| gd || grd || 308 || [[Grenada]] || [[:en:Grenada|Grenada]]
|-
| ge || geo || 268 || [[Georgía]] || [[:en:Georgia|Georgia]]
|-
| gf || guf || 254 || [[Franska Gvæjana]] || [[:en:French Guiana|French Guiana]]
|-
| gh || gha || 288 || [[Gana]] || [[:en:Ghana|Ghana]]
|-
| gi || gib || 292 || [[Gíbraltar]] || [[:en:Gibraltar|Gibraltar]]
|-
| gl || grl || 304 || [[Grænland]] || [[:en:Greenland|Greenland]]
|-
| gm || gmb || 270 || [[Gambía]] || [[:en:Gambia|Gambia]]
|-
| gn || gin || 324 || [[Gínea]] || [[:en:Guinea|Guinea]]
|-
| gp || glp || 312 || [[Gvadelúpeyjar]] || [[:en:Guadeloupe|Guadeloupe]]
|-
| gq || gnq || 226 || [[Miðbaugs-Gínea]] || [[:en:Equatorial Guinea|Equatorial Guinea]]
|-
| gr || grc || 300 || [[Grikkland]] || [[:en:Greece|Greece]]
|-
| gs || sgs || 239 || [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar]] || [[:en:South Georgia and the South Sandwich Islands|South Georgia and the South Sandwich Islands]]
|-
| gt || gtm || 320 || [[Gvatemala]] || [[:en:Guatemala|Guatemala]]
|-
| gu || gum || 316 || [[Gvam]] || [[:en:Guam|Guam]]
|-
| gw || gnb || 624 || [[Gínea-Bissá]] || [[:en:Guinea-Bissau|Guinea-Bissau]]
|-
| gy || guy || 328 || [[Gvæjana]] || [[:en:Guyana|Guyana]]
|-
| hk || hkg || 344 || [[Hong Kong]] || [[:en:Hong Kong|Hong Kong]]
|-
| hm || hmd || 334 || [[Heard og McDonaldseyjar]] || [[:en:Heard Island and McDonald Islands|Heard Island and McDonald Islands]]
|-
| hn || hnd || 340 || [[Hondúras]] || [[:en:Honduras|Honduras]]
|-
| hr || hrv || 191 || [[Króatía]] || [[:en:Croatia|Croatia]]
|-
| ht || hti || 332 || [[Haítí]] || [[:en:Haiti|Haiti]]
|-
| hu || hun || 348 || [[Ungverjaland]] || [[:en:Hungary|Hungary]]
|-
| id || idn || 360 || [[Indónesía]] || [[:en:Indonesia|Indonesia]]
|-
| ie || irl || 372 || [[Írland]] || [[:en:Ireland|Ireland]]
|-
| il || isr || 376 || [[Ísrael]] || [[:en:Israel|Israel]]
|-
| im || imn || 833 || [[Mön]] || [[:en:Isle of Man|Isle of Man]]
|-
| in || ind || 356 || [[Indland]] || [[:en:India|India]]
|-
| io || iot || 086 || [[Bresku Indlandshafseyjar]] || [[:en:British Indian Ocean Territory|British Indian Ocean Territory]]
|-
| iq || irq || 368 || [[Írak]] || [[:en:Iraq|Iraq]]
|-
| ir || irn || 364 || [[Íran]] || [[:en:Islamic Republic of Iran|Islamic Republic of Iran]]
|-
| is || isl || 352 || [[Ísland]] || [[:en:Iceland|Iceland]]
|-
| it || ita || 380 || [[Ítalía]] || [[:en:Italy|Italy]]
|-
| je || jey || 832 || [[Jersey]] || [[:en:Jersey|Jersey]]
|-
| jm || jam || 388 || [[Jamaíka]] || [[:en:Jamaica|Jamaica]]
|-
| jo || jor || 400 || [[Jórdanía]] || [[:en:Jordan|Jordan]]
|-
| jp || jpn || 392 || [[Japan]] || [[:en:Japan|Japan]]
|-
| ke || ken || 404 || [[Kenía]] || [[:en:Kenya|Kenya]]
|-
| kg || kgz || 417 || [[Kirgisistan]] eða [[Kirgísía]] || [[:en:Kyrgyzstan|Kyrgyzstan]]
|-
| kh || khm || 116 || [[Kambódía]] || [[:en:Cambodia|Cambodia]]
|-
| ki || kir || 296 || [[Kíribatí]] || [[:en:Kiribati|Kiribati]]
|-
| km || com || 174 || [[Kómoreyjar]] || [[:en:Comoros|Comoros]]
|-
| kn || kna || 659 || [[Sankti Kristófer og Nevis]] eða [[Sankti Kitts og Nevis]] || [[:en:Saint Kitts and Nevis|Saint Kitts and Nevis]]
|-
| kp || prk || 408 || [[Norður-Kórea]] || [[:en:Democratic People's Republic of Korea|Democratic People's Republic of Korea]]
|-
| kr || kor || 410 || [[Suður-Kórea]] || [[:en:Republic of Korea|Republic of Korea]]
|-
| kw || kwt || 414 || [[Kúveit]] || [[:en:Kuwait|Kuwait]]
|-
| ky || cym || 136 || [[Caymaneyjar]] || [[:en:Cayman Islands|Cayman Islands]]
|-
| kz || kaz || 398 || [[Kasakstan]] || [[:en:Kazakhstan|Kazakhstan]]
|-
| la || lao || 418 || [[Laos]] || [[:en:Lao People's Democratic Republic|Lao People's Democratic Republic]]
|-
| lb || lbn || 422 || [[Líbanon]] || [[:en:Lebanon|Lebanon]]
|-
| lc || lca || 662 || [[Sankti Lúsía]] || [[:en:Saint Lucia|Saint Lucia]]
|-
| li || lie || 438 || [[Liechtenstein]] || [[:en:Liechtenstein|Liechtenstein]]
|-
| lk || lka || 144 || [[Srí Lanka]] || [[:en:Sri Lanka|Sri Lanka]]
|-
| lr || lbr || 430 || [[Líbería]] || [[:en:Liberia|Liberia]]
|-
| ls || lso || 426 || [[Lesótó]] eða [[Lesóthó]] || [[:en:Lesotho|Lesotho]]
|-
| lt || ltu || 440 || [[Litháen]] eða [[Lithá]] || [[:en:Lithuania|Lithuania]]
|-
| lu || lux || 442 || [[Lúxemborg]] || [[:en:Luxembourg|Luxembourg]]
|-
| lv || lva || 428 || [[Lettland]] || [[:en:Latvia|Latvia]]
|-
| ly || lby || 434 || [[Líbía]] || [[:en:Libyan Arab Jamahiriya|Libyan Arab Jamahiriya]]
|-
| ma || mar || 504 || [[Marokkó]] || [[:en:Morocco|Morocco]]
|-
| mc || mco || 492 || [[Mónakó]] || [[:en:Monaco|Monaco]]
|-
| md || mda || 498 || [[Moldóva]] eða [[Moldavía]] || [[:en:Republic of Moldova|Republic of Moldova]]
|-
| me || mne || 499 || [[Svartfjallaland]] || [[:en:Montenegro|Montenegro]]
|-
| mg || mdg || 450 || [[Madagaskar]] || [[:en:Madagascar|Madagascar]]
|-
| mh || mhl || 584 || [[Marshalleyjar]] || [[:en:Marshall Islands|Marshall Islands]]
|-
| mk || mkd || 807 || [[Makedónía]] || [[:en:the Former Yugoslav Republic of Macedonia|the Former Yugoslav Republic of Macedonia]]
|-
| ml || mli || 466 || [[Malí]] || [[:en:Mali|Mali]]
|-
| mm || mmr || 104 || [[Mjanmar]] eða [[Burma]] || [[:en:Myanmar|Myanmar]]
|-
| mn || mng || 496 || [[Mongólía]] || [[:en:Mongolia|Mongolia]]
|-
| mo || mac || 446 || [[Makaó]] eða [[Macao]] || [[:en:Macao|Macao]]
|-
| mp || mnp || 580 || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[:en:Northern Mariana Islands|Northern Mariana Islands]]
|-
| mq || mtq || 474 || [[Martiník]] || [[:en:Martinique|Martinique]]
|-
| mr || mrt || 478 || [[Máritanía]] || [[:en:Mauritania|Mauritania]]
|-
| ms || msr || 500 || [[Montserrat]] || [[:en:Montserrat|Montserrat]]
|-
| mt || mlt || 470 || [[Malta]] || [[:en:Malta|Malta]]
|-
| mu || mus || 480 || [[Máritíus]] || [[:en:Mauritius|Mauritius]]
|-
| mv || mdv || 462 || [[Maldíveyjar]] || [[:en:Maldives|Maldives]]
|-
| mw || mwi || 454 || [[Malaví]] || [[:en:Malawi|Malawi]]
|-
| mx || mex || 484 || [[Mexíkó]] || [[:en:Mexico|Mexico]]
|-
| my || mys || 458 || [[Malasía]] || [[:en:Malaysia|Malaysia]]
|-
| mz || moz || 508 || [[Mósambík]] || [[:en:Mozambique|Mozambique]]
|-
| na || nam || 516 || [[Namibía]] || [[:en:Namibia|Namibia]]
|-
| nc || ncl || 540 || [[Nýja-Kaledónía]] || [[:en:New Caledonia|New Caledonia]]
|-
| ne || ner || 562 || [[Níger]] || [[:en:Niger|Niger]]
|-
| nf || nfk || 574 || [[Norfolkeyja]] || [[:en:Norfolk Island|Norfolk Island]]
|-
| ng || nga || 566 || [[Nígería]] || [[:en:Nigeria|Nigeria]]
|-
| ni || nic || 558 || [[Níkaragva]] eða [[Nikaragúa]] || [[:en:Nicaragua|Nicaragua]]
|-
| nl || nld || 528 || [[Holland]] || [[:en:Netherlands|Netherlands]]
|-
| no || nor || 578 || [[Noregur]] || [[:en:Norway|Norway]]
|-
| np || npl || 524 || [[Nepal]] || [[:en:Nepal|Nepal]]
|-
| nr || nru || 520 || [[Nárú]] || [[:en:Nauru|Nauru]]
|-
| nu || niu || 570 || [[Niue]] || [[:en:Niue|Niue]]
|-
| nz || nzl || 554 || [[Nýja-Sjáland]] || [[:en:New Zealand|New Zealand]]
|-
| om || omn || 512 || [[Óman]] || [[:en:Oman|Oman]]
|-
| pa || pan || 591 || [[Panama]] || [[:en:Panama|Panama]]
|-
| pe || per || 604 || [[Perú]] || [[:en:Peru|Peru]]
|-
| pf || pyf || 258 || [[Franska Pólýnesía]] || [[:en:French Polynesia|French Polynesia]]
|-
| pg || png || 598 || [[Papúa Nýja-Gínea]] || [[:en:Papua New Guinea|Papua New Guinea]]
|-
| ph || phl || 608 || [[Filippseyjar]] || [[:en:Philippines|Philippines]]
|-
| pk || pak || 586 || [[Pakistan]] || [[:en:Pakistan|Pakistan]]
|-
| pl || pol || 616 || [[Pólland]] || [[:en:Poland|Poland]]
|-
| pm || spm || 666 || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[:en:Saint Pierre and Miquelon|Saint Pierre and Miquelon]]
|-
| pn || pcn || 612 || [[Pitcairn]] || [[:en:Pitcairn|Pitcairn]]
|-
| pr || pri || 630 || [[Púertó Ríkó]] || [[:en:Puerto Rico|Puerto Rico]]
|-
| ps || pse || 275 || [[Heimastjórnarsvæði Palestínumanna]] || [[:en:Occupied Palestinian Territory|Occupied Palestinian Territory]]
|-
| pt || prt || 620 || [[Portúgal]] || [[:en:Portugal|Portugal]]
|-
| pw || plw || 585 || [[Palá]] || [[:en:Palau|Palau]]
|-
| py || pry || 600 || [[Paragvæ]] || [[:en:Paraguay|Paraguay]]
|-
| qa || qat || 634 || [[Katar]] || [[:en:Qatar|Qatar]]
|-
| re || reu || 638 || [[Réunion]] || [[:en:Reunion|Reunion]]
|-
| ro || rou || 642 || [[Rúmenía]] || [[:en:Romania|Romania]]
|-
| rs || srb || 688 || [[Serbía]] || [[:en:Serbia|Serbia]]
|-
| ru || rus || 643 || [[Rússland]] || [[:en:Russian Federation|Russian Federation]]
|-
| rw || rwa || 646 || [[Rúanda]] || [[:en:Rwanda|Rwanda]]
|-
| sa || sau || 682 || [[Sádi-Arabía]] || [[:en:Saudi Arabia|Saudi Arabia]]
|-
| sb || slb || 090 || [[Salómonseyjar]] || [[:en:Solomon Islands|Solomon Islands]]
|-
| sc || syc || 690 || [[Seychelles-eyjar]] || [[:en:Seychelles|Seychelles]]
|-
| sd || sdn || 736 || [[Súdan]] || [[:en:Sudan|Sudan]]
|-
| se || swe || 752 || [[Svíþjóð]] || [[:en:Sweden|Sweden]]
|-
| sg || sgp || 702 || [[Singapúr]] || [[:en:Singapore|Singapore]]
|-
| sh || shn || 654 || [[Sankti Helena]] || [[:en:Saint Helena|Saint Helena]]
|-
| si || svn || 705 || [[Slóvenía]] || [[:en:Slovenia|Slovenia]]
|-
| sj || sjm || 744 || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[:en:Svalbard and Jan Mayen|Svalbard and Jan Mayen]]
|-
| sk || svk || 703 || [[Slóvakía]] || [[:en:Slovakia|Slovakia]]
|-
| sl || sle || 694 || [[Síerra Leóne]] || [[:en:Sierra Leone|Sierra Leone]]
|-
| sm || smr || 674 || [[San Marínó]] || [[:en:San Marino|San Marino]]
|-
| sn || sen || 686 || [[Senegal]] || [[:en:Senegal|Senegal]]
|-
| so || som || 706 || [[Sómalía]] || [[:en:Somalia|Somalia]]
|-
| sr || sur || 740 || [[Súrínam]] || [[:en:Suriname|Suriname]]
|-
| st || stp || 678 || [[Saó Tóme og Prinsípe]] || [[:en:Sao Tome and Principe|Sao Tome and Principe]]
|-
| sv || slv || 222 || [[El Salvador]] || [[:en:El Salvador|El Salvador]]
|-
| sy || syr || 760 || [[Sýrland]] || [[:en:Syrian Arab Republic|Syrian Arab Republic]]
|-
| sz || swz || 748 || [[Svasíland]] || [[:en:Swaziland|Swaziland]]
|-
| tc || tca || 796 || [[Turks- og Caicoseyjar]] || [[:en:Turks and Caicos Islands|Turks and Caicos Islands]]
|-
| td || tcd || 148 || [[Tsjad]] || [[:en:Chad|Chad]]
|-
| tf || atf || 260 || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[:en:French Southern Territories|French Southern Territories]]
|-
| tg || tgo || 768 || [[Tógó]] || [[:en:Togo|Togo]]
|-
| th || tha || 764 || [[Taíland]] || [[:en:Thailand|Thailand]]
|-
| tj || tjk || 762 || [[Tadsjikistan]] || [[:en:Tajikistan|Tajikistan]]
|-
| tk || tkl || 772 || [[Tókelá]] || [[:en:Tokelau|Tokelau]]
|-
| tm || tkm || 795 || [[Túrkmenistan]] || [[:en:Turkmenistan|Turkmenistan]]
|-
| tn || tun || 788 || [[Túnis]] || [[:en:Tunisia|Tunisia]]
|-
| to || ton || 776 || [[Tonga]] eða [[Vináttueyjar]] || [[:en:Tonga|Tonga]]
|-
| tl || tls || 626 || [[Austur-Tímor]] || [[:en:Timor-Leste|Timor-Leste]]
|-
| tr || tur || 792 || [[Tyrkland]] || [[:en:Turkey|Turkey]]
|-
| tt || tto || 780 || [[Trínidad og Tóbagó]] || [[:en:Trinidad and Tobago|Trinidad and Tobago]]
|-
| tv || tuv || 798 || [[Túvalú]] || [[:en:Tuvalu|Tuvalu]]
|-
| tw || twn || 158 || [[Taívan]] || [[:en:Province of China Taiwan|Province of China Taiwan]]
|-
| tz || tza || 834 || [[Tansanía]] || [[:en:United Republic of Tanzania|United Republic of Tanzania]]
|-
| ua || ukr || 804 || [[Úkraína]] || [[:en:Ukraine|Ukraine]]
|-
| ug || uga || 800 || [[Úganda]] || [[:en:Uganda|Uganda]]
|-
| um || umi || 581 || [[Smáeyjar Bandaríkjanna]] || [[:en:United States Minor Outlying Islands|United States Minor Outlying Islands]]
|-
| us || usa || 840 || [[Bandaríkin]] eða [[Bandaríki Norður-Ameríku]] || [[:en:United States|United States]]
|-
| uy || ury || 858 || [[Úrúgvæ]] || [[:en:Uruguay|Uruguay]]
|-
| uz || uzb || 860 || [[Úsbekistan]] || [[:en:Uzbekistan|Uzbekistan]]
|-
| va || vat || 336 || [[Páfagarður]] eða [[Vatíkanið]] || [[:en:Holy See|Holy See]]
|-
| vc || vct || 670 || [[Sankti Vinsent og Grenadíneyjar]] || [[:en:Saint Vincent and the Grenadines|Saint Vincent and the Grenadines]]
|-
| ve || ven || 862 || [[Venesúela]] || [[:en:Venezuela|Venezuela]]
|-
| vg || vgb || 092 || [[Bresku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bresku Meyjaeyjar]] || [[:en:British Virgin Islands|British Virgin Islands]]
|-
| vi || vir || 850 || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bandarísku Meyjaeyjar]] || [[:en:U.S. Virgin Islands|U.S. Virgin Islands]]
|-
| vn || vnm || 704 || [[Víetnam]] || [[:en:Vietnam|Vietnam]]
|-
| vu || vut || 548 || [[Vanúatú]] || [[:en:Vanuatu|Vanuatu]]
|-
| wf || wlf || 876 || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[:en:Wallis and Futuna|Wallis and Futuna]]
|-
| ws || wsm || 882 || [[Samóa]] eða [[Vestur-Samóa]] || [[:en:Samoa|Samoa]]
|-
| ye || yem || 887 || [[Jemen]] || [[:en:Yemen|Yemen]]
|-
| yt || myt || 175 || [[Mayotte]] || [[:en:Mayotte|Mayotte]]
|-
| za || zaf || 710 || [[Suður-Afríka]] || [[:en:South Africa|South Africa]]
|-
| zm || zmb || 894 || [[Sambía]] || [[:en:Zambia|Zambia]]
|-
| zw || zwe || 716 || [[Zimbabwe]] eða [[Simbabve]] || [[:en:Zimbabwe|Zimbabwe]]
|}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti|titill='''Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti'''|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=http://www.siminn.is/control/index?pid=6508|titill=Landheitalisti símans|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2005}}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166-1 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
* [http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html ISO kóðar á vefsíðu CIA] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050305035152/http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html |date=2005-03-05 }}
* [http://tobiasconradi.com/geography/ ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)]
* [http://www.wout-bosteels.be/countries.xml ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060902073717/http://www.wout-bosteels.be/countries.xml |date=2006-09-02 }}
[[Flokkur:ISO 3166|1]]
[[Flokkur:Lönd]]
[[sv:ISO 3166#ISO 3166-1-koder]]
k1m7zzhnqhwoi7t79t25fia9e1vrcvq
1763627
1763626
2022-08-03T15:34:44Z
Dagvidur
4656
/* Heimildir */ Tók út tengil ("Landaheitalisti Simans") frá 2005 sem á ekki lengur við.
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-1''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[staðall|staðalsins]] sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir [[land|lönd]] og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út [[ár]]ið [[1974]] af [[Alþjóðlega staðlastofnunin|Alþjóðlegu staðlastofnuninni]].
Tveir skyldir staðlahlutar eru [[ISO 3166-2]] yfir stjórnsýslueiningar landa og [[ISO 3166-3]] yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá [[alþjóðastofnun]]um, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru [[listi yfir landsnúmer]] fyrir millilandasímtöl og landakóðar [[Alþjóðaólympíunefndin|Alþjóðaólympíunefndarinnar]].
{| {{prettytable}}
!alpha2
!alpha3
!Númer
!Svæði
!Svæði (á [[enska|ensku]])
|-
| ad || and || 020 || [[Andorra]] || [[:en:Andorra|Andorra]]
|-
| ae || are || 784 || [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] || [[:en:United Arab Emirates|United Arab Emirates]]
|-
| af || afg || 004 || [[Afganistan]] || [[:en:Afghanistan|Afghanistan]]
|-
| ag || atg || 028 || [[Antígva og Barbúda]] eða [[Antigúa]] || [[:en:Antigua and Barbuda|Antigua and Barbuda]]
|-
| ai || aia || 660 || [[Angvilla]] || [[:en:Anguilla|Anguilla]]
|-
| al || alb || 008 || [[Albanía]] || [[:en:Albania|Albania]]
|-
| am || arm || 051 || [[Armenía]] || [[:en:Armenia|Armenia]]
|-
| an || ant || 530 || [[Hollensku Antillur]] eða [[Hollensku Antillaeyjar]] || [[:en:Netherlands Antilles|Netherlands Antilles]]
|-
| ao || ago || 024 || [[Angóla]] || [[:en:Angola|Angola]]
|-
| aq || ata || 010 || [[Suðurskautslandið]] || [[:en:Antarctica|Antarctica]]
|-
| ar || arg || 032 || [[Argentína]] || [[:en:Argentina|Argentina]]
|-
| as || asm || 016 || [[Bandaríska Samóa]] || [[:en:American Samoa|American Samoa]]
|-
| at || aut || 040 || [[Austurríki]] || [[:en:Austria|Austria]]
|-
| au || aus || 036 || [[Ástralía]] || [[:en:Australia|Australia]]
|-
| aw || abw || 533 || [[Arúba]] || [[:en:Aruba|Aruba]]
|-
| ax || ala || 248 || [[Álandseyjar]] eða [[Áland]] || [[:en:Aland Islands|Aland Islands]]
|-
| az || aze || 031 || [[Aserbaídsjan]] || [[:en:Azerbaijan|Azerbaijan]]
|-
| ba || bih || 070 || [[Bosnía og Hersegóvína]] || [[:en:Bosnia and Herzegovina|Bosnia and Herzegovina]]
|-
| bb || brb || 052 || [[Barbados]] || [[:en:Barbados|Barbados]]
|-
| bd || bgd || 050 || [[Bangladess]] eða [[Bengalaland]] || [[:en:Bangladesh|Bangladesh]]
|-
| be || bel || 056 || [[Belgía]] || [[:en:Belgium|Belgium]]
|-
| bf || bfa || 854 || [[Búrkína Fasó]] || [[:en:Burkina Faso|Burkina Faso]]
|-
| bg || bgr || 100 || [[Búlgaría]] || [[:en:Bulgaria|Bulgaria]]
|-
| bh || bhr || 048 || [[Barein]] || [[:en:Bahrain|Bahrain]]
|-
| bi || bdi || 108 || [[Búrúndí]] || [[:en:Burundi|Burundi]]
|-
| bj || ben || 204 || [[Benín]] || [[:en:Benin|Benin]]
|-
| bm || bmu || 060 || [[Bermúdaeyjar]] eða [[Bermúda]] || [[:en:Bermuda|Bermuda]]
|-
| bn || brn || 096 || [[Brúnei]] || [[:en:Brunei Darussalam|Brunei Darussalam]]
|-
| bo || bol || 068 || [[Bólivía]] || [[:en:Bolivia|Bolivia]]
|-
| br || bra || 076 || [[Brasilía]] || [[:en:Brazil|Brazil]]
|-
| bs || bhs || 044 || [[Bahamaeyjar]] || [[:en:Bahamas|Bahamas]]
|-
| bt || btn || 064 || [[Bútan]] || [[:en:Bhutan|Bhutan]]
|-
| bv || bvt || 074 || [[Bouveteyja]] || [[:en:Bouvet Island|Bouvet Island]]
|-
| bw || bwa || 072 || [[Botsvana]] || [[:en:Botswana|Botswana]]
|-
| by || blr || 112 || [[Hvíta-Rússland]] || [[:en:Belarus|Belarus]]
|-
| bz || blz || 084 || [[Belís]] || [[:en:Belize|Belize]]
|-
| ca || can || 124 || [[Kanada]] || [[:en:Canada|Canada]]
|-
| cc || cck || 166 || [[Kókoseyjar]] || [[:en:Cocos Islands|Cocos Islands]]
|-
| cd || cod || 180 || [[Austur-Kongó]] || [[:en:The Democratic Republic of the Congo|The Democratic Republic of the Congo]]
|-
| cf || caf || 140 || [[Mið-Afríkulýðveldið]] || [[:en:Central African Republic|Central African Republic]]
|-
| cg || cog || 178 || [[Vestur-Kongó]] || [[:en:Republic of the Congo|Republic of the Congo]]
|-
| ch || che || 756 || [[Sviss]] || [[:en:Switzerland|Switzerland]]
|-
| ci || civ || 384 || [[Fílabeinsströndin]] || [[:en:Cote D'Ivoire|Cote D'Ivoire]]
|-
| ck || cok || 184 || [[Cookseyjar]] eða [[Cooks-eyjar]] || [[:en:Cook Islands|Cook Islands]]
|-
| cl || chl || 152 || [[Chile]] eða [[Síle]] || [[:en:Chile|Chile]]
|-
| cm || cmr || 120 || [[Kamerún]] || [[:en:Cameroon|Cameroon]]
|-
| cn || chn || 156 || [[Kína]] || [[:en:China|China]]
|-
| co || col || 170 || [[Kólumbía]] || [[:en:Colombia|Colombia]]
|-
| cr || cri || 188 || [[Kostaríka]] eða [[Kosta Ríka]] || [[:en:Costa Rica|Costa Rica]]
|-
| cu || cub || 192 || [[Kúba]] || [[:en:Cuba|Cuba]]
|-
| cv || cpv || 132 || [[Grænhöfðaeyjar]] || [[:en:Cape Verde|Cape Verde]]
|-
| cx || cxr || 162 || [[Jólaeyja]] eða [[Jólaey]] || [[:en:Christmas Island|Christmas Island]]
|-
| cy || cyp || 196 || [[Kýpur]] eða [[Kípur]] || [[:en:Cyprus|Cyprus]]
|-
| cz || cze || 203 || [[Tékkland]] || [[:en:Czech Republic|Czechia]]
|-
| de || deu || 276 || [[Þýskaland]] || [[:en:Germany|Germany]]
|-
| dj || dji || 262 || [[Djíbútí]] || [[:en:Djibouti|Djibouti]]
|-
| dk || dnk || 208 || [[Danmörk]] || [[:en:Denmark|Denmark]]
|-
| dm || dma || 212 || [[Dóminíka]] || [[:en:Dominica|Dominica]]
|-
| do || dom || 214 || [[Dóminíska lýðveldið]] || [[:en:Dominican Republic|Dominican Republic]]
|-
| dz || dza || 012 || [[Alsír]] || [[:en:Algeria|Algeria]]
|-
| ec || ecu || 218 || [[Ekvador]] || [[:en:Ecuador|Ecuador]]
|-
| ee || est || 233 || [[Eistland]] || [[:en:Estonia|Estonia]]
|-
| eg || egy || 818 || [[Egyptaland]] eða [[Egiptaland]] || [[:en:Egypt|Egypt]]
|-
| eh || esh || 732 || [[Vestur-Sahara]] || [[:en:Western Sahara|Western Sahara]]
|-
| er || eri || 232 || [[Erítrea]] || [[:en:Eritrea|Eritrea]]
|-
| es || esp || 724 || [[Spánn]] || [[:en:Spain|Spain]]
|-
| et || eth || 231 || [[Eþíópía]] eða [[Etíópía]] || [[:en:Ethiopia|Ethiopia]]
|-
| fi || fin || 246 || [[Finnland]] || [[:en:Finland|Finland]]
|-
| fj || fji || 242 || [[Fídjieyjar]] eða [[Fijieyjar]] || [[:en:Fiji|Fiji]]
|-
| fk || flk || 238 || [[Falklandseyjar]] || [[:en:Falkland Islands|Falkland Islands]]
|-
| fm || fsm || 583 || [[Míkrónesía]] || [[:en:Federated States of Micronesia|Federated States of Micronesia]]
|-
| fo || fro || 234 || [[Færeyjar]] || [[:en:Faroe Islands|Faroe Islands]]
|-
| fr || fra || 250 || [[Frakkland]] || [[:en:France|France]]
|-
| fx || fxx || 249 || || [[:en:Metropolitan France|Metropolitan France]]
|-
| ga || gab || 266 || [[Gabon]] || [[:en:Gabon|Gabon]]
|-
| gb || gbr || 826 || [[Bretland]] eða [[Stóra Bretland]] || [[:en:United Kingdom|United Kingdom]]
|-
| gd || grd || 308 || [[Grenada]] || [[:en:Grenada|Grenada]]
|-
| ge || geo || 268 || [[Georgía]] || [[:en:Georgia|Georgia]]
|-
| gf || guf || 254 || [[Franska Gvæjana]] || [[:en:French Guiana|French Guiana]]
|-
| gh || gha || 288 || [[Gana]] || [[:en:Ghana|Ghana]]
|-
| gi || gib || 292 || [[Gíbraltar]] || [[:en:Gibraltar|Gibraltar]]
|-
| gl || grl || 304 || [[Grænland]] || [[:en:Greenland|Greenland]]
|-
| gm || gmb || 270 || [[Gambía]] || [[:en:Gambia|Gambia]]
|-
| gn || gin || 324 || [[Gínea]] || [[:en:Guinea|Guinea]]
|-
| gp || glp || 312 || [[Gvadelúpeyjar]] || [[:en:Guadeloupe|Guadeloupe]]
|-
| gq || gnq || 226 || [[Miðbaugs-Gínea]] || [[:en:Equatorial Guinea|Equatorial Guinea]]
|-
| gr || grc || 300 || [[Grikkland]] || [[:en:Greece|Greece]]
|-
| gs || sgs || 239 || [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar]] || [[:en:South Georgia and the South Sandwich Islands|South Georgia and the South Sandwich Islands]]
|-
| gt || gtm || 320 || [[Gvatemala]] || [[:en:Guatemala|Guatemala]]
|-
| gu || gum || 316 || [[Gvam]] || [[:en:Guam|Guam]]
|-
| gw || gnb || 624 || [[Gínea-Bissá]] || [[:en:Guinea-Bissau|Guinea-Bissau]]
|-
| gy || guy || 328 || [[Gvæjana]] || [[:en:Guyana|Guyana]]
|-
| hk || hkg || 344 || [[Hong Kong]] || [[:en:Hong Kong|Hong Kong]]
|-
| hm || hmd || 334 || [[Heard og McDonaldseyjar]] || [[:en:Heard Island and McDonald Islands|Heard Island and McDonald Islands]]
|-
| hn || hnd || 340 || [[Hondúras]] || [[:en:Honduras|Honduras]]
|-
| hr || hrv || 191 || [[Króatía]] || [[:en:Croatia|Croatia]]
|-
| ht || hti || 332 || [[Haítí]] || [[:en:Haiti|Haiti]]
|-
| hu || hun || 348 || [[Ungverjaland]] || [[:en:Hungary|Hungary]]
|-
| id || idn || 360 || [[Indónesía]] || [[:en:Indonesia|Indonesia]]
|-
| ie || irl || 372 || [[Írland]] || [[:en:Ireland|Ireland]]
|-
| il || isr || 376 || [[Ísrael]] || [[:en:Israel|Israel]]
|-
| im || imn || 833 || [[Mön]] || [[:en:Isle of Man|Isle of Man]]
|-
| in || ind || 356 || [[Indland]] || [[:en:India|India]]
|-
| io || iot || 086 || [[Bresku Indlandshafseyjar]] || [[:en:British Indian Ocean Territory|British Indian Ocean Territory]]
|-
| iq || irq || 368 || [[Írak]] || [[:en:Iraq|Iraq]]
|-
| ir || irn || 364 || [[Íran]] || [[:en:Islamic Republic of Iran|Islamic Republic of Iran]]
|-
| is || isl || 352 || [[Ísland]] || [[:en:Iceland|Iceland]]
|-
| it || ita || 380 || [[Ítalía]] || [[:en:Italy|Italy]]
|-
| je || jey || 832 || [[Jersey]] || [[:en:Jersey|Jersey]]
|-
| jm || jam || 388 || [[Jamaíka]] || [[:en:Jamaica|Jamaica]]
|-
| jo || jor || 400 || [[Jórdanía]] || [[:en:Jordan|Jordan]]
|-
| jp || jpn || 392 || [[Japan]] || [[:en:Japan|Japan]]
|-
| ke || ken || 404 || [[Kenía]] || [[:en:Kenya|Kenya]]
|-
| kg || kgz || 417 || [[Kirgisistan]] eða [[Kirgísía]] || [[:en:Kyrgyzstan|Kyrgyzstan]]
|-
| kh || khm || 116 || [[Kambódía]] || [[:en:Cambodia|Cambodia]]
|-
| ki || kir || 296 || [[Kíribatí]] || [[:en:Kiribati|Kiribati]]
|-
| km || com || 174 || [[Kómoreyjar]] || [[:en:Comoros|Comoros]]
|-
| kn || kna || 659 || [[Sankti Kristófer og Nevis]] eða [[Sankti Kitts og Nevis]] || [[:en:Saint Kitts and Nevis|Saint Kitts and Nevis]]
|-
| kp || prk || 408 || [[Norður-Kórea]] || [[:en:Democratic People's Republic of Korea|Democratic People's Republic of Korea]]
|-
| kr || kor || 410 || [[Suður-Kórea]] || [[:en:Republic of Korea|Republic of Korea]]
|-
| kw || kwt || 414 || [[Kúveit]] || [[:en:Kuwait|Kuwait]]
|-
| ky || cym || 136 || [[Caymaneyjar]] || [[:en:Cayman Islands|Cayman Islands]]
|-
| kz || kaz || 398 || [[Kasakstan]] || [[:en:Kazakhstan|Kazakhstan]]
|-
| la || lao || 418 || [[Laos]] || [[:en:Lao People's Democratic Republic|Lao People's Democratic Republic]]
|-
| lb || lbn || 422 || [[Líbanon]] || [[:en:Lebanon|Lebanon]]
|-
| lc || lca || 662 || [[Sankti Lúsía]] || [[:en:Saint Lucia|Saint Lucia]]
|-
| li || lie || 438 || [[Liechtenstein]] || [[:en:Liechtenstein|Liechtenstein]]
|-
| lk || lka || 144 || [[Srí Lanka]] || [[:en:Sri Lanka|Sri Lanka]]
|-
| lr || lbr || 430 || [[Líbería]] || [[:en:Liberia|Liberia]]
|-
| ls || lso || 426 || [[Lesótó]] eða [[Lesóthó]] || [[:en:Lesotho|Lesotho]]
|-
| lt || ltu || 440 || [[Litháen]] eða [[Lithá]] || [[:en:Lithuania|Lithuania]]
|-
| lu || lux || 442 || [[Lúxemborg]] || [[:en:Luxembourg|Luxembourg]]
|-
| lv || lva || 428 || [[Lettland]] || [[:en:Latvia|Latvia]]
|-
| ly || lby || 434 || [[Líbía]] || [[:en:Libyan Arab Jamahiriya|Libyan Arab Jamahiriya]]
|-
| ma || mar || 504 || [[Marokkó]] || [[:en:Morocco|Morocco]]
|-
| mc || mco || 492 || [[Mónakó]] || [[:en:Monaco|Monaco]]
|-
| md || mda || 498 || [[Moldóva]] eða [[Moldavía]] || [[:en:Republic of Moldova|Republic of Moldova]]
|-
| me || mne || 499 || [[Svartfjallaland]] || [[:en:Montenegro|Montenegro]]
|-
| mg || mdg || 450 || [[Madagaskar]] || [[:en:Madagascar|Madagascar]]
|-
| mh || mhl || 584 || [[Marshalleyjar]] || [[:en:Marshall Islands|Marshall Islands]]
|-
| mk || mkd || 807 || [[Makedónía]] || [[:en:the Former Yugoslav Republic of Macedonia|the Former Yugoslav Republic of Macedonia]]
|-
| ml || mli || 466 || [[Malí]] || [[:en:Mali|Mali]]
|-
| mm || mmr || 104 || [[Mjanmar]] eða [[Burma]] || [[:en:Myanmar|Myanmar]]
|-
| mn || mng || 496 || [[Mongólía]] || [[:en:Mongolia|Mongolia]]
|-
| mo || mac || 446 || [[Makaó]] eða [[Macao]] || [[:en:Macao|Macao]]
|-
| mp || mnp || 580 || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[:en:Northern Mariana Islands|Northern Mariana Islands]]
|-
| mq || mtq || 474 || [[Martiník]] || [[:en:Martinique|Martinique]]
|-
| mr || mrt || 478 || [[Máritanía]] || [[:en:Mauritania|Mauritania]]
|-
| ms || msr || 500 || [[Montserrat]] || [[:en:Montserrat|Montserrat]]
|-
| mt || mlt || 470 || [[Malta]] || [[:en:Malta|Malta]]
|-
| mu || mus || 480 || [[Máritíus]] || [[:en:Mauritius|Mauritius]]
|-
| mv || mdv || 462 || [[Maldíveyjar]] || [[:en:Maldives|Maldives]]
|-
| mw || mwi || 454 || [[Malaví]] || [[:en:Malawi|Malawi]]
|-
| mx || mex || 484 || [[Mexíkó]] || [[:en:Mexico|Mexico]]
|-
| my || mys || 458 || [[Malasía]] || [[:en:Malaysia|Malaysia]]
|-
| mz || moz || 508 || [[Mósambík]] || [[:en:Mozambique|Mozambique]]
|-
| na || nam || 516 || [[Namibía]] || [[:en:Namibia|Namibia]]
|-
| nc || ncl || 540 || [[Nýja-Kaledónía]] || [[:en:New Caledonia|New Caledonia]]
|-
| ne || ner || 562 || [[Níger]] || [[:en:Niger|Niger]]
|-
| nf || nfk || 574 || [[Norfolkeyja]] || [[:en:Norfolk Island|Norfolk Island]]
|-
| ng || nga || 566 || [[Nígería]] || [[:en:Nigeria|Nigeria]]
|-
| ni || nic || 558 || [[Níkaragva]] eða [[Nikaragúa]] || [[:en:Nicaragua|Nicaragua]]
|-
| nl || nld || 528 || [[Holland]] || [[:en:Netherlands|Netherlands]]
|-
| no || nor || 578 || [[Noregur]] || [[:en:Norway|Norway]]
|-
| np || npl || 524 || [[Nepal]] || [[:en:Nepal|Nepal]]
|-
| nr || nru || 520 || [[Nárú]] || [[:en:Nauru|Nauru]]
|-
| nu || niu || 570 || [[Niue]] || [[:en:Niue|Niue]]
|-
| nz || nzl || 554 || [[Nýja-Sjáland]] || [[:en:New Zealand|New Zealand]]
|-
| om || omn || 512 || [[Óman]] || [[:en:Oman|Oman]]
|-
| pa || pan || 591 || [[Panama]] || [[:en:Panama|Panama]]
|-
| pe || per || 604 || [[Perú]] || [[:en:Peru|Peru]]
|-
| pf || pyf || 258 || [[Franska Pólýnesía]] || [[:en:French Polynesia|French Polynesia]]
|-
| pg || png || 598 || [[Papúa Nýja-Gínea]] || [[:en:Papua New Guinea|Papua New Guinea]]
|-
| ph || phl || 608 || [[Filippseyjar]] || [[:en:Philippines|Philippines]]
|-
| pk || pak || 586 || [[Pakistan]] || [[:en:Pakistan|Pakistan]]
|-
| pl || pol || 616 || [[Pólland]] || [[:en:Poland|Poland]]
|-
| pm || spm || 666 || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[:en:Saint Pierre and Miquelon|Saint Pierre and Miquelon]]
|-
| pn || pcn || 612 || [[Pitcairn]] || [[:en:Pitcairn|Pitcairn]]
|-
| pr || pri || 630 || [[Púertó Ríkó]] || [[:en:Puerto Rico|Puerto Rico]]
|-
| ps || pse || 275 || [[Heimastjórnarsvæði Palestínumanna]] || [[:en:Occupied Palestinian Territory|Occupied Palestinian Territory]]
|-
| pt || prt || 620 || [[Portúgal]] || [[:en:Portugal|Portugal]]
|-
| pw || plw || 585 || [[Palá]] || [[:en:Palau|Palau]]
|-
| py || pry || 600 || [[Paragvæ]] || [[:en:Paraguay|Paraguay]]
|-
| qa || qat || 634 || [[Katar]] || [[:en:Qatar|Qatar]]
|-
| re || reu || 638 || [[Réunion]] || [[:en:Reunion|Reunion]]
|-
| ro || rou || 642 || [[Rúmenía]] || [[:en:Romania|Romania]]
|-
| rs || srb || 688 || [[Serbía]] || [[:en:Serbia|Serbia]]
|-
| ru || rus || 643 || [[Rússland]] || [[:en:Russian Federation|Russian Federation]]
|-
| rw || rwa || 646 || [[Rúanda]] || [[:en:Rwanda|Rwanda]]
|-
| sa || sau || 682 || [[Sádi-Arabía]] || [[:en:Saudi Arabia|Saudi Arabia]]
|-
| sb || slb || 090 || [[Salómonseyjar]] || [[:en:Solomon Islands|Solomon Islands]]
|-
| sc || syc || 690 || [[Seychelles-eyjar]] || [[:en:Seychelles|Seychelles]]
|-
| sd || sdn || 736 || [[Súdan]] || [[:en:Sudan|Sudan]]
|-
| se || swe || 752 || [[Svíþjóð]] || [[:en:Sweden|Sweden]]
|-
| sg || sgp || 702 || [[Singapúr]] || [[:en:Singapore|Singapore]]
|-
| sh || shn || 654 || [[Sankti Helena]] || [[:en:Saint Helena|Saint Helena]]
|-
| si || svn || 705 || [[Slóvenía]] || [[:en:Slovenia|Slovenia]]
|-
| sj || sjm || 744 || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[:en:Svalbard and Jan Mayen|Svalbard and Jan Mayen]]
|-
| sk || svk || 703 || [[Slóvakía]] || [[:en:Slovakia|Slovakia]]
|-
| sl || sle || 694 || [[Síerra Leóne]] || [[:en:Sierra Leone|Sierra Leone]]
|-
| sm || smr || 674 || [[San Marínó]] || [[:en:San Marino|San Marino]]
|-
| sn || sen || 686 || [[Senegal]] || [[:en:Senegal|Senegal]]
|-
| so || som || 706 || [[Sómalía]] || [[:en:Somalia|Somalia]]
|-
| sr || sur || 740 || [[Súrínam]] || [[:en:Suriname|Suriname]]
|-
| st || stp || 678 || [[Saó Tóme og Prinsípe]] || [[:en:Sao Tome and Principe|Sao Tome and Principe]]
|-
| sv || slv || 222 || [[El Salvador]] || [[:en:El Salvador|El Salvador]]
|-
| sy || syr || 760 || [[Sýrland]] || [[:en:Syrian Arab Republic|Syrian Arab Republic]]
|-
| sz || swz || 748 || [[Svasíland]] || [[:en:Swaziland|Swaziland]]
|-
| tc || tca || 796 || [[Turks- og Caicoseyjar]] || [[:en:Turks and Caicos Islands|Turks and Caicos Islands]]
|-
| td || tcd || 148 || [[Tsjad]] || [[:en:Chad|Chad]]
|-
| tf || atf || 260 || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[:en:French Southern Territories|French Southern Territories]]
|-
| tg || tgo || 768 || [[Tógó]] || [[:en:Togo|Togo]]
|-
| th || tha || 764 || [[Taíland]] || [[:en:Thailand|Thailand]]
|-
| tj || tjk || 762 || [[Tadsjikistan]] || [[:en:Tajikistan|Tajikistan]]
|-
| tk || tkl || 772 || [[Tókelá]] || [[:en:Tokelau|Tokelau]]
|-
| tm || tkm || 795 || [[Túrkmenistan]] || [[:en:Turkmenistan|Turkmenistan]]
|-
| tn || tun || 788 || [[Túnis]] || [[:en:Tunisia|Tunisia]]
|-
| to || ton || 776 || [[Tonga]] eða [[Vináttueyjar]] || [[:en:Tonga|Tonga]]
|-
| tl || tls || 626 || [[Austur-Tímor]] || [[:en:Timor-Leste|Timor-Leste]]
|-
| tr || tur || 792 || [[Tyrkland]] || [[:en:Turkey|Turkey]]
|-
| tt || tto || 780 || [[Trínidad og Tóbagó]] || [[:en:Trinidad and Tobago|Trinidad and Tobago]]
|-
| tv || tuv || 798 || [[Túvalú]] || [[:en:Tuvalu|Tuvalu]]
|-
| tw || twn || 158 || [[Taívan]] || [[:en:Province of China Taiwan|Province of China Taiwan]]
|-
| tz || tza || 834 || [[Tansanía]] || [[:en:United Republic of Tanzania|United Republic of Tanzania]]
|-
| ua || ukr || 804 || [[Úkraína]] || [[:en:Ukraine|Ukraine]]
|-
| ug || uga || 800 || [[Úganda]] || [[:en:Uganda|Uganda]]
|-
| um || umi || 581 || [[Smáeyjar Bandaríkjanna]] || [[:en:United States Minor Outlying Islands|United States Minor Outlying Islands]]
|-
| us || usa || 840 || [[Bandaríkin]] eða [[Bandaríki Norður-Ameríku]] || [[:en:United States|United States]]
|-
| uy || ury || 858 || [[Úrúgvæ]] || [[:en:Uruguay|Uruguay]]
|-
| uz || uzb || 860 || [[Úsbekistan]] || [[:en:Uzbekistan|Uzbekistan]]
|-
| va || vat || 336 || [[Páfagarður]] eða [[Vatíkanið]] || [[:en:Holy See|Holy See]]
|-
| vc || vct || 670 || [[Sankti Vinsent og Grenadíneyjar]] || [[:en:Saint Vincent and the Grenadines|Saint Vincent and the Grenadines]]
|-
| ve || ven || 862 || [[Venesúela]] || [[:en:Venezuela|Venezuela]]
|-
| vg || vgb || 092 || [[Bresku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bresku Meyjaeyjar]] || [[:en:British Virgin Islands|British Virgin Islands]]
|-
| vi || vir || 850 || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bandarísku Meyjaeyjar]] || [[:en:U.S. Virgin Islands|U.S. Virgin Islands]]
|-
| vn || vnm || 704 || [[Víetnam]] || [[:en:Vietnam|Vietnam]]
|-
| vu || vut || 548 || [[Vanúatú]] || [[:en:Vanuatu|Vanuatu]]
|-
| wf || wlf || 876 || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[:en:Wallis and Futuna|Wallis and Futuna]]
|-
| ws || wsm || 882 || [[Samóa]] eða [[Vestur-Samóa]] || [[:en:Samoa|Samoa]]
|-
| ye || yem || 887 || [[Jemen]] || [[:en:Yemen|Yemen]]
|-
| yt || myt || 175 || [[Mayotte]] || [[:en:Mayotte|Mayotte]]
|-
| za || zaf || 710 || [[Suður-Afríka]] || [[:en:South Africa|South Africa]]
|-
| zm || zmb || 894 || [[Sambía]] || [[:en:Zambia|Zambia]]
|-
| zw || zwe || 716 || [[Zimbabwe]] eða [[Simbabve]] || [[:en:Zimbabwe|Zimbabwe]]
|}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti|titill='''Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti'''|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166-1 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
* [http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html ISO kóðar á vefsíðu CIA] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050305035152/http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html |date=2005-03-05 }}
* [http://tobiasconradi.com/geography/ ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)]
* [http://www.wout-bosteels.be/countries.xml ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060902073717/http://www.wout-bosteels.be/countries.xml |date=2006-09-02 }}
[[Flokkur:ISO 3166|1]]
[[Flokkur:Lönd]]
[[sv:ISO 3166#ISO 3166-1-koder]]
dj41hfqu5qv2wuetdxykdbyfvf2gd04
1763629
1763627
2022-08-03T15:40:10Z
Dagvidur
4656
Uppfærði tengla
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-1''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[Alþjóðlegur staðall|staðalsins]] sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir [[land|lönd]] og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út [[ár]]ið [[1974]] af [[Alþjóðlega staðlastofnunin|Alþjóðlegu staðlastofnuninni]].
Tveir skyldir staðlahlutar eru [[ISO 3166-2]] yfir stjórnsýslueiningar landa og [[ISO 3166-3]] yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá [[alþjóðastofnun]]um, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru [[listi yfir landsnúmer]] fyrir millilandasímtöl og landakóðar [[Alþjóðaólympíunefndin|Alþjóðaólympíunefndarinnar]].
{| {{prettytable}}
!alpha2
!alpha3
!Númer
!Svæði
!Svæði (á [[enska|ensku]])
|-
| ad || and || 020 || [[Andorra]] || [[:en:Andorra|Andorra]]
|-
| ae || are || 784 || [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] || [[:en:United Arab Emirates|United Arab Emirates]]
|-
| af || afg || 004 || [[Afganistan]] || [[:en:Afghanistan|Afghanistan]]
|-
| ag || atg || 028 || [[Antígva og Barbúda]] eða [[Antigúa]] || [[:en:Antigua and Barbuda|Antigua and Barbuda]]
|-
| ai || aia || 660 || [[Angvilla]] || [[:en:Anguilla|Anguilla]]
|-
| al || alb || 008 || [[Albanía]] || [[:en:Albania|Albania]]
|-
| am || arm || 051 || [[Armenía]] || [[:en:Armenia|Armenia]]
|-
| an || ant || 530 || [[Hollensku Antillur]] eða [[Hollensku Antillaeyjar]] || [[:en:Netherlands Antilles|Netherlands Antilles]]
|-
| ao || ago || 024 || [[Angóla]] || [[:en:Angola|Angola]]
|-
| aq || ata || 010 || [[Suðurskautslandið]] || [[:en:Antarctica|Antarctica]]
|-
| ar || arg || 032 || [[Argentína]] || [[:en:Argentina|Argentina]]
|-
| as || asm || 016 || [[Bandaríska Samóa]] || [[:en:American Samoa|American Samoa]]
|-
| at || aut || 040 || [[Austurríki]] || [[:en:Austria|Austria]]
|-
| au || aus || 036 || [[Ástralía]] || [[:en:Australia|Australia]]
|-
| aw || abw || 533 || [[Arúba]] || [[:en:Aruba|Aruba]]
|-
| ax || ala || 248 || [[Álandseyjar]] eða [[Áland]] || [[:en:Aland Islands|Aland Islands]]
|-
| az || aze || 031 || [[Aserbaídsjan]] || [[:en:Azerbaijan|Azerbaijan]]
|-
| ba || bih || 070 || [[Bosnía og Hersegóvína]] || [[:en:Bosnia and Herzegovina|Bosnia and Herzegovina]]
|-
| bb || brb || 052 || [[Barbados]] || [[:en:Barbados|Barbados]]
|-
| bd || bgd || 050 || [[Bangladess]] eða [[Bengalaland]] || [[:en:Bangladesh|Bangladesh]]
|-
| be || bel || 056 || [[Belgía]] || [[:en:Belgium|Belgium]]
|-
| bf || bfa || 854 || [[Búrkína Fasó]] || [[:en:Burkina Faso|Burkina Faso]]
|-
| bg || bgr || 100 || [[Búlgaría]] || [[:en:Bulgaria|Bulgaria]]
|-
| bh || bhr || 048 || [[Barein]] || [[:en:Bahrain|Bahrain]]
|-
| bi || bdi || 108 || [[Búrúndí]] || [[:en:Burundi|Burundi]]
|-
| bj || ben || 204 || [[Benín]] || [[:en:Benin|Benin]]
|-
| bm || bmu || 060 || [[Bermúdaeyjar]] eða [[Bermúda]] || [[:en:Bermuda|Bermuda]]
|-
| bn || brn || 096 || [[Brúnei]] || [[:en:Brunei Darussalam|Brunei Darussalam]]
|-
| bo || bol || 068 || [[Bólivía]] || [[:en:Bolivia|Bolivia]]
|-
| br || bra || 076 || [[Brasilía]] || [[:en:Brazil|Brazil]]
|-
| bs || bhs || 044 || [[Bahamaeyjar]] || [[:en:Bahamas|Bahamas]]
|-
| bt || btn || 064 || [[Bútan]] || [[:en:Bhutan|Bhutan]]
|-
| bv || bvt || 074 || [[Bouveteyja]] || [[:en:Bouvet Island|Bouvet Island]]
|-
| bw || bwa || 072 || [[Botsvana]] || [[:en:Botswana|Botswana]]
|-
| by || blr || 112 || [[Hvíta-Rússland]] || [[:en:Belarus|Belarus]]
|-
| bz || blz || 084 || [[Belís]] || [[:en:Belize|Belize]]
|-
| ca || can || 124 || [[Kanada]] || [[:en:Canada|Canada]]
|-
| cc || cck || 166 || [[Kókoseyjar]] || [[:en:Cocos Islands|Cocos Islands]]
|-
| cd || cod || 180 || [[Austur-Kongó]] || [[:en:The Democratic Republic of the Congo|The Democratic Republic of the Congo]]
|-
| cf || caf || 140 || [[Mið-Afríkulýðveldið]] || [[:en:Central African Republic|Central African Republic]]
|-
| cg || cog || 178 || [[Vestur-Kongó]] || [[:en:Republic of the Congo|Republic of the Congo]]
|-
| ch || che || 756 || [[Sviss]] || [[:en:Switzerland|Switzerland]]
|-
| ci || civ || 384 || [[Fílabeinsströndin]] || [[:en:Cote D'Ivoire|Cote D'Ivoire]]
|-
| ck || cok || 184 || [[Cookseyjar]] eða [[Cooks-eyjar]] || [[:en:Cook Islands|Cook Islands]]
|-
| cl || chl || 152 || [[Chile]] eða [[Síle]] || [[:en:Chile|Chile]]
|-
| cm || cmr || 120 || [[Kamerún]] || [[:en:Cameroon|Cameroon]]
|-
| cn || chn || 156 || [[Kína]] || [[:en:China|China]]
|-
| co || col || 170 || [[Kólumbía]] || [[:en:Colombia|Colombia]]
|-
| cr || cri || 188 || [[Kostaríka]] eða [[Kosta Ríka]] || [[:en:Costa Rica|Costa Rica]]
|-
| cu || cub || 192 || [[Kúba]] || [[:en:Cuba|Cuba]]
|-
| cv || cpv || 132 || [[Grænhöfðaeyjar]] || [[:en:Cape Verde|Cape Verde]]
|-
| cx || cxr || 162 || [[Jólaeyja]] eða [[Jólaey]] || [[:en:Christmas Island|Christmas Island]]
|-
| cy || cyp || 196 || [[Kýpur]] eða [[Kípur]] || [[:en:Cyprus|Cyprus]]
|-
| cz || cze || 203 || [[Tékkland]] || [[:en:Czech Republic|Czechia]]
|-
| de || deu || 276 || [[Þýskaland]] || [[:en:Germany|Germany]]
|-
| dj || dji || 262 || [[Djíbútí]] || [[:en:Djibouti|Djibouti]]
|-
| dk || dnk || 208 || [[Danmörk]] || [[:en:Denmark|Denmark]]
|-
| dm || dma || 212 || [[Dóminíka]] || [[:en:Dominica|Dominica]]
|-
| do || dom || 214 || [[Dóminíska lýðveldið]] || [[:en:Dominican Republic|Dominican Republic]]
|-
| dz || dza || 012 || [[Alsír]] || [[:en:Algeria|Algeria]]
|-
| ec || ecu || 218 || [[Ekvador]] || [[:en:Ecuador|Ecuador]]
|-
| ee || est || 233 || [[Eistland]] || [[:en:Estonia|Estonia]]
|-
| eg || egy || 818 || [[Egyptaland]] eða [[Egiptaland]] || [[:en:Egypt|Egypt]]
|-
| eh || esh || 732 || [[Vestur-Sahara]] || [[:en:Western Sahara|Western Sahara]]
|-
| er || eri || 232 || [[Erítrea]] || [[:en:Eritrea|Eritrea]]
|-
| es || esp || 724 || [[Spánn]] || [[:en:Spain|Spain]]
|-
| et || eth || 231 || [[Eþíópía]] eða [[Etíópía]] || [[:en:Ethiopia|Ethiopia]]
|-
| fi || fin || 246 || [[Finnland]] || [[:en:Finland|Finland]]
|-
| fj || fji || 242 || [[Fídjieyjar]] eða [[Fijieyjar]] || [[:en:Fiji|Fiji]]
|-
| fk || flk || 238 || [[Falklandseyjar]] || [[:en:Falkland Islands|Falkland Islands]]
|-
| fm || fsm || 583 || [[Míkrónesía]] || [[:en:Federated States of Micronesia|Federated States of Micronesia]]
|-
| fo || fro || 234 || [[Færeyjar]] || [[:en:Faroe Islands|Faroe Islands]]
|-
| fr || fra || 250 || [[Frakkland]] || [[:en:France|France]]
|-
| fx || fxx || 249 || || [[:en:Metropolitan France|Metropolitan France]]
|-
| ga || gab || 266 || [[Gabon]] || [[:en:Gabon|Gabon]]
|-
| gb || gbr || 826 || [[Bretland]] eða [[Stóra Bretland]] || [[:en:United Kingdom|United Kingdom]]
|-
| gd || grd || 308 || [[Grenada]] || [[:en:Grenada|Grenada]]
|-
| ge || geo || 268 || [[Georgía]] || [[:en:Georgia|Georgia]]
|-
| gf || guf || 254 || [[Franska Gvæjana]] || [[:en:French Guiana|French Guiana]]
|-
| gh || gha || 288 || [[Gana]] || [[:en:Ghana|Ghana]]
|-
| gi || gib || 292 || [[Gíbraltar]] || [[:en:Gibraltar|Gibraltar]]
|-
| gl || grl || 304 || [[Grænland]] || [[:en:Greenland|Greenland]]
|-
| gm || gmb || 270 || [[Gambía]] || [[:en:Gambia|Gambia]]
|-
| gn || gin || 324 || [[Gínea]] || [[:en:Guinea|Guinea]]
|-
| gp || glp || 312 || [[Gvadelúpeyjar]] || [[:en:Guadeloupe|Guadeloupe]]
|-
| gq || gnq || 226 || [[Miðbaugs-Gínea]] || [[:en:Equatorial Guinea|Equatorial Guinea]]
|-
| gr || grc || 300 || [[Grikkland]] || [[:en:Greece|Greece]]
|-
| gs || sgs || 239 || [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar]] || [[:en:South Georgia and the South Sandwich Islands|South Georgia and the South Sandwich Islands]]
|-
| gt || gtm || 320 || [[Gvatemala]] || [[:en:Guatemala|Guatemala]]
|-
| gu || gum || 316 || [[Gvam]] || [[:en:Guam|Guam]]
|-
| gw || gnb || 624 || [[Gínea-Bissá]] || [[:en:Guinea-Bissau|Guinea-Bissau]]
|-
| gy || guy || 328 || [[Gvæjana]] || [[:en:Guyana|Guyana]]
|-
| hk || hkg || 344 || [[Hong Kong]] || [[:en:Hong Kong|Hong Kong]]
|-
| hm || hmd || 334 || [[Heard og McDonaldseyjar]] || [[:en:Heard Island and McDonald Islands|Heard Island and McDonald Islands]]
|-
| hn || hnd || 340 || [[Hondúras]] || [[:en:Honduras|Honduras]]
|-
| hr || hrv || 191 || [[Króatía]] || [[:en:Croatia|Croatia]]
|-
| ht || hti || 332 || [[Haítí]] || [[:en:Haiti|Haiti]]
|-
| hu || hun || 348 || [[Ungverjaland]] || [[:en:Hungary|Hungary]]
|-
| id || idn || 360 || [[Indónesía]] || [[:en:Indonesia|Indonesia]]
|-
| ie || irl || 372 || [[Írland]] || [[:en:Ireland|Ireland]]
|-
| il || isr || 376 || [[Ísrael]] || [[:en:Israel|Israel]]
|-
| im || imn || 833 || [[Mön]] || [[:en:Isle of Man|Isle of Man]]
|-
| in || ind || 356 || [[Indland]] || [[:en:India|India]]
|-
| io || iot || 086 || [[Bresku Indlandshafseyjar]] || [[:en:British Indian Ocean Territory|British Indian Ocean Territory]]
|-
| iq || irq || 368 || [[Írak]] || [[:en:Iraq|Iraq]]
|-
| ir || irn || 364 || [[Íran]] || [[:en:Islamic Republic of Iran|Islamic Republic of Iran]]
|-
| is || isl || 352 || [[Ísland]] || [[:en:Iceland|Iceland]]
|-
| it || ita || 380 || [[Ítalía]] || [[:en:Italy|Italy]]
|-
| je || jey || 832 || [[Jersey]] || [[:en:Jersey|Jersey]]
|-
| jm || jam || 388 || [[Jamaíka]] || [[:en:Jamaica|Jamaica]]
|-
| jo || jor || 400 || [[Jórdanía]] || [[:en:Jordan|Jordan]]
|-
| jp || jpn || 392 || [[Japan]] || [[:en:Japan|Japan]]
|-
| ke || ken || 404 || [[Kenía]] || [[:en:Kenya|Kenya]]
|-
| kg || kgz || 417 || [[Kirgisistan]] eða [[Kirgísía]] || [[:en:Kyrgyzstan|Kyrgyzstan]]
|-
| kh || khm || 116 || [[Kambódía]] || [[:en:Cambodia|Cambodia]]
|-
| ki || kir || 296 || [[Kíribatí]] || [[:en:Kiribati|Kiribati]]
|-
| km || com || 174 || [[Kómoreyjar]] || [[:en:Comoros|Comoros]]
|-
| kn || kna || 659 || [[Sankti Kristófer og Nevis]] eða [[Sankti Kitts og Nevis]] || [[:en:Saint Kitts and Nevis|Saint Kitts and Nevis]]
|-
| kp || prk || 408 || [[Norður-Kórea]] || [[:en:Democratic People's Republic of Korea|Democratic People's Republic of Korea]]
|-
| kr || kor || 410 || [[Suður-Kórea]] || [[:en:Republic of Korea|Republic of Korea]]
|-
| kw || kwt || 414 || [[Kúveit]] || [[:en:Kuwait|Kuwait]]
|-
| ky || cym || 136 || [[Caymaneyjar]] || [[:en:Cayman Islands|Cayman Islands]]
|-
| kz || kaz || 398 || [[Kasakstan]] || [[:en:Kazakhstan|Kazakhstan]]
|-
| la || lao || 418 || [[Laos]] || [[:en:Lao People's Democratic Republic|Lao People's Democratic Republic]]
|-
| lb || lbn || 422 || [[Líbanon]] || [[:en:Lebanon|Lebanon]]
|-
| lc || lca || 662 || [[Sankti Lúsía]] || [[:en:Saint Lucia|Saint Lucia]]
|-
| li || lie || 438 || [[Liechtenstein]] || [[:en:Liechtenstein|Liechtenstein]]
|-
| lk || lka || 144 || [[Srí Lanka]] || [[:en:Sri Lanka|Sri Lanka]]
|-
| lr || lbr || 430 || [[Líbería]] || [[:en:Liberia|Liberia]]
|-
| ls || lso || 426 || [[Lesótó]] eða [[Lesóthó]] || [[:en:Lesotho|Lesotho]]
|-
| lt || ltu || 440 || [[Litháen]] eða [[Lithá]] || [[:en:Lithuania|Lithuania]]
|-
| lu || lux || 442 || [[Lúxemborg]] || [[:en:Luxembourg|Luxembourg]]
|-
| lv || lva || 428 || [[Lettland]] || [[:en:Latvia|Latvia]]
|-
| ly || lby || 434 || [[Líbía]] || [[:en:Libyan Arab Jamahiriya|Libyan Arab Jamahiriya]]
|-
| ma || mar || 504 || [[Marokkó]] || [[:en:Morocco|Morocco]]
|-
| mc || mco || 492 || [[Mónakó]] || [[:en:Monaco|Monaco]]
|-
| md || mda || 498 || [[Moldóva]] eða [[Moldavía]] || [[:en:Republic of Moldova|Republic of Moldova]]
|-
| me || mne || 499 || [[Svartfjallaland]] || [[:en:Montenegro|Montenegro]]
|-
| mg || mdg || 450 || [[Madagaskar]] || [[:en:Madagascar|Madagascar]]
|-
| mh || mhl || 584 || [[Marshalleyjar]] || [[:en:Marshall Islands|Marshall Islands]]
|-
| mk || mkd || 807 || [[Makedónía]] || [[:en:the Former Yugoslav Republic of Macedonia|the Former Yugoslav Republic of Macedonia]]
|-
| ml || mli || 466 || [[Malí]] || [[:en:Mali|Mali]]
|-
| mm || mmr || 104 || [[Mjanmar]] eða [[Burma]] || [[:en:Myanmar|Myanmar]]
|-
| mn || mng || 496 || [[Mongólía]] || [[:en:Mongolia|Mongolia]]
|-
| mo || mac || 446 || [[Makaó]] eða [[Macao]] || [[:en:Macao|Macao]]
|-
| mp || mnp || 580 || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[:en:Northern Mariana Islands|Northern Mariana Islands]]
|-
| mq || mtq || 474 || [[Martiník]] || [[:en:Martinique|Martinique]]
|-
| mr || mrt || 478 || [[Máritanía]] || [[:en:Mauritania|Mauritania]]
|-
| ms || msr || 500 || [[Montserrat]] || [[:en:Montserrat|Montserrat]]
|-
| mt || mlt || 470 || [[Malta]] || [[:en:Malta|Malta]]
|-
| mu || mus || 480 || [[Máritíus]] || [[:en:Mauritius|Mauritius]]
|-
| mv || mdv || 462 || [[Maldíveyjar]] || [[:en:Maldives|Maldives]]
|-
| mw || mwi || 454 || [[Malaví]] || [[:en:Malawi|Malawi]]
|-
| mx || mex || 484 || [[Mexíkó]] || [[:en:Mexico|Mexico]]
|-
| my || mys || 458 || [[Malasía]] || [[:en:Malaysia|Malaysia]]
|-
| mz || moz || 508 || [[Mósambík]] || [[:en:Mozambique|Mozambique]]
|-
| na || nam || 516 || [[Namibía]] || [[:en:Namibia|Namibia]]
|-
| nc || ncl || 540 || [[Nýja-Kaledónía]] || [[:en:New Caledonia|New Caledonia]]
|-
| ne || ner || 562 || [[Níger]] || [[:en:Niger|Niger]]
|-
| nf || nfk || 574 || [[Norfolkeyja]] || [[:en:Norfolk Island|Norfolk Island]]
|-
| ng || nga || 566 || [[Nígería]] || [[:en:Nigeria|Nigeria]]
|-
| ni || nic || 558 || [[Níkaragva]] eða [[Nikaragúa]] || [[:en:Nicaragua|Nicaragua]]
|-
| nl || nld || 528 || [[Holland]] || [[:en:Netherlands|Netherlands]]
|-
| no || nor || 578 || [[Noregur]] || [[:en:Norway|Norway]]
|-
| np || npl || 524 || [[Nepal]] || [[:en:Nepal|Nepal]]
|-
| nr || nru || 520 || [[Nárú]] || [[:en:Nauru|Nauru]]
|-
| nu || niu || 570 || [[Niue]] || [[:en:Niue|Niue]]
|-
| nz || nzl || 554 || [[Nýja-Sjáland]] || [[:en:New Zealand|New Zealand]]
|-
| om || omn || 512 || [[Óman]] || [[:en:Oman|Oman]]
|-
| pa || pan || 591 || [[Panama]] || [[:en:Panama|Panama]]
|-
| pe || per || 604 || [[Perú]] || [[:en:Peru|Peru]]
|-
| pf || pyf || 258 || [[Franska Pólýnesía]] || [[:en:French Polynesia|French Polynesia]]
|-
| pg || png || 598 || [[Papúa Nýja-Gínea]] || [[:en:Papua New Guinea|Papua New Guinea]]
|-
| ph || phl || 608 || [[Filippseyjar]] || [[:en:Philippines|Philippines]]
|-
| pk || pak || 586 || [[Pakistan]] || [[:en:Pakistan|Pakistan]]
|-
| pl || pol || 616 || [[Pólland]] || [[:en:Poland|Poland]]
|-
| pm || spm || 666 || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[:en:Saint Pierre and Miquelon|Saint Pierre and Miquelon]]
|-
| pn || pcn || 612 || [[Pitcairn]] || [[:en:Pitcairn|Pitcairn]]
|-
| pr || pri || 630 || [[Púertó Ríkó]] || [[:en:Puerto Rico|Puerto Rico]]
|-
| ps || pse || 275 || [[Heimastjórnarsvæði Palestínumanna]] || [[:en:Occupied Palestinian Territory|Occupied Palestinian Territory]]
|-
| pt || prt || 620 || [[Portúgal]] || [[:en:Portugal|Portugal]]
|-
| pw || plw || 585 || [[Palá]] || [[:en:Palau|Palau]]
|-
| py || pry || 600 || [[Paragvæ]] || [[:en:Paraguay|Paraguay]]
|-
| qa || qat || 634 || [[Katar]] || [[:en:Qatar|Qatar]]
|-
| re || reu || 638 || [[Réunion]] || [[:en:Reunion|Reunion]]
|-
| ro || rou || 642 || [[Rúmenía]] || [[:en:Romania|Romania]]
|-
| rs || srb || 688 || [[Serbía]] || [[:en:Serbia|Serbia]]
|-
| ru || rus || 643 || [[Rússland]] || [[:en:Russian Federation|Russian Federation]]
|-
| rw || rwa || 646 || [[Rúanda]] || [[:en:Rwanda|Rwanda]]
|-
| sa || sau || 682 || [[Sádi-Arabía]] || [[:en:Saudi Arabia|Saudi Arabia]]
|-
| sb || slb || 090 || [[Salómonseyjar]] || [[:en:Solomon Islands|Solomon Islands]]
|-
| sc || syc || 690 || [[Seychelles-eyjar]] || [[:en:Seychelles|Seychelles]]
|-
| sd || sdn || 736 || [[Súdan]] || [[:en:Sudan|Sudan]]
|-
| se || swe || 752 || [[Svíþjóð]] || [[:en:Sweden|Sweden]]
|-
| sg || sgp || 702 || [[Singapúr]] || [[:en:Singapore|Singapore]]
|-
| sh || shn || 654 || [[Sankti Helena]] || [[:en:Saint Helena|Saint Helena]]
|-
| si || svn || 705 || [[Slóvenía]] || [[:en:Slovenia|Slovenia]]
|-
| sj || sjm || 744 || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[:en:Svalbard and Jan Mayen|Svalbard and Jan Mayen]]
|-
| sk || svk || 703 || [[Slóvakía]] || [[:en:Slovakia|Slovakia]]
|-
| sl || sle || 694 || [[Síerra Leóne]] || [[:en:Sierra Leone|Sierra Leone]]
|-
| sm || smr || 674 || [[San Marínó]] || [[:en:San Marino|San Marino]]
|-
| sn || sen || 686 || [[Senegal]] || [[:en:Senegal|Senegal]]
|-
| so || som || 706 || [[Sómalía]] || [[:en:Somalia|Somalia]]
|-
| sr || sur || 740 || [[Súrínam]] || [[:en:Suriname|Suriname]]
|-
| st || stp || 678 || [[Saó Tóme og Prinsípe]] || [[:en:Sao Tome and Principe|Sao Tome and Principe]]
|-
| sv || slv || 222 || [[El Salvador]] || [[:en:El Salvador|El Salvador]]
|-
| sy || syr || 760 || [[Sýrland]] || [[:en:Syrian Arab Republic|Syrian Arab Republic]]
|-
| sz || swz || 748 || [[Svasíland]] || [[:en:Swaziland|Swaziland]]
|-
| tc || tca || 796 || [[Turks- og Caicoseyjar]] || [[:en:Turks and Caicos Islands|Turks and Caicos Islands]]
|-
| td || tcd || 148 || [[Tsjad]] || [[:en:Chad|Chad]]
|-
| tf || atf || 260 || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[:en:French Southern Territories|French Southern Territories]]
|-
| tg || tgo || 768 || [[Tógó]] || [[:en:Togo|Togo]]
|-
| th || tha || 764 || [[Taíland]] || [[:en:Thailand|Thailand]]
|-
| tj || tjk || 762 || [[Tadsjikistan]] || [[:en:Tajikistan|Tajikistan]]
|-
| tk || tkl || 772 || [[Tókelá]] || [[:en:Tokelau|Tokelau]]
|-
| tm || tkm || 795 || [[Túrkmenistan]] || [[:en:Turkmenistan|Turkmenistan]]
|-
| tn || tun || 788 || [[Túnis]] || [[:en:Tunisia|Tunisia]]
|-
| to || ton || 776 || [[Tonga]] eða [[Vináttueyjar]] || [[:en:Tonga|Tonga]]
|-
| tl || tls || 626 || [[Austur-Tímor]] || [[:en:Timor-Leste|Timor-Leste]]
|-
| tr || tur || 792 || [[Tyrkland]] || [[:en:Turkey|Turkey]]
|-
| tt || tto || 780 || [[Trínidad og Tóbagó]] || [[:en:Trinidad and Tobago|Trinidad and Tobago]]
|-
| tv || tuv || 798 || [[Túvalú]] || [[:en:Tuvalu|Tuvalu]]
|-
| tw || twn || 158 || [[Taívan]] || [[:en:Province of China Taiwan|Province of China Taiwan]]
|-
| tz || tza || 834 || [[Tansanía]] || [[:en:United Republic of Tanzania|United Republic of Tanzania]]
|-
| ua || ukr || 804 || [[Úkraína]] || [[:en:Ukraine|Ukraine]]
|-
| ug || uga || 800 || [[Úganda]] || [[:en:Uganda|Uganda]]
|-
| um || umi || 581 || [[Smáeyjar Bandaríkjanna]] || [[:en:United States Minor Outlying Islands|United States Minor Outlying Islands]]
|-
| us || usa || 840 || [[Bandaríkin]] eða [[Bandaríki Norður-Ameríku]] || [[:en:United States|United States]]
|-
| uy || ury || 858 || [[Úrúgvæ]] || [[:en:Uruguay|Uruguay]]
|-
| uz || uzb || 860 || [[Úsbekistan]] || [[:en:Uzbekistan|Uzbekistan]]
|-
| va || vat || 336 || [[Páfagarður]] eða [[Vatíkanið]] || [[:en:Holy See|Holy See]]
|-
| vc || vct || 670 || [[Sankti Vinsent og Grenadíneyjar]] || [[:en:Saint Vincent and the Grenadines|Saint Vincent and the Grenadines]]
|-
| ve || ven || 862 || [[Venesúela]] || [[:en:Venezuela|Venezuela]]
|-
| vg || vgb || 092 || [[Bresku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bresku Meyjaeyjar]] || [[:en:British Virgin Islands|British Virgin Islands]]
|-
| vi || vir || 850 || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bandarísku Meyjaeyjar]] || [[:en:U.S. Virgin Islands|U.S. Virgin Islands]]
|-
| vn || vnm || 704 || [[Víetnam]] || [[:en:Vietnam|Vietnam]]
|-
| vu || vut || 548 || [[Vanúatú]] || [[:en:Vanuatu|Vanuatu]]
|-
| wf || wlf || 876 || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[:en:Wallis and Futuna|Wallis and Futuna]]
|-
| ws || wsm || 882 || [[Samóa]] eða [[Vestur-Samóa]] || [[:en:Samoa|Samoa]]
|-
| ye || yem || 887 || [[Jemen]] || [[:en:Yemen|Yemen]]
|-
| yt || myt || 175 || [[Mayotte]] || [[:en:Mayotte|Mayotte]]
|-
| za || zaf || 710 || [[Suður-Afríka]] || [[:en:South Africa|South Africa]]
|-
| zm || zmb || 894 || [[Sambía]] || [[:en:Zambia|Zambia]]
|-
| zw || zwe || 716 || [[Zimbabwe]] eða [[Simbabve]] || [[:en:Zimbabwe|Zimbabwe]]
|}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti|titill='''Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti'''|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166-1 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
* [http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html ISO kóðar á vefsíðu CIA] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050305035152/http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html |date=2005-03-05 }}
* [http://tobiasconradi.com/geography/ ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)]
* [http://www.wout-bosteels.be/countries.xml ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060902073717/http://www.wout-bosteels.be/countries.xml |date=2006-09-02 }}
[[Flokkur:ISO 3166|1]]
[[Flokkur:Lönd]]
[[sv:ISO 3166#ISO 3166-1-koder]]
fiy9kceaaxurck4es7o01hdsdpidw0g
1763635
1763629
2022-08-03T17:08:19Z
Snævar
16586
Tek aftur breytingu 1763627 frá [[Special:Contributions/Dagvidur|Dagvidur]] ([[User talk:Dagvidur|spjall]])
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-1''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[Alþjóðlegur staðall|staðalsins]] sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir [[land|lönd]] og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út [[ár]]ið [[1974]] af [[Alþjóðlega staðlastofnunin|Alþjóðlegu staðlastofnuninni]].
Tveir skyldir staðlahlutar eru [[ISO 3166-2]] yfir stjórnsýslueiningar landa og [[ISO 3166-3]] yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá [[alþjóðastofnun]]um, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru [[listi yfir landsnúmer]] fyrir millilandasímtöl og landakóðar [[Alþjóðaólympíunefndin|Alþjóðaólympíunefndarinnar]].
{| {{prettytable}}
!alpha2
!alpha3
!Númer
!Svæði
!Svæði (á [[enska|ensku]])
|-
| ad || and || 020 || [[Andorra]] || [[:en:Andorra|Andorra]]
|-
| ae || are || 784 || [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] || [[:en:United Arab Emirates|United Arab Emirates]]
|-
| af || afg || 004 || [[Afganistan]] || [[:en:Afghanistan|Afghanistan]]
|-
| ag || atg || 028 || [[Antígva og Barbúda]] eða [[Antigúa]] || [[:en:Antigua and Barbuda|Antigua and Barbuda]]
|-
| ai || aia || 660 || [[Angvilla]] || [[:en:Anguilla|Anguilla]]
|-
| al || alb || 008 || [[Albanía]] || [[:en:Albania|Albania]]
|-
| am || arm || 051 || [[Armenía]] || [[:en:Armenia|Armenia]]
|-
| an || ant || 530 || [[Hollensku Antillur]] eða [[Hollensku Antillaeyjar]] || [[:en:Netherlands Antilles|Netherlands Antilles]]
|-
| ao || ago || 024 || [[Angóla]] || [[:en:Angola|Angola]]
|-
| aq || ata || 010 || [[Suðurskautslandið]] || [[:en:Antarctica|Antarctica]]
|-
| ar || arg || 032 || [[Argentína]] || [[:en:Argentina|Argentina]]
|-
| as || asm || 016 || [[Bandaríska Samóa]] || [[:en:American Samoa|American Samoa]]
|-
| at || aut || 040 || [[Austurríki]] || [[:en:Austria|Austria]]
|-
| au || aus || 036 || [[Ástralía]] || [[:en:Australia|Australia]]
|-
| aw || abw || 533 || [[Arúba]] || [[:en:Aruba|Aruba]]
|-
| ax || ala || 248 || [[Álandseyjar]] eða [[Áland]] || [[:en:Aland Islands|Aland Islands]]
|-
| az || aze || 031 || [[Aserbaídsjan]] || [[:en:Azerbaijan|Azerbaijan]]
|-
| ba || bih || 070 || [[Bosnía og Hersegóvína]] || [[:en:Bosnia and Herzegovina|Bosnia and Herzegovina]]
|-
| bb || brb || 052 || [[Barbados]] || [[:en:Barbados|Barbados]]
|-
| bd || bgd || 050 || [[Bangladess]] eða [[Bengalaland]] || [[:en:Bangladesh|Bangladesh]]
|-
| be || bel || 056 || [[Belgía]] || [[:en:Belgium|Belgium]]
|-
| bf || bfa || 854 || [[Búrkína Fasó]] || [[:en:Burkina Faso|Burkina Faso]]
|-
| bg || bgr || 100 || [[Búlgaría]] || [[:en:Bulgaria|Bulgaria]]
|-
| bh || bhr || 048 || [[Barein]] || [[:en:Bahrain|Bahrain]]
|-
| bi || bdi || 108 || [[Búrúndí]] || [[:en:Burundi|Burundi]]
|-
| bj || ben || 204 || [[Benín]] || [[:en:Benin|Benin]]
|-
| bm || bmu || 060 || [[Bermúdaeyjar]] eða [[Bermúda]] || [[:en:Bermuda|Bermuda]]
|-
| bn || brn || 096 || [[Brúnei]] || [[:en:Brunei Darussalam|Brunei Darussalam]]
|-
| bo || bol || 068 || [[Bólivía]] || [[:en:Bolivia|Bolivia]]
|-
| br || bra || 076 || [[Brasilía]] || [[:en:Brazil|Brazil]]
|-
| bs || bhs || 044 || [[Bahamaeyjar]] || [[:en:Bahamas|Bahamas]]
|-
| bt || btn || 064 || [[Bútan]] || [[:en:Bhutan|Bhutan]]
|-
| bv || bvt || 074 || [[Bouveteyja]] || [[:en:Bouvet Island|Bouvet Island]]
|-
| bw || bwa || 072 || [[Botsvana]] || [[:en:Botswana|Botswana]]
|-
| by || blr || 112 || [[Hvíta-Rússland]] || [[:en:Belarus|Belarus]]
|-
| bz || blz || 084 || [[Belís]] || [[:en:Belize|Belize]]
|-
| ca || can || 124 || [[Kanada]] || [[:en:Canada|Canada]]
|-
| cc || cck || 166 || [[Kókoseyjar]] || [[:en:Cocos Islands|Cocos Islands]]
|-
| cd || cod || 180 || [[Austur-Kongó]] || [[:en:The Democratic Republic of the Congo|The Democratic Republic of the Congo]]
|-
| cf || caf || 140 || [[Mið-Afríkulýðveldið]] || [[:en:Central African Republic|Central African Republic]]
|-
| cg || cog || 178 || [[Vestur-Kongó]] || [[:en:Republic of the Congo|Republic of the Congo]]
|-
| ch || che || 756 || [[Sviss]] || [[:en:Switzerland|Switzerland]]
|-
| ci || civ || 384 || [[Fílabeinsströndin]] || [[:en:Cote D'Ivoire|Cote D'Ivoire]]
|-
| ck || cok || 184 || [[Cookseyjar]] eða [[Cooks-eyjar]] || [[:en:Cook Islands|Cook Islands]]
|-
| cl || chl || 152 || [[Chile]] eða [[Síle]] || [[:en:Chile|Chile]]
|-
| cm || cmr || 120 || [[Kamerún]] || [[:en:Cameroon|Cameroon]]
|-
| cn || chn || 156 || [[Kína]] || [[:en:China|China]]
|-
| co || col || 170 || [[Kólumbía]] || [[:en:Colombia|Colombia]]
|-
| cr || cri || 188 || [[Kostaríka]] eða [[Kosta Ríka]] || [[:en:Costa Rica|Costa Rica]]
|-
| cu || cub || 192 || [[Kúba]] || [[:en:Cuba|Cuba]]
|-
| cv || cpv || 132 || [[Grænhöfðaeyjar]] || [[:en:Cape Verde|Cape Verde]]
|-
| cx || cxr || 162 || [[Jólaeyja]] eða [[Jólaey]] || [[:en:Christmas Island|Christmas Island]]
|-
| cy || cyp || 196 || [[Kýpur]] eða [[Kípur]] || [[:en:Cyprus|Cyprus]]
|-
| cz || cze || 203 || [[Tékkland]] || [[:en:Czech Republic|Czechia]]
|-
| de || deu || 276 || [[Þýskaland]] || [[:en:Germany|Germany]]
|-
| dj || dji || 262 || [[Djíbútí]] || [[:en:Djibouti|Djibouti]]
|-
| dk || dnk || 208 || [[Danmörk]] || [[:en:Denmark|Denmark]]
|-
| dm || dma || 212 || [[Dóminíka]] || [[:en:Dominica|Dominica]]
|-
| do || dom || 214 || [[Dóminíska lýðveldið]] || [[:en:Dominican Republic|Dominican Republic]]
|-
| dz || dza || 012 || [[Alsír]] || [[:en:Algeria|Algeria]]
|-
| ec || ecu || 218 || [[Ekvador]] || [[:en:Ecuador|Ecuador]]
|-
| ee || est || 233 || [[Eistland]] || [[:en:Estonia|Estonia]]
|-
| eg || egy || 818 || [[Egyptaland]] eða [[Egiptaland]] || [[:en:Egypt|Egypt]]
|-
| eh || esh || 732 || [[Vestur-Sahara]] || [[:en:Western Sahara|Western Sahara]]
|-
| er || eri || 232 || [[Erítrea]] || [[:en:Eritrea|Eritrea]]
|-
| es || esp || 724 || [[Spánn]] || [[:en:Spain|Spain]]
|-
| et || eth || 231 || [[Eþíópía]] eða [[Etíópía]] || [[:en:Ethiopia|Ethiopia]]
|-
| fi || fin || 246 || [[Finnland]] || [[:en:Finland|Finland]]
|-
| fj || fji || 242 || [[Fídjieyjar]] eða [[Fijieyjar]] || [[:en:Fiji|Fiji]]
|-
| fk || flk || 238 || [[Falklandseyjar]] || [[:en:Falkland Islands|Falkland Islands]]
|-
| fm || fsm || 583 || [[Míkrónesía]] || [[:en:Federated States of Micronesia|Federated States of Micronesia]]
|-
| fo || fro || 234 || [[Færeyjar]] || [[:en:Faroe Islands|Faroe Islands]]
|-
| fr || fra || 250 || [[Frakkland]] || [[:en:France|France]]
|-
| fx || fxx || 249 || || [[:en:Metropolitan France|Metropolitan France]]
|-
| ga || gab || 266 || [[Gabon]] || [[:en:Gabon|Gabon]]
|-
| gb || gbr || 826 || [[Bretland]] eða [[Stóra Bretland]] || [[:en:United Kingdom|United Kingdom]]
|-
| gd || grd || 308 || [[Grenada]] || [[:en:Grenada|Grenada]]
|-
| ge || geo || 268 || [[Georgía]] || [[:en:Georgia|Georgia]]
|-
| gf || guf || 254 || [[Franska Gvæjana]] || [[:en:French Guiana|French Guiana]]
|-
| gh || gha || 288 || [[Gana]] || [[:en:Ghana|Ghana]]
|-
| gi || gib || 292 || [[Gíbraltar]] || [[:en:Gibraltar|Gibraltar]]
|-
| gl || grl || 304 || [[Grænland]] || [[:en:Greenland|Greenland]]
|-
| gm || gmb || 270 || [[Gambía]] || [[:en:Gambia|Gambia]]
|-
| gn || gin || 324 || [[Gínea]] || [[:en:Guinea|Guinea]]
|-
| gp || glp || 312 || [[Gvadelúpeyjar]] || [[:en:Guadeloupe|Guadeloupe]]
|-
| gq || gnq || 226 || [[Miðbaugs-Gínea]] || [[:en:Equatorial Guinea|Equatorial Guinea]]
|-
| gr || grc || 300 || [[Grikkland]] || [[:en:Greece|Greece]]
|-
| gs || sgs || 239 || [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar]] || [[:en:South Georgia and the South Sandwich Islands|South Georgia and the South Sandwich Islands]]
|-
| gt || gtm || 320 || [[Gvatemala]] || [[:en:Guatemala|Guatemala]]
|-
| gu || gum || 316 || [[Gvam]] || [[:en:Guam|Guam]]
|-
| gw || gnb || 624 || [[Gínea-Bissá]] || [[:en:Guinea-Bissau|Guinea-Bissau]]
|-
| gy || guy || 328 || [[Gvæjana]] || [[:en:Guyana|Guyana]]
|-
| hk || hkg || 344 || [[Hong Kong]] || [[:en:Hong Kong|Hong Kong]]
|-
| hm || hmd || 334 || [[Heard og McDonaldseyjar]] || [[:en:Heard Island and McDonald Islands|Heard Island and McDonald Islands]]
|-
| hn || hnd || 340 || [[Hondúras]] || [[:en:Honduras|Honduras]]
|-
| hr || hrv || 191 || [[Króatía]] || [[:en:Croatia|Croatia]]
|-
| ht || hti || 332 || [[Haítí]] || [[:en:Haiti|Haiti]]
|-
| hu || hun || 348 || [[Ungverjaland]] || [[:en:Hungary|Hungary]]
|-
| id || idn || 360 || [[Indónesía]] || [[:en:Indonesia|Indonesia]]
|-
| ie || irl || 372 || [[Írland]] || [[:en:Ireland|Ireland]]
|-
| il || isr || 376 || [[Ísrael]] || [[:en:Israel|Israel]]
|-
| im || imn || 833 || [[Mön]] || [[:en:Isle of Man|Isle of Man]]
|-
| in || ind || 356 || [[Indland]] || [[:en:India|India]]
|-
| io || iot || 086 || [[Bresku Indlandshafseyjar]] || [[:en:British Indian Ocean Territory|British Indian Ocean Territory]]
|-
| iq || irq || 368 || [[Írak]] || [[:en:Iraq|Iraq]]
|-
| ir || irn || 364 || [[Íran]] || [[:en:Islamic Republic of Iran|Islamic Republic of Iran]]
|-
| is || isl || 352 || [[Ísland]] || [[:en:Iceland|Iceland]]
|-
| it || ita || 380 || [[Ítalía]] || [[:en:Italy|Italy]]
|-
| je || jey || 832 || [[Jersey]] || [[:en:Jersey|Jersey]]
|-
| jm || jam || 388 || [[Jamaíka]] || [[:en:Jamaica|Jamaica]]
|-
| jo || jor || 400 || [[Jórdanía]] || [[:en:Jordan|Jordan]]
|-
| jp || jpn || 392 || [[Japan]] || [[:en:Japan|Japan]]
|-
| ke || ken || 404 || [[Kenía]] || [[:en:Kenya|Kenya]]
|-
| kg || kgz || 417 || [[Kirgisistan]] eða [[Kirgísía]] || [[:en:Kyrgyzstan|Kyrgyzstan]]
|-
| kh || khm || 116 || [[Kambódía]] || [[:en:Cambodia|Cambodia]]
|-
| ki || kir || 296 || [[Kíribatí]] || [[:en:Kiribati|Kiribati]]
|-
| km || com || 174 || [[Kómoreyjar]] || [[:en:Comoros|Comoros]]
|-
| kn || kna || 659 || [[Sankti Kristófer og Nevis]] eða [[Sankti Kitts og Nevis]] || [[:en:Saint Kitts and Nevis|Saint Kitts and Nevis]]
|-
| kp || prk || 408 || [[Norður-Kórea]] || [[:en:Democratic People's Republic of Korea|Democratic People's Republic of Korea]]
|-
| kr || kor || 410 || [[Suður-Kórea]] || [[:en:Republic of Korea|Republic of Korea]]
|-
| kw || kwt || 414 || [[Kúveit]] || [[:en:Kuwait|Kuwait]]
|-
| ky || cym || 136 || [[Caymaneyjar]] || [[:en:Cayman Islands|Cayman Islands]]
|-
| kz || kaz || 398 || [[Kasakstan]] || [[:en:Kazakhstan|Kazakhstan]]
|-
| la || lao || 418 || [[Laos]] || [[:en:Lao People's Democratic Republic|Lao People's Democratic Republic]]
|-
| lb || lbn || 422 || [[Líbanon]] || [[:en:Lebanon|Lebanon]]
|-
| lc || lca || 662 || [[Sankti Lúsía]] || [[:en:Saint Lucia|Saint Lucia]]
|-
| li || lie || 438 || [[Liechtenstein]] || [[:en:Liechtenstein|Liechtenstein]]
|-
| lk || lka || 144 || [[Srí Lanka]] || [[:en:Sri Lanka|Sri Lanka]]
|-
| lr || lbr || 430 || [[Líbería]] || [[:en:Liberia|Liberia]]
|-
| ls || lso || 426 || [[Lesótó]] eða [[Lesóthó]] || [[:en:Lesotho|Lesotho]]
|-
| lt || ltu || 440 || [[Litháen]] eða [[Lithá]] || [[:en:Lithuania|Lithuania]]
|-
| lu || lux || 442 || [[Lúxemborg]] || [[:en:Luxembourg|Luxembourg]]
|-
| lv || lva || 428 || [[Lettland]] || [[:en:Latvia|Latvia]]
|-
| ly || lby || 434 || [[Líbía]] || [[:en:Libyan Arab Jamahiriya|Libyan Arab Jamahiriya]]
|-
| ma || mar || 504 || [[Marokkó]] || [[:en:Morocco|Morocco]]
|-
| mc || mco || 492 || [[Mónakó]] || [[:en:Monaco|Monaco]]
|-
| md || mda || 498 || [[Moldóva]] eða [[Moldavía]] || [[:en:Republic of Moldova|Republic of Moldova]]
|-
| me || mne || 499 || [[Svartfjallaland]] || [[:en:Montenegro|Montenegro]]
|-
| mg || mdg || 450 || [[Madagaskar]] || [[:en:Madagascar|Madagascar]]
|-
| mh || mhl || 584 || [[Marshalleyjar]] || [[:en:Marshall Islands|Marshall Islands]]
|-
| mk || mkd || 807 || [[Makedónía]] || [[:en:the Former Yugoslav Republic of Macedonia|the Former Yugoslav Republic of Macedonia]]
|-
| ml || mli || 466 || [[Malí]] || [[:en:Mali|Mali]]
|-
| mm || mmr || 104 || [[Mjanmar]] eða [[Burma]] || [[:en:Myanmar|Myanmar]]
|-
| mn || mng || 496 || [[Mongólía]] || [[:en:Mongolia|Mongolia]]
|-
| mo || mac || 446 || [[Makaó]] eða [[Macao]] || [[:en:Macao|Macao]]
|-
| mp || mnp || 580 || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[:en:Northern Mariana Islands|Northern Mariana Islands]]
|-
| mq || mtq || 474 || [[Martiník]] || [[:en:Martinique|Martinique]]
|-
| mr || mrt || 478 || [[Máritanía]] || [[:en:Mauritania|Mauritania]]
|-
| ms || msr || 500 || [[Montserrat]] || [[:en:Montserrat|Montserrat]]
|-
| mt || mlt || 470 || [[Malta]] || [[:en:Malta|Malta]]
|-
| mu || mus || 480 || [[Máritíus]] || [[:en:Mauritius|Mauritius]]
|-
| mv || mdv || 462 || [[Maldíveyjar]] || [[:en:Maldives|Maldives]]
|-
| mw || mwi || 454 || [[Malaví]] || [[:en:Malawi|Malawi]]
|-
| mx || mex || 484 || [[Mexíkó]] || [[:en:Mexico|Mexico]]
|-
| my || mys || 458 || [[Malasía]] || [[:en:Malaysia|Malaysia]]
|-
| mz || moz || 508 || [[Mósambík]] || [[:en:Mozambique|Mozambique]]
|-
| na || nam || 516 || [[Namibía]] || [[:en:Namibia|Namibia]]
|-
| nc || ncl || 540 || [[Nýja-Kaledónía]] || [[:en:New Caledonia|New Caledonia]]
|-
| ne || ner || 562 || [[Níger]] || [[:en:Niger|Niger]]
|-
| nf || nfk || 574 || [[Norfolkeyja]] || [[:en:Norfolk Island|Norfolk Island]]
|-
| ng || nga || 566 || [[Nígería]] || [[:en:Nigeria|Nigeria]]
|-
| ni || nic || 558 || [[Níkaragva]] eða [[Nikaragúa]] || [[:en:Nicaragua|Nicaragua]]
|-
| nl || nld || 528 || [[Holland]] || [[:en:Netherlands|Netherlands]]
|-
| no || nor || 578 || [[Noregur]] || [[:en:Norway|Norway]]
|-
| np || npl || 524 || [[Nepal]] || [[:en:Nepal|Nepal]]
|-
| nr || nru || 520 || [[Nárú]] || [[:en:Nauru|Nauru]]
|-
| nu || niu || 570 || [[Niue]] || [[:en:Niue|Niue]]
|-
| nz || nzl || 554 || [[Nýja-Sjáland]] || [[:en:New Zealand|New Zealand]]
|-
| om || omn || 512 || [[Óman]] || [[:en:Oman|Oman]]
|-
| pa || pan || 591 || [[Panama]] || [[:en:Panama|Panama]]
|-
| pe || per || 604 || [[Perú]] || [[:en:Peru|Peru]]
|-
| pf || pyf || 258 || [[Franska Pólýnesía]] || [[:en:French Polynesia|French Polynesia]]
|-
| pg || png || 598 || [[Papúa Nýja-Gínea]] || [[:en:Papua New Guinea|Papua New Guinea]]
|-
| ph || phl || 608 || [[Filippseyjar]] || [[:en:Philippines|Philippines]]
|-
| pk || pak || 586 || [[Pakistan]] || [[:en:Pakistan|Pakistan]]
|-
| pl || pol || 616 || [[Pólland]] || [[:en:Poland|Poland]]
|-
| pm || spm || 666 || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[:en:Saint Pierre and Miquelon|Saint Pierre and Miquelon]]
|-
| pn || pcn || 612 || [[Pitcairn]] || [[:en:Pitcairn|Pitcairn]]
|-
| pr || pri || 630 || [[Púertó Ríkó]] || [[:en:Puerto Rico|Puerto Rico]]
|-
| ps || pse || 275 || [[Heimastjórnarsvæði Palestínumanna]] || [[:en:Occupied Palestinian Territory|Occupied Palestinian Territory]]
|-
| pt || prt || 620 || [[Portúgal]] || [[:en:Portugal|Portugal]]
|-
| pw || plw || 585 || [[Palá]] || [[:en:Palau|Palau]]
|-
| py || pry || 600 || [[Paragvæ]] || [[:en:Paraguay|Paraguay]]
|-
| qa || qat || 634 || [[Katar]] || [[:en:Qatar|Qatar]]
|-
| re || reu || 638 || [[Réunion]] || [[:en:Reunion|Reunion]]
|-
| ro || rou || 642 || [[Rúmenía]] || [[:en:Romania|Romania]]
|-
| rs || srb || 688 || [[Serbía]] || [[:en:Serbia|Serbia]]
|-
| ru || rus || 643 || [[Rússland]] || [[:en:Russian Federation|Russian Federation]]
|-
| rw || rwa || 646 || [[Rúanda]] || [[:en:Rwanda|Rwanda]]
|-
| sa || sau || 682 || [[Sádi-Arabía]] || [[:en:Saudi Arabia|Saudi Arabia]]
|-
| sb || slb || 090 || [[Salómonseyjar]] || [[:en:Solomon Islands|Solomon Islands]]
|-
| sc || syc || 690 || [[Seychelles-eyjar]] || [[:en:Seychelles|Seychelles]]
|-
| sd || sdn || 736 || [[Súdan]] || [[:en:Sudan|Sudan]]
|-
| se || swe || 752 || [[Svíþjóð]] || [[:en:Sweden|Sweden]]
|-
| sg || sgp || 702 || [[Singapúr]] || [[:en:Singapore|Singapore]]
|-
| sh || shn || 654 || [[Sankti Helena]] || [[:en:Saint Helena|Saint Helena]]
|-
| si || svn || 705 || [[Slóvenía]] || [[:en:Slovenia|Slovenia]]
|-
| sj || sjm || 744 || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[:en:Svalbard and Jan Mayen|Svalbard and Jan Mayen]]
|-
| sk || svk || 703 || [[Slóvakía]] || [[:en:Slovakia|Slovakia]]
|-
| sl || sle || 694 || [[Síerra Leóne]] || [[:en:Sierra Leone|Sierra Leone]]
|-
| sm || smr || 674 || [[San Marínó]] || [[:en:San Marino|San Marino]]
|-
| sn || sen || 686 || [[Senegal]] || [[:en:Senegal|Senegal]]
|-
| so || som || 706 || [[Sómalía]] || [[:en:Somalia|Somalia]]
|-
| sr || sur || 740 || [[Súrínam]] || [[:en:Suriname|Suriname]]
|-
| st || stp || 678 || [[Saó Tóme og Prinsípe]] || [[:en:Sao Tome and Principe|Sao Tome and Principe]]
|-
| sv || slv || 222 || [[El Salvador]] || [[:en:El Salvador|El Salvador]]
|-
| sy || syr || 760 || [[Sýrland]] || [[:en:Syrian Arab Republic|Syrian Arab Republic]]
|-
| sz || swz || 748 || [[Svasíland]] || [[:en:Swaziland|Swaziland]]
|-
| tc || tca || 796 || [[Turks- og Caicoseyjar]] || [[:en:Turks and Caicos Islands|Turks and Caicos Islands]]
|-
| td || tcd || 148 || [[Tsjad]] || [[:en:Chad|Chad]]
|-
| tf || atf || 260 || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[:en:French Southern Territories|French Southern Territories]]
|-
| tg || tgo || 768 || [[Tógó]] || [[:en:Togo|Togo]]
|-
| th || tha || 764 || [[Taíland]] || [[:en:Thailand|Thailand]]
|-
| tj || tjk || 762 || [[Tadsjikistan]] || [[:en:Tajikistan|Tajikistan]]
|-
| tk || tkl || 772 || [[Tókelá]] || [[:en:Tokelau|Tokelau]]
|-
| tm || tkm || 795 || [[Túrkmenistan]] || [[:en:Turkmenistan|Turkmenistan]]
|-
| tn || tun || 788 || [[Túnis]] || [[:en:Tunisia|Tunisia]]
|-
| to || ton || 776 || [[Tonga]] eða [[Vináttueyjar]] || [[:en:Tonga|Tonga]]
|-
| tl || tls || 626 || [[Austur-Tímor]] || [[:en:Timor-Leste|Timor-Leste]]
|-
| tr || tur || 792 || [[Tyrkland]] || [[:en:Turkey|Turkey]]
|-
| tt || tto || 780 || [[Trínidad og Tóbagó]] || [[:en:Trinidad and Tobago|Trinidad and Tobago]]
|-
| tv || tuv || 798 || [[Túvalú]] || [[:en:Tuvalu|Tuvalu]]
|-
| tw || twn || 158 || [[Taívan]] || [[:en:Province of China Taiwan|Province of China Taiwan]]
|-
| tz || tza || 834 || [[Tansanía]] || [[:en:United Republic of Tanzania|United Republic of Tanzania]]
|-
| ua || ukr || 804 || [[Úkraína]] || [[:en:Ukraine|Ukraine]]
|-
| ug || uga || 800 || [[Úganda]] || [[:en:Uganda|Uganda]]
|-
| um || umi || 581 || [[Smáeyjar Bandaríkjanna]] || [[:en:United States Minor Outlying Islands|United States Minor Outlying Islands]]
|-
| us || usa || 840 || [[Bandaríkin]] eða [[Bandaríki Norður-Ameríku]] || [[:en:United States|United States]]
|-
| uy || ury || 858 || [[Úrúgvæ]] || [[:en:Uruguay|Uruguay]]
|-
| uz || uzb || 860 || [[Úsbekistan]] || [[:en:Uzbekistan|Uzbekistan]]
|-
| va || vat || 336 || [[Páfagarður]] eða [[Vatíkanið]] || [[:en:Holy See|Holy See]]
|-
| vc || vct || 670 || [[Sankti Vinsent og Grenadíneyjar]] || [[:en:Saint Vincent and the Grenadines|Saint Vincent and the Grenadines]]
|-
| ve || ven || 862 || [[Venesúela]] || [[:en:Venezuela|Venezuela]]
|-
| vg || vgb || 092 || [[Bresku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bresku Meyjaeyjar]] || [[:en:British Virgin Islands|British Virgin Islands]]
|-
| vi || vir || 850 || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bandarísku Meyjaeyjar]] || [[:en:U.S. Virgin Islands|U.S. Virgin Islands]]
|-
| vn || vnm || 704 || [[Víetnam]] || [[:en:Vietnam|Vietnam]]
|-
| vu || vut || 548 || [[Vanúatú]] || [[:en:Vanuatu|Vanuatu]]
|-
| wf || wlf || 876 || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[:en:Wallis and Futuna|Wallis and Futuna]]
|-
| ws || wsm || 882 || [[Samóa]] eða [[Vestur-Samóa]] || [[:en:Samoa|Samoa]]
|-
| ye || yem || 887 || [[Jemen]] || [[:en:Yemen|Yemen]]
|-
| yt || myt || 175 || [[Mayotte]] || [[:en:Mayotte|Mayotte]]
|-
| za || zaf || 710 || [[Suður-Afríka]] || [[:en:South Africa|South Africa]]
|-
| zm || zmb || 894 || [[Sambía]] || [[:en:Zambia|Zambia]]
|-
| zw || zwe || 716 || [[Zimbabwe]] eða [[Simbabve]] || [[:en:Zimbabwe|Zimbabwe]]
|}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti|titill='''Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti'''|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=http://www.siminn.is/control/index?pid=6508|titill=Landheitalisti símans|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2005}}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166-1 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
* [http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html ISO kóðar á vefsíðu CIA] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050305035152/http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html |date=2005-03-05 }}
* [http://tobiasconradi.com/geography/ ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)]
* [http://www.wout-bosteels.be/countries.xml ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060902073717/http://www.wout-bosteels.be/countries.xml |date=2006-09-02 }}
[[Flokkur:ISO 3166|1]]
[[Flokkur:Lönd]]
[[sv:ISO 3166#ISO 3166-1-koder]]
aszj13xv64diwbf7r21hmk1wg4q6uh6
1763636
1763635
2022-08-03T17:09:32Z
Snævar
16586
/* Heimildir */
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-1''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[Alþjóðlegur staðall|staðalsins]] sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir [[land|lönd]] og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út [[ár]]ið [[1974]] af [[Alþjóðlega staðlastofnunin|Alþjóðlegu staðlastofnuninni]].
Tveir skyldir staðlahlutar eru [[ISO 3166-2]] yfir stjórnsýslueiningar landa og [[ISO 3166-3]] yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá [[alþjóðastofnun]]um, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru [[listi yfir landsnúmer]] fyrir millilandasímtöl og landakóðar [[Alþjóðaólympíunefndin|Alþjóðaólympíunefndarinnar]].
{| {{prettytable}}
!alpha2
!alpha3
!Númer
!Svæði
!Svæði (á [[enska|ensku]])
|-
| ad || and || 020 || [[Andorra]] || [[:en:Andorra|Andorra]]
|-
| ae || are || 784 || [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] || [[:en:United Arab Emirates|United Arab Emirates]]
|-
| af || afg || 004 || [[Afganistan]] || [[:en:Afghanistan|Afghanistan]]
|-
| ag || atg || 028 || [[Antígva og Barbúda]] eða [[Antigúa]] || [[:en:Antigua and Barbuda|Antigua and Barbuda]]
|-
| ai || aia || 660 || [[Angvilla]] || [[:en:Anguilla|Anguilla]]
|-
| al || alb || 008 || [[Albanía]] || [[:en:Albania|Albania]]
|-
| am || arm || 051 || [[Armenía]] || [[:en:Armenia|Armenia]]
|-
| an || ant || 530 || [[Hollensku Antillur]] eða [[Hollensku Antillaeyjar]] || [[:en:Netherlands Antilles|Netherlands Antilles]]
|-
| ao || ago || 024 || [[Angóla]] || [[:en:Angola|Angola]]
|-
| aq || ata || 010 || [[Suðurskautslandið]] || [[:en:Antarctica|Antarctica]]
|-
| ar || arg || 032 || [[Argentína]] || [[:en:Argentina|Argentina]]
|-
| as || asm || 016 || [[Bandaríska Samóa]] || [[:en:American Samoa|American Samoa]]
|-
| at || aut || 040 || [[Austurríki]] || [[:en:Austria|Austria]]
|-
| au || aus || 036 || [[Ástralía]] || [[:en:Australia|Australia]]
|-
| aw || abw || 533 || [[Arúba]] || [[:en:Aruba|Aruba]]
|-
| ax || ala || 248 || [[Álandseyjar]] eða [[Áland]] || [[:en:Aland Islands|Aland Islands]]
|-
| az || aze || 031 || [[Aserbaídsjan]] || [[:en:Azerbaijan|Azerbaijan]]
|-
| ba || bih || 070 || [[Bosnía og Hersegóvína]] || [[:en:Bosnia and Herzegovina|Bosnia and Herzegovina]]
|-
| bb || brb || 052 || [[Barbados]] || [[:en:Barbados|Barbados]]
|-
| bd || bgd || 050 || [[Bangladess]] eða [[Bengalaland]] || [[:en:Bangladesh|Bangladesh]]
|-
| be || bel || 056 || [[Belgía]] || [[:en:Belgium|Belgium]]
|-
| bf || bfa || 854 || [[Búrkína Fasó]] || [[:en:Burkina Faso|Burkina Faso]]
|-
| bg || bgr || 100 || [[Búlgaría]] || [[:en:Bulgaria|Bulgaria]]
|-
| bh || bhr || 048 || [[Barein]] || [[:en:Bahrain|Bahrain]]
|-
| bi || bdi || 108 || [[Búrúndí]] || [[:en:Burundi|Burundi]]
|-
| bj || ben || 204 || [[Benín]] || [[:en:Benin|Benin]]
|-
| bm || bmu || 060 || [[Bermúdaeyjar]] eða [[Bermúda]] || [[:en:Bermuda|Bermuda]]
|-
| bn || brn || 096 || [[Brúnei]] || [[:en:Brunei Darussalam|Brunei Darussalam]]
|-
| bo || bol || 068 || [[Bólivía]] || [[:en:Bolivia|Bolivia]]
|-
| br || bra || 076 || [[Brasilía]] || [[:en:Brazil|Brazil]]
|-
| bs || bhs || 044 || [[Bahamaeyjar]] || [[:en:Bahamas|Bahamas]]
|-
| bt || btn || 064 || [[Bútan]] || [[:en:Bhutan|Bhutan]]
|-
| bv || bvt || 074 || [[Bouveteyja]] || [[:en:Bouvet Island|Bouvet Island]]
|-
| bw || bwa || 072 || [[Botsvana]] || [[:en:Botswana|Botswana]]
|-
| by || blr || 112 || [[Hvíta-Rússland]] || [[:en:Belarus|Belarus]]
|-
| bz || blz || 084 || [[Belís]] || [[:en:Belize|Belize]]
|-
| ca || can || 124 || [[Kanada]] || [[:en:Canada|Canada]]
|-
| cc || cck || 166 || [[Kókoseyjar]] || [[:en:Cocos Islands|Cocos Islands]]
|-
| cd || cod || 180 || [[Austur-Kongó]] || [[:en:The Democratic Republic of the Congo|The Democratic Republic of the Congo]]
|-
| cf || caf || 140 || [[Mið-Afríkulýðveldið]] || [[:en:Central African Republic|Central African Republic]]
|-
| cg || cog || 178 || [[Vestur-Kongó]] || [[:en:Republic of the Congo|Republic of the Congo]]
|-
| ch || che || 756 || [[Sviss]] || [[:en:Switzerland|Switzerland]]
|-
| ci || civ || 384 || [[Fílabeinsströndin]] || [[:en:Cote D'Ivoire|Cote D'Ivoire]]
|-
| ck || cok || 184 || [[Cookseyjar]] eða [[Cooks-eyjar]] || [[:en:Cook Islands|Cook Islands]]
|-
| cl || chl || 152 || [[Chile]] eða [[Síle]] || [[:en:Chile|Chile]]
|-
| cm || cmr || 120 || [[Kamerún]] || [[:en:Cameroon|Cameroon]]
|-
| cn || chn || 156 || [[Kína]] || [[:en:China|China]]
|-
| co || col || 170 || [[Kólumbía]] || [[:en:Colombia|Colombia]]
|-
| cr || cri || 188 || [[Kostaríka]] eða [[Kosta Ríka]] || [[:en:Costa Rica|Costa Rica]]
|-
| cu || cub || 192 || [[Kúba]] || [[:en:Cuba|Cuba]]
|-
| cv || cpv || 132 || [[Grænhöfðaeyjar]] || [[:en:Cape Verde|Cape Verde]]
|-
| cx || cxr || 162 || [[Jólaeyja]] eða [[Jólaey]] || [[:en:Christmas Island|Christmas Island]]
|-
| cy || cyp || 196 || [[Kýpur]] eða [[Kípur]] || [[:en:Cyprus|Cyprus]]
|-
| cz || cze || 203 || [[Tékkland]] || [[:en:Czech Republic|Czechia]]
|-
| de || deu || 276 || [[Þýskaland]] || [[:en:Germany|Germany]]
|-
| dj || dji || 262 || [[Djíbútí]] || [[:en:Djibouti|Djibouti]]
|-
| dk || dnk || 208 || [[Danmörk]] || [[:en:Denmark|Denmark]]
|-
| dm || dma || 212 || [[Dóminíka]] || [[:en:Dominica|Dominica]]
|-
| do || dom || 214 || [[Dóminíska lýðveldið]] || [[:en:Dominican Republic|Dominican Republic]]
|-
| dz || dza || 012 || [[Alsír]] || [[:en:Algeria|Algeria]]
|-
| ec || ecu || 218 || [[Ekvador]] || [[:en:Ecuador|Ecuador]]
|-
| ee || est || 233 || [[Eistland]] || [[:en:Estonia|Estonia]]
|-
| eg || egy || 818 || [[Egyptaland]] eða [[Egiptaland]] || [[:en:Egypt|Egypt]]
|-
| eh || esh || 732 || [[Vestur-Sahara]] || [[:en:Western Sahara|Western Sahara]]
|-
| er || eri || 232 || [[Erítrea]] || [[:en:Eritrea|Eritrea]]
|-
| es || esp || 724 || [[Spánn]] || [[:en:Spain|Spain]]
|-
| et || eth || 231 || [[Eþíópía]] eða [[Etíópía]] || [[:en:Ethiopia|Ethiopia]]
|-
| fi || fin || 246 || [[Finnland]] || [[:en:Finland|Finland]]
|-
| fj || fji || 242 || [[Fídjieyjar]] eða [[Fijieyjar]] || [[:en:Fiji|Fiji]]
|-
| fk || flk || 238 || [[Falklandseyjar]] || [[:en:Falkland Islands|Falkland Islands]]
|-
| fm || fsm || 583 || [[Míkrónesía]] || [[:en:Federated States of Micronesia|Federated States of Micronesia]]
|-
| fo || fro || 234 || [[Færeyjar]] || [[:en:Faroe Islands|Faroe Islands]]
|-
| fr || fra || 250 || [[Frakkland]] || [[:en:France|France]]
|-
| fx || fxx || 249 || || [[:en:Metropolitan France|Metropolitan France]]
|-
| ga || gab || 266 || [[Gabon]] || [[:en:Gabon|Gabon]]
|-
| gb || gbr || 826 || [[Bretland]] eða [[Stóra Bretland]] || [[:en:United Kingdom|United Kingdom]]
|-
| gd || grd || 308 || [[Grenada]] || [[:en:Grenada|Grenada]]
|-
| ge || geo || 268 || [[Georgía]] || [[:en:Georgia|Georgia]]
|-
| gf || guf || 254 || [[Franska Gvæjana]] || [[:en:French Guiana|French Guiana]]
|-
| gh || gha || 288 || [[Gana]] || [[:en:Ghana|Ghana]]
|-
| gi || gib || 292 || [[Gíbraltar]] || [[:en:Gibraltar|Gibraltar]]
|-
| gl || grl || 304 || [[Grænland]] || [[:en:Greenland|Greenland]]
|-
| gm || gmb || 270 || [[Gambía]] || [[:en:Gambia|Gambia]]
|-
| gn || gin || 324 || [[Gínea]] || [[:en:Guinea|Guinea]]
|-
| gp || glp || 312 || [[Gvadelúpeyjar]] || [[:en:Guadeloupe|Guadeloupe]]
|-
| gq || gnq || 226 || [[Miðbaugs-Gínea]] || [[:en:Equatorial Guinea|Equatorial Guinea]]
|-
| gr || grc || 300 || [[Grikkland]] || [[:en:Greece|Greece]]
|-
| gs || sgs || 239 || [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar]] || [[:en:South Georgia and the South Sandwich Islands|South Georgia and the South Sandwich Islands]]
|-
| gt || gtm || 320 || [[Gvatemala]] || [[:en:Guatemala|Guatemala]]
|-
| gu || gum || 316 || [[Gvam]] || [[:en:Guam|Guam]]
|-
| gw || gnb || 624 || [[Gínea-Bissá]] || [[:en:Guinea-Bissau|Guinea-Bissau]]
|-
| gy || guy || 328 || [[Gvæjana]] || [[:en:Guyana|Guyana]]
|-
| hk || hkg || 344 || [[Hong Kong]] || [[:en:Hong Kong|Hong Kong]]
|-
| hm || hmd || 334 || [[Heard og McDonaldseyjar]] || [[:en:Heard Island and McDonald Islands|Heard Island and McDonald Islands]]
|-
| hn || hnd || 340 || [[Hondúras]] || [[:en:Honduras|Honduras]]
|-
| hr || hrv || 191 || [[Króatía]] || [[:en:Croatia|Croatia]]
|-
| ht || hti || 332 || [[Haítí]] || [[:en:Haiti|Haiti]]
|-
| hu || hun || 348 || [[Ungverjaland]] || [[:en:Hungary|Hungary]]
|-
| id || idn || 360 || [[Indónesía]] || [[:en:Indonesia|Indonesia]]
|-
| ie || irl || 372 || [[Írland]] || [[:en:Ireland|Ireland]]
|-
| il || isr || 376 || [[Ísrael]] || [[:en:Israel|Israel]]
|-
| im || imn || 833 || [[Mön]] || [[:en:Isle of Man|Isle of Man]]
|-
| in || ind || 356 || [[Indland]] || [[:en:India|India]]
|-
| io || iot || 086 || [[Bresku Indlandshafseyjar]] || [[:en:British Indian Ocean Territory|British Indian Ocean Territory]]
|-
| iq || irq || 368 || [[Írak]] || [[:en:Iraq|Iraq]]
|-
| ir || irn || 364 || [[Íran]] || [[:en:Islamic Republic of Iran|Islamic Republic of Iran]]
|-
| is || isl || 352 || [[Ísland]] || [[:en:Iceland|Iceland]]
|-
| it || ita || 380 || [[Ítalía]] || [[:en:Italy|Italy]]
|-
| je || jey || 832 || [[Jersey]] || [[:en:Jersey|Jersey]]
|-
| jm || jam || 388 || [[Jamaíka]] || [[:en:Jamaica|Jamaica]]
|-
| jo || jor || 400 || [[Jórdanía]] || [[:en:Jordan|Jordan]]
|-
| jp || jpn || 392 || [[Japan]] || [[:en:Japan|Japan]]
|-
| ke || ken || 404 || [[Kenía]] || [[:en:Kenya|Kenya]]
|-
| kg || kgz || 417 || [[Kirgisistan]] eða [[Kirgísía]] || [[:en:Kyrgyzstan|Kyrgyzstan]]
|-
| kh || khm || 116 || [[Kambódía]] || [[:en:Cambodia|Cambodia]]
|-
| ki || kir || 296 || [[Kíribatí]] || [[:en:Kiribati|Kiribati]]
|-
| km || com || 174 || [[Kómoreyjar]] || [[:en:Comoros|Comoros]]
|-
| kn || kna || 659 || [[Sankti Kristófer og Nevis]] eða [[Sankti Kitts og Nevis]] || [[:en:Saint Kitts and Nevis|Saint Kitts and Nevis]]
|-
| kp || prk || 408 || [[Norður-Kórea]] || [[:en:Democratic People's Republic of Korea|Democratic People's Republic of Korea]]
|-
| kr || kor || 410 || [[Suður-Kórea]] || [[:en:Republic of Korea|Republic of Korea]]
|-
| kw || kwt || 414 || [[Kúveit]] || [[:en:Kuwait|Kuwait]]
|-
| ky || cym || 136 || [[Caymaneyjar]] || [[:en:Cayman Islands|Cayman Islands]]
|-
| kz || kaz || 398 || [[Kasakstan]] || [[:en:Kazakhstan|Kazakhstan]]
|-
| la || lao || 418 || [[Laos]] || [[:en:Lao People's Democratic Republic|Lao People's Democratic Republic]]
|-
| lb || lbn || 422 || [[Líbanon]] || [[:en:Lebanon|Lebanon]]
|-
| lc || lca || 662 || [[Sankti Lúsía]] || [[:en:Saint Lucia|Saint Lucia]]
|-
| li || lie || 438 || [[Liechtenstein]] || [[:en:Liechtenstein|Liechtenstein]]
|-
| lk || lka || 144 || [[Srí Lanka]] || [[:en:Sri Lanka|Sri Lanka]]
|-
| lr || lbr || 430 || [[Líbería]] || [[:en:Liberia|Liberia]]
|-
| ls || lso || 426 || [[Lesótó]] eða [[Lesóthó]] || [[:en:Lesotho|Lesotho]]
|-
| lt || ltu || 440 || [[Litháen]] eða [[Lithá]] || [[:en:Lithuania|Lithuania]]
|-
| lu || lux || 442 || [[Lúxemborg]] || [[:en:Luxembourg|Luxembourg]]
|-
| lv || lva || 428 || [[Lettland]] || [[:en:Latvia|Latvia]]
|-
| ly || lby || 434 || [[Líbía]] || [[:en:Libyan Arab Jamahiriya|Libyan Arab Jamahiriya]]
|-
| ma || mar || 504 || [[Marokkó]] || [[:en:Morocco|Morocco]]
|-
| mc || mco || 492 || [[Mónakó]] || [[:en:Monaco|Monaco]]
|-
| md || mda || 498 || [[Moldóva]] eða [[Moldavía]] || [[:en:Republic of Moldova|Republic of Moldova]]
|-
| me || mne || 499 || [[Svartfjallaland]] || [[:en:Montenegro|Montenegro]]
|-
| mg || mdg || 450 || [[Madagaskar]] || [[:en:Madagascar|Madagascar]]
|-
| mh || mhl || 584 || [[Marshalleyjar]] || [[:en:Marshall Islands|Marshall Islands]]
|-
| mk || mkd || 807 || [[Makedónía]] || [[:en:the Former Yugoslav Republic of Macedonia|the Former Yugoslav Republic of Macedonia]]
|-
| ml || mli || 466 || [[Malí]] || [[:en:Mali|Mali]]
|-
| mm || mmr || 104 || [[Mjanmar]] eða [[Burma]] || [[:en:Myanmar|Myanmar]]
|-
| mn || mng || 496 || [[Mongólía]] || [[:en:Mongolia|Mongolia]]
|-
| mo || mac || 446 || [[Makaó]] eða [[Macao]] || [[:en:Macao|Macao]]
|-
| mp || mnp || 580 || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[:en:Northern Mariana Islands|Northern Mariana Islands]]
|-
| mq || mtq || 474 || [[Martiník]] || [[:en:Martinique|Martinique]]
|-
| mr || mrt || 478 || [[Máritanía]] || [[:en:Mauritania|Mauritania]]
|-
| ms || msr || 500 || [[Montserrat]] || [[:en:Montserrat|Montserrat]]
|-
| mt || mlt || 470 || [[Malta]] || [[:en:Malta|Malta]]
|-
| mu || mus || 480 || [[Máritíus]] || [[:en:Mauritius|Mauritius]]
|-
| mv || mdv || 462 || [[Maldíveyjar]] || [[:en:Maldives|Maldives]]
|-
| mw || mwi || 454 || [[Malaví]] || [[:en:Malawi|Malawi]]
|-
| mx || mex || 484 || [[Mexíkó]] || [[:en:Mexico|Mexico]]
|-
| my || mys || 458 || [[Malasía]] || [[:en:Malaysia|Malaysia]]
|-
| mz || moz || 508 || [[Mósambík]] || [[:en:Mozambique|Mozambique]]
|-
| na || nam || 516 || [[Namibía]] || [[:en:Namibia|Namibia]]
|-
| nc || ncl || 540 || [[Nýja-Kaledónía]] || [[:en:New Caledonia|New Caledonia]]
|-
| ne || ner || 562 || [[Níger]] || [[:en:Niger|Niger]]
|-
| nf || nfk || 574 || [[Norfolkeyja]] || [[:en:Norfolk Island|Norfolk Island]]
|-
| ng || nga || 566 || [[Nígería]] || [[:en:Nigeria|Nigeria]]
|-
| ni || nic || 558 || [[Níkaragva]] eða [[Nikaragúa]] || [[:en:Nicaragua|Nicaragua]]
|-
| nl || nld || 528 || [[Holland]] || [[:en:Netherlands|Netherlands]]
|-
| no || nor || 578 || [[Noregur]] || [[:en:Norway|Norway]]
|-
| np || npl || 524 || [[Nepal]] || [[:en:Nepal|Nepal]]
|-
| nr || nru || 520 || [[Nárú]] || [[:en:Nauru|Nauru]]
|-
| nu || niu || 570 || [[Niue]] || [[:en:Niue|Niue]]
|-
| nz || nzl || 554 || [[Nýja-Sjáland]] || [[:en:New Zealand|New Zealand]]
|-
| om || omn || 512 || [[Óman]] || [[:en:Oman|Oman]]
|-
| pa || pan || 591 || [[Panama]] || [[:en:Panama|Panama]]
|-
| pe || per || 604 || [[Perú]] || [[:en:Peru|Peru]]
|-
| pf || pyf || 258 || [[Franska Pólýnesía]] || [[:en:French Polynesia|French Polynesia]]
|-
| pg || png || 598 || [[Papúa Nýja-Gínea]] || [[:en:Papua New Guinea|Papua New Guinea]]
|-
| ph || phl || 608 || [[Filippseyjar]] || [[:en:Philippines|Philippines]]
|-
| pk || pak || 586 || [[Pakistan]] || [[:en:Pakistan|Pakistan]]
|-
| pl || pol || 616 || [[Pólland]] || [[:en:Poland|Poland]]
|-
| pm || spm || 666 || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[:en:Saint Pierre and Miquelon|Saint Pierre and Miquelon]]
|-
| pn || pcn || 612 || [[Pitcairn]] || [[:en:Pitcairn|Pitcairn]]
|-
| pr || pri || 630 || [[Púertó Ríkó]] || [[:en:Puerto Rico|Puerto Rico]]
|-
| ps || pse || 275 || [[Heimastjórnarsvæði Palestínumanna]] || [[:en:Occupied Palestinian Territory|Occupied Palestinian Territory]]
|-
| pt || prt || 620 || [[Portúgal]] || [[:en:Portugal|Portugal]]
|-
| pw || plw || 585 || [[Palá]] || [[:en:Palau|Palau]]
|-
| py || pry || 600 || [[Paragvæ]] || [[:en:Paraguay|Paraguay]]
|-
| qa || qat || 634 || [[Katar]] || [[:en:Qatar|Qatar]]
|-
| re || reu || 638 || [[Réunion]] || [[:en:Reunion|Reunion]]
|-
| ro || rou || 642 || [[Rúmenía]] || [[:en:Romania|Romania]]
|-
| rs || srb || 688 || [[Serbía]] || [[:en:Serbia|Serbia]]
|-
| ru || rus || 643 || [[Rússland]] || [[:en:Russian Federation|Russian Federation]]
|-
| rw || rwa || 646 || [[Rúanda]] || [[:en:Rwanda|Rwanda]]
|-
| sa || sau || 682 || [[Sádi-Arabía]] || [[:en:Saudi Arabia|Saudi Arabia]]
|-
| sb || slb || 090 || [[Salómonseyjar]] || [[:en:Solomon Islands|Solomon Islands]]
|-
| sc || syc || 690 || [[Seychelles-eyjar]] || [[:en:Seychelles|Seychelles]]
|-
| sd || sdn || 736 || [[Súdan]] || [[:en:Sudan|Sudan]]
|-
| se || swe || 752 || [[Svíþjóð]] || [[:en:Sweden|Sweden]]
|-
| sg || sgp || 702 || [[Singapúr]] || [[:en:Singapore|Singapore]]
|-
| sh || shn || 654 || [[Sankti Helena]] || [[:en:Saint Helena|Saint Helena]]
|-
| si || svn || 705 || [[Slóvenía]] || [[:en:Slovenia|Slovenia]]
|-
| sj || sjm || 744 || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[:en:Svalbard and Jan Mayen|Svalbard and Jan Mayen]]
|-
| sk || svk || 703 || [[Slóvakía]] || [[:en:Slovakia|Slovakia]]
|-
| sl || sle || 694 || [[Síerra Leóne]] || [[:en:Sierra Leone|Sierra Leone]]
|-
| sm || smr || 674 || [[San Marínó]] || [[:en:San Marino|San Marino]]
|-
| sn || sen || 686 || [[Senegal]] || [[:en:Senegal|Senegal]]
|-
| so || som || 706 || [[Sómalía]] || [[:en:Somalia|Somalia]]
|-
| sr || sur || 740 || [[Súrínam]] || [[:en:Suriname|Suriname]]
|-
| st || stp || 678 || [[Saó Tóme og Prinsípe]] || [[:en:Sao Tome and Principe|Sao Tome and Principe]]
|-
| sv || slv || 222 || [[El Salvador]] || [[:en:El Salvador|El Salvador]]
|-
| sy || syr || 760 || [[Sýrland]] || [[:en:Syrian Arab Republic|Syrian Arab Republic]]
|-
| sz || swz || 748 || [[Svasíland]] || [[:en:Swaziland|Swaziland]]
|-
| tc || tca || 796 || [[Turks- og Caicoseyjar]] || [[:en:Turks and Caicos Islands|Turks and Caicos Islands]]
|-
| td || tcd || 148 || [[Tsjad]] || [[:en:Chad|Chad]]
|-
| tf || atf || 260 || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[:en:French Southern Territories|French Southern Territories]]
|-
| tg || tgo || 768 || [[Tógó]] || [[:en:Togo|Togo]]
|-
| th || tha || 764 || [[Taíland]] || [[:en:Thailand|Thailand]]
|-
| tj || tjk || 762 || [[Tadsjikistan]] || [[:en:Tajikistan|Tajikistan]]
|-
| tk || tkl || 772 || [[Tókelá]] || [[:en:Tokelau|Tokelau]]
|-
| tm || tkm || 795 || [[Túrkmenistan]] || [[:en:Turkmenistan|Turkmenistan]]
|-
| tn || tun || 788 || [[Túnis]] || [[:en:Tunisia|Tunisia]]
|-
| to || ton || 776 || [[Tonga]] eða [[Vináttueyjar]] || [[:en:Tonga|Tonga]]
|-
| tl || tls || 626 || [[Austur-Tímor]] || [[:en:Timor-Leste|Timor-Leste]]
|-
| tr || tur || 792 || [[Tyrkland]] || [[:en:Turkey|Turkey]]
|-
| tt || tto || 780 || [[Trínidad og Tóbagó]] || [[:en:Trinidad and Tobago|Trinidad and Tobago]]
|-
| tv || tuv || 798 || [[Túvalú]] || [[:en:Tuvalu|Tuvalu]]
|-
| tw || twn || 158 || [[Taívan]] || [[:en:Province of China Taiwan|Province of China Taiwan]]
|-
| tz || tza || 834 || [[Tansanía]] || [[:en:United Republic of Tanzania|United Republic of Tanzania]]
|-
| ua || ukr || 804 || [[Úkraína]] || [[:en:Ukraine|Ukraine]]
|-
| ug || uga || 800 || [[Úganda]] || [[:en:Uganda|Uganda]]
|-
| um || umi || 581 || [[Smáeyjar Bandaríkjanna]] || [[:en:United States Minor Outlying Islands|United States Minor Outlying Islands]]
|-
| us || usa || 840 || [[Bandaríkin]] eða [[Bandaríki Norður-Ameríku]] || [[:en:United States|United States]]
|-
| uy || ury || 858 || [[Úrúgvæ]] || [[:en:Uruguay|Uruguay]]
|-
| uz || uzb || 860 || [[Úsbekistan]] || [[:en:Uzbekistan|Uzbekistan]]
|-
| va || vat || 336 || [[Páfagarður]] eða [[Vatíkanið]] || [[:en:Holy See|Holy See]]
|-
| vc || vct || 670 || [[Sankti Vinsent og Grenadíneyjar]] || [[:en:Saint Vincent and the Grenadines|Saint Vincent and the Grenadines]]
|-
| ve || ven || 862 || [[Venesúela]] || [[:en:Venezuela|Venezuela]]
|-
| vg || vgb || 092 || [[Bresku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bresku Meyjaeyjar]] || [[:en:British Virgin Islands|British Virgin Islands]]
|-
| vi || vir || 850 || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bandarísku Meyjaeyjar]] || [[:en:U.S. Virgin Islands|U.S. Virgin Islands]]
|-
| vn || vnm || 704 || [[Víetnam]] || [[:en:Vietnam|Vietnam]]
|-
| vu || vut || 548 || [[Vanúatú]] || [[:en:Vanuatu|Vanuatu]]
|-
| wf || wlf || 876 || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[:en:Wallis and Futuna|Wallis and Futuna]]
|-
| ws || wsm || 882 || [[Samóa]] eða [[Vestur-Samóa]] || [[:en:Samoa|Samoa]]
|-
| ye || yem || 887 || [[Jemen]] || [[:en:Yemen|Yemen]]
|-
| yt || myt || 175 || [[Mayotte]] || [[:en:Mayotte|Mayotte]]
|-
| za || zaf || 710 || [[Suður-Afríka]] || [[:en:South Africa|South Africa]]
|-
| zm || zmb || 894 || [[Sambía]] || [[:en:Zambia|Zambia]]
|-
| zw || zwe || 716 || [[Zimbabwe]] eða [[Simbabve]] || [[:en:Zimbabwe|Zimbabwe]]
|}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti|titill='''Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti'''|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=http://www.siminn.is/control/index?pid=6508|titill=Landheitalisti símans|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2005|archive-url=https://web.archive.org/web/20050208063400/http://www.siminn.is/control/index?pid=6508|archive-date=08-02-2005}}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166-1 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
* [http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html ISO kóðar á vefsíðu CIA] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050305035152/http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html |date=2005-03-05 }}
* [http://tobiasconradi.com/geography/ ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)]
* [http://www.wout-bosteels.be/countries.xml ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060902073717/http://www.wout-bosteels.be/countries.xml |date=2006-09-02 }}
[[Flokkur:ISO 3166|1]]
[[Flokkur:Lönd]]
[[sv:ISO 3166#ISO 3166-1-koder]]
ddai349lbjxuvrz64sia3z96l0wp6vm
1763639
1763636
2022-08-03T17:11:10Z
Snævar
16586
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-1''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[Alþjóðlegur staðall|staðalsins]] sem skilgreinir tveggja og þriggja stafa kóða (kallaðir alpha-2 og alpha-3) auk kenninúmers fyrir [[land|lönd]] og pólitískt afmörkuð svæði. Staðallinn var fyrst gefinn út [[ár]]ið [[1974]] af [[Alþjóðlega staðlastofnunin|Alþjóðlegu staðlastofnuninni]].
Tveir skyldir staðlahlutar eru [[ISO 3166-2]] yfir stjórnsýslueiningar landa og [[ISO 3166-3]] yfir fyrrum sjálfstæð ríki.
ISO 3166-1 er notaður mjög víða hjá [[alþjóðastofnun]]um, í milliríkjaviðskiptum og samskiptum milli landa. Hann er samt ekki eina kerfi landakóða sem er í notkun. Dæmi um önnur slík kerfi eru [[listi yfir landsnúmer]] fyrir millilandasímtöl og landakóðar [[Alþjóðaólympíunefndin|Alþjóðaólympíunefndarinnar]].
{| {{prettytable}}
!alpha2
!alpha3
!Númer
!Svæði
!Svæði (á [[enska|ensku]])
|-
| ad || and || 020 || [[Andorra]] || [[:en:Andorra|Andorra]]
|-
| ae || are || 784 || [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] || [[:en:United Arab Emirates|United Arab Emirates]]
|-
| af || afg || 004 || [[Afganistan]] || [[:en:Afghanistan|Afghanistan]]
|-
| ag || atg || 028 || [[Antígva og Barbúda]] eða [[Antigúa]] || [[:en:Antigua and Barbuda|Antigua and Barbuda]]
|-
| ai || aia || 660 || [[Angvilla]] || [[:en:Anguilla|Anguilla]]
|-
| al || alb || 008 || [[Albanía]] || [[:en:Albania|Albania]]
|-
| am || arm || 051 || [[Armenía]] || [[:en:Armenia|Armenia]]
|-
| an || ant || 530 || [[Hollensku Antillur]] eða [[Hollensku Antillaeyjar]] || [[:en:Netherlands Antilles|Netherlands Antilles]]
|-
| ao || ago || 024 || [[Angóla]] || [[:en:Angola|Angola]]
|-
| aq || ata || 010 || [[Suðurskautslandið]] || [[:en:Antarctica|Antarctica]]
|-
| ar || arg || 032 || [[Argentína]] || [[:en:Argentina|Argentina]]
|-
| as || asm || 016 || [[Bandaríska Samóa]] || [[:en:American Samoa|American Samoa]]
|-
| at || aut || 040 || [[Austurríki]] || [[:en:Austria|Austria]]
|-
| au || aus || 036 || [[Ástralía]] || [[:en:Australia|Australia]]
|-
| aw || abw || 533 || [[Arúba]] || [[:en:Aruba|Aruba]]
|-
| ax || ala || 248 || [[Álandseyjar]] eða [[Áland]] || [[:en:Aland Islands|Aland Islands]]
|-
| az || aze || 031 || [[Aserbaídsjan]] || [[:en:Azerbaijan|Azerbaijan]]
|-
| ba || bih || 070 || [[Bosnía og Hersegóvína]] || [[:en:Bosnia and Herzegovina|Bosnia and Herzegovina]]
|-
| bb || brb || 052 || [[Barbados]] || [[:en:Barbados|Barbados]]
|-
| bd || bgd || 050 || [[Bangladess]] eða [[Bengalaland]] || [[:en:Bangladesh|Bangladesh]]
|-
| be || bel || 056 || [[Belgía]] || [[:en:Belgium|Belgium]]
|-
| bf || bfa || 854 || [[Búrkína Fasó]] || [[:en:Burkina Faso|Burkina Faso]]
|-
| bg || bgr || 100 || [[Búlgaría]] || [[:en:Bulgaria|Bulgaria]]
|-
| bh || bhr || 048 || [[Barein]] || [[:en:Bahrain|Bahrain]]
|-
| bi || bdi || 108 || [[Búrúndí]] || [[:en:Burundi|Burundi]]
|-
| bj || ben || 204 || [[Benín]] || [[:en:Benin|Benin]]
|-
| bm || bmu || 060 || [[Bermúdaeyjar]] eða [[Bermúda]] || [[:en:Bermuda|Bermuda]]
|-
| bn || brn || 096 || [[Brúnei]] || [[:en:Brunei Darussalam|Brunei Darussalam]]
|-
| bo || bol || 068 || [[Bólivía]] || [[:en:Bolivia|Bolivia]]
|-
| br || bra || 076 || [[Brasilía]] || [[:en:Brazil|Brazil]]
|-
| bs || bhs || 044 || [[Bahamaeyjar]] || [[:en:Bahamas|Bahamas]]
|-
| bt || btn || 064 || [[Bútan]] || [[:en:Bhutan|Bhutan]]
|-
| bv || bvt || 074 || [[Bouveteyja]] || [[:en:Bouvet Island|Bouvet Island]]
|-
| bw || bwa || 072 || [[Botsvana]] || [[:en:Botswana|Botswana]]
|-
| by || blr || 112 || [[Hvíta-Rússland]] || [[:en:Belarus|Belarus]]
|-
| bz || blz || 084 || [[Belís]] || [[:en:Belize|Belize]]
|-
| ca || can || 124 || [[Kanada]] || [[:en:Canada|Canada]]
|-
| cc || cck || 166 || [[Kókoseyjar]] || [[:en:Cocos Islands|Cocos Islands]]
|-
| cd || cod || 180 || [[Austur-Kongó]] || [[:en:The Democratic Republic of the Congo|The Democratic Republic of the Congo]]
|-
| cf || caf || 140 || [[Mið-Afríkulýðveldið]] || [[:en:Central African Republic|Central African Republic]]
|-
| cg || cog || 178 || [[Vestur-Kongó]] || [[:en:Republic of the Congo|Republic of the Congo]]
|-
| ch || che || 756 || [[Sviss]] || [[:en:Switzerland|Switzerland]]
|-
| ci || civ || 384 || [[Fílabeinsströndin]] || [[:en:Cote D'Ivoire|Cote D'Ivoire]]
|-
| ck || cok || 184 || [[Cookseyjar]] eða [[Cooks-eyjar]] || [[:en:Cook Islands|Cook Islands]]
|-
| cl || chl || 152 || [[Chile]] eða [[Síle]] || [[:en:Chile|Chile]]
|-
| cm || cmr || 120 || [[Kamerún]] || [[:en:Cameroon|Cameroon]]
|-
| cn || chn || 156 || [[Kína]] || [[:en:China|China]]
|-
| co || col || 170 || [[Kólumbía]] || [[:en:Colombia|Colombia]]
|-
| cr || cri || 188 || [[Kostaríka]] eða [[Kosta Ríka]] || [[:en:Costa Rica|Costa Rica]]
|-
| cu || cub || 192 || [[Kúba]] || [[:en:Cuba|Cuba]]
|-
| cv || cpv || 132 || [[Grænhöfðaeyjar]] || [[:en:Cape Verde|Cape Verde]]
|-
| cx || cxr || 162 || [[Jólaeyja]] eða [[Jólaey]] || [[:en:Christmas Island|Christmas Island]]
|-
| cy || cyp || 196 || [[Kýpur]] eða [[Kípur]] || [[:en:Cyprus|Cyprus]]
|-
| cz || cze || 203 || [[Tékkland]] || [[:en:Czech Republic|Czechia]]
|-
| de || deu || 276 || [[Þýskaland]] || [[:en:Germany|Germany]]
|-
| dj || dji || 262 || [[Djíbútí]] || [[:en:Djibouti|Djibouti]]
|-
| dk || dnk || 208 || [[Danmörk]] || [[:en:Denmark|Denmark]]
|-
| dm || dma || 212 || [[Dóminíka]] || [[:en:Dominica|Dominica]]
|-
| do || dom || 214 || [[Dóminíska lýðveldið]] || [[:en:Dominican Republic|Dominican Republic]]
|-
| dz || dza || 012 || [[Alsír]] || [[:en:Algeria|Algeria]]
|-
| ec || ecu || 218 || [[Ekvador]] || [[:en:Ecuador|Ecuador]]
|-
| ee || est || 233 || [[Eistland]] || [[:en:Estonia|Estonia]]
|-
| eg || egy || 818 || [[Egyptaland]] eða [[Egiptaland]] || [[:en:Egypt|Egypt]]
|-
| eh || esh || 732 || [[Vestur-Sahara]] || [[:en:Western Sahara|Western Sahara]]
|-
| er || eri || 232 || [[Erítrea]] || [[:en:Eritrea|Eritrea]]
|-
| es || esp || 724 || [[Spánn]] || [[:en:Spain|Spain]]
|-
| et || eth || 231 || [[Eþíópía]] eða [[Etíópía]] || [[:en:Ethiopia|Ethiopia]]
|-
| fi || fin || 246 || [[Finnland]] || [[:en:Finland|Finland]]
|-
| fj || fji || 242 || [[Fídjieyjar]] eða [[Fijieyjar]] || [[:en:Fiji|Fiji]]
|-
| fk || flk || 238 || [[Falklandseyjar]] || [[:en:Falkland Islands|Falkland Islands]]
|-
| fm || fsm || 583 || [[Míkrónesía]] || [[:en:Federated States of Micronesia|Federated States of Micronesia]]
|-
| fo || fro || 234 || [[Færeyjar]] || [[:en:Faroe Islands|Faroe Islands]]
|-
| fr || fra || 250 || [[Frakkland]] || [[:en:France|France]]
|-
| fx || fxx || 249 || || [[:en:Metropolitan France|Metropolitan France]]
|-
| ga || gab || 266 || [[Gabon]] || [[:en:Gabon|Gabon]]
|-
| gb || gbr || 826 || [[Bretland]] eða [[Stóra Bretland]] || [[:en:United Kingdom|United Kingdom]]
|-
| gd || grd || 308 || [[Grenada]] || [[:en:Grenada|Grenada]]
|-
| ge || geo || 268 || [[Georgía]] || [[:en:Georgia|Georgia]]
|-
| gf || guf || 254 || [[Franska Gvæjana]] || [[:en:French Guiana|French Guiana]]
|-
| gh || gha || 288 || [[Gana]] || [[:en:Ghana|Ghana]]
|-
| gi || gib || 292 || [[Gíbraltar]] || [[:en:Gibraltar|Gibraltar]]
|-
| gl || grl || 304 || [[Grænland]] || [[:en:Greenland|Greenland]]
|-
| gm || gmb || 270 || [[Gambía]] || [[:en:Gambia|Gambia]]
|-
| gn || gin || 324 || [[Gínea]] || [[:en:Guinea|Guinea]]
|-
| gp || glp || 312 || [[Gvadelúpeyjar]] || [[:en:Guadeloupe|Guadeloupe]]
|-
| gq || gnq || 226 || [[Miðbaugs-Gínea]] || [[:en:Equatorial Guinea|Equatorial Guinea]]
|-
| gr || grc || 300 || [[Grikkland]] || [[:en:Greece|Greece]]
|-
| gs || sgs || 239 || [[Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar]] || [[:en:South Georgia and the South Sandwich Islands|South Georgia and the South Sandwich Islands]]
|-
| gt || gtm || 320 || [[Gvatemala]] || [[:en:Guatemala|Guatemala]]
|-
| gu || gum || 316 || [[Gvam]] || [[:en:Guam|Guam]]
|-
| gw || gnb || 624 || [[Gínea-Bissá]] || [[:en:Guinea-Bissau|Guinea-Bissau]]
|-
| gy || guy || 328 || [[Gvæjana]] || [[:en:Guyana|Guyana]]
|-
| hk || hkg || 344 || [[Hong Kong]] || [[:en:Hong Kong|Hong Kong]]
|-
| hm || hmd || 334 || [[Heard og McDonaldseyjar]] || [[:en:Heard Island and McDonald Islands|Heard Island and McDonald Islands]]
|-
| hn || hnd || 340 || [[Hondúras]] || [[:en:Honduras|Honduras]]
|-
| hr || hrv || 191 || [[Króatía]] || [[:en:Croatia|Croatia]]
|-
| ht || hti || 332 || [[Haítí]] || [[:en:Haiti|Haiti]]
|-
| hu || hun || 348 || [[Ungverjaland]] || [[:en:Hungary|Hungary]]
|-
| id || idn || 360 || [[Indónesía]] || [[:en:Indonesia|Indonesia]]
|-
| ie || irl || 372 || [[Írland]] || [[:en:Ireland|Ireland]]
|-
| il || isr || 376 || [[Ísrael]] || [[:en:Israel|Israel]]
|-
| im || imn || 833 || [[Mön]] || [[:en:Isle of Man|Isle of Man]]
|-
| in || ind || 356 || [[Indland]] || [[:en:India|India]]
|-
| io || iot || 086 || [[Bresku Indlandshafseyjar]] || [[:en:British Indian Ocean Territory|British Indian Ocean Territory]]
|-
| iq || irq || 368 || [[Írak]] || [[:en:Iraq|Iraq]]
|-
| ir || irn || 364 || [[Íran]] || [[:en:Islamic Republic of Iran|Islamic Republic of Iran]]
|-
| is || isl || 352 || [[Ísland]] || [[:en:Iceland|Iceland]]
|-
| it || ita || 380 || [[Ítalía]] || [[:en:Italy|Italy]]
|-
| je || jey || 832 || [[Jersey]] || [[:en:Jersey|Jersey]]
|-
| jm || jam || 388 || [[Jamaíka]] || [[:en:Jamaica|Jamaica]]
|-
| jo || jor || 400 || [[Jórdanía]] || [[:en:Jordan|Jordan]]
|-
| jp || jpn || 392 || [[Japan]] || [[:en:Japan|Japan]]
|-
| ke || ken || 404 || [[Kenía]] || [[:en:Kenya|Kenya]]
|-
| kg || kgz || 417 || [[Kirgisistan]] eða [[Kirgísía]] || [[:en:Kyrgyzstan|Kyrgyzstan]]
|-
| kh || khm || 116 || [[Kambódía]] || [[:en:Cambodia|Cambodia]]
|-
| ki || kir || 296 || [[Kíribatí]] || [[:en:Kiribati|Kiribati]]
|-
| km || com || 174 || [[Kómoreyjar]] || [[:en:Comoros|Comoros]]
|-
| kn || kna || 659 || [[Sankti Kristófer og Nevis]] eða [[Sankti Kitts og Nevis]] || [[:en:Saint Kitts and Nevis|Saint Kitts and Nevis]]
|-
| kp || prk || 408 || [[Norður-Kórea]] || [[:en:Democratic People's Republic of Korea|Democratic People's Republic of Korea]]
|-
| kr || kor || 410 || [[Suður-Kórea]] || [[:en:Republic of Korea|Republic of Korea]]
|-
| kw || kwt || 414 || [[Kúveit]] || [[:en:Kuwait|Kuwait]]
|-
| ky || cym || 136 || [[Caymaneyjar]] || [[:en:Cayman Islands|Cayman Islands]]
|-
| kz || kaz || 398 || [[Kasakstan]] || [[:en:Kazakhstan|Kazakhstan]]
|-
| la || lao || 418 || [[Laos]] || [[:en:Lao People's Democratic Republic|Lao People's Democratic Republic]]
|-
| lb || lbn || 422 || [[Líbanon]] || [[:en:Lebanon|Lebanon]]
|-
| lc || lca || 662 || [[Sankti Lúsía]] || [[:en:Saint Lucia|Saint Lucia]]
|-
| li || lie || 438 || [[Liechtenstein]] || [[:en:Liechtenstein|Liechtenstein]]
|-
| lk || lka || 144 || [[Srí Lanka]] || [[:en:Sri Lanka|Sri Lanka]]
|-
| lr || lbr || 430 || [[Líbería]] || [[:en:Liberia|Liberia]]
|-
| ls || lso || 426 || [[Lesótó]] eða [[Lesóthó]] || [[:en:Lesotho|Lesotho]]
|-
| lt || ltu || 440 || [[Litháen]] eða [[Lithá]] || [[:en:Lithuania|Lithuania]]
|-
| lu || lux || 442 || [[Lúxemborg]] || [[:en:Luxembourg|Luxembourg]]
|-
| lv || lva || 428 || [[Lettland]] || [[:en:Latvia|Latvia]]
|-
| ly || lby || 434 || [[Líbía]] || [[:en:Libyan Arab Jamahiriya|Libyan Arab Jamahiriya]]
|-
| ma || mar || 504 || [[Marokkó]] || [[:en:Morocco|Morocco]]
|-
| mc || mco || 492 || [[Mónakó]] || [[:en:Monaco|Monaco]]
|-
| md || mda || 498 || [[Moldóva]] eða [[Moldavía]] || [[:en:Republic of Moldova|Republic of Moldova]]
|-
| me || mne || 499 || [[Svartfjallaland]] || [[:en:Montenegro|Montenegro]]
|-
| mg || mdg || 450 || [[Madagaskar]] || [[:en:Madagascar|Madagascar]]
|-
| mh || mhl || 584 || [[Marshalleyjar]] || [[:en:Marshall Islands|Marshall Islands]]
|-
| mk || mkd || 807 || [[Makedónía]] || [[:en:the Former Yugoslav Republic of Macedonia|the Former Yugoslav Republic of Macedonia]]
|-
| ml || mli || 466 || [[Malí]] || [[:en:Mali|Mali]]
|-
| mm || mmr || 104 || [[Mjanmar]] eða [[Burma]] || [[:en:Myanmar|Myanmar]]
|-
| mn || mng || 496 || [[Mongólía]] || [[:en:Mongolia|Mongolia]]
|-
| mo || mac || 446 || [[Makaó]] eða [[Macao]] || [[:en:Macao|Macao]]
|-
| mp || mnp || 580 || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[:en:Northern Mariana Islands|Northern Mariana Islands]]
|-
| mq || mtq || 474 || [[Martiník]] || [[:en:Martinique|Martinique]]
|-
| mr || mrt || 478 || [[Máritanía]] || [[:en:Mauritania|Mauritania]]
|-
| ms || msr || 500 || [[Montserrat]] || [[:en:Montserrat|Montserrat]]
|-
| mt || mlt || 470 || [[Malta]] || [[:en:Malta|Malta]]
|-
| mu || mus || 480 || [[Máritíus]] || [[:en:Mauritius|Mauritius]]
|-
| mv || mdv || 462 || [[Maldíveyjar]] || [[:en:Maldives|Maldives]]
|-
| mw || mwi || 454 || [[Malaví]] || [[:en:Malawi|Malawi]]
|-
| mx || mex || 484 || [[Mexíkó]] || [[:en:Mexico|Mexico]]
|-
| my || mys || 458 || [[Malasía]] || [[:en:Malaysia|Malaysia]]
|-
| mz || moz || 508 || [[Mósambík]] || [[:en:Mozambique|Mozambique]]
|-
| na || nam || 516 || [[Namibía]] || [[:en:Namibia|Namibia]]
|-
| nc || ncl || 540 || [[Nýja-Kaledónía]] || [[:en:New Caledonia|New Caledonia]]
|-
| ne || ner || 562 || [[Níger]] || [[:en:Niger|Niger]]
|-
| nf || nfk || 574 || [[Norfolkeyja]] || [[:en:Norfolk Island|Norfolk Island]]
|-
| ng || nga || 566 || [[Nígería]] || [[:en:Nigeria|Nigeria]]
|-
| ni || nic || 558 || [[Níkaragva]] eða [[Nikaragúa]] || [[:en:Nicaragua|Nicaragua]]
|-
| nl || nld || 528 || [[Holland]] || [[:en:Netherlands|Netherlands]]
|-
| no || nor || 578 || [[Noregur]] || [[:en:Norway|Norway]]
|-
| np || npl || 524 || [[Nepal]] || [[:en:Nepal|Nepal]]
|-
| nr || nru || 520 || [[Nárú]] || [[:en:Nauru|Nauru]]
|-
| nu || niu || 570 || [[Niue]] || [[:en:Niue|Niue]]
|-
| nz || nzl || 554 || [[Nýja-Sjáland]] || [[:en:New Zealand|New Zealand]]
|-
| om || omn || 512 || [[Óman]] || [[:en:Oman|Oman]]
|-
| pa || pan || 591 || [[Panama]] || [[:en:Panama|Panama]]
|-
| pe || per || 604 || [[Perú]] || [[:en:Peru|Peru]]
|-
| pf || pyf || 258 || [[Franska Pólýnesía]] || [[:en:French Polynesia|French Polynesia]]
|-
| pg || png || 598 || [[Papúa Nýja-Gínea]] || [[:en:Papua New Guinea|Papua New Guinea]]
|-
| ph || phl || 608 || [[Filippseyjar]] || [[:en:Philippines|Philippines]]
|-
| pk || pak || 586 || [[Pakistan]] || [[:en:Pakistan|Pakistan]]
|-
| pl || pol || 616 || [[Pólland]] || [[:en:Poland|Poland]]
|-
| pm || spm || 666 || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[:en:Saint Pierre and Miquelon|Saint Pierre and Miquelon]]
|-
| pn || pcn || 612 || [[Pitcairn]] || [[:en:Pitcairn|Pitcairn]]
|-
| pr || pri || 630 || [[Púertó Ríkó]] || [[:en:Puerto Rico|Puerto Rico]]
|-
| ps || pse || 275 || [[Heimastjórnarsvæði Palestínumanna]] || [[:en:Occupied Palestinian Territory|Occupied Palestinian Territory]]
|-
| pt || prt || 620 || [[Portúgal]] || [[:en:Portugal|Portugal]]
|-
| pw || plw || 585 || [[Palá]] || [[:en:Palau|Palau]]
|-
| py || pry || 600 || [[Paragvæ]] || [[:en:Paraguay|Paraguay]]
|-
| qa || qat || 634 || [[Katar]] || [[:en:Qatar|Qatar]]
|-
| re || reu || 638 || [[Réunion]] || [[:en:Reunion|Reunion]]
|-
| ro || rou || 642 || [[Rúmenía]] || [[:en:Romania|Romania]]
|-
| rs || srb || 688 || [[Serbía]] || [[:en:Serbia|Serbia]]
|-
| ru || rus || 643 || [[Rússland]] || [[:en:Russian Federation|Russian Federation]]
|-
| rw || rwa || 646 || [[Rúanda]] || [[:en:Rwanda|Rwanda]]
|-
| sa || sau || 682 || [[Sádi-Arabía]] || [[:en:Saudi Arabia|Saudi Arabia]]
|-
| sb || slb || 090 || [[Salómonseyjar]] || [[:en:Solomon Islands|Solomon Islands]]
|-
| sc || syc || 690 || [[Seychelles-eyjar]] || [[:en:Seychelles|Seychelles]]
|-
| sd || sdn || 736 || [[Súdan]] || [[:en:Sudan|Sudan]]
|-
| se || swe || 752 || [[Svíþjóð]] || [[:en:Sweden|Sweden]]
|-
| sg || sgp || 702 || [[Singapúr]] || [[:en:Singapore|Singapore]]
|-
| sh || shn || 654 || [[Sankti Helena]] || [[:en:Saint Helena|Saint Helena]]
|-
| si || svn || 705 || [[Slóvenía]] || [[:en:Slovenia|Slovenia]]
|-
| sj || sjm || 744 || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[:en:Svalbard and Jan Mayen|Svalbard and Jan Mayen]]
|-
| sk || svk || 703 || [[Slóvakía]] || [[:en:Slovakia|Slovakia]]
|-
| sl || sle || 694 || [[Síerra Leóne]] || [[:en:Sierra Leone|Sierra Leone]]
|-
| sm || smr || 674 || [[San Marínó]] || [[:en:San Marino|San Marino]]
|-
| sn || sen || 686 || [[Senegal]] || [[:en:Senegal|Senegal]]
|-
| so || som || 706 || [[Sómalía]] || [[:en:Somalia|Somalia]]
|-
| sr || sur || 740 || [[Súrínam]] || [[:en:Suriname|Suriname]]
|-
| st || stp || 678 || [[Saó Tóme og Prinsípe]] || [[:en:Sao Tome and Principe|Sao Tome and Principe]]
|-
| sv || slv || 222 || [[El Salvador]] || [[:en:El Salvador|El Salvador]]
|-
| sy || syr || 760 || [[Sýrland]] || [[:en:Syrian Arab Republic|Syrian Arab Republic]]
|-
| sz || swz || 748 || [[Svasíland]] || [[:en:Swaziland|Swaziland]]
|-
| tc || tca || 796 || [[Turks- og Caicoseyjar]] || [[:en:Turks and Caicos Islands|Turks and Caicos Islands]]
|-
| td || tcd || 148 || [[Tsjad]] || [[:en:Chad|Chad]]
|-
| tf || atf || 260 || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[:en:French Southern Territories|French Southern Territories]]
|-
| tg || tgo || 768 || [[Tógó]] || [[:en:Togo|Togo]]
|-
| th || tha || 764 || [[Taíland]] || [[:en:Thailand|Thailand]]
|-
| tj || tjk || 762 || [[Tadsjikistan]] || [[:en:Tajikistan|Tajikistan]]
|-
| tk || tkl || 772 || [[Tókelá]] || [[:en:Tokelau|Tokelau]]
|-
| tm || tkm || 795 || [[Túrkmenistan]] || [[:en:Turkmenistan|Turkmenistan]]
|-
| tn || tun || 788 || [[Túnis]] || [[:en:Tunisia|Tunisia]]
|-
| to || ton || 776 || [[Tonga]] eða [[Vináttueyjar]] || [[:en:Tonga|Tonga]]
|-
| tl || tls || 626 || [[Austur-Tímor]] || [[:en:Timor-Leste|Timor-Leste]]
|-
| tr || tur || 792 || [[Tyrkland]] || [[:en:Turkey|Turkey]]
|-
| tt || tto || 780 || [[Trínidad og Tóbagó]] || [[:en:Trinidad and Tobago|Trinidad and Tobago]]
|-
| tv || tuv || 798 || [[Túvalú]] || [[:en:Tuvalu|Tuvalu]]
|-
| tw || twn || 158 || [[Taívan]] || [[:en:Province of China Taiwan|Province of China Taiwan]]
|-
| tz || tza || 834 || [[Tansanía]] || [[:en:United Republic of Tanzania|United Republic of Tanzania]]
|-
| ua || ukr || 804 || [[Úkraína]] || [[:en:Ukraine|Ukraine]]
|-
| ug || uga || 800 || [[Úganda]] || [[:en:Uganda|Uganda]]
|-
| um || umi || 581 || [[Smáeyjar Bandaríkjanna]] || [[:en:United States Minor Outlying Islands|United States Minor Outlying Islands]]
|-
| us || usa || 840 || [[Bandaríkin]] eða [[Bandaríki Norður-Ameríku]] || [[:en:United States|United States]]
|-
| uy || ury || 858 || [[Úrúgvæ]] || [[:en:Uruguay|Uruguay]]
|-
| uz || uzb || 860 || [[Úsbekistan]] || [[:en:Uzbekistan|Uzbekistan]]
|-
| va || vat || 336 || [[Páfagarður]] eða [[Vatíkanið]] || [[:en:Holy See|Holy See]]
|-
| vc || vct || 670 || [[Sankti Vinsent og Grenadíneyjar]] || [[:en:Saint Vincent and the Grenadines|Saint Vincent and the Grenadines]]
|-
| ve || ven || 862 || [[Venesúela]] || [[:en:Venezuela|Venezuela]]
|-
| vg || vgb || 092 || [[Bresku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bresku Meyjaeyjar]] || [[:en:British Virgin Islands|British Virgin Islands]]
|-
| vi || vir || 850 || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] eða [[Bandarísku Meyjaeyjar]] || [[:en:U.S. Virgin Islands|U.S. Virgin Islands]]
|-
| vn || vnm || 704 || [[Víetnam]] || [[:en:Vietnam|Vietnam]]
|-
| vu || vut || 548 || [[Vanúatú]] || [[:en:Vanuatu|Vanuatu]]
|-
| wf || wlf || 876 || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[:en:Wallis and Futuna|Wallis and Futuna]]
|-
| ws || wsm || 882 || [[Samóa]] eða [[Vestur-Samóa]] || [[:en:Samoa|Samoa]]
|-
| ye || yem || 887 || [[Jemen]] || [[:en:Yemen|Yemen]]
|-
| yt || myt || 175 || [[Mayotte]] || [[:en:Mayotte|Mayotte]]
|-
| za || zaf || 710 || [[Suður-Afríka]] || [[:en:South Africa|South Africa]]
|-
| zm || zmb || 894 || [[Sambía]] || [[:en:Zambia|Zambia]]
|-
| zw || zwe || 716 || [[Zimbabwe]] eða [[Simbabve]] || [[:en:Zimbabwe|Zimbabwe]]
|}
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.arnastofnun.is/is/rikjaheiti|titill='''Listi Árnastofnunar yfir ríkjaheiti'''|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=http://www.siminn.is/control/index?pid=6508|titill=Landheitalisti símans|mánuðurskoðað=5. mars|árskoðað=2005|archive-url=https://web.archive.org/web/20050208063400/http://www.siminn.is/control/index?pid=6508|archive-date=2005-02-08}}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166-1 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
* [http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html ISO kóðar á vefsíðu CIA] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050305035152/http://www.cia.gov/cia/publications/factbook/appendix/appendix-d.html |date=2005-03-05 }}
* [http://tobiasconradi.com/geography/ ISO 3166 á yfir 30 tungumálum (m.a. á csv sniði)]
* [http://www.wout-bosteels.be/countries.xml ISO 3166-1 á nokkrum tungumálum (á XML sniði)] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20060902073717/http://www.wout-bosteels.be/countries.xml |date=2006-09-02 }}
[[Flokkur:ISO 3166|1]]
[[Flokkur:Lönd]]
[[sv:ISO 3166#ISO 3166-1-koder]]
ij1cxhxalt6yzcr94ffxto67ccdj1ac
Staðlaráð Íslands
0
6173
1763628
1467720
2022-08-03T15:37:18Z
Dagvidur
4656
Uppfærði tengla
wikitext
text/x-wiki
'''Staðlaráð Íslands''' er ráð sem skv. lögum {{lög2|2003|36|20. mars}}
<small>[http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003036.html]</small> hefur það hlutverk að staðfesta [[alþjóðlegur staðall|alþjóðlega staðla]] og annast gerð íslenskra staðla í samvinnu við hagsmunaaðila, svo sem hlutaðeigandi [[ráðuneyti]], [[Ríkisstofnanir á Íslandi|stofnanir]], [[samtök]] og [[fyrirtæki]].
Staðlaráð er fulltrúi Íslands í alþjóðlegu staðlasamtökunum [[ISO]] og [[IEC]] og evrópsku staðlasamtökunum [[CEN]], [[CENELEC]] og [[ETSI]] og þátttakandi í norrænu stöðlunarsamstarfi INSTA.
Þessi eru helstu verkefni Staðlaráðs Íslands:
* ''Umsjón með staðlagerð á Íslandi.''
* ''Að aðhæfa og staðfesta þá staðla sem skylt er vegna aðildar Staðlaráðs að erlendum staðlasamtökum.''
* ''Að greiða fyrir því að íslenskum stöðlum verði beitt í opinberri stjórnsýslu og hjá einkaaðilum.''
* ''Að starfrækja miðstöð stöðlunarstarfs á Íslandi sem þjónustar stofnanir, fyrirtæki, einstaklinga og''
''samtök sem vilja nýta sér staðla.''
Staðlaráð tekur ekki efnislega afstöðu til staðla og ákveður ekki hvað skuli staðlað. Ákvarðanir um það eru teknar af þeim sem eiga hagsmuna að gæta og þeir greiða fyrir verkefnin.
== Tengt efni ==
*[[Listi yfir íslenska staðla]]
== Tenglar ==
*[http://stadlar.is/ Vefsíða Staðlaráðs Íslands] ([http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041122101008/www.stadlar.is/Apps/WebObjects/Stadlar.woa/2/swdocument/1000062/S%8Er%92slenskir+sta%3Flar.pdf verðlisti])
*[http://www.althingi.is/lagas/nuna/2003036.html Lög um staðla og Staðlaráð Íslands] ({{lög2|2003|36|20. mars}})
[[Flokkur:Staðlaráð]]
[[Flokkur:Íslensk lög]]
hqsfzwwfbaqotj64ivgcobcr5r2gct7
Steinn, skæri, blað
0
10388
1763620
1758676
2022-08-03T15:19:17Z
80.248.19.34
wikitext
text/x-wiki
'''blað, steinn og skæri''' (einnig ''‚blað, skæri, steinn‘'' eða ''‚steinn, skæri, pappír‘'' eða ''‚steinn, skæri, blað‘'' og aðrar samsetningar af þessum orðum) er vinsæll [[fingraleikur]] sem er er kunnur um heim allan, og stundum notaður á sama hátt og [[peningakast]], [[teningakast]] eða [[úrtalningarvísa|úrtalningarvísur]]. Úrtalningavísur eru t.d. [[úllen, dúllen, doff]] og [[ugla sat á kvisti]] og eru notaðar til að velja einn úr hóp, þótt úrslitin séu raunar ekki alveg handahófskennd. ''Steinn, skæri, blað'' er talinn upprunninn í [[Kína]], og hafa borist þaðan, eða frá [[Japan]], til [[Vesturlönd|Vesturlanda]] á [[19. öldin|19. öld]].
== Leikurinn ==
Leikurinn fer fram þannig að leikmenn slá öðrum hnefanum þrisvar ofan á hinn með sama takti og telja "blað, steinn og skæri". Í fjórða skiptið breytir hvor leikmaður hnefanum í þá „hönd“ sem hann hefur ákveðið að nota:
* Steinn (krepptur hnefi)
* Skæri (vísifingur og langatöng mynda V)
* Blað (allir fingur vísa út)
Tilgangurinn er að vinna hönd andstæðingsins. Ef báðir sýna sömu hönd er jafntefli.
: 1. Steinn beyglar skæri (steinn vinnur)
: 2. Skæri klippa blað (skæri vinna)
: 3. Blað hylur stein (blað vinnur)
Stundum er leikurinn leikinn þannig að sá sem vinnur tvo leiki af þremur vinnur, eða sá sem vinnur flesta af vissum fjölda leikja.
== Tengt efni ==
* [[Úllen dúllen doff]]
== Tenglar ==
* [http://games.wikia.com/wiki/Rock%2C_Paper%2C_Scissors Spilaðu „Steinn, skæri, blað“ á Wikigames] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070707072759/http://games.wikia.com/wiki/Rock%2C_Paper%2C_Scissors |date=2007-07-07 }}
* [http://www.worldrps.com/index.html Heimssamtök um steinn, skæri, blað]
* [http://www.netlaputa.ne.jp/~tokyo3/e/janken_e.html Regional variations on Rock Paper Scissors] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050728093151/http://www.netlaputa.ne.jp/~tokyo3/e/janken_e.html |date=2005-07-28 }}, úr "Multiculturalpedia"
* [http://www.cs.ualberta.ca/~darse/rsbpc.html RoShamBo Programming Competition] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050630090044/http://www.cs.ualberta.ca/~darse/rsbpc.html |date=2005-06-30 }}
* [http://www.livejournal.com/~BombBeatsEmAll/ BombBeatsThemAll], SSB botti sem gefur möguleika á að spila gegnum AIM.
* [http://chappie.stanford.edu/cgi-bin/roshambot Stanford University's RoshamBot]
* [http://www.cooltoons2.com/ginger/games/rps/ Javascript SSB frá CoolToons]
* [http://www.transmogrify.co.uk/rps/ Steinn, skæri, blað um tölvupóst] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051115035538/http://www.transmogrify.co.uk/rps/ |date=2005-11-15 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Fingraleikir]]
3a4hs9wkfufn3ekhe8idi34aa8dieqz
1763621
1763620
2022-08-03T15:21:38Z
80.248.19.34
wikitext
text/x-wiki
'''blað, steinn og skæri''' (einnig ''‚blað, skæri, steinn‘'' eða ''‚steinn, skæri, pappír‘'' eða ''‚steinn, skæri, blað‘'' og aðrar samsetningar af þessum orðum) er vinsæll [[fingraleikur]] sem er er kunnur um heim allan, og stundum notaður á sama hátt og [[peningakast]], [[teningakast]] eða [[úrtalningarvísa|úrtalningarvísur]]. Úrtalningavísur eru t.d. [[úllen, dúllen, doff]] og [[ugla sat á kvisti]] og eru notaðar til að velja einn úr hóp, þótt úrslitin séu raunar ekki alveg handahófskennd. ''Steinn, skæri, blað'' er talinn upprunninn í [[Kína]], og hafa borist þaðan, eða frá [[Japan]], til [[Vesturlönd|Vesturlanda]] á [[19. öldin|19. öld]].
== Leikurinn ==
Leikurinn fer fram þannig að leikmenn slá öðrum hnefanum fjórum sinnum ofan á hinn með sama takti og telja "blað, steinn og skæri". Í fjórða skiptið breytir hvor leikmaður hnefanum í þá „hönd“ sem hann hefur ákveðið að nota:
* Steinn (krepptur hnefi)
* Skæri (vísifingur og langatöng mynda V)
* Blað (allir fingur vísa út)
Tilgangurinn er að vinna hönd andstæðingsins. Ef báðir sýna sömu hönd er jafntefli.
: 1. Steinn beyglar skæri (steinn vinnur)
: 2. Skæri klippa blað (skæri vinna)
: 3. Blað hylur stein (blað vinnur)
Stundum er leikurinn leikinn þannig að sá sem vinnur tvo leiki af þremur vinnur, eða sá sem vinnur flesta af vissum fjölda leikja.
== Tengt efni ==
* [[Úllen dúllen doff]]
== Tenglar ==
* [http://games.wikia.com/wiki/Rock%2C_Paper%2C_Scissors Spilaðu „Steinn, skæri, blað“ á Wikigames] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070707072759/http://games.wikia.com/wiki/Rock%2C_Paper%2C_Scissors |date=2007-07-07 }}
* [http://www.worldrps.com/index.html Heimssamtök um steinn, skæri, blað]
* [http://www.netlaputa.ne.jp/~tokyo3/e/janken_e.html Regional variations on Rock Paper Scissors] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050728093151/http://www.netlaputa.ne.jp/~tokyo3/e/janken_e.html |date=2005-07-28 }}, úr "Multiculturalpedia"
* [http://www.cs.ualberta.ca/~darse/rsbpc.html RoShamBo Programming Competition] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050630090044/http://www.cs.ualberta.ca/~darse/rsbpc.html |date=2005-06-30 }}
* [http://www.livejournal.com/~BombBeatsEmAll/ BombBeatsThemAll], SSB botti sem gefur möguleika á að spila gegnum AIM.
* [http://chappie.stanford.edu/cgi-bin/roshambot Stanford University's RoshamBot]
* [http://www.cooltoons2.com/ginger/games/rps/ Javascript SSB frá CoolToons]
* [http://www.transmogrify.co.uk/rps/ Steinn, skæri, blað um tölvupóst] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051115035538/http://www.transmogrify.co.uk/rps/ |date=2005-11-15 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Fingraleikir]]
e1meekz1e5xy6cluwu0xb3kjhscmhta
1763624
1763621
2022-08-03T15:30:52Z
Sararut99
86814
Tek aftur breytingu 1763621 frá [[Special:Contributions/80.248.19.34|80.248.19.34]] ([[User talk:80.248.19.34|spjall]])
wikitext
text/x-wiki
'''Skæri, blað, steinn''' (einnig ''‚blað, skæri, steinn‘'' eða ''‚steinn, skæri, pappír‘'' eða ''‚steinn, skæri, blað‘'' og aðrar samsetningar af þessum orðum) er vinsæll [[fingraleikur]] sem er er kunnur um heim allan, og stundum notaður á sama hátt og [[peningakast]], [[teningakast]] eða [[úrtalningarvísa|úrtalningarvísur]]. Úrtalningavísur eru t.d. [[úllen, dúllen, doff]] og [[ugla sat á kvisti]] og eru notaðar til að velja einn úr hóp, þótt úrslitin séu raunar ekki alveg handahófskennd. ''Steinn, skæri, blað'' er talinn upprunninn í [[Kína]], og hafa borist þaðan, eða frá [[Japan]], til [[Vesturlönd|Vesturlanda]] á [[19. öldin|19. öld]].
== Leikurinn ==
Leikurinn fer fram þannig að leikmenn slá öðrum hnefanum þrisvar ofan á hinn með sama takti og telja "Skæri, blað, steinn". Í þriðja skiptið breytir hvor leikmaður hnefanum í þá „hönd“ sem hann hefur ákveðið að nota:
* Steinn (krepptur hnefi)
* Skæri (vísifingur og langatöng mynda V)
* Blað (allir fingur vísa út)
Tilgangurinn er að vinna hönd andstæðingsins. Ef báðir sýna sömu hönd er jafntefli.
: 1. Steinn beyglar skæri (steinn vinnur)
: 2. Skæri klippa blað (skæri vinna)
: 3. Blað hylur stein (blað vinnur)
Stundum er leikurinn leikinn þannig að sá sem vinnur tvo leiki af þremur vinnur, eða sá sem vinnur flesta af vissum fjölda leikja.
== Tengt efni ==
* [[Úllen dúllen doff]]
== Tenglar ==
* [http://games.wikia.com/wiki/Rock%2C_Paper%2C_Scissors Spilaðu „Steinn, skæri, blað“ á Wikigames] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070707072759/http://games.wikia.com/wiki/Rock%2C_Paper%2C_Scissors |date=2007-07-07 }}
* [http://www.worldrps.com/index.html Heimssamtök um steinn, skæri, blað]
* [http://www.netlaputa.ne.jp/~tokyo3/e/janken_e.html Regional variations on Rock Paper Scissors] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050728093151/http://www.netlaputa.ne.jp/~tokyo3/e/janken_e.html |date=2005-07-28 }}, úr "Multiculturalpedia"
* [http://www.cs.ualberta.ca/~darse/rsbpc.html RoShamBo Programming Competition] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20050630090044/http://www.cs.ualberta.ca/~darse/rsbpc.html |date=2005-06-30 }}
* [http://www.livejournal.com/~BombBeatsEmAll/ BombBeatsThemAll], SSB botti sem gefur möguleika á að spila gegnum AIM.
* [http://chappie.stanford.edu/cgi-bin/roshambot Stanford University's RoshamBot]
* [http://www.cooltoons2.com/ginger/games/rps/ Javascript SSB frá CoolToons]
* [http://www.transmogrify.co.uk/rps/ Steinn, skæri, blað um tölvupóst] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20051115035538/http://www.transmogrify.co.uk/rps/ |date=2005-11-15 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:Fingraleikir]]
pq7whinbp82cna1xjxv2n36j3fsjjub
Úsbekistan
0
11424
1763715
1751098
2022-08-04T11:50:31Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Úsbekistan
| nafn_á_frummáli = O‘zbekiston Respublikasi
| nafn_í_eignarfalli = Úsbekistan
| fáni = Flag of Uzbekistan.svg
| skjaldarmerki = Uzbekistan coa.png
| þjóðsöngur = [[O'zbekiston Respublikasining Davlat Madhiyasi]]
| staðsetningarkort = Узбекистан_на_глобусе.svg
| höfuðborg = [[Taskent]]
| tungumál = [[úsbekíska]]
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]]
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti Úsbekistan|Forseti]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra Úsbekistan|Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Shavkat Mirziyoyev]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Abdulla Aripov]]
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dagsetning1 = [[1. september]] [[1991]]
| stærðarsæti = 56
| flatarmál = 448.978
| hlutfall_vatns = 4,9
| mannfjöldasæti = 41
| fólksfjöldi = 34.588.900
| mannfjöldaár = 2020
| íbúar_á_ferkílómetra = 74,1
| VLF_ár = 2020
| VLF = 275,806
| VLF_sæti = 55
| VLF_á_mann = 1.831
| VLF_á_mann_sæti = 144
| VÞL_ár = 2019
| VÞL_sæti = 106
| VÞL = {{hækkun}} 0.720
| gjaldmiðill = [[úsbekskur som]] (UZS)
| tímabelti = [[UTC]]+5
| símakóði = 998
| tld = uz
}}
'''Úsbekistan''' ([[úsbekíska]]: ''Oʻzbekiston'') er [[landlukt]] land í [[Mið-Asía|Mið-Asíu]] með landamæri að [[Kasakstan]] í vestri og norðri, [[Kirgistan]] og [[Tadsikistan]] í austri og [[Afganistan]] og [[Túrkmenistan]] í suðri. Sjálfstjórnarlýðveldið [[Karakalpakstan]] nær yfir allan norðvesturhluta landsins. Úsbekistan er annað af tveimur tvílandluktum löndum heims; hitt er [[Liechtenstein]].
Til forna var landsvæðið sem nú er Úsbekistan hluti af [[írönsk mál|írönskumælandi]] héruðunum [[Transoxíana]] og [[Turan]]. Fyrstu íbúar sem heimildir eru til um voru hirðingjaþjóðin [[Skýþar]] sem stofnuðu ríkin [[Khwarazm]], [[Baktría|Baktríu]], [[Sogdía|Sogdíu]], [[Fergana]] og [[Margiana]] í [[fornöld]]. Landið varð hluti af ríki [[Akkamenídar|Akkamenída]] og síðan [[Parþaveldið|Parþaveldinu]], eftir stutt skeið undir yfirráðum [[Makedónía|Makedóna]]. [[Sassanídar]] ríktu þar fram að [[landvinningar múslima|landvinningum múslima]] á 7. öld. Á þeim tíma varð [[íslam]] ríkjandi trúarbrögð á svæðinu og borgirnar [[Búkara]], [[Khiva]] og [[Samarkand]] blómstruðu sem áfangastaðir á [[Silkivegurinn|Silkiveginum]] frá [[Kína]]. Þar fæddust rithöfundar sem höfðu mikil áhrif á [[Gullöld íslams]], eins og [[Muhammad al-Bukhari]], [[Al-Tirmidhi]], [[Ismail Samani]], [[al-Biruni]] og [[Avicenna]]. [[Khwarazm-veldið]] féll við [[innrásir Mongóla]] á 13. öld og tyrkískar þjóðir lögðu landið undir sig. Mongólski herforinginn [[Tímúr]] fæddist þar í borginni [[Shahrisabz]]. Hann stofnaði [[Tímúrveldið]] á 14. öld með Samarkand sem höfuðborg. Þar var miðstöð [[Tímúrendurreisnin|Tímúrendurreisnarinnar]] undir forystu [[Ulugh Beg]]. Á [[16. öldin|16. öld]] réðust [[Úsbekar]] inn í landið frá heimaslóðum sínum norðan [[Aralvatn]]s og stofnuðu [[Búkarakanatið]]. Landsvæðið skiptist þá í þrjú ríki: [[Khiva-kanatið]], [[Kokandkanatið]] og emíratið Búkara. [[Babúr]], stofnandi [[Mógúlveldið|Mógúlveldisins]] á Indlandi, fæddist í [[Andijan]] við Fergana á 15. öld og flúði þaðan undan árásum Úsbeka. Á [[19. öldin|19. öld]] hófu [[Rússneska keisaradæmið|Rússar]] að leggja löndin í Mið-Asíu undir sig. [[Taskent]] varð höfuðstaður [[Rússneska Túrkestan]]s. Úsbekistan varð hluti af [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] sem [[Sovétlýðveldi úsbeka|Sovétlýðveldi Úsbeka]] árið [[1924]]. Landið lýsti yfir sjálfstæði við [[upplausn Sovétríkjanna]] [[31. ágúst]] [[1991]]. [[Islam Karimov]], forseti sovétlýðveldisins, var kjörinn fyrsti forseti landsins og sat hann í embætti þar til hann lést árið 2016.
Menningarlega er Úsbekistan mjög fjölbreytt vegna sögu landsins og legu þess. [[Úsbekíska]] er opinbert mál landsins. Úsbekíska er [[tyrkísk mál|tyrkískt mál]] skrifað með latínuletri og er talað af um 85% íbúa. [[Rússneska]] er útbreidd sem samskiptamál og í stjórnsýslunni. [[Úsbekar]] eru um 81% landsmanna, en þar á eftir koma [[Rússar]] (5,4%), [[Tadsikar]] (4%), [[Kasakar]] (3%) og aðrir (6,5%). Um 79% íbúa eru múslimar, 5% fylgja [[rússneska rétttrúnaðarkirkjan|rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni]] og 16% aðhyllast önnur trúarbrögð eða eru trúlaus. Meirihluti Úsbeka eru [[múslimar utan fylkinga]]. Úsbekistan er aðili að [[Samveldi sjálfstæðra ríkja]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] og [[Samvinnustofnun Sjanghæ]]. Landið er opinberlega skilgreint sem [[lýðveldi]], en mannréttindasamtök hafa skilgreint Úsbekistan sem „alræðisríki með takmörkuð borgararéttindi“.<ref name="US State Dept - human rights">US Department of State, [https://2009-2017.state.gov/j/drl/rls/hrrpt/2008/sca/119143.htm 2008 Country Report on Human Rights Practices in Uzbekistan], Bureau of Democracy, Human Rights, and Labour, 25. febrúar 2009</ref>
Sem sjálfstætt [[lýðveldi]] er Úsbekistan veraldlegt, miðstýrt [[forsetaræði]]. Landið skiptist í 12 héruð (''viloyatlar''), borgina [[Taskent]] og sjálfstjórnarlýðveldið [[Karakalpakstan]]. Taskent er bæði stærsta borg landsins og höfuðborgin. [[Shavkat Mirziyoyev]], sem tók við forsetaembætti eftir lát Karimovs, breytti um stefnu sem var lýst sem „byltingu að ofan“. Hann lýsti því yfir að hann hygðist binda endi á [[nauðungarvinna|nauðungarvinnu]] í bómullarframleiðslunni, kerfislæga [[barnaþrælkun]] og [[vegabréfsáritun|útgönguáritanir]]. Hann hugðist endurhæfa skattkerfið og koma á [[frísvæði|frísvæðum]]. Hann náðaði nokkra [[samviskufangi|samviskufanga]]. Samskipti landsins við nágranna sína, Kirgistan, Tadsíkistan og Afganistan, stórbötnuðu.<ref>{{cite journal|title=Eurasia's Latest Economic Reboot Can Be Found In Uzbekistan|url=https://www.forbes.com/sites/kenrapoza/2017/09/14/eurasias-new-perestroika-uzbekistan-silk-road-china/#670f09196f25|access-date=18. september 2017|magazine=[[Forbes]]|date=14. september 2017|url-status=live|archive-url=https://web.archive.org/web/20170914201819/https://www.forbes.com/sites/kenrapoza/2017/09/14/eurasias-new-perestroika-uzbekistan-silk-road-china/#670f09196f25|archive-date=14. september 2017}}</ref><ref>{{Cite news|url=https://www.theguardian.com/world/2017/oct/03/are-decades-of-political-repression-making-way-for-an-uzbek-spring|title=Are decades of political repression making way for an 'Uzbek spring'?|last=Lillis|first=Joanna|date=3. október 2017|work=The Guardian|access-date=19. nóvember 2017|issn=0261-3077|url-status=live|archive-url=https://web.archive.org/web/20171201080937/https://www.theguardian.com/world/2017/oct/03/are-decades-of-political-repression-making-way-for-an-uzbek-spring|archive-date=1. desember 2017}}</ref><ref>{{Cite news|url=https://www.eurasiareview.com/08122017-uzbekistan-a-quiet-revolution-taking-place-analysis/|title=Uzbekistan: A Quiet Revolution Taking Place – Analysis|date=8. desember 2017|work=Eurasia Review|access-date=8. desember 2017|url-status=live|archive-url=https://web.archive.org/web/20171208175149/https://www.eurasiareview.com/08122017-uzbekistan-a-quiet-revolution-taking-place-analysis/|archive-date=8. desember 2017}}</ref><ref>{{Cite news|url=http://csrskabul.com/en/blog/growing-ties-afghanistan-uzbekistan/|title=The growing ties between Afghanistan and Uzbekistan – CSRS En|date=28. janúar 2017|work=CSRS En|access-date=25. desember 2017|url-status=live|archive-url=https://web.archive.org/web/20171222053100/http://csrskabul.com/en/blog/growing-ties-afghanistan-uzbekistan/|archive-date=22. desember 2017}}</ref> Í skýrslu [[Amnesty International]] fyrir 2017/2018 var sagt frá því að þrátt fyrir töluverðar umbætur væru enn til staðar þvingandi reglur og skortur á réttarreglum, hluti verkafólks á bómullarökrum væri enn í nauðungarvinnu, auk þess sem samviskufangar sem hefðu verið látnir lausir byggju við takmarkað frelsi.<ref>{{vefheimild|url=https://www.amnesty.org/download/Documents/POL1067002018ENGLISH.PDF|útgefandi=Amnesty International|titill=Amnesty International Report 2017/18|blaðsíður=390-392|ár=2018|skoðað=27-4-2021}}</ref> Skýrsla [[Human Rights Watch]] frá 2020 fagnaði umbótunum, en gagnrýndi mikil völd öryggissveita, áframhaldandi útbreidda nauðungarvinnu í bómullariðnaðinum, og ógnanir við stofnanir réttarríkisins.<ref>{{vefheimild|titill=World Report 2020: Uzbekistan|útgefandi=Human Rights Watch|url=https://www.hrw.org/world-report/2020/country-chapters/uzbekistan|ár=2020|skoðað=27-4-2021}}</ref>
[[Efnahagslíf Úsbekistan]] byggist aðallega á framleiðslu [[hrávara|hrávöru]] eins og [[bómull]]ar, [[gull]]s, [[úran]]s og [[jarðgas]]s. Í Úsbekistan eru fjórðu mestu gullnámur heims. Vöxtur hefur verið hraður en þróun frá [[áætlunarbúskapur|áætlunarbúskap]] í [[markaðsbúskapur|markaðsbúskap]] hefur verið mjög hæg. Gjaldmiðill landsins hefur verið skiptanlegur á markaðsvirði frá því í september 2017. Úsbekistan er stór bómullarframleiðandi á heimsvísu. Í landinu eru risavaxin orkuver frá Sovéttímanum sem, auk stórra jarðgaslinda, gera Úsbekistan að stærsta orkuframleiðanda Mið-Asíu.<ref>{{Cite web|url=https://www.globallegalinsights.com/practice-areas/energy-laws-and-regulations/uzbekistan|title=Uzbekistan {{!}} Energy 2018 – Global Legal Insights|website=GLI – Global Legal InsightsUzbekistan {{!}} Energy 2018|access-date=2. desember 2017}}</ref> Árið 2018 fékk landið [[lánshæfismat]]ið BB-. Meðal styrkleika landsins eru aðgengi að veltufjármagni, mikill vöxtur og lágar skuldir; en meðal veikleika eru lág verg landsframleiðsla miðað við höfðatölu.
==Heiti==
Nafnið „Uzbegistán“ kemur fyrir í ritinu ''[[Mirza Muhammad Haidar Dughlat|Tarikh-i Rashidi]]'' frá 16. öld.<ref>{{cite book|title=The Qazaq Khanate as Documented in Ming Dynasty Sources|author=Kenzheakhmet Nurlan|page=140|year=2013}}</ref>
Viðskeytið -stan kemur úr írönskum málum og merkir „staður“ eða „land“. Þrjár tilgátur eru til um uppruna fyrri hlutans:
# „frjáls“, „sjálfstæður“ eða „eigin herra“, úr ''uz'' („eigin“) og ''bek'' („leiðtogi“),<ref name="H. Keane, A. Hingston Quiggin p.312"/>
# dregið af heiti [[Oghuz kan]] sem er líka þekktur sem ''Oghuz beg'',<ref name="H. Keane, A. Hingston Quiggin p.312">A. H. Keane, A. Hingston Quiggin, A. C. Haddon, Man: Past and Present, p.312, Cambridge University Press, 2011, Google Books, tilvitnun: „Who take their name from a mythical Uz-beg, Prince Uz (beg in Turki=a chief, or hereditary ruler)“.</ref>
# samsetning úr ''Uğuz'', áður Oğuz, það er [[Oghuz-tyrkir]], og ''bek'' „leiðtogi Oghuz-tyrkja“.<ref>{{cite book|last=MacLeod|first=Calum|title=Uzbekistan: Golden Road to Samarkand|page=31|author2=Bradley Mayhew}}</ref>
Allar þrjár tilgáturnar ganga út frá því að miðhlutinn sé dreginn af tyrkíska titlinum [[beg (titill)|beg]].
==Landfræði==
Úsbekistan er 447.400 ferkílómetrar að stærð. Það er 56. stærsta land heims og það 42. fjölmennasta.<ref>{{cite web |url=http://www.worldatlas.com/aatlas/populations/ctypopls.htm |title=Countries of the world |publisher=worldatlas.com |access-date=2. maí 2010 |url-status=live |archive-url=https://web.archive.org/web/20100507141553/http://www.worldatlas.com/aatlas/populations/ctypopls.htm |archive-date=7 May 2010 }}</ref> Innan [[Samveldi sjálfstæðra ríkja|SSR]] er það það 4. stærsta og 2. fjölmennasta.
Úsbekistan liggur milli 37. og 46. breiddargráðu norður, og 56. og 74. lengdargráðu austur. Landið er 1.425 km á lengd frá vestri til austurs, og 930 km á breidd frá norðri til suðurs. Úsbekistan á landamæri að [[Kasakstan]] og [[Aralkumeyðimörkin]]ni í norðri og norðvestri, [[Túrkmenistan]] og [[Afganistan]] í suðvestri, [[Tadsíkistan]] í suðaustri, og [[Kirgistan]] í norðaustri. Landið er stærsta [[Mið-Asía|Mið-Asíuríkið]] og það eina sem á landamæri að öllum hinum fjórum. Landamærin að Afganistan eru aðeins 150 km að lengd.
Úsbekistan er þurrt [[landlukt land]]. Það er annað tveggja landa heims sem er tvílandlukt, eða umkringt landluktum löndum (hitt er [[Liechtenstein]]). Landið liggur innan klasa af dældum og engin af ám þess rennur til sjávar. Innan við 10% af landsvæðinu er ræktarland með áveitum, við ár og í vinjum og áður við [[Aralvatn]], sem var þurrkað upp. Þurrkun Aralvatns hefur verið kölluð eitt af stærstu umhverfisslysum sögunnar.<ref>{{cite news|author=Daily Telegraph|title=Aral Sea 'one of the planet's worst environmental disasters'| url=https://www.telegraph.co.uk/earth/earthnews/7554679/Aral-Sea-one-of-the-planets-worst-environmental-disasters.html|date=5 April 2010|access-date=1 May 2010| location=London|work=[[The Daily Telegraph]]|archive-url=https://web.archive.org/web/20100408214552/http://www.telegraph.co.uk/earth/earthnews/7554679/Aral-Sea-one-of-the-planets-worst-environmental-disasters.html|archive-date=8 April 2010 |url-status=live}}</ref> Afgangurinn af landinu liggur í [[Kysylkumeyðimörkin]]ni og í fjalllendi.
Hæsta fjall Úsbekistan er [[Hazrat Sulton]], 4.643 metrar á hæð. Það er í suðurhluta [[Gissarfjöll|Gissarfjalla]] í [[Surxondaryo-hérað]]i við landamærin að Tadsíkistan, suðvestan við [[Dúsjanbe]].
Þurrt [[meginlandsloftslag]] er ríkjandi í Úsbekistan og meðalúrkoma er aðeins 100-200 mm árlega. Meðalháhiti á sumrin er nálægt 40°C og meðallághiti á veturnar er í kringum -25°C.
Í Úsbekistan eru sex vistsvæði: [[Alai-Vestur-Tian Shan-steppan]], [[Gissaro-Alai-skógarnir]], [[Bagdhyz og Karabil-hálfeyðimörkin]], [[Norðureyðimörkin í Mið-Asíu]], [[Árskógarnir í Mið-Asíu]] og [[Suðureyðimörkin í Mið-Asíu]].<ref name="DinersteinOlson2017">{{cite journal|last1=Dinerstein|first1=Eric|last2=Olson|first2=David|last3=Joshi|first3=Anup|last4=Vynne|first4=Carly|last5=Burgess|first5=Neil D.|last6=Wikramanayake|first6=Eric|last7=Hahn|first7=Nathan|last8=Palminteri|first8=Suzanne|last9=Hedao|first9=Prashant|last10=Noss|first10=Reed|last11=Hansen|first11=Matt|last12=Locke|first12=Harvey|last13=Ellis|first13=Erle C|last14=Jones|first14=Benjamin|last15=Barber|first15=Charles Victor|last16=Hayes|first16=Randy|last17=Kormos|first17=Cyril|last18=Martin|first18=Vance|last19=Crist|first19=Eileen|last20=Sechrest|first20=Wes|last21=Price|first21=Lori|last22=Baillie|first22=Jonathan E. M.|last23=Weeden|first23=Don|last24=Suckling|first24=Kierán|last25=Davis|first25=Crystal|last26=Sizer|first26=Nigel|last27=Moore|first27=Rebecca|last28=Thau|first28=David|last29=Birch|first29=Tanya|last30=Potapov|first30=Peter|last31=Turubanova|first31=Svetlana|last32=Tyukavina|first32=Alexandra|last33=de Souza|first33=Nadia|last34=Pintea|first34=Lilian|last35=Brito|first35=José C.|last36=Llewellyn|first36=Othman A.|last37=Miller|first37=Anthony G.|last38=Patzelt|first38=Annette|last39=Ghazanfar|first39=Shahina A.|last40=Timberlake|first40=Jonathan|last41=Klöser|first41=Heinz|last42=Shennan-Farpón|first42=Yara|last43=Kindt|first43=Roeland|last44=Lillesø|first44=Jens-Peter Barnekow|last45=van Breugel|first45=Paulo|last46=Graudal|first46=Lars|last47=Voge|first47=Maianna|last48=Al-Shammari|first48=Khalaf F.|last49=Saleem|first49=Muhammad|display-authors=1|title=An Ecoregion-Based Approach to Protecting Half the Terrestrial Realm|journal=BioScience|volume=67|issue=6|year=2017|pages=534–545|issn=0006-3568|doi=10.1093/biosci/bix014|pmid=28608869|pmc=5451287|doi-access=free}}</ref>
==Stjórnmál==
===Stjórnsýslueiningar===
Úsbekistan skiptist í tólf [[héruð Úsbekistan|héruð]] (''viloyatlar'', eintala ''viloyat''), eitt sjálfstjórnarlýðveldi ([[Karakalpakstan]]) og eina sjálfstjórnarborg ([[Taskent]]).
[[File:Uzbekistan provinces.png|thumb|right|upright=1.6|Kort af héruðum Úsbekistan.]]
{| class="wikitable sortable"
|- style="background:#efefef;"
! Hérað !! Höfuðstaður !! Stærð<br />(km<sup>2</sup>)!! Íbúar (2008)<ref>{{cite web |url=http://www.stat.uz/STAT/2008year/doklad_eng_tab.pdf |archive-url=https://web.archive.org/web/20101113143854/http://www.stat.uz/STAT/2008year/doklad_eng_tab.pdf |archive-date=13. nóvember 2010 |title=Statistical Review of Uzbekistan 2008 |page=176 |access-date=2. maí 2010 |url-status=dead}}</ref>!! Nr.
|-
| '''[[Andijan-hérað]]'''
| [[Andijan]]
|style="text-align:right;" |4.303
|style="text-align:right;" | 2.965.500
|style="text-align:center;" | 2
|-
| '''[[Búkarahérað]]'''
| [[Búkara]]
|style="text-align:right;" | 41.937
|style="text-align:right;" | 1.843.500
|style="text-align:center;" | 3
|-
| '''[[Ferganahérað]]
| [[Fergana]]
|style="text-align:right;" | 7.005
|style="text-align:right;" | 3.564.800
|style="text-align:center;" | 4
|-
| '''[[Jizzakh-hérað]]'''
| [[Jizzakh]]
|style="text-align:right;" | 21.179
|style="text-align:right;" | 1.301.000
|style="text-align:center;" | 5
|-
| '''[[Karakalpakstan]]'''
| [[Nukus]]
|style="text-align:right;" | 161.358
|style="text-align:right;" | 1.817.500
|style="text-align:center;" | 14
|-
| '''[[Qashqadaryo-hérað]]'''
| [[Qarshi]]
|style="text-align:right;" | 28.568
|style="text-align:right;" | 3.088.800
|style="text-align:center;" | 8
|-
| '''[[Xorazm-hérað]]'''
| [[Urgench]]
|style="text-align:right;" | 6.464
|style="text-align:right;" | 1.776.700
|style="text-align:center;" | 13
|-
| '''[[Namangan-hérað]]'''
| [[Namangan]]
|style="text-align:right;" |7.181
|style="text-align:right;" | 2.652.400
|style="text-align:center;" | 6
|-
| '''[[Navoiy-hérað]]'''
| [[Navoiy]]
|style="text-align:right;" | 109.375
|style="text-align:right;" | 942.800
|style="text-align:center;" | 7
|-
| '''[[Samarqand-hérað]]
| [[Samarkand]]
|style="text-align:right;" | 16.773
|style="text-align:right;" | 3.651.700
|style="text-align:center;" | 9
|-
| '''[[Surxondaryo-hérað]]'''
| [[Termez]]
|style="text-align:right;" | 20.099
|style="text-align:right;" | 2.462.300
|style="text-align:center;" | 11
|-
| '''[[Sirdaryo-hérað]]'''
| [[Guliston]]
|style="text-align:right;" | 4.276
|style="text-align:right;" | 803.100
|style="text-align:center;" | 10
|-
| '''[[Taskent]]'''
| [[Taskent]]
|style="text-align:right;" | 327
|style="text-align:right;" | 2.424.100
|style="text-align:center;" | 1
|-
| '''[[Tashkent-hérað]]
| [[Nurafshon]]
|style="text-align:right;" | 15.258
|style="text-align:right;" | 2.829.300
|style="text-align:center;" | 12
|}
Héruðin skiptast síðan í [[Umdæmi Úsbekistan|umdæmi]] (''tuman'').
===Stærstu borgir===
<templatestyles src="Module:Navbox/styles.css" />
<div style="text-align:center; max-width:1040px; padding-top:1px">
{| style="height:272px; float:left; width:200px" |
! class="navbox-title" style="height:1.3em" |
|-
| [[Mynd:International_Business_Center._Tashkent_city.jpg|150px|]]<br />[[Taskent]]<br />[[Mynd:Namangan_Airport.jpg|150px|]]<br />[[Namangan]]
|}
{| style="height:272px; float:right; width:200px" |
! class="navbox-title" style="height:1.3em" |
|-
| [[Mynd:Sherdor_Madrasah_in_Samarkand_from_south-west.jpg|150px|]]<br />[[Samarkand]]<br />[[Mynd:Navoi_Square_(Formerly_Bobur_Square)_-_Where_2005_Massacre_Took_Place_-_Andijon_-_Uzbekistan_(7544000842).jpg|150px|]]<br />[[Andijan]]
|}
{| style="font-size:90%; height:272px; width:640px; text-align:center" |
! class="navbox-title" | Sæti
! class="navbox-title" | Borg
! class="navbox-title" | Hérað
! class="navbox-title" | Íbúar
|-
| 1 || [[Taskent]] || [[Tashkent-hérað]]
|style="text-align:right;"| 2.571.668
|-
| 2 || [[Namangan]] || [[Namangan-hérað]]
|style="text-align:right;"| 597.000
|-
| 3 || [[Samarkand]] || [[Samarkand-hérað]]
|style="text-align:right;" | 530.000
|-
| 4 || [[Andijan]] || [[Andijan-hérað]]
|style="text-align:right;" | 417.000
|-
| 5 || [[Nukus]] || [[Karakalpakstan]]
|style="text-align:right;" | 310.000
|-
| 6 || [[Búkara]] || [[Búkarahérað]]
|style="text-align:right;" | 285.000
|-
| 7 || [[Qarshi]] || [[Qashqadaryo-hérað]]
|style="text-align:right;" | 260.000
|-
| 8 || [[Fergana]] || [[Ferganahérað]]
|style="text-align:right;" | 275.000
|-
| 9 || [[Kokand]] || [[Ferganahérað]]
|style="text-align:right;" | 240.000
|-
| 10 || [[Margilan]] || [[Ferganahérað]]
|style="text-align:right;" | 223.000
|}</div>
==Tilvísanir==
{{reflist}}
{{Stubbur|landafræði}}
{{SSR}}
{{Samvinnustofnun Sjanghæ}}
{{Asía}}
[[Flokkur:Úsbekistan]]
[[Flokkur:Landlukt lönd]]
ci1j6pbpkkx7zfrg2zm2q83sak8uy6p
ISO 3166
0
24134
1763623
1739972
2022-08-03T15:27:16Z
Dagvidur
4656
lagaði tengla
wikitext
text/x-wiki
'''[[ISO]] 3166''' er þriggja hluta [[Alþjóðlegur staðall|staðall]] sem skilgreinir landfræðilega kóðun á nöfnum landa og tengdra svæða, og skiptingu þeirra.
* [[ISO 3166-1]] kóðar fyrir lönd og tengd svæði, fyrst gefinn út árið [[1974]].
* [[ISO 3166-2]] skilgreinir kóða fyrir skiptingu hvers lands og tengdra svæða.
* [[ISO 3166-3]] eru kóðar sem að tekið hafa við af kóðum sem skilgreindir voru samkvæmt ISO 3166-1.
== Tengt efni ==
* [[ISO 639]] - Kóðar fyrir tungumál.
== Tenglar ==
* Frá [[Alþjóðlega staðlastofnunin|ISO]] vefsíðunni
** [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html ISO 3166 Skrifstofan] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20040923013951/http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/index.html |date=2004-09-23 }}
** [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/04background-on-iso-3166/you-and-iso3166.html ISO 3166 og Þú]
** [http://www.iso.org/iso/en/prods-services/iso3166ma/04background-on-iso-3166/implementations-of-iso3166-1.html Framkvæmdir á ISO 3166-1]
* [http://www.unc.edu/~rowlett/units/codes/country.htm Landakóðar] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20180418221004/http://www.unc.edu/~rowlett/units/codes/country.htm |date=2018-04-18 }}
[[Flokkur:ISO 3166|*]]
[[Flokkur:ISO staðlar|#03166]]
ni1twwxxsl6k2wfp5c9gmfd2z6am0jw
Besta deild karla
0
37803
1763673
1761483
2022-08-03T22:14:21Z
212.30.192.38
/* Nafn úrvalsdeildarinnar ('87-'20) */
wikitext
text/x-wiki
{{Deild keppnisíþrótta
|titill=Besta deildin
|stofnár= [[1912]] <small>''(undir nafninu „meistaradeild“)<ref>[http://www.ksi.is/mot/motalisti/?flokkur=111&tegund=%25&AR=1912&kyn=1 Meistaraflokkar árið 1912] KSÍ</ref>''</small>
|liðafjöldi=12
|ríki= {{ISL}} [[Ísland]]
|píramída stig= [[Íslenska karlaknattspyrnudeildakerfið|1. stig]]
|neðri deild= [[1. deild karla í knattspyrnu|1. deild karla]]
|núverandi meistarar= {{Lið Víkingur}} (6)(2021)
|sigursælasta lið=[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] [[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]] (27)
|bikarar=[[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|Mjólkurbikarinn]]<br />[[Lengjubikarinn]]
|mótasíður=[http://pepsi.is/pepsideildin Heimasíða mótaraðarinnar]<br />
[http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=17548 Mótasíða KSÍ]
}}
'''Besta deild karla''' er efsta deild karla í [[Knattspyrna|knattspyrnu]] á [[Ísland]]i. Deildin er rekin af [[Íslenska knattspyrnusambandið|Íslenska knattspyrnusambandinu]] og var stofnuð árið 1912. Deildin er mynduð af 12 félögum sem leika hver gegn öðrum í tvöfaldri umferð á heima- og útivöllum. Fjöldi stiga við lok hvers tímabils ákvarðar hvaða félagslið er [[Íslandsmeistari]] og hvaða tvö félög falla niður og eiga deildaskipti við þau tvö stigahæstu í [[1. deild karla í knattspyrnu|1.deild karla]]. Stigahæsta félag deildarinnar öðlast þátttökurétt í annarri umferð [[Meistaradeild Evrópu|Meistaradeildar Evrópu]]. Það í öðru sæti öðlast þátttökurétt í [[Sambandsdeild Evrópu]]. Þriðja sæti deildarinnar getur einnig gefið þátttökurétt í evrópukeppni fari svo að efra félag hafi þegar öðlast þann rétt með sigri í [[Bikarkeppni karla í knattspyrnu|Bikarkeppninni.]] Árið 2022 var nafni deildarinnar breytt í Besta deild karla, deildinni er skipt í tvo helminga, 6 lið í efri helmingi og 6 í neðri. Lið í neðri helmingi geta fallið niður í 1. deild.
== Núverandi lið ==
{| class="wikitable sortable"
! width=90 style="background:silver;" | Lið
! style="background:silver;" |[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|2019]]
! style="background:silver;" | Fyrsta tímabil
! style="background:silver;" | Fjöldi tímabila <ref>Fjöldi tímabila í efstu deild(''tímabilið 2019 innifalið'')</ref>
! style="background:silver;" | Í deildinni frá
|- align="center"
| align="left" |{{Lið KR}}||1. sæti||[[Efsta deild karla í knattspyrnu 1912|1912]]||105||[[1. deild karla í knattspyrnu 1979|1979]]
|- align="center"
|align="left"|{{Lið Breiðablik}}||2. sæti||[[1. deild karla í knattspyrnu 1971|1971]]||33||[[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2006|2006]]
|- align="center"
|align="left"|{{Lið FH}}||3. sæti||[[1. deild karla í knattspyrnu 1975|1975]]||38||[[Símadeild karla í knattspyrnu 2001|2001]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið Stjarnan}}||4. sæti||[[1. deild karla í knattspyrnu 1990|1990]]||17||[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2009|2009]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið KA}}||5. sæti||[[1. deild karla í knattspyrnu 1978|1978]]||17||[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|2017]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið Valur}}||6. sæti||[[Efsta deild karla í knattspyrnu 1915|1915]]||99||[[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2005|2005]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið Víkingur R.}}||7. sæti||[[Efsta deild karla í knattspyrnu 1918|1918]]||68||[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2014|2014]]
|- align="center"
|align="left"|{{Lið Fylkir}}||8. sæti||[[1. deild karla í knattspyrnu 1989|1989]]||22
|[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2018|2018]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið HK}}||9. sæti||[[Landsbankadeild_karla_í_knattspyrnu_2007|2007]]||3||[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|2019]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið ÍA}}||10. sæti||[[Efsta deild karla í knattspyrnu 1946|1946]]||66||[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|2019]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið Grótta}}|| - ||[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|2020]]
|0
|[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|2020]]
|- align="center"
| align="left" |{{Lið Fjölnir}}||-||[[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|2008]]
|8
|[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|2020]]
|}
== Saga ==
{{Staðsetning liða í úrvalsdeild karla|Float=right}}
=== Meistarasaga ===
<div class="floatright">
<timeline>
ImageSize = width:300 height:2000
PlotArea = left:45 right:0 bottom:20 top:20
AlignBars = early
DateFormat = yyyy
Period = from:1912 till:2022
TimeAxis = orientation:vertical
ScaleMajor = unit:year increment:1 start:1912
Colors=
id:KR value:black legend:KR
id:Fr value:blue legend:Fr
id:Vi value:magenta legend:Vi
id:Va value:red legend:Va
id:IA value:yellow legend:IA
id:Ke value:purple legend:Ke
id:ÍB value:white legend:ÍB
id:KA value:redorange legend:KA
id:BH value:green legend:BH
id:FH value:orange legend:FH
PlotData=
bar:Leaders width:25 mark:(line,black) align:left fontsize:M shift:(25,-5) anchor:middle
from:1912 till:1913 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1913 till:1919 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1919 till:1920 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1920 till:1921 color:Vi text:"[[Knattspyrnufélagið Víkingur]]"
from:1921 till:1924 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1924 till:1925 color:Vi text:"[[Knattspyrnufélagið Víkingur]]"
from:1925 till:1926 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1926 till:1930 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1930 till:1931 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1931 till:1933 color:Kr text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1933 till:1934 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1934 till:1935 color:Kr text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1935 till:1939 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1939 till:1940 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1940 till:1941 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1941 till:1942 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1942 till:1946 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1946 till:1948 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1948 till:1951 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1951 till:1952 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1952 till:1953 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1953 till:1955 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1955 till:1956 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1956 till:1957 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1957 till:1959 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1959 till:1960 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1960 till:1961 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1961 till:1962 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1962 till:1963 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1963 till:1964 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1964 till:1965 color:Ke text:"[[Keflavík ÍF]]"
from:1965 till:1966 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1966 till:1968 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1968 till:1969 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:1969 till:1970 color:Ke text:"[[Keflavík ÍF]]"
from:1970 till:1971 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1971 till:1972 color:Ke text:"[[Keflavík ÍF]]"
from:1972 till:1973 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1973 till:1974 color:Ke text:"[[Keflavík ÍF]]"
from:1974 till:1976 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1976 till:1977 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1977 till:1978 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1978 till:1979 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1979 till:1980 color:ÍB text:"[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]]"
from:1980 till:1981 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1981 till:1983 color:Vi text:"[[Knattspyrnufélagið Víkingur]]"
from:1983 till:1985 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1985 till:1986 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1986 till:1987 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1987 till:1988 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:1988 till:1989 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1989 till:1990 color:KA text:"[[Knattspyrnufélag Akureyrar]]"
from:1990 till:1991 color:Fr text:"[[Knattspyrnufélagið Fram]]"
from:1991 till:1992 color:Vi text:"[[Knattspyrnufélagið Víkingur]]"
from:1992 till:1997 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:1997 till:1999 color:ÍB text:"[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja]]"
from:1999 till:2001 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:2001 till:2002 color:IA text:"[[Knattspyrnufélag ÍA]]"
from:2002 till:2004 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:2004 till:2007 color:FH text:"[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]]"
from:2007 till:2008 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:2008 till:2010 color:FH text:"[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]]"
from:2010 till:2011 color:BH text:"[[Breiðablik]]"
from:2011 till:2012 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:2012 till:2013 color:FH text:"[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]]"
from:2013 till:2014 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:2014 till:2015 color:Fr text:"[[Stjarnan]]"
from:2015 till:2017 color:FH text:"[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]]"
from:2017 till:2019 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:2019 till:2020 color:KR text:"[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur]]"
from:2020 till:2021 color:Va text:"[[Knattspyrnufélagið Valur]]"
from:2021 till:2022 color:Vi text:"[[Knattspyrnufélagið Víkingur]]"
</timeline>
</div>
{| class="wikitable sortable" bgcolor="#f7f8ff" cellpadding="3" cellspacing="0" border="1" style="font-size: 95%; border: gray solid 1px; border-collapse: collapse;"
|- bgcolor="#CCCCCC" align="center"
|'''Tímabil'''
|'''Lið'''
|'''Round robin''' <!---Íslenska þetta takk--->
|'''Meistari'''
|'''Stig'''
|'''2. sæti'''
|'''Stig'''
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1912|1912]]'''||3||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (1)'''||3||{{Fram Reykjavík}}||3
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1913|1913]]'''||1||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (1)'''||-||-||-
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1914|1914]]'''||1||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (2)'''||-||-||-
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1915|1915]]'''||3||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (3)'''||4||{{KR Reykjavík}}||2
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1916|1916]]'''||3||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (4)'''||3||{{KR Reykjavík}}||2
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1917|1917]]'''||3||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (5)'''||4||{{KR Reykjavík}}||2
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1918|1918]]'''||4||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (6)'''||6||{{Víkingur Reykjavík}}||4
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1919|1919]]'''||4||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (2)'''||5||{{Fram Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1920|1920]] '''||3||Einföld||'''{{Víkingur Reykjavík}} (1)'''||4||{{KR Reykjavík}}||2
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1921|1921]] '''||3||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (7)'''||4||{{Víkingur Reykjavík}}||2
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1922|1922]] '''||3||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (8)'''||4||{{Víkingur Reykjavík}}||1
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1923|1923]]'''||4||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (9)'''||6||{{KR Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1924|1924]] '''||4||Einföld||'''{{Víkingur Reykjavík}} (2)'''||6||{{Fram Reykjavík}}||4
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1925|1925]] '''||4||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}}(10)'''||5||{{Víkingur Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1926|1926]] '''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (3)'''||7||{{Fram Reykjavík}}||7
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1927|1927]] '''||4||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (4)'''||6||{{Valur Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1928|1928]] '''||3||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (5)'''||4||{{Valur Reykjavík}}||2
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1929|1929]] '''||6||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (6)'''||8||{{Valur Reykjavík}}||5
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1930|1930]]'''||5||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (1)'''||8||{{KR Reykjavík}}||6
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1931|1931]]'''||4||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (7)'''||6||{{Valur Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1932|1932]]'''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (8)'''||7||{{Valur Reykjavík}}||5
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1933|1933]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (2)'''||6||{{KR Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1934|1934]]'''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (9)'''||7||{{Valur Reykjavík}}||6
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1935|1935]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (3)'''||5||{{KR Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1936|1936]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (4)'''||5||{{KR Reykjavík}}||4
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1937|1937]]'''||3||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (5)'''||4||{{KR Reykjavík}}||2
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1938|1938]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (6)'''||5||{{Víkingur Reykjavík}}||3
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1939|1939]]'''||4||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (11)'''||4||{{KR Reykjavík}}||3
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1940|1940]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (7)'''||5||{{Víkingur Reykjavík}}||4
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1941|1941]]'''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (10)'''||7||{{Valur Reykjavík}}||6
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1942|1942]]'''||5||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (8)'''||6||{{Fram Reykjavík}}||6
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1943|1943]]'''||5||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (9)'''||8||{{KR Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1944|1944]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (10)'''||5||{{KR Reykjavík}}||4
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1945|1945]]'''||4||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (11)'''||6||{{KR Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1946|1946]]'''||6||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (12)'''||9||{{KR Reykjavík}}||7
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1947|1947]]'''||5||Einföld||'''{{Fram Reykjavík}} (13)'''||7||{{Valur Reykjavík}}||6
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1948|1948]]'''||4||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (11)'''||5||{{Víkingur Reykjavík}}||4
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1949|1949]]'''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (12)'''||5||{{Fram Reykjavík}}||5
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1950|1950]]'''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (13)'''||6||{{Fram Reykjavík}}||5
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1951|1951]]'''||5||Einföld||'''{{ÍA Akranes}} (1)'''||6||{{Valur Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1952|1952]]'''||5||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (14)'''||7||{{ÍA Akranes}}||6
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1953|1953]]'''||6||Einföld||'''{{ÍA Akranes}} (2)'''||4||{{Valur Reykjavík}}||4
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1954|1954]]'''||6||Einföld||'''{{ÍA Akranes}} (3)'''||9||{{KR Reykjavík}}||8
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1955|1955]]'''||6||Einföld||'''{{KR Reykjavík}} (15)'''||9||{{ÍA Akranes}}||8
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1956|1956]]'''||6||Einföld||'''{{Valur Reykjavík}} (12)'''||9||{{KR Reykjavík}}||8
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1957|1957]]'''||6||Einföld||'''{{ÍA Akranes}} (4)'''||10||{{Fram Reykjavík}}||7
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1958|1958]]'''||6||Einföld||'''{{ÍA Akranes}} (5)'''||9||{{KR Reykjavík}}||8
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1959|1959]]'''||6||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (16)'''||20||{{ÍA Akranes}}||11
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1960|1960]]'''||6||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (6)'''||15||{{KR Reykjavík}}||13
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1961|1961]]'''||6||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (17)'''||17||{{ÍA Akranes}}||15
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1962|1962]]'''||6||Tvöföld||'''{{Fram Reykjavík}} (14)'''||13||{{Valur Reykjavík}}||13
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1963|1963]]'''||6||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (18)'''||15||{{ÍA Akranes}}||13
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1964|1964]]'''||6||Tvöföld||'''{{ÍBK Keflavík}} (1)'''||15||{{ÍA Akranes}}||12
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1965|1965]]'''||6||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (19)'''||13||{{ÍA Akranes}}||13
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1966|1966]]'''||6||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (13)'''||14||{{ÍBK Keflavík}}||14
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1967|1967]]'''||6||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (14)'''||14||{{Fram Reykjavík}}||14
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1968|1968]]'''||6||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (20)'''||15||{{Fram Reykjavík}}||12
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1969|1969]]'''||7||Tvöföld||'''{{ÍBK Keflavík}} (2)'''||15||{{ÍA Akranes}}||14
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1970|1970]]'''||8||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (7)'''||20||{{Fram Reykjavík}}||16
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild 1971|1971]]'''||8||Tvöföld||'''{{ÍBK Keflavík}} (3)'''||20||{{ÍBV Vestmannaeyjar}}||20
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1972|1972]]'''||8||Tvöföld||'''{{Fram Reykjavík}} (15)'''||22||{{ÍBV Vestmannaeyjar}}||18
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1973|1973]]'''||8||Tvöföld||'''{{ÍBK Keflavík}} (4)'''||26||{{Valur Reykjavík}}||21
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1974|1974]]'''||8||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (8)'''||23||{{ÍBK Keflavík}}||19
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1975|1975]]'''||9||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (9)'''||19||{{Fram Reykjavík}}||17
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1976|1976]]'''||9||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (15)'''||25||{{Fram Reykjavík}}||24
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1977|1977]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (10)'''||28||{{Valur Reykjavík}}||27
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1978|1978]]'''||10||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (16)'''||35||{{ÍA Akranes}}||29
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1979|1979]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍBV Vestmannaeyjar}} (1)'''||24||{{ÍA Akranes}}||23
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1980|1980]]'''||10||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (17)'''||28||{{Fram Reykjavík}}||25
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1981|1981]]'''||10||Tvöföld||'''{{Víkingur Reykjavík}} (3)'''||25||{{Fram Reykjavík}}||23
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1982|1982]]'''||10||Tvöföld||'''{{Víkingur Reykjavík}} (4)'''||23||{{ÍBV Vestmannaeyjar}}||22
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1983|1983]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (11)'''||24||{{KR Reykjavík}}||20
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1984|1984]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (12)'''||38||{{Valur Reykjavík}}||28
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1985|1985]]'''||10||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (18)'''||38||{{ÍA Akranes}}||36
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1986|1986]]'''||10||Tvöföld||'''{{Fram Reykjavík}} (16)'''||38||{{Valur Reykjavík}}||38
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1987|1987]]'''||10||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (19)'''||37||{{Fram Reykjavík}}||32
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1988|1988]]'''||10||Tvöföld||'''{{Fram Reykjavík}} (17)'''||49||{{Valur Reykjavík}}||41
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1989|1989]]'''||10||Tvöföld||'''{{KA Akureyri}} (1)'''||34||{{FH Hafnarfjörður}}||32
|- align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1990|1990]]'''||10||Tvöföld||'''{{Fram Reykjavík}} (18)'''||38||{{KR Reykjavík}}||38
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Úrvalsdeild karla 1991|1991]]'''||10||Tvöföld||'''{{Víkingur Reykjavík}} (5)'''||37||{{Fram Reykjavík}}||37
|- align="center"
|'''[[Samskipadeild karla 1992|1992]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (13)'''||40||{{KR Reykjavík}}||37
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Getraunadeild karla 1993|1993]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (14)'''||49||{{FH Hafnarfjörður}}||40
|- align="center"
|'''[[Trópídeild karla 1994|1994]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (15)'''||39||{{FH Hafnarfjörður}}||36
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Sjóvá-Almennra deild karla 1995|1995]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (16)'''||49||{{KR Reykjavík}}||35
|- align="center"
|'''[[Sjóvá-Almennra deild karla 1996|1996]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (17)'''||40||{{KR Reykjavík}}||37
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Sjóvá-Almennra deild karla 1997|1997]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍBV Vestmannaeyjar}} (2)'''||40||{{ÍA Akranes}}||35
|- align="center"
|'''[[Landssímadeild karla 1998|1998]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍBV Vestmannaeyjar}} (3)'''||38||{{KR Reykjavík}}||33
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Landssímadeild karla 1999|1999]]'''||10||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (21)'''||45||{{ÍBV Vestmannaeyjar}}||38
|- align="center"
|'''[[Landssímadeild karla 2000|2000]]'''||10||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (22)'''||37||{{Fylkir Reykjavík}}||35
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Símadeild karla 2001|2001]]'''||10||Tvöföld||'''{{ÍA Akranes}} (18)'''||36||{{ÍBV Vestmannaeyjar}}||36
|- align="center"
|'''[[Símadeild karla 2002|2002]]'''||10||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (23)'''||36||{{Fylkir Reykjavík}}||34
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Landsbankadeild karla 2003|2003]]'''||10||Tvöföld||'''{{KR Reykjavík}} (24)'''||33||{{FH Hafnarfjörður}}||30
|- align="center"
|'''[[Landsbankadeild karla 2004|2004]]'''||10||Tvöföld||'''{{FH Hafnarfjörður}} (1)'''||37||{{ÍBV Vestmannaeyjar}}||31
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Landsbankadeild karla 2005|2005]]'''||10||Tvöföld||'''{{FH Hafnarfjörður}} (2)'''||48||{{Valur Reykjavík}}||32
|-align="center"
|'''[[Landsbankadeild karla 2006|2006]]'''||10||Tvöföld||'''{{FH Hafnarfjörður}} (3)'''||36||{{KR Reykjavík}}||30
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Landsbankadeild karla 2007|2007]]'''||10||Tvöföld||'''{{Valur Reykjavík}} (20)'''||38||{{FH Hafnarfjörður}}||37
|-align="center"
|'''[[Landsbankadeild karla 2008|2008]]'''||12||Tvöföld||'''{{FH Hafnarfjörður}} (4)'''||47||{{ÍBK Keflavík}}||46
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Pepsideild karla 2009|2009]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið FH}} (5)'''||51||{{Lið KR}}||48
|-align="center"
|'''[[Pepsideild karla 2010|2010]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið Breiðablik}} (1)'''||44||{{Lið FH}}||44
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2011|2011]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið KR}} (25)'''||47|| {{Lið FH}} || 44
|-align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|2012]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið FH}} (6)'''||49|| {{Lið Breiðablik}} ||36
|- bgcolor="#efefef" align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|2013]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið KR}} (26)'''||52|| {{Lið FH}} || 47
|-align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2014|2014]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið Stjarnan}} (1)'''||52|| {{Lið FH}} ||51
|-align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2015|2015]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið FH}} (7)'''||48|| {{Lið Breiðablik}} ||46
|-align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2016|2016]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið FH}} (8)'''||43|| {{Lið Stjarnan}} ||39
|-align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|2017]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið Valur}} (21)'''||50|| {{Lið Stjarnan}} ||38
|--align="center"
|'''[[Pepsideild karla í knattspyrnu 2018|2018]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið Valur}}''' '''(22)'''||46||{{Lið Breiðablik}} ||44
|--align="center"
|'''[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|2019]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið KR}}''' '''(27)'''||52||{{Lið Breiðablik}}||38
|--align="center"
|'''[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|2020]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið Valur}}''' '''(23)'''||44||{{Lið FH}}||36
|--align="center"
|'''[[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2021|2021]]'''||12||Tvöföld||'''{{Lið Víkingur}}''' '''(6)'''||48||{{Lið Breiðablik}}||47
|--align="center"
|-
|}
===Stjörnukerfið===
Sex lið í deildinni, KR, Valur, Fram, ÍA, Víkingur og FH, bera stjörnur á búningi sínum, fyrir ofan félagsmerkið, en sérhver stjarna táknar fimm meistaratitla.
Stjörnufjöldi félaga:
* [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 5. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 10. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 15. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 20. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 25. titilinn]] {{Lið KR}} ([[Efsta deild karla í knattspyrnu 1928|1928]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1941|1941]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1955|1955]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1968|1968]] og [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2011|2011]])
* [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 5. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 10. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 15. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 20. titilinn]] {{Lið Valur}} ([[Efsta deild karla í knattspyrnu 1937|1937]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1944|1944]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1976|1976]] og [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007|2007]])
* [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 5. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 10. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 15. titilinn]] {{Lið Fram}} ([[Efsta deild karla í knattspyrnu 1917|1917]], [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1925|1925]] og [[1. deild karla í knattspyrnu 1972|1972]])
* [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 5. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 10. titilinn]] [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 15. titilinn]] {{Lið ÍA}} ([[1. deild karla í knattspyrnu 1958|1958]], [[1. deild karla í knattspyrnu 1977|1977]] og [[Trópídeild karla í knattspyrnu 1994|1994]])
* [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 5. titilinn]] {{Lið Víkingur}} ([[1. deild karla í knattspyrnu 1991|1991]])
* [[File:Star*.svg|15px|Stjarna fyrir 5. titilinn]] {{Lið FH}} ([[Pepsideild karla í knattspyrnu 2009|2009]])
== Styrktaraðilar ==
=== Nafn úrvalsdeildarinnar ===
{| class="wikitable" style="text-align: center"
|-
| width="33%" style="color:#000000; background:black; text-align:center;" |
'''<span style="background: black; color: white;">Tímabil<span style="color: white;">'''
| width="33%" style="color:#000000; background:black; text-align:center;" |
'''<span style="background: black; color: white;">Ár<span style="color: white;">'''
| width="33%" style="color:#000000; background:black; text-align:center;" |
'''<span style="background: black; color: white;">Styrktaraðili<span style="color: white;">'''
|-
|75||1912-1986 ||''-''
|-
|2||1987-88||Samvinnuferðar-Landsýn mótið
|-
|3||1989-91||Hörpudeildin
|-
|1||1992||Samskipadeild
|-
|1||1993||Getraunadeild
|-
|1||1994||Trópídeild
|-
|3||1995-1997||Sjóvá-Almennra deild
|-
|3||1998-2000||Landssímadeild
|-
|2||2001-2002||Símadeild
|-
|6||2003-2008||Landsbankadeild
|-
| 9 ||2009-2018||Pepsideild
|-
| 3
|2019-2021
|Pepsi Max deild
|-
| - ||2022-||Besta deildin
|}
=== Pepsi Max deildin ('09-) ===
Í apríl árið 2009 gerðu [[Knattspyrnusamband Íslands|KSÍ]] og Sport Five (þáverandi rétthafi sjónvarpsréttar og nafnaréttar efstu deilda KSÍ í knattspyrnu) með sér samning um sjónvarpsrétt og nafnrétt deildarinnar.
Frá og með leiktímabilinu árið 2009 hefur úrvalsdeildin tekið nafnið "Pepsi Deildin".<ref>{{Cite web|url=http://gamli.ksi.is/mot/nr/7316|title=Pepsi-deildin í knattspyrnu 2009 {{!}} Knattspyrnusamband Íslands|website=gamli.ksi.is|language=is|access-date=2019-09-10}}{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}</ref>
Í febrúarmánuði árið 2019 sömdu Sýn hf. fyrir hönd Stöðvar 2 Sport og Ölgerðin um nafnaréttinn til næstu þriggja ára og varð úr sú breyting að deildin tekur nú nafnið "Pepsi Max Deildin".<ref>{{Cite web|url=https://www.visir.is/g/2019190229794|title=Pepsi-deildin verður Pepsi Max-deildin - Vísir|website=visir.is|access-date=2019-09-10}}</ref>
=== Verðlaunafé ===
{| class="wikitable sortable"
! style="background:silver;" | Sæti
! style="background:silver;" | Verðlaunafé
|-
|1||1.000.000
|-
|2||700.000
|-
|3||500.000
|-
|4||300.000
|-
|5||300.000
|-
|6||300.000
|-
|7||300.000
|-
|8||300.000
|-
|9 ||200.000
|-
|10||200.000
|-
|11||200.000
|-
|12
|200.000
|}
<ref>{{Vefheimild|url=http://gamli.ksi.is/media/handbok-leikja-2017---vidaukar/33.-Verdlaunafe%CC%81-2017.pdf|titill=Verðlaunafé 2017|höfundur=KSÍ|útgefandi=KSÍ|mánuður=apríl|ár=2017|mánuðurskoðað=september|árskoðað=2019|safnár=2017}}</ref>
== Tölfræði ==
=== Sigursælustu félögin ===
{| class="wikitable sortable"
! style="background:silver;" |
! style="background:silver;" | Lið
! style="background:silver;" | Titlar
! style="background:silver;" | Fyrsti titill
! style="background:silver;" | Síðasti titill
! style="background:silver;" | Varðir titlar
! style="background:silver;" | Unnið tvöfalt
|-
|[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]'''||27||1912||2019||8|| 4 sinnum
|-
|[[Mynd:Valur.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]'''||23||1930||2020||8|| 1 sinni
|-
|[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]'''||18||1951||2001||8|| 4 sinnum
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]'''||18||1913||1990||8||Nei
|-
|[[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]||'''[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]'''||8||2004||2016||4||Nei
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]]||'''[[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]'''||6||1920||2021||1|| 1 sinni
|-
|[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]||'''[[Keflavik ÍF|Keflavík]]'''||4||1964||1973||0||Nei
|-
|[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]||'''[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]'''||3||1979||1998||1|| 1 sinni
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]] ||'''[[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]]'''||1||1989||1989||0||Nei
|-
|[[Mynd:Breidablik.png|20px]]||'''[[Breiðablik UBK|Breiðablik]]'''||1||2010||2010||0||Nei
|-
|[[Mynd:Stjarnan.png|20px]]||'''[[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]]'''||1||2014||2014||0||Nei
|}
<small>''Sjá [[Listi yfir titla í íslenskum íþróttum|lista yfir titla í íslenskum íþróttum]]''</small>
=== Tími milli titla ===
Alls hefur 7 liðum í sögu Íslandsmótsins tekist að verja titil sinn, samtals 36 sinnum. Lengst hafa liðið 56 leiktímabil milli titla hjá félagi, en það vafasama met eiga Víkingar, sem unnu titilinn 1924 og ekki aftur fyrr en 1981.
Einungis 5 liðum hefur tekist að vinna Íslandsmótið oftar en tvisvar í röð. Framarar eiga þar metið, en þeir unnu Íslandsbikarinn 6 ár í röð frá 1913 til 1918. Valur (1933 - 1945) og Fram (1913 - 1925) hafa svo bæði afrekað það að vinna Íslandsbikarinn 10 sinnum á 12 árum.
{| class="alternance" cellpadding="3" style="font-size:90%; background-color:#F2F2F2; text-align:left; border-collapse:collapse; margin-bottom:12px;" cellspacing="1" border="0" align=center
|+'''Flestir titlar unnir í röð'''
|- style="color:#ffffff; background:#000000; text-align:center;"
!scope=col width=100|Félag|| Titilár || Ár í röð
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]''' || 1913 ('''1''') - 1918 ('''6''') || 6 í röð
|-
|[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]''' || 1992 ('''13''') - 1996 ('''17''') || 5 í röð
|-
|[[Mynd:Valur.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]''' || 1935 ('''3''') - 1938 ('''6''') || 4 í röð
|-
|[[Mynd:Valur.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]''' || 1942 ('''8''') - 1945 ('''11''') || 4 í röð
|-
|[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]'''|| 1926 ('''3''') - 1929 ('''6''') || 4 í röð
|-
|[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]'''|| 1948 ('''11''') - 1950 ('''13''') || 3 í röð
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]''' || 1921 ('''7''') - 1923 ('''9''') || 3 í röð
|-
|[[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]] '''[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]''' || 2004 ('''1''') - 2006 ('''3''') || 3 í röð
|-
|}
{| class="alternance" cellpadding="3" style="font-size:90%; background-color:#F2F2F2; text-align:left; border-collapse:collapse;margin-bottom:12px;" cellspacing="1" border="0" align=center
|+'''Til vinstri: Lengstu eyðimerkurgöngur - Til hægri: Eyðimerkurgöngur í gangi'''
|- style="color:#ffffff; background:#000000; text-align:center;"
!scope=col width=100|Félag|| Titillaus ár || Fjöldi tímabila
!scope=col width=100 style="border-left:solid 1px #FFFFFF"|Félag|| Titillaus ár || Fjöldi tímabila
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]''' || 1924 ('''2''') - 1981 ('''3''') || 56 leiktímabil
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]] '''[[Keflavik ÍF|Keflavík]]''' || 1973 ('''4''') - ? (''5'') || 43 leiktímabil
|-
|[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]''' || 1968 ('''20''') - 1999 ('''21''') || 30 leiktímabil
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]]''' || 1989 ('''1''') - ? (''2'') || 27 leiktímabil
|-
|[[Mynd:Valur.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]''' || 1987 ('''19''') - 2007 ('''20''') || 19 leiktímabil
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]''' || 1990 ('''18''') - ? (''19'') || 26 leiktímabil
|-
|[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] '''[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]''' || 1979 ('''1''') - 1997 ('''2''') || 17 leiktímabil
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]''' || 1947 ('''13''') - 1962 ('''14''') || 14 leiktímabil
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]] '''[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]''' || 1998 ('''3''') - ? (''4'') || 18 leiktímabil
|-
|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]''' || 1925 ('''10''') - 1939 ('''11''') || 13 leiktímabil
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]'''|| 2001 ('''18''') - ? (''19'') || 16 leiktímabil
|-
|[[Mynd:Valur.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]''' || 1945 ('''11''') - 1956 ('''12''') || 10 leiktímabil
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Valur.png|20px]] '''[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]''' || 2007 ('''20''') - ? (''21'') || 9 leiktímabil
|-
|}
=== Þátttaka liða ===
Eftirfarandi tafla sýnir þáttöku liða sem hlutfall af 111 tímabilum. KR-ingar hafa spilað flest tímabil í efstu deild, eða 108 af 111. Þeir tóku ekki þátt [[Úrvalsdeild 1913|1913]], [[Úrvalsdeild 1914|1914]] og [[Úrvalsdeild karla 1978|1978]]. Valsarar höfðu fram til ársins 1999, leikið öll sín tímabil í efstu deild. Liðin sem eru feitletruð eru í Bestu deildinni núna. Í töflunni er tímabilið 2022 tekið með.
{| class="alternance" cellpadding="3" style="font-size:90%; background-color:#F2F2F2; text-align:left; border-collapse:collapse; margin-bottom:12px;" cellspacing="1" border="0" align=center
|+'''Þátttaka á Íslandsmótinu í knattspyrnu'''
|- style="color:#ffffff; background:#000000; text-align:center;"
!scope=col width=100|Félag|| /111
!scope=col width=100 style="border-left:solid 1px #FFFFFF"|Félag|| /111
|-
|'''{{Lið KR}}''' || 108
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Þór Ak.}}|| 17
|-
|'''{{Lið Valur}}''' || 102
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Fjölnir}}|| 8
|-
|'''{{Lið Fram}}'''|| 99
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Leiftur|Leiftur]]|| 7
|-
|'''{{Lið Víkingur R.}}''' || 71
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið HK}}|| 5
|-
|'''{{Lið ÍA}}'''|| 69
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Víðir.png|20px]] [[Knattspyrnufélagið Víðir Garði|Víðir]]|| 4
|-
|'''{{Lið Keflavík}}'''|| 54
|style="border-left:solid 1px #000000"|'''{{Lið Leiknir R.}}'''|| 3
|-
|'''{{Lið ÍBV}}'''|| 52
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:BÍBol.png|20px]] [[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]|| 3
|-
|'''{{Lið FH}}'''|| 38
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Víkingur Ó.}}|| 3
|-
|'''{{Lið Breiðablik}}'''|| 37
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:IBH.png|20px]] [[Íþróttabandalag Hafnarfjarðar|ÍBH]]|| 3
|-
|{{Lið Fylkir}}|| 24
|style="border-left:solid 1px #000000"|[[Mynd:Völsungur.gif|20px]] [[Völsungur Húsavík|Völsungur]]|| 2
|-
|'''{{Lið KA}}'''|| 23
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Selfoss}}|| 2
|-
|'''{{Lið Stjarnan}}'''|| 20
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Haukar}}|| 2
|-
|{{Lið Grindavík}}|| 20
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið ÍR}} *|| 1
|-
|{{Lið Þróttur R.}}|| 19
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Skallagrímur}}|| 1
|-
|[[Mynd:IBA.png|20px]] [[Íþróttabandalag Akureyrar|ÍBA]]** || 17
|style="border-left:solid 1px #000000"|{{Lið Grótta}}
|1
|}
<small>* ÍR spilaði eitt tímabil árið [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|1998]]. Árið [[Efsta deild karla í knattspyrnu 1944|1944]] spiluðu þeir einungis 1 leik gegn Fram og drógu sig úr keppni, þ.a.l. spiluðu þeir ekki heilt tímabil það árið.</small>
<nowiki>**</nowiki>ÍBA var leyst upp í frumeindir sýnar Þór og KA árið 1974.
=== Gengi frá 1978 ===
:{| class="wikitable" style="text-align:center;"
!
! Tímabil
![[1. deild karla í knattspyrnu 1978|'78]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|'79]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1980|'80]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1981|'81]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|'82]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1983|'83]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1984|'84]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1985|'85]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|'86]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1987|'87]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|'88]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1989|'89]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|'90]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|'91]]
! [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|'92]]
! [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|'93]]
! [[Trópídeild karla í knattspyrnu 1994|'94]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1995|'95]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1996|'96]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|'97]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|'98]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999|'99]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 2000|'00]]
! [[Símadeild karla í knattspyrnu 2001|'01]]
! [[Símadeild karla í knattspyrnu 2002|'02]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|'03]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2004|'04]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2005|'05]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2006|'06]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007|'07]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|'08]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2009|'09]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2010|'10]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2011|'11]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|'12]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|'13]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2014|'14]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2015|'15]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2016|'16]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|'17]]
![[Pepsideild karla í knattspyrnu 2018|'18]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|'19]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|'20]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2021|'21]]
|-
| align="left"|[[Mynd:Breidablik.png|20px]]||[[Breiðablik UBK|Breiðablik]]
|10|| || 5 || 4 || 7 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || 5 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 7 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || 5 || 7 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || 5 || 5 || 8 || 5* || bgcolor="gold"|1 || 6 || bgcolor="silver"|2 || 4 || 7 || bgcolor="silver"|2 || 6 || 6
|2
|2
|4
| bgcolor="silver"|2
|-
| align="left"|[[Mynd:Fimleikafelag hafnafjordur.png|20px]]||[[Fimleikafélag Hafnarfjarðar|FH]]
|9|| || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || 7 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || bgcolor="silver"|2 || 6 || 8 || 6 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || bgcolor="#cc9966"|3 || 6 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2* || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2* || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || 3
|5
|3
| bgcolor="silver"|2
|6
|-
| align="left"|[[Mynd:Fjölnir.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Fjölnir|Fjölnir]]
||| - || - || - || - || - || - || - || - || - || S<ref>Félagið stofnað þetta ár</ref> || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || 6 || bgcolor="FFCCCC"|12 || || || || || 9 || 6 || 4 || 10 || 11 || || 12
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Fram.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]
|6|| 6* || bgcolor="silver"|2* || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 6 || 4* || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2* || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="#cc9966"|3* || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2 || 5 || 4 || 6 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || 4 || 6 || 7 || 8 || 8 || 8 || 7 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 7 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4 || 5 || 9 || 10 || 10* || bgcolor="FFCCCC"|11 || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Fylkir.png|20px]]||[[Íþróttafélagið Fylkir|Fylkir]]
||| || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || bgcolor="silver"|2 || 5* || bgcolor="silver"|2* || 4 || 4 || 5 || 8 || 4 || 9 || bgcolor="#cc9966"|3 || 9 || 7 || 7 || 7 || 6 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|11 || || 8 || 8 || 6 ||bgcolor="FFCCCC"|12
|-
| align="left"|[[Mynd:UMFG, Grindavík.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Grindavíkur|Grindavík]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || 6 || 7 || 7 || 7 || 6 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4 || bgcolor="#cc9966"|3 || 6 || 7 || 7 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 7 || 9 || 10 || 10 || bgcolor="FFCCCC"|12 || || || || || 5 || 10 || 11 || || ||
|-
| align="left"|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Haukar.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Haukar|Haukar]]
||| bgcolor="FFCCCC" |10 || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|11 || || || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:HK-K.png|20px]]||[[Handknattleiksfélag Kópavogs|HK]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || 9 || bgcolor="FFCCCC"|11 || || || || || || || || ||
|
|
|9
|11
|-
| align="left"|[[Mynd:ÍA-Akranes.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag ÍA|ÍA]]
|2|| bgcolor="silver" |2 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4* || bgcolor="gold"|1* || bgcolor="gold"|1* || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="#cc9966"|3* || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 6 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1* || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1* || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4 || 5* || bgcolor="gold"|1 || 5 || bgcolor="#cc9966"|3* || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 6 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="FFCCCC"|12 || || || || 6 || bgcolor="FFCCCC"|12 || || 7 || 8 || 12
|
|10
|9
|8
|-
| align="left"| ||[[Íþróttabandalag Ísafjarðar|ÍBÍ]]
||| || || || 6 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || || || || || || || || L<ref>Félagið var lagt niður þetta ár</ref> || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || - || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Ibv-logo.png|20px]]||[[Íþróttabandalag Vestmannaeyja|ÍBV]]
|4|| bgcolor="gold" |1 || 6 || 6* || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || bgcolor="#cc9966"|3 || 7 || 8 || 8 || 8 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1* || bgcolor="silver"|2 || 4 || bgcolor="silver"|2 || 7 || 5 || bgcolor="silver"|2 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || 10 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 6 || 10 || 10 || 9 || 9
|6
|12
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:ÍR.png|15px]]||[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Knattspyrnufélag Akureyrar.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Akureyrar|KA]]
|8|| bgcolor="FFCCCC" |9 || || 7 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || 6 || 4 || bgcolor="gold"|1 || 8 || 6 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || 4 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || || || || 7
|7
|5
|7
|4
|-
| align="left"|[[Mynd:Keflavik ÍF.gif|20px]]||[[Keflavik ÍF|Keflavík]]
|3|| 4 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 8 || 8 || bgcolor="#cc9966"|3 || 5 || 5 || 7 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4 || 8 || 6* || 4 || 8 || 6 || 6 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 5* || 4 || 4* || 6 || bgcolor="silver"|2 || 6 || 6 || 8 || 9 || 9 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|12 || ||
|12
|
|
|10
|-
!
! Tímabil
![[1. deild karla í knattspyrnu 1978|'78]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|'79]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1980|'80]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1981|'81]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|'82]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1983|'83]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1984|'84]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1985|'85]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|'86]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1987|'87]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|'88]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1989|'89]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|'90]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|'91]]
! [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|'92]]
! [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|'93]]
! [[Trópídeild karla í knattspyrnu 1994|'94]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1995|'95]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1996|'96]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|'97]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|'98]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999|'99]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 2000|'00]]
! [[Símadeild karla í knattspyrnu 2001|'01]]
! [[Símadeild karla í knattspyrnu 2002|'02]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|'03]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2004|'04]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2005|'05]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2006|'06]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007|'07]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|'08]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2009|'09]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2010|'10]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2011|'11]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|'12]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|'13]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2014|'14]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2015|'15]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2016|'16]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|'17]]
![[Pepsideild karla í knattspyrnu 2018|'18]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|'19]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|'20]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2021|'21]]
|-
| align="left"|[[Mynd:KR Reykjavík.png|20px]]||[[Knattspyrnufélag Reykjavíkur|KR]]
||| 5 || 7 || 8 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="silver"|2 || 4 || 6 || 4 || 5 || 5 || 4 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="silver"|2 || 5 || 5* || bgcolor="silver"|2* || bgcolor="silver"|2 || 5 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="gold"|1* || bgcolor="gold"|1 || 7 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || 6 || 6 || bgcolor="silver"|2 || 8 || 4* || bgcolor="silver"|2 || 4 || bgcolor="gold"|1* || 4* || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="#cc9966"|3* || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 4
|4
|1
|5
|3
|-
| align="left"|[[Mynd:Leiftur.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Leiftur|Leiftur]]
||| || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || || 5 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="#cc9966"|3 || 5 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || || || || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Leiknir.svg|20px]]||[[Leiknir Reykjavík|Leiknir R.]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|11 || ||
|
|
|
|8
|-
| align="left"|[[Mynd:UMFS.png|15px]]||[[Ungmennafélag Selfoss|Selfoss]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|12 || || bgcolor="FFCCCC"|11 || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Skallagrimur.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Skallagrímur|Skallagrímur]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Stjarnan.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]]
||| || || || || || || || || || || || 5 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || 6 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || || || || 7 || 8 || 4 || 5 || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="gold"|1 || 4 || bgcolor="silver"|2 || 2
|2*
|4
|3
|7
|-
| align="left"|[[Mynd:Valur.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]
|1|| bgcolor="#cc9966" |3 || bgcolor="gold"|1 || 5 || 5 || 5 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="silver"|2* || 5 || 4* || 4* || 4* || 6 || 4 || 7 || 5 || 8 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || bgcolor="silver"|2* || bgcolor="#cc9966"|3 || bgcolor="gold"|1 || 5 || 8 || 7 || 5 || 8 || 5 || 5 || 5* || 5* || 1
|1
|6
|1
|5
|-
| align="left"|[[Mynd:Víðir.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Víðir Garði|Víðir]]
||| || || || || || || 8 || 7 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:VíkÓl.png|20px]]||[[Ungmennafélagið Víkingur|Víkingur Ó.]]
||| || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|11 || || || 10 || 11
|
|
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Knattspyrnufélagið Víkingur.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Víkingur|Víkingur]]
|5|| 7 || 4 || bgcolor="gold"|1 || bgcolor="gold"|1 || 7 || 5 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || 7 || 8 || 7 || bgcolor="gold"|1 || 7 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 7 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || bgcolor="FFCCCC"|12 || || || 4 || 9 || 7 || 8 || 9 || 7 || 10 || bgcolor="gold"|1
|-
| align="left"|[[Mynd:Völsungur.gif|21px]]||[[Íþróttafélagið Völsungur|Völsungur]]
||| || || || || || || || || 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Þór.png|20px]]||[[Knattspyrnufélagið Þór|Þór]]
||| || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || 4 || 7 || bgcolor="#cc9966"|3 || 6 || 4 || 6 || 7 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || bgcolor="#cc9966"|3 || 7 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|11 || || 8 || bgcolor="FFCCCC"|12 || || || || ||
|
|
|-
| align="left"|[[Mynd:Þróttur R..png|20px]]||[[Þróttur]]
|7|| 8 || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || 6 || 8 || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || || || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || || || || bgcolor="FFCCCC"|9 || || bgcolor="FFCCCC"|10 || || || 10 || bgcolor="FFCCCC"|11 || || || || || || || bgcolor="FFCCCC"|12 || || ||
|
|
|-
!
! Tímabil
![[1. deild karla í knattspyrnu 1978|'78]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1979|'79]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1980|'80]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1981|'81]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1982|'82]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1983|'83]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1984|'84]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1985|'85]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1986|'86]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1987|'87]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1988|'88]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1989|'89]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1990|'90]]
! [[1. deild karla í knattspyrnu 1991|'91]]
! [[Samskipadeild karla í knattspyrnu 1992|'92]]
! [[Getraunadeild karla í knattspyrnu 1993|'93]]
! [[Trópídeild karla í knattspyrnu 1994|'94]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1995|'95]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1996|'96]]
! [[Sjóvá-Almennra deild karla í knattspyrnu 1997|'97]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1998|'98]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 1999|'99]]
! [[Landssímadeild karla í knattspyrnu 2000|'00]]
! [[Símadeild karla í knattspyrnu 2001|'01]]
! [[Símadeild karla í knattspyrnu 2002|'02]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2003|'03]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2004|'04]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2005|'05]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2006|'06]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2007|'07]]
! [[Landsbankadeild karla í knattspyrnu 2008|'08]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2009|'09]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2009|'10]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2011|'11]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2012|'12]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2013|'13]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2014|'14]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2015|'15]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2016|'16]]
! [[Pepsideild karla í knattspyrnu 2017|'17]]
![[Pepsideild karla í knattspyrnu 2018|'18]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2019|'19]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2020|'20]]
![[Pepsimaxdeild karla í knattspyrnu 2021|'21]]
|}
<small>Stjörnumerkt lið vann Bikarkeppni KSÍ það árið</small>
=== Titlar eftir bæjarfélagi ===
Titlarnir hafa skipts svona á milli bæja á Íslandi. Meistaratitillinn var í [[Reykjavík]] fyrstu 39 ár Íslandsmótsins, en þá fór hann á [[Akranes]]. 86 af 100 titlum hafa farið til [[Reykjavík]]ur og [[Akranes]]s og hafa 74 af 100 endað innan [[höfuðborgarsvæðið|höfuðborgarsvæðisins]].
{| class="wikitable sortable"
! style="background:silver;" |
! style="background:silver;" | Borg/bær
! style="background:silver;" | Íbúafjöldi
! style="background:silver;" | Titlar af 103
! style="background:silver;" | %
! style="background:silver;" | Lið <ref>Fjöldi liða frá bænum sem hafa spilað í efstu deild</ref>
! style="background:silver;" | Titlar liða
|-
|[[Mynd:ISL Reykjavik COA.svg|18px]]||[[Reykjavík]]||118.326||70||||8||{{KR Reykjavík}} (26), {{Valur Reykjavík}} (22), {{Fram Reykjavík}} (18), {{Víkingur Reykjavík}} (6)
|-
|[[Mynd:Akranes.jpg|20px]]||[[Akranes]]||6.549||18||||1||{{ÍA Akranes}} (18)
|-
|[[Mynd:Skjaldarmerki Hafnarfjardar.png|20px]]||[[Hafnarfjörður]]||25.913||8||||3||{{FH Hafnarfjörður}} (8)
|-
|[[Mynd:Skjaldarmerki Reykjanesbaejar.png|20px]]||[[Reykjanesbær]]||14.091||4||||1||{{ÍBK Keflavík}} (4)
|-
|||[[Vestmannaeyjabær]]||4.264||3||||1||{{ÍBV Vestmannaeyjar}} (3)
|-
|[[Mynd:Seal of Akureyri.png|20px]]||[[Akureyri]]||17.573||1||||1||{{KA Akureyri}} (1)
|-
|[[Mynd:Kvogur.jpg|20px]]||[[Kópavogur]]||30.357||1||||1||[[Mynd:Breidablik.png|20px]] [[Breiðablik UBK|Breiðablik]] (1)
|-
|[[Mynd:Skjaldarmerki_Gardabaejar.png|20px]]||[[Garðabær]]||14.180||1||||1||[[Mynd:Stjarnan.png|20px]] [[Ungmennafélagið Stjarnan|Stjarnan]] (1)
|-
|}
== Bestu, efnilegustu og markahæstu leikmenn ==
=== Leikmaður ársins ===
{| class="wikitable"
!Tímabil
!Leikmaður
!Félag
|-
|1984
|Bjarni Sigurðsson
|ÍA
|-
|1985
|Guðmundur Þorbjörnsson
|Valur
|-
|1986
|Guðmundur Torfason
|Fram
|-
|1987
|Pétur Ormslev
|Fram
|-
|1988
|Sigurjón Kristjánsson
|Valur
|-
|1989
|Þorvaldur Örlygsson
|KA
|-
|1990
|Sævar Jónsson
|Valur
|-
|1991
|Guðmundur Steinsson
|Víkingur R.
|-
|1992
|Lúkas Kostic
|ÍA
|-
|1993
|Sigurður Jónsson
|ÍA
|-
|1994
|Sigursteinn Gíslason
|ÍA
|-
|1995
|Ólafur Þórðarson
|ÍA
|-
|1996
|Gunnar Oddsson
|Leiftur
|-
|1997
|Tryggvi Guðmundsson
|ÍBV
|-
|1998
|David Winnie
|KR
|-
|1999
|Guðmundur Benediktsson
|KR
|-
|2000
|Hlynur Stefánsson
|ÍBV
|-
|2001
|Gunnlaugur Jónsson
|ÍA
|-
|2002
|Finnur Kolbeinsson
|Fylkir
|-
|2003
|Allan Borgvardt
|FH
|-
|2004
|Heimir Guðjónsson
|FH
|-
|2005
|Allan Borgvardt
|FH
|-
|2006
|Viktor Bjarki Arnarsson
|Víkingur R.
|-
|2007
|Helgi Sigurðsson
|Valur
|-
|2008
|Guðmundur Steinarsson
|Keflavík
|-
|2009
|Atli Guðnason
|FH
|-
|2010
|Alfreð Finnbogason
|Breiðablik
|-
|2011
|Hannes Þór Halldórsson
|KR
|-
|2012
|Atli Guðnason
|FH
|-
|2013
|Björn Daníel Sverrisson
|FH
|-
|2014
|Ingvar Jónsson
|Stjarnan
|-
|2015
|Emil Pálsson
|FH
|-
|2016
|Kristinn Freyr Sigurðsson
|Valur
|-
|2017
|Andri Rúnar Bjarnason
|Grindavík
|-
|2018
|Patrick Pedersen
|Valur
|-
|2019
|Óskar Örn Hauksson
|KR
|-
|2020
|Steven Lennon
|FH
|-
|2021
|Nikolaj Hansen
|Víkingur
|-
|}
=== Efnilegasti leikmaðurinn ===
{| class="wikitable"
!Tímabil
!Leikmaður
!Félag
|-
|1984
|Guðni Bergsson
|Valur
|-
|1985
|Halldór Áskelsson
|Þór Akureyri
|-
|1986
|Gauti Laxdal
|Fram
|-
|1987
|Rúnar Kristinsson
|KR
|-
|1988
|Arnljótur Davíðsson
|Fram
|-
|1989
|Ólafur Gottskálksson
|ÍA
|-
|1990
|Steinar Guðgeirsson
|Fram
|-
|1991
|Arnar Grétarsson
|Breiðablik
|-
|1992
|Arnar Gunnlaugsson
|ÍA
|-
|1993
|Þórður Guðjónsson
|ÍA
|-
|1994
|Eiður Smári Guðjohnsen
|Valur
|-
|1995
|Tryggvi Guðmundsson
|ÍBV
|-
|1996
|Bjarni Guðjónsson
|ÍA
|-
|1997
|Sigurvin Ólafsson
|ÍBV
|-
|1998
|Ólafur Þór Gunnarsson
|ÍR
|-
|1999
|Grétar Hjartarson
|Grindavík
|-
|2000
|Helgi Valur Daníelsson
|Fylkir
|-
|2001
|Grétar Rafn Steinsson
|ÍA
|-
|2002
|Gunnar Heiðar Þorvaldsson
|ÍBV
|-
|2003
|Ólafur Ingi Skúlason
|Fylkir
|-
|2004
|Emil Hallfreðsson
|FH
|-
|2005
|Hörður Sveinsson
|Keflavik
|-
|2006
|Birkir Sævarsson
|Valur
|-
|2007
|Matthías Vilhjálmsson
|FH
|-
|2008
|Jóhann Berg Guðmundsson
|Breiðablik
|-
|2009
|Alfreð Finnbogason
|Breiðablik
|-
|2010
|Kristinn Steindórsson
|Breiðablik
|-
|2011
|Þórarinn Ingi Valdimarsson
|ÍBV
|-
|2012
|Jón Daði Böðvarsson
|Selfoss
|-
|2013
|Arnór Ingvi Traustason
|Keflavík
|-
|2014
|Elías Már Ómarsson
|Keflavík
|-
|2015
|Höskuldur Gunnlaugsson
|Breiðablik
|-
|2016
|Óttar Magnús Karlsson
|Víkingur
|-
|2017
|Alex Þór Hauksson
|Stjarnan
|-
|2018
|Willum Þór Willumsson
|Breiðablik
|-
|2019
|Finnur Tómas Pálmason
|KR
|-
|2020
|Valgeir Lundal Friðriksson
|Valur
|-
|-
|2021
|Kristall Máni Ingason
|Víkingur
|-
|}
=== Markahæstu leikmenn ===
{| class="wikitable"
!Tímabil
!Leikmaður
!Mörk
!Félag
|-
|1980
|Matthias Hallgrimsson
|'''15'''
|Valur
|-
|1981
|Sigurlás Þorleifsson
Larus Gudmundsson
|'''12'''
|ÍBV
Víkingur
|-
|1982
|Sigurlás Þorleifsson
Heimir Karlsson
|'''10'''
|ÍBV
Víkingur
|-
|1983
|Ingi Björn Albertsson
|'''14'''
|Valur
|-
|1984
|Guðmundur Steinsson
|'''10'''
|Fram
|-
|1985
|Ómar Torfason
|'''13'''
|Fram
|-
|1986
|Gudmundur Torfason
|'''19'''
|Fram
|-
|1987
|Petur Ormslev
|'''12'''
|Fram
|-
|1988
|Sigurjón Kristjánsson
|'''13'''
|Valur
|-
|1989
|Hörður Magnússon
|'''12'''
|FH
|-
|1990
|Hörður Magnússon
|'''13'''
|FH
|-
|1991
|Hörður Magnússon
Guðmundur Steinsson
|'''13'''
|FH
Víkingur
|-
|1992
|Arnar Gunnlaugsson
|'''15'''
|ÍA
|-
|1993
|Þórður Guðjónsson
|'''19'''
|ÍA
|-
|1994
|Mihajlo Biberčić
|'''14'''
|ÍA
|-
|1995
|Arnar Gunnlaugsson
|'''15'''
|ÍA
|-
|1996
|Ríkharður Daðason
|'''14'''
|KR
|-
|1997
|Tryggvi Guðmundsson
|'''19'''
|ÍBV
|-
|1998
|Steingrímur Jóhannesson
|'''16'''
|ÍBV
|-
|1999
|Steingrímur Jóhannesson
|'''12'''
|ÍBV
|-
|2000
|Guðmundur Steinarsson
Andri Sigþórsson
|'''14'''
|Keflavík
KR
|-
|2001
|Hjörtur Hjartarson
|'''15'''
|ÍA
|-
|2002
|Grétar Hjartarson
|'''13'''
|Grindavík
|-
|2003
|Björgólfur Takefusa
|'''10'''
|Þróttur R.
|-
|2004
|Gunnar Heiðar Þorvaldsson
|'''12'''
|ÍBV
|-
|2005
|Tryggvi Guðmundsson
|'''16'''
|FH
|-
|2006
|Marel Baldvinsson
|'''11'''
|Breiðablik
|-
|2007
|Jónas Grani Garðarsson
|'''13'''
|Fram
|-
|2008
|Guðmundur Steinarsson
|'''16'''
|Keflavík
|-
|2009
|Björgólfur Takefusa
|'''16'''
|KR
|-
|2010
|Gilles Mbang Ondo
|'''14'''
|Grindavík
|-
|2011
|Garðar Jóhannsson
|'''15'''
|Stjarnan
|-
|2012
|Atli Guðnason
|'''12'''
|FH
|-
|2013
|Atli Viðar Björnsson
Viðar Örn Kjartansson
Gary Martin
|'''13'''
|FH
Fylkir
KR
|-
|2014
|Gary Martin
|'''13'''
|KR
|-
|2015
|Patrick Pedersen
|'''13'''
|Valur
|-
|2016
|Garðar Gunnlaugsson
|'''14'''
|ÍA
|-
|2017
|Andri Rúnar Bjarnason
|'''19'''
|Grindavík
|-
|2018
|Patrick Pedersen
|'''17'''
|Valur
|-
|2019
|Gary Martin
|'''14'''
|Valur/ÍBV
|-
|2020
|Steven Lennon
|'''17'''
|FH
|-
|2021
|Nikolaj Hansen
|'''16'''
|Víkingur
|}
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tengt efni ==
* [[Pepsideild kvenna]]
* [[Þjálfarar í íslenskri knattspyrnu]]
* [[Evrópuleikir íslenskra félagsliða í knattspyrnu]]
== Heimildir ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Landsbankadeildin | mánuðurskoðað = 14. febrúar | árskoðað = 2007}}
<div class="references-small"><references/></div>
{{S|1912}}
{{Leiktímabil í knattspyrnu karla}}
[[Flokkur:Knattspyrna]]
[[Flokkur:Landsbankadeild karla| ]]
[[Flokkur:Íslenskar knattspyrnudeildir]]
[[Flokkur:Íslensk knattspyrnumót]]
[[Flokkur:Úrvalsdeildir knattspyrnu í Evrópu]]
7ev4qlizxh9bku7kys2bx3lxln4vuhs
Graphics Interchange Format
0
39159
1763691
1670376
2022-08-04T05:06:52Z
Mashkawat.ahsan
86644
Mynd #WPWP
wikitext
text/x-wiki
'''GIF''' ('''Graphics Interchange Format''') er [[bitmap]]-myndasnið sem [[CompuServe]] kynnti árið [[1987]] og er mikið notað á [[Internetið|internetinu]].
[[File:Rotating earth (large).gif|thumb|200px|right|Jörðin Graphics Interchange Format]]
Sniðið notar litaspjald með allt að 256 mismunandi litum. Það styður einnig hreyfingu og leyfir sérstakt litaspjald með 256 litum fyrir hvern ramma. Litatakmörkunin gerir GIF sniðið óhentugt fyrir ljósmyndir og aðrar myndir með mörgum litum - en hentugt fyrir einfaldar myndir með litum sem blandast ekki.
GIF myndir eru þjappaðar með [[LZW-algóritmi|LZW-algóritma]] til að minnka skráarstærðina án þess að tapa gæðum myndarinnar.
== Tengt efni ==
* [[Stafrænt myndasnið]]
[[Flokkur:Myndvinnsla]]
sztmnjlq0y02iiz6smz6ldp7bp83r72
Wikipedia:Lönd heimsins
4
51831
1763706
1763590
2022-08-04T11:37:42Z
Akigka
183
/* Mat */
wikitext
text/x-wiki
__NOTOC__
{{Lönd heimsins}}<!--Til að hlaða inn stílsniði, þarf að vera efst.-->
<div style="margin:10px 0px 10px 0px;-moz-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);-webkit-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);background:#FFFFFF;padding:10px;" class="hp-header">
{|style="width:100%;"
|style="vertical-align:middle;text-align:center;padding:15px;" class="hp-welkom"|
<span style="color:#333333;font-size:2.4em;font-family:'Linux Libertine',Georgia, serif;font-variant:small-caps;line-height:100%;" class="hp-welkom-1">Lönd heimsins</span><br />
<span style="color:#333333;font-size:1.3em;font-family:'Linux Libertine','Times New Roman', serif;line-height:100%;" class="hp-welkom-2">þar með talin heimastjórnarsvæði og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu</span>
| style="width:30%;vertical-align:middle;text-align:center;border-left:1px solid #cccccc;padding:15px;" class="hp-statistieken"|
<span style="display:inline-block;text-align:left;">
Fjöldi greina: '''253'''
</span>
|}
</div>
Þetta er yfirlit yfir greinar um lönd, heimastjórnarsvæði, hjálendur og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu þar sem þær eru flokkaðar eftir því hver staða greinarinnar er. Markmiðið er að gera þessar greinar aðeins ítarlegri og gæta þess að upplýsingar í þeim séu uppfærðar.
{|style="width:100%;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;background:#e0e9e0;" | [[Mynd:Mobilne_grille_przed_stadionem_w_Ułan_Bator.JPG|250px|right|Mongólía]]
<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Bæta í ágúst</span><br />
'''[[Mongólía]]'''
Vantar að bæta við texta og tilvísunum ...
[[Skjaldarmerki Mongólíu]] - [[Forseti Mongólíu]] - [[Ukhnaagiin Khürelsükh]] - [[Luvsannamsrain Oyun-Erdene]] - [[Tögrög]] ...
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px dotted #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Lönd eftir stöðu greinar</span>
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#FAFAFA;"
| style="background-color:#F9F9F0;border-top:5px solid;border-color:#999933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0875.svg|20px|]] Nokkuð ítarlegar (23)
| style="background-color:#F0F0F9;border-top:5px solid;border-color:#333399;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0625.svg|20px|]] Með 4+ undirkafla (65)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#FFFFF8;padding:1em;" |
[[Austurríki]] - '''[[Ástralía]]''' - [[Bandaríkin]] - [[Belgía]] - [[Bretland]] - [[Filippseyjar]] - '''[[Finnland]]''' - '''[[Frakkland]]''' - '''''[[Færeyjar]]''''' - [[Holland]] - [[Ísland]] - '''[[Ítalía]]''' - [[Kambódía]] - [[Kanada]] - [[Kasakstan]] - [[Lúxemborg]] - '''[[Malaví]]''' - '''[[Portúgal]]''' - [[Spánn]] - [[Sviss]] - [[Tékkland]] - '''[[Ungverjaland]]''' - [[Þýskaland]]
| style="background-color:#F8F8FA;padding:1em;" |
[[Afganistan]] - [[Alsír]] - [[Andorra]] - [[Benín]] - [[Brasilía]] - [[Búlgaría]] - [[Búrkína Fasó]] - [[Danmörk]] - ''[[England]]'' - [[Gabon]] - [[Georgía]] - ''[[Gíbraltar]]'' - ''[[Grænland]]'' - ''[[Guernsey]]'' - [[Gvatemala]] - [[Gvæjana]] - [[Haítí]] - ''[[Hong Kong]]'' - [[Írak]] - [[Írska lýðveldið]] - [[Ísrael]] - [[Japan]] - ''[[Jersey]]'' - [[Katar]] - [[Kosta Ríka]] - [[Kólumbía]] - [[Kúba]] - [[Kýpur]] - [[Laos]] - [[Liechtenstein]] - ''[[Makaó]]'' - [[Malí]] - [[Marshalleyjar]] - [[Marokkó]] - ''[[Mayotte]]'' - [[Máritanía]] - [[Máritíus]] - [[Mjanmar]] - [[Moldóva]] - [[Mongólía]] - [[Mósambík]] - [[Nepal]] - [[Nígería]] - [[Norður-Makedónía]] - [[Noregur]] - [[Papúa Nýja-Gínea]] - [[Pólland]] - ''[[Réunion]]'' - [[Rúanda]] - [[Sankti Lúsía]] - [[Sankti Vinsent og Grenadínur]] - [[Sádi-Arabía]] - [[Singapúr]] - ''[[Skotland]]'' - [[Slóvakía]] - [[Slóvenía]] - ''[[Svalbarði]]'' - [[Svartfjallaland]] - [[Svíþjóð]] - [[Tansanía]] - [[Tyrkland]] - [[Vatíkanið]] - [[Víetnam]] - ''[[Wales]]'' - ''[[Wallis- og Fútúnaeyjar]]''
|-
| style="background-color:#F0F9F0;border-top:5px solid;border-color:#339933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0375.svg|20px|]] Með 3 undirkafla (98)
| style="background-color:#F9F0F4;border-top:5px solid;border-color:#993366;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0125.svg|20px|]] Með 2- undirkafla (67)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#F8FFF8;padding:1em;" |
[[Albanía]] - [[Alþýðulýðveldið Kína]] - ''[[Angvilla]]'' - [[Argentína]] - ''[[Arúba]]'' - [[Austur-Tímor]] - [[Bahamaeyjar]] - ''[[Bandaríska Samóa]]'' - [[Barbados]] - [[Belís]] - ''[[Bermúda]]'' - [[Botsvana]] - ''[[Bresku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Djibútí]] - [[Dóminíska lýðveldið]] - [[Egyptaland]] - [[Ekvador]] - [[El Salvador]] - [[Esvatíní]] - ''[[Falklandseyjar]]'' - [[Fílabeinsströndin]] - ''[[Franska Gvæjana]]'' - [[Gana]] - [[Gínea]] - [[Gínea-Bissá]] - [[Grikkland]] - [[Grænhöfðaeyjar]] - ''[[Gvadelúpeyjar]]'' - ''[[Gvam]]'' - [[Hvíta-Rússland]] - [[Indónesía]] - [[Jamaíka]] - [[Jemen]] - ''[[Jólaeyja]]'' - [[Jórdanía]] - [[Kamerún]] - [[Kirgistan]] - ''[[Kosóvó]]'' - [[Kómoreyjar]] - [[Króatía]] - [[Lesótó]] - [[Lettland]] - [[Líbanon]] - [[Líbía]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] - [[Lýðveldið Kína]] - [[Lýðveldið Kongó]] - [[Madagaskar]] - [[Malasía]] - [[Maldívur]] - [[Mexíkó]] - [[Mið-Afríkulýðveldið]] - [[Miðbaugs-Gínea]] - [[Míkrónesía (ríki)]] - ''[[Montserrat]]'' - [[Mónakó]] - ''[[Mön (Írlandshafi)]]'' - [[Namibía]] - [[Níger]] - ''[[Norður-Írland]]'' - ''[[Norður-Kýpur]]'' - ''[[Norður-Maríanaeyjar]]'' - ''[[Norfolkeyja]]'' - [[Óman]] - [[Pakistan]] - ''[[Palestínuríki]]'' - [[Perú]] - ''[[Pitcairn]]'' - ''[[Púertó Ríkó]]'' - [[Rúmenía]] - [[Rússland]] - ''[[Saint-Barthélemy]]'' - ''[[Saint-Martin]]'' - [[Salómonseyjar]] - [[Sambía]] - [[Samóa]] - [[Sankti Kristófer og Nevis]] - [[Senegal]] - [[Seychelles-eyjar]] - [[Simbabve]] - ''[[Sint Maarten]]'' - ''[[Sómalíland]]'' - [[Suður-Afríka]] - [[Suður-Súdan]] - [[Súdan]] - [[Súrínam]] - [[Tadsíkistan]] - [[Taíland]] - [[Tonga]] - ''[[Tókelá]]'' - ''[[Transnistría]]'' - [[Túnis]] - [[Túrkmenistan]] - [[Túvalú]] - [[Úganda]] - [[Úkraína]] - [[Úrúgvæ]] - [[Úsbekistan]]
| style="background-color:#FFF8FA;padding:1em;" |
''[[Abkasía]]'' - [[Angóla]] - [[Antígva og Barbúda]] - [[Armenía]] - ''[[Artsak-lýðveldið]]'' - [[Aserbaísjan]] - ''[[Álandseyjar]]'' - ''[[Bandarísku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Bangladess]] - [[Barein]] - [[Bosnía og Hersegóvína]] - ''[[Bougainville]]'' - [[Bólivía]] - [[Brúnei]] - [[Búrúndí]] - [[Bútan]] - ''[[Cayman-eyjar]]'' - ''[[Cooks-eyjar]]'' - ''[[Curaçao]]'' - [[Dóminíka]] - [[Eistland]] - [[Eritrea]] - [[Eþíópía]] - [[Fídjí]] - ''[[Franska Pólýnesía]]'' - [[Gambía]] - [[Grenada]] - [[Hondúras]] - [[Indland]] - [[Íran]] - [[Kenía]] - [[Kíribatí]] - ''[[Kókoseyjar]]'' - [[Kúveit]] - [[Litháen]] - [[Líbería]] - [[Malta]] - ''[[Martinique]]'' - [[Naúrú]] - [[Niue]] - [[Níkaragva]] - [[Norður-Kórea]] - ''[[Nýja-Kaledónía]]'' - [[Nýja-Sjáland]] - [[Palaú]] - [[Panama]] - [[Paragvæ]] - ''[[Sahrawi-lýðveldið]]'' - [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] - [[San Marínó]] - ''[[Sankti Helena]]'' - ''[[Sankti Pierre og Miquelon]]'' - [[Saó Tóme og Prinsípe]] - [[Serbía]] - [[Síerra Leóne]] - [[Síle]] - [[Sómalía]] - [[Srí Lanka]] - [[Suður-Kórea]] - ''[[Suður-Ossetía]]'' - [[Sýrland]] - [[Tjad]] - [[Tógó]] - [[Trínidad og Tóbagó]] - ''[[Turks- og Caicoseyjar]]'' - [[Vanúatú]] - [[Venesúela]]
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Landalistar</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
[[ISO-3166-1]] - [[Listi yfir fullvalda ríki]] - [[Lönd eftir stærð]] - [[Lönd eftir mannfjölda]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)]] - [[Listi yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða]] - [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða]] - [[Listi yfir landsnúmer]] - [[Hæð manna]] - [[Listi fjölmennustu eyja heims]] - [[Ungbarnadauði]] - ...
|}
== Mat ==
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Uppsetning</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
* ''Ig'' : Inngangur
* '''Ht''' : Heiti
* '''Sg''' : Saga
* '''Lf''' : Landfræði (Náttúra, Veðurfar)
* '''St''' : Stjórnmál (Stjórnsýslueiningar)
| style="padding:1em;" |
* '''Eh''' : Efnahagslíf (Innviðir, Samgöngur)
* '''Íb''' : Íbúar (Tungumál, Trúarbrögð, Menntun)
* '''Mg''' : Menning (Íþróttir)
* '''Tv''' : Tilvísanir
* '''Tg''' : Tenglar
|-
| style="padding:1em;" colspan="2" |
{| class="wikitable"
| style="background:lightblue;" | Óskoðað || style="background:yellow;" | Bæta við || style="background:orange;" | Lagfæra || style="background:lightgreen;" | Fullnægjandi
|}
|}
{| class="wikitable" style="width:100%" |
! Nafn !! Ig !! Ht !! Sg !! Lf !! St !! Eh !! Íb !! Mg !! Tv !! Tg
|-
| [[Austurríki]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Liechtenstein]] || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || - || - || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Pólland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || - || - || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Slóvakía]] || style="background:yellow" | + || - || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || - || style="background:yellow" | + || -
|-
| [[Slóvenía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || - || - || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Tékkland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || -
|-
| [[Ungverjaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || -
|-
| [[Þýskaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|}
</div>
[[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni]]
6i9o4v24km79qmytqkqq877avqp1v3x
1763719
1763706
2022-08-04T11:52:20Z
Akigka
183
/* Mat */
wikitext
text/x-wiki
__NOTOC__
{{Lönd heimsins}}<!--Til að hlaða inn stílsniði, þarf að vera efst.-->
<div style="margin:10px 0px 10px 0px;-moz-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);-webkit-box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);box-shadow:1px 1px 1px rgba(0, 0, 0, 0.1);background:#FFFFFF;padding:10px;" class="hp-header">
{|style="width:100%;"
|style="vertical-align:middle;text-align:center;padding:15px;" class="hp-welkom"|
<span style="color:#333333;font-size:2.4em;font-family:'Linux Libertine',Georgia, serif;font-variant:small-caps;line-height:100%;" class="hp-welkom-1">Lönd heimsins</span><br />
<span style="color:#333333;font-size:1.3em;font-family:'Linux Libertine','Times New Roman', serif;line-height:100%;" class="hp-welkom-2">þar með talin heimastjórnarsvæði og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu</span>
| style="width:30%;vertical-align:middle;text-align:center;border-left:1px solid #cccccc;padding:15px;" class="hp-statistieken"|
<span style="display:inline-block;text-align:left;">
Fjöldi greina: '''253'''
</span>
|}
</div>
Þetta er yfirlit yfir greinar um lönd, heimastjórnarsvæði, hjálendur og umdeild svæði eða svæði með óvissa stöðu þar sem þær eru flokkaðar eftir því hver staða greinarinnar er. Markmiðið er að gera þessar greinar aðeins ítarlegri og gæta þess að upplýsingar í þeim séu uppfærðar.
{|style="width:100%;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;background:#e0e9e0;" | [[Mynd:Mobilne_grille_przed_stadionem_w_Ułan_Bator.JPG|250px|right|Mongólía]]
<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Bæta í ágúst</span><br />
'''[[Mongólía]]'''
Vantar að bæta við texta og tilvísunum ...
[[Skjaldarmerki Mongólíu]] - [[Forseti Mongólíu]] - [[Ukhnaagiin Khürelsükh]] - [[Luvsannamsrain Oyun-Erdene]] - [[Tögrög]] ...
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px dotted #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Lönd eftir stöðu greinar</span>
| style="padding:10px;vertical-align:top;" colspan="2" |
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#FAFAFA;"
| style="background-color:#F9F9F0;border-top:5px solid;border-color:#999933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0875.svg|20px|]] Nokkuð ítarlegar (23)
| style="background-color:#F0F0F9;border-top:5px solid;border-color:#333399;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0625.svg|20px|]] Með 4+ undirkafla (65)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#FFFFF8;padding:1em;" |
[[Austurríki]] - '''[[Ástralía]]''' - [[Bandaríkin]] - [[Belgía]] - [[Bretland]] - [[Filippseyjar]] - '''[[Finnland]]''' - '''[[Frakkland]]''' - '''''[[Færeyjar]]''''' - [[Holland]] - [[Ísland]] - '''[[Ítalía]]''' - [[Kambódía]] - [[Kanada]] - [[Kasakstan]] - [[Lúxemborg]] - '''[[Malaví]]''' - '''[[Portúgal]]''' - [[Spánn]] - [[Sviss]] - [[Tékkland]] - '''[[Ungverjaland]]''' - [[Þýskaland]]
| style="background-color:#F8F8FA;padding:1em;" |
[[Afganistan]] - [[Alsír]] - [[Andorra]] - [[Benín]] - [[Brasilía]] - [[Búlgaría]] - [[Búrkína Fasó]] - [[Danmörk]] - ''[[England]]'' - [[Gabon]] - [[Georgía]] - ''[[Gíbraltar]]'' - ''[[Grænland]]'' - ''[[Guernsey]]'' - [[Gvatemala]] - [[Gvæjana]] - [[Haítí]] - ''[[Hong Kong]]'' - [[Írak]] - [[Írska lýðveldið]] - [[Ísrael]] - [[Japan]] - ''[[Jersey]]'' - [[Katar]] - [[Kosta Ríka]] - [[Kólumbía]] - [[Kúba]] - [[Kýpur]] - [[Laos]] - [[Liechtenstein]] - ''[[Makaó]]'' - [[Malí]] - [[Marshalleyjar]] - [[Marokkó]] - ''[[Mayotte]]'' - [[Máritanía]] - [[Máritíus]] - [[Mjanmar]] - [[Moldóva]] - [[Mongólía]] - [[Mósambík]] - [[Nepal]] - [[Nígería]] - [[Norður-Makedónía]] - [[Noregur]] - [[Papúa Nýja-Gínea]] - [[Pólland]] - ''[[Réunion]]'' - [[Rúanda]] - [[Sankti Lúsía]] - [[Sankti Vinsent og Grenadínur]] - [[Sádi-Arabía]] - [[Singapúr]] - ''[[Skotland]]'' - [[Slóvakía]] - [[Slóvenía]] - ''[[Svalbarði]]'' - [[Svartfjallaland]] - [[Svíþjóð]] - [[Tansanía]] - [[Tyrkland]] - [[Vatíkanið]] - [[Víetnam]] - ''[[Wales]]'' - ''[[Wallis- og Fútúnaeyjar]]''
|-
| style="background-color:#F0F9F0;border-top:5px solid;border-color:#339933;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0375.svg|20px|]] Með 3 undirkafla (98)
| style="background-color:#F9F0F4;border-top:5px solid;border-color:#993366;padding:3px 0.25em; width:25%;" | [[Mynd:Progress-0125.svg|20px|]] Með 2- undirkafla (67)
|- style="vertical-align:top;" |
| style="background-color:#F8FFF8;padding:1em;" |
[[Albanía]] - [[Alþýðulýðveldið Kína]] - ''[[Angvilla]]'' - [[Argentína]] - ''[[Arúba]]'' - [[Austur-Tímor]] - [[Bahamaeyjar]] - ''[[Bandaríska Samóa]]'' - [[Barbados]] - [[Belís]] - ''[[Bermúda]]'' - [[Botsvana]] - ''[[Bresku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Djibútí]] - [[Dóminíska lýðveldið]] - [[Egyptaland]] - [[Ekvador]] - [[El Salvador]] - [[Esvatíní]] - ''[[Falklandseyjar]]'' - [[Fílabeinsströndin]] - ''[[Franska Gvæjana]]'' - [[Gana]] - [[Gínea]] - [[Gínea-Bissá]] - [[Grikkland]] - [[Grænhöfðaeyjar]] - ''[[Gvadelúpeyjar]]'' - ''[[Gvam]]'' - [[Hvíta-Rússland]] - [[Indónesía]] - [[Jamaíka]] - [[Jemen]] - ''[[Jólaeyja]]'' - [[Jórdanía]] - [[Kamerún]] - [[Kirgistan]] - ''[[Kosóvó]]'' - [[Kómoreyjar]] - [[Króatía]] - [[Lesótó]] - [[Lettland]] - [[Líbanon]] - [[Líbía]] - [[Lýðstjórnarlýðveldið Kongó]] - [[Lýðveldið Kína]] - [[Lýðveldið Kongó]] - [[Madagaskar]] - [[Malasía]] - [[Maldívur]] - [[Mexíkó]] - [[Mið-Afríkulýðveldið]] - [[Miðbaugs-Gínea]] - [[Míkrónesía (ríki)]] - ''[[Montserrat]]'' - [[Mónakó]] - ''[[Mön (Írlandshafi)]]'' - [[Namibía]] - [[Níger]] - ''[[Norður-Írland]]'' - ''[[Norður-Kýpur]]'' - ''[[Norður-Maríanaeyjar]]'' - ''[[Norfolkeyja]]'' - [[Óman]] - [[Pakistan]] - ''[[Palestínuríki]]'' - [[Perú]] - ''[[Pitcairn]]'' - ''[[Púertó Ríkó]]'' - [[Rúmenía]] - [[Rússland]] - ''[[Saint-Barthélemy]]'' - ''[[Saint-Martin]]'' - [[Salómonseyjar]] - [[Sambía]] - [[Samóa]] - [[Sankti Kristófer og Nevis]] - [[Senegal]] - [[Seychelles-eyjar]] - [[Simbabve]] - ''[[Sint Maarten]]'' - ''[[Sómalíland]]'' - [[Suður-Afríka]] - [[Suður-Súdan]] - [[Súdan]] - [[Súrínam]] - [[Tadsíkistan]] - [[Taíland]] - [[Tonga]] - ''[[Tókelá]]'' - ''[[Transnistría]]'' - [[Túnis]] - [[Túrkmenistan]] - [[Túvalú]] - [[Úganda]] - [[Úkraína]] - [[Úrúgvæ]] - [[Úsbekistan]]
| style="background-color:#FFF8FA;padding:1em;" |
''[[Abkasía]]'' - [[Angóla]] - [[Antígva og Barbúda]] - [[Armenía]] - ''[[Artsak-lýðveldið]]'' - [[Aserbaísjan]] - ''[[Álandseyjar]]'' - ''[[Bandarísku Jómfrúaeyjar]]'' - [[Bangladess]] - [[Barein]] - [[Bosnía og Hersegóvína]] - ''[[Bougainville]]'' - [[Bólivía]] - [[Brúnei]] - [[Búrúndí]] - [[Bútan]] - ''[[Cayman-eyjar]]'' - ''[[Cooks-eyjar]]'' - ''[[Curaçao]]'' - [[Dóminíka]] - [[Eistland]] - [[Eritrea]] - [[Eþíópía]] - [[Fídjí]] - ''[[Franska Pólýnesía]]'' - [[Gambía]] - [[Grenada]] - [[Hondúras]] - [[Indland]] - [[Íran]] - [[Kenía]] - [[Kíribatí]] - ''[[Kókoseyjar]]'' - [[Kúveit]] - [[Litháen]] - [[Líbería]] - [[Malta]] - ''[[Martinique]]'' - [[Naúrú]] - [[Niue]] - [[Níkaragva]] - [[Norður-Kórea]] - ''[[Nýja-Kaledónía]]'' - [[Nýja-Sjáland]] - [[Palaú]] - [[Panama]] - [[Paragvæ]] - ''[[Sahrawi-lýðveldið]]'' - [[Sameinuðu arabísku furstadæmin]] - [[San Marínó]] - ''[[Sankti Helena]]'' - ''[[Sankti Pierre og Miquelon]]'' - [[Saó Tóme og Prinsípe]] - [[Serbía]] - [[Síerra Leóne]] - [[Síle]] - [[Sómalía]] - [[Srí Lanka]] - [[Suður-Kórea]] - ''[[Suður-Ossetía]]'' - [[Sýrland]] - [[Tjad]] - [[Tógó]] - [[Trínidad og Tóbagó]] - ''[[Turks- og Caicoseyjar]]'' - [[Vanúatú]] - [[Venesúela]]
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Landalistar</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
[[ISO-3166-1]] - [[Listi yfir fullvalda ríki]] - [[Lönd eftir stærð]] - [[Lönd eftir mannfjölda]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu (nafnvirði)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (KMJ)]] - [[Lönd eftir landsframleiðslu á mann (nafnvirði)]] - [[Listi yfir lönd eftir vísitölu um þróun lífsgæða]] - [[Listi yfir lönd eftir tíðni sjálfsmorða]] - [[Listi yfir landsnúmer]] - [[Hæð manna]] - [[Listi fjölmennustu eyja heims]] - [[Ungbarnadauði]] - ...
|}
== Mat ==
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;border-bottom:1px solid #555555;background:#FAFAFA;"
| style="padding:10px;vertical-align:top;" |<span style="font-size:2em;color:#555555;margin-left:15px;font-variant:small-caps;">Uppsetning</span>
|}
{|style="width:100%;border-top:solid #F0F0F0 2px;background:#F9F4E9;"
| style="padding:1em;" |
* ''Ig'' : Inngangur
* '''Ht''' : Heiti
* '''Sg''' : Saga
* '''Lf''' : Landfræði (Náttúra, Veðurfar)
* '''St''' : Stjórnmál (Stjórnsýslueiningar)
| style="padding:1em;" |
* '''Eh''' : Efnahagslíf (Innviðir, Samgöngur)
* '''Íb''' : Íbúar (Tungumál, Trúarbrögð, Menntun)
* '''Mg''' : Menning (Íþróttir)
* '''Tv''' : Tilvísanir
* '''Tg''' : Tenglar
|-
| style="padding:1em;" colspan="2" |
{| class="wikitable"
| style="background:lightblue;" | Óskoðað || style="background:yellow;" | Bæta við || style="background:orange;" | Lagfæra || style="background:lightgreen;" | Fullnægjandi
|}
|}
{| class="wikitable" style="width:100%" |
! Nafn !! Ig !! Ht !! Sg !! Lf !! St !! Eh !! Íb !! Mg !! Tv !! Tg
|-
| [[Austurríki]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Liechtenstein]] || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || - || - || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Pólland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || - || - || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Slóvakía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || - || style="background:yellow" | + || -
|-
| [[Slóvenía]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:yellow" | + || - || - || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|-
| [[Tékkland]] || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || -
|-
| [[Ungverjaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || -
|-
| [[Þýskaland]] || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:orange" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:lightgreen" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:yellow" | + || style="background:lightgreen" | +
|}
</div>
[[Flokkur:Wikipedia:Samvinnuverkefni]]
i3x6o0myy58ev2h3xjrpwpcyoj8wjo3
Stefán Jónsson (1905 - 1966)
0
54145
1763653
1614732
2022-08-03T18:19:24Z
Helgij
75496
wikitext
text/x-wiki
:''Þessi grein fjallar um rithöfundinn Stefán Jónsson. Til er aðgreiningarsíða um aðra sem heita [[Stefán Jónsson]].''
'''Stefán Jónsson''' (fæddur árið [[1905]], látinn árið [[1966]].) var rithöfundur og kennari og er líklegast hvað þekktastur fyrir kvæði sín og sögur, ætluð börnum og unglingum, og má þar helst nefna Guttavísur og Hjaltabækurnar þrjár, ''Sagan hans Hjalta litla'', ''Mamma skilur allt'' og ''Hjalti kemur heim''.
==Verk==
Guttavísur eða ''Sagan af Gutta litla'', sem flestir Íslendingar kannast við, kom fyrst út árið 1938 í hefti ásamt nokkrum öðrum kvæðum en áður hafði Stefán sent frá sér smásöguna ''Konan á klettinum'' og hlotið fyrir hana fyrstu verðlaun í smásagnakeppni [[Eimreiðin|Eimreiðarinnar]] árið [[1933]]. Hann hlaut sömu verðlaun árið [[1940]] fyrir smásöguna ''Kvöld eitt í september''. Af öðrum verkum Stefáns má nefna smásagnasafnið ''Við morgunsól (1966)'', skáldsögurnar ''Vinir vorsins (1941)'' og ''Óli frá Skuld (1957)'' og myndskreytta barnakvæðið ''En hvað það var skrýtið (1949)''. Stefán skrifaði tvær skáldsögur fyrir fullorðna, ''Sendibréf frá Sandströnd'' (1960) og ''Vegurinn að brúnni'' (1962).
Verk Stefáns eru talin njóta mikillar sérstöðu innan bókmennta fyrir börn og unglinga og fullorðnir kunna ekki síður að meta þau. Þótt hann hafi skrifað barna- og unglingasögur notaðist hann alltaf við eðlislægt raunsæi sitt. Á sínum tíma sætti Stefán þó nokkurri gagnrýni þar sem persónur hans þóttu ekki alltaf vera gott fordæmi eða hegða sér á hátt sem þótti til eftirbreytni og fyrirmyndar. Stefán náði hins vegar að snerta mannlegar hliðar lesenda sinna og hélt því ætíð fram og skrifaði ósjaldan í formála bóka sinna að honum þætti varasamt þegar barnasögur væru hreinn barnaskapur. Hann leitaðist við að segja börnum sögur sem gerðu þau að þenkjandi manneskjum og að sama skapi höfða til barnsins í þeim fullorðnu.
Stefán var giftur Önnu Aradóttur.
Kvæðið- ''En hvað það var skrýtið'' - er eftir Pál J. Árdal (1955)- en - ''En hvað það var skrítið'' - eftir Stefán Jónsson (1949)
== Útgefin verk Stefáns Jónssonar ==
''Skáldsögur''
* ''Vinir vorsins'' (1941)
* ''Skóladagar'' (1942)
* ''Björt eru bernskuárin'' (1948)
* ''Sagan hans Hjalta litla'' (1948)
* ''Margt getur skemmtilegt skeð'' (1949)
* ''Mamma skilur allt'' (1950)
* ''Hjalti kemur heim'' (1951)
* ''Fólkið á Steinshóli'' (1954)
* ''Hanna Dóra'' (1956)
* ''Óli frá Skuld'' (1957)
* ''Sendibréf frá Sandströnd'' (1960)
* ''Börn eru besta fólk'' (1961)
* ''Vegurinn að brúnni'' (1962)
* ''Sumar í Sóltúni'' (1963)
* ''Vetur í Vindheimum'' (1964)
''Smásögur''
* ''Konan á klettinum'' (1936)
* ''Á förnum vegi'' (1941)
* ''Raddir úr hópnum'' (1945)
* ''Barnabókin'' (1946)
* ''Dísa frænka og feðgarnir á Völlum'' (1952)
* ''Hlustað á vindinn'' (1955)
* ''Þegar skáldin deyja'' (1958)
* ''Við morgunsól'' (1966)
''Ljóð''
* ''Sagan af Gutta litla og sjö önnur ljóð'' (1938)
* ''Hjónin á Hofi'' (1940)
* ''Það er gaman að syngja'' (1942)
* ''Lítil bók um dýrin'' (1947)
* ''En hvað það var skrítið'' (1949)
* ''Stafabók barnanna'' (1949)
* ''Aravísur og ýmsar fleiri'' (1957)
''Leikrit''
* ''Grámann í Garðshorni'' (1946)
* ''Verkfallið'' (1946)
* ''Gestirnir'' (1946)
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
{{fd|1905|1966}}
== Tenglar ==
* [https://glatkistan.com/2022/08/03/stefan-jonsson-1/ Umfjöllun um Stefán Jónsson á Glatkistunni]
esyra1jv9h3jca8e4g7b9hspl5jki2b
Joe Biden
0
57557
1763615
1763605
2022-08-03T12:48:06Z
TKSnaevarr
53243
/* Varaforseti Bandaríkjanna (2009-2017) */
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Joe Biden
| mynd = Joe Biden presidential portrait.jpg
| myndastærð =
| myndatexti =
| titill= [[Forseti Bandaríkjanna]]
| stjórnartíð_start = [[20. janúar]] [[2021]]
| stjórnartíð_end =
| vara_forseti = [[Kamala Harris]]
| forveri = [[Donald Trump]]
| eftirmaður =
| titill2 = [[Varaforseti Bandaríkjanna]]
| stjórnartíð_start2 = [[20. janúar]] [[2009]]
| stjórnartíð_end2 = [[20. janúar]] [[2017]]
| forseti2 = [[Barack Obama]]
| forveri2 = [[Dick Cheney]]
| eftirmaður2 = [[Mike Pence]]
| titill3 = [[Öldungadeild Bandaríkjaþings|Öldungadeildarþingmaður]] fyrir [[Delaware]]
| stjórnartíð_start3 = [[3. janúar]] [[1973]]
| stjórnartíð_end3 = [[15. janúar]] [[2009]]
| fæðingarnafn = Joseph Robinette Biden Jr.
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1942|11|20}}
| fæðingarstaður = [[Scranton]], [[Pennsylvania|Pennsylvaníu]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| maki = Neilia Hunter (g. 1966; d. 1972)<br>[[Jill Biden]] (g. 1977)
| börn = 4
| háskóli = [[Háskólinn í Delaware]]<br>[[Syracuse-háskóli]]
| stjórnmálaflokkur = [[Demókrataflokkurinn]]
| starf = Stjórnmálamaður
| trúarbrögð = [[Rómversk-kaþólska kirkjan|Kaþólskur]]
| bústaður = [[Hvíta húsið]], [[Washington, D.C.]]
| undirskrift = Joe Biden Signature.svg
}}
'''Joseph Robinette Biden, Jr''' (fæddur [[20. nóvember]] [[1942]]) er bandarískur stjórnmálamaður úr [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokknum]] og núverandi [[forseti Bandaríkjanna]]. Biden var áður [[varaforseti Bandaríkjanna]] frá 2009 til 2017 í forsetatíð [[Barack Obama|Baracks Obama]] og sat á [[öldungadeild Bandaríkjaþings]] fyrir heimafylki sitt, [[Delaware]], frá 1973 til 2009.<ref>{{Vefheimild|url=http://bioguide.congress.gov/scripts/biodisplay.pl?index=b000444|titill=BIDEN, Joseph Robinette, Jr. (Joe)|útgefandi=Biographical Directory of the United States Congress|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=13. júlí|tungumál=enska}}</ref> Biden tók við embætti Bandaríkjaforseta þann 20. janúar 2021 eftir að hafa unnið [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020|forsetakosningarnar 2020]].
Biden hafði áður sóst eftir tilnefningu Demókrataflokksins sem forsetaframbjóðandi í [[Bandarísku forsetakosningarnar 1988|forsetakosningunum árið 1988]] og [[Bandarísku forsetakosningarnar 2008|forsetakosningunum árið 2008]] en hætti við bæði framboðin eftir slakt gengi. Þann 23. ágúst 2008 tilkynnti Barack Obama að Biden yrði [[Varaforseti Bandaríkjanna|varaforsetaefni]] sitt í forsetakosningunum. Obama og Biden unnu kosningarnar og náðu endurkjöri árið 2012.
Biden tilkynnti þann 25. apríl 2019 að hann hygðist gefa kost á sér í þriðja sinn í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020|forsetakosningunum 2020]] á móti [[Donald Trump]], sitjandi forseta úr [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokknum]].<ref name=framboð2020>{{Vefheimild|titill=Joe Biden býður sig fram til forseta og segir grunngildi þjóðarinnar í húfi|url=https://www.visir.is/g/2019190429416|útgefandi=''Vísir''|höfundur=Margrét Helga Erlingsdóttir|ár=2019|mánuður=25. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. apríl}}</ref> Biden var formlega tilnefndur frambjóðandi Demókrataflokksins á flokksþingi Demókrata þann 18. ágúst.<ref name=mbl18ágúst>{{Vefheimild|titill=Biden formlega útnefndur|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/08/19/biden_formlega_utnefndur/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=18. ágúst|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=19. ágúst}}</ref> Þann 7. nóvember, fjórum dögum eftir að kosningarnar fóru fram, hafði Biden tryggt sér meirihluta í [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmannaráðinu]] sem velur forsetann samkvæmt talningum, og var því lýstur sigurvegari af flestum bandarískum fréttastofum og eftirlitsstofnunum.<ref name=sagðurkjörinn>{{Vefheimild|titill=Joe Biden sagður kjörinn forseti Bandaríkjanna|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/11/07/joe_biden_sagdur_kjorinn_forseti_bandarikjanna/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=7. nóvember|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=7. nóvember}}</ref> Kjörmannaráðið staðfesti kjör hans þann 14. desember<ref name=kjörmannaráð/> og Biden tók því við sem 46. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar 2021.<ref>{{Vefheimild|titill=Joe Biden er orðinn 46. forseti Bandaríkjanna|url=https://www.ruv.is/frett/2021/01/20/joe-biden-er-ordinn-46-forseti-bandarikjanna|útgefandi=[[RÚV]]|höfundur=Birgir Þór Harðarson|ár=2021|mánuður=20. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=22. janúar}}</ref>
Biden er elsti maður sem hefur náð kjöri til forseta Bandaríkjanna. Hann er jafnframt annar [[Rómversk-kaþólska kirkjan|kaþólski]] forseti landsins, á eftir [[John F. Kennedy]], og fyrsti Bandaríkjaforsetinn frá Delaware.
==Æviágrip==
Joe Biden fæddist þann 20. nóvember árið 1942 í bænum [[Scranton]] í [[Pennsylvanía|Pennsylvaníu]] og var elstur fjögurra systkina. Fjölskylda hans fluttist til [[Delaware]] þegar Joe var tíu ára, en þar vann faðir hans við bílasölu. Biden nam [[Sagnfræði|sögu]] og [[stjórnmálafræði]] en hóf síðar [[lögfræði]]nám við [[Syracuse-háskóli|Syracuse-háskóla]].<ref name=dv2008>{{Tímarit.is|6443726|Málglaður reynslubolti|útgáfudagsetning=28. ágúst 2008|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|skoðað=13. ágúst 2020|höfundur=Kolbeinn Þorsteinsson|blaðsíða=12-13}}</ref>
Biden útskrifaðist úr laganámi árið 1968 og hóf í kjölfarið störf við stóra lögmannsstofu í [[Wilmington, Delaware|Wilmington]]. Hann sagði upp starfi sínu þar eftir sex mánuði og var ráðinn við aðra minni lögmannsstofu sem fékkst við að verja verkafólk og fólk úr minnihlutahópum.<ref name=íls/> Biden hóf eiginlega þátttöku í stjórnmálum árið 1970 þegar hann bauð sig fram til setu í sveitarstjórn [[Newcastle County]] í Delaware. Kosningabarátta hans þótti ötul, en Biden lagði meðal annars áherslu á byggingu fleiri félagslegra íbúða í sýslunni. Biden náði kjöri en hóf síðan nánast umsvifalaust áform um að bjóða sig fram á [[öldungadeild Bandaríkjaþings]] fyrir Delaware.<ref name=íls/>
===Þingferill===
Þökk sé kröftugri frammistöðu sinni í sveitarstjórninni vann hann sér smám saman traust Demókrataflokksins og árið 1972 varð Biden frambjóðandi flokksins í kosningum Delaware til öldungadeildarinnar á móti sitjandi þingmanni úr [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokknum]], [[J. Caleb Boggs]]. Í kosningabaráttunni höfðaði Biden til yngri kjósenda. Meðal annars talaði hann fyrir brottflutningi bandarískra hermanna úr [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]], fyrir [[umhverfisvernd]] og fyrir auknum réttindum [[Svartir Bandaríkjamenn|bandarískra blökkumanna]]. Á kjördag vann Biden óvænt nauman sigur gegn Boggs. Biden var þá aðeins 29 ára, en átti eftir að verða 30 ára (sem er lágmarksaldur fyrir setu á öldungadeildarþinginu) fyrir upphaf nýja þingtímabilsins árið 1973.<ref name=íls/> Biden varð því sjötti yngsti einstaklingurinn sem hafði verið kjörinn á öldungadeildina.<ref name=dv2008/>
Á námsárum sínum í lögfræði árið 1966 kvæntist Biden konu að nafni Neiliu Hunter. Hjónin eignuðust tvo syni og eina dóttur saman. Árið 1972, stuttu eftir að Biden hafði náð kjöri á öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir Delaware, lést Neilia í bílslysi ásamt dóttur þeirra. Synir þeirra, sem einnig voru í bílnum, slösuðust alvarlega en lifðu af. Biden íhugaði að taka ekki sæti sitt á öldungadeildinni vegna harmleiksins en féllst á að taka það eftir hvatningu frá vinum sínum og frá [[Richard Nixon]], þáverandi forseta.<ref name=dv2008/><ref name=íls>{{Vefheimild|titill=Í ljósi sögunnar – Joe Biden|url=https://www.ruv.is/utvarp/spila/i-ljosi-sogunnar/23795/7hqkpq|útgefandi=RÚV|mánuður=17. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=13. júlí|árskoðað=2020|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]}}</ref>
Biden kvæntist á ný árið 1977, konu að nafni [[Jill Biden|Jill Tracy Jacobs]], og eignaðist með henni eina dóttur.<ref name=dv2008/> Árið 1987 gaf Biden kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fóru fram næsta ár. Hann þótti í fyrstu vænlegur kostur en framboð hans rataði í vandræði eftir að Biden var sakaður um [[Ritstuldur|ritstuld]] vegna ræðu sem hann flutti og þótti öpuð eftir svipaðri ræðu sem [[Neil Kinnock]], leiðtogi [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokksins]] í Bretlandi, hafði flutt. Málið reyndist Biden pínlegt og leiddi til þess að hann dró sig úr forvalinu, sem [[Michael Dukakis]] vann að endingu.<ref>{{Tímarit.is|1665790|Í viðjum siðgæðisins|útgáfudagsetning=14. október 1987|blað=[[Morgunblaðið]]|skoðað=13. ágúst 2020|höfundur=Simon Hoggart|blaðsíða=52}}</ref>
Árið 1988 veiktist Biden lífshættulega og gekkst undir skurðaðgerð vegna [[heilablæðing]]ar. Hann var í kjölfarið sjö mánuði í fríi frá störfum við þingið. Árin 1987 og 1991 stýrði Biden yfirheyrslum bandarísku dómsmálanefndarinnar yfir dómurum sem höfðu verið tilnefndir í [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|Hæstarétt Bandaríkjanna]]. Í fyrra skiptið átti yfirheyrslan þátt í því að þingið neitaði að staðfesta tilnefningu [[Robert Bork|Roberts Bork]] í Hæstaréttinn. Í seinna skiptið stóð Biden fyrir yfirheyrslum yfir [[Clarence Thomas]], sem var sjónvarpað og vöktu mikla athygli um allt landið. Biden greiddi atkvæði með útnefningu Thomas í Hæstaréttinn, sem varð nokkuð umdeilt þar sem Thomas hafði verið sakaður um [[Kynferðisleg áreitni|kynferðislega áreitni]] af fyrrverandi samstarfskonu sinni.<ref name=mbl2008>{{Tímarit.is|4200675|Maður margra orða – og mismæla|útgáfudagsetning=28. september 2008|blað=[[Morgunblaðið]]|skoðað=13. ágúst 2020|höfundur=Valgerður Þ. Jónsdóttir|blaðsíða=14-15}}</ref>
Biden átti árið 1994 þátt í lagasetningu til að koma í veg fyrir heimilis- og kynferðisofbeldi gegn konum og hjálpa fórnarlömbum að koma lífi sínu á réttan kjöl. Biden hefur í seinni tíð sagst stoltastur af þætti sínum í þessari lagasetningu af öllum þingstörfum sínum.<ref name=mbl2008/>
Árið 2002 greiddi Biden atkvæði með þingsályktun sem heimilaði stjórn [[George W. Bush]] Bandaríkjaforseta að gera [[Íraksstríðið|innrás í Írak]].<ref name="lat-foreign">{{cite news | url=https://www.latimes.com/archives/la-xpm-2008-aug-24-na-foreignpol24-story.html |title=Joe Biden respected—if not always popular—for foreign policy record |last1=Richter |first1=Paul |last2=Levey |first2=Noam N. |newspaper=Los Angeles Times |date=24. ágúst 2008 |accessdate=18. júlí 2020}}</ref> Sem formaður utanríkismálanefndar öldungadeildarinnar safnaði Biden jafnframt saman vitnum til að sannfæra bandaríska þingmenn um nauðsyn innrásarinnar.<ref>[https://www.theguardian.com/commentisfree/2020/feb/17/joe-biden-role-iraq-war Joe Biden championed the Iraq war. Will that come back to haunt him now?], ''[[The Guardian]]'', Mark Weisbrot, 17. febrúar 2020. Skoðað 18. ágúst 2020.</ref> Biden varð síðar gagnrýnni á stríðið og mótmælti meðal annars fjölgun bandarískra hermanna í Írak árið 2007.<ref name="lat-foreign"/> Hann hefur í seinni tíð gert lítið úr upphaflegum stuðningi sínum við innrásina og hefur lagt áherslu á að hann hafi verið ósammála því hvernig stjórn Bush hóf stríðið og háttaði stríðsrekstrinum.<ref>{{Vefheimild|titill=Biden fullyrðir ranglega að hann hafi verið andsnúinn Íraksstríðinu frá upphafi|url=https://www.visir.is/g/2020200109505/biden-fullyrdir-ranglega-ad-hann-hafi-verid-andsnuinn-iraksstridinu-fra-upphafi|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|höfundur=Kjartan Kjartansson|ár=2020|mánuður=6. janúar|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí}}</ref>
===Varaforseti Bandaríkjanna (2009-2017)===
[[Mynd:Barack Obama jokes with Joe Biden in the Oval Office, Feb. 9, 2015.jpg|thumb|left|[[Barack Obama]] forseti og Joe Biden varaforseti í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]] árið 2015.]]
Árið 2007 tilkynnti Biden að hann hygðist gefa kost á sér í annað skipti í forvali Demókrataflokksins í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna árið 2008. Biden dró framboð sitt til baka í janúar árið 2008 eftir slakt gengi í forkosningum í [[Iowa]]. [[Barack Obama]], sem vann tilnefningu Demókrata að endingu, tilkynnti þann 23. ágúst árið 2008 að hann hefði valið Biden sem varaforsetaefni sitt í kosningunum. Með því að velja Biden sem varaforsetaefni þótti Obama koma til móts við gagnrýnendur sína, sem lögðu gjarnan áherslu á reynsluleysi Obama og þekkingarskort hans í utanríkismálum, en Biden var þá einn þaulsetnasti þingmaður öldungadeildarinnar og hafði lengi verið formaður utanríkismálanefndar þingsins.<ref>{{Tímarit.is|4196777|Tvíeggjað val|útgáfudagsetning=24. ágúst 2008|blað=[[Dagblaðið Vísir]]|skoðað=18. ágúst 2020|höfundur=Bogi Þór Arason|blaðsíða=4}}</ref>
Obama og Biden unnu forsetakosningarnar í nóvember árið 2008 á móti [[John McCain]] og [[Sarah Palin|Söruh Palin]], forseta- og varaforsetaframbjóðendum Repúblikana. Biden tók við embætti sem [[varaforseti Bandaríkjanna]] þann 20. janúar 2009. Obama og Biden unnu endurkjör í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2012|forsetakosningunum árið 2012]], en þar voru keppinautar þeirra úr röðum Repúblikana [[Mitt Romney]] forsetaframbjóðandi og [[Paul Ryan]] varaforsetaframbjóðandi.
Helsta hlutverk Bidens í embætti varaforseta var að veita Obama ráðgjöf, aðallega í utanríkis- og efnahagsmálum. Biden var spurður ráða í mörgum lykilákvörðunum Obama, meðal annars í vali á ráðherrum og í skipulagningu á áframhaldandi hernaði í [[Stríðið í Afganistan (2001–2021)|stríðinu í Afganistan]].<ref name="lkl122208">{{cite web| url=http://www.cnn.com/2008/POLITICS/12/22/biden.lkl/index.html | title= Biden says he'll be different vice president | publisher=CNN | date=22. desember 2008 | accessdate=18. júlí 2020}}</ref> Obama setti hann yfir stjórn hópa sem áttu að taka á vandræðum verkalýðsstéttarinnar og hafa eftirlit með fjárframlögum til efnahagsáætlunar til endurreisnar efnahagslífsins árið 2009.<ref>{{cite web|url= http://www.cnn.com/2008/POLITICS/12/21/transition.wrap/index.html |title=What Obama promised Biden |author=Hornick, Ed and Levs, Josh |publisher=CNN |date=21 December 2008 |accessdate=23 December 2008}}</ref><ref>{{cite news |url=http://www.time.com/time/nation/article/0,8599,1908167-1,00.html |title=What Happened to the Stimulus? |author=Scherer, Michael |work=Time |date=January 7, 2009 |accessdate=July 8, 2009 |archive-date=október 11, 2017 |archive-url=https://wayback.archive-it.org/all/20171011212142/http://content.time.com/time/nation/article/0,8599,1908167-1,00.html |dead-url=yes }}</ref> Biden fór einnig í nokkrar opinberar ferðir til [[Mið-Austurlönd|Mið-Austurlanda]] í umboði Obama á varaforsetatíð sinni.<ref>{{cite news |url= https://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2009/09/16/AR2009091602998.html |title=Biden Pushes Iraqi Leaders On Vote Law, Oil-Bid Perks |author=Wilson, Scott |work= The Washington Post |date=17 September 2009 |accessdate=17 September 2009}}</ref>
Biden fór nokkrum sinnum á vegum Bandaríkjastjórnar til [[Úkraína|Úkraínu]] eftir [[Úkraínska byltingin 2014|úkraínsku byltinguna]] árið 2014. Í desember árið 2015 var Biden einn helsti talsmaður þess að ríkissaksóknari Úkraínu, [[Víktor Sjokín]], yrði rekinn úr starfi fyrir að standa sig ekki nógu vel við að uppræta spillingu í landinu. Kall Bidens eftir brottrekstri Sjokíns naut á þeim tíma þverpólitísks stuðnings í Bandaríkjunum og hjá öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum sem áttu hagsmuna að gæta í Úkraínu.<ref name="Cullison2019">{{cite news|url=https://www.wsj.com/articles/bidens-anticorruption-effort-in-ukraine-overlapped-with-sons-work-in-country-11569189782|title=Biden's Anticorruption Effort in Ukraine Overlapped With Son's Work in Country|last=Cullison|first=Alan|date=22. september 2019|work=[[The Wall Street Journal]]|accessdate=18. júlí 2020|url-status=live|archive-url=https://archive.today/20191013003229/https://www.wsj.com/articles/bidens-anticorruption-effort-in-ukraine-overlapped-with-sons-work-in-country-11569189782|archive-date=13. október 2019|quote=Messrs. Trump and Giuliani have suggested that Joe Biden pushed for the firing of Ukraine's general prosecutor, Viktor Shokin, in March 2016 to stop an investigation into Burisma. In Ukraine, government officials and anticorruption advocates say that is a misrepresentation ... Mr. Shokin had dragged his feet into those investigations, Western diplomats said, and effectively squashed one in London by failing to cooperate with U.K. authorities ... In a speech in 2015, the U.S. ambassador to Ukraine, Otto Pyatt, called the Ukrainian prosecutor "an obstacle" to anticorruption efforts|url-access=subscription}}</ref> Víktor Sjokín var að endingu leystur úr embætti í mars 2016 en aðkoma Bidens að brottrekstri hans varð umtöluð árið 2019 eftir að [[Donald Trump]], eftirmaður Obama á forsetastól, ýjaði að því að Biden hefði hvatt til brottreksturs Sjokíns til að koma í veg fyrir frekari spillingarrannsóknir á gasfyrirtækinu Burisma, þar sem sonur Bidens, [[Hunter Biden]], starfaði á þeim tíma. Sjokín stóð þó ekki í rannsókn á Burisma þegar hann var rekinn.<ref>{{Vefheimild|titill=Trump segist hafa rætt um Biden við forseta Úkraínu|url=http://vardberg.is/frettir/trump-segist-hafa-raett-um-biden-vid-forseta-ukrainu/|útgefandi=''[[Varðberg]]''|mánuður=23. nóvember|ár=2019|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí}}</ref> Trump reyndi að fá [[Volodymyr Zelenskyj]], forseta Úkraínu, til að hefja rannsóknir á Biden-feðgunum í júlí 2019 og hafði áður látið frysta hernaðarstyrki frá Bandaríkjunum til Úkraínu.<ref>{{Vefheimild|titill=Trump stöðvaði styrk til Úkraínu áður en hann talaði við nýja forsetann|url=https://www.visir.is/g/2019190929468|útgefandi=''Vísir''|ár=2019|mánuður=24. september|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí|höfundur=Kjartan Kjartansson}}</ref> Ásakanir um að Trump væri þannig að beita ríkisfjármunum á ólögmætan hátt til að koma höggi á pólitískan mótherja (en Biden þótti þá sennilegur andstæðingur Trumps í forsetakosningunum næsta árs) leiddi til þess að Trump var [[Embættismissir (Bandaríkin)|kærður til embættismissis]] árið 2019. Árið 2020 hafði endurskoðun úkraínskra ríkissaksóknara á gömlum skýrslum ekki leitt í ljós ólöglegt athæfi Hunters Biden á meðan hann sat í stjórn Burisma.<ref>{{Vefheimild|titill=Engar sannanir um misgjörðir Bidens|url=https://www.ruv.is/frett/2020/06/05/engar-sannanir-um-misgjordir-bidens|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=5. júní|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí|höfundur=Róbert Jóhannsson}}</ref>
===Forsetaframboð 2020===
[[Mynd:Joe Biden kickoff rally May 2019.jpg|thumb|right|Joe Biden hefur kosningaherferð sína í maí 2019.]]
Þann 25. apríl árið 2019 tilkynnti Biden að hann hygðist gefa kost á sér í forvali Demókrata fyrir [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020|forsetakosningar ársins 2020]] á móti Donald Trump, sitjandi forseta úr Repúblikanaflokknum.<ref name=framboð2020/> Kosningabarátta Bidens þótti ekki fara vel af stað og honum gekk ekki vel í fyrstu forkosningum flokksins í [[Iowa]], [[New Hampshire]] og [[Nevada]]. Hagur Bidens tók að vænkast eftir að hann vann öruggan sigur í forvali Demókrata í [[Suður-Karólína|Suður-Karólínu]]<ref>{{Vefheimild|titill=Biden vann öruggan sigur í Suður-Karólínu|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/03/01/biden_vann_oruggan_sigur_i_sudur_karolinu/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=1. mars|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí}}</ref> og vann síðan í níu af fjórtán fylkjum sem kusu í forvalinu á svokölluðum „ofurþriðjudegi“ þann 3. mars 2020.<ref>{{Vefheimild|titill=Stefnir í sigur Bidens í 9 ríkjum af 14|url=https://www.ruv.is/frett/stefnir-i-sigur-bidens-i-9-rikjum-af-14|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=4. mars|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí|höfundur=Ævar Örn Jósepsson}}</ref> Þann 8. apríl 2020 höfðu allir keppinautar Bidens í forvalinu dregið framboð sín til baka.<ref name=sandershlé>{{Vefheimild|titill=Bernie Sanders dregur sig í hlé|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/04/08/bernie_sanders_dregur_sig_i_hle/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=8. apríl|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=8. apríl}}</ref>
Á meðan á forvalinu stóð sakaði lögfræðingur að nafni [[Tara Reade]] Biden um að hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi fyrir 27 árum, á meðan hún starfaði fyrir hann á þingmannsskrifstofu hans í Washington.<ref>{{Vefheimild|titill=Biden í bobba vegna alvarlegra ásakana|url=https://kjarninn.is/frettir/2020-05-02-biden-i-bobba-vegna-alvarlegra-asakana/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|mánuður=2. maí|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí|höfundur=Arnar Þór Ingólfsson}}</ref> Biden vísaði ásökuninni á bug en hvatti til þess að öll möguleg gögn um málið yrðu gerð opinber, þar á meðal kvörtun sem Reade sagðist hafa lagt fram á sínum tíma og ætti að vera geymd í [[Þjóðskjalasafn Bandaríkjanna|Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna]].<ref>{{Vefheimild|titill=Joe Biden segist saklaus: „Þetta gerðist aldrei“|url=https://www.frettabladid.is/frettir/joe-biden-segist-saklaus-thetta-gerdist-aldrei/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuður=1. maí|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí|höfundur=Einar Þór Sigurðsson}}</ref>
Biden tilkynnti þann 11. ágúst að hann hefði valið öldungadeildarþingmanninn [[Kamala Harris|Kamölu Harris]] sem varaforsetaefni sitt í kosningabaráttunni.<ref>{{Vefheimild|titill=Kamala Harris verður varaforsetaefni Biden|url=https://www.ruv.is/frett/2020/08/11/kamala-harris-verdur-varaforsetaefni-biden|útgefandi=[[RÚV]]|mánuður=11. ágúst|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=11. ágúst|höfundur=Freyr Gígja Gunnarsson}}</ref> Biden var formlega tilnefndur forsetaframbjóðandi Demókrata þann 18. ágúst 2020.<ref name=mbl18ágúst/>
Kosningarnar voru haldnar þann 3. nóvember. Skoðanakannanir höfðu lengi spáð Biden auðveldum sigri en á kosninganótt reyndist leikurinn milli þeirra Bidens og Trumps mun jafnari en von var á. Trump vann sigra í mikilvægum fylkjum á borð við [[Flórída]] og [[Texas]] og eftir fyrstu talningar virtist hann einnig hafa forystu í mikilvægum fylkjum á borð við [[Wisconsin]], [[Michigan]] og [[Pennsylvania|Pennsylvaníu]]. Þegar farið var að telja utankjörfundaratkvæði síðla nætur og á næstu dögum fór hagur Bidens hins vegar að vænkast verulega. Metfjöldi póstatkvæða hafði verið greiddur vegna [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–2021|alþjóðlega kórónaveirufaraldursins]], en Trump hafði ítrekað ráðið fylgjendum sínum frá því að greiða utankjörfundaratkvæði og haldið því fram án röksemda að slík atkvæði byðu upp á stórtækt kosningasvindl. Hlutfallslega runnu því mun fleiri utankjörfundaratkvæði til Bidens og þegar farið var að telja þau á næstu dögum náði Biden forystu í nokkrum fylkjum þar sem Trump hafði virst sigurstranglegri á kosninganótt. Þann 7. nóvember höfðu flestar bandarískar fréttastofur lýst Biden sigurvegara, enda hafði hann þá náð forskoti í nógu mörgum fylkjum til að tryggja sér ríflega 270 atkvæði í [[Kjörmannaráð (Bandaríkin)|kjörmannaráðinu]] sem velur forsetann.<ref name=sagðurkjörinn/> Trump neitaði þó lengst af að viðurkenna ósigur og fór þess í stað í mál við ýmis fylki vegna ásakana um kosningasvindl.<ref>{{Vefheimild|titill=Giuliani: Trump játar ekki ósigur|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/11/07/giuliani_trump_jatar_ekki_osigur/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=7. nóvember|ár=2020|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=7. nóvember}}</ref>
Kjörmannaráðið kom saman þann 14. desember og greiddi atkvæði um næsta forseta. Lokaniðurstaðan var þannig að Biden fékk 306 atkvæði en Trump 232.<ref name=kjörmannaráð>{{Vefheimild|titill=Formlega staðfest að Joe Biden verður næsti forseti Bandaríkjanna|url=https://www.dv.is/pressan/2020/12/15/formlega-stadfest-ad-joe-biden-verdur-naesti-forseti-bandarikjanna/|útgefandi=''DV''|ár=2020|mánuður=15. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=23. desember|höfundur=Kristján Kristjánsson}}</ref>
==Forsetatíð (2021–)==
Biden var svarinn í embætti sem 46. forseti Bandaríkjanna þann 20. janúar 2021. Á fyrsta degi sínum í embætti gaf hann út fimmtán tilskipanir sem sneru við ýmsum stefnumálum Trumps. Meðal annars leiddi Biden Bandaríkin aftur inn í [[Parísarsamkomulagið]] um loftslagsbreytingar og innleiddi grímuskyldu í byggingum alríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirusýkinnar [[COVID-19]].<ref>{{Vefheimild|titill=Fimmtán tilskipanir á fyrsta degi|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/20/fimmtan_tilskipanir_a_fyrsta_degi/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. janúar|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=20. janúar}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=17 tilskipanir Bidens|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/20/17_tilskipanir_bidens/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=20. janúar|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=20. janúar}}</ref> Þann 25. janúar undirritaði Biden jafnframt tilskipun til að aflétta banni sem Trump hafði sett gegn því að [[transfólk]] gegndi þjónustu í [[Bandaríkjaher]].<ref>{{Vefheimild|titill=Biden afléttir transbanni hersins|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/25/biden_aflettir_transbanni_hersins/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=25. janúar|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=25. janúar}}</ref>
Þann 4. febrúar tilkynnti Biden að Bandaríkin hygðust hætta fjárstuðningi við hernaðarbandalag [[Sádi-Arabía|Sádi-Arabíu]] í [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgarastyrjöldinni í Jemen]].<ref>{{Vefheimild|höfundur=Hildur Margrét Jóhannsdóttir|titill=Bandaríkin hætta fjárveitingum til stjórnarhers Jemen|url=https://www.ruv.is/frett/2021/02/04/bandarikin-haetta-fjarveitingum-til-stjornarhers-jemen|útgefandi=RÚV|ár=2021|mánuður=4. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=5. febrúar}}</ref>
Þann 24. apríl 2021 varð Biden fyrstur Bandaríkjaforseta til að viðurkenna formlega að [[Þjóðarmorð Tyrkja á Armenum|fjöldamorð Tyrkja gegn Armenum]] á árunum 1915 til 1917 hafi verið [[þjóðarmorð]].<ref>{{Vefheimild|titill=Viðurkenndi þjóðarmorð Tyrkja á Armenum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/04/24/vidurkenndi_thjodarmord_tyrkja_a_armenum/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=24. apríl|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=24. apríl}}</ref>
Biden tilkynnti þann 13. febrúar að hann hygðist kalla alla bandaríska hermenn heim frá [[Afganistan]] fyrir 11. september 2021 til að binda enda á hið 20 ára langa [[Stríðið í Afganistan (2001–2021)|stríð Bandaríkjamanna í Afganistan]]. Stjórn Trumps hafði áður gert samkomulag við [[Talíbanar|Talíbana]] í Afganistan sem hafði gert ráð fyrir brottflutningi bandaríska herliðsins fyrir 1. mars.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Samúel Karl Ólason|titill=Ætla að kalla hermenn heim fyrir ellefta september|url=https://www.visir.is/g/20212096640d/aetla-ad-kalla-hermenn-heim-fyrir-fyrsta-september|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2021|mánuður=13. apríl|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=14. apríl}}</ref> Frá því að Bandaríkjamenn hófu að draga herafla sinn burt frá Afganistan hafa Talíbanar hafið leiftursókn um landið og hafa hertekið fjölda héraðshöfuðborga á stuttum tíma.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212142363d|titill=Valta yfir stjórnarherinn: Ríkisstjórnin býðst til að deila völdum með Talibönum|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=13. ágúst|ár=2021|mánuður=12. ágúst|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Þann 15. ágúst, aðeins um hálfu ári eftir að Biden tilkynnti um fyrirhugaða brottför herliðsins, hertóku Talíbanar afgönsku höfuðborgina [[Kabúl]] og endurheimtu þannig völd í landinu. Biden viðurkenndi í kjölfarið að hröð framrás Talíbana hefði komið sér á óvart en varði engu að síður ákvörðun sína um brottflutning hersins og sagði ótækt að biðja bandaríska hermenn að berjast endalaust í erlendri borgarastyrjöld.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/16/biden-vardi-akvordunina-i-avarpi|titill=Biden varði ákvörðunina í ávarpi|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. ágúst|ár=2021|mánuður=17. ágúst|höfundur=Andri Magnús Eysteinsson}}</ref> Biden sætti töluverðri gagnrýni fyrir að ljúka stríðinu í Afganistan með þessum hætti<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/27/biden-gagnryndur-vegna-burtkvadningar-fra-afganistan|titill=Biden gagnrýndur vegna burtkvaðningar frá Afganistan|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=2. september|ár=2021|mánuður=27. ágúst|höfundur=Bogi Ágústsson}}</ref> og vinsældir hans innanlands drógust nokkuð saman í kjölfar brottfararinnar.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/08/25/vinsaeldir-bidens-dvina-vestanhafs|titill=Vinsældir Bidens dvína vestanhafs|útgefandi=[[RÚV]]|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=2. september|ár=2021|mánuður=25. ágúst|höfundur=Arnar Björnsson}}</ref>
==Einkahagir==
Joe Biden er af [[Írland|írsk]]-bandarískum uppruna og aðhyllist [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólska trú]]. Fyrsta eiginkona hans var Neilia Hunter, sem hann kvæntist árið 1966. Með henni eignaðist hann tvo syni; Beau og Hunter; og eina dóttur; Naomi. Neilia og Naomi létust þann 18. desember árið 1972 í bílslysi. Biden kvæntist seinni eiginkonu sinni, [[Jill Biden|Jill Jacobs]], árið 1977 og eignaðist síðar með henni dótturina Ashley.
Elsti sonur Bidens, Joseph Robinette „Beau“ Biden III , lést úr krabbameini í heila þann 30. maí árið 2015.<ref>{{Vefheimild|titill=Sonur Joes Bidens látinn|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2015/05/31/sonur_joes_bidens_latinn/|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=31. maí|ár=2015|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=18. júlí}}</ref>
==Tilvísanir==
{{reflist|2}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forseti Bandaríkjanna]]
| frá = 2021
| til =
| fyrir = [[Donald Trump]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Varaforseti Bandaríkjanna]]
| frá = 2009
| til = 2017
| fyrir = [[Dick Cheney]]
| eftir = [[Mike Pence]]
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsetar Bandaríkjanna}}
{{Varaforsetar Bandaríkjanna}}
{{fe|1942|Biden, Joe}}
{{DEFAULTSORT:Biden, Joe}}
[[Flokkur:Demókratar|Biden, Joe]]
[[Flokkur:Bandarískir öldungadeildarþingmenn]]
[[Flokkur:Forsetar Bandaríkjanna]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 1988]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 2008|Biden, Joe]]
[[Flokkur:Frambjóðendur til embættis forseta Bandaríkjanna 2020]]
[[Flokkur:Varaforsetar Bandaríkjanna]]
8h1km6l6kikq4ghbh9epz1ircvv3x32
Svampdýr
0
60528
1763703
1543605
2022-08-04T11:29:48Z
Comp.arch
32151
Elsta dýr jarðar 15.000 ára gamalt, Endilega hjálpa til hér við þýðinguna.
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svampar
| fossil_range = [[Ediacara-tímabilið]] - nútíma
| image = Sponge.JPG
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'')
| phylum = '''Porifera'''[[Samsíða þróunarlínur|*]]
| symetry = 4ft
| phylum_authority = [[Robert Edmund Grant|Grant]] in [[Robert Bentley Todd|Todd]], 1836
| subdivision_ranks = [[Flokkur (flokkunarfræði)|Flokkar]]
| subdivision =
* [[Kalksvampar]] (''[[Calcarea]]'')
* [[Glersvampar]] (''[[Hexactinellida]]'')
* [[Hornsvampar]] (''[[Demospongiae]]'')
}}
'''Svampdýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Porifera'') eru [[hryggleysingi|hryggleysingjar]]. Þau lifa í sjónum og voru áður fyrr þurrkuð upp og notuð í [[svampur|svampa]]. Svampdýrin eru elstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungar]] sem búa á jörðinni og talið er að þau hafi orðið til fyrir um 580 milljónum ára. Líkamsgerð svampdýra er mjög einföld og lifnaðarhættir þeirra eru það líka. Svampdýr lifa í vatni og eru föst við undirlagið og færast ekkert nema þau séu borin burt með sterkum straumum. Langflestar tegundir svampdýra lifa í sjó, en sumar lifa í stöðuvötnum og straumvatni.
Svampdýr hafa fullt af litlum opum á yfirborðinu. Sjórinn sem streymir inn um þau ber með sér ýmis fæðuagnir og súrefni inn í holrýmið innst inni í svampdýrinu. Síðan taka frumur svampdýrsins það til sín og láta frá sér [[úrgangsefni]] og [[koltvíoxíð]]. Svo fer sjórinn aftur út um stór op, svokölluð útstreymisop.
Frumur svampdýra eru sérstakar af því að hver þeirra starfar sér og algjörlega óháð öðrum frumum með lítilli eða engri samhæfingu. Frumur svampdýra mynda því enga vefi sem er ólíkt öllum öðrum fjölfrumungum því frumur þeirra mynda allar vefi. því eru þetta einu fjölfrumadýrin sem ekki mynda eiginlega vefi. Reyndar er hægt að lýsa svampdýri sem klasa af frumum sem búa saman. Þó laðast frumur svampdýra að hvor annari á einhvern fuðulegan hátt. Það má sanna þetta með því að þrýsta svampdýrinu saman og eftir nokkrar klukkustundir er svampdýrið aftur komið í upprunalega mynd. Ekkert annað dýr getur endurbyggt líkama sinn á þennan hátt.
Svampdýr fjölga sér annað hvort með [[kynæxlun]] eða [[kynlaus æxlun|kynlausri æxlun]]. Í kynæxlun fer samruni eggfrumu og sáðfumu þannig fram að eggfrumur myndast í einu svampdýri og sáðfrumur í öðru. Síðan losna frumurnar út úr dýrunum og frjóvgun fer fram í vatninu utan þeirra. Af eggfrumunni sem hefur nú verið frjóvguð vex nýtt svampdýr. Kynlaus æxlun felst í því að partur losnar af svampdýrinu og breytist í nýtt dýr.
Svampdýr eru elstu dýr jarðar, þ.e. fyrstu dýr sem þróuðust, út af líf-trénu (e. the [[:en:evolutionary tree|evolutionary tree]]) <!-- af ensku WP (endilega þýða, mín stytting getur verið ónákvæm): "Sponges were first to branch off the evolutionary tree from the last common ancestor of all animals, making them the sister group of all other animals.[2]" --> og þar með eru svampdýr systurgrúppa (e. [[:en:sister group|sister group]]) allra annarra dýra á jörðinni.
[[en:Hexactinellid|Hexactinellid]] svampdýr er talið vera elsta núlifandi svampdýrið, áætlað allt að 15.000 ára gamalt.
== Tenglar ==
* {{vísindavefurinn|3323|Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?}}
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Hryggleysingjar]]
snaz9ox372asxubpf4twefhtty6b1j3
1763707
1763703
2022-08-04T11:39:19Z
Comp.arch
32151
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Svampar
| fossil_range = [[Ediacara-tímabilið]] - nútíma
| image = Sponge.JPG
| image_width = 250px
| regnum = [[Dýraríki]] (''Animalia'')
| domain = [[Heilkjörnungar]] (''Eukaryota'')
| phylum = '''Porifera'''[[Samsíða þróunarlínur|*]]
| symetry = 4ft
| phylum_authority = [[Robert Edmund Grant|Grant]] in [[Robert Bentley Todd|Todd]], 1836
| subdivision_ranks = [[Flokkur (flokkunarfræði)|Flokkar]]
| subdivision =
* [[Kalksvampar]] (''[[Calcarea]]'')
* [[Glersvampar]] (''[[Hexactinellida]]'')
* [[Hornsvampar]] (''[[Demospongiae]]'')
}}
'''Svampdýr''' ([[fræðiheiti]]: ''Porifera'') eru [[hryggleysingi|hryggleysingjar]]. Þau lifa í sjónum og voru áður fyrr þurrkuð upp og notuð í [[svampur|svampa]]. Svampdýrin eru elstu [[fjölfrumungur|fjölfrumungar]] sem búa á jörðinni og talið er að þau hafi orðið til fyrir um 580 milljónum ára. Líkamsgerð svampdýra er mjög einföld og lifnaðarhættir þeirra eru það líka. Svampdýr lifa í vatni og eru föst við undirlagið og færast ekkert nema þau séu borin burt með sterkum straumum. Langflestar tegundir svampdýra lifa í sjó, en sumar lifa í stöðuvötnum og straumvatni.
Svampdýr hafa fullt af litlum opum á yfirborðinu. Sjórinn sem streymir inn um þau ber með sér ýmis fæðuagnir og súrefni inn í holrýmið innst inni í svampdýrinu. Síðan taka frumur svampdýrsins það til sín og láta frá sér [[úrgangsefni]] og [[koltvíoxíð]]. Svo fer sjórinn aftur út um stór op, svokölluð útstreymisop.
Frumur svampdýra eru sérstakar af því að hver þeirra starfar sér og algjörlega óháð öðrum frumum með lítilli eða engri samhæfingu. Frumur svampdýra mynda því enga vefi sem er ólíkt öllum öðrum fjölfrumungum því frumur þeirra mynda allar vefi. því eru þetta einu fjölfrumadýrin sem ekki mynda eiginlega vefi. Reyndar er hægt að lýsa svampdýri sem klasa af frumum sem búa saman. Þó laðast frumur svampdýra að hvor annari á einhvern fuðulegan hátt. Það má sanna þetta með því að þrýsta svampdýrinu saman og eftir nokkrar klukkustundir er svampdýrið aftur komið í upprunalega mynd. Ekkert annað dýr getur endurbyggt líkama sinn á þennan hátt.
Svampdýr fjölga sér annað hvort með [[kynæxlun]] eða [[kynlaus æxlun|kynlausri æxlun]]. Í kynæxlun fer samruni eggfrumu og sáðfumu þannig fram að eggfrumur myndast í einu svampdýri og sáðfrumur í öðru. Síðan losna frumurnar út úr dýrunum og frjóvgun fer fram í vatninu utan þeirra. Af eggfrumunni sem hefur nú verið frjóvguð vex nýtt svampdýr. Kynlaus æxlun felst í því að partur losnar af svampdýrinu og breytist í nýtt dýr.
Svampdýr eru elstu dýr jarðar, þ.e. fyrstu dýr sem þróuðust, út af líf-trénu (e. the [[:en:evolutionary tree|evolutionary tree]]) <!-- af ensku WP (endilega þýða, mín stytting getur verið ónákvæm): "Sponges were first to branch off the evolutionary tree from the last common ancestor of all animals, making them the sister group of all other animals.[2]" --> og þar með eru svampdýr systurgrúppa (e. [[:en:sister group|sister group]]) allra annarra dýra á jörðinni.
[[:en:Hexactinellid|Hexactinellid]] svampdýr er talið vera elsta núlifandi svampdýrið, áætlað allt að 15.000 ára gamalt.
== Tenglar ==
* {{vísindavefurinn|3323|Hvar lifa svampdýr? Hvað éta þau?}}
{{stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Hryggleysingjar]]
hvvtdosf9ypdk1ow4obc4ezqfhgl6u4
Nice
0
62890
1763655
1704641
2022-08-03T18:45:01Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Galerie Nice.jpg|thumb|Nice.]]
[[Mynd:Harbour_of_Nice_(FR-06000).jpg|thumb|right|250px|Höfnin í Nice.]]
'''Nice''' (borið fram „nís“) er borg í Suður-[[Frakkland]]i við [[Miðjarðarhafið]], milli [[Marseille]] í Frakklandi og [[Genóa]] á [[Ítalía|Ítalíu]]. Borgin er fimmta stærsta borg Frakklands með rúmlega 340 þúsund íbúa innan borgarmarkanna ([[2017]]) en tæp 1,4 milljón manns búa á stórborgarsvæðinu.
Nafnið kemur frá hinu gríska ''níkaíos'', sem merkir sigursæll.<ref>{{Cite web|url=https://www.etymonline.com/word/nice|title=nice {{!}} Origin and meaning of nice by Online Etymology Dictionary|website=www.etymonline.com|language=en|access-date=2021-01-23}}</ref>
== Menntun ==
* [[EDHEC Business School]]
* EPITECH
* ISEFAC Bachelor
==Íþróttir==
[[OGC Nice]] er knattspyrnulið borgarinnar.
[[Flokkur:Borgir í Frakklandi]]
[[Flokkur:Provence-Alpes-Côte d'Azur]]
[[Flokkur:Hafnarborgir]]
tg0vr6vx0cd0xek26h9yk8oogx83kkn
Glaumbær (bær)
0
67177
1763702
1740785
2022-08-04T11:02:42Z
Gerd Eichmann
53644
gallery added
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Glaumbaer-pjt2.jpg|thumb|280 px|Torfbærinn í Glaumbæ.]]
[[Mynd:GudridAndSnorri.jpg|thumb|280 px|Minnismerki um Guðríði Þorbjarnardóttur og Snorra Þorfinnsson í Glaumbæ.]]
'''Glaumbær''' er bær og kirkjustaður á miðju [[Langholt]]i, vestan [[Héraðsvötn|Héraðsvatna]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]], og tilheyrði áður [[Seyluhreppur|Seyluhreppi]]. Þar er nú [[Byggðasafn Skagfirðinga]].
== Saga ==
Byggð hefur verið í Glaumbæ frá því að sögur hófust. Landkönnuðurinn [[Þorfinnur karlsefni]] og kona hans, [[Guðríður Þorbjarnardóttir]], bjuggu á [[Reynistaður|Reynistað]] eftir að þau komu frá [[Vínland]]i og keyptu Glaumbæjarlönd. Á 11. öld bjó þar sonur þeirra, [[Snorri Þorfinnsson]] sem var sagður fæddur á Vínlandi. Í [[Grænlendingasaga|Grænlendingasögu]] segir að hann hafi látið reisa fyrstu kirkjuna í Glaumbæ á meðan Guðríður móðir hans gekk suður. Glaumbæjarkirkja var helguð Jóhannesi skírara á kaþólskum tíma. Sagan segir að Guðríður hafi verið einsetukona í Glaumbæ eftir að hún kom úr suðurgöngunni.
Margir þekktir höfðingjar bjuggu í Glaumbæ á kaþólskum tíma. Þeirra á meðal var [[Hrafn Oddsson]] hirðstjóri, sonur hans Jón korpur og sonarsonur hans Glaumbæjar-Hrafn (Rafn) Jónsson. Hann bauð 360 manns í brúðkaupsveislu dóttur sinnar í Glaumbæ 1360. Soffía dóttir [[Loftur Guttormsson|Lofts ríka Guttormssonar]] bjó í Glaumbæ og sonur hennar Þorleifur Árnason. Sonur hans var [[Teitur Þorleifsson|Teitur ríki Þorleifsson]] (d. 1537), sem átti í miklum deilum við [[Gottskálk Nikulásson]] Hólabiskup og fleiri höfðingja á fyrri hluta 16. aldar og missti mestallan auð sinn og völd í hendur þeirra.
Fornleifarannsóknir í Glaumbæ hafa leitt í ljós leifar af fornum skála í túninu.
== Prestar og kirkja ==
Samkvæmt [[máldagi|máldögum]] kirkjunnar frá kaþólskum sið voru þá tveir prestar í Glaumbæ, heimilisprestur og sóknarprestur. Nokkru fyrir siðaskipti lagði [[Jón Arason]] jörðina undir Hólastól og gerði hana að prestssetri og hefur prestur verið í Glaumbæ síðan. Glaumbær þótti löngum besta brauð í Skagafirði og sátu flestir prestar þar lengi. Einna þekktastur er [[Gottskálk Jónsson]] ([[1524]] - [[1590]]), prestur í Glaumbæ frá [[1554]], sem var mikill fræðimaður og skrifaði meðal annars Gottskálksannál og [[Sópdyngja|Sópdyngju]], sem er eitt af elstu og merkustu pappírshandritum Íslendinga. Annar þekktur prestur í Glaumbæ var [[Grímúlfur Illugason]] ([[1697]] - [[1784]]), sem var þar frá [[1727]] til dauðadags. Han var talinn göldróttur og gengu ýmsar þjóðsögur af honum.
Núverandi kirkja er byggð [[1926]], eftir að timburkirkjan sem þar var áður brotnaði í ofsaveðri. Á veggjum hennar eru nú spjöld úr prédikunarstóli sem talinn er hafa verið smíðaður 1685. Hann var seldur á uppboði 1930 og voru spjöldin notuð í farg á hey í nokkur ár, áður en þeim var bjargað.
Í kirkjugarðinum í Glaumbæ er leiði [[Miklabæjar-Solveig|Miklabæjar-Solveigar]], en bein hennar voru jarðsett þar 1937.
== Byggðasafnið ==
[[Byggðasafn Skagfirðinga]] sem stofnað var 29. maí 1948, fékk afnot af torfbænum í Glaumbæ og opnaði sýningu í honum 15. júní 1952. Á sýningunni er fjöldi muna sem flestir eru tengdir hemilishaldi og verklagi fyrri tíðar. Torfbærinn er samstæða þrettán húsa. Sex snúa burstum fram á hlaðið. Bærinn er sérstæður meðal íslenskra torfbæja að því leyti að mjög lítið grjót er notað í hleðslurnar, enda er það varla að finna í Glaumbæjarlandi.
Tvö gömul timburhús hafa verið flutt á safnlóðina í Glaumbæ. ''Áshús'' er frá [[Ás (Hegranesi)|Ás]]i í [[Hegranes]]i, byggt 1884-1886 til að hýsa kvennaskóla fyrir Skagfirðinga. Aldrei varð af því og var það notað sem íbúðarhús til 1977. Í húsinu er nú kaffistofa, sýning og geymsla. ''Gilsstofa'' var upphaflega reist á Espihóli í Eyjafirði 1849. Hún var tekin niður 1861 og flutt til Akureyrar og þaðan með skipi til [[Kolkuós]]s, reist aftur á Hjaltastöðum í [[Blönduhlíð]], flutt í [[Reynistaður|Reynistað]] 1872, að Gili í [[Borgarsveit]] 1884, til [[Sauðárkrókur|Sauðárkróks]] 1891 og stóð þar til 1985 þegar hún var flutt að Kringlumýri í Blönduhlíð. Þar stóð hún þar til hún var flutt að Glaumbæ 1996 og endursmíðuð þar sem næst í upprunalegri mynd en lítið var eftir af upprunalegum viðum eftir alla flutningana. Þar er nú safnbúð og skrifstofa byggðasafnsins og aðstaða fyrir starfsfólk.
== Myndasafn ==
<br><gallery class=center caption="Glaumbær">
Glaumbaer-10-Kirche-2018-gje.jpg
Glaumbaer-24-Kirche-Kanzel-2018-gje.jpg
Glaumbaer-14-Friedhof-2018-gje.jpg
Glaumbaer-42-Museum-Holzhaeuser-2018-gje.jpg
Glaumbaer-52-Museum-Kirche-2018-gje.jpg
Glaumbaer-62-Museum-2018-gje.jpg
Glaumbaer-74-Museum-Reiseleiterin-2018-gje.jpg
Glaumbaer-70-Museum-2018-gje.jpg
</gallery>
== Heimild ==
* [http://www.skagafjordur.is/default.asp?cat_id=391 Byggðasafn Skagfirðinga] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110517200041/http://www.skagafjordur.is/default.asp?cat_id=391 |date=2011-05-17 }}
{{commonscat|Glaumbaer}}
{{Friðuð hús á Norðurlandi}}
[[flokkur:Söfn á Íslandi]]
[[flokkur:Skagafjörður]]
t3kii1e1tytpc8xp7l2lp6w5xcu2koy
Stefán Íslandi
0
69265
1763652
1700918
2022-08-03T18:16:49Z
Helgij
75496
wikitext
text/x-wiki
'''Stefán Íslandi''' eða '''Stefano Islandi''' ('''Stefán Guðmundsson''') ([[6. október]] [[1907]] – [[1. janúar]] [[1994]]) var íslenskur [[söngvari]]. Hann lærði söng á [[Ítalía|Ítalíu]], en starfaði lengst af í [[Danmörk]]u og var útnefndur konunglegur hirðsöngvari þar árið [[1949]].
== Ævi ==
Foreldrar Stefáns bjuggu á [[Sauðárkrókur|Sauðárkróki]]. Faðir hans drukknaði í [[Gönguskarðsá]] þegar Stefán var tíu ára en þá fór hann í fóstur til hjónanna í [[Syðra-Vallholt]]i í Skagafirði. Stefán þótti snemma mjög efnilegur [[tenór]]söngvari. Fyrstu tónleika sína hélt hann á [[Siglufjörður|Siglufirði]] 17 ára að aldri. Haustið [[1926]] hélt hann til [[Reykjavík]]ur og starfaði þar fyrst í Málaranum en hóf síðar nám í [[rakari|rakaraiðn]]. Hann söng jafnframt í [[Karlakór Reykjavíkur]] og stundaði söngnám hjá [[Sigurður Birkis|Sigurði Birkis]]. Hann hélt tónleika og söng við ýmis tækifæri, meðal annars á kvikmyndasýningum, og vakti mikla athygli fyrir sönghæfileika sína. Úr varð að [[Richard Thors]], forstjóri útgerðarfélagsins [[Kveldúlfur|Kveldúlfs]], styrkti hann til náms á Ítalíu.
Stefán hóf söngnám í [[Mílanó]] á [[Ítalía|Ítalíu]] árið [[1930]] og lærði lengst af hjá barítónsöngvaranum Ernesto Caronna. Árið [[1933]] söng Stefán fyrst á sviði á Ítalíu og tók skömmu síðar upp listamannsnafnið ''Stefano Islandi''. Hann söng á Ítalíu um tíma en var síðan á faraldsfæti um skeið, söng bæði heima á Íslandi og á Norðurlöndum og tók upp fyrstu tvær hljómplötur sínar.
Árið [[1938]] söng hann svo hlutverk [[Pinkerton]]s í óperunni [[Madame Butterfly]] við [[Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn]] við þvílíkar vinsældir að hann settist að í [[Danmörk]]u, fékk fastráðningu við leikhúsið [[1940]] og varð það aðalstarfsvettvangur hans allt þar til hann fluttist heim til Íslands. Hann naut mikilla vinsælda í Danmörku og söng fjölda þekktra óperuhlutverka. Hann var útnefndur konunglegur hirðsöngvari [[1949]]. Hann var einnig söngkennari við óperuna og prófdómari við Konunglega tónlistarskólann um skeið.
Stefán flutti til Íslands árið [[1966]] og sneri sér að söngkennslu. Á Kaupmannahafnarárunum kom hann oft heim og hélt tónleika eða söng sem gestur, söng meðal annars [[Rigoletto]] í fyrstu íslensku óperuuppfærslunni í [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúsinu]] [[1951]].<ref>{{Cite web |url=http://www.leikminjasafn.is/merkisda/index.html |title=Merkisdagar íslenskrar leiklistarsögu |access-date=2008-09-14 |archive-date=2008-09-15 |archive-url=https://web.archive.org/web/20080915082009/http://www.leikminjasafn.is/merkisda/index.html |dead-url=yes }}</ref>
[[Indriði G. Þorsteinsson]] skráði ævisögu Stefáns, ''Áfram veginn''.<ref>[http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=169129 Mikilhæfur og glæsilegur listamaður], minningargrein 17. desember, 1994</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [https://glatkistan.com/2022/08/03/stefan-islandi/ Umfjöllun um Stefán Íslandi á Glatkistunni]
{{stubbur|æviágrip|Ísland}}
[[Flokkur:Íslenskir leikarar]]
[[Flokkur:Íslenskir óperusöngvarar]]
{{fd|1907|1994}}
h5zv05w6p62szwn6d72ssjzrxsesltv
2019
0
79869
1763693
1762284
2022-08-04T09:24:53Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2019''' ('''MMXIX''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) var almennt ár sem byrjar á þriðjudegi samkvæmt [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. Það hefur því [[Sunnudagsbókstafur|sunnudagsbókstafinn]] F.
==Atburðir==
===Janúar===
[[Mynd:Solenidades._Homenagens_(44744824410).jpg|thumb|right|[[Michel Temer]] ásamt [[Jair Bolsonaro|Jair]] og [[Michelle Bolsonaro]] við embættistöku Bolsonaros 1. janúar.]]
* [[1. janúar]]
** [[Jair Bolsonaro]] tók við embætti sem forseti [[Brasilía|Brasilíu]].
** Geimkönnunarfarið ''[[New Horizons]]'' flaug í námunda við loftsteininn [[486958 Arrokoth]] í [[Kuiper-beltið|Kuiper-beltinu]].
** [[Katar]] dró sig út úr [[Samtök olíuframleiðsluríkja|Samtökum olíuframleiðsluríkja]].
** [[Hjónaband samkynhneigðra|Hjónabönd samkynhneigðra]] urðu lögleg í [[Austurríki]].
* [[3. janúar]]
** Nýtt þingtímabil hófst í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. [[Nancy Pelosi]] var kjörin [[forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings]] af nýjum þingmeirihluta [[Demókrataflokkurinn|Demókrataflokksins]].
** Kínverska könnunarfarið ''[[Chang'e 4]]'' lenti á myrku hlið Tunglsins.
* [[5. janúar]] – [[Bartólómeus 1. af Konstantínópel]] heimilaði sjálfstæði [[Úkraínska rétttrúnaðarkirkjan|Úkraínsku rétttrúnaðarkirkjunnar]] frá þeirri rússnesku.
* [[6. janúar]] – [[Múhameð 5. af Kelantan]] sagði af sér sem [[konungur Malasíu]].
* [[10. janúar]] – Stjórnarkreppa hófst í [[Venesúela]] þegar [[Juan Guaidó]], forseti venesúelska þingsins, lýsti yfir að stjórn [[Nicolás Maduro|Nicolásar Maduro]] forseta væri ólögmæt og lýsti sjálfan sig forseta til bráðabirgða.
* [[11. janúar]] – Þing [[Norður-Makedónía|Lýðveldisins Makedóníu]] samþykkti að nafni landsins skyldi breytt í [[Norður-Makedónía|Lýðveldið Norður-Makedónía]].
* [[18. janúar]] – Eldsneytisþjófar ollu sprengingu í oliuleiðslu í [[Tlahuelilpan]] í Mexíkó sem varð minnst 248 að bana.
* [[25. janúar]] – Stífla fyrir námuúrgang brast í [[Brumadinho]] í Brasilíu með þeim afleiðingum að 270 létust.
* [[28. janúar]] – [[Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna]] ákærði kínverska tæknirisann [[Huawei]] fyrir svik.
===Febrúar===
[[Mynd:2019_Haitian_protests_tire_fire.png|thumb|right|Dekkjabrennur í Hinche á Haítí.]]
* [[1. febrúar]] – [[Donald Trump]] dró Bandaríkin út úr [[Samningur um meðaldræg kjarnavopn|Samningi um meðaldræg kjarnavopn]] frá 1987 vegna meintra brota Rússa gegn samningnum. Daginn eftir drógu Rússar sig út úr samningnum.
* [[3. febrúar]] – [[Frans páfi]] kom fyrstur páfa til [[Arabíuskaginn|Arabíuskagans]] þegar hann heimsótti [[Abú Dabí]].
* [[6. febrúar]] – Bandarísku samtökin [[Freedom House]] breyttu stöðu [[Ungverjaland]]s í „frjálst að hluta“, sem var í fyrsta sinn sem Evrópusambandsland fékk ekki stöðuna „frjálst“. [[Serbía]] fékk sömu stöðu.
* [[7. febrúar]] – [[Mótmælin á Haítí 2019]]: Mótmæli gegn stjórn [[Jovenel Moïse]] hófust í mörgum borgum landsins.
* [[12. febrúar]] – Lýðveldið Makedónía breytti nafni sínu í [[Norður-Makedónía]] til að binda enda á áratugalangar deilur við [[Grikkland]] um notkun heitisins [[Makedónía]], til að geta átt möguleika á aðild að [[NATO]] og [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]].
* [[21. febrúar]] – Fyrirtækið [[SpaceIL]] sendi ''[[Beresheet]]'', fyrsta könnunarfar einkaaðila, til Tunglsins.
* [[23. febrúar]] – [[Nicolás Maduro]] sleit stjórnmálasamband Venesúela við [[Kólumbía|Kólumbíu]] vegna sendinga þeirra á mannúðaraðstoð yfir landamærin.
* [[26. febrúar]] – [[Indverski flugherinn]] hóf loftárásir á meintar búðir vígamanna í [[Balakot]] í Pakistan.
* [[27. febrúar]] – [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti og [[Kim Jong-un]] leiðtogi Norður-Kóreu funduðu í [[Hanoi]] í [[Víetnam]] um hugsanlega afvopnun Norður-Kóreu. Fundinum var slitið næsta dag án samnings.
===Mars===
[[Mynd:Patsy_Reddy_lays_flowers_at_Hagley_Park.jpg|thumb|right|Blóm í minningu fórnarlambanna í Christchurch.]]
* [[3. mars]] – Mannlausa geimfarinu [[SpaceX Dragon]] tókst að lenda við [[Alþjóðlega geimstöðin|Alþjóðlegu geimstöðina]].
* [[10. mars]] – [[Boeing 737 MAX 8]]-flugvél á leið frá [[Addis Ababa]] í [[Eþíópía|Eþíópíu]] til [[Naíróbí]] í [[Kenía|Keníu]] brotlenti sex mínútum eftir flugtak. Allir um borð, alls 157 manns, létu lífið.
* [[15. mars]]
** Vopnaður maður [[Skotárásin í Christchurch|réðist inn í tvær moskur]] í [[Christchurch]] á [[Nýja-Sjáland]]i og skaut á fólkið þar inni. Alls létust um fimmtíu manns í árásinni.
** Fellibylurinn [[Idai (fellibylur)|Idai]] gekk á land í [[Mósambík]] og olli dauða yfir 1000 manns, rafmagnsleysi og flóðum í sunnanverðri Afríku.
* [[19. mars]] – [[Nursultan Nazarbajev]], forseti [[Kasakstan]]s, sagði af sér eftir 29 ár á valdastóli.
* [[20. mars]] – [[Google]] var dæmt til að greiða 1,49 milljarð evra í sekt fyrir brot gegn samkeppnislögum í Evrópusambandinu.
* [[21. mars]] – 78 fórust og yfir 600 slösuðust í sprengingu sem varð í efnaverksmiðju í [[Xiangshui]] í Kína.
* [[23. mars]] – Síðasta landsvæðið sem var undir stjórn [[Íslamska ríkið|Íslamska ríkisins]], [[Al-Baghuz Fawqani]], var frelsað.
* [[26. mars]] – Evrópusambandið samþykkti [[Tilskipun um höfundarétt á stafrænum innri markaði]] með hinni umdeildu 13. grein um ábyrgð vefsíðna.
* [[30. mars]] – [[Zuzana Čaputová]] var kjörin forseti [[Slóvakía|Slóvakíu]].
===Apríl===
[[Mynd:Incendie Notre Dame de Paris.jpg|thumb|right|Notre Dame í París brennur þann 15. apríl 2019.]]
* [[2. apríl]] – [[Abdelaziz Bouteflika]] sagði af sér sem forseti [[Alsír]] eftir nokkurra mánaða mótmæli gegn áframhaldandi stjórn hans.
* [[9. apríl]] – Þingkosningar fóru fram í [[Ísrael]]. Kosningarnar skiluðu jafntefli milli [[Likud]]-flokksins og [[Bláhvíta bandalagið|Bláhvíta bandalagsins]] og voru því endurteknar í september sama ár.
* [[10. apríl]] – Fyrsta staðfesta ljósmyndin af [[svarthol]]i sem náðst hefur var kynnt.
* [[11. apríl]]:
** [[Omar al-Bashir]], forseta [[Súdan]]s til 30 ára, var steypt af stóli af súdanska hernum eftir langa mótmælaöldu.
** [[Julian Assange]] var úthýst úr sendiráði [[Ekvador]]s í London eftir sjö ára dvöl þar. Lögreglan í London handtók hann síðan.
* [[15. apríl]] – Eldsvoði hófst í [[Notre Dame]] í París. Þak og turnspíra dómkirkjunnar hrundu í eldinum en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga burðarvirki og klukkuturnum hennar frá gereyðileggingu.
* [[21. apríl]]:
** Um 290 manns létust í sprengjuárásum á kirkjur og hótel í [[Srí Lanka]].
** [[Volodimír Selenskij]] var kjörinn forseti Úkraínu í seinni umferð forsetakosninga landsins.
* [[25. apríl]] – [[Vladimír Pútín]], Rússlandsforseti, og [[Kim Jong-un]], leiðtogi Norður-Kóreu, mættust á fundi í Vladivostok.
* [[26. apríl]] – Bandaríska kvikmyndin ''[[Avengers: Endgame]]'' var frumsýnd og varð ein tekjuhæsta mynd allra tíma.
* [[28. apríl]]
** Þingkosningar fóru fram á [[Spánn|Spáni]]. [[Spænski sósíalíski verkamannaflokkurinn]], flokkur [[Pedro Sánchez]] forsætisráðherra, hlaut um 30 prósent atkvæða, mest allra flokka.
** [[Victor Vescovo]] náði að kafa dýpra en nokkur maður hefur áður gert með því að komast niður á 10.928 metra dýpi í [[Maríanadjúpállinn|Maríanadjúpálnum]].
* [[30. apríl]] – [[Akihito]] Japanskeisari sagði af sér sökum aldurs og sonur hans, krónprinsinn [[Naruhito]], settist á keisarastól.
===Maí===
[[Mynd:The_Coronation_of_King_Rama_X_B.E._2562_(A.D._2019).JPG|thumb|right|Krýningarhátíð Vajiralongkorns Taílandskonungs.]]
* [[1. maí]] – [[Vajiralongkorn]], konungur Taílands, gekk að eiga lífvörð sinn, [[Suthida Tidjai]], í óvæntri athöfn.
* [[3. maí]] – Fjöldi látinna í [[Ebólafaraldurinn í Kivu|ebólafaraldrinum í Kivu]] náði 1.000. Þetta var annar skæðasti ebólafaraldur sögunnar.
* [[3. maí|3.]]-[[6. maí]] – [[Átök Ísraela og Palestínumanna á Gasa 2019]]: Ísraelsher skaut flugskeytum á Gasaströndina með þeim afleiðingum að 20 létust.
* [[4. maí]] – Krýningarhátíð [[Vajiralongkorn]]s, konungs Taílands, hófst.
* [[5. maí]] – 41 fórst þegar eldur kom upp í [[Aeroflot flug 1492|Aeroflot flugi 1492]] eftir neyðarlendingu á [[Sjeremetevos-flugvöllur|Sjeremetevos-flugvelli]] í Moskvu.
* [[12. maí]] – [[Ómanflóaatvikið 2019]]: Fjögur flutningaskip voru skemmd nærri höfninni í [[Fujairah]] í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bandaríkjastjórn sakaði [[Íran]] um að standa á bak við árásirnar.
* [[15. maí]] – [[Fóstureyðing]]ar voru bannaðar nema í undantekningatilvikum í bandaríska fylkinu [[Alabama]].
* [[17. maí]] – [[Taívan]] lögleiddi [[hjónabönd samkynhneigðra]], fyrst Asíuríkja.
* [[18. maí]]:
** Þingkosningar fóru fram í [[Ástralía|Ástralíu]]. Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti [[Scott Morrison|Scotts Morrison]] vann sigur gegn stjórnarandstöðunni, þvert á væntingar.
** [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva]] var haldin í [[Tel Aviv]] í Ísrael. [[Duncan Laurence]] vann keppnina fyrir [[Holland]] með laginu „Arcade“. Hljómsveitin [[Hatari]] keppti fyrir hönd Íslands og lenti í 10. sæti.
* [[19. maí]] – Vegna banns bandarískra stjórnvalda gat kínverska fyrirtækið [[Huawei]] ekki notað [[Android]]-stýrikerfið í tæki sín.
* [[20. maí]] – Meirihluti landa heims samþykkti endurskilgreiningu [[SI-kerfið|SI-kerfisins]]. Mælieiningin [[kílógramm]] var endurskilgreind út frá [[Plancks-fasti|Plancks-fasta]].
* [[24. maí]] – [[Theresa May]], forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að hún hygðist segja af sér eftir að [[Brexit]]-samningum hennar við Evrópusambandið hafði þrisvar verið hafnað af breska þinginu.
* [[29. maí]] – 29 drukknuðu þegar ferðamannaferja lenti í árekstri og sökk í [[Dóná]] við [[Búdapest]].
===Júní===
[[Mynd:President_Trump_and_First_Lady_Melania_Trump's_Trip_to_the_United_Kingdom_(48007770612).jpg|thumb|right|Theresa May, ásamt Elísabetu Bretadrottningu og Donald Trump Bandaríkjaforseta í minningarathöfn um [[D-dagur|D-dag]] 5. júní.]]
* [[3. júní]] – [[Blóðbaðið í Kartúm]]: Yfir 100 mótmælendur voru drepnir þegar stjórnarhermenn og [[Janjaweed]]-hópar réðust á búðir mótmælenda í Kartúm, Súdan.
* [[3. júní]] – [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti hóf opinbera heimsókn sína til [[Bretland]]s.
* [[5. júní]] – Forseti Kína, [[Xi Jinping]], hélt í opinbera heimsókn til [[Rússland]]s.
* [[6. júní]] – [[Mótmælin í Súdan 2018-2019]]: [[Afríkusambandið]] felldi niður aðild [[Súdan]]s vegna blóðbaðsins í Kartúm.
* [[7. júní]] – [[Theresa May]] sagði af sér formennsku í [[Breski íhaldsflokkurinn|Breska íhaldsflokknum]].
* [[9. júní]] – [[Mótmælin í Hong Kong 2019–20|Mótmælin í Hong Kong]]: Rúmlega milljón manns í [[Hong Kong]] mótmæltu fyrirhugaðri löggjöf um framsal glæpamanna til [[Kína]] í stærstu mótmælum Hong Kong frá árinu 1997.
* [[9. júní]] – Sprengigos varð í [[Sinabung-fjall]]i á Indónesíu. 7 km hár gosmökkur barst frá eldfjallinu.
* [[11. júní]] – [[Botsvana]] afnam lög sem gerðu [[samkynhneigð]] ólöglega.
* [[13. júní]] – [[Ómanflóaatvikið]]: Ráðist var á tvö olíuflutningaskip í [[Hormússund]]i sem jók enn á spennu milli [[Íran]]s og [[BNA|Bandaríkjanna]].
* [[17. júní]] – 30 létust í þremur [[sjálfsmorðssprengjuárás]]um á knattspyrnuleik í [[Borno]] í Nígeríu.
* [[19. júní]] – Þrír Rússar og einn Úkraínumaður voru formlega ákærðir fyrir að hafa skotið niður [[Malaysia Airlines flug 17]] árið 2014.
* [[20. júní]] – [[Xi Jinping]], forseti Kína, fór í opinbera heimsókn til [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]].
===Júlí===
[[Mynd:Yuen Long Station White Tee people open the gate 20190721.png|thumb|right|Árásarmenn á Yuen Long-stöðinni í Hong Kong.]]
* [[1. júlí]] – [[Japan]]ar hófu aftur [[hvalveiðar]] í hagnaðarskyni eftir 30 ára hlé.
* [[1. júlí]] – [[Mótmælin í Hong Kong 2019-2020]]: Hundruð mótmælenda réðust inn í þinghúsið í Hong Kong og unnu þar eignaspjöll.
* [[3. júlí]] – 53 létust í [[Loftárásin á Tajoura-flóttamannabúðirnar|loftárás]] á Tajoura-flóttamannabúðirnar í Líbíu.
* [[6. júlí]] – Bandaríski fjárfestirinn [[Jeffrey Epstein]] var handtekinn og ákærður fyrir mansal og kynlífsþrælkun.
* [[10. júlí]] – Síðasta [[Volkswagen-bjalla]]n var framleidd í Mexíkó.
* [[12. júlí]] – [[Árásin á Asasey Hotel]]: 26 létust þegar bílsprengja sprakk og árásarmenn hófu skothríð á [[Asasey Hotel]] í [[Kismajó]] í Sómalíu.
* [[16. júlí]] – [[Ursula von der Leyen]] tók við embætti sem [[forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins]], fyrst kvenna.
* [[17. júlí]] – Eiturlyfjabaróninn [[Joaquín "El Chapo" Guzmán]] var dæmdur í lífstíðarfangelsi og 30 ár að auki.
* [[18. júlí]] – [[Brennuárásin á Kyoto Animation]]: 36 létust þegar maður kveikti í skrifstofum japanska teiknimyndafyrirtækisins [[Kyoto Animation]].
* [[19. júlí]] – [[Íranski byltingarvörðurinn]] hertók breska olíuflutningaskipið ''Stena Impero'' í Persaflóa.
* [[21. júlí]] – 100 hvítklæddir óeirðaseggir sem taldir voru tengjast [[kínverska mafían|kínversku mafíunni]], réðust á vegfarendur á [[Yuen Long-lestarstöðin]]ni í Hong Kong vopnaðir kylfum.
* [[23. júlí]] – [[Sigrún Þuríður Geirsdóttir]] synti fyrst kvenna [[Eyjasund]] en það er sundið milli [[Vestmannaeyjar|Vestmannaeyja]] og [[Landeyjar|Landeyjasands]].
* [[24. júlí]] – [[Boris Johnson]] tók við embætti [[forsætisráðherra Bretlands]].
* [[30. júlí]] – [[Skyndiskilnaður|Skyndskilnaðir]] að íslömskum hætti voru bannaðir á Indlandi.
===Ágúst===
[[Mynd:Hong_Kong_anti-extradition_bill_protest_(48108527758).jpg|thumb|right|Mótmæli gegn lögum um framsal fanga í Hong Kong.]]
* [[1. ágúst]] – Danska heimskautarannsóknastöðin [[Polar Portal]] sagði frá því að 11 milljarðar tonna af ís hefðu bráðnað á einum degi á [[Grænlandsjökull|Grænlandsjökli]].
* [[2. ágúst]] – Bandaríkin drógu sig formlega út úr [[samningur um meðaldræg kjarnavopn|samningi um meðaldræg kjarnavopn]] sem þau höfðu gert við [[Sovétríkin]] árið 1987.
* [[3. ágúst]]
** 23 létust í [[Skotárásin í El Paso 2019|skotárás]] í [[Walmart]]-búð í [[El Paso]] í Texas.
** Hraðvagnakerfið [[Metrobuss]] hóf starfsemi í Þrándheimi í Noregi.
* [[4. ágúst]]
** [[Sprengingin í Kaíró 2019]]: Bíll ók á þrjá aðra bíla og olli sprengingu sem kostaði 20 manns lífið.
** [[Skotárásin í Dayton 2019]]: Tíu létust, þar á meðal árásarmaðurinn, og 27 særðust í skotárás í [[Dayton]], Ohio.
* [[5. ágúst]]
** [[Ríkisstjórn Indlands]] afturkallaði sérstöðu [[Jammú og Kasmír]] í indversku stjórnarskránni.
** [[Mótmælin í Hong Kong 2019-2020]]: Fyrsta allsherjarverkfallið í Hong Kong frá 1967 hófst.
* [[10. ágúst]]
** [[Tankbílasprengingin í Morogoro]]: Olíuflutningabíll sprakk í [[Morogoro]] í Tansaníu með þeim afleiðingum að 89 létust.
** Maður hóf skothríð í mosku í [[Bærum]] í Noregi með þeim afleiðingum að einn lést. Síðar kom í ljós að hann hafði áður myrt stjúpsystur sína.
* [[11. ágúst]]
** [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]]: Aðskilnaðarsinnar í suðurhluta landsins hertóku borgina [[Aden]] og hröktu burt hina alþjóðlega viðurkenndu ríkisstjórn [[Abdrabbuh Mansur Hadi]].
** [[Flóðin á Indlandi 2019]]: Yfir 100 létust í flóðum á Indlandi.
* [[12. ágúst]] – [[Alþjóðaflugvöllurinn í Hong Kong|Alþjóðaflugvellinum í Hong Kong]] var lokað vegna mótmælaöldunnar.
* [[14. ágúst]] – [[Greta Thunberg]] sigldi af stað yfir Atlantshafið á skútunni ''Malizia II'' til að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Hún kom þangað 2 vikum síðar.
* [[16. ágúst]] – 20 flóttamenn biðu bana í loftárásum Rússa á [[Hass-flóttamannabúðirnar]] í Sýrlandi.
* [[18. ágúst]] – Um 100 manns komu saman í minningarathöfn um jökulinn [[Ok]] á Íslandi.
* [[21. ágúst]]
** [[Skógareldarnir í Amasón 2019]]: [[Brasilíska geimferðastofnunin]] sagði frá metfjölda skógarelda í Amasónfrumskóginum.
** [[Giuseppe Conte]], forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér til að forðast vantraust.
* [[26. ágúst]] – Lyfjafyrirtækið [[Johnson & Johnson]] var dæmt til að greiða 572 milljónir dala í bætur vegna [[ópíóíðafaraldurinn í Bandaríkjunum|ópíóíðafaraldursins í Bandaríkjunum]].
===September===
[[Mynd:Toronto_Climate_Strike_27-09-2019.jpg|thumb|right|Loftslagsverkfall í Torontó 27. september.]]
* [[1. september]] – Fellibylurinn [[Dorian (fellibylur)|Dorian]] gekk á land á Bahamaeyjum þar sem 43 fórust.
* [[2. september]] – 34 fórust þegar köfunarbáturinn ''[[MV Conception]]'' brann og sökk undan strönd Kaliforníu.
* [[2. september]] – Íranska baráttukonan [[Sahar Khodayari]] kveikti í sér eftir að hafa verið handtekin fyrir að fara á knattspyrnuleik. Hún lést viku síðar.
* [[4. september]] – [[Mótmælin í Hong Kong 2019–20|Mótmælin í Hong Kong]]: [[Carrie Lam]], stjórnarformaður Hong Kong, lýsti yfir að umdeilt frumvarp um framsal brotafólks frá Hong Kong til meginlands Kína hefði verið dregið til baka.
* [[10. september]] – [[Þingfrestunardeilan í Bretlandi 2019]]: [[Boris Johnson]] frestaði þingfundum þrátt fyrir hávær mótmæli þingmanna.
* [[14. september]] – [[Drónaárás]] var gerð á tvær olíuhreinsistöðvar [[Aramco]] í [[Abqaiq]] og [[Khurais]] í Sádi-Arabíu. [[Hútífylkingin]] lýsti ábyrgð á hendur sér.
* [[17. september]] – Þingkosningar fóru fram í [[Ísrael]] í annað skipti á einu ári. Líkt og fyrri kosningar ársins skiluðu kosningarnar hnífjafnri niðurstöðu milli [[Likud]]-flokksins og [[Bláhvíta bandalagið|Bláhvíta bandalagsins]].
* [[20. september]] – Alþjóðlegt [[loftslagsverkfall]] fór fram um allan heim.
* [[23. september]] – Rússland lögfesti [[Parísarsamkomulagið]].
* [[24. september]] – [[Nancy Pelosi]] lýsti því yfir að [[fulltrúadeild Bandaríkjaþings]] hygðist hefja formlegt ákæruferli gegn [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta fyrir mögulegt embættisbrot.
* [[27. september]] – 4 milljónir tóku þátt í [[loftslagsverkfall]]i um allan heim. [[Greta Thunberg]] og [[Justin Trudeau]] leiddu mótmælagöngu í Kanada með 400.000 þátttakendum.
* [[29. september]] – Fjórði áfangi [[neðanjarðarlestarkerfi Kaupmannahafnar|neðanjarðarlestarkerfis Kaupmannahafnar]], [[Cityringen]], var opnaður.
* [[29. september]] – Þingkosningar voru haldnar í [[Austurríki]]. [[Austurríski þjóðarflokkurinn]] undir forystu [[Sebastian Kurz|Sebastians Kurz]] vann um 37% atkvæða.
* [[30. september]] – [[Brú Maríu Krónprinsessu]] sem liggur yfir [[Hróarskeldufjörður|Hróarskeldufjörð]] var opnuð fyrir umferð.
===Október===
[[Mynd:Protestas en Chile 20191022 07.jpg|thumb|right|Mótmælasamkoma í [[Santíagó]] í [[Síle]].]]
* [[1. október]] – [[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]] fagnaði 70 ára afmæli kommúnistastjórnar landsins.
* [[1. október]] – [[5. október]]: Að minnsta kosti 90 manns létu lífið í mótmælum gegn ríkisstjórn [[Írak]]s.
* [[6. október]] – Þingkosningar voru haldnar í [[Portúgal]]. [[Sósíalistaflokkurinn (Portúgal)|Sósíalistaflokkurinn]] undir forystu [[António Costa]] vann sigur með um 36,65% atkvæða.
* [[9. október]]
** Her [[Tyrkland]]s hóf [[Friðarvorið|innrás]] á yfirráðasvæði [[Rojava]] í Norður-Sýrlandi í kjölfar þess að [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti tilkynnti að [[Bandaríkjaher]] myndi ekki skipta sér að hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu.
** Tveir létust í hryðjuverkaárás á [[Sýnagóga|sýnagógu]] í [[Halle]] á Þýskalandi á [[jom kippúr]]-hátíðinni.
* [[13. október]]
** [[Kais Saied]] var kjörinn forseti [[Túnis]] í annarri umferð forsetakosninga þar í landi.
** Þingkosningar fóru fram í [[Pólland]]i. Ríkisstjórn [[Lög og réttlæti|Laga og réttlætis]] vann sigur og viðhélt hreinum þingmeirihluta sínum.
* [[14. október]] – Leiðtogar [[Katalónía|katalónskra]] sjálfstæðissinna voru dæmdir í fangelsi fyrir að lýsa yfir [[Katalónska lýðveldið (2017)|aðskilnaði Katalóníu frá Spáni]] árið 2017.
* [[19. október]] – [[Sebastián Piñera]], forseti [[Síle]], lýsti yfir neyðarástandi vegna fjöldamótmæla Sílemanna gegn verðhækkun á lestarmiðum.
* [[21. október]] – Þingkosningar voru haldnar í [[Kanada]]. [[Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)|Frjálslyndi flokkurinn]] undir stjórn [[Justin Trudeau]] forsætisráðherra vann flest þingsæti en tapaði þó hreinum þingmeirihluta sínum.
* [[24. október]] – Lík spænska einræðisherrans [[Francisco Franco]] var fjarlægt úr grafarminnismerki í [[Dalur hinna föllnu|Dal hinna föllnu]] og endurgreftrað í kirkjugarði í Madríd.
* [[27. október]]
** Forsetakosningar voru haldnar í [[Argentína|Argentínu]]. Sitjandi forsetinn [[Mauricio Macri]] tapaði endurkjöri fyrir mótframbjóðandanum [[Alberto Fernández]].
** [[Abu Bakr al-Baghdadi]], leiðtogi [[Íslamska ríkið|íslamska ríkisins]], var drepinn í árás sérsveita Bandaríkjahers í Sýrlandi.
* [[29. október]] – [[Saad Hariri]], forsætisráðherra [[Líbanon]], sagði af sér vegna [[Mótmælin í Líbanon 2019|fjöldamótmæla í landinu]].
===Nóvember===
[[Mynd:DSCF5290_(49094872852).jpg|thumb|right|Götuvígi við Tækniháskóla Hong Kong.]]
* [[4. nóvember]] – [[LeBarón- og Langford-morðin]]: Níu Bandaríkjamenn voru myrtir af mexíkósku glæpagengi er þeir óku til brúðkaups rétt sunnan við landamærin.
* [[6. nóvember]] – [[Árásin í Fada N'gourma]]: 37 létust þegar byssumenn réðust á bílalest kanadíska námafyrirtækisins [[Semafo]] í Búrkína Fasó.
* [[7. nóvember]] – Kongóski uppreisnarleiðtoginn [[Bosco Ntaganda]] var dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni af [[Alþjóðaglæpadómstóllinn|Alþjóðaglæpadómstólnum]].
* [[10. nóvember]]
** [[Evo Morales]], forseti [[Bólivía|Bólivíu]] til þrettán ára, sagði af sér í skugga mótmæla gegn kosningamisferli í landinu.
** Þingkosningar voru haldnar á Spáni í annað skipti á árinu.
* [[12. nóvember]] – [[WikiLeaks]] birti [[Samherjaskjölin]] (e. ''Fishrot Files'') sem fjölluðu um meintar mútugreiðslur sjávarútvegsfyrirtækisins [[Samherji|Samherja]] til [[Namibía|namibískra]] stjórnvalda í skiptum fyrir veiðileyfi við strendur Namibíu.
* [[17. nóvember]] – [[Mótmælin í Hong Kong 2019-20]]: Lögreglu og mótmælendum lenti saman utan við [[Tækniháskóli Hong Kong|Tækniháskóla Hong Kong]].
* [[19. nóvember]] – [[Google]] gaf út leikjaþjónustuna [[Stadia]].
* [[21. nóvember]] – Forsætisráðherra Ísraels, [[Benjamin Netanyahu]], var ákærður fyrir spillingu.
* [[23. nóvember]]
** Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði [[Bougainville]] fór fram. Yfirgnæfandi meirihluti kaus með sjálfstæði.
** Síðasti [[súmötrunashyrningur]]inn dó í Malasíu.
* [[25. nóvember]] – [[Alþjóðaveðurfræðistofnunin]] gaf út að uppsöfnun [[gróðurhúsalofttegund]]a í lofthjúpnum hefði náð nýjum hæðum og engin merki væru um að hægðist á henni.
* [[26. nóvember]]
** [[Jarðskjálftinn í Albaníu 2019]]: 51 lést og yfir 2.000 særðust þegar jarðskjálfti, 6,4 að stærð, reið yfir Norðvestur-Albaníu.
** [[Mótmælin í Chile 2019]]: [[Human Rights Watch]] og [[Amnesty International]] gáfu út skýrslur um alvarleg mannréttindabrot lögreglu í Chile gegn mótmælendum.
* [[30. nóvember]] – [[Adil Abdul-Mahdi]], forsætisráðherra [[Írak]]s, sagði af sér í kjölfar [[Mótmælin í Írak 2019|mannskæðra mótmæla í landinu]].
===Desember===
[[Mynd:House_of_Representatives_Votes_to_Adopt_the_Articles_of_Impeachment_Against_Donald_Trump.jpg|thumb|right|Bandaríkjaþing samþykkir að gefa út vantraust á Donald Trump.]]
* [[1. desember]] – [[Ursula von der Leyen]] tók við embætti forseta [[Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins|framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins]].
* [[1. desember]] – [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021]]: Fyrsta þekkta dæmið um smit í manni kom upp í [[Wuhan]] í Kína.
* [[2. desember]] – [[Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna 2019]] hófst í Madríd á Spáni þar sem forseti Chile hafði hafnað því að halda ráðstefnuna vegna mótmælanna í landinu.
* [[5. desember]] – [[Skriðurnar í Búrúndí 2019]]: 26 fórust í skriðum í Búrúndí.
* [[9. desember]] – Eldgos hófst á nýsjálensku eyjunni [[Whakaari/White Island]] með þeim afleiðingum að 20 fórust.
* [[9. desember]] – [[Alþjóðalyfjaeftirlitsstofnunin]] kaus samhljóða að útiloka Rússland frá alþjóðlegum keppnisíþróttum í 4 ár vegna ólöglegrar lyfjanotkunar.
* [[10. desember]] – [[Sanna Marin]] varð yngsti forsætisráðherra heims, 34 ára gömul, þegar hún var kjörin leiðtogi [[Finnski sósíaldemókrataflokkurinn|Finnska sósíaldemókrataflokksins]].
* [[12. desember]] – [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]] undir forystu [[Boris Johnson|Borisar Johnson]] vann meirihluta í þingkosningum í [[Bretland]]i.
* [[17. desember]] – Fyrsta flugmóðurskipið sem smíðað var að öllu leyti í Kína, ''[[Shandong (flugmóðurskip)|Shandong]]'', hóf siglingar.
* [[18. desember]] – Geimsjónaukanum [[CHEOPS]] var skotið á loft.
* [[18. desember]] – [[Fulltrúadeild Bandaríkjaþings]] kærði [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseta formlega fyrir valdníðslu og að hindra störf þingsins. Öldungadeildin felldi kæruna niður í febrúar árið eftir.
* [[20. desember]] – [[Geimher Bandaríkjanna]] var stofnaður sem einn af átta heröflum landsins.
* [[28. desember]] – 78 létust í [[bílsprengja|bílsprengju]] á vegum [[al-Shabaab]] í [[Mógadisjú]] í Sómalíu.
* [[30. desember]] – Yfirvöld í Kína tilkynntu að vísindamaðurinn [[He Jiankui]], sem sagðist hafa skapað fyrstu erfðabreyttu börn heims, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.
* [[30. desember]] – Lengstu og dýpstu neðansjávargöng heims, [[Ryfylkegöngin]], voru opnuð í Noregi.
* [[31. desember]] – [[Írak|Íraskir]] skæruliðar og mótmælendur hlynntir stjórn [[Íran]]s réðust á sendiráð Bandaríkjanna í [[Bagdad]].
* [[31. desember]] – [[Kórónaveirufaraldurinn 2019-2021]]: Fyrstu opinberu fréttirnar bárust af nýjum kórónaveirufaraldri í [[Wuhan]] í Kína.
==Fædd==
* [[6. maí]] – [[Archie Mountbatten-Windsor]], sonur [[Harry Bretaprins]] og [[Meghan, hertogaynja af Sussex|Meghan hertogaynju]]
==Dáin==
* [[14. janúar]] – [[Stefán Dan Óskarsson]], íslenskur líkamsræktarfrömuður (f. [[1947]]).
* [[23. janúar]] – [[Loftur Jóhannesson]], íslenskur vopnasali (f. [[1930]]).
* [[7. febrúar]] – [[Karólína Lárusdóttir]], íslenskur myndlistamaður (f. [[1944]]).
* [[15. febrúar]] – [[Lee Radziwill]], bandarísk yfirstéttarkona (f. [[1933]]).
* [[20. mars]] – [[Mary Warnock]], breskur heimspekingur (f. [[1924]]).
* [[2. apríl]]:
** [[Jón Helgason (alþingismaður)|Jón Helgason]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1931]]).
** [[Sigrún Pálína Ingvarsdóttir]], íslenskur þroskaþjálfi (f. [[1955]]).
* [[12. apríl]] – [[Georgia Engel]], bandarísk leikkona (f. [[1948]]).
* [[17. apríl]] – [[Alan García]], fyrrum forseti Perú (f. [[1949]]).
* [[22. apríl]] – [[Hörður Sigurgestsson]], íslenskur viðskiptafræðingur (f. [[1938]]).
* [[23. apríl]] – [[Jóhann af Lúxemborg|Jóhann]], fyrrum [[stórhertogi Lúxemborgar]] (f. [[1921]]).
* [[13. maí]] – [[Doris Day]], bandarísk leikkona og söngkona (f. [[1922]]).
* [[16. maí]]:
** [[Bob Hawke]], fyrrum forsætisráðherra Ástralíu (f. [[1929]]).
** [[I. M. Pei]], kínversk-bandarískur arkitekt (f. [[1917]]).
* [[20. maí]] – [[Niki Lauda]], austurrískur kappakstursbílstjóri (f. [[1949]]).
* [[1. júní]] – [[Michel Serres]], franskur heimspekingur (f. 1930).
* [[14. júní]] – [[Atli Magnússon]], íslenskur rithöfundur (f. [[1944]]).
* [[17. júní]]:
** [[Gloria Vanderbilt]], bandarísk yfirstéttarkona (f. [[1924]]).
** [[Múhameð Morsi]], fyrrum forseti Egyptalands (f. [[1951]]).
* [[21. júní]] – [[Dimitris Kristófías]], fyrrum forseti Kýpur (f. [[1946]]).
* [[9. júlí]] – [[Ross Perot]], bandarískur viðskiptamaður og forsetaframbjóðandi (f. [[1930]]).
* [[15. júlí]] – [[Þorsteinn Ingi Sigfússon]], íslenskur eðlisfræðingur (f. [[1954]]).
* [[22. júlí]] – [[Li Peng]], fyrrum forsætisráðherra Kína (f. [[1928]]).
* [[25. júlí]] – [[Beji Caid Essebsi]], forseti Túnis (f. [[1926]]).
* [[5. ágúst]] – [[Toni Morrison]], bandarískur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. [[1931]]).
* [[10. ágúst]] – [[Jeffrey Epstein]], bandarískur fjárfestir og kynferðisbrotamaður (f. [[1953]]).
* [[16. ágúst]] – [[Peter Fonda]], bandarískur leikari (f. [[1940]]).
* [[6. september]] – [[Robert Mugabe]], fyrrum forseti Simbabve (f. [[1924]]).
* [[19. september]] – [[Zine El Abidine Ben Ali]], fyrrum forseti Túnis (f. [[1936]]).
* [[26. september]] – [[Jacques Chirac]], fyrrum forseti Frakklands (f. [[1932]]).
* [[5. október]] – [[Tome]], belgískur myndasöguhöfundur (f. [[1957]]).
* [[27. október]] – [[Abu Bakr al-Baghdadi]], íraskur hryðjuverkamaður (f. [[1971]]).
* [[28. október]] – [[Gunnar Karlsson (sagnfræðingur)|Gunnar Karlsson]], íslenskur sagnfræðingur (f. [[1939]]).
* [[29. október]] – [[Birgir Ísleifur Gunnarsson (seðlabankastjóri)|Birgir Ísleifur Gunnarsson]], íslenskur stjórnmálamaður og seðlabankastjóri (f. [[1936]]).
* [[3. nóvember]] – [[Yvette Lundy]], frönsk andspyrnukona og kennari (f. [[1916]]).
* [[29. nóvember]] – [[Yasuhiro Nakasone]], fyrrum forsætisráðherra Japans (f. [[1918]]).
* [[5. desember]] – [[George J. Laurer]], bandarískur verkfræðingur (f. [[1925]]).
* [[28. desember]] – [[Vilhjálmur Einarsson]], skólastjóri og frjálsíþróttamaður (f. [[1934]]).
* [[31. desember]] – [[Guðrún Ögmundsdóttir]] íslenskur félagsráðgjafi, borgarfulltrúi í Reykjavík og alþingismaður (f. [[1950]]).
==Nóbelsverðlaunin==
* [[Nóbelsverðlaunin í bókmenntum|Bókmenntir]]: [[Peter Handke]]
* [[Nóbelsverðlaunin í efnafræði|Efnafræði]]: [[John B. Goodenough]], [[M. Stanley Whittingham]] og [[Akira Yoshino]]
* [[Friðarverðlaun Nóbels|Friðarverðlaun]]: [[Abiy Ahmed]]
* [[Nóbelsverðlaunin í hagfræði|Hagfræði]]: [[Abhijit Banerjee]], [[Esther Duflo]] og [[Michael Kremer]].
* [[Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði|Eðlisfræði]]: [[James Peebles]], [[Michel Mayor]] og [[Didier Queloz]]
* [[Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði|Lífeðlis- og læknisfræði]]: [[William G. Kaelin]], [[Peter J. Ratcliffe]] og [[Gregg L. Semenza]]
[[Flokkur:2019]]
[[Flokkur:2011-2020]]
okf34uct9vxib4wjtkhv4zkf8jaftjf
ISO 3166-2
0
79878
1763622
1755792
2022-08-03T15:26:04Z
Dagvidur
4656
Uppfærði og bætti við tenglum
wikitext
text/x-wiki
'''ISO 3166-2''' er sá hluti [[ISO 3166]] [[Alþjóðlegur staðall|staðalsins]] sem skilgreinir kóða fyrir [[Undirskipting (flokkunarfræði)|undirskiptingar]] (t.d. [[hérað]] eða [[fylki]]) alla landanna skilgreind í staðlinum [[ISO 3166-1]].
== Undirskiptingar í ISO 3166-1 ==
Eftirfarindi undirskiptingar í ISO 3166-2 hafa líka kóða í ISO 3166-1.
{| class="wikitable sortable"
|-
! width=75 | Alpha-2
! width=300 | Svæði
! Sem hluti
|-
| <tt>AS</tt> || [[Bandaríska Samóa]] || [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]
|-
| <tt>AX</tt> || [[Áland]] || [[Finnland]]s
|-
| <tt>BL</tt> || [[Saint-Barthélemy|Sankti Barthélemy]]|| [[Frakkland]]s
|-
| <tt>GF</tt> || [[Franska Gvæjana]] || [[Frakkland|Frakklands]]
|-
| <tt>GP</tt> || [[Gvadelúpeyjar]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>GU</tt> || [[Gvam]] || [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]
|-
| <tt>HK</tt> || [[Hong Kong]] || [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]]
|-
| <tt>MF</tt> || [[Saint Martin|Sankti Martin]]|| [[Frakkland]]s
|-
| <tt>MO</tt> || [[Makaó]] || [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]]
|-
| <tt>MP</tt> || [[Norður-Maríanaeyjar]] || [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]
|-
| <tt>MQ</tt> || [[Martinique]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>NC</tt> || [[Nýja-Kaledónía]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>PF</tt> || [[Franska Pólýnesía]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>PM</tt> || [[Sankti Pierre og Miquelon]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>PR</tt> || [[Púertó Ríkó]] || [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]
|-
| <tt>RE</tt> || [[Réunion]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>SJ</tt> || [[Svalbarði]] og [[Jan Mayen]] || [[Noregur|Noregs]]
|-
| <tt>TF</tt> || [[Frönsku suðlægu landsvæðin]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>TW</tt> || [[Taívan]] || [[Alþýðulýðveldið Kína|Kína]]
|-
| <tt>VI</tt> || [[Bandarísku Jómfrúaeyjar]] || [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]
|-
| <tt>WF</tt> || [[Wallis- og Fútúnaeyjar]] || [[Frakkland]]s
|-
| <tt>YT</tt> || [[Mayotte]] || [[Frakkland]]s
|}
== Tenglar ==
* [http://www.iso.org/iso/country_codes/background_on_iso_3166/iso_3166-2.htm ISO 3166-2 á vefsíðu ISO] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20110606120422/http://www.iso.org/iso/country_codes/background_on_iso_3166/iso_3166-2.htm |date=2011-06-06 }}
{{stubbur}}
[[Flokkur:ISO 3166]]
62pr6bwwl77m0qfzkehmulifwuxa6us
Oliver Bierhoff
0
83414
1763618
1387700
2022-08-03T14:58:53Z
FMSky
77947
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Oliver Bierhoff, Germany national football team (03).jpg|thumb|Oliver Bierhoff, 2011]]
'''Oliver Bierhoff''' ([[1. maí]] [[1968]] í [[Karlsruhe]]) er þýskur [[knattspyrna|knattspyrnumaður]] og markaskorari. Hann spilaði 70 landsleiki fyrir [[Þýskaland]] og skoraði alls 37 mörk. Hann er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem skoraði „gullna markið“ í framlengingu á stórmóti.
== Leikferill ==
Oliver Bierhoff fæddist í Karlsruhe en fluttist á unga aldri til [[Essen]]. Fimm ára byrjaði hann að æfa með Essener SG 99/06 en [[1978]] skipti svo yfir í unglingalið Schwarz-Weiss Essen. Þar spilaði hann saman með [[Jens Lehmann]], sem seinna varð landsliðsmarkvörður. Árið [[1985]] flutti Bierhoff til [[Krefeld]] og spilaði með unglingaliði [[Bayer Uerdingen]]. Ári síðar komst hann í aðalliðið, en náði sér ekki sem skildi sem sóknarmaður. Hann spilaði næstu árin með ýmsum félögum, svo sem [[HSV]], [[Borussia Mönchengladbach]] og [[Austria Salzburg]] en það var ekki fyrr en á [[Ítalía|Ítalíu]] sem hann sló í gegn. Árið [[1991]] spilaði hann með [[Ascoli]] og skoraði 48 mörk á fjórum leiktíðum. [[1995]] skipti hann yfir í [[Udinese Calcio]]. Á þremur árum skoraði hann 57 mörk og varð eftirsótt stjarna. Ári síðar var hann svo valin í þýska landsliðið og spilaði sinn fyrsta leik gegn [[Portúgal]] í [[febrúar]] [[1996]] (sem Þjóðverjar unnu 2:1). Það ár tók hann þátt í sínu fyrsta stórmóti, EM 1996 í [[England]]i. Í úrslitaleiknum gegn [[Tékkland]]i afrekaði hann það að skora fyrsta „gullmarkið“ (Golden Goal) og varð þar með Evrópumeistari. Það var eini meistaratitillinn sem Bierhoff hlaut á ferli sínum. [[1998]] var hann keyptur til [[AC Milan]] og spilaði þar í þrjú ár. Eftir fyrsta árið sitt þar var hann kjörinn knattspyrnumaður ársins í Þýskalandi. Á EM í [[Holland]]i og [[Belgía|Belgíu]] árið [[2000]] var hann fyrirliði þýska landsliðsins. Eftir það reyndi hann fyrir sér í [[Frakkland]]i og lék eitt tímabil með [[AS Monaco]], en sneri aftur til Ítalíu [[2002]], þar sem hann lék sína síðustu leiktíð fyrir [[Chievo Verona]]. Eftir að hafa lagt skóna á hilluna var Bierhoff til skamms tíma knattspyrnuþulur í sjónvarpi. [[2004]] var hann ráðinn sem framkvæmdastjóri þýska landsliðsins og starfaði sem slíkur í þjálfaratíð [[Jürgen Klinsmann]] og [[Joachim Löw]] (Jogi Löw).
== Félög Bierhoffs ==
{| class="wikitable"
|-
! Félag !! Ár !! Leikir !! Mörk
|-
| Bayer Uerdingen || 1986-1988 || 31 || 4
|-
| Hamburger SV || 1988-1990 || 34 || 6
|-
| Borussia Mönchengladbach || 1990 || 8 || 0
|-
| Austria Salzburg || 1990-1991 || 32 || 23
|-
| Ascoli || 1991-1995 || 117 || 48
|-
| Udinese || 1995-1998 || 86 || 57
|-
| AC Milan || 1998-2001 || 91 || 38
|-
| AS Monaco || 2001-2002 || 18 || 5
|-
| Chievo Verona || 2002-2003 || 26 || 7
|}
== Stórmót Bierhoffs ==
{| class="wikitable"
|-
! Mót !! Staður !! Árangur
|-
| EM 1996 || England || Meistari
|-
| HM 1998 || Frakkland || 8 liða úrslit
|-
| EM 2000 || Holland / Belgía || Riðlakeppni
|-
| HM 2002 || Suður-Kórea / Japan || 2. sæti
|}
== Annað markvert ==
* Oliver Bierhoff er með gráðu í viðskiptafræðum frá Háskólanum í Hagen.
* 22. júní 2001 kvæntist Bierhoff Clöru Szalantzy. Þau eiga eina dóttur.
== Heimildir ==
* {{wpheimild|tungumál=de|titill=Oliver Bierhoff|mánuðurskoðað=janúar|árskoðað=2010}}
[[Flokkur:Þýskir knattspyrnumenn|Bierhoff, Oliver]]
{{fe|1968|Bierhoff, Oliver}}
5z3dfh9pnkihd6tij7tz8m4pir818up
Xi Jinping
0
92850
1763619
1758719
2022-08-03T15:17:27Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
::: ''Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Xi, eiginnafnið er Jinping.''
{{Forsætisráðherra
| nafn = Xi Jinping</br>习近平
| búseta =
| mynd = Xi Jinping 2016.jpg
| myndastærð =
| myndatexti =
| titill= Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins
| stjórnartíð_start = [[15. nóvember]] [[2012]]
| stjórnartíð_end =
| forveri = [[Hu Jintao]]
| titill2= Forseti alþýðulýðveldisins Kína
| stjórnartíð_start2 = [[14. mars]] [[2013]]
| stjórnartíð_end2 =
| forveri2 = Hu Jintao
| vara_forseti2 = [[Li Yuanchao]]<br>[[Wang Qishan]]
| forsætisráðherra2 = [[Li Keqiang]]
| fæðingarnafn = Xi Jinping
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1953|6|15}}
| fæðingarstaður = [[Peking]], [[Kína]]
| dánardagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Kína]]
| þekktur_fyrir =
| starf = Stjórnmálamaður
| laun =
| trú =
| maki = Ke Lingling (g. 1979; skilin 1982); Peng Liyuan (g. 1987)
| börn = Xi Mingze
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
|undirskrift =XiJinpingSignature.svg
}}
'''Xi Jinping''' (einfölduð kínverska: 习近平; f. [[15. júní]] [[1953]]) er leiðtogi [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] sem aðalritari [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]]. Hann er forseti landsins og formaður hinnar valdamiklu hernaðarnefndar Kommúnistaflokks landsins. Hann er jafnframt leiðtogi [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|fimmtu valdakynslóðar Kína]].
Sem sonur kommúnistans [[Xi Zhongxun]] þjónaði Xi Jinping að mestu leyti í [[Fujian]]-héraði í upphafi ferils síns, og var síðar skipaður flokksleiðtogi yfir [[Zhejiang]]-héraðinu, og síðar sem flokksleiðtogi [[Sjanghæ]] í kjölfar brottvikningar [[Chen Liangyu]]. Hann varð þekktur fyrir frjálslynda stefnu, en sterka andstöðu við spillingu. Hann var talsmaður umbóta í stjórnmálum og í átt til markaðshagkerfis.
Xi er talinn einn voldugasti leiðtogi Kínverja í marga áratugi; jafnvel frá dögum [[Maó Zedong]].<ref>{{Vefheimild|titill=Í Kína ræður foringinn, aftur|url=https://kjarninn.is/folk/2017-10-17-i-kina-raedur-foringinn-aftur/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Hafliði Sævarsson|ár=2017|mánuður=18. október|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=24. október}}</ref> Árið 2017 voru yfirburðir hans lögfestir í stefnuskrá kínverska kommúnistaflokksins þegar nafni hans og hugmyndafræði, „Xi Jinping-hugsun“, var bætt þar inn.<ref>[http://www.ruv.is/frett/enginn-augljos-arftaki-xi-jinping Enginn augljós arftaki Xi Jinping], ''RÚV'', 25. október 2017.</ref>
== Æskuár ==
Xi Jinping er fæddur í höfuðborginni Beijing 15. júní 1953. Rætur forfeðra hans liggja þó samkvæmt kínverskri venju í Fuping-sýslu í Shaanxi-héraði. Hann er yngsti sonur [[Xi Zhongxun]] (1913-2002), eins af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra og taldist til fyrstu [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|valdakynslóðar]] Kína með Maó. Xi Zhongxun starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þings Kommúnistaflokksins. Þegar Xi var tíu ára lenti faðir hans í „hreinsunum“ [[Menningarbyltingin|menningarbyltingar]] [[Maó Zedong|Maós Zedong]] og var sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og síðan í fangelsi árið 1968. Hann kom aftur inn í stjórnmálin, nú sem einn lærifeðra verðandi leiðtoga Kína á borð við [[Hu Jintao]], sem síðar varð forseti, og [[Wen Jiabao]], sem síðar varð forsætisráðherra. Að auki var það Xi Zhongxun sem lagði til og kom í framkvæmd uppbyggingu [[Shenzhen]] sem fyrsta „fríverslunarsvæðinu“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Það varð síðan öðrum svæðum fyrirmynd.
Á meðan Xi Zhongxun var „hreinsaður“ í menningarbyltingunni naut sonurinn ekki verndar föður síns og var sendur í vinnu í Yanchuan-sýslu í Shanxi-héraði, árið 1969. Hann varð þar síðar flokksritari í framleiðsluteymi sem hann gegndi til 22 ára aldurs.
Á árunum 1975 til 1979 nam Xi Jinping [[efnaverkfræði]] við hinn virta Tsinghua-háskóla í [[Beijing]]. Það hefur vakið spurningar um fyrrum menntun hans þar sem hann hafi hvorki lokið menntaskóla. Hann lauk síðan doktorsnámi við sama háskóla árið 2002 þrátt fyrir að hafa ekki lokið meistaraprófi.
Á árunum 1979 til 1982 starfaði Xi Jinping sem ritari hans fyrir [[Geng Biao]] fyrrum undirmann föður síns. Geng Biao gegndi þá stöðu varaforsætisráðherra og framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra herráðsins.
== Flokksframi ==
Xi gekk til liðs við Æskulýðshreyfingu Kommúnistaflokksins árið 1971 og í Kommúnistaflokk Kína árið 1974. Árið 1982 var hann sendur til Zhengding-sýslu í Hebei sem flokksritari. Xi starfaði síðan í fjórum héruðum á pólitískum ferli sínum: [[Shaanxi]], [[Hebei]], [[Fujian]] og [[Zhejiang]].
Xi gegndi stöðu flokksleiðtoga flokksnefndar Fuzhou sveitarfélagsins og varð síðan forseti flokkskólans í Fuzhou árið 1990. Árið 1999 var hann gerður að aðstoðarríkisstjóra Fujian héraðs og ríkisstjóra þar ári síðar. Þar beitti hann sér meðal annars fyrir því að fjárfesta að frá Taiwan og efla frjálsara markaðshagkerfi. Í febrúar árið 2000 sem hann og flokksritari héraðsins, [[Chen Mingyi]], kallaðir fyrir fjóra æðstu menn í framkvæmdanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína; þá [[Jiang Zemin]] forseta, [[Zhu Rongji]] forsætisráðherra, [[Hu Jintao]] varaforseta og [[Wei Jianxing]] yfirmann aganefndar Kommúnistaflokksins til að meta Yuanhua-hneykslið, sem fjallaði um smygl, mútur og spillingu innan Xiamen-fríverslunarsvæðisins undir forystu athafnamannsins [[Lai Changxing]].
Árið 2002 tók Xi við háttsettum stöðum á vegum ríkisins og Kommúnistaflokksins í Zhejiang héraði. Að lokum tók hann forystuhlutverk í héraðinu sem flokksleiðtogi. Hann varð síðan varamaður á 15. þingi Kommúnistaflokksins og sem aðalmaður á því sextánda. Það opnaði leið hann inn í landsmálin.
Undir stjórn Xi var Zhejiang áfram eitt af auðugustu héruðum Kína og að meðaltali með 14% efnahagslegan vöxt á ári. Ferill hans í Zhejiang byggði á mjög eindreginni andstöðu gegn spilltum embættismönnum, nokkuð sem kom honum að í innlendum fjölmiðlum og vakti athygli æðstu leiðtoga Kína.
Eftir brottrekstur [[Chen Liangyu]] sem flokkleiðtoga Sjanghæ í september 2006 vegna hneykslis sem upp kom vegna lífeyrissjóðs, var Xi fluttur til Sjanghæ í mars 2007 til að taka við flokksleiðtogi Sjanghæ. Þessi skipun sýndi að Xi naut stuðnings flokksforystunnar. Í Sjanghæ sýndi hann varkárni í að tengjast umdeildum málum og fylgdi flokkslínum hvívetna. Hann tengdist þar engum alvarlegum hneykslismálum eða naut alvarlegar pólitískar stjórnarandstöðu.
Xi var á þessum tíma álitinn efni í leiðtoga [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|„næstu valdakynslóð“]] þessa fjölmennasta ríkis veraldar.
==Forseti og flokksformaður==
[[File:BRICS heads of state and government hold hands ahead of the 2014 G-20 summit in Brisbane, Australia (Agencia Brasil).jpg|thumb|left|Xi (annar frá hægri) ásamt leiðtogum [[BRICS]]-þjóðanna ([[Vladímír Pútín]], [[Narendra Modi]], [[Dilma Rousseff|Dilmu Rousseff]] og [[Jacob Zuma]]) á ráðstefnu [[G-20]] í Ástralíu árið 2014.]]
Xi Jinping var kjörinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins þann 15. nóvember 2012. Hann var síðan kjörinn forseti Alþýðulýðveldisins Kína í mars 2013. Xi er talinn voldugasti leiðtogi Kínverja frá dögum [[Deng Xiaoping]] og jafnvel frá dögum [[Maó Zedong|Maós]].<ref>{{Vefheimild|titill=Reform in China: Every move you make|url=https://www.economist.com/news/leaders/21589882-xi-jinping-has-made-himself-most-powerful-leader-deng-xiaoping-probably-good|útgefandi=''The Economist''|mánuður=16. nóvember|ár=2013|tungumál=[[enska]]}}</ref> Ólíkt Hu Jintao hefur Xi ekki stjórnað Kína í sameiningu með öðrum valdsmönnum. Hu var gjarnan talinn „fyrstur meðal jafningja“ sem forseti og flokksformaður og framkvæmdi jafnan aðeins vilja meirihlutans. Xi hefur hins vegar gerst miðpunktur allra valda í ríkisstjórn sinni. Hann var endurkjörinn leiðtogi flokksins á flokksþingi árið 2017 en enginn arftaki var valinn til að taka við völdum eftir fimm ár líkt og venjan hefur verið. Á þinginu var hugmyndafræði forsetans, „Xi Jinping-hugsun“, bætt inn í stefnuskrá flokksins og þar með stjórnarskrá lýðveldisins. Með því að festa Xi Jinping-hugsun í stefnuskrána er Xi talinn hafa gert mögulegum keppinautum ómögulegt að gagnrýna hugmyndafræði hans án þess að vera taldir andsnúnir Kommúnistaflokknum sjálfum.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/xi-jinping-hugsun-fest-i-stjornarskra-kina|titill=„Xi Jinping-hugsun“ fest í stjórnarskrá Kína|mánuður=24. október|ár=2017|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. janúar|árskoðað=2018}}</ref>
Árið 2018 lagði kínverski kommúnistaflokkurinn fram tillögu að stjórnarskrárbreytingum þess efnis að forsetanum skyldi ekki lengur meinað að sitja lengur en tvö fimm ára kjörtímabil í embætti.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180229261/kommunistaflokkurinn-leggur-linurnar-fyrir-lengri-valdatid-xi-jinping|titill=Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping|mánuður=25. febrúar|ár=2018|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=6. mars|árskoðað=2018}}</ref> Samkvæmt þessum breytingum mun Xi geta setið lengur í embætti en þau tíu ár sem forverar hans, Hu Jintao og Jiang Zemin, settu fordæmi fyrir. Eftir að fréttir af tillögunni bárust gantaðist [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti um að Xi væri í reynd orðinn „forseti til lífstíðar“ og hrósaði honum fyrir áfangann.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180309545/trump-hrosadi-xi-jinping-fyrir-otakmarkada-setu-i-embaetti-kannski-getum-vid-latid-reyna-a-thetta-einhvern-timann-|titill=Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“
|mánuður=4. mars|ár=2018|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=6. mars|árskoðað=2018}}</ref>
Í nóvember 2021 samþykkti þing kommúnistaflokksins sögulega ályktun þar sem farið var yfir afrek flokksins á þeim hundrað árum sem liðin voru frá stofnun hans. Í ályktuninni, sem var einungis sú þriðja sinnar tegundar, var Xi festur í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína ásamt Maó og Deng.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/11/11/arfleifd-xi-fest-i-sessi|titill=Arfleifð Xi fest í sessi|mánuður=11. nóvember|ár=2021|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=9. desember|árskoðað=2021|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref> Litið var á ályktunina sem vísbendingu um viðleitni Xi til að draga úr þeirri valddreifingu sem þróast hafði í Kína á stjórnartíðum forvera hans.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212181886d/xi-festir-sig-i-sessi-og-setur-sig-a-stall-med-mao-og-deng|titill=Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng|mánuður=11. nóvember|ár=2021|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=9. desember|árskoðað=2021|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Sem forseti hefur Xi jafnan ekki brugðist vel við því að lítið sé gert úr persónu hans. Meðal því sem stjórn hans hefur gert í ritskoðunarmálum er að ritskoða barnabóka- og teiknimyndapersónuna [[Bangsímon]] í Kína. Ástæðan er sú að Kínverjar höfðu birt myndir á samfélagsmiðlum þar sem Xi var líkt við Bangsímon.<ref>{{Vefheimild|url=http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/08/06/xi-jinping-vill-ekki-likjast-bangsimoni/|titill=Xi Jinping vill ekki líkjast Bangsímoni|mánuður=6. ágúst|ár=2018|útgefandi=''[[DV]]''|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2018|höfundur=[[Egill Helgason]]}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon|url=https://stundin.is/grein/8032/valdamesti-madur-heims-laetur-ritskoda-bangsimon|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=[[Gunnar Hrafn Jónsson]]|mánuður=16. desember|ár=2018|mánuðurskoðað=16. desember|árskoðað=2018}}</ref> Bannið við Bangsímon er hluti af stærri ritskoðunaraðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir að illa sé talað um forsetann.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vb.is/frettir/kinverjar-ritskoda-bangsimon/139742/|titill=Kínverjar ritskoða Bangsímon|mánuður=17. júlí|ár=2017|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2018|höfundur=Pétur Gunnarsson}}</ref>
Á stjórnartíð Xi hafa kínversk stjórnvöld sætt ásökunum um kerfisbundnar ofsóknir gegn [[Úígúrar|Úígúrum]] í [[Xinjiang]]-héraði. Gögn sem lekið hefur verið til alþjóðasamtaka blaðamanna hafa leitt í ljós að í Xinjiang sé hundruðum þúsunda Úígúra haldið föngnum í svokölluðum „þjálfunarbúðum“ og þeir látnir sæta pólitískri innrætingu.<ref>{{Vefheimild|titill=Heilaþvegin og haldið föngnum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/11/24/heilathvegin_og_haldid_fongnum/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=24. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=„Menningarlegt þjóðarmorð“|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/04/menningarlegt_thjodarmord/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=4. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref> Rannsókn sem [[Amnesty International]] birti í mars 2020 benti til þess að Úígúrar í Xinjiang sæti pólitískum ofsóknum og að kínversk stjórnvöld reyni markvisst að fá erlend stjórnvöld til að framselja sér Úígúra sem hafa flutt frá Kína.<ref>{{Vefheimild|titill=Kína: Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir|url=https://amnesty.is/frettir/kina-uigurar-busettir-erlendis-ofsottir|útgefandi=[[Amnesty International]]|ár=2020|mánuður=19. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref> Samkvæmt gögnum sem lekið var til ''[[The New York Times]]'' lagði Xi grunninn að þessum aðgerðum eftir að hann heimsótti Xinjiang árið 2014 og komst svo að orði að sýna mætti „alfarið enga miskunn“ í aðgerðum til að fyrirbyggja mögulega hryðjuverkastarfsemi eða aðskilnaðarstefnu Úígúra.<ref>{{Vefheimild|titill=Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir|url=https://www.visir.is/g/20191723991d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2019|mánuður=16. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. október|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Xi hefur jafnframt hert tök Alþýðulýðveldisins á sérstjórnarhéraðinu [[Hong Kong]]. Mikil spenna hefur ríkt í sambandi Hong Kong við meginlandið síðustu ár sem lýsti sér meðal annars í [[Mótmælin í Hong Kong 2019–20|fjöldamótmælum árin 2019 og 2020]]. Í maí árið 2020 var frumvarp lagt fram á kínverska Alþýðuþinginu um öryggislög sem banna uppreisnaráróður, landráð og sjálfstæðisumleitanir sérstjórnarhéraðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Vilja innleiða ný öryggislög í Hong Kong|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/21/vilja_innleida_ny_oryggislog_i_hong_kong/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=21. maí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. júlí}}</ref> Öryggislögin voru samþykkt á kínverska þinginu þann 22. maí og er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir mótmæli af sömu stærðargráðu og áður í Hong Kong.<ref>{{Vefheimild|titill=Umdeild öryggislög um Hong Kong samþykkt|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/22/umdeild_oryggislog_um_hong_kong_samthykkt/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=22. maí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. júlí}}</ref>
== Fjölskylduhagir ==
Xi kvæntist árið 1987 Peng Liyuan, frægri söngkonu kínverskrar þjóðlagatónlistar. Það var annað hjónaband hans. Peng Liyuan er afar vel þekkt í Kína og var í raun þekktari en eiginmaður hennar áður en hann komst til valda. Vegna starfa sinna búa hjónin ekki mikið saman. Saman eiga þau dótturina Xi Mingze sem er gjarnan kölluð Xiao Muzi.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Xi Jinping|mánuðurskoðað=18. október|árskoðað = 2010}}
==Tenglar==
* {{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/bjo-i-helli-og-giftist-fraegri-songkonu|titill=Bjó í helli og giftist frægri söngkonu|útgefandi=''[[RÚV]]''|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|mánuður=21. október|ár=2017|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=5. janúar}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Hu Jintao]]| titill=Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins | frá=[[15. nóvember]] [[2012]] | til= | eftir=Enn í embætti}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Hu Jintao]]| titill=Forseti Alþýðulýðveldisins Kína| frá=[[14. mars]] [[2013]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{Æðstu leiðtogar Alþýðulýðveldisins Kína}}
{{Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins}}
{{Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína}}
{{fe|1953|Xi Jinping}}
[[Flokkur:Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína]]
[[Flokkur:Leiðtogar kommúnistaflokksins í Kína]]
0pxt636cajfvudpa6d7rsvbt3cd30vq
1763625
1763619
2022-08-03T15:31:06Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
::: ''Þetta er kínverskt nafn: kenni- eða fjölskyldunafnið er Xi, eiginnafnið er Jinping.''
{{Forsætisráðherra
| nafn = Xi Jinping</br>习近平
| búseta =
| mynd = Xi Jinping 2016.jpg
| myndastærð =
| myndatexti =
| titill= Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins
| stjórnartíð_start = [[15. nóvember]] [[2012]]
| stjórnartíð_end =
| forveri = [[Hu Jintao]]
| titill2= Forseti Alþýðulýðveldisins Kína
| stjórnartíð_start2 = [[14. mars]] [[2013]]
| stjórnartíð_end2 =
| forveri2 = Hu Jintao
| vara_forseti2 = [[Li Yuanchao]]<br>[[Wang Qishan]]
| forsætisráðherra2 = [[Li Keqiang]]
| fæðingarnafn = Xi Jinping
| fæddur = {{Fæðingardagur og aldur|1953|6|15}}
| fæðingarstaður = [[Peking]], [[Kína]]
| dánardagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = [[Kommúnistaflokkur Kína]]
| þekktur_fyrir =
| starf = Stjórnmálamaður
| laun =
| trú =
| maki = Ke Lingling (g. 1979; skilin 1982); Peng Liyuan (g. 1987)
| börn = Xi Mingze
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
|undirskrift =XiJinpingSignature.svg
}}
'''Xi Jinping''' (einfölduð kínverska: 习近平; f. [[15. júní]] [[1953]]) er leiðtogi [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]] sem aðalritari [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]]. Hann er forseti landsins og formaður hinnar valdamiklu hernaðarnefndar Kommúnistaflokks landsins. Hann er jafnframt leiðtogi [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|fimmtu valdakynslóðar Kína]].
Sem sonur kommúnistans [[Xi Zhongxun]] þjónaði Xi Jinping að mestu leyti í [[Fujian]]-héraði í upphafi ferils síns, og var síðar skipaður flokksleiðtogi yfir [[Zhejiang]]-héraðinu, og síðar sem flokksleiðtogi [[Sjanghæ]] í kjölfar brottvikningar [[Chen Liangyu]]. Hann varð þekktur fyrir frjálslynda stefnu, en sterka andstöðu við spillingu. Hann var talsmaður umbóta í stjórnmálum og í átt til markaðshagkerfis.
Xi er talinn einn voldugasti leiðtogi Kínverja í marga áratugi; jafnvel frá dögum [[Maó Zedong]].<ref>{{Vefheimild|titill=Í Kína ræður foringinn, aftur|url=https://kjarninn.is/folk/2017-10-17-i-kina-raedur-foringinn-aftur/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Hafliði Sævarsson|ár=2017|mánuður=18. október|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=24. október}}</ref> Árið 2017 voru yfirburðir hans lögfestir í stefnuskrá kínverska kommúnistaflokksins þegar nafni hans og hugmyndafræði, „Xi Jinping-hugsun“, var bætt þar inn.<ref>[http://www.ruv.is/frett/enginn-augljos-arftaki-xi-jinping Enginn augljós arftaki Xi Jinping], ''RÚV'', 25. október 2017.</ref>
== Æskuár ==
Xi Jinping er fæddur í höfuðborginni Beijing 15. júní 1953. Rætur forfeðra hans liggja þó samkvæmt kínverskri venju í Fuping-sýslu í Shaanxi-héraði. Hann er yngsti sonur [[Xi Zhongxun]] (1913-2002), eins af stofnendum skæruliðahreyfingar kommúnista í Shaanxi-héraði í norðurhluta Kína, fyrrum varaforsætisráðherra og taldist til fyrstu [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|valdakynslóðar]] Kína með Maó. Xi Zhongxun starfaði sem yfirmaður áróðursdeildar kommúnistaflokksins og síðar varaformaður þings Kommúnistaflokksins. Þegar Xi var tíu ára lenti faðir hans í „hreinsunum“ [[Menningarbyltingin|menningarbyltingar]] [[Maó Zedong|Maós Zedong]] og var sendur til starfa í verksmiðju í Luoyang og síðan í fangelsi árið 1968. Hann kom aftur inn í stjórnmálin, nú sem einn lærifeðra verðandi leiðtoga Kína á borð við [[Hu Jintao]], sem síðar varð forseti, og [[Wen Jiabao]], sem síðar varð forsætisráðherra. Að auki var það Xi Zhongxun sem lagði til og kom í framkvæmd uppbyggingu [[Shenzhen]] sem fyrsta „fríverslunarsvæðinu“ í Alþýðulýðveldinu Kína. Það varð síðan öðrum svæðum fyrirmynd.
Á meðan Xi Zhongxun var „hreinsaður“ í menningarbyltingunni naut sonurinn ekki verndar föður síns og var sendur í vinnu í Yanchuan-sýslu í Shanxi-héraði, árið 1969. Hann varð þar síðar flokksritari í framleiðsluteymi sem hann gegndi til 22 ára aldurs.
Á árunum 1975 til 1979 nam Xi Jinping [[efnaverkfræði]] við hinn virta Tsinghua-háskóla í [[Beijing]]. Það hefur vakið spurningar um fyrrum menntun hans þar sem hann hafi hvorki lokið menntaskóla. Hann lauk síðan doktorsnámi við sama háskóla árið 2002 þrátt fyrir að hafa ekki lokið meistaraprófi.
Á árunum 1979 til 1982 starfaði Xi Jinping sem ritari hans fyrir [[Geng Biao]] fyrrum undirmann föður síns. Geng Biao gegndi þá stöðu varaforsætisráðherra og framkvæmdastjóra og framkvæmdastjóra herráðsins.
== Flokksframi ==
Xi gekk til liðs við Æskulýðshreyfingu Kommúnistaflokksins árið 1971 og í Kommúnistaflokk Kína árið 1974. Árið 1982 var hann sendur til Zhengding-sýslu í Hebei sem flokksritari. Xi starfaði síðan í fjórum héruðum á pólitískum ferli sínum: [[Shaanxi]], [[Hebei]], [[Fujian]] og [[Zhejiang]].
Xi gegndi stöðu flokksleiðtoga flokksnefndar Fuzhou sveitarfélagsins og varð síðan forseti flokkskólans í Fuzhou árið 1990. Árið 1999 var hann gerður að aðstoðarríkisstjóra Fujian héraðs og ríkisstjóra þar ári síðar. Þar beitti hann sér meðal annars fyrir því að fjárfesta að frá Taiwan og efla frjálsara markaðshagkerfi. Í febrúar árið 2000 sem hann og flokksritari héraðsins, [[Chen Mingyi]], kallaðir fyrir fjóra æðstu menn í framkvæmdanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Kína; þá [[Jiang Zemin]] forseta, [[Zhu Rongji]] forsætisráðherra, [[Hu Jintao]] varaforseta og [[Wei Jianxing]] yfirmann aganefndar Kommúnistaflokksins til að meta Yuanhua-hneykslið, sem fjallaði um smygl, mútur og spillingu innan Xiamen-fríverslunarsvæðisins undir forystu athafnamannsins [[Lai Changxing]].
Árið 2002 tók Xi við háttsettum stöðum á vegum ríkisins og Kommúnistaflokksins í Zhejiang héraði. Að lokum tók hann forystuhlutverk í héraðinu sem flokksleiðtogi. Hann varð síðan varamaður á 15. þingi Kommúnistaflokksins og sem aðalmaður á því sextánda. Það opnaði leið hann inn í landsmálin.
Undir stjórn Xi var Zhejiang áfram eitt af auðugustu héruðum Kína og að meðaltali með 14% efnahagslegan vöxt á ári. Ferill hans í Zhejiang byggði á mjög eindreginni andstöðu gegn spilltum embættismönnum, nokkuð sem kom honum að í innlendum fjölmiðlum og vakti athygli æðstu leiðtoga Kína.
Eftir brottrekstur [[Chen Liangyu]] sem flokkleiðtoga Sjanghæ í september 2006 vegna hneykslis sem upp kom vegna lífeyrissjóðs, var Xi fluttur til Sjanghæ í mars 2007 til að taka við flokksleiðtogi Sjanghæ. Þessi skipun sýndi að Xi naut stuðnings flokksforystunnar. Í Sjanghæ sýndi hann varkárni í að tengjast umdeildum málum og fylgdi flokkslínum hvívetna. Hann tengdist þar engum alvarlegum hneykslismálum eða naut alvarlegar pólitískar stjórnarandstöðu.
Xi var á þessum tíma álitinn efni í leiðtoga [[Valdakynslóðir Alþýðulýðveldisins Kína|„næstu valdakynslóð“]] þessa fjölmennasta ríkis veraldar.
==Forseti og flokksformaður==
[[File:BRICS heads of state and government hold hands ahead of the 2014 G-20 summit in Brisbane, Australia (Agencia Brasil).jpg|thumb|left|Xi (annar frá hægri) ásamt leiðtogum [[BRICS]]-þjóðanna ([[Vladímír Pútín]], [[Narendra Modi]], [[Dilma Rousseff|Dilmu Rousseff]] og [[Jacob Zuma]]) á ráðstefnu [[G-20]] í Ástralíu árið 2014.]]
Xi Jinping var kjörinn aðalritari kínverska kommúnistaflokksins þann 15. nóvember 2012. Hann var síðan kjörinn forseti Alþýðulýðveldisins Kína í mars 2013. Xi er talinn voldugasti leiðtogi Kínverja frá dögum [[Deng Xiaoping]] og jafnvel frá dögum [[Maó Zedong|Maós]].<ref>{{Vefheimild|titill=Reform in China: Every move you make|url=https://www.economist.com/news/leaders/21589882-xi-jinping-has-made-himself-most-powerful-leader-deng-xiaoping-probably-good|útgefandi=''The Economist''|mánuður=16. nóvember|ár=2013|tungumál=[[enska]]}}</ref> Ólíkt Hu Jintao hefur Xi ekki stjórnað Kína í sameiningu með öðrum valdsmönnum. Hu var gjarnan talinn „fyrstur meðal jafningja“ sem forseti og flokksformaður og framkvæmdi jafnan aðeins vilja meirihlutans. Xi hefur hins vegar gerst miðpunktur allra valda í ríkisstjórn sinni. Hann var endurkjörinn leiðtogi flokksins á flokksþingi árið 2017 en enginn arftaki var valinn til að taka við völdum eftir fimm ár líkt og venjan hefur verið. Á þinginu var hugmyndafræði forsetans, „Xi Jinping-hugsun“, bætt inn í stefnuskrá flokksins og þar með stjórnarskrá lýðveldisins. Með því að festa Xi Jinping-hugsun í stefnuskrána er Xi talinn hafa gert mögulegum keppinautum ómögulegt að gagnrýna hugmyndafræði hans án þess að vera taldir andsnúnir Kommúnistaflokknum sjálfum.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/xi-jinping-hugsun-fest-i-stjornarskra-kina|titill=„Xi Jinping-hugsun“ fest í stjórnarskrá Kína|mánuður=24. október|ár=2017|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=10. janúar|árskoðað=2018}}</ref>
Árið 2018 lagði kínverski kommúnistaflokkurinn fram tillögu að stjórnarskrárbreytingum þess efnis að forsetanum skyldi ekki lengur meinað að sitja lengur en tvö fimm ára kjörtímabil í embætti.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180229261/kommunistaflokkurinn-leggur-linurnar-fyrir-lengri-valdatid-xi-jinping|titill=Kommúnistaflokkurinn leggur línurnar fyrir lengri valdatíð Xi Jinping|mánuður=25. febrúar|ár=2018|útgefandi=RÚV|mánuðurskoðað=6. mars|árskoðað=2018}}</ref> Samkvæmt þessum breytingum mun Xi geta setið lengur í embætti en þau tíu ár sem forverar hans, Hu Jintao og Jiang Zemin, settu fordæmi fyrir. Eftir að fréttir af tillögunni bárust gantaðist [[Donald Trump]] Bandaríkjaforseti um að Xi væri í reynd orðinn „forseti til lífstíðar“ og hrósaði honum fyrir áfangann.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.visir.is/g/2018180309545/trump-hrosadi-xi-jinping-fyrir-otakmarkada-setu-i-embaetti-kannski-getum-vid-latid-reyna-a-thetta-einhvern-timann-|titill=Trump hrósaði Xi Jinping fyrir ótakmarkaða setu í embætti: „Kannski getum við látið reyna á þetta einhvern tímann“
|mánuður=4. mars|ár=2018|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=6. mars|árskoðað=2018}}</ref>
Í nóvember 2021 samþykkti þing kommúnistaflokksins sögulega ályktun þar sem farið var yfir afrek flokksins á þeim hundrað árum sem liðin voru frá stofnun hans. Í ályktuninni, sem var einungis sú þriðja sinnar tegundar, var Xi festur í sessi sem einn af áhrifamestu leiðtogum Kína ásamt Maó og Deng.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.ruv.is/frett/2021/11/11/arfleifd-xi-fest-i-sessi|titill=Arfleifð Xi fest í sessi|mánuður=11. nóvember|ár=2021|útgefandi=[[RÚV]]|mánuðurskoðað=9. desember|árskoðað=2021|höfundur=Alexander Kristjánsson}}</ref> Litið var á ályktunina sem vísbendingu um viðleitni Xi til að draga úr þeirri valddreifingu sem þróast hafði í Kína á stjórnartíðum forvera hans.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visir.is/g/20212181886d/xi-festir-sig-i-sessi-og-setur-sig-a-stall-med-mao-og-deng|titill=Xi festir sig í sessi og setur sig á stall með Mao og Deng|mánuður=11. nóvember|ár=2021|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|mánuðurskoðað=9. desember|árskoðað=2021|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Sem forseti hefur Xi jafnan ekki brugðist vel við því að lítið sé gert úr persónu hans. Meðal því sem stjórn hans hefur gert í ritskoðunarmálum er að ritskoða barnabóka- og teiknimyndapersónuna [[Bangsímon]] í Kína. Ástæðan er sú að Kínverjar höfðu birt myndir á samfélagsmiðlum þar sem Xi var líkt við Bangsímon.<ref>{{Vefheimild|url=http://eyjan.dv.is/eyjan/2018/08/06/xi-jinping-vill-ekki-likjast-bangsimoni/|titill=Xi Jinping vill ekki líkjast Bangsímoni|mánuður=6. ágúst|ár=2018|útgefandi=''[[DV]]''|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2018|höfundur=[[Egill Helgason]]}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Valdamesti maður heims lætur ritskoða Bangsímon|url=https://stundin.is/grein/8032/valdamesti-madur-heims-laetur-ritskoda-bangsimon|útgefandi=''[[Stundin]]''|höfundur=[[Gunnar Hrafn Jónsson]]|mánuður=16. desember|ár=2018|mánuðurskoðað=16. desember|árskoðað=2018}}</ref> Bannið við Bangsímon er hluti af stærri ritskoðunaraðgerðum sem eiga að koma í veg fyrir að illa sé talað um forsetann.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.vb.is/frettir/kinverjar-ritskoda-bangsimon/139742/|titill=Kínverjar ritskoða Bangsímon|mánuður=17. júlí|ár=2017|útgefandi=''[[Viðskiptablaðið]]''|mánuðurskoðað=13. desember|árskoðað=2018|höfundur=Pétur Gunnarsson}}</ref>
Á stjórnartíð Xi hafa kínversk stjórnvöld sætt ásökunum um kerfisbundnar ofsóknir gegn [[Úígúrar|Úígúrum]] í [[Xinjiang]]-héraði. Gögn sem lekið hefur verið til alþjóðasamtaka blaðamanna hafa leitt í ljós að í Xinjiang sé hundruðum þúsunda Úígúra haldið föngnum í svokölluðum „þjálfunarbúðum“ og þeir látnir sæta pólitískri innrætingu.<ref>{{Vefheimild|titill=Heilaþvegin og haldið föngnum|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/11/24/heilathvegin_og_haldid_fongnum/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=24. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=„Menningarlegt þjóðarmorð“|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/07/04/menningarlegt_thjodarmord/|útgefandi=mbl.is|ár=2019|mánuður=4. júlí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref> Rannsókn sem [[Amnesty International]] birti í mars 2020 benti til þess að Úígúrar í Xinjiang sæti pólitískum ofsóknum og að kínversk stjórnvöld reyni markvisst að fá erlend stjórnvöld til að framselja sér Úígúra sem hafa flutt frá Kína.<ref>{{Vefheimild|titill=Kína: Úígúrar búsettir erlendis ofsóttir|url=https://amnesty.is/frettir/kina-uigurar-busettir-erlendis-ofsottir|útgefandi=[[Amnesty International]]|ár=2020|mánuður=19. mars|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. júní}}</ref> Samkvæmt gögnum sem lekið var til ''[[The New York Times]]'' lagði Xi grunninn að þessum aðgerðum eftir að hann heimsótti Xinjiang árið 2014 og komst svo að orði að sýna mætti „alfarið enga miskunn“ í aðgerðum til að fyrirbyggja mögulega hryðjuverkastarfsemi eða aðskilnaðarstefnu Úígúra.<ref>{{Vefheimild|titill=Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir|url=https://www.visir.is/g/20191723991d|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|ár=2019|mánuður=16. nóvember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=20. október|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref>
Xi hefur jafnframt hert tök Alþýðulýðveldisins á sérstjórnarhéraðinu [[Hong Kong]]. Mikil spenna hefur ríkt í sambandi Hong Kong við meginlandið síðustu ár sem lýsti sér meðal annars í [[Mótmælin í Hong Kong 2019–20|fjöldamótmælum árin 2019 og 2020]]. Í maí árið 2020 var frumvarp lagt fram á kínverska Alþýðuþinginu um öryggislög sem banna uppreisnaráróður, landráð og sjálfstæðisumleitanir sérstjórnarhéraðsins.<ref>{{Vefheimild|titill=Vilja innleiða ný öryggislög í Hong Kong|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/21/vilja_innleida_ny_oryggislog_i_hong_kong/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=21. maí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. júlí}}</ref> Öryggislögin voru samþykkt á kínverska þinginu þann 22. maí og er meðal annars ætlað að koma í veg fyrir mótmæli af sömu stærðargráðu og áður í Hong Kong.<ref>{{Vefheimild|titill=Umdeild öryggislög um Hong Kong samþykkt|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2020/05/22/umdeild_oryggislog_um_hong_kong_samthykkt/|útgefandi=mbl.is|ár=2020|mánuður=22. maí|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=1. júlí}}</ref>
== Fjölskylduhagir ==
Xi kvæntist árið 1987 Peng Liyuan, frægri söngkonu kínverskrar þjóðlagatónlistar. Það var annað hjónaband hans. Peng Liyuan er afar vel þekkt í Kína og var í raun þekktari en eiginmaður hennar áður en hann komst til valda. Vegna starfa sinna búa hjónin ekki mikið saman. Saman eiga þau dótturina Xi Mingze sem er gjarnan kölluð Xiao Muzi.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál = en|titill = Xi Jinping|mánuðurskoðað=18. október|árskoðað = 2010}}
==Tenglar==
* {{Vefheimild|url=http://www.ruv.is/frett/bjo-i-helli-og-giftist-fraegri-songkonu|titill=Bjó í helli og giftist frægri söngkonu|útgefandi=''[[RÚV]]''|höfundur=[[Vera Illugadóttir]]|mánuður=21. október|ár=2017|árskoðað=2018|mánuðurskoðað=5. janúar}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Hu Jintao]]| titill=Aðalritari kínverska kommúnistaflokksins | frá=[[15. nóvember]] [[2012]] | til= | eftir=Enn í embætti}}
{{Erfðatafla | fyrir=[[Hu Jintao]]| titill=Forseti Alþýðulýðveldisins Kína| frá=[[14. mars]] [[2013]] | til=| eftir=Enn í embætti}}
{{Töfluendir}}
{{Æðstu leiðtogar Alþýðulýðveldisins Kína}}
{{Leiðtogar kínverska kommúnistaflokksins}}
{{Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína}}
{{fe|1953|Xi Jinping}}
[[Flokkur:Forsetar Alþýðulýðveldisins Kína]]
[[Flokkur:Leiðtogar kommúnistaflokksins í Kína]]
3bj36t1kszq1enr084j0wa2rlrn6arv
Navajóar
0
117830
1763616
1700289
2022-08-03T13:23:03Z
TKSnaevarr
53243
/* Vefnaður */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Navajo-portraits.jpg|thumb|Myndir af Navajó indíánum]]
'''Navajó-indíánar''' eru næstfjölmennasti viðurkenndi hópur frumbyggja í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á eftir [[Sérókar|sérókum]] og telja yfir 300.000 manns. Navajó-indíánar eru með eigin ríkisstjórn sem stjórnar Navajó-verndarsvæðinu sem er á svokölluðu Four Corners svæði, en það er svæðið þar sem fylkin [[Colorado]], [[New Mexico|Nýja Mexíkó]], [[Arizona]] og [[Utah]] mætast. Flestir Navajó-indíánar tala upprunalegt tungumál sitt, [[navajóíska|navajóísku]] og einnig [[Enska|ensku]].<ref name="navajotimes" > [http://navajotimes.com/news/2011/0711/070711census.php Census: Navajo enrollment tops 300,000.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
Stærstur hluti Navajó-indíána býr í Arizona eða um 140.000 manns og Nýju-Mexíkó, um 100.000 manns. Meira en þrír fjórðu allra Navajó-indíána býr í þessum tveimur fylkjum.<ref name="usa" > [http://www.usa.com/navajo-county-az-population-and-races.htm Navajo population.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
== Árdagar Navajo-indíánanna ==
Upphaflega voru Navajó-indíánar að mestu leyti svokallaðir [[veiðimenn og safnarar]]. Þetta breyttist mikið á 16. og 17. öld þegar [[Spánverjar]] komu til Ameríku, þá hófu Navajó-índíánarnir að rækta [[kindur|sauðfé]] sér til fæðis og klæða í stað þess að veiða sér til matar. Þetta gerði að verkum að Navajó-þjóðin blómstraði og fólki fjölgaði talsvert.<ref name="pbs" > [http://www.pbs.org/wgbh/mystery/american/navajoland/ancientroots.html The Navajo ancient roots.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
== Stríð við Spánverja og Bandaríkjamenn ==
Á 17. öld var það algengt að ungir Navajó-karlmenn sem ætluðu að stofna sinn eigin ættbálk, reyndu að stela fé frá nálægum ættbálkum eða frá Spánverjum. Spánverjar svöruðu þessu með því að ræna bæði Navajó-fólkinu sjálfu, til að selja í þrældóm, og einnig löndum þess. Árið 1804 lýstu Navajó-indíánar yfir stríði á hendur Spánverjum. Spánverjar unnu blóðugan sigur á Navajó-fólkinu, brenndu akra, stálu sauðfé og öðrum dýrum og rændu ótal mörgum konum og börnum Navajóa. Það gerðist svo árið 1821 að 24 Navajóar voru stungnir til bana á vopnahlésráðstefnu þar sem þeir reyktu [[friðarpípa|friðarpípur]] sínar.<ref name="pbs" > [http://www.pbs.org/wgbh/mystery/american/navajoland/ancientroots.html The Navajo ancient roots.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
Um miðja 19. öldina byrjuðu svo útistöður Navajó-indíána við Bandaríkjamenn fyrir alvöru. Þar var í aðalhlutverki bandaríski hershöfðinginn [[James H. Carleton]]. Hann fyrirskipaði mönnum sínum, með Kit Carson í fararbroddi, að ráðast á lönd Navajóa og brenna þar akra og heimili Navajó-indíánanna. Árið 1864, eftir þessar miklu ofsóknir á hendur Indíánunum voru um 9000 Navajóar, karlar, konur og börn, neydd til þess að ganga um 480 kílómetra að Fort Sumner-herstöðinni í Nýju-Mexíkó. Þar var þeim lofað mat, vatni og húsaskjóli. Þetta gekk þó ekki alveg eftir og áttu yfirvöld í erfiðleikum með að sjá öllum fyrir nauðsynum. sem gerði að verkum að sjúkdómar blossuðu upp og fjöldi fólks dó. Fjórum árum síðar, árið 1868, var svo samið um að eftirlifandi Navajóar fengju að fara aftur á verndarsvæði í hluta af heimalandi þeirra.<ref name="pbs" > [http://www.pbs.org/wgbh/mystery/american/navajoland/ancientroots.html The Navajo ancient roots.]. Sótt 21. september 2013.</ref>
== Navajó-leynikóðinn ==
Navajó-leynikóðinn var fyrirbæri sem varð til í [[seinni heimstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldin]]ni. Þetta var ákveðið hernaðarlegt dulmál sem lítill hópur Navajó-manna bjó til og [[Bandaríski herinn]] notaði. Dulmálið var búið til úr frumtungu Navajó-indíána, sem hentaði vel til þessara nota, enda er tungumálið mjög sérstakt og aðeins talað á tiltölulega litlu svæði í Bandaríkjunum. Þetta gerði að verkum að mjög erfitt var fyrir óvininn að ráða dulmálið og sumir ganga svo langt að fullyrða að þetta sé eina dulmál sem óvinum hafi aldrei tekist að ráði.<ref name="navajoct" >[http://www.navajocodetalkers.org/the_code/ The Navajo code talkers.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20131115120039/http://navajocodetalkers.org/the_code/ |date=2013-11-15 }}. Sótt 22. september 2013.</ref>
Hinir svokölluðu Navajó-dulmálshvíslarar (e. [https://en.wikipedia.org/wiki/Navajo_Code_Talker#Use_of_Navajo Navajo code talkers].) tóku þátt í öllum orrustuum bandaríska hersins í Kyrrahafinu á árunum 1942-45. Howard Connor, [[majór]] í bandaríska hernum, hélt því fram að án Najavó-indíánanna og dulmáls þeirra hefðu Bandaríkjamenn aldrei haft sigur í áhlaupinu á Iwo Jima-ströndina, sem er ein frægasta orrusta síðari tíma.<ref name="navajo-nsn" > [http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
Saga þessara dulmálshvíslara var hins vegar leyndarmál í fjölmörg ár, vegna þess að bandarísk stjórnvöld töldu dulmálið varða öryggi landsins og héldu því leyndu. Það var ekki fyrr en 17. september árið 1992 að hvíslararnir fengu loks sína viðurkenningu og var hún veitt þeim í höfuðstöðvum bandaríska hersins í [[Pentagon]] í [[Washington D.C.]]<ref name="navajo-nsn" > [http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
[[Mynd:Navajo_flag.svg|thumb|Fáni Navajó þjóðarinnar]]
== Fáni Navajó ==
Fána Navajó-fólksins hannaði Jay R. Degroat, Navajói frá Mariano Lake í Nýju Mexíkó. Hönnun hans var valin úr yfir 140 tillögum sem bárust og var fáninn formlega tekinn í notkun þann 21. maí árið 1968. Ljósbrúni flöturinn táknar núverandi verndarsvæði Navajó-indíána en hinn dökkbrúni það gamla, frá samningnum sem gerður var árið 1868. Inni í hvíta hringnum í miðjunni sést síðan sól yfir uppskerunni og búfénu, sem táknar landbúnaðarlífshætti Navajó-indíánanna. Svo má einnig sjá hefðbundið Navajó-hús við hliðina á nútíma heimili. Á milli tjaldsins og hússins er síðan lítil olíulind, sem táknar tekjumöguleika ættbálksins.<ref name="navajo-nsn" > [http://www.navajo-nsn.gov/history.htm Navajo history.]. Sótt 22. september 2013.</ref>
[[Mynd:Navajo_people_and_sheep.jpg|thumb|Navajó kona sýnir sérstaka ull Churro kindarinnar]]
== Vefnaður ==
Vefnaður Navajó-indíánanna hefur á síðari árum orðið gríðarlega frægur. Teppin sem þeir ófu voru af hæsta gæðaflokki. Þessi teppi gátu haldið á þeim hita og voru sum jafnvel vatnsheld. Þau voru því mikilvægur liður í afkomu Navajóanna, bæði vegna notagildisins og einnig vegna þess að þeir gátu selt þau til annarra Indíánaættbálka. Ástæðan fyrir miklum gæðum teppanna var sauðfjárkynið sem Navajóarnir fengu ullina af. Það er svokallað „Churro“-sauðfé, sem Spánverjar fluttu til Ameríku á 16. öld. Þetta sauðfé er mjög harðgert og getur auðveldlega lifað af í hrjóstrugri eyðimörkinni. Ull þess er mjög mikil og síð og er auk þess mjög snauð af ullarfitu, sem gerir hana mjög hentuga í vefnað og ekki síst í teppi.<ref name="rockewell" >[http://www.rockwellmuseum.org/History-of-Navajo-Weaving.html Navajo weaving.] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20121114201513/http://www.rockwellmuseum.org/History-of-Navajo-Weaving.html |date=2012-11-14 }}. Sótt 24. september 2013.</ref>
== Silfursmíði ==
Silfursmíði hefur verið mikilvæg í menningu Navajó-indíána frá því um miðja 19. öld.Maður að nafni Adsiti Sani var fyrstur Navajóa til þess að fullkomna þessa listgrein. Hann hóf síðan að kenna öðrum Navajóum að vinna með silfur og um 1880 voru Navajóarnir farnir að búa til hálsmen, armbönd og tóbakspontur. Seinna bættu þeir við eyrnalokkum, beltissylgjum og svokölluðum "squash blossom" hálsmenum, sem eru í dag líklega þekktustu silfurmunir Navajó- indíánanna. Þessi hálsmen eru bæði notuð við hefðbundnar ættbálkaathafnir og einnig til þess að selja ferðamönnum með hagnaði.<ref name="navajosilver1" > [http://www.durangosilver.com/navajosilversmithhist.htm Navajo Silversmith History.]. Sótt 23. september 2013.</ref><ref name="navajosilver2" > [http://www.native-american-market.com/navajo_silversmiths.html Navajo Silversmiths.]. Sótt 23. september 2013.</ref>
== Frægir Navajóar ==
* [[Jay Tavare]], leikari.
* [[Cory Witherill]], fyrsti Navajó-indíáninn sem keppti í [[Nascar]]<nowiki/>-kappakstrinum.
* [[Jacoby Ellsbury]], hafnaboltaleikmaður sem spilar með [[Boston Red Sox]]
* [[Rickie Fowler]], atvinnumaður í [[Golf|golfi]].
* [[Klee Benally]], heimildamyndaleikstjóri, söngvari og gítarleikari Navajó-pönkrokkhljómsveitarinnar [[Blackfire]].
== Heimildir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Frumbyggjaþjóðir Norður-Ameríku]]
imqf62hbsqdupwu7qeklswsfj6734fq
2022
0
131134
1763695
1760858
2022-08-04T09:52:33Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2022''' ('''MMXXII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á laugardegi]].
==Atburðir==
===Janúar===
* [[2. janúar]]
** [[Abdalla Hamdok]] sagði af sér sem forsætisráðherra [[Súdan]]s.
** Yfir 40 mótmælendur í [[Kasakstan]] létu lífið í kjölfar [[Mótmælin í Kasakstan 2022|mótmæla]] gegn hækkandi eldsneytisverði og ríkisstjórn landsins.
* [[15. janúar]] – Kraftmikið eldgos varð í neðansjávareldstöðinni [[Hunga Tonga–Hunga Haʻapai]] í [[Tonga]]-eyjaklasanum. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út allt til Bandaríkjanna.
* [[23. janúar]] – [[Roch Marc Christian Kaboré]], forseta [[Búrkína Fasó]], var steypt af stóli í [[Valdaránið í Búrkína Fasó 2022|valdaráni hersins]].
=== Febrúar ===
* [[3. febrúar]] – [[Flugslysið á Þingvallavatni 2022]]: Lítil Cessna-flugvél með fjórum innanborðs fórst á [[Þingvallavatn]]i.
* [[15. febrúar]] – [[Justin Trudeau]] forsætisráðherra Kanada virkjaði neyðarlög til að binda enda á [[Mótmælin í Kanada 2022|mótmæli vörubílstjóra]] og fleiri gegn bólusetningaskyldu og sóttvarnareglum.
* [[20. febrúar]] – [[Vetrarólympíuleikarnir 2022|Vetrarólympíuleikunum í Beijing]] lauk.
* [[22. febrúar]] – [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]: [[Vladímír Pútín]] Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Luhansk|Luhansk]] í austurhluta [[Úkraína|Úkraínu]] og sendi rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að sinna „friðargæslu“.
* [[24. febrúar]] – Rússar hófu [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás í Úkraínu]].
* [[25. febrúar]] - Öllum takmörkunum vegna [[COVID-19]]-faraldursins á Íslandi var aflétt innanlands þrátt fyrir mikinn fjölda daglegra smita.
=== Mars ===
* [[9. mars]] – [[Yoon Suk-yeol]] var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
=== Apríl ===
* [[2. apríl]] - Tveggja mánaða vopnahlé hófst í [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgastyrjöldinni í Jemen]].
* [[3. apríl]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Ungverjaland]]i. [[Viktor Orbán]] vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra.
* [[7. apríl]] - Tilnefning [[Ketanji Brown Jackson]] til [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|Hæstaréttar Bandaríkjanna]] var staðfest af [[öldungadeild Bandaríkjaþings]].
* [[9. apríl]] - Þing Pakistans samþykkti vantraust á forsætisráðherra landsins, [[Imran Khan]].
* [[20. apríl]] - [[José Ramos-Horta]] var kjörinn forseti Austur-Tímor.
* [[24. apríl]] - [[Emmanuel Macron]] var endurkjörinn forseti Frakklands.
* [[25. apríl]] - Stjórn [[Twitter]] samþykkti 44 milljarða dala tilboð [[Elon Musk]] í fyrirtækið.
* [[28. apríl]] - Forsætisráðherra Bresku Jómfrúaeyja, [[Andrew Fahie]], var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.
===Maí===
* [[11. maí]] – Palestínska blaðakonan [[Shireen Abu Akleh]] var skotin til bana þar sem hún flutti fréttir af aðgerðum [[Ísraelsher]]s í Jenin á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]].
* [[14. maí]]
** [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022]] var haldin í Tórínó á Ítalíu.
** [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022]] voru haldnar.
===Júní===
* [[2. júní]] – [[5. júní]]: Bretar héldu upp á 70 ára krýningarafmæli [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabetar 2. drottningar]].
* [[11. júní]] – [[Jeanine Áñez]], fyrrum forseti [[Bólivía|Bólivíu]], var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að meintu valdaráni árið 2019.
* [[17. júní]] – [[Golden State Warriors]] unnu sinn 4. [[NBA]]-titil á sjö árum. [[Stephen Curry]] var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitum.
* [[19. júní]] – [[Gustavo Petro]] var kjörinn forseti [[Kólumbía|Kólumbíu]].
* [[23. júní]] – Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið í [[Jarðskjálftinn í Afganistan 2022|jarðskjálfta]] í [[Afganistan]].
* [[24. júní]] – [[Hæstiréttur Bandaríkjanna]] sneri við fordæmi sínu úr máli [[Roe gegn Wade]] frá 1973 og dæmdi að bandarískar konur ættu ekki stjórnarskrárbundinn rétt til [[þungunarrof]]s.
===Júlí===
* [[3. júlí]] – Byssumaður skaut þrjá til bana í Fields-verslunarmiðstöðinni í [[Amager]] í [[Kaupmannahöfn]]. Fimm særðust alvarlega.
* [[7. júlí]] – [[Boris Johnson]] tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] í Bretlandi.
* [[8. júlí]] – [[Shinzō Abe]], fyrrum forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana á útifundi í borginni [[Nara]].
===Ágúst===
* [[3. ágúst]] - [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos hófst við Meradali]]
== Fyrirhugaðir atburðir ==
* [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022|HM í knattspyrnu karla]] verður haldið í Katar í nóvember.
==Dáin==
* [[6. janúar]] – [[Sidney Poitier]], [[Bahamaeyjar|bahamísk]]-[[Bandaríkin|bandarískur]] leikari (f. [[1927]]).
* [[9. janúar]] – [[Bob Saget]], bandarískur leikari (f. [[1956]]).
* [[11. janúar]] - [[Örn Steinsen]], íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1940]])
* [[16. janúar]] – [[Ibrahim Boubacar Keïta]], fyrrum forseti Malí (f. [[1945]]).
* [[20. janúar]] – [[Meat Loaf]], tónlistarmaður og leikari (f. 1947).
* [[5. mars]] – [[Adda Bára Sigfúsdóttir]], íslenskur veðurfræðingur og stjórnmálakona (f. [[1926]]).
* [[23. mars]] – [[Guðrún Helgadóttir]], íslenskur rithöfundur og stjórnmálakona (f. [[1935]]).
* 23. mars – [[Madeleine Albright]], fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. [[1937]]).
* [[25. mars]] – [[Taylor Hawkins]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1972]]).
* [[5. apríl]] – [[Bjarni Tryggvason]], kanadískur geimfari (f. [[1945]]).
* [[6. apríl]] – [[Vladímír Zhírínovskíj]], rússneskur stjórnmálamaður (f. [[1946]]).
* [[12. apríl]] – [[Gilbert Gottfried]], bandarískur gamanleikari (f. [[1955]]).
* [[22. apríl]] - [[Leifur Hauksson]], íslenskur útvarpsmaður (f. [[1951]]).
* [[10. maí]] – [[Leoníd Kravtsjúk]], fyrsti forseti Úkraínu (f. [[1934]]).
* [[11. maí]] – [[Shireen Abu Akleh]], palestínsk blaðakona (f. [[1971]]).
* [[18. júní]] – [[Uffe Ellemann-Jensen]], danskur stjórnmálamaður (f. [[1941]]).
* [[1. júlí]] – [[Árni Gunnarsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1940]]).
* 1. júlí – [[Örn Steinsen]], íslenskur knattspyrnumaður (f. [[1940]]).
* [[6. júlí]] – [[James Caan]], bandarískur leikari (f. [[1940]]).
* [[8. júlí]] – [[Shinzō Abe]], fyrrum forsætisráðherra Japans (f. [[1954]]).
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:2021-2030]]
rdep5zkawqq83djlmp6m7ne67h9aycp
1763696
1763695
2022-08-04T09:52:54Z
Berserkur
10188
/* Ágúst */
wikitext
text/x-wiki
{{Ár nav}}
Árið '''2022''' ('''MMXXII''' í [[rómverskar tölur|rómverskum tölum]]) er í [[Gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]] [[almennt ár sem byrjar á laugardegi]].
==Atburðir==
===Janúar===
* [[2. janúar]]
** [[Abdalla Hamdok]] sagði af sér sem forsætisráðherra [[Súdan]]s.
** Yfir 40 mótmælendur í [[Kasakstan]] létu lífið í kjölfar [[Mótmælin í Kasakstan 2022|mótmæla]] gegn hækkandi eldsneytisverði og ríkisstjórn landsins.
* [[15. janúar]] – Kraftmikið eldgos varð í neðansjávareldstöðinni [[Hunga Tonga–Hunga Haʻapai]] í [[Tonga]]-eyjaklasanum. Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út allt til Bandaríkjanna.
* [[23. janúar]] – [[Roch Marc Christian Kaboré]], forseta [[Búrkína Fasó]], var steypt af stóli í [[Valdaránið í Búrkína Fasó 2022|valdaráni hersins]].
=== Febrúar ===
* [[3. febrúar]] – [[Flugslysið á Þingvallavatni 2022]]: Lítil Cessna-flugvél með fjórum innanborðs fórst á [[Þingvallavatn]]i.
* [[15. febrúar]] – [[Justin Trudeau]] forsætisráðherra Kanada virkjaði neyðarlög til að binda enda á [[Mótmælin í Kanada 2022|mótmæli vörubílstjóra]] og fleiri gegn bólusetningaskyldu og sóttvarnareglum.
* [[20. febrúar]] – [[Vetrarólympíuleikarnir 2022|Vetrarólympíuleikunum í Beijing]] lauk.
* [[22. febrúar]] – [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]: [[Vladímír Pútín]] Rússlandsforseti viðurkenndi sjálfstæði [[Alþýðulýðveldið Donetsk|Alþýðulýðveldanna Donetsk]] og [[Alþýðulýðveldið Luhansk|Luhansk]] í austurhluta [[Úkraína|Úkraínu]] og sendi rússneska hermenn yfir úkraínsku landamærin til að sinna „friðargæslu“.
* [[24. febrúar]] – Rússar hófu [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás í Úkraínu]].
* [[25. febrúar]] - Öllum takmörkunum vegna [[COVID-19]]-faraldursins á Íslandi var aflétt innanlands þrátt fyrir mikinn fjölda daglegra smita.
=== Mars ===
* [[9. mars]] – [[Yoon Suk-yeol]] var kjörinn forseti Suður-Kóreu.
=== Apríl ===
* [[2. apríl]] - Tveggja mánaða vopnahlé hófst í [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|borgastyrjöldinni í Jemen]].
* [[3. apríl]] - Þingkosningar voru haldnar í [[Ungverjaland]]i. [[Viktor Orbán]] vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra.
* [[7. apríl]] - Tilnefning [[Ketanji Brown Jackson]] til [[Hæstiréttur Bandaríkjanna|Hæstaréttar Bandaríkjanna]] var staðfest af [[öldungadeild Bandaríkjaþings]].
* [[9. apríl]] - Þing Pakistans samþykkti vantraust á forsætisráðherra landsins, [[Imran Khan]].
* [[20. apríl]] - [[José Ramos-Horta]] var kjörinn forseti Austur-Tímor.
* [[24. apríl]] - [[Emmanuel Macron]] var endurkjörinn forseti Frakklands.
* [[25. apríl]] - Stjórn [[Twitter]] samþykkti 44 milljarða dala tilboð [[Elon Musk]] í fyrirtækið.
* [[28. apríl]] - Forsætisráðherra Bresku Jómfrúaeyja, [[Andrew Fahie]], var handtekinn í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjasmygl og peningaþvætti.
===Maí===
* [[11. maí]] – Palestínska blaðakonan [[Shireen Abu Akleh]] var skotin til bana þar sem hún flutti fréttir af aðgerðum [[Ísraelsher]]s í Jenin á [[Vesturbakkinn|Vesturbakkanum]].
* [[14. maí]]
** [[Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2022]] var haldin í Tórínó á Ítalíu.
** [[Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022]] voru haldnar.
===Júní===
* [[2. júní]] – [[5. júní]]: Bretar héldu upp á 70 ára krýningarafmæli [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabetar 2. drottningar]].
* [[11. júní]] – [[Jeanine Áñez]], fyrrum forseti [[Bólivía|Bólivíu]], var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir aðild sína að meintu valdaráni árið 2019.
* [[17. júní]] – [[Golden State Warriors]] unnu sinn 4. [[NBA]]-titil á sjö árum. [[Stephen Curry]] var valinn mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitum.
* [[19. júní]] – [[Gustavo Petro]] var kjörinn forseti [[Kólumbía|Kólumbíu]].
* [[23. júní]] – Að minnsta kosti þúsund manns létu lífið í [[Jarðskjálftinn í Afganistan 2022|jarðskjálfta]] í [[Afganistan]].
* [[24. júní]] – [[Hæstiréttur Bandaríkjanna]] sneri við fordæmi sínu úr máli [[Roe gegn Wade]] frá 1973 og dæmdi að bandarískar konur ættu ekki stjórnarskrárbundinn rétt til [[þungunarrof]]s.
===Júlí===
* [[3. júlí]] – Byssumaður skaut þrjá til bana í Fields-verslunarmiðstöðinni í [[Amager]] í [[Kaupmannahöfn]]. Fimm særðust alvarlega.
* [[7. júlí]] – [[Boris Johnson]] tilkynnti afsögn sína sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] í Bretlandi.
* [[8. júlí]] – [[Shinzō Abe]], fyrrum forsætisráðherra Japans, var skotinn til bana á útifundi í borginni [[Nara]].
===Ágúst===
* [[3. ágúst]] - [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos hófst við Meradali]].
== Fyrirhugaðir atburðir ==
* [[Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2022|HM í knattspyrnu karla]] verður haldið í Katar í nóvember.
==Dáin==
* [[6. janúar]] – [[Sidney Poitier]], [[Bahamaeyjar|bahamísk]]-[[Bandaríkin|bandarískur]] leikari (f. [[1927]]).
* [[9. janúar]] – [[Bob Saget]], bandarískur leikari (f. [[1956]]).
* [[11. janúar]] - [[Örn Steinsen]], íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari (f. [[1940]])
* [[16. janúar]] – [[Ibrahim Boubacar Keïta]], fyrrum forseti Malí (f. [[1945]]).
* [[20. janúar]] – [[Meat Loaf]], tónlistarmaður og leikari (f. 1947).
* [[5. mars]] – [[Adda Bára Sigfúsdóttir]], íslenskur veðurfræðingur og stjórnmálakona (f. [[1926]]).
* [[23. mars]] – [[Guðrún Helgadóttir]], íslenskur rithöfundur og stjórnmálakona (f. [[1935]]).
* 23. mars – [[Madeleine Albright]], fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna (f. [[1937]]).
* [[25. mars]] – [[Taylor Hawkins]], bandarískur tónlistarmaður (f. [[1972]]).
* [[5. apríl]] – [[Bjarni Tryggvason]], kanadískur geimfari (f. [[1945]]).
* [[6. apríl]] – [[Vladímír Zhírínovskíj]], rússneskur stjórnmálamaður (f. [[1946]]).
* [[12. apríl]] – [[Gilbert Gottfried]], bandarískur gamanleikari (f. [[1955]]).
* [[22. apríl]] - [[Leifur Hauksson]], íslenskur útvarpsmaður (f. [[1951]]).
* [[10. maí]] – [[Leoníd Kravtsjúk]], fyrsti forseti Úkraínu (f. [[1934]]).
* [[11. maí]] – [[Shireen Abu Akleh]], palestínsk blaðakona (f. [[1971]]).
* [[18. júní]] – [[Uffe Ellemann-Jensen]], danskur stjórnmálamaður (f. [[1941]]).
* [[1. júlí]] – [[Árni Gunnarsson]], íslenskur stjórnmálamaður (f. [[1940]]).
* 1. júlí – [[Örn Steinsen]], íslenskur knattspyrnumaður (f. [[1940]]).
* [[6. júlí]] – [[James Caan]], bandarískur leikari (f. [[1940]]).
* [[8. júlí]] – [[Shinzō Abe]], fyrrum forsætisráðherra Japans (f. [[1954]]).
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:2021-2030]]
h5bgi4vvac1vpfz8adehfk8sdu91ihc
Keisaraskurður
0
131782
1763667
1517269
2022-08-03T21:36:24Z
Siggason
12601
/* Á Íslandi */ Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Birth of the Julius Caesar.png|thumbnail]]
[[Mynd:Uganda_cesarean_section.gif|Landkönnuðir fylgdust með keisaraskurði í Uganda 1879|thumbnail]]
'''Keisaraskurður''' er holskurður framkvæmdur til að ná lifandi barni úr líkama móður.
== Á Íslandi ==
Árið 1950 var tíðni fæðinga með keisaraskurði á Íslandi um 1%, en árið 2006 voru keisaraskurðir framkvæmdir í um 17,5% fæðinga.<ref>[http://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1440/PDF/f04.pdf Heiðdís Valgeirsdóttir, Hildur Harðardóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir,Fylgikvillar við keisaraskurði, Læknablaðið 2010/96]</ref>
Fyrsti keisaraskurður á Íslandi var gerður árið 1865 af Jóni Hjaltalín landlækni en honum til aðstoðar voru Gísli Hjálmarsson læknir, tveir læknar af herskipinu Pandora og fjórir læknisfræðistúdentar. Barnið lifði en móðirin dó næstu nótt. Móðirin Margrét Arnljótsdóttir var dvergvaxin.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6195652 Þórunn Valdimarsdóttir, Brot úr ræðu til félags kvenna í læknastétt,Læknablaðið, 1. tölublað (15.01.2007)]</ref>
Fyrsti keisaraskurður á Íslandi þar sem bæði móðir og barn lifðu var gerður 1910.
== Tenglar ==
* [http://www.ljosmodir.is/faedingin/keisaraskurdur Keisaraskurður]
== Tilvísanir ==
{{commonscat|Caesarean_section}}
<references/>
[[Flokkur:Fæðing]]
rfcrz8eb1cvrb4ns3pblattx06nz74m
Brúnsmári
0
137015
1763643
1553166
2022-08-03T17:36:34Z
Iifar
43452
better pic
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| name = Brunklöver
| status =
| image = Trifolium spadiceum - Niitvälja.jpg
| image_caption =
| image2 =
| image2_caption =
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Belgjurtabálkur]] (''Fabales''')
| familia = [[Ertublómaætt]] (''Fabaceae'')
| subfamilia = ''[[Faboideae]]''
| genus = [[Smárar]] (''Trifolium'')
| species = T. spadiceum
| binomial = Trifolium spadiceum
| binomial_authority = [[Carl von Linné]]
| range_map =
| range_map_caption =
}}
'''Brúnsmári''' (''Trifolium spadiceum'') er einær tegund í smáraætt. Blómskipanin hjá þessum litla (15 til 40 sm) smára er ekki kúlulaga eins og hjá hvítsmára og rauðsmára, heldur aflöng. Blómið er 1 sm hátt og 6mm í þvermál, brúnt með gulum toppi og verður allt brúnt við þroska.
==Ytri tenglar==
* [http://linnaeus.nrm.se/flora/di/faba/trifo/trifspa.html Den virtuella floran]
{{wikilífverur|Trifolium spadiceum}}
{{Commonscat|Trifolium spadiceum}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Ertublómaætt]]
[[Flokkur:Smárar]]
[[Flokkur:Niturbindandi plöntur]]
1xprc2he0kfyb1h12tomqpzansc1aj9
Aleksandr Kerenskíj
0
139346
1763701
1751577
2022-08-04T10:41:06Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Aleksandr Kerenskíj<br>{{small|Алекса́ндр Ке́ренский}}
| búseta =
| mynd = Karenskiy AF 1917.jpg
| myndastærð = 200px
| myndatexti =
| titill= Forsætisráðherra rússnesku bráðabirgðastjórnarinnar
| stjórnartíð_start = [[21. júlí]] [[1917]]
| stjórnartíð_end = [[7. nóvember]] [[1917]]
| fæddur = [[4. maí]] [[1881]]
| fæðingarstaður = [[Simbirsk]], [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæminu]]
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|1970|6|11|1881|5|4}}
| dánarstaður = [[New York (borg)|New York]], [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]
| orsök_dauða =
| stjórnmálaflokkur = Trúdóvikar
| þekktur_fyrir =
| starf = Lögfræðingur, stjórnmálamaður
| laun =
| trú =
| maki = Olga Lvovna Baranvskaja (g. 1904, sk. 1939)<br>Lydia „Neil“ Tritton (g. 1939)
| börn = Oleg, Gleb
| háskóli = [[Ríkisháskólinn í Sankti Pétursborg]]
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
|undirskrift = Kerensky autograph.svg
}}
'''Aleksandr Fjódorovítsj Kerenskíj''' ([[rússneska]]: Алекса́ндр Фёдорович Ке́ренский; 4. maí 1881<ref>[http://www.firstworldwar.com/bio/kerenski.htm Alexander Kerenski], First World War, sótt 23. júlí 2017</ref> – 11. júní 1970) var [[Rússland|rússneskur]] [[lögfræðingur]] sem gegndi lykilhlutverki í [[Rússneska byltingin|rússnesku byltingunni]] árið 1917. Eftir febrúarbyltinguna árið 1917 sem neyddi [[Nikulás 2.]] til að segja af sér myndaði hann rússneska bráðabirgðastjórn, fyrst sem dómsmálaráðherra, svo hermálaráðherra og loks forsætisráðherra. Kerenskíj var meðlimur í hófsamari væng Trúdóvikahópsins, sósíalískum byltingarflokk, og einnig varaformaður Pétursborgarsovétsins. Þann 7. nóvember var ríkisstjórn hans steypt af stóli af [[Bolsévikar|Bolsévikum]] undir stjórn [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]] í [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]]. Kerenskíj eyddi því sem eftir var ævinnar í útlegð í París og New York og vann lengi hjá [[Hoover-stofnunin|Hoover-stofnuninni]].
==Æviágrip==
Aleksandr Kerenskíj fæddist í Simbirsk við [[Volga|Volgu]] þann 1. maí 1881. Faðir hans, Fjodor Kerenskíj, var kennari sem kenndi m.a. [[Vladímír Lenín|Vladímír Úljanov (Lenín)]]. Kerenskíj- og Úljanovfjölskyldurnar voru kunnugar og vinveittar hver annarri. Árið 1899 gekk Kerenskíj í háskóla í [[Sankti Pétursborg]] og nam sagnfræði, heimspeki og síðan lögfræði. Hann fékk lögfræðigráðu árið 1904 og kvæntist Olgu Lvovnu Baranvskaju, dóttur rússnesks hershöfðingja, sama ár.<ref>[http://www.stanfordalumni.org/news/magazine/2001/janfeb/features/kerensky.html A Doomed Democracy] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20070311025735/http://www.stanfordalumni.org/news/magazine/2001/janfeb/features/kerensky.html |date=2007-03-11 }} Bernard Butcher, Stanford Magazine, janúar/febrúar 2001.</ref> Eftir byltinguna árið 1905 vann Kerenskíj sem ráðgjafi fórnarlamba ofbeldisins í byltingarátökunum. Hann fékk brátt orð á sig fyrir að vinna oft sem verjandi ýmissa grunaðra byltingarsinna.<ref>Political Figures of Russia, 1917, Biographical Dictionary, Large Russian Encyclopedia, 1993, p. 143.</ref>
Árið 1912 náði Kerenskíj kjöri á rússneska þingið sem þingmaður Trúdóvika, hófsams verkamannaflokks sem kenndi sig ekki við [[Marxismi|marxisma]] en var þó bendlaður við sósíalíska byltingarflokka. Flokkurinn var hluti af [[Frímúrarar|Frímúrarareglu]] sem beitti sér fyrir sameiningu lýðveldissinna sem vildu afnema keisaraembættið og vinna að lýðræðislegri endurnýjun Rússlands.<ref>{{cite web | url=http://russiapedia.rt.com/prominent-russians/politics-and-society/aleksandr-kerensky/ | title=Prominent Russians: Aleksandr Kerensky | publisher=RT|location=Russia | accessdate=23. apríl 2014}}</ref>
Þann 28. maí 1914, eftir inngöngu Rússlands í [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjöldina]], sendi Kerenskíj beiðni til öldungadeilarinnar um að koma lista af ráðleggingum sem fara þyrfti eftir til þess að vinna stríðið til keisarans. Þar á meðal ráðlagði Kerenskíj keisaranum að breyta innanríkisstefnu sinni, frelsa pólitíska fanga, gefa Finnlandi stjórnarskrá á ný, gefa Póllandi aukið sjálfstæði, gefa minnihlutahópum menningarlegt sjálfstæði, hætta mismunun á grundvelli trúarbragða og hætta að áreita lögleg stéttarfélög.<ref>{{Cite web |url=http://e-libra.ru/read/351855-aleksandr-Kerenskíj-demokrat-vo-glave-rossii.html |title=Alexander Kerensky. The Democrat in charge of Russia |access-date=2017-07-23 |archive-date=2017-03-05 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170305010525/http://e-libra.ru/read/351855-aleksandr-Kerensk%C3%ADj-demokrat-vo-glave-rossii.html |dead-url=yes }}</ref>
===Febrúarbyltingin===
[[File:Kerensky24971v.jpg|thumb|left|Kerenskíj (til vinstri) flytur ræðu fyrir rússneska hermenn á austurvígstöðvunum árið 1917.]]
Kerenskíj var einn helsti leiðtogi [[Febrúarbyltingin|febrúarbyltingar]] ársins 1917. Þegar [[Nikulás 2.]] sagði af sér varð Kerenskíj dómsmálaráðherra nýju bráðabirgðastjórnarinnar. Ríkisstjórnin var stokkuð upp þegar kom í ljós að hún ætlaði sér að halda stríðsrekstrinum áfram og Kerenskíj varð þar með stríðsmálaráðherra. Hann heimsótti austurvígstöðvarnar og flutti ræður til að stappa stálinu í hermennina. Þóttu ræðurnar tilkomumiklar en ekki svo mjög að þær hefðu nein varanleg áhrif. Þann 17. júní hleypti Kerenskíj af stað „Kerenskíj-áhlaupinu“ gegn suðurher [[Miðveldin|Miðveldanna]]. Í fyrstu tókst áhlaupið vel upp en brátt var það stöðvað og rekið til baka af gagnárás Þjóðverja og Austurríkismanna. Mannfallið var hátt í Rússahernum og há tíðni liðhlaups, skemmdarverka og uppreisna sýndu greinilega að herinn vildi ekki lengur gera árás.
Herinn gagnrýndi Kerenskíj harðlega fyrir [[Frjálslyndisstefna|frjálslynd]] stefnumál sín, þ.á.m. að gefa byltingarsinnuðum „hermannanefndum“ stjórn yfir hernum frekar en liðsforingjum og að afnema dauðarefsingar.
Þann 2. júli 1917 var ríkisstjórnin stokkuð upp á ný. Eftir að Kerenskíj tókst að bæla tímabundið niður uppgang [[Bolsévikar|Bolsévikanna]] með því að saka Lenín um að vera á málum hjá Þjóðverjum varð Kerenskíj forsætisráðherra. Eftir misheppnað valdarán íhaldsafla í ágúst varð hann einnig yfirmaður hersins. Þann 15. september lýsti Kerenskíj yfir stofnun lýðveldis í Rússlandi.
Helsta áskorun Kerenskíj var sú að Rússar voru dauðþreyttir eftir að hafa barist í fyrri heimsstyrjöldinni í þrjú ár. Stríðið var afar óvinsælt meðal lágstéttanna og sérstaklega meðal hermanna. Allir höfðu staðið í þeirri trú að samið yrði um vopnahlé þegar bráðabirgðastjórnin tæki við og töldu sig nú svikna. Á sama tíma lofuðu Vladímír Lenín og Bolsévikaflokkurinn „frið, landi og brauði“ undir stjórn [[Kommúnismi|kommúnista]]. Herinn var í upplausn vegna skorts á aga og liðhlaupar flykktust úr honum í milljónatali. Kerenskíj bætti ekki úr skák með því að einangra hægrisinnaða íhaldsmenn og sýna Bolsévikum nokkra linkind til að halda stuðningi vinstrimanna. Þegar hann handtók [[Lavr Kornilov]] í kjölfar valdaránstilraunar hans stóð Kerenskíj án bandamanna gegn Bolsévikum til hægri.
===Októberbyltingin===
[[File:Kerensky.jpg|right|thumb|Kerenskíj í skrifstofu sinni.]]
Kerenskíj hafði úthlutað vopnum til verkamanna í Pétursborg eftir valdaránstilraun Kornilov. Í nóvember voru þessir verkamenn flestir gengnir til liðs við Bolsévika. Dagana 6.–7. nóvember (25.–26. október á gregorísku tímatali) hleyptu Bolsévikar af stað [[Októberbyltingin|nýrri byltingu]]. Í borginni studdi nánast enginn ríkisstjórn Kerenskíj. Aðeins ein herdeild, fyrsta kvennaherdeild Pétursborgar, barðist með ríkisstjórninni gegn Bolsévikum en var fljótt sigruð af mun stærri herafla byltingarmanna.<ref>[http://russiasgreatwar.org/media/military/women_soldiers.shtml Women Soldiers in Russia's Great War], Great War, 23. júlí 2017</ref> Það tók Bolsévika innan við 20 klukkustundir að ná tökum á ríkisstjórninni.
Kerenskíj komst undan og flúði til Pskov, þar sem hann safnaði liði og reyndi að leiða gagnárás til að endurheimta Pétursborg. Liðssveit hans tókst að hertaka [[Tsarskoje Selo]] en var sigruð næsta dag við Pulkovo. Kerenskíj tókst með naumindum að flýja og faldi sig næstu vikurnar áður en hann flúði land og kom loks til Frakklands. Í [[Rússneska borgarastyrjöldin|rússnesku borgarastyrjöldinni]] studdi hann hvoruga fylkinguna því hann var andsnúinn bæði Bolsévikum og hvítliðum.<ref name=alþýðublaðið>{{Tímarit.is|717|Kerenskij og Bandamenn|útgáfudagsetning=27. desember 1919|blað=[[Alþýðublaðið]]|blaðsíða=1}}</ref>
===Útlegð===
Kerenskíj settist að í París og heimsótti Bandaríkin stöku sinnum til að safna fjárheitum fyrir málstað sinn. Árið 1939 skildi Kerenskíj við konu sína og kvæntist ástralskri blaðakonu að nafni Lydiu „Neil“ Tritton.<ref>[http://www.adb.online.anu.edu.au/biogs/A160496b.htm Tritton, Lydia Ellen (1899–1946) Biographical Entry – Australian Dictionary of Biography Online]</ref> Parið flutti til Bandaríkjanna þegar Þjóðverjar réðust inn í Frakkland árið 1940.
Eftir að Þjóðverjar gerðu [[Innrásin í Sovétríkin|innrás]] í [[Sovétríkin]] árið 1941 bauð Kerenskíj [[Jósef Stalín]] stuðning sinn, en lýsti þó yfir efasemdum um að Sovétmenn gætu unnið bug á innrásraliðinu.<ref>[https://books.google.com/books?id=gEwEAAAAMBAJ&printsec=frontcover#v=onepage&q&f=false Soviet's Chances]. Aleksandr Kerenskíj. ''[[Life]]'', 14. júlí 1941, bls. 76.</ref> Eftur dauða konu hans árið 1946 flutti Kerenskíj varanlega til Bandaríkjanna þar sem hann vann hjá [[Hoover-stofnunin]]ni og [[Stanford-háskóli|Stanford-háskóla]] í [[Kalifornía|Kaliforníu]]. Hann lést á heimili sínu í [[New York-borg|New York]] árið 1970 og var þá einn síðasti eftirlifandi þátttakandi í rússnesku byltingunni árið 1917.
== Heimild ==
* {{wpheimild | tungumál = En | titill = Alexander Kerensky | mánuðurskoðað = 20. júní | árskoðað = 2017}}
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnar Rússlands |
frá = [[21. júlí]] [[1917]]|
til = [[7. nóvember]] [[1917]]|
fyrir = [[Georgíj Lvov]] |
eftir = [[Vladímír Lenín]]<br>{{small|(sem formaður þjóðfulltrúaráðs)}} |
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Kerenskíj, Aleksandr}}
{{fde|1881|1970|Kerenskíj, Aleksandr}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Rússlands]]
[[Flokkur:Rússneskir byltingarmenn]]
[[Flokkur:Stjórnmálaleiðtogar í fyrri heimsstyrjöldinni]]
[[Flokkur:Varnarmálaráðherrar Rússlands]]
2dogwto7ikbwcnc8fo1t3j2cpb3eqnx
Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir
0
139839
1763630
1761808
2022-08-03T16:46:16Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
<small>''Listinn er ekki tæmandi''</small>.
* [[Aeterna]]
* [[Agent Fresco]]
* [[Andlát (hljómsveit)|Andlát]]
* [[Angist]]
* [[Ask the Slave]]
* [[Atrum]]
* [[Auðn (hljómsveit)|Auðn]]
* [[Bastard]]
* [[Beneath]]
* [[Bisund]]
* [[Blood Feud]]
* [[Botnleðja]]
* [[Blóðmör (hljómsveit)|Blóðmör]]
* [[Bootlegs]]
* [[Brain Police]]
* [[Brothers Majere]]
* [[Búdrýgindi]]
* [[Carpe Noctem]]
* [[Celestine]]
* [[Churchouse Creepers]]
* [[Cranium (hljómsveit)|Cranium]]
* [[Cult of Lilith]]
* [[Changer]]
* [[Dark Harvest]]
* [[Darknote]]
* [[Deathmetal Supersquad]]
* [[Denver (hljómsveit)|Denver]]
* [[Devine Defilement]]
* [[Dimma (hljómsveit)|Dimma]]
* [[Drep (hljómsveit)|Drep]]
* [[Dr. Spock]]
* [[Drýsill]]
* [[Dys]]
* [[Elixír]]
* [[Endless Dark]]
* [[Exizt]]
* [[Fighting Shit]]
* [[Finngálkn (hljómsveit)|Finngálkn]]
* [[Forgarður helvítis]]
* [[Fortíð]]
* [[Future Future]]
* [[Gaddavír (hljómsveit)|Gaddavír]]
* [[Gavin Portland]]
* [[Gone Postal]]
* [[Graveslime]]
* [[Gypsy (hljómsveit)|Gypsy]]
* [[HAM]]
* [[Helshare]]
* [[Hostile]]
* [[I Adapt]]
* [[In Memoriam]]
* [[In the Company of Men]]
* [[Klink]]
* [[Lightspeed Legend]]
* [[Katla (hljómsveit)|Katla]]
* [[Kontinuum]]
* [[Masters of Darkness]]
* [[Mínus (hljómsveit)|Mínus]]
* [[Misþyrming]]
* [[MaidenIced]]
* [[Momentum]]
* [[Morpolith]]
* [[Munnriður]]
* [[Múr (hljómsveit)|Múr]]
* [[Múspell (hljómsveit)|Múspell]]
* [[Myra]]
* [[Myrk]]
* [[Naðra (hljómsveit)|Naðra]]
* [[Nevolution]]
* [[Níðhöggur (hljómsveit)|Níðhöggur]]
* [[Norn (hljómsveit)|Norn]]
* [[Ophidian I]]
* [[Patronian]]
* [[Plastic Gods]]
* [[Power Paladin]]
* [[Potentiam]]
* [[Retron]]
* [[Ring of Gyges]]
* [[Saktmóðigur]]
* [[Sólstafir]]
* [[Severed]]
* [[Sign]]
* [[Shiva (hljómsveit)|Shiva]]
* [[Sinmara]]
* [[Skítur (hljómsveit)|Skítur]]
* [[Sororicide]]
* [[Start (hljómsveit)|Start]]
* [[Strigaskór nr. 42]]
* [[Skálmöld]]
* [[Svartidauði (hljómsveit)|Svartidauði]]
* [[Une Misere]]
* [[Vansköpun (hljómsveit)|Vansköpun]]
* [[Vígspá]]
* [[Volcanova]]
* [[The Vintage Caravan]]
* [[We Made God]]
* [[Withered]]
* [[Þrumuvagninn]]
* [[Zhrine]]
* [[XIII (hljómsveit)|XIII]]
==Tengill==
[https://www.metal-archives.com/lists/IS Listi yfir íslenskar þungarokkssveitir á Metal-Archives]
[[Flokkur:Íslenskar hljómsveitir]]
[[Flokkur:Íslenskar þungarokkshljómsveitir]]
[[Flokkur:Listar tengdir Íslandi]]
[[Flokkur:Listar um tónlist|íslenskar hljómsveitir]]
iyxdbwye3ksepc0x3vhri1v2sdmqo2t
Kasper Schmeichel
0
142243
1763656
1717168
2022-08-03T20:24:33Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:20140904 - Kasper Schmeichel.jpg|thumb|Kasper Schmeichel.]]
'''Kasper Peter Schmeichel''' (fæddur 5. nóvember 1986 í [[Kaupmannahöfn]]) er danskur knattspyrnumaður sem spilar sem markmaður með [[OGC Nice]] og danska landsliðinu. Hann er sonur markmannsins [[Peter Schmeichel]] sem spilaði með [[Manchester United]] lengst af.
Schmeichel hóf ferilinn með [[Manchester City]] en fékk fá tækifæri þar sem [[Joe Hart]] og [[Shay Given]] voru í meiri forgangi. Þar var hann frá 2005 til 2009 en var lánaður til ýmissa félaga á þessu tímabili. Eftir það spreytti hann sig með [[Notts County]] og [[Leeds United]]. Frá 2011 hefur hann verið með Leicester og vann ensku meistaradeildina árið 2013-2014 og ensku úrvalsdeildina með félaginu árið 2015-2016.
Árið 2022 yfirgaf hann Leicester. Hann spilaði í 11 ár með félaginu og 479 leiki.
Schmeichel hefur spila með danska landsliðinu síðan árið 2013.
==Heimild==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Kasper Schmeichel|mánuðurskoðað= 25. feb.|árskoðað= 2018 }}
{{stubbur|æviágrip}}
{{commonscat|Kasper Schmeichel}}
[[Flokkur:Danskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1986]]
o1t77uv96h009ym45199vcgsspd3ke1
1763657
1763656
2022-08-03T20:25:25Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:20140904 - Kasper Schmeichel.jpg|thumb|Kasper Schmeichel.]]
'''Kasper Peter Schmeichel''' (fæddur 5. nóvember 1986 í [[Kaupmannahöfn]]) er danskur knattspyrnumaður sem spilar sem markmaður með [[OGC Nice]] og danska landsliðinu. Hann er sonur markmannsins [[Peter Schmeichel]] sem spilaði með [[Manchester United]] lengst af.
Schmeichel hóf ferilinn með [[Manchester City]] en fékk fá tækifæri þar sem [[Joe Hart]] og [[Shay Given]] voru í meiri forgangi. Þar var hann frá 2005 til 2009 en var lánaður til ýmissa félaga á þessu tímabili. Eftir það spreytti hann sig með [[Notts County]] og [[Leeds United]]. Frá 2011 var hann með [[Leicester City]] og vann ensku meistaradeildina árið 2013-2014 og ensku úrvalsdeildina með félaginu árið 2015-2016.
Árið 2022 yfirgaf hann Leicester. Hann spilaði í 11 ár með félaginu og 479 leiki.
Schmeichel hefur spila með danska landsliðinu síðan árið 2013.
==Heimild==
* {{wpheimild|tungumál= en|titill= Kasper Schmeichel|mánuðurskoðað= 25. feb.|árskoðað= 2018 }}
{{stubbur|æviágrip}}
{{commonscat|Kasper Schmeichel}}
[[Flokkur:Danskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1986]]
6ctfwa4as6sc5fdigkqqpahk3orj85v
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1763661
1763455
2022-08-03T20:43:51Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
[[File:Webb's First Deep Field.jpg|200px|right||alt=James Webb-geimsjónaukinn|link=James Webb-geimsjónaukinn]]
* [[3. ágúst]]: [[Eldgos]] hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
* [[11. júlí]]: Fyrstu myndirnar teknar með '''[[James Webb-geimsjónaukinn|James Webb-geimsjónaukanum]]''' (''sjá mynd'') eru birtar almenningi.
* [[8. júlí]]: '''[[Shinzō Abe]]''', fyrrum forsætisráðherra [[Japan]]s er skotinn til bana þegar hann heldur ræðu í borginni Nara.
* [[7. júlí]]: '''[[Boris Johnson]]''' stígur niður sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] en hyggst vera forsætisráðherra til haustsins. Þetta kemur í kjölfar þess að síðustu tvo sólarhringa sögðu 14 ráðherrar í stjórn hans af sér.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí) • [[Kristbjörn Albertsson]] (18. júlí) • [[Shinzō Abe]] (8. júlí)
9guc7ll7mefcbklcsjkj90q2gxxj5av
1763681
1763661
2022-08-04T00:25:55Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Webb's First Deep Field.jpg|200px|right||alt=James Webb-geimsjónaukinn|link=James Webb-geimsjónaukinn]]
* [[3. ágúst]]: [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgos]] hefst við '''[[Meradalir|Meradali]]''' austan við [[Fagradalsfjall]] um miðjan dag þegar 300 metra sprunga opnast.
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
* [[11. júlí]]: Fyrstu myndirnar teknar með '''[[James Webb-geimsjónaukinn|James Webb-geimsjónaukanum]]''' (''sjá mynd'') eru birtar almenningi.
* [[8. júlí]]: '''[[Shinzō Abe]]''', fyrrum forsætisráðherra [[Japan]]s er skotinn til bana þegar hann heldur ræðu í borginni Nara.
* [[7. júlí]]: '''[[Boris Johnson]]''' stígur niður sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] en hyggst vera forsætisráðherra til haustsins. Þetta kemur í kjölfar þess að síðustu tvo sólarhringa sögðu 14 ráðherrar í stjórn hans af sér.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Eldgosið við Meradali 2022|Eldgosið við Meradali]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[Ayman al-Zawahiri]] (31. júlí) • [[Bill Russell]] (31. júlí) • [[David Trimble]] (25. júlí) • [[Kristbjörn Albertsson]] (18. júlí) • [[Shinzō Abe]] (8. júlí)
o3vuqwwukzg0hrq5c3jr7ba83yyxhc0
OGC Nice
0
155953
1763654
1756907
2022-08-03T18:44:01Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið
| Fullt nafn = OGC Nice
| mynd = -
| Gælunafn = Les Aiglons
| Stytt nafn =
| Stofnað = 9 júlí 1904
| Leikvöllur = [[Allianz Riviera]]
| Stærð = 36.178
| Eigandi = [[Ineos]]
| Knattspyrnustjóri =
| Deild =[[Ligue 1]]
| Tímabil = 2021-22
| Staðsetning = 5. sæti
|pattern_la1 = _ogcnice1920h
|pattern_b1 = _ogcnice1920h
|pattern_ra1 = _ogcnice1920h
|pattern_sh1 = _ogcnice1920h
|pattern_so1 = _ogcnice1920h
|leftarm1 = 000000
|body1 = 000000
|rightarm1 = 000000
|shorts1 = 000000
|socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 = _ogcnice1920a
|pattern_b2 = _ogcnice1920a
|pattern_ra2 = _ogcnice1920a
|pattern_sh2 = _ogcnice1920a
|pattern_so2 = _ogcnice1920a
| leftarm2 = FFFFFF
|body2 = FFFFFF
|rightarm2 = FFFFFF
|shorts2 = FFFFFF
|socks2 = FFFFFF
|pattern_la3 = _ogcnice1920t
|pattern_b3 = _ogcnice1920t
|pattern_ra3 = _ogcnice1920t
|pattern_sh3 = _ogcnice1920t
|pattern_so3 =
| leftarm3 = 4169E1
|body3 = 4169E1
|rightarm3 = 4169E1
|shorts3 = 000000
|socks3 = 000000
}}
'''Olympique Gymnaste Club Nice''' eða OGC Nice er franskt fótboltafélag í borginni [[Nice]], sem var stofnað árið 1904. OGC Nice spilar heimaleiki sína á Allianz Riviera. Nice hefur 4 sinnum orðið franskir deildarameistarar, fyrst tímabilið 1950-1951, síðan 1951-1952, 1955-56 og síðast 1958-1959. Á árum áður spilaði Nice heimaleiki sína á frá árinu 1927 til 2013 á Stade Municipal du Ray. Í september árið 2013 spilaði Nice sinn fyrsta leik á Allianz Riviera.
== Tilvísanir==
*[https://www.sportsbusinessdaily.com/Global/Issues/2012/07/24/Marketing-and-Sponsorship/Nice.aspx "Allianz Buys Stadium Naming Rights To Ligue 1 Club Nice's New Facility"]. SBJ Daily. 24 júní 2012. (sótt 21.01.20).
*Ívan Guðjón Baldursson, [https://www.fotbolti.net/news/11-06-2018/patrick-vieira-tekinn-vid-nice-stadfest "Patrick Vieira tekinn við Nice (Staðfest)"]. Fóbolti.net. 11. júní 2018. (sótt 21.01.20).
[[Flokkur:Frönsk knattspyrnufélög]]
n8a1a8xer7epaiie9p3ym2xb6ipub52
Úljanovsk
0
157675
1763700
1747755
2022-08-04T10:33:21Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Ульяновск.jpg|thumb|right|Úljanovsk.]]
'''Úljanovsk''' ([[rússneska]]: Ульяновск) er [[borg]] í [[Rússland]]i. Mannfjöldi var um það bil 626 þúsund árið [[2018]]. Borgin var fæðingarstaður [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]], leiðtoga fyrsta leiðtoga [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
Borgin hét upphaflega '''Símbírsk''' (rússneska: Симбирск) en nafni hennar var breytt eftir dauða Leníns árið 1926. Nafnið Úljanovsk er dregið af upphaflegu ættarnafni Leníns, Úljanov.
{{Stubbur|landafræði|Rússland}}
[[Flokkur:Borgir í Rússlandi]]
dqwyavnigfyvsic6ks92n9ngsmbt5o3
Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna
0
157715
1763698
1723724
2022-08-04T10:14:07Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
|flokksnafn_íslenska = Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna
|flokksnafn_formlegt = Коммунистическая партия Советского Союза
|mynd =[[Mynd:КПСС.svg|150px|center|]]
|fylgi =
|litur = #D40000
|aðalritari= [[Elena Stasova]] {{small|(fyrst; apr. 1917–1918)}}<br>[[Míkhaíl Gorbatsjov]] {{small|(síðastur; mars 1985–ág. 1991)}}
|stofnandi= [[Vladímír Lenín]]
|stofnár = {{start date and age|1912}}
|lagt niður = {{start date and age|1991}}
|félagatal = 19 milljónir (1986)
|höfuðstöðvar = [[Moskva]]
|hugmyndafræði = [[Kommúnismi]], [[marx-lenínismi]]
|einkennislitur = Rauður {{Colorbox|#D40000}}
}}
'''Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna''' var stofnflokkur og stjórnarflokkur [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]]. Ríkið var [[flokksræði]] Kommúnistaflokksins til ársins 1990, en þá samþykkti [[Æðstaráð Sovétríkjanna]] breytingar á 6. gr. sovésku stjórnarskrárinnar, sem hafði tryggt Kommúnistaflokknum einokun á stjórnmálakerfinu.
Flokkurinn var stofnaður árið 1912 af [[Bolsévikar|bolsévikum]], meirihlutahópi undir forystu [[Vladímír Lenín|Vladímírs Lenín]] sem hafði klofnað úr [[Sósíaldemókrataflokkur Rússlands|Sósíaldemókrataflokki Rússlands]] og sölsað undir sig völd í Rússlandi í [[Októberbyltingin|októberbyltingunni]] árið 1917. Flokkurinn var leystur upp 74 árum síðar, þann 29. ágúst árið 1991, stuttu eftir [[Sovéska valdaránstilraunin 1991|misheppnaða valdaránstilraun]] harðlínumanna gegn stjórn [[Míkhaíl Gorbatsjov|Míkhaíls Gorbatsjov]], aðalritara Kommúnistaflokksins og forseta Sovétríkjanna. Flokkurinn var alfarið bannaður þremur mánuðum síðar þann 6. nóvember 1991.
Flokkurinn var [[Kommúnismi|kommúnistaflokkur]] sem var að nafninu til skipulagður á grundvelli „lýðræðislegrar miðstýringar“. Meginreglan um lýðræðislega miðstýringu, sem Lenín hafði þróað, fól í sér lýðræðislegar og opnar umræður um flokksstefnu innan Kommúnistaflokksins og kröfu um einróma samheldni um samþykkt stefnumál. Æðsta stofnunin innan flokksins var [[Flokksþing Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|flokksþingið]], sem kom saman á fimm ára fresti. Þegar flokksþingið sat ekki var [[Aðalnefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|aðalnefndin]] æðsta stofnun flokksins. Þar sem aðalnefndin hittist aðeins tvisvar á ári voru flestar ákvarðanir dagsdaglega teknar af [[Stjórnmálanefnd Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|stjórnmálanefndinni]], [[Ritararáð Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|ritararáðinu]] og [[Skipulagsráð Kommúnistaflokks Sovétríkjanna|skipulagsráðinu]] (til ársins 1952). Flokksleiðtoginn var ríkisstjórnarleiðtogi Sovétríkjanna og var ýmist [[Aðalritari sovéska kommúnistaflokksins|aðalritari flokksins]], [[Forsætisráðherra Sovétríkjanna|forsætisráðherra landsins]] eða þjóðhöfðingi þess (en aldrei allt þrennt í senn). Flokksleiðtoginn var í reynd formaður stjórnmálanefndarinnar og æðsti handhafi framkvæmdavaldsins í Sovétríkjunum. Aldrei tókst formlega að leysa úr togstreitu milli flokksins og ríkisins ([[Ráðherraráð Sovétríkjanna|ráðherraráðs Sovétríkjanna]]) um dreifingu ríkisvaldsins, en í reynd var flokkurinn ávallt ofan á og völdin söfnuðust jafnan í höndum eins flokksleiðtoga (fyrst Leníns og síðan aðalritaranna).
Eftir stofnun Sovétríkjanna árið 1922 kynnti Lenín til sögunnar [[blandað hagkerfi]] sem gjarnan var kallað „[[nýja efnahagsstefnan]]“ og gerði ráð fyrir því að sumum kapítalískum efnahagsaðferðum yrði viðhaldið undir stjórn flokksins til þess að hægt yrði að þróa skilyrðin fyrir sósíalisma í efnahagslega vanþróuðu landinu. Þegar [[Jósef Stalín]] varð leiðtogi flokksins árið 1929 var [[marx-lenínismi]], blanda af upprunalegum hugmyndum Leníns og þýska hugsuðarins [[Karl Marx|Karls Marx]], formlega viðurkenndur sem hugmyndafræði flokksins. Við það sat það sem eftir var af tilveru flokksins. Flokkurinn rak ríkissósíalisma þar sem allur iðnaður var þjóðnýttur og stofnað var til [[tilskipanahagkerfi]]s. Eftir [[seinni heimsstyrjöldin]]a kom [[Níkíta Khrústsjov]] á umbótum sem drógu úr miðstýringu efnahagskerfisins og gerðu sovéskt samfélag frjálslyndara. Þegar kom á níunda áratuginn höfðu ýmsir þættir, þar á meðal [[kalda stríðið]], [[kjarnorkukapphlaupið]] gegn Bandaríkjunum og óleystir vankantar á efnahagskerfinu, leitt til efnahagsstöðnunar á stjórnartíð [[Leoníd Brezhnev|Leoníds Brezhnev]]. Eftir að [[Míkhaíl Gorbatsjov]] tók við stjórnartaumunum árið 1985 var reynt að umbreyta sovéska efnahagskerfinu í átt að [[markaðshagkerfi]] á ný. Gorbatsjov og bandamenn hans sáu fyrir sér að hagkerfi svipað hinni „nýju efnahagsstefnu“ Leníns yrði byggt upp með stefnunni ''[[perestrojka]]'', eða endurskipulagningu. Umbæturnar og innleiðing frjálsra kosninga leiddu hins vegar fyrir að völd Kommúnistaflokksins dvínuðu og að eftir [[upplausn Sovétríkjanna]] var flokkurinn að endingu bannaður að undirlagi [[Boris Jeltsín|Borisar Jeltsín]], fyrsta [[Forseti Rússlands|forseta]] [[Rússland|rússneska sambandslýðveldisins]].
Ýmsir þættir leiddu til þess að Kommúnistaflokkurinn missti tökin og að Sovétríkin hrundu snemma á tíunda áratuginum. Sumir sagnfræðingar telja að stefna Gorbatsjovs um ''[[glasnost]]'' (pólitískt gagnsæi) hafi verið helsta orsökin og að hún hafi dregið úr stjórn flokksins á sovésku samfélagi. Gorbatsjov taldi sjálfur að ''perestrojka'' án ''glasnots'' gæti ekki haft tilætluð áhrif. Aðrir hafa kennt efnahagsstöðnun og almennum vonbrigðum alþýðunnar með kommúníska hugmyndafræði um. Á síðustu árum Kommúnistaflokksins voru héraðsflokkar í stjórnsýslueiningum Rússlands sameinaðir í Kommúnistaflokk rússneska sovétlýðveldisins. Eftir að Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna var leystur upp urðu kommúnistaflokkar hinna [[Sovétlýðveldi|sovétlýðveldanna]] sjálfstæðir og gerðu margbreytilegar breytingar á starfsemi sinni. Í Rússlandi varð til [[Kommúnistaflokkur rússneska sambandsríkisins]], sem er gjarnan talinn arftaki bolsévikaarfleifðar gamla Kommúnistaflokksins í dag.<ref>{{cite web |url=http://www.knowbysight.info/index.asp |title=Справочник по истории Коммунистической партии и Советского Союза 1898 - 1991 |trans-title=Handbók um sögu Kommúnistaflokksins og Sovétríkjanna 1898 - 1991 |work=Knowbysight.info |date=4. febrúar 2014 |access-date=3. júní 2020 |archive-date=9. september 2014 |archive-url=https://web.archive.org/web/20140909114912/http://www.knowbysight.info/index.asp |language=rússneska}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{sa|1912|1991}}
[[Flokkur:Kommúnistaflokkar|Sovétríkin]]
[[Flokkur:Sovésk stjórnmál]]
gmi1lt0yx6avoebkq4gcp3bqtav4fyh
Islam Karimov
0
159120
1763712
1734332
2022-08-04T11:45:55Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Islam Karimov
| mynd = Valdis Dombrovskis tiekas ar Uzbekistānas prezidentu (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Islam Karimov árið 2013.}}
| titill= Forseti Úsbekistans
| stjórnartíð_start = [[1. september]] [[1991]]
| stjórnartíð_end = [[2. september]] [[2016]]
| fæddur = [[30. janúar]] [[1938]]
| fæðingarstaður = [[Samarkand]], [[Sovétlýðveldið Úsbekistan|úsbeska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dánardagur ={{dauðadagur og aldur|2016|9|2|1938|1|30}}
| dánarstaður = [[Taskent]], [[Úsbekistan]]
| stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Úsbekistan)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] (2006–2016)<br>[[Lýðræðisflokkur alþýðunnar (Úsbekistan)|Lýðræðisflokkur alþýðunnar]] (1991–2006)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (fyrir 1991)
| maki = Natalía Kútsjmí (skilin)<br>Tatíana Karimova (1967–2016)
| börn = 3
| undirskrift = Автограф Ислама Каримова.jpg
}}
'''Islam Abdúganjevítsj Karimov''' (30. janúar 1938 – 2. september 2016<ref>{{Vefheimild|titill=Andlát Karimovs staðfest|url=https://www.ruv.is/frett/andlat-karimovs-stadfest|útgefandi=RÚV|ár=2016|mánuður=2. september|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=25. september|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref><ref name=":0">{{Vefheimild|url=http://www.press-service.uz/ru/news/5320/|titill=Медицинское заключение о болезни и причине смерти Ислама Абдуганиевича Каримова|safnslóð=https://web.archive.org/web/20160918002659/http://www.press-service.uz/ru/news/5320/|ár=2016|mánuður=2. september|vefsíða=www.press-service.uz|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|safnár=2016|safnmánuður=2. september}}</ref>) var úsbeskur stjórnmálamaður sem var fyrsti forseti lýðveldisins [[Úsbekistan]]s frá sjálfstæði ríkisins frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] árið 1991. Fyrir [[hrun Sovétríkjanna]] hafði Karimov verið aðalritari landsdeildar [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] í Úsbekistan. Hann hélt völdum í landinu eftir sjálfstæði þess og stýrði því allt til dauðadags árið 2016. Karimov var [[einræðisherra]] og stjórn hans var alræmd fyrir mannréttindabrot og harðræði gegn íbúum landsins.
== Æviágrip ==
=== Æska og uppvöxtur ===
Karimov átti úsbeskan föður og [[Tadsjikar|tadsíska]] móður. Hann ólst upp á barnaheimili. Hann nam [[verkfræði]] og [[hagfræði]] í [[Taskent]] og árið 1966 hóf hann vinnu hjá [[Gosplan]], ríkisáætlananefnd [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
=== Stjórnmálaferill ===
Karimov kleif metorðastigann innan [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokksins]]. Árið 1983 varð hann fjármálaráðherra í úsbeska sovétlýðveldinu og árið 1986 varð hann varaformaður ráðherraráðsins.
Karimov komst til valda árið 1989 í Úsbekistan þegar hann varð aðalritari landsdeildar kommúnistaflokksins þar í landi. Þann 24. mars 1990 varð hann forseti úsbeska sovétlýðveldisins.
=== Forseti Úsbekistans ===
Þann 31. ágúst 1991 lýsti Karimov yfir sjálfstæði Úsbekistans frá Sovétríkjunum. Þann 29. desember sama ár vann hann fyrstu forsetakosningar nýja ríkisins með 90 % atkvæða. Kosningarnar voru víða álitnar ósanngjarnar þar sem kosningabaráttan var ekki frjáls og átt var við atkvæðatalninguna. Hið sama hefur gilt um allar kosningar í Úsbekistan upp frá því. Eftir kjör Karimovs til forseta herti hann tökin á ríkinu með því að handtaka stjórnarandstæðinga eða reka þá úr landi.
Þann 26. mars árið 1995, fáeinum mánuðum áður en fyrsta kjörtímabili Karimovs hefði átt að ljúka, var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem samþykkt var að framlengja fyrsta kjörtímabilið um fimm ár. Þann 9. janúar árið 2000 var gengið til forsetakosninga þar sem Karimov hlaut rúmlega 90% atkvæðanna. Mótframbjóðandi hans tilkynnti að hann hefði sjálfur greitt Karimov atkvæði. Þann 27. febrúar 2002 var haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem samþykkt var að lengja kjörtímabil forsetans úr fimm árum í sjö.
Karimov bældi niður allt andóf af hörku og vændi andstæðinga sína gjarnan um [[íslam]]skt trúarofstæki. Þetta gat hann gert með vísan til vopnaðrar baráttu vígahópsins [[Íslamshreyfing Úsbekistans|Íslamshreyfingar Úsbekistans]] í landinu. Í fyrstu var Karimov vinveittur [[Vesturveldin|vesturveldunum]] og eftir [[hryðjuverkin 11. september 2001]] leyfði hann [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] að byggja herstöðvar í Úsbekistan til að nýta við [[Stríðið í Afganistan (2001–2021)|stríðið í Afganistan]].
Þann 13. maí árið 2005 voru rúmlega 300 óvopnaðir mótmælendur myrtir af öryggissveitum Karimovs í borginni [[Andijan]] í kjölfar vopnaðra átaka fyrr um daginn.<ref>[http://www.amnesty.org/en/library/asset/EUR62/011/2006/en/0927eead-d435-11dd-8743-d305bea2b2c7/eur620112006en.html Uzbekistan: Andizhan one year on – the victims must not be forgotten] [[Amnesty International]], 11. maí 2006.</ref> [[Evrópusambandið]] lét í kjölfarið banna vopnasölur til Úsbekistans og Bandaríkin gagnrýndu jafnframt Karimov fyrir aðgerðir stjórnar hans. Eftir þetta urðu Bandaríkin og NATÓ að láta af hendi herstöðvar sínar í Úsbekistan og Karimov fór fremur að halla sér að [[Rússland]]i í utanríkisstefnu sinni. Þann 14. október sama ár skrifaði Karimov undir gagnkvæman varnarsáttmála við Rússland.
=== Dauði ===
Þann 28. ágúst 2016 tilkynnti skrifstofa forsetans að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.press-service.uz/ru/news/5312/|titill=ИНФОРМАЦИОННОЕ СООБЩЕНИЕ|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|ár=2016|mánuður=28. ágúst|vefsíða=www.press-service.uz|safnslóð=https://web.archive.org/web/20160830080201/http://www.press-service.uz/ru/news/5312/|safnár=2016|safnmánuður=30. ágúst}}</ref> Næsta dag tilkynnti dóttir Karimovs að hann hefði fengið [[heilablóðfall]]. Orðrómar heyrðust um að Karimov væri látinn en andlát hans var ekki staðfest opinberlega.<ref>{{Vefheimild|titill=With Uzbekistan’s Ruler Gravely Ill, Questions Arise on Succession|útgefandi=''[[The New York Times]]''|url=http://www.nytimes.com/2016/08/30/world/asia/uzbekistan-president-islam-karimov.html|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|höfundur=Neil Macfarquhar|mánuður=2016|ár=29. ágúst|issn=0362-4331}}</ref> Óvissan um heilsuástand Karimovs leiddi til vangaveltna um það hver eftirmaður hans á forsetastól yrði.<ref>{{Vefheimild|titill=Who Could Replace Uzbekistan’s Ailing President?|útgefandi=RadioFreeEurope/RadioLiberty|url=http://www.rferl.org/content/who-would-replace-uzbekistan-karimov-president/27952766.html|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|höfundur=Bruce Pannier|ár=2016|mánuður=29. ágúst|tungumál=enska}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.nbcnews.com/news/world/uzbekistan-president-islam-karimov-s-health-woes-spark-speculation-n639916|titill=What happens when a nation loses the only leader in its history?|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|mánuður=31. ágúst|ár=2016|útgefandi=NBC News}}</ref>
Eftir margra daga óvissu tilkynnti embætti forsetans þann 2. september 2016 að Karimov væri látinn.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.bbc.com/news/world-asia-37260375|titill=Islam Karimov: Uzbekistan president's death confirmed - BBC News|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|tungumál=enska}}</ref> Opinberlega var dauði hans tímasettur klukkan 20:55 þann 2. september.<ref name=":0" />
Útför Karimovs var haldin þann 3. september 2016 í Samarkand. Formaður útfararnefndarinnar var forsætisráðherrann [[Shavkat Mirziyoyev]], sem bent var á sem mögulegan eftirmann Karimovs í forsetaembætti.<ref>[http://www.bbc.com/news/world-asia-37262972 «Islam Karimov: Uzbekistan to bury its strongman leader»], ''BBC News'', 3. september 2016. Skoðað 26. september 2020.</ref> Nigmatilla Júldasjev tók við forsetaembættinu til bráðabirgða í krafti embættis síns sem þingleiðtogi en hann lét völdin ganga til Mirzijojev eftir fáeina daga. Mirzijojev var kjörinn forseti þann 4. desember 2016.
== Fjölskylda ==
Karimov var kvæntur og átti tvær dætur. Sú eldri var Gúlnara Karimova og var fædd 1972 en hin yngri var Lola Karimova-Tilljaeva, fædd árið 1978.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forseti Úsbekistans |
frá = [[1. september]] [[1991]]|
til = [[2. september]] [[2016]]|
fyrir = Fyrstur í embætti |
eftir = [[Shavkat Mirziyoyev]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Karimov, Islam}}
{{fd|1938|2016}}
[[Flokkur:Forsetar Úsbekistans]]
fz3d7lfojnl0r3pfms538tr4z8zyuc9
1763720
1763712
2022-08-04T11:52:30Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Islam Karimov
| mynd = Valdis Dombrovskis tiekas ar Uzbekistānas prezidentu (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Islam Karimov árið 2013.}}
| titill= Forseti Úsbekistans
| stjórnartíð_start = [[1. september]] [[1991]]
| stjórnartíð_end = [[2. september]] [[2016]]
| fæddur = [[30. janúar]] [[1938]]
| fæðingarstaður = [[Samarkand]], [[Sovétlýðveldið Úsbekistan|úsbeska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| dánardagur ={{dauðadagur og aldur|2016|9|2|1938|1|30}}
| dánarstaður = [[Taskent]], [[Úsbekistan]]
| stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Úsbekistan)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]] (2006–2016)<br>[[Lýðræðisflokkur alþýðunnar (Úsbekistan)|Lýðræðisflokkur alþýðunnar]] (1991–2006)<br>[[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna]] (fyrir 1991)
| maki = Natalía Kútsjmí (skilin)<br>Tatíana Karimova (1967–2016)
| börn = 3
| undirskrift = Автограф Ислама Каримова.jpg
}}
'''Islam Abdúganjevítsj Karimov''' (30. janúar 1938 – 2. september 2016<ref>{{Vefheimild|titill=Andlát Karimovs staðfest|url=https://www.ruv.is/frett/andlat-karimovs-stadfest|útgefandi=RÚV|ár=2016|mánuður=2. september|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=25. september|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref><ref name=":0">{{Vefheimild|url=http://www.press-service.uz/ru/news/5320/|titill=Медицинское заключение о болезни и причине смерти Ислама Абдуганиевича Каримова|safnslóð=https://web.archive.org/web/20160918002659/http://www.press-service.uz/ru/news/5320/|ár=2016|mánuður=2. september|vefsíða=www.press-service.uz|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|safnár=2016|safnmánuður=2. september}}</ref>) var úsbeskur stjórnmálamaður sem var fyrsti forseti lýðveldisins [[Úsbekistan]]s frá sjálfstæði ríkisins frá [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] árið 1991. Fyrir [[hrun Sovétríkjanna]] hafði Karimov verið aðalritari landsdeildar [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|Kommúnistaflokksins]] í Úsbekistan. Hann hélt völdum í landinu eftir sjálfstæði þess og stýrði því allt til dauðadags árið 2016. Karimov var [[einræðisherra]] og stjórn hans var alræmd fyrir mannréttindabrot og harðræði gegn íbúum landsins.
== Æviágrip ==
=== Æska og uppvöxtur ===
Karimov átti úsbeskan föður og [[Tadsjikar|tadsíska]] móður. Hann ólst upp á barnaheimili. Hann nam [[verkfræði]] og [[hagfræði]] í [[Taskent]] og árið 1966 hóf hann vinnu hjá [[Gosplan]], ríkisáætlananefnd [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]].
=== Stjórnmálaferill ===
Karimov kleif metorðastigann innan [[Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna|sovéska kommúnistaflokksins]]. Árið 1983 varð hann fjármálaráðherra í úsbeska sovétlýðveldinu og árið 1986 varð hann varaformaður ráðherraráðsins.
Karimov komst til valda árið 1989 í Úsbekistan þegar hann varð aðalritari landsdeildar kommúnistaflokksins þar í landi. Þann 24. mars 1990 varð hann forseti úsbeska sovétlýðveldisins.
=== Forseti Úsbekistans ===
Þann 31. ágúst 1991 lýsti Karimov yfir sjálfstæði Úsbekistans frá Sovétríkjunum. Þann 29. desember sama ár vann hann fyrstu forsetakosningar nýja ríkisins með 90 % atkvæða. Kosningarnar voru víða álitnar ósanngjarnar þar sem kosningabaráttan var ekki frjáls og átt var við atkvæðatalninguna. Hið sama hefur gilt um allar kosningar í Úsbekistan upp frá því. Eftir kjör Karimovs til forseta herti hann tökin á ríkinu með því að handtaka stjórnarandstæðinga eða reka þá úr landi.
Þann 26. mars árið 1995, fáeinum mánuðum áður en fyrsta kjörtímabili Karimovs hefði átt að ljúka, var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem samþykkt var að framlengja fyrsta kjörtímabilið um fimm ár. Þann 9. janúar árið 2000 var gengið til forsetakosninga þar sem Karimov hlaut rúmlega 90% atkvæðanna. Mótframbjóðandi hans tilkynnti að hann hefði sjálfur greitt Karimov atkvæði. Þann 27. febrúar 2002 var haldin önnur þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem samþykkt var að lengja kjörtímabil forsetans úr fimm árum í sjö.
Karimov bældi niður allt andóf af hörku og vændi andstæðinga sína gjarnan um [[íslam]]skt trúarofstæki. Þetta gat hann gert með vísan til vopnaðrar baráttu vígahópsins [[Íslamshreyfing Úsbekistans|Íslamshreyfingar Úsbekistans]] í landinu. Í fyrstu var Karimov vinveittur [[Vesturveldin|vesturveldunum]] og eftir [[hryðjuverkin 11. september 2001]] leyfði hann [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] og [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] að byggja herstöðvar í Úsbekistan til að nýta við [[Stríðið í Afganistan (2001–2021)|stríðið í Afganistan]].
Þann 13. maí árið 2005 voru rúmlega 300 óvopnaðir mótmælendur myrtir af öryggissveitum Karimovs í borginni [[Andijan]] í kjölfar vopnaðra átaka fyrr um daginn.<ref>[http://www.amnesty.org/en/library/asset/EUR62/011/2006/en/0927eead-d435-11dd-8743-d305bea2b2c7/eur620112006en.html Uzbekistan: Andizhan one year on – the victims must not be forgotten] [[Amnesty International]], 11. maí 2006.</ref> [[Evrópusambandið]] lét í kjölfarið banna vopnasölur til Úsbekistans og Bandaríkin gagnrýndu jafnframt Karimov fyrir aðgerðir stjórnar hans. Eftir þetta urðu Bandaríkin og NATÓ að láta af hendi herstöðvar sínar í Úsbekistan og Karimov fór fremur að halla sér að [[Rússland]]i í utanríkisstefnu sinni. Þann 14. október sama ár skrifaði Karimov undir gagnkvæman varnarsáttmála við Rússland.
=== Dauði ===
Þann 28. ágúst 2016 tilkynnti skrifstofa forsetans að hann hefði verið lagður inn á sjúkrahús.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.press-service.uz/ru/news/5312/|titill=ИНФОРМАЦИОННОЕ СООБЩЕНИЕ|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|ár=2016|mánuður=28. ágúst|vefsíða=www.press-service.uz|safnslóð=https://web.archive.org/web/20160830080201/http://www.press-service.uz/ru/news/5312/|safnár=2016|safnmánuður=30. ágúst}}</ref> Næsta dag tilkynnti dóttir Karimovs að hann hefði fengið [[heilablóðfall]]. Orðrómar heyrðust um að Karimov væri látinn en andlát hans var ekki staðfest opinberlega.<ref>{{Vefheimild|titill=With Uzbekistan’s Ruler Gravely Ill, Questions Arise on Succession|útgefandi=''[[The New York Times]]''|url=http://www.nytimes.com/2016/08/30/world/asia/uzbekistan-president-islam-karimov.html|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|höfundur=Neil Macfarquhar|mánuður=2016|ár=29. ágúst|issn=0362-4331}}</ref> Óvissan um heilsuástand Karimovs leiddi til vangaveltna um það hver eftirmaður hans á forsetastól yrði.<ref>{{Vefheimild|titill=Who Could Replace Uzbekistan’s Ailing President?|útgefandi=RadioFreeEurope/RadioLiberty|url=http://www.rferl.org/content/who-would-replace-uzbekistan-karimov-president/27952766.html|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|höfundur=Bruce Pannier|ár=2016|mánuður=29. ágúst|tungumál=enska}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.nbcnews.com/news/world/uzbekistan-president-islam-karimov-s-health-woes-spark-speculation-n639916|titill=What happens when a nation loses the only leader in its history?|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|mánuður=31. ágúst|ár=2016|útgefandi=NBC News}}</ref>
Eftir margra daga óvissu tilkynnti embætti forsetans þann 2. september 2016 að Karimov væri látinn.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.bbc.com/news/world-asia-37260375|titill=Islam Karimov: Uzbekistan president's death confirmed - BBC News|mánuðurskoðað=25. september|árskoðað=2020|tungumál=enska}}</ref> Opinberlega var dauði hans tímasettur klukkan 20:55 þann 2. september.<ref name=":0" />
Útför Karimovs var haldin þann 3. september 2016 í Samarkand. Formaður útfararnefndarinnar var forsætisráðherrann [[Shavkat Mirziyoyev]], sem bent var á sem mögulegan eftirmann Karimovs í forsetaembætti.<ref>[http://www.bbc.com/news/world-asia-37262972 «Islam Karimov: Uzbekistan to bury its strongman leader»], ''BBC News'', 3. september 2016. Skoðað 26. september 2020.</ref> Nigmatilla Júldasjev tók við forsetaembættinu til bráðabirgða í krafti embættis síns sem þingleiðtogi en hann lét völdin ganga til Mirziyoyev eftir fáeina daga. Mirziyoyev var kjörinn forseti þann 4. desember 2016.
== Fjölskylda ==
Karimov var kvæntur og átti tvær dætur. Sú eldri var Gúlnara Karimova og var fædd 1972 en hin yngri var Lola Karimova-Tilljaeva, fædd árið 1978.
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forseti Úsbekistans |
frá = [[1. september]] [[1991]]|
til = [[2. september]] [[2016]]|
fyrir = Fyrstur í embætti |
eftir = [[Shavkat Mirziyoyev]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Karimov, Islam}}
{{fd|1938|2016}}
[[Flokkur:Forsetar Úsbekistans]]
1vug2aktiiw0w8zcwyqr9y6oiab2za5
Manneskja ársins hjá Time
0
159412
1763699
1763249
2022-08-04T10:20:34Z
TKSnaevarr
53243
/* Listi yfir manneskjur ársins */
wikitext
text/x-wiki
{{DISPLAYTITLE:Manneskja ársins hjá ''Time''}}
'''Manneskja ársins''' (e. '''Person of the Year'''; kynjað sem [karl]maður ársins eða kona ársins til ársins 1999) er árlegt eintak af bandaríska tímaritinu ''[[Time]]'' sem fjallar um einstakling, hóp, hugmynd eða hlut sem hefur „til hins betra eða verra […] gert mest til þess að hafa áhrif á atburði ársins“.<ref>{{cite book | title=Person of the Year: 75th Anniversary Celebration | edition=Special Collector's | location=New York | publisher=Time Books | year=2002 | oclc=52817840}}</ref>
==Bakgrunnur==
Sú hefð að velja mann ársins hófst árið 1927 þegar ritstjórar ''[[Time]]'' veltu fyrir sér hverjir hefðu verið mest áberandi í fréttum ársins. Með hugmyndinni átti líka að bæta upp fyrir það að flugmaðurinn [[Charles Lindbergh]] hafði ekki birst á forsíðu blaðsins eftir sögulegt einstaklingsflug sitt yfir Atlantshafið sama ár. Í lok ársins voru því tvær flugur slegnar í einu höggi með því að hafa Lindbergh á forsíðunni.<ref>''Time'' (2002), ''Person of the Year: 75th Anniversary Celebration'', p. 1.</ref>
==Listi yfir manneskjur ársins==
{| class="wikitable sortable plainrowheaders"
! scope="col" width="4%" | Ár
! scope="col" width="4%" | Mynd
! scope="col" width="15" | Val
! scope="col" width="10%" | Ævi
! scope="col" width="43%" | Athugasemdir
! scope="col" width="17%" | Í öðru sæti
|-
| 1927
| [[File:Charles Lindbergh Time cover 1928.jpg|border|80px]]
! scope="row" |[[Charles Lindbergh]]
| 1902–1974
| Fyrsta einstaklingsflugið yfir Atlantshafið.
| Rowspan=73 |
|-
| 1928
| [[File:Walter P. Chrysler at White House (cropped).png|border|80px]]
! scope="row" | [[Walter Chrysler]]
| 1875–1940
| Árið 1928 stóð Chrysler fyrir samruna [[Chrysler-félagið|Chrysler-félagsins]] við Dodge og hóf síðan að reisa [[Chrysler-byggingin|Chrysler-bygginguna]].
|-
| 1929
| [[File:Owen D. Young.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Owen D. Young]]
| 1874–1962
| Young var formaður nefndar sem samdi árið 1929 [[Young-áætlunin|Young-áætlunina]] til að auðvelda Þjóðverjum að greiða stríðsskaðabætur vegna [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].
|-
| 1930
| [[File:Gandhi Time cover 1931.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Mohandas Gandhi|Mahatma Gandhi]]
| 1869–1948
| Gandhi var leiðtogi [[Sjálfstæðisbarátta Indlands|indversku sjálfstæðishreyfingarinnar]]. Árið 1930 leiddi hann 400 km mótmælagöngu gegn lagningu saltskatts í [[breska Indland]]i.
|-
| 1931
| [[File:Pierre Laval-TIME-1932.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Pierre Laval]]
| 1883–1945
| Laval var kjörinn [[forsætisráðherra Frakklands]] árið 1931. Laval var vinsæll í bandarískum fjölmiðlum á þessum tíma fyrir að andmæla [[Hoover-stöðvunin]]ni, tímabundinni frystingu á greiðslu stríðsskaðabóta úr fyrri heimsstyrjöldinni sem var óvinsæl bæði í Frakklandi og Bandaríkjunum.<ref>{{Cite web |url=http://www.time.com/time/covers/0,16641,19320104,00.html |title=Original ''Time'' article |access-date=2020-10-14 |archive-date=2013-08-13 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130813192000/http://www.time.com/time/covers/0,16641,19320104,00.html |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1932
| [[File:Franklin D. Roosevelt TIME Man of the Year 1933 color photo.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Franklin D. Roosevelt]]
| 1882–1945
| Roosevelt vann stórsigur í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1932|forsetakosningum Bandaríkjanna árið 1932]] á móti sitjandi forsetanum [[Herbert Hoover]].
|-
| 1933
| [[File:Hugh S. Johnson.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Hugh S. Johnson]]
| 1882–1942
| Árið 1933 var Johnson útnefndur framkvæmdastjóri viðreisnarframkvæmdaráðs Bandaríkjanna. Franklin D. Roosevelt forseti fól honum að sameina iðnað, verkalýð og ríkisstjórn til að semja reglur um „sanngjörn vinnubrögð“ og staðlað verðlag.
|-
| 1934
| [[File:Franklin D. Roosevelt Time cover 1935.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Franklin D. Roosevelt]] (2)
| 1882–1945
| Roosevelt var [[forseti Bandaríkjanna]] frá 1933 til 1945. Árið 1934 var aðgerðaáætlun hans, [[Ný gjöf|nýja gjöfin]], farin að bera ávöxt.
|-
| 1935
| [[File:Haile Selassie Time cover 1936.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Haile Selassie]]
| 1892–1975
| Selassie var [[Eþíópíukeisari]] árið 1935, þegar Ítalir réðust inn í landið og hófu [[annað stríð Ítalíu og Eþíópíu]].
|-
| 1936
| [[File:Wallis Simpson -1936.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[Wallis Simpson]]
| 1896–1986
| Árið 1936 leiddi samband Simpsons við [[Játvarður 8. Bretlandskonungur|Játvarð 8. Bretlandskonung]] til þess að konungurinn sagði af sér til að geta kvænst henni.
|-
| rowspan="2" | 1937
| [[File:Chiang Kai-shek(蔣中正).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Chiang Kai-shek]]
| 1887–1975
| Chiang var forsætisráðherra Lýðveldisins Kína við upphaf [[Annað stríð Kína og Japan|seinna stríðs Kína og Japans]] árið 1937.
|-
| [[File:Soong May-ling wearing China Air Force pin.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Soong Mei-ling]]
| 1898–2003
| Soong var eiginkona Chiangs Kai-shek frá 1927 þar til hann lést árið 1975. Í blaðinu var hún kölluð Frú Chiang Kai-shek og þau voru bæði heiðruð í blaðinu sem „hjón ársins“.<ref name="Soong">{{cite web |url=http://content.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2019712_2019710_2019671,00.html |title=Mme Chiang Kai-Shek: 1937 |author=Joan Levenstein |access-date=December 7, 2016 |work=Time}}</ref>
|-
| 1938
| [[File:Bundesarchiv Bild 183-H1216-0500-002, Adolf Hitler (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Adolf Hitler]]
| 1889–1945
| Sem [[kanslari Þýskalands]] stóð Hitler árið 1938 fyrir sameiningu landsins við [[Austurríki]] og [[Súdetaland]] með ''[[Anschluss]]''-ferlinu annars vegar og [[München-sáttmálinn|Münchenarsamkomulaginu]] hins vegar. Í stað venjulegrar portrettmyndar var forsíðan skreytt teikningu eftir [[Rudolph von Ripper]] sem bar titilinn „Hitler leikur haturssálminn“.<ref name=HitlerCover>{{cite news|work=Time|url=https://time.com/5573720/hitler-world-influence/|title=130 Years After Hitler's Birth, He Continues to Live as a Symbol of Evil|first=Jeffrey|last=Kluger|author-link=Jeffrey Kluger}}</ref>
|-
| 1939
| [[File:CroppedStalin1943.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jósef Stalín]]
| 1878–1953
| Árið 1939 var Stalín [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og í reynd leiðtogi Sovétríkjanna. Hann stóð fyrir undirritun [[Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn|griðasáttmála]] við [[þriðja ríkið]] og síðan fyrir sameiginlegri [[Innrásin í Pólland|innrás í Pólland]].
|-
| 1940
| [[File:Churchill portrait NYP 45063.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Winston Churchill]]
| 1874–1965
| Churchill var [[forsætisráðherra Bretlands]] árið 1940 í [[Orrustan um Dunkerque|flóttanum frá Dunkerque]] og [[Orrustan um Bretland|orrustunni um Bretland]].
|-
| 1941
| [[File:Franklin Roosevelt signing declaration of war against Japan.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Franklin D. Roosevelt]] (3)
| 1882–1945
| Roosevelt var [[forseti Bandaríkjanna]] árið 1941 þegar [[árásin á Perluhöfn]] var gerð og Bandaríkin gengu inn í [[seinni heimsstyrjöldin]]a. Ritstjórn blaðsins var búin að velja teiknimyndapersónuna [[Dúmbó]] fyrir forsíðuna sem „spendýr ársins“ áður en árásin var gerð en eftir hana var ákveðið að setja Roosevelt í staðinn.<ref name="WDFM">{{cite web |url=https://www.waltdisney.org/blog/timely-dumbo-almost-cover-boy |title=The Timely "Dumbo": Almost a Cover Boy |work=[[Walt Disney Family Museum]] |date=May 16, 2011 |accessdate=December 7, 2017}}</ref>
|-
| 1942
| [[File:JStalin Secretary general CCCP 1942.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jósef Stalín]] (2)
| 1878–1953
| Árið 1942 var Stalín bæði [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] og [[forsætisráðherra Sovétríkjanna]] og stýrði ríkinu á meðan [[orrustan um Stalíngrad]] var háð.
|-
| 1943
| [[File:George C. Marshall, U.S. Secretary of State (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George Marshall]]
| 1880–1959
| Sem yfirmaður hershöfðingjaráðs Bandaríkjahers lék Marshall árið 1943 lykilhlutverk í skipulagningu heráætlunar Bandaríkjamanna í seinni heimsstyrjöldinni.
|-
| 1944
| [[File:General Dwight D. Eisenhower.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Dwight D. Eisenhower]]
| 1890–1969
| Eisenhower var æðsti herleiðtogi bandamanna í Evrópu við [[Innrásin í Normandí|innrásina í Normandí]] 1944.
|-
| 1945
| [[File:Harry S. Truman.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Harry S. Truman]]
| 1884–1972
| Truman varð forseti Bandaríkjanna eftir dauða Franklins D. Roosevelt árið 1945 og skipaði [[kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki]].
|-
| 1946
| [[File:James F. Byrnes cph.3c32232.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[James F. Byrnes]]
| 1879–1972
| Byrnes var utanríkisráðherra Bandaríkjanna í [[Íransdeilan 1946|Íransdeilunni 1946]] og tók æ harðari afstöðu gegn Stalín. Í ræðu sinni um stefnu Bandaríkjanna í garð Þýskalands lagði hann línurnar fyrir utanríkisstefnu landsins á komandi árum, hafnaði [[Morgenthau-áætlunin]]ni og gaf Þjóðverjum von um betri framtíð.
|-
| 1947
| [[File:George C. Marshall, U.S. Secretary of State (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George Marshall]] (2)
| 1880–1959
| Marshall var útnefndur utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1947 og var einn af hönnuðum [[Marshalláætlunin|Marshalláætlunarinnar]].
|-
| 1948
| [[File:Truman initiating Korean involvement.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Harry S. Truman]] (2)
| 1884–1972
| Truman var sjálfur kjörinn Bandaríkjaforseti [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1948|árið 1948]], sem var talinn einn óvæntasti kosningasigur í sögu Bandaríkjanna.<ref>{{cite web |url=https://www.pbs.org/wgbh/americanexperience/features/general-article/truman-politics/ |title=General Article: Presidential Politics |author=''[[American Experience]]'' |publisher=pbs.org |date= |access-date=2020-10-14 |archive-date=2017-02-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20170221085231/http://www.pbs.org/wgbh/americanexperience/features/general-article/truman-politics/ |dead-url=yes }}</ref><ref>{{cite web |url=http://www.sampler.isr.umich.edu/2012/featured/isr-and-the-truman-dewey-upset/ |title=ISR and the Truman/Dewey upset |author=Susan Rosegrant |editor=''[[University of Michigan]]'' |publisher=isr.umich.edu |date=April 18, 2012 |url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20130402213551/http://www.sampler.isr.umich.edu/2012/featured/isr-and-the-truman-dewey-upset/ |archivedate=April 2, 2013 |df=mdy-all}}</ref><ref>{{cite web |url=http://life.time.com/history/dewey-defeats-truman-the-story-behind-a-classic-political-photo/#1 |title=Behind the Picture: ‘Dewey Defeats Truman’ |author=Ben Cosgrove |publisher=Time Magazine |date=October 21, 2012 |access-date=október 14, 2020 |archive-date=maí 5, 2015 |archive-url=https://web.archive.org/web/20150505005029/http://life.time.com/history/dewey-defeats-truman-the-story-behind-a-classic-political-photo/#1 |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1949
| [[File:Sir Winston S Churchill.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Winston Churchill]] (2)
| 1874–1965
| Churchill var lýstur „maður hálfaldarinnar“ eftir að hafa leitt Bretland og bandamenn til sigurs í seinni heimsstyrjöldinni. Árið 1949 var Churchill leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Bretlandi.
|-
| 1950
| [[File:Man-of-the-Year-TIME-1951.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bandaríkjaher|Bandaríski hermaðurinn]]
|
| Í nafni bandarískra hermanna í [[Kóreustríðið|Kóreustríðinu]] (1950–1953).
|-
| 1951
| [[File:Mossadeghmohammad.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Múhameð Mossadek]]
| 1882–1967
| Árið 1951 var Mossadek kjörinn forsætisráðherra [[Íran]]s. Hann rak vestræn olíufélög frá landinu og hóf þannig [[Abadankreppan|Abadankreppuna]].
|-
| 1952
| [[File:Queen Elizabeth II-TIME-1953.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Elísabet 2. Bretadrottning|Elísabet 2.]]
| Fædd 1926
| Árið 1952 tók Elísabet við krúnu [[Bretland]]s og [[Breska samveldið|breska samveldisins]] eftir dauða föður síns, [[Georg 6. Bretlandskonungur|Georgs 6. konungs]].
|-
| 1953
| [[File:Konrad-Adenauer-TIME-1954.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Konrad Adenauer]]
| 1876–1967
| Árið 1953 var Adenauer endurkjörinn [[Kanslari Þýskalands|kanslari Vestur-Þýskalands]].
|-
| 1954
| [[File:Senator John Foster Dulles (R-NY) (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[John Foster Dulles]]
| 1888–1959
| Sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna árið 1954 var Dulles hönnuður [[Suðaustur-Asíubandalagið|Suðaustur-Asíubandalagsins]].
|-
| 1955
| [[File:Mr. Harlow H. Curtice, General Manager. Buick Motor Division.jpg|border|80px]] <!-- Do NOT place a non-free file here, per WP:NFTABLE and WP:NFLISTS -->
! scope="row" | [[Harlow Curtice]]
| 1893–1962
| Curtice var forseti [[General Motors]] (GM) frá 1953 til 1958. Árið 1955 seldi GM fimm milljónir farartækja og varð fyrst fyrirtækja til að þéna heilan milljarð Bandaríkjadollara á einu ári.<ref>{{Cite news |title=Harlow H. Curtice is dead at 69 |work=[[The New York Times]] |date=November 4, 1962 |url=http://select.nytimes.com/mem/archive/pdf?res=F40A11F9385B12718DDDAD0894D9415B828AF1D3 |accessdate=October 6, 2009}} (fee for article)</ref>
|-
| 1956
| [[File:Szétlőtt harckocsi a Móricz Zsigmond körtéren.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Uppreisnin í Ungverjalandi|Ungverski frelsisbaráttumaðurinn]]
|
| Í nafni byltingarmanna sem tóku þátt í [[Uppreisnin í Ungverjalandi|uppreisninni árið 1956]].
|-
| 1957
| [[File:Nikita-Khrushchev-TIME-1958.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Níkíta Khrústsjov]]
| 1894–1971
| Árið festi Khrústsjov sig í sessi sem leiðtogi Sovétríkjanna með því að klekkja á tilraun forsætisnefndarinnar til að bola honum frá völdum. Hann leiddi Sovétríkin jafnframt inn í [[geimkapphlaupið]] með skoti [[Spútnik 1]] á sporbaug.
|-
| 1958
| [[File:Charles-DeGaulle-TIME-1959.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Charles de Gaulle]]
| 1890–1970
| De Gaulle var útnefndur [[forsætisráðherra Frakklands]] í maí árið 1958 og eftir hrun [[Fjórða franska lýðveldið|fjórða lýðveldisins]] og stofnun [[Fimmta franska lýðveldið|fimmta lýðveldisins]] var hann kjörinn [[Forseti Frakklands|forseti landsins]] í desember.
|-
| 1959
| [[File:Dwight D. Eisenhower, official photo portrait, May 29, 1959.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Dwight D. Eisenhower]] (2)
| 1890–1969
| Eisenhower var forseti Bandaríkjanna frá 1953 til 1961.
|-
| 1960
| [[File:Conical flask teal.svg|80px]]
! scope="row" | [[Vísindi í Bandaríkjunum|Bandarískir vísindamenn]]
|
| Í nafni [[George Wells Beadle|George Beadle]], [[Charles Stark Draper|Charles Draper]], [[John Franklin Enders|John Enders]], [[Donald A. Glaser]], [[Joshua Lederberg]], [[Willard Libby]], [[Linus Pauling]], [[Edward Mills Purcell|Edward Purcell]], [[Isidor Isaac Rabi|Isidor Rabi]], [[Emilio G. Segrè|Emilio Segrè]], [[William Shockley]], [[Edward Teller]], [[Charles Hard Townes|Charles Townes]], [[James Van Allen]] og [[Robert Burns Woodward|Robert Woodward]].
|-
| 1961
| [[File:John F. Kennedy, White House photo portrait, looking up.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[John F. Kennedy]]
| 1917–1963
| Kennedy var svarinn í forsetaembætti Bandaríkjanna árið 1961 og skipaði [[Innrásin í Svínaflóa|innrásina í Svínaflóa]] síðar sama ár.
|-
| 1962
| [[File:Pope John XXIII - Time Magazine Cover - January 4, 1963.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jóhannes 23.]]
| 1881–1963
| Jóhannes 23. var [[páfi]] [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] frá 1958 til 1963. Árið 1962 bauðst hann til að miðla málum í [[Kúbudeilan|Kúbudeilunni]] og vann sér hylli beggja deiluaðila. Hann hóf jafnframt [[síðara Vatíkanþingið]] sama ár.
|-
| 1963
| [[File:Martin Luther King, Jr..jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Martin Luther King, Jr.]]
| 1929–1968
| King var leiðtogi í [[Mannréttindabarátta blökkumanna í Bandaríkjunum|réttindabaráttu bandarískra blökkumanna]] og flutti ræðuna frægu „Ég á mér draum“ árið 1963.
|-
| 1964
| [[File:37 Lyndon Johnson 3x4.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Lyndon B. Johnson]]
| 1908–1973
| Johnson var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]] árið 1964, tryggði framgang [[Réttindafrumvarpið 1964|réttindafrumvarpsins]] síðar sama ár, lýsti yfir [[Stríðið gegn fátækt|stríði gegn fátækt]] og jók afskipti Bandaríkjamanna af [[Víetnamstríðið|Víetnamstríðinu]].
|-
| 1965
| [[File:Gen William C Westmoreland.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[William Westmoreland]]
| 1914–2005
| Westmoreland hershöfðingi var leiðtogi Bandaríkjahers í [[Suður-Víetnam]] í Víetnamstríðinu.
|-
| 1966
| [[File:US Birth Rates.svg|80px]]
! scope="row" | [[Uppgangskynslóðin|Arftakinn]]
|
| Í nafni kynslóðar bandarískra ungmenna á og undir 25 ára aldri.
|-
| 1967
| [[File:LBJ3.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Lyndon B. Johnson]] (2)
| 1908–1973
| Johnson var forseti Bandaríkjanna frá 1963 til 1969.
|-
| 1968
| [[File:Apollo 8 Crewmembers - GPN-2000-001125.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Geimfari|Geimfararnir]] í [[Apollo 8]]
|
| Árið 1968 varð áhöfn Apollo 8 ([[William Anders]], [[Frank Borman]] og [[Jim Lovell]]) fyrst til þess að ferðast út fyrir lága sporbraut um jörðina. Hún fór á sporbraut um tunglið og ruddi þannig brautina fyrir fyrstu mönnuðu tunglferðina árið 1969.
|-
| 1969
| [[File:US map-Central.png|80px]]
! scope="row" | [[Mið-Bandaríkin|Mið-Bandaríkjamenn]]
|
| Einnig kallaðir „[[þögli meirihlutinn]]“.<ref>{{cite journal |last=Larsen |first=Roy |date=January 5, 1970 |title=A Letter From The Publisher |journal=Time |url=http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,943108,00.html#ixzz1EiZ91J8D |access-date=október 14, 2020 |archive-date=ágúst 22, 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130822171737/http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,943108,00.html#ixzz1EiZ91J8D |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1970
| [[File:Bundesarchiv B 145 Bild-F057884-0009, Willy Brandt.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Willy Brandt]]
| 1913–1992
| Sem kanslari [[Vestur-Þýskaland]]s varð Brandt kunnur fyrir að „reyna að stofna til fersks sambands milli austurs og vesturs“ með „[[Austurstefna|djarfri nálgun sinni]] á Sovétríkin og Austurblokkina“.<ref>"Willy Brandt", Time Magazine, January 4, 1971, [http://www.time.com/time/subscriber/personoftheyear/archive/stories/1970.htmlo online archive]{{Óvirkur hlekkur|bot=InternetArchiveBot }}. Retrieved July 11, 2007.</ref>
|-
| 1971
| [[File:Richard M. Nixon, ca. 1935 - 1982 - NARA - 530679.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Richard Nixon]]
| 1913–1994
| Nixon var forseti Bandaríkjanna frá 1969 til 1974.
|-
| rowspan="2" | 1972
| [[File:Richard M. Nixon 30-0316M original (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Richard Nixon]] (2)
| 1913–1994
| Nixon fór í [[Heimsókn Nixons til Kína 1972|heimsókn til Kína]] árið 1972, fyrstur Bandaríkjaforseta. Nixon samdi jafnframt um [[SALT I]]-samninginn við Sovétríkin og vann síðan endurkjör í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1972|forsetakosningum í lok ársins]] með einum stærsta atkvæðamun í sögu Bandaríkjanna.
|-
| [[File:Henry Kissinger.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Henry Kissinger]]
| Fæddur 1923
| Sem þjóðaröryggisráðgjafi forsetans fór Kissinger með Nixon til Kína árið 1972.
|-
| 1973
| [[File:WatergateFromAir.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[John Sirica]]
| 1904–1992
| Sem yfirmaður héraðsdómstólsins í Colombia-umdæmi skipaði Sirica árið 1973 Nixon forseta að afhenda hljóðupptökur af samræðum í [[Hvíta húsið|Hvíta húsinu]] í tengslum við [[Watergate-málið]].
|-
| 1974
| [[File:King Faisal of Saudi Arabia on on arrival ceremony welcoming 05-27-1971 (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Feisal bin Abdul Aziz al-Sád|Feisal konungur]]
| 1906–1975
| Feisal, [[konungur Sádi-Arabíu]], orsakaði [[Olíukreppan 1973|olíukreppuna 1973]] með því að draga sádiarabíska olíu af heimsmörkuðum til að mótmæla stuðningi vesturlanda við [[Ísrael]] í [[Jom kippúr-stríðið|jom kippúr-stríðinu]].
|-
| 1975
| [[File:MarilynMonroe - YankArmyWeekly.jpg|80px]]
! scope="row" | [[Bandaríkjakonur]]
|
| Í nafni [[Susan Brownmiller]], [[Kathleen Byerly]], [[Alison Cheek]], [[Jill Ker Conway|Jill Conway]], [[Betty Ford]], [[Ella T. Grasso|Ellu Grasso]], [[Carla Anderson Hills|Cörlu Hills]], [[Barbara Jordan|Barböru Jordan]], [[Billie Jean King]], [[Carol Sutton]], [[Susie Sharp]] og [[Addie Wyatt]].
|-
| 1976
| [[File:JimmyCarterPortrait2.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jimmy Carter]]
| Fæddur 1924
| Í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1976|forsetakosningum árið 1976]] sigraði Carter sitjandi forsetann [[Gerald Ford]] og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
|-
| 1977
| [[File:Anwar Sadat cropped.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Anwar Sadat]]
| 1918–1981
| Sem forseti Egyptalands varð Sadat fyrsti arabíski leiðtoginn sem ferðaðist til Ísraels árið 1977 til að ræða friðarsamning og stjórnmálasamband milli Ísraela og Egypta.
|-
| 1978
| [[File:Deng Xiaoping.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Deng Xiaoping]]
| 1904–1997
| Varaforsætisráðherra Kína. Deng steypti [[Hua Guofeng]] af stóli og varð í reynd æðsti stjórnandi Kína árið 1978.
|-
| 1979
| [[File:عکسی از خمینی.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[Ruhollah Khomeini]]
| 1902–1989
| Khomeini leiddi [[Íranska byltingin|írönsku byltinguna]] og tók sjálfum sér vald sem [[æðsti leiðtogi Írans]].
|-
| 1980
| [[File:Official Portrait of President Reagan 1981.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ronald Reagan]]
| 1911–2004
| Reagan vann sigur á móti sitjandi forsetanum [[Jimmy Carter]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1980|kosningum árið 1980]] og var kjörinn nýr [[forseti Bandaríkjanna]].
|-
| 1981
| [[File:Strajk sierpniowy w Stoczni Gdańskiej im. Lenina 22.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Lech Wałęsa]]
| Fæddur 1943
| Leiðtogi pólska verkalýðsfélagsins [[Samstaða (pólskt verkalýðsfélag)|Samstöðu]] og hönnuður [[Gdańsk-samkomulagið|Gdańsk-samkomulagsins]] þar til hann var handtekinn og [[herlög]]um var lýst í desember 1981.
|-
| 1982
| [[File:Sanco 8001.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Einkatölva|Tölvan]]
|
| Lýst vél ársins til að boða upphaf upplýsingaaldar.
|-
| rowspan="2" | 1983
|[[File:Official Portrait of President Reagan 1981.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ronald Reagan]] (2)
| 1911–2004
| Árið 1983 skipaði Reagan, sem [[forseti Bandaríkjanna]], [[Innrásin í Grenada|innrásina í Grenada]] og kynnti [[Geimvarnaráætlun Bandaríkjanna]].
|-
| [[File:Yuri Andropov - Soviet Life, August 1983.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Júríj Andropov]]
| 1914–1984
| Andropov, sem var [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]], var afar gagnrýninn á geimvarnaráætlun Reagans. Andropov var lagður inn á sjúkrahús í ágúst 1983 og lést næsta ár.
|-
| 1984
| [[File:Peter Ueberroth.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Peter Ueberroth]]
| Fæddur 1937
| Ueberroth stýrði skipulagningu [[Sumarólympíuleikarnir 1984|Sumarólympíuleikanna 1984]], sem [[Ólympíuleikarnir sniðgengnir|voru sniðgengnir]] af Sovétmönnum.
|-
| 1985
| [[File:Deng Xiaoping and Jimmy Carter at the arrival ceremony for the Vice Premier of China. - NARA - 183157-restored(cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Deng Xiaoping]] (2)
| 1904–1997
| Sem æðsti leiðtogi Kína varð Deng kunnur fyrir „yfirgripsmiklar efnahagsumbætur sem hafa gengið gegn marxískri rétthugsun“.<ref>{{cite news |url=http://articles.latimes.com/1985-12-30/news/mn-29833_1_heat-lamp |title=Time Picks China's Deng Xiaoping as Man of the Year |author=Jennings Parrott |newspaper=[[Los Angeles Times]] |date=December 30, 1985 |access-date=2020-10-14 |archive-date=2013-12-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20131203071728/http://articles.latimes.com/1985-12-30/news/mn-29833_1_heat-lamp |dead-url=yes }}</ref>
|-
| 1986
| [[File:Corazon Aquino 1986.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Corazon Aquino]]
| 1933–2009
| Aquino var einn af leiðtogum byltingarinnar í Filippseyjum 1986 og var kjörin forseti Filippseyja sama ár.
|-
| 1987
| [[File:Gorbachev (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Míkhaíl Gorbatsjov]]
| Fæddur 1931
| Sem aðalritari sovéska kommúnistaflokksins og leiðtogi Sovétríkjanna stýrði Gorbatsjov stjórnarumbótunum ''[[perestrojka]]'' árið 1987.
|-
| 1988
| [[File:Earth Eastern Hemisphere.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jörðin]]
|
| Valin „pláneta ársins“ með vísun í [[Móðir náttúra|móður náttúru]].
|-
| 1989
| [[File:RIAN archive 850809 General Secretary of the CPSU CC M. Gorbachev (crop).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Míkhaíl Gorbatsjov]] (2)
| Fæddur 1931
| Lýstur „maður áratugarins“. Sem [[aðalritari sovéska kommúnistaflokksins]] stóð Gorbatsjov fyrir fyrstu frjálsu kosningum [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] í aðdraganda upplausnar [[Austurblokkin|Austurblokkarinnar]].
|-
| 1990
| [[File:George H. W. Bush, President of the United States, 1989 official portrait (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George H. W. Bush]]
| 1924–2018
| Sem [[forseti Bandaríkjanna]] stóð Bush fyrir inngripi Bandaríkjanna í [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] (1990–1991).
|-
| 1991
| [[File:Ted Turner LF.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[Ted Turner]]
| Fæddur 1938
| Stofnandi [[CNN]]. Í greininni var áhersla lögð á umfjöllun CNN um [[Eyðimerkurstormsaðgerðin]]a og [[Persaflóastríðið (1991)|Persaflóastríðið]] og þar talað um „söguna í mótun“.
|-
| 1992
| [[File:Bill Clinton.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bill Clinton]]
| Fæddur 1946
| Clinton sigraði sitjandi forsetann [[George H. W. Bush]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 1992|forsetakosningum árið 1992]] og var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]].
|-
| 1993
| [[File:Peace sign.svg|80px]]
! scope="row" | Friðarsinnarnir
|
| Vísað var til [[Yasser Arafat|Yassers Arafat]], [[Frederik Willem de Klerk|F. W. de Klerk]], [[Nelson Mandela|Nelsons Mandela]] og [[Yitzhak Rabin|Yitshaks Rabin]].<br />Sem [[Forseti Suður-Afríku|ríkisforseti Suður-Afríku]] hafði De Klerk látið leysa Mandela úr fangelsi árið 1990 og þeir höfðu síðan unnið saman að því að binda enda á [[Aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku|aðskilnaðarstefnuna í landinu]].<br />Arafat, sem [[forseti palestínsku heimastjórnarinnar]], og Rabin, sem [[forsætisráðherra Ísraels]], skrifuðu árið 1993 undir [[Óslóarsamkomulagið]], sem var fyrsta samkomulagið sem ráðamenn Palestínu og Ísraels gerðu augliti til auglitis.
|-
| 1994
| [[File:JohannesPaul2-portrait.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jóhannes Páll 2.]]
| 1920–2005
| [[Páfi]] [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] frá 1978 til 2005.
|-
| 1995
| [[File:NewtGingrich.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Newt Gingrich]]
| Fæddur 1943
| Leiðtogi „Repúblikanabyltingarinnar“, stórsigurs [[Repúblikanaflokkurinn|Repúblikanaflokksins]] í þingkosningum Bandaríkjanna árið 1994 sem leiddi til þess að Gingrich var kjörinn [[forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings]].
|-
| 1996
| [[File:David Ho portrait.JPG|border|80px]]
! scope="row" | [[David Ho]]
| Fæddur 1952
| Vísindamaður og frumkvöðull í rannsóknum á [[alnæmi]].
|-
| 1997
| [[File:Andrew Grove.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Andrew Grove]]
| 1936–2016
| Árið 1997 var Grove formaður og framkvæmdastjóri [[Intel]], brautryðjandafyrirtækis í [[Hálfleiðari|hálfleiðaraiðnaðinum]].
| {{Collapsible list
| title = 3 í öðru sæti
| [[Díana prinsessa]]
| [[Alan Greenspan]]
| [[Ian Wilmut]]
| <ref>{{cite web|url=http://content.time.com/time/specials/packages/0,28757,2020559,00.html|title=Man of the Year 1997|work=[[Time (magazine)|Time]]|accessdate=16 February 2017|url-status=live|archiveurl=https://web.archive.org/web/20170216214322/http://content.time.com/time/specials/packages/0,28757,2020559,00.html|archivedate=16 February 2017|df=dmy-all}}</ref>
}}
|-
| rowspan="2" | 1998
| [[File:William J. Clinton - NCI Visuals Online (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bill Clinton]] (2)
| Fæddur 1946
| Sem [[forseti Bandaríkjanna]] var Clinton [[Landsdómur (Bandaríkin)|kærður til embættismissis]] árið 1998 vegna [[Lewinsky-hneykslið|Lewinsky-hneykslisins]]. [[Öldungadeild Bandaríkjaþings]] sýknaði hann af ákærunni.
| Rowspan="9" |
|-
| [[File:Starr-large (1).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ken Starr]]
| Fæddur 1946
| Starr, lögfræðingur sem rannsakaði ýmsa starfsmenn Clinton-stjórnarinnar, birti [[Starr-skýrslan|Starr-skýrsluna]] árið 1998 og ruddi þannig veginn fyrir ákæruferlið gegn Bill Clinton.
|-
| 1999
| [[File:Jeff Bezos' iconic laugh.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Jeff Bezos]]
| Fæddur 1964
| Bezos er stofnandi og framkvæmdastjóri [[Amazon.com]].
|-
| 2000
| [[File:GeorgeWBush.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[George W. Bush]]
| Fæddur 1946
| Árið 2000 sigraði Bush sitjandi varaforsetann [[Al Gore]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2000|kosningum]] og var kjörinn forseti Bandaríkjanna
|-
| 2001
| [[File:Rudy Giuliani.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Rudy Giuliani]]
| Fæddur 1944
| Giuliani var borgarstjóri [[New York-borg]]ar þegar [[hryðjuverkin 11. september 2001]] voru framin og var valinn sem tákn fyrir viðbrögðum Bandaríkjamanna við árásinni.
|-
| 2002
| [[File:Whistle icon.svg|80px]]
! scope="row" | [[Uppljóstrun|Uppljóstrararnir]]
|
| Í nafni [[Cynthia Cooper|Cynthiu Cooper]], [[Coleen Rowley]] og [[Sherron Watkins]].<br />Árip 2001 afhjúpaði Watkins bókhaldssvik í fjármálaskýrslum [[Enron]] og bar vitni fyrir þingnefnd næsta ár. Árið 2002 upplýsti Cooper 3,8 milljarða dollar fjársvik hjá [[WorldCom]]. Á þeim tíma voru þetta umfangsmestu bókhaldssvik í sögu Bandaríkjanna. Árið 2002 bar Rowley, starfsmaður hjá [[Bandaríska alríkislögreglan|bandarísku alríkislögreglunni]] (FBI), vitni um misferli í meðhöldlun FBI á gögnum í tengslum við hryðjuverkin 11. september 2001.
|-
| 2003
| [[File:2ID Recon Baghdad.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Bandaríkjaher|Bandaríski hermaðurinn]] (2)
|
| Í nafni bandarískra hermanna um allan heim, sérstaklega í [[Íraksstríðið|Íraksstríðinu]] (2003–2011).
|-
| 2004
| [[File:George-W-Bush.jpeg|border|80px]]
! scope="row" | [[George W. Bush]] (2)
| Fæddur 1946
| Árið 2004 vann Bush endurkjör sem forseti Bandaríkjanna og leiddi Bandaríkin í Íraksstríðinu.
|-
| 2005
| [[File:Bill og Melinda Gates 2009-06-03 (bilde 01).JPG|border|80px]]<br />[[File:Bono WEF 2008.jpg|border|80px]]
! scope="row" | Miskunnsömu Samverjarnir
|
| Í nafni [[Bono]], [[Bill Gates|Bills Gates]] og [[Melinda Gates|Melindu Gates]].<br />Bono, mannvinur og meðlimur í rokkhljómsveitinni [[U2]], hjálpaði við skipulagningu [[Live 8]]-tónleikanna árið 2005. Bill Gates, stofnandi Microsoft og ríkasti maður heims, og eiginkona hans, Melinda, settu á fót hjálparstofnunina [[Bill & Melinda Gates Foundation]].
|-
| 2006
|
! scope="row" | [[Þú]]<ref name="you">{{cite news | author=Lev Grossman | title=You – Yes, You – Are Time's Person of the Year | url=http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,1570810,00.html | work=Time | date=December 13, 2006 | accessdate=December 20, 2012 | archive-date=ágúst 24, 2013 | archive-url=https://web.archive.org/web/20130824225114/http://www.time.com/time/magazine/article/0,9171,1570810,00.html | dead-url=yes }}</ref>
|
| Í nafni sjálfstæðra útgefenda á [[internet]]inu.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Mahmoud Ahmadinejad]]
| [[Hu Jintao]]
| [[Kim Jong-il]]
| [[James Baker]]
| <ref>{{cite news|url=http://www.nbcnews.com/id/16242528/ns/us_news-life/t/time-magazines-person-year-you/|date=December 17, 2006|newspaper=Time|title=Time magazine's 'Person of the Year' is ... You|author=NBC News Staff}}</ref>
}}
|-
| 2007
| [[File:Vladimir Putin official portrait.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Vladímír Pútín]]<ref>{{cite news |author= |title=Person of the Year 2007 |url=http://www.time.com/time/specials/2007/0,28757,1690753,00.html |work=Time |year=2007 |accessdate=July 8, 2009 |archive-date=ágúst 24, 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130824201145/http://www.time.com/time/specials/2007/0,28757,1690753,00.html |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1952
| Árið 2007 var Pútín að ljúka öðru kjörtímabili sínu sem [[forseti Rússlands]] og búa sig undir embættistöku sem [[Forsætisráðherra Rússlands|forsætisráðherra]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Al Gore]]
| [[J. K. Rowling]]
| [[Hu Jintao]]
| [[David Petraeus]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,1690753,00.html|date=December 19, 2007|newspaper=Time|title=Complete List – Person of the Year 2007|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2008
| [[File:Obama portrait crop.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Barack Obama]]<ref>{{cite news |title=Person of the Year 2008 |url=http://www.time.com/time/specials/2008/personoftheyear/article/0,31682,1861543_1865068,00.html?cnn=yes |work=Time |accessdate=December 17, 2008 |date=December 17, 2008 |first=David |last=Von Drehle |archive-date=apríl 29, 2009 |archive-url=https://web.archive.org/web/20090429064022/http://www.time.com/time/specials/2008/personoftheyear/article/0,31682,1861543_1865068,00.html?cnn=yes |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1961
| Árið 2008 sigraði Obama [[John McCain]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2008|forsetakosningum]] og var kjörinn [[forseti Bandaríkjanna]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Henry Paulson]]
| [[Nicolas Sarkozy]]
| [[Sarah Palin]]
| [[Zhang Yimou]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,1861543,00.html|date=December 17, 2008|newspaper=Time|title=Person of the Year 2008|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2009
| [[File:Ben Bernanke official portrait.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Ben Bernanke]]<ref>{{cite news |url=http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1946375_1947251,00.html |title=Person of the Year 2009 |last=Grunwald |first=Michael |date=December 16, 2009 |work=Time |accessdate=December 16, 2009 |archive-date=ágúst 26, 2013 |archive-url=https://web.archive.org/web/20130826123238/http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1946375_1947251,00.html |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1953
|[[Seðlabanki Bandaríkjanna|Seðlabankastjóri Bandaríkjanna]] á tíma [[Fjármálakreppan 2007–08|fjármálakreppunnar 2007–08]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Stanley McChrystal]]
| Kínverski verkamaðurinn
| [[Nancy Pelosi]]
| [[Usain Bolt]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,1946375,00.html|date=December 16, 2009|newspaper=Time|title=Person of the Year 2009|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2010
| [[File:Mark Zuckerberg at the 37th G8 Summit in Deauville 037.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Mark Zuckerberg]]<ref>{{cite news |url=http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2036683_2037183,00.html |title=Person of the Year 2010 |last=Grossman |first=Lev |date=December 15, 2010 |work=Time |accessdate=December 15, 2010 |archive-date=desember 15, 2010 |archive-url=https://web.archive.org/web/20101215133743/http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,2036683_2037183,00.html |dead-url=yes }}</ref>
| Fæddur 1984
| Stofnandi samfélagsmiðilsins [[Facebook]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Teboðshreyfingin]]
| [[Hamid Karzai]]
| [[Julian Assange]]
| [[Námuslysið í Copiapó 2010|Sílesku námuverkamennirnir]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,2036683,00.html|date=December 15, 2010|newspaper=Time|title=Complete List – Person of the Year 2010|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2011
| [[File:Marcha estudiantes Chile.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Mótmæli|Mótmælandinn]]<ref>{{cite news |url=http://timemagazine.tumblr.com/post/14212577849/times-2011-person-of-the-year-is-the-protester |title=Person of the Year 2011 |last=Grunwald |first=Michael |date=December 14, 2011 |work=Time |accessdate=December 14, 2011}}</ref>
|
| Í nafni ýmissa mótmælahreyfinga um allan heim, þ. á m. [[Arabíska vorið|arabíska vorsins]], [[Mótmælin á Spáni 2011|hreyfingar hinna grömu]], [[Occupy-hreyfingin|Occupy-hreyfingarinnar]], [[Teboðshreyfingin|Teboðshreyfingarinnar]] ásamt mótmælum í [[Síle]], [[Grikkland]]i, [[Indland]]i og [[Rússland]]i o. fl.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[William McRaven]]
| [[Ai Weiwei]]
| [[Paul Ryan]]
| [[Kate Middleton]]
| <ref>{{cite news|url=http://content.time.com/time/specials/packages/completelist/0,29569,2101745,00.html|date=December 14, 2011|newspaper=Time|title=Complete List – Person of the Year 2011|author=Time Staff}}</ref>
}}
|-
| 2012
| [[File:President Barack Obama, 2012 portrait crop.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Barack Obama]] (2)<ref>{{cite news|author=Michael Scherer|title=Person of the Year 2012|url=http://poy.time.com/2012/12/19/person-of-the-year-barack-obama/|work=Time|accessdate=December 23, 2012|date=December 19, 2008}}</ref>
| Fæddur 1961
| Árið 2012 var Obama endurkjörinn forseti Bandaríkjanna í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2012|kosningum]] á móti [[Mitt Romney]].
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Malala Yousafzai]]
| [[Tim Cook]]
| [[Múhameð Morsi]]
| [[Fabiola Gianotti]]
| <ref>{{cite news|title=Person of the Year 2012|url=http://poy.time.com/person-of-the-year-2012/|work=Time|accessdate=January 20, 2019|date=December 19, 2012}}</ref>
}}
|-
| 2013
|[[File:Pope Francis Philadelphia 2015 (cropped).jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Frans páfi]]<ref>{{cite news |author= |title=Pope Francis, The People’s Pope |url=http://poy.time.com/2013/12/11/person-of-the-year-pope-francis-the-peoples-pope/?hpt=hp_t2 |work=Time |accessdate=December 11, 2013 |date=December 11, 2013}}</ref>
| Fæddur 1936
| Frans varð [[páfi]] [[Rómversk-kaþólska kirkjan|rómversk-kaþólsku kirkjunnar]] árið 2013 eftir afsögn [[Benedikt 16.|Benedikts 16.]] páfa.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Edward Snowden]]
| [[Edith Windsor]]
| [[Bashar al-Assad]]
| [[Ted Cruz]]
| <ref>{{cite news|url=http://poy.time.com/person-of-the-year-2013/|date=December 11, 2013|work=Time|title=Pope Francis: Person of the Year 2013}}</ref>
}}
|-
| 2014
| [[File:PPE Training (2).jpg|border|80px]]
! scope="row" | Baráttumenn gegn [[Ebóla|ebólu]]<ref name=ebola>{{cite news|author=|title=The Choice|url=http://time.com/time-person-of-the-year-ebola-fighters-choice/|work=Time|accessdate=December 10, 2014|date=December 10, 2014}}</ref>
|
|Átt var við heilbrigðisstarfsmenn sem unnu að því að hefta útbreiðslu [[Ebóla|ebólu]] í [[Ebólufaraldurinn í Vestur-Afríku|ebólufaraldrinum í Vestur-Afríku]]. Þar á meðal voru ekki aðeins læknar og hjúkrunarfræðingar heldur einnig sjúkrabílstjórar, greftrunarstarfsmenn og fleiri.<ref>{{cite news |url=http://www.cnn.com/2014/12/10/world/time-person-of-the-year/ |title=Ebola fighters are Time's 'Person of the Year' |author=Eliott C. McLaughlin |date=December 10, 2014 |work=CNN |accessdate=July 25, 2015}}</ref>
Á forsíðunum birtust dr. Jerry Brown, framkvæmdastjóri Eternal Love Winning Africa-spítalans í [[Monróvía|Monróvíu]] í [[Líbería|Líberíu]],<ref>{{cite news |url=http://www.smh.com.au/content/dam/images/1/2/4/l/j/j/image.related.articleLeadNarrow.300x0.124l0d.png/1418243285880.jpg |work=The Sydney Morning Herald |title=Image: 1418243285733.jpg, (300 × 400 px)}}</ref><ref name="time.com">{{cite web |url=http://time.com/time-person-of-the-year-ebola-fighters/ |title=Time Person of the Year 2014: Ebola Fighters |work=Time.com |accessdate=July 25, 2015 |date=December 10, 2014}}</ref> dr. [[Kent Brantly]], læknir hjá hjálparsamtökunum [[Samaritan's Purse]] og fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem sýktist í faraldrinum 2014,<ref name="time.com" /><ref>{{cite news |url=http://assets.nydailynews.com/polopoly_fs/1.2040224!/img/httpImage/image.jpg_gen/derivatives/article_970/article-time2-1210.jpg |location=New York |work=Daily News |title=Image: article-time2-1210.jpg (970 × 1293 px) |access-date=2020-10-14 |archive-date=2016-03-04 |archive-url=https://web.archive.org/web/20160304113722/http://assets.nydailynews.com/polopoly_fs/1.2040224!/img/httpImage/image.jpg_gen/derivatives/article_970/article-time2-1210.jpg |dead-url=yes }}</ref> Ella Watson-Stryker, heilbrigðistalsmaður hjá [[Læknar án landamæra|Læknum án landamæra]],<ref name="time.com" /><ref name="s-nbcnews">{{cite web |url=http://media2.s-nbcnews.com/j/streams/2014/December/141210/1D274907403248-ella.blocks_desktop_large.jpg |title=Image: 1D274907403248-ella.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px) |publisher=media2.s-nbcnews.com |accessdate=September 23, 2015}}</ref> Foday Gallah, sjúkrabílstjóri í Monróvíu sem lifði af ebólusýkingu<ref name="time.com" /><ref name="s-nbcnews2">{{cite web |url=http://media2.s-nbcnews.com/j/streams/2014/December/141210/1D274907403249-foday.blocks_desktop_large.jpg |title=Image: 1D274907403249-foday.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px) |publisher=media2.s-nbcnews.com |accessdate=September 23, 2015}}</ref> og [[Salome Karwah]], líberískur heilbrigðisráðgjafi og hjúkrunarfræðingur í þjálfun sem missti foreldra sína vegna sjúkdómsins.<ref name="time.com" /><ref name="s-nbcnews3">{{cite web |url=http://media4.s-nbcnews.com/j/streams/2014/December/141210/1D274907403247-salome.blocks_desktop_large.jpg |title=Image: 1D274907403247-salome.blocks_desktop_large.jpg, (730 × 974 px) |publisher=media4.s-nbcnews.com |accessdate=September 23, 2015}}</ref> Fleiri nafna var getið í greininni sjálfri, meðal annars dr. Pardis Sabeti frá Broad-stofnuninni.
| {{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti
| [[Ferguson-óeirðirnar|Ferguson-mótmælendurnir]]
| [[Vladímír Pútín]]
| [[Masoud Barzani]]
| [[Jack Ma]]
| <ref name=ebola />
}}
|-
| 2015
| [[File:Angela Merkel Juli 2010 - 3zu4.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Angela Merkel]]
| Fædd 1954
| [[Kanslari Þýskalands]] frá 2005, valin vegna forystu hennar í [[Skuldakreppan í Evrópu|grísku skuldakreppunni]] og [[Evrópski flóttamannavandinn|evrópsku flóttamannakreppunni]].<ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-angela-merkel-choice/|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=The Choice: Why Angela Merkel is Time's Person of the Year 2015|author=Nancy Gibbs}}</ref>
| {{Collapsible list
| title = 6 í öðru sæti
| [[Abu Bakr al-Baghdadi]]
| [[Donald Trump]]
| [[Black Lives Matter]]
| [[Hassan Rouhani]]
| [[Travis Kalanick]]
| [[Caitlyn Jenner]]
| <ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-abu-bakr-al-baghdadi/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Abu Bakr al-Baghdadi}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-donald-trump/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time uPerson of the Year 2015 Runner-Up: Donald Trump}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-black-lives-matter/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Black Lives Matter}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-hassan-rouhani/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Hassan Rouhani}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-travis-kalanick/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Travis Kalanick}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2015-runner-up-caitlyn-jenner/?iid=toc|date=December 9, 2015|newspaper=Time|title=Time Person of the Year 2015 Runner-Up: Caitlyn Jenner}}</ref>
}}
|-
| 2016
| [[File:Official Portrait of President Donald Trump.jpg|border|80px]]
! scope="row" | [[Donald Trump]]
| Fæddur 1946
| Árið 2016 vann Trump [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2016|forsetakosningar]] á móti [[Hillary Clinton]] og var kjörinn forseti Bandaríkjanna.
| {{Collapsible list
| title = 5 í öðru sæti
| [[Hillary Clinton]]
| Hakkararnir
| [[Recep Tayyip Erdoğan]]
| [[CRISPR|CRISPR-frumkvöðlarnir]]
| [[Beyoncé]]
| <ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-hillary-clinton-runner-up/|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Hillary Clinton: Time Person of the Year 2016 Runner Up}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-hackers-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Hackers: Time Person of the Year 2016 Runner Up}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-erdogan-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Recep Tayyip Erdogan: Turkish President Who Resisted a Coup}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-crispr-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=CRISPR Technology Scientists on Their Gene Editing Tool}}</ref><ref>{{cite news|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2016-beyonce-runner-up/?iid=toc|date=December 7, 2016|newspaper=Time|title=Beyonce: Time Person of the Year 2016 Runner Up}}</ref>
}}
|-
| 2017
| [[File:Feminism and Media 2.jpg|border|80px]]
! scope="row" | Konurnar sem rufu þögnina
|
| Einstaklingar sem greindu frá kynferðislegri áreitni, meðal annars leiðtogar [[Me too-byltingin|Me too-hreyfingarinnar]]. Á forsíðunni birtust jarðarberjatínslukonan Isabel Pascual (dulnefni), hagsmunafulltrúinn Adama Iwu, leikkonan [[Ashley Judd]], hugbúnaðarverkfræðingurinn [[Susan Fowler]], söngkonan og lagahöfundurinn [[Taylor Swift]], og sjötta konan, sjúkrahússtarfsmaður sem fór fram á nafnleynd og sést því ekki framan í. Í meðfylgjandi grein var einnig fjallað um leikkonuna [[Alyssa Milano|Alyssu Milano]], aðgerðasinnann [[Tarana Burke|Tarönu Burke]], leikkonuna [[Selma Blair|Selmu Blair]], ákærendurna sjö í málssókninni gegn [[Plaza Hotel|Plaza-hótelinu]], stjórnmálakonuna [[Sara Gesler|Söru Gesler]], athafnakonuna Lindsay Meyer, uppvaskarann Söndru Pezqueda, leikkonuna Rose McCowan, sálfræðinginn og rithöfundinn [[Wendy Walsh]], bloggarann Lindsey Reynolds, húsþernuna Juönu Melara, blaðakonuna Söndru Muller, leikarann [[Terry Crews]], prófessorana [[Celeste Kidd]] og [[Jessica F. Cantlon|Jessicu Cantlon]] við [[Háskólinn í Rochester|Rochester-háskóla]], blaðakonuna [[Megyn Kelly]], blaðakonuna [[Jane Merrick]], framleiðandann Zeldu Perkins, Evrópuþingkonuna [[Terry Reintke]], hjálparstarfsmanninn Bex Bailey, sýningarstjórann Amöndu Schmitt, kvikmyndagerðarkonuna [[Blaise Godbe Lipman]], og ónafngreinda fyrrum aðstoðarkonu á skrifstofu.<ref name="time17">{{cite web |last1=Zacharek |first1=Stephanie |last2=Dockterman |first2=Eliana |last3=Edwards |first3=Haley Sweetland |url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-silence-breakers |title=Time Person of the Year 2017: The Silence Breakers |website=Time |accessdate=6 December 2017}}</ref><ref>[https://www.youtube.com/watch?v=MkR8GY2YBAU Time Person of the Year 2017: The Silence Breakers], POY video posted by TIME to YouTube on Dec 6, 2017</ref>
| {{Collapsible list
|title = 6 í öðru sæti
| [[Donald Trump]]
| [[Xi Jinping]]
| [[Robert Mueller]]
| [[Kim Jong-un]]
| [[Colin Kaepernick]]
| [[Patty Jenkins]]
| <ref>{{cite web|title=Donald Trump: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-donald-trump-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Xi Jinping: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-xi-jinping-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Robert Mueller: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-robert-mueller-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Kim Jong Un: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-kim-jong-un-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Colin Kaepernick: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-colin-kaepernick-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|title=Patty Jenkins: Time Person of the Year 2017 Runner Up|url=http://time.com/time-person-of-the-year-2017-patty-jenkins-runner-up/|website=Time|accessdate=21 January 2019}}</ref>
}}
|-
| 2018
| [[File:Jamal Khashoggi in March 2018.jpg|border|80px]][[File:PH1-RAPPLER-DSCF3442.jpg|border|80px]][[File:Police escort detained Reuters journalist Kyaw Soe Oo.jpg|border|80px]]
! scope="row" | Verðirnir
|
|
Blaðamenn sem sættu ofsóknum, handtöku eða lífláti fyrir fréttaflutning sinn. Á fjórum forsíðuútgáfum birtust:
* [[Jamal Khashoggi]], pistlahöfundur hjá ''[[The Washington Post|Washington Post]]'' sem var myrtur vegna gagnrýni sinnar á [[Múhameð bin Salman|krónprins Sádi-Arabíu]];
* [[Maria Ressa]], ritstjóri filippseysku fréttavefsíðunnar [[Rappler]], sem var ákærð vegna gagnrýninnar umfjöllunar sinnar um ofbeldisfullar stefnur [[Rodrigo Duterte|forseta landsins]];
* [[Wa Lone]] og [[Kyaw Soe Oo]], blaðamenn ''[[Reuters]]'' sem handteknir voru í Mjanmar við rannsóknir á fjöldamorðum gegn [[Róhingjar|Róhingjum]];
* Starfsfólk ''[[The Capital]]'', fréttablaðs í [[Maryland]] sem varð fyrir byssuárás á skrifstofu sína þar sem fimm starfsmenn létu lífið.<ref>{{cite news|url= https://www.today.com/news/time-person-year-2018-guardians-war-truth-t144911|date=December 11, 2018|newspaper=Today Show|title=Time's 2018 Person of the Year: 'The Guardians and the War on Truth'|author=Kim, Eun Kyung|accessdate=11 December 2018}}</ref>
Í meðfylgjandi grein var einnig fjallað um eftirfarandi blaðamenn: [[Shahidul Alam]] frá Bangladess, [[Nguyễn Ngọc Như Quỳnh]] frá Víetnam, Dulcina Parra frá Mexíkó, [[Luz Mely Reyes]] frá Venesúela, [[Can Dündar]] frá Tyrklandi, [[Tatjana Felgenhauer]] frá Rússlandi, Amal Habani frá Súdan og [[Arkadíj Babtsjenkó]] frá Rússlandi.<ref>{{cite web |last1=Vick |first1=Karl |title=Time Person of the Year 2018: The Guardians |url=http://time.com/person-of-the-year-2018-the-guardians/ |website=Time |accessdate=12 December 2018 |language=en-us}}</ref>
| {{Collapsible list
| title = 6 í öðru sæti
| [[Donald Trump]]
| [[Robert Mueller]]
| [[March for Our Lives|Aðgerðasinnarnir]]
| [[Moon Jae-in]]
| [[Ryan Coogler]]
| [[Meghan Markle]]
| <ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-donald-trump-runner-up/|title=Donald Trump: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=11 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-robert-mueller-runner-up/|title=Robert Mueller: Tine Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=11 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-the-activists-runner-up/|title=The Activists: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-moon-jae-in-runner-up/|title=Moon Jae-in: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-ryan-coogler-runner-up/|title=Ryan Coogler: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref><ref>{{cite web|url=http://time.com/person-of-the-year-2018-meghan-markle-runner-up/|title=Meghan Markle: Time Person of the Year 2018 Runner Up|website=Time|date=10 December 2018|accessdate=21 January 2019}}</ref>
}}
|-
| 2019
| [[File:Greta Thunberg au parlement européen (33744056508), recadré.png|80px]]
! scope="row" | [[Greta Thunberg]]
| Fædd 2003
| Umhverfisaðgerðasinni og stofnandi [[Föstudagar fyrir framtíðina|skólaverkfalla fyrir loftslagið]].<ref>{{cite web |last1=Alter|first1=Charlotte |last2=Haynes |first2=Suyin |last3=Worland|first3=Justin |title=Greta Thunberg: Time's Person of the Year 2019 |url=https://time.com/person-of-the-year-2019-greta-thunberg/|website=Time |accessdate=12 December 2019 |language=en-us}}</ref>
|{{Collapsible list
| title = 4 í öðru sæti|[[Donald Trump]]|[[Nancy Pelosi]]|[[Mótmælin í Hong Kong 2019–20|Mótmælendurnir í Hong Kong]]|Uppljóstrarinn í Úkraínumálinu|||
}}<ref>{{Cite web|url=https://www.today.com/video/final-5-candidates-for-time-person-of-the-year-revealed-on-today-74828869944|title=Final 5 candidates for Time Person of the Year revealed on Today|website=Today.com|language=en|access-date=2019-12-11}}</ref>
|-
| rowspan="2" | 2020
| [[File:Joe_Biden_official_portrait_2013_cropped.jpg|80px]]
! scope="row" | [[Joe Biden]]<ref name="2020 Winner">{{cite news |last1=Alter |first1=Charlotte |title=2020 Person of the Year - Joe Biden and Kamala Harris |url=https://time.com/person-of-the-year-2020-joe-biden-kamala-harris |access-date=December 11, 2020 |work=Time |date=December 11, 2020}}</ref>
| Fæddur 1942
| rowspan="2" | Árið 2020 voru Biden og Harris kjörin [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]] og [[varaforseti Bandaríkjanna]] í [[Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020|kosningum]] gegn sitjandi forsetanum [[Donald Trump]] og varaforsetanum [[Mike Pence]].<ref>{{Cite news|date=2020-11-03|title=Presidential Election Results: Biden Wins|language=en-US|work=The New York Times|url=https://www.nytimes.com/interactive/2020/11/03/us/elections/results-president.html|access-date=2020-12-11|issn=0362-4331}}</ref>
| rowspan="2" |{{Collapsible list|title = 3 í öðru sæti|[[Donald Trump]]|[[Anthony Fauci]] og framlínumenn í heilbrigðisþjónustunni|[[Mótmælin í Bandaríkjunum 2020|Hreyfingin fyrir kynþáttaréttlæti]]|||
}}<ref>{{cite web|url=https://www.today.com/news/who-will-be-time-s-2020-person-year-see-shortlist-t203094|title=Who will be TIME's 2020 Person of the Year? See the shortlist|first=Scott|last=Stump|website=Today.com|language=en|access-date=December 10, 2020}}</ref>
|-
| [[File:Kamala_Harris_official_photo_(cropped2).jpg|80px]]
! scope="row" | [[Kamala Harris]]<ref name="2020 Winner" />
| Fædd 1964
|-
|2021
|[[File:Elon Musk Royal Society.jpg|80px]]
! scope="row" |[[Elon Musk]]<ref>{{Cite web|title=Elon Musk Is TIME's 2021 Person of the Year|url=https://time.com/person-of-the-year-2021-elon-musk/|access-date=2021-12-13|website=Time}}</ref>
|Fæddur 1971
| Framkvæmdastjóri [[Tesla, Inc.]], stofnandi [[SpaceX]], og ríkasti maður í heimi árið 2021.
|-
|}
==Tenglar==
* {{Vísindavefurinn|65231|Hvers vegna var Hitler valinn maður ársins?}}
==Tilvísanir==
<references/>
[[Flokkur:Bandarísk tímarit]]
[[Flokkur:Frægð]]
[[Flokkur:Viðurkenningar]]
krfle4dloccuux7096pr1iin7ucxp6z
Eldgosið við Fagradalsfjall 2021
0
162639
1763664
1763435
2022-08-03T20:50:56Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Eldgos við [[Fagradalsfjall (Reykjanesskagi)|Fagradalsfjall]]''' hófst þann [[19. mars]] [[2021]] kl. 20:45 í kjölfar [[Skjálftahrinan á Reykjanesskaga 2021|jarðskjálftahrinu sem stóð í meira en 3 vikur]]. Öflugasti skjálftinn var 5.8 stig. Gosið kom úr kvikugangi sem náði frá [[Keilir|Keili]] að Fagradalsfjalli. Kvikan fann sér fyrst leið til yfirborðs í [[Geldingadalir|Geldingadölum]] við austanvert Fagradalsfjall nærri [[Stóri-Hrútur|Stóra-Hrúti]].<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/19/eldgos-hafid-vid-fagradalsfjall Eldgos hafið við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 19. mars 2021</ref> Eldgosið hefur einnig verið kallað '''Geldingadalagos''' eða '''Geldingadalsgos''' (þó í raun sé örnefnið Geldingadalir). Eldgosið var flokkað sem [[dyngjugos]] en slík gos eru fátíð. Kvikan er frumstæð og kom úr 17-20 kílómetra dýpi. <ref>[https://www.visir.is/g/20212088614d/frumstaedasta-kvika-sem-komid-hefur-upp-i-7000-ar Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár] Vísir, skoðað 23/3 2021</ref> Tegund hraunsins er [[helluhraun]] og [[apalhraun]]. Fleiri gígar opnuðust á upphafsvikum gossins en þegar á leið einangraðist virknin við einn gíg. Hundruð þúsunda skoðuðu gosið. Eldgosið jók virkni sína eftir því sem á leið sem er óvanalegt. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/05/11/odruvisi-gos-en-vid-erum-von-ad-sja „Öðruvísi gos en við erum vön að sjá“] Rúv, skoðað 11. maí 2021 </ref>. Nýr fasi hófst í gosinu snemma í júlí 2021 þegar órói lækkaði eða hætti skyndilega og hófst svo að nýju hægt og bítandi. Hraunið flæddi upp úr gígnum í reglubundnum takti með pásum í nokkra mánuði þar til það hætti.<ref>{{Cite web|url=https://www.frettabladid.is/frettir/nyr-fasi-hafinn-i-gosinu/|title=Nýr fasi hafinn í gosinu|website=www.frettabladid.is|language=is|access-date=2021-12-28}}</ref>
Nær 800 ár voru síðan gaus síðast á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]] þegar [[Reykjaneseldar]] geysuðu.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sidasta-gostimabil-a-reykjanesskaga-vardi-i-naer-300-ar Síðasta gostímabil á Reykjanesskaga varði í nær 300 ár] Rúv, skoðað, 20. mars 2021</ref> Og 6000 ár eru síðan gaus í Fagradalsfjalli. Þá rann [[Beinavörðuhraun]].
Frá 18. september hætti hraunflæði frá gígnum. Gosið stóð í um hálft ár og er 4. lengsta gosið á 20. og 21. öld. <ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/10/16/fjorda_lengsta_eldgos_20_og_21_aldar/ Fjórða lengsta eldgos 20. og 21. aldar.] Mbl.is sótt 22. okt 2021</ref> Settar voru upp vefmyndavélar af helstu miðlum og gat fólk fylgst með gosinu allan sólarhringinn.
==Þróun==
Sprunga var metin í byrjun um 200 metrar á lengd þegar þyrla [[Landhelgisgæslan|Landhelgisgæslunnar]] náði fyrstu myndum en síðar 500 metrar. Þann 20. mars mat svo [[Páll Einarsson (jarðfræðingur)|Páll Einarsson]] sprunguna sem 200 metrar en ofmat var á stærð hennar. Syðri endi tungunnar var nokkra km frá [[Þjóðvegur 427|Suðurstrandarvegi]]. Hrauntungur runnu í suðsuðvestur og vestur í Geldingadali. Geldingadalir eru lokaðir og hraunstreymið varð að fylla dalinn til að komast áleiðis. Upphafi gossins er líkt við [[Eldgosið á Fimmvörðuhálsi 2010|Fimmvörðuhálsgosið]].<ref>{{vefheimild |titill=Páll segir gosið ræfilslegt |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/pall-segir-gosid-raefilslegt |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref> Krísuvíkurvegi og Fagradalsvegi var lokað. Degi fyrir gosið var búið að loka Suðurstrandarvegi vegna skemmda sem urðu á veginum í kjölfar jarðskjálftahrinunnar.<ref>{{vefheimild |titill=Suðurstrandarvegi lokað í kvöld og nótt |url=http://www.vegagerdin.is/upplysingar-og-utgafa/frettir/sudurstrandarvegi-lokad-i-kvold-og-nott |ritverk=Vegagerðin |tungumál=is}}</ref> Mengunarviðvörun var send til [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar sem vindáttin liggur í austur frá gosstaðnum, í átt að Hveragerði.<ref>{{vefheimild |titill=Sögulegt gos á Reykjanesskaga - þetta gerðist í kvöld |url=https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/sogulegt-gos-a-reykjanesskaga-thetta-gerdist-i-kvold |ritverk=RÚV |tungumál=is}}</ref>
Nokkurn fjölda fólks dreif að og voru sumir vanbúnir, í slæmu skyggni <ref>[https://www.visir.is/g/20212087674d/a-gongu-i-niu-klukkustundir-an-thess-ad-komast-ad-gosinu-strakurinn-minn-var-ordinn-virkilega-hraeddur-og-var-ad-ormagnast- Á göngu í níu klukkustundir án þess að komast að gosinu: „Strákurinn minn var orðinn virkilega hræddur og var að örmagnast“] Vísir.is, skoðað 21. mars 2021</ref> og þurftu björgunarsveitir að bjarga týndu og hröktu fólki. Sumir fóru fullnálægt gígnum en tilmæli voru um. Þann 21. mars var brekka upp að gígnum lokuð. En Almannavarnir og löggæsla bentu á að hrunið gæti úr gígnum og nýjar sprungur gætu opnast. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/loka-svaedinu-naest-gossprungunni Loka svæðinu næst gossprungunni] Rúv, skoðað 21. mars 2021</ref> Varað var við að hættulegt gas gæti safnast saman í lægðum í stilltu veðri.
Fólk gekk frá [[Svartsengi]] þar sem Suðurstrandarvegur var lokaður vegna viðgerða sökum skjálftanna. En ákveðið var að stika leið frá Suðurstrandarvegi þar sem það var öruggara og styttri<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/22/stika-gonguleid-ad-gosinu-i-dag Stika gönguleið að gosinu í dag] Rúv, skoðað 22. mars, 2021</ref>
*21. mars: Hraunið var metið 0,15 ferkílómetrar ([[Magnús Tumi Guðmundsson]]).<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/21/telur-hraunid-thekja-um-015-ferkilometra Telur hraunið þekja um 0,15 ferkílómetra] Rúv, skoðað 22. mars, 2021</ref>
*22. mars: Almannavarnir lokuðu svæðinu við eldgosið vegna gasmengunar.
*24. mars: Tveir aðalgígar gjósa og eru samvaxnir. Hraunið fyllir nánast dalinn. Ferðamenn flykkjast á staðinn.
*26. mars: Allt að tíu milljónir króna framlag var ákveðið af ríkinu til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/26/tiu-milljonum-varid-til-ad-baeta-adstodu-gesta-vid-gosid Tíu milljónum varið til að bæta aðstöðu við gosið] RÚV, skoðað 26. mars, 2021</ref>
*27. mars: Lokað var eftir hádegi vegna versnandi veðurs. Fylgst var með ferðamönnum með tilliti til sóttkvíarbrota.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/27/loka-klukkan-eitt-og-fylgjast-med-erlendum-ferdamonnum Loka kl. 13 og fylgjast með erlendum ferðamönnum]RÚV, skoðað 27. mars 2021</ref>
*28. mars: Hraunið þekur Geldingadalina. Vegagerðin býr til bílastæði þar sem gönguleiðin við Suðurstrandarveg byrjar.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/28/hraunid-buid-ad-fylla-dalsbotninn Hraunið búið að fylla dalsbotninn] Rúv, skoðað 28. mars 2021.</ref>
*31. mars: Flúormengun mælist í regnvatni við eldstöðvarnar <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/toluverd-fluormengun-i-regnvatni-vid-gosstodvarnar Töluverð flúormengun í regnvatni við gosstöðvarnar] Rúv, skoðað 3. mars, 2021</ref> . Ákveðið var að hafa opið frá 6-18 og rýma kl. 22 á svæðinu um páskana.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/03/31/gossvaedid-opid-6-18-og-rymt-klukkan-22 Gossvæðið rýmt 6-18 og ýmt kl 22] Rúv, skoðað 31. mars 2021.</ref>. Þekja hraunsins er um 0,3 ferkílómetrar.
*2. apríl: Vart varð við fyrstu gjósku gossins eða ljósleitan [[vikur]]. [[Nornahár]] fannst einnig.
*5. apríl: Nýjar sprungur opnuðust, 100-200 metrar að lengd, hálfum kílómetra norðaustan við gígana sem fyrir voru. Hraunelfur tók að renna niður í [[Meradalir|Meradali]]. Yfir 500 manns voru á gosstöðvunum og var svæðið rýmt. Virkni gíganna í Geldingadölum minnkaði og var talið að nýju sprungurnar væru hluti af sama kvikuinnskoti. <ref>https://www.ruv.is/frett/2021/04/05/ny-sprunga-opnadist-ryma-gossvaedid Ný sprunga opnaðist, rýma gossvæðið] Rúv.is, skoðað 5. apríl 2021.</ref>
*7. apríl: Ný sprunga, um 150 metra löng, opnast á milli hinna tveggja og rennur hraun í Geldingadali.<ref>[https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/04/07/tvofalt_meiri_kvika_vellur_upp/ Tvöfalt meiri kvika vellur upp] Mbl.is, skoðað 7. apríl, 2021.</ref>
*8. apríl: Flatarmál hrauns er 0,62 ferkílómetrar samkvæmt Jarðvísindastofnun og hefur hraunflæði aukist með nýjum gígum.
*10. apríl: Fjórða sprungan opnaðist milli tveggja nýjustu. Svæði var afmarkað sem hættusvæði á gosstöðvunum þar sem líklegast er að sprungur opnist. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/10/ny-sprunga-opnadist-i-geldingadolum-i-nott Ný sprunga opnaðist í Geldingadölum í nótt] Rúv.is, skoðað 10. apríl 2021</ref>
*13. apríl: Enn fleiri sprungur eða gígar opnast og rennur hraunið í suðurátt frá þeim. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/13/telja-fjora-nyja-giga-hafa-opnast Telja fjóra nýja gíga hafa opnast] Rúv.is, skoðað 13. apríl 2021.</ref>
*16. apríl: Hraun tekur að renna austur úr Geldingadölum <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/hraun-tekid-ad-renna-ur-geldingadolum-i-austur Hraun tekið að renna úr Geldingadölum í austur] Rúv, skoðað 16. apríl 2021.</ref>. Um fjórðungur landsmanna hefur gert sér ferð að gosinu, um 90 þúsund manns.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/16/ahugi-islendinga-a-eldgosinu-ekkert-ad-minnka Áhuginn á eldgosinu ekkert að minnka] Rúv, skoðað 16. apríl, 2021</ref>
*19. apríl: Nyrsti gígurinn sem var öflugur rétt eftir páska er kulnaður. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/04/19/haett-ad-gjosa-ur-nyrsta-gignum Hætt að gjósa úr nyrsta gígnum] Rúv. Skoðað 19/4 2021</ref> Hraunið þekur alls tæpa 0,9 ferkílómetra.
*27. apríl: Flatarmál hrauns er 1,13 ferkílómetrar. Virkni mest í syðsta gígnum þar sem strókarnir ná allt að 50 metrum. Virkni í elstu samliggjandi gígunum nær engin.
*4. maí: Virknin í þessum eina gíg gengur með hléum og er kröftug inn á milli. Hraun hefur þeyst meira en 200 metra í loft. Rignt hefur gjósku og eru hættur á hraunbombum. Hættusvæði var endurskilgreint.
*10. maí: Lokað var fyrir aðgengi að gosstöðvunum vegna [[gróðureldar|gróðurelda]] og óhagstæðrar vindáttar. Hæstu strókar hafa náð um 460 metra sem er hærra en [[Empire State]]-byggingin.
*11 maí: Hraunrennsli er tvöfalt öflugra en það hefur alla jafnan verið. Flatarmál er 1,8 ferkílómetrar (á við [[Elliðavatn]]) og hefur hraun fyllt Syðri-Meradal ( þó kallaður ''Nafnlausi dalurinn'' af sumum) suðaustur af gígnum.
*14. maí: Hafist var handa að reisa varnargarða norður af [[Nátthagi (dalur)|Nátthaga]] til að hindra flæði hrauns niður dal í átt að Suðurstrandarvegi.
*22. maí: Hraunið fór yfir eystri varnargarðanna og tók að flæða niður að Nátthaga.
*1. júní: Hrauntungur ógna útsýnishólnum sem er nálægt gígnum og vestari varnargarðinum.
*4. júní: Hraunrennsli lokar fyrir ''Gónhól'' og vestari varnargarðar rofna. Stærð hraunsins er nær 3 ferkílómetrar.
*10. júní: Virkni gossins hefur breyst. Í stað reglulegra gosstróka fossar stöðugt úr gígnum.
*13. júní: Hrauntaumur rennur frá Geldingadölum og niður í Nátthaga og rýfur þar með gönguleið A.
*18. júní: Hraun fyllir Nátthaga og nálgast haft suðvestan við hann. Hraunið nálgast Suðurstrandarveg. Ákveðið er að byggja ekki varnargarða til að vernda veginn. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/06/18/ekki-reynt-ad-stodva-hraunrennsli-yfir-sudurstrandarveg Ekki reynt að stöðva hraunrennsli yfir Suðurstrandarveg] Rúv, skoðað 18. júní 2018</ref>
*26. júní: Varnargarður er byggður við suðvesturenda Nátthaga. Bandarískur ferðamaður týndist við gosstöðvarnar og sást síðast norður af Stóra Hrúti. Hann fannst meira en sólarhring seinna og hafði slasast og týnst. Gönguleið C meðfram Langahrygg er orðin aðalleiðin til að sjá gíginn.
*7. júlí: Í byrjun júlí minnkaði virkni í gígnum og tók hann löng hlé. 7. júlí hafði verið hlé í nær 2 sólarhringa en loks sást í glóð í gígnum þó kvika ylli ekki upp úr honum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/08/sveiflur-i-gosvirkni-en-stodugt-hraunflaedi-ur-gignum Sveiflur í gosvirkni...]Rúv, skoðað 7/7 2021</ref>
*23. júlí: Gosið hefur runnið í Meradali síðustu 3 vikur. Hraunflæði hefur minnkað og telur Magnús Tumi jarðeðlisfræðingur að gosið sé að fjara út á næstu vikum eða 2 mánuðum. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/07/23/frambod-kviku-ad-minnka-og-liklegt-ad-gosid-fjari-ut Framboð kviku að minnka og líklepa að gosið fjari út]Rúv, sótt 23/7 2021</ref> Hraunið þekur 4 ferkílómetra.
*16. ágúst: Nýr gígur opnast tímabundið við hliðina á aðalgígnum.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/08/17/nyr-gigur-a-fagradalsfjalli Nýr gígur á Fagradalsfjalli]Rúv, sótt 17/8</ref>
*5. september: Rýkur úr gígnum en sést ekki í kviku. Gosið er í næstlengsta hléi frá upphafi.<ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/09/05/eldgosid-ad-taka-ser-naest-lengsta-fri-fra-upphafi Eldgosið að taka sér lengsta frí frá upphafi] Rúv, sótt 5/9 2021</ref>
*11. september: Gosið heldur áfram en gosrás gígsins hafði verið stífluð. Hraun flæðir utan í gígnum eða í göngum.
*15. september: Hraun tekur að flæða niður í Nátthaga úr mismunandi áttum úr hrauntjörn í Geldingadölum þar sem er yfirflæði. Svæðið á gönguleið A var rýmt og lokað tímabundið. <ref>[https://www.visir.is/g/20212156296d/ryma-svaedid-eftir-ad-hraun-straumur-for-o-vaent-ad-renna-a-miklum-hrada-i-natt-haga Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga] Vísir, sótt 15/9 2021.</ref> Eldgosið er 6 mánaða og er gígurinn orðinn 334 metra hár.
*14. október: Ekki hefur gosið í rúman mánuð eða frá 18. september. Rýkur þó úr gígnum. Flatarmál hrauns er tæpir 5 ferkílómetrar.
*18. desember: Gosinu er formlega lokið, 3 mánuðum eftir síðasta hraunflæði. Enn er þó vart við þenslu og kvikusöfnun neðanjarðar. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2021/12/18/gosinu-lokid-en-afram-kvikusofnun-vid-fagradalsfjall Gosinu lokið en áfram kvikusöfnun við Fagradalsfjall] Rúv, skoðað 18/12 2021</ref>
==Eldgos við Meradali 2022==
{{aðalgrein|Eldgosið við Meradali 2022}}
Tæpu ári eftir að gosinu í Fagradalsfjalli lauk opnaðist sprunga við norðanverða Meradali við hraunjaðar gossins 2021.
==Myndagallerí==
<gallery>
Mynd:Fagradalsfjall volcanic eruption (2021).png|Þegar gossprungan opnaðist 19. mars.
Mynd:Geldingadalagos.jpg|Gosið 24. mars.
Mynd:Geldingadalagos2.jpg|Ferðamenn virða fyrir sér gosið.
Mynd:Geldingadalir3.jpg|Gosið 29. mars. Gígbarmar að vestan hafa hrunið.
Mynd:Geldingadalur.webm|30. mars
Mynd:Neue Eruptionsspalten und Lavafluss, Island, 5. April 2021.jpg|Hraunelfur 5. apríl.
Mynd:Eruption from Reykjavík 2021.jpg|Gosið frá Ægisíðu 8. maí.
Mynd:Lava river.jpg|Hraunelfur rennur suður eftir að eystri varnargarðar brustu
Mynd:Secretary Blinken Passes the Fagradalsfjall Volcano (51189202405).jpg| 17. maí. Mynd frá föruneyti [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mynd:Natthagi.jpg|Hraunið við Nátthaga í lok maí.
Mynd:Geldingadalir.may.jpg|Gígurinn 24. maí.
Mynd:Iceland's Fagradalsfjall volcano.png|Hraunár 16. júlí.
Mynd:Stóri Hrútur.jpg|Varnargarðarnir vestri. Lítil spýja hefur komist yfir. [[Stóri-Hrútur]] í bakgrunni og þyrlur þar efst.
Mynd:Gd 911.webm|Hrauntjörn í Geldingadölum 12. september 2021
Mynd:Fagradalsfjall oli 2021177.jpg|Loftmyndir frá [[NASA]].
</gallery>
==Tenglar==
[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=82586 Hversu stórt var gosið í Geldingadölum? - Vísindavefurinn]
==Tilvísanir==
<references/>
== Tengt efni ==
*[[Eldgosaannáll Íslands]]
*[[Geldingadalir]]
*[[Meradalir]]
==Tenglar==
*[http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum Jarðvísindastofnun - Eldgos í Geldingadölum] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20210407210733/http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum |date=2021-04-07 }}
*[https://www.ruv.is/frett/2021/03/20/beint-vefstreymi-fra-eldstodvunum Beint vefstreymi Rúv af eldgosinu]
*[https://www.openstreetmap.org/node/8539528378 Staðsetning á korti] (Nokkuð ónákvæm í bili)
*[http://www.viewsoftheworld.net/?p=5783 Views Of The World - Where the lava flows: Volcano update from Iceland]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
[[Flokkur:2021]]
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
dpy70dle6pyfzlmp47tx8codpsus9tk
Meradalir
0
162898
1763662
1726088
2022-08-03T20:45:44Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
'''Meradalir''' eru dalir á [[Reykjanesskagi|Reykjanesskaga]], austan við [[Geldingadalir|Geldingadali]] og voru gróðurlitlar leirflatir áður en hraun fyllti dalina árið 2021. Norður af þeim eru Meradalshlíðar og vestur frá þeim er Kistufell. Meradalir liggja lægra en Geldingadalir. Þann [[5. apríl]] árið [[2021]] tók hraun að renna í Meradali sem barst úr sprungu sem opnaðist hafði sama dag við [[Fagradalsfjall]] ekki langt frá þar sem upphaflega tók að gjósa.
[[Eldgosið við Meradali 2022|Þann 3. ágúst 2022 hófst gos í norðanverðum dölunum]].
==Tenglar==
*[https://www.visindavefur.is/svar.php?id=81496 Um Meradali á Vísindavefnum.]
==Tengt efni==
*[[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021]]
{{Stubbur}}
[[Flokkur:Reykjanesskagi]]
[[Flokkur:Dalir á Íslandi]]
ivqtl63elmyth856kcsqrbpa12ywsar
Shavkat Mirziyoyev
0
163298
1763708
1734331
2022-08-04T11:45:09Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Sjavkat Mirzijojev]] á [[Shavkat Mirziyoyev]] yfir tilvísun: Úsbekar eru að skipta yfir í latneskt letur svo það er líklega betra að greinartitill endurspegli stafsetningu sem þeir nota í því letri.
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Sjavkat Mirzijojev<br>{{small|Шавкат Мирзиёев}}
| mynd = Shavkat Mirziyoyev official portrait.jpg
| myndatexti1 = {{small|Sjavkat Mirzijojev árið 2018.}}
| titill= Forseti Úsbekistans
| stjórnartíð_start = [[8. september]] [[2016]]
| titill2= Forsætisráðherra Úsbekistans
| stjórnartíð_start2 = [[12. desember]] [[2003]]
| stjórnartíð_end2 = [[14. desember]] [[2016]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1957|7|24}}
| fæðingarstaður = [[Jizzakh-hérað]]i, [[Sovétlýðveldið Úsbekistan|úsbeska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Úsbekistan)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]]
| maki = Ziroatkhon Hoshimova
| börn = 3
}}
'''Sjavkat Miromonovitsj Mirzijojev''' (f. 27. júlí 1957) er [[Úsbekistan|úsbeskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Úsbekistans frá árinu 2016. Hann tók við embætti eftir andlát [[Islam Karimov|Islams Karimov]], fyrsta forseta landsins, en var áður forsætisráðherra frá 2003 til 2016. Í október 2021 var Shavkat Mirziyoyev endurkjörinn forseti Úsbekistan.
== Æviágrip==
=== Héraðsstjóri ===
Mirzijojev var útnefndur héraðsstjóri heimahéraðs síns, [[Jizzakh-hérað|Jizzakh]], árið 1996, og síðan héraðsstjóri [[Samarkand-hérað|Samarkand]] árið 2001.
=== Forsætisráðherra ===
Þann 12. desember 2003 útnefndi [[Islam Karimov]] forseti Úsbekistans Mirzijojev forsætisráðherra í stjórn sinni. Eftir að útnefning hans var staðfest af úsbeska þinginu tók Mirzijojev við af [[Oʻtkir Sultonov]] sem forsætisráðherra.
=== Forseti lýðveldisins ===
Eftir dauða Islams Karimov og afsögn starfandi forsetans Nigmatilla Júldasjev skipaði úsbeska þingið Mirzijojev forseta til bráðabirgða þann 8. september 2016<ref>{{Vefheimild|titill=Arftaki Karimov skipaður tímabundið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/09/08/arftaki_karimov_skipadur_timabundid/|útgefandi=mbl.is|ár=2016|mánuður=8. september|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> fram að forsetakosningum sem átti að halda þremur mánuðum síðar.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |titill=Ouzbékistan : le premier ministre Chavkat Mirziyoyev nommé président par intérim |url=https://www.lemonde.fr/international/article/2016/09/08/ouzbekistan-le-premier-ministre-chavkat-mirziyoyev-nomme-president-par-interim_4994791_3210.html |mánuður=8. september|ár=2016 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl|útgefandi=[[Le Monde|Lemonde.fr]]}}.</ref>
Þann 16. september 2016 lýsti Mirzijojev yfir framboði sínu í forsetakosningum landsins þann 4. desember.<ref>{{Vefheimild|titill=Ouzbékistan : le président par intérim candidat à l'élection du 04/12|url=https://reuters.com/article/frEuroRpt/idFRL8N1BS0MN|útgefandi=Reuters|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> Í kosningunum vann Mirzijojev sigur með 88,6 % atkvæðanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Ouzbékistan : Chavkat Mirzioïev élu président avec 88,6% des voix|url=http://www.lepoint.fr/monde/ouzbekistan-chavkat-mirzioiev-elu-president-avec-88-6-des-voix-05-12-2016-2088102_24.php|útgefandi=Le Point|mánuður=5. desember|ár=2016|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> Hann tók formlega við embætti forseta þann 14. september og [[Abdulla Oripov]] tók við af honum sem forsætisráðherra.
Sem forseti hefur Mirzijojev komið á ýmsum umbótum í Úsbekistan.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Isabelle Mandraud|titill=En Ouzbékistan, un air de perestroïka|url=https://www.lemonde.fr/international/article/2018/04/06/en-ouzbekistan-un-air-de-perestroika_5281358_3210.html|útgefandi=''[[Le Monde]]''|mánuður=6. apríl|ár=2018|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> Meðal annars hafa landamæri verið opnuð, [[Pólitískur fangi|pólitískir fangar]] hafa verið leystir úr haldi<ref>{{Vefheimild|útgefandi=FIDH (Ligue des droits de l'homme)|titill=Lettre au président Emmanuel Macron Situation des droits de l’Homme en Ouzbekistan - Votre rencontre avec le Président M. Chavkat Mirzioïev|url=https://www.fidh.org/IMG/pdf/fidh_ldh_lettre_au_president_de_la_republique_ouzbekistan.pdf|vefsíða=fidh.org|mánuður=4. október|ár=2018|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> og frjálslegri stefna hefur verið tekin í efnahagsmálum, stjórnmálum og trúmálum. Meðal annars má nefna að [[Moska|moskum]] hefur verið leyft að nota hátalara til að útvarpa bænaköllum sínum. Mirzijojev tók fram að hann teldi afstöðu forvera síns í þessu máli „sorglega“ og að [[íslam]]strú væri „ljós“. Aftur á móti hafa stjórnvöld sett reglur um að skólastúlkur verði að klæðast pilsum sem nái niður fyrir hné þeirra.<ref>{{Vefheimild|titill=Dans un Ouzbékistan en pleine détente, la parole des musulmans se libère|url=https://www.lexpress.fr/actualites/1/monde/dans-un-ouzbekistan-en-pleine-detente-la-parole-des-musulmans-se-libere_2080607.html|vefsíða=LExpress.fr|Enfin, les autorités demandent que les jeunes filles allant à l'école portent des jupes qui leur arrivent au-dessous du genou}}</ref> Lýðræði er enn mjög takmarkað í Úsbekistan og stjórnmálaflokkur forsetans hefur enn tögl og hagldir á stjórnmálalífinu.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Marlène Laruelle |titill=En Asie centrale, l’illusion d’un nouveau monde |url=https://www.monde-diplomatique.fr/2020/09/LARUELLE/62147 |útgefandi=Le Monde diplomatique |ár=2020|mánuður=9. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref>
Mirzijojev lét árið 2018 draga úr valdi úsbesku leynilögreglunnar SNB með því að færa ýmis verkefni hennar til innanríkis- og varnarmálaráðuneytanna. Fyrir vikið hafa mun færri en áður verið fangelsaðir fyrir skoðanir sínar í Úsbekistan þótt ritskoðun fjölmiðla sé enn útbreidd.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Davíð Stefánsson|titill=Umbætur og kosningar í Úsbekistan|url=https://www.frettabladid.is/frettir/umbaetur-og-kosningar-i-usbekistan/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2019|mánuður=21. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=1. nóvember}}</ref> Efnahagslegar og félagslegar umbætur Mirzojojev leiddu til þess að tímaritið ''[[The Economist]]'' valdi Úsbekistan sem „land ársins“ 2019 og tók þá fram að ekkert ríki hefði þróast eins langt fram á veg á árinu.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Davíð Stefánsson|titill=Tímaritið Economist velur Úsbekistan sem land ársins 2019|url=https://www.frettabladid.is/frettir/timaritid-economist-velur-usbekistan-sem-land-arsins-2019/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2019|mánuður=20. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=1. nóvember}}</ref>
Sem forseti hefur Mirzijojev heimsótt öll héruð og stórborgir Úsbekistans til að fylgjast með framkvæmdum verkefna og umbóta sem hann hefur skipað. Margir stjórnmálaskýrendur og fjölmiðlar hafa líkt stjórn Mirzijojevs við umbótasinna á borð við [[Deng Xiaoping]] í Kína og [[Mikhaíl Gorbatsjev]] í Sovétríkjunum og kallað stjórnartíð hans „úsbeska vorið“.<ref>{{Vefheimild|url=https://amp.washingtontimes.com/news/2018/jul/22/why-america-must-welcome-the-uzbek-spring/|útgefandi=''The Washington Times''|titill=Why America must welcome the 'Uzbek Spring'|ár=2018|mánuður=22. júlí|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl|höfundur=S. Rob Sobhani}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forseti Úsbekistans |
frá = [[8. september]] [[2016]] |
til = |
fyrir = [[Islam Karimov]] |
eftir = Enn í embætti |
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Mirzijojev, Sjavkat}}
{{f|1957}}
[[Flokkur:Forsetar Úsbekistans]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úsbekistans]]
ewq99u71rty4l7pd0wlsz3iq85lwwu6
1763713
1763708
2022-08-04T11:47:53Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Shavkat Mirziyoyev<br>{{small|Шавкат Мирзиёев}}
| mynd = Shavkat Mirziyoyev official portrait.jpg
| myndatexti1 = {{small|Shavkat Mirziyoyev árið 2018.}}
| titill= Forseti Úsbekistans
| stjórnartíð_start = [[8. september]] [[2016]]
| titill2= Forsætisráðherra Úsbekistans
| stjórnartíð_start2 = [[12. desember]] [[2003]]
| stjórnartíð_end2 = [[14. desember]] [[2016]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1957|7|24}}
| fæðingarstaður = [[Jizzakh-hérað]]i, [[Sovétlýðveldið Úsbekistan|úsbeska sovétlýðveldinu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]]
| stjórnmálaflokkur = [[Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Úsbekistan)|Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn]]
| maki = Ziroatkhon Hoshimova
| börn = 3
}}
'''Shavkat Miromonovitsj Mirziyoyev''' (f. 27. júlí 1957) er [[Úsbekistan|úsbeskur]] stjórnmálamaður sem hefur verið forseti Úsbekistans frá árinu 2016. Hann tók við embætti eftir andlát [[Islam Karimov|Islams Karimov]], fyrsta forseta landsins, en var áður forsætisráðherra frá 2003 til 2016. Í október 2021 var Shavkat Mirziyoyev endurkjörinn forseti Úsbekistan.
== Æviágrip==
=== Héraðsstjóri ===
Mirziyoyev var útnefndur héraðsstjóri heimahéraðs síns, [[Jizzakh-hérað|Jizzakh]], árið 1996, og síðan héraðsstjóri [[Samarkand-hérað|Samarkand]] árið 2001.
=== Forsætisráðherra ===
Þann 12. desember 2003 útnefndi [[Islam Karimov]] forseti Úsbekistans Mirziyoyev forsætisráðherra í stjórn sinni. Eftir að útnefning hans var staðfest af úsbeska þinginu tók Mirziyoyev við af [[Oʻtkir Sultonov]] sem forsætisráðherra.
=== Forseti lýðveldisins ===
Eftir dauða Islams Karimov og afsögn starfandi forsetans Nigmatilla Júldasjev skipaði úsbeska þingið Mirziyoyev forseta til bráðabirgða þann 8. september 2016<ref>{{Vefheimild|titill=Arftaki Karimov skipaður tímabundið|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2016/09/08/arftaki_karimov_skipadur_timabundid/|útgefandi=mbl.is|ár=2016|mánuður=8. september|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> fram að forsetakosningum sem átti að halda þremur mánuðum síðar.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |titill=Ouzbékistan : le premier ministre Chavkat Mirziyoyev nommé président par intérim |url=https://www.lemonde.fr/international/article/2016/09/08/ouzbekistan-le-premier-ministre-chavkat-mirziyoyev-nomme-president-par-interim_4994791_3210.html |mánuður=8. september|ár=2016 |árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl|útgefandi=[[Le Monde|Lemonde.fr]]}}.</ref>
Þann 16. september 2016 lýsti Mirziyoyev yfir framboði sínu í forsetakosningum landsins þann 4. desember.<ref>{{Vefheimild|titill=Ouzbékistan : le président par intérim candidat à l'élection du 04/12|url=https://reuters.com/article/frEuroRpt/idFRL8N1BS0MN|útgefandi=Reuters|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> Í kosningunum vann Mirziyoyev sigur með 88,6 % atkvæðanna.<ref>{{Vefheimild|titill=Ouzbékistan : Chavkat Mirzioïev élu président avec 88,6% des voix|url=http://www.lepoint.fr/monde/ouzbekistan-chavkat-mirzioiev-elu-president-avec-88-6-des-voix-05-12-2016-2088102_24.php|útgefandi=Le Point|mánuður=5. desember|ár=2016|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> Hann tók formlega við embætti forseta þann 14. september og [[Abdulla Oripov]] tók við af honum sem forsætisráðherra.
Sem forseti hefur Mirziyoyev komið á ýmsum umbótum í Úsbekistan.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Isabelle Mandraud|titill=En Ouzbékistan, un air de perestroïka|url=https://www.lemonde.fr/international/article/2018/04/06/en-ouzbekistan-un-air-de-perestroika_5281358_3210.html|útgefandi=''[[Le Monde]]''|mánuður=6. apríl|ár=2018|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> Meðal annars hafa landamæri verið opnuð, [[Pólitískur fangi|pólitískir fangar]] hafa verið leystir úr haldi<ref>{{Vefheimild|útgefandi=FIDH (Ligue des droits de l'homme)|titill=Lettre au président Emmanuel Macron Situation des droits de l’Homme en Ouzbekistan - Votre rencontre avec le Président M. Chavkat Mirzioïev|url=https://www.fidh.org/IMG/pdf/fidh_ldh_lettre_au_president_de_la_republique_ouzbekistan.pdf|vefsíða=fidh.org|mánuður=4. október|ár=2018|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref> og frjálslegri stefna hefur verið tekin í efnahagsmálum, stjórnmálum og trúmálum. Meðal annars má nefna að [[Moska|moskum]] hefur verið leyft að nota hátalara til að útvarpa bænaköllum sínum. Mirziyoyev tók fram að hann teldi afstöðu forvera síns í þessu máli „sorglega“ og að [[íslam]]strú væri „ljós“. Aftur á móti hafa stjórnvöld sett reglur um að skólastúlkur verði að klæðast pilsum sem nái niður fyrir hné þeirra.<ref>{{Vefheimild|titill=Dans un Ouzbékistan en pleine détente, la parole des musulmans se libère|url=https://www.lexpress.fr/actualites/1/monde/dans-un-ouzbekistan-en-pleine-detente-la-parole-des-musulmans-se-libere_2080607.html|vefsíða=LExpress.fr|Enfin, les autorités demandent que les jeunes filles allant à l'école portent des jupes qui leur arrivent au-dessous du genou}}</ref> Lýðræði er enn mjög takmarkað í Úsbekistan og stjórnmálaflokkur forsetans hefur enn tögl og hagldir á stjórnmálalífinu.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr |höfundur=Marlène Laruelle |titill=En Asie centrale, l’illusion d’un nouveau monde |url=https://www.monde-diplomatique.fr/2020/09/LARUELLE/62147 |útgefandi=Le Monde diplomatique |ár=2020|mánuður=9. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl}}</ref>
Mirziyoyev lét árið 2018 draga úr valdi úsbesku leynilögreglunnar SNB með því að færa ýmis verkefni hennar til innanríkis- og varnarmálaráðuneytanna. Fyrir vikið hafa mun færri en áður verið fangelsaðir fyrir skoðanir sínar í Úsbekistan þótt ritskoðun fjölmiðla sé enn útbreidd.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Davíð Stefánsson|titill=Umbætur og kosningar í Úsbekistan|url=https://www.frettabladid.is/frettir/umbaetur-og-kosningar-i-usbekistan/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2019|mánuður=21. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=1. nóvember}}</ref> Efnahagslegar og félagslegar umbætur Mirziyoyev leiddu til þess að tímaritið ''[[The Economist]]'' valdi Úsbekistan sem „land ársins“ 2019 og tók þá fram að ekkert ríki hefði þróast eins langt fram á veg á árinu.<ref>{{Vefheimild|höfundur=Davíð Stefánsson|titill=Tímaritið Economist velur Úsbekistan sem land ársins 2019|url=https://www.frettabladid.is/frettir/timaritid-economist-velur-usbekistan-sem-land-arsins-2019/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|ár=2019|mánuður=20. desember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=1. nóvember}}</ref>
Sem forseti hefur Mirziyoyev heimsótt öll héruð og stórborgir Úsbekistans til að fylgjast með framkvæmdum verkefna og umbóta sem hann hefur skipað. Margir stjórnmálaskýrendur og fjölmiðlar hafa líkt stjórn Mirziyoyevs við umbótasinna á borð við [[Deng Xiaoping]] í Kína og [[Míkhaíl Gorbatsjov]] í Sovétríkjunum og kallað stjórnartíð hans „úsbeska vorið“.<ref>{{Vefheimild|url=https://amp.washingtontimes.com/news/2018/jul/22/why-america-must-welcome-the-uzbek-spring/|útgefandi=''The Washington Times''|titill=Why America must welcome the 'Uzbek Spring'|ár=2018|mánuður=22. júlí|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=16. apríl|höfundur=S. Rob Sobhani}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forseti Úsbekistans |
frá = [[8. september]] [[2016]] |
til = |
fyrir = [[Islam Karimov]] |
eftir = Enn í embætti |
}}
{{Töfluendir}}
{{DEFAULTSORT:Mirziyoyev, Shavkat}}
{{f|1957}}
[[Flokkur:Forsetar Úsbekistans]]
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Úsbekistans]]
lmab97vt20lb6d0myg4na2anm3l2y58
Sjavkat Mirzijajev
0
163299
1763718
1717009
2022-08-04T11:51:33Z
TKSnaevarr
53243
Breytti tilvísun frá [[Sjavkat Mirzijojev]] til [[Shavkat Mirziyoyev]]
wikitext
text/x-wiki
#TILVÍSUN[[Shavkat Mirziyoyev]]
ly6duv0osbjnofnapokgjewe6n3w6fx
Spjall:Shavkat Mirziyoyev
1
163301
1763710
1717011
2022-08-04T11:45:10Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Spjall:Sjavkat Mirzijojev]] á [[Spjall:Shavkat Mirziyoyev]]: Úsbekar eru að skipta yfir í latneskt letur svo það er líklega betra að greinartitill endurspegli stafsetningu sem þeir nota í því letri.
wikitext
text/x-wiki
{{Æviágrip lifandi fólks}}
{{Þýðing
|titill=Shavkat Mirziyoyev
|tungumál=fr
|id=181724385
}}
dfxdg1ynwyii2s3cxpljpvogz2n6vrx
Hvítsýprus
0
163559
1763617
1718343
2022-08-03T14:50:09Z
CommonsDelinker
1159
Skipti út Atlantic_White_Cedar.jpg fyrir [[Mynd:Bark_of_Chamaecyparis_thyoides,_Blue_Hills_Reservation,_Boston.jpg]] (eftir [[commons:User:CommonsDelinker|CommonsDelinker]] vegna þess að: [[:c:COM:FR|File renamed]]: clearer name with location).
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| image = 2013-05-10 13 29 55 Atlantic White Cedar near the edge of a bog along the Mount Misery Trail in Brendan T. Byrne State Forest, New Jersey.jpg
| image_caption = ''Chamaecyparis thyoides'' nálægt jaðri mýrar í [[New Jersey]]
| status = LC
| status_system = IUCN2.3
| status_ref = <ref>{{cite web|author=Conifer Specialist Group|year=1998|url=https://www.iucnredlist.org/details/42214/0|title=''Chamaecyparis thyoides''|access-date=12 May 2006}}</ref>
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Berfrævingar]] (''Pinophyta'')
| classis = [[Barrtré]] (''Pinopsida'')
| ordo = [[Barrviðarbálkur]] ''Pinales''
| familia = [[Einisætt]] (''Cupressaceae'')
| genus = ''[[Chamaecyparis]]''
| species = '''''C. thyoides'''''
| binomial = ''Chamaecyparis thyoides''
| binomial_authority = ([[Carl Linnaeus|L.]]) Britton, Sterns & Poggenb.<ref name = "C132">Britton, Sterns & Poggenb., 1888 ''In: Prelim. Cat. Anth. Pter. New York: 71.''</ref>
| range_map = Chamaecyparis thyoides range map 2.png
| range_map_caption = Útbreiðsla ''Chamaecyparis thyoides''
}}
'''Hvítsýprus''' ([[fræðiheiti]]: ''Chamaecyparis thyoides''<ref name = "COL">{{cite web |url= http://www.catalogueoflife.org/annual-checklist/2014/details/species/id/14376178|title= Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist.|author= Roskov Y., Kunze T., Orrell T., Abucay L., Paglinawan L., Culham A., Bailly N., Kirk P., Bourgoin T., Baillargeon G., Decock W., De Wever A., Didžiulis V. (ed)|year= 2014|publisher= Species 2000: Reading, UK.|accessdate= 26 May 2014}}</ref>) er barrtré í [[Cupressaceae]] (Grátviðarætt), frá austurhluta Bandaríkjanna, innan 160 km frá ströndinni, en frá suðurströnd Georgíu norður til suður Maine.<ref name=grin>[https://npgsweb.ars-grin.gov/gringlobal/taxon/taxonomydetail?id=10102 "Chamaecyparis thyoides"]. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 12 December 2017.</ref>
== Lýsing ==
Þetta er sígrænt tré, fullvaxta um 28m hátt, 0,8 til 2m í stofnþvermál. Börkurinn er öskugrár til rauðbrúnn.
== Ræktun ==
''Chamaecyparis thyoides'' þrífst best í rökum jarðvegi, í góðu skjóli og birtu. Nokkur ræktunarafbrigði með mismunandi vaxtarlag, vaxtarhraða og lit á barri hafa verið valin til ræktunar. Í Lystigarðinum Akureyri eru tvær plöntur sem hafa kalið fyrstu árin, þó ekkert síðar.<ref name=Lystigarður>[hhttp://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&fl=2&pId=460 Chamaecyparis thyoides] - Lystigarður Akureyrar</ref>
Viðurinn er léttur en sterkur og þolinn gegn fúa.<ref>Snyder 1999 pg. 225</ref>
==Myndir==
<gallery>
Atlantic White Cypress Chatsworth NJ 5.jpg
Atlantic White Cedar Seedling.jpg
Atlantic White Cypress Chatsworth NJ 6.jpg
Bark of Chamaecyparis thyoides, Blue Hills Reservation, Boston.jpg
Chamaecyparis thyoides 001.jpg
White Cypress swamp.jpg
Chamaecyparis thyoides PAN.JPG
Chamaecyparis thyoides Batsto NJ.jpg
Lake Atsion 4.jpg
Atlantic White Cypress Chatsworth NJ 1.jpg
</gallery>
== Tilvísanir ==
{{Reflist|30em}}
{{commonscat|Chamaecyparis thyoides}}
{{Wikilífverur|Chamaecyparis thyoides}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Barrtré]]
cxck59tnpzrxni64c6ut0b073zord13
Sergej Lavrov
0
163752
1763697
1762442
2022-08-04T10:04:44Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálamaður
| nafn = Sergej Lavrov<br>{{small|Сергей Лавров}}
| mynd = (Sergey Lavrov) 2019 Comprehensive Test-Ban Treaty Article XIV Conference (48832045357) (cropped).jpg
| myndatexti1 = {{small|Sergej Lavrov árið 2019}}
| titill= Utanríkisráðherra Rússlands
| stjórnartíð_start = [[9. mars]] [[2004]]
| forseti = [[Vladímír Pútín]]<br>[[Dmítríj Medvedev]]<br>[[Vladímír Pútín]]
| forsætisráðherra = [[Míkhaíl Fradkov]]<br>[[Víktor Zúbkov]]<br>[[Vladímír Pútín]]<br>[[Dmítríj Medvedev]]<br>[[Míkhaíl Míshústín]]
| forveri = [[Ígor Ívanov]]
| fæddur= {{Fæðingardagur og aldur|1950|3|21}}
| fæðingarstaður = [[Moskva|Moskvu]], [[Sovétríkin|Sovétríkjunum]] (nú [[Rússland]]i)
| maki = María Lavrova
| börn = 1
| stjórnmálaflokkur = [[Sameinað Rússland]]
| háskóli = [[Alþjóðastofnun Moskvuháskóla]]
| undirskrift = Signature of Sergey Lavrov.png
}}
'''Sergej Víktorovítsj Lavrov''' ([[kyrillískt letur]]: Серге́й Ви́кторович Лавро́в; f. 21. mars 1950) er rússneskur erindreki og stjórnmálamaður sem hefur verið utanríkisráðherra [[Rússland|Rússneska sambandsríkisins]] frá árinu 2004.<ref>{{cite web|title=Lavrov Sergei Viktorovitsj|url=http://www.mid.ru/bdomp/nsite-sv.nsf/f52f8031a8e7330d4325696c00322313/ea87493fb1ef95f8c3256e050047d1b2/$FILE/S.V.%20Lavrov%20(ENG).doc|publisher=Utanríkisráðuneyti rússneska sambandsríkisins|access-date=20. maí 2021}}</ref> Hann er meðlimur í stjórnmálaflokknum [[Sameinað Rússland|Sameinuðu Rússlandi]] og var áður fastafulltrúi Rússa hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]] frá 1994 til 2004.
==Æviágrip==
=== Uppvöxtur og menntun ===
Lavrov er fæddur í [[Moskva|Moskvu]]. Faðir hans var [[Armenar|Armeni]] frá [[Tíblisi]] í Georgíu.<ref name="a">Isabelle Lasserre, [http://www.lefigaro.fr/mon-figaro/2014/04/16/10001-20140416ARTFIG00307-serguei-lavrov-le-talleyrand-de-la-diplomatie-russe.php Sergeï Lavrov, le Tayllerand de la diplomatie russe], ''[[Le Figaro]]'', 17. apríl 2014, bls. 8.</ref>
Móðir hans '''Kaleria Borisovna Lavrova''' (Larova) var rússnesk, fædd í Noginsk, Noginsky við [[Moskva|Moskvu]]. Lavrov notar fjölskyldunafn móðurinnar en ekki föður sem er ekki algengt í Rússlandi. Larova móðir hans var forstöðumaður í utanríkisviðskiptaráðuneyti [[Sovétríkin|Sovétríkjanna]] og lykilmanneskja í viðskiptasamstarfi Íslands og Rússa um áratugaskeið. Hún fékk Riddarakross árið 2006 hinnar íslensku fálkaorðu.<ref>{{Vefheimild|url=https://is.wikipedia.org/wiki/Or%C3%B0uveitingar_Hinnar_%C3%ADslensku_f%C3%A1lkaor%C3%B0u_2001-2010#Riddarakross_4|titill=Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu 2001-2010|höfundur=Wikipedia|útgefandi=Wikipedia|mánuðurskoðað=maí|árskoðað=2021}}</ref>
Lavrov gekk í framhaldsskóla í [[Noginsk]] og útskrifaðist með silfurverðlaun úr menntaskóla. Árið 1972 útskrifaðist Lavrov úr [[Alþjóðastofnun Moskvuháskóla]] sem er elítuháskóli Rússa og diplómataháskóli innan rússneska utanríkisráðuneytisins.
Auk [[Rússneska|rússnesku]] talar Lavrov [[Singalíska|singalísku]], [[Maldívska|maldívsku]], [[Enska|ensku]] og er viðræðuhæfur á [[Franska|frönsku]].<ref>[http://www.lexpress.fr/actualite/monde/europe/la-fabrique-des-diplomates-de-poutine_1771355.html La fabrique des diplomates de Poutine], www.lexpress.fr, 11. mars 2016</ref>
===Starfsferill===
Árið 1972 hóf Lavrov störf hjá sendiráði Sovétríkjanna í [[Srí Lanka]]. Frá 1976 til 1981 starfaði hann hjá ýmsum alþjóðadeildum sovéska utanríkisráðuneutisins. Frá 1981 til 1988 var hann ritari og síðan ráðgjafi fastanefndar Sovétríkjanna hjá [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðunum]]. Hann fór fyrir alþjóðaverslunardeild innan rússneska utanríkisráðuneytisins frá 1988 til 1990 og var framkvæmdastjóri alþjóðastofnanadeildar ráðuneytisins frá 1990 til 1992.
Frá 1992 til 1994 var Lavrov varautanríkisráðherra rússneska sambandsríkisins, á forsetatíð [[Boris Jeltsín|Borisar Jeltsín]]. Hann var síðan fastafulltrúi Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum frá 1994 til 2004. Á þessum tíma kynntist hann vel innri störfum [[Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna|öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna]] og var forseti þess á nokkrum tímabilum.<ref name="a"/>
===Utanríkisráðherra Rússlands===
Lavrov tók við af [[Ígor Ívanov]] sem utanríkisráðherra Rússlands þann 9. mars 2004. Hann varð jafnframt fastameðlimur í öryggisráði Rússlands.
Lavrov átti í slæmu sambandi við bandaríska utanríkisráðherrann [[Condoleezza Rice|Condoleezzu Rice]].<ref name="Pons">Sergueï Lavrov, pilier géopolitique de Poutine, [[Frédéric Pons]], ''Conflits'', nr. 10, júlí-ágúst-september 2016, bls. 16-19</ref> Dagblaðið ''[[The Daily Telegraph]]'' greindi þann 12. september 2008 frá símtali milli Lavrovs og breska utanríkisráðherrans [[David Miliband|Davids Miliband]] um [[Stríð Rússlands og Georgíu|stríð Rússa í Georgíu]] í ágúst sama ár. Haft var eftir Lavrov: „Af hverju í andskotanum heldur þú að þú getir predikað yfir mér?“ (e. „Who are you to fucking lecture me?“).<ref>[http://www.dailymail.co.uk/news/article-1054850/Who-f--lecture--Russian-ministers-extraordinary-rant-David-Miliband.html 'Who the f*** are you to lecture me?': Russian minister's extraordinary rant at David Miliband], dailymail.co.uk, 13. september 2008</ref> Þegar [[Dmítríj Medvedev]] varð forseti á árunum 2008 til 2012 mildaði Lavrov nokkuð framkomu sína á alþjóðavettvangi. Hann forðaðist að gagnrýna [[Hernaðarinngrip NATÓ í Líbíu|hernaðarinngrip Breta og Frakka í Líbíu]] og mótmælti and-bandarískum lagafrumvörpum á rússneska þinginu.<ref name="Fig">Pierre Avril, „[https://www.lefigaro.fr/international/2016/12/16/01003-20161216ARTFIG00059-serguei-lavrov-diplomate-charmeur-et-intransigeant.php Sergueï Lavrov, diplomate charmeur et intransigeant]“, ''[[Le Figaro]]'', 16. desember 2016, bls. 24.</ref>
Frá árinu 2013 hefur Lavrov talað fyrir óbreyttu ástandi í [[Sýrlenska borgarastyrjöldin|sýrlensku borgarastyrjöldinni]] og hefur mótmælt hugsanlegu hernaðarinngripi Sameinuðu þjóðanna í átökin.<ref>Pierre Avril, [http://www.lefigaro.fr/international/2013/09/12/01003-20130912ARTFIG00578-lavrov-le-nouveau-mniet-russe.php Lavrov, le nouveau "M. Niet" russe], ''[[Le Figaro]]'', 13. september 2013, bls. 6.</ref> Hann fundaði með bandaríska utanríkisráðherranum [[John Kerry]] í [[Genf]] og undirritaði með honum sameiginlega yfirlýsingu um eftirlit með beitingu [[efnavopn]]a sýrlensku stjórnarinnar í stríðinu. Milliganga Lavrovs og inngrip Rússa í sýrlensku borgarastyrjöldinna hefur gjarnan verið talið diplómatískur sigur fyrir Rússland.<ref name="Pons"/> Lavrov var þó talinn ósamvinnuþýður ríkisstjórn [[Barack Obama|Baracks Obama]], sem vildi í upphafi reyna að bæta samskipti Bandaríkjanna við Rússland.<ref name="Fig"/>
Árið 2014 fundaði Lavrov nokkrum sinnum með John Kerry til að ræða um [[Krímskagakreppan 2014|Krímskagakreppuna]] og afleiðingar [[Úkraínska byltingin 2014|byltingarinnar í Úkraínu]].
Lavrov kom til Íslands í maí 2021 til að sækja ráðstefnu [[Norðurskautsráðið|Norðurskautsráðsins]]. Hann fundaði þar með [[Antony Blinken]], utanríkisráðherra Bandaríkjanna.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/lavrov-og-blinken-hafa-samthykkt-ad-hittast-i-reykjavik/|titill=Lavrov og Blinken hafa samþykkt að hittast í Reykjavík|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuður=12. maí|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=18. maí|höfundur=Lovísa Arnardóttir}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/ekkert-leyndarmal-ad-vid-eigum-okkar-agreining/|titill=„Ekkert leyndarmál að við eigum okkar ágreining“|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|mánuður=19. maí|ár=2021|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=20. maí|höfundur=Magnús H. Jónasson}}</ref>
Lavrov er meðal þeirra rússnesku ráðamanna sem hafa sætt persónulegum efnahagsþvingunum vegna hlutverks hans í [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|innrás Rússa í Úkraínu]] árið 2022.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/erlent/2022/02/25/frysta_eignir_putins_og_lavrovs/|titill=Frysta eignir Pútíns og Lavrovs|útgefandi=[[mbl.is]]|mánuður=25. febrúar|ár=2022|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. mars}}</ref>
==Stjórnmálaskoðanir==
Sergej Lavrov hefur bent á [[Aleksandr Gortsjakov]], utanríkisráðherra á ríkisárum [[Alexander 2. Rússakeisari|Alexanders 2. Rússakeisara]], sem fyrirmynd sína í utanríkismálum. Hann hefur bent á að Gortsjakov hafi tekist að koma Rússlandi aftur til vegs og virðingar meðal Evrópuveldanna eftir ósigur landsins í [[Krímstríðið|Krímstríðinu]].<ref name="Pons"/> Lavrov telur að inngrip Bandaríkjanna í [[Kósovóstríðið]] hafi staðfest hnignandi áhrif Rússa á alþjóðasviðinu á tíunda áratugnum.<ref name="Pons"/> Einhliða sjálfstæðisyfirlýsing [[Kósovó]] árið 2008 segir Lavrov að hafi skapað fordæmi fyrir innlimun Rússa á [[Krímskagi|Krímskaga]] árið 2014.<ref>[http://tass.ru/en/politics/854422 Lavrov reminds of Kosovo recognition in connection with Crimea's reunification with Russia], tass.ru, 4 février 2015</ref><ref>[http://archive.mid.ru//brp_4.nsf/0/FD8AF549D728FB9844257CBB002BEDD4 Interview by the Russian Foreign Minister, Sergey Lavrov] {{Webarchive|url=https://web.archive.org/web/20160816163301/http://archive.mid.ru//brp_4.nsf/0/FD8AF549D728FB9844257CBB002BEDD4 |date=2016-08-16 }}, in a special edition of the programme “Voskresny vecher s Vladimirom Solovyovim” on the “Russia 1” TV channel, Moskva, 11. apríl 2014</ref>
Lavrov er einn valdamesti meðlimur í ríkisstjórn [[Vladímír Pútín|Vladímírs Pútín]] forseta og er einn fárra sem hafa gegnt áhrifastöðu í Rússlandi allt frá byrjun valdatíðar Pútíns.<ref name="Pons"/> Hann hefur fimm sinnum beitt neitunarvaldi gegn ályktunum til að heimila hernaðarinngrip í sýrlensku borgarastyrjöldina á vegum Sameinuðu þjóðanna. Þetta hefur leitt til þess að vestrænir erindrekar kalla hann „Njet-ráðherrann“.<ref>{{Vefheimild|tungumál=fr|titill=Lavrov, minister niet|url=https://www.huffpostmaghreb.com/rene-naba/lavrov-minister-niet_b_13278714.html|vefsíða=huffpostmaghreb.com|mánuður=28. nóvember|ár=2016}}</ref> Líkt og Pútín hefur Lavrov lagt áherslu á friðhelgi landamæra, sér í lagi í borgarastyrjöldunum í Líbíu og Sýrlandi, sem setti hann þó í erfiða stöðu eftir [[Krímskagakreppan 2014|Krímskagakreppuna 2014]].<ref name="a"/>
Lavrov hefur gagnrýnt útþenslu [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]] austur á bóginn, „sífellt nær landamærum Rússlands.“ Hann hefur lýst því yfir að útþensla bandalagsins sé „orsök allra kerfislægra vandamála sem hafa spillt sambandi Rússlands við Bandaríkin og Evrópusambandið.“<ref name="Pons"/>
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Lavrov, Sergej}}
{{f|1950}}
[[Flokkur:Utanríkisráðherrar Rússlands]]
4vroqah7cbmff5vx7gldcw0ut85iedy
Borgir Kína eftir fólksfjölda
0
168064
1763674
1762162
2022-08-03T22:15:46Z
Dagvidur
4656
Bætti við tengli
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Kína]] er [[Listi yfir lönd eftir mannfjölda|fjölmennasta land heims]] með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000<ref>{{Citation|title=中華人民共和國城市人口排名|date=2022-05-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%8F%AF%E4%BA%BA%E6%B0%91%E5%85%B1%E5%92%8C%E5%9C%8B%E5%9F%8E%E5%B8%82%E4%BA%BA%E5%8F%A3%E6%8E%92%E5%90%8D&oldid=71802627|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-06-20}}</ref>. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)<ref>{{Citation|title=China|date=2022-06-10|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/china/|work=The World Factbook|publisher=Central Intelligence Agency|language=en|access-date=2022-06-20}}</ref>. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.<ref>{{Cite web|url=http://www.stats.gov.cn/english/PressRelease/202105/t20210510_1817188.html|title=Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)|website=www.stats.gov.cn|access-date=2022-06-20}}</ref>
== Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun ==
Kínversk stjórnsýsla telur '''þrjú stig borga'''. Í fyrsta lagi eru það borgir sem ''lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag'' (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er ''stjórnað af fylkisstjórnum'' (县级市); og í þriðja lagi eru það ''borgir sem teljast hluti af sýslum'' (县级市). Þess utan eru borgirnar [[Hong Kong]] og [[Makaó]] sem teljast ''„sérstök sérstjórnarhéruð“'' (特别行政区).
Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (''það er'' ''borg í ströngum skilningi'') umlukið [[dreifbýli]] eða minna þéttbýlli svæðum.<ref>{{Cite journal|last=Zhang|first=L.|last2=Zhao|first2=Simon X. B.|date=June 1998|title=Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization|journal=The China Quarterly|language=en|volume=154|pages=330–381|doi=10.1017/S030574100000206X}}</ref>
Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (''borg í ströngum skilningi'') er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar.
== Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda ==
{| class="wikitable"
| style="background:#ffff99; width:1em" |
|Lýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags
|-
| style="background:#E0CEF2; width:1em" |
|Sveitarfélag með sjálfstæða skipulagsstöðu
|-
| style="background:#CEF2E0; width:1em" |
|Borg stjórnað af fylkisstjórn
|-
| style="background:#ff9999; width:1em" |
|Borg stjórnað af sýslu
|}
{| class="wikitable sortable"
|+
Stærstu borgir á meginlandi Kína eftir íbúafjölda
!Stétt
!Borgin
![[Héruð Kína|Hérað]]
!Síðasta áætlun (2020)<ref>{{Cite web|url=https://populationstat.com/china/|title=China Population (2020)|website=PopulationStat|access-date=2022-02-12}}</ref>
!Manntalið 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.citypopulation.de/China-UA.html|title=China: Provinces and Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information|website=www.citypopulation.de|access-date=2022-03-07}}</ref>
|-
|1
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Sjanghæ]]
|—
|24.870.895
|20.217.748
|-
|2
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Peking]]
|—
|21.167.303
|16.704.306
|-
|3
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Guangzhou]]
|[[Guangdong]]
|18.810.600
|10.641.408
|-
|4
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Shenzhen]]
|[[Guangdong]]
|17.633.800
|10.358.381
|-
|5
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Chengdu]]
|[[Sesúan]]
|15.025.554
|7.791.692
|-
|6
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Tianjin]]
|—
|13.929.152
|9.528.277
|-
|7
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Chongqing]]
|—
|12.313.714
|6.263.790
|-
|8
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Nanjing]]
|[[Jiangsu]]
|9.320.689
|5.827.888
|-
|9
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Wuhan]]
|[[Hubei]]
|8.546.775
|7.541.527
|-
|10
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Xian|Xi'an]]
|[[Shaanxi]]
|8.438.050
|5.403.052
|-
|11
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Hangzhou]]
|[[Zhejiang]]
|7.969.372
|5.849.537
|-
|12
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Shenyang]]
|[[Liaoning]]
|7.469.474
|5.718.232
|-
|13
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Dongguan]]
|[[Guangdong]]
|7.489.198
|7.271.322
|-
|14
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Foshan]]
|[[Guangdong]]
|7.462.797
|6.771.895
|-
|15
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Harbin]]
|[[Heilongjiang]]
|6.612.795
|4.596.313
|-
|16
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Dalian]]
|[[Shandong]]
|5.871.474
|3.902.467
|-
|17
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Qingdao]]
|[[Shandong]]
|5.818.255
|4.556.077
|-
|18
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Zhengzhou]]
|[[Henan]]
|5.621.593
|3.677.032
|-
|19
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Jinan]]
|[[Shandong]]
|5.606.374
|3.641.562
|-
|20
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Changsha]]
|[[Hunan]]
|4.766.296
|3.193.354
|-
|21
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Kunming]]
|[[Yunnan]]
|4.422.686
|3.385.363
|-
|22
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Changchun]]
|[[Jilin]]
|4.408.154
|3.411.209
|-
|23
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Urumqi]]
|[[Xinjiang]]
|4.335.017
|2.853.398
|-
|24
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shantou]]
|[[Guangdong]]
|4.312.192
|3.644.017
|-
|25
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |
[[Suzhou]]
|[[Jiangsu]]
|4.330.000
|3.721.700
|-
|26
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Hefei]]
|[[Anhui]]
|4.216.940
|3.098.727
|-
|27
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shijiazhuang]]
|[[Hebei]]
|4.098.243
|3.095.219
|-
|28
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Ningbo]]
|[[Zhejiang]]
|4.087.523
|2.583.073
|-
|29
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Taiyuan]]
|[[Shansi]]
|3.875.053
|3.154.157
|-
|30
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanning]]
|[[Guangxi]]
|3.837.978
|2.660.833
|-
|31
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[:en:Xiamen|Xiamen]]
|[[Fujian]]
|3.707.090
|3119,110
|-
|32
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Fuzhou]]
|[[Fujian]]
|3.671.192
|3.102.421
|-
|33
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Wenzhou]]
|[[Zhejiang]]
|3.604.446
|2.686.825
|-
|34
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Changzhou
|[[Jiangsu]]
|3.601.079
|2.257.376
|-
|35
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanchang]]
|[[Jiangxi]]
|3.576.547
|2.614.380
|-
|36
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Tangshan
|[[Hebei]]
|3.399.231
|2.128.191
|-
|37
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Guiyang]]
|[[Guizhou]]
|3.299.724
|2.520.061
|-
|38
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wuxi
|[[Jiangsu]]
|3.245.179
|2.757.736
|-
|39
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Lanzhou]]
|[[Gansu]]
|3.067.141
|2.438.595
|-
|40
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zhongshan
|[[Guangdong]]
|2.909.633
|2.740.994
|-
|41
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Handan
|[[Hebei]]
|2.708.015
|1.830.000
|-
|42
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Weifang
|[[Shandong]]
|2.636.154
|2.044.028
|-
|43
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huai'an
|[[Jiangsu]]
|2.632.788
|2.494.013
|-
|44
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zibo
|[[Shandong]]
|2.631.647
|2.261.717
|-
|45
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shaoxing
|[[Zhejiang]]
|2.521.964
|1.725.726
|-
|46
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Yantai
|[[Shandong]]
|2.511.053
|1.797.861
|-
|47
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huizhou
|[[Guangdong]]
|2.509.243
|1.807.858
|-
|48
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Luoyang
|[[Henan]]
|2.372.571
|1.584.463
|-
|49
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Nantong
|[[Jiangsu]]
|2.261.382
|1.612.385
|-
|50
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Baotou
|[[Innri-Mongólía]]
|2.181.077
|1.900,373
|-
|51
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Liuzhou
|[[Guangxi]]
|2.153.419
|1.624.571
|}
== Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) ==
* 1. [[Sjanghæ]] - 24.870.895
* 2. [[Peking]] - 21.893.095
* 3. [[Guangzhou]] - 18.810.600
* 4. [[Shenzhen]] - 17.560.000
* 5. [[Chengdu]] - 16.935.567
* 6. [[Chongqing]] - 16.382.000
* 7. [[Tianjin]] - 13.866.009
* 8. [[Wuhan]] - 10.892.900
* 9. [[Nanjing]] - 9.314.685
* 10. [[Xian|Xi'an]] - 8.989.000
* 11. [[Dongguan]] - 8.342.500
* 12. [[Hangzhou]] - 7.603.270
* 13. [[Foshan]] - 7.313.711
* 14. [[Shenyang]] - 7.195.000
* 15. [[Harbin]] - 6.360.991
* 16. [[Jinan]] - 5.918.147
* 17. [[Qingdao]] - 5.764.384
* 18. [[Dalian]] - 5.587.814
* 19. [[Zhengzhou]] - 5.286.549
* 20. [[Xiamen]] - 4.617.251
* 21. [[Changsha]] - 4.555.788
* 22. [[Taiyuan]] - 4.529.141
* 23. [[Ningbo]] - 4.479.635
* 24. [[Kunming]] - 4.422.686
* 25. Zhongshan - 4.418.060
* 26. [[Changchun]] - 4.408.154
* 27. [[Urumqi]] - 4.335.017
* 28. [[Suzhou]] - 4.330.000
* 29. [[Shantou]] - 4.312.192
* 30. [[Hefei]] - 4.216.940
* 31. [[Shijiazhuang]] - 4.098.243
* 32. [[Fuzhou]] - 4.094.491
* 33. [[Nanning]] - 3.839.800
* 34. Wenzhou - 3.604.446
* 35. Changzhou - 3.601.079
* 36. [[Nanchang]] - 3.576.547
* 37. [[Guiyang]] - 3.483.100
* 38. Tangshan - 3.399.231
* 39. Wuxi - 3.256.000
* 40. [[Lanzhou]] - 3.072.100
* 41. Handan - 2.845.790
* 42. [[Hohhot]] - 2.681.758
* 43. Weifang - 2.659.938
* 44. Jiangmen - 2.657.662
* 45. Zibo - 2.640.000
* 46. Huai'an - 2.632.788
* 47. Xuzhou - 2.623.066
* 48. Maoming - 2,539,148
* 49. Shaoxing - 2,521,964
* 50. Yantai - 2.511,053
* 51. Huizhou - 2.509.243
* 52. Zhuhai - 2.439.585
* 53. Luoyang - 2.372.571
* 54. Linyi - 2.303.648
* 55. Nantong - 2.273.326
* 56. [[Haikou]] - 2.250.000
* 57. Baotou - 2.181.077
* 58. Liuzhou - 2.153.419
* 59. Datong - 2,030,203
* 60. Pútían - 2.003.000
* 61. Lianyungang - 2.001.009
* 62. Baoding - 1.976.000
* 63. [[Xining]] - 1.954.795
* 64. Zhanjiang - 1.931.455
* 65. Wuhu - 1.870.000
* 66. Chaozhou - 1.750.945
* 67. Qingyuan - 1.738.424
* 68. Tai'an - 1.735.425
* 69. Yichang - 1.698.400
* 70. Yangzhou - 1.665.000
* 71. [[Yinchuan]] - 1.662.968
* 72. Xiangyang - 1.658.000
* 73. Anshan - 1.647.000
* 74. Jilin borg - 1.623.000
* 75. Yancheng - 1.615.717
* 76. Taizhou - 1.607.108
* 77. Qinhuangdao - 1.586.000
* 78. Ganzhou - 1.585.000
* 79. Daqing - 1.574.389
* 80. Guilin - 1.572.300
* 81. Huzhou - 1.558.826
* 82. Zhaoqing - 1.553.109
* 83. Jiaxing - 1.518.654
* 84. Jining - 1.518.000
* 85. Jinhua - 1.463.990
* 86. Changde - 1.457.519
* 87. Hengyang - 1.453.000
* 88. Suqian - 1.440.000
* 89. Baoji - 1.437.802
* 90. Zhangjiakou - 1.435.000
* 91. Mianyang - 1.355.331
* 92. Qiqihar - 1.350.434
* 93. Heze - 1.346.717
* 94. Fushun - 1.307.200
* 95. Yangjiang - 1.292.987
* 96. Liaocheng - 1.229.768
* 97. Tianshui - 1.212.791
* 98. Benxi - 1.176.490
* 99. Chifeng - 1.175.391
* 100. Jiujiang - 1.164.268
* 101. Anyang - 1.146.839
* 102. Huaibei - 1.142.000
* 103. Yulin - 1.117.800
* 104. Xinxiang - 1.047.088
* 105. Shaoguan - 1.028.460
* 106. Dongying - 998.968
* 107. Luzhou - 998.900
* 108. Meizhou - 992.351
* 109. Leshan - 987.000
* 110. Dezhou - 986.192
* 111. Xingtai - 971.300
* 112. Chenzhou - 960.000
* 113. Mudanjiang - 930,105
* 114. Tongliao - 921.808
* 115. Chengde - 920,395
* 116. Laiwu - 907.839
* 117. Taishan - 907.354
* 118. Quzhou - 902.767
* 119. Zhoushan - 882.932
* 120. Suihua - 877.114
* 121. Langfang - 868.066
* 122. Hengshui - 856.705
* 123. Yingkou - 848.100
* 124. Panjin - 846.500
* 125. Weihai - 844.310
* 126. Anqing - 804.493
* 127. Liaoyang - 793.700
* 128. Puyang - 760.300
* 129. Fuxin - 759.100
* 130. Jieyang - 741.674
* 131. Yangquan - 731.228
* 132. Jiamusi - 726.622
* 133. Huludao - 724.800
* 134. Zhumadian - 721.670
* 135. Kashgar - 711.300
* 136. Dazhou - 705.321
* 137. Heyuan - 703.607
* 138. Longyan - 703.524
* 139. Aksu borg - 695.000
* 140. Ordos borg - 693.038
* 141. Hegang - 690.000
* 142. Binzhou - 682.717
* 143. Síping - 680.600
* 144. Sanmenxia - 669.307
* 145. Dandong - 659.400
* 146. [[Sanya]] - 644.727
* 147. Cangzhou - 621.300
* 148. Qitaihe - 620.935
* 149. Yichun - 598.000
* 150. Tonghua - 584.209
* 151. Jixi - 580.000
* 152. Korla - 549.324
* 153. Chaoyang - 537.800
* 154. Dingxi - 525.044
* 155. Shuangyashan - 507.257
* 156. Songyuan - 495.900
* 157. Nanping - 491.287
* 158. Liaoyuan - 475.400
* 159. [[Lasa]] - 464.736
* 160. Karamay - 462.347
* 161. Shanwei - 437.000
* 162. Tieling - 434.799
* 163. Suihua - 428.795
* 164. Ulanqab - 425.059
* 165. Hami - 412.305
* 166. Huangshan-borg - 410.973
* 167. Hotan - 408.894
* 168. Wuwei - 408.000
* 169. Baishan - 402.600
* 170. Sanming - 379.701
* 171. Yunfu - 369.321
* 172. Hailar - 365.012
* 173. Zhaotong - 352.831
* 174. Ningde - 343.262
* 175. Baicheng - 332.826
* 176. Hunchun - 271.000
* 177. Zhangjiajie - 225.700
* 178. Golmud - 205.700
* 179. Yumen-borg - 168.300
* 180. Altay-borg - 114.995
== Tengt efni ==
* [[Kína|Alþýðurlýðveldið Kína]]
* [[Héruð Kína]]
* [[Listi yfir fjölmennustu borgir heims|Listi yfir stærstu borgir í heimi]]
== Heimildir ==
{{Reflist}}
== Ytri tenglar==
* Vefur [http://www.stats.gov.cn/english/ Þjóðskrár Kína]
[[Flokkur:Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
fxxjdjysxcs8zaabsonijf5sun41vt1
1763688
1763674
2022-08-04T04:38:40Z
Dagvidur
4656
/* Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) */ Bætti við tenglum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|400px|Skýjakljúfar [[Guangzhou]] borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Kína]] er [[Listi yfir lönd eftir mannfjölda|fjölmennasta land heims]] með um 1.4 milljarða íbúa. Samkvæmt manntali Kína árið 2020 voru 105 kínverskar borgir með meira en 1 milljón manns. Alls eru 380 borgir á meginlandi Kína sem hafa fleiri íbúa en 312,000<ref>{{Citation|title=中華人民共和國城市人口排名|date=2022-05-24|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E8%8F%AF%E4%BA%BA%E6%B0%91%E5%85%B1%E5%92%8C%E5%9C%8B%E5%9F%8E%E5%B8%82%E4%BA%BA%E5%8F%A3%E6%8E%92%E5%90%8D&oldid=71802627|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-06-20}}</ref>. Um 63,6% kínverja býr í þéttbýli (2022)<ref>{{Citation|title=China|date=2022-06-10|url=https://www.cia.gov/the-world-factbook/countries/china/|work=The World Factbook|publisher=Central Intelligence Agency|language=en|access-date=2022-06-20}}</ref>. Mannfjöldatalning fer fram á 10 ára fresti, nú síðast 2020.<ref>{{Cite web|url=http://www.stats.gov.cn/english/PressRelease/202105/t20210510_1817188.html|title=Communiqué of the Seventh National Population Census (No. 3)|website=www.stats.gov.cn|access-date=2022-06-20}}</ref>
== Skilgreiningar og stjórnsýsluflokkun ==
Kínversk stjórnsýsla telur '''þrjú stig borga'''. Í fyrsta lagi eru það borgir sem ''lúta sjálfstæðri stjórn sem sveitarfélag'' (直辖市); í öðru lagi eru það borgir sem er ''stjórnað af fylkisstjórnum'' (县级市); og í þriðja lagi eru það ''borgir sem teljast hluti af sýslum'' (县级市). Þess utan eru borgirnar [[Hong Kong]] og [[Makaó]] sem teljast ''„sérstök sérstjórnarhéruð“'' (特别行政区).
Borgir sem eru sveitarfélög og borgir fylkisstjórna eru ekki „borgir“ í ströngum skilningi hugtaksins, heldur fremur stjórnsýslueiningar sem samanstanda af bæði þéttbýlum kjarna (''það er'' ''borg í ströngum skilningi'') umlukið [[dreifbýli]] eða minna þéttbýlli svæðum.<ref>{{Cite journal|last=Zhang|first=L.|last2=Zhao|first2=Simon X. B.|date=June 1998|title=Re-examining China's "Urban" Concept and the Level of Urbanization|journal=The China Quarterly|language=en|volume=154|pages=330–381|doi=10.1017/S030574100000206X}}</ref>
Borgum sem stjórnað er af fylkisstjórnum er oftast skipt upp í margar sýslur. Til að greina slíkar borgir frá raunverulegum þéttbýlisvæðum (''borg í ströngum skilningi'') er notast við stjórnsýsluhugtakið "市区" ("shì qū" eða „borgarhverfi“). Slík úthverfi geta verið mjög stór eða meira en 3.000 ferkílómetrar.
== Listi yfir helstu borgir Kína eftir íbúafjölda ==
{| class="wikitable"
| style="background:#ffff99; width:1em" |
|Lýtur sjálfstæðri stjórn sveitarfélags
|-
| style="background:#E0CEF2; width:1em" |
|Sveitarfélag með sjálfstæða skipulagsstöðu
|-
| style="background:#CEF2E0; width:1em" |
|Borg stjórnað af fylkisstjórn
|-
| style="background:#ff9999; width:1em" |
|Borg stjórnað af sýslu
|}
{| class="wikitable sortable"
|+
Stærstu borgir á meginlandi Kína eftir íbúafjölda
!Stétt
!Borgin
![[Héruð Kína|Hérað]]
!Síðasta áætlun (2020)<ref>{{Cite web|url=https://populationstat.com/china/|title=China Population (2020)|website=PopulationStat|access-date=2022-02-12}}</ref>
!Manntalið 2010<ref>{{Cite web|url=http://www.citypopulation.de/China-UA.html|title=China: Provinces and Major Cities - Population Statistics, Maps, Charts, Weather and Web Information|website=www.citypopulation.de|access-date=2022-03-07}}</ref>
|-
|1
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Sjanghæ]]
|—
|24.870.895
|20.217.748
|-
|2
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Peking]]
|—
|21.167.303
|16.704.306
|-
|3
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Guangzhou]]
|[[Guangdong]]
|18.810.600
|10.641.408
|-
|4
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Shenzhen]]
|[[Guangdong]]
|17.633.800
|10.358.381
|-
|5
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Chengdu]]
|[[Sesúan]]
|15.025.554
|7.791.692
|-
|6
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Tianjin]]
|—
|13.929.152
|9.528.277
|-
|7
| style="text-align:left;background-color:#ffff99" |[[Chongqing]]
|—
|12.313.714
|6.263.790
|-
|8
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Nanjing]]
|[[Jiangsu]]
|9.320.689
|5.827.888
|-
|9
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Wuhan]]
|[[Hubei]]
|8.546.775
|7.541.527
|-
|10
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Xian|Xi'an]]
|[[Shaanxi]]
|8.438.050
|5.403.052
|-
|11
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Hangzhou]]
|[[Zhejiang]]
|7.969.372
|5.849.537
|-
|12
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Shenyang]]
|[[Liaoning]]
|7.469.474
|5.718.232
|-
|13
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Dongguan]]
|[[Guangdong]]
|7.489.198
|7.271.322
|-
|14
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Foshan]]
|[[Guangdong]]
|7.462.797
|6.771.895
|-
|15
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Harbin]]
|[[Heilongjiang]]
|6.612.795
|4.596.313
|-
|16
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Dalian]]
|[[Shandong]]
|5.871.474
|3.902.467
|-
|17
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Qingdao]]
|[[Shandong]]
|5.818.255
|4.556.077
|-
|18
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Zhengzhou]]
|[[Henan]]
|5.621.593
|3.677.032
|-
|19
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Jinan]]
|[[Shandong]]
|5.606.374
|3.641.562
|-
|20
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Changsha]]
|[[Hunan]]
|4.766.296
|3.193.354
|-
|21
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Kunming]]
|[[Yunnan]]
|4.422.686
|3.385.363
|-
|22
| style="text-align:left;background-color:#CEF2E0" |[[Changchun]]
|[[Jilin]]
|4.408.154
|3.411.209
|-
|23
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Urumqi]]
|[[Xinjiang]]
|4.335.017
|2.853.398
|-
|24
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shantou]]
|[[Guangdong]]
|4.312.192
|3.644.017
|-
|25
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |
[[Suzhou]]
|[[Jiangsu]]
|4.330.000
|3.721.700
|-
|26
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Hefei]]
|[[Anhui]]
|4.216.940
|3.098.727
|-
|27
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Shijiazhuang]]
|[[Hebei]]
|4.098.243
|3.095.219
|-
|28
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[Ningbo]]
|[[Zhejiang]]
|4.087.523
|2.583.073
|-
|29
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Taiyuan]]
|[[Shansi]]
|3.875.053
|3.154.157
|-
|30
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanning]]
|[[Guangxi]]
|3.837.978
|2.660.833
|-
|31
| style="text-align:left;background-color:#E0CEF2" |[[:en:Xiamen|Xiamen]]
|[[Fujian]]
|3.707.090
|3119,110
|-
|32
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Fuzhou]]
|[[Fujian]]
|3.671.192
|3.102.421
|-
|33
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Wenzhou]]
|[[Zhejiang]]
|3.604.446
|2.686.825
|-
|34
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Changzhou
|[[Jiangsu]]
|3.601.079
|2.257.376
|-
|35
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Nanchang]]
|[[Jiangxi]]
|3.576.547
|2.614.380
|-
|36
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Tangshan
|[[Hebei]]
|3.399.231
|2.128.191
|-
|37
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Guiyang]]
|[[Guizhou]]
|3.299.724
|2.520.061
|-
|38
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Wuxi
|[[Jiangsu]]
|3.245.179
|2.757.736
|-
|39
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |[[Lanzhou]]
|[[Gansu]]
|3.067.141
|2.438.595
|-
|40
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zhongshan
|[[Guangdong]]
|2.909.633
|2.740.994
|-
|41
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Handan
|[[Hebei]]
|2.708.015
|1.830.000
|-
|42
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Weifang
|[[Shandong]]
|2.636.154
|2.044.028
|-
|43
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huai'an
|[[Jiangsu]]
|2.632.788
|2.494.013
|-
|44
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Zibo
|[[Shandong]]
|2.631.647
|2.261.717
|-
|45
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Shaoxing
|[[Zhejiang]]
|2.521.964
|1.725.726
|-
|46
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Yantai
|[[Shandong]]
|2.511.053
|1.797.861
|-
|47
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Huizhou
|[[Guangdong]]
|2.509.243
|1.807.858
|-
|48
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Luoyang
|[[Henan]]
|2.372.571
|1.584.463
|-
|49
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Nantong
|[[Jiangsu]]
|2.261.382
|1.612.385
|-
|50
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Baotou
|[[Innri-Mongólía]]
|2.181.077
|1.900,373
|-
|51
| style="text-align:left;background-color:#ff9999" |Liuzhou
|[[Guangxi]]
|2.153.419
|1.624.571
|}
== Borgir og bæir eftir íbúafjölda (2020-2021) ==
* 1. [[Sjanghæ]] - 24.870.895
* 2. [[Peking]] - 21.893.095
* 3. [[Guangzhou]] - 18.810.600
* 4. [[Shenzhen]] - 17.560.000
* 5. [[Chengdu]] - 16.935.567
* 6. [[Chongqing]] - 16.382.000
* 7. [[Tianjin]] - 13.866.009
* 8. [[Wuhan]] - 10.892.900
* 9. [[Nanjing]] - 9.314.685
* 10. [[Xian|Xi'an]] - 8.989.000
* 11. [[Dongguan]] - 8.342.500
* 12. [[Hangzhou]] - 7.603.270
* 13. [[Foshan]] - 7.313.711
* 14. [[Shenyang]] - 7.195.000
* 15. [[Harbin]] - 6.360.991
* 16. [[Jinan]] - 5.918.147
* 17. [[Qingdao]] - 5.764.384
* 18. [[Dalian]] - 5.587.814
* 19. [[Zhengzhou]] - 5.286.549
* 20. [[Xiamen]] - 4.617.251
* 21. [[Changsha]] - 4.555.788
* 22. [[Taiyuan]] - 4.529.141
* 23. [[Ningbo]] - 4.479.635
* 24. [[Kunming]] - 4.422.686
* 25. Zhongshan - 4.418.060
* 26. [[Changchun]] - 4.408.154
* 27. [[Urumqi]] - 4.335.017
* 28. [[Suzhou]] - 4.330.000
* 29. [[Shantou]] - 4.312.192
* 30. [[Hefei]] - 4.216.940
* 31. [[Shijiazhuang]] - 4.098.243
* 32. [[Fuzhou]] - 4.094.491
* 33. [[Nanning]] - 3.839.800
* 34. [[Wenzhou]] - 3.604.446
* 35. Changzhou - 3.601.079
* 36. [[Nanchang]] - 3.576.547
* 37. [[Guiyang]] - 3.483.100
* 38. Tangshan - 3.399.231
* 39. Wuxi - 3.256.000
* 40. [[Lanzhou]] - 3.072.100
* 41. Handan - 2.845.790
* 42. [[Hohhot]] - 2.681.758
* 43. Weifang - 2.659.938
* 44. Jiangmen - 2.657.662
* 45. Zibo - 2.640.000
* 46. Huai'an - 2.632.788
* 47. Xuzhou - 2.623.066
* 48. Maoming - 2,539,148
* 49. Shaoxing - 2,521,964
* 50. Yantai - 2.511,053
* 51. Huizhou - 2.509.243
* 52. Zhuhai - 2.439.585
* 53. Luoyang - 2.372.571
* 54. Linyi - 2.303.648
* 55. Nantong - 2.273.326
* 56. [[Haikou]] - 2.250.000
* 57. Baotou - 2.181.077
* 58. Liuzhou - 2.153.419
* 59. Datong - 2,030,203
* 60. Pútían - 2.003.000
* 61. Lianyungang - 2.001.009
* 62. Baoding - 1.976.000
* 63. [[Xining]] - 1.954.795
* 64. Zhanjiang - 1.931.455
* 65. Wuhu - 1.870.000
* 66. Chaozhou - 1.750.945
* 67. Qingyuan - 1.738.424
* 68. Tai'an - 1.735.425
* 69. Yichang - 1.698.400
* 70. Yangzhou - 1.665.000
* 71. [[Yinchuan]] - 1.662.968
* 72. Xiangyang - 1.658.000
* 73. Anshan - 1.647.000
* 74. Jilin borg - 1.623.000
* 75. Yancheng - 1.615.717
* 76. Taizhou - 1.607.108
* 77. Qinhuangdao - 1.586.000
* 78. Ganzhou - 1.585.000
* 79. Daqing - 1.574.389
* 80. Guilin - 1.572.300
* 81. Huzhou - 1.558.826
* 82. Zhaoqing - 1.553.109
* 83. Jiaxing - 1.518.654
* 84. Jining - 1.518.000
* 85. Jinhua - 1.463.990
* 86. Changde - 1.457.519
* 87. Hengyang - 1.453.000
* 88. Suqian - 1.440.000
* 89. Baoji - 1.437.802
* 90. Zhangjiakou - 1.435.000
* 91. Mianyang - 1.355.331
* 92. Qiqihar - 1.350.434
* 93. Heze - 1.346.717
* 94. Fushun - 1.307.200
* 95. Yangjiang - 1.292.987
* 96. Liaocheng - 1.229.768
* 97. Tianshui - 1.212.791
* 98. Benxi - 1.176.490
* 99. Chifeng - 1.175.391
* 100. Jiujiang - 1.164.268
* 101. Anyang - 1.146.839
* 102. Huaibei - 1.142.000
* 103. Yulin - 1.117.800
* 104. Xinxiang - 1.047.088
* 105. Shaoguan - 1.028.460
* 106. Dongying - 998.968
* 107. Luzhou - 998.900
* 108. Meizhou - 992.351
* 109. Leshan - 987.000
* 110. Dezhou - 986.192
* 111. Xingtai - 971.300
* 112. Chenzhou - 960.000
* 113. Mudanjiang - 930,105
* 114. Tongliao - 921.808
* 115. Chengde - 920,395
* 116. Laiwu - 907.839
* 117. Taishan - 907.354
* 118. Quzhou - 902.767
* 119. Zhoushan - 882.932
* 120. Suihua - 877.114
* 121. Langfang - 868.066
* 122. Hengshui - 856.705
* 123. Yingkou - 848.100
* 124. Panjin - 846.500
* 125. Weihai - 844.310
* 126. Anqing - 804.493
* 127. Liaoyang - 793.700
* 128. Puyang - 760.300
* 129. Fuxin - 759.100
* 130. Jieyang - 741.674
* 131. Yangquan - 731.228
* 132. Jiamusi - 726.622
* 133. Huludao - 724.800
* 134. Zhumadian - 721.670
* 135. Kashgar - 711.300
* 136. Dazhou - 705.321
* 137. Heyuan - 703.607
* 138. Longyan - 703.524
* 139. Aksu borg - 695.000
* 140. Ordos borg - 693.038
* 141. Hegang - 690.000
* 142. Binzhou - 682.717
* 143. Síping - 680.600
* 144. Sanmenxia - 669.307
* 145. Dandong - 659.400
* 146. [[Sanya]] - 644.727
* 147. Cangzhou - 621.300
* 148. Qitaihe - 620.935
* 149. Yichun - 598.000
* 150. Tonghua - 584.209
* 151. Jixi - 580.000
* 152. Korla - 549.324
* 153. Chaoyang - 537.800
* 154. Dingxi - 525.044
* 155. Shuangyashan - 507.257
* 156. Songyuan - 495.900
* 157. Nanping - 491.287
* 158. Liaoyuan - 475.400
* 159. [[Lasa]] - 464.736
* 160. Karamay - 462.347
* 161. Shanwei - 437.000
* 162. Tieling - 434.799
* 163. Suihua - 428.795
* 164. Ulanqab - 425.059
* 165. Hami - 412.305
* 166. Huangshan-borg - 410.973
* 167. Hotan - 408.894
* 168. Wuwei - 408.000
* 169. Baishan - 402.600
* 170. Sanming - 379.701
* 171. Yunfu - 369.321
* 172. Hailar - 365.012
* 173. Zhaotong - 352.831
* 174. Ningde - 343.262
* 175. Baicheng - 332.826
* 176. Hunchun - 271.000
* 177. Zhangjiajie - 225.700
* 178. Golmud - 205.700
* 179. Yumen-borg - 168.300
* 180. Altay-borg - 114.995
== Tengt efni ==
* [[Kína|Alþýðurlýðveldið Kína]]
* [[Héruð Kína]]
* [[Listi yfir fjölmennustu borgir heims|Listi yfir stærstu borgir í heimi]]
== Heimildir ==
{{Reflist}}
== Ytri tenglar==
* Vefur [http://www.stats.gov.cn/english/ Þjóðskrár Kína]
[[Flokkur:Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
1z7o6964ehi0a77cfb6663vx7b2ekky
Suzhou
0
168655
1763644
1763553
2022-08-03T17:37:09Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| Undirskipting
! style="text-align:left;"| Kínverska
! style="text-align:left;" | Fólksfjöldi 2020
! style="text-align:left;" | Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Miðborg'''
|-
| align=left | Gusu
| align=left | {{lang|zh-hans|姑苏区}}
| align=right| 2.058.010
| align=right| 372
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Hverfi'''
|-
| align=left | Huqiu hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|虎丘区}}
| align=right| 832.499
| align=right| 258
|-
| align=left | Wuzhong hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴中区}}
| align=right| 1.388.972
| align=right| 672
|-
| align=left | Xiangcheng hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|相城区}}
| align=right| 891.055
| align=right| 416
|-
| align=left | Wujiang hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴江区}}
| align=right| 1.545.023
| align=right| 1.093
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''Undirborgir'''
|-
| align=left | Changshu borg
| align=left | {{lang|zh-hans|常熟市}}
| align=right| 1.677.050
| align=right| 1.094
|-
| align=left | Taicang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|太仓市}}
| align=right| 831.113
| align=right| 620
|-
| align=left | Kunshan borg
| align=left | {{lang|zh-hans|昆山市}}
| align=right| 2.092.496
| align=right| 865
|-
| align=left | Zhangjiagang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|张家港市}}
| align=right| 1.432.044
| align=right| 772
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''Total'''
| align=right|'''12.748.252'''
| align=right|'''8.488'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<small>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</small>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
cm3mdzri5l8pxdbo73lc5p0xomf3w9p
1763645
1763644
2022-08-03T17:38:16Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| Undirskipting
! style="text-align:left;"| Kínverska
! style="text-align:left;" | Fólksfjöldi 2020
! style="text-align:left;" | Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Miðborg'''
|-
| align=left | Gusu
| align=left | {{lang|zh-hans|姑苏区}}
| align=right| 2.058.010
| align=right| 372
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Hverfi'''
|-
| align=left | Huqiu hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|虎丘区}}
| align=right| 832.499
| align=right| 258
|-
| align=left | Wuzhong hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴中区}}
| align=right| 1.388.972
| align=right| 672
|-
| align=left | Xiangcheng hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|相城区}}
| align=right| 891.055
| align=right| 416
|-
| align=left | Wujiang hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴江区}}
| align=right| 1.545.023
| align=right| 1.093
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''Undirborgir'''
|-
| align=left | Changshu borg
| align=left | {{lang|zh-hans|常熟市}}
| align=right| 1.677.050
| align=right| 1.094
|-
| align=left | Taicang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|太仓市}}
| align=right| 831.113
| align=right| 620
|-
| align=left | Kunshan borg
| align=left | {{lang|zh-hans|昆山市}}
| align=right| 2.092.496
| align=right| 865
|-
| align=left | Zhangjiagang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|张家港市}}
| align=right| 1.432.044
| align=right| 772
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''Total'''
| align=right|'''12.748.252'''
| align=right|'''8.488'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable mw-collapsible"
|+
! colspan="14" |<small>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</small>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
baocoojdkaxn00rwpk5mi1btteym602
1763646
1763645
2022-08-03T17:39:48Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| Undirskipting
! style="text-align:left;"| Kínverska
! style="text-align:left;" | Fólksfjöldi 2020
! style="text-align:left;" | Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Miðborg'''
|-
| align=left | Gusu
| align=left | {{lang|zh-hans|姑苏区}}
| align=right| 2.058.010
| align=right| 372
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Hverfi'''
|-
| align=left | Huqiu hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|虎丘区}}
| align=right| 832.499
| align=right| 258
|-
| align=left | Wuzhong hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴中区}}
| align=right| 1.388.972
| align=right| 672
|-
| align=left | Xiangcheng hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|相城区}}
| align=right| 891.055
| align=right| 416
|-
| align=left | Wujiang hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴江区}}
| align=right| 1.545.023
| align=right| 1.093
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''Undirborgir'''
|-
| align=left | Changshu borg
| align=left | {{lang|zh-hans|常熟市}}
| align=right| 1.677.050
| align=right| 1.094
|-
| align=left | Taicang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|太仓市}}
| align=right| 831.113
| align=right| 620
|-
| align=left | Kunshan borg
| align=left | {{lang|zh-hans|昆山市}}
| align=right| 2.092.496
| align=right| 865
|-
| align=left | Zhangjiagang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|张家港市}}
| align=right| 1.432.044
| align=right| 772
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''Total'''
| align=right|'''12.748.252'''
| align=right|'''8.488'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<small>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</small>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
cm3mdzri5l8pxdbo73lc5p0xomf3w9p
1763648
1763646
2022-08-03T17:44:02Z
Dagvidur
4656
/* Nafn */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|"<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| Undirskipting
! style="text-align:left;"| Kínverska
! style="text-align:left;" | Fólksfjöldi 2020
! style="text-align:left;" | Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Miðborg'''
|-
| align=left | Gusu
| align=left | {{lang|zh-hans|姑苏区}}
| align=right| 2.058.010
| align=right| 372
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Hverfi'''
|-
| align=left | Huqiu hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|虎丘区}}
| align=right| 832.499
| align=right| 258
|-
| align=left | Wuzhong hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴中区}}
| align=right| 1.388.972
| align=right| 672
|-
| align=left | Xiangcheng hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|相城区}}
| align=right| 891.055
| align=right| 416
|-
| align=left | Wujiang hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴江区}}
| align=right| 1.545.023
| align=right| 1.093
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''Undirborgir'''
|-
| align=left | Changshu borg
| align=left | {{lang|zh-hans|常熟市}}
| align=right| 1.677.050
| align=right| 1.094
|-
| align=left | Taicang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|太仓市}}
| align=right| 831.113
| align=right| 620
|-
| align=left | Kunshan borg
| align=left | {{lang|zh-hans|昆山市}}
| align=right| 2.092.496
| align=right| 865
|-
| align=left | Zhangjiagang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|张家港市}}
| align=right| 1.432.044
| align=right| 772
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''Total'''
| align=right|'''12.748.252'''
| align=right|'''8.488'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<small>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</small>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ak7sizg8vucvjtqvq8wju510v77cq11
1763649
1763648
2022-08-03T17:44:36Z
Dagvidur
4656
/* Nafn */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| Undirskipting
! style="text-align:left;"| Kínverska
! style="text-align:left;" | Fólksfjöldi 2020
! style="text-align:left;" | Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Miðborg'''
|-
| align=left | Gusu
| align=left | {{lang|zh-hans|姑苏区}}
| align=right| 2.058.010
| align=right| 372
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''Hverfi'''
|-
| align=left | Huqiu hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|虎丘区}}
| align=right| 832.499
| align=right| 258
|-
| align=left | Wuzhong hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴中区}}
| align=right| 1.388.972
| align=right| 672
|-
| align=left | Xiangcheng hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|相城区}}
| align=right| 891.055
| align=right| 416
|-
| align=left | Wujiang hverfi
| align=left | {{lang|zh-hans|吴江区}}
| align=right| 1.545.023
| align=right| 1.093
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''Undirborgir'''
|-
| align=left | Changshu borg
| align=left | {{lang|zh-hans|常熟市}}
| align=right| 1.677.050
| align=right| 1.094
|-
| align=left | Taicang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|太仓市}}
| align=right| 831.113
| align=right| 620
|-
| align=left | Kunshan borg
| align=left | {{lang|zh-hans|昆山市}}
| align=right| 2.092.496
| align=right| 865
|-
| align=left | Zhangjiagang borg
| align=left | {{lang|zh-hans|张家港市}}
| align=right| 1.432.044
| align=right| 772
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''Total'''
| align=right|'''12.748.252'''
| align=right|'''8.488'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<small>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</small>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
cm3mdzri5l8pxdbo73lc5p0xomf3w9p
1763650
1763649
2022-08-03T17:46:49Z
Dagvidur
4656
/* Stjórnsýsla */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Total</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<small>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</small>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
00m335a9fnr2ixexfuc8n1k2cauhnds
1763651
1763650
2022-08-03T17:47:31Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Jinji Lake Suzhou November 2017 002.jpg|thumb|right|500px|<small>'''Suzhou við Tai vatn''' í [[Jiangsu]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>|alt=Suzhou við Tai vatn í Jiangsu-héraði Kína. Árið 2020 bjuggu í vatnaborginni 7,4 milljónir manna, en um 12.7 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.]]
[[Mynd:Suzhou-location-in-China edcp location map.jpg|thumb|right |<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Suzhou borgar''' í [[Jiangsu]] héraði í Kína.</small>|alt=Kort er sýnir staðsetningu Suzhou borgar í [[Jiangsu]] héraði í Kína.]]
[[Mynd:Suzhou_locator_map_in_Jiangsu.svg|thumb|right |<small>Kort af [[Jiangsu]] héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar (rauðmerkt).</small>|alt=Kort af Jiangsu héraði er sýnir staðsetningu Suzhou borgar.]]
'''Suzhou''' ''([[kínverska]]:苏州; [[Pinyin|rómönskun:]] Sūzhōu; einnig þekkt sem Soo-chow)'' er stórborg á austurhluta [[Jiangsu|Jiangsu-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Í þessari vatnaborg við suðurhluta [[Jangtse|Jangtsefljóts]] voru árið 2020 um 7,4 milljónir íbúar í borginni sjálfri, en á stjórnsýslusvæðinu öllu bjuggu um 12.7 milljónir.<ref>{{Vefheimild|url=http://tj.jiangsu.gov.cn/art/2021/5/18/art_80066_9819836.html|titill=Seventh National Population Census of the People's Republic of China|höfundur=Bulletin of the Seventh National Population Census of Jiangsu Province|útgefandi=Jiangsu Provincial Bureau of Statistics|mánuður=18. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Suzhou situr á fremur flatri, láglendri sléttu milli Tai-vatns í vestri og stórborgarinnar [[Sjanghæ]] í austri. Borgin þekur 8.657 ferkílómetra svæði með ám, vötnum og sjávarföllum, sem eru 36,6% af heildarflatarmálinu. Hún er staðsett á suðurhluta [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], manngerðra skipa- og áveituskurða í Austur Kína; er tengir saman tvö helstu fljót Kína: [[Gulafljót]] og [[Jangtse|Jangtsefljót]], auk annarra fljóta og vatna.
Umkringd skurðum á öllum fjórum hliðum og skorin þvert með minni síkjum, stjórnar borgin Jangtse óshólmasvæðinu norðan og norðaustur af Tai-vatni. Suzhou er staður mikillar fegurðar, með vötnum, ám, tjörnum, frægum görðum og röð fallegra hæða meðfram austurströnd vatnsins. Borgin liggur einnig í miðju eins gjöfulasta landbúnaðarhéraðs Kína.
Allt frá 10. öld hefur Suzhou verið mikilvæg miðstöð iðnaðar og utanríkisviðskipta. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978, hefur Suzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
== Nafn ==
[[Mynd:Land_Gate_of_Pan_Men.jpg|thumb|right|<small>'''„Pan-hliðið“''' var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. og umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.</small>|alt=„Pan-hliðið“ var lengi eini inngangur hins forna borgarmúrs sem byggður var árið 514 f.Kr. sem umkringdi og verndaði Suzhou. Nafngiftin kemur frá trédreka á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri.]]
Á tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr) var byggð þekkt sem „'''Gusu'''“ nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli, höfuðborg Wu-ríkis. Það var líka kallað '''Wu'''. Árið 514 f.Kr. stofnaði Helü konungur af Wu nýja höfuðborg skammt frá Helü borg. Á tímabili stríðsríkjanna hélt Helü-borg áfram að þjóna sem staðbundið aðsetur ríkisstjórnarinnar. Frá þeim svæðum sem það stjórnaði varð staðurinn þekktur sem '''Wuxian''' ( „Wu sýsla“) og Wujun („Wu stjórnsetrið“).
Á valdatíma Qin (221 f.Kr.–206 e.Kr.) var staðurinn þekktur sem Kuaiji.
Nafnið „'''Suzhou'''“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. á tíma Sui-veldisins (581–618). Su (蘇 eða 苏) í nafni þess eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“. Nafnið Zhou (州) vísar til héraðs eða sýslu (sbr. Guizhou), en var oft notað sem samheiti yfir höfuðborg slíks svæðis (sbr. Guang'''zhou''', Hang'''zhou''' o.s.frv.).
== Saga ==
=== Vagga Wu menningar ===
[[Mynd:史记.jpg|thumb|right |<small>„'''Skrásetning hins mikla sagnfræðings'''“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.<ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Skrásetning hins mikla sagnfræðings“ eftir Sima Qian (145 f.Kr.- 91 f.Kr.) geymir mikilvægar heimildir um stofnun Wu-ríkisins á 11. öld f.Kr.]]
Suzhou er vagga Wu menningar og einn af elstu þéttbýlisstöðum við [[Jangtse|Jangtsefljót]]. Wu vísar til þess svæðis í Kína sem miðast við Tai-vatn á Jiangnan svæðinu er liggur suður af Jangtse.<small><ref>{{Citation|title=Wu (region)|date=2022-01-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(region)&oldid=1067075704|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) bjuggu staðbundnir Baiyue ættbálkar sem nefndir voru „Gou Wu“ á landsvæði núverandi nútímaborgar Suzhou. Þessir ættbálkar mynduðu þorp við hæðirnar fyrir ofan votlendið umhverfis Tai-vatn.
Fornum sagnfræðirit Sima Qian sagnfræðings (145 f.Kr.- 91 f.Kr.)<small><ref>{{Citation|title=Records of the Grand Historian|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Records_of_the_Grand_Historian&oldid=1099964113|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> greina frá því að Taibo frændi konungs Zhouveldisins hafi stofnað Wu-ríkið í nærliggjandi Wuxi á 11. öld f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Wu (state)|date=2021-12-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_(state)&oldid=1060598437|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Taibo siðað heimamenn og bætti landbúnað þeirra og áveitustjórn. Wu hirðin flutti síðar til Gusu þar sem nútíma Suzhou liggur.
Árið 514 f.Kr. flutti Helü konungur af Wu hirð sína til svæðisins og nefni byggðina Helü eftir sjálfum sér. Ráðherra hans Wu Zixu (og nú kínversk goðsögn) tók þátt í skipulagningu þess sem síðar varð grunnur að Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Wu Zixu|date=2022-07-25|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wu_Zixu&oldid=1100310428|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 473 f.Kr. var Wu ríki sigrað og innlimað inn í Yue-ríki er lá í suðaustri. Árið 306 f.Kr. var Yue-ríki innlimað af Chu-lénsríki Zhouveldisins.<small><ref>{{Citation|title=Chu (state)|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chu_(state)&oldid=1101218924|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Leifar hins forna konungsríkis má sjá í dag í hinum 2.500 ára gamla borgarmúr og Pan-hliði hans í Suzhou borg.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Á svokölluðu „tímabili stríðsríkjanna“ (475–221 f.Kr.) var Suzhou aðsetur Wu-sýslu. Eftir landvinninga Qin-veldisins (221–206 f.Kr.) árið 222 f.Kr. var staðurinn höfuðstaður Kuaiji stjórnarsetursins.
=== Á tíma Sui-veldisins ===
[[Mynd:Humble Administrator's Garden1.jpg |thumb|right |<small>'''Garður hins auðmjúka embættismanns'''. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins hógvær starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á [[heimsminjaskrá UNESCO]].<ref>{{Citation|title=Humble Administrator's Garden|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humble_Administrator%27s_Garden&oldid=1098106022|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sz5ajjq/201611/43680636abee46f3a7220ce37ec064cb.shtml|titill=The Humble Administrator’s Garden|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=29. júlí|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>|alt= Garður hins auðmjúka embættismanns. Þar var fyrst garður á tíma Suður-Songveldisins (1131-1162) en honum var ýmist eytt eða breytt. Árið 1513, ákvað Wang Xiancheng, sendiherra og skáld Mingveldisins starfslok sín og byggði upp garðinn. Sonur hans tapaði honum síðar í veðmáli. Garðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.]]
Nafnið „Suzhou“ var fyrst opinberlega notað fyrir borgina árið 589 e.Kr. þegar Sui-veldið (581–618) lagði undir sig suðurhluta Kína. Borgarnafnið eru nafnhvörf frá gamla þéttbýlisnafninu „Gusu“ frá tíma Zhouveldisins (9. öld f.Kr.– 207 e.Kr), nefnd eftir nærliggjandi Gusu-fjalli.
Með byggingu Miklaskurðar (umfangsmiklir manngerðir skipa- og áveituskurðir í Austur Kína) varð Suzhou stjórnsýslu- og viðskiptamiðstöð fyrir svæði sem þróaðist hratt yfir í stærsta hrísgrjónafgangssvæði Kína. Að sama skapi jókst hernaðarlegt mikilvægi borgarinnar. Áframhaldandi uppbygging Miklaskurðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279) og [[Júanveldið|Júanveldisins]] (1206–1368) ýtti enn undir framþróun Suzhou.
Árið 1356 gerði Zhang Shicheng (1354 – 1367) konungur Wu-ríkisins, Suzhou að höfuðborg sinni.<small><ref>{{Citation|title=Zhang Shicheng|date=2022-04-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhang_Shicheng&oldid=1080685038|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Árið 1367 tók keppinautur hans, Zhu Yuanzhang, borgina eftir 10 mánaða umsátur.<small><ref>{{Citation|title=Hongwu Emperor|date=2022-07-23|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Hongwu_Emperor&oldid=1099911087|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Zhu, sem síðar lýsti sjálfan sig sem fyrsta keisara [[Mingveldið|Mingveldisins]], reif gömlu borgarmúrana í miðri Suzhou borg og lagði á þunga skatta á volduga fjölskyldur borgarinnar og héraðsins. En þrátt fyrir skattaáþján og útlegð margra þekktra borgara, varð Suzhou fljótt aftur borg velmegunar.
Á 13. öld heimsótti [[Feneyjar|feneyski]] ferðamaðurinn [[Marco Polo]] borgina og tjáði sig um glæsileika hennar. Wusong-fljót og Suzhou-skurðurinn veittu borginni beinan aðgang að sjónum og um tíma var Suzhou höfn fyrir erlendar siglingar, þar til framburður [[Jangtse|Jangtsefljótsins]] og áveitu- og uppgræðsluframkvæmdir hindruðu aðgengi.
=== Velmegunarár á tíma Ming- og Tjingveldanna ===
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) og fyrri hluta [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) náði Suzhou borg hámarki velmegunar. Borgin var efnahagslega sterk og uppspretta mikilla skatttekna. Þar voru heimili margra auðugra landeigendafjölskyldna sem byggðu marga merka einkagarða í borginni. Borgin varð einnig miðstöð fræða og lista. Uppsprettur auðs borgarinnar voru silkiiðnaður og útsaumur. Hann varð mikilvæg undirstaða fjármála- og bankaviðskipta borgarinnar. Árið 1880 er talið að íbúafjöldi Suzhou hafi verið um hálf milljón.
{{Breið mynd|Prosperous Suzhou.jpg|10000px|<small>'''Velmegun Suzhou borgar'''. Hsu Yang (1712–1777), fæddur í Suzhou og síðar hirðmálari Qianlong Kínakeisara (1733–1735), skóp þessa 12 metra löngu málverkarollu árið 1759.<small><ref>{{Citation|title=Xu Yang (Qing dynasty)|date=2021-01-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Xu_Yang_(Qing_dynasty)&oldid=998790665|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small> Auk listræns gildis er verkið talið ómetanlegur vitnisburður um ástand lands og borgar, ásamt lýsingu daglegs kínversks lífs þess tíma. Myndarolluna má skoða líkt og þú værir á ferð um borgina og umhverfi hennar. Á þessum tíma voru kínverskir listamenn þegar farnir að móta vestræna víðmynd, þar sem smáatriði myndverka sýna líf í kínverskum borgum af mikilli nákvæmni. Í heild sýnir þetta málverk Hsu Yang meira en 4.800 manns, 2.000 byggingar og 400 skip og báta.<small><ref>{{Citation|title=Prosperous Suzhou|date=2020-12-17|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Prosperous_Suzhou&oldid=994761952|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-30}}</ref></small></small>}}'''<small>Hlutar úr myndarollu Hsu Yang:</small>'''<gallery class="center" widths="200">
Mynd:Xu Yang - Women of the village working.jpg|<small>Þorpskonur að störfum</small>
Mynd:Xu Yang - Theatre play.jpg|<small>Leikhús</small>
Mynd:Xu Yang - Commerce on the water.jpg|<small>Viðskipti við vatnið</small>
Mynd:Xu Yang - Examination hall.jpg|<small>Salur keisaraprófsins</small>
Mynd:Xu Yang - Marriage.jpg|<small>Brúðkaup</small>
Mynd:Xu Yang - Tiger Hill in Suzhou.jpg|<small>Tígrisfjall við Suzhou</small>
</gallery>
=== 19. og 20 öldin ===
[[Mynd:River-Pingjiang-Road.JPG|thumb|right |<small>Siglt á vatnaleið í '''Gusu hverfi'''. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, og skipgengir skurðir mjög áberandi.</small>|alt= Siglt á vatnaleið í Gusu hverfi borgarinnar. Í Suzhou eru vötn, ár, tjarnir, skipaleiðir og skurðir mjög áberandi.]]
Suzhou borg var fyrst opnuð fyrir utanríkisviðskipti með svokölluðum ''Shimonoseki-sáttmála'' sem undirritaður var árið 1895 milli [[Japanska keisaradæmið|Japanska keisaradæmisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína, friðarsamnings er batt enda á fyrra kínverska-japanska stríðið og veitti erlendum ríkjum bestu viðskiptakjör.<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Shimonoseki|date=2022-07-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Shimonoseki&oldid=1097043477|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Þetta var þó án teljandi árangurs fyrir utanríkisviðskipti borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small> Útlendingar opnuðu evrópskan og kínverskan skóla árið 1900 og Suzhou járnbrautarstöðin, með tengingu við [[Sjanghæ]] opnaði árið 1906. Rétt fyrir fyrri heimsstyrjöldina voru 7000 silkivefstólar í notkun í borginni. Efnahagur varð þó fyrir neikvæðum áhrifum af erlendri samkeppni og silkiiðnaðurinn, sem að mestu byggði á litlum handverksstæðum, fór mjög hallorka. Um það leyti voru stofnaðar nokkrar nútímaverksmiðjur sem framleiddu satín og bómullarefni. Stórt raforkuver var byggt en lítið var þó um nútímaiðnað í borginni.
Allt fram á upphaf 20. aldar var stór hluti borgarinnar myndaður af eyjum tengdum með ám, lækjum og skurðum við nærliggjandi sveitir. Áður en borgarmúrarnir voru rifnir lágu þeir í um 16 kílómetra hring, þar sem fjögur stór úthverfi stóðu utan þeirra.
Japanir réðust inn í borgina árið 1937 og hernámu allt til stríðsloka árið 1945. Afleiðing stríðsins var mikil eyðilegging borgarinnar og hinna merkilegu garða hennar. Endurreisn þeirra hófst snemma á fimmta áratug síðustu aldar.
=== Samtímaborgin ===
[[Mynd:Silk production 02.jpg|thumb|right |<small>'''Silkiiðnaður í Suzhou''' hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.</small>|alt=Silkiiðnaður í Suzhou hefur verið borginni mikilvægur í gegnum söguna.]]
Silki- og bómullariðnaðurinn, sem lengi var meginstoð hagkerfis borgarinnar, hefur nú verið nútímavæddur verulega. Eftir níunda áratug síðustu aldar hafa verið byggðar verksmiðjur sem framleiða málmvinnsluvörur, vélar, ýmis efni, lyf, rafeindatæki og unnin matvæli. Nýr mikilvægur hátækniiðnaðargarður fjármagnaður af innlendum fjárfestum og frá [[Singapúr]], hefur verið byggður upp í austurútjaðri borgarinnar.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|title=Suzhou {{!}} China {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-29}}</ref></small>
Fyrsta járnbraut Suzhou sem tengir borgina við [[Sjanghæ]] og [[Nanjing]] í norðvestri, var opnuð árið 1908. Árið 1936 var byggð ný járnbrautarlína er tengir aðaljárnbrautina milli [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]] við Jiaxing (í norðurhluta [[Zhejiang]]). Einnig eru nú hraðbrautir og hraðbrautir til Kunshan og Changshu á [[Jangtse]] óshólmasvæðinu, auk [[Nanjing]], [[Sjanghæ]] og [[Hangzhou]]. Að auki er enn mikil umferð um vatnaleiðir svæðisins.
Suzhou borg er mikil miðstöð fræða; Suzhou háskóli (áður Dongwu háskóli) og Listaskóli Suzhou voru stofnaðir snemma á 20. öld og síðar voru fleiri háskólar og framhaldsskólar stofnaðir.
Borgin státar af meira en 150 stórkostlegum görðum með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi þeirra sem eru frá 11. til 19. aldar var árið 1997 tilnefndur sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] [[UNESCO]]. Þessir merkilegu og fallegu garðar, ásamt öðrum menningar- og sögustöðum Suzhou og nærliggjandi Tai-vatn gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
== Stjórnsýsla ==
Suzhou borg nær yfir svæði sem telur 8.657 ferkílómetra. Ár, vötn og sjávarföll taka um 36,6% af heildarflatarmáli borgarinnar. Í lok árs 2020 þegar kínverska manntalið var síðast framkvæmt, var íbúafjöldi miðborgarkjarnans um 7.4 milljónir og íbúar á stjórnsýslusvæðinu öllu voru 12,7 milljónir. Undir Suzhou eru fjórar borgir á sýslustigi: Zhangjiagang, Changshu, Taicang og Kunshan, og síðan sex hverfi: Wujiang, Wuzhong, Xiangcheng, Gusu, Suzhou iðnaðargarðurinn og Suzhou hátæknisvæðið (Huqiu hverfi).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szxzqh/202106/78b84cd38dfb4fb1b60ed21cc60336c6.shtml|titill=Administrative Division|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=17. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=29. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Miðborgarhluti Suzhou er óformlega kallaður „gamli bærinn“. Hann er í dag Gusu-hverfið. Í því er mikilvægur þjóðsögu- og menningararfur Kína fólginn í byggingum, görðum, brúm, síkjum o.s.frv. sem njóta minja- og menningarverndar.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-30}}</ref></small>
Suzhou iðnaðargarðurinn er austan við gamla bæinn og Suzhou hátækni þróunarsvæðið er í Huqiu hverfi í vesturhlutanum.
[[Mynd:Administrative Division Suzhou-2022-Icelandic-1013px.png|thumb|right|450px|<small>Stjórnsýsluskipting Suzhou-borgar í hverfi og undirborgir</small> ]]
{| class="wikitable mw-collapsible"
|-
! colspan="4" | Stjórnsýsla Suzhou
|-
|-
! style="text-align:left;"| <small>Undirskipting</small>
! style="text-align:left;"| <small>Kínverska</small>
! style="text-align:left;" | <small>Fólksfjöldi 2020</small>
! style="text-align:left;" | <small>Stærð {{small|(km<sup>2</sup>)}}</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Miðborg</small>'''
|-
| align=left | <small>Gusu</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|姑苏区}}</small>
| align=right| <small>2.058.010</small>
| align=right| <small>372</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " | '''<small>Hverfi</small>'''
|-
| align=left | <small>Huqiu hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|虎丘区}}</small>
| align=right| <small>832.499</small>
| align=right| <small>258</small>
|-
| align=left | <small>Wuzhong hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴中区}}</small>
| align=right| <small>1.388.972</small>
| align=right| <small>672</small>
|-
| align=left | <small>Xiangcheng hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|相城区}}</small>
| align=right| <small>891.055</small>
| align=right| <small>416</small>
|-
| align=left | <small>Wujiang hverfi</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|吴江区}}</small>
| align=right| <small>1.545.023</small>
| align=right| <small>1.093</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="4" style="text-align:center; " |'''<small>Undirborgir</small>'''
|-
| align=left | <small>Changshu borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|常熟市}}</small>
| align=right| <small>1.677.050</small>
| align=right| <small>1.094</small>
|-
| align=left | <small>Taicang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|太仓市}}</small>
| align=right| <small>831.113</small>
| align=right| <small>620</small>
|-
| align=left | <small>Kunshan borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|昆山市}}</small>
| align=right| <small>2.092.496</small>
| align=right| <small>865</small>
|-
| align=left | <small>Zhangjiagang borg</small>
| align=left | <small>{{lang|zh-hans|张家港市}}</small>
| align=right| <small>1.432.044</small>
| align=right| <small>772</small>
|- style="background:#d3d3d3;"
| colspan="2" style="text-align:center; " |'''<small>Total</small>'''
| align=right|'''<small>12.748.252</small>'''
| align=right|'''<small>8.488</small>'''
|-
| colspan="4" style="text-align:center; " | <small>Óformlegar stjórnsýsludeildir – Suzhou iðngarðurinn & Suzhou Nýhverfið</small>
|}
== Veðurfar ==
[[Mynd:Garden of the Master of the Nets (40106133194).jpg|thumb|right |<small>'''Snjóföl í „Garði meistara netanna“''' sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.<ref>{{Citation|title=Master of the Nets Garden|date=2022-07-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Master_of_the_Nets_Garden&oldid=1101206721|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Snjóföl í „Garði meistara netanna“ sem upphaflega var byggður á 12. öld, er eitt margra kennileita Suzhou. Veturinn þykir kjörinn tími til að heimsækja garðinn þegar ferðamenn eru færri.]]
Suzhou hefur fjögurra árstíða rakt [[Heittemprað belti|heittemprað loftslag]] undir áhrifum [[Monsún|monsúnvinda]], með heitum, rökum sumrum og svölum, skýjuðum, rökum vetrum með einstaka snjókomu. Sumur og vetur eru löng en vor og haust stutt.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref> Almennt má segja að veðrið sé milt og rakt með fjórum mismunandi árstíðum. Gott þykir að heimsækja borgina milli janúar og apríl því þá er veðrið ekki of kalt. Blóm eru í fullum blóma fram í júní.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/climate/suzhou.htm|titill=Suzhou Weather|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=7. apríl|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Norðvestanvindar sem blása á veturna frá [[Síbería|Síberíu]] geta valdið því næturkólnun þannig að hiti fer niður fyrir frostmark á nóttunni og jafnvel snjóar. Sunnan- eða suðvestanvindar á sumrin geta ýtt hitastigi yfir 35 °C. Heitasti hiti sem mælst hefur í borginni síðan 1951 var 41,0 °C þann 7. ágúst 2013, og lægsti hitinn var -9,8 °C þann 16. janúar 1958.<ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref>
Hér að neðan má sjá að árið 2020 var ársmeðalhiti um 17,9 °C og meðal ársúrkoma um 1.570 mm.
{| class="wikitable"
|+
! colspan="14" |<big>Veðurfar í Suzhou borg árið 2020</big>
|-
!<small>Mánuður</small>
!<small>Jan.</small>
!<small>Feb.</small>
!<small>Mar.</small>
!<small>Apr.</small>
!<small>Maí</small>
!<small>Jún.</small>
!<small>Júl.</small>
!<small>Ágú.</small>
!<small>Sep.</small>
!<small>Okt.</small>
!<small>Nóv.</small>
!<small>Des.</small>
!<small>Árið</small>
|-
!<small>Meðalhiti (°C)</small>
|<small>6,5</small>
|<small>8,9</small>
|<small>12,6</small>
|<small>15,9</small>
|<small>23,0</small>
|<small>25,7</small>
|<small>26,5</small>
|<small>30,9</small>
|<small>24,5</small>
|<small>18,7</small>
|<small>14,8</small>
|<small>6,5</small>
|<small>17,9</small>
|-
!<small>Meðalúrkoma (mm)</small>
|<small>113,4</small>
|<small>58,3</small>
|<small>120,6</small>
|<small>40,3</small>
|<small>63,4</small>
|<small>316,7</small>
|<small>475,4</small>
|<small>77,5</small>
|<small>129,7</small>
|<small>70,2</small>
|<small>91,4</small>
|<small>12,7</small>
|<small>1.569,6</small>
|-
!<small>Sólarstundir</small>
|<small>50,9</small>
|<small>135,9</small>
|<small>145,1</small>
|<small>211,0</small>
|<small>143,5</small>
|<small>92,4</small>
|<small>63,2</small>
|<small>230,7</small>
|<small>142,1</small>
|<small>157,3</small>
|<small>141,2</small>
|<small>134,2</small>
|<small>1.647,5</small>
|-
| colspan="14" |''<small>Heimild: Hagstofa Suzhou: „Suzhou Statistical Yearbook 2021“<ref>{{Vefheimild|url=https://tjj.suzhou.gov.cn/sztjj/tjnj/2021/zk/indexce.htm|titill=Table 1-3 Meteorological and hydrological conditions by region (2020)|höfundur=Suzhou Statistical Office - Suzhou Statistical Yearbook 2021|útgefandi=Suzhou Statistical Office|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>''
|}
== Efnahagur borgarinnar ==
[[Mynd:Gate_of_the_Orient_东方之门_dong_fang_zhi_men_Suzhou_photo_Christian_Gänshirt_2015.JPG|thumb|right |<small>'''„Hliðið að Austurlöndum“''' situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.</small>|alt=„Hliðið að Austurlöndum“ situr við vesturbakka Jinji vatns í Suzhou iðnaðargarðinum.]]
[[Mynd:(SIP) The Art Sculpture of Harmony.jpg|thumb|right |<small>Listskúlptúrinn „'''Samlyndi'''“ í Suzhou iðngarðinum.</small>|alt= Listskúlptúrinn „Samlyndi“ í Suzhou iðngarðinum.]]
[[Mynd:Wedding_store_in_Huqiu.jpg|thumb|right |<small>Ein hundraða verslana '''„Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“''' þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.<ref>{{Citation|title=Huqiu District|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Huqiu_District&oldid=1041748089|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Ein hundraða verslana „Brúðkaupskjólamarkaðar Huqiu hverfis“ þar sem 1200 verksmiðjur og fjölskylduverkstæði framleiða brúðkaups- og kvöldkjóla.]]
[[Mynd:Loading Of Container Cranes - panoramio.jpg|thumb|right |<small>Umskipun gáma í '''höfninni í Taicang''' einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af [[Jangtse]] við [[Austur-Kínahaf]].<ref>{{Citation|title=Taicang|date=2021-09-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Taicang&oldid=1041729308|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Umskipun gáma í höfninni í Taicang einni undirborga Suzhou. Höfnin er í austurhluta Taicang og suður af Jangtse við Austur-Kínahaf.]]
[[Mynd:(SIP)_Science_&_Technical_Center.jpg|thumb|right |<small>'''Menningar- og listamiðstöð Suzhou''' sem opnaði árið 2007, situr austan Jinji vatns í Suzhou iðngarðinum. Hún hefur 138.000 fermetra gólfflöt.<ref>{{Citation|title=Suzhou Culture and Arts Centre|date=2021-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Culture_and_Arts_Centre&oldid=1020553327|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-31}}</ref></small>|alt=Menningar- og listamiðstöð Suzhou sem situr austan Jinji vatn í Suzhou iðngarðinum, er með 138.000 fermetra gólfflöt. Hún var opnaði árið 2007.]]
=== Almennt ===
Allt frá tímum [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618 – 907) hefur efnahagslíf Suzhou byggst á textíliðnaði, einkum silki, og viðskiptum sem hafa byggt af mikilvægum vatnaleiðum – [[Jangtse|Jangtsefljóti]] og [[Mikliskurður|Miklaskurði]]. Eftir valdatöku kommúnista árið 1949, fór Sucsou á braut iðnvæðingar. Málmvinnsla, vélasmíði, hljóðfæragerð, rafeinda- og efnaiðnaður varð umfangsmikill þáttur í atvinnulífi borgarinnar. Fyrir var hefðbundinn iðnaður á borð við handverk, lakkvörur, húsgagnagerð í Ming-stíl, [[jaði]]- og tréskurður, aðallega til útflutnings. Eftir miklar niðursveiflur 20. aldar og fremur hæga framþróun hófst verulegur hagvöxtur borgarinnar um síðustu aldamót og varð hún fljótt ein af leiðandi borgum í Austur Kína.<small><ref>{{Citation|title=Szucsou|date=2021-11-19|url=https://hu.wikipedia.org/w/index.php?title=Szucsou&oldid=24398925|work=Wikipédia|language=hu|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Í dag er Suzhou mjög þróað efnahagssvæði í Kína. Borgin er iðnaðar- og verslunarmiðstöð Jiangsu-héraðs, auk þess að vera mikilvæg fjármála-, menningar-, lista-, mennta- og samgöngumiðstöð. Þjónustugeiri borgarinnar einkum ferðaþjónusta, er mjög þróaður og vex að sama skapi.
Efnahagsþróun borgarinnar hefur verið mjög hröð síðustu áratugi eftir að Kína var opnað fyrir meira viðskiptafrelsi. Þannig tólffaldast landsframleiðsla borgarinnar milli áranna 1995 og 2012. Efnahagslegur styrkur Suzhou fór fram úr héraðshöfuðborginni Nanjing fyrir mörgum árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-31}}</ref></small>
Góð staðsetning borgarinnar í nálægð við [[Sjanghæ]], lágur rekstrarkostnaður og hagstætt starfsumhverfi fyrirtækja hafa breytt borginni í miðstöð viðskipta og erlendrar fjárfestingar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Erlend fjárfesting ===
Borgin hefur notið erlendrar fjárfestinga, byggt og en með tiltölulega lágan rekstrarkostnað. Til að auka samkeppnishæfni borgarinnar frekar frekar hafa borgaryfirvöld beitt sér í einföldun regluumhverfis fyrirtækja, hvatt til ráðningar erlendra sérfræðinga, fjárfestinga í rannsókn og þróun og víðtækra aðgerða til að laða að erlenda fjárfestingu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hvatt hefur verið til erlendrar fjárfestingar í framleiðslu (t.d. lyfja, rafeindavöru, bíla) og þjónustu (t.d. banka, flutninga, og rannsóknarþjónustu). Meðal slíkra aðgerða borgaryfirvalda er ívilnandi skattastefna fyrir áhættufjármagn í fyrirtækjum er starfa innan Suzhou iðnaðargarðsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Suzhou borg hefur þannig laðað að sér meira en 17.000 fyrirtæki með erlendu fjármagni, frá 115 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/suzhou-investment-stronghold-innovation-trailblazer-yrd/|titill=Suzhou City Profile: Investment Stronghold and Innovation Trailblazer|höfundur=Dorcas Wong|útgefandi=China Briefing|mánuður=10. desember|ár=2020|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Áhersla á nýsköpun ===
Þá hefur borgin hvatt til nýsköpunar og stafrænnar tækni og veitt margvíslegan stuðning við háþróaðan framleiðsluiðnað á borð við líflæknisfræði, geimiðnað, hátæknibúnað, sjónfjarskipti, þróun nýrra efna og endurnýjanlegra orkugjafa.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/c2970d14b5c94139b1b72b3331c4295e.shtml|titill=Advantages: Industries|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/News/202203/76c287ae0e6d4cb29f546e13c0b40c33.shtml|titill=Suzhou’s 2021 GDP exceeds 2.2 trillion yuan|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=14. mars|ár=2022|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Sérstök þróunarsvæði ===
Mikil uppsveifla í iðnaði hófst árið 1990 með stofnun hátækniiðnaðarsvæðis ''(Suzhou National New & Hi-Tech Industrial Development Zone)'' árið 1992. Annar iðnaðargarður, ''(Suzhou Industrial Park)'' var stofnaður árið 1994 vestur af gömlu borginni, á svæði 288 ferkílómetra landsvæði í samvinnu við fjárfesta frá Singapúr. Iðnaðarframleiðsla borgarinnar jókst í framhaldinu verulega.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.sipac.gov.cn/szgyyqenglish/sino/list_tt.shtml|titill=Sino-Singapore cooperation|höfundur=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|útgefandi=Suzhou Industrial Park Administrative Committee|mánuður=4. september|ár=2019|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Undanfarna tvo áratugi hafa þessi iðnaðar- og fríverslunarsvæði laðað að sér yfir 5.000 erlend fjárfestingarverkefni, þar á meðal 156 verkefni fjárfest af 92 Fortune Global 500 fyrirtækjum. Þar á meðal nokkur heimsþekkt vörumerki eins og Bosch, Siemens, Samsung, BD, Wyeth, Philips, Fijutsu og Johnson & Johnson. Á sama tíma hafa 309 kínversk fyrirtæki verið hvött til erlendrar fjárfestingar í 53 löndum og svæðum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/sjwbqzsz/201611/49df3c54134d4b7fb481f848e044be0a.shtml|titill=Directory of Fortune 500 Investment in Suzhou|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=2. ágúst|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Á þessum þróunarsvæðum hafa en 500 innlend og erlend fyrirtæki sett upp rannsóknar- og þróunarmiðstöðvar. Yfir 30 mennta- og rannsóknastofnanir er starfræktar þar í samvinnu við erlenda háskóla.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/investing-in-suzhou-industrial-park-a-brief-profile/?hilite=Suzhou|titill=Investing in Suzhou Industrial Park: A Brief Profile|höfundur=Zoey Zhang|útgefandi=China Briefing|mánuður=9. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Menntun og vísindi ==
[[Mynd:Gusu,_Suzhou,_Jiangsu,_China_-_panoramio_(223).jpg|thumb|right |<small>'''Soochow háskólinn''' er opinber háskóli stofnaður af meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu efstu 5% nemenda á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.<ref>{{Citation|title=Soochow University (Suzhou)|date=2022-04-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Soochow_University_(Suzhou)&oldid=1082558705|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt= Suzhou háskólinn er opinber háskóli, upphaflega nefndur Soochow og stofnaður af Meþódistum árið 1900. Hann er einn fremsti háskóli Kína. Eingöngu þeir er ná efstu 5% á viðurkenndu inntökuprófi Kína komast þar að.]]
[[Mynd:Suzhou Dushu Lake Higher Education Town 20170815.jpg|thumb|right |<small>„'''Háskólabærinn við Dushu-vatn'''“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.<ref>{{Citation|title=Suzhou Dushu Lake Higher Education Town|date=2021-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Dushu_Lake_Higher_Education_Town&oldid=1028634684|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>|alt=„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ sem var stofnað 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Þar eru nú 11 æðri menntastofnanir.]]
[[Mynd:Duke_Kunshan_University_Academic_Building_Interior.jpg |thumb|right|<small>'''Duke Kunshan háskólinn''' (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.<ref>{{Citation|title=Duke Kunshan University|date=2022-07-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Duke_Kunshan_University&oldid=1101584082|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>| alt=Duke Kunshan háskólinn (DKU) er kínversk-amerískur háskóli stofnaður árið 2013. DKU er samstarf Duke háskólans í Bandaríkjunum og Wuhan háskólans í Hubei héraði.]]
=== Almennt ===
Í aldir hefur Suzhou borg verið þekkt fyrir öflugar menntastofnanir. Frá stofnun alþýðulýðveldsins, og sérstaklega eftir innleiðingu stefnu um umbætur og opnun hagkerfis Kína, hafa stjórnvöld á öllum stigum lagt mikla áherslu á uppbyggingu menntunar. Menntakerfi Suzhou hefur þróast verulega fram á veg á síðustu árum. Gerðar eru meiri kröfur og menntakerfið er alþjóðlegra.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 2020 voru í borginni 1.749 skólar mismunandi gerðar og á ólíkum stigum. Þar á meðal eru 26 háskólar og framhaldsskólar. Alls voru þá um 2.1 milljón háskóla- framhaldsskólanemar. Á hverju ári útskriftast 465.000 nemendur, þar af 65.000 háskólamenntaðir. Fjöldi fastráðinna kennara er 130.000.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/3deb251306294c769387b7455b0f8594.shtml|titill=Education|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Grunnskólakerfi Suzhou er alþjóðavænt. Borgin hefur 53 alþjóðlega skóla, þar á meðal 18 opinbera skóla með alþjóðlegum bekkjum, 31 alþjóðlega einkaskóla og 4 skóla fyrir börn erlendra starfsmanna, einn skóla fyrir börn taívanskra kaupsýslumanna; og 26 alþjóðleg samvinnuverkefni menntastofnana.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
=== Háskólaborgin ===
Suzhou hefur mikinn fjölda framhaldsskóla, háskóla og rannsóknarstofnanir. Þekktasti háskólinn er Soochow háskólinn sem er talinn lykilháskóli á landsvísu og þátttakandi í svokölluðu „211 verkefni“ úrvalsháskóla Kína.
„Háskólabærinn við Dushu-vatn“ (e. Dushu Lake Higher Education Town), sem stofnaður var árið 2002 í Suzhou iðngarðinum, nær yfir 11 ferkílómetrar svæði. Hann telur 11 æðri menntastofnanir, þar á meðal Xi'an Jiaotong-Liverpool háskólann, Vísinda- og tækniháskóla Kína, Xi'an Jiaotong háskólann, Nanjing háskólann, Suðausturháskólann, Renmin háskólann í Kína, Soochow háskólann, Sichuan háskólann, Wuhan háskólann, Raforkuháskóla Norður Kína, og útibú Þjóðarháskóla Singapúr. Að auki eru þar ýmsar rannsóknarstofnanir og framhaldsskólar. Nú eru 68.000 nemendur í háskólahverfinu, þar af um 13.000 framhaldsnemar, og meira en 3.000 kennarar.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
„Alþjóðamenntagarður Suzhou borgar“ (e. Suzhou International Education Park) sem staðsettur er í Wuzhong hverfinu, er þjálfunarstöð meira en 10 verkmennta- og framhaldsskóla og háskóla.
Í ofangreindir upptalingu eru ónefndir ýmsir framhaldsskólar og háskólar á héraðsstigi, eins og Changshu Tækniháskólinn, Shazhou tæknifagstofnunin, Kunshan framhaldsskóli Jiangsu á sviði hljóðvarps og sjónvarps, og svo framvegis. Að auki eru ýmsir framhaldsskólar, háskólar og háskólasvæði í byggingu.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref>
=== Vísindi og rannsóknir ===
Í borginni er sterk áhersla á vísindi, tækni og rannsóknir og þátt þeirra í samkeppnishæfni svæðisins. Það segir nokkra sögu að árið 2019 voru 104 vísinda-og fræðimenn frá Suzhou borg innan Kínversku vísindaakademíunnar og Kínverska verkfræðiakademíunnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://jyj.suzhou.gov.cn/szjyj/education/en_wztt.shtml|titill=Welcome to study in Suzhou!|höfundur=Suzhou Education Bureau|útgefandi=Suzhou Education Bureau|mánuður=28. nóvember|ár=2019|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Í borginni eru 127 rannsóknarmiðstöðvar á sviði verkfræði og 741 fyrirtækjatæknimiðstöðvar. Alls eru þar 9.772 hátæknifyrirtæki.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/szjjfz/202106/5f5c0a73bec64d65959f521c8dcbca3d.shtml|titill=Scientific and Technological Innovation|höfundur=Suzhou Municipal People's Government|útgefandi=Suzhou Municipal People's Government|mánuður=23. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=1. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Sem stendur eru tveir [[Nóbelsverðlaunin|Nóbelsverðlaunahafar]] frá Suzhou - Li Zhengdao og Chu Diwen.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
== Minjar og áhugaverðir staðir ==
Suzhou er fjölsótt ferðamannaborg. Vatnaborgin með síkjum og mörgum vatnaleiðum dregur að, sem og fjöldi stórkostlegra garða með hofum, skálum og klettaskúlptúrum. Fjöldi annarra menningar- og sögustaða ásamt nærliggjandi Tai-vatni gera svæðið að vinsælum ferðamannastað.
=== Klassískir garðar Suzhou ===
[[Mynd:Tusi.JPG|thumb|right|<small>'''Garður hvíldar og íhugunar''' er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði garðinn árið 1885.</small>|alt=Garður hvíldar og íhugunar er í bænum Tongli í útjaðri Suzhou. Ren Lansheng, brottrekinn embættismaður vildi sýna íhygli og dyggð og byggði fallegann garðinn árið 1885.]]
Suzhou garðarnir vísa til garða og bygginga, sem upphaflega voru flestir einkagarðar. Þeir fyrstu eiga rætur í svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína þegar Suzhou varð höfuðborg Wu konungsríkisins (514 f.Kr.). Garðarnir þróuðust síðar á tímum [[Songveldið|Songveldisins]] (960–1279), döfnuðu á valdatíma [[Mingveldið|Ming]] (1368–1644) og blómstruðu á tíma [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912). Undir lok Tjingveldisins hafði Suzhou meira en 170 slíka garða. Meira en 60 eru vel varðveittir og 19 eru opnir almenningi. Þeir ná yfir lítil en vel hönnuð svæði sem byggja á listrænum hugmyndum um tengingu manns við náttúruna. Hið takmarkaða rými garðanna er úthugsað, hannað og skreytt og virðast taka breytingum við hvert fótmál.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Árið 1997 fóru garðarnir sameiginlega á [[Heimsminjaskrá UNESCO|heimsminjaskrá]] UNESCO en þar voru níu þeirra tilgreindir sérstaklega.<small><ref>{{Citation|title=Classical Gardens of Suzhou|date=2022-03-01|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Classical_Gardens_of_Suzhou&oldid=1074622240|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Hin forna borg ===
[[Mynd:The_Tonggui_bridge_at_Shentang_Street,_Suzhou.tif|thumb|right|<small>Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við '''Shentang götu'''. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.</small>|alt=Tonggui brúin yfir skipaskurðinn við Shentang götu. Ferðamönnum er þar boðið í siglingar á síkjunum og skurðum.]]
Gamla Suzhou borgin sem þekur 14,2 ferkílómetra svæði, var ein stærsta borgin til forna sunnan [[Jangtse]] -fljóts. Sá hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]] (umfangsmiklir skipa- og áveituskurðir Austur Kína) sem liggur um Suzhou, inniheldur tíu borgarhlið og yfir 20 steinbrýr með sögulegum svæðum sem hafa verið vel varðveitt, auk mustera og skála. Alls eru 24 vatnaleiðir við Miklaskurð.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou&oldid=1098144713|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Rætur byggingarsögunnar má rekja allt til 514 f.Kr. Í meira en 2.500 ár hefur borgarsvæðið lítið breyst. Enn er þar sama heildarumgjörðin með vatnaleiðum, vegum og brúm. Tvær best vernduðu húsaraðirnar með einkenni vatnsborgar eru hin 1.200 ára gamla Shantang gata og hinn 800 ára gamli Pingjiang vegur.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Tai vatnið ===
Tai vatnið er vinsæll ferðamannastaður. Það er stórt grunnt stöðuvatn sem liggur á mörkum héraðanna Jiangsu og Zhejiang. Það er um 2.250 ferkílómetrar að stærð, með 90 eyjum og meðaldýpi þess eru 2 metrar. Þrír fjórðu vatnsins tilheyrir Suzhou. Vatnið er tengt Miklaskurði.<small><ref>{{Citation|title=Lake Tai|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Lake_Tai&oldid=1098108667|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
=== Sögu og listasöfn ===
[[Mynd:苏州博物馆·苏州·西南向东北.jpg|thumb|right|<small>'''Suzhou safnið''' sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.<ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=Suzhou safnið sem hinn frægi arkitekt I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Alls heimsóttu 2.340.000 gestir þetta sögu- og listasafn árið 2018.]]
[[Mynd:The_China_Kunqu_Museum_180420_01.jpg|thumb|right|<small>'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.</small>|alt=Óperu- og leikhússafn Suzhou er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi.]]
'''Suzhou safnið''' er staðbundið sögu- og listasafn sem hefur að geyma forna kínverska list, málverk, skrautskrift og handsmíðað handverk. Safnið var stofnað árið 1960 en flutti 2006 í núverandi húsakynni sem arkitektinn I.M. Pei hannaði fyrir fæðingarborg sína. Safnið nær yfir meira en 8.000 fermetra svæði. Hönnun nýju safnbyggingarinnar byggir á hefðbundnum byggingarstíl Suzhou, sem setur safnið á milli húsagarða. Aðalgarður safnsins þykir nútímalega túlkun á byggingarstíl „Garðs hins auðmjúka embættismanns“.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref><ref>{{Citation|title=Suzhou Museum|date=2022-02-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Museum&oldid=1070815140|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Silkasafnið í Suzhou''' skjalfestir mikilvæga sögu silkiframleiðslu og útsaums í borginni frá um 2000 f.Kr. Þar má finna gamla vefstóla með sýnikennslu, sýnishorn af fornu silkimynstri og útskýringu á silkirækt.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Silk Museum|date=2020-01-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Silk_Museum&oldid=933999637|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''Óperu- og leikhússafn Suzhou''' er staðsett í leikhúsi frá tímum Mingveldisins í Gusu hverfi borgarinnar. Þar eru sýningarsalir með gömlum hljóðfærum, handafrituðum bókum, textum, grímum og búningum. Safnið sýnir 500 ára sögu Kunqu, elstu form kínverskrar óperu.
=== Hof og pagóður ===
[[Mynd:YunYanSiPagoda.jpg|thumb|right|<small>'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi Helü konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans hafi birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.<ref>{{Citation|title=Tiger Hill, Suzhou|date=2022-05-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill,_Suzhou&oldid=1089865770|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>|alt=„Tígrahæða-pagóðan“ er eitt helsta tákn Suzhou. Goðsögn segir að þar hafi He Lu konungur Wu ríkisins æft sverðburð. Eftir dauða hans birtist þar hvítt tígrisdýr sem gaf hæðinni nafnið „Tígrahæð“.]]
Af mörgum frægum [[Búddismi|búddista]] og [[Taóismi|taóistum]] í Suzhou borg er '''Hansan hofið''' frægast. Það er staðsett í vesturhluta Suzhou. Frægð þess er að miklu leyti að þakka skáldinu Zhang Ji, sem orti ljóð um hofið á 8. öld, sem varð hluti af þekktu „Safni þrjúhundruð ljóða Tangveldisins“. Hofið var stofnað árið 502, en núverandi bygging þess er frá 19. öld. Í hofinu er stór steypt bronsbjalla og bjölluturn.<small><ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Tígrahæða-pagóðan“''' er eitt helsta tákn Suzhou, átthyrnd, sjö hæða, 54 metra há múrsteinspagóða, sem var byggð á árunum 959 til 961, á Tígrahæð. Pagóðan hallar líkt og Skakka turninn í Písa, toppur hennar víkur frá lóðréttu um 2,3 metra.<small><ref>{{Citation|title=Tiger Hill Pagoda|date=2022-04-21|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tiger_Hill_Pagoda&oldid=1083969954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
'''„Pan-hliðið“''' eða Panmen hliðið er sögulegt kennileiti við suðvesturhorni hinna fornu borgar Suzhou. Það var upphaflega byggt á svokölluðu vor- og hausttímabili í Wu fylki og er áætlað að það sé um 2.500 ára gamalt. Auk hliðsins eru tvö kennileiti: Ruiguang pagóðan, sem er elsta pagóðan borgarinnar byggð með einföldum búddískum útskurði árið 247; og brú sem kölluð er „Wu hliðið“ og var lengi hæsta brú borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Pan Gate|date=2020-10-31|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pan_Gate&oldid=986349646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
Svæðið er hluti af hinum forna borgarmúr sem fyrst var byggður árið 514 f.Kr. Nafngiftin kemur upphaflega frá trédreka sem hékk á hliðinu sem átti að fæla frá Yue konungsríkið í suðri. Hliðið var eini inngangurinn að múrnum sem umkringdi og verndaði Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=盘门|date=2022-06-28|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%9B%98%E9%97%A8&oldid=72402976|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:20180908_Line_1_Platform_of_Longkang_Road_Station.jpg|thumb|right |<small>'''Sporvagnastöð''' Hátæknigarðisins í Suzhou.</small>|alt=Sporvagnastöð Hátæknigarðisins í Suzhou.]]
Samgöngur í stórborginni Suzhou eru flóknar og fjölbreyttar. Vegna nauðsyn þess að vernda fornminjar í elsta hluta borgarinnar eru viðgerðir og uppbygging samgöngumannvirkja erfiðar og umferð því þar þung. Á álagstímum og á frídögum er umferðin borginni ofviða; einkabílum fjölgar ört, auk þess sem borgin er mikil umferðar- og iðnaðarmiðstöð. Umferðarteppur eru því tíðar. Til að létta á umferðarþrýstingi hefur Suzhou skipulagt upphækkaðar hraðbrautir umhverfis borgina.
Samgöngur í þéttbýli Suzhou samanstanda af mörgu, þar á meðal [[Áætlunarbifreið|rútum]], leigubílum og [[Lestarsamgöngur|járnbrautum]]. Borgaryfirvöld hafa hvatt íbúa til að nýta sér [[Almenningssamgöngur|almenningssamgöngukerfið]] með niðurgreiðslum fargjalda og þeir forðist álagstíma eins og kostur er.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Með [[Mikliskurður|Miklaskurði]] til [[Peking]] og [[Hangzhou]] sem liggur í gegnum borgina frá norðri til suðurs, og [[Sjanghæ]] -[[Nanjing]] járnbrautina, Peking -Sjanghæ hraðbrautina og Sjanghæ-Nanjing hraðbrautina sem liggja frá austri til vesturs. Nálægir eru fimm alþjóðaflugvellir.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://commerce.suzhou.gov.cn/commerce/yslm/202110/e3b562643ddf41c1949e68bf4d96bdeb.shtml|titill=Location|höfundur=Suzhou Bureau of Commerce|útgefandi=Suzhou Bureau of Commerce|mánuður=22. september|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
===Vatnasamgöngur===
[[Mynd:Weightlessness_-_panoramio.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou höfn''' telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs og ein stærsta höfn í heims.</small>|alt=Suzhou höfn telst stærsta höfn Jiangsu-héraðs, og ein stærsta höfn í heiminum.]]
Samgöngur á vatni eru borginni mikilvægir. Meira en 2.700 kílómetrar af skipgengum vatnaleiðum mynda vatna- og landflutningsæð borgarinnar. Margar litlar skipgengar ár liggja í gegnum þéttbýlið og sumar eru einnig nýttar sem skemmtiferðaleiðir ferðamanna. [[Peking]]-[[Hangzhou]] skurðurinn, sem er hluti [[Mikliskurður|Miklaskurðar]], liggur við borgina.<small><ref>{{Citation|title=京杭大运河|date=2022-07-14|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%BA%AC%E6%9D%AD%E5%A4%A7%E8%BF%90%E6%B2%B3&oldid=72667893|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Suzhou hefur samtals 3.681 brýr í þéttbýli, þar af 27 sérstaklega stórar brýr, 125 brýr, 520 meðalstórar brýr og 3.009 litlar brýr.<ref>{{Citation|title=苏州市|date=2022-07-18|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72747083|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-02}}</ref>
Suzhou-höfn er innanlandshöfn fyrir bæði vatnaleiðir sem og hafið. Suzhou-höfn er samheiti þriggja hafna umhverfis borgina. Þær eru staðsettar í Zhangjiagang, Changshu og Taicang, við neðri hluta [[Jangtse|Jangtsefljótsins]]. Þetta hafnarsamlag telst stærsta höfn [[Jiangsu]]-héraðs, ein stærsta höfn meginlands Kína og með þeim stærri í heiminum. Höfnin tengist með siglingaleiðum til meira en 400 innlendra og erlendra hafna.<small><ref>{{Citation|title=Port of Suzhou|date=2021-01-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Port_of_Suzhou&oldid=999311545|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Reglubundnar ferjusiglingar frá Suzhou-höfn eru til [[Hangzhou]] hafnar og [[Qingdao]] hafnar í Kína. Einnig sigla ferjur til Shimonoseki hafnar í [[Japan]] og til [[Busan]] hafnar í [[Suður-Kórea|Suður-Kóreu]].
===Járnbrautir===
[[Mynd:CRH-Suzhou-Station.JPG|thumb|right |<small>'''CRH2 EMU háhraðalest''' á aðaljárnbrautarstöðinni í Suzhou. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.</small>|alt= CRH2 EMU háhraðalest á Suzhou aðaljárbrautarstöðinni. Þær ná allt að 250 km/klst hraða.]]
[[Mynd:201604_CRH1E_enters_into_Kunshan_Station.JPG|thumb|right |<small>'''Kunshan''' lestarstöðin í Suzhou.</small>|alt=Kunshan lestarstöðin í Suzhou.]]
Með fjórum [[Lestarstöð|aðallestarstöðvum]] eru [[Lestarsamgöngur|járnbrautartengingar]] borgarinnar mjög vel þróaðar. Aðallestarstöð Suzhou nálægt miðbænum, er meðal fjölförnustu farþegastöðva Kína. Í gegnum borgina liggja þrjár samhliða járnbrautir milli [[Sjanghæ]] - [[Nanjing]]: ''Peking-Sjanghæ járnbrautarlestirnar'' (sem eru aðallega „hefðbundnar lestir“ til ýmissa borga Kína) og ''[[Sjanghæ]] – [[Nanjing]] [[Háhraðalest|háhraðalestir]]'' með mjög tíða þjónustu. Frá Suzhou tekur aðeins um 25 mínútur að komast til Sjanghæ með hraðlest og innan við klukkustund til Nanjing.
Á Norðurlestarstöð borgarinnar, nokkrum kílómetrum norðar, er ''Peking–Sjanghæ [[Háhraðalest|háhraðalestin]]'' sem opnuð var árið 2011.
Aðrar stöðvar á Peking – Sjanghæ járnbrautinni og Sjanghæ–Nanjing borgarlestabrautinni þjóna stöðum innan Suzhou-héraðsborgar, eins og Kunshan.
Í norðurhluta Suzhou, Zhangjiagang, Changshu og Taicang, opnaði háhraðalest árið 2020 sem liggur þvert yfir [[Jangtsefljót]] frá Nantong til Sjanghæ.<small><ref>{{Citation|title=Shanghai–Suzhou–Nantong railway|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shanghai%E2%80%93Suzhou%E2%80%93Nantong_railway&oldid=1098119103|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Borgarlestir===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Group,苏E_05962D_(1-3470),Higer_KLQ6106GAEVN8_(A10).jpg|thumb|right |<small>'''„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1'''. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 líkt og í fleiri borgum, ákveðið að byggja upp hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).</small>|alt=„Borgarlína“ Hraðvagn leið 1. Til að draga úr umferðarþunga var 2008 opnað hraðflutningakerfi strætisvagna (BRT).]]
[[Neðanjarðarlest|Borgarlestarkerfi]] Suzhou er með fimm línur í rekstri sem ná yfir 211 kílómetra. Með þeim fóru 410 milljónir farþegar árið 2021.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
Verið er að leggja fjórar nýjar og á smíði þeirra að ljúka árið 2024. Þá mun þetta lestarkerfið samanstanda af níu sjálfstæðum lestarlínum sem spanna 353 kílómetra og 280 stöðvar. Samkvæmt langtímáætlun borgaryfirvalda eiga 21 borgarlestir að þjóna borginni árið 2035.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Rail Transit|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Rail_Transit&oldid=1098978787|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Sporvagnar===
[[Mynd:Line_2,_Suzhou_Tram.jpg|thumb|right |<small>'''Suzhou sporvagninn í Nýhverfi''' Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.</small>|alt= Suzhou sporvagninn í Nýhverfi Suzhou. Áætlanir eru um mikla uppbyggingu sporvagnakerfis í borginni.]]
Árið 2014 opnaði nýtt [[Sporvagn|sporvagnakerfi]] Suzhou. Nú eru tvær sporvagnslínur í gangi í Nýhverfi Suzhou.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou Tram|date=2022-06-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_Tram&oldid=1092423264|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref></small> Fyrirhugað er að byggja 6 sporvagnalínur á næstu árum.<small><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Strætisvagnr og borgarlínur===
[[Mynd:Suzhou_Bus_Route_2_6-2934.jpg|thumb|right |<small>'''Strætivagn á leið 2''' í Shinkansen, Suzhou.</small>|alt= Strætivagn á leið 2 í Shinkansen, Suzhou.]]
Suzhou hefur öflugt [[Strætisvagn|strætisvagnakerfi]] sem liggur til allra borgarhluta. Fargjöld eru fast gjald, venjulega 1 Yuan fyrir rútur sem er ekki loftkældar og 2 Yuan fyrir loftkældar rútur. Til að draga enn úr umferðarþunga í borginni var árið 2008 opnað nýtt [[Borgarlína|borgarlínukerfi]] (BRT) sem er 25 kílómetra hraðflutningakerfi strætisvagna. Í dag eru 5 borgarlínur reknar á sérætluðum akreinum fyrir þessa strætisvagna.<small><ref>{{Citation|title=Suzhou BRT|date=2019-01-10|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Suzhou_BRT&oldid=877649371|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-01}}</ref><ref>{{Citation|title=苏州交通|date=2022-07-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E8%8B%8F%E5%B7%9E%E4%BA%A4%E9%80%9A&oldid=72715790|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-01}}</ref></small>
===Þjóðvegir===
[[Mynd:Jiangsu_Expwy_S58_sign_with_name.svg|thumb|right |<small>'''Huchang hraðbrautin''' tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.</small>|alt=Huchang hraðbrautin tengir Sjanghæ og Jiangsu hérað. Sjanghæ hlutinn er númeraður S26 en Jiangsu hlutinn númeraður S58.]]
''Nanjing–Sjanghæ [[Hraðbraut|hraðbrautin]]'' tengir Suzhou við Sjanghæ, að öðrum kosti eru ''Yangtze Riverine hraðbrautin'' og ''Suzhou–Jiaxing–Hangzhou hraðbrautin''. Árið 2005 var ytri þjóðvegahringurinn um Suzhou fullgerður, sem tengir undirborgirnar Taicang, Kunshan og Changshu. ''„Þjóðvegur 312 Kína“'' liggur einnig í gegnum borgina.
=== Flugsamgöngur ===
Þrátt fyrir að vera fjölmenn borg og mikilvægur ferðamannastaður hefur Suzhou ekki eigin alþjóðaflugvöll.
Þrír flugvellir þjóna Suzhou borg, ''Sunan Shuofang alþjóðaflugvöllurinn'' (sem er sameign Wuxi og Suzhou), [[Sjanghæ Hongqiao alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Hongqiao'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (klukkutíma akstur eða 86 kílómetrar) og [[Sjanghæ Pudong alþjóðaflugvöllurinn|''Sjanghæ Pudong'' ''alþjóðaflugvöllurinn'']] (tveggja tíma akstur eða 120 kílómetrar).<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/jiangsu/suzhou/getting-there.htm|titill=Suzhou Transportation - Getting There|höfundur=Travel China Guide|útgefandi=Travel China Guide|mánuður=6. júní|ár=2021|mánuðurskoðað=30. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Aðrir nálægir flugvellir eru ''Lukou'' ''alþjóðaflugvöllurinn'' í [[Nanjing]] borg í [[Jiangsu]] héraði, og ''Xiaoshan alþjóðaflugvölluinn'' í [[Hangzhou]] höfuðborg [[Zhejiang]] héraðs.
== Tengt efni ==
* [http://www.suzhou.gov.cn/szsenglish/index.shtml '''Vefur borgarstjórnar Suzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Opinber vefur [https://www.traveltosuzhou.com/ '''Kynningarmiðstöðvar Suzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/suzhou.htm '''Travel China Guide'''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Jiangsu]] hérað í austurhluta [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Suzhou|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Suzhou|titill=Britannica: Suzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=29. ágúst|ár=2013|mánuðurskoðað=27. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
tfuoj4udf72bybqk6jmhvhw0dboklqd
Bergþór Másson
0
168682
1763642
1762323
2022-08-03T17:35:00Z
Yungkleina
64195
wikitext
text/x-wiki
{{Persóna
| nafn = Bergþór Másson
| búseta = Reykjavík
| mynd =
| myndastærð =
| myndatexti =
| alt =
| fæðingarnafn = Bergþór Másson
| fæðingardagur = {{Fæðingardagur og aldur|1995|3|7}}
| fæðingarstaður =
| dauðadagur =
| dauðastaður =
| orsök_dauða =
| virkur = 2014 -
| þekktur_fyrir = 12:00, Skoðanabræður, Kraftbirtingarhljómur guðdómsins
| þekkt_fyrir =
| þjóðerni = Íslenskur
| starf = Hlaðvarpsstjórnandi
| titill =
| verðlaun =
| laun =
| trú =
| maki =
| börn =
| foreldrar = Már Jónsson, prófessor í sagnfræði
Margrét Jónsdóttir Njarðvík, eigandi [[Mundo]]
| háskóli =
| stjórnmálaflokkur =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
| tilvitnun =
| undirskrift =
| heimasíða =
| kyn = kk
}}
'''Bergþór Másson''' (fæddur [[3. júlí]] [[1995]]) er íslenskur hlaðvarpsstjórnandi.
Bergþór starfaði um árabil sem umboðsmaður fyrir rapparann [[Birnir|Birni]] og tónlistar dúó-ið [[ClubDub]] en lét af störfum í ágúst 2022.<ref>https://www.instagram.com/p/Cgzd42Yo3Tk/</ref>
==Hlaðvörp==
===Skoðanabræður===
Bergþór er annar helmingur hlaðvarpsins Skoðanabræður sem hef notið vinsælda á Íslandi seinustu ár eða alveg frá því að það byrjaði í apríl 2019.<ref>https://www.frettabladid.is/lifid/snorri-haettir-i-skodanabraedrum-eg-stig-bara-til-hlidar-eins-og-sigridur-andersen/</ref> Hann stjórnar því ásamt Jóhanni Kristófer, betur þekktur sem Joey Christ en áður hafði Snorri Másson, bróðir Bergþórs stjórnað því með honum. Þeir hafa gefið út yfir 200 þætti. Í þáttunum er farið yfir öll helstu mál í heiminum og oft fengið gesti og rýnt í skoðanir þeirra. <ref>https://www.frettabladid.is/lifid/snorri-haettir-i-skodanabraedrum-eg-stig-bara-til-hlidar-eins-og-sigridur-andersen/</ref>
===Kraftbirtingarhljómur guðdómsins===
Frá febrúar 2020 til júlí 2021 gaf Bergþór út hlaðvarpið Kraftbirtingarhljómur guðdómsins. Hann hlaut verðlaun fyrir þá sem framlag til íslenska tónlistargeirans.<ref>https://www.ruv.is/frett/2021/09/08/hljota-vidurkenningu-fyrir-framlag-til-tonlistargeirans</ref> Kraftbirtingarhljómur guðdómsins er nokkurs konar heimild um sögu [[rapp]]s á Íslandi en gefið út í formi hlaðvarps og finnst á öllum helstu streymisveitum. Gefnir voru út 38 þættir þar sem rætt er við mismunandi rappara í hverjum þætti.<ref>https://www.visir.is/g/20212129935d</ref>
==Einkalíf==
Bergþór ólst upp í Reykjavík og gekk í Hagaskóla. Seinna gekk hann í [[Verzlunarskóli Íslands|Verzlunarskóla Íslands]] og tók virkan þátt í félagslífinu þar og starfaði í 12:00 sem er nefnd innan [[Verzlunarskóli Íslands|Versló]].
.Bergþór er bróðir [[Snorra Másson|Snorra Mássonar]], fréttamanns á [[Stöð 2]].
==Heimildir==
{{reflist}}
{{f|1985}}
[[Flokkur:Umboðsmenn]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Verslunarskóla Íslands]]
mbwc8ze4r6vhja4mlg1pj7upsqekk7m
Notandi:Dagvidur/sandkassi
2
168835
1763631
1763598
2022-08-03T17:06:01Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
{{hidden end}}
|-
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
a8nlg8lf7jyj10cw38usokr26pt2tuo
1763632
1763631
2022-08-03T17:07:04Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
n0hmigcvpxk16bd1u24t5zw7zvw261y
1763634
1763632
2022-08-03T17:07:58Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
n26kct22yeu86gle0ob1cwzzzc6c3fq
1763637
1763634
2022-08-03T17:09:43Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" ||title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" ||title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" ||title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
cjfc3xt8dru2jcldg8v097a6xrijcm4
1763638
1763637
2022-08-03T17:10:12Z
Dagvidur
4656
Tek aftur breytingu 1763637 frá [[Special:Contributions/Dagvidur|Dagvidur]] ([[User talk:Dagvidur|spjall]])
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
n26kct22yeu86gle0ob1cwzzzc6c3fq
1763640
1763638
2022-08-03T17:15:12Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
{{hidden end}}
|-
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
a8nlg8lf7jyj10cw38usokr26pt2tuo
1763641
1763640
2022-08-03T17:21:41Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|260px|alt=History of China]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
{{hidden end}}
|-
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}<noinclude>
{{Documentation}}
{{History of Asia templates}}
</noinclude>
ei4b37f6aos5z60cu2bm9rfdrdjwzae
1763647
1763641
2022-08-03T17:41:39Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
{| class="vertical-navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 90%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 200px}};"
|-
! colspan="4" style="background:#FEC; border-bottom: 1px solid #777; {{#if: {{{transcluded|}}}|padding-left: 25px;|padding: 3px 3px 0px 3px; font-size: 110%;}}" | {{#if: {{{transcluded|}}} ||[[File:"History of China" for template heading.svg|center|250px|alt= Saga Kína]]}} {{center|[[Saga Kína]]}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>FORNALDIR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Fornsteinöld'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color: #666;" | '''Nýsteinöld''' um 8500 – um 1500 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''Xia''' um 2070 – um 1600 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}<!-- Ár fyrir ríkisstjórnartíð Gonghe árið 841 f.Kr. eru áætluð -->
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #c3c4db; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666" | '''[[Shang veldið|Shang]]''' um 1600 – um 1046 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8; color:#666;" | '''[[Zhou–veldið|Zhou]]''' um 1046 – 256 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Vestur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | '''[[Austur–Zhou]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 140%; font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Vor og hausttímabilið |Vor og haust]]
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #eeffe8;" | [[Tímabil stríðsríkjanna|Stríðsríkin]]
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>KEISARATÍMAR</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%;border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Qinveldið|Qin]]''' 221–207 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr. }}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color:#666;" | '''[[Han veldið|Han]]''' 202 {{#if: {{{f.Kr.|}}}|f.Kr.|f.Kr.}} – 220 {{#if: {{{f.Kr.|f.Kr.}}}|e.Kr.|e.Kr.}}
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Hanveldið #Vestur–Han|Vestur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Xin–veldið|Xin]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Han veldið#Austur–Han|Austur–Han]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Konungsríkin þrjú]]''' 220–280
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Cao Wei|Wei]]''', '''[[Shu Han|Shu]]''' and '''[[Austur Wu|Wu]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Jinveldið (266–420)|Jin]]''' 266–420
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;" | '''[[Jinveldið (266–420)#Vestur Jin (266–316)|Vestur-Jin]]'''
|-
| colspan="1" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Jinveldið (266–420)#Austur-Jin (317–420)|Austur-Jin]]'''
| colspan="3" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-left: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" |'''[[Konungsríkin sextán]]'''
|-
| colspan="4" style="line-height: 150%; font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 2px 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Norður– og Suðurveldin]]'''<br /> 420–589
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Suiveldið |Sui]]''' 581–618
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tangveldið|Tang]]''' 618–907
|-
| style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tímabil fimm ættarvelda og tíu konungsríkja|Fimm ættarveldi og <br />Tíu konungsríki]]'''<br /> 907–979
| colspan="3" rowspan="4" style="font-size: 90%; line-height: 150%; border-left: 1px solid #dbd9c5; padding: 2px 5px 0 5px; vertical-align: top; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Liao -veldið|Liao]]'''<br />916–1125<br />'''[[Vestur Xia]]'''<br />1038–1227<br />'''[[Jinveldið (1115–1234)|Jin]]'''<br />1115–1234
|-
| style="line-height: 150%; font-size: 90%; padding: 2px 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Songveldið|Song]]''' 960–1279
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Norður Song (960–1127)|Norður Song]]'''
|-
| style="font-size: 90%; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9;"| '''[[Songveldið#Suður Song, 1127–1279|Suður Song]]'''
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-top: 1px solid #dbd9c5; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Júanveldið|Júan]]''' 1271–1368
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Mingveldið|Ming]]''' 1368–1644
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #666; padding: 0 5px 0 5px; background: #fffde9; color: #666;" | '''[[Tjingveldið|Tjing]]''' 1636–1912
|}
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" class="plainlist" style="line-height: 150%; padding: 0px 3px 2px 3px; background: #FFE4B5; border-top: 1px solid #666; font-size: 90%;" |{{hidden begin|title='''<small>SAMTÍMASAGA</small>'''|ta1=center|ta2=center}}
{| class="navbox {{#if: {{{transcluded|}}}|collapsible {{{state|}}}}}" style="margin: 0.3em 0 0.6em 0.6em; border: 1px solid #777; background: #FFF; line-height: 160%; font-size: 100%; float: right; clear: right; border-collapse: collapse; text-align: left; {{#if: {{{transcluded|}}}|width: 210px}};"
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; border-bottom: 1px solid #dbd9c5; padding: 0 5px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Lýðveldið Kína (1912–1949)|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á meginlandinu 1912–1949</span>
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Kína|Alþýðulýðveldið Kína]]''' 1949 – nútímans
|-
| colspan="4" style="font-size: 90%; padding: 0 1px 0 5px; background: #fff0f6; color:#666" | '''[[Taívan|Lýðveldið Kína]]''' <span style="color:#666">á Taívan eyju 1949 – nútímans</span>
|}
{{hidden end}}
|-
{{hidden end}}
|-
| colspan="4" style="line-height: 125%; font-size: 80%; padding: 2px 2px 2px 3px; border-top: 1px solid #777; background: #FEC; text-align:center;" |{{navbar|Saga Kína |plain=y}}
|}
7966ram468sz9ghfveczgzen4qn4p2c
Eldgosið við Meradali 2022
0
168838
1763660
2022-08-03T20:40:48Z
Berserkur
10188
byrjun á grein
wikitext
text/x-wiki
Þann [[3. ágúst]] árið 2022, rúmu ári eftir [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Eldgosið við Fagradalsfjall]] opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða [[Meradalir|Meradali]] og nálægt vestari Meradalahnjúk. Sprungan var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/segir-sprunguna-lengri-en-i-sidasta-gosi Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi]RÚV, sótt 3. ágúst 2022 </ref>
<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/gosid-fimm-til-tiu-sinnum-oflugra-en-i-fyrra Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra] RÚV, sótt 3. ágúst 2022</ref>
==Tilvísanir==
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
sjlfojeh9cyhl503ig18dnp4reyhak5
1763663
1763660
2022-08-03T20:47:09Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
Þann [[3. ágúst]] árið 2022, rúmu ári eftir [[Eldgosið við Fagradalsfjall 2021|Eldgosið við Fagradalsfjall]] opnaðist um 300 metra löng sprunga við norðanverða [[Meradalir|Meradali]], við norðurenda hrauns sem rann 2021, og nálægt vestari Meradalahnjúk. Sprungan var lengri og gosið öflugra en í síðasta gosi þegar það hófst. <ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/segir-sprunguna-lengri-en-i-sidasta-gosi Segir sprunguna lengri en í síðasta gosi]RÚV, sótt 3. ágúst 2022 </ref>
<ref>[https://www.ruv.is/frett/2022/08/03/gosid-fimm-til-tiu-sinnum-oflugra-en-i-fyrra Gosið fimm til tíu sinnum öflugra en í fyrra] RÚV, sótt 3. ágúst 2022</ref>
==Tilvísanir==
[[Flokkur:2022]]
[[Flokkur:Eldgos á Íslandi]]
67iapau23vvcoc4mxa9f1xa0er08e0n
Wenzhou
0
168839
1763675
2022-08-03T22:40:28Z
Dagvidur
4656
Stofna síðu um Wenzhou,stórborg í Zhejiang-héraði í Kína. Í þessari strandhafnarborg búa 3,6 milljónir manna og um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang -héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er sú þriðja stærsta í Zhejiang héraði og nær samtals yfir 12.065 ferkílómetra að flatarmáli og hafsvæði sem eru um 11.000 ferkílómetrar. Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og Fujian héraði í suðri. Borgin sem er umkringd fjöllum, hefur láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Fólk með rætur í Wenzhou er þannig fyrirferðamargt til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ho471x4etbu75t6s4oo710duhhdf7s0
1763676
1763675
2022-08-03T23:02:55Z
Dagvidur
4656
Lagaði og stytti inngangstexta
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang -héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Fólk með rætur í Wenzhou er þannig fyrirferðamargt til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Landafræði ==
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
24b21t0rx29vjnm5ku8f49ptpodki0m
1763677
1763676
2022-08-03T23:33:50Z
Dagvidur
4656
/* Landafræði */ Bætti við um landafræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang -héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Fólk með rætur í Wenzhou er þannig fyrirferðamargt til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang-fjöllum, strandfjallgarður sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
iru7mdd6gon9j5w2wb3z7vkrsxmdz0i
1763678
1763677
2022-08-03T23:34:47Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang -héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Fólk með rætur í Wenzhou er þannig fyrirferðamargt til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang-fjöllum, strandfjallgarður sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
i4kszr3kphvehxxceg5cjp65quns7wu
1763679
1763678
2022-08-03T23:37:48Z
Dagvidur
4656
Laga orðalag
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang -héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
kr1893trvtye7elwda1dnwq5fi9qkxg
1763680
1763679
2022-08-03T23:38:28Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
t1j8l4wmpnb6heflk18vgivuocakdrr
1763683
1763680
2022-08-04T04:14:42Z
Dagvidur
4656
Bætti við kafla um sögu borgarinnar
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar fundist, þar á meðal steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða leirmunaframleiðslu með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkuðust í Kína til forna.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið landið Dongou Yue og stofnaði hann konungsríkið Dong'ou (einnig nefnt Ouyue) sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou eru nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. þegar Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (Bókstafleg merking: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírssmíði þess og lakkvörur vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö voru reist árið 1598.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann 5. júlí réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök. Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaði þannig aftur fyrir utanríkisviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=烟台条约|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%83%9F%E5%8F%B0%E6%9D%A1%E7%BA%A6&oldid=73029635|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin aldrei þó aldrei stóran þátt í utanríkisviðskiptum Kína og erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref>{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref>{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref>{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
qrze8xdppskpqlqs49e9ykg707obbhc
1763684
1763683
2022-08-04T04:17:52Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Bætti við millifyrirsögnum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar fundist, þar á meðal steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða leirmunaframleiðslu með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkuðust í Kína til forna.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið landið Dongou Yue og stofnaði hann konungsríkið Dong'ou (einnig nefnt Ouyue) sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou eru nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. þegar Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (Bókstafleg merking: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírssmíði þess og lakkvörur vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö voru reist árið 1598.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann 5. júlí réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök. Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaði þannig aftur fyrir utanríkisviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=烟台条约|date=2022-08-02|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E7%83%9F%E5%8F%B0%E6%9D%A1%E7%BA%A6&oldid=73029635|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin aldrei þó aldrei stóran þátt í utanríkisviðskiptum Kína og erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref>{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref>{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref>{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref>{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
n3dxgbvryu3z750dgcneu62oh17gdgz
1763685
1763684
2022-08-04T04:29:27Z
Dagvidur
4656
/* „Wenzhou módelið“ fyrirmynd */ Lagaði tilvísanir í heimildir
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar fundist, þar á meðal steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða leirmunaframleiðslu með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkuðust í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið landið Dongou Yue og stofnaði hann konungsríkið Dong'ou (einnig nefnt Ouyue) sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou eru nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. þegar Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (Bókstafleg merking: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírssmíði þess og lakkvörur vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann 5. júlí réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök. Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaði þannig aftur fyrir utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin aldrei þó aldrei stóran þátt í utanríkisviðskiptum Kína og erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
6jeb50zqv51sxnc95q3u5g704dqqi6c
1763686
1763685
2022-08-04T04:30:32Z
Dagvidur
4656
/* Landafræði */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar fundist, þar á meðal steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða leirmunaframleiðslu með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkuðust í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið landið Dongou Yue og stofnaði hann konungsríkið Dong'ou (einnig nefnt Ouyue) sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou eru nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. þegar Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (Bókstafleg merking: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírssmíði þess og lakkvörur vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann 5. júlí réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök. Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaði þannig aftur fyrir utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin aldrei þó aldrei stóran þátt í utanríkisviðskiptum Kína og erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
djsluu9h0w67wru840b22dznoqg5rkw
1763687
1763686
2022-08-04T04:33:30Z
Dagvidur
4656
/* 19. og 20. öld */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar fundist, þar á meðal steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða leirmunaframleiðslu með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkuðust í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið landið Dongou Yue og stofnaði hann konungsríkið Dong'ou (einnig nefnt Ouyue) sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou eru nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. þegar Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (Bókstafleg merking: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírssmíði þess og lakkvörur vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann 5. júlí réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaði þannig aftur fyrir utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin aldrei þó aldrei stóran þátt í utanríkisviðskiptum Kína og erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetrar langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður Zhejiang héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, sem er næstum 355 kílómetrar að lengd. Í ós Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun ána. Þær eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
rqa5ftxqmkarllqp77g7ohq9yf3e6o0
1763689
1763687
2022-08-04T04:45:26Z
Dagvidur
4656
/* Landafræði */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar fundist, þar á meðal steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða leirmunaframleiðslu með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkuðust í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið landið Dongou Yue og stofnaði hann konungsríkið Dong'ou (einnig nefnt Ouyue) sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou eru nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. þegar Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (Bókstafleg merking: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírssmíði þess og lakkvörur vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann 5. júlí réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaði þannig aftur fyrir utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin aldrei þó aldrei stóran þátt í utanríkisviðskiptum Kína og erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ni3jl054a71l9migl1s1r87p7bs8b07
1763690
1763689
2022-08-04T04:57:42Z
Dagvidur
4656
/* Saga */ Lagaði innsláttarvillu, Lagaði málfræði, Bætti við tenglum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Vue_générale_de_Wenzhou.JPG|alt=Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.|hægri|thumb|500x500dp|<small>'''Wenzhou borg''' í [[Zhejiang]] -héraði Kína. Árið 2020 bjuggu þessari strandhafnarborg við Suður-Kínahaf, um 3,6 milljónir manna Alls búa um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:China_Zhejiang_Wenzhou.svg|alt= Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í norðausturhluta Kína.|hægri|thumb| <small>Kort af legu Wenzhou borgar (merkt dökkrauð) í Zhejiang héraði í austurhluta Kína.</small>]]
[[Mynd:Location_map_of_Wenzhou,_Zhejiang.png|alt= Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í Zhejiang héraði í Kína.|hægri|thumb|<small>Kort er sýnir '''staðsetningu Wenzhou borgar''' (rauðmerkt) í [[Zhejiang]] héraði í Kína.</small>]]
'''Wenzhou''' ''([[kínverska]]: 温州; [[Pinyin|rómönskun:]] Wēnzhōu; sögulega þekkt sem Wenchow)'' er stórborg á héraðsstigi á suðausturhluta [[Zhejiang|Zhejiang-héraðs]] í [[Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]]. Borgin er strandhafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts er fellur í Suður-Kínahaf.<small><ref name=":0">{{Citation|title=Wenzhou|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Wenzhou&oldid=1098545568|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-03}}</ref> <ref name=":1">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small> Wenzhou er mikil iðnaðar- og viðskiptaborg. Hún er þriðja stærsta borg Zhejiang héraðs og miðstöð efnahags, menningar og flutninga suðurhluta þess.
Wenzhou er fjöllótt, um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir. Sögulega einangraði fjalllendið borgina að miklu frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Sögulega var Wenzhou velmegandi „erlend sáttmálahöfn“ (þá þekkt sem „Yungkia“) er var opin fyrir utanríkisviðskipti. Þetta var einnig heimaborg margra brottfluttra Kínverja til Evrópu og Ameríku, með orðspor frumkvöðla, þar sem þeir stofnuðu veitingastaði, smásölu- og heildsölufyrirtæki. Margir með rætur í Wenzhou búa til að mynda í Toskana á Ítalíu og í New York borg. Síðan efnahagsumbætur hófust í Kína árið 1978 með auknu viðskiptafrelsi, hefur Wenzhou verið ört vaxandi stórborg hagvaxtar og aukinnar velmegunar.
Í síðasta manntali í Kína, árið 2020, bjuggu í borginni 3,6 milljónir manna, en um 9.6 milljónir á öllu stjórnsýslusvæði borgarinnar.<small><ref name=":0" /></small> Undir lögsögu borgarinnar falla fjögur fjölmenn hverfi,tvær undirborgir og fimm sýslur. Frá árinu 2019 hefur borgin verið hluti af samþættu skipulagi hinu fjölmenna [[Jangtse|Jangtse óshólmasvæði]].
== Saga ==
=== Fornsaga ===
Saga þéttbýlis þar sem nú er Wenzhou, nær aftur til um 2500 f.Kr. Fundist hafa meira en 100 menningarstaðir sem eiga rætur í lokum forsteinaldar. Meðal fornleifa hafa fundist steinplógar, steinsigðir, steinaxir, steinhnífar, steinspjót og spunahjól. Forfeðurnir stunduðu fiskveiðar, veiði og búskap.<small><ref name=":2">{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small>
Svæðið var meðal annars þekkt fyrir þróaða framleiðslu leirmuna með grágrænum jaði glerjungi sem tíðkaðist í Kína til forna.<small><ref name=":0" /></small>
=== Keisaratímar ===
Frá 472 f.Kr. til 138 f.Kr., á fjórða ári Yuan konungs af Zhou (472 f.Kr.), eftir að Goujian konungur af Yue eyddi Wu, tilnefndi hann börn sín sem hertoga. Hertoginn af Dongou var fengið lénið Dongou Yue og stofnaði hann þar konungsríkið Dong'ou sem liggur í suðausturhluta Zhejiang þar sem borgirnar Wenzhou og Taizhou standa nú. Wenzhou var höfuðborg þessa forna Dong'ou konungsríkis sem stóð frá 191 f.Kr. er Liu Yingli, var konungur þess og Austur-Kínahafs. Það leið undir árið 138 f.Kr.<small><ref name=":2" /></small>
Árið 323 á tíma Austur-Jinveldisins (317–420) var þéttbýlið nefnt Yongjia-hérað og árið árið 675 á valdatíma Tangveldisins (618–907) tók það nafnið Wenzhou (sem þýðir bókstaflega: „hið hlýja ríki“).<small><ref>{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/27/art_1231273_2331687.html|titill=History|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Árið 999 samþykkti Songveldið (960–1279) Wenzhou borg til utanríkisviðskipta. Á þeim tíma var þar blómlegur skipasmíðaiðnaður og var pappírsgerð þess og lakkvörusmíði vel þekkt. Árið 1132 var sett upp skoðunarstöð í borginni til að stjórna og koma á meiri stöðugleika í utanríkisviðskiptum.<small><ref name=":1" /></small>
Borgarmúrarnir voru reistir á 10. öld og hliðin sjö að múrunum voru reist árið 1598.<small><ref name=":0" /></small>
=== 19. og 20. öld ===
Í júní 1840 á tíma Tjingveldisins (1636–1912) braust út ópíumstríðið. Þann [[5. júlí ]] 1740 réðust Bretar inn í Dinghai eyjarnar í norðurhluta Zhejiang héraðs og Wenzhou var í hættuástandi.
Þann 13. september 1876 var kínversk-breski „Yantai-sáttmálinn“ undirritaður undir miklum þrýstingi frá Bretum til að leysa diplómatísk átök.<small><ref>{{Citation|title=Chefoo Convention|date=2021-11-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chefoo_Convention&oldid=1053356330|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Höfn Wenzhou varð ein þessara „sáttmálahafna“ og opnaðist þannig aftur fyrir utanríkisviðskipti.<small><ref name=":2" /></small> Um tíma var þar mikil teverslun. Höfnin lék þó aldrei stórt hlutverk í utanríkisviðskiptum Kína. Erlend ríki voru ekki þar með aðstöðu.<small><ref name=":1" /></small>
Viðskipti Wenzhou blómstruðu aftur á fyrri hluta kínverska-japanska stríðsins, þar sem hún var frá árinu 1937 til 1942 ein fárra hafna sem enn voru í kínverskum höndum. Hún var þó hertekin þrisvar af Japönum um skamma hríð.<small><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-04}}</ref></small> Viðskipti drógu hins vegar saman undir lok stríðsins. Það var síðan ekki fyrr en árið 1955 sem sjóflutningar meðfram Zhejiang-ströndinni voru endurreistir að fullu. Þá náði Wenzhou borg sér fljótt aftur á strik.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: "Wenzhou"|höfundur=Wen-chou, Yongjia|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia Britannica|mánuður=7. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Samtímaborg ===
Kínverski frelsisherinn tóku borgina 7. maí 1949 og kommúnistar tóku völdin Wenzhou.
Wenzhou hefur ríka hefð sem verslunarborg. Þéttbýlið og skortur á ræktuðu landi hefur hefur lengi verið heimili þeirra sem eru mjög hæfir í viðskiptum. Íbúar stofnuðu eigin fjölskyldufyrirtæki og verkstæði snemma á áttunda áratugnum og viðleitni þeirra efldist mjög síðar á áratugnum þegar Kína byrjaði opinberlega að auka frjálsræði í efnahagsmálum og þróast í átt að markaðskerfi. Árið 1984 var Wenzhou útnefnd ein af „opnum“ borgum Kína í nýju stefnunni um að bjóða erlenda fjárfestingu og þar var töluverður hagvöxtur.<small><ref name=":1" /></small>
=== „Wenzhou módelið“ fyrirmynd ===
Á fyrstu stigum efnahagsumbóta í Kína (frá 1979 til miðs níunda áratugarins) komu fram í Kína tvær ólíkar stefnur eða fyrirmyndir í byggðaþróun: Annað var „Wenzhou módelið“ og hitta var „Sunan módelið“. Sú fyrrnefnda var kennd við Wenzhou þar sem markaðshagkerfi undir forystu ört vaxandi og öflugra einkafyrirtækja hefur hjálpað svæðinu að blómstra mjög efnahagslega. Áhersla hefur verið á að virkja sköpunarkraft fólks, ævintýraþrá, dugnað og skýra framtíðarsýn. Hið síðarnefnda var staðsett í Suzhou borg í hinu efnaða og fjölmenna Jiangsu-héraði, þar sem fyrirtæki í sameiginlegri eigu með stuðningi stjórnvalda hafa skapaði viðskiptaþróun með góðum árangri.<small><ref name=":3">{{Bókaheimild|titill=Berkshire Encyclopedia of China - ("Wenzhou Model")|höfundur=Qiusha MA|höfundur2=Linsun Cheng|útgefandi=Berkshire Publishing Group|ár=2009|ISBN=ISBN-13: 9780977015948 / eISBN: 9780190622671|url=Wenzhou Model - Oxford Reference - Published online: 2016 - Current Online Version: 2016}}</ref></small>
Frá 1979 til 2000 óx hagkerfi Wenzhou um að meðaltali 15 prósent á ári. Árið 2007 var einkageirinn 99,5 prósent af heildarfjölda fyrirtækja í Wenzhou borg. Þau skópu 95,5 prósent af iðnaðarverðmæti borgarinnar, 95 prósent af utanríkisviðskiptatekjum og 80 prósent af skatttekjum borgarinnar. Árið 1980 voru meðaltekjur í Wenzhou 15 prósent undir landsmeðaltali. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar höfðu meðaltekjur íbúa í Wenzhou hækkað tvöfalt hærra en á landsvísu.<small><ref name=":3" /></small>
Á fyrstu árum efnahagsumbótanna í Kína hjálpaði „Wenzhou líkanið“ til brjóta niður gamlar hugmyndir um efnahagsþróun og sýndi öðrum hugsanlegan ávinning markaðshagkerfis. Zhejiang hérað er orðið að „höfuðstöðvar einkahagkerfisins“ í Kína. Árið 2007 heildarframleiðsla iðnaðar, smásöluverðmæti og tekjur af erlendum viðskiptum einkafyrirtækja borgarinnar í fyrsta sæti í Kína.<small><ref name=":3" /></small>
Staðbundnar vörur framleiddar í borginni er nú keramik, vélar, efni, rafeindatækni, unnin matvæli og fatnaður; skipasmíði er líka mikilvæg. Samgöngumannvirki svæðisins hafa verið endurbætt til muna. Járnbrautarlína, fullgerð seint á tíunda áratugnum, tengir borgina við Zhejiang-Jiangxi stofnlínuna við Jinhua. Hraðbrautir norðaustur til Ningbo og norðvestur til Jinhua opnuðust fyrir umferð snemma á 21. öld. Nýrri og stærri hafnir hafa einnig verið byggðar, þar á meðal aðstaða nálægt mynni Ou-fljóti sem getur hýst 10.000 tonna skip. Flugvöllur borgarinnar, við ströndina, býður upp á áætlunarflug til margra borga landsins.<small><ref name=":3" /></small>
== Landafræði ==
Wenzhou borg er staðsett í miðhluta 18.000 kílómetra langrar austurstrandar Kína, sem sker tvö efnahagssvæði óshólma [[Jangtse|Jangtse-fljóts]] og [[Perlufljót|Perlufljóts]]. Borgin er miðstöð efnahags, menningar og flutninga í suður [[Zhejiang]] héraði. Þetta er hafnarborg sem situr á suðurbakka neðri hluta Ou-fljóts, um 30 kílómetrum frá mynni þess við [[Suður-Kínahaf]]. <small><ref name=":0" /> <ref name=":1" /></small>
Wenzhou, sem hefur lögsögu yfir fjórum hverfum, þremur undirborgum á sýslustigi og fimm sýslum, nær yfir 12.083 ferkílómetra landsvæði að flatarmáli og 8.649 ferkílómetra hafsvæði.<small><ref name=":4">{{Vefheimild|url=http://english.wenzhou.gov.cn/art/2013/5/29/art_1231273_2331686.html|titill=Geography|höfundur=Wenzhou Municipal People's Government|útgefandi=Wenzhou Municipal People's Government|ár=2013|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgarmörkin liggja að Lishui-borg í vestri, Taizhou í norðri og [[Fujian]] héraði í suðri.
Sjálf borgin er umkringd fjöllum með láglendi sem liggur að mestu meðfram strönd Austur-Kínahafs, um 355 kílómetrar að lengd. Í ósum Ou-fljótsins er mikið af litlum eyjum og leirbökkum, en höfnin er þó aðgengileg allt að 1.000 tonna skipum. Alls teljast 436 eyjar til borgarinnar.<small><ref name=":1" /><ref>{{Citation|title=温州市|date=2022-08-01|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E6%B8%A9%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=73013299|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-08-03}}</ref></small>
Wenzhou er fjöllótt. Um 76 prósent af flatarmáli hennar eru fjöll og hæðir, þar sem margir fjallstoppar ná yfir 1.000 metra hæð, til dæmis í Yandang strandfjallgarðinum sem gnæfir yfir austurhluta svæðisins. Sögulega einangraði þetta fjalllendi borgina frá öðrum héruðum Kína. Það ýtti mjög undir staðbundna menningu og aðgreiningu tungumáls jafnvel frá nálægum svæðum.
Landslag borgarlandsins hallar eins og stigi frá suðvestri til norðausturs. Þar eru 150 ár af mismunandi lengd, þar á meðal eru Oujiang, Feiyun og Aojiang.<small><ref name=":4" /></small>
Strandsléttur eru einkum við mynni Ou fljóts, þar sem borgin er staðsett; við Nanxi ána, þverár Ou; og lengra suður, í kringum mynni Feiyun árinnar. Slétturnar eru nýttar til landbúnaðar en hýsa einnig stóran hluta íbúa og iðnaðar.<small><ref name=":0" /></small>
Náttúrusvæði eru um 25% landrými borgarinnar. Yandang-fjöllin hafa verið skilgreind sem „World Geopark“, en Nanji-eyjar eru skráðar sem sjávarnáttúruverndarsvæði UNESCO.<small><ref name=":0" /></small>
== Tengt efni ==
* [http://english.wenzhou.gov.cn/ '''Vefur borgarstjórnar Wenzhou'''] Almennar upplýsingar um borgina, sögu, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl. á ensku og kínversku.
* Vefur [https://wikitravel.org/en/Wenzhou '''Wikitravel um Wenzhou fyrir ferðamenn''']. Aðgengilegar upplýsingar á ensku fyrir ferðamenn um sögu borgarinnar, skipulag, áhugaverða ferðamannastaði, o.fl.
* Vefsíða [https://www.travelchinaguide.com/cityguides/zhejiang/wenzhou/ '''Travel China Guide: Wenzhou '''] Almennar upplýsingar um borgina, áhugaverða ferðamannastaði, samgöngur o.fl.
* [[Zhejiang]] hérað í [[Kína]]
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Wenzhou|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Wenzhou|titill=Britannica: Wenzhou|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=2. apríl|ár=2020|mánuðurskoðað=2. ágúst|árskoðað=2022|Britannica}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
cb641hsvzbxirje2nssga8c3t5cbse9
Fjölfrumungur
0
168840
1763704
2022-08-04T11:36:14Z
Comp.arch
32151
Þetta er mikilvæg síða, sem áður var eytt (tvisvar, síðast gerði TKSnaevar það en ég sé ekki hvernig síðan var fyrir, bara ástæðuna "Bull: (og öll framlög voru frá '212.30.213.195')"
wikitext
text/x-wiki
'''Fjölfrumungur''' er [[lífvera]] sem samanstendur af meira en einni [[fruma|frumu]], ólíkt [[einfrumungur|einfrumungum]].
mhnszzhz4djziuvyk6p95nylzcez55g
Sjavkat Mirzijojev
0
168841
1763709
2022-08-04T11:45:09Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Sjavkat Mirzijojev]] á [[Shavkat Mirziyoyev]] yfir tilvísun: Úsbekar eru að skipta yfir í latneskt letur svo það er líklega betra að greinartitill endurspegli stafsetningu sem þeir nota í því letri.
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Shavkat Mirziyoyev]]
0j3wkvdistltq4s5qjv15udn6uoz53d
Spjall:Sjavkat Mirzijojev
1
168842
1763711
2022-08-04T11:45:10Z
TKSnaevarr
53243
TKSnaevarr færði [[Spjall:Sjavkat Mirzijojev]] á [[Spjall:Shavkat Mirziyoyev]]: Úsbekar eru að skipta yfir í latneskt letur svo það er líklega betra að greinartitill endurspegli stafsetningu sem þeir nota í því letri.
wikitext
text/x-wiki
#tilvísun [[Spjall:Shavkat Mirziyoyev]]
ce43wfamhmzv0uvwuhxi1082xynmguw