Wikipedia
iswiki
https://is.wikipedia.org/wiki/Fors%C3%AD%C3%B0a
MediaWiki 1.39.0-wmf.21
first-letter
Miðill
Kerfissíða
Spjall
Notandi
Notandaspjall
Wikipedia
Wikipediaspjall
Mynd
Myndaspjall
Melding
Meldingarspjall
Snið
Sniðaspjall
Hjálp
Hjálparspjall
Flokkur
Flokkaspjall
Gátt
Gáttaspjall
TimedText
TimedText talk
Module
Module talk
Smától
Smátólaspjall
Smátóla skilgreining
Smátóla skilgreiningarspjall
20. júní
0
2499
1761913
1758094
2022-07-26T00:21:44Z
TKSnaevarr
53243
/* Fædd */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|júní}}
'''20. júní''' er 171. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (172. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 194 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1198]] - Bein [[Þorlákur helgi Þórhallsson|Þorláks Þórhallssonar]] voru tekin upp og áheit á þau leyfð.
* [[1325]] - Astekar stofnuðu borgina [[Tenochtitlán]].
* [[1347]] - [[Bretónska erfðastríðið]]: Lið Karls af Blois beið lægri hlut fyrir enskum sveitum undir stjórn sir Thomas Dagworth og Karl var tekinn höndum.
* [[1448]] - [[Karl Knútsson Bonde]] var kjörinn konungur Svíþjóðar.
* [[1589]] - Þýskir kaupmenn fengu leyfi til að hefja verslunarrekstur á [[Djúpivogur|Djúpavogi]].
* [[1605]] - [[Dimítríj 1.|Fals-Dimítríj]] hélt inn í Moskvu ásamt stuðningsmönnum sínum.
* [[1627]] - [[Tyrkjaránið]] í Grindavík: Sjóræningjar undir stjórn Murat Reis hernámu fimmtán Grindvíkinga.
* [[1631]] - Sjóræningjar frá Barbaríinu undir stjórn [[Murat Reis]] rændu þorpið [[Baltimore (Írlandi)|Baltimore]] á Írlandi.
* [[1639]] - Kirsten Svendsdatter fann lengra [[gullhornin|gullhornið]] í Møgeltønder á Jótlandi.
* [[1667]] - Giulio Rospigliosi varð [[Klemens 9.]] páfi.
* [[1685]] - [[Uppreisn Monmouths]]: James Scott, 1. hertogi af Monmouth, óskilgetinn sonur Karls 2. Englandskonungs, lýsti sjálfan sig konung Englands.
* [[1750]] - [[Bjarni Pálsson]] og [[Eggert Ólafsson]] gengu fyrstir manna svo vitað sé á [[Hekla|Heklutind]]. Þar fundu þeir hvorki dyr vítis né flögrandi illfygli yfir gígum, sem þjóðtrúin hélt fram að væru þar.
* [[1791]] - [[Loðvík 16.]] Frakkakonungur reyndi að flýja með fjölskyldu sína frá París. Þau náðust í Varennes.
* [[1837]] - [[Viktoría Bretadrottning|Viktoría]] varð drottning Bretlands.
* [[1890]] - Þúsund ár voru liðin frá landnámi [[Eyjafjörður|Eyjafjarðar]] og var þess minnst með héraðshátíð á [[Oddeyri]].
* [[1904]] - Bílaöld hófst á Íslandi er fyrsti [[Bifreið|bíllinn]] kom til landsins. Bíllinn var gamalt og slæmt eintak af gerðinni [[Cudel]] og gerði ekki mikla lukku.
* [[1923]] - Á Íslandi voru samþykkt lög um [[Skemmtanaskattur|skemmtanaskatt]], sem renna skyldi í sjóð til byggingar [[Þjóðleikhúsið|Þjóðleikhúss]].
* [[1928]] - Spænska knattspyrnufélagið [[Real Valladolid]] var stofnað.
* [[1936]] - [[Kristján 10.]] konungur Íslands og Danmerkur lagði hornstein að virkjunarhúsinu við Ljósafoss. [[Ljósafossvirkjun]] var tekin í notkun í október rúmu ári síðar.
* [[1937]] - [[Alþingiskosningar 1937|Alþingiskosningar]] voru haldnar á Íslandi.
* [[1954]] - [[Ásmundur Guðmundsson]] var vígður biskup yfir Íslandi og gegndi hann þeirri stöðu í 5 ár.
* [[1969]] - [[Slippstöðin]] á Akureyri sjósetti strandferðaskipið ''[[Hekla (strandferðaskip)|Heklu]]'', sem var stærsta skip sem smíðað hafði verið á Íslandi, 950 tonn.
* [[1970]] - [[Listahátíð í Reykjavík]] var sett í fyrsta sinn. Margir listamenn komu fram, meðal þeirra voru hljómsveitin [[Led Zeppelin]] og [[Daniel Barenboim]].
* [[1973]] - [[Ezeiza-blóðbaðið]]: Hægrisinnaðir perónistar skutu á vinstrisinnaða perónista sem fögnuðu heimkomu Juan Perón úr útlegð á Spáni.
* [[1979]] - Bandaríski fréttamaðurinn [[Bill Stewart]] var myrtur ásamt túlki sínum af þjóðvarðliða í Níkaragva. Morðið náðist á mynd af tökuliði Stewarts.
* [[1980]] - Heimssöngvarinn [[Luciano Pavarotti]] söng í Laugardalshöll á vegum Listahátíðar í Reykjavík. Hlaut hann góðar viðtökur.
* [[1981]] - [[Keflavíkurgangan 1981|Friðarganga]] á vegum herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar í Keflavík til Reykjavíkur.
* [[1982]] - [[Falklandseyjastríðið]]: Ellefu manna herlið Argentínu á [[Suður-Sandvíkureyjar|Suður-Sandvíkureyjum]] gafst upp fyrir Bretum.
* [[1985]] - [[Arne Treholt]] var dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir njósnir.
* [[1986]] - [[Ronny Landin]] var barinn til bana í Svíþjóð af fjórum mönnum sem áreittu innflytjendur. Meðal árásarmanna var [[Klas Lund]] sem síðar var formaður [[Norræna mótsstöðuhreyfingin|Norrænu mótsstöðuhreyfingarinnar]].
<onlyinclude>
* [[1991]] - [[Þýska þingið]] ákvað að flytja stjórnarsetur landsins til [[Berlín]]ar frá [[Bonn]].
* [[1992]] - Eistland tók upp [[eistnesk króna|krónu]] í staðinn fyrir sovésku rúbluna.
* [[1995]] - Olíufyrirtækið [[Royal Dutch Shell]] lét undan þrýstingi og hætti við að sökkva olíuborpallinum [[Brent Spar]].
* [[1996]] - Þúsundir stuðningsmanna [[Megawati Sukarnoputri]] tókust á við lögreglu í [[Jakarta]] í Indónesíu.
* [[2001]] - [[Andrea Yates]], sem þjáðist af fæðingarþunglyndi, drekkti 5 börnum sínum til að bjarga þeim frá Satan.
* [[2001]] - Herforinginn [[Pervez Musharraf]] skipaði sjálfan sig forseta Pakistan.
* [[2003]] - Samtökin [[Wikimedia]] voru stofnuð.
* [[2019]] – [[Xi Jinping]], forseti Kína, fór í opinbera heimsókn til [[Norður-Kórea|Norður-Kóreu]].</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[1566]] - [[Sigmundur 3.]], konungur Pólsk-litháíska samveldisins (d. [[1632]])
* [[1819]] - [[Jacques Offenbach]], þýskt tónskáld og fiðluleikari (d. [[1880]]).
* [[1842]] - [[Kristján Jónsson fjallaskáld]], íslenskt ljóðskáld (d. [[1869]]).
* [[1884]] - [[Johannes Heinrich Schultz]], þýskur geðlæknir (d. [[1970]]).
* [[1887]] - [[Kurt Schwitters]], þýskur myndlistarmaður (d. [[1948]]).
* [[1891]] - [[Steinn Steinsen]], bæjarstjóri á Akureyri (d. [[1981]]).
* [[1909]] - [[Errol Flynn]], bandarískur leikari (d. [[1959]]).
* [[1915]] - [[Óskar Bertels Magnússon]], íslenskur vefari (d. [[1993]]).
* [[1928]] - [[Jean-Marie Le Pen]], franskur stjórnmálamaður.
* [[1930]] - [[Guðmundur Jónsson (knattspyrnuþjálfari)|Guðmundur Jónsson]], íslenskur knattspyrnumaður og þjálfari..
* [[1942]] - [[Brian Wilson]], bandarískur tónlistarmaður og meðlimur [[The Beach Boys]].
* [[1946]] - [[Xanana Gusmão]], forseti og forsætisráðherra Austur-Tímor.
* [[1948]] - [[Ludwig Scotty]], forseti Nárú.
* [[1949]] - [[Lionel Richie]], bandarískur tónlistarmaður.
* [[1951]] - [[Tress MacNeille]], bandarísk leikkona.
* [[1952]] - [[John Goodman]], bandarískur leikari.
* [[1954]] - [[José Oscar Bernardi]], brasilískur knattspyrnumaður.
* [[1958]] - [[Droupadi Murmu]], forseti Indlands.
* [[1967]] - [[Nicole Kidman]], áströlsk leikkona.
* [[1967]] - [[Angela Melillo]], ítölsk leikkona.
* [[1968]] - [[Mateusz Morawiecki]], forsætisráðherra Póllands.
* [[1969]] - [[Alexander Schallenberg]], austurrískur stjórnmálamaður.
* [[1970]] - [[Moulay Rachid]], marokkóskur prins.
* [[1973]] - [[John Snorri Sigurjónsson]], íslenskur fjallgöngumaður (d. [[2021]]).
* [[1978]] - [[Frank Lampard]], enskur knattspyrnuleikari.
* [[1979]] - [[Masashi Motoyama]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1980]] - [[Vignir Svavarsson]], íslenskur handknattleiksmaður.
* [[1982]] - [[Example]], enskur rappari og söngvari.
== Dáin ==
* [[840]] - [[Lúðvík hinn frómi]], Frankakonungur (f. [[778]]).
* [[1597]] - [[Willem Barents]], hollenskur landkönnuður (f. um [[1550]]).
* [[1605]] – [[Fjodor 2.]], Rússakeisari (f. [[1589]]).
* [[1810]] – [[Axel von Fersen]], sænskur greifi og stjórnmálamaður (f. [[1755]]).
* [[1837]] - [[Vilhjálmur 4. Bretakonungur]] (f. [[1765]]).
* [[1933]] - [[Clara Zetkin]], þýskur stjórnmálamaður (f. [[1857]]).
* [[1944]] - [[Kristín Þorvaldsdóttir]], íslensk myndlistarkona (f. [[1870]]).
* [[2011]] - [[Ryan Dunn]], bandarískur áhættuleikari (f. [[1977]]).
== Hátíðir ==
* [[Þorláksmessa á sumri]] á [[Ísland]]i.
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Júní]]
i7hxva9uw6merjwvnyuvhoghis5l4l1
15. október
0
2686
1761925
1761774
2022-07-26T00:43:51Z
TKSnaevarr
53243
/* Fædd */
wikitext
text/x-wiki
{{Dagatal|október}}
'''15. október''' er 288. [[Sólarhringur|dagur]] [[ár]]sins (289. á [[hlaupár]]i) samkvæmt [[gregoríska tímatalið|gregoríska tímatalinu]]. 77 dagar eru eftir af árinu.
== Atburðir ==
* [[1066]] - [[Játgeir Ætheling]] varð Englandskonungur um stutt skeið.
* [[1285]] - [[Jólanda af Dreux]] og [[Alexander 3. Skotakonungur]] gengu í hjónaband.
* [[1529]] - Tyrkir gáfust upp á umsátrinu og hurfu frá [[Vínarborg]].
* [[1678]] - [[Stralsund]] gafst upp fyrir [[Brandenborg]]urum.
* [[1815]] - [[Napóleon Bónaparte|Napóleon]] steig á land á [[Sankti Helena|Sankti Helenu]] og hóf útlegð sína þar.
* [[1894]] - [[Alfred Dreyfus]] var handtekinn og sakaður um njósnir. Upphafið á [[Dreyfus-málið|Dreyfus-málinu]].
* [[1929]] - [[Fimleikafélag Hafnarfjarðar]] var stofnað í [[Hafnarfjörður|Hafnarfirði]].
* [[1940]] - [[Petsamoförin]]: Strandferðaskipið ''Esja'' kom til Reykjavíkur frá Petsamo í Finnlandi með 258 íslenska ríkisborgara, sem höfðu lokast inni í Evrópu vegna stríðsins.
* [[1975]] - Lög um útfærslu íslensku [[fiskveiðilögsaga|fiskveiðilögsögunnar]] í 200 mílur tók gildi og [[þorskastríð]] hófst við Breta.
* [[1979]] - [[Fyrsta ráðuneyti Benedikts Gröndals|Minnihlutastjórn Alþýðuflokksins]] undir forsæti [[Benedikt Gröndal (forsætisráðherra)|Benedikts Gröndals]] tók við völdum og sat í tæpa fjóra mánuði.
* [[1983]] - [[Samtök íslenskra skólalúðrasveita]] voru stofnuð.
* [[1987]] - Forseti Búrkína Fasó, [[Thomas Sankara]], var myrtur ásamt tólf öðrum í valdaráni [[Blaise Compaoré]].
* [[1987]] - [[Ofviðrið í Englandi 1987]]: 23 létust í Suður-Englandi þegar stormur gekk yfir landið.
* [[1989]] - Suðurafríski andófsmaðurinn [[Walter Sisulu]] var leystur úr haldi.
* [[1990]] - [[Mikhaíl Gorbatsjev]] fékk [[friðarverðlaun Nóbels]].
* [[1994]] - [[Jean-Bertrand Aristide]] sneri aftur til Haítí eftir þriggja ára útlegð.
* [[1997]] - [[Andy Green]] varð fyrstur til að ná hljóðraða á jörðu niðri í þotubifreiðinni [[ThrustSSC]].
* [[1997]] - [[NASA]] sendi [[Cassini-Huygens]]-könnunarfarið til Satúrnusar.
* [[1999]] - [[Læknar án landamæra]] fengu friðarverðlaun Nóbels.
* [[1999]] - Steingervingur af ''[[Archaeoraptor]]'' (sem síðar reyndist falsaður) var kynntur á ráðstefnu [[National Geographic Society]].
<onlyinclude>
* [[2003]] - Fyrsta mannaða geimfari Kína, ''[[Shenzhou 5]]'', var skotið á loft.
* [[2007]] - Fyrsta [[Airbus A380]]-breiðþotan hóf reglulega farþegaflutninga.
* [[2009]] – [[Bóluefni]] gegn [[svínaflensa|svínaflensu]] kom til [[Ísland]]s.
* [[2011]] - [[Heimsmótmælin 15. október 2011]] fóru fram víða um Evrópu og í Bandaríkjunum.
* [[2013]] - Yfir 170 fórust í jarðskjálfta í [[Bohol]] á Filippseyjum.
* [[2013]] - [[Antje Jackelén]] varð fyrst kvenna erkibiskup [[sænska kirkjan|sænsku kirkjunnar]].
* [[2017]] - Bandaríska leikkonan [[Alyssa Milano]] hvatti fólk til að segja frá kynferðisofbeldi með myllumerkinu [[Me Too-hreyfingin|#MeToo]].
* [[2020]] – [[Sooronbay Jeenbekov]], forseti [[Kirgistan]]s, sagði af sér vegna mótmæla og uppþota eftir þingkosningar í landinu.</onlyinclude>
== Fædd ==
* [[70 f.Kr.]] - [[Virgill]], rómverskt skáld (d. [[19 f.Kr.]]).
* [[1542]] - [[Akbar mikli]], mógúlkeisari (d. [[1605]]).
* [[1608]] - [[Evangelista Torricelli]], ítalskur vísindamaður og stærðfræðingur (d. [[1647]]).
* [[1795]] - [[Friðrik Vilhjálmur 4. Prússakonungur]] (d. [[1861]]).
* [[1811]] - [[Eggert Briem]], íslenskur sýslumaður (d. [[1894]]).
* [[1844]] - [[Friedrich Nietzsche]], þýskur heimspekingur (d. [[1900]]).
* [[1870]] - [[Árni Thorsteinson (tónskáld)|Árni Thorsteinson]], tónskáld og ljósmyndari (d. [[1962]]).
* [[1872]] - [[Edith Wilson]], bandarísk forsetafrú (d. 1961).
* [[1883]] - [[Einar Ingibergur Erlendsson]], íslenskur húsasmíðameistari (d. [[1968]]).
* [[1885]] - [[Jóhannes Sveinsson Kjarval]], listmálari (d. [[1972]]).
* [[1894]] - [[Moshe Sharett]], forsætisráðherra Ísraels (d. [[1965]]).
* [[1908]] - [[John Kenneth Galbraith]], kanadískur hagfræðingur (d. [[2006]]).
* [[1909]] - [[Björn Sv. Björnsson]], íslenskur SS-maður (d. [[1998]]).
* [[1913]] - [[Xi Zhongxun]], kínverskur stjórnmálamaður (d. [[2002]]).
* [[1914]] - [[Múhameð Zahir Sja]], síðasti konungur Afganistans (d. [[2007]]).
* [[1915]] - [[Yitzhak Shamir]], forsætisráðherra Ísraels (d. [[2012]]).
* [[1920]] - [[Mario Puzo]], bandarískur rithöfundur (d. [[1999]]).
* [[1923]] - [[Herdís Þorvaldsdóttir]], íslensk leikkona (d. [[2013]]).
* [[1926]] - [[Michel Foucault]], franskur heimspekingur (d. [[1984]]).
* [[1938]] - [[Fela Kuti]], nígerískur tónlistamaður (d. [[1997]]).
* [[1943]] - [[Stanley Fischer]], bandarískur hagfræðingur.
* [[1944]] - [[David Trimble]], norður-írskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. [[2022]]).
* [[1954]] - [[Jere Burns]], bandarískur leikari.
* [[1956]] - [[Soraya Post]], sænskur stjórnmálamaður.
* [[1966]] - [[Jorge Campos]], mexíkóskur knattspyrnumaður.
* [[1967]] - [[Gustavo Zapata]], argentínskur knattspyrnumaður.
* [[1968]] - [[Bergljót Arnalds]], íslensk leikkona og rithöfundur.
* [[1972]] - [[Hiroshige Yanagimoto]], japanskur knattspyrnumaður.
* [[1975]] - [[Denys Sjmyhal]], forsætisráðherra Úkraínu.
* [[1988]] - [[Mesut Özil]], þýskur knattspyrnumaður.
* [[1992]] - [[Ólafía Þórunn Kristinsdóttir]], íslenskur kylfingur.
* [[2005]] - [[Kristján Danaprins]].
== Dáin ==
* [[1107]] - [[Markús Skeggjason]], íslenskur lögsögumaður.
* [[1389]] - [[Úrbanus 6.]] páfi.
* [[1614]] - [[Peder Claussøn Friis]], norskur fornmenntafræðingur (f. [[1545]]).
* [[1798]] - [[Stefán Björnsson reiknimeistari]] (f. [[1721]]).
* [[1917]] - [[Mata Hari]], hollenskur dansari og njósnari (f. [[1876]]).
* [[1934]] - [[Raymond Poincaré]], franskur stjórnmálamaður (f. [[1860]]).
* [[1945]] - [[Pierre Laval]], franskur stjórnmálamaður (f. [[1883]]).
* [[1946]] - [[Hermann Göring]], þýskur hershöfðingi og yfirmaður þýska flugflotans (f. [[1893]]).
* [[1971]] - [[Pétur Sigurðsson (f. 1896)|Pétur Sigurðsson]], háskólaritari og knattspyrnumaður (f. [[1896]]).
* [[2012]] - [[Norodom Sihanouk]], konungur Kambódíu (f. [[1922]]).
* [[2018]] - [[Paul Allen]], bandarískur athafnamaður (f. [[1953]]).
{{Mánuðirnir}}
[[Flokkur:Október]]
0yctqkzsdekiprpq313f9u1p1excfhw
Indland
0
5625
1761909
1756049
2022-07-26T00:16:32Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Land
| nafn = Lýðveldið Indland
| nafn_á_frummáli = भारत गणराज्य<br />Bhārat Ganarājya
| fáni = Flag of India.svg
| skjaldarmerki = Emblem of India.svg
| nafn_í_eignarfalli = Indlands
| kjörorð = Satyameva Jayate ([[sanskrít]])<br /> Sannleikurinn einn sigrar
| þjóðsöngur = Jana Gana Mana
| staðsetningarkort = India_(orthographic_projection).svg
| höfuðborg = [[Nýja-Delí]]
| tungumál = [[Hindí]], [[enska]] og 21 annað tungumál
| stjórnarfar = [[Lýðveldi]], [[sambandsríki]]
| titill_leiðtoga =
| nöfn_leiðtoga =
| staða =
| titill_leiðtoga1 = [[Forseti]]
| nafn_leiðtoga1 = [[Droupadi Murmu]]
| titill_leiðtoga2 = [[Forsætisráðherra]]
| nafn_leiðtoga2 = [[Narendra Modi]]
| staða = [[Sjálfstæði]]
| atburður1 = frá [[Bretland]]i
| dagsetning1 = [[26. janúar]] [[1950]]
| flatarmál = 3.287.469
| stærðarsæti = 7
| hlutfall_vatns = 9,6%
| mannfjöldasæti = 2
| fólksfjöldi = 1.352.642.380
| íbúar_á_ferkílómetra = 368
| mannfjöldaár = 2018
| VLF_ár = 2013
| VLF_sæti = 3
| VLF = 4.962
| VLF_á_mann = 3.991
| VLF_á_mann_sæti = 133
| VÞL = {{hækkun}} 0.554
| VÞL_sæti = 136
| VÞL_ár = 2012
| gjaldmiðill = [[Indversk rúpía]]
| tímabelti = IST ([[UTC]] +5:30)
| tld = in
| símakóði = 91|
}}
'''Indland''' er annað fjölmennasta land [[Jörðin|jarðarinnar]] og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar búa yfir 1,3 milljarðar manna ''(júní 2018)'' eða um 17,5% jarðarbúa. Landið markast af [[Indlandshaf|Indlandshafi]] í suðri, [[Arabíuhaf|Arabíuhafi]] í suðvestri og [[Bengalflói|Bengalflóa]] í suðaustri. Á síðustu 20 árum hefur Indland vaxið mikið bæði hvað varðar fólksfjölda og áhrif á svæðinu. Indland er langfjölmennasta [[lýðræði]]sríki heimsins og vaxandi hernaðarveldi. Það hefur yfir að ráða [[kjarnorkuvopn]]um og einum stærsta herafla heimsins. Indland er 3,3 milljón ferkílómetrar að stærð. Þar eru töluð um 200 tungumál.
Landið er í [[Suður-Asía|Suður-Asíu]] með 7000 km langa strandlengju við [[Indlandshaf]]. Indland á landamæri að [[Pakistan]] í vestri, [[Kína]], [[Nepal]] og [[Bútan]] í norðaustri, [[Mjanmar]] og [[Bangladess]] í austri. [[Srí Lanka]], [[Maldíveyjar]] og [[Indónesía]] eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. [[Andaman- og Níkóbareyjar]] tilheyra Indlandi.
Á Indlandi voru mörg af elstu siðmenningarsamfélögum heims og landið hefur getið af sér fjögur af stærstu trúarbrögðum okkar samtíma: [[hindúatrú]], [[búddatrú]], [[jainismi|jainisma]] og [[síkismi|síkisma]]. Landið var hluti af [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldinu]] frá [[19. öldin|19. öld]] til [[1947]] þegar það hlaut [[sjálfstæði]].
== Saga ==
[[Mynd:Indischer_Maler_des_6._Jahrhunderts_001.jpg|thumb|left|Fornar myndir úr [[Ajanta-hellarnir|Ajanta-hellunum]] á Indlandi.]]
Elstu ummerki um ''[[Homo erectus]]'' á Indlandi eru 500.000 ára gömul og elstu merki um ''[[Homo sapiens]]'' eru 75.000 ára gömul. [[Indusdalsmenningin]] kom upp á svæði sem nú skiptist milli Indlands og Pakistan um 3300 f.Kr. Á eftir henni fylgdi [[Vedatímabilið]] þar sem grunnur var lagður að [[hindúatrú]] og indverskri menningu. Á [[3. öldin f.Kr.|þriðju öld f.Kr.]] sameinaði [[Ashoka]] keisari mikinn hluta Suður-Asíu og bjó til [[Maurya-veldið]]. Við endalok þess árið 180 f.Kr. braust út stríð sem stóð í tæpa öld.
Næstu aldirnar skiptist Indlandsskagi milli nokkurra [[Miðríki Indlands|Miðríkja]] eins og [[Guptaveldið|Guptaveldisins]]. Suðurhluti skagans skiptist milli ættarveldanna [[Chola-veldið|Chola]], [[Chalukya-veldið|Chalukya]], [[Pandya-veldið|Pandya]] og [[Pallava-veldið|Pallava]]. Á miðöldum blómstraði menning og trúarlíf hindúa á Suður-Indlandi sem hafði áhrif langt út fyrir skagann.
[[Tyrkísk mál|Tyrkískir]] og [[pastúnska|afganskir]] [[Íslam|múslimar]] stofnuðu nokkur ríki á Norður-Indlandi frá [[13. öldin|13. öld]]. Það fyrsta var [[Soldánsdæmið Delí]] sem stóð frá [[1206]] til [[1526]]. Á sama tíma urðu til öflug ríki hindúa; [[Vijayanagara-veldið]] ([[1336]]-[[1646]]), [[Gajapati-ríkið]] (15. og 16. öld) og furstadæmin í [[Rajputana]]. Á norðurhluta [[Deccan-hásléttan|Deccan-hásléttunnar]] komu upp nokkur [[soldánsdæmi]] á 16. og 17. öld. [[Mógúlveldið]] lagði norðurhluta Indlandsskagans undir sig á [[16. öldin|16. öld]]. Því tók að hnigna á [[18. öldin|18. öld]] um leið og [[Marattaveldið]] reis til áhrifa.
Seint á 18. öld lagði [[Breska Austur-Indíafélagið]] stóra hluta Indlandsskagans undir sig eftir nokkur átök við Marattaveldið. Óánægja með stjórn fyrirtækisins leiddi til [[Uppreisnin á Indlandi 1857|uppreisnarinnar 1857]]. Í kjölfar hennar innlimuðu Bretar Indland sem krúnunýlendu. Í upphafi 20. aldar hófst [[sjálfstæðisbarátta Indlands]]. Einn leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar var [[Mahatma Gandhi]] sem boðaði [[friðsamleg mótmæli]]. Þann [[15. ágúst]] [[1947]] hlaut Indland sjálfstæði undan [[Breska krúnan|breska konungsvaldinu]] og í kjölfarið var [[Breska Indland]]i skipt í [[Pakistan]] og Indland. [[Furstafylkin]] sem notið höfðu sjálfstæðis að nafninu til gengu öll inn í nýju ríkin. [[Stjórnarskrá Indlands]] tók formlega gildi þann [[26. janúar]] [[1950]]. Fyrsti lýðræðislega kjörni leiðtogi Indlands var forsætisráðherrann [[Jawaharlal Nehru]].
== Fylki ==
Indland er [[sambandsríki]] með 29 [[fylki]] og 7 [[alríkishérað|alríkishéruð]]. Þau eru:
'''Fylki'''
{| class="wikitable" style="text-align:left;"
|-
| width=20% |1. [[Andhra Pradesh]]||width=20%|2. [[Arunachal Pradesh]]||width=20%|3. [[Assam]]||width=20%|4. [[Bíhar]]||width=20%|5. [[Chhattisgarh]]
|-
| 6. [[Góa (Indlandi)|Góa]]||7. [[Gujarat]]||8. [[Haryana]]||9. [[Himachal Pradesh]]||10. [[Jammú og Kasmír]]
|-
| 11. [[Jharkhand]]||12. [[Karnataka]]||13. [[Kerala]]||14. [[Madhya Pradesh]]||15. [[Maharashtra]]
|-
| 16. [[Manipur]]||17. [[Meghalaya]]||18. [[Mizoram]]||19. [[Nagaland]]||20. [[Odisha]]
|-
| 21. [[Púnjab (Indlandi)|Púnjab]]||22. [[Rajasthan]]||23. [[Sikkim]]||24. [[Tamil Nadu]]||25. [[Tripura]]
|-
| 26. [[Uttar Pradesh]]||27. [[Uttarakhand]]||28. [[Vestur-Bengal]]|| 29. [[Telangana]] ||
|-
|}
'''Alríkishéruð'''
{| class="wikitable" style="text-align:left;"
|-
| width=20% |A. [[Andaman- og Níkóbareyjar]]||width=20%|B. [[Chandigarh]]||width=20%|C. [[Dadra og Nagar Haveli]]||width=20%|D. [[Daman og Diu]]||width=20%|E. [[Lakshadweep]]
|-
| F. [[Delí]]||G. [[Puducherry]]|| || ||
|-
|}
{{location map+ | Indland |float=left |width=400|caption= Fylki ([[Mynd:Red pog.svg|10px]]) og alríkishéruð ([[Mynd:Green pog.svg|10px]]) Indlands|places=
<!-- FYLKI INDLANDS -->
{{location map~ | Indland |lat=16 |long=80 |label=<small>[[Andhra Pradesh]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=16 |long=78 |label=<small>[[Telangana]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=28.5 |long=93.37 |label=<small>[[Arunachal Pradesh]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=26.8 |long=93 |label= <small>[[Assam]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=25.37 |long=85.13 |label= <small>[[Bihar]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=21.27 |long=81.6 |label= <small>[[Chhattisgarh]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=15 |long=73.818 |label= <small>[[Goa]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=23.2167 |long=72.6833 |label= <small>[[Gujarat]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=29 |long=76.78 |label= <small>[[Haryana]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=32 |long=77.172222 |label= <small>[[Himachal Pradesh]]</small> |position=right}}
{{location map~ | Indland |lat=33.45 |long=76.24 |label= <small>[[Jammú og Kasmír]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=23.35 |long=85.33 |label= <small>[[Jharkhand]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=12.970214 |long=77.56029 |label= <small>[[Karnataka]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=8.47 |long=76.95 |label= <small>[[Kerala]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=23.17 |long=77.21 |label= <small>[[Madhya Pradesh]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=18.96 |long=75 |label= <small>[[Maharashtra]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=24.817 |long=93.95 |label= <small>[[Manipur]]</small> |position=right}}
{{location map~ | Indland |lat=25.57 |long=91.88 |label= <small>[[Meghalaya]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=23 |long=93 |label= <small>[[Mizoram]]</small> |position=right}}
{{location map~ | Indland |lat=26.6 |long=94 |label= <small>[[Nagaland]]</small> |position=right}}
{{location map~ | Indland |lat=20.15 |long=85.5 |label= <small>[[Odisha]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=31 |long=75.5 |label= <small>[[Punjab]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=26.57268 |long=73.83902 |label= <small>[[Rajasthan]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=27.33 |long=88.5 |label= <small>[[Sikkim]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=11 |long=78 |label= <small>[[Tamil Nadu]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=23.84 |long=91.28 |label= <small>[[Tripura]]</small> |position=left}}
{{location map~ | Indland |lat=26.85 |long=80.91 |label= <small>[[Uttar Pradesh]]</small> |position=bottom}}
{{location map~ | Indland |lat=30.33 |long=80 |label= <small>[[Uttarakhand]]</small> |position=right}}
{{location map~ | Indland |lat=22.5697 |long=88.3697 |label= <small>[[Vestur-Bengal]]</small> |position=bottom}}
<!-- ALRÍKISHÉRUÐ INDLANDS -->
{{location map~ | Indland |lat=11.68 |long=93.5 |label= <small>[[Andaman- og Níkóbareyjar]]</small> |position=left|mark=Green pog.svg}}
{{location map~ | Indland |lat=30.75 |long=76.78 |label= <small>[[Chandigarh]]</small> |position=bottom|mark=Green pog.svg}}
{{location map~ | Indland |lat=20 |long=73.02 |label= <small>[[Dadra og Nagar Haveli]]</small> |position=left|mark=Green pog.svg}}
{{location map~ | Indland |lat=20.42 |long=72.83 |label= <small>[[Daman og Diu]]</small> |position=right|mark=Green pog.svg}}
{{location map~ | Indland |lat=11 |long=72 |label= <small>[[Lakshadweep]]</small> |position=bottom|mark=Green pog.svg}}
{{location map~ | Indland |lat=28.5 |long= 77.5 |label= <small>[[Delí]]</small> |position=right|mark=Green pog.svg}}
{{location map~ | Indland |lat=11.5 |long=80 |label= <small>[[Puducherry]]</small> |position=right|mark=Green pog.svg}}}}
== Stærstu borgir ==
Taflan sýnir tíu stærstu borgir á Indlandi og hvaða fylkjum þær tilheyra.
{|class="wikitable sortable"
! Borg
! Íbúafjöldi
! Ríki
|-
| [[Mumbai]] || 13.662.885 || [[Maharashtra]]
|-
| [[Delí]] || 11.954.217 || [[Delí]]
|-
| [[Kolkata]] || 7.780.544 || [[Vestur-Bengal]]
|-
| [[Hyderabad]] || 6.893.640 || [[Telangana]]
|-
| [[Bangalore]] || 5.180.533 || [[Karnataka]]
|-
| [[Chennai]] || 4.562.843 || [[Tamil Nadu]]
|-
| [[Ahmedabad]] || 3.867.336 || [[Gujarat]]
|-
| [[Pune]] || 3.230.322 || [[Maharashtra]]
|-
| [[Surat]] || 3.124.249 || [[Gujarat]]
|-
| [[Kanpur]] || 3.067.663 || [[Uttar Pradesh]]
|-
|}
== Tenglar ==
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2196929 ''Indland''; grein í Lögbergi 1930]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1189261 ''Uppreistnin á Indlandi''; grein í Vísi 1957]
{{Fylki og alríkishéruð á Indlandi}}
{{Breska samveldið}}
{{Asía}}
{{G-20}}
<!--Interlanguage links-->
[[Flokkur:Indland]]
c3wr7j3oem0kl0r302nupzfvty8yf16
Geisli
0
20991
1761915
432521
2022-07-26T00:29:11Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Geisli''' getur átt við:
* [[Geisli (mannanafn)|Geisli]] - [[Listi yfir íslensk eiginnöfn karlmanna|íslenskt karlmannseiginnafn]]
* [[Geisli (stærðfræði)|Geisli]] í [[stærðfræði]], oft kallaður radíus
* [[leysigeisli|Leysigeisla]]
* [[Geisli - helgiljóð í Flateyjarbók]]
{{aðgreining}}
2u4dxczzgl8jrq1mowtg2wh3nf1jk6h
Brúará
0
23904
1761894
1747505
2022-07-25T21:46:54Z
Berserkur
10188
wikitext
text/x-wiki
{{Á
| á = Brúará
| mynd = (Baumg1889) Übergang über den Brúarár (Brúarárfoss).jpg
| myndatexti = Brúarárfoss (1889)
| uppspretta = [[Laugardalsfjöll]]
| árós = [[Hvítá (Árnessýslu)]]
| lengd = 38 km
| rennsli = 50-80 m3/sec
| vatnasvið =
}}
'''Brúará''' er næst-stærsta [[lindá]] [[Ísland|Íslands]], og rennur um mörk [[Biskupstungur|Biskupstungna]] og [[Grímsnes|Grímsness]]. Upptök sín hefur áin í Laugardalsfjöllum, Rótarsandi, Úthlíðarhrauni og á hálendinu þar fyrir innan, í svokölluðum [[Brúarskörð|Brúarskörðum]]. Skörðin eru í raun gil þar sem vatnið seytlar úr berginu beggja megin og myndar litla fossa ofan í ána, sem þó telst bara lækur á þessum stað. Þann [[20. júlí]] árið [[1433]] var [[Jón Gerreksson]] biskup settur í poka og drekkt í Brúará.
Brúará dregur nafn sitt af steinboga sem lá yfir hana. Fólk gat gengið yfir bogann, sem myndaði þannig eins konar náttúrulega brú. Sögusagnir segja þó að vinnumaður í [[Skálholt|Skálholti]] hafi brotið bogann niður svo umrenningar ættu ekki eins auðvelda leið að höfuðbólinu.
Ágætis fiskgegnd er í ánni og vinsælt er að veiða í henni rétt fyrir ofan [[Spóastaðir|Spóastaði]].
Brúará rennur loks í [[Hvítá (Árnessýslu)|Hvítá]] milli Skálholts og [[Sólheimar|Sólheima]], á móts við [[Vörðufell]] á [[Skeiðahreppur|Skeiðum]].
<gallery>
Brúará River (Feb 2020).jpg
Miðhusaskogur 030.JPG
Miðhusaskogur 031.JPG
Hlauptungufoss 01.jpg
Miðhusaskogur 029.JPG
Brúarfoss - panoramio.jpg
</gallery>
[[Flokkur:Ár á Íslandi]]
[[Flokkur:Bláskógabyggð]]
[[Flokkur:Grímsnes- og Grafningshreppur]]
[[Flokkur:Árnessýsla]]
p5sfqfk0qtjn2o9swl49gletmjrpl8i
Vín (Austurríki)
0
28171
1761896
1756688
2022-07-25T22:08:20Z
Andrii Gladii
44672
wikitext
text/x-wiki
{{hnit|48|12|00|N|16|22|00|E|display=title|region:AT}}
{{Borg
|Nafn=[[Vín]]
|Mynd=Stephansdom Vienna July 2008 (27)-Stephansdom Vienna July 2008 (31).jpg
|Skjaldarmerki=Wien Wappen.svg
|Land=Austurríki
|lat_dir=N | lat_deg=48 | lat_min= 13
|lon_dir=E | lon_deg=16 | lon_min=22
|Hérað=Vín
|Flatarmál=414,87
|Íbúafjöldi=1.794.770 <small>(1. jan 2015)</small>
|Íbúar/km2=4.259
|Hæð=151
|Vefslóð=http://www.wien.gv.at
}}
[[Mynd:Schloss Schoenbrunn DSC01996.JPG|thumb|300px|Keisarahöllin Schönbrunn í Vín.]]
'''Vín''' eða '''Vínarborg''' ([[þýska]]: '''Wien''') er höfuðborg [[Austurríki]]s og stærsta borg landsins. Þar búa rúmlega 1,8 milljónir manna en 2,7 milljónir ([[1. janúar]] [[2015]]) búa á stórborgarsvæðinu. Vín var áður fyrr aðsetur Habsborgaranna og hefur í margar aldir verið höfuðborg þýska ríkisins, sem og Austurríkis þegar það gekk úr ríkinu á [[19. öldin|19. öld]]. Vín er mikil ráðstefnuborg. Þar eru einnig aðsetur fjölda alþjóðastofnanna. Miðborgin, sem og nokkrar aðrar byggingar, eru á [[heimsminjaskrá UNESCO]]. Borgin Vín er að sama skapi eigið sambandsland í Austurríki, það fjölmennasta, en jafnframt það minnsta.
== Lega og lýsing ==
Vín liggur við [[Dóná]] nær austast í Austurríki. Meginhluti borgarinnar er vestan fljótsins. Norðausturjaðar [[Alpafjöll|Alpafjalla]] nema við vestri borgarmörkin. Landamærin að [[Slóvakía|Slóvakíu]] eru aðeins 30 km til austurs, til [[Ungverjaland]]s 50 km til suðurs og til [[Tékkland]]s 70 km til norðurs. Næstu stærri borgir eru [[Wiener Neustadt]] til suðurs (55 km),[[Bratislava]] í Slóvakíu til austurs (60 km) og [[St. Pölten]] til vesturs (65 km).
== Skjaldarmerki ==
[[Skjaldarmerki]] Vínar er hvítur kross á rauðum grunni, ekki ólíkt [[Danski fáninn|danska fánanum]], en formið er öðruvísi. Krossinn kemur fyrst fram á [[13. öldin|13. öld]]. Ekki er ljóst hvaðan hann er til kominn en líklegt er að hann tengist [[Krossferðir|krossferðum]]. Krossmerkið er stundum sett sem brjóstskjöldur á svartan örn. Litirnir eru frá [[1395]] og eru litir Habsborgarættarinnar, sem og Austurríkis. Fáni Vínarborgar eru tvær láréttar rendur, rauð og hvít (öfugt við pólska fánann).
== Orðsifjar ==
Borgin hét Vindobona á tímum [[Rómaveldi|Rómverja]]. En núverandi heiti er ekki dregið af því, heldur af ánni Wien sem rennur í Dóná á borgarsvæðinu. Orðið er komið úr keltnesku og merkir ''skógarlækur''. Heitið Wien kemur fyrst fram á skjali frá 881 og hefur lítið breyst í gegnum aldirnar. Önnur tungumál nota heitið í eilítið annarri mynd. Þannig heitir borgin á [[Enska|ensku]] og rómönsku málunum Vienna. Á slavneskum málum heitir borgin yfirleitt Bécs. Á slóvensku heitir borgin hins vegar Dunaj, sem vísar til Dónár.
== Saga Vínarborgar ==
[[Mynd:Wien - Römermuseum, Hypokaustum.JPG|thumb|Rómverskar minjar undir markaðstorginu Hoher Markt]]
=== Rómverjar ===
Í upphafi bjuggu [[keltar]] á núverandi borgarstæði. En í lok 1. aldar e.Kr. tóku Rómverjar svæðið og reistu þar
bæði herstöð og almennan bæ. Hundrað árum síðar, árið 180 e.Kr., lést rómverski keisarinn [[Markús Árelíus]] í bænum úr ótilgreindri veiki en hann hafði farið í herför gegn markómönnum. Ekki er nákvæmlega vitað hversu lengi Rómverjar bjuggu í bænum en eftir 430 finnast engar vísbendingar um meiriháttar byggð á borgarstæðinu. Trúlega eyddist bærinn í [[Þjóðflutningatímabilið|þjóðflutningunum miklu]] á 5. öld. Einhver byggð var þó þar en talið er að langbarðar hafi búið í gamla rómverska bænum. Seinna fylgdu slavar og avarar.
=== Höfuðborg ===
Strax á 6. öld var héraðinu stjórnað frá [[Bæjaraland]]i. 788 hernam [[Karlamagnús]] allt svæðið og innlimaði frankaríkinu sínu. Svæðið í kringum Vín var hin svoköllaða avaramörk (Awarenmark), en almennt landnám franka og bæjara var stopult. Í upphafi 10. aldar réðust Ungverjar í héraðið og hertóku Vín. Þeir voru ekki hraktir austur aftur fyrr en 955 er [[Otto I (HRR)|Otto I]] keisari sigraði þá í stórorrustunni við Lechfeld. 976 var markgreifadæmið Ostarichi stofnað af Babenberg-ættinni og stjórnuðu þeir Vín næstu aldir. Ekki er vitað hvenær hún hlaut borgarréttindi, en á skjali frá aldamótum [[1100]] kemur fram að Vín sé borg. [[1155]] flutti Hinrik II (kallaður Jasormigott) til Vínar og gerði hana að aðsetri sínu. Þetta var upphafið að höfuðborgarstatus Vínar. Strax árið eftir varð héraðið að greifadæmi og varð Vín því aðsetur greifa. Í lok þriðju krossferðarinnar [[1192]] var [[Ríkharður ljónshjarta]] Englandskonungur handtekinn í Erdberg við Vín og fluttur sem fangi til Vínar. Leópold V greifi hlaut 50 þúsund silfurmörk í lausnargjald frá Englendingum. Fyrir þann pening var myntslátta sett upp í borginni og borgarmúrar reistir. Vín varð að mikilli verslunarborg við Dóná. Árið [[1276]] brann borgin þrisvar: [[28. mars]], [[16. apríl]] og [[30. apríl]]. Fjöldamörg hús eyðilögðust og eirði eldurinn heldur ekki kirkjum, klaustrum og greifakastalanum. Tveir þriðju hlutar borgarinnar eyðilögðust eða stórskemmdust.
=== Habsborgarar ===
Fram að ofanverðri [[13. öldin|13. öld]] réði Babenberg-ættin Vín og hérðinu í kring. En [[1278]] átti Ottokar II frá [[Bæheimur|Bæheimi]] í erjum við Habsborgarættina, sem þá var með aðallönd sín á Württemberg-svæðinu. Til orrustu kom og í henni sigraði Rúdolf I af Habsborg, sem eftir það hrifsaði til sín Vín. Síðan þá hefur Vín verið í höndum Habsborgarættarinnar allt til [[1918]]. Í fyrstu voru Habsborgarar ekki vel liðnir í borginni, enda var sú ætt aðeins enn ein hertogaættin. En þeir hófu byggingarframkvæmdir í borginni, sem stækkaði ört. [[1365]] var háskólinn í Vín stofnaður, sem einnig var mikil lyftistöng fyrir borgina. Þegar Habsborgarhertoginn Albrecht V var kjörinn þýskur konungur [[1438]] (sem Albrecht II) varð Vín allt í einu höfuðborg [[Heilaga rómverska ríkið|þýska ríkisins]]. Albrecht varð aldrei keisari. Það varð hins vegar eftirmaður hans, [[Friðrik III (HRR)|Friðrik III]] árið [[1440]]. Síðan þá hefur Vín verið höfuðborg ríkisins til [[1806]] þegar [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] lagði ríkið niður, og keisaraborg allt til [[1918]]. Þrátt fyrir það voru konungarnir ekki allir ráðagóðir og vinsælir. [[1485]] settist einn fjandmaður Habsborgaranna, Matthías Corvinus, um Vín og hertók hana eftir margra mánaða umsátur. Hún varð hans umráðasvæði allt til dauðadags [[1490]]. Sjálfur var keisarinn ekki einráður í Vín fyrr en [[1522]] þegar hann lét taka helstu stjórnarleiðtoga borgarinnar af lífi.
=== Fyrra umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:Siege of Vienna 1529 by Pieter Snayers.jpeg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1529]]
Árið [[1529]] stóðu íbúar Vínar fyrir mikilli ógn. Tyrkir höfðu náð fótfestu á [[Balkanskagi|Balkanskaga]] og sóttu nú að Austurríki. Þann [[27. september]] hófu þeir umsátur um borgina undir forystu soldánsins [[Súleiman mikli|Súleimans I]]. Íbúar Vínar voru skelfingu lostnir. Margir þeirra flúðu en á hinn bóginn tókst nokkur þúsund hermönnum frá þýska ríkinu og spænsku Habsborgarlöndum að komast til borgarinnar áður en umsáturshringurinn lokaðist. Tyrkir voru hins vegar með nær 250 þúsund manna lið. Eftir nokkra bardaga ákvað Súleiman að hætta umsátrinu sökum versnandi veðurs, en vetur var í nánd og birgðaflutningar erfiðir. Þeir höfðu misst 40 þúsund manns í bardögum við múrana. Þann [[14. október]] hurfu Tyrkir úr landi og borgin slapp að þessu sinni. Tyrkir birtust aftur [[1532]] en þá hafði [[Karl 5. keisari|Karli V]] keisara tekist að safna miklu liði. Súleiman réðist því ekki á Vín að þessu sinni, heldur lét sér nægja að ræna og rupla annars staðar í Austurríki.
=== 30 ára stríðið ===
Íbúar Vínar tóku [[Siðaskiptin|siðaskiptum]] opnum örmum snemma á [[16. öldin|16. öld]]. Keisarinn og hirð hans héldu fast við [[Kaþólska kirkjan|kaþólsku kirkjuna]]. Ekki kom til uppþota, né heldur ruddist múgur manna inn í kirkjur borgarinnar eins og annars staðar gerðist í ríkinu. En ástandið var samt þrungið og erfitt. Keisarinn bauð Jesúítum til Vínar til að stemma stigu við siðaskiptunum. Árið [[1600]] hófust gagnsiðaskipti kaþólsku kirkjunnar. Þau voru sérlega grimmileg í Austurríki og Vín. Fólk var neytt til kaþólskrar trúar á ný, rekið burt, handtekið og eigur gerðar upptækar. Í upphafi [[30 ára stríðið|30 ára stríðsins]] má heita að Vín væri algjörlega kaþólsk á ný. Stríðið hófst er fulltrúum keisarans í [[Prag]] var hent út um glugga á furstahöllinni. Bæheimur sagði sig úr ríkinu. Strax í upphafi söfnuðu íbúar Bæheims herliði og réðust á keisaraborgina Vín [[5. júní]] [[1619]]. En borgarherinn náði að hrinda árásinni eftir nokkra daga. Vín kom lítið við sögu stríðsins á ný fyrr en [[1643]] en á því ári birtist sænskur her undir stjórn Lennart Thorstenssons. En hann ákvað að leggja ekki í hernað á Vínarborg að þessu sinni, heldur eyða nærsveitum. Thorstensson var aftur á ferðinni fyrir utan Vín [[1645]]. Þá kom til mikilla bardaga sem stóðu yfir í fjóra daga. Að lokum drógu [[Svíþjóð|Svíar]] sig til baka.
=== Síðara umsátur Tyrkja ===
[[Mynd:Vienna Battle 1683.jpg|thumb|Tyrkir sitja um Vín 1683]]
[[1683]] birtust Tyrkir aftur við borgardyr Vínar. Að þessu sinni undir forystu stórvesírsins Kara Mústafa. [[14. júlí]] var umsáturshringur lagður um borgina. Þrátt fyrir ákafar árásir á Vín náðu Tyrkir ekki að komast inn fyrir borgarmúrana. Í [[ágúst]] hafði [[Leopold I (HRR)|Leopold I]] keisari safnað nægu liði til að þramma til Vínar. Með í för voru hermenn frá Bæjaralandi, Frankalandi, Saxlandi, Sváfalandi og [[Feneyjar|Feneyjum]]. Einnig mætti pólskur her til Vínar. [[12. september]] var stórorrustan við Kahlenberg háð, en staðurinn er við Vín. Meðan sú orrusta stóð yfir gerði herinn í Vínarborg útrás og réðust á Tyrki. Eftir tólf tíma bardaga létu Tyrkir undan síga og flúðu af vettvangi. Þannig bjargaðist Vín en fræðimenn telja reyndar að ósigur Tyrkja hafi bjargað Austurríki öllu og jafnvel fleiri ríki í Mið- og Vestur-Evrópu.
=== Napoleonsstríðin ===
Eftir brotthvarf Tyrkja óx borginn enn, bæði innan múra og utan. Keisarinn lét reisa margar nýjar barokkbyggingar, enda var Vín ein mesta borg [[Evrópa|Evrópu]] á þessum tíma. Borgin kom ekki beint við sögu í næstu evrópsku styrjöldum [[18. öldin|18. aldar]], svo sem [[Spænska erfðastríðið|spænska erfðastríðinu]], [[Austurríska erfðastríðið|austurríska erfðastríðinu]] og [[7 ára stríðið|7 ára stríðinu]]. En í Napoleonsstríðunum í upphafi [[19. öldin|19. aldar]] var Vín tvisvar hertekin af [[Frakkland|Frökkum]]. Í fyrra sinnið, [[13. nóvember]] [[1805]], fór yfirtaka borgarinnar friðsamlega fram. Napoleon sjálfur gisti í Schönbrunn-höllinni. Frakkar stóðu hins vegar stutt við, því eftir nokkra daga fór franski herinn til Bæheims, þar sem Napoleon sigraði í [[Orrustan við Austerlitz|stórorrustunni við Austerlitz]] (þríkeisaraorrustunni). Árið síðar var þýska ríkið lagt niður. Hin mýmörgu furstadæmi voru endurskipulögð. Úr sumum varð konungsríki, til dæmis Bæjaraland, og voru flest leppríki Frakklands. Austurríki hélst hins vegar við sem keisaradæmi. [[Frans II (HRR)|Frans II]], sem var síðasti keisari ríkisins, tilkynnti þá af svölum hallar sinnar í Vín að þýska ríkið hefði verið leyst upp og að Austurríki væri þaðan í frá eigið keisararíki. Hann sjálfur varð þá að Frans I keisara Austurríkis. Hans aðsetur var áfram Vín, sem minnkaði í að vera aðeins höfuðborg Austurríkis. Árið [[1809]] réðist Napoleon af alvöru á Vín. Eftir látlausa skothríð með fallbyssum gafst borgin upp. Aftur gisti Napoleon í Schönbrunn-höll, Frans I til mikils ama. Skömmu síðar mætti austurrískur her til borgarinnar og barðist við Frakka í Aspern í [[maí]] 1809 (sem í dag er borgarhluti Vínar). Þar beið Napoleon sinn fyrsta ósigur í stórorrustu. Napoleon sigraði hins vegar í orrustunni við Wagram í [[Neðra Austurríki]] og hertók Vín á ný. Í ágúst hélt hann upp á fertugsafmæli sitt í Vín. Hann sat í borginni í fimm mánuði og stjórnaði ríki sínu þaðan. Napoleon yfirgaf Vín ekki fyrr en með útmánuðum 1809.
=== Vínarfundurinn ===
[[Mynd:CongressVienna.jpg|thumb|Vínarfundurinn]]
Eftir fall Napoleons [[1814]] var haldin gríðarmikil ráðstefna í Vín um framtíðarskipan ríkja í Evrópu. Ráðstefnan kallaðist [[Vínarfundurinn]] (Wiener Kongress). Fundarstjóri var utanríkisráðherra landsins, [[Metternich fursti]]. Allir helstu leiðtogar í Evrópu sóttu ráðstefnuna, sér í lagi frá [[Rússland]]i, [[Bretland]]i, Austurríki, [[Prússland]]i, Frakklandi, kirkjuríkisins og margra annarra smærri ríkja. Vín var næsta árið pólitísk þungamiðja Evrópu. Ráðstefnan hófst [[18. september]] 1814. Á vormánuðum [[1815]] strauk Napoleon úr útlegð frá eyjunni [[Elba|Elbu]] og safnaði nýju liði. Komst þá skriður á samninga og lauk ráðstefnunni [[9. júní]], aðeins níu dögum áður en [[orrustan við Waterloo]] átti sér stað.
=== 19. öldin ===
Eftir brotthvarf Frakka hófst iðnvæðingin hægt og sígandi. Fyrsta [[járnbraut]]in keyrði til Vínar [[1837]] en siglingar í Dóná voru enn ákaflega mikilvægar. Árið [[1848]] fór byltingarandi yfir götur Vínarborgar, sem annars staðar. Eftir mikil mótmæli neyddist Metternich fursti til að segja af sér, en hann var ákaflega íhaldssinnaður og dró taum keisarans. En í [[október]] varð bylting. Uppreisnarmenn náðu Vín á sitt vald eftir mikil uppþot og bardaga við lífverði keisarans. [[26. október]] mætti keisaraherinn til borgarinnar og náði að hertaka hana á ný. 2000 manns biðu bana í götubardögum. Að lokum sagði [[Ferdinand 1. Austurríkiskeisari|Ferdinand I]] keisari af sér, þar sem sýnt þótti að hann væri ekki vandanum vaxinn. Nýr keisari varð [[Frans Jósef I]]. Eftir byltinguna óx borginn enn. [[1858]] ákvað keisari að rífa niður alla borgarmúra til að skapa meira byggingapláss og í kjölfarið þandist borgin út. Vín varð að heimsborg. Árið [[1873]] var heimssýningin haldin þar í borg, sú fimmta sinnar tegundar og sú fyrsta í þýskumælandi landi. [[1890]] voru ýmsir nágrannabæir innlimaðir í Vín, sem við það stækkaði að mun og hlaut enn frekara rými fyrir ný borgar- og iðnaðarhverfi. Margir slavar fluttu til Vínar. Þannig bjuggu árið [[1900]] rúmlega 250 þús Tékkar og Slóvakar í borginni, auk annarra slava. Ástæðan fyrir hinum fjölmörgu útlendingum var að keisaradæmið náði á þessum tíma yfir stóran hluta Balkansskaga. Íbúafjöldinn alls nam á aldamótaárinu 1,8 milljón og óx hratt fram að upphaf fyrra stríðs. [[Gyðingar]] voru 12% af íbúum. Árið [[1910]] var íbúafjöldinn orðinn rúmar tvær milljónir en þar með varð Vín fjórða borg heims sem fór yfir tvær milljónir (áður voru það [[New York-borg|New York]], [[London]] og [[París]]).
=== Stríðsárin ===
[[Mynd:Runder Flakturm Augarten.jpg|thumb|Loftvarnarturn í Vín]]
Vín kom ekki beint við sögu í [[Heimstyrjöldin fyrri|heimstyrjöldinni fyrri]]. En á stríðsárunum var mikill skortur á nauðsynjavörum þar. Endalok stríðsins markaði einnig endalok keisararíkisins þar. Frans II sagði af sér. [[12. nóvember]] [[1918]] var lýðveldið Austurríki stofnað í þinghúsinu í Vín. Það með var Vín ekki lengur keisaraborg. Borgin var þó gríðarlega stór miðað við smæð landsins. [[1920]] var sambandslandið Vín stofnað, sem við það splittaði sig frá sambandslandinu Neðra Austurríki. [[1932]] komst fasistinn [[Engelbert Dollfuss]] til valda sem kanslari. Í stjórnmálaóróa tímans var hann drepinn [[1934]] í hálfgerðri byltingu á götum Vínar. Mikill stjórnmálaórói einkenndi Vín næstu árin. Dagana 12. – 13. mars [[1938]] hertóku nasistar Vín er [[Adolf Hitler]] innlimaði Austurríki í [[Þriðja ríkið]]. [[15. mars]] sótti Hitler borgina heim og lét hilla sig. Á sama tíma varð Austurríki aðeins hérað Þýskalands. Vín var því ekki lengur höfuðborg í skamman tíma. Hún var hins vegar næststærsta borg þriðja ríkisins á eftir [[Berlín]]. Með innlimum nokkurra bæja og nærsveita varð Vín hins vegar stærsta borg ríkisins að flatarmáli. Áður en árinu lauk var búið að brenna öll 92 bænahús gyðinga í Vín. Í borginni voru um 180 þúsund gyðingar. Um 120 þúsund náðu að flýja úr landi. Þar á meðal sálfræðingurinn [[Sigmund Freud]], sem var af gyðingaættum. Á næstu árum voru allir hinir, 60 þúsund gyðingar, fluttir burt úr borginni. Flestir létu lífið í útrýmingarbúðum. Í stríðslok voru gyðingar í Vín aðeins rúmlega fimm þúsund. [[Heimstyrjöldin síðari]] fór að mestu fram fjarri borginni. En [[17. mars]] [[1944]] varð borgin fyrir fyrstu loftárásum bandamanna. Þyngstu árásirnar áttu sér stað [[12. mars]] [[1945]]. Takmarkið var að eyðileggja olíustöðvarnar við borgarmörkin. En sökum veðurs var sprengjum varpað af handhófi og hittu þær borgina sjálfa. Alls létust tæplega níu þúsund manns í árásunum. Samt slapp Vín langbest allra austurrískra borga frá loftárásum, enda eyðilagðist aðeins um 28% hennar.
=== Hernám ===
[[Mynd:Wien Besatzungszonen.png|thumb|Hernámssvæði Vínar]]
[[6. apríl]] stóðu sovéskar hersveitir við borgarmörk Vínar. [[Nasismi|Nasistar]] veittu gríðarlegt viðnám og urðu [[Sovétríkin|Sovétmenn]] að berjast nánast um hvert hús. Það tók hér um bil viku að hertaka borgina alla. Tala fallinna er á reiki en reikna má með minnst 20-37 þúsund látnum í bardögunum. Tæp 50 þúsund þýskir hermenn voru teknir til fanga. Strax [[29. apríl]] fengu austurrískir stjórnmálamenn aðgang að þinghúsinu á ný og var lýðveldið samdægurs endurstofnað. Sovétmenn voru í fyrstu einráðir í Vín, en um haustið var borginni skipt upp í fjögur hernámssvæði milli Sovétmanna, Breta, Bandaríkjamanna og Frakka (eins og Berlín). Á hernámsárunum var borgin endurreist. Fimmtungur borgarinnar hafði eyðilagst, það er að segja 87 þúsund íbúðir. Í miðborginni einni voru rúmlega þrjú þúsund sprengjugígar. Brýr höfðu verið sprengdar og vatnsleiðslur voru ónýtar. Mikil efnahagsuppsveifla einkenndi næstu ár. Hins vegar stóð íbúafjöldinn í stað, enda var Vín rétt vestan við [[járntjaldið]] og hafði misst mikið bakland. [[15. maí]] [[1955]] hittust sigurveldin ásamt austurrísku stjórninni í Belvedere-höllinni í Vín og undirrituðu austurríska þjóðarsamninginn. Í honum kvað á um að Austurríki yrði sjálfstætt ríki á ný og að hernámsveldin flyttu brott allt herlið sitt. Þar með endurheimti Austurríki sjálfstæði sitt á ný, sex árum á eftir [[Vestur-Þýskaland|Vestur-]] og [[Austur-Þýskaland]]. Síðustu erlendu hermennirnir yfirgáfu Vín í október á sama ári.
=== Eftirstríðsárin ===
[[Mynd:JFK Khrushchev Handshake 1961.jpg|thumb|Kennedy og Krústsjov hittast í Vín 1961]]
Við sjálfstæði Austurríkis hófst nýr kafli í byggingasögu borgarinnar. Samfara nýjum byggingum risu einnig mikil samgöngumannvirki. Vöxturinn og efnahagur Vínar var svo ör að borgin sótti um [[Ólympíuleikarnir|Ólympíuleikana]] fyrir árið [[1964]]. Fyrir rest hlaut [[Tókíó]] þó heiðurinn. Erlendar stofnanir fluttu hins vegar til Vínar. Fyrsta stofnunin var [[Alþjóða kjarnorkumálastofnunin]] árið [[1965]]. Af öðrum stofnunum má nefna [[OPEC]], [[ÖSE]] og ýmsar hliðarstofnanir [[Sameinuðu þjóðirnar|Sameinuðu þjóðanna]]. Vín er líka vinsæl ráðstefnuborgí dag. [[1961]] hittust [[John F. Kennedy]] og [[Nikita Krústsjov]] í Vín til að ræða um tilslakanir í [[Kalda stríðið|kalda stríðinu]]. Eftir fall járntjaldsins opnuðust markaðir og möguleikar í nágrannalöndunum í austri. [[2003]] stofnaði Vín viðskipta- og efnahagssvæðið Centrope, sem nær frá austurhluta Austurríkis og inn í landamærahéruð Tékklands, Slóvakíu og Ungverjalands. Vín og Bratislava eru þungamiðjur í þessu svæði.
== Menntun ==
[[Mynd:Vienna University of Technology 6.2008.jpg|thumb|210px|Tækniháskóli Vínar]]
[[Mynd:AkadBildKWien.jpg|thumb|210px|[[Listaháskólinn í Vín|Listaakademían]]]]
Vín er helsta miðstöð mennta og menningar í Austurríki og þar eru fjölmargar menningarstofnanir, söfn og skólar. Meðal annarra eru [[Háskólinn í Vín]], [[Tækniháskólinn í Vín]], [[Læknaskólinn í Vín]], [[Hagfræði- og viðskiptaháskóli Vínar]] og [[Tónlistar- og sviðslistaháskóli Vínar]]. Einnig eru þar alþjóðlegar menntastofnanir á borð við [[Alþjóðlegi Amaedus-tónlistarskólinn í Vín|Alþjóðlega Amaedus-tónlistarskólann í Vín]], [[Alþjóðlegi bandaríski skólann í Vín|Alþjóðlega bandaríska skólann í Vín]], [[Alþjóðlegi Dónárskólinn|Alþjóðlega Dónárskólann]], [[Alþjóðaháskólinn í Vín|Alþjóðaháskólann í Vín]] og [[Lauder-viðskiptaskólinn|Lauder-viðskiptaskólann]].
== Viðburðir ==
[[Mynd:Eistraum 2.JPG|thumb|Manngert skautasvell fyrir framan ráðhúsið í Wiener Eistraum.]]
'''Wiener Eistraum''' er heiti á skautasvelli sem sett er upp fyrir framan ráðhúsið í [[janúar]]. Borgarbúar bregða þá fyrir sig betri fætinum og fara á skauta svo hundruðum þúsundum skiptir. Svellið er opið í fimm vikur og meðaltal gesta um 450 þúsund. Samfara því er ráðhúsið lýst upp og ýmsir tónlistarviðburðir fara fram.
'''Viennafair''' er heiti á einni stærstu sýningu Austurríkis á nútímalistum. Sýningin samanstendur af um 115 smærri sýningum frá ýmsum löndum.
'''Wiener Festwochen''' er nokkurs konar menningarhátíð borgarinnar. Hún stendur yfir í fimm vikur, yfirleitt í maímánuði.
'''Life Ball''' er stærsta góðgjörðarhátíð Evrópu til stuðnings [[eyðni]]ssjúklinga. Hér er um stórt galaball að ræða með þátttöku frægs fólks úr ýmsum geirum. Einnig er tískusýning í boði. Opnunarræðuna flytur þekktur einstaklingur: [[2001]] – [[2005]] var það [[Elton John]]; [[2006]] – [[2008]] [[Sharon Stone]]; [[2009]] [[Eva Longoria]]; [[2010]] meðal annarra [[Whoopi Goldberg]] og [[Bill Clinton]]; [[2011]] meðal annarra Bill Clinton og [[Janet Jackson]]. Árið [[2011]] söfnuðust tæpar tvær milljónir evra.
'''Donauinselfest''' er heiti á tónlistarhátíð á eyju í Dóná. Henni var hleypt af stokkunum [[1984]] og stendur yfir í þrjá daga. Allt að þrjár milljónir manna sækja tónleikana heim.
Kvikmyndahátíð við ráðhúsið fer fram í júlí og ágúst. Á hverju kvöldi er sýnd upptaka af óperu eða tónleikum á útisviði og er öllum aðgengileg. Allt að 700 þúsund manns sækja sýningarnar heim.
'''Viennale''' er kvikmyndahátíð í Vín. Til hennar var stofnað [[1960]] og fer fram í október ár hvert, fjórtán daga að lengd. Sýndar eru myndir úr öllum geirum og eru að lokum verðlaunin Wiener Filmpreis veitt fyrir bestu myndina.
== Íþróttir ==
Vinsælasta íþrótt borgarbúa er sund, en þá íþrótt iðka fleiri en í nokkurri annarri íþrótt. Böðin í borginni eru bæði innanhús og utanhús.
Aðalknattspyrnulið borgarinnar eru tvö: [[SK Rapid Wien]] og [[FK Austria Wien]]. Rapid hefur 32 sinnum orðið austurrískur meistari (síðast [[2008]]), einu sinni þýskur meistari ([[1941]] er Austurríki var innlimað Þýskalandi), fjórtán sinnum bikarmeistari og tvisvar komist í úrslit í [[Evrópukeppni bikarhafa]] ([[1985]] og [[1996]]). Austria hefur 23 sinnum orðið austurrískur meistari (síðast [[2006]]), 27 sinnum bikarmeistari og einu sinni komist í úrslit í Evrópukeppni bikarhafa [[1978]] (tapaði þá fyrir Anderlecht). Heimaleikvangur liðsins, Ernst Happel Stadion, er einnig notaður fyrir heimaleiki landsliðsins. Þar hafa þrír úrslitaleikir í [[Meistaradeild Evrópu]] farið fram.
Aðrar íþróttir sem mikið eru stundaðar í Vín eru [[íshokkí]], [[ruðningur]], [[blak]] og [[handbolti]]. Ruðningsliðið Raiffeisen Vikings Vienna hefur fjórum sinnum unnið Evrópukeppnina í þeirri íþrótt.
== Vinabæir ==
Vín viðheldur vinabæjartengslum við eftirfarandi borgir:
{|
|-
| valign="top" |
* {{HUN}} [[Búdapest]] í [[Ungverjaland]]i, síðan [[1990]]
* {{RUS}} [[Moskva]] í [[Rússland]]i, síðan [[1991]]
* {{UKR}} [[Kænugarður]] í [[Úkraína|Úkraínu]], síðan 1991
* [[Mynd:Flag of Slovakia.svg|22px]] [[Bratislava]] í [[Slóvakía|Slóvakíu]], síðan [[1993]]
* [[Mynd:Flag of Croatia.svg|22px]] [[Zagreb]] í [[Króatía|Króatíu]], síðan [[1994]]
| valign="top" |
* {{CZE}} [[Brno]] í [[Tékkland]]i, síðan [[1998]]
* {{POL}} [[Varsjá]] í [[Pólland]]i, síðan [[2001]]
* [[Mynd:Flag of Serbia.svg|22px]] [[Belgrad]] í [[Serbía|Serbíu]], síðan [[2003]]
* {{ISR}} [[Tel Aviv]] í [[Ísrael]], síðan [[2005]]
* {{TUR}} [[Istanbul]] í [[Tyrkland]]i, síðan [[2010]]
|}
== Frægustu börn borgarinnar ==
* ([[1717]]) [[María Teresa af Austurríki|María Teresía]], keisaraynja
* ([[1755]]) [[Marie Antoinette]], drottning [[Frakkland]]s sem eiginkona [[Loðvík 16.|Loðvíks 16.]]
* ([[1791]]) [[Franz Grillparzer]], þjóðskáld
* ([[1797]]) [[Franz Schubert]], tónskáld
* ([[1801]]) [[Joseph Lanner]], tónskáld og valsakóngur
* ([[1839]]) [[Ludwig Anzengruber]], rithöfundur
* ([[1878]]) [[Lise Meitner]], kjarneðlisfræðingur
* ([[1885]]) [[Alban Berg]] tónskáld
* ([[1900]]) [[Wolfgang Pauli]], kjarneðlisfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi
* ([[1903]]) [[Konrad Lorenz]], líffræðingur og Nóbelsverðlaunahafi
* ([[1926]]) [[Peter Alexander]], leikari, söngvari og skemmtikraftur
* ([[1928]]) [[Friedensreich Hundertwasser]], listamaður
* ([[1930]]) [[Maximilian Schell]], leikari og kvikmyndaframleiðandi
* ([[1938]]) [[Romi Schneider]], þýsk-frönsk leikkona
* ([[1941]]) [[Senta Berger]], leikkona og kvikmyndaframleiðandi
* ([[1949]]) [[Niki Lauda]], ökuþór í [[Formúla 1|Formúlu 1]]
* ([[1957]]) [[Falco]], popptónlistarmaður
* ([[1969]]) [[Brian Laudrup]], danskur knattspyrnumaður
Auk þess eru 13 keisarar þýska ríkisins fæddir í Vín.
== Byggingar og kennileiti ==
[[Mynd:Riesenrad01.jpg|thumb|Parísarhjólið er nánast helgigripur í augum Vínarbúa]]
* [[Schönbrunn-höllin]] er keisarakastali Vínarborgar. Hann var reistur [[1638]]-[[1643|43]] en myndaðist í núverandi formi á miðri 18. öld þegar María Teresía var keisaraynja. Kastalinn og garðarnir í kring eru á heimsminjaskrá UNESCO.
* [[Stefánskirkjan í Vín]] (Stephansdom) er dómkirkjan í miðborginni og nánast helgidómur fyrir íbúa Vínar. Kirkjan er einkennisbygging borgarinnar.
* Karlskirkjan er kaþólsk kirkja í borginni. Hún var reist [[1715]] – [[1737]] af Karli VI keisara eftir pestarárið mikla [[1713]]. Kirkjan er með hvolfþak og tvo hringlótta kirkjuturna sitthvoru megin við það. Þeir eiga að vísa til súlna [[Herakles]]ar. Mikið af freskum er innan í kirkjunni. Altaristaflan er undir hvolfþakinu og er tæplega 20 metra há.
* Listasafnið í Vín (Kunsthistorisches Museum) er meðal stærstu og helstu safna heims. Það var stofnað [[1891]] og er safn listaverka og annarra dýrgripa víða að í Evrópu. Þar eru meðal annars krúnudjásn austurrísku keisaraættarinnar til sýnis. Af málverkum má nefna verk eftir [[Jan van Eyck]], [[Albrecht Dürer]], [[Tiziano]], [[Peter Paul Rubens]] og [[Jan Vermeer]]. Mörg þessara verka höfðu gömlu keisarar Habsborgarættarinnar safnað.
* Belvedere er kastali í Vín sem Eugen prins lét reisa sér snemma á 18. öld. Kastalarnir eru tveir, Neðra Belvedere og Efra Belvedere. Í báðum byggingum eru mýmörg listaverk. Eugen prins bjó síðustu ár sín í kastalanum og dó þar [[1736]]. Belvedere er listasafn í dag. 1955 var austurríski þjóðarsamningurinn undirritaður í kastalanum þegar Austurríki endurheimti sjálfstæði sitt eftir hernámið.
* Nýja ráðhúsið var reist á árunum [[1872]] – [[1883]] í nýgotneskum stíl. Turninn er 98 metra hár. Bygging er öll hin glæsilegasta.
* Wiener Riesenrad er 64m hátt Parísarhjól og er eitt af einkennistáknum borgarinnar. Það var reist [[1897]] í tilefni af 50 ára krýningarhátíð Frans Jósefs I til keisara. Hjólið var stærsta sinnar tegundar þá og er gífurlega vinsælt hjá Vínarbúum.
<gallery>
Mynd:Karlskirche Wien.jpg|Karlskirkjan
Mynd:David Teniers d. J. 008.jpg|Eitt málverka listasafnsins
Mynd:Belvedere Vienna June 2006 009.jpg|Belvedere
Mynd:Rathaus Vienna June 2006 165.jpg|Ráðhúsið í Vín
Mynd:Albertina Wien.jpg|Albertina
Mynd:Sttephanplatz, Graben, Vienna, Austria.jpg|Stephansplatz
Mynd:Austria_Parlament_Athena.jpg|Aþenustyttan fyrir framan austurríska þinghúsið
</gallery>
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|titill= Wien|tungumál= de|mánuðurskoðað= 12. mars|árskoðað= 2012}}
== Tenglar ==
* [http://www.timarit.is/?issueID=419347&pageSelected=2&lang=0 ''Síðasti valsinn í Vínarborg''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1968]
{{commons|Wien|Vín}}
{{Sambandslönd Austurríkis}}
{{Höfuðborgir í Evrópu}}
[[Flokkur:Borgir í Austurríki]]
[[Flokkur:Höfuðborgir]]
[[Flokkur:Sambandslönd Austurríkis]]
[[Flokkur:Vín (Austurríki)| ]]
54ib403dqp3fd70vlnbyq9my6cjui9m
Sigurbjörn Þorkelsson
0
40090
1761911
1758892
2022-07-26T00:19:58Z
89.160.245.171
wikitext
text/x-wiki
'''Sigurbjörn Þorkelsson''' (fæddur [[21. mars]] [[1964]] í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og ljóðskáld. Hann hóf að skrifa greinar í Morgunblaðið tvítugur að aldri 1984 og hefur fengist reglulega við það allt fram á þennan dag 2022, eða í 38 ár, tæplega 600 greinar. Hann starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri [[Gídeonfélagið|Gídeonfélagsins]] 1986 - 1998 og forseti þess 2001 - 2004. Forstöðumaður í sumarbúðum KFUM í [[Vatnaskógur|Vatnaskógi]] part úr sumri 1989 - 2004 og 2011. Auk þess að vera fundarstjóri á aðalfundum Æskulýðsmiðstöðvar KFUM í Vatnaskógi frá 2000 - 2020. Ritstjóri Hrafnistubréfsins, tímarits Hrafnistuheimilanna 1990 - 1992. Framkvæmdastjóri [[KFUM og KFUK]] 1998 - 2000, en félöginn áttu 100 ára afmæli 1999. Hann starfaði sem framkvæmdarstjóri og meðhjálpari [[Laugarneskirkja|Laugarneskirkju]] 2000 - 2010 og leiddi þar oft guðsþjónustur og kyrrðarstundir auk annarra samverustunda og funda. Hann var einnig umsjónarmaður 10 - 12 ára starfs kirkjunnar í nokkur ár og var umsjónarmaður starfs eldri borgara við Laugarneskirkju allt til 2014. Hafði áður verið safnaðarfulltrúi Laugarneskirkju 1997 - 2001. Fyrirlesari og ráðgjafi hjá [[Vinnumálastofnun]] júlí 2010 - desember 2011, hélt 130 - 140 fundi með langtíma atvinnulausu fólki og horfði á þeim tíma í augun á yfir 6.000 manns. Sigurbjörn prédikaði og leiddi reglulega guðsþjónustur í [[Fríkirkjan í Reykjavík|Fríkirkjunni við tjörnina í Reykjavík]] í afleysingum frá 2013 - 2020. Þá hefur hann einnig prédikað í öðrum kirkjum landsins eða komið fram í öðru kirkjulegu samhengi og víðar í um 670 skipti og flutt prédikanir og hugvekjur, ljóð, erindi og fleira. Starfaði á sumrin á táningsárum hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur 1979 - 1981 og sem sölumaður bifreiða hjá Heklu hf frá máí 1982 - 1. janúar 1983. Þá starfaði hann einnig sem skrifstofumaður við m.a. sölu- og innheimtustörf hjá heildverzlun Guðmundar Arasonar, GA smíðajárn ehf 1984 - 1991. Hann var 14 ára orðinn leiðtogi í æskulýðsstarfi KFUM og sat í stjórn Kristilegra skólasamtaka, KSS 1983 - 1984. Átti einnig sæti í stjórn Heimdallar 1983 - 1985 og í stjórn landsmálafélagsins Varðar 1985 - 1986.
Sigurbjörn sat meðal annars námskeið í Sálgæslufræðum, Sálgæsla og öldrun, árið 2008 á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands í samstarfi við Guðfræðideild Háskóla Íslands. Á námskeiðinu var litið til flestra þátta öldrunar þ.e. félagsfræðilega, sálfræðilega, lífeðlisfræðilega og andlega og hvernig og hvernig aldraðir hafa ekki einungis mætt margvíslegum missi á langri ævi, heldur einnig öðlast víðtæka reynslu. Sérstök áhersla var lögð á hlutverk sálgæslu með öldruðum og mikilvægi lífsgöngunnar. Alls 45 kennslustundir með fyrirlestrum, hópavinnu, almennum umræðum og verkefnum þar sem nemendur gerðu grein fyrir völdu efni.
Á sumardaginn fyrsta 2022 kom út hljómdiskurinn, Lifi lífið, með lögum eftir Jóhann Helgason, tónlistarmann og tónskáld við ljóð eftir Sigurbjörn. Flytjendur auk Jóhanns eru á meðal annarra, Páll Rósinkranz, Regína Ósk, Sigríður Guðnadóttir, Snorri Snorrason auk Fósturvísanna sem er hópur úr Karlakórnum Fóstbræðrum.
Hann er sonur hjónanna Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar (1912 - 2006), verzlunarmanns og fyrsta forseta Gídeonfélagsins á [[Ísland]]i, 1945 og Steinunnar Pálsdóttur (1924 - 2006) húsmóður og bænakonu.
Föður afi Sigurbjörns var Sigurbjörn Þorkelsson í Vísi (1885 - 1981) einn af stofnendum KFUM árið 1899 og meðal annars fyrsti sóknarnefndarformaður Hallgrímskirkju í Reykjavík og tók sem slíkur fyrstu skóflustunguna að Hallgrímskirkju. Síðar forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur 1950 - 1965. Föður amma Sigurbjörns var Gróa Bjarnadóttir húsmóðir í Reykjavík (1885 -1918, lést úr spænku veikinni frá sjö börnum). Móður afi, Páll Sigurðsson (1894 - 1971) prentari og einn af fimm stofnendum Knattspyrnufélagsins Vals, undir forystu séra Friðriks Friðrikssonar. Móður amma var Margrét Þorkelsdóttir (1898 - 1984) húsmóðir í Reykjavík og bænakona.
Sigurbjörn er giftur Laufeyju Geirlaugsdóttur, söngkonu, kórstjóra og bókara og eiga þau þrjá syni. Barnabörn þeirra Sigurbjörns og Laufeyjar eru fimm talsins.
== Rithöfundarferill ==
Sigurbjörn hefur skrifað fjölda bóka, s.s. ljóðabækur, bænabækur, barnabækur, greinasöfn, skáldsögur og smásögur. Þá hefur hann meðal annars skrifað á sjöttahundrað greina í [[Morgunblaðið]] frá árinu 1984 og um 50 ljóða hans hafa jafnframt birst um 700 sinnum í minningargreinum í Morgunblaðinu frá árinu árinu 2000.
=== Ljóðabækur: ===
Lífið er ferðalag, 2022
Faðmlög, 2020
''Lífið er ljóðasafn, 312 valin ljóð úr fyrri ljóðabókum'' 2000 - 2020 (Einnig til á hljóðbók í upplestri höfundar)
''Lifi lífið'', 2017
''Þakklæti'', 2015
''Sjáðu með hjartanu'', 2013
''Eilíft líf'', 2010.
''Ástríður'', 2008.
''Svalt'', 2007
''Sítenging SMS 90 smáskilaboð'' 2006
''Lífið heldur áfram'', 2002
''Aðeins eitt líf'', 2000
=== Bænabækur: ===
''Í fylgd frelsarans'', 2012
''Í skugga vængja þinna'', 2005
''Vef mig vængjum þínum'', 1998
=== Barnabækur: ===
''Prakkarastrik Bjössa'', 2005.
''Bjössi fer í Vatnaskóg'', 2001
Kærleikurinn mestur, 1999
=== Greinasöfn: ===
''Kjarni málsins'', 2014
''Góðan daginn'', 2004
=== Skáldsaga: ===
''Júlía'', 2003
=== Útgefin erindi: ===
''Lát engan líta smáum augum á elli þína'', 2003
''Dauðinn'', 2016.
=== Smásögur: ===
''Þá munu steinarnir hrópa'', 1996
''Greinar trjánna, átta smásögur'', 2016
''Dýrð sé Guði, saga um bænheyrslu'', 2016
''Ögursögur, upplifanir og nokkur minningabrot'', 2018.
[[Flokkur:Íslendingar]]
{{f|1964}}
[[Flokkur:Íslenskir rithöfundar]]
04idcma11g9c3x24gleag2s5hqnyunv
Ríma
0
65824
1761899
1760981
2022-07-25T23:53:49Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Huslesturrimur2022.png|alt=Húslestur í íslenskri baðstofu. Þar voru rímur reglulega kveðnar fyrr á öldum. Málverk eftir danska málarann August Schiøtt.|thumb|350x350px|„Kvöldvakan í sveit". [[Húslestur]] í íslenskri [[Baðstofa|baðstofu]]. Þar voru rímur reglulega kveðnar fyrr á öldum. Málverk eftir danska málarameistarann August Schiøtt.]]
[[Mynd:05 Rímur Af Göngu-Hrólfi Eftir Bólu-Hjálmar.ogg|thumb|Rímur af Göngu-Hrólfi eftir [[Bólu-Hjálmar|Bólu-Hjálmar.]] Jón Lárusson (1873-1959) frá Holtstaðakoti, Austur Hún. kveður.]]
[[Mynd:Flateyjarbokin 2022-06-15 at 22.30.38.png|alt=Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók|thumb|[[Ólafs ríma Haraldssonar]] í [[Flateyjarbók]] (GKS 1005 fol.)]]
[[Mynd:Andrarímur.ogg|thumb|[[Andrarímur|Rímur af Andra jarli]] eftir séra [[Hannes Bjarnason]] (1777-1838) og [[Gísli Konráðsson|Gísla Konráðsson]] (1787-1877). Kjartan og Margrét Hjálmars börn kveða.]]
'''Ríma''', eða '''rímur''' eru alíslenskur [[Söguljóð|epískur]] kveðskapur sem var órjúfanlegur þáttur í íslensku menningarlífi frá miðöldum (14. öld) alveg fram á miðja 20. öld. Rímur eru ortar undir sérstökum bragarháttum, sem kallast rímnahættir, og samanstendur hver ríma yfirleitt af nokkrum tugum erinda. Rímur eru vanalega nokkrar saman, og kallast þá rímnaflokkur og eru ein samhangandi frásögn en hver ríma eins og einn kafli í sögu. Yrkisefni eru oftast sögur af köppum úr [[Fornaldarsögur|Fornaldarsögum Norðurlanda]], [[Riddarasögur|riddarasögum]] eða [[Ævintýri|ævintýrum]] en síður úr efni [[Noregskonungasagna]] og [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]].
Hver ríma er ort undir sama bragarhætti, en yfirleitt er breytt um bragarhátt á milli rímna í rímnaflokki. Hver ríma byrjar vanalega á [[Mansöngur|mansöng]], þar sem skáldið notar nokkrar vísur til þess að afsaka hvað hann sé lélegt skáld en voni samt að kvenþjóðin kunni að meta kveðskap hans. Eftir það kemur frásögn rímunnar í nokkrum tugum erinda, og gjarnan er síðasta erindi rímunnar haft dýrar kveðið en hinar, til dæmis með meira innrími.
Talið er að rímnaflokkar hafi frá upphafi verið skráðir beint á bók um leið og þeir voru ortir. Því hafa rímur ekki verið partur af munnlegri hefð í slíkri merkingu, ólíkt t.d. [[Íslensk þjóðkvæði|íslenskum þjóðkvæðum]] sem lifðu á vörum manna um aldir áður en þau voru skrásett.
Fræðimenn áætla að u.þ.b. 1.050 rímnaflokkar séu til í varðveittum íslenskum skinn- og pappírshandritum.
==Saga rímnanna==
Segja má að rímnahefðin hafi þróast úr nokkrum skáldskapartegundum sem þekktust bæði hér á landi og erlendis. Bragarhættina hafa þær að öllum líkindum fengið frá danskvæðum í Evrópu en stílinn hafa rímurnar hins vegar fengið úr [[Dróttkvæði|dróttkvæðum]] og [[Eddukvæði|eddukvæðum]]. Dæmi um stílbrögð sem rímur hafa fengið úr dróttkvæðum og eddukvæðum má nefna [[kenningar]] og [[heiti]] sem eru eitt af megineinkennum rímnakveðskaparins. Talið er að rímnahefðin hafi fullmótast einhvern tímann á 15. öld.<ref>{{Bókaheimild|titill=Íslensk bókmenntasaga II|bls=322|ár=1993|útgefandi=Mál og menning|höfundur=Vésteinn Ólason}}</ref>
Fyrstu þekktu rímurnar eru frá síðari hluta miðalda og mun elsta ríman vera [[Ólafs ríma Haraldssonar]], frá seinni hluta 14. aldar, sem varðveist hefur í [[Flateyjarbók]] (GKS 1005 fol.). Þá hafa um 80 rímnaflokkar varðveist sem ortir voru fyrir árið 1600.
Mikilvægustu handrit sem varðveita rímnaflokka fyrri alda eru handrit á borð við [[Kollsbók]] (Codex Guelferbytanus 42.7 Augusteus quarto) frá 15. öld og [[Staðarhólsbók rímna]] (AM 605 4to), frá 16. öld.
Rímurnar færðust mjög í aukana sem bókmenntagrein er frá leið miðöldum, og íslensk skáld ortu flestar þær sem til eru á 17., 18. og 19. öld. Um miðja 19. öld, eftir að [[Jónas Hallgrímsson]] ritaði mjög harðorðan ritdóm í [[Fjölnir (tímarit)|Fjölni]], fóru þær að komast úr tísku og lentu smám saman á jaðri bókmenntanna.
==Rímnahættir==
{{Aðalgrein|Bragfræði}}
Hefðbundnar rímur eru ortar undir bragarháttum sem gróflega má skipta í þrjá flokka: [[Ferskeytla|Ferskeytlu]] (í fjórum línum), [[Braghenda|braghendu]] (í þrem línum) og [[Afhending|afhendingu]] (í tveim línum). Hver þessara flokka á sér marga undirflokka, sem byggjast á mismunandi línulengd, mismunandi endarími og mismunandi innrími.
== Flutningur rímna ==
Rímur eru yfirleitt kveðnar af einum kvæðamanni í senn. Flutningur eða framsaga hefur ávallt verið mjög mikilvægur þáttur í listformi rímna og án hans er einungis hálf sagan sögð.
Þegar flutningur fer fram heitir það jafnan ''að kveða'' og eru notaðar ákveðnar ''[[Stemma|stemmur]]'' við rímurnar og þær sungnar. Við sönginn lifna rímurnar við og séu þær sungnar af góðum og þróttmiklum kvæðamönnum er von á glæsilegri skemmtun fyrir þá sem hlýða á.
Annað einkenni á rímnaflutningi kvæðamanna var að ''draga seiminn''. Það fólst í því að kvæðamenn hægðu á flutningi sínum í enda hverrar stemmu oft með fremur skrautlegum hætti.
== Efni rímna ==
* Rímur úr [[Riddarasögur|Riddarasögum]]
* Rímur úr [[Noregskonungasögur|Noregskonungasögum]]
* Rímur úr [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]]
* Rímur um [[goðsögulegt efni]]
* Rímur úr [[Fornaldarsögur|Fornaldarsögum Norðurlanda]]
* Rímur úr [[Ævintýri|ævintýrum]]
* Rímur úr [[Almúgabækur|almúgabókum]]
* Rímur um [[skopstælingar]]
==Nokkrar þekktar rímur==
'''Rímur fyrri alda:'''
* [[Andrarímur fornu]]
* [[Blávussrímur og Viktors]]
* [[Bósa rímur]]
* [[Friðþjófsrímur]]
* [[Grettisrímur]]
* [[Lokrur]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Ólafs rímur Tryggvasonar]]
* [[Rímur af Mábil sterku]]
* [[Skáld-Helga rímur]]
* [[Skíðaríma]]
* [[Sörla rímur]]
* [[Sturlaugs rímur]]
* [[Völsungsrímur]]
* [[Þrymlur]]
* [[Þrænlur]]
'''Rímur síðari alda:'''
* [[Sigurður Breiðfjörð]]: [[Rímur af Núma kóngi Pompilssyni]], betur þekktar sem Númarímur.
* [[Gísli Konráðsson]] og [[Hannes Bjarnason]]: [[Andrarímur|Rímur af Andra jarli]], betur þekktar sem Andrarímur.
==Tenglar==
* [http://www.rimur.is Kvæðamannafélagið Iðunn]
* [http://www.bragi.info/ Bragi óðfræðivefur]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3280719 ''Frönsk hetjuljóð og íslenzkar rímur''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1953]
== Tengt efni ==
* [[Mansöngur]]
* [[Stemma]]
* [[Sagnakvæði]]
* [[Þula|Þulur]]
* [[Lausavísa|Lausavísur]]
* [[Sagnadans]]
* [[Vikivaki]]
* [[Vikivakakvæði]]
== Heimildir ==
[[Flokkur:Bragfræði]]
[[Flokkur:Rímur]]
[[Flokkur:Ljóð]]
p1vnb92tb9hlxzrx32j9rasphmyscco
1761900
1761899
2022-07-26T00:00:17Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Huslesturrimur2022.png|alt=Húslestur í íslenskri baðstofu. Þar voru rímur reglulega kveðnar fyrr á öldum. Málverk eftir danska málarann August Schiøtt.|thumb|350x350px|„Kvöldvakan í sveit". [[Húslestur]] í íslenskri [[Baðstofa|baðstofu]]. Þar voru rímur reglulega kveðnar fyrr á öldum. Málverk eftir danska málarameistarann August Schiøtt.]]
[[Mynd:05 Rímur Af Göngu-Hrólfi Eftir Bólu-Hjálmar.ogg|thumb|Rímur af Göngu-Hrólfi eftir [[Bólu-Hjálmar|Bólu-Hjálmar.]] Jón Lárusson (1873-1959) frá Holtstaðakoti, [[Austur-Húnavatnssýsla|Austur Hún]]. kveður.]]
[[Mynd:Flateyjarbokin 2022-06-15 at 22.30.38.png|alt=Ólafs ríma Haraldssonar í Flateyjarbók|thumb|[[Ólafs ríma Haraldssonar]] í [[Flateyjarbók]] (GKS 1005 fol.)]]
[[Mynd:Andrarímur.ogg|thumb|[[Andrarímur|Rímur af Andra jarli]] eftir séra [[Hannes Bjarnason]] (1777-1838) og [[Gísli Konráðsson|Gísla Konráðsson]] (1787-1877). Kjartan og Margrét Hjálmars börn kveða.]]
'''Ríma''', eða '''rímur''' eru alíslenskur [[Söguljóð|epískur]] kveðskapur sem var órjúfanlegur þáttur í íslensku menningarlífi frá miðöldum (14. öld) alveg fram á miðja 20. öld. Rímur eru ortar undir sérstökum bragarháttum, sem kallast rímnahættir, og samanstendur hver ríma yfirleitt af nokkrum tugum erinda. Rímur eru vanalega nokkrar saman, og kallast þá rímnaflokkur og eru ein samhangandi frásögn en hver ríma eins og einn kafli í sögu. Yrkisefni eru oftast sögur af köppum úr [[Fornaldarsögur|Fornaldarsögum Norðurlanda]], [[Riddarasögur|riddarasögum]] eða [[Ævintýri|ævintýrum]] en síður úr efni [[Noregskonungasagna]] og [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]].
Hver ríma er ort undir sama bragarhætti, en yfirleitt er breytt um bragarhátt á milli rímna í rímnaflokki. Hver ríma byrjar vanalega á [[Mansöngur|mansöng]], þar sem skáldið notar nokkrar vísur til þess að afsaka hvað hann sé lélegt skáld en voni samt að kvenþjóðin kunni að meta kveðskap hans. Eftir það kemur frásögn rímunnar í nokkrum tugum erinda, og gjarnan er síðasta erindi rímunnar haft dýrar kveðið en hinar, til dæmis með meira innrími.
Talið er að rímnaflokkar hafi frá upphafi verið skráðir beint á bók um leið og þeir voru ortir. Því hafa rímur ekki verið partur af munnlegri hefð í slíkri merkingu, ólíkt t.d. [[Íslensk þjóðkvæði|íslenskum þjóðkvæðum]] sem lifðu á vörum manna um aldir áður en þau voru skrásett.
Fræðimenn áætla að u.þ.b. 1.050 rímnaflokkar séu til í varðveittum íslenskum skinn- og pappírshandritum.
==Saga rímnanna==
Segja má að rímnahefðin hafi þróast úr nokkrum skáldskapartegundum sem þekktust bæði hér á landi og erlendis. Bragarhættina hafa þær að öllum líkindum fengið frá danskvæðum í Evrópu en stílinn hafa rímurnar hins vegar fengið úr [[Dróttkvæði|dróttkvæðum]] og [[Eddukvæði|eddukvæðum]]. Dæmi um stílbrögð sem rímur hafa fengið úr dróttkvæðum og eddukvæðum má nefna [[kenningar]] og [[heiti]] sem eru eitt af megineinkennum rímnakveðskaparins. Talið er að rímnahefðin hafi fullmótast einhvern tímann á 15. öld.<ref>{{Bókaheimild|titill=Íslensk bókmenntasaga II|bls=322|ár=1993|útgefandi=Mál og menning|höfundur=Vésteinn Ólason}}</ref>
Fyrstu þekktu rímurnar eru frá síðari hluta miðalda og mun elsta ríman vera [[Ólafs ríma Haraldssonar]], frá seinni hluta 14. aldar, sem varðveist hefur í [[Flateyjarbók]] (GKS 1005 fol.). Þá hafa um 80 rímnaflokkar varðveist sem ortir voru fyrir árið 1600.
Mikilvægustu handrit sem varðveita rímnaflokka fyrri alda eru handrit á borð við [[Kollsbók]] (Codex Guelferbytanus 42.7 Augusteus quarto) frá 15. öld og [[Staðarhólsbók rímna]] (AM 605 4to), frá 16. öld.
Rímurnar færðust mjög í aukana sem bókmenntagrein er frá leið miðöldum, og íslensk skáld ortu flestar þær sem til eru á 17., 18. og 19. öld. Um miðja 19. öld, eftir að [[Jónas Hallgrímsson]] ritaði mjög harðorðan ritdóm í [[Fjölnir (tímarit)|Fjölni]], fóru þær að komast úr tísku og lentu smám saman á jaðri bókmenntanna.
==Rímnahættir==
{{Aðalgrein|Bragfræði}}
Hefðbundnar rímur eru ortar undir bragarháttum sem gróflega má skipta í þrjá flokka: [[Ferskeytla|Ferskeytlu]] (í fjórum línum), [[Braghenda|braghendu]] (í þrem línum) og [[Afhending|afhendingu]] (í tveim línum). Hver þessara flokka á sér marga undirflokka, sem byggjast á mismunandi línulengd, mismunandi endarími og mismunandi innrími.
== Flutningur rímna ==
Rímur eru yfirleitt kveðnar af einum kvæðamanni í senn. Flutningur eða framsaga hefur ávallt verið mjög mikilvægur þáttur í listformi rímna og án hans er einungis hálf sagan sögð.
Þegar flutningur fer fram heitir það jafnan ''að kveða'' og eru notaðar ákveðnar ''[[Stemma|stemmur]]'' við rímurnar og þær sungnar. Við sönginn lifna rímurnar við og séu þær sungnar af góðum og þróttmiklum kvæðamönnum er von á glæsilegri skemmtun fyrir þá sem hlýða á.
Annað einkenni á rímnaflutningi kvæðamanna var að ''draga seiminn''. Það fólst í því að kvæðamenn hægðu á flutningi sínum í enda hverrar stemmu oft með fremur skrautlegum hætti.
== Efni rímna ==
* Rímur úr [[Riddarasögur|Riddarasögum]]
* Rímur úr [[Noregskonungasögur|Noregskonungasögum]]
* Rímur úr [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]]
* Rímur um [[goðsögulegt efni]]
* Rímur úr [[Fornaldarsögur|Fornaldarsögum Norðurlanda]]
* Rímur úr [[Ævintýri|ævintýrum]]
* Rímur úr [[Almúgabækur|almúgabókum]]
* Rímur um [[skopstælingar]]
==Nokkrar þekktar rímur==
'''Rímur fyrri alda:'''
* [[Andrarímur fornu]]
* [[Blávussrímur og Viktors]]
* [[Bósa rímur]]
* [[Friðþjófsrímur]]
* [[Grettisrímur]]
* [[Lokrur]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Ólafs rímur Tryggvasonar]]
* [[Rímur af Mábil sterku]]
* [[Skáld-Helga rímur]]
* [[Skíðaríma]]
* [[Sörla rímur]]
* [[Sturlaugs rímur]]
* [[Völsungsrímur]]
* [[Þrymlur]]
* [[Þrænlur]]
'''Rímur síðari alda:'''
* [[Sigurður Breiðfjörð]]: [[Rímur af Núma kóngi Pompilssyni]], betur þekktar sem Númarímur.
* [[Gísli Konráðsson]] og [[Hannes Bjarnason]]: [[Andrarímur|Rímur af Andra jarli]], betur þekktar sem Andrarímur.
==Tenglar==
* [http://www.rimur.is Kvæðamannafélagið Iðunn]
* [http://www.bragi.info/ Bragi óðfræðivefur]
* [http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3280719 ''Frönsk hetjuljóð og íslenzkar rímur''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1953]
== Tengt efni ==
* [[Mansöngur]]
* [[Stemma]]
* [[Sagnakvæði]]
* [[Þula|Þulur]]
* [[Lausavísa|Lausavísur]]
* [[Sagnadans]]
* [[Vikivaki]]
* [[Vikivakakvæði]]
== Heimildir ==
[[Flokkur:Bragfræði]]
[[Flokkur:Rímur]]
[[Flokkur:Ljóð]]
5ulg2pqqa8h53w8e4t0sogfymsfsbga
Færeyinga saga
0
69266
1761918
1752033
2022-07-26T00:31:31Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Færeyinga saga''', er forn íslensk saga sem segir fyrst frá landnámi [[Grímur Kamban|Gríms Kambans]] í [[Færeyjar|Færeyjum]], um 825, en meginhluti frásagnarinnar er um atburði frá árunum 990–1002, þegar [[Sigmundur Brestisson]] reyndi að koma á kristni í Færeyjum og skattskyldu til [[Noregskonungar|Noregskonungs]], en [[Þrándur í Götu]] stóð gegn því. Sögunni lýkur eftir andlát Þrándar um 1035.
== Um söguna ==
Færeyinga saga var skrifuð hér á Íslandi skömmu eftir 1200, en höfundurinn er ókunnur. Margt bendir til að hann hafi stuðst við munnlegar sagnir úr Færeyjum, sem hann smíðaði söguna úr, en verið fremur ókunnugur staðháttum, t.d. ruglar hann að nokkru saman [[Stóra Dímun|Stóru Dímun]] og [[Skúfey]]. Sagan er mikilvæg söguleg heimild um Færeyjar, því að hún bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi í eyjunum á fyrstu öldum byggðar þar. Ef hennar nyti ekki við væri þar við fátt að styðjast.
Færeyinga saga er fremur illa varðveitt, og hefur ekki geymst sem sjálfstætt rit. [[Snorri Sturluson]] tók stuttan kafla úr sögunni (43.-48. kapítula) upp í [[Ólafs saga helga hin sérstaka|Ólafs sögu helga hina sérstöku]], en meginhluti sögunnar hefur varðveist í handritum [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu]], þar sem hún er fleyguð inn í sögu Ólafs, af því að hún snertir efnið. Þegar Jón Þórðarson, annar ritari [[Flateyjarbók]]ar, skrifaði upp Ólafs-sögurnar, ákvað hann að skrifa flesta kaflana úr Færeyinga sögu eftir sérstöku handriti af sögunni, sem þar með varðveittust í sem næst upprunalegri gerð. Því miður láðist honum að gera það í 28.–33. kafla, og ofangreindum köflum 43–48. [[Ólafur Halldórsson]] handritafræðingur segir að á fáeinum stöðum vanti í söguna, en líklega hafi þó ekki glatast nema smákaflar.
Færeyinga saga var fyrst gefin út sem sjálfstætt rit af [[Fornfræðafélagið|Fornfræðafélaginu]] í Kaupmannahöfn árið [[1832]]. [[Carl Christian Rafn]] sá um útgáfuna, sem var að mörgu leyti athyglisverð. Þar var frumtextinn prentaður á íslensku, [[danska|dönsk]] þýðing, og einnig [[færeyska|færeysk]] þýðing (eftir [[Johan Henrik Schrøter]], með stafsetningu sem kennd er við hann). Árið 1884 kom út önnur færeysk þýðing, gerð af [[V.U. Hammershaimb|V. U. Hammershaimb]], með svipaðri stafsetningu og nú tíðkast.
Í Færeyjum er sagan kennd í skólum, og þar þekkir hvert mannsbarn söguhetjurnar. Þar er Þrándur í Götu talinn þjóðhetja, en glæsimennið Sigmundur Brestisson hálfgerður svikari. Sagan hefur einnig verið vel þekkt hér á landi, samanber [[orðtak]]ið, „að vera einhverjum Þrándur í Götu“, þ.e. hindrun, eða erfiður viðureignar. Nú er oft sagt: „að vera þrándur í götu einhvers“, sbr. orðtakið „að leggja stein í götu einhvers“.
Ólafur Halldórsson hefur manna mest rannsakað Færeyinga sögu í seinni tíð. Hann hefur séð um fjórar útgáfur sögunnar, sbr. eftirfarandi lista. Í formálum Ólafs er mikill fróðleikur um flest það sem viðkemur sögunni.
Færeyinga saga er stundum flokkuð með [[Konungasögur|konungasögum]], en hún er skyldust [[Íslendingasögur|Íslendingasögum]] og heyrir þeim flokki til sem bókmenntir. Í rauninni er þetta ekki saga Færeyinga, heldur öllu fremur örlagasaga Sigmundar Brestissonar og Þrándar í Götu. Ólafur Halldórsson segir um söguna (1978, 41): [Sagan er] „fjölþætt listaverk, og . . . sem heild er hún rökrétt og þaulhugsuð, svo að þar má engu hnika til og einskis án vera. . . . persónur hennar lifa sínu lífi í sögunni, svo sjálfstæðu, að lesandinn gleymir að sagan eigi sér höfund, og hún er samin af þeirri list sem Íslendingar kunnu einu sinni, að hún virðist vera sögð, en ekki samin.“
== Útgáfur ==
Kaflar úr Færeyinga sögu birtust fyrst á prenti í ''Ólafs sögu Tryggvasonar'' 1–2, [[Skálholt]]i [[1689]]–[[1690]]. [[Þormóður Torfason]] varð fyrstur til að tína saman í einn stað efni úr Færeyinga sögu, sem hann þýddi á [[latína|latínu]] og gaf út í Kaupmannahöfn [[1695]]. Það kver var þýtt á dönsku 1770. Af öðrum útgáfum má einkum nefna:
* [[Carl Christian Rafn]] (útg.): ''Færeyínga saga, eller Færøboernes Historie, den islandske grundtext med færøisk og dansk oversættelse'', København [[1832]] – Frumútgáfa sem sjálfstætt rit, og önnur bók sem prentuð var á færeysku. Ljósprentun, [[Emil Thomsen]], Tórshavn 1972, 284 s.
* [[Finnur Jónsson (málfræðingur)|Finnur Jónsson]] (útg.): ''Færeyingasaga. Den islandske saga om færingerne'' / på ny udgiven af Det kongelige nordiske oldskriftselskab. København [[1927]], xix + 84 s.
* [[Ólafur Halldórsson]] (útg.): ''Færeyinga saga'', Rvík 1967, xxiv + 127 s. – Mjög aðgengileg almenningsútgáfa.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Færeyinga saga'', Iðunn, Rvík 1978, 180 s. Íslensk úrvalsrit 13. – Skólaútgáfa.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Færeyinga saga'', Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, Rvík 1987, cclxviii + 142 s. – [[Textafræði]]leg útgáfa.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Færeyinga saga. [[Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk]]'', [[Hið íslenska fornritafélag]], Rvík 2006, ccv + 402 s. Íslensk fornrit XXV. – Fræðileg útgáfa fyrir almenning.
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Færeyinga saga / Føroyingasøga'', Hið íslenska fornritafélag, Rvík 2006, lxxxvi+(4)+132 s. – Sérprentun úr ofangreindri útgáfu, með stuttum formála á færeysku.
== Nokkrar þýðingar ==
* [[Færeyska]]: ''Føroyingasøga'' / útløgd úr íslandskum av [[V. U. Hammershaimb]]. Tórshavn [[1884]]. 137 s. – Endurprentuð 1919 og 1951.
* ''Føringasøga'' / útløgd og umarbeid av nýggjum av C. Holm Isaksen. Tórshavn [[1904]]. 116 s.
* ''Føroyingasøga'' / umsett hava [[Heðin Brú]] og [[Rikard Long]]. Skúlabókagrunnurin, Tórshavn [[1962]], 105 s.
* ''Føroyinga søga'' / Sven Havsteen-Mikkelsen teknaði; Bjarni Niclasen týddi; Jørgen Haugan skrivaði eftirmæli. Føroya skúlabókagrunnur, Tórshavn [[1995]], 148 s. – Útgáfa handa skólum í Færeyjum.
* [[Norska]]: ''[http://www.heimskringla.no/norsk/faereyingasaga/index.php Sagaen om Trond i Gata og Sigmund Brestessøn] eller Færøingernes saga'', þýðandi [[Alexander Bugge]], Kristiania [[1901]].
* [[Danska]]: ''Færinge saga'' / med tegninger af Sven Havsteen-Mikkelsen; i oversættelse ved Ole Jacobsen og med en efterskrift af Jørgen Haugan. København [[1981]], 143 s.
* [[Franska]]: ''La saga des Féroïens'' / traduit de l'Islandais par Jean Renaud; préface de Régis Boyer. Paris: Aubier Montaigne, [[1983]] - 133 s.
* [[Þýska]]: ''Die Färinger Saga'' / aus dem Isländischen von Klaus Kiesewetter übersetzt. Ålborg: [[1987]] - 103 s.
* [[Sænska]]: ''Färinga sagan'' / inledd och översatt av Bo Almqvist; förord av Olov Isaksson; fotografier av Sören Hallgren. Hedemora: Gidlunds Bokförlag, [[1992]] - 205 s.
== Heimildir ==
* Ólafur Halldórsson (útg.): ''Færeyinga saga. Ólafs saga Tryggvasonar eftir Odd munk'', Rvík 2006.
* {{wpheimild | tungumál = da | titill = Færingesaga | mánuðurskoðað = 14. september | árskoðað = 2008}}
== Tenglar ==
* [http://www.snerpa.is/net/isl/fsaga.htm Færeyinga saga] – Netútgáfa.
{{Íslendingasögur}}
[[Flokkur:Færeyjar]]
[[Flokkur:Saga Færeyja]]
[[Flokkur:Konungasögur]]
7o4ygfccgy7okqfmafsxpm2mq2kn6om
Hvítsmári
0
69585
1761895
1761866
2022-07-25T22:03:11Z
31.209.240.202
/* Ræktun og nytjar */
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = lightgreen
| name = Hvítsmári
| status = secure
| image = trifolium-repens.jpg
| image_width = 240px
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Belgjurtabálkur]] (''Fabales''')
| familia = [[Ertublómaætt]] (''Fabaceae'')
| subfamilia = ''[[Faboideae]]''
| genus = [[Smárar]] (''Trifolium'')
| species = '''Hvítsmári'''
| binomial = ''Trifolium repens''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]]
}}
'''Hvítsmári''' (eða '''hrútafífill''' og börn nefna stundum '''sápublóm''') ([[fræðiheiti]]: ''Trifolium repens'') er lágvaxin, [[fjölær jurt]] af [[ertublómaætt]]. Heimkynni hvítsmára eru [[Evrópa]], Norður-[[Afríka]] og Vestur-[[Asía]]. Hvítsmári hefur verið fluttur víða annars staðar því hann er ágæt beitarjurt og hann er algengur á grassvæðum í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Hvítsmári er niturbindandi eins og margar [[Belgjurtabálkur|belgjurtir]] og skríður út til jaðranna og byggir jarðveginn upp. Oft má sjá grasvöxt inn í smárahringjunum.
Hvítsmári er notaður í kynbótaverkefnum þar sem honum er víxlað við aðrar tegundir.<ref>https://www.aber.ac.uk/en/media/departmental/ibers/pdf/innovations/97/ch5.pdf</ref>
== Ræktun og nytjar ==
=== Beitarjurt ===
Hvítsmári er talinn ein mikilvægasta beitarjurtin af ertublómaætt á tempruðum svæðum.<ref>Elgersma, Anjo, and Jan Hassink. "Effects of white clover (''Trifolium repens'' L.) on plant and soil nitrogen and soil organic matter in mixtures with perennial ryegrass (''Lolium perenne'' L.)." Plant and Soil 197, no. 2 (1997): 177-186.</ref> Niturbinding (allt að 545kg N á hektara á ári,<ref>Carlsson, G., and K. Huss-Danell. "Nitrogen fixation in perennial forage legumes in the field." Plant and Soil 253, no. 2 (2003): 353-372.</ref> þó yfirleitt mun minna, þ.e. um 110 til 170 kg N N á hektara á ári<ref>Andrae, John. 2004. White clover establishment and management guide. B 1251. Univ. of Georgia Extension.</ref>) í gerlahnúðum hvítsmára dregur úr eða eyðir þörf á nituráburði til að viðhalda frjósemi á beitarlöndum. Hvítsmári er oft notaður í blöndum með beitargrösum, svo sem [[vallarrýgresi]](''Lolium perenne''),<ref>Ulyatt, M. J., D. J. Thomson, D. E. Beever, R. T. Evans, and M. J. Haines. "The digestion of perennial ryegrass (''Lolium perenne'' cv. Melle) and white clover (''Trifolium repens'' cv. Blanca) by grazing cattle." British Journal of Nutrition 60, no. 01 (1988): 137-149.</ref><ref>Evans, D. R., and T. A. Williams. "The effect of cutting and grazing managements on dry matter yield of white clover varieties (''Trifolium repens'') when grown with S23 perennial ryegrass." Grass and Forage Science 42, no. 2 (1987): 153-159.</ref><ref>Moseley, G., and J. R. Jones. "The physical digestion of perennial ryegrass (''Lolium perenne'') and white clover (''Trifolium repens'') in the foregut of sheep." British Journal of Nutrition 52, no. 02 (1984): 381-390.</ref> Slíkar blöndur auka afurðir búfjár og minnka hættuna á því að það fái þembu sem kemur helst fyrir í hreinræktun.<ref>Wolfe, E. C., and Alec Lazenby. "Bloat incidence and liveweight gain in beef cattle on pastures containing different proportions of white clover (''Trifolium repens'')." Animal Production Science 12, no. 55 (1972): 119-125.</ref> Slíkar blöndur koma einnig í veg fyrir vandamál sem eru tengd við "cyanogenic glycoside" (linamarin og lotaustralin) upptöku á hreinum eða nær hreinum ökrum sumra hvítsmára afbrigða.<ref>Crush, J. R., and J. R. Caradus. "Cyanogenesis potential and iodine concentration in white clover (''Trifolium repens'' L.) cultivars." New Zealand Journal of Agricultural Research 38, no. 3 (1995): 309-316.</ref> Hinsvegar, vandamál koma ekkert endilega í einræktun hvítsmára, og yfirburða framleiðsla jórturdýra næst stundum á einræktun hvítsmára.<ref>Orr, R. J., A. J. Parsons, P. D. Penning, and T. T. Treacher. "Sward composition, animal performance and the potential production of grass/white clover swards continuously stocked with sheep." Grass and Forage Science 45, no. 3 (1990): 325-336.</ref><ref>Lane, L. A., J. F. Ayres and J. V. Lovett. "The pastoral significance, adaptive characteristics, and grazing value of white clover (''Trifolium repens'' L.) in dryland environments in Australia: a review." Animal Production Science 40, no. 7 (2000): 1033-1046.</ref><ref>Caradus, J. R. "Genetic diversity within white clover (''Trifolium repens'' L.)." In Proceedings Agronomy Society of NZ, vol. 24, p. 2. 1994.</ref>
=== Grænn áburður og þekja ===
Hvítsmári á vel við með öðrum beitarjurtum, korni, og á milli raða með grænmeti.<ref name=wotn/> Hvítsmári þolir að sleginn stutt eða mikið beittur, og hann þrífst í margskonar jarðvegi og mismunandi sýrustigi (þó að hann þrífist best í [[leir]]kenndum jarðvegi).<ref name="wotn">Richard H. Uva, Joseph C. Neal and Joseph M. Ditomaso, ''Weeds of The Northeast'', (Ithaca, NY: Cornell University Press, 1997), Pp. 236-237.</ref> Sem belgjurt og harðgerð planta, er hann talinn nytsamlegur hluti náttúrulegs og ræktaðs beitilands og lóðahirðu vegna hæfileika síns til að binda nitur og kæfa [[illgresi]] (mosa). Náttúruleg niturbinding vinnur gegn næringartapi og viðheldur jarðvegsheilbrigði sem dragur úr mörgum lóðavandamálum sem myndu aukast við notkun tilbúnis áburðar.<ref name="Tukey">''The Organic Lawn Care Manual'', Tukey, Storey Publishing. p 183.</ref> Af þessum ástæðum er hann oft notaður sem grænn áburður og "[[cover crop]]".
=== Til matar ===
[[File:Four-leaved clover.jpg|thumb|Hvítsmári með [[Fjögurra laufa smári|fjögur lauf]].]]
Auk þess að vera frábær beitarplanta fyrir [[búfé]],<ref name="urlTrifolium repens">{{cite web|last =Coladonato|first =Milo|authorlink =|title = ''Trifolium repens''|work =|publisher = U.S. Department of Agriculture, Forest Service, Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory|date =1993|url =http://www.fs.fed.us/database/feis/plants/forb/trirep/all.html|doi =|accessdate = 2015-07-26}}</ref> eru smárar verðmæt neyðarfæða: [[prótein]]ríkir, algengir, og í miklu magni. Ferskar plönturnar hafa verið nýttar um aldir sem viðbót við [[salat (matargerð)|salöt]]. Þær eru ekki auðmeltanlegar fyrir manneskjur hráar, hinsvegar er það auðleyst með því að sjóða þær í 5 til 10 mínútur. <ref name="ewp">Lee Allen Peterson, ''Edible Wild Plants'', (New York City: Houghton Mifflin Company, 1977), P. 56.
</ref> Á Íslandi var hann soðinn í mjólk eða saxaður í salat ("kál").<ref name="grasnytjar">Björn Halldórsson, ''Rit Björns Halldórssonar Sauðlauksdal - Grasnytjar'', (Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands, 1983), bls. 338.
</ref>
[[File:4-leaf clover.JPG|thumb|Four leaf ''Trifolium repens'', in its natural setting. Three-leaf shamrocks can be seen]]
''T. repens'' er einnig álitinn lækningajurt í Indlandi gegn innyflaormum og rannsóknir í tilraunaglösum "in vivo" staðfesti að sprotar af ''T. repens'' hafa umtalsverða virkni gegn sníkjudýrum. <ref>Yadav, A. K. 2004. Anticestodal activity of ''Trifolium repens'' extract. Pharmaceutical Biology 42: 656-658.</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{wikiorðabók|hvítsmári}}
* [http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&fl=1&pId=3900 ''Trifolium repens''; af Lystigarður.akureyri.is]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041020131130/www.floraislands.is/triforep.htm Flóra Íslands: Hvítsmári]
{{wikilífverur|Trifolium repens}}
{{Commons|Trifolium repens}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Ertublómaætt]]
[[Flokkur:Smárar]]
[[Flokkur:Niturbindandi plöntur]]
lewcv1hlr817zimoed4ucq5n3nv6rfz
1761898
1761895
2022-07-25T22:22:17Z
31.209.240.202
bætt við heimild
wikitext
text/x-wiki
{{Taxobox
| color = lightgreen
| name = Hvítsmári
| status = secure
| image = trifolium-repens.jpg
| image_width = 240px
| regnum = [[Jurtaríki]] (''Plantae'')
| divisio = [[Dulfrævingar]] (''Magnoliophyta'')
| classis = [[Tvíkímblöðungar]] (''Magnoliopsida'')
| ordo = [[Belgjurtabálkur]] (''Fabales''')
| familia = [[Ertublómaætt]] (''Fabaceae'')
| subfamilia = ''[[Faboideae]]''
| genus = [[Smárar]] (''Trifolium'')
| species = '''Hvítsmári'''
| binomial = ''Trifolium repens''
| binomial_authority = [[Carolus Linnaeus|L.]]
}}
'''Hvítsmári''' (eða '''hrútafífill''' og börn nefna stundum '''sápublóm''') ([[fræðiheiti]]: ''Trifolium repens'') er lágvaxin, [[fjölær jurt]] af [[ertublómaætt]]. Heimkynni hvítsmára eru [[Evrópa]], Norður-[[Afríka]] og Vestur-[[Asía]]. Hvítsmári hefur verið fluttur víða annars staðar því hann er ágæt beitarjurt og hann er algengur á grassvæðum í [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Hvítsmári er niturbindandi eins og margar [[Belgjurtabálkur|belgjurtir]] og skríður út til jaðranna og byggir jarðveginn upp. Oft má sjá grasvöxt inn í smárahringjunum.
Hvítsmári er notaður í kynbótaverkefnum þar sem honum er víxlað við aðrar tegundir.<ref>https://www.aber.ac.uk/en/media/departmental/ibers/pdf/innovations/97/ch5.pdf</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://onlinelibrary.wiley.com/doi/full/10.1111/j.1439-0523.2007.01374.x|titill=Interspecific hybridization in the genus Trifolium|höfundur=M. T. Abberton|útgefandi=Wiley Online Library|mánuður=06 júní|ár=2007|mánuðurskoðað=júlí|árskoðað=2022|tungumál=enska}}</ref>
== Ræktun og nytjar ==
=== Beitarjurt ===
Hvítsmári er talinn ein mikilvægasta beitarjurtin af ertublómaætt á tempruðum svæðum.<ref>Elgersma, Anjo, and Jan Hassink. "Effects of white clover (''Trifolium repens'' L.) on plant and soil nitrogen and soil organic matter in mixtures with perennial ryegrass (''Lolium perenne'' L.)." Plant and Soil 197, no. 2 (1997): 177-186.</ref> Niturbinding (allt að 545kg N á hektara á ári,<ref>Carlsson, G., and K. Huss-Danell. "Nitrogen fixation in perennial forage legumes in the field." Plant and Soil 253, no. 2 (2003): 353-372.</ref> þó yfirleitt mun minna, þ.e. um 110 til 170 kg N N á hektara á ári<ref>Andrae, John. 2004. White clover establishment and management guide. B 1251. Univ. of Georgia Extension.</ref>) í gerlahnúðum hvítsmára dregur úr eða eyðir þörf á nituráburði til að viðhalda frjósemi á beitarlöndum. Hvítsmári er oft notaður í blöndum með beitargrösum, svo sem [[vallarrýgresi]](''Lolium perenne''),<ref>Ulyatt, M. J., D. J. Thomson, D. E. Beever, R. T. Evans, and M. J. Haines. "The digestion of perennial ryegrass (''Lolium perenne'' cv. Melle) and white clover (''Trifolium repens'' cv. Blanca) by grazing cattle." British Journal of Nutrition 60, no. 01 (1988): 137-149.</ref><ref>Evans, D. R., and T. A. Williams. "The effect of cutting and grazing managements on dry matter yield of white clover varieties (''Trifolium repens'') when grown with S23 perennial ryegrass." Grass and Forage Science 42, no. 2 (1987): 153-159.</ref><ref>Moseley, G., and J. R. Jones. "The physical digestion of perennial ryegrass (''Lolium perenne'') and white clover (''Trifolium repens'') in the foregut of sheep." British Journal of Nutrition 52, no. 02 (1984): 381-390.</ref> Slíkar blöndur auka afurðir búfjár og minnka hættuna á því að það fái þembu sem kemur helst fyrir í hreinræktun.<ref>Wolfe, E. C., and Alec Lazenby. "Bloat incidence and liveweight gain in beef cattle on pastures containing different proportions of white clover (''Trifolium repens'')." Animal Production Science 12, no. 55 (1972): 119-125.</ref> Slíkar blöndur koma einnig í veg fyrir vandamál sem eru tengd við "cyanogenic glycoside" (linamarin og lotaustralin) upptöku á hreinum eða nær hreinum ökrum sumra hvítsmára afbrigða.<ref>Crush, J. R., and J. R. Caradus. "Cyanogenesis potential and iodine concentration in white clover (''Trifolium repens'' L.) cultivars." New Zealand Journal of Agricultural Research 38, no. 3 (1995): 309-316.</ref> Hinsvegar, vandamál koma ekkert endilega í einræktun hvítsmára, og yfirburða framleiðsla jórturdýra næst stundum á einræktun hvítsmára.<ref>Orr, R. J., A. J. Parsons, P. D. Penning, and T. T. Treacher. "Sward composition, animal performance and the potential production of grass/white clover swards continuously stocked with sheep." Grass and Forage Science 45, no. 3 (1990): 325-336.</ref><ref>Lane, L. A., J. F. Ayres and J. V. Lovett. "The pastoral significance, adaptive characteristics, and grazing value of white clover (''Trifolium repens'' L.) in dryland environments in Australia: a review." Animal Production Science 40, no. 7 (2000): 1033-1046.</ref><ref>Caradus, J. R. "Genetic diversity within white clover (''Trifolium repens'' L.)." In Proceedings Agronomy Society of NZ, vol. 24, p. 2. 1994.</ref>
=== Grænn áburður og þekja ===
Hvítsmári á vel við með öðrum beitarjurtum, korni, og á milli raða með grænmeti.<ref name=wotn/> Hvítsmári þolir að sleginn stutt eða mikið beittur, og hann þrífst í margskonar jarðvegi og mismunandi sýrustigi (þó að hann þrífist best í [[leir]]kenndum jarðvegi).<ref name="wotn">Richard H. Uva, Joseph C. Neal and Joseph M. Ditomaso, ''Weeds of The Northeast'', (Ithaca, NY: Cornell University Press, 1997), Pp. 236-237.</ref> Sem belgjurt og harðgerð planta, er hann talinn nytsamlegur hluti náttúrulegs og ræktaðs beitilands og lóðahirðu vegna hæfileika síns til að binda nitur og kæfa [[illgresi]] (mosa). Náttúruleg niturbinding vinnur gegn næringartapi og viðheldur jarðvegsheilbrigði sem dragur úr mörgum lóðavandamálum sem myndu aukast við notkun tilbúnis áburðar.<ref name="Tukey">''The Organic Lawn Care Manual'', Tukey, Storey Publishing. p 183.</ref> Af þessum ástæðum er hann oft notaður sem grænn áburður og "[[cover crop]]".
=== Til matar ===
[[File:Four-leaved clover.jpg|thumb|Hvítsmári með [[Fjögurra laufa smári|fjögur lauf]].]]
Auk þess að vera frábær beitarplanta fyrir [[búfé]],<ref name="urlTrifolium repens">{{cite web|last =Coladonato|first =Milo|authorlink =|title = ''Trifolium repens''|work =|publisher = U.S. Department of Agriculture, Forest Service, Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory|date =1993|url =http://www.fs.fed.us/database/feis/plants/forb/trirep/all.html|doi =|accessdate = 2015-07-26}}</ref> eru smárar verðmæt neyðarfæða: [[prótein]]ríkir, algengir, og í miklu magni. Ferskar plönturnar hafa verið nýttar um aldir sem viðbót við [[salat (matargerð)|salöt]]. Þær eru ekki auðmeltanlegar fyrir manneskjur hráar, hinsvegar er það auðleyst með því að sjóða þær í 5 til 10 mínútur. <ref name="ewp">Lee Allen Peterson, ''Edible Wild Plants'', (New York City: Houghton Mifflin Company, 1977), P. 56.
</ref> Á Íslandi var hann soðinn í mjólk eða saxaður í salat ("kál").<ref name="grasnytjar">Björn Halldórsson, ''Rit Björns Halldórssonar Sauðlauksdal - Grasnytjar'', (Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands, 1983), bls. 338.
</ref>
[[File:4-leaf clover.JPG|thumb|Four leaf ''Trifolium repens'', in its natural setting. Three-leaf shamrocks can be seen]]
''T. repens'' er einnig álitinn lækningajurt í Indlandi gegn innyflaormum og rannsóknir í tilraunaglösum "in vivo" staðfesti að sprotar af ''T. repens'' hafa umtalsverða virkni gegn sníkjudýrum. <ref>Yadav, A. K. 2004. Anticestodal activity of ''Trifolium repens'' extract. Pharmaceutical Biology 42: 656-658.</ref>
== Heimildir ==
{{reflist}}
== Tenglar ==
{{wikiorðabók|hvítsmári}}
* [http://www.lystigardur.akureyri.is/default.aspx?modID=16&fl=1&pId=3900 ''Trifolium repens''; af Lystigarður.akureyri.is]
* [http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041020131130/www.floraislands.is/triforep.htm Flóra Íslands: Hvítsmári]
{{wikilífverur|Trifolium repens}}
{{Commons|Trifolium repens}}
{{Stubbur|líffræði}}
[[Flokkur:Ertublómaætt]]
[[Flokkur:Smárar]]
[[Flokkur:Niturbindandi plöntur]]
8ascogy79ix6sjkdodpqrgb1m403vc0
Guangzhou
0
72310
1761877
1761869
2022-07-25T16:31:09Z
Dagvidur
4656
Bætti við um háskólastofnanir Guangzhou borgar
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>.|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis '''Tækniháskóla Suður-Kína'''.</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk Sun Yat-sen háskólans (1924) og Kínverska læknisháskólans í Guangzhou (1924), eru í borginni meðal annars Jinan háskólinn (1906), Tækniháskóli Suður-Kína (1952), Kennaraháskólinn (Normal) Suður-Kína (1933), Læknaháskóli Suður-Kína (1951), Landbúnaðarháskóli Suður-Kína (1909), Guangdong háskóli erlendra fræða (1965), Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong (1983) Listaháskóli Guangzhou (1953), Xinghai tónlistarháskólinn (1932) og Tækniháskóli Guangdong (1985).
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
ig8b71oj8hzdyd0jtppiiozq1tzjas4
1761878
1761877
2022-07-25T16:33:23Z
Dagvidur
4656
/* Menntun */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
g5kmi8l8ivh1ewdttm81mhmcqu5fupz
1761880
1761878
2022-07-25T16:37:30Z
Dagvidur
4656
/* Menntun */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
3mlcfkh64up3m4gknsq4zimti4b023n
1761881
1761880
2022-07-25T16:40:10Z
Dagvidur
4656
/* Menntun */ bætti við heimild
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
98xehynj1ixij6r2221oo56lere11qt
1761887
1761881
2022-07-25T19:25:26Z
Dagvidur
4656
/* Keisaratímar */ Bætti við myndum
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
gmi7mmlhw6oj4hccsalfprpytktya7x
1761889
1761887
2022-07-25T19:36:34Z
Dagvidur
4656
/* Saga Guangzhou */ Bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá Suðaustur-Asíu sem nú er Mjanmar.<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
[[Mynd:Temple of Five Hundred Genii 317 by Lai Afong c1880s.jpg|thumb|right |<small>„'''Musteri hinna fimm ódauðlegu'''“ er fyrrum [[Daoismi|daoista]]<nowiki/>-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.</small>|alt= „Musteri hinna fimm ódauðlegu“ er fyrrum daoista-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
nfkyed65hz1k48gnts7c4tmhugidyl9
1761890
1761889
2022-07-25T19:49:34Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] sem nú er [[Mjanmar]].<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
[[Mynd:Temple of Five Hundred Genii 317 by Lai Afong c1880s.jpg|thumb|right |<small>„'''Musteri hinna fimm ódauðlegu'''“ er fyrrum [[Daoismi|daoista]]<nowiki/>-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.</small>|alt= „Musteri hinna fimm ódauðlegu“ er fyrrum daoista-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
h1aa6jnctqv6ghx8ki8h57ongg196e8
1761891
1761890
2022-07-25T20:02:40Z
Dagvidur
4656
/* Fornsögulegur tími */ bætti við mynd
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
[[Mynd:Yue_statue.jpg|thumb|right |<small>'''Stytta af Baiyue''' (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot frá Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.<ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small>|alt= Stytta af Baiyue (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.]]
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] sem nú er [[Mjanmar]].<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
[[Mynd:Temple of Five Hundred Genii 317 by Lai Afong c1880s.jpg|thumb|right |<small>„'''Musteri hinna fimm ódauðlegu'''“ er fyrrum [[Daoismi|daoista]]<nowiki/>-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.</small>|alt= „Musteri hinna fimm ódauðlegu“ er fyrrum daoista-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðandi í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
nphhq59tisb105lv1mp92nttvw6ee9x
1761932
1761891
2022-07-26T02:06:50Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur */ Lagaði innsláttarvillu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
[[Mynd:Yue_statue.jpg|thumb|right |<small>'''Stytta af Baiyue''' (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot frá Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.<ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small>|alt= Stytta af Baiyue (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.]]
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] sem nú er [[Mjanmar]].<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
[[Mynd:Temple of Five Hundred Genii 317 by Lai Afong c1880s.jpg|thumb|right |<small>„'''Musteri hinna fimm ódauðlegu'''“ er fyrrum [[Daoismi|daoista]]<nowiki/>-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.</small>|alt= „Musteri hinna fimm ódauðlegu“ er fyrrum daoista-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðanda í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðanda í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
58xgfk37ws606wawzk4cteaym7w7vdk
1761933
1761932
2022-07-26T02:07:38Z
Dagvidur
4656
/* Veðurfar */ Lagaði innsláttarvillu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
[[Mynd:Yue_statue.jpg|thumb|right |<small>'''Stytta af Baiyue''' (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot frá Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.<ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small>|alt= Stytta af Baiyue (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.]]
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] sem nú er [[Mjanmar]].<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
[[Mynd:Temple of Five Hundred Genii 317 by Lai Afong c1880s.jpg|thumb|right |<small>„'''Musteri hinna fimm ódauðlegu'''“ er fyrrum [[Daoismi|daoista]]<nowiki/>-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.</small>|alt= „Musteri hinna fimm ódauðlegu“ er fyrrum daoista-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðanda í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðanda í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafrænnar þróunar á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til ráðningar erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju verið aukin, þar á meðal vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing þess er að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
4urttasdjsey8ue3msc0win5ibbq6l6
1761934
1761933
2022-07-26T02:14:42Z
Dagvidur
4656
/* Efnahagur */ Lagaði innsláttarvillu
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Guangzhou_Twin_Towers.jpg|thumb|right|500px|Íbúar '''Guangzhou''' borgar eru um 18,7 milljónir. Borgin er í miðju [[Guangdong]], ríkasta héraði Kína.|alt=Skýjakljúfar Guangzhou borgar með um 18,7 milljónir íbúa. Borgin er í Guangdong, ríkasta héraði Kína.]]
[[Mynd: Location of Guangzhou within Guangdong (China).png|thumb|right |<small>Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.</small>|alt= Landakort er sýnir staðsetningu Guangzhou borgar (rauðmerkt) í [[Guangdong]] héraði (ljósgrátt) í Kína.]]
[[Mynd:Canton Tower near Haixinsha Port.jpg|thumb|right |<small>'''Kanton turninn''' („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.</small>|alt= Kanton turninn („Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“), er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar.]]
'''Guangzhou''' ''([[kínverska]]:'' 廣州''; [[Pinyin|rómönskun:]] Guǎngzhōu; einnig þekkt sem Canton/Kanton og Kwang-chow með rómönskun)'' er höfuðborg og stærsta borg [[Guangdong]]-héraðs í suðurhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Borgin er við ósa [[Perlufljót|Perlufljóts]] við [[Suður-Kínahaf]]. Hún er um 120 kílómetrum norðvestur af [[Hong Kong]] og 145 kílómetrum norður af [[Makaó]]. Í kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Það er 47% fjölgun frá fyrra manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Vegna stöðu sinnar á mótum fljóta og sjávar hefur Guangzhou lengi verið ein helsta verslunar- og viðskiptamiðstöð Kína. Hún hefur verið sem dyr fyrir erlend áhrif í Kína allt frá 3. öld e.Kr. Hún var fyrsta kínverska höfnin sem evrópsk kaupmenn heimsóttu reglulega, og kölluðu þá Canton. Enska nafnið „Canton“ er dregið úr portúgölsku „Cantão“ sem var einhverskonar framburður á Guangdong.<small><ref>{{citation |title=Santa Barbara Portuguese Studies, ''Vols. I–II'' |year=1994 |page=256 |publisher=Jorge de Sena Center for Portuguese Studies}}</ref><ref>{{citation |title=T'ien Hsia Monthly, ''Vol. VIII'' |page=426 |year=1939 |publisher=Sun Yat-sen Institute}}</ref></small>
Kanton er það borgarnafn sem íslenskir prentmiðlar hafa langmest notað, allt til dagsins í dag. Á síðari hluta 20. aldar birtist Kwangchow þó æ meir í íslenskum miðlum í stað Kanton, en í dag er Guangzhou meira notað.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/files/17494515|titill=Kína: Námsmönnum í Kanton bannað að dansa diskó|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=14. apríl|ár=1987|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/1386891?iabr=on|titill=Fallhlífahermenn sendir til Wuhan — Hundruð hafa fallið í Kanton|höfundur=Morgunblaðið|útgefandi=Árvakur|mánuður=30. júlí|ár=1967|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=https://timarit.is/page/2864708?iabr=on|titill=Deng Xiaoping og félagar kynna nýja stafsetningu: Latnesk stöfun orða breytist|höfundur=Þjóðviljinn|útgefandi=Þjóðviljinn|mánuður=7. janúar|ár=1979|mánuðurskoðað=20. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Borgin er mikilvæg menningar-, iðnaðar-, viðskipta -, og samskiptamiðstöð. Meginhöfnin er stór sem og [[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|alþjóðaflugvöllur borgarinnar]]. Þá er borgin á lestarleið Beijing og Hong Kong. Efnahagur borgarinnar er gríðaröflugur og hefur verið í miklum vexti í áratugi. Síðustu áratugir hafa einkennst af umfangsmiklum byggingarframkvæmdum og innviðauppbyggingu. Borgin er leiðandi fjármálamiðstöð á Asíu.
== Saga Guangzhou ==
=== Fornsögulegur tími ===
[[Mynd:Yue_statue.jpg|thumb|right |<small>'''Stytta af Baiyue''' (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot frá Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.<ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small>|alt= Stytta af Baiyue (Yue) manni. Yue voru ýmis þjóðarbrot sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsund e.Kr. Þeir voru þekktir fyrir stutt hár, mikil húðflúr, fín sverð og sjómannahæfileika. Þeir svertu tennur sínar.]]
Elstu þekktu íbúar Guangzhou-svæðisins voru Baiyue, Taíþjóðir og Shan fólkið. Baiyue samanstóð af ýmsum þjóðflokkum sem bjuggu í Suður-Kína og Norður-Víetnam á 1. árþúsundi f.Kr. og 1. árþúsundi f.Kr.<small><ref>{{Citation|title=Baiyue|date=2022-07-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyue&oldid=1099109447|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Taíþjóðirnar töluðu taí og voru dreifðir um stóran hluta Suður-Kína og meginland Suðaustur-Asíu.<small><ref>{{Citation|title=Tai peoples|date=2022-06-27|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Tai_peoples&oldid=1095211462|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Shan fólkið var þjóðflokkur frá [[Suðaustur-Asía|Suðaustur-Asíu]] sem nú er [[Mjanmar]].<small><ref>{{Citation|title=Shan people|date=2022-06-19|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shan_people&oldid=1093843236|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á valdatíma Vestur-Zhou (1146–771 f.Kr.) var þegnleg hollusta Baiyue-fólksins á staðnum við lénsríkið Chu (sem nú er í norðausturhluta Guangzhou), sem gaf tilefni til nafnsins Chuting fyrir svæðið.<ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012875.html|titill=Long history|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref> Síðar var víggirtur bær þekktur sem Nanwu Cheng, í norðurhluta núverandi borgar, byggður á Chunqiu tímabilinu (770–476 f.Kr.). Á árunum 339 og 329 f.Kr. var bærinn endurbyggður og stækkaður og var þekktur sem Wuyang Cheng („Borg fimm geita“) - nefnd eftir goðsögninni um að guðir á fimm geitum hafi stigið niður af himni og bjargað borginni frá hungursneyð.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/History|title=Guangzhou - History {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012854.html|titill=Origin of City's Names|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Panyu ===
Árið 214 f.Kr. var þéttbýlið við Guangzhou formlega gert að smáborg (þá þekkt sem '''Panyu''' fyrir tvíburahæðirnar Pan og Yu í nágrenninu) gerð að höfuðborg Nanhai-héraðs. Þetta var á valdatíma Kinríkisins ([[Qin Shi Huang]] fyrsta keisara Kína og sonar hans Qin Er Shi) (221–207 f.Kr.).
=== Nanyue ===
[[Mynd: Si_lü_yu_yi.JPG|thumb|right |<small>Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou</small>.|alt= Silkiofin líkklæði Zhao Zhen, keisara Nanyue-ríkisins. Grafhýsið fannst við fornleifauppgröft 1983 í Guangzhou.]]
[[Mynd:Temple of Five Hundred Genii 317 by Lai Afong c1880s.jpg|thumb|right |<small>„'''Musteri hinna fimm ódauðlegu'''“ er fyrrum [[Daoismi|daoista]]<nowiki/>-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.</small>|alt= „Musteri hinna fimm ódauðlegu“ er fyrrum daoista-hof í Guangzhou. Ljósmynd frá árinu 1880.]]
Við fall Kinríkisins stofnaði Zhao Tuo hershöfðingi (240-137 f.Kr.) sjálfstjórnarríki þekkt sem '''Nanyue'''. Lýsti hann sig fyrsta keisara Nanyue veldisins. Það varð síðar innlimað árið 111 f.Kr. af [[Hanveldið|Hanveldinu]] (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) sem stók yfir lendur suður á bóginn. Næstu 300 ár vor ár aðlögunar fyrir [[Yue]] fólkið, frumbyggja Suður-Kína, og svæðið varð æ meir samofið keisaraveldinu.<small><ref>{{Citation|title=Timeline of Guangzhou|date=2022-05-04|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Timeline_of_Guangzhou&oldid=1086079492|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Keisaratímar ===
[[Mynd: 六榕寺塔·六榕寺·廣州·(正南方).jpg |thumb|right |<small>Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.</small>|alt= Búddahofið „Musteri sex Banyan fíkjutrjánna“ var reist í Guangzhou árið 537. Það er í dag safn.]]
[[Mynd:Canton factories.jpg|thumb|right |<small>Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.</small>|alt= Málverk frá 1805 af erlendum vöruhúsum Kanton. Á árunum 1757 til 1842 var Guangzhou við Perlufljót eini löglegi staður vestrænna viðskipta við Kína. Kaupmenn víða að komu sér upp aðstöðu til viðskipta.]]
[[Mynd:British ships in Canton.jpg |thumb|right |<small>Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína</small>.|alt=Þann 24. maí 1841 hóf breski herinn umsátur um borgina Guangzhou. Fyrra ópíumstríðið endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína.]]
[[Mynd:The Signing of the Treaty of Nanking.jpg|thumb|right |<small>Málverk af undirritun og innsiglun '''Nanking-sáttmálans''' árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.</small>|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“.]]
[[Mynd:Canton, China (c1880) R.H. Brown (RESTORED) (4104767782).jpg|thumb|right |<small>Síki Kanton (Guangzhou) um 1880.</small>|alt= Kanton (nú Guangzhou) um 1880.]]
[[Mynd:Lai Afong, Chinese Mandarins, Canton.jpg|thumb|right |<small>Kínverskir embættismenn keisaratíma 19. aldar í Kanton (Guangzhou).</small>.|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Í fjórar aldur eftir valdatíð [[Konungsríkin þrjú|Konungsríkjanna þriggja]] allt til stofnunar [[Tangveldið|Tangveldisins]] (árið 618) var Norður-Kína yfirbugað af innrásarher. Á meðan var Guangzhou áfram undir kínverskri stjórn. Borgin óx að auði og íbúafjölda og varð mikilvæg viðskiptahöfn í suðurhluta Kína. Búddahof voru reist, meðal annars „Musteri sex Banyan trjánna“ árið 537, sem enn stendur í dag.<small><ref>{{Citation|title=Temple of the Six Banyan Trees|date=2022-04-26|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Temple_of_the_Six_Banyan_Trees&oldid=1084712762|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Blómlegu samfélagi var einnig haldið uppi af arabískum og hindúum kaupmönnum.
Friður og velmegun jókst enn frekar á tíma [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907) en borgin varð fyrir mikilli eyðileggingu í borgaradeilum í lok þess tíma. Á árunum 878–879 framdi uppreisnarher fjöldamorð á 120.000–200.000 erlendum íbúum og Kínverjum hafnarborgarinnar.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou massacre|date=2022-06-15|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_massacre&oldid=1093198265|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á tíma Songveldisins (960–1279) fjölgaði íbúum Guangzhou og utanríkisviðskipti jukust svo að stækka þurfti borgina. Á seinni hluta Songveldisins sem kennt er við „Suður-Songveldið“ (1127–1279) sigldu kínverskir sjómenn og kaupmenn frá Guangzhou til Suðaustur-Asíu og opnuðu þannig leið fyrir brottflutning Kínverja til útlanda á síðari öldum.
Í kjölfar landvinninga mongóla seint á 13. öld og alla 14. öld fluttu margir Kínverjar frá Norður-Kína í Guangdong-hérað. Þrátt fyrir að mikilli eyðileggingu mongólskra landvinninga blómstraði hagur Guangzhou, undir [[Júanveldið|Júanveldinu]] (1271–1368) sem hvöttu til sjávarviðskipta og héldu samskiptum Kínverja og Mongóla í skefjum.
Á tímum [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368–1644) stækkaði Guangzhou og var endurbyggð. ''Zhenhai turninn'' („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380<small><ref>{{Citation|title=Zhenhai Tower (Guangzhou)|date=2022-03-06|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Zhenhai_Tower_(Guangzhou)&oldid=1075567465|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, ''Pazhou pagóðan'' byggð 1597<small><ref>{{Citation|title=Pazhou Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Pazhou_Pagoda&oldid=1098537873|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>, og ''Chigang pagóðan'' („Pagóðan á Rauðsteinahæð“ árið 1619.<small><ref>{{Citation|title=Chigang Pagoda|date=2022-07-16|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Chigang_Pagoda&oldid=1098538460|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small> Utanríkisviðskipti borgarinnar breyttust einnig þegar Evrópubúar tóku við af Aröbum. Fyrstu Portúgalarnir komu árið 1516, en Hollendingar, Bretar og aðrir fylgdu í kjölfarið á 17. öld.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://visualizingcultures.mit.edu/rise_fall_canton_01/pdf/cw_essay.pdf|titill=Rise & Fall of the Canton Trade System, Visualizing Cultures|höfundur=Perdue, Peter C. (2009)|útgefandi=MIT|ár=2009|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Þegar Guangzhou fór undir stjórn [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] (1644–1912) var mikilvægi borgarinnar viðurkennt og árið 1746 var hún gerð að höfuðborg landstjóraumdæmanna [[Guangdong]] og [[Guangxi]].
Stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. [[Portúgal|Portúgalar]] frá [[Makaó]] og [[Spánn|Spánverjar]] frá [[Maníla]] sneru aftur, sem og [[Múslimar|múslimskir]], [[Armenía|armenskir]] og [[England|enskir]] kaupmenn. Höfnin í Guangzhou varð fljótt alþjóðlegur áfangastaður. Árið 1685 opnaði [[Breska Austur-Indíafélagið]] skrifstofu í Guangzhou og árleg viðskipti hófust árið 1699. Frá 1699 til 1714 sendu bæði Bresk Austur-Indíafélagið og Franska Austur-Indíafélagið eitt til tvö skip á hverju ári; Austurríska Austur- Indíufélagið kom árið 1717, Hollenska Austur-Indíufélagið árið 1729, Danska Asíufélagið árið 1731, og sænska Austur- Indíufélagið næsta ár. Bandarísk skip kom fyrst árið 1784, og skip Ástrala árið 1788. Guangzhou varð umfangsmikil höfn með [[te]] og [[postulín]] sem megin útflutningsvörur.
Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingunum fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs ópíum varð æ meira bitbein. Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu [[ópíum]] sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]]. [[Ópíumstríðin|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) sem endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Guangzhou borgin bjargaði sér frá glötun með því að greiða hátt lausnargjald. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun [[Nanking-sáttmálinn| Nanking-sáttmálans]] svokallaða árið 1842<small><ref>{{Citation|title=Treaty of Nanking|date=2022-06-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Treaty_of_Nanking&oldid=1093044226|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-19}}</ref></small>. Guangzhou var ein þessara „sáttmálahafna“. Að auki missti borgin samkeppnisforskot þar sem fleiri borgir voru þá opnaðar fyrir utanríkisviðskipti. Árið 1844 gerðu Frakkar og Bandaríkjamenn svipaða samninga um „sáttmálahafnir“.
Með veikara miðstjórnarvaldi og niðurlægð kínversk stjórnvöld jókst órói í landinu. Til átaka og uppreisna kom víða. [[Taiping-uppreisnin]] var borgarastyrjöld sem stóð í Kína frá 1850 til 1864. Leiðtogi hennar var Hong Xiuquan, kínverji af Hakka-þjóðerni í frá því sem nú er Guangzhou borg. Talið er að 20-30 milljónir manna hafi látist í stíðinu í suður og austurhluta Kína.
Þetta tengdist svokölluðum „Punti-Hakka þjóðernisstríðum“ í Guangdong héraði á árunum 1855 til 1867. Það voru átök milli fólki af Hakka þjóðerni og annarra kantónskra íbúa. Talið er að stríðin hafi kostað um milljón manns lífið og fleiri flýðu átökin til annarra héraða.<small><ref>{{Citation|title=Punti–Hakka Clan Wars|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Punti%E2%80%93Hakka_Clan_Wars&oldid=1091557995|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Á sama tíma urðu átök við erlenda kaupmenn í Guangzhou þar sem byggingar og aðstaða var eyðilögð. Kaupmenn færðu sig meir til útjaðra borgarinnar. Utanríkisviðskipti Kína fluttist nú æ meir til [[Sjanghæ]].
=== Byltingatími ===
[[Mynd:Sun Yat-sen and Chiang Kai-shek.jpg|thumb|right |<small>Chiang Kai-shek herforingi og '''Sun Yat-sen''' (sitjandi). Sun er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína</small>.|alt=Chiang Kai-shek herforingi og Sun Yat-sen (sitjandi). Sun var læknir, byltingarmaður og stjórnmálaleiðtogi. Hann er álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og nýtur enn í dag mikillar virðingar í Kína.]]
Í lok [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] varð Guangzhou að miðpunkti herferðar [[Sun Yat-sen]] byltingarforingja, í að steypa Tjingveldinu af stóli og stofna kínverskt lýðveldi. Til uppreisna kom árið 1895 og aftur 1911, sem ruddi brautina fyrir velgengni kínversku byltingarinnar 1911–12 sem að endingu steypti Tjingveldinu.<small><ref>{{Citation|title=1911 Revolution|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=1911_Revolution&oldid=1098088389|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
=== Lýðveldistími ===
[[Mynd: PLA Troops entered to Guangzhou.jpg|thumb|right |<small>„Frelsisher Alþýðunnar“ (her kommúnista) þrammar inn í Guangzhou 14. október 1949.</small>|alt= Þann 14. október 1949 fór „Frelsisher Alþýðunnar“, her kommúnista inn í Guangzhou.]]
Á árinum 1916 til 1925 varð Guangzhou miðstöð aðgerða gegn kínverskum stríðsherrunum og þjónaði sem höfuðstöðvar Þjóðernisflokks [[Sun Yat-sen]] ([[Kuomintang]]).
Sun lagði áherslu á „þrjú lögmál fólksins“ sem fólst í þjóðernishyggju (gegn yfirráðum heimsvaldssinna), lýðræði og afkomu fólks (verslunarfrelsi og nútímaskattkerfi.<small><ref>{{Citation|title=Three Principles of the People|date=2022-05-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Three_Principles_of_the_People&oldid=1090504987|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-21}}</ref></small>
Sun endurskipulagði flokkinn árið 1924 til að endurvirkja þjóðernisbyltinguna. Guangzhou varð miðpunktur stjórnmálaólgu. Til borgarinnar streymdu hægri- og vinstrisinnaðir meðlimir Kuomintang, meðlimir nýstofnaðs [[Kommúnistaflokkur Kína|kínverska kommúnistaflokksins]] og [[Sovétríkin|sovéskir]] ráðgjafar. [[Chiang Kai-shek]], [[Maó Zedong]] og [[Zhou Enlai]] hófu feril sinn í Guangzhou undir handleiðslu Sun.
[[Chiang Kai-shek|Chiang]] náði völdum þegar hann barði niður uppreisn sjálfboðaliðasveitar kaupmanna Guangzhou og sigraði stríðsherrana á staðnum (1924). Með dauða [[Sun Yat-sen|Sun]] leiðtoga árið 1925 flæktist Guangzhou í valdabaráttu milli kommúnista og þjóðernissinna. Borgin var á árunum 1928 til 1937 opinberlega undir stjórn þjóðernissinnastjórnarinnar, en henni var í raun stjórnað af óháðum leiðtogum, sem gagnrýndu einræði Chiangs og hótuðu aðskilnaði frá þjóðernisstjórninni sem þá var komin til Nanjing. Árið 1937, þegar stríð gegn [[Japanska keisaradæmið|Japönum]] braust út, varð Guangzhou eitt helsta skotmark japanskra loftárása. Borgin féll árið 1938 og var undir japönskum hernámi til 1945. Endurreisn hófst með valdatöku kommúnista árið 1949.
=== Samtímaborg ===
Á lýðveldistímanum árið 1921, hafði Guangzhou formlega verið útnefnd stjórnunarlega sjálfstæð borg undir stjórn þjóðernissinna þar sem sonur Sun Yat-sen varð fyrsti borgarstjóri Guangzhou. Undir nýrri stjórn kommúnista, hélt borgin stöðu sinni sem sveitarfélag er heyrði beint undir landsstjórnina, en árið 1954 var borgin sett undir stjórn Guangdong-héraðs. Önnur veruleg breyting á stjórnsýslu borgarinnar varð árið 2005, þegar þéttbýli í nágrenni voru sameinuð borginni.
Nútímavæðing Guangzhou hófst upp úr 1950, með uppbyggingu stóriðju og þróun borgarinnar sem ein helsta miðstöð Kína til utanríkisviðskipta.
Guangzhou hagnaðist mjög á því að Kína tók upp stefnu um efnahagsumbætur sem hófst snemma á níunda áratugnum, sérstaklega með stofnun „sérstakra efnahagssvæða“ í nálægum [[Shenzhen]] og Zhuhai.
Borgin gekk í gegnum viðvarandi hagvaxtarskeið sem hélt áfram í byrjun 21. aldar og einkenndist af miklum byggingarframkvæmdum og uppbyggingu innviða. Þar kom borgin aftur fram sem fjármála- og efnahagsmiðstöð Suður-Kína.
== Landafræði ==
[[Mynd:Tiantang_Peak.jpg|alt=<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>|thumb|<small>„Himnatindur Nankun“ sem er hæsta fjall Guangzhou, eða um 1.210 metra.</small>]]
[[Mynd:View_of_Pearl_River_From_Canton_Tower.jpg|alt='''Perlufljót''', þriðja stærsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.|thumb|<small>Perlufljót, þriðja lengsta fljót Kína, rennur í gegnum Guangzhou. Fljótið hefur í aldanna rás verið þéttbýlinu lífæð samgagna.</small>]]
Elsti hluti Guangzhou borgar var staðsettur nálægt Baiyun-fjallinu á austurbakka [[Perlufljót|Perlufljóts]] (Zhujiang) um 129 kílómetra frá mótum við [[Suður-Kínahaf]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Perlufljót, þverár þess og óshólmar mótaði ríkulega sléttu árframburðar, með tengingu við hafið við Humen sundið (einnig nefnt ''Bocca Tigris'').<small><ref>{{Citation|title=Humen|date=2022-07-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Humen&oldid=1097231784|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small> Núverandi borg spannar um 7.434 ferkílómetra beggja vegna fljótsins í suður-miðhluta [[Guangdong]] héraðs.
[[Perlufljót]] er þriðja lengsta fljót Kína. Við árósa þess er vistkerfi milli há og lágflæðimarka sjávarfalla, hins vegar hefur mikið land við fljótsbakkana verið endurheimt fyrir landbúnað. Þar eru [[Hrísgrjón|hrísgrjónaakrar]] sem vegna 12 mánaða vaxtartímabils, standa venjulega undir þremur hrísgrjónauppskerum árlega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Pearl-River-Delta|titill=Pearl River Delta|höfundur=Britannica, The Editors of Encyclopaedia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica|mánuður=2. ágúst|ár=2018|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Hæð borgarlandsins eykst almennt frá suðvestri til norðausturs, þar sem fjöll mynda burðarás borgarinnar og hafið er að framan.
Baiyun fjallið eða ''„Hvítskýjafjall“'' hefur stundum verið sagt „lungu“ Guangzhou borgar. Nafnið Báiyún kemur úr mandarín-kínversku og þýðir „hvít ský“ sem dregið er sýn á tinda fjallsins sem eru oft hjúpaðir mistri síðla vors eða á eftir rigningar. Fjallið sem er staðsett nokkrum kílómetrum norður af Guangzhou, er um 427 metrar á hæð.<small><ref>{{Citation|title=Baiyun Mountain (Guangdong)|date=2021-10-30|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Baiyun_Mountain_(Guangdong)&oldid=1052608450|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Nankun fjall er hæsta fjall Guangzhou, um 1.210 metra yfir sjávarmáli. Tindur þess kallast „Tiantang-tindur“ eða „Himnatindur Nankun“. Það liggur í norðausturhluta borgarinnar og er hluti af Shimen þjóðgarðinum.<small><ref>{{Citation|title=南昆山|date=2021-08-16|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%8D%97%E6%98%86%E5%B1%B1&oldid=67158759|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
== Veðurfar ==
Guangzhou hefur loftslag heittempraðra [[Monsún|misserisvinda]] (monsún) Austur-Asíu. Því fylgir rigningartími sem leysir af hólmi heitt þurrkaskeið. Þetta blaut-þurra loftslag er dæmigert fyrir suðausturhluta Kína.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Frá maí til byrjun október er sumartímabilið langt, blautt, heitt og rakt. Þessum sunnan- og suðvestanvindum fylgja oft fellibylir ([[Skýstrokkur|hvirfilbylir]]), sem geta verið bæði eyðileggjandi og hættulegir. Meðalhiti í júlímánaðar er 28 °C. Að sumri er hlutfallslegur raki um 68 prósent, en árleg [[úrkoma]] á borgarsvæðinu er um 1.625 mm.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-22}}</ref></small>
Guangzhou er ein margra standborga sem standa frammi fyrir miklum flóðum ef sjávarborð hækkar vegna loftslagsbreytinga og hlýnurnar sjávar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|titill=These are the 10 fastest sinking cities in the world|höfundur=Camille Squires|útgefandi=World Economic Forum|mánuður=25. apríl|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://www.weforum.org/agenda/2022/04/coastal-cities-flooding-sinking-climate-change/|title=These are the 10 fastest sinking cities in the world|website=Big Think|language=en-US|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
== Efnahagur ==
[[Mynd:1957 Canton Fair.jpg|alt=Frá kaupstefni í Guangzhou borg haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna|thumb|<small>Frá kaupstefnu Guangzhou borgar haldin árið 1957 í vináttubyggingu Kínverja og Sovétríkjanna.</small>]]
[[Mynd:GAC_Aion_LX_001.jpg|alt=Rafmagnsbifreiðin Aion LX sem framleidd er af GAC Group, kínverskum bílaframleiðanda í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.|thumb|<small>Rafmagnsbifreiðin '''Aion LX''' framleidd af GAC Group, kínverskum bílaframleiðanda í ríkiseigu með höfuðstöðvar í Guangzhou. Það er fimmti stærsti bílaframleiðandi Kína, með 2,1 milljónir seldra bíla árið 2021.<ref>{{Citation|title=GAC Group|date=2022-07-14|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=GAC_Group&oldid=1098178648|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Borgin sem nýtur mestrar erlendrar fjárfestingar í Kína<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.amcham-southchina.com/uploadFiles/2021052401.htm|titill=Guangzhou selected top preferred reinvestment destination for four consecutive years|höfundur=The American Chamber of Commerce in South China|útgefandi=“AmCham South China”|mánuður=24. maí|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>, er hluti af gríðarstóru hagkerfi óshólma Perlufljóts. Árið 2021 var hagvöxtur 8,3%.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small> Framleiðslu- og þjónustugeiri borgarinnar er sterkur og iðnaður öflugur. Yfirvöld hvetja til hátækninýsköpunar, rannsókna og þróunar og vaxtar samkeppnisgreina framtíðarinnar. Sérstök áhersla er á stafræna þróun á öllum sviðum. Fyrirtæki eru hvött til að ráða erlendra sérfræðinga til borgarinnar.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.china-briefing.com/news/guangzhou-industry-economics-policy/|titill=Guangzhou: Industry, Economics, and Policy|höfundur=Giulia Interesse|útgefandi=China Briefing|mánuður=19. júlí|ár=2022|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Framleiðsla og ferðaþjónusta ===
Frá árinu 1950 hefur iðnaður vaxið verulega í borginni. Upphafleg var áhersla á framleiðslu léttiðnaðar svo sem rafeindatækja, vefnaðarvöru, dagblaðapappírs, vinnslu matvæla og flugelda. Smærri verksmiðjur hafa verið þróaðar til framleiðslu ýmissa neysluvara. Hins vegar hefur fjárfesting í stóriðju aukist, þar á meðal í vélaframleiðslu, efnavöruframleiðslu (einkum úr [[Jarðolía|jarðolíu]]), framleiðslu [[Járn|járns]], [[Stál|stáls]] og [[Sement|sements]], og [[Skipasmíðastöð|skipasmíði]]. Bílaframleiðsla er orðin mikilvæg í borginni. Verðmæti stóriðju er nú meira en léttiðnaðar.
Frá því seint á áttunda áratug síðustu aldar hefur mikið af fjárfestingum á Guangzhou svæðinu komið frá útlendingum með aðsetur í [[Hong Kong]], [[Makaó]] og [[Taívan]]. Afleiðing er sú að borgin er orðin ein af helstu iðnaðarsvæðum Suður-Kína.
Guangzhou er þekkt fyrir ýmsar handverksvörur, þar á meðal fílabeinsskurð, [[Jaði|jaðismíði]], útsaum, viftuframleiðslu, [[postulín]] og [[Regnhlíf|regnhlífar]] úr [[pappír]]. Þetta, ásamt frægri matargerð borgarinnar og margra safna hennar, hefur gert Guangzhou að einum helsta áfangastað ferðamanna Kína. Borgin hefur ráðist í umfangsmiklar aðgerðir til að bæta aðstöðu ferðamanna og er ferðaþjónusta orðinn mikilvægur þáttur atvinnulífs borgarinnar.
Guangzhou er megin framleiðslumiðstöð [[Perlufljót|Perlufljóts]] svæðisins og þar með leiðandi verslunar- og framleiðslusvæði meginlands Kína.
Borgaryfirvöld hafa það að stefnu sinni að byggja nýsköpunarborg í forystu á landsvísu. Það hafa stóraukið útgjöld til tæknilegra rannsókna og þróunar og stuðning til nýsköpunarverkefni og til stofnunar nýrra hátæknifyrirtækja.<small><ref>{{Vefheimild|url=http://www.gz.gov.cn/guangzhouinternational/aboutgz/content/post_3012861.html|titill=The Economy|höfundur=Guangzhou International|útgefandi=The People`s Government of Guangzhou Municipality.|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Verslun og fjármál ===
[[Mynd:Semal_(Bombax_ceiba)_flowers_in_Kolkata_W_IMG_4132.jpg|thumb|right| <small>'''Dúnviður''' eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.<ref>{{Citation|title=Bombax ceiba|date=2022-06-08|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Bombax_ceiba&oldid=1092131656|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>|alt=Dúnviður eða silkitrefjatré (Bombax ceiba) blómstrar frá lok febrúar til byrjun maí. Blómið er einkenni Guangzhou en einnig í merki flugfélagsins China Southern Airlines.]]
Guangzhou hefur í aldir verið miðstöð viðskipta fyrir héruðin [[Guangdong]], [[Guangxi]], sem og aðliggjandi héruð í suðurhluta Kína. Vörur eins og [[sykur]], [[Ávöxtur|ávextir]], [[silki]], [[timbur]], [[te]] og [[Krydd|kryddjurtir]] voru fluttar út en ýmsar framleiðsluvörur og búnaður fyrir iðnað var fluttur inn í landið um Guangzhou. Frá 1980 hefur aukið magn framleiddra vara og búnaðar (þar á meðal vélar, rafmagns- og rafeindavörur) verið flutt út um borgina til flestra heimshorna. – ''„Innflutnings- og útflutningssýning Kína“'' sem haldin er á hálfsárs fresti frá árinu 1957, er löngu orðin viðurkennd í heimsviðskiptum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Í miðhverfum borgarinnar eru stórar verslunarmiðstöðvar með stór- og sérverslanir ásamt mörgum heildsölumörkuðum. Bankar, þar með talið ríkis- og héraðs- og staðbundnar og erlendar fjármálastofnanir, eru útibú um allt borgarsvæðið. Þrátt fyrir að borgin sé ekki með kauphöll líkt og í nálægum borgum [[Shenzhen]] og [[Hong Kong]], eru þó nokkur verðbréfamiðlarafyrirtæki .
Miðað við Kína er Guangzhou borg velmegunar. Umfang hagkerfis borgarinnar og nágrannaborga hennar sést ágætlega á samanburði við umfang heilla hagkerfa Evrópuríkja. Þar eru kínversku borgirnar á pari við sjálfstæð Evrópuríki.<ref>{{Vefheimild|url=https://www.visualcapitalist.com/31-chinese-cities-economies-big-countries/|titill=35 Chinese Cities With Economies as Big as Countries|höfundur=Jeff Desjardins|útgefandi=Visual Capitalist|mánuður=3. nóvember|ár=2017|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref>
Árið 2021 var Guangzhou í 9. sæti í heiminum og í 5. sæti í Kína (á eftir [[Peking|Beijing]], [[Sjanghæ]], [[Hong Kong]] og [[Shenzhen]]) hvað varðar fjölda milljarðamæringa samkvæmt lista ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækisins ''Hurun'', yfir ríkustu einstaklinga heims.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.hurun.net/en-US/Info/Detail?num=LWAS8B997XUP|titill=Hurun Global Rich List 2021|höfundur=Hurun - a research, media and investments group|útgefandi=Hurun|mánuður=2. mars|ár=2021|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Samkvæmt rannsókn ''Oxford Economics'', er gert ráð fyrir að Guangzhou verði meðal 10 stærstu borga heims hvað varðar nafnverðsframleiðslu árið 2035 (ásamt [[Sjanghæ|Sjanhæ]], [[Peking|Beijing]], [[Shenzhen]] í Kína) og áætlar ráðgjafar- og rannsóknarfyrirtækið að nafnverðsframleiðsla á mann muni ná 42.000 Bandaríkjadölum árið 2030.<small><ref>{{Cite web |title=These will be the most important cities by 2035 |url=https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |access-date=2020-11-03 |website=World Economic Forum |language=en |archive-date=2020-11-03 |archive-url=https://web.archive.org/web/20201103162218/https://www.weforum.org/agenda/2019/10/cities-in-2035/ |url-status=live}}</ref></small>
{| class="wikitable" style="border:#999; background:#fff; margin:auto;"
|+'''Breytingar á landsframleiðslu Guangzhou 2000 - 2021'''<small><ref name="tjnj2021">{{Cite book |url=https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ |title=广州统计年鉴2021 |last=广州市统计局 |date=2021-11-06 |publisher=中国统计出版社 |access-date=2021-12-08 |archive-date=2022-04-11 |archive-url=https://web.archive.org/web/20220411084222/https://lwzb.gzstats.gov.cn:20001/datav/admin/home/www_nj/ }}</ref></small>
|- style="text-align:center; background:#ccc;"
! <small>Ár</small>
! <small>2000</small>!! <small>2002</small>!! <small>2004</small>!! <small>2006</small>!! <small>2008</small>!! <small>2010</small>!! <small>2012</small>!! <small>2014</small>!! <small>2016</small>!! <small>2018</small>!! <small>2020</small>!! <small>2021</small>
|- align=right
| <small>'''Landsframleiðsla'''</small>
<small>'''(100 milljónir júana)'''</small>
| <small>2,492</small>|| <small>3,204</small>|| <small>4,450</small>|| <small>6,081</small>|| <small>8,366</small>|| <small>10,640</small>|| <small>13,194</small>|| <small>16,135</small>|| <small>18,559</small>|| <small>21,002</small>|| <small>25,019</small>|| <small>28,232</small>
|}
== Lýðfræði ==
[[Mynd:Guangzhou_Guangxiao_Si_2012.11.19_13-31-15.jpg|alt=Guangxiao hofið er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er „Hof skínandi auðsveipni“ með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu.|thumb|<small>'''Guangxiao hofið''' er eitt elsta búddista hof Guangzhou. Þetta er ''„Hof skínandi auðsveipni“'' með áherslu á þá dyggð að sýna foreldrum, öldungum og forfeðrum virðingu ("Filial Piety").<ref>{{Citation|title=Guangxiao Temple (Guangzhou)|date=2022-04-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangxiao_Temple_(Guangzhou)&oldid=1085254919|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>]]
Guangzhou er afar fjölmenn borg. Samkvæmt kínverska manntalinu árið 2020 voru borgarbúar alls 18.7 milljónir. Þeim hafði fjölgað um 47% frá síðasta manntali árið 2010. Borgin og nærliggjandi svæði er eitt þéttbýlasta í heiminum með um 66 milljónir íbúa.<small><ref>{{Cite web |url=https://www.citypopulation.de/en/world/agglomerations/ |title=Major Agglomerations of the World - Population Statistics and Maps |access-date=2021-01-18 |archive-date=2018-06-12 |archive-url=https://web.archive.org/web/20180612140057/https://www.citypopulation.de/world/Agglomerations.html |url-status=live}}</ref></small>
Flestir íbúar Guangzhou eru Han-Kínverjar. Næstum allir Kantónverjar tala [[Kantónska|kantónsku]] sem fyrsta tungumál sitt, á meðan flestir aðfluttir tala einhverskonar [[Mandarín|mandarínsku]].<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-18|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1098922015|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Kína er þekkt fyrir ójafnt kynjahlutfall. Á flestum svæðum Kína eru 112–120 drengir á hverjar 100 stúlkur. Í Guangdong-héraði með höfðuborgina Guangzhou, eru meira en 130 drengir fyrir hverjar 100 stúlkur.<small><ref name="worldpopulationreview1">{{cite web |url=http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |title=Guangzhou Population 2019 (Demographics, Maps, Graphs) |access-date=2019-03-21 |archive-url=https://web.archive.org/web/20190321104937/http://worldpopulationreview.com/world-cities/guangzhou-population/ |archive-date=2019-03-21 |url-status=live}}</ref></small>
== Stjórnsýsla ==
[[Mynd:Cantonese opera, Ipoh, Perak, Malaysia.jpg|alt=Kantónísk ópera á sviði í Guangzhou.|thumb| '''<small>Kantónísk ópera</small>''' <small>á sviði í Guangzhou.</small>]]
Þann 14. október 1949 hertók frelsisher kommúnista Guangzhou og borgin fór þá undir herstjórnarnefnd þeirra. Í dag fellur borgin undir [[Kommúnismi|kommúnískt]] stjórnmálakerfi Alþýðulýðveldisins Kína. Borgarstjórnin starfar undir forystu Borgarnefndar [[Kommúnistaflokkur Kína|Kommúnistaflokks Kína]] í Guangzhou. Borgarstjórnin er staðsett í Yuexiu District.Þar er einnig yfirstjórn [[Guangdong]]<nowiki/>-héraðs. Sameiginleg aðgerðastjórnstöð suður-herstjórnar Frelsishers Kína sem komið var á fót árið 2016 er einnig staðsett í borginni.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref> <ref>{{Citation|title=中国人民解放军南部战区联合作战指挥中心|date=2020-12-12|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E4%B8%AD%E5%9B%BD%E4%BA%BA%E6%B0%91%E8%A7%A3%E6%94%BE%E5%86%9B%E5%8D%97%E9%83%A8%E6%88%98%E5%8C%BA%E8%81%94%E5%90%88%E4%BD%9C%E6%88%98%E6%8C%87%E6%8C%A5%E4%B8%AD%E5%BF%83&oldid=63185914|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Guangzhou er undirhéraðsborg, sú næstfjölmennasta í Kína. Henni er skipt í 11 hverfi sem aftur er frekar skipt í 135 undirhverfi og 35 bæjarfélög.<small><ref>{{Citation|title=List of administrative divisions of Guangzhou|date=2022-05-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=List_of_administrative_divisions_of_Guangzhou&oldid=1089198954|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-23}}</ref></small> Hin 11 umdæmi eða hverfi eru undir lögsögu Guangzhou: Yuexiu, Liwan, Haizhu, Tianhe, Baiyun, Huangpu, Panyu, Huadu, Nansha, Zengcheng, og Conghua hverfi. ''Baiyun hverfið'' er fjölmennast eða með 3,7 millljónir íbúa. Fámennast er ''Conghua hverfi'' með einungis 720 þúsund íbúa.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
''Yuexiu-hverfið'' er viðskipta- og fjármálamiðstöð Guangzhou, sem og staður héraðs- og borgarstjórnar. Þar eru einnig helstu hótel borgarinnar, stórverslanir og kvikmyndahús. Skýjakljúfar liggja við bakka [[Perlufljót|Perlfljóts]] í miðborginni meðfram risastóru Haizhu torgi við fljótið.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
Í ''Tianhe-hverfi'' er önnur fjármálamiðstöð. Stefnt er að hverfi verði að nýju miðlægu viðskiptahverfi borgarinnar fyrir 21. öld. Þar er 103 hæða skrifstofuturn, Guangzhou International Finance Centre og 111 hæða CTF fjármálamiðstöðin.<small><ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou|title=Guangzhou {{!}} History, Population, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-07-20}}</ref></small>
== Menntun ==
[[Mynd:Map of Guangzhou HEMC 2015.jpg|thumb|right |<small>„'''Guangzhou háskólaborgin'''“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.</small>|alt=„Guangzhou háskólaborgin“ er samfélag tíu háskólastofnana á eyju í Perluánni suður af miðborginni. Þar geta 350 til 400 þúsund manns starfað.]]
[[Mynd:华南理工大学大学城校区教学区正门轴线 20220313.jpg|thumb|right |<small>Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.</small>|alt= Aðalinngangur háskólasvæðis Tækniháskóla Suður-Kína.]]
Guangzhou er ein framsæknasta borg Kína hvað varðar menntun.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref></small> Auk fjölda leikskóla, grunnskóla og gagnfræðaskóla eru í borginni meira en 40 háskólastofnanir.<small><ref>{{Citation|title=广州市|date=2022-07-21|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%B8%82&oldid=72825249|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
Auk ''Sun Yat-sen háskólans'' (1924) og ''Kínverska læknisháskólans í Guangzhou'' (1924), eru í borginni meðal annars ''Jinan háskólinn'' (1906), ''Tækniháskóli Suður-Kína'' (1952), ''Kennaraháskólinn Suður-Kína'' (1933), ''Læknaháskóli Suður-Kína'' (1951), ''Landbúnaðarháskóli Suður-Kína'' (1909), ''Guangdong háskóli erlendra fræða'' (1965), ''Fjármála- og hagfræðiháskóli Guangdong'' (1983) ''Listaháskóli Guangzhou'' (1953), ''Xinghai tónlistarháskólinn'' (1932) og ''Tækniháskóli Guangdong'' (1985).<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou|date=2022-07-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou&oldid=1100206928|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Guangzhou/Administration-and-society|titill=Guangzhou: Administration and society|höfundur=Gong-fu, Zhong and Kuo, Ping-chia.|útgefandi=Encyclopedia Britannica,|mánuður=15. nóvember|ár=2021|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
Metnaðarfullt verkefni sem kennt var við ''„Guangzhou háskólaborgina“'' (HEMC) var hleypt af stokkunum í upphafi 21. aldar, með það að markmiði að skapa háskólaborg margra stofnana háskólastig á eyju í Perlufljóti suður af miðborginni í Panyu-hverfi. Háskólaborgin nær yfir um 17,9 ferkílómetra svæði flatarmáli og 3,53 milljónir fermetra innandyra og getur tekið á móti 350 til 400 þúsund manns.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Higher Education Mega Center|date=2022-06-02|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Higher_Education_Mega_Center&oldid=1091068173|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-25}}</ref> <ref>{{Citation|title=广州大学城|date=2022-07-25|url=https://zh.wikipedia.org/w/index.php?title=%E5%B9%BF%E5%B7%9E%E5%A4%A7%E5%AD%A6%E5%9F%8E&oldid=72891176|work=维基百科,自由的百科全书|language=zh|access-date=2022-07-25}}</ref></small>
== Samgöngur ==
[[Mynd:Platform 1, Shiguanglu Station, Guangzhou Metro 20220404.jpg|alt= Brautarpallur 1 á Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð Guangzhou. Þar í gegn fer „Leið 22“ sem mun að endingu ná til alþjóðaflugvallar borgarinnar.|thumb|<small>Brautarpallur 1 á '''Shiguanglu neðanjarðarlestarstöð''' Guangzhou. Þar fer „Leið 22“ til alþjóðaflugvallar borgarinnar.<ref>{{Citation|title=Line 22 (Guangzhou Metro)|date=2022-06-24|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Line_22_(Guangzhou_Metro)&oldid=1094822560|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>]]
[[Mynd:Skystage_of_Guangzhou_Baiyun_International_Airport_Terminal_2.jpg|alt=Farþegaaðstaða Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvallarins við Guangzhou borg í Kína.|thumb| <small>Farþegaaðstaða '''Guangzhou Baiyun''' alþjóðaflugvallarins.</small>]]
=== Flugsamgöngur ===
[[Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllur]] er meginflughöfn borgarinnar. Þetta er þriðji stærsti safnvöllur Kína og ein af þremur annasömustu flugsamgöngumiðstöðvum Kína. Flugvöllurinn, sem hefur tvær flugstöðvar sem þjóna bæði innanlandsflugi og alþjóðaflugi, er staðsettur um 43 kílómetra norður af miðborginni í Baiyun umdæmi borgarinnar, sem gefur vellinum nafn.
Árið 2019 fóru um 73.4 milljónir farþega um flugvöllinn og um 1.920.000 tonn af farmi.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
Alls bjóða um 80 kínversk og erlend flugfélög upp á meira en 220 áfangastaði um allan heim, þar á meðal um 90 alþjóðlegra og svæðisbundna áfangastaði. [[Járnbrautarlest|Lestir]], [[Snarlest|snarlestir]] og [[Strætisvagn|strætisvagnar]] tengja flughöfnina við miðborg Guangzhou og nærliggjandi borgir og svæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Baiyun alþjóðaflugvöllurinn|date=2022-07-23|url=https://is.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Baiyun_al%C3%BEj%C3%B3%C3%B0aflugv%C3%B6llurinn&oldid=1761675|work=Wikipedia, frjálsa alfræðiritið|language=is|access-date=2022-07-23}}</ref></small>
=== Járnbrautir ===
Guangzhou hefur þrjár járnbrautarstöðvar sem sjá um farþegaflutninga: ''Huanshi lestarstöðin'' er sú stærsta og mikilvægasta, en hún tengir lestir borgarinnar við [[Peking|Beijing]], [[Wuhan]], [[Nanjing]], [[Chengdu]], [[Chongqing]], [[Xian|Xian]], [[Lasa|Lasa]] og margar aðrar borgir í Kína. ''Austurlestarstöðin'' (Tianhe stöðin) er aðallega með lestir til Hong Kong og tíðar hraðlestir til Shenzhen.''Norðurlestarstöðin'' í Huadu hverfi er lítil lestarstöð sem rekur aðallega hraðlestir milli borgarinnar og Wuhan.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== Hafnir borgarinnar ===
Guangzhou er ein af tíu þekktustu hafnarborgum Kína. Hafnir borgarinnar samanstanda af Humen höfn, Xinsha höfn, Huangpu höfn og mörgum öðrum innri höfnum. Skipaleiðir frá borginni liggja til meira en 100 innanlandshafna og yfir 300 erlendra hafna. Sumar þessara hafna veita farþegaflutningaþjónustu. Panyu Lianhuashan höfnin og Nansha höfn bjóða upp á háhraða farþegaskip til að komast til [[Hong Kong]] daglega.<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/cityguides/guangdong/guangzhou/getting-there.htm|titill=Guangzhou Transportation|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=21. júlí|árskoðað=2022}}</ref></small>
=== „Vatnsrútur“ ===
Meira en 14 „vatnsrútur“ (tvíbytnur) bjóða íbúum og ferðamönnum flutningaþjónustu meðfram Perlufljóti.
=== Borgarsamgöngur ===
Það eru 14 [[Neðanjarðarlest|neðanjarðarlestarlínur]] í borginni. Neðanjarðarlestar nota áfangagjaldakerfi og tengja saman mikilvægustu hluta borgarinnar, þar á meðal alþjóðaflugvöllinn, meginlestarstöðvar borgarinnar, og [[Foshan]]<nowiki/>-borg.
Árið 2018 ferðuðust 8,2 milljónir farþega á degi hverjum með borgarlestum Guangzhou. Árlegur farþegafjöldi árið 2019 var um 3,3 milljarður manna. Kerfið byggir á 16 lestarlínum og 259 stöðvum.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Metro|date=2022-07-20|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Metro&oldid=1099361422|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
== Áhugaverðir skoðunastaðir ==
[[Mynd:Five Rams Statue.jpg|alt=Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „fimm hrúta skúlptúrinn“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.|thumb|<small>Guangzhou er stundum nefnd „Borg hrútanna“. Í Yuexiu almenningsgarðinum sjá „'''fimm hrúta skúlptúrinn'''“ eitt þekktasta höggmyndalistaverk borgarinnar.</small>]]
[[Mynd:ZhujiangTown.jpg|alt= Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.|thumb|<small>Skemmtiferðaskip á Perlufljóti hjá miðborg Guangzhou.</small>]]
[[Mynd:Shangxj.jpg|alt=Göngugata Shangxiajiu í gömlu miðborg Guangzhou er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga er þar mikið af stórverslunum og veitingastöðum.|thumb|<small>'''Shangxiajiu göngugatan''' í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar stórverslanir og veitingastaðir.</small>]]
[[Mynd:Chimelongparadise.JPG |alt= Inngangur Chimelong skemmtigarðsins í Guangzhou.|thumb|<small>Inngangur í '''Chimelong''' skemmtigarðinn í Guangzhou.</small>]]
Guangzhou er vinsæll áfangastaður fyrir ferðamenn. Hér eru nokkrir helstu áfangastaðir þeirra:<small><ref>{{Vefheimild|url=https://www.travelchinaguide.com/package/guangzhou/places-to-visit.htm|titill=Best Places to Visit in Guangzhou for First-time Visitors|höfundur=Travel China Guide (TravelChinaGuide.com)|útgefandi=Xi'an Marco Polo International Travel Service Co., Ltd|mánuðurskoðað=22. júlí|árskoðað=2022}}</ref><ref>{{Cite web|url=https://wikitravel.org/en/Guangzhou|title=Guangzhou - Wikitravel|website=wikitravel.org|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shamian eyja '''er þekkt fyrir meira en 150 sögulegar byggingar í gotneskum, barokkstílum, nýklassískum og fleiri stílum. Til forna var þetta mikilvægt viðskiptahverfi, en eftir að borgin varð ein „sáttmálahafna“ Kína eftir 1842, risu í hverfinu evrópsku byggingar byggðar hver af annarri.<small><ref>{{Citation|title=Shamian|date=2022-06-29|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shamian&oldid=1095644219|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Kanton turninn''', eða „Sjónvarps- og útsýnisturn Guangzhou“, er 604 metra hár fjölnota turn í Haizhu hverfi Guangzhou borgar. Hann er eitt hæsta mannvirki veraldar. Heimsókn á útsýnispalla efst í turninum gefur góða sýn yfir miðbæinn við Perlufljót.<small><ref>{{Citation|title=Canton Tower|date=2022-04-22|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Canton_Tower&oldid=1084047840|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Chimelong '''þekktasti skemmtigarður Guangzhou er í Panyu hverfinu. Hann samanstendur af skemmtigarði, sirkus, tveimur dýragörðum, vatnagarði og fleiru.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Chimelong Tourist Resort|date=2021-01-03|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Chimelong_Tourist_Resort&oldid=998046142|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# „'''Dómkirkja hins helga hjarta Jesú'''“ er rómversk-kaþólsk dómkirkja svið norðurbakka Perlufljóts í hjarta gömlu borgarinnar. Kirkjan er byggð í gotneskum stíl og er aðsetur erkibiskupsins í Guangzhou.<small><ref>{{Citation|title=Sacred Heart Cathedral (Guangzhou)|date=2022-03-09|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Sacred_Heart_Cathedral_(Guangzhou)&oldid=1076116104|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Forfeðrahof Chen fjölskyldunnar '''er mikilvægur sögustaður í Guangzhou. Hofið, sem var reist árið 1894 undir lok Tjingveldisins, er stærsta forfeðrhofið Guangdong-héraðs. Það samanstendur af 19 húsum sem tengjast húsgörðunum og garðinum.<small><ref>{{Citation|title=Chen Clan Ancestral Hall|date=2022-07-07|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php title=Chen_Clan_Ancestral_Hall&oldid=1096860757|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Yuexiu hæðir '''eru vinsæll áfangastaður ferðamanna borgarinnar. Þessi stóri garður er staðsettur á hæð í miðborginni, með gróskumiklum plöntum og þremur vötnum. Innan hans er hluta af fornum borgarmúrnum og Zhenhai turninn („Fimm hæða pagóðan“) var byggður 1380 á tímum Mingveldisins. Þar er einnig „fimm hrúta skúlptúrinn“ sem er eitt þekktasta mannvirkið Guangzhou. Sagan segir að fyrir meira en 2.000 árum hafi borgin verið hrjóstrug land hungursneyða þrátt fyrir mikið erfiði. Dag einn komu fimm guðlegar verur klæddar í fimm litum ríðandi fimm hrútum og léku goðsagnakennda tónlist færandi heimamönnum korn, og blessun. Hrútarnir urðu að steini og borgin dafnaði. Guangzhou er því stundum nefnd „Borg hrútanna“.<small><ref>{{Citation|title=Yuexiu Hill|date=2022-06-05|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Yuexiu_Hill&oldid=1091702118|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Guangdong safnið '''í Tianhe hverfi er áhugavert fyrir þá sem hafa áhuga á sögu, menningu og listum Guangdong-héraðs. Þar eru 166.000 safnmunir, skrautskrift, málverk, keramik, tréskurður og gimsteinar á yfir 67.000 fermetra safnasvæði.<small><ref>{{Citation|title=Guangdong Museum|date=2021-07-12|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangdong_Museum&oldid=1033174646|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Shangxiajiu göngugatan '''í gömlu miðborginni er svæði velmegunar og verslunar. Auk eldri bygginga eru þar margar stórverslanir og veitingastaðir.<small><ref>{{Citation|title=Shangxiajiu Pedestrian Street|date=2020-10-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Shangxiajiu_Pedestrian_Street&oldid=983284133|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''[[Perlufljót]]''' er lífæð Guangzhou. Fljótasigling er góð leið til að sjá nútímalegar byggingar og einstakar brýr borgarinnar. Bæði eru í boði vatnarútur sem eru hluti af samgöngukerfi borgarinnar og margskonar skemmtiferðaskip.<small><ref>{{Citation|title=Guangzhou Water Bus|date=2021-08-13|url=https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Guangzhou_Water_Bus&oldid=1038529315|work=Wikipedia|language=en|access-date=2022-07-24}}</ref></small>
# '''Xiaozhou þorpið '''er fornt smáþorp í suðurhluta Guangzhou sem stofnað var fyrir meira en 600 árum. Þar eru sögulegar byggingar, ávaxtagarðar og síki. Á undanförnum árum hefur staðurinn orðið griðastaður listamanna.
[[Mynd:PanoramaofCanton.jpg |thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg.]]
[[Mynd:PanoramaofCantonatnight.jpg|thumb|center|800px|<small>Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.</small>|alt= Horft yfir Guangzhou borg að næturlagi.]]
== Tengt efni ==
* [[Borgir Kína eftir fólksfjölda]]
* [[Guangdong]] héraðið í sunnanverðu [[Kína]]
* [http://english.gz.gov.cn/| Opinber upplýsingarvefur Guangzhou borgar] - Á kínversku og ensku. Upplýsingar um borgaryfirvöld fyrir íbúa og fyrirtæki. Gagnlegar upplýsingar fyrir ferðamenn um áhugaverða áfangastaði, gistingu o.fl.
* Ensk vefsíða [https://www.britannica.com/place/Guangzhou Encyclopaedia Britannica] um Guangzhou borg.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Guangzhou|mánuðurskoðað=20. júlí |árskoðað=2022}}
== Tilvísanir ==
{{Reflist|3}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
{{Stærstu þéttbýlissvæði í heimi}}
[[Flokkur:Borgir í Kína]]
85t2kq5llwwe6q40k1ivdoz56zfiwg4
Krónos
0
86831
1761897
1635419
2022-07-25T22:08:20Z
Ahti-Saku
86371
Mynd
wikitext
text/x-wiki
[[File:Rubens saturn.jpg|thumb]]
'''Krónos''' var í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði]] títani og sonur Úranosar og Gaju. Hann var meðal annars faðir guðanna [[Seifur|Seifs]], [[Póseidon]]s og [[Hades]]ar.
{{stubbur|fornfræði}}
[[Flokkur:Grískir guðir]]
Það er líka getið til þess að hann hafi étið afkvæmi sín og svo er þess líka getið að Seifur, Póseidon og Hades hafi tortímt honum.
1napz4utojamnzvc44k7a39qo71b06x
Flateyjarbók
0
86972
1761903
1757979
2022-07-26T00:12:47Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* Geisli
* Ólafs ríma Haraldssonar
* Hyndluljóð
* Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
* Sigurðar þáttr slefu
* Hversu Noregr byggðist
* Ættartölur
* Eiríks saga víðförla
* Ólafs saga Tryggvasonar
** Grænlendingasögur
*** Eiríks þáttr rauða
*** Grœnlendinga þáttr
** Færeyinga saga
** Jómsvíkinga saga
** Otto þáttr keisara
** Fundinn Noregr
** Orkneyinga þáttr
** Albani þáttr ok Sunnifu
** Íslands bygging
** Þorsteins þáttr uxafóts
** Sörla þáttr
** Stefnis þáttr Þorgilssonar
** Rögnvalds þáttr ok Rauðs
** Hallfreðar þáttr vandræðaskálds
** Kjartans þáttr Ólafssonar
** Ögmundar þáttr dytts
** Norna-Gests þáttr
** Helga þáttr Þórissonar
** Þorvalds þáttr tasalda
** Sveins þáttr ok Finns
** Rauðs þáttr hins ramma
** Hómundar þáttr halta
** Þorsteins þáttr skelks
** Þiðranda þáttr ok Þórhalls
** Kristni þáttr
** Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
** Eindriða þáttr illbreiðs
** Orms þáttr Stórólfssonar
** Hálfdanar þáttr svarta
** Haralds þáttr hárfagra
** Hauks þáttr hábrókar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
rg7umos9r3chx19i5fnbx8tsr6v0zen
1761904
1761903
2022-07-26T00:13:16Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* Geisli
* Ólafs ríma Haraldssonar
* Hyndluljóð
* Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
* Sigurðar þáttr slefu
* Hversu Noregr byggðist
* Ættartölur
* Eiríks saga víðförla
* Ólafs saga Tryggvasonar
** Grænlendingasögur
*** Eiríks þáttr rauða
*** Grœnlendinga þáttr
** Færeyinga saga
** Jómsvíkinga saga
** Otto þáttr keisara
** Fundinn Noregr
** Orkneyinga þáttr
** Albani þáttr ok Sunnifu
** Íslands bygging
** Þorsteins þáttr uxafóts
** Sörla þáttr
** Stefnis þáttr Þorgilssonar
** Rögnvalds þáttr ok Rauðs
** Hallfreðar þáttr vandræðaskálds
** Kjartans þáttr Ólafssonar
** Ögmundar þáttr dytts
** Norna-Gests þáttr
** Helga þáttr Þórissonar
** Þorvalds þáttr tasalda
** Sveins þáttr ok Finns
** Rauðs þáttr hins ramma
** Hómundar þáttr halta
** Þorsteins þáttr skelks
** Þiðranda þáttr ok Þórhalls
** Kristni þáttr
** Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
** Eindriða þáttr illbreiðs
** Orms þáttr Stórólfssonar
** Hálfdanar þáttr svarta
** Haralds þáttr hárfagra
** Hauks þáttr hábrókar
{{col-break}}
* Ólafs saga helga
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
br9ydy8etplsiflwxmj9b03e12yngct
1761905
1761904
2022-07-26T00:13:49Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* Geisli
* Ólafs ríma Haraldssonar
* Hyndluljóð
* Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
* Sigurðar þáttr slefu
* Hversu Noregr byggðist
* Ættartölur
* Eiríks saga víðförla
* Ólafs saga Tryggvasonar
** Grænlendingasögur
*** Eiríks þáttr rauða
*** Grœnlendinga þáttr
** Færeyinga saga
** Jómsvíkinga saga
** Otto þáttr keisara
** Fundinn Noregr
** Orkneyinga þáttr
** Albani þáttr ok Sunnifu
** Íslands bygging
** Þorsteins þáttr uxafóts
** Sörla þáttr
** Stefnis þáttr Þorgilssonar
** Rögnvalds þáttr ok Rauðs
** Hallfreðar þáttr vandræðaskálds
** Kjartans þáttr Ólafssonar
** Ögmundar þáttr dytts
** Norna-Gests þáttr
** Helga þáttr Þórissonar
** Þorvalds þáttr tasalda
** Sveins þáttr ok Finns
** Rauðs þáttr hins ramma
** Hómundar þáttr halta
** Þorsteins þáttr skelks
** Þiðranda þáttr ok Þórhalls
** Kristni þáttr
** Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
** Eindriða þáttr illbreiðs
** Orms þáttr Stórólfssonar
** Hálfdanar þáttr svarta
** Haralds þáttr hárfagra
** Hauks þáttr hábrókar
* Ólafs saga helga
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
leonr68ffjko6d40u57f23bigxmx035
1761912
1761905
2022-07-26T00:21:18Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* Geisli
* Ólafs ríma Haraldssonar
* Hyndluljóð
* Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum
* Sigurðar þáttr slefu
* Hversu Noregr byggðist
* Ættartölur
* Eiríks saga víðförla
* Ólafs saga Tryggvasonar
** Grænlendingasögur
*** Eiríks þáttr rauða
*** Grœnlendinga þáttr
** Færeyinga saga
** Jómsvíkinga saga
** Otto þáttr keisara
** Fundinn Noregr
** Orkneyinga þáttr
** Albani þáttr ok Sunnifu
** Íslands bygging
** Þorsteins þáttr uxafóts
** Sörla þáttr
** Stefnis þáttr Þorgilssonar
** Rögnvalds þáttr ok Rauðs
** Hallfreðar þáttr vandræðaskálds
** Kjartans þáttr Ólafssonar
** Ögmundar þáttr dytts
** Norna-Gests þáttr
** Helga þáttr Þórissonar
** Þorvalds þáttr tasalda
** Sveins þáttr ok Finns
** Rauðs þáttr hins ramma
** Hómundar þáttr halta
** Þorsteins þáttr skelks
** Þiðranda þáttr ok Þórhalls
** Kristni þáttr
** Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs
** Eindriða þáttr illbreiðs
** Orms þáttr Stórólfssonar
** Hálfdanar þáttr svarta
** Haralds þáttr hárfagra
** Hauks þáttr hábrókar
* Ólafs saga helga
** Fóstbrœðra saga
** Orkneyinga saga
** Færeyinga saga
** Nóregs konungatal
** Haralds þáttr grenska
** Ólafs þáttr Geirstaðaálfs
** Styrbjarnar þáttr Svíakappa
** Hróa þáttr heimska
** Eymundar þáttr hrings
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
s50sv4wcsix881by0bzwr04bzamydi6
1761914
1761912
2022-07-26T00:28:28Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
9ythtno73ooz80opb232426xako5dlz
1761916
1761914
2022-07-26T00:30:23Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
hrxfgyfa8smrhdu6x9b97pi1hlx7t4a
1761917
1761916
2022-07-26T00:30:38Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
q3lnej30ow4t5rkg3l9pvqt1zxkmn5s
1761919
1761917
2022-07-26T00:33:00Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
tlptfjcxcb06sjnr92xr7f6y5a39jwh
1761920
1761919
2022-07-26T00:37:10Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
{{col-break}}
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
fe1bo130fnq2ndgquos49xg232dnndq
1761921
1761920
2022-07-26T00:38:18Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
{{dálkaskil}}
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
btv4n970yj3e3rxqkk86uj5s0k7s2vh
1761922
1761921
2022-07-26T00:38:40Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
{{dalk-skil}}
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
igxeaw459f0oqvxmrfwyuxl8mhzahcy
1761923
1761922
2022-07-26T00:39:59Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
{{Flex-einnDálkur/styles.css}}
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
rzlnras7j02cd7pkai16b2lhwe7qm98
1761924
1761923
2022-07-26T00:40:12Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
[[mynd:Flateyjarbok_Haraldr_Halfdan.jpg|thumb|right|[[Hálfdán svarti]] og [[Haraldur hárfagri]]: skreyttur upphafsstafur úr Flateyjarbók.]]
'''Flateyjarbók''' (GKS 1005 fol.) er stórt og mikið [[Ísland|íslenskt]] [[handrit]] með fjölda [[konungasaga|konungasagna]], [[Íslendingasögur|Íslendingasagna]] og [[fornaldarsaga|fornaldarsagna]] á 225 vel skrifuðum síðum með skreyttum upphafsstöfum. Handritið var að stærstum hluta skrifað á árunum [[1387]] til [[1394]].
Bókin dregur nafn sitt af [[Flatey á Breiðafirði]], en þaðan fékk [[Brynjólfur Sveinsson]] biskup hana frá [[Jón Finnsson (í Flatey)|Jóni Finnssyni]] árið 1647. Biskupinn sendi [[Friðrik 3. Danakonungur|Friðriki 3.]] [[Danakonungar|Danakonungi]] bókina að gjöf 1656 og var hún síðan einn helsti kjörgripur Konungsbókhlöðunnar til 1971, þegar Íslendingar fengu hana afhenta við lok [[handritamálið|handritamálsins]]. Flateyjarbók er varðveitt á [[Stofnun Árna Magnússonar]] og hefur safnmarkið GKS 1005 fol.
== Efnisyfirlit Flateyjarbókar ==
* [[Geisli]]
* [[Ólafs ríma Haraldssonar]]
* [[Hyndluljóð]]
* [[Gesta Hammaburgensis Ecclesiae Pontificum]]
* [[Sigurðar þáttr slefu]]
* [[Hversu Noregr byggðist]]
* [[Ættartölur]]
* [[Eiríks saga víðförla]]
* [[Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta|Ólafs saga Tryggvasonar (hin mesta)]]
** [[Grænlendingasögur]]
*** [[Eiríks þáttr rauða]]
*** [[Grœnlendinga þáttr]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Jómsvíkinga saga]]
** [[Otto þáttr keisara]]
** [[Fundinn Noregr]]
** [[Orkneyinga þáttr]]
** [[Albani þáttr ok Sunnifu]]
** [[Íslands bygging]]
** [[Þorsteins þáttr uxafóts]]
** [[Sörla þáttur|Sörla þáttr]]
** [[Stefnis þáttur Þorgilssonar|Stefnis þáttr Þorgilssonar]]
** [[Rögnvalds þáttr ok Rauðs]]
** [[Hallfreðar þáttr vandræðaskálds]]
** [[Kjartans þáttr Ólafssonar]]
** [[Ögmundar þáttr dytts]]
** [[Norna-Gests þáttr]]
** [[Helga þáttr Þórissonar]]
** [[Þorvalds þáttr tasalda]]
** [[Sveins þáttr ok Finns]]
** [[Rauðs þáttr hins ramma]]
** [[Hómundar þáttr halta]]
** [[Þorsteins þáttr skelks]]
** [[Þiðranda þáttr ok Þórhalls]]
** [[Kristni þáttr]]
** [[Svaða þáttr ok Arnórs kerlingarnefs]]
** [[Eindriða þáttr illbreiðs]]
** [[Orms þáttr Stórólfssonar]]
** [[Hálfdanar þáttr svarta]]
** [[Haralds þáttr hárfagra]]
** [[Hauks þáttr hábrókar]]
* [[Ólafs saga helga eftir Styrmi fróða|Ólafs saga helga]]
** [[Fóstbræðra saga|Fóstbrœðra saga]]
** [[Orkneyinga saga]]
** [[Færeyinga saga]]
** [[Nóregs konungatal]]
** [[Haralds þáttr grenska]]
** [[Ólafs þáttr Geirstaðaálfs]]
** [[Styrbjarnar þáttr Svíakappa]]
** [[Hróa þáttr heimska]]
** [[Eymundar þáttr hrings]]
** Tóka þáttr Tókasonar
** Ísleifs þáttr biskups
** Eymundar þáttr af Skörum
** Eindriða þáttr ok Erlings
** Ásbjarnar þáttr Selsbana
** Knúts þáttr hins ríka
** Steins þáttr Skaptasonar
** Rauðúlfs þáttr
** Völsa þáttr
** Brenna Adams byskups
*Sverris saga
*Hákonar saga Hákonarsonar
*Viðbætir við Ólafs sögu hins helga
*Saga Magnúss konungs og Haralds konungs
**Þorsteins þáttr Hallssonar
**Þorvarðar þáttr krákunefs
**Stúfs þáttr blinda
**Odds þáttr Ófeigssonar
**Hemings þáttr Áslákssonar
**Auðunar þáttr vestfirzka
**Sneglu-Halla þáttr
**Halldórs þáttr Snorrasonar
**Þorsteins þáttr forvitna
**Þorsteins þáttr Ásgrímssonar (tjaldstæðings)
**Blóð-Egils þáttr
*Grœnlendinga þáttr
*Helga þáttr ok Úlfs
*Játvarðar saga
*Flateyjarannálar
==Tenglar==
* [https://heimskringla.no/wiki/Flateyjarb%C3%B3k Flateyjarbók] Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger, 1860-1868, (Heimskringla.no).
* [http://www.arnastofnun.is/page/thekkthandrit_flateyjarb Flateyjarbók — Stofnun Árna Magnússonar].
* [http://handrit.is/en/manuscript/view/is/GKS02-1005 Flateyjarbók á Handrit.is].
* [http://books.google.com/books?id=UmgJAAAAQAAJ Útgáfa Guðbrands Vigfússonar og Carls Rikards Unger frá 1860] á [[Google Books]].
* [http://www.google.is/search?q=flateyjarb%C3%B3k&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=JJRxUKWbPMbA0QXi8oG4Cw&sqi=2&ved=0CCkQsAQ&biw=1389&bih=881 Myndaniðurstöður]
{{stubbur|bókmenntir}}
[[Flokkur:Íslensk handrit]]
[[Flokkur:Fornrit]]
qnc0vt1jzyslo6gm4by39ngkxbucp8i
Stefnis þáttur Þorgilssonar
0
122859
1761926
1459871
2022-07-26T00:47:38Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Stefnis þáttur Þorgilssonar''' segir frá kristniboðsferð Stefnis Þorgilssonar til [[Ísland]]s árin 996 997. Í lok þáttarins segir frá dauða hans í Danmörku 1001. Þátturinn mun í öndverðu ritaður niður af Gunnlaugi múnk Leifssyni á Þingeyrum (d. 1281) og er varðveittur í [[Flateyjarbók]].
62s67kok09s0wo94s1nn6688ab6vv6u
1761927
1761926
2022-07-26T00:47:45Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Stefnis þáttur Þorgilssonar''' segir frá kristniboðsferð Stefnis Þorgilssonar til [[Ísland]]s árin 996 til 997. Í lok þáttarins segir frá dauða hans í Danmörku 1001. Þátturinn mun í öndverðu ritaður niður af Gunnlaugi múnk Leifssyni á Þingeyrum (d. 1281) og er varðveittur í [[Flateyjarbók]].
klpigj1px5sgx9aauxzid2khw28esa8
1761928
1761927
2022-07-26T00:48:07Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Stefnis þáttur Þorgilssonar''' segir frá kristniboðsferð [[Stefnir Þorgilsson|Stefnis Þorgilssonar]] til [[Ísland]]s árin 996 til 997. Í lok þáttarins segir frá dauða hans í Danmörku 1001. Þátturinn mun í öndverðu ritaður niður af Gunnlaugi múnk Leifssyni á Þingeyrum (d. 1281) og er varðveittur í [[Flateyjarbók]].
j2mg9c14mjse0x22vu6tc2mg7hhh0vn
1761929
1761928
2022-07-26T00:48:27Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Stefnis þáttur Þorgilssonar''' segir frá kristniboðsferð [[Stefnir Þorgilsson|Stefnis Þorgilssonar]] til [[Ísland]]s árin 996 til 997. Í lok þáttarins segir frá dauða hans í Danmörku 1001. Þátturinn mun í öndverðu ritaður niður af [[Gunnlaugur Leifsson|Gunnlaugi munk Leifssyni]] á Þingeyrum (d. 1281) og er varðveittur í [[Flateyjarbók]].
jm8vtfw4dvd5i75iukb7cagfw4v6qh9
1761930
1761929
2022-07-26T00:48:42Z
Thorsteinn1996
72179
wikitext
text/x-wiki
'''Stefnis þáttur Þorgilssonar''' segir frá kristniboðsferð [[Stefnir Þorgilsson|Stefnis Þorgilssonar]] til [[Ísland]]s árin 996 til 997. Í lok þáttarins segir frá dauða hans í Danmörku 1001. Þátturinn mun í öndverðu ritaður niður af [[Gunnlaugur Leifsson|Gunnlaugi munk Leifssyni]] á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] (d. 1281) og er varðveittur í [[Flateyjarbók]].
6ztice1s8b4tfw5fs31ksvdwepz1jmo
Ásgeirsverslun
0
124019
1761874
1761213
2022-07-25T14:33:10Z
Alvaldi
71791
Bætti við heimild um "málþráð"
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Ásgeirsverslun
| gerð =
| slagorð =
| stofnað = 1852
| örlög = Hætti rekstri 1918
| staðsetning = [[Ísafjörður]]
| lykilmenn =
| stofnandi = Ásgeir Ásgeirsson
| starfsemi = Verslun og útgerð
| móðurfyrirtæki =
| vefur =
}}
'''Ásgeirsverslun''' var verslun og útgerð með miðstöð á [[Ísafjörður|Ísafirði]]. Fyrirtækið var stærsta verslunarfyrirtæki Íslands á sínum tíma, gerði út mörg mismunandi stór fiskiskip og rak útibú fyrir verslun og fiskmóttöku víða um Vestfirði. Verslunin er kennd við feðga sem báðir hétu Ásgeir. Árni Jónsson faktor var verslunarstjóri 1877 til 1910.<ref name="mbl-27-06-2002">{{Cite news|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/675545/|title=Minnast starfsemi mikilvægra frumkvöðla |author1=Inga María|date=27. júní 2002|work=[[Morgunblaðið]]|access-date=19. júlí 2022}}</ref><ref name="nedsti-verslan">{{Cite news|url=https://www.nedsti.is/um_safnid/skrar_og_skjol/skra/81/|title=Verslan Ásgeirssonar Ísafyrði |work=[[Byggðasafn Vestfjarða]]|access-date=19. júlí 2022}}</ref>
Árið [[1889]] lét fyrirtækið leggja fyrstu símalínu á Íslandi og náði hún frá [[Faktorshúsið|Faktorshúsinu]] í [[Neðstikaupstaður|Neðstakaupstað]] upp í verslunarhúsið að Aðalstræti 15.<ref name="mbl-27-06-2002"/> Þremur árum seinna var lagður „málþráður“ milli Ísafjarðar og [[Hnífsdalur|Hnífsdals]].<ref>{{Cite news|url=https://timarit.is/page/7386503|title=Jón Þ. Þór flytur erindi um Ásgeirsverslun |work=[[Bæjarins besta]]|access-date=25. júlí 2022|date=27. nóvember 2002 |via=[[Tímarit.is]]}}</ref>
Árið 1894 keypti Ásgeirsverslun fyrsta stóra millilandaskipið sem var í eigu íslendinga.<ref name="mbl-27-06-2002"/> Það var skipið Ásgeir Ásgeirsson og var það 900 [[lest]]ir. Skipið sigldi milli ísafjarðar og [[Evrópa|Evrópu]]. Það flutti út saltfisk til [[Spánn|Spánar]] og kom til baka með vörur frá [[Kaupmannahöfn]].<ref name="nedsti">{{Cite news|url=http://nedsti.is/skrar_og_skjol/skra/22/|title=Safnvísir Byggðasafns Vestfjarða, Ásgeirsverslun |work=[[Byggðasafn Vestfjarða]]|access-date=19. júlí 2022}}</ref>
Árið 1912 varð Ásgeir yngri brákvaddur í Kaupmannahöfn og árið 1915 lést móðir hans, Sigríður. Þrátt fyrir góðan rekstur ákváðu erfingjar þeirra á fundi í mars 1918 að hætta rekstri verslunarinnar og selja allar eignir hennar. Að lokum keyptu [[Hinar sameinuðu íslensku verslanir]] flest allar eignirnar og hætti Ásgeirsverslun formlega starfsemi [[30. nóvember]] árið [[1918]].<ref name="mbl-27-06-2002"/>
== Heimild ==
{{reflist}}
{{stubbur|saga|Ísland}}
[[Flokkur:Ísafjörður]]
{{S|1852}}
qnn15xez1jkvk5yp7jfzvo0lxr5mqhu
1761875
1761874
2022-07-25T14:39:14Z
Alvaldi
71791
Flokkar
wikitext
text/x-wiki
{{Fyrirtæki
| nafn = Ásgeirsverslun
| gerð =
| slagorð =
| stofnað = 1852
| örlög = Hætti rekstri 1918
| staðsetning = [[Ísafjörður]]
| lykilmenn =
| stofnandi = Ásgeir Ásgeirsson
| starfsemi = Verslun og útgerð
| móðurfyrirtæki =
| vefur =
}}
'''Ásgeirsverslun''' var verslun og útgerð með miðstöð á [[Ísafjörður|Ísafirði]]. Fyrirtækið var stærsta verslunarfyrirtæki Íslands á sínum tíma, gerði út mörg mismunandi stór fiskiskip og rak útibú fyrir verslun og fiskmóttöku víða um Vestfirði. Verslunin er kennd við feðga sem báðir hétu Ásgeir. Árni Jónsson faktor var verslunarstjóri 1877 til 1910.<ref name="mbl-27-06-2002">{{Cite news|url=https://www.mbl.is/greinasafn/grein/675545/|title=Minnast starfsemi mikilvægra frumkvöðla |author1=Inga María|date=27. júní 2002|work=[[Morgunblaðið]]|access-date=19. júlí 2022}}</ref><ref name="nedsti-verslan">{{Cite news|url=https://www.nedsti.is/um_safnid/skrar_og_skjol/skra/81/|title=Verslan Ásgeirssonar Ísafyrði |work=[[Byggðasafn Vestfjarða]]|access-date=19. júlí 2022}}</ref>
Árið [[1889]] lét fyrirtækið leggja fyrstu símalínu á Íslandi og náði hún frá [[Faktorshúsið|Faktorshúsinu]] í [[Neðstikaupstaður|Neðstakaupstað]] upp í verslunarhúsið að Aðalstræti 15.<ref name="mbl-27-06-2002"/> Þremur árum seinna var lagður „málþráður“ milli Ísafjarðar og [[Hnífsdalur|Hnífsdals]].<ref>{{Cite news|url=https://timarit.is/page/7386503|title=Jón Þ. Þór flytur erindi um Ásgeirsverslun |work=[[Bæjarins besta]]|access-date=25. júlí 2022|date=27. nóvember 2002 |via=[[Tímarit.is]]}}</ref>
Árið 1894 keypti Ásgeirsverslun fyrsta stóra millilandaskipið sem var í eigu íslendinga.<ref name="mbl-27-06-2002"/> Það var skipið Ásgeir Ásgeirsson og var það 900 [[lest]]ir. Skipið sigldi milli ísafjarðar og [[Evrópa|Evrópu]]. Það flutti út saltfisk til [[Spánn|Spánar]] og kom til baka með vörur frá [[Kaupmannahöfn]].<ref name="nedsti">{{Cite news|url=http://nedsti.is/skrar_og_skjol/skra/22/|title=Safnvísir Byggðasafns Vestfjarða, Ásgeirsverslun |work=[[Byggðasafn Vestfjarða]]|access-date=19. júlí 2022}}</ref>
Árið 1912 varð Ásgeir yngri brákvaddur í Kaupmannahöfn og árið 1915 lést móðir hans, Sigríður. Þrátt fyrir góðan rekstur ákváðu erfingjar þeirra á fundi í mars 1918 að hætta rekstri verslunarinnar og selja allar eignir hennar. Að lokum keyptu [[Hinar sameinuðu íslensku verslanir]] flest allar eignirnar og hætti Ásgeirsverslun formlega starfsemi [[30. nóvember]] árið [[1918]].<ref name="mbl-27-06-2002"/>
== Heimild ==
{{reflist}}
{{stubbur|saga|Ísland}}
{{S|1852}}
[[Flokkur:Ísafjörður]]
[[Flokkur:Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki]]
[[Flokkur:Íslensk skipafélög]]
[[Flokkur:Íslenskar verslanir]]
i5xe58r23aiykir0e6kt59g18ddh1mz
Hanna Katrín Friðriksson
0
135403
1761871
1761398
2022-07-25T12:40:09Z
Alvaldi
71791
Flokkar
wikitext
text/x-wiki
{{Handboltamaður
|nafn=Hanna Katrín Friðriksson
|mynd=
|alt=
|fullt nafn=
|fæðingardagur=[[4. ágúst]] [[1964]]
|fæðingarbær=[[París]]
|fæðingarland= [[Frakkland|Frakklandi]]
|dánardagur=
|dánarbær=
|dánarland=
|hæð=
|staða=
|núverandi lið=
|númer=
|ár í yngri flokkum=
|yngriflokkalið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]
|ár=19??-1984<br>1984-1994<br>1994-1995
|lið=[[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]]<br>[[Knattspyrnufélagið Valur|Valur]]<br>[[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]
|leikir (mörk)=<br><br>17 (44)
|landsliðsár=198?-19??
|landslið=[[Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik|Ísland]]
|landsliðsleikir (mörk)=36 (54)
|þjálfaraár=
|þjálfað lið=
|mfuppfært=
|lluppfært=20. júlí 2022
|verðlaun=
}}
'''Hanna Katrín Friðriksson''' (f. [[4. ágúst]] [[1964]]) er íslensk stjórnmála- og viðskiptakona og fyrrum landsliðskona í handknattleik. Hanna Katrín var kjörin á [[Alþingi]] fyrir [[Viðreisn]] í [[Reykjavíkurkjördæmi suður|Reykjavíkurkjördæmi Suður]] árið [[Alþingiskosningar 2016|2016]]. Hún lék handbolta til fjölda ára og varð fjórvegis bikarmeistari ásamt því að spila 34 landsleiki fyrir Íslands hönd.
==Fjölskylda==
Hún er fædd í [[París]] í [[Frakkland|Frakklandi]] og foreldrar hennar eru Torben Friðriksson (1934-2012) ríkisbókari og Margrét Björg Þorsteinsdóttir (1930-2016) kennari. Maki Hönnu Katrínar er Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Novators og eiga þær tvíburadætur fæddar árið 2001.<ref name="althingi"/>
==Menntun==
Hanna Katrín lauk [[Stúdentspróf|stúdentsprófi]] frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1985, BA-próf í [[heimspeki]] og [[hagfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið 1999 og MBA-próf frá [[University of California, Davis|University of California Davis]] árið 2001.<ref name="althingi"/>
==Starfsferill==
Hún var blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] frá 1990-1999, framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla [[Háskólinn í Reykjavík|Háskólans í Reykjavík]] frá 2001-2003. Framkvæmdastjóri Háskólans í Reykjavík frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri samskiptasviðs [[Eimskipafélag Íslands|Eimskips]] frá 2005-2006. Hún var aðstoðarmaður [[Guðlaugur Þór Þórðarson|Guðlaugs Þórs Þórðarsonar]] heilbrigðisráðherra frá 2007-2009 og stundakennari við [[Háskólinn á Bifröst|Háskólann á Bifröst]] 2009-2011. Á árunum 2010-2016 starfaði hún hjá Icepharma sem forstöðumaður viðskiptaþróunar frá 2010-2012 og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs frá 2012-2016. Frá árinu 2016 hefur hún verið alþingismaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.<ref name="althingi"/>
Hanna Katrín hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum, t.d. sem formaður nefndar [[Mennta- og menningarmálaráðuneyti Íslands|menntamálaráðuneytis]], [[Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands|ÍSÍ]] og [[UMFÍ]] um stefnumótun í íþróttum stúlkna og kvenna frá 1996-1997, formaður nefndar menntamálaráðuneytis og skrifstofu jafnréttismála um konur og fjölmiðla 1998-1999 og í starfshópi menntamálaráðuneytis um mótun íþróttastefnu frá 2005-2006. Hún sat í nefnd á vegum menntamálaráðherra um lög um opinbera háskóla 2007–2008, í stjórn Sjálfstæðra Evrópumanna frá 2010, var í stjórn [[MP banki|MP banka]] frá 2011-2014 og hefur setið í stjórn Hlíðarenda ses. frá 2013 og í [[Þingvallanefnd]] síðan 2017.<ref name="althingi">Alþingi, [https://www.althingi.is/altext/cv/is/?nfaerslunr=1276 Æviágrip - Hanna Katrín Friðriksson] (skoðað 15. júlí 2019)</ref>
==Íþróttaferill==
Hanna Katrín hóf að spila handbolta ung að árum með [[Íþróttafélag Reykjavíkur|ÍR]] og varð [[Bikarkeppni HSÍ (konur)|bikarmeistari]] með félaginu tímabilið [[Handknattleiksárið 1982-83|1982-1983]]. Sökum erfiðleika í starfi ÍR, tvístrast liðið ári seinna og gekk Hanna Katrín til liðs við [[Knattspyrnufélagið Valur|Val]] þar sem hún varð aftur bikarmeistari árið 1988 og 1993.<ref>{{cite news|title=Verðum í toppbaráttunni |url=https://timarit.is/page/4997817|accessdate=20. júlí 2022 |author=Ellen Ingvadóttir|work=Valsblaðið|pages=bls. 10-11, 13|date=1. maí 1991}}</ref>
<ref>{{cite news|title=Bikarmeistarar Vals í kvennaflokki |url=https://timarit.is/page/1780048 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=bls. 50 |date=11. febrúar 1993}}</ref> Árið 1994 gekk hún til liðs við [[Knattspyrnufélagið Fram|Fram]]<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1808441 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=14. júní 1994}}</ref> þar sem hún vann sinn fjórða bikarmeistaratitil í febrúar 1995.<ref>{{cite news|title=Ætlaði ekki að byrja á því að tapa núna |url=https://timarit.is/page/1823242 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=5B |date=7. febrúar 1995}}</ref> Eftir eitt ár í herbúðum Frams, lagði hún skóna á hilluna.<ref>{{cite news|title=Íþróttir - Fólk |url=https://timarit.is/page/1828559 |accessdate=20. júlí 2022 |work=[[Morgunblaðið]] |pages=2B |date=25. apríl 1995}}</ref>
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{Núverandi alþingismenn}}
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1964]]
[[Flokkur:Alþingiskonur]]
[[Flokkur:Alþingismenn]]
[[Flokkur:Íslenskar handknattleikskonur]]
[[Flokkur:Stúdentar úr Menntaskólanum í Reykjavík]]
[[Flokkur:Þingmenn Viðreisnar]]
ji8xz6wobufhwptlpa4k75hmzuoxqyx
Narendra Modi
0
139638
1761910
1761676
2022-07-26T00:16:56Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Narendra Modi
| mynd = Official Photograph of Prime Minister Narendra Modi Potrait.png
| myndatexti1 = {{small|Modi árið 2022.}}
| titill= Forsætisráðherra Indlands
| stjórnartíð_start = [[24. maí]] [[2014]]
| stjórnartíð_end =
| forseti = [[Pranab Mukherjee]]<br>[[Ram Nath Kovind]]<br>[[Droupadi Murmu]]
| forveri = [[Manmohan Singh]]
| fæðingarnafn = Narendra Damodardas Modi
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1950|9|17}}
| fæðingarstaður = [[Vadnagar]], [[Gújarat]], [[Indland]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Bharatiya Janata-flokkurinn]] (BJP)
| trúarbrögð = [[Hindúismi]]
| maki = Jashodaben (g. 1968; aðskilin)
| undirskrift = Signature of Narendra Modi (Hindi).svg
}}
'''Narendra Damodardas Modi''' (f. [[17. september]] [[1950]]) er fjórtándi og núverandi forsætisráðherra [[Indland|Indlands]], í embætti síðan í maí 2014. Hann var yfirráðherra [[Gújarat|Gújarat-héraðs]] frá 2001 til 2014 og situr á indverska þinginu fyrir Varanasi-kjördæmi. Modi er meðlimur í hægrisinnaða [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokknum]] (BJP) og sjálfboðasamtökunum [[Rashtriya Swayamsevak Sangh]] (RSS). Hann er [[Hindúatrú|hindúskur]] [[Þjóðernishyggja|þjóðernissinni]].
==Æviágrip==
Modi fæddist í [[Vadnagar]] og hjálpaði föður sínum við tesölu sem drengur. Hann var kynntur fyrir RSS-hópnum þegar hann var átta ára og hóf langt starf fyrir samtökin. Hann flutti að heiman eftir að hafa lokið skólagöngu, að hluta til vegna þess að hann hafði hafnað kvonfangi sem fjölskylda hans valdi honum. Modi ferðaðist um Indland í tvö ár og lagði för sína til margra helgireita. Hann sneri aftur til Gújarat-héraðs og flutti til [[Ahmedabad]] árið 1969 eða 1970. Árið 1971 fékk hann fullt starf hjá RSS. Þegar [[Indira Gandhi]] lýsti yfir neyðarlögum árið 1975 neyddist Modi til að fara í felur. RSS veitti honum stöðu í BJP-flokknum árið 1985 og hann gegndi þar ýmsum ábyrgðarstöðum til ársins 2001, þegar hann varð aðalritari flokksins.
Modi var útnefndur yfirráðherra [[Gújarat]] árið 2001 vegna vanheilsu [[Keshubhai Patel]] og óvinsælda eftir að jarðskjálftar höfðu skekið Bhuj. Stuttu síðar var Modi kjörinn á löggjafarþing fylkisins. Héraðsstjórn Modi hefur verið bendluð við uppþot og óeirðir í Gújarat-héraði árið 2002<ref>Bobbio, Tommaso (2012). "Making Gujarat Vibrant: Hindutva, development and the rise of subnationalism in India". Third World Quarterly. 33 (4): 657–672.</ref><ref>Nussbaum, Martha Craven. The Clash Within: Democracy, Religious Violence, and India's Future. Harvard University Press. bls. 50–51.</ref><ref>Shani, Orrit (2007). Communalism, Caste and Hindu Nationalism. Cambridge University Press. pp. 168–173.</ref><ref name="Buncombe">{{cite news |title=A rebirth dogged by controversy |first=Andrew|last=Buncombe |url=http://www.independent.co.uk/news/world/asia/a-rebirth-dogged-by-controversy-2357157.html |work=The Independent |date=19 September 2011 |accessdate=10 October 2012 |location=London}}</ref> þar sem talið er að um 2.000 manns hafi látist í kynþáttadeilum hindúa og múslima.<ref name="teesta">{{cite web|last1=Setalvad|first1=Teesta|title=Talk by Teesta Setalvad at Ramjas college (March 2017)|url=https://www.youtube.com/watch?v=TKJDhISTtTk|website=www.youtube.com|publisher=You tube|accessdate=4 July 2017}}</ref><ref>{{cite journal|last=Jaffrelot|first=Christophe|title=Communal Riots in Gujarat: The State at Risk?|journal=Heidelberg Papers in South Asian and Comparative Politics|date=July 2003|page=16|url=http://archiv.ub.uni-heidelberg.de/volltextserver/4127/1/hpsacp17.pdf|accessdate=5 November 2013}}</ref><ref>{{cite book|url=https://books.google.com/?id=w5SlnZilfMMC&pg=PA28&dq=2000+deaths+gujarat+riots#v=onepage&q=2000%20deaths%20gujarat%20riots&f=false|title=The Ethics of Terrorism: Innovative Approaches from an International Perspective|publisher=Charles C Thomas Publisher|year=2009|page=28|isbn=9780398079956}}</ref> Stjórn Modi var gagnrýnd fyrir viðbrögð hennar við átökunum, en indverskum dómstólum þótti ekki nægt tilefni til þess að sækja Modi til saka.<ref>{{cite web|url=http://www.bbc.com/news/world-asia-india-17664751|title=India Gujarat Chief Minister Modi cleared in riots case|publisher=BBC|date=10 April 2012|accessdate=17 February 2017}}</ref><ref>{{cite web|url=http://www.thehindu.com/news/national/sit-finds-no-proof-against-modi-says-court/article3300175.ece|title=SIT finds no proof against Modi, says court|publisher=The Hindu|date=10 April 2012|accessdate=17 February 2017}}</ref> Stefnumálum hans sem yfirráðherra héraðsins hefur verið hrósað vegna áherslu þeirra á hagvöxt og uppbyggingu sterkara efnahagskerfis.<ref>{{Cite news|url=http://www.nytimes.com/2012/02/16/world/asia/16iht-letter16.html|title=Shaking Off the Horror of the Past in India|last=Joseph|first=Manu|date=15 February 2012|work=The New York Times|access-date=19 May 2017|issn=0362-4331}}</ref> Einnig var stjórn hans þó gagnrýnd fyrir að takast ekki að bæta heilsufar, fátækt og menntastig íbúanna.<ref>Jaffrelot, Christophe (June 2013). "Gujarat Elections: The Sub-Text of Modi's 'Hattrick'—High Tech Populism and the 'Neo-middle Class'". Studies in Indian Politics. 1 (1): 79–95.</ref>
Modi leiddi BJP til sigurs í indversku þingkosningunum árið 2014. Flokkurinn náði hreinum þingmeirihluta, en þetta er í fyrsta skipti sem nokkrum flokki hefur tekist slíkt frá árinu 1984. Modi sjálfur var kjörinn í þingsæti [[Varanasi]]. Síðan Modi tók við embætti hefur ríkisstjórn hans reynt að auka erlendar fjárfestingar í indverska efnahagnum, aukið ríkisútgjöld til innviða landsins en dregið úr útgjöldum til velferðamála. Modi hefur beitt sér fyrir einföldun indverska stjórnsýslukerfisins og fyrir aukinni [[miðstýring]]u ríkisins. Modi hefur á stjórnartíð sinni vikið indverskum stjórnmálum talsvert til hægri. Hann er vinsæll en þó nokkuð umdeildur heima fyrir og erlendis vegna hindúskrar þjóðernishyggju sinnar og hlutverks síns í óeirðunum í Gújarat árið 2002.
Modi vann endurkjör með auknum þingmeirihluta árið 2019. Þetta var í fyrsta sinn frá árinu 1971 sem neinum flokki tókst að vinna hreinan þingmeirihluta í tveimur kosningum í röð.<ref>{{Vefheimild|titill=Modi sigurvegari kosninganna á Indlandi|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/modi-sigurvegari-kosninganna-a-indlandi|ár=2019|mánuður=23. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=2. júní|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Modi sór embættiseið eftir stórsigur í indversku þingkosningunum|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/2019190539944|ár=2019|mánuður=30. maí|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=2. júní|höfundur=Andri Eysteinsson}}</ref>
Annað kjörtímabil Modi hefur einkennst nokkuð af mótmælum gegn [[Lög um ríkisborgararétt á Indlandi 2019|nýjum lögum um ríkisborgararétt]] sem stjórn hans setti árið 2019. Lögin veita fólki úr trúarlegum minnihlutum frá [[Afganistan]], [[Pakistan]] og [[Bangladess]] flýtimeðferð til að öðlast indverskan ríkisborgararétt en skilja múslima frá þessum löndum út undan. Andstæðingar laganna telja hana brjóta í bága við veraldlega stjórnarskrá Indlands með því að veita sérréttindi eftir trúarbrögðum.<ref>{{Vefheimild|titill=Mótmæli breiðast út á Indlandi|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/motmaeli-breidast-ut-a-indlandi|ár=2019|mánuður=16. desember|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=9. mars|höfundur=Kristján Róbert Kristjánsson}}</ref>
Frá árinu 2020 mótmæltu indverskir bændur jafnframt Modi af hörku vegna umdeildra landbúnaðarlaga sem stjórn hans setti. Bændur fullyrtu að lögin væru til þess fallin að gera risafyrirtækjum kleift að sölsa undir sig indverskan landbúnað. Frá nóvember 2020 mótmæltu þúsundir bænda, einkum frá [[Púnjab]]-fylki, í kringum [[Nýja Delí|Nýju Delí]] og komu sér upp búðum í kringum borgina. Í janúar næsta ár kom til átaka milli lögreglu og mótmælenda sem brutust inn í [[Rauða virkið]] og drógu þar mótmælafána að húni.<ref>{{Vefheimild|titill=Mótmæli bænda urðu að óeirðum|útgefandi=''[[Vísir (vefmiðill)|Vísir]]''|url=https://www.visir.is/g/20212065760d|ár=2021|mánuður=26. janúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. nóvember|höfundur=Samúel Karl Ólason}}</ref> Einn bóndi lést í þeim átökum og fjöldi lögreglumanna særðist. Í október 2021 létust átta mótmælendur í átökum við lögreglu í [[Uttar Pradesh]]. Langvarandi mótmæli bændanna leiddu til þess að Modi tilkynnti þann 19. nóvember að lögin umdeildu yrðu felld úr gildi.<ref>{{Vefheimild|titill=Umdeild landbúnaðarlög á Indlandi slegin af|útgefandi=[[RÚV]]|url=https://www.ruv.is/frett/2021/11/19/umdeild-landbunadarlog-a-indlandi-slegin-af|ár=2021|mánuður=19. nóvember|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=19. nóvember|höfundur=Markús Þ. Þórhallsson}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Commonscat|Narendra Modi}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Forsætisráðherra Indlands]]
| frá = [[24. maí]] [[2014]]
| til =
| fyrir = [[Manmohan Singh]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{Töfluendir}}
{{Forsætisráðherrar Indlands}}
{{DEFAULTSORT:Modi, Narendra}}
{{fe|1950|Modi, Narendra}}
[[Flokkur:Forsætisráðherrar Indlands]]
tcvmh6s5dmlyz22x78pk67nv0gfhp62
Juan Manuel Santos
0
145681
1761931
1758292
2022-07-26T01:00:45Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Juan Manuel Santos
| búseta =
| mynd = Juan Manuel Santos in 2018.jpg
| myndatexti1 = {{small|Santos árið 2018.}}
| titill= Forseti Kólumbíu
| stjórnartíð_start = [[7. ágúst]] [[2010]]
| stjórnartíð_end = [[7. ágúst]] [[2018]]
| vara_forseti = [[Angelino Garzón]]<br>[[Germán Vargas Lleras]]<br>[[Oscar Naranjo]]
| forveri = [[Álvaro Uribe]]
| eftirmaður = [[Iván Duque]]
| fæðingarnafn = Juan Manuel Santos Calderón
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1951|8|10}}
| fæðingarstaður = [[Bogotá]], [[Kólumbía|Kólumbía]]
| stjórnmálaflokkur = Einingarflokkur alþýðunnar
| starf = Hagfræðingur, blaðamaður, stjórnmálamaður
| maki = Silvia Amaya Londoño (skilin)<br>
María Clemencia Rodríguez Múnera (g. 1987)
| börn = Martín<br>María Antonia<br>Esteban
| verðlaun = [[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (2016)
|undirskrift = Juan Manuel Santos Signature.svg
}}
'''Juan Manuel Santos Calderón''' (f. 10. ágúst 1951) er [[Kólumbía|kólumbískur]] stjórnmálamaður sem var [[forseti Kólumbíu]] frá árinu 2010 til ársins 2018. Hann hlaut [[friðarverðlaun Nóbels]] árið 2016.
Santos hefur starfað sem hagfræðingur og blaðamaður. Hann er kominn af hinni ríku og valdamiklu Santos-ætt, sem var frá árinu 1913 meirihlutaeigandi fréttablaðsins ''El Tiempo'' þar til hún seldi það árið 2007. Santos gekk í Sjóhernaðarakademíuna í Cartagena og í háskólann í Kansas. Eftir útskrift gekk hann til liðs við Þjóðarsamtök kaffiræktenda Kólumbíu sem hagfræðiráðgjafi og sendifulltrúi til Alþjóðakaffisamtakanna í London, þar sem Santos gekk jafnframt í [[London School of Economics|Hagfræðiskóla Lundúna]]. Árið 1981 var hann útnefndur aðstoðarritstjóri ''El Tiempo'' og varð ritstjóri tveimur árum síðar. Santos hlaut mastersgráðu í opinberri stjórnsýslu árið 1981 frá Harvard Kennedy-skólanum og hlaut árið 1988 Nieman-verðlaunin fyrir starf sitt sem blaðamaður og pistlahöfundur. Santos var meðlimur og varaformaður hugveitunnar Samtals milli Ameríkuríkja og forseti tjáningarfrelsisnefndar ameríska fjölmiðlasambandsins.
Árið 1991 var Santos útnefndur utanríkisverslunarráðherra af [[César Gaviria Trujillo]] forseta Kólumbíu. Santos vann að því að auka milliríkjaverslun við Kólumbíu og stofnaði ýmsar stofnanir í því skyni. Árið 2000 var hann útnefndur fjármálaráðherra af forsetanum [[Andrés Pastrana Arango]].<ref name="En Sus Puestos">{{cite news |url=http://www.eltiempo.com/archivo/documento/MAM-1275966 |title=En Sus Puestos |date=18 July 2000 |newspaper=[[El Tiempo (Colombia)|El Tiempo]] |issn=0121-9987 |oclc=28894254 |location=Bogotá |accessdate=28. maí 2014 |language=Spænska}}</ref>
Santos komst til metorða í ríkisstjórn [[Álvaro Uribe|Álvaro Uribe Vélez]] Kólumbíuforseta. Árið 2005 tók Santos þátt í stofnun Einingarflokks alþýðunnar, flokkssamstarfs frjálslyndra íhaldsmanna sem studdi stefnumál Uribe. Flokknum tókst meðal annars að koma í gegn stjórnarskrárbreytingum sem gerðu Uribe kleift að gegna öðru kjörtímabili. Eftir að Uribe var endurkjörinn árið 2006 og Einingarflokkur alþýðunnar vann meirihluta á báðum þingdeildum Kólumbíu var Santos útnefndur varnarmálaráðherra og hélt áfram að styðja öryggisstefnu Uribe. Hann gekk hart fram gegn skæruliðahreyfingunni [[FARC]] og öðrum vígahópum sem ógnuðu almenningsöryggi í Kólumbíu. Santos tók við af Uribe sem forseti landsins eftir forsetakosningar árið 2010.
Þann 7. október 2016 hlaut Santos [[friðarverðlaun Nóbels]] fyrir friðarviðræður sínar við FARC, þrátt fyrir að hafa tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um samþykkt friðarsáttmálans við samtökin.<ref>{{Cite web|url=https://www.nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/2016/press.html|title=The Nobel Peace Prize 2016 - Press Release|website=www.nobelprize.org|access-date=2018-08-05}}</ref> Kólumbíska ríkisstjórnin undirritaði breytta útgáfu af friðarsáttmálanum þann 24. nóvember og sendi hann til staðfestingar þingsins. Báðar deildir þingsins staðfestu friðarsáttmálann 29. – 30. nóvember 2016 og bundu þannig formlega enda á átökin gegn FARC.<ref name="auto1">{{Cite news |url= https://www.washingtonpost.com/world/the_americas/colombian-congress-approves-historic-peace-deal/2016/11/30/9b2fda92-b5a7-11e6-939c-91749443c5e5_story.html |title= Colombia’s congress approves historic peace deal with FARC rebels |date= 30. nóvember 2016 |publisher= Washington Post}}</ref>
Santos lét af embætti árið 2018 og við honum tók [[Iván Duque Márquez]], sem hafði verið meðal andstæðinga samningsins við FARC og hafði lofað að endurskoða samninginn í kosningabaráttu sinni. Á stjórnartíð Duque hafa sumir meðlimir FARC vænt kólumbísku stjórnina um að rjúfa samninginn sem stjórn Santos gerði og hafa því tekið upp vopn á ný.<ref>{{Cite web|url=https://www.thetablet.co.uk/news/12021/farc-leaders-take-up-arms-again-|title=FARC leaders take up arms again|last=McDonagh; Pskowski|first=|date=3 september 2019|website=The Tablet|language=en|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=2019-11-27}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{f|1951}}
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla |
titill = Forseti Kólumbíu |
frá = [[7. ágúst]] [[2010]]|
til = [[7. ágúst]] [[2018]]|
fyrir = [[Álvaro Uribe]] |
eftir = [[Iván Duque]] |
}}
{{Töfluendir}}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Santos, Juan Manuel}}
[[Flokkur:Forsetar Kólumbíu]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
n8vyumxuzmtmjirh56u0kegd3tcx44r
Discord
0
151692
1761872
1750506
2022-07-25T13:18:35Z
Óskadddddd
83612
Uppfæra mynd
wikitext
text/x-wiki
{{Hugbúnaður
|nafn = Discord
|lógó = [[Mynd:Discord colour textlogo (2021).svg|350px]]
|vefsíða = [https://discord.com discord.com]
|notkun=Samskipti}}
'''Discord''' er [[hugbúnaður]] sem hægt er að nota til að eiga samskipti við aðra yfir [[Internetið|netið]]. Hann var upphaflega gerður fyrir tölvuleikjanotendur, en er nú markaðsettur að öllum sem vilja eiga samskipti yfir [[Internetið|netið]]. Árið 2020 voru yfir 300 milljón skráðir notendur.<ref>{{Cite web|url=https://www.statista.com/statistics/746215/discord-user-number/|title=Discord registered user number 2019|website=Statista|language=en|access-date=2021-02-07}}</ref>
Discord er með netþjóna (líka kallaðir „guilds“) sem hægt er að fara í eða búa til. Í þeim eru rásir sem hægt er að nota.
Discord er fáanlegt á [[Microsoft Windows|Windows]], [[MacOS]], [[Linux]], [[Android]] og [[iOS]].
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
[[Flokkur:Samskiptaforrit]]
9zrilekf0bby3rp23ekengnlx5jhyqk
FK Sūduva
0
151782
1761892
1760571
2022-07-25T21:45:40Z
Makenzis
56151
/* Leikmenn */
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið|núverandi=
|Fullt nafn=Futbolo klubas Sūduva
|mynd=
|Gælunafn=sūduviečiai (hvítt rautt)
|Stytt nafn=FK Sūduva
|Stofnað=1968
|Leikvöllur=Hikvision arena (stadionas)
|Stærð=6,250
|Stjórnarformaður= {{LTU}} Vidmantas Murauskas
|Knattspyrnustjóri= [[Miguel Moreira]], ([[2022]])
|Deild=[[A lyga]]
|Tímabil=2021
|Staðsetning=2. ''([[A lyga]])''
| pattern_la1 =
| pattern_b1 = _partizani1718a
| pattern_ra1 =
| pattern_sh1 = _redsides
| pattern_so1 =
| leftarm1 = FFFFFF
| body1 = FFFFFF
| rightarm1 = FFFFFF
| shorts1 = FFFFFF
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 =
| pattern_b2 = _sligo1617h
| pattern_ra2 =
| pattern_sh2 =
| pattern_so2 =
| leftarm2 = FF0000
| body2 = FF0000
| rightarm2 = FF0000
| shorts2 = FF0000
| socks2 = FF0000
|pattern_la3=_redshoulders
|pattern_b3=_botevvratsa1819_3rd
|pattern_ra3=_redshoulders
|leftarm3=000000
|body3=000000
|rightarm3=000000
|shorts3=000000
|socks3=000000
}}
'''Futbolo klubas Sūduva''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 1968. Núverandi völlur [[Hikvision Arena]] tekur tæp 6.250 í sæti.
==Titlar==
*'''Meistarar i [[A lyga]] (3)''': 2017, 2018, 2019
*'''LFF taurė (3)''': 2006, 2008/09, 2019
*'''Supertaurė (4):''' 2009, 2018, 2019, 2022<ref>https://www.sportas.lt/naujiena/451019/11-m-baudiniu-serijos-metu-triumfaviusi-suduva-iskovojo-lff-supertaure</ref>
== Árangur (2000–...) ==
{|class="wikitable"
! Tímabil
!
! Deild
! Staðsetning
! Tilvísanir
|-
| bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2000'''
| bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.'''
| bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''Antra lyga''' ''(Pietūs)''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://almis.sritis.lt/ltu00lyga2s.html</ref>
|-
| bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2001'''
| bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.'''
| bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''[[Pirma lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito01.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2002|2002]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''6.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito02.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2003|2003]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''6.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito03.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2004|2004]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''7.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito04.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2005|2005]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito05.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2006|2006]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''5.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito06.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2007|2007]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito07.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2008|2008]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''4.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito08.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2009|2009]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito09.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2010|2010]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2010.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2011|2011]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2012|2012]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2013|2013]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''4.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2014|2014]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''5.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2015|2015]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''4.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2016|2016]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2017|2017]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2018|2018]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref><ref>[http://lietuvosfutbolas.lt/klubai/suduva-1082/?cid=1755571 2018 m. A lyga (LF)]</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2019|2019]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2020|2020]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFF" style="text-align:center;"| '''.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref>
|-
|}
== Leikmenn ==
Uppfært: [[14. maí]] 2022.<ref>http://fksuduva.lt/komanda/</ref>
{{Fs start}}
{{Fs player|no= 2|pos=DF|nat=LTU|name=Tautvydas Burdziliauskas}}
{{fs player|no= 3|pos=DF|nat=LTU|name=[[Justinas Januševskij]]}}
{{Fs player|no= 4|pos=DF|nat=LTU|name=Simas Venckevičius}}
{{Fs player|no= 5|pos=DF|nat=LTU|name=Žygimantas Baltrūnas}}
{{Fs player|no= 6|pos=MF|nat=LTU|name=[[Povilas Leimonas]]}}
{{Fs player|no= 7|pos=MF|nat=GEO|name=Levan Macharashvili}}
{{Fs player|no= 8|pos=MF|nat=CRO|name=[[Tomislav Gomelt]]}}
{{Fs player|no= 9|pos=FW|nat=LTU|name=Linas Zingertas}}
{{Fs player|no=10|pos=MF|nat=BEL|name=[[Olivier Rommens]]}}
{{Fs player|no=11|pos=MF|nat=ESP|name=Xabi Auzmendi}}
{{Fs player|no=13|pos=DF|nat=FRA|name=[[Nicolas Taravel]]}}
{{Fs player|no=14|nat=SRB|pos=MF|name=[[Milan Jokić]]}}
{{Fs player|no=15|pos=DF|nat=SRB|name=[[Aleksandar Živanović]]}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=17|pos=MF|nat=LTU|name=[[Giedrius Matulevičius]]}}
{{Fs player|no=18|pos=MF|nat=LTU|name=[[Simonas Urbys]]}}
{{Fs player|no=19|pos=DF|nat=LTU|name=[[Vaidas Slavickas]]}}
{{Fs player|no=21|pos=MF|nat=LTU|name=Matas Miškinis}}
{{Fs player|no=22|pos=FW|nat=DRC|name=[[Kule Mbombo]]}}
{{Fs player|no=23|pos=MF|nat=UKR|name=[[Yevhen Protasov]]}}
{{Fs player|no=25|nat=POR|pos=DF|name=[[Diogo Coelho]]}}<ref>https://alyga.lt/naujiena/hegelmann-ir-suduva-atliko-pokycius-sudetyje/7723</ref>
{{Fs player|no=28|pos=MF|nat=LTU|name=Ernestas Burdziliauskas}}
{{Fs player|no=29|pos=DF|nat=LTU|name=[[Markas Beneta]]}}
{{fs player|no=55|pos=GK|nat=LTU|name=[[Tomas Švedkauskas]]}}
{{Fs player|no=77|pos=MF|nat=BRA|name=João Pedro}}
{{Fs player|no=88|pos=MF|nat=SRB|name=[[Marko Pavlovski]]}}
{{Fs player|no=99|pos=GK|nat=LTU|name=Vilius Stebrys}}
{{Fs end}}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://fksuduva.lt/ FK Sūduva]
* [https://www.facebook.com/fksuduva/ facebook]
* [https://alyga.lt/komanda/suduva alyga.lt]
* [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-suduva/1409/ Soccerway]
* [https://www.sofascore.com/team/football/fk-suduva-marijampole/5343 sofascore]
{{DEFAULTSORT:Suduva}}
[[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]]
0qkimvticyz4s2fwnrncsqdju7xaqly
1761893
1761892
2022-07-25T21:46:15Z
Makenzis
56151
/* Leikmenn */
wikitext
text/x-wiki
{{Knattspyrnulið|núverandi=
|Fullt nafn=Futbolo klubas Sūduva
|mynd=
|Gælunafn=sūduviečiai (hvítt rautt)
|Stytt nafn=FK Sūduva
|Stofnað=1968
|Leikvöllur=Hikvision arena (stadionas)
|Stærð=6,250
|Stjórnarformaður= {{LTU}} Vidmantas Murauskas
|Knattspyrnustjóri= [[Miguel Moreira]], ([[2022]])
|Deild=[[A lyga]]
|Tímabil=2021
|Staðsetning=2. ''([[A lyga]])''
| pattern_la1 =
| pattern_b1 = _partizani1718a
| pattern_ra1 =
| pattern_sh1 = _redsides
| pattern_so1 =
| leftarm1 = FFFFFF
| body1 = FFFFFF
| rightarm1 = FFFFFF
| shorts1 = FFFFFF
| socks1 = FFFFFF
| pattern_la2 =
| pattern_b2 = _sligo1617h
| pattern_ra2 =
| pattern_sh2 =
| pattern_so2 =
| leftarm2 = FF0000
| body2 = FF0000
| rightarm2 = FF0000
| shorts2 = FF0000
| socks2 = FF0000
|pattern_la3=_redshoulders
|pattern_b3=_botevvratsa1819_3rd
|pattern_ra3=_redshoulders
|leftarm3=000000
|body3=000000
|rightarm3=000000
|shorts3=000000
|socks3=000000
}}
'''Futbolo klubas Sūduva''' er lið sem er í [[A lyga|litáísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu]]. Liðið var stofnað árið 1968. Núverandi völlur [[Hikvision Arena]] tekur tæp 6.250 í sæti.
==Titlar==
*'''Meistarar i [[A lyga]] (3)''': 2017, 2018, 2019
*'''LFF taurė (3)''': 2006, 2008/09, 2019
*'''Supertaurė (4):''' 2009, 2018, 2019, 2022<ref>https://www.sportas.lt/naujiena/451019/11-m-baudiniu-serijos-metu-triumfaviusi-suduva-iskovojo-lff-supertaure</ref>
== Árangur (2000–...) ==
{|class="wikitable"
! Tímabil
!
! Deild
! Staðsetning
! Tilvísanir
|-
| bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''2000'''
| bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''3.'''
| bgcolor="#FFFFDD" style="text-align:center;"| '''Antra lyga''' ''(Pietūs)''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://almis.sritis.lt/ltu00lyga2s.html</ref>
|-
| bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2001'''
| bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''2.'''
| bgcolor="#F4DC93" style="text-align:center;"| '''[[Pirma lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito01.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2002|2002]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''6.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito02.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2003|2003]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''6.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito03.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2004|2004]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''7.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito04.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2005|2005]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito05.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2006|2006]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''5.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito06.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2007|2007]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito07.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2008|2008]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''4.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito08.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2009|2009]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito09.html#1lyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2010|2010]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2010.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2011|2011]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2011.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2012|2012]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2012.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2013|2013]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''4.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2013.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2014|2014]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''5.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2014.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2015|2015]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''4.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2015.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2016|2016]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#F5f5F5" style="text-align:center;"| '''3.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2016.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2017|2017]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2017.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2018|2018]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2018.html#alyga</ref><ref>[http://lietuvosfutbolas.lt/klubai/suduva-1082/?cid=1755571 2018 m. A lyga (LF)]</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2019|2019]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFFF00" style="text-align:center;"| '''1.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2019.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A Lyga 2020|2020]]'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#ddffdd" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2020.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2021'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#BBBBBB" style="text-align:center;"| '''2.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref>
|-
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''2022'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''1.'''
| bgcolor="#DDFFDD" style="text-align:center;"| '''[[A lyga]]'''
| bgcolor="#FFF" style="text-align:center;"| '''.'''
| <ref>http://www.rsssf.com/tablesl/lito2021.html#alyga</ref>
|-
|}
== Leikmenn ==
Uppfært: [[14. maí]] 2022.<ref>http://fksuduva.lt/komanda/</ref>
{{Fs start}}
{{Fs player|no= 2|pos=DF|nat=LTU|name=Tautvydas Burdziliauskas}}
{{fs player|no= 3|pos=DF|nat=LTU|name=[[Justinas Januševskij]]}}
{{Fs player|no= 4|pos=DF|nat=LTU|name=Simas Venckevičius}}
{{Fs player|no= 5|pos=DF|nat=LTU|name=Žygimantas Baltrūnas}}
{{Fs player|no= 6|pos=MF|nat=LTU|name=[[Povilas Leimonas]]}}
{{Fs player|no= 7|pos=MF|nat=GEO|name=Levan Macharashvili}}
{{Fs player|no= 8|pos=MF|nat=CRO|name=[[Tomislav Gomelt]]}}
{{Fs player|no= 9|pos=FW|nat=LTU|name=Linas Zingertas}}
{{Fs player|no=10|pos=MF|nat=BEL|name=[[Olivier Rommens]]}}
{{Fs player|no=11|pos=MF|nat=ESP|name=Xabi Auzmendi}}
{{Fs player|no=13|pos=DF|nat=FRA|name=[[Nicolas Taravel]]}}
{{Fs player|no=14|nat=SRB|pos=MF|name=[[Milan Jokić]]}}
{{Fs player|no=15|pos=DF|nat=SRB|name=[[Aleksandar Živanović]]}}
{{Fs mid}}
{{Fs player|no=17|pos=MF|nat=LTU|name=[[Giedrius Matulevičius]]}}
{{Fs player|no=18|pos=MF|nat=LTU|name=[[Simonas Urbys]]}}
{{Fs player|no=19|pos=DF|nat=LTU|name=[[Vaidas Slavickas]]}}
{{Fs player|no=21|pos=MF|nat=LTU|name=Matas Miškinis}}
{{Fs player|no=22|pos=FW|nat=DRC|name=[[Kule Mbombo]]}}
{{Fs player|no=23|pos=MF|nat=UKR|name=[[Yevhen Protasov]]}}
{{Fs player|no=25|nat=POR|pos=DF|name=[[Diogo Coelho]]}}<ref>https://alyga.lt/naujiena/hegelmann-ir-suduva-atliko-pokycius-sudetyje/7723</ref>
{{Fs player|no=28|pos=MF|nat=LTU|name=Ernestas Burdziliauskas}}
{{Fs player|no=29|pos=DF|nat=LTU|name=[[Markas Beneta]]}}
{{Fs player|no=33|nat=UKR|pos=FW|name=[[Daniilo Kondrakov]]}}
{{fs player|no=55|pos=GK|nat=LTU|name=[[Tomas Švedkauskas]]}}
{{Fs player|no=77|pos=MF|nat=BRA|name=João Pedro}}
{{Fs player|no=88|pos=MF|nat=SRB|name=[[Marko Pavlovski]]}}
{{Fs player|no=99|pos=GK|nat=LTU|name=Vilius Stebrys}}
{{Fs end}}
==Tilvísanir==
{{reflist}}
== Tenglar ==
* [http://fksuduva.lt/ FK Sūduva]
* [https://www.facebook.com/fksuduva/ facebook]
* [https://alyga.lt/komanda/suduva alyga.lt]
* [https://int.soccerway.com/teams/lithuania/fk-suduva/1409/ Soccerway]
* [https://www.sofascore.com/team/football/fk-suduva-marijampole/5343 sofascore]
{{DEFAULTSORT:Suduva}}
[[Flokkur:Litáísk knattspyrnufélög]]
gnbyhrqi4fi5jq0t7obk4wsl2oeo6z5
Ram Nath Kovind
0
154019
1761908
1761583
2022-07-26T00:16:02Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| nafn = Ram Nath Kovind
| búseta =
| mynd = Ram Nath Kovind official portrait.jpg
| myndastærð =
| myndatexti1 = {{small|Ram Nath Kovind árið 2017.}}
| titill= Forseti Indlands
| stjórnartíð_start = [[25. júlí]] [[2017]]
| stjórnartíð_end = [[25. júlí]] [[2022]]
| forveri = [[Pranab Mukherjee]]
| forsætisráðherra = [[Narendra Modi]]
| vara_forseti = [[Mohammad Hamid Ansari]]<br>[[Venkaiah Naidu]]
| fæðingarnafn =
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1945|10|1}}
| fæðingarstaður = [[Paraunkh]], [[Uttar Pradesh]], [[breska Indland]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Bharatiya Janata]] (BJP)
| dánardagur =
| dánarstaður =
| orsök_dauða =
| þekktur_fyrir =
| starf = Lögfræðingur, stjórnmálamaður
| laun =
| trúarbrögð =
| háskóli = Háskólinn í Kanpur
| maki = Savita Kovind (g. 1974)
| börn = 2
| foreldrar =
| heimasíða =
| niðurmál =
| hæð =
| þyngd =
}}
'''Ram Nath Kovind''' (f. 1. október 1945) er [[Indland|indverskur]] stjórnmálamaður sem var [[forseti Indlands]] frá árinu 2017 til ársins 2022. Kovind er fjórtándi forseti landsins. Hann er meðlimur í [[Hindúismi|hindúska]] hægriþjóðernisflokknum [[Bharatiya Janata]] (BJP) og hafði fyrir forsetatíð sína verið þingmaður í efri deild indverska þingsins frá 1994 til 2006 og ríkisstjóri í héraðinu [[Bihar]] frá 2015 til 2017. Kovind er menntaður í [[lögfræði]] og starfaði sem lögfræðingur í sextán ár áður en hann hóf feril sinn í stjórnmálum.<ref name=kjarninn>{{Vefheimild|titill=Forseti Indlands flytur erindi í Háskóla Íslands|url=https://kjarninn.is/frettir/2019-09-04-forseti-indlands-flytur-erindi-i-haskola-islands/|útgefandi=''[[Kjarninn]]''|höfundur=Bára Huld Beck|ár=2019|mánuður=4. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. september}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Indlands heimsækir Ísland|url=https://www.ruv.is/frett/forseti-indlands-heimsaekir-island|útgefandi=''[[RÚV]]''|höfundur=Katrín Ásmundsdóttir|ár=2019|mánuður=6. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. september}}</ref>
Kovind er úr stétt [[Dalítar|dalíta]], eða „hinna stéttlausu“, lægstu stéttinni í stéttarkerfi hindúismans. Hann er annar forseti Indlands úr þeirri stétt.<ref name=kjarninn/> Sem talsmaður BJP árið 2010 vakti Kovind athygli þegar haft var eftir honum að [[kristni]] og [[íslam]] pössuðu ekki inn í stéttaþjóð Indlands. Talsmenn flokksins segja þó að ummæli hans hafi verið misskilin og að hann hafi notað orðið „notion“ (hugmynd) en ekki „nation“ (þjóð).<ref>{{Vefheimild|titill=Indlandsforseti sækir Ísland heim|url=https://www.frettabladid.is/frettir/indlandsforseti-saekir-island-heim/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Þórgnýr Einar Albertsson|ár=2019|mánuður=27. ágúst|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. september}}</ref>
Kovind kom í opinbera heimsókn til Íslands í september árið 2019 og var þetta í fyrsta sinn sem hann heimsótti norrænt ríki. Hann fundaði með [[Guðni Th. Jóhannesson|Guðna Th. Jóhannessyni]] forseta á [[Bessastaðir|Bessastöðum]] og hélt fyrirlesturinn „Indland og Ísland fyrir græna plánetu“ við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]].<ref>{{Vefheimild|titill=Forseti Indlands kominn til Íslands|url=https://www.frettabladid.is/frettir/forseti-indlands-kominn-til-islands/|útgefandi=''[[Fréttablaðið]]''|höfundur=Oddur Freyr Þorsteinsson og Þórgnýr Einar Albertsson|ár=2019|mánuður=9. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. september}}</ref><ref>{{Vefheimild|titill=Höfin bæði aðskilja og sameina|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2019/09/10/hofin_baedi_adskilja_og_sameina/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2019|mánuður=10. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=10. september}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
|titill = Forseti Indlands
| frá = [[25. júlí]] [[2017]]
| til = [[25. júlí]] [[2022]]
| fyrir = [[Pranab Mukherjee]]
| eftir = [[Droupadi Murmu]]
}}
{{töfluendir}}
{{Forsetar Indlands}}
{{DEFAULTSORT:Kovind, Ram Nath}}
{{f|1945}}
[[Flokkur:Forsetar Indlands]]
rdri8z66y216gq087pw7m4mwwu4kaie
Wikipedia:Í fréttum...
4
154362
1761902
1761697
2022-07-26T00:08:33Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
[[File:Webb's First Deep Field.jpg|200px|right||alt=James Webb-geimsjónaukinn|link=James Webb-geimsjónaukinn]]
* [[23. júlí]]: [[Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin]] lýsir yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna faraldurs '''[[Apabóla|apabólu]]'''.
* [[21. júlí]]: '''[[Droupadi Murmu]]''' er kjörin forseti Indlands.
* [[11. júlí]]: Fyrstu myndirnar teknar með '''[[James Webb-geimsjónaukinn|James Webb-geimsjónaukanum]]''' (''sjá mynd'') eru birtar almenningi.
* [[8. júlí]]: '''[[Shinzō Abe]]''', fyrrum forsætisráðherra [[Japan]]s er skotinn til bana þegar hann heldur ræðu í borginni Nara.
* [[7. júlí]]: '''[[Boris Johnson]]''' stígur niður sem leiðtogi [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokksins]] en hyggst vera forsætisráðherra til haustsins. Þetta kemur í kjölfar þess að síðustu tvo sólarhringa sögðu 14 ráðherrar í stjórn hans af sér.
* [[3. júlí]]: Byssumaður skýtur þrjá til bana í Fields-verslunarmiðstöðinni í '''[[Amager]]''' í [[Kaupmannahöfn]]. Fimm særðust alvarlega.
'''Yfirstandandi:''' [[Borgarastyrjöldin í Jemen (2015–)|Borgarastyrjöldin í Jemen]] • [[Innrás Rússa í Úkraínu 2022|Innrás Rússa í Úkraínu]] • [[Kórónaveirufaraldurinn 2019–|Kórónaveirufaraldurinn]] • [[Sýrlenska borgarastyrjöldin]] • [[Stríð Rússlands og Úkraínu]]
<br>
'''Nýleg andlát''': [[David Trimble]] (25. júlí) • [[Shinzō Abe]] (8. júlí) • [[James Caan]] (6. júlí) • [[Örn Steinsen]] (1. júlí) • [[Árni Gunnarsson]] (1. júlí)
ldgu51wvuivltsebl4zwcrkjm5rifve
David Trimble
0
155523
1761901
1727983
2022-07-26T00:05:28Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forsætisráðherra
| forskeyti =
| nafn = David Trimble
| mynd = Official portrait of Lord Trimble crop 2.jpg
| myndastærð= 250px
| titill= Fyrsti ráðherra Norður-Írlands
| stjórnartíð_start = [[1. júlí]] [[1998]]
| stjórnartíð_end = [[14. október]] [[2002]]
| myndatexti1 = {{small|David Trimble árið 2018.}}
| fæddur = [[15. október]] [[1944]]
| fæðingarstaður = [[Bangor (Norður-Írlandi)|Bangor]], [[Norður-Írland]]i, [[Bretland]]i
| dánardagur = {{dauðadagur og aldur|2022|7|25|1944|10|15}}
| dánarstaður =
| þjóderni = [[Bretland|Breskur]] ([[Norður-Írland|norður-írskur]])
| maki = Heather McComb (1968–1976)<br>Daphne Orr (1978–)
| stjórnmálaflokkur = [[Sambandsflokkur Ulster]] (fyrir 1973; 1978–2005)<br>[[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkurinn]] (2007–)
| börn = 4
| bústaður =
| atvinna =
| trúarbrögð =
| háskóli = [[Drottningarháskólinn í Belfast]]
| starf = Lögfræðingur, kennari, stjórnmálamaður
| verðlaun =[[File:Nobel prize medal.svg|15px]] [[Friðarverðlaun Nóbels]] (1998)
| undirskrift =
}}
'''William David Trimble, Trimble barón''' (15. október 1944 – 25. júlí 2022) var [[Norður-Írland|norður-írskur]] stjórnmálamaður sem var fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður-Írlands, fyrstur manna, frá 1998 til 2002. Trimble var leiðtogi [[Sambandsflokkur Ulster|Sambandsflokks Ulster]], sem aðhyllist áframhaldandi aðild Norður-Írlands að [[Bretland|breska konungdæminu]], frá 1995 til 2005. Árið 1998 var Trimble, ásamt [[John Hume]], sæmdur [[Friðarverðlaun Nóbels|friðarverðlaunum Nóbels]] fyrir að vinna að gerð [[Föstudagssáttmálinn|Föstudagssáttmálans]], sem batt enda á [[átökin á Norður-Írlandi]] milli sambandssinna og lýðveldissinna.<ref>{{Vefheimild|titill=Friðarverðlaunin til N-Írlands|url=https://timarit.is/page/2422110|útgefandi=''[[Dagur (dagblað 1997)|Dagur]]''|ár=1998|mánuður=17. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=9. janúar}}</ref>
==Æviágrip==
David Trimble fæddist í bænum [[Bangor (Norður-Írlandi)|Bangor]] á [[Norður-Írland]]i árið 1944. Hann gekk í [[Drottningarháskólinn í Belfast|Drottningarháskólann í Belfast]] og útskrifaðist þaðan með BA-gráðu í lögfræði árið 1968.<ref name="warwicklawsociety2004">{{Cite web |url=http://www.warwicklawsociety.com/obiter_dicta/obiterdicta_v4_2_2003-2004.pdf |title=Obiter Dicta |date=Spring 2004 |accessdate=30 June 2010 |url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20120308181855/http://www.warwicklawsociety.com/obiter_dicta/obiterdicta_v4_2_2003-2004.pdf |archivedate=8 March 2012 |df=dmy-all|publisher=Warwick Law Society|language=en }}</ref> Á áttunda áratugnum var Trimble virkur í baráttusamtökum norður-írskra mótmælenda sem nefndust Framvörðurinn (e. ''Vanguard'') og börðust gegn nánari tengslum Norður-Írlands við [[írska lýðveldið]]. Eftir að Framvörðurinn var leystur upp árið 1978 gekk Trimble í [[Sambandsflokkur Ulster|Sambandsflokk Ulster]] og var kjörinn einn af fjórum riturum flokksins.<ref name="warwicklawsociety2004"/>
Trimble var kjörinn á [[breska þingið]] árið 1990 og var kjörinn formaður Sambandsflokks Ulster árið 1995. Á þeim tíma var Trimble talinn meðal harðlínumanna í flokknum. Áður en hann var kjörinn á þing kenndi hann við lögfræðideild Drottningarháskólans í Belfast.<ref>{{Vefheimild|titill=Vonast til að verðlaunin festi friðarferlið í sessi|url=https://timarit.is/page/1917046|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=1998|mánuður=17. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=9. janúar|höfundur=Davíð Logi Sigurðsson}}</ref>
Stuttu eftir að vera kjörinn til formanns varð Trimble fyrsti leiðtogi Sambandsflokks Ulster í 30 ár til að eiga fund með forsætisráðherra [[Írska lýðveldið|írska lýðveldisins]] í [[Dyflinn]]i.<ref name="google3">{{cite web|url=https://news.google.com/newspapers?id=hQsiAAAAIBAJ&sjid=NnMFAAAAIBAJ&pg=2634,167130&dq=david-trimble&hl=en|title=Irish leader in U.S. for talks|work=The Day|via=Google News|date=2 November 1995}}</ref> Árið 1997 varð Trimble jafnframt fyrsti leiðtogi írskra sambandssinna frá [[Skipting Írlands|skiptingu Írlands]] árið 1921 sem féllst á að eiga samningaviðræður við [[Sinn Féin]], flokk lýðveldissinna.<ref>{{cite web|url=https://news.google.com/newspapers?id=A4MfAAAAIBAJ&sjid=FqYEAAAAIBAJ&pg=6959,3294826&dq=david-trimble&hl=en|title=Key Ulster Protestant agrees to join talks with Sinn Fein|work=Tuscaloosa News|via=Google News Archive|author=James F Clarity|date=18 September 1997}}</ref>
Trimble leiddi Ulster-sambandssinna í samningaviðræðum allra flokka sem hófust 1997, en ræddi þó aldrei augliti til auglitis við [[Gerry Adams]], formann Sinn Féin. Viðræðurnar leiddu til undirritunar [[Föstudagssáttmálinn|Föstudagssáttmálans]] þann 10. apríl 1998, en með honum var fallist á fyrirkomulag þar sem sambandssinnar og lýðveldissinnar fengu að deila völdum í heimastjórn Norður-Írlands.<ref name="warwicklawsociety2004"/> Samningurinn var samþykktur með 71% atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 22. maí 1998.<ref name="nobelprize1998">{{Cite web|url=http://nobelprize.org/nobel_prizes/peace/laureates/1998/trimble-bio.html |title=David Trimble – Biography |work=NobelPrize.org |accessdate=29 June 2010|publisher=Nobel Prize Organisation}}</ref>
Eftir að samningurinn tók gildi var Trimble kjörinn á þing Norður-Írlands þann 25. júní 1998 og var síðan kjörinn fyrsti ráðherra heimastjórnar Norður-Írlands þann 1. júlí.<ref name="nobelprize1998"/> Ráðherratíð Trimble einkenndist af deilum um það hvernig afvopnunarferli [[Írski lýðveldisherinn|tímabundna írska lýðveldishersins]] skyldi háttað. Meðal annars sagði Trimble af sér sem fyrsti ráðherra þann 1. júlí árið 2001 vegna pattstöðu í viðræðum við írska lýðveldisherinn um eyðingu vopna þeirra í samræmi við samninginn,<ref>{{cite web|url=http://www.nio.gov.uk/agreement.pdf |title=The Agreement |accessdate=3 November 2011|url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20111003065655/http://www.nio.gov.uk/agreement.pdf |archivedate=3 October 2011 |df=dmy|publisher=Northern Ireland Office }}</ref><ref>{{cite news|url=http://www.belfasttelegraph.co.uk/news/local-national/the-long-and-arduous-road-to-paramilitary-decommissioning-14345877.html |title=The long and arduous road to paramilitary decommissioning |publisher=Independent News and Media|work=Belfast Telegraph|date=19 June 2009 |accessdate=29 June 2010}}</ref> en var endurkjörinn þann 5. nóvember sama ár.
Norður-írska heimastjórnin var leyst upp þann 14. október árið 2002 vegna innbyrðis deilna.<ref>{{Vefheimild|titill=Írska heimastjórnin svipt völdum|url=https://timarit.is/page/3696852|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=2002|mánuður=15. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=14. janúar}}</ref> Trimble hafði farið fram á að meðlimum Sinn Féin yrði vísað úr stjórninni vegna ásakana um að þeir hefðu látið viðkvæmar upplýsingar renna til forystumanna írska lýðveldishersins og hafði hótað að segja annars af sér.<ref>{{Vefheimild|titill=Trimble vill síður að heimastjórnin verði leyst upp|url=https://timarit.is/page/3454904|útgefandi=''[[Morgunblaðið]]''|ár=2002|mánuður=12. október|árskoðað=2020|mánuðurskoðað=14. janúar}}</ref> Norður-Írland fékk ekki heimastjórn aftur fyrr en árið 2007. Í kosningum árið 2005 galt Sambandsflokkur Ulster afhroð og Trimble sjálfur datt út af breska þinginu. Hann sagði í kjölfarið af sér sem formaður flokksins. Þann 11. apríl 2006 gekk Trimble á [[lávarðadeild breska þingsins]] sem „Trimble [[barón]] af Lisnagarvey í Antrim-sýslu“.<ref>{{cite news | title = New working life peers unveiled | date = 11 April 2006 | url = http://news.bbc.co.uk/1/hi/uk_politics/4896620.stm | accessdate =18 April 2007 |work=BBC News}}</ref>
Árið 2007 tilkynnti Trimble að hann hefði sagt skilið við Ulster-sambandsflokkinn og gengið í [[Íhaldsflokkurinn (Bretland)|Íhaldsflokkinn]] til þess að geta haft meiri áhrif í breskum stjórnmálum.<ref name="conservatives">{{cite web|title=Statement by the Rt. Hon. The Lord Trimble, Tuesday, 17 April 2007 |publisher=David Trimble|work=Official website |date=17 April 2007 |url=http://www.davidtrimble.org/latestnews_joinstories.htm |accessdate=17 April 2007 |quote=Consequently I have decided to join the Conservatives. |url-status=dead |archiveurl=https://web.archive.org/web/20070703082821/http://www.davidtrimble.org/latestnews_joinstories.htm |archivedate=3 July 2007 }}</ref> Í [[Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Bretlands að ESB 2016|þjóðaratkvæðagreiðslunni um aðild Bretlands að Evrópusambandinu]] árið 2016 studdi Trimble [[Útganga Breta úr Evrópusambandinu|útgöngu úr ESB]].<ref>{{cite news|url=http://www.newsletter.co.uk/news/northern-ireland-news/eu-isn-t-working-on-economic-grounds-trimble-1-7297563|title=EU isn't working on economic grounds: Trimble|publisher=Johnston Publishing|author=Sam McBride|work=The Newsletter|date=26 March 2016|access-date=14 janúar 2020|archive-date=29 mars 2016|archive-url=https://web.archive.org/web/20160329003413/http://www.newsletter.co.uk/news/northern-ireland-news/eu-isn-t-working-on-economic-grounds-trimble-1-7297563|dead-url=yes}}</ref>
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla|
titill=Fyrsti ráðherra Norður-Írlands |
frá=[[1. júlí]] [[1998]]|
til=[[14. október]] [[2002]]|
fyrir=Fyrstur í embætti|
eftir=[[Ian Paisley]]<br>{{small|(2007)}}|
}}
{{Töfluendir}}
{{Friðarverðlaun Nóbels}}
{{DEFAULTSORT:Trimble, David}}
{{fd|1944|2022}}
[[Flokkur:Breskir barónar]]
[[Flokkur:Fyrstu ráðherrar Norður-Írlands]]
[[Flokkur:Handhafar friðarverðlauna Nóbels]]
[[Flokkur:Stjórnmálamenn í breska Íhaldsflokknum]]
pjow1zeu4opou5o4m6ca84ojpvady1o
Lói - Þú flýgur aldrei einn
0
156483
1761879
1742453
2022-07-25T16:36:59Z
Pazio Paz
86662
Minniháttar breyting.
wikitext
text/x-wiki
{{kvikmynd
| nafn = Lói - Þú flýgur aldrei einn
| plagat =
| upprunalegt heiti=
| caption =
| leikstjóri = [[Árni Ólafur Ásgeirsson]]
| handritshöfundur = [[Friðrik Erlingsson]]
| leikarar =
| tónlist = [[Atli Örvarsson]]
| framleiðandi = [[Hilmar Sigurðsson]]<br>[[Ives Agemans]]
| dreifingaraðili =
| klipping = [[Jón Stefánsson]]
| kvikmyndataka =
| land = [[Ísland]]<br>[[Belgía]]
| útgáfudagur = [[Mynd:Flag of Iceland.svg|22px|Ísland]] 1. febrúar 2018 ([[Smárabíó]])<br>[[Mynd:Flag of Turkey.svg|22px|Tyrkland]] 2. mars 2018
| sýningartími = 85 mín
| aldurstakmark =
| tungumál = [[Íslenska]]
| ráðstöfunarfé =
| framhald af =
| framhald =
| verðlaun =
| imdb_id =
}}
'''Lói - Þú flýgur aldrei einn''' er íslensk teiknimynd frá 2018. Myndinni er leikstýrt af [[Árni Ólafur Ásgeirsson|Árna Ólafi Ásgeirssyni]] og skrifuð af [[Friðrik Erlingsson|Friðrik Erlingssyni]].
''Lói - Þú flýgur aldrei einn'' segir frá samnefndum unga sem er ófleygur þegar haustar og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf því að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.<ref>{{Cite web|url=https://www.kvikmyndavefurinn.is/films/nr/1915|title=Lói - þú flýgur aldrei einn|website=Kvikmyndavefurinn|language=is|access-date=2022-01-16}}</ref>
== Leikarar ==
* [[Matthías Matthíasson]] sem Lói
* [[Rakel Björgvinsdóttir]]
* [[Jóhann Sigurðarson]]
* [[Arnar Jónsson]]
* [[Þórunn Erna Clausen]]
* [[Hilmir Snær Guðnason]]
* [[Ólafur Darri Ólafsson]]
== Heimildir ==
<references/>
[[Flokkur:Íslenskar kvikmyndir]]
[[Flokkur:Kvikmyndir frumsýndar 2018]]
ermusqg5hhpq8sd28yqx7nedzqqmv1t
Snið:Forsetar Indlands
10
157986
1761907
1677029
2022-07-26T00:15:08Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Navbox
|name = Forsetar Indlands
|title = {{IND}} Forsetar Indlands
|bodyclass = hlist
|state = collapsed
|image = [[File:Flag of India.svg|border|60px|alt=Fáni Indlands]]
|list1 =
* [[Rajendra Prasad]]
* [[Sarvepalli Radhakrishnan]]
* [[Zakir Husain (politician)|Zakir Hussain]]
* [[V. V. Giri]]
* [[Fakhruddin Ali Ahmed]]
* [[Neelam Sanjiva Reddy]]
* [[Zail Singh]]
* [[R. Venkataraman]]
* [[Shankar Dayal Sharma]]
* [[K. R. Narayanan]]
* [[A. P. J. Abdul Kalam]]
* [[Pratibha Patil]]
* [[Pranab Mukherjee]]
* [[Ram Nath Kovind]]
* [[Droupadi Murmu]]
}}<noinclude>
[[Flokkur:Þemasnið]]</noinclude>
thp4svftjdf4zuq4txd7ro35k9ent29
Kommúnistaflokkur Víetnams
0
164286
1761876
1745611
2022-07-25T14:45:39Z
InternetArchiveBot
75347
Bjarga 1 heimildum og merki 0 sem dauðar.) #IABot (v2.0.8.8
wikitext
text/x-wiki
{{Stjórnmálaflokkur
|flokksnafn_íslenska = Kommúnistaflokkur Víetnams
|flokksnafn_formlegt = Đảng Cộng sản Việt Nam
|mynd =[[Mynd:Emblem of Vietnam Communist Party.png|150px|center|]]
|fylgi =
|litur = #EA0504
|aðalritari= [[Nguyễn Phú Trọng]]
|stofnandi = [[Ho Chi Minh]]
|stofnár = {{start date and age|1930|2|3}}
|félagatal = 5.200.000 (2019)
|höfuðstöðvar = Hung Vuong-gata 1A, [[Ba Đình]], [[Hanoí]]
|hugmyndafræði = [[Kommúnismi]], [[marx-lenínismi]], [[Ho Chi Minh-hugsun]]
|einkennislitur = Rauður {{Colorbox|#EA0504}}
|vettvangur1 = Sæti á þjóðþinginu
|sæti1 = 485
|sæti1alls = 499
|vefsíða = [https://dangcongsan.vn/ dangcongsan.vn]
}}
'''Kommúnistaflokkur Víetnams''' (víetnamska: ''Đảng Cộng Sản Việt Nam'') er [[Kommúnismi|kommúnískur]] og [[Marx-lenínismi|marx-lenínískur]] stjórnmálaflokkur í [[Víetnam]]. Flokkurinn er við stjórn [[flokksræði]]s í landinu og er eini löglegi stjórnmálaflokkurinn samkvæmt stjórnarskrá landsins.
== Söguágrip ==
Flokkurinn var stofnaður af [[Ho Chi Minh]] og öðrum pólitískum útlögum í [[Hong Kong]] í febrúar árið 1930 og hét þá víetnamski kommúnistaflokkurinn.<ref>{{cite book |last=Kolko |first=Gabriel |year=1994 |title=Anatomy of a War: Vietnam, the United States, and the Modern Historical Experience |url=https://archive.org/details/anatomyofwarviet0000kolk |publisher=New Press |isbn=9781565842182 |p=[https://archive.org/details/anatomyofwarviet0000kolk/page/27 27]}}</ref> Í október sama ár tók flokkurinn upp nafnið '''Indókínverski kommúnistaflokkurinn''' (PCI) samkvæmt fyrirmælum [[Alþjóðasamtök kommúnista|Alþjóðasambands kommúnista]] (Komintern) til þess að höfða til vopnaðra baráttumanna hvarvetna að af yfirráðasvæði [[franska Indókína]]; ekki bara Víetnama heldur einnig [[Laos]]a og [[Kambódía|Kambódíumanna]]. Þrátt fyrir þessa útvíkkun á skírskotun flokksins voru það áfram aðallega Víetnamar sem stýrðu honum.
Árið 1935 hélt flokkurinn fyrsta flokksþing sitt í [[Makaó]]. Um svipað leyti komst heimsþing Komintern að þeirri niðurstöðu að stefna skyldi að breiðfylkingu gegn uppgangi [[Fasismi|fasisma]] og að kommúnistaflokkar skyldu starfa með öðrum andfasistahreyfingum þótt þær væru ekki endilega [[Sósíalismi|sósíalískar]]. Það var samkvæmt þessum fyrirmælum sem kommúnistaflokkurinn tók þátt í stofnun sjálfstæðishreyfingarinnar [[Viet Minh]] eftir áttunda flokksþing sitt í maí 1941. Markmið þeirrar hreyfingar var að sameina þjóðernissinna þvert á pólitískar línur til að stuðla að sjálfstæði [[Víetnam]]s.
Árið 1945 leysti indókínverski kommúnistaflokkurinn sig upp í samræmi við þessa stefnu. Í reynd viðhélt Ho Chi Minh þó stjórn og hugmyndafræði kommúnista innan Viet Minh.
Flokkurinn var endurstofnaður árið 1951 en taldi í þetta sinn ekki til sín meðlimi frá Laos eða Kambódíu, sem stofnuðu sín eigin samtök ([[Kommúnistaflokkur Kampútseu|Kommúnistaflokk Kampútseu]] árið 1951 og [[Byltingarflokkur laoskrar alþýðu|Byltingarflokk laoskrar alþýðu]] árið 1955). Í Víetnam var flokkurinn nefndur ''Đảng lao động Việt Nam'' eða Verkalýðsflokkur Víetnams. Í opinberu minnisblaði áskildi víetnamski flokkurinn sér þó rétt til að hafa áfram umsjón með aðgerðum systurflokka sinna í Laos og Kambódíu.<ref>{{cite book |last1=Stuart-Fox |first1=Martin |title=A History of Laos |url=https://archive.org/details/historyoflaos0000stua |publisher=Cambridge University Press |year=1997 |isbn=9780521597463 |ref=CITEREFStuart-Fox1997|pp=[https://archive.org/details/historyoflaos0000stua/page/80 80]-81}}</ref> Samtökin Viet Minh voru formlega leyst upp og nýi flokkurinn tók við mestallri starfsemi þeirra. Ný samtök undir nafninu ''Lien Viêt'' voru stofnuð til að vera opin þjóðernissinnum sem ekki voru kommúnistar en þau nutu lítilla áhrifa. [[Fyrri Indókínastyrjöldin]] gegn Frökkum entist þar til Víetnamar sigruðu Frakka í [[Orrustan við Dien Bien Phu|orrustunni við Dien Bien Phu]] árið 1954.<ref>{{cite book |last=Leifer |first=Michael |title=Dictionary of the Modern Politics of South-East Asia |publisher=[[Taylor & Francis]] |year=1994 |isbn=9780415042192 |ref=CITEREFLeifer1994|pp=175–176}}</ref><ref>{{cite web|url=https://www.cia.gov/library/readingroom/document/cia-rdp78-00915r000400450005-3|title=THE STRUCTURE AND ORGANIZATION OF THE LAO DONG PARTY OF VIET NAM|publisher=[[Central Intelligence Agency]]|date=1. apríl 1956|access-date=2021-07-04|archive-date=2017-05-21|archive-url=https://web.archive.org/web/20170521131700/https://www.cia.gov/library/readingroom/document/cia-rdp78-00915r000400450005-3|dead-url=yes}}</ref>
Árið 1954 skrifaði [[Norður-Víetnam|Alþýðulýðveldið Víetnam]], sem stýrt var af kommúnistaflokknum, undir [[Genfarráðstefnan 1954|sáttmála í Genf]] þar sem Frakkland viðurkenndi sjálfstæði Víetnams en einnig var samþykkt að landinu yrði tímabundið skipt í tvennt. Kommúnistar hlutu stjórn yfir norðurhlutanum en suðurhlutinn var settur undir stjórn [[Bảo Đại]] og brátt undir stjórn [[Suður-Víetnam|Lýðveldisins Víetnam]] (Suður-Víetnam) sem neitaði að viðurkenna Genfarsáttmálann og sameiningu landanna sem var fyrirhuguð árið 1956.
Á þriðja landsþingi kommúnistaflokksins í Hanoí árið 1960 staðfesti flokkurinn að markmið sín væru uppbygging kommúnisma í Norður-Víetnam og stuðningur við byltingu í Suður-Víetnam í því skyni að endursameina ríkin. [[Lê Duẩn]] varð aðalritari flokksins og gegndi þeirri stöðu í gegnum allt [[Víetnamstríðið]] og til dauðadags árið 1986.
Á fjórða landsþingi flokksins árið 1976, eftir endursameiningu Víetnams, tók flokkurinn formlega upp nafnið '''Kommúnistaflokkur Víetnams''' á ný.
==Tilvísanir==
<references/>
{{s|1930}}
[[Flokkur:Kommúnistaflokkar|Víetnams]]
[[Flokkur:Víetnamskir stjórnmálaflokkar]]
m6pqltm2xmy63gjhr08t5iaty114ctq
Notandaspjall:Svavar Kjarrval/Wikidata
3
166168
1761886
1760927
2022-07-25T17:24:54Z
MediaWiki message delivery
35226
Nýr hluti: /* Wikidata weekly summary #530 */
wikitext
text/x-wiki
{{Skjalasafn|
* [[Notandaspjall:Svavar Kjarrval/Wikidata (safn)]] mars 2014 - júlí 2019
* [[Notandaspjall:Svavar Kjarrval/Wikidata (safn 2)]] ágúst 2019 - janúar 2022}}
== Wikidata weekly summary #502 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Closed request for adminship: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/Ameisenigel|Ameisenigel]], welcome!
** New request for comments: [[d:Wikidata:Requests for comment/Automated Manipulation and Calculation|Automated Manipulation and Calculation]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, January 19th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group].
*** Next [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/5VZUWNMOY52KEIV77BBPWYV4OHDR5FFJ/ Wikidata Bug Triage Hour] on January 13th at 18:00 Central Europe Time (17:00 UTC/GMT), in this [https://meet.jit.si/WikidataBugTriageHour Jitsi room]. ''This edition will be an open discussion without a specific theme: you can bring 1-2 Phabricator tickets that you really care about, and we will look at them together and see how we can add relevant information and triage them.''
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Review Wikimedia Foundation’s Linked Open Data Strategy 2021 and community discussion. [https://docs.google.com/document/d/1AlxXVpr5OlRChdKnxyoPCIzqwiiIBoEEuClsE8Mbdok/edit?usp=sharing Agenda], January 11th. [https://zonestamp.toolforge.org/1641920436|convert to local time]!
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/G4JTQNFZZ35GBB3MJ6IROZNBV2II4UWG/ Upcoming Search Platform Office Hours]. Date: Wednesday, January 12th, 2022. Time: 16:00-17:00 GMT / 08:00-09:00 PST / 11:00-12:00 EST / 17:00-18:00 CET & WAT
*** SPARQL queries [https://www.twitch.tv/belett live on Twitch] and in French by Vigneron, January 12 at 19:00 CEST (exceptionally on Wednesday)
*** The ceremony of the 2021 [[m:Special:MyLanguage/Coolest Tool Award|Wikimedia Coolest Tool Award]] will take place virtually on [https://zonestamp.toolforge.org/1642179615 Friday 14 January 2022, 17:00 UTC]. This award is highlighting software tools that have been nominated by contributors to the Wikimedia projects. The ceremony will be a nice moment to show appreciation to our tool developers and maybe discover new tools! [[m:Special:MyLanguage/Coolest Tool Award|Read more about the livestream and the discussion channels.]]
*** LIVE Wikidata editing #66 - [https://www.youtube.com/watch?v=N8AjBrwsv-k YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3147332458885243/ Facebook], January 15 at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#92|Online Wikidata meetup in Swedish #92]], January 16 at 13.00 UTC
**Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #24, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=24 Antonyms]
*** [https://www.validatingrdf.com/tutorial/swat4hcls22/#schedule Creating, maintaining and updating Shape Expressions as EntitySchemas in the Wikimedia ecosystem]. International SWAT4HCLS Conference. 10 - 13 Jan 2022. [http://www.swat4ls.org/workshops/leiden2022/registration/ Register]!
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://observablehq.com/@pac02/an-introduction-to-observable-for-wikidata-users An introduction to Observable for Wikidata users]
*** [https://alexasteinbruck.medium.com/10-useful-things-about-wikidata-sparql-that-i-wish-i-knew-earlier-b0e0ef63c598 10 useful things about Wikidata & SPARQL that I wish I knew earlier]
** Videos
*** Introduction to the interwiki links between Wikidata and Wikipedia (in French) - [https://www.youtube.com/watch?v=4XvPGLI5RMI YouTube]
*** Exploring Wikipedia infobox from Wikidata (in French) - [https://www.youtube.com/watch?v=4ErEKEIwBkA YouTube]
*** WIkimedia CEE Online Meeting 2021
**** Implementing Wikidata in Educational Institutions — CEE Challenges and Opportunities - [https://www.youtube.com/watch?v=7Ie3Pgs6paM YouTube]
**** Add your country to the Wikidata Govdirectory - [https://www.youtube.com/watch?v=4ZZ6ShNvJ2U YouTube]
**** Wikidata automatization and integration with web resources - [https://www.youtube.com/watch?v=5ghEPqo2Yjc YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://www.onezoom.org OneZoom] "tree of life explorer" is an interactive map of the evolutionary links between all living things known to science using Wikidata.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** The Celtic Knot Conference (dedicated to underserved languages on the Wikimedia project, with a strong focus on Wikidata and lexicographical data) will take place online in 2022. You can help the organizers with giving input on topics you'd like to see at the conference. Feel free to [https://wolke.wikimedia.de/apps/forms/yrnHWyBZCY4TWjag fill in the survey] before January 17.
** The page [[d:Wikidata:WikiProject Duplicates/Wikipedia mergers|Wikidata:WikiProject Duplicates/Wikipedia mergers]] has been created, in order to facilitate users when they find duplicate articles in a Wikipedia whose language is unfamiliar to them:
*** if you want to declare that you are available for merging duplicate articles in one or more given Wikipedias, please add your name to this page
*** if you want to find some user able to merge articles in a certain Wikipedia, you can see if there are already available users for that Wikipedia and contact them directly
** New open positions at Wikimedia Deutschland (Wikidata/Wikibase teams)
*** [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/14652423/Product-Manager-Wikibase-Suite-m-f-d-/?jobDbPVId=38096098&l=en Product Manager Wikibase Suite]
*** [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/14686283/Werkstudent-in-International-Software-Collaboration/?jobDbPVId=38177173&l=en Working student in International Software Collaboration]
** Post WikidataCon 2021
*** [[m:WikiProject remote event participation/Documentation/WikidataCon 2021|Documentation of the WikidataCon 2021]] presenting the key tools and lessons learned from the organizing team
*** [[c:File:WikidataCon 2021 Survey report.pdf|Results of the WikidataCon 2021 participants survey]]
*** Video recordings of the WikidataCon 2021 [[d:Wikidata:WikidataCon 2021/Documentation/List of sessions|are currently being uploaded]]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10225|official shop URL]], [[:d:Property:P10228|facilitates flow of]], [[:d:Property:P10229|next level in hierarchy]], [[:d:Property:P10241|is an individual of taxon]], [[:d:Property:P10253|reference image]], [[:d:Property:P10254|associated cadastral district]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10224|Regroupement québécois de la danse (RQD) ID]], [[:d:Property:P10226|Archivio Storico dell'Università degli Studi di Cagliari person ID]], [[:d:Property:P10227|National Library of Ireland ID]], [[:d:Property:P10230|Viber group ID]], [[:d:Property:P10231|WikiStrinda ID]], [[:d:Property:P10232|Volgograd Oblast address register]], [[:d:Property:P10233|NER portfolio ID]], [[:d:Property:P10234|Der Spiegel topic ID]], [[:d:Property:P10235|LocalWiki ID]], [[:d:Property:P10236|Initiale ID]], [[:d:Property:P10237|Joconde representation ID]], [[:d:Property:P10238|Biografisches Handbuch – Todesopfer der Grenzregime am Eisernen Vorhang ID]], [[:d:Property:P10239|Filmovamista.cz film ID]], [[:d:Property:P10240|Arthive person ID]], [[:d:Property:P10242|Lur Encyclopedic Dictionary ID]], [[:d:Property:P10243|NatureServe Explorer ID]], [[:d:Property:P10244|NT Place Names Register ID]], [[:d:Property:P10245|MedlinePlus drug identifier]], [[:d:Property:P10246|MedlinePlus supplement identifier]], [[:d:Property:P10247|eurasian-defence.ru person ID]], [[:d:Property:P10248|everyeye.it ID]], [[:d:Property:P10249|Triple J Unearthed artist ID]], [[:d:Property:P10250|Parque de la Memoria ID]], [[:d:Property:P10251|Bokselskap.no ID]], [[:d:Property:P10252|Digital Mechanism and Gear Library ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/TV3 programme ID|TV3 programme ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Chief/Naa/Traditional ruler|Chief/Naa/Traditional ruler]], [[:d:Wikidata:Property proposal/results in quality|results in quality]], [[:d:Wikidata:Property proposal/official jobs URL|official jobs URL]], [[:d:Wikidata:Property proposal/relative|relative]], [[:d:Wikidata:Property proposal/director of publication|director of publication]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Business valuation|Business valuation]], [[:d:Wikidata:Property proposal/議案番号|議案番号]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Washington Native Plant Society Plant Directory ID|Washington Native Plant Society Plant Directory ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TVFPlay series ID|TVFPlay series ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/UKÄ standard classification of Swedish science topics 2016|UKÄ standard classification of Swedish science topics 2016]], [[:d:Wikidata:Property proposal/New York Flora Atlas ID|New York Flora Atlas ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/UKÄ standard classification of Swedish science topics 2011|UKÄ standard classification of Swedish science topics 2011]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NLC FL Sys. No.|NLC FL Sys. No.]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Senators of Spain (1834-1923)|Senators of Spain (1834-1923)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Finnish real property ID|Finnish real property ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TV3 video ID|TV3 video ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/OpenAlex ID|OpenAlex ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS Sardinia IDs|IRIS Sardinia IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CineCartaz|CineCartaz]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifiant Inventaire national du Patrimoine culturel immatériel|identifiant Inventaire national du Patrimoine culturel immatériel]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Numista type number|Numista type number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Indeed company ID|Indeed company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/DFG Science Classification|DFG Science Classification]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SPLC group ID|SPLC group ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AMS Glossary of Meteorology ID|AMS Glossary of Meteorology ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/EtymWb lemma ID|EtymWb lemma ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Wörterbuch der Präpositionen ID|Wörterbuch der Präpositionen ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/archive-ouverte Unige ID|archive-ouverte Unige ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Catalogo Generale dei Beni Culturali work ID|Catalogo Generale dei Beni Culturali work ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/rus.team person ID|rus.team person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Hessian Literature Council author ID|Hessian Literature Council author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bergen byleksikon ID|Bergen byleksikon ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CNGAL Entry ID|CNGAL Entry ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4er9 Authors without field of work but with topic-tagged publications]
*** [https://w.wiki/4eQL Compound first names starting with "John" (and the number of uses on Wikidata)] ([https://twitter.com/slaettaratindur/status/1479195688680497156 Source])
*** [https://w.wiki/4ePw Presidents of Brazil with the most awards] ([https://twitter.com/lubianat/status/1479181335428218880 Source])
*** [https://w.wiki/4eM6 Locations of parishes across Scotland] ([https://twitter.com/MappingScotsRef/status/1479113657866854408 Source])
*** [https://w.wiki/4f5a Map of where Roman Catholic Popes were born] ([https://twitter.com/LArtour/status/1478632665465167872 Source])
*** [https://w.wiki/4dvS Birth place of people who are described in the Encyclopaedia Britannica, the Great Russian Encyclopedia, the Great Catalan Encyclopedia and the Store Norske Leksikon] ([https://twitter.com/theklaneh/status/1478434721105428481 Source])
*** [https://w.wiki/4dYp Various kinds of New Year's celebrations in the world] ([https://twitter.com/wikidataid/status/1478331625695899650 Source])
*** [https://w.wiki/4fKM World map of recent censuses known at Wikidata for each decade] ([[d:Property_talk:P8701#World_map_of_recent_censuses_known_at_Wikidata_for_each_decade|source]]) select decade on the right side
*** [https://w.wiki/4fL9 Non-English labels for a set of objects, with the names of the languages] ([[d:User:MartinPoulter/queries/khalili#Non English_labels_for_Khalili_Collections_items|source]])
* '''Development'''
** Getting the [[d:Wikidata:Mismatch Finder|Wikidata:Mismatch Finder]] ready for release. Focusing on adding statistics.
** Fixed an issue where statement editing was broken in some older browser ([[phab:T298001]])
** Made it so that grammatical features on a Form of a Lexeme can be ordered consistently across all Lexemes ([[phab:T232557]])
** Working on an issue where changes from Wikidata don't get sent to the other wikis for the initial adding of the sitelink to an Item ([[phab:T233520]])
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Looking back at 2021'''
** Developments rolled out in 2021:
*** New updater for the Wikidata Query Service to help it keep up with the large number of edits on Wikidata
*** [https://query.wikidata.org/querybuilder Query Builder] to make it easier for people to create SPARQL queries without having to know SPARQL
*** [https://item-quality-evaluator.toolforge.org Item Quality Evaluator] to make it easy to find the highest and lowest quality Items in a topic area
*** [https://github.com/wmde/wikidata-constraints-violation-checker Constraints Violations Checker] is a small command-line tool that gives constraint violation statistics for a set of Items to make it easier to find the Items that need more work
*** [https://wikidata-analytics.wmcloud.org/app/CuriousFacts Curious Facts] finds anomalies in the data in Wikidata and offers them up for review and amusement
*** [https://wmde.github.io/wikidata-map/dist/index.html Wikidata Map] to see the distribution of Wikidata's Items across the world and the connections between them
*** [https://wikidata-analytics.wmcloud.org/app/CurrentEvents Current Events] to make it easy to see what's currently a hot topic in the world and being edited a lot on Wikidata
** New entities in 2021:
***Items [[d:Q104595000|Q104595000]] (approx.) to [[d:Q110342868|Q110342868]]
***Properties [[d:Property:P9003|P9003]] to [[d:Property:P10223|P10223]]
***Lexemes [[d:Lexeme:L400170|L400170]] (approx.) to [[d:Lexeme:L625164|L625164]]
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 01 10|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 10. janúar 2022 kl. 15:13 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22562865 -->
== Wikidata weekly summary #503 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Open request for adminship: [[Wikidata:Requests for permissions/Administrator/MSGJ|MSGJ]] (RfP scheduled to end after 20 January 2022 17:45 UTC)
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, January 19th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group]. ''The Wikidata and Wikibase office hours are online events where the development team present what they have been working on over the past quarter, and the community is welcome to ask questions and discuss important issues related to the development of Wikidata and Wikibase.''
*** SPARQL queries [https://www.twitch.tv/belett live on Twitch] and in French by Vigneron, January 18 at 19:00 CEST
*** LIVE Wikidata editing #67 - [https://www.youtube.com/watch?v=S8doF7FFwU4 YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3152103715074784/ Facebook], January 22 at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#93|Online Wikidata meetup in Swedish #93]], January 23 at 13.00 UTC
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #25, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=25 Volcano]
*** #1Lib1Ref campaign runs runs from January 15th to February 5th. [[m:The_Wikipedia_Library/1Lib1Ref/Participate#Creating_Wikidata_items_related_to_works_on_Wikisource|Contribute by creating Wikidata items for texts and authors on Wikisource]].
** Past:
*** Bug Triage Hour ([https://etherpad.wikimedia.org/p/WikidataBugTriageHour log]). The next session will be announced here in the Wikidata Weekly Summary and on the Wikidata mailing-list.
*** Wikimedia [[m:Coolest Tool Award|Coolest Tool Award]] 2021 ([https://www.youtube.com/watch?v=cdnwhDAdrxE replay on YouTube])
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://observablehq.com/@pac02/tour-de-frances-stage-winners Tour de France's stage winners] an Observable notebook to explore Tour de France's data using SPARQL and Observable's Plot library.
*** [https://chem-bla-ics.blogspot.com/2022/01/wikidata-open-infrastructures.html Wikidata, Open Infrastructures, Recognition & Rewards]
*** [https://blog.sperrobjekt.de/content/1000545-EqualStreetNames-Wiesbaden.html Equal Street Names Wiesbaden]
** Videos
*** Using Wikimedia Commons and Wikidata to mport a book into Wikisource -[https://www.youtube.com/watch?v=PPTepM7_Ghc YouTube]
*** Musicbrainz.org and wikidata.org - What can we learn from the designs and how to use the API's to extract information - [https://www.youtube.com/watch?v=S1QgXqOD5S0 YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://wikitrivia.tomjwatson.com/ Wiki History Game] is a game based on Wikidata where you have to put events in order of when they happened.
** [https://wikicite-graphql.herokuapp.com/ GraphQL demo for WikiCite] is a simple GraphQL interface to Wikidata.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [https://twitter.com/QUTDataScience/status/1481141478940639232 Do you have an idea you want to explore & want to investigate it using Wikidata? Apply for a WMAU fellowship grant].
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10253|reference image]], [[:d:Property:P10254|associated cadastral district]], [[:d:Property:P10263|admission yield rate]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10249|Triple J Unearthed artist ID]], [[:d:Property:P10250|Parque de la Memoria ID]], [[:d:Property:P10251|Bokselskap.no ID]], [[:d:Property:P10252|Digital Mechanism and Gear Library ID]], [[:d:Property:P10255|oKino.ua film ID]], [[:d:Property:P10256|AMPAS collections item ID]], [[:d:Property:P10257|Pipe Organ Database organ ID]], [[:d:Property:P10258|UNICA IRIS author ID]], [[:d:Property:P10259|IRIS UNISS author ID]], [[:d:Property:P10260|AMS Glossary of Meteorology ID]], [[:d:Property:P10261|EtymWb lemma ID]], [[:d:Property:P10262|Offizielle Deutsche Charts album ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Business valuation|Business valuation]], [[:d:Wikidata:Property proposal/議案番号|議案番号]], [[:d:Wikidata:Property proposal/podcast image url|podcast image url]], [[:d:Wikidata:Property proposal/list of TV show episode|list of TV show episode]], [[:d:Wikidata:Property proposal/XJustiz registration court ID|XJustiz registration court ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/LinkedIn showcase ID|LinkedIn showcase ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/religious community|religious community]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Bergen byleksikon ID|Bergen byleksikon ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CNGAL Entry ID|CNGAL Entry ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Amazon podcast ID|Amazon podcast ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Podchaser numeric ID|Podchaser numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Linguistic Atlas of Late Mediaeval English ID|Linguistic Atlas of Late Mediaeval English ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Football Federation of Armenia ID|Football Federation of Armenia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Union of Bulgarian Composers ID|Union of Bulgarian Composers ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Habr company ID|Habr company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Douban book Works ID|Douban book Works ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/German Lobbyregister-ID|German Lobbyregister-ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Google Arts & Culture entity ID2|Google Arts & Culture entity ID2]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Vesti.ru dossier ID|Vesti.ru dossier ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Catalogue of Life ID 2|Catalogue of Life ID 2]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Orthodoxie.com topic ID|Orthodoxie.com topic ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Russian Jewry ID|Encyclopedia of Russian Jewry ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Wikisimpsons ID|Wikisimpsons ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Réseau documents d'artistes ID|Réseau documents d'artistes ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Millattashlar ID|Millattashlar ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Transphoto city ID|Transphoto city ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS national research institutes IDs|IRIS national research institutes IDs]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4gSt Things that turned 20 years old today] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1481713498023501824 source])
*** [http://w.wiki/4fu9 Irish artists and their relationships] ([https://twitter.com/restlesscurator/status/1481276819554852866 source])
*** [https://w.wiki/4gT3 Eating or drinking establishments near you (1.5 radius)] ([https://twitter.com/SPARQLCRMSUPPE/status/1481180146421936129 source])
*** [https://w.wiki/4hGr Most common day for UK by-elections since 1880] ([https://twitter.com/generalising/status/1482822129427132417 source])
* '''Development'''
** Fixed an issue where making changes with sitelinks were not fully dispatched to the clients ([[phab:T233520]])
** Mismatch Finder: Improved the texts in the tool to be more understandable after testing
** Mismatch Finder: added a way to get statistics about all the reviews that have been done in the tool and what is still awaiting review
** Special:NewLexeme: kicked off the development work to improve the page in order to make it more understandable
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 01 17|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 17. janúar 2022 kl. 15:26 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22611699 -->
== Wikidata weekly summary #504 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Closed request for adminship: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/MSGJ|MSGJ]] (Successful). Welcome onboard \o/
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The [https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.01.27 next Wikibase live session] is 16:00 UTC on Thursday 27th January 2022 (17:00 Berlin time). What are you working on around Wikibase? You're welcome to come and share your project with the community.
*** Editing with OpenRefine [https://www.twitch.tv/belett live on Twitch] and in French by Vigneron, January 25 at 19:00 CET (UTC+1)
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Professor Pascal Martinolli speaking on tabletop role-playing game citations practices and Wikidata, [https://docs.google.com/document/d/1PF2DVZXEx5Z1Mxwl0N2JOqe2RwpopDJMTMaCd3PVuSw/edit# January 25th].
*** LIVE Wikidata editing #68 - [https://www.youtube.com/watch?v=0_FPieB6So4 YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3157394024545753/ Facebook], January 29 at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#93|Online Wikidata meetup in Swedish #94]], January 30 at 13.00 UTC
*** [[d:Wikidata talk:Lexicographical data/Documentation/Languages/br|Online workshop]] in French about Breton lexicographical data, by Envlh and Vigneron, January 30 at 15:00 CET (UTC+1)
*** On Tuesday, February 22, the OpenRefine team hosts [[c:Commons:OpenRefine/Community_meetup_22_February_2022|a community meetup to present current and future work on Structured Data on Commons support in OpenRefine]].
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #26, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=26 Bees]
*** #1Lib1Ref campaign runs runs from January 15th to February 5th. [[m:The_Wikipedia_Library/1Lib1Ref/Participate#Creating_Wikidata_items_related_to_works_on_Wikisource|Contribute by creating Wikidata items for texts and authors on Wikisource]].
** Past:
*** Wikidata/Wikibase office hour ([[d:Wikidata:Events/IRC office hour 2022-01-19|2022-01-19]])
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://www.opensanctions.org/articles/2022-01-18-peppercat/ The CIA lost track of who runs the UK, so I picked up the slack] featured on [https://news.ycombinator.com/item?id=29976576 Hacker News]
*** [https://www.lehir.net/solving-wordle-sutom-and-al-with-sparql-queries-on-wikidata/ Solving Wordle, Sutom, and al. with SPARQL queries on Wikidata]
*** [https://www.theverge.com/tldr/2022/1/17/22888461/wikitrivia-web-game-timeline-wikidata-events-fixing-data Wikitrivia is a web game that challenges your knowledge of historical dates]
*** [https://www.infobae.com/america/tecno/2022/01/19/wikitrivia-el-juego-viral-que-pone-a-prueba-cuanto-sabe-de-historia/ Wikitrivia, the viral game that tests how much you know about history] (in Spanish)
*** [https://www.smithsonianmag.com/blogs/smithsonian-libraries-and-archives/2022/01/18/100-women-in-science-in-smithsonian-history/ 100 Women in Science in Smithsonian History]
** Papers
*** [https://www.jlis.it/index.php/jlis/article/view/439 Wikidata: a new perspective towards universal bibliographic control]
*** [https://www.dpconline.org/news/twgn-wikidata-gen Wikidata for Digital Preservationists: New DPC Technology Watch Guidance Note now available on general release]
** Videos
*** [WORKSHOP] Wikidata and libraries: tools for information managers (in Spanish) - [https://www.youtube.com/watch?v=hobjhuWDOAY YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://observablehq.com/@pac02/comparator-compare-named-entities-cited-in-two-wikipedia-a Comparator] compare the list of cited entities across two different wikipedia articles using Wikidata and SPARQL
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Wikidata Lexemes forms:
*** [https://twitter.com/LucasWerkmeistr/status/1482780512712335360 Now supports the Odia language]
*** [https://lexeme-forms.toolforge.org/template/spanish-verb/ Substantially expanded template for Spanish verbs]
** How many triples are added when certain edits are made? ... [[d:User:Mahir256/Triples|User:Mahir256/Triples]]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10263|admission yield rate]], [[:d:Property:P10273|Corruption Perceptions Index]], [[:d:Property:P10280|category for honorary citizens of entity]], [[:d:Property:P10286|podcast image url]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10260|AMS Glossary of Meteorology ID]], [[:d:Property:P10261|EtymWb lemma ID]], [[:d:Property:P10262|Offizielle Deutsche Charts album ID]], [[:d:Property:P10264|ARCHER ID]], [[:d:Property:P10265|Senators of Spain (1834-1923) ID]], [[:d:Property:P10266|AdoroCinema person ID]], [[:d:Property:P10267|Kinofilms.ua film ID]], [[:d:Property:P10268|Kinofilms.ua actor ID]], [[:d:Property:P10269|kino-teatr.ru film ID]], [[:d:Property:P10270|Hermitage Museum work ID]], [[:d:Property:P10271|Engineer's Line Reference]], [[:d:Property:P10272|Archive ouverte UNIGE ID]], [[:d:Property:P10274|Union of Bulgarian Composers ID]], [[:d:Property:P10275|AsianWiki ID]], [[:d:Property:P10276|ENEA-IRIS Open Archive author ID]], [[:d:Property:P10277|METRICA author ID]], [[:d:Property:P10278|Encyclopedia of Russian Jewry ID]], [[:d:Property:P10279|TVFPlay series ID]], [[:d:Property:P10281|Orthodoxie.com topic ID]], [[:d:Property:P10282|Slangopedia ID]], [[:d:Property:P10283|OpenAlex ID]], [[:d:Property:P10284|iCSO ID]], [[:d:Property:P10285|Indeed company ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/LinkedIn showcase ID|LinkedIn showcase ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/religious community|religious community]], [[:d:Wikidata:Property proposal/subpopulation 3|subpopulation 3]], [[:d:Wikidata:Property proposal/type of register|type of register]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifier in a register|identifier in a register]], [[:d:Wikidata:Property proposal/phrase in hiero markup|phrase in hiero markup]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Vesti.ru dossier ID|Vesti.ru dossier ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Catalogue of Life ID 2|Catalogue of Life ID 2]], [[:d:Wikidata:Property proposal/XJustiz registration court ID|XJustiz registration court ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Wikisimpsons ID|Wikisimpsons ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Réseau documents d'artistes ID|Réseau documents d'artistes ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Millattashlar ID|Millattashlar ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Transphoto city ID|Transphoto city ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Grand Duchy of Lithuania Encyclopedia ID|Grand Duchy of Lithuania Encyclopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Archivio Biografico Comunale (Palermo) ID|Archivio Biografico Comunale (Palermo) ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Sceneweb artist ID|Sceneweb artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Index to Organism Names ID|Index to Organism Names ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Leopoldina member web site ID|Leopoldina member web site ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Dico en ligne Le Robert ID|Dico en ligne Le Robert ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/LastDodo-area-id|LastDodo-area-id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SberZvuk ID|SberZvuk ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/North Data company ID|North Data company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gardens Navigator ID|Gardens Navigator ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SAHRA heritage objects ID|SAHRA heritage objects ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ezeri.lv ID|ezeri.lv ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SAHA player ID|SAHA player ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/norsk fangeregister fangeleir ID|norsk fangeregister fangeleir ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Mnemosine ID|Mnemosine ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/World Economic Forum ID|World Economic Forum ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Apple Podcasts podcast episode ID|Apple Podcasts podcast episode ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4j6Z Map of tramways in France]
*** [https://w.wiki/4j5D Map of categories for honorary citizens] ([[d:Property talk:P10280|source]])
*** [https://w.wiki/4hr5 Map of the Medieval universities and its founding date] ([https://twitter.com/larswillighagen/status/1483586097166888964 source])
*** [https://w.wiki/4jKL Camps/subcamps within a 20km radius of your location] ([https://twitter.com/SPARQLCRMSUPPE/status/1485529805676240900 source])
*** [https://w.wiki/4iin Taxa found at Fazenda Tamanduá] (Sertão of Paraíba - Brazil) ([https://twitter.com/lubianat/status/1484630713722937346 source])
*** [https://w.wiki/4hwA Birthplace of Rabbis] ([https://twitter.com/sharozwa/status/1483731259985694722 source])
*** [https://w.wiki/4haR Italian parliamentarians and ministers aged between 50 and 80] ([https://twitter.com/nemobis/status/1483217197858279429 source])
*** [https://w.wiki/4hZB Female Irish scientists in Wikidata without a Wikipedia article] ([https://twitter.com/Jan_Ainali/status/1483168128632827910 source])
*** [https://w.wiki/4hoz Places in the Hautes-Alpes that are the subject of an article on Wikipedia in at least 10 languages] ([https://twitter.com/slaettaratindur/status/1483533204090990599 source])
* '''Development'''
** Enabling usage tracking specifically for statements on Waray, Armenian and Cebuano Wikipedias ([[phab:T296383]], [[phab:T296382]], [[phab:T296384]])
** Implementing basic version of mul language code and deploying it to Test Wikidata ([[phab:T297393]])
** Preparing an event centered on reusing Wikidata's data
** Mismatch Finder: Been in touch with people who can potentially provide the first mismatches to load into the new tool for the launch. Finalized the statistics part.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 01 24|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 24. janúar 2022 kl. 14:55 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22665337 -->
== Wikidata weekly summary #505 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/GretaHeng18bot|GretaHeng18bot]]
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/Pi bot 24|Pi bot 24]]
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/IndoBot|SchoolBot]]
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/companyBot|companyBot]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** Talk to the Search Platform Team about anything related to Wikimedia search, Wikidata Query Service, Wikimedia Commons Query Service, etc.! February 2nd, 2022. [https://etherpad.wikimedia.org/p/Search_Platform_Office_Hours Etherpad].
*** LIVE Wikidata editing #69 - [https://www.youtube.com/watch?v=Rbltj1x8L2E YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3162728574012298/ Facebook], February 5 at 19:00 UTC
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/R3UTAWBHZ74SPCOPVR57U6MEQCXWP64R/ Wikimedia Research February Office Hours] [https://zonestamp.toolforge.org/1643760056 Wednesday, 2022-02-02 at 00:00-1:00 UTC (16:00 PT 02-01 /19:00 ET 02-01 / 1:00 CET 02-02]).
*** [[Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022|Data Reuse Days]] will take place on March 14-24, highlighing applications and tools using Wikidata's data. You can already [[d:Wikidata talk:Events/Data Reuse Days 2022|propose a session]].
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #27, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=27 Numbers (1/n)]
** Past:
*** Editing with OpenRefine [https://www.twitch.tv/belett live on Twitch] and in French by Vigneron
*** Wikibase Live Session ([https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.01.27 2022.01.27])
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Press
*** "[https://www.nature.com/articles/d41586-022-00138-y Massive open index of scholarly papers launches]" - called OpenAlex, it draws its data from sources including Wikidata
** Blogs
*** [[:d:Q110087116|OpenSanctions]] is [https://www.opensanctions.org/articles/2022-01-25-wikidata/ integrating persons of interest from Wikidata]
*** [https://observablehq.com/@pac02/celebrating-the-2-000-featured-articles-milestone-in-wikip Celebrating the 2,000 featured articles milestone in Wikipedia in French]: Using the Wikipedia Categorymembers API through a SPARQL query to get all articles featured in category "Article de qualité" and compute statistics.
*** [https://blog.library.si.edu/blog/2022/01/19/smithsonian-libraries-and-archives-wikidata-using-linked-open-data-to-connect-smithsonian-information/#.Yfbd4lvMKV6 Smithsonian Libraries and Archives & Wikidata: Using Linked Open Data to Connect Smithsonian Information]
*** [https://voxeu.org/article/origin-gender-gap The origin of the gender gap]
** Videos
*** [https://www.youtube.com/watch?v=0PqgTtnciyg Wikidata as a Modality for Accessible Clinical Research]
*** [https://www.youtube.com/watch?v=WDppa_5RfwI Working with Siegfried, Wikidata, and Wikibase]
* '''Tool of the week'''
** Basque version of Wordle using Wikidata's lexicographic data. [https://wordle.talaios.coop Check it out]!
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** WDQS scaling update for Jan 2022 available [[Wikidata:SPARQL_query_service/WDQS-scaling-update-jan-2022|here]]. ''We will be trying to do monthly updates starting this month.''
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10280|category for honorary citizens of entity]], [[:d:Property:P10286|podcast logo URL]], [[:d:Property:P10290|hotel rating]], [[:d:Property:P10300|dpi for original size]], [[:d:Property:P10308|director of publication]], [[:d:Property:P10311|official jobs URL]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10279|TVFPlay series ID]], [[:d:Property:P10281|Orthodoxie.com topic ID]], [[:d:Property:P10282|Slangopedia ID]], [[:d:Property:P10283|OpenAlex ID]], [[:d:Property:P10284|iCSO ID]], [[:d:Property:P10285|Indeed company ID]], [[:d:Property:P10287|DFG Science Classification]], [[:d:Property:P10288|Muz-TV ID]], [[:d:Property:P10289|Podchaser numeric ID]], [[:d:Property:P10291|Wikisimpsons ID]], [[:d:Property:P10292|Wörterbuch der Präpositionen ID]], [[:d:Property:P10293|Tretyakov Gallery work ID]], [[:d:Property:P10294|Grand Duchy of Lithuania encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10295|Amazon podcast ID]], [[:d:Property:P10296|Habr company ID]], [[:d:Property:P10297|Google Arts & Culture entity ID]], [[:d:Property:P10298|Sceneweb artist ID]], [[:d:Property:P10299|Leopoldina member web site ID]], [[:d:Property:P10301|German Lobbyregister ID]], [[:d:Property:P10302|Film.ru actor ID]], [[:d:Property:P10303|Film.ru film ID]], [[:d:Property:P10304|Apple Podcasts podcast episode ID]], [[:d:Property:P10305|StarHit ID]], [[:d:Property:P10306|North Data ID]], [[:d:Property:P10307|CYT/CCS]], [[:d:Property:P10309|LKI ID]], [[:d:Property:P10310|Unified book number]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/has member|has member]], [[:d:Wikidata:Property proposal/register in Germany|register in Germany]], [[:d:Wikidata:Property proposal/dailytelefrag.ru ID|dailytelefrag.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/time in the pouch|time in the pouch]], [[:d:Wikidata:Property proposal/semantic gender|semantic gender]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Game World Navigator ID|Game World Navigator ID]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Mnemosine ID|Mnemosine ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/World Economic Forum ID|World Economic Forum ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CHY Number|CHY Number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/OpenSanctions ID|OpenSanctions ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifiant Les Archives du spectacle (organisme)|identifiant Les Archives du spectacle (organisme)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Japanese Canadian Artists Directory ID|Japanese Canadian Artists Directory ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/histrf.ru person ID|histrf.ru person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Vsemirnaya Istoriya Encyclopedia ID|Vsemirnaya Istoriya Encyclopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kaspersky Encyclopedia ID|Kaspersky Encyclopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Chgk person ID|Chgk person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Latvijas ūdenstilpju klasifikatora kods|Latvijas ūdenstilpju klasifikatora kods]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RCN (Irish Registered Charity Number)|RCN (Irish Registered Charity Number)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RBC company ID|RBC company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/OpenStates ID|OpenStates ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NetEase Music Artist ID|NetEase Music Artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/QQ Music Singer ID|QQ Music Singer ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Euro NCAP ID|Euro NCAP ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PlayGround.ru ID|PlayGround.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Viki ID|Viki ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Absolute Games developer and publisher IDs 2|Absolute Games developer and publisher IDs 2]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4jbt US states with the most punk bands] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1485908042436726790 source])
*** [https://w.wiki/4jSi List of Ghanaian scientists by citation count] ([https://twitter.com/WikidataGhana/status/1485657254305148928 source])
*** [https://w.wiki/4krb Actresses who have played Elizabeth Bennett in Pride and Prejudice, with type of production] ([https://twitter.com/lirazelf/status/1487037560006320129 source])
*** [https://w.wiki/4mEx MPs with identified mythical ancestors]
*** [https://w.wiki/4mE$ Items with "language of work or name = Toki Pona" as qualifier]
*** [https://w.wiki/4mG8 Timeline of 1st women practising a given sports discipline ] ([https://twitter.com/medi_cago/status/1487549749830078471 source])
*** [https://w.wiki/4mFy Water boards in the Netherlands] ([https://twitter.com/Jan_Ainali/status/1487538209932328967 source])
*** Birthplaces of [https://w.wiki/4mWE US Presidents], [https://w.wiki/4mWH Russian emperors], [https://w.wiki/4mWJ Roman emperors] ([https://twitter.com/LArtour/status/1487342003696328704 source])
*** [https://w.wiki/4ksg Age of the actress when she played "Elizabeth Bennet"] [https://twitter.com/belett/status/1487052603129278467 (source)]
*** [https://w.wiki/4mWd People with dates of birth and death on January 1st (day precision dates)] ([[d:Property_talk:P570#Queries|source]])
*** [https://w.wiki/4mXQ More than 500 lexemes in Breton now have at least one sense] ([https://twitter.com/envlh/status/1487909849652514824 source])
* '''Development'''
** Continuing work on adding the mul language code for labels, descriptions and aliases. ([[phab:T297393]])
** Enabled statement usage tracking for Cebuano, Armenian and Warai Warai to ensure fine-grained notifications about edits on Wikidata on those Wikipedias ([[phab:T296383]], [[phab:T296382]], [[phab:T296384]])
** Continuing work on fixing a bug where Wikidata changes do not get sent to Wikipedia and co for the first sitelink adding leading to missing information in the page_props table ([[phab:T233520]])
** Continuing work on making sure the Wikidata search box works with the new Vector skin improvements ([[phab:T296202]])
** Mismatch Finder: Debugging some issues with the first files we got with mismatches that we can load into the Mismatch Finder
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 01 31|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 31. janúar 2022 kl. 15:45 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22725879 -->
== Wikidata weekly summary #506 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/MystBot|MystBot]]
** Other: [[d:Property_talk:P396#Discussion_about_replacing_values_with_a_new_format_or_scheme|Discussion about replacing values with a new format or scheme for "SBN author ID" (P396), an identifier for National Library Service (SBN) of Italy]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
**Upcoming:
*** The Data Reuse Days will bring together Wikidata editors and data reusers on March 14-24 - we're currently building the schedule. [[d:Wikidata_talk:Events/Data_Reuse_Days_2022#Template_for_session_proposal|Join us and discover many cool projects!]]
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Andy Mabbett on the "Cite Q" template that uses data from Wikidata in Wikipedia citations and Crystal Clements on setting the framework for a future discussion on addressing ethical concerns surrounding representation of gender for living persons in Wikidata, February 8th. [https://docs.google.com/document/d/1n4FkfAUUHIMC7BO10ACVLhVWbvu4-2ztrbKWXltIVOE/edit?usp=sharing Agenda]
*** Wikidata Query Service scaling: You can join 2 calls and provide feedback at the 2 WDQS scaling community meetings on Thursday, 17 Feb 2022 18:00 UTC, and Monday 21 Feb 2022 18:00 UTC. [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/KPA3CTQG2HCJO55EFZVNINGVFQJAHT4W/ Full details here].
*** [https://www.twitch.tv/belett Live on Twitch] and in French about Academic bibliographical data and Scholia by Vigneron and Jsamwrites, February 8 at 19:00 CET (UTC+1)
*** LIVE Wikidata editing #70 - [https://www.youtube.com/watch?v=LUJjCnL72ak YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3168371536781335/ Facebook], February 12 at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#95|Online Wikidata meetup in Swedish #95]], February 13 at 13.00 UTC
** Ongoing:
*** [[w:Wikipedia:Meetup/Toronto/Black History Edit-A-Thon (February 2022)|Black History Edit-A-Thon (February 2022)]]
*** Weekly Lexemes Challenge #28, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=28 Computer]
** Past:
*** LIVE Wikidata editing #69 - [https://www.youtube.com/watch?v=3lNOxhazTwI YouTube]
*** Jan Ainali, GovDirectory. Using Wikidata to Connect Constituents With Their Government - [https://www.conferencecast.tv/talk-44689-using-wikidata-to-connect-constituents-with-their-government?utm_campaign=44689&utm_source=youtube&utm_content=talk Civic Hacker Summit, November 2021]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://zbw.eu/labs/en/blog/how-to-matching-multilingual-thesaurus-concepts-with-openrefine How-to: Matching multilingual thesaurus concepts with OpenRefine]
*** [https://commonists.wordpress.com/2022/02/02/wikidata-and-the-sum-of-all-video-games-%e2%88%92-2021-edition/ Wikidata and the sum of all video games − 2021 edition], by [[:d:User:Jean-Frédéric|Jean-Frédéric]]
*** [https://www.lehir.net/importing-a-breton-dictionary-from-wikisource-into-wikidata-lexicographical-data/ Importing a Breton dictionary from Wikisource into Wikidata lexicographical data], by [[:d:User:Envlh|Envlh]]
*** [https://addshore.com/2022/02/profiling-a-wikibase-item-creation-on-test-wikidata-org/ Profiling a Wikibase item creation on test.wikidata.org] by [[User:Addshore|Addshore]]
*** [https://wikibase.consulting/fast-bulk-import-into-wikibase/ Fast Bulk Import Into Wikibase]
** Papers
*** [https://arxiv.org/pdf/2202.00291.pdf XAlign: Cross-lingual Fact-to-Text Alignment and Generation for Low-Resource Languages]
** Videos
*** Wikidata: A knowledge graph for the earth sciences? - [https://www.youtube.com/watch?v=3oN67CfirDI YouTube]
*** Activate Faktamall biografi WD gadget (see Wikidata info in Wikipedia) - [https://www.youtube.com/watch?v=z0CU9eaIh04 YouTube]
*** Wikidata workshop: interwiki links (Questions) - [https://www.youtube.com/watch?v=EHI59WavSNk 1], [https://www.youtube.com/watch?v=tRnu9pSlcoQ 2] & [https://www.youtube.com/watch?v=2Bl4yQcBwOg 3] (YouTube)
*** Wikidata Tutorial (in German): [https://www.youtube.com/watch?v=VNm2TYOcMco create a user account on Wikidata], [https://www.youtube.com/watch?v=nWzJueFZnCw add an institution's website to Wikidata]
* '''Tool of the week'''
** [https://vrandezo.github.io/wikidata-edit-map/ Wikidata edit map] by [[d:User:Denny|Denny]] puts a dot on the map whenever an Item with a geocoordinate is edited.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
**[[d:Help:Dates#January 1 as date|January 1st as date]]
**Wikidata has 2,540,891 items for people with both date of birth and date of death. There are 9 redirects for every 100 such items. ([[d:Wikidata:Database reports/identical birth and death dates/1|source]]). 2000 people share dates of birth and death with another person.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10316|dpi for A4 printing]], [[:d:Property:P10322|time in the pouch]], [[:d:Property:P10339|semantic gender]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10312|AAGM artwork ID]], [[:d:Property:P10313|Domain suburb profile ID]], [[:d:Property:P10314|Archivio Biografico Comunale (Palermo) ID]], [[:d:Property:P10315|Artland fair ID]], [[:d:Property:P10317|Artland gallery ID]], [[:d:Property:P10318|Douban book series ID]], [[:d:Property:P10319|Douban book works ID]], [[:d:Property:P10320|Les Archives du spectacle organization ID]], [[:d:Property:P10321|Urban Electric Transit city ID]], [[:d:Property:P10323|Bergen byleksikon ID]], [[:d:Property:P10324|Ezeri.lv lake ID]], [[:d:Property:P10325|Japanese Canadian Artists Directory ID]], [[:d:Property:P10326|ICPSR Geographic Names Thesaurus ID]], [[:d:Property:P10327|ICPSR Organization Names Authority List ID]], [[:d:Property:P10328|ICPSR Personal Names Authority List ID]], [[:d:Property:P10329|ICPSR Subject Thesaurus ID]], [[:d:Property:P10330|Bugs! music video ID]], [[:d:Property:P10331|Washington Native Plant Society Plant Directory ID]], [[:d:Property:P10332|Kaspersky Encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10333|New York Flora Atlas ID]], [[:d:Property:P10334|doollee.com literary agent ID]], [[:d:Property:P10335|doollee.com play ID]], [[:d:Property:P10336|doollee.com play publisher ID]], [[:d:Property:P10337|doollee.com playwright ID]], [[:d:Property:P10338|Dico en ligne Le Robert ID]], [[:d:Property:P10340|Inventaire national du Patrimoine culturel immatériel ID]], [[:d:Property:P10341|Réseau documents d'artistes ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/HSK ID|HSK ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/sports in region|sports in region]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Computational complexity|Computational complexity]], [[:d:Wikidata:Property proposal/YouTube video|YouTube video]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Viki ID|Viki ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Absolute Games developer and publisher IDs 2|Absolute Games developer and publisher IDs 2]], [[:d:Wikidata:Property proposal/podchaser episode ID|podchaser episode ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IFPI UPC/EAN|IFPI UPC/EAN]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Weltfussball-Spiel-ID|Weltfussball-Spiel-ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GoodGame.ru ID|GoodGame.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/USgamer ID|USgamer ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Riot Pixels game ID|Riot Pixels game ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HaBima Archive play id|HaBima Archive play id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HaBima Archive person id|HaBima Archive person id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NLI topic id|NLI topic id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/100Y Hebrew Theatre Guide person id|100Y Hebrew Theatre Guide person id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Old-Games.RU ID|Old-Games.RU ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/iXBT Games ID|iXBT Games ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Students of Turin University ID|Students of Turin University ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Tagoo video game ID|Tagoo video game ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AusGamers ID|AusGamers ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GameGuru ID|GameGuru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/LMHL author ID|LMHL author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VGTimes ID|VGTimes ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ULI id|ULI id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GameMAG ID|GameMAG ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SBN new authority IDs|SBN new authority IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Prosopographia Imperii Romani Online ID|Prosopographia Imperii Romani Online ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS UNIGE author ID|IRIS UNIGE author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gesher Theater Archive person id|Gesher Theater Archive person id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gesher Theater Archive play id|Gesher Theater Archive play id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Offizielle Deutsche Charts artist static ID|Offizielle Deutsche Charts artist static ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/A9VG game ID|A9VG game ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Qichaha firm ID|Qichaha firm ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Chinese School Identifier|Chinese School Identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GoHa.ru ID|GoHa.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Urban Electric Transit country ID|Urban Electric Transit country ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CiteSeerX ID of a person|CiteSeerX ID of a person]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Drevo Encyclopedia ID|Drevo Encyclopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Strongman Archives athlete ID|Strongman Archives athlete ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TVSA actor ID|TVSA actor ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/vc.ru company ID|vc.ru company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Change.org decision maker ID|Change.org decision maker ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/INPA nature reserve id|INPA nature reserve id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Basketball Bundesliga UUID|Basketball Bundesliga UUID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Roskomnadzor media license number 2|Roskomnadzor media license number 2]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** [[d:Wikidata:Properties for deletion|Deleted properties]]:
***"Scoresway soccer person ID" (P3043)
***"SSR WrittenForm ID" (P1849)
***"FFF female player ID" (P4886)
***"FFF male player ID" (P4883)
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4ncM Events by number of video games announced] ([https://commonists.wordpress.com/2022/02/02/wikidata-and-the-sum-of-all-video-games-%e2%88%92-2021-edition/ source])
*** [https://w.wiki/4ncV Three-Michelin Stars restaurants with a female chef] ([[m:Wikimédia France/Groupes de travail/Groupes locaux/Rennes/3 février 2022|source]])
*** [https://w.wiki/4n$u Wikidata Properties specific to German Lexemes and number of times they are used] ([https://twitter.com/envlh/status/1489921667707068419 source])
*** [https://w.wiki/4oEG Countries with count of same Wikidata labels in different languages] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1489774243617378305 source])
*** [https://w.wiki/4ncu Team and positions played by National Women's Football League players] ([https://twitter.com/antholo/status/1489362535518199817 source])
*** [https://w.wiki/4nXu Location of the graves of personalities in Père Lachaise Cemetery who died between 1800 and 1849 (50 year ranges)] ([https://twitter.com/Pyb75/status/1489224972409180162 source])
*** [https://w.wiki/4oEa Location of statues of women in Italy] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1488853768972259329 source])
*** [https://w.wiki/4n6g Count of Lexeme pairs between different languages] ([https://twitter.com/fnielsen/status/1488602739433218049 source])
*** [https://w.wiki/4oEg Birthplaces of General secretaries of USSR] ([https://twitter.com/LArtour/status/1488525141281751045 source])
*** [https://w.wiki/4oVf Items related to Abdülmecid I, their collections, and their types] ([https://twitter.com/mlpoulter/status/1490656031340335107 source])
*** [https://w.wiki/4oVj Objects related in some way to Aurangzeb] ([https://twitter.com/mlpoulter/status/1490656566462328832 source])
** Newest [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:WikiProjects|WikiProjects]]: [[d:Wikidata:WikiProject Archaeology|Archaeology]]
* '''Development'''
** Mismatch Finder: Tracking down one last issue with the upload of mismatch files. Once that is fixed we are ready to release the tool.
** Lexicographical data: Started coding on the rewrite of Special:NewLexeme to make it easier to understand and use.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 02 07|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 7. febrúar 2022 kl. 15:26 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22725879 -->
== Wikidata weekly summary #507 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot: [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/EnvlhBot 2|EnvlhBot 2]]
** Closed request for permissions/Bot: [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/Dexbot 15|Dexbot 15]]
** New request for comments: [[d:Wikidata:Requests for comment/Population data model|Population data model]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** [https://www.twitch.tv/belett Live on Twitch] and in French by Vigneron, February 15 at 19:00 CET (UTC+1)
*** [https://www.youtube.com/watch?v=kYz61-_gWko Wikidata Lab XXXII: Querying Wikidata] February 17, 5:00 PM
*** LIVE Wikidata editing #71 - [https://www.youtube.com/watch?v=p0wjjHjsPeI YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3173143136304175/ Facebook], February 19 at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#96|Online Wikidata meetup in Swedish #96]], February 20 at 13.00 UTC
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #29, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=29 Love]
** Past: LIVE Wikidata editing #70 #Beijing2022 - [https://www.youtube.com/watch?v=LUJjCnL72ak YouTube]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://medium.com/wiki-playtime/historical-people-and-modern-collections-a-wikidata-exploration-8f361b4ead78 Historical people and modern collections: a Wikidata exploration]
*** [https://www.stardog.com/labs/blog/wikidata-in-stardog/ Wikidata in Stardog]
*** [https://observablehq.com/@pac02/births-department-wikipedia Does your birthplace affect your probability to have your Wikipedia biography ? some evidence from people born in France.]
** Videos
*** Wikidata Tutorial (in German): add [https://www.youtube.com/watch?v=S6NMqyuq7bE qualifiers], [https://www.youtube.com/watch?v=VUv3k_hFNqE coordinates] & [https://www.youtube.com/watch?v=JbwYTdDjgEk address]
*** PADE Workshop: Wikidata – Linked, Open Data - [https://www.youtube.com/watch?v=dxjpn9wtLPg YouTube]
*** OpenGLAM Valentine's Day School: Intro to Wikidata (in Finish) - [https://www.youtube.com/watch?v=s5oTOCKfDsA YouTube]
*** Workshop on adding intangible heritage community data and images on Wikidata/Wikimedia - [https://www.youtube.com/watch?v=R4UOGnm123k YouTube]
*** Hands On: SPARQL Query Dbpedia Wikidata Python - [https://www.youtube.com/watch?v=YAqlDLCU1Gg YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://equalstreetnames.org/ Equal Street Names] is a map visualizing the streetnames of a city by gender.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/ZXIBB4X4I2H4YFMZLX4AD6CPDAO6QPLU/ New development plan for Wikidata and Wikibase for Q1 2022]
** Krbot's [[d:Wikidata:Database reports/Constraint violations|constraint reports]] are now generally updated daily, after code optimizations and hardware upgrades.
** Call for Mentors: [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa| Wiki Mentor Africa]] is a mentorship project for tool creators/contributors. Interested to become a mentor (experienced tool creators/contributors), please visit this [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa/Mentor%27s_Room| page]]!
** [https://github.com/cpesr/WikidataESR Wikidata ESR] is a tool to visualize evolutions of universities and schools, such as creations, mergers, deletions and relations. Feedback and help to develop this project further is requested.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10339|semantic gender]], [[:d:Property:P10358|original catalog description]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10335|doollee.com play ID]], [[:d:Property:P10336|doollee.com play publisher ID]], [[:d:Property:P10337|doollee.com playwright ID]], [[:d:Property:P10338|Dico en ligne Le Robert ID]], [[:d:Property:P10340|Inventaire national du Patrimoine culturel immatériel ID]], [[:d:Property:P10341|Réseau documents d'artistes ID]], [[:d:Property:P10342|Linguistic Atlas of Late Mediaeval English ID]], [[:d:Property:P10343|Key Biodiversity Areas factsheet ID]], [[:d:Property:P10344|Viki ID]], [[:d:Property:P10345|Clavis Apocryphorum Novi Testamenti ID]], [[:d:Property:P10346|Clavis Apocryphorum Veteris Testamenti ID]], [[:d:Property:P10347|World Economic Forum ID]], [[:d:Property:P10348|USgamer ID]], [[:d:Property:P10349|Podvig Naroda ID]], [[:d:Property:P10350|Vesti.ru dossier ID]], [[:d:Property:P10351|Turin University student ID]], [[:d:Property:P10352|Naver TV ID]], [[:d:Property:P10353|AusGamers ID]], [[:d:Property:P10354|PlayGround.ru ID]], [[:d:Property:P10355|Maritimt Magasin ship ID]], [[:d:Property:P10356|TV3 show ID]], [[:d:Property:P10357|TV3 video ID]], [[:d:Property:P10359|IRIS UNIGE author ID]], [[:d:Property:P10360|nzs.si player ID]], [[:d:Property:P10361|UKÄ classification of science topics 2016]], [[:d:Property:P10362|Lib.ru author ID]], [[:d:Property:P10363|Hessian Literature Council author ID]], [[:d:Property:P10364|Finnish real property ID]], [[:d:Property:P10365|GoodGame.ru ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Computational complexity|Computational complexity]], [[:d:Wikidata:Property proposal/audio contains|audio contains]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifies|identifies]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Cadastral areas|Cadastral areas]], [[:d:Wikidata:Property proposal/video depicts|video depicts]], [[:d:Wikidata:Property proposal/YouTube video|YouTube video]], [[:d:Wikidata:Property proposal/cadastral plot reference|cadastral plot reference]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Finisher|Finisher]], [[:d:Wikidata:Property proposal/trainiert von|trainiert von]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifier values as|identifier values as]], [[:d:Wikidata:Property proposal/YouTube video or playlist privacy|YouTube video or playlist privacy]], [[:d:Wikidata:Property proposal/debut date|debut date]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Strongman Archives athlete ID|Strongman Archives athlete ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TVSA actor ID|TVSA actor ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/vc.ru company ID|vc.ru company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Change.org decision maker ID|Change.org decision maker ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/INPA nature reserve id|INPA nature reserve id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Basketball Bundesliga UUID|Basketball Bundesliga UUID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Roskomnadzor media license number 2|Roskomnadzor media license number 2]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Viciebsk Encyclopedia ID|Viciebsk Encyclopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Dumbarton Oaks object ID|Dumbarton Oaks object ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Transilien ID|Transilien ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Cybersport.ru ID|Cybersport.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/JeuxActu ID|JeuxActu ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Linked Open Data Taiwan @ Library Name Authority ID|Linked Open Data Taiwan @ Library Name Authority ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Linked Open Data Taiwan @ Library Classification Authority ID|Linked Open Data Taiwan @ Library Classification Authority ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Linked Open Data Taiwan @ Library Subject Terms Authority ID|Linked Open Data Taiwan @ Library Subject Terms Authority ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/St. Sergius Institute authority ID|St. Sergius Institute authority ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ICQ user ID|ICQ user ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/previous property definition|previous property definition]], [[:d:Wikidata:Property proposal/State Heraldic Register of the Russian Federation ID|State Heraldic Register of the Russian Federation ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Boris Yeltsin Presidential Library ID|Boris Yeltsin Presidential Library ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ScienceDirect topic ID|ScienceDirect topic ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VK Music ID|VK Music ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Biographisches Portal der Rabbiner ID|Biographisches Portal der Rabbiner ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Künstlerdatenbank ID|Künstlerdatenbank ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/BelTA dossier ID|BelTA dossier ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Spotify user ID|Spotify user ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NTSF ID|NTSF ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/BritBox ID|BritBox ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/KLADR ID|KLADR ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Springer Nature Subjects Taxonomy|Springer Nature Subjects Taxonomy]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PLOS Thesaurus ID|PLOS Thesaurus ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/traveloka hotel id|traveloka hotel id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/tiket com hotel id|tiket com hotel id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/trip.com Hotel ID|trip.com Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VerbaAlpina ID|VerbaAlpina ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4oc3 Tram bridges in France]
*** [https://w.wiki/4ovS Polish Righteous Among the Nations]
*** [https://w.wiki/4oxe Launch date, logo of social media services] ([https://twitter.com/wikidataid/status/1491366263880355841 source])
*** [https://w.wiki/4p35 Oscar winners from 1929] ([https://twitter.com/Mcx83/status/1491068804704923656 source])
*** [https://w.wiki/4pKw Images of biologists by height] ([https://twitter.com/lubianat/status/1491852186036449280 source])
*** [https://w.wiki/4p6w Biggest coins outside the U.S.] ([https://twitter.com/lubianat/status/1491510965388599300 source])
* '''Development'''
** Continuing work on the basics of the new Special:NewLexeme page. Nothing to see yet though.
** Fixed a bug where sitelinks where added for wikis that shouldn't get them. ([[phab:T301247]])
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 02 14|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 14. febrúar 2022 kl. 14:42 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22804151 -->
== Wikidata weekly summary #508 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/ChineseWikiClubBot, 1|ChineseWikiClubBot, 1]]
*** [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/Auto Prod Bot|Auto Prod Bot]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The Data Reuse Days will bring together Wikidata editors and data reusers on March 14-24 - we're currently building the schedule. [[d:Wikidata_talk:Events/Data_Reuse_Days_2022#Template_for_session_proposal|Join us and discover many cool projects!]]
*** The [https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.02.24 next Wikibase live session] is 16:00 UTC on Thursday 24th February 2022 (17:00 Berlin time). What are you working on around Wikibase? You're welcome to come and share your project with the community.
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Huda Khan and Astrid Usong on their Linked Data for Production 3 (LD4P3) grant work to use Wikidata in knowledge panels in Cornell’s library catalog [https://docs.google.com/document/d/1GxDv9U-TUZgHkOF6I2yAEtdq3REqq90DvakAw-rs25Y/edit?usp=sharing Agenda] - 2022-02-22 9am PT / 12pm ET / 17:00 UTC / 6pm CET ([https://zonestamp.toolforge.org/1645549233 Time zone converter])
*** [https://twitter.com/NortheasternLib/status/1493955687570984963 Hands-on introduction to Wikidata with The Digital Scholarship Group at the Northeastern University Library's Edit-a-Thon!] Theme: Boston public art and artists. February 23, 2022 Time: 12:00pm - 1:00pm Eastern time
*** [[commons:Commons:OpenRefine/Community meetup 22 February 2022|OpenRefine and Structured Data on Commons: community meetup]] - Tuesday, February 22, at 15:00-17:00 UTC ([https://zonestamp.toolforge.org/1645542013 check the time in your timezone]).
*** [https://www.twitch.tv/belett Live on Twitch] and in French by Vigneron, February 22 at 19:00 CET (UTC+1)
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #30, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=30 Trains]
** Past: Wikipedia Weekly Network - LIVE Wikidata editing #71 #MelFest - [https://www.youtube.com/watch?v=p0wjjHjsPeI YouTube]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs: [https://blog.library.si.edu/blog/2022/02/17/wikidata-projects/ Smithsonian Libraries and Archives & Wikidata: Plans Become Projects]
** Papers: "[https://gangiswag.github.io/data/ACL2022_Demo__COVID_Claim_Radar.pdf COVID-19 Claim Radar: A Structured Claim Extraction and Tracking System]" using Wikidata
** Videos: Wikidata Lab XXXII: Querying Wikidata (in Spanish) - [https://www.youtube.com/watch?v=kYz61-_gWko YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [[d:Wikidata:Tools/asseeibot|Wikidata:Tools/asseeibot]] - is a tool made by [[User:So9q]] to improve the scientific articles in Wikidata. [https://github.com/dpriskorn/asseeibot Source code on GitHub under GPLv3+]
** [https://coinherbarium.com/ Coinherbarium.com] - coins depicting plants; powered by Wikidata
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Call for Mentors: [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa| Wiki Mentor Africa]] is a mentorship project for tool creators/contributors. Interested to become a mentor (experienced tool creators/contributors), please visit this [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa/Mentor%27s_Room| page]]!
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10367|number of lanes]], [[:d:Property:P10374|computational complexity]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10361|UKÄ classification of science topics 2016]], [[:d:Property:P10362|Lib.ru author ID]], [[:d:Property:P10363|Hessian Literature Council author ID]], [[:d:Property:P10364|Finnish real property ID]], [[:d:Property:P10365|GoodGame.ru ID]], [[:d:Property:P10366|Gardens Navigator ID]], [[:d:Property:P10368|Tagoo video game ID]], [[:d:Property:P10369|Lingua Libre ID]], [[:d:Property:P10370|Labyrinth database ID]], [[:d:Property:P10371|A9VG game ID]], [[:d:Property:P10372|Offizielle Deutsche Charts composer ID]], [[:d:Property:P10373|Mnemosine ID]], [[:d:Property:P10375|Boris Yeltsin Presidential Library ID]], [[:d:Property:P10376|ScienceDirect topic ID]], [[:d:Property:P10377|RCN]], [[:d:Property:P10378|CHY Number]], [[:d:Property:P10379|dailytelefrag.ru ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/YouTube video or playlist privacy|YouTube video or playlist privacy]], [[:d:Wikidata:Property proposal/debut date|debut date]], [[:d:Wikidata:Property proposal/quality has state|quality has state]], [[:d:Wikidata:Property proposal/beforehand-afterward owned by|beforehand-afterward owned by]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Number of units|Number of units]], [[:d:Wikidata:Property proposal/created during|created during]], [[:d:Wikidata:Property proposal/award recipient|award recipient]], [[:d:Wikidata:Property proposal/medical indication|medical indication]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/KLADR ID|KLADR ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Springer Nature Subjects Taxonomy|Springer Nature Subjects Taxonomy]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PLOS Thesaurus ID|PLOS Thesaurus ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/traveloka hotel id|traveloka hotel id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/tiket com hotel id|tiket com hotel id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/trip.com Hotel ID|trip.com Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VerbaAlpina ID|VerbaAlpina ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PegiPegi Hotel ID|PegiPegi Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/YouTube Topic channel ID|YouTube Topic channel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/YouTube Official Artist Channel ID|YouTube Official Artist Channel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GoFood restaurant ID|GoFood restaurant ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/traveloka restaurant ID|traveloka restaurant ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Urban Electric Transit model ID|Urban Electric Transit model ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HiSCoD|HiSCoD]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Databazeknih.cz Book ID|Databazeknih.cz Book ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Databazeknih.cz Author ID|Databazeknih.cz Author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Renacyt ID|Renacyt ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CBDB.cz Book ID|CBDB.cz Book ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CBDB.cz Author ID|CBDB.cz Author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gab ID|Gab ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Drammen byleksikon ID|Drammen byleksikon ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NLI topic id|NLI topic id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Via Rail station code|Via Rail station code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GBIF occurrence ID|GBIF occurrence ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MakeMyTrip Hotel ID|MakeMyTrip Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Culture.ru person ID|Culture.ru person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Pamyat Naroda ID|Pamyat Naroda ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Russian avant-garde ID|Encyclopedia of Russian avant-garde ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bayerischer Denkmal-Atlas Objekt-ID (Ensemble)|Bayerischer Denkmal-Atlas Objekt-ID (Ensemble)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Russian America ID|Encyclopedia of Russian America ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HockeySlovakia.sk player ID|HockeySlovakia.sk player ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Berlin Street ID|Berlin Street ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Yarkipedia ID|Yarkipedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/parliament.uk member ID|parliament.uk member ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4rJJ Frequency of letters in five-letter words in Wikidata lexeme forms ] ([https://twitter.com/piecesofuk/status/1494252101517647873 source])
*** [https://w.wiki/4qRG Visualization of the Prime/Ulam Spiral using natural numbers and primes stored in Wikidata] ([https://twitter.com/piecesofuk/status/1493569346068787202 source])
*** [https://w.wiki/4rCE Monuments that are named after somebody without being connected to them by any other property] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1493311947554623496 source])
*** [https://w.wiki/4q9Y Places named after Valentine's Day (Saint Valentine)] ([https://twitter.com/belett/status/1493200775706730501 source])
*** [https://w.wiki/4pnQ Gold medal winners in the Olympic Games by age] ([https://twitter.com/Jan_Ainali/status/1492628927919099912 source])
*** [https://w.wiki/4rGf Top 20 languages in number of lexemes in Wikidata and percentage of lexemes with at least one external id] ([https://twitter.com/envlh/status/1494696941145497601 source])
*** [https://w.wiki/4rXn Count of PropertyLabels for lakes in the UK] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1495026569533964288 source])
*** [https://w.wiki/4rdW Moons of solar system planets and what they are names for] ([https://twitter.com/infovarius/status/1495147418555502597 source])
*** [https://w.wiki/4rGf Top 20 languages in number of Lexemes in Wikidata and percentage of Lexemes with at least one external ID] ([https://twitter.com/envlh/status/1494696941145497601 source])
* '''Development'''
** We started coding on the Wikibase Rest API based on [[Wikidata:REST API feedback round|the proposal we published a while ago]].
** We are continuing to work on the new Special:NewLexeme page. The first input fields are in place but not pretty or usable yet.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 02 21|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 21. febrúar 2022 kl. 14:43 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22804151 -->
== Wikidata weekly summary #509 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Open request for adminship: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/Ikkingjinnammebetinke|Ikkingjinnammebetinke]] (RfP scheduled to end after 7 March 2022 13:33 UTC)
** New request for comments: [[d:Wikidata:Requests for comment/Creating items for videos at online video platforms that are representation of notable items|Creating items for videos at online video platforms that are representation of notable items]]
** Other: [[d:Wikidata_talk:WikiProject_Names#Qualifiers_for_given_names_and_surnames_-_establish_a_guideline|Qualifiers for given names and surnames]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** [https://www.twitch.tv/belett Live on Twitch] and in French by Vigneron, March 1st at 19:00 CET (UTC+1)
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/E24DSO4EWQ7623P2K5LFCMPZBX4H4P7Z/ Talk to the Search Platform / Query Service Team—March 2nd, 2022]. Time: 16:00-17:00 GMT / 08:00-09:00 PST / 11:00-12:00 EST / 17:00-18:00 CET & WAT
*** LIVE Wikidata editing #73 - [https://www.youtube.com/watch?v=JHJwelcuaT0 YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3184194285199060/ Facebook], March 5th at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#98|Online Wikidata meetup in Swedish #98]], March 6th at 13.00 UTC
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #31, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=31 War]
** Past:
*** Wikibase Live session, February 2022 - [[m:Wikibase Community User Group/Meetings/2022-02-24|log]]
*** LIVE Wikidata editing #72 - [https://www.youtube.com/watch?v=O0ih66iICrU YouTube]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Papers: [https://doi.org/10.5281/zenodo.6036284 Wikidata as a Tool for Mapping Investment in Open Infrastructure: An Exploratory Study]
** Videos
*** [[:commons:File:Mismatch_Finder_intro.webm|Mismatch Finder tool: Quick introduction to and demo of how the tool works]]
*** [https://www.youtube.com/watch?v=iNaiTDH5wXc Using a Custom Wikibase as a File Format Registry with Siegfried]
*** [https://www.youtube.com/watch?v=ua5tUfZUDuY Create a Wikidata Query - example using Shipwrecks data]
*** [https://www.youtube.com/watch?v=pasM4WkfM4A Map Wikidata in an R Shiny App - example]
*** [https://www.youtube.com/watch?v=WY28hpjWvhc Bring Wikidata into Power BI using a simple R script - example]
*** [https://www.youtube.com/watch?v=fMijtlyGGO4 Using QuickStatements to load tabular data and the Wikidata Edit Framework] (in Italian)
* '''Tool of the week'''
** [[d:User:Guergana_Tzatchkova_(WMDE)/MismatchFinderWidget.js|User:Guergana Tzatchkova (WMDE)/MismatchFinderWidget.js]] is a user script to show a notification on an Item if the Mismatch Finder has an unreviewed mismatch for it.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/EFBUVNLUSX7V5ZOQZD5SWKDWSWJU23ER/ Mismatch Finder], the tool that lets you review mismatches between the data in Wikidata and other databases, is now ready to be used for checking potential mismatches and uploading lists of new potential mismatches.
** February 2022 WDQS scaling update now available: [[d:Wikidata:SPARQL_query_service/WDQS-scaling-update-feb-2022|SPARQL query service/WDQS scaling update feb 2022]]
** Job opening: The Search Platform team is looking for someone to maintain and develop WDQS. [https://boards.greenhouse.io/wikimedia/jobs/3975337 Apply here]!
** Job opening: {{Q|233098}} is looking for someone for project- and data management especially for Wikidata related stuff about the museums collections [https://jobs.museumfuernaturkunde.berlin/jobposting/17300b246428c9403602628eb5937f770c4c29a2 Job Description (German)]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10374|computational complexity]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10372|Offizielle Deutsche Charts composer ID]], [[:d:Property:P10373|Mnemosine ID]], [[:d:Property:P10375|Boris Yeltsin Presidential Library ID]], [[:d:Property:P10376|ScienceDirect topic ID]], [[:d:Property:P10377|Irish Registered Charity Number (RCN)]], [[:d:Property:P10378|CHY Number]], [[:d:Property:P10379|dailytelefrag.ru ID]], [[:d:Property:P10380|Springer Nature Subjects Taxonomy ID]], [[:d:Property:P10381|VerbaAlpina ID]], [[:d:Property:P10382|Prosopographia Imperii Romani online ID]], [[:d:Property:P10383|Game World Navigator ID]], [[:d:Property:P10384|Bugs! track ID]], [[:d:Property:P10385|Vsemirnaya Istoriya Encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10386|Databazeknih.cz book ID]], [[:d:Property:P10387|Databazeknih.cz author ID]], [[:d:Property:P10388|MakeMyTrip hotel ID]], [[:d:Property:P10389|Urban Electric Transit model ID]], [[:d:Property:P10390|GameGuru ID]], [[:d:Property:P10391|100-Year Guide to Hebrew Theatre person ID]], [[:d:Property:P10392|INPA park ID]], [[:d:Property:P10393|Riot Pixels game ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/created during|created during]], [[:d:Wikidata:Property proposal/award recipient|award recipient]], [[:d:Wikidata:Property proposal/medical indication|medical indication]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Moscow Street ID|Moscow Street ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Moscow area ID|Moscow area ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/eingesetzter Sportler|eingesetzter Sportler]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/NLI topic id|NLI topic id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Via Rail station code|Via Rail station code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GBIF occurrence ID|GBIF occurrence ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Culture.ru person ID|Culture.ru person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Pamyat Naroda ID|Pamyat Naroda ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Russian avant-garde ID|Encyclopedia of Russian avant-garde ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bayerischer Denkmal-Atlas Objekt-ID (Ensemble)|Bayerischer Denkmal-Atlas Objekt-ID (Ensemble)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Russian America ID|Encyclopedia of Russian America ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HockeySlovakia.sk player ID|HockeySlovakia.sk player ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Berlin Street ID|Berlin Street ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Yarkipedia ID|Yarkipedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/parliament.uk member ID|parliament.uk member ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/reddoorz hotel ID|reddoorz hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/symogih.org ID|symogih.org ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CNKI Author ID|CNKI Author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Database Systems ID|Encyclopedia of Database Systems ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Portable Antiquities Scheme object type identifier|Portable Antiquities Scheme object type identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Spanish National Associations Register Number|Spanish National Associations Register Number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Michigan Legislative Bio ID|Michigan Legislative Bio ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RODI-DB player ID|RODI-DB player ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Historische Topographie des Kulturerbes ID|Historische Topographie des Kulturerbes ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Refuge.tokyo video game ID|Refuge.tokyo video game ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MovieMeter series ID|MovieMeter series ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kayak Hotel ID|Kayak Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Linked Open Data Taiwan @ Library Subject Terms Authority ID|Linked Open Data Taiwan @ Library Subject Terms Authority ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/hostelworld hostel ID|hostelworld hostel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Discover Moscow ID|Discover Moscow ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Game Informer ID|Game Informer ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Vedomosti company ID|Vedomosti company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/USP Production Repository ID|USP Production Repository ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Dansk Navneleksikon|Dansk Navneleksikon]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Femiwiki ID|Femiwiki ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://quarry.wmcloud.org/query/62645 Number of edits by user on French lexemes] ([[:d:Wikidata talk:Lexicographical data/Documentation/Languages/fr|source]])
*** [http://w.wiki/4sFe Languages in Indonesia with their status according to UNESCO] ([https://twitter.com/wikimediaid/status/1496081428894961668 source])
*** [https://w.wiki/4top Successful coups and attempts in Africa] ([[d:Wikidata:Request a query#Optimization request: African coups and attempts|source]])
*** [https://w.wiki/4tot New York Times journalists that are alive] ([[d:Wikidata:Request a query/Archive/2022/02#Need help to search for New York Times journalists that are alive|source]])
*** [https://w.wiki/4tJB Ukrainian coins and banknotes] ([https://twitter.com/lubianat/status/1497556158080589824 source])
*** [https://w.wiki/4sPi Types of quartz] ([https://twitter.com/lubianat/status/1496170519670005767 source])
** Newest [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:WikiProjects|WikiProjects]]: [[Wikidata:WikiProject_Chemistry/Natural_products|WikiProject Chemistry/Natural products]]
* '''Development'''
** Lexicographical data: work is continuing on the new Special:NewLexeme page. We are working on the basic input fields and permission handling.
** Mismatch Finder: Released the tool and working through feedback now and getting additional mismatches from organizations using our data.
** REST API: Starting to build the initial Wikibase REST API. We are starting with the endpoint to read Item data first.
** Data Reuse Days: Continuing event preparation
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikibaseug@lists.wikimedia.org/thread/AAGRA4FQQQK7T63AU3VE62NADSGQVUGH/ Published new security release updates for Wikibase suite wmde.6 (1.35)]
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 02 28|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 28. febrúar 2022 kl. 15:04 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22892824 -->
== Wikidata weekly summary #510 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/EnvlhBot 3|EnvlhBot 3]]. Task/s: add dictionaries IDs to French lexemes
** Closed request for permissions/Bot: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/IndoBot|IndoBot]] (Approved). Task/s: I would like to import all Indonesian schools, more than 100000. The data includes school type, location, and coordinates as well as external identifiers
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** [[d:Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022|Data Reuse Days]], on March 14-24: you can select the sessions you'd like to join among the 35 presentations, workshops and discussions [https://diff.wikimedia.org/calendar/month/2022-03/?tribe_tags%5B0%5D=13446 in the schedule].
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#99|Online Wikidata meetup in Swedish #99]], March 13th at 13.00 UTC
*** LIVE Wikidata editing #74 - [https://www.youtube.com/watch?v=BYJg7RVCamY YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3190202094598279/ Facebook], March 12th at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group/Wikibase and WBStack Working Hours|LD4 Wikibase Working Hour]]. Presentation and discussion: "Introduction to Linked Open Data Strategy with Lea Voget, Head, Product Management WMDE". Lea is not only the team lead of product, project and program managers at WMDE, she is also one of the main thinkers behind the Linked Open Data strategy. When: 11 March 2022, 11AM-12PM Eastern US ([https://www.timeanddate.com/worldclock/converter.html?iso=20220311T160000&p1=179&p2=64&p3=75&p4=224&p5=136&p6=tz_cet Time zone converter]). Registration: [https://columbiauniversity.zoom.us/meeting/register/tJcoc-mqpzssE9RT2GTDHFgGkEpW5nJ7i3ki Registration link]
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Associate Librarian Stacy Allison-Cassin and her students on Wikidata in the classroom. [https://docs.google.com/document/d/13Tl0ox1wh4T9dXagcidt9EspR8am29n9DamGggxczF0/edit?usp=sharing Agenda]
*** [https://www.salernonotizie.it/2022/03/02/unisa-centro-bibliotecario-in-prima-linea-contro-il-divario-di-genere/ Art+Feminism editathon at the University Library Center of the University of Salerno]. 8 March 2022
*** [https://tech.ebu.ch/events/2022/wikidata-workshop Wikidata workshop, held in collaboration with IPTC and explores the use of Wikidata concepts when dealing with metadata in media applications]. Timing: from 10:00 to 18:00 CET. With presentations from: Yle, RAI, France TV, IPTC, Gruppo RES, Media Press, Perfect Memory, New York Times, NTB, Imatrics.
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #33, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=32 Ukraine]
** Past:
*** LIVE Wikidata editing #73 #opendataday - [https://www.youtube.com/watch?v=JHJwelcuaT0 YouTube]
*** NFDI InfraTalk: Wikibase - knowledge graphs for RDM in NFDI4Culture - [https://www.youtube.com/watch?v=RPMkuDxHJtI YouTube] (March 7, 4:00 PM CEST)
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Videos
*** Creating a new item on Wikidata (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=9PfmVx4ai9c YouTube]
*** Connecting Wikidata with OpenStreetMap (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=GMvSo_gmsA4 YouTube]
*** Wikidata and Wikimedia Commons (in French) - YouTube: [https://www.youtube.com/watch?v=10D7GrFAYAc 1], [https://www.youtube.com/watch?v=BY2XUh-8EG4 2], [https://www.youtube.com/watch?v=BjZ8iNSPiJo 3].
* '''Tool of the week'''
**[https://wikxhibit.org Wikxhibit] is a tool that allows anyone, even non-programmers, to create cool presentations of Wikidata, and other sources of data on the web, only using HTML and without any additional programming. Are you interested in creating presentations of Wikidata? We would like to understand your experience with Wikidata to better improve our tool. It would help if you can fill out our survey https://mit.co1.qualtrics.com/jfe/form/SV_cvZKKlRu2S7C9Fk
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Wikidata dumps: Due to technical issues the JSON and RDF dumps for the week of March 1st couldn't be properly generated ([[phab:T300255#7746418]]). The situation is expected to get back to normal this week.
** [[d:Q111111111|Item with QID 111,111,111]] was created
** Job openings:
*** The development team at WMDE is looking for a Senior Software Engineer to develop and improve the software behind the Wikidata project. [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/4361894/Senior-Software-Engineer-Wikidata-m-f-d-/?jobDbPVId=41562318&l=en Apply here]!
*** The WMF Search Platform team is looking for someone to maintain and develop Wikidata Query Service. [https://boards.greenhouse.io/wikimedia/jobs/3975337 Apply here]!
*** {{Q|233098}} is looking for someone for project- and data management especially for Wikidata related stuff about the museums collections [https://jobs.museumfuernaturkunde.berlin/jobposting/17300b246428c9403602628eb5937f770c4c29a2 Job Description (German)]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10408|created during]], [[:d:Property:P10422|Ghana Place Names URL]], [[:d:Property:P10449|trained by]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10394|Old-Games.RU ID]], [[:d:Property:P10395|Strongman Archives athlete ID]], [[:d:Property:P10396|SBN work ID]], [[:d:Property:P10397|SBN place ID]], [[:d:Property:P10398|Kanobu numeric game ID]], [[:d:Property:P10399|St. Sergius Institute authority ID]], [[:d:Property:P10400|CBDB.cz author ID]], [[:d:Property:P10401|CBDB.cz book ID]], [[:d:Property:P10402|ULI ID]], [[:d:Property:P10403|NLC Bibliography ID]], [[:d:Property:P10404|LMHL author ID]], [[:d:Property:P10405|Biographisches Portal der Rabbiner ID]], [[:d:Property:P10406|Latvia water body classification code]], [[:d:Property:P10407|Encyclopedia of Database Systems ID]], [[:d:Property:P10409|UKÄ standard classification of Swedish science topics 2011]], [[:d:Property:P10410|QQ Music singer ID]], [[:d:Property:P10411|PubCRIS product number]], [[:d:Property:P10412|PKULaw CLI Code]], [[:d:Property:P10413|NVE glacier ID]], [[:d:Property:P10414|iXBT Games ID]], [[:d:Property:P10415|TVSA actor ID]], [[:d:Property:P10416|Künstlerdatenbank ID]], [[:d:Property:P10417|Culture.ru person ID]], [[:d:Property:P10418|Naver VIBE track ID]], [[:d:Property:P10419|LastDodo-area-identifier]], [[:d:Property:P10420|Index to Organism Names ID]], [[:d:Property:P10421|ELF code]], [[:d:Property:P10423|Historical Topography of Cultural Heritage object ID]], [[:d:Property:P10424|Refuge.tokyo video game ID]], [[:d:Property:P10425|Trip.com hotel ID]], [[:d:Property:P10426|tiket.com hotel ID]], [[:d:Property:P10427|PegiPegi Hotel ID]], [[:d:Property:P10428|parliament.uk member ID]], [[:d:Property:P10429|RODI-DB player ID]], [[:d:Property:P10430|HockeySlovakia.sk player ID]], [[:d:Property:P10431|Portable Antiquities Scheme object type identifier]], [[:d:Property:P10432|MovieMeter series ID]], [[:d:Property:P10433|Gesher Theatre Archive person ID]], [[:d:Property:P10434|Gesher Theatre Archive play ID]], [[:d:Property:P10435|Euro NCAP ID]], [[:d:Property:P10436|Drammen city encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10437|GoHa.ru ID]], [[:d:Property:P10438|Norwegian thesaurus on genre and form identifier]], [[:d:Property:P10439|Qichacha firm ID]], [[:d:Property:P10440|WorldFootball.net match ID]], [[:d:Property:P10441|Michigan Legislative Bio ID]], [[:d:Property:P10442|hostelworld hostel ID]], [[:d:Property:P10443|Viciebsk Encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10444|Encyclopedia of Russian avant-garde ID]], [[:d:Property:P10445|NetEase Music artist ID]], [[:d:Property:P10446|Chgk person ID]], [[:d:Property:P10447|Pamyat Naroda ID]], [[:d:Property:P10448|Traveloka hotel ID]], [[:d:Property:P10450|police zone ID (Belgium)]], [[:d:Property:P10451|Berlin Street ID]], [[:d:Property:P10452|Renacyt ID]], [[:d:Property:P10453|VGTimes ID]], [[:d:Property:P10454|CineCartaz film ID]], [[:d:Property:P10455|JeuxActu ID]], [[:d:Property:P10456|Urban Electric Transit country ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Агрегатируется с|Агрегатируется с]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Observer|Observer]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/traveloka activities ID|traveloka activities ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/tiket to-do ID|tiket to-do ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TEIS ID|TEIS ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/OBD Memorial ID|OBD Memorial ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Hrono.ru article ID|Hrono.ru article ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/db.narb.by ID|db.narb.by ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Shopee Shop ID|Shopee Shop ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Grab Food ID|Grab Food ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/US trademark serial number|US trademark serial number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Scottish Built Ships ID|Scottish Built Ships ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/trivago hotel ID|trivago hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/skyscanner hotel ID|skyscanner hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Agoda Hotel Numeric ID|Agoda Hotel Numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/pravo.gov.ru ID|pravo.gov.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NGO Darpan ID|NGO Darpan ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Library of Parliament of Canada riding ID|Library of Parliament of Canada riding ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Booking.com numeric ID|Booking.com numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WIPO Pearl term ID|WIPO Pearl term ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/United Russia member ID|United Russia member ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Repetti on-line ID|Repetti on-line ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Nice Classification ID|Nice Classification ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IxTheo ID|IxTheo ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4uRW Use of free software license for describing software] ([https://twitter.com/imakefoss/status/1499320677035356161 source])
*** [https://w.wiki/4uH4 Count of latest available Twitter follower count for different programming languages] ([https://twitter.com/imakefoss/status/1499040164324294661 source])
*** [https://w.wiki/4uDw Timeline of programming languages and their paradigms] ([https://twitter.com/imakefoss/status/1499000390456684545 source])
*** [https://w.wiki/4uyY Most popular programming language on Wikipedia with multilingual articles] ([https://twitter.com/imakefoss/status/1500077433567027200 source])
*** [[d:User:Märt Põder/Russian TV channels from and about Russia|Russian TV channels from and about Russia]] ([https://twitter.com/trtram/status/1498561371595804673 source])
*** [https://w.wiki/4uvo Places of birth of people named "Désirée"] ([https://www.wikidata.org/w/index.php?title=Talk:Q919943&uselang=en source])
*** [https://w.wiki/4vAW People in the Père-Lachaise cemetery who were born in a city that is or was in Ukraine] ([https://twitter.com/Pyb75/status/1500405994723188736 source])
*** [https://w.wiki/4uTb Properties linking between a church and its saint] ([https://twitter.com/belett/status/1499370059466256392 source])
* '''Development'''
** Data Reuse Days: Preparing for the upcoming [[d:Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022|Data Reuse Days]]. Join us! A lot of exciting sessions are coming together.
** Lexicographical data: Continued work on the new Special:NewLexeme page. We are getting close to the point where it can create a Lexeme.
** REST API: Continuing to work on the first endpoint to read Item data.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 03 07|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 7. mars 2022 kl. 14:23 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22912023 -->
== Wikidata weekly summary #511 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming
*** [[d:Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022|Data Reuse Days]], on March 14-24: you can select the sessions you'd like to join among the many presentations, workshops and discussions [https://diff.wikimedia.org/calendar/month/2022-03/?tribe_tags%5B0%5D=13446 in the schedule]. You can also look at [[d:Wikidata:Project_chat/Archive/2022/03#Data_Reuse_Days:_35_sessions_to_discover_how_Wikidata's_data_is_reused_in_cool_projects|a selection of sessions]] based on your areas of interest.
*** LIVE Wikidata editing #75 - [https://www.youtube.com/watch?v=4y8YKy-RA-E YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3195074454111043/ Facebook], March 19th at 19:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#98|Online Wikidata meetup in Swedish #100(!)]], March 20th at 13.00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events#Wikidata_bug_triage_hour|Bug Triage Hour focused on data reuse]], March 23rd
*** [https://www.facebook.com/SQWikimediansUG/posts/1353788765045262 Wikidata 101 workshop] (in Albanian language) March 15th at 10 o'clock at the Faculty of Economics, University of Tirana
*** [https://www.prnewswire.com/news-releases/ontotext-webinar---graphdb-as-company-data-central-301499365.html Ontotext Webinar - GraphDB as Company Data Central] - "How GraphDB can help you create a graph model of your data and enrich it with reference data". March 17th
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #33, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=33 Furniture]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://observablehq.com/@pac02/tour-de-frances-history-at-a-glance History of the Tour de France]: a notebook to explore the history of the tour de France in three charts.
*** [https://zenodo.org/record/6347127#.Yi0CNn_MKV4 A dataset of scholarly journals in wikidata : (selected) external identifiers]
*** [https://diff.wikimedia.org/2022/03/06/getting-all-the-government-agencies-of-the-world-structured-in-wikidata/ Getting all the government agencies of the world structured in Wikidata]
** Papers
*** [https://arxiv.org/pdf/2202.14035.pdf ParaNames: A Massively Multilingual Entity Name Corpus] (built using Wikidata)
** Videos
*** Breton Lexicographic data SPARQL queries (in French) - [https://www.youtube.com/watch?v=A_w-ldZRDGU YouTube]
*** Wikidata SPARQL session (in French) - [https://www.youtube.com/watch?v=93Pttug3DL0 YouTube]
*** moreIdentifiers UseAsRef gadget (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=QMOaziJdGHo YouTube]
*** Wikidata working hour - QuickStatements (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=NQKy-z9RXNI YouTube]
*** Graph data formats: Common RDF vocabularies (in Czech) - [https://www.youtube.com/watch?v=KcAFlv2cyBY YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [[d:User:Nikki/LexemeTranslations.js|User:Nikki/LexemeTranslations.js]] is a userscript that shows translations for a lexeme. The translations are inferred from statements on senses, such as [[:d:Property:P5137|item for this sense (P5137)]].
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** WDQS outage on 06 March: users may have unexpectedly had requests blocked. Incident report [https://wikitech.wikimedia.org/wiki/Incident_documentation/2022-03-06_wdqs-categories here].
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10422|Ghana Place Names URL]], [[:d:Property:P10449|trained by]], [[:d:Property:P10464|KLADR ID]], [[:d:Property:P10476|identifies]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10415|TVSA actor ID]], [[:d:Property:P10416|Künstlerdatenbank ID]], [[:d:Property:P10417|Culture.ru person ID]], [[:d:Property:P10418|Naver VIBE track ID]], [[:d:Property:P10419|LastDodo-area-identifier]], [[:d:Property:P10420|Index to Organism Names ID]], [[:d:Property:P10421|ELF code]], [[:d:Property:P10423|Historical Topography of Cultural Heritage object ID]], [[:d:Property:P10424|Refuge.tokyo video game ID]], [[:d:Property:P10425|Trip.com hotel ID]], [[:d:Property:P10426|tiket.com hotel ID]], [[:d:Property:P10427|PegiPegi Hotel ID]], [[:d:Property:P10428|parliament.uk member ID]], [[:d:Property:P10429|RODI-DB player ID]], [[:d:Property:P10430|HockeySlovakia.sk player ID]], [[:d:Property:P10431|Portable Antiquities Scheme object type identifier]], [[:d:Property:P10432|MovieMeter series ID]], [[:d:Property:P10433|Gesher Theatre Archive person ID]], [[:d:Property:P10434|Gesher Theatre Archive play ID]], [[:d:Property:P10435|Euro NCAP ID]], [[:d:Property:P10436|Drammen city encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10437|GoHa.ru ID]], [[:d:Property:P10438|Norwegian thesaurus on genre and form identifier]], [[:d:Property:P10439|Qichacha firm ID]], [[:d:Property:P10440|WorldFootball.net match ID]], [[:d:Property:P10441|Michigan Legislative Bio ID]], [[:d:Property:P10442|hostelworld hostel ID]], [[:d:Property:P10443|Viciebsk Encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10444|Encyclopedia of Russian avant-garde ID]], [[:d:Property:P10445|NetEase Music artist ID]], [[:d:Property:P10446|Chgk person ID]], [[:d:Property:P10447|Pamyat Naroda ID]], [[:d:Property:P10448|Traveloka hotel ID]], [[:d:Property:P10450|police zone ID (Belgium)]], [[:d:Property:P10451|Berlin Street ID]], [[:d:Property:P10452|Renacyt ID]], [[:d:Property:P10453|VGTimes ID]], [[:d:Property:P10454|CineCartaz film ID]], [[:d:Property:P10455|JeuxActu ID]], [[:d:Property:P10456|Urban Electric Transit country ID]], [[:d:Property:P10457|Change.org decision maker ID]], [[:d:Property:P10458|Podchaser episode ID]], [[:d:Property:P10459|Rusactors actor ID]], [[:d:Property:P10460|Rusactors film ID]], [[:d:Property:P10461|Dumbarton Oaks object ID]], [[:d:Property:P10462|Encyclopedia of Russian America ID]], [[:d:Property:P10463|Dansk Navneleksikon ID]], [[:d:Property:P10465|CiteSeerX person ID]], [[:d:Property:P10466|CNKI author ID]], [[:d:Property:P10467|naturkartan.se ID]], [[:d:Property:P10468|HaBima Archive play ID]], [[:d:Property:P10469|HaBima Archive person ID]], [[:d:Property:P10470|Vedomosti company ID]], [[:d:Property:P10471|Grab Food restaurant ID]], [[:d:Property:P10472|Chinese School Identifier]], [[:d:Property:P10473|Drevo Encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10474|svpressa.ru person ID]], [[:d:Property:P10475|GameMAG ID]], [[:d:Property:P10477|ICQ user ID]], [[:d:Property:P10478|Scottish Built Ships ID]], [[:d:Property:P10479|histrf.ru person ID]], [[:d:Property:P10480|symogih.org ID]], [[:d:Property:P10481|Mapping Manuscript Migrations manuscript ID]], [[:d:Property:P10482|US trademark serial number]], [[:d:Property:P10483|NLC Bibliography ID (foreign-language)]], [[:d:Property:P10484|GoFood restaurant ID]], [[:d:Property:P10485|Official Internet Portal of Legal Information ID]], [[:d:Property:P10486|Bavarian Monument Map Object-ID (building ensemble)]], [[:d:Property:P10487|skyscanner hotel ID]], [[:d:Property:P10488|NGO Darpan ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Observer|Observer]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifiant spectacle Les Archives du spectacle|identifiant spectacle Les Archives du spectacle]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Supports qualifier 2|Supports qualifier 2]], [[:d:Wikidata:Property proposal/franchisor|franchisor]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Exhibited Creator|Exhibited Creator]], [[:d:Wikidata:Property proposal/colocated with|colocated with]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/trivago hotel ID|trivago hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Agoda Hotel Numeric ID|Agoda Hotel Numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Library of Parliament of Canada riding ID|Library of Parliament of Canada riding ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Booking.com numeric ID|Booking.com numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WIPO Pearl term ID|WIPO Pearl term ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/United Russia member ID|United Russia member ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Repetti on-line ID|Repetti on-line ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Nice Classification ID|Nice Classification ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IxTheo ID|IxTheo ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of China ID (Third Edition)|Encyclopedia of China ID (Third Edition)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MovieMeter TV season ID|MovieMeter TV season ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MangaDex title ID|MangaDex title ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/1905.com film ID|1905.com film ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/1905.com star ID|1905.com star ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Stan Radar dossier ID|Stan Radar dossier ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Italian Women Writers ID|Italian Women Writers ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Championat.com ID|Championat.com ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Arachne entity ID|Arachne entity ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS Friuli-Venezia Giulia IDs|IRIS Friuli-Venezia Giulia IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Sport24.ru team ID|Sport24.ru team ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Sport24.ru person ID|Sport24.ru person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SINGULART artist ID|SINGULART artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AlloCiné TV season ID|AlloCiné TV season ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Virginia Burgesses and Delegates Database ID|Virginia Burgesses and Delegates Database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Arizona Legislators Then and Now ID|Arizona Legislators Then and Now ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VideoGameGeek developer ID|VideoGameGeek developer ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ubereats store ID|ubereats store ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/FamousFix topic ID|FamousFix topic ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/FAOTERM ID|FAOTERM ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RSPA Ancient authors ID|RSPA Ancient authors ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RSPA Modern authors ID|RSPA Modern authors ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ImagesDéfense ID|ImagesDéfense ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Parcours de vies dans la Royale ID|Parcours de vies dans la Royale ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ILO code|ILO code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Culture.ru institutes ID|Culture.ru institutes ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Proza.ru author ID|Proza.ru author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Stihi.ru author ID|Stihi.ru author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TV Maze season ID|TV Maze season ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Virginia Tech Dendrology Factsheets ID|Virginia Tech Dendrology Factsheets ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Boobpedia ID|Boobpedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Leafsnap ID|Leafsnap ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/neftegaz.ru person ID|neftegaz.ru person ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4wUf Properties describing Art UK artworks] ([https://twitter.com/heald_j/status/1502315047573495808 source])
*** [https://w.wiki/4wu3 Timeline of victims of the 2022 Russian invasion of Ukraine]
*** [https://w.wiki/4wPm Population of countries that share a border with Russia] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1502208355263201284 source])
*** [https://w.wiki/4wGt Audio pronunciation of places in Wales] ([https://twitter.com/WIKI_NLW/status/1501955765782732800 source])
*** [https://w.wiki/4wDu Things with a national gallery of Scotland ID where the artist was or is a woman] ([https://twitter.com/lirazelf/status/1501915958289567745 source])
*** [https://w.wiki/4vm9 Software with gender information of developer, designer and the person named after] [https://twitter.com/jsamwrites/status/1501160556736172034 source]
* '''Development'''
** Getting ready for Data Reuse Days
** Mismatch Finder: Discussing the next batches of potential mismatches with MusicBrainz data and some remaining Freebase data
** Lexicographical data: Continuing work on the basic version of the new Special:NewLexeme page, focusing on putting in the base data about the new Lexeme
** REST API: Continuing coding on the basic version of the GET Item endpoint
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 03 14|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 14. mars 2022 kl. 14:42 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=22991193 -->
== Wikidata weekly summary #512 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/PodcastBot|PodcastBot]]. Task/s: Upload new podcast episodes, extract: title, part of the series, has quality (explicit episode), full work available at (mp3), production code, apple podcast episode id, spotify episode ID. Regex extraction: talk show guest, recording date (from description)
*** [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/AradglBot|AradglBot]]. Task/s: Create between 100,000 and 200,000 new lexemes in Aragonese language Q8765
** Closed request for permissions/Bot: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/EnvlhBot 3|EnvlhBot 3]] (approved). Task/s: add dictionaries IDs to French lexemes
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming
*** Tuesday, March 22 at 9AM UTC: first [[c:Commons:OpenRefine#Join_OpenRefine_meetups_and_office_hours|online OpenRefine office hour]] for Wikimedians. [[c:Commons:OpenRefine#Join_OpenRefine_meetups_and_office_hours|Find the Zoom link and dates/times for next office hours here]]!
*** Next [[d:Wikidata:WikiProject_Linked_Data_for_Production#LD4-Wikidata_Affinity_Group|Linked Data for Libraries LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Christian Boulanger on extracting open citation data for [https://www.lhlt.mpg.de/2514927/03-boulanger-legal-theory-graph legal theory graph project]. [https://docs.google.com/document/d/1CD0DidHKOEP1uIw9xX8x2buualVRjYQmHu1oSMAwxVw/edit Agenda with call link], March 22.
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #34, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=34 Geometry]
*** [[d:Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022|Data Reuse Days]], on March 14-24: you can select the sessions you'd like to join among the many presentations, workshops and discussions [https://diff.wikimedia.org/calendar/month/2022-03/?tribe_tags%5B0%5D=13446 in the schedule]. For a recap of the event so far:
**** a selection of sessions are recorded, you can find the [https://youtube.com/playlist?list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm videos here] or [[d:Wikidata:Status_updates/2022_03_21#Press,_articles,_blog_posts,_videos|below]]
**** speakers will progressively add their slides in this [[commons:Category:Data_Reuse_Days_2022_presentations|Commons category]]
**** all notes and Q&A of sessions are archived here: [[d:Wikidata:Events/Data_Reuse_Days_2022/Outcomes/notes|Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022/Outcomes/notes]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://lucaswerkmeister.de/posts/2022/03/20/mw-lua-for-non-lua-programmers/ MediaWiki Lua for non-Lua programmers] by [[d:User:Lucas Werkmeister|Lucas Werkmeister]]
*** [https://tech-news.wikimedia.de/en/2022/03/17/kohesio-eu-european-commission-goes-open-source/ Kohesio.eu: European Commission goes Open Source]
** Videos
*** Ongoing DataReuseDays 2022 - YouTube
**** [https://www.youtube.com/watch?v=Hx1LXCqfD60&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=2 Lightning talks]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=qqQwC70Kyd8&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=3 Wikidata for performing and visual arts]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=3ZXDdA5V0xE&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=4 Wikxhibit]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=L6KrBraWgdw&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=5 How to retrieve Wikidata’s data?]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=HqrEfvRo1iU&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=6 Best practices for reusing Wikidata’s data]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=G7ChC1pplik&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=7 Building a simple web app using Wikidata data]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=kNDkajxN_mc&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=8 Biohackathon: report on reviewing Wikidata subsetting method]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=YnBgFeTIHgQ&list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm&index=9 GeneWiki: The Wikidata Integrator]
*** Cartographier des données de Wikidata avec Umap (in French) - [https://www.youtube.com/watch?v=wbm4b1-XBmU YouTube]
*** Mapping Einstein Researchers on Wikidata (in Portuguese) - [https://www.youtube.com/watch?v=oYCKLQRQmzQ YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [http://linkedpeople.net Linked People project] let's you explore the family trees of all known people at Wikipedia/Wikidata.
** [https://lubianat.github.io/gene-wordle/ Gene of the Day] (gene-wordle) uses Wikidata for gene names and crafting an answer list by number of sitelinks.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** There are Rapid Grants available for local meetups during the Wikimedia Hackathon 2022 from May 20-May 22. [[mw:Wikimedia_Hackathon_2022#Local_Meetup_Grants|Apply to host a social for your local community]]. The deadline to apply is March 27, 2022.
** [https://twitter.com/MagnusManske/status/1504079153246703618 Magnus made a recent Mix’n’match improvement]: List of Wikidata properties (incomplete) that could have a MnM catalog, to help create one, or tag as difficult etc.
** [[d:User:Andrew Gray|Andrew]] [https://twitter.com/generalising/status/1503477948057333767 put together a guide] to writing SPARQL queries for the Wikidata MPs project. [[d:Wikidata:WikiProject British Politicians/Building Queries|Wikidata:WikiProject British Politicians/Building Queries]]
** The [[d:Special:PermanentLink/1600003660#Proposed config change: remove changetags right from users|proposed config change]] to remove the <code>changetags</code> right from users – so that they can apply change tags to their own actions as they are made, but not change the tags of other actions after the fact anymore – has been deployed.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10502|State Heraldic Register of the Russian Federation ID]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10489|LDT @ Library Name Authority ID]], [[:d:Property:P10490|LDT @ Library Subject Terms Authority ID]], [[:d:Property:P10491|LDT @ Library Classification Authority ID]], [[:d:Property:P10492|USP Production Repository ID]], [[:d:Property:P10493|Transilien ID]], [[:d:Property:P10494|United Russia member ID]], [[:d:Property:P10495|MovieMeter TV season ID]], [[:d:Property:P10496|Joshua Project people group ID]], [[:d:Property:P10497|Moscow Street ID]], [[:d:Property:P10498|Moscow area ID]], [[:d:Property:P10499|vc.ru company ID]], [[:d:Property:P10500|Repetti on-line ID]], [[:d:Property:P10501|Cybersport.ru ID]], [[:d:Property:P10503|Québec Enterprise Number]], [[:d:Property:P10504|Discover Moscow ID]], [[:d:Property:P10505|ArTS author ID]], [[:d:Property:P10506|IRIS UNIUD author ID]], [[:d:Property:P10507|Game Informer ID]], [[:d:Property:P10508|Ligue 2 player ID]], [[:d:Property:P10509|Femiwiki ID]], [[:d:Property:P10510|Arachne entity ID]], [[:d:Property:P10511|VideoGameGeek developer ID]], [[:d:Property:P10512|Encyclopedia of Krasnoyarsk Krai ID]], [[:d:Property:P10513|Oregon State Parks ID]], [[:d:Property:P10514|Washington State Parks ID]], [[:d:Property:P10515|Sport24.ru person ID]], [[:d:Property:P10516|SINGULART artist ID]], [[:d:Property:P10517|eBru ID]], [[:d:Property:P10518|ICCROM authority ID]], [[:d:Property:P10519|Legal entity registered by the Ministry of Culture of the Czech Republic ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Bhashakosha pp.|Bhashakosha pp.]], [[:d:Wikidata:Property proposal/local education level|local education level]], [[:d:Wikidata:Property proposal/hours per week|hours per week]], [[:d:Wikidata:Property proposal/education level|education level]], [[:d:Wikidata:Property proposal/time allocation|time allocation]], [[:d:Wikidata:Property proposal/grading system|grading system]], [[:d:Wikidata:Property proposal/grade|grade]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISCED-ALevel|ISCED-ALevel]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISCED category orientation|ISCED category orientation]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISCED Broad Field|ISCED Broad Field]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISCED Narrow Field|ISCED Narrow Field]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISCED Detailed Field|ISCED Detailed Field]], [[:d:Wikidata:Property proposal/competency|competency]], [[:d:Wikidata:Property proposal/sessions per week|sessions per week]], [[:d:Wikidata:Property proposal/applies to work|applies to work]], [[:d:Wikidata:Property proposal/rack system|rack system]], [[:d:Wikidata:Property proposal/maintains consistent linking to|maintains consistent linking to]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Kramerius of Regional Library in Pardubice UUID|Kramerius of Regional Library in Pardubice UUID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/USA Track & Field (www.usatf.org) athlete ID|USA Track & Field (www.usatf.org) athlete ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GuideStar India Organisations-ID|GuideStar India Organisations-ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/DACS ID (2022)|DACS ID (2022)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/marriott hotel ID|marriott hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifiant Epigraphie|identifiant Epigraphie]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Salzburger Literatur Netz ID|Salzburger Literatur Netz ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Literatur Netz Oberösterreich ID|Literatur Netz Oberösterreich ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CPNI ID|CPNI ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/QQ Music album ID|QQ Music album ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/QQ Music song ID|QQ Music song ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/eSbírky institution ID|eSbírky institution ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Atlante Beni Culturali Calabria item ID|Atlante Beni Culturali Calabria item ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Atlante Beni Culturali Calabria cultural place ID|Atlante Beni Culturali Calabria cultural place ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Zotero ID|Zotero ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/World of Waterfalls ID|World of Waterfalls ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4yCg Signature images from Wikidata (change the view to “map” to see the signatures arranged by the person’s place of birth!] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1504249791643013124 source])
*** [https://w.wiki/4x8g Count of UK lake items with a 'UK Lakes Portal ID' (P7548) property statement] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1503581042812362754 source])
*** [https://w.wiki/4w$k Travel reports by Alfred Brehm as timeline] ([https://twitter.com/diedatenlaube/status/1503383657989517315 source])
*** [https://w.wiki/4yHx Timeline for the Apple "M" series of Systems on a Chip (SoC)]
*** [https://w.wiki/4yCU Religion of men named “Maria” (as one of their given names)] ([https://twitter.com/sandpapier/status/1505611447048544256 source])
*** [https://w.wiki/4xyY Shortest rail link between Narvik and Singapore (passing through Finland and Kazakhstan])
*** [https://w.wiki/4yPA Map of institutions where "where people who studied there" have created written works whose main subject is knowledge graph (Q33002955), knowledge base (Q515701) and (Q33002955)]
*** [https://w.wiki/4x75 Colonies of Africa with their or their “main state”’s official language and ISO code]
* '''Development'''
** Lexicographical data: We're continuing with the work on the new Special:NewLexeme page. We worked on saving a valid new Lexeme with the new page. We are now focusing on the suggesters for language and lexical category so editors can select the right Item for them.
** Data Reuse Days: We ran sessions on how to use Wikidata's data programmatically and the best practices around it. Slides and videos are available already (see above).
** REST API: Continuing coding on the basic version of the GET Item endpoint. We have the very initial version of the get item endpoint ready and are now adding more parameters to it.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 03 21|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 21. mars 2022 kl. 15:15 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23022162 -->
== Wikidata weekly summary #513 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming
*** The [https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.03.31 next Wikibase live session] is 15:00 UTC on Thursday 31st March 2022 (17:00 Berlin time). What are you working on around Wikibase? You're welcome to come and share your project with the community.
*** [https://www.twitch.tv/belett Live Wikidata editing on Twitch] and in French by Vigneron, March 29 at 19:00 CEST (UTC+2)
*** ArtandFeminism 2022 editathon by [[d:User:Achiri Bitamsimli|Achiri Bitamsimli]]. Theme: Add Dagbani labels and descriptions of female lawyers in West Africa. Date: April 1st, 2022 - March 8th, 2022. Location: Tamale College of Education, Ghana. Time: 9:00am — 9:00pm UTC. [https://artandfeminism.org/edit_a_thon/artandfeminism-2022-in-ghana-notable-female-lawyers-in-west-africa/ Register].
*** LIVE Wikidata editing #77 - [https://www.youtube.com/watch?v=z9CqmS9jzEo YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3206229169662238/ Facebook], April 2nd at 18:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#102|Online Wikidata meetup in Swedish #102]], April 3rd at 12.00 UTC
*** [[d:Wikidata:WikiProject_Cultural_venues/Datathon|Cultural Venues Datathon]]: April 25 - May 2, 2022. This online editing event is organized by the Canadian Association for the Performing Arts, LaCogency and many partners, with support from Wikimedia Foundation Alliances Fund. Guided editing sessions will be facilitated [https://linkeddigitalfuture.ca/cultural-venues-datathon/ in English] and [https://linkeddigitalfuture.ca/fr/datathon-des-lieux-culturels/ in French].
*** The [[m:Celtic Knot Conference 2022|Celtic Knot Conference]], dedicated to underrepresented languages on the Wikimedia projects, with a focus on Wikidata, will take place online and onsite on July 1-2, 2022.
** Ongoing:
*** Wikimedia Indonesia's ''Datathon'' program under [[m:Wikimedia Indonesia/Bulan Wiki Perempuan 2022|2022 Wiki Women's Month]] started on March 18th 18:00 UTC+7 and will last until March 25th 23:59 UTC+7. 70+ users enrollled. [[d:Wikidata:WikiProject Indonesia/Kegiatan/Datathon|Page]].
***Weekly Lexemes Challenge #35, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=35 Water]
** Past:
*** Two Wikidata Training (''Kelas Wikidata'') on [[m:Wikimedia Indonesia/Bulan Wiki Perempuan 2022|2022 Wiki Women's Month]] were held online on March 12th and 13th.
*** [[d:Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022|Data Reuse Days]]. For a recap of the event:
**** a selection of sessions are recorded, you can find the [https://youtube.com/playlist?list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm videos here] or [[d:Wikidata:Status_updates/2022_03_28#Press,_articles,_blog_posts,_videos|below]]
**** speakers will progressively add their slides in this [[commons:Category:Data_Reuse_Days_2022_presentations|Commons category]]
**** all notes and Q&A of sessions are archived here: [[d:Wikidata:Events/Data_Reuse_Days_2022/Outcomes/notes|Wikidata:Events/Data Reuse Days 2022/Outcomes/notes]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://tech-news.wikimedia.de/en/2022/03/18/lexicographical-data-for-language-learners-the-wikidata-based-app-scribe/ Lexicographical Data for Language Learners: The Wikidata-based App Scribe]
*** [https://wikimedia.org.au/wiki/Inaugural_Wikidata_Fellows_announced Inaugural Wikidata Fellows announced, Wikimedia Australia]
*** [https://wikiedu.org/blog/2022/03/22/wikidatas-lexemes-sparked-this-librarians-interest/ Wikidata’s lexemes sparked this librarian’s interest]
*** [https://observablehq.com/@pac02/actress-singers-and-actor-singers-do-actresses-become-sing Actress-singers and actor-singers: do actresses become singers and singers become actors?] fact checking an intuition using Wikidata
*** [https://americanart.si.edu/blog/wikidata-artists Building a Web of Knowledge Through Wikidata]
** Presentations
*** [https://www.bjonnh.net/share/20220320_acs/ LOTUS, Beyond drug discovery: Breaking the boundaries of natural products information], at the {{Q|247556}} Spring 2022 meeting
** Papers
*** [https://arxiv.org/pdf/2202.11361.pdf "Exploratory Methods for Relation Discovery in Archival Data"] - a holistic approach to discover relations in art historical communities and enrich historians’ biographies and archival descriptions, based on Wikidata
** Videos
*** DataReuseDays 2022 concluded. (see [[d:Wikidata:Status_updates/2022_03_28#Events|past events above]] for a [https://youtube.com/playlist?list=PLduaHBu_3ejNaZk15ybdHNWY8z-FyunRm full list of the recorded sessions])
*** A simple demonstration of search using QAnswer software for the disability wikibase knowledge graph - [https://www.youtube.com/watch?v=LgCgEje-kiM YouTube]
*** FAIR and Open multilingual clinical trials in Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=5yRhCENeezQ YouTube]
*** Using Mix'n'match (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=gZ53x5GcfmE YouTube]
*** A Triangular Connection Libraries' Wikidata projects on names, collections and users - [https://www.youtube.com/watch?v=wqDgZJaVj20 YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://apps.apple.com/app/scribe-language-keyboards/id1596613886 Scribe] is a keyboard extension based on lexicographical data that can help users remember grammar rules (see [[d:Wikidata:Status_updates/2022_03_28#Press,_articles,_blog_posts,_videos|blogpost above]]).
** [https://worldleh.talaios.coop/ WorldlEH] is a wordle clone in Basque.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Status update about what was achieved for each of the Wikibase related 2021 development goals has been published: [[d:Wikidata:Development plan/archive2021/status updates|Wikidata:Development plan/archive2021/status updates]]
** Call for Mentors: [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa| Wiki Mentor Africa]] is a mentorship project for tool creators/contributors. Interested to become a mentor (experienced tool creators/contributors), please visit this [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa/Mentor%27s_Room| page]]!
** Wikidata now has over 1,600,000,000 edits! The milestone edit was made by [[d:User:Ruky Wunpini|Ruky Wunpini]].
** [https://www.kb.nl/over-ons/projecten/wikipedia-wikimedia The Dutch National Library has a new website with more info on their use of the Wikimedia Projects including their work with Wikidata].
** 2 months paid internship vacancy is available for Wikimedia Indonesia technology division. Registration is open until March 27th. [https://twitter.com/wikidataid/status/1506113550460530691 Announcement].
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10527|documentation files at]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10516|SINGULART artist ID]], [[:d:Property:P10517|eBru ID]], [[:d:Property:P10518|ICCROM authority ID]], [[:d:Property:P10519|Legal entity registered by the Ministry of Culture of the Czech Republic ID]], [[:d:Property:P10520|Rekhta book ID]], [[:d:Property:P10521|ILO code]], [[:d:Property:P10522|reddoorz hotel ID]], [[:d:Property:P10523|Naver VIBE video ID]], [[:d:Property:P10524|SberZvuk artist ID]], [[:d:Property:P10525|Italian Women Writers ID]], [[:d:Property:P10526|RBC company ID]], [[:d:Property:P10528|Madrean Discovery Expeditions Flora Database ID]], [[:d:Property:P10529|Madrean Discovery Expeditions Fauna Database ID]], [[:d:Property:P10530|Encyclopedia of Transbaikalia ID]], [[:d:Property:P10531|Encyclopedia of Transbaikalia person ID]], [[:d:Property:P10532|Booking.com numeric ID]], [[:d:Property:P10533|Agoda hotel numeric ID]], [[:d:Property:P10534|Australian Reptile Online Database ID]], [[:d:Property:P10535|RSPA modern authors ID]], [[:d:Property:P10536|RSPA ancient authors ID]], [[:d:Property:P10537|1905.com film ID]], [[:d:Property:P10538|Leafsnap ID]], [[:d:Property:P10539|ImagesDéfense ID]], [[:d:Property:P10540|TASS Encyclopedia person ID]], [[:d:Property:P10541|TASS Encyclopedia country ID]], [[:d:Property:P10542|TASS Encyclopedia tag ID]], [[:d:Property:P10543|WIPO Pearl term ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/maintains consistent linking to|maintains consistent linking to]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ocupante de / occupant of|ocupante de / occupant of]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/World of Waterfalls ID|World of Waterfalls ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/New IDU properties|New IDU properties]], [[:d:Wikidata:Property proposal/My World@Mail.Ru ID|My World@Mail.Ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/BillionGraves grave ID|BillionGraves grave ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Archivio Storico Intesa Sanpaolo|Archivio Storico Intesa Sanpaolo]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GEMET ID|GEMET ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Enciclopedia del Novecento ID|Enciclopedia del Novecento ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Trovo ID|Trovo ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Invasive.org species ID|Invasive.org species ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ihg Hotel ID|ihg Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Monoskop article ID|Monoskop article ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Le Monde journalist ID|Le Monde journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Libération journalist ID|Libération journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Le Parisien journalist ID|Le Parisien journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Les Échos journalist ID|Les Échos journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/L'Humanité journalist ID|L'Humanité journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/L'Opinion journalist ID|L'Opinion journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Le Figaro journalist ID|Le Figaro journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Présent author ID|Présent author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Aldiwan poet ID|Aldiwan poet ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Aldiwan poem ID|Aldiwan poem ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/International Jewish Cemetery Project ID|International Jewish Cemetery Project ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4JHa Wikidata knowledge graph of Elizabeth Keckley, dressmaker to U.S. First Lady Mary Todd Lincoln] ([https://twitter.com/fuzheado/status/1506380715985887241 source])
*** [https://w.wiki/4yJM Women who served as defense ministers in various countries] ([https://twitter.com/wikimediaid/status/1506212109381644292 source])
*** [https://w.wiki/4zVn UK MPs who had paired names (e.g. Owen Thomas / Thomas Owen)] ([https://twitter.com/generalising/status/1507443437200678918 source])
*** [https://w.wiki/4yr2 List of properties associated with items that are class/subclass of File Format] ([https://twitter.com/beet_keeper/status/1506625658490871819 source])
*** [https://w.wiki/4zGb Table frequency of properties used in instances of public libraries]
* '''Development'''
** [Significant Change]: [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/3LA6FDOZGSK6HSQY73XCFNT4BTYWOY64/ wbsearchentities changed to explicitly return display terms and matched term]
** Lexicographical data: Working on the lookup for language and lexical category and displaying potential errors during Lexeme creation
** Improved the API response of the wbsearchentities endpoint by adding the language to the labels and descriptions in the API response ([[phab:T104344]])
** Data Reuse Days: Second and final week - organized, attended and held a few sessions incl. bug triage hour and pink pony session
** REST API: Continuing work on getting the the data of an Item, we almost have filtering of the data returned by the API and basic error handling is in place. Next up: not returning the data if the client already has the most recent data, and authentication
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 03 28|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 28. mars 2022 kl. 13:00 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23050404 -->
== Wikidata weekly summary #514 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/APSbot 4|APSbot 4]]: Task/s: Regularly create organizations from the Research Organization Registry (ROR - https://ror.org/) that are missing in Wikidata.
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** Next [[d:Wikidata:WikiProject_Linked_Data_for_Production#LD4-Wikidata_Affinity_Group|Linked Data for Libraries LD4 Wikidata Affinity Group]] call: Adam Schiff (University of Washington), Tyler Rogers (San Diego State University), Julia Gilmore (University of Toronto) on documenting buildings on academic campuses. [https://docs.google.com/document/d/1hSlr8GTlk_Q-bE5n1oCxXBncuCPHnqESWMR0oQcuGYA/edit Agenda with call link], April 5.
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/AWS4SV3TQUS4CZMOB6YH3ML5AIZ6WOEZ/ Wikimedia Research Office Hours April 5, 2022]
*** [https://linkeddigitalfuture.ca/event/atelier-pratique-wikidata-produire-un-element-wikidata-relie-aux-productions-en-danse-ou-en-theatre/ Wikidata items about theatre and dance productions], April 6 (in French). The same workshop will be offered [https://linkeddigitalfuture.ca/wikidata-workshops-season-2/ in English] on May 4.
*** Talk to the Search Platform / Query Service Team—April 6th, 2022. Date: Wednesday, April 6th, 2022 Time: 15:00-16:00 GMT / 08:00-09:00 PDT / 11:00-12:00 EDT / 16:00-17:00 WAT / 17:00-18:00 CEST [https://etherpad.wikimedia.org/p/Search_Platform_Office_Hours Etherpad]
*** Art+Feminism Community Hours. Theme: [https://artandfeminism.org/panel/community-hours-af-event-metrics/ Add your Event Data to Wikidata]. April 9 at 2pm UTC!
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #36, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=36 Family]
** Past: Wikibase live session (March 2022) [https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.03.31 log]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://wikiedu.org/blog/2022/03/30/property-exploration-how-do-i-learn-more-about-properties-on-wikidata/ Property exploration: How do I learn more about properties on Wikidata?]
*** [https://news.ucsc.edu/2022/03/nlp-liveperson-fellowships.html UCSC Ph.D. students dive deep into engineering open-domain dialogue AI with the support of industry partners]. "...''aims to develop a better system for entity linking, the connection of entities like “Lebron James” or “the Earth” to their various meanings in an existing database of knowledge – in this case, Wikidata''..."
*** [https://news.illinoisstate.edu/2022/03/highlighting-linked-data-projects/ Highlighting linked data projects]. "...''Cornell University Library, Stanford Libraries, and the School of Library and Information Science at the University of Iowa are engaging in the grant-funded Linked Data for Production project. Broadly, the project uses linked data to show patrons information from outside sources (such as Wikidata) and build longer, more nuanced links between resources''".
** Videos
*** The Share-VDE project and its relationship with Wikidata (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=GVpHdphLvCU YouTube]
*** Create a Wikidata page from scratch (in French) - [https://www.youtube.com/watch?v=vHed6VZBVFI YouTube]
*** Clinical Trials, Wikidata and Systems Biology (in Portuguese) - [https://www.youtube.com/watch?v=dsYr0PGCW0M YouTube]
*** New WikidataCon 2021 videos uploaded on YouTube
**** [https://www.youtube.com/watch?v=qK5rwhvDj_8 Your favorite interface gadgets on Wikidata]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=1nZxY4r5KQs Wikidata Query Service scaling challenges]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=VlUfGhPblGo Decolonizing Wikidata: Q&A session]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=gDZpdfbFVpk Wikidata et l’écosystème de données ouvertes liées pour les arts de la scène] (in French)
**** [https://www.youtube.com/watch?v=SaPEb_LMHKk Respectfully representing Indigenous knowledge in Wikidata]
** Other
*** FAIR cookbook's recipe "[https://faircookbook.elixir-europe.org/content/recipes/findability/registeringDatasets How to Register a Dataset with Wikidata]"
*** OpenRefine will soon hold its two-yearly survey again. [https://groups.google.com/g/openrefine/c/cBO2EWsCkME Who wants to help translate the survey to their language]? It will take around 45 minutes. There are already translations underway in Spanish and Dutch. Contact [[User:SFauconnier]] if you want to help!
* '''Tool of the week'''
** [http://Kyrksok.se Kyrksok.se] is an app about Swedish churches based on Wikidata.
** [https://wikimedia.qanswer.ai/ QAnswer] is a question answering system based on Wikidata and other projects. ''Who was the first to create liquid helium?'' [https://wikimedia.qanswer.ai/qa/full?question=who+was+the+first+to+create+liquid+helium&lang=en&kb=wikidata%2Cwikipedia&user=open Try it!]
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [[d:Wikidata:SPARQL_query_service/WDQS-scaling-update-mar-2022#Wikidata_Query_Service_scaling_update%2C_March_2022|Wikidata Query Service scaling update, March 2022]] is now available.
** [[d:Wikidata:SPARQL_query_service/WDQS_backend_alternatives|WDQS backend alternatives paper]] with shortlist of options have been published.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10544|cantilever sign]], [[:d:Property:P10551|supports qualifier]], [[:d:Property:P10564|APE code]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10534|Australian Reptile Online Database ID]], [[:d:Property:P10535|RSPA modern authors ID]], [[:d:Property:P10536|RSPA ancient authors ID]], [[:d:Property:P10537|1905.com film ID]], [[:d:Property:P10538|Leafsnap ID]], [[:d:Property:P10539|ImagesDéfense ID]], [[:d:Property:P10540|TASS Encyclopedia person ID]], [[:d:Property:P10541|TASS Encyclopedia country ID]], [[:d:Property:P10542|TASS Encyclopedia tag ID]], [[:d:Property:P10543|WIPO Pearl term ID]], [[:d:Property:P10545|Arizona State Legislators: Then & Now ID]], [[:d:Property:P10546|db.narb.by ID]], [[:d:Property:P10547|Kayak hotel ID]], [[:d:Property:P10548|Melon music video ID]], [[:d:Property:P10549|Evil Angel movie ID]], [[:d:Property:P10550|ACE Repertory publisher ID]], [[:d:Property:P10552|World of Waterfalls ID]], [[:d:Property:P10553|IxTheo authority ID]], [[:d:Property:P10554|BillionGraves grave ID]], [[:d:Property:P10555|eSbírky institution ID]], [[:d:Property:P10556|Enciclopedia del Novecento ID]], [[:d:Property:P10557|Zotero ID]], [[:d:Property:P10558|My World@Mail.Ru ID]], [[:d:Property:P10559|KSH code (historical)]], [[:d:Property:P10560|traveloka activities ID]], [[:d:Property:P10561|Virginia Tech Dendrology Factsheets ID]], [[:d:Property:P10562|SPLC group ID]], [[:d:Property:P10563|GuideStar India Organisations-ID]], [[:d:Property:P10565|Encyclopedia of China ID (Third Edition)]], [[:d:Property:P10566|tiket to-do ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/oeconym|oeconym]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISCED Attainment|ISCED Attainment]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Per capita income|Per capita income]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Invasive.org species ID|Invasive.org species ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ihg Hotel ID|ihg Hotel ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Monoskop article ID|Monoskop article ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Le Monde journalist ID|Le Monde journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Libération journalist ID|Libération journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Le Parisien journalist ID|Le Parisien journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Les Échos journalist ID|Les Échos journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/L'Humanité journalist ID|L'Humanité journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/L'Opinion journalist ID|L'Opinion journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Le Figaro journalist ID|Le Figaro journalist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Présent author ID|Présent author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Aldiwan poet ID|Aldiwan poet ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Aldiwan poem ID|Aldiwan poem ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/International Jewish Cemetery Project ID|International Jewish Cemetery Project ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AccessScience ID|AccessScience ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IPU Chamber ID|IPU Chamber ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/COL taxon ID|COL taxon ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/deckenmalerei.eu ID|deckenmalerei.eu ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/C-SPAN Person Numeric ID|C-SPAN Person Numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SRSLY person ID|SRSLY person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/100 Years of Alaska's Legislature Bio ID|100 Years of Alaska's Legislature Bio ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Indiana State Historical Marker Program numeric ID|Indiana State Historical Marker Program numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Beatport track ID|Beatport track ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/EIA plant ID|EIA plant ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/EIA utility ID|EIA utility ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Speleologi del passato ID|Speleologi del passato ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HuijiWiki article ID|HuijiWiki article ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Cacti species ID|Encyclopedia of Cacti species ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/4zhs Long swedish / german nouns in Wikidata] ([https://twitter.com/salgo60/status/1508444534216310786 source])
*** [https://w.wiki/4$Gg Texts which have Wikisource links in English and French] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1509547358366883841 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data: Continued work on the new Special:NewLexeme page and focused on displaying sensible error messages if an error occurs during Lexeme creation. We're also working on adding a dropdown for the language variant.
** REST API: Continued work on conditional requests and authorization
** Made use of the new fields added in the wbsearchentities API and added language information to the markup of entity searches that you see when editing a statement or searching with the little searchbox at the top of the page on Wikidata. Now these search results should make a bit more sense to people who use screen readers.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 04 04|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 4. apríl 2022 kl. 12:33 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23050404 -->
== Wikidata weekly summary #515 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Open request for adminship: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/Stang|Stang]] (RfP scheduled to end after 14 April 2022 12:18 UTC)
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/Botcrux 10|Botcrux 10]]. Task/s: Change [[d:Property:P577|publication date (P577) ]] of scientific articles from "1 January YYYY" to just "YYYY".
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/Pi bot 25|Pi bot 25]]. Task/s: [[d:Wikidata:Properties for deletion|Wikidata:Properties for deletion]] maintenance
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#104|Online Wikidata meetup in Swedish #104]], April 17th at 12.00 UTC
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, April 20th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group]. ''The Wikidata and Wikibase office hours are online events where the development team presents what they have been working on over the past quarter, and the community is welcome to ask questions and discuss important issues related to the development of Wikidata and Wikibase.''
*** April 26, Ghent, Belgium: [https://meemoo.be/nl/vormingen-en-events/openrefine-community-workshop-datacleaning-andere-functionaliteiten-en-meet-the-team public OpenRefine data cleaning workshop and meet&greet with the OpenRefine team], including preview of Structured Data on Commons functionalities. Physical event, free, [https://meemoo.be/nl/vormingen-en-events/openrefine-community-workshop-datacleaning-andere-functionaliteiten-en-meet-the-team sign up via this link].
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/MPQZ4EZW6FXZVZAX6QO7BAVJVDUGOT2N/ Wiki Workshop 2022 - Registration open!] The event is virtually held on April 25, 12:00-18:30 UTC
*** April 22nd - 24th, from [[d:Wikidata:Wiki_Mentor_Africa|Wiki Mentor Africa]], A three days workshop on '''Linking biodiversity data through wikidata using Webaps and jupyter notebooks''' to attend, [https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSddFNRkARWa12ICRBuel9zbYMQsL4fUsiNA7ndMwcJSVp8xJg/viewform?usp=sf_link| register here]
*** May 5th: [[d:Wikidata:Events#Wikidata_bug_triage_hour|Wikidata Bug Triage Hour]], open discussion. Come with your favorite Phabricator task and we will improve its description together.
*** DigAMus goes Wikidata workshop: make digital projects in museums visible and findable. April 29, 3-5 p.m. TIB Open Science Lab. [https://docs.google.com/forms/d/1Zv_SEwAM0EV760fTRr7PYT5y5kscnhC_yQZ2mvABG5Q/edit Register here].
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #37, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=37 Numbers]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://blog.library.si.edu/blog/2022/03/30/smithsonian-libraries-and-archives-wikidata-chinese-ancestor-portrait-project/#.YksQHXVByV5 Smithsonian Libraries and Archives & Wikidata: Chinese Ancestor Portrait Project]
*** [https://blog.factgrid.de/archives/2684 Browsing FactGrid with the FactGrid Viewer]
** Papers
***[https://content.iospress.com/articles/data-science/ds210040 A formalization of one of the main claims of “Cortex reorganization of Xenopus laevis eggs in strong static magnetic fields” by Mietchen et al. 2005] (uses Wikidata identifiers for statements)
***[[doi:10.3233/DS-210044|A formalization of one of the main claims of “Creative Commons licenses and the non-commercial condition: Implications for the re-use of biodiversity information” by Hagedorn et al. 2011]] (uses Wikidata identifiers for statements)
** Videos
*** Wikidata Query Service Tutorial in Tunisian by [[d:User:Csisc|Houcemeddine Turki]] (WikiConference RU 2021 - [[Commons:File:WikiConference RU - Wikidata Query Service Tutorial in Tunisian - Part 1.webm|Part 1]], [[Commons:File:WikiConference RU - Wikidata Query Service Tutorial in Tunisian - Part 2.webm|Part 2]])
*** Live Coding - PyORCIDAtor, integrating ORCID with Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=tc6jQnp4gZg YouTube]
*** How to add location coordinates to Wikidata Items (in Dagbani) - [https://www.youtube.com/watch?v=ohtVF4Et7-g YouTube]
*** Bundestag + Wikidata = Open Parliament TV (in German) - [https://www.youtube.com/watch?v=pkdyr6N5E2E YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://lvaudor.github.io/glitter/articles/glitter_for_Wikidata.html Glitter] another R package to write SPARQL queries and query Wikidata and other SPARQL endpoints. This package provides a domain specific language to write queries directly from R.
** [https://conze.pt/explore?l=en# Conzept] is a topic-exploration tool based on Wikidata and other information sources.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** The [[d:Wikidata:MOOC|Wikidata MOOC]] (online course) has been developed by Wikimedia France, involving several French-speaking Wikidata editors. The first version of the course will start on April 26 (in French only - [https://www.wikimedia.fr/les-inscriptions-au-mooc-wikidata-sont-ouvertes/ registration here])
** OpenRefine is running [https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScAfFLkcehxcbvWpjb5xPywOGsT1Djmp82k4wh81q14NDKVGA/viewform a short survey] to learn about user needs and expectations for the new [[c:Commons:OpenRefine|Structured Data on Commons extension for OpenRefine]], which is in the process of being developed. If you upload files to Wikimedia Commons and/or edit structured data there, please help by [https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLScAfFLkcehxcbvWpjb5xPywOGsT1Djmp82k4wh81q14NDKVGA/viewform filling in the survey]!
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikibase-cloud@lists.wikimedia.org/thread/3M2TXQYQTC5IODN6NO2G6UWE7DMGNCJT/ Wikibase cloud update (April)]: the closed beta of Wikibase.cloud is planned to start in mid-April. If you want to apply for closed beta access, please register with [https://lime.wikimedia.de/index.php/717538 this form].
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10564|APE code]], [[:d:Property:P10568|maintains linking to]], [[:d:Property:P10588|academic calendar type]], [[:d:Property:P10594|taxonomic treatment]], [[:d:Property:P10601|co-applicant]], [[:d:Property:P10602|applicant]], [[:d:Property:P10604|P10604]], [[:d:Property:P10606|notable role]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10560|traveloka activities ID]], [[:d:Property:P10561|Virginia Tech Dendrology Factsheets ID]], [[:d:Property:P10562|SPLC group ID]], [[:d:Property:P10563|GuideStar India Organisations ID]], [[:d:Property:P10565|Encyclopedia of China ID (Third Edition)]], [[:d:Property:P10566|tiket to-do ID]], [[:d:Property:P10567|Speleologi del passato ID]], [[:d:Property:P10569|L'Humanité journalist ID]], [[:d:Property:P10570|L'Opinion journalist ID]], [[:d:Property:P10571|Le Monde journalist ID]], [[:d:Property:P10572|Le Figaro journalist ID]], [[:d:Property:P10573|Le Parisien journalist ID]], [[:d:Property:P10574|Les Échos journalist ID]], [[:d:Property:P10575|Libération journalist ID]], [[:d:Property:P10576|Intesa Sanpaolo Historical Archive Map ID]], [[:d:Property:P10577|Monoskop article ID]], [[:d:Property:P10578|IDU foreign theatre ID]], [[:d:Property:P10579|IDU theatre building ID]], [[:d:Property:P10580|IDU theatrical ensemble ID]], [[:d:Property:P10581|Cameroun COG]], [[:d:Property:P10582|Author ID from the Modern Discussion website]], [[:d:Property:P10583|SRSLY person ID]], [[:d:Property:P10584|FAOTERM ID]], [[:d:Property:P10585|Catalogue of Life ID]], [[:d:Property:P10586|Trovo ID]], [[:d:Property:P10587|IFPI GTIN]], [[:d:Property:P10589|MangaDex title ID]], [[:d:Property:P10590|All.Rugby club ID]], [[:d:Property:P10591|traveloka restaurant ID]], [[:d:Property:P10592|maPZS trails/locations ID]], [[:d:Property:P10593|Kinowiki ID]], [[:d:Property:P10595|marriott hotel ID]], [[:d:Property:P10596|Chuvash Encyclopedia person ID]], [[:d:Property:P10597|Chuvash Encyclopedia place ID]], [[:d:Property:P10598|Chuvash Encyclopedia topic ID]], [[:d:Property:P10599|HarperCollins product ID]], [[:d:Property:P10600|Atlas of Cultural Heritage Calabria cultural place ID]], [[:d:Property:P10603|XJustiz registration court ID]], [[:d:Property:P10605|Atlante Beni Culturali Calabria item ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/является автором художественной выставки|является автором художественной выставки]], [[:d:Wikidata:Property proposal/shoe color|shoe color]], [[:d:Wikidata:Property proposal/government debt-to-GDP ratio|government debt-to-GDP ratio]], [[:d:Wikidata:Property proposal/National Historical Museums of Sweden object ID|National Historical Museums of Sweden object ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/class of property value|class of property value]], [[:d:Wikidata:Property proposal/has group|has group]], [[:d:Wikidata:Property proposal/name of victim|name of victim]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Tracks featured in work|Tracks featured in work]], [[:d:Wikidata:Property proposal/smb.museum digital ID|smb.museum digital ID]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/HuijiWiki article ID|HuijiWiki article ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Cacti species ID|Encyclopedia of Cacti species ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/bebyggelseområdeskod i Sverige|bebyggelseområdeskod i Sverige]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Israeli Opera site person id|Israeli Opera site person id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/FISH Archaeological Objects Thesaurus Identifier|FISH Archaeological Objects Thesaurus Identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Musik und Gender im Internet ID|Musik und Gender im Internet ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS Piedmont IDs|IRIS Piedmont IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Slovak Olympic athlete ID|Slovak Olympic athlete ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MINEDEX|MINEDEX]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Library of the Haskala ID|Library of the Haskala ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/522E Most popular Chess openings (by number of sitelinks)] ([https://twitter.com/lubianat/status/1510726581362245632 source])
*** [https://query.wikidata.org/#SELECT%20%3Fitem%20%3FitemLabel%20%3FitemDescription%20%3Fsitelinks%0AWITH%0A%7B%0A%20%20SELECT%20%3Fitem%20%3Fsitelinks%0A%20%20WHERE%0A%20%20%7B%0A%20%20%20%20%23Minimum%20sitelinks%0A%20%20%20%20%3Fitem%20wikibase%3Asitelinks%20%3Fsitelinks.%0A%20%20%20%20hint%3APrior%20hint%3ArangeSafe%20true.%0A%20%20%20%20FILTER%20%28%3Fsitelinks%20%3E%2020%20%29%0A%20%20%0A%20%20%20%20%23Random%20stuff%0A%20%20%20%20%23%20BIND%28RAND%28%29%20AS%20%3Frandom%29%20.%20%23%20Using%20this%20makes%20it%20not%20random%0A%20%20%20%20BIND%28SHA512%28CONCAT%28STR%28RAND%28%29%29%2C%20STR%28%3Fitem%29%29%29%20AS%20%3Frandom%29%20%0A%20%20%7D%0A%20%20ORDER%20BY%20%3Frandom%0A%20%20LIMIT%201000%0A%7D%20AS%20%25subquery1%0AWITH%0A%7B%0A%20%20SELECT%20%3Fitem%20%3Fsitelinks%0A%20%20WHERE%0A%20%20%7B%0A%20%20%20%20INCLUDE%20%25subquery1%0A%0A%20%20%20%20%23Filters%20to%20remove%20undesired%20entries%20%28templates%2C%20categories%2C%20...%29%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ11266439%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ97950663%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ4167836%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ59541917%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ14204246%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ19842659%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP373%20%3FcommonsCategory%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP301%20%3FcategoryMainTopic%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ15184295%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP1423%20%3FtemplateHasTopic%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP910%20%3FtopicMainCategory%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ20010800%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP360%20%3FisAListOf%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ108783631%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ11753321%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP4224%20%3FcategoryContains%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP971%20%3FcategoryCombinesTopics%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ97303168%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ59259626%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ110010043%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ1474116%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ15647814%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ19887878%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ107344376%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ36330215%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ14296%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ42032%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP2370%20%3FconversionToSIUnit%7D%0A%20%20%20%20FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3AQ4167410%7D%0A%20%20%20%20%23FILTER%20NOT%20EXISTS%20%7B%3Fitem%20wdt%3AP31%20wd%3Aaaa%7D%0A%20%20%7D%0A%20%20LIMIT%20100%0A%7D%20AS%20%25subquery2%0AWHERE%20%0A%7B%0A%20%20INCLUDE%20%25subquery2%0A%20%20SERVICE%20wikibase%3Alabel%20%7B%20bd%3AserviceParam%20wikibase%3Alanguage%20%22%5BAUTO_LANGUAGE%5D%2Cen%22%20.%20%7D%0A%7D Random set of popular ("having more than 20 site links") items] ([[d:Wikidata:Request_a_query#Query_a_random_set_of_popular_entries|source]])
*** [https://w.wiki/53Ac Wikimedia affiliates on social media] ([https://twitter.com/Jan_Ainali/status/1513117317982474243 source])
*** [https://w.wiki/534V Listed viaducts in the UK] ([https://twitter.com/heald_j/status/1512909616421777420 source])
*** [https://w.wiki/53LW Pages linked to the University of Clermont according to the number of articles on Wikimedia projects] ([https://twitter.com/belett/status/1513493874257313796 source])
*** [https://w.wiki/53M4 Which languages share a word for the same thing (visualized as a tree map). e.g. planet] ([https://twitter.com/vrandezo/status/1513194921183772672 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data: Continued work on the new Special:NewLexeme page. We worked on displaying error messages and inferring the spelling variant from the language. We also looked into the non-JavaScript version of the page.
** REST API: Worked on conditional requests (do not return data the client already has) and authorization.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 04 11|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 11. apríl 2022 kl. 13:55 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23123302 -->
== Wikidata weekly summary #516 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Open request for adminship: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/Pi admin bot|Pi admin bot]] (RfP scheduled to end after 20 April 2022 17:58 UTC)
** Closed request for adminship: [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/Stang|Stang]] (successful)
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/Stangbot 2|Stangbot 2]]. Task/s: Insert [[:d:Property:P1831|electorate (P1831)]] and keep it updated on Brazilian municipalities and states items
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/AmeisenBot|AmeisenBot]]. Task/s: Label unsigned comments on talk pages
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
**Upcoming:
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call will be on Tuesday, [https://zonestamp.toolforge.org/1650380457 April 19 at 11 AM Eastern US time]: Martin Schibel will be speaking on [https://www.entitree.com/ Entitree]. '''Please note this is one hour earlier than the usual meeting time''' [https://docs.google.com/document/d/1goa4wnVoUizfFguyVAlLCZzJkb544ecHSLWQA9uYw5k/edit# Agenda]
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, April 20th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group]. ''The Wikidata and Wikibase office hours are online events where the development team presents what they have been working on over the past quarter, and the community is welcome to ask questions and discuss important issues related to the development of Wikidata and Wikibase.''
*** LD4 Wikibase Working Hour: Learn about Wikibase system exploration, data model development, and the road ahead for Digital Scriptorium. When: Thurs. 21 April 2022, 3PM Eastern US ([https://www.timeanddate.com/worldclock/converter.html?iso=20220421T190000&p1=tz_et&p2=tz_ct&p3=tz_mt&p4=tz_pt&p5=tz_bst&p6=tz_cest&p7=tz_gmt time zone converter]). Where: [https://teams.microsoft.com/registration/nZRNbBy5RUyarmbXZEMRDQ,epCg_cl65k2w-KRqtDjQ6g,XaPSpNIe7kuPXqShLIu5Rw,2QcpRvBH60eIij192oVSZw,Cp8Hf52ENUW_wkyHubx_rw,8Mrm5Hwrqkuu0Ki34-GDFA?mode=read&tenantId=6c4d949d-b91c-4c45-9aae-66d76443110d Registration Link]
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikimedia-l@lists.wikimedia.org/thread/YXJJYCMFEJWJAOR2A5IYDXTSQLKJ7X2F/ Register for Contribuling – Conference on minority languages and free participative software]. Conference date: April 22
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#105|Online Wikidata meetup in Swedish #105]], April 24th at 12.00 UTC
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://docs.google.com/document/d/e/2PACX-1vQOi_12npwKgeDDUGllFyybNjvONfY5hdRJwnpvWBbVHWgBLIeFTbyv54KTqoAGC0UQ75-YLrA57tt3/pub WeDigBio Transcription workflow] "...blogpost...showing how I go from finding the name of a collector when transcribing labels to adding them to Wikidata & then linking them to their collections via Bionomia."
*** [https://wikiedu.org/blog/2022/04/07/more-wikidata-metrics-on-the-dashboard/ More Wikidata metrics on the Dashboard]
** Videos
*** Transfer bibliographic data from Zotero to Wikidata (in Italian) - [https://www.youtube.com/watch?v=snc0ifX9V7I YouTube]
*** Art+Feminism community Hours: Add your event data to Wikidata! - YouTube ([https://www.youtube.com/watch?v=nMCpZtaEsWQ En], [https://www.youtube.com/watch?v=-5BwnzP-C9I Fr])
** other:
*** [https://whoseknowledge.org/resource/dti-structured-data-report/ Decolonizing the Internet’s Structured Data – Summary Report] by Whose Knowledge?
* '''Tool of the week'''
** [https://bird-oclock.glitch.me Bird O'Clock!] is a tool based on Wikidata and other data sources that shows pictures and numbers from actual people counting actual birds in the actual world!
** [https://coinherbarium.com Tiago's Coin Herbarium] is a coin collection depicting different plant information displayed via Wikidata SPARQL queries.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [[Wikidata:Development plan|Wikidata and Wikibase 2022 development plan]] has been updated to include activity estimates for the second quarter (Q2).
** There is a [[Wikidata:SPARQL query service/WDQS backend update|new hub page]] for the Wikidata Query Service scaling updates, to help you all stay updated.
** Wikidata metrics are now easily accessible on the Dashboard. Here's an [https://outreachdashboard.wmflabs.org/courses/Yale_University/Dura-Europos_WD_edit-a-thon example Dashboard] including a [[d:Wikidata:Status_updates/2022_04_18#Press,_articles,_blog_posts,_videos|blog post above]] detailing the process.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10594|taxonomic treatment]], [[:d:Property:P10601|co-applicant]], [[:d:Property:P10602|applicant]], [[:d:Property:P10604|type of a register in Germany]], [[:d:Property:P10606|notable role]], [[:d:Property:P10607|athletics program]], [[:d:Property:P10610|number of teachers]], [[:d:Property:P10611|has certification]], [[:d:Property:P10612|choreography for]], [[:d:Property:P10613|surrounds the enclave]], [[:d:Property:P10614|has surface]], [[:d:Property:P10622|per capita income]], [[:d:Property:P10623|number of blood donors]], [[:d:Property:P10624|official observer status in organisation]], [[:d:Property:P10627|web interface software]], [[:d:Property:P10628|Martian coordinates]], [[:d:Property:P10629|suggested data fields]], [[:d:Property:P10630|medical indication]], [[:d:Property:P10636|number of conferences]], [[:d:Property:P10637|historic insurance number (building)]], [[:d:Property:P10640|pole positions]], [[:d:Property:P10642|place of disappearance]], [[:d:Property:P10643|code name]], [[:d:Property:P10645|reports to]], [[:d:Property:P10648|podium finishes]], [[:d:Property:P10649|number of likes]], [[:d:Property:P10650|number of dislikes]], [[:d:Property:P10651|number of comments]], [[:d:Property:P10654|rack system]], [[:d:Property:P10655|oeconym]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10589|MangaDex title ID]], [[:d:Property:P10590|All.Rugby club ID]], [[:d:Property:P10591|traveloka restaurant ID]], [[:d:Property:P10592|maPZS trails/locations ID]], [[:d:Property:P10593|Kinowiki ID]], [[:d:Property:P10595|marriott hotel ID]], [[:d:Property:P10596|Chuvash Encyclopedia person ID]], [[:d:Property:P10597|Chuvash Encyclopedia place ID]], [[:d:Property:P10598|Chuvash Encyclopedia topic ID]], [[:d:Property:P10599|HarperCollins product ID]], [[:d:Property:P10600|Atlas of Cultural Heritage Calabria cultural place ID]], [[:d:Property:P10603|XJustiz registration court ID]], [[:d:Property:P10605|Atlante Beni Culturali Calabria item ID]], [[:d:Property:P10608|FID performing arts ID]], [[:d:Property:P10609|PLOS Thesaurus ID]], [[:d:Property:P10615|QQ Music album ID]], [[:d:Property:P10616|QQ Music song ID]], [[:d:Property:P10617|Beatport track ID]], [[:d:Property:P10618|Salzburger Literatur Netz ID]], [[:d:Property:P10619|Kramerius of Regional Library in Pardubice UUID]], [[:d:Property:P10620|Literatur Netz Oberösterreich ID]], [[:d:Property:P10621|1905.com star ID]], [[:d:Property:P10625|OpaqueNamespace ID]], [[:d:Property:P10626|deckenmalerei.eu ID]], [[:d:Property:P10631|ODOT county code]], [[:d:Property:P10632|OpenSanctions ID]], [[:d:Property:P10633|CNGAL entry ID]], [[:d:Property:P10634|USA Track & Field athlete ID (www.usatf.org)]], [[:d:Property:P10635|National Associations Register Number Spain]], [[:d:Property:P10638|AperTO author ID]], [[:d:Property:P10639|IRIS UNIUPO author ID]], [[:d:Property:P10641|AlloCiné TV season ID]], [[:d:Property:P10644|Library of Parliament of Canada riding ID]], [[:d:Property:P10646|ARTEINFORMADO person ID]], [[:d:Property:P10647|Slovak Olympic athlete ID]], [[:d:Property:P10652|International Jewish Cemetery Project ID]], [[:d:Property:P10653|Via Rail station code]], [[:d:Property:P10656|WikiApiary farm]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/name of victim|name of victim]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Tracks featured in work|Tracks featured in work]], [[:d:Wikidata:Property proposal/smb.museum digital ID|smb.museum digital ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Unique image of unicode char|Unique image of unicode char]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Historic Oregon Newspapers ID|Historic Oregon Newspapers ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Thai Romanization|Thai Romanization]], [[:d:Wikidata:Property proposal/construction start|construction start]], [[:d:Wikidata:Property proposal/construction end|construction end]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/MINEDEX|MINEDEX]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Library of the Haskala ID|Library of the Haskala ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/fanvue creator ID|fanvue creator ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ACNP library ID|ACNP library ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/lieferando restaurant ID|lieferando restaurant ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Yarus feed ID|Yarus feed ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Enciclopedia Colchagüina ID|Enciclopedia Colchagüina ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Winterthur Glossar ID|Winterthur Glossar ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Biographical Memoirs of Fellows of the Royal Society ID|Biographical Memoirs of Fellows of the Royal Society ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Personality Database work identifier|Personality Database work identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Hmoegirlpedia|Hmoegirlpedia]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CNKI Institute ID|CNKI Institute ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Peacock ID|Peacock ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/techradar review ID|techradar review ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/549e Birthplace of rappers] ([https://twitter.com/giorgiouboldi/status/1515007330106159110 source])
*** [https://w.wiki/53iz Bubble chart of occupation of people linked to University of Clermont] ([https://twitter.com/belett/status/1514207848598847493 source])
*** [https://w.wiki/53gv List of corporate archives, location, and address where available] ([https://twitter.com/beet_keeper/status/1514171569593106434 source])
*** [https://w.wiki/53c9 French adventure video games] ([https://twitter.com/JeanFred/status/1513955436269125635 source])
*** [https://w.wiki/53UB Women with the citizenship of a country and the most articles in other languages (including English) but without an article in French Wikipedia] ([https://twitter.com/symac/status/1513771911330869249 source])
*** [https://ls.toolforge.org/p/106573325 Countries that are bigger (blue) or smaller (red) than all their neighbours] ([https://twitter.com/heald_j/status/1515774960966541325 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data: Worked on inferring the spelling variant from the language's Item on the new Special:NewLexeme page and started building a little help box on the special page to explain what lex. data is.
** REST API: Getting closer to having a first version of the REST API that returns Item data.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 04 18|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 18. apríl 2022 kl. 13:42 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23134152 -->
== Wikidata weekly summary #517 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Closed request for adminship:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Administrator/Pi admin bot|Pi admin bot]] (successful)
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/BgeeDB-bot|BgeeDB-bot]]. Task/s: inserting gene expression data from the [https://bgee.org/ Bgee database] into Wikidata.
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The [https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.04.28 next Wikibase live session] is 15:00 UTC on Thursday 28th April 2022 (17:00 Berlin time). What are you working on around Wikibase? You're welcome to come and share your project with the community.
*** [[d:Wikidata:WikiProject_Cultural_venues/Datathon|Cultural Venues Datathon]]: April 25 - May 2, 2022. The aim of this online editing event is to increase the quantity and quality of performing arts building/venue items.
**** Daily guided editing sessions will be facilitated [https://linkeddigitalfuture.ca/cultural-venues-datathon/ in English] and [https://linkeddigitalfuture.ca/fr/datathon-des-lieux-culturels/ in French] between April 25 and April 29.
**** [https://glam.opendata.ch/coffee-break/ Wikidata Coffee Breaks] From April 25 - April 29, 2022 to fill in missing information on Swiss Performing Arts Institutions and venues.
**** [https://us02web.zoom.us/meeting/register/tZwscumsrD0jHtf8C8X6osnoMywoziJMeEjw Faut-il un nouvel élément Wikidata pour décrire une « salle de spectacle » ?], supplementary Cultural Venues Datathon activity, April 26, 19:00-19:30 UTC.
**** [https://us02web.zoom.us/meeting/register/tZcldumvpj0rH9SZpQdaE9xS7ofNoJKSaNWl How to disentangle a Wikidata item describing both a building and an organization], supplementary Cultural Venues Datathon activity, April 27, 13:00-13:45 UTC.
**** The full schedule of official and supplementary activities of the Cultural Venues Datathon is availabe in the [https://calendar.google.com/calendar/u/2?cid=Y19rOHJiMzNoZGEwbTl0c2JwZG0zOHVrbG9xOEBncm91cC5jYWxlbmRhci5nb29nbGUuY29t Google Calendar].
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/DVHYCRRMJO4OUZW5BHXZ7RFHVZSAJD2B/ Third Pywikibot workshop on Friday, April 29th, 16:00 UTC]. ''"This workshop will introduce participants to writing basic scripts via the Pywikibot framework."''
*** From May 4 to 18 there will be the [[Wikidata:Events/International_Museum_Day_2022|International Museum Day - Wikidata competition]]. The aim is to improve data about museums in the countries and regions participating. Contributors from anywhere can take part.
*** The Wikimedia Hackathon will take place online on May 20–22, 2022. If you’re interested in presenting something around Wikidata and Wikibase during the hackathon, don’t wait too long to book a slot: [[mw:Wikimedia_Hackathon_2022/Schedule#The_Wikibase_and_Wikidata_Room|Wikimedia Hackathon 2022/Schedule#The Wikidata and Wikibase Room]].
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #39, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=39 Agriculture]
** Past:
*** Wikidata/Wikibase office hour ([[d:Wikidata:Events/IRC office hour 2022-04-20|2022-04-20]])
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://diff.wikimedia.org/2022/04/20/wedigbio-a-wikidata-empowered-workflow/ WeDigBio: A Wikidata empowered workflow] (diff version)
*** [https://wikiedu.org/blog/2022/04/19/wikidata-as-a-tool-for-biodiversity-informatics/ Wikidata as a tool for biodiversity informatics]
** Papers
*** [https://dl.acm.org/doi/abs/10.1145/3512982?casa_token=YOTCjk8m7hgAAAAA:_YII1fxdG0Oo2NF4WV00PSmrRNsgSFcBtruOHz_PQ6sjt5vNIEmDqWgfWQtFMMQhZ5zuavjaOQA Working for the Invisible Machines or Pumping Information into an Empty Void? An Exploration of Wikidata Contributors' Motivations] (closed access)
*** [https://plus.pli.edu/Details/Details?fq=id:(352066-ATL2) Beyond Open Data: The Only Good License Is No License]
*** [https://www.medrxiv.org/content/10.1101/2022.04.01.22273328v1.full-text WikiProject Clinical Trials for Wikidata]
** Videos
*** Synchronizing a matched Mix'n'Match set to Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=Pm8LYUWKmdI YouTube]
*** Editing Wikidata Items (in French) - YouTube [[https://www.youtube.com/watch?v=YgD38xG9azA 1], [https://www.youtube.com/watch?v=a8RDYu4dcJo 2], [https://www.youtube.com/watch?v=q9AzVfxkzsE 3], [https://www.youtube.com/watch?v=fIOg6moQOig 4]]
*** Recently uploaded WikidataCon 2022 YouTube videos
**** [https://www.youtube.com/watch?v=k0XqwDHZ-O0 Creating subsets of Wikidata]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=HZuLuXFXaoM Wikidata birthday presents lightning talks]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=Vc0NsrCp1MQ Enriching the Joan Jonas Knowledge Base with linked open data via Wikidata]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=abyK_k7uXfE Reimagining Wikidata from the margins: listening session]
* '''Tool of the week'''
** [https://docs.ropensci.org/wikitaxa/ Wikitaxa] is a software of taxonomy data written in R.
** [[d:User:So9q/fatcat-link.js|User:So9q/fatcat-link.jsscrip]] is a userscript for looking up fatcat! DOIs. It adds a link to the fatcat! database in the Tools' section on items.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** WDQS update lag SLO has been lowered from update lag <10 min 99% of the time, to update lag <10 min 95% of the time.
** [https://twitter.com/WikidataMeter/status/1516342210115125251 Wikidata now has over 9,900 Properties!] ([https://w.wiki/564U 71.16% Identifiers])
** Job opening: [https://twitter.com/vrandezo/status/1516914803788328960 Product Manager (PM) for Wikifunctions]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10659|amount of medals]], [[:d:Property:P10661|exhibited creator]], [[:d:Property:P10663|applies to work]], [[:d:Property:P10664|featured track(s)]], [[:d:Property:P10672|raw material processed]], [[:d:Property:P10673|debut date]], [[:d:Property:P10675|OSM object]], [[:d:Property:P10676|number of references]], [[:d:Property:P10680|franchisor]], [[:d:Property:P10681|government debt-to-GDP ratio]], [[:d:Property:P10685|ionic radius]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10657|DTB artistic gymnast ID]], [[:d:Property:P10658|Basketball Bundesliga UUID]], [[:d:Property:P10660|C-SPAN person numeric ID]], [[:d:Property:P10662|IndexCat ID]], [[:d:Property:P10665|lieferando restaurant ID]], [[:d:Property:P10666|IPU chamber ID]], [[:d:Property:P10667|ACNP library ID]], [[:d:Property:P10668|HuijiWiki article ID]], [[:d:Property:P10669|TV Maze season ID]], [[:d:Property:P10670|Musik und Gender im Internet ID]], [[:d:Property:P10671|MINEDEX project ID]], [[:d:Property:P10674|FISH Archaeological Objects Thesaurus ID]], [[:d:Property:P10677|Winterthur Glossar ID]], [[:d:Property:P10678|100 Years of Alaska's Legislature bio ID]], [[:d:Property:P10679|Aldiwan poet ID]], [[:d:Property:P10682|EIA plant ID]], [[:d:Property:P10683|Uber Eats store ID]], [[:d:Property:P10684|Aldiwan poem ID]], [[:d:Property:P10686|Library of the Haskala person ID]], [[:d:Property:P10687|Google Fonts ID]], [[:d:Property:P10688|Personality Database work ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/CXSMILES|CXSMILES]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Databank Beschermheiligen anno 1959|Databank Beschermheiligen anno 1959]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Reflora ID|Reflora ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ North Carolina Extension Gardener Plant Toolbox ID| North Carolina Extension Gardener Plant Toolbox ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RBMS Controlled Vocabulary ID|RBMS Controlled Vocabulary ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Biografiskt lexikon för Finland URN.FI|Biografiskt lexikon för Finland URN.FI]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Galaxy Store app ID|Galaxy Store app ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Identifiant Les Recteurs d'Académie en France|Identifiant Les Recteurs d'Académie en France]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Identifiant Les inspecteurs généraux de l'Instruction publique (1802-1914)|Identifiant Les inspecteurs généraux de l'Instruction publique (1802-1914)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NSR quay ID|NSR quay ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/NSR stopplace ID|NSR stopplace ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Heiligen.net ID|Heiligen.net ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PlantFiles taxon ID|PlantFiles taxon ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Garden.org Plants Database ID|Garden.org Plants Database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Woody Plants Database ID|Woody Plants Database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gun Violence Archive incident ID|Gun Violence Archive incident ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WhoSampled television series ID|WhoSampled television series ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WhoSampled track ID|WhoSampled track ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** [[d:Wikidata:Properties for deletion|Deleted properties]]:
*** [[Wikidata:Properties for deletion/P5420|GS1 Global Product Classification brick code]]
** Query examples:
*** [https://w.wiki/55p4 Most common classes for values of "depicts" (P180) on Commons] ([https://www.wikidata.org/w/index.php?title=Wikidata:Request_a_query&oldid=1623274376#Federation_question source])
*** [https://w.wiki/55oy Scottish river drainage basins] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1513885089284993035 source])
*** [https://w.wiki/562y The earliest road accident victims] ([https://twitter.com/spas_kolev/status/1517841680736653312 source])
*** [https://w.wiki/5646 Country of nationality of people linked to the Ghana's top 3 traditional universities] ([https://twitter.com/WikidataGhana/status/1517872485785653248 source])
*** [https://w.wiki/55EE Count of Wikidata property types] ([https://twitter.com/andrawaag/status/1516659933969797122 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data: Worked on showing the name of language variants in the language variant selector and added the new information box to help people get a better understanding of lex. data.
** REST API: Finished the initial implementation of the endpoint for getting data for a full Item and discussed feedback, testing and roll-out plans.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 04 25|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 25. apríl 2022 kl. 14:05 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23189636 -->
== Wikidata weekly summary #518 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/PangolinBot|PangolinBot]]. Task/s: Automatically replace one property value with another
*** [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/TolBot 14|TolBot 14]]. Archives [[d:Wikidata:Requests for deletions|Wikidata:Requests for deletions]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** [[d:Wikidata:Events#Wikidata_bug_triage_hour|Wikidata Bug Triage Hour]] on May 5th at 16:00 UTC, online. Open discussion - you can bring a Phabricator ticket that you care about or that needs to be improved.
*** Conclusion du [[d:Wikidata:WikiProject_Cultural_venues/Datathon|Cultural Venues Datathon]] (in French), [https://us02web.zoom.us/meeting/register/tZ0lcu6uqTMuGtBi7O0Avn_sjoIlW1y5Ixnn May 2, 16:00-16:30 UTC].
*** [[d:Wikidata:WikiProject_Cultural_venues/Datathon|Cultural Venues Datathon]] wrap-up, [https://us02web.zoom.us/meeting/register/tZMlcuCorjIoHN2-DWtO6_YNTfWtQol0Lo5W May 2, 19:00-19:30 UTC].
*** [https://www.twitch.tv/belett Live editing session on Twitch] about structured data on Wikimedia Commons, in French, by Vigneron, May 3 at 19:00 CEST (UTC+2)
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/4Z36WIDMBEAV7X4X3OO32BXY4RZX4DRW/ Invitation to Wikimedia Research Office Hours May 3, 2022]
*** May 3rd. Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call: The call will include presentations on two projects using Wikidata to enhance discoverability of archival and museum collections. Sharon Garewal (JSTOR) will present “Adding Wikidata QIDs to JSTOR Images,” and Daniela Rovida and Jennifer Brcka (University of Notre Dame) will present “‘Archives At’: An opportunity to leverage MARC to create Linked Open Data.” [https://docs.google.com/document/d/1ji6eTubixBWrAPv7UUV0gxxW7y_lzyZTf4vvzo5Iwiw/edit?usp=sharing]
*** [https://linkeddigitalfuture.ca/event/wikidata-workshop-production-items/ Wikidata Workshop: Wikidata items for dance and theatre productions], May 4, 19:30-21:00 UTC
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/5ARWH7WLDUPNLTWPJCGOGVHW64GVIVOI/ Talk to the Search Platform / Query Service Team—May 4th, 2022]
*** [https://www.twitch.tv/envlh Import of a Breton dictionary into Wikidata lexicographical data], on Twitch, in French, by Envlh, May 8 at 10:00 CEST (UTC+2)
** Ongoing: Weekly Lexemes Challenge #40, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=40 International Workers' Day]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://www.bobdc.com/blog/exploringadataset/ Queries to explore a dataset. Even a schemaless one]
** Papers
*** [https://whoseknowledge.org/resource/dti-structured-data-report/ Decolonizing the Internet’s Structured Data – Summary Report] by WhoseKnowledge
** Videos
*** Workshop "Wikidata, Zotero and Cita": tools to understand the construction of knowledge (in Spanish) - [https://www.youtube.com/watch?v=BYlqIkzu608 YouTube]
*** Georeferencing cultural heritage on Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=urhUMcQm7g8 YouTube]
*** Theory of Machine Learning on Open Data: The Wikidata Case by Goran S. Milovanovic - [https://www.youtube.com/watch?v=zg8cjXwg9SM YouTube]
*** Introduction to SPARQL (Wikidata Query Service (in Czech) - [https://www.youtube.com/watch?v=k7LwaJwW1_A YouTube]
*** Wikidata: A Knowledge Graph for the Earth Sciences - [https://www.youtube.com/watch?v=qdZBB9Zz5fE YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [[d:User:Nikki/LowercaseLabels.js|User:Nikki/LowercaseLabels.js]] - is a userscript that adds a button when editing labels to change the text to lowercase.
** [https://equalstreetnames.org/ EqualStreetNames] - is a tool that maps the inequality of name attributions.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** OpenRefine is running its [https://openrefine.limesurvey.net/155968 two-yearly user survey]! Do you use OpenRefine? Then [https://openrefine.limesurvey.net/155968 fill in the survey] to tell us how and why you use OpenRefine. Results and outcomes will inform future decisions about the tool.
** The [[Wikidata:SPARQL query service/WDQS backend update/April 2022 scaling update|April update]] for the Wikidata Query Service scaling project is now available.
** [https://twitter.com/nichtich/status/1519687758780014597 Wikidata now contains all major integrated library systems listed at Library Technology Guides].
** [https://lexeme-forms.toolforge.org/template/bokm%C3%A5l-verb-passive/ Wikidata Lexeme Forms has a new template for Norwegian Bokmål passive verbs]
** Job opening: [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/17915169/PR-Manager-in-Digitale-Technologien?jobDbPVId=45768964&l=en PR Manager in Digital Technologies], software development department - Wikimedia Deutschland
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10680|franchisor]], [[:d:Property:P10681|government debt-to-GDP ratio]], [[:d:Property:P10685|ionic radius]], [[:d:Property:P10694|Thai romanization]], [[:d:Property:P10695|introduced in]], [[:d:Property:P10696|image set]], [[:d:Property:P10703|Bill Number]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10679|Aldiwan poet ID]], [[:d:Property:P10682|EIA plant ID]], [[:d:Property:P10683|Uber Eats store ID]], [[:d:Property:P10684|Aldiwan poem ID]], [[:d:Property:P10686|Library of the Haskala person ID]], [[:d:Property:P10687|Google Fonts ID]], [[:d:Property:P10688|Personality Database work ID]], [[:d:Property:P10689|OpenStreetMap object]], [[:d:Property:P10690|GEMET ID]], [[:d:Property:P10691|Enciclopedia Colchagüina ID]], [[:d:Property:P10692|DBLP event ID]], [[:d:Property:P10693|CNKI institute ID]], [[:d:Property:P10697|Woolworths product ID]], [[:d:Property:P10698|TEİS ID]], [[:d:Property:P10699|FamousFix topic ID]], [[:d:Property:P10700|Parcours de vies dans la Royale ID]], [[:d:Property:P10701|Reflora ID]], [[:d:Property:P10702|Hrono.ru article ID]], [[:d:Property:P10704|Biographical Memoirs of Fellows of the Royal Society ID]], [[:d:Property:P10705|Historic Oregon Newspapers ID]], [[:d:Property:P10706|DACS ID (2022)]], [[:d:Property:P10707|AccessScience ID]], [[:d:Property:P10708|settlement area code in Sweden]], [[:d:Property:P10709|North Carolina Extension Gardener Plant Toolbox ID]], [[:d:Property:P10710|Galaxy Store app ID]], [[:d:Property:P10711|Invasive.org species ID]], [[:d:Property:P10712|EIA utility ID]], [[:d:Property:P10713|Biografiskt Lexikon för Finland (urn.fi) ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/probability distribution related properties|probability distribution related properties]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Ladungszahl|Ladungszahl]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Koordinationszahl|Koordinationszahl]], [[:d:Wikidata:Property proposal/danse|danse]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Median household income|Median household income]], [[:d:Wikidata:Property proposal/background of death|background of death]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Number of housing units|Number of housing units]], [[:d:Wikidata:Property proposal/number of reblogs|number of reblogs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IBAN banking code|IBAN banking code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/contraindication|contraindication]], [[:d:Wikidata:Property proposal/incorporated|incorporated]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/PlantFiles taxon ID|PlantFiles taxon ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Garden.org Plants Database ID|Garden.org Plants Database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Woody Plants Database ID|Woody Plants Database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gun Violence Archive incident ID|Gun Violence Archive incident ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WhoSampled television series ID|WhoSampled television series ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WhoSampled track ID|WhoSampled track ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of ideas|Encyclopedia of ideas]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Personality Database person identifier|Personality Database person identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TheGuardian.com profile ID|TheGuardian.com profile ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TIME.com author ID|TIME.com author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Investopedia term ID|Investopedia term ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GeoSciML|GeoSciML]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GeolISS|GeolISS]], [[:d:Wikidata:Property proposal/National Archives of Sweden persistent identifier|National Archives of Sweden persistent identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Linz DB ID|Linz DB ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/belfercenter person ID|belfercenter person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Data Commons ID|Data Commons ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/sextpanther person ID|sextpanther person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Tüik number|Tüik number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ERR project|ERR project]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MCCP ID|MCCP ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/56ye Languages and dialects with number of first language speakers (preferred rank)] ([https://twitter.com/exmusica/status/1519451096531582982 source])
*** [https://w.wiki/57XU Graph of influences in the age of Enlightenment] ([https://twitter.com/kvistgaard/status/1520528095589150721 source])
*** [https://w.wiki/57dj Countries which are named after a person] ([https://twitter.com/kanedr/status/1520048548745822208 source])
*** [https://w.wiki/57XN Number of musical works (compositions) in Wikidata by language, in descending order] ([https://twitter.com/exmusica/status/1520521925906382853 source])
* '''Development'''
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/IIEZFOF2F7JUKGM7HSAOC4KXQYMJWWOB/ The new "mul" term language code is now available on Test Wikidata]
** Lexicographical data: We are finishing up the information box that should help new users understand quickly what lexicographical data is. We also added the help text to encourage people to check if the Lexeme already exists before creating one.
** REST API: We started working on the REST routes to get all statements of an Item and retrieve a single statement from an Item.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 05 02|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 2. maí 2022 kl. 13:10 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23229954 -->
== Wikidata weekly summary #519 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Closed request for permissions/Bot:
*** [[Wikidata:Requests for permissions/Bot/PangolinBot|PangolinBot]]. Task/s: Automatically replace one property value with another (Approved)
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** [https://www.twitch.tv/belett Live editing session on Twitch] about International Museum Day 2022, in French, by Vigneron, May 10 at 19:00 CEST (UTC+2)
*** LIVE Wikidata editing #79 - [https://www.youtube.com/watch?v=VYjML2j2SJE YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3239886972963124/ Facebook], May 14 at 18:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#106|Online Wikidata meetup in Swedish #106]], May 15 at 12.00 UTC
*** The Wikimedia Hackathon will take place online on May 20–22, 2022. If you’re interested in presenting something around Wikidata and Wikibase during the hackathon, don’t wait too long to book a slot: [[mw:Wikimedia_Hackathon_2022/Schedule|Wikimedia Hackathon 2022/Schedule]].
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #41, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=41 Music]
*** [https://www.wikidata.org/wiki/Wikidata:Events/International_Museum_Day_2022 International Museum Day Wikidata Competition], 4 May 2022 - 18 May 2022.
** Past:
*** Import of a Breton dictionary into Wikidata lexicographical data, on Twitch, in French, by Envlh: [https://www.twitch.tv/videos/1478281197 video] (French), slides: [[:File:Import du Lexique étymologique du breton moderne de Victor Henry depuis Wikisource dans les données lexicographiques de Wikidata - ContribuLing 2022.pdf|French]], [[:File:Import of the Etymological lexicon of modern Breton by Victor Henry from Wikisource into Wikidata lexicographical data - ContribuLing 2022.pdf|English]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://wikibase.consulting/automating-values-in-wikibase/ Automating Values in Wikibase (new extension)]
** Papers
*** [https://wikiworkshop.org/2022/papers/WikiWorkshop2022_paper_29.pdf Building a Knowledge Graph of Events and Consequences Using Wikipedia and Wikidata]
** Videos
*** Working with the Automated Values extension in Wikibase - [https://www.youtube.com/watch?v=BO58wulCFVU YouTube]
*** Bringing IIIF Manifests to life in Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=c358_5IolXw YouTube]
*** Fun with lexemes. By [[d:User:Mahir256|Mahir256]] - [https://www.twitch.tv/videos/1476729630 Twitch]
* '''Tool of the week'''
** [https://mapcomplete.osm.be/artwork.html?z=17&lat=-39.8424&lon=-73.23&language=en#node/9702109212 MapComplete] is an OpenStreetMap viewer and editor that searches Wikidata for species - which means that it is super-easy to link the Wikidata item to a tree one sees!
** [[d:User:Nikki/flag-emoji.css|User:Nikki/flag-emoji.css]] is a userscript that adds emoji flags before items for flags supported by either [[d:Q75862490|Noto Color Emoji]] or [[d:Q76836692|BabelStone Flags]].
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Job opening: [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/18061438?l=en Community Communications Manager - Wikibase] at Wikimedia Deutschland.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10714|WikiProject importance scale rating]], [[:d:Property:P10718|CXSMILES]], [[:d:Property:P10726|class of property value]], [[:d:Property:P10729|finisher]], [[:d:Property:P10731|support of a function]], [[:d:Property:P10732|probability mass function]], [[:d:Property:P10733|probability generating function]], [[:d:Property:P10734|Fisher information]], [[:d:Property:P10735|characteristic function]], [[:d:Property:P10736|cumulative distribution function]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10715|Investopedia term ID]], [[:d:Property:P10716|fanvue creator ID]], [[:d:Property:P10717|Encyclopedia of Ideas ID]], [[:d:Property:P10719|RBMS Controlled Vocabulary ID]], [[:d:Property:P10720|WhoSampled track ID]], [[:d:Property:P10721|Identifiant Les Recteurs d'Académie en France]], [[:d:Property:P10722|French Inspector General for Education (1802-1914) identifier]], [[:d:Property:P10723|TheGuardian.com profile ID]], [[:d:Property:P10724|Hmoegirl ID]], [[:d:Property:P10725|English Everipedia ID]], [[:d:Property:P10727|GeoSciML ID]], [[:d:Property:P10728|Présent author ID]], [[:d:Property:P10730|Data Commons ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/beteiligte Parteien|beteiligte Parteien]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ligament insertion|ligament insertion]], [[:d:Wikidata:Property proposal/proper motion components|proper motion components]], [[:d:Wikidata:Property proposal/distributed from|distributed from]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IBAN banking code|IBAN banking code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/contains statistical territorial entity|contains statistical territorial entity]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/The Israeli Directors Guild id|The Israeli Directors Guild id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Twitter moment ID|Twitter moment ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Muziekweb composition ID|Muziekweb composition ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TOBuilt ID|TOBuilt ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Afisha.ru movie ID|Afisha.ru movie ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Rusakters.ru ID|Rusakters.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Baidu Scholar paper ID|Baidu Scholar paper ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ISKO Encyclopedia of Knowledge Organization ID|ISKO Encyclopedia of Knowledge Organization ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Chocolatey Community Package|Chocolatey Community Package]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS Emilia-Romagna IDs|IRIS Emilia-Romagna IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kubbealti Lugati term ID|Kubbealti Lugati term ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kinokolo.ua film ID|Kinokolo.ua film ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kinokolo.ua person ID|Kinokolo.ua person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Twitter list ID|Twitter list ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/58H4 List of French public administrations with an open data portal, a siren number (P1616) and a servicepublic id (P6671)] ([https://teamopendata.org/t/identifiant-unique-de-portails-de-donnees/3647/21 source])
*** [https://w.wiki/58zt Largest cities with a female mayor] ([https://twitter.com/kvistgaard/status/1523523388064604164 source])
*** [https://w.wiki/597c Reach of Twitter accounts on Wikidata] ([https://twitter.com/GereonKalkuhl/status/1523236263662612481 source])
*** [https://w.wiki/589z Which works published in the 1970s have been most cited from works on archaeology?] ([https://twitter.com/RichardNevell/status/1521862536932597761 source])
** Newest [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:WikiProjects|WikiProjects]]:
*** [[Wikidata:WikiProject Slovakia]]
* '''Development'''
** REST API: We are continuing to implement the REST routes to get all statements of an Item and retrieve a single statement from an Item ([[phab:T305988]], [[phab:T307087]], [[phab:T307088]])
** Lexicographical data: We are finishing the version of the page for browsers without JavaScript support ([[phab:T298160]]). We started working on the feature to pre-fill the input fields by URL parameter ([[phab:T298154]]). And we started working on better suggestions for lexical categories so commonly-used ones can more easily be added to avoid mistakes ([[phab:T298150]]).
** We fixed an issue with recently added new language codes not being usable for Lexemes and not being sorted correctly on Special:NewItem ([[phab:T277836]]).
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 05 09|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 9. maí 2022 kl. 16:12 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23260297 -->
== Wikidata weekly summary #520 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The Wikimedia Hackathon will take place online on May 20–22, 2022. Are you interested in presenting something around Wikidata and Wikibase during the hackathon? Book a slot in the Wikidata+Wikibase room: [[mw:Wikimedia Hackathon 2022/Schedule|Wikimedia Hackathon 2022/Schedule]].
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call May 17, 2022: Anson Parker and Lucy Carr-Jones (University of Virigina Claude Moore Health Sciences Library) will be talking about their Open Data Dashboard for analyzing University of Virginia Health publications using EuropePMC publication data as well as work to group publications based on institutional departments in Wikidata and how much of their content is "open." [https://docs.google.com/document/d/1c_6b0IEsCXqh6nMgct4VHsJQFyT_wrb3L1N5cea3J2s/edit?usp=sharing Agenda]
*** LIVE Wikidata editing #80 - [https://www.youtube.com/watch?v=3LO_JwNUZNw YouTube], [https://www.facebook.com/groups/WikidataCommunity/permalink/3244367102515111/ Facebook], May 21 at 18:00 UTC
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#108|Online Wikidata meetup in Swedish #108]], May 22 at 12.00 UTC
*** 1 July: Abstract submission deadline for the Biodiversity Data Standards Conference [[:d:Q111972123|TDWG 2022]], including for a [https://www.tdwg.org/conferences/2022/session-list/#int19%20the%20role%20of%20the%20wikimedia%20ecosystem%20in%20linking%20biodiversity%20data session on "The role of the Wikimedia ecosystem in linking biodiversity data"]
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #42, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=42 Constitution Day, Norway]
*** [https://www.wikidata.org/wiki/Wikidata:Events/International_Museum_Day_2022 International Museum Day Wikidata Competition], 4 May 2022 - 18 May 2022.
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://datengraben.com/posts/2022-05-05-wikidata-datawrapper-regionalzeitungen/ Regional newspaper map with datawrapper and Wikidata]
** Papers
*** [[d:Q111987319|CAS Common Chemistry in 2021: Expanding Access to Trusted Chemical Information for the Scientific Community (Q111987319)]]
*** [https://arxiv.org/pdf/2205.01833.pdf OpenAlex: A fully-open index of scholarly works, authors, venues, institutions, and concepts] ([https://openalex.org/ tool])
** Videos
*** How to create Wikidata item (in Assamese) - [https://www.youtube.com/watch?v=-8nh03wu4Cg YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://guessr.blinry.org/?Q117 Wikidata Guesser] allows you to guess the locations of random Wikidata items!
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Job opening: [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/18061438?l=en Community Communications Manager - Wikibase] at Wikimedia Deutschland.
** The [https://outreachdashboard.wmflabs.org/training/wikidata/wikidata-community Wikidata community onboarding] documentation by [https://wikiedu.org/ Wiki Education].
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10737|quantile function]], [[:d:Property:P10738|mean of a probability distribution]], [[:d:Property:P10739|median of a probability distribution]], [[:d:Property:P10740|mode of a probability distribution]], [[:d:Property:P10741|dance]], [[:d:Property:P10743|variance of a probability distribution]], [[:d:Property:P10744|skewness]], [[:d:Property:P10745|excess kurtosis]], [[:d:Property:P10746|information entropy]], [[:d:Property:P10747|moment-generating function]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10742|OBD Memorial ID]], [[:d:Property:P10748|GeolISSTerm ID]], [[:d:Property:P10749|TIME.com author ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Similar web ranking|Similar web ranking]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Italian Chamber of Deputies Government ID|Italian Chamber of Deputies Government ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bookbinding and the Conservation of Books term ID|Bookbinding and the Conservation of Books term ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TamTam chat ID|TamTam chat ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PM20 ware ID|PM20 ware ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ANR project ID|ANR project ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/HeHaCham HaYomi id|HeHaCham HaYomi id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Delaware Department of State file number|Delaware Department of State file number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/JBIS horse ID|JBIS horse ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Camp Wild|Camp Wild]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/59dS List of oldest cryptocurrencies]
*** [https://w.wiki/59tq Scottish rivers that merge to make a river with a new name] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1524799946280652800 source])
*** [https://w.wiki/5ASw List of candidates in the French legislative elections] ([[:d:User:PAC2/Législatives|source]])
*** [https://w.wiki/5ATF List of people with Elisabeth, Élisabeth or Elizabeth as first name] ([[:d:User:PAC2/Elisabeth|source]])
*** [https://w.wiki/5AFE Wikimedians with a Twitch channel] ([https://twitter.com/envlh/status/1525382998006308873 source])
* '''Development'''
** REST API: We continued implementing the REST routes to get all statements of an Item and retrieve a single statement from an Item ([[phab:T305988]], [[phab:T307087]], [[phab:T307088]])
**
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 05 16|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 16. maí 2022 kl. 14:39 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23284373 -->
== Wikidata weekly summary #521 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New request for comments: [[d:Wikidata:Requests for comment/Use of dates in the descriptions of items regarding humans|Use of dates in the descriptions of items regarding humans]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** 6 and 8 June: [[:d:Wikidata:WikiProject Scholia/June 2022 hackathon|Scholia hackathon]] with focus on software-related visualizations and curation workflows
*** 29 July 2022: The submission deadline for [https://docs.google.com/document/d/1emcO2v29TmwCFQ_6h9MAwPiKDmq--GZR-ilfwJMEMKo/edit?usp=sharing the Wikidata Workshop 2022] that will be co-located with the 21st International Conference on Semantic Web (ISWC 2022).
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #43, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=43 Towel Day]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Videos
*** Interrogating linked open data and Wikidata with SPARQL Lorenzo Losa - [https://www.youtube.com/watch?v=ESUoOpeUhRc YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [https://lod4culture.gsic.uva.es LOD4Culture] is a web application for exploring world-wide cultural heritage.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [https://www.wikimedia.de/unlock/application/ UNLOCK], a Wikimedia Deutschland program, is looking for your project ideas. These could be the development of tools building on top of Wikidata's data, of applications for social and public good or related to civic tech. Apply until May 29th, 2022!
** Job opening: [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/18061438?l=en Community Communications Manager - Wikibase] at Wikimedia Deutschland.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10768|Similarweb ranking]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10766|Chocolatey Community package ID]], [[:d:Property:P10767|Twitter moment ID]], [[:d:Property:P10769|Kino-kolo film ID]], [[:d:Property:P10770|netkeiba horse ID]], [[:d:Property:P10771|Bookbinding and the Conservation of Books term ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/has vector|has vector]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ECLI court code|ECLI court code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Mirror image|Mirror image]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Norges Nasjonalmuseum Creator ID|Norges Nasjonalmuseum Creator ID]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Radio France person ID|Radio France person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ORKG ID|ORKG ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Authority control/Annales Historico-Naturales Musei Nationalis Hungarici id|Authority control/Annales Historico-Naturales Musei Nationalis Hungarici id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Encyclopedia of Medieval Philosophy ID|Encyclopedia of Medieval Philosophy ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kino.mail.ru film ID|Kino.mail.ru film ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kino.mail.ru series ID|Kino.mail.ru series ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kino.mail.ru person ID|Kino.mail.ru person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TVG Programme Identifier|TVG Programme Identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CPRF person ID|CPRF person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/New Mexico Digital Collections identifier|New Mexico Digital Collections identifier]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Ukrainian Live Classic composer ID|Ukrainian Live Classic composer ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Odnoklassniki artist ID|Odnoklassniki artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Lithuania Minor encyclopedia ID|Lithuania Minor encyclopedia ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5BLV Relationships of Roman deities] ([https://twitter.com/kvistgaard/status/1527046255326683136 source])
*** [https://w.wiki/5Asb Ingrediants of dishes on Wikidata] ([https://twitter.com/larswillighagen/status/1526290242092814340 source])
*** [https://w.wiki/5BmR Food names after a place in the UK] ([https://twitter.com/heald_j/status/1527781394650476544 source])
*** [https://w.wiki/5AsG French heads of government classified by tenure] ([https://twitter.com/daieuxdailleurs/status/1526283304479215621 source])
*** [https://w.wiki/5BhM Places in Antarctica over 3000km away from the South Pole]
*** [https://w.wiki/5C6b Topics that members of the Swedish Parliament motioned about 2020/21] ([https://twitter.com/Jan_Ainali/status/1528426250737528835 source])
*** [https://w.wiki/5BvV Albums with more than one language statement where none has preferred rank] ([https://twitter.com/exmusica/status/1528121917802151936 source])
* '''Development'''
** Wikibase REST API: Initial implementation of a route providing all statements of an item ([[phab:T305988]]), an a route to retrieve a single statement ([[phab:T307087]]) completed.
** First batch of [http://WBstack.com WBstack.com] accounts successfully migrated to [http://Wikibase.cloud Wikibase.cloud]. You can keep track of our progress on this phabricator ticket [[phab:T303852]].
** Lexicographical data: We updated the input placeholders on the new version of the NewLexeme special page ([[phabricator:T302877|T302877]], [[phabricator:T307443|T307443]]). We finished the feature to prefill the inputs from URL parameters if present ([[phabricator:T298154|T298154]]) and to suggest common lexical category items ([[phabricator:T298150|T298150]]). We are working on some accessibility improvements ([[phabricator:T303806|T303806]], [[phabricator:T290733|T290733]], [[phabricator:T305359|T305359]]) and improving validation / error messages ([[phabricator:T305854|T305854]]).
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 05 23|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 23. maí 2022 kl. 14:55 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23284373 -->
== Wikidata weekly summary #522 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call May 31, 2022: Felicia Smith, Nicole Coleman, and Akosua Kissi on the Know Systemic Racism Project [https://docs.google.com/document/d/1pjuabqUARaxr2kaRodikVx0zBznyZ0kicvcajDPpy98/edit?usp=sharing Agenda]
*** [[d:Wikidata:Events/Swedish_online_editathon#Träff_#110|Online Wikidata meetup in Swedish #110]], June 5 at 12.00 UTC
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://pointstodots.wordpress.com/2022/05/25/the-evolution-of-a-wikidata-sparql-query-for-taxon-names/ The evolution of a Wikidata SPARQL query for taxon names], by Tiago Lubiana
** Papers
*** [[d:Q112143478|The LOTUS initiative for open knowledge management in natural products research (Q112143478)]]
*** [[:en:Wikipedia:Wikipedia Signpost/2022-05-29/In focus|Measuring gender diversity in Wikipedia articles]] in [[:en:Wikipedia:Wikipedia Signpost|The Signpost]]. The article using Wikidata's SPARQL queries to measure gender diversity in Wikipedia articles.
*** [[:en:Wikipedia:Wikipedia Signpost/2022-02-27/By the numbers|Does birthplace affect the frequency of Wikipedia biography articles?]] in [[:en:Wikipedia:Wikipedia Signpost|The Signpost]] (February 2022)
** Videos
*** [https://www.twitch.tv/videos/1310601000 Replay of the livestream "Even more fun with Lexemes" by Mahir256]
* '''Tool of the week'''
** [[d:Template:Item documentation|Template Item documentation]] is now automatically displayed in the header of each item's talk page via [[d:MediaWiki:Talkpageheader|MediaWiki:Talkpageheader]].
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Want to know more about Abstract Wikipedia & Wikifunctions? You can now [[:m:Global message delivery/Targets/Wikifunctions & Abstract Wikipedia|subscribe to the weekly newsletter]] and get a friendly reminder every time a new issue is published!
** [https://inforapid.org/webapp/webapp.php?shareddb=PulDm8q7r4LSkXKeE0zXR47udr6DrhGY4lHDP22rKccZoupt6mBESe9ZU9qWg6GTtilsS1CS8ri6IT2dTLGYlnSROrukLvuK Radioactivity map]: Mind map about radioactive radiation built by importing from Wikidata with InfoRapid KnowledgeBase Builder
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10777|candidate position]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10772|Lithuanian company code]], [[:d:Property:P10773|Afisha.ru movie ID]], [[:d:Property:P10774|art is next artist ID]], [[:d:Property:P10775|Gun Violence Archive ID]], [[:d:Property:P10776|HeHaCham HaYomi ID]], [[:d:Property:P10778|CPNI ID]], [[:d:Property:P10779|Collection Hermann Göring DB ID]], [[:d:Property:P10780|Radio France person ID]], [[:d:Property:P10781|ANR project ID]], [[:d:Property:P10782|Encyclopedia of Medieval Philosophy ID]], [[:d:Property:P10783|Umanity horse ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/number of versions|number of versions]], [[:d:Wikidata:Property proposal/voting age (reproposed)|voting age (reproposed)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/code dans la Classification centrale des produits|code dans la Classification centrale des produits]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identificador WikiBurgos|identificador WikiBurgos]], [[:d:Wikidata:Property proposal/orchestrator|orchestrator]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/HaBama person id|HaBama person id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Odnoklassniki album ID|Odnoklassniki album ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WorldCat Entities ID|WorldCat Entities ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/BRUZZ topic ID|BRUZZ topic ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/BRUZZ place ID|BRUZZ place ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CBC Gem ID|CBC Gem ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MAYA site company id|MAYA site company id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Anime Characters Database tag ID|Anime Characters Database tag ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Plex GUID|Plex GUID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Esports Earnings game ID|Esports Earnings game ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Esports Earnings player ID|Esports Earnings player ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Liquipedia ID|Liquipedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Scottish Highland Bridges ID|Scottish Highland Bridges ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Museum of Gothenburg object ID|Museum of Gothenburg object ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Ozon person identifier|Ozon person identifier]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5DLD List of candidates for the next French legislative elections] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1530563510840741888?t=l0De456aqy2DLnYnd6c7QA&s=19 source])
*** [https://w.wiki/5DYV Occupation of people named Elizabeth, Élisabeth or Elisabeth in Wikidata] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1531140106366623745?t=EnqYfU_9NfSq4zkve5_5tg&s=19 source])
*** [https://query.wikidata.org/#%23defaultView%3ABarChart%0A%23Percentage%20of%20films%20passing%20the%20Bechdel%20test%20by%20genre.%20Including%20films%20that%20pass%20dubiously%2C%20rarely%20or%20contentiously%0A%23Some%20items%20have%20more%20than%20one%20test%20result%20%28e.g.%20in%20contentious%20cases%29%0A%23To%20pass%20the%20Bechdel%20test%20a%20film%20must%20fulfill%20all%20of%20three%20criteria%3A%201%29%20feature%20two%20women%202%29%20who%20talk%20to%20each%20other%203%29%20about%20something%20else%20than%20a%20man%0ASELECT%20%3FgenreLabel%20%28COUNT%28DISTINCT%20%3Fitem%29%2F%20%3Fitem_count%20AS%20%3Fshare%29%20%28xsd%3Astring%28%3Fitem_count%29%20AS%20%3Fnumber_of_films_with_test_data%29%20%0AWITH%20%7B%0ASELECT%20%3Fgenre%20%3Fitem%20%3Fbechdel_result%20WHERE%7B%0A%20%20%20%20VALUES%20%3Fgenre%20%7Bwd%3AQ1762165%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ21802675%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ40831%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ5937792%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ21010853%20%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ132311%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ1196408%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ16575965%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ842256%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ6585139%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ19765983%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ24925%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ182015%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ111956902%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ21590660%7D%0A%20%20%20%20%0A%20%20%20%20%3Fst%20ps%3AP5021%20wd%3AQ4165246%3B%20pq%3AP9259%20%3Fbechdel_result.%0A%20%20%20%20%3Fitem%20p%3AP5021%20%3Fst%3B%20wdt%3AP136%2Fwdt%3AP279%2a%20%3Fgenre%3B%20wdt%3AP31%2Fwdt%3AP279%2a%20wd%3AQ11424%0A%20%20%20%20%20%7D%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%0A%7D%20AS%20%25bechdel_by_genre%0AWITH%20%7B%0ASELECT%20%3Fgenre%20%28COUNT%28DISTINCT%20%3Fitem%29%20AS%20%3Fitem_count%29%20WHERE%7B%0A%20%20%20%20INCLUDE%20%25bechdel_by_genre%0A%20%20%20%20%20%7D%0A%20%20%20%20GROUP%20BY%20%3Fgenre%0A%7D%20AS%20%25item_count_by_genre%0AWHERE%20%7B%0AINCLUDE%20%25bechdel_by_genre%0AINCLUDE%20%25item_count_by_genre%0AFILTER%28%3Fbechdel_result%20IN%20%28wd%3AQ105773168%29%29%0ASERVICE%20wikibase%3Alabel%20%7B%20bd%3AserviceParam%20wikibase%3Alanguage%20%22%5BAUTO_LANGUAGE%5D%2Cen%22.%20%7D%0A%7D%0AGROUP%20BY%20%3FgenreLabel%20%3Fitem_count%0A Percentage of films passing the Bechdel test by genre] / [https://query.wikidata.org/#%23defaultView%3ABarChart%0A%23Percentage%20of%20films%20passing%20the%20%22reverse%20Bechdel%20Test%22%20by%20genre.%20Including%20films%20that%20pass%20dubiously%2C%20rarely%20or%20contentiously%0A%23Some%20items%20have%20more%20than%20one%20test%20result%20%28e.g.%20in%20contentious%20cases%29%0A%23To%20pass%20the%20reverse%20Bechdel%20test%20a%20film%20must%20fulfill%20all%20of%20three%20criteria%3A%201%29%20feature%20two%20men%202%29%20who%20talk%20to%20each%20other%203%29%20about%20something%20else%20than%20a%20woman%0ASELECT%20%3FgenreLabel%20%28COUNT%28DISTINCT%20%3Fitem%29%2F%20%3Fitem_count%20AS%20%3Fshare%29%20%28xsd%3Astring%28%3Fitem_count%29%20AS%20%3Fnumber_of_films_with_test_data%29%20%0AWITH%20%7B%0ASELECT%20%3Fgenre%20%3Fitem%20%3Fr_bechdel_result%20WHERE%7B%0A%20%20%20%20VALUES%20%3Fgenre%20%7Bwd%3AQ1762165%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ21802675%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ40831%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ5937792%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ21010853%20%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ132311%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ1196408%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ16575965%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ842256%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ6585139%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ19765983%20%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ24925%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ182015%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ111956902%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20wd%3AQ21590660%7D%0A%20%20%20%20%0A%20%20%20%20%3Fst%20ps%3AP5021%20wd%3AQ105776216%3B%20pq%3AP9259%20%3Fr_bechdel_result.%0A%20%20%20%20%3Fitem%20p%3AP5021%20%3Fst%3B%20wdt%3AP136%2Fwdt%3AP279%2a%20%3Fgenre%3B%20wdt%3AP31%2Fwdt%3AP279%2a%20wd%3AQ11424.%0A%20%20%20%20%20%7D%0A%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%20%0A%7D%20AS%20%25bechdel_by_genre%0AWITH%20%7B%0ASELECT%20%3Fgenre%20%28COUNT%28DISTINCT%20%3Fitem%29%20AS%20%3Fitem_count%29%20WHERE%7B%0A%20%20%20%20INCLUDE%20%25bechdel_by_genre%0A%20%20%20%20%20%7D%0A%20%20%20%20GROUP%20BY%20%3Fgenre%0A%7D%20AS%20%25item_count_by_genre%0AWHERE%20%7B%0AINCLUDE%20%25bechdel_by_genre%0AINCLUDE%20%25item_count_by_genre%0A%20%20%20%20%20%20%20%20FILTER%28%3Fr_bechdel_result%20IN%20%28wd%3AQ105773168%29%29%0ASERVICE%20wikibase%3Alabel%20%7B%20bd%3AserviceParam%20wikibase%3Alanguage%20%22%5BAUTO_LANGUAGE%5D%2Cen%22.%20%7D%0A%7D%0AGROUP%20BY%20%3FgenreLabel%20%3Fitem_count%0A percentage of films passing the reverse Bechdel test by genre]
*** [https://w.wiki/5Ddo Timeline of the start of pride parades from 1970] ([https://twitter.com/jsamwrites/status/1530480013648199683 source])
*** [https://w.wiki/5CyT Top 100 genes with most genetic associations on Wikidata] ([https://twitter.com/lubianat/status/1529825153214914564 source])
*** [https://w.wiki/5Ddr Biennales that aren’t biennial] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1528878945923473409 source])
* '''Development'''
** Wikibase REST API: Expanding statement reading routes (a single statement specified by ID ([[phab:T307087]]), all statements of an item ([[phab:T305988]]), a single statement for a specific item ([[phab:T307088]]))
** Fetch revision metadata and entity data separately in all use cases ([[phab:T307915]], [https://doc.wikimedia.org/Wikibase/master/php/rest_adr_0003.html decision])
** Update installation instructions in WikibaseLexeme.git readme file ([[phab:T306008]])
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** [[d:Wikidata:Contribute/Suggested and open tasks|Suggested and open tasks]]!
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 05 30|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Lea Lacroix (WMDE)|Lea Lacroix (WMDE)]] 30. maí 2022 kl. 15:22 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Lea Lacroix (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23340168 -->
== Wikidata weekly summary #523 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** June 6th and 8th: [[:d:Wikidata:WikiProject Scholia/June 2022 hackathon|Scholia hackathon]] with focus on software-related visualizations and curation workflows
** June 9th (Thursday) at 17:00 (UTC): [https://www.youtube.com/watch?v=kv8bDtO4cq8 Wikidata Lab XXXIV: OpenRefine e Structured Data on Commons]
** July 8-10: [[d:Wikidata:Events/Data Quality Days 2022|Data Quality Days]], online event focusing on data quality processes on Wikidata. You can [[d:Wikidata talk:Events/Data Quality Days 2022|submit sessions or discussion topics]] until June 19th.
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://jdr.hypotheses.org/1661 Travailler avec les épigraphes littéraires dans Wikidata]
*** [https://drive.google.com/file/d/1yoKhbNM_9yYqni0JAh-3NEKsDjLm5xMn/view Were more plant genera really named for nymphs than women who actually lived?]
** Papers
*** [https://arxiv.org/pdf/2205.08184.pdf "SKILL: Structured Knowledge Infusion for Large Language Models"]: Infusing structured knowledge from Wikidata into language models improves performance (Moiseev et al, 2022)
** Videos
*** [https://www.youtube.com/watch?v=UsyPI3ZVwRs Live Wikidata editing #82] by [[d:User:Ainali|Ainali]] and [[d:User:Abbe98|Abbe98]]
* '''Tool of the week'''
** [https://observablehq.com/@pac02/articles-wikilinks-inspector?collection=@pac02/wikipedia-tools Article's wikilinks inspector] takes all entities linked in a Wikipedia article and compute insights about those entities using Wikidata.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** The [[Wikidata:SPARQL query service/WDQS backend update/May 2022 scaling update|May 2022 summary]] for the Wikidata Query Service backend update is out!
** There will be a new online community meeting for the [[Wikidata:SPARQL query service/WDQS backend update|Wikidata Query Service backend update]] on Monday June 20, 2022 at [https://zonestamp.toolforge.org/1655751623 19:00 UTC] ([https://meet.jit.si/WDQS-alternative-backends-jun2022 link to the meeting]).
** Several students are working on Wikidata-related tasks as part of the Outreachy program and the Google Summer of Code. Welcome to [[d:user:Feliciss|Feliciss]] and [[d:userPangolinMexico|PangolinMexico]], working on [[phab:T300207|Automatically identifying first and last author names for Wikicite and Wikidata]], and [[d:User:LennardHofmann|LennardHofmann]], [[phab:T305869|working on rewriting the Wikidata Infobox on Commons in Lua]]. Feel free to greet them and follow their work on Phabricator!
** [https://mix-n-match.toolforge.org/#/entries A new Mix'n'match page to query entries] across catalogs, by various properties (born/died, gender, location, external IDs, etc.)
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10786|date of incorporation]], [[:d:Property:P10788|in operation on service]], [[:d:Property:P10795|coordination number]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10784|ISKO Encyclopedia of Knowledge Organization ID]], [[:d:Property:P10785|JBIS horse ID]], [[:d:Property:P10787|FactGrid property ID]], [[:d:Property:P10789|Lithuania Minor Encyclopedia ID]], [[:d:Property:P10791|PlantFiles taxon ID]], [[:d:Property:P10792|Garden.org Plants Database ID]], [[:d:Property:P10793|Woody Plants Database ID]], [[:d:Property:P10794|Macaulay Library taxon ID]], [[:d:Property:P10796|Italian Chamber of Deputies government ID]], [[:d:Property:P10797|Italian Chamber of Deputies parliamentary group ID]], [[:d:Property:P10798|Midi libre journalist ID]], [[:d:Property:P10799|Heiligen.net ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/COR lemma-id, niveau 1|COR lemma-id, niveau 1]], [[:d:Wikidata:Property proposal/embargoed until|embargoed until]], [[:d:Wikidata:Property proposal/electric charge capacity|electric charge capacity]], [[:d:Wikidata:Property proposal/COR form ID, level 1|COR form ID, level 1]], [[:d:Wikidata:Property proposal/феноритмотип|феноритмотип]], [[:d:Wikidata:Property proposal/type of artefact(s)|type of artefact(s)]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Russia.travel object ID|Russia.travel object ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AdoroCinema series ID|AdoroCinema series ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/FirstCycling (riderID)|FirstCycling (riderID)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/snookerscores.net player ID|snookerscores.net player ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/OVO-code|OVO-code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CEU author ID|CEU author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Chaoxing Journal ID|Chaoxing Journal ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Springer Nature Person ID|Springer Nature Person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Springer Nature Article ID|Springer Nature Article ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Springer Nature Journal ID|Springer Nature Journal ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MUI Icon|MUI Icon]], [[:d:Wikidata:Property proposal/UK Beetles ID|UK Beetles ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** [[d:Wikidata:Properties for deletion|Deleted properties]]:
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5E6u Which are the most popular natural products based on the number of statements on their corresponding QID?] (from the Telegram Wikidata group)
*** [https://w.wiki/5DYV Occupation of people named Elizabeth, Elisabeth or Élisabeth] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1531140106366623745 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data: We finished work on input validation and displaying errors for faulty input ([[phab:T305854]]) and are continuing work on accessibility improvements such as screen reader support and keyboard navigation ([[phab:T290733]], [[phab:T30535]]).
** REST API: We finished implementation of conditional statement requests ([[phab:T307031]], [[phab:T307032]]) and published the [https://doc.wikimedia.org/Wikibase/master/js/rest-api/ OpenAPI specification document] (still subject to change as the API develops). We started working on the write part of the API with adding statements to an Item ([[phab:T306667]]).
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** [[d:Wikidata:Contribute/Suggested and open tasks|Suggested and open tasks]]!
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 06 06|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Lea Lacroix (WMDE)|Lea Lacroix (WMDE)]] 7. júní 2022 kl. 08:25 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Lea Lacroix (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23366971 -->
== Wikidata weekly summary #524 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/William Avery Bot 6|William Avery Bot 6]]. Task/s: Increment Shakeosphere person ID by 24638, as discussed at [[d:Wikidata:Bot_requests#Shakeosphere_person_ID|WD:RBOT § Shakeosphere person ID]]
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/Crystal-bot|Crystal-bot]]. Task/s: Add [[:d:Property:P9675|MediaWiki page ID (P9675)]] and language of work or name (P407) qualifiers to items using Moegirlpedia ID (P5737) identifier.
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/William Avery Bot 5|William Avery Bot 5]]. References to facts stated in [[d:Q104074149|The Database of Victims of the Nazi Persecution (Q104074149)]] that use [[:d:Property:P854|reference URL (P854)]] will be changed to to use [[:d:Property:P9109|Holocaust.cz person ID (P9109)]], as requested at [[d:Wikidata:Bot requests#reference URL (P854) %E2%86%92 Holocaust.cz person ID (P9109) (2021-02-05)]]
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/OJSOptimetaCitationsBot|OJSOptimetaCitationsBot]]. Add citation and author data for publications in journals hosted in [https://pkp.sfu.ca/ojs/ Open Journal Systems].
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call June 14, 2022: Will Kent (Wikidata Program Manager at Wiki Education) and Rosie Stephenson-Goodknight (Wikimedia Foundation Trustee; Visiting Scholar at Northeastern University; co-founder of Wiki Women in Red) will present on Leveraging Wikidata for Wikipedia – running a multi-language wiki project and the role of Wikidata in improving Wikipedia's content gender gap. [https://docs.google.com/document/d/1lM5fWZcQpvn4rA_olx4aNIp6DQjX2DV-LLgSY1Qm98A/edit# Agenda]
*** [https://www.twitch.tv/belett Live editing session on Twitch], in French, by Vigneron, June 14 at 19:00 CEST (UTC+2)
** Ongoing
*** Weekly Lexemes Challenge #46, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=46 Cartography]
** Past
*** [https://www.eventbrite.co.uk/e/mind-your-manors-medieval-hack-weekend-tickets-293300027277 'Mind Your Manors'] Medieval Hack Weekend (UK National Archives / York Centre for Medieval Studies), June 11-12. [https://twitter.com/heald_j/status/1536121787263725568 Included some useful Wikidata linkage].
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://tech-news.wikimedia.de/en/2022/06/03/wikibase-cloud-a-new-project-at-wikimedia-deutschland/ Wikibase.cloud: a new project at Wikimedia Deutschland]
*** [https://commonists.wordpress.com/2022/06/07/50000-video-games-on-wikidata/ 50,000 video games on Wikidata] by [[User:Jean-Frédéric|Jean-Frédéric]]
*** [https://www.ctrl.blog/entry/latest-browser-versions-api.html The Current Version of Popular Browsers API (powered by Wikidata)]
*** [https://aldizkaria.elhuyar.eus/mundu-digitala/wikidata-ezagutzarako-datu-base-libre-kolaboratibo/ Wikidata, a free collaborative knowledge database] (in Basque)
** Papers
*** [https://www.nature.com/articles/s41597-022-01369-4 A cross-verified database of notable people, 3500BC-2018AD]
*** [https://2022.eswc-conferences.org/wp-content/uploads/2022/05/pd_Guo_et_al_paper_206.pdf WikidataComplete – An easy-to-use method for rapid validation of text-extracted new facts applied to the Wikidata knowledge graph]
** Videos
*** Dagbani Wikipedia Saha Episode 5: Introduction to Wikidata (in Dagbanli) - [https://www.youtube.com/watch?v=CWs69F8QWVA YouTube]
*** LIVE Wikidata editing #83 - [https://www.youtube.com/watch?v=z1MD8scGSS8 YouTube]
*** Wikiba.se ... an Free and Open Source Software, originally developed to run on Wikipedia - [https://www.youtube.com/watch?v=wplqB_DIoL0 YouTube]
*** Wikidata Lab XXXIV: OpenRefine and Structured Data on Commons - [https://www.youtube.com/watch?v=kv8bDtO4cq8 YouTube]
*** Generating Gene Sets for Transcriptomics Analysis Using Wikidata - Part 2 (in Portuguese) - [https://www.youtube.com/watch?v=4EOCMj7-PxI YouTube]
*** A walk through Wikidata (in Portuguese) - [https://www.youtube.com/watch?v=YmGpfuShLrI YouTube]
*** Demographic profiling in Wikipedia Wikidata WikiCite & Scholia - [https://www.youtube.com/watch?v=IF9tb-RWmaM YouTube]
*** DSI Webinar - Basic training on Wikidata as a complementary tool to enrich metadata - [https://www.youtube.com/watch?v=aLLGci9II30 YouTube]
*** How does Wikidata store data? How to contribute Data to Wikidata? - [https://www.youtube.com/watch?v=TBbZoYMi3pM YouTube]
*** Generate MindMap from Wikidata using SPARQL query - YouTube ([https://www.youtube.com/watch?v=yKA4pVZMOEo En], [[https://www.youtube.com/watch?v=Mc8C77lgrtw De])
*** FAIR and Open multilingual clinical trials in Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=sGhH3ysuzeQ YouTube]
*** The Italian libraries magazines on Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=3v5jgwXlqOM YouTube]
*** Wikidata Testimonials
**** [https://www.youtube.com/watch?v=Pp1kRiRlBgg Giovanna Fontenelle (Wikimedia Foundation)]
**** [https://www.youtube.com/watch?v=3PqG9Ul4Zr0&t=3s Frédéric Julien (Director of Research and Development CAPACOA))] (in French)
**** [https://www.youtube.com/watch?v=Pp1kRiRlBgg Nathalie Thibault (Musée national des beaux-arts du Québec (MNBAQ))] (in French)
**** [https://www.youtube.com/watch?v=E6mOeAAUBA8 Michael Gasser (ETH Bibliothek Zürich)] (in German)
* '''Tool of the week'''
** [[d:Wikidata:Tools/Enhance_user_interface#ExtraInterwiki|ExtraInterwiki]]. Some language links will never show up in your favorite Wikipedia, those who don’t have a corresponding article in this Wikipedia. This new tool aims to give them more visibility by searching topics closed to the one on an article with no article on your wiki.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikibase-cloud@lists.wikimedia.org/thread/GMCJQLEBKEURMODIJ7AWD2FJJRLJ3WEO/ New Wikibase.cloud project status update page has been created!]
** [https://qichwa.wikibase.cloud Qichwabase] is a Wikibase instance curating Quechua lexicographical data, for later integration into Wikidata
** [https://observablehq.com/@pac02/wikidata-search-api Using Wikidata search API in Observable] by [[:d:User:PAC2|PAC2]]
** [https://observablehq.com/collection/@pac02/wikidata Explore Wikidata using Observable], a collection of notebooks in Observable to explore Wikidata, by [[:d:User:PAC2|PAC2]].
** [https://observablehq.com/@johnsamuelwrites/programming-languages-on-wikidata Programming languages on Wikidata] in Observable by [[User:Jsamwrites|Jsamwrites]], based on examples by [[User:PAC2|PAC2]] (see above)
** [https://twitter.com/MagnusManske/status/1534102853572341760 New Mix'n'match function: Unmatched biographical entries grouped by exact birth and death date. Currently ~33k "groups" available]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10806|orchestrator]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10800|Championat ID]], [[:d:Property:P10801|Ukrainian Live Classic composer ID]], [[:d:Property:P10802|Esports Earnings game ID]], [[:d:Property:P10803|Esports Earnings player ID]], [[:d:Property:P10804|Twitter list ID]], [[:d:Property:P10805|Museum of Gothenburg object ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/inker|inker]], [[:d:Wikidata:Property proposal/penciller|penciller]], [[:d:Wikidata:Property proposal/KFCB classification (Kenya)|KFCB classification (Kenya)]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Miljørapporter File ID|Miljørapporter File ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/plural forms|plural forms]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/ifwizz ID|ifwizz ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS Abruzzo IDs|IRIS Abruzzo IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Great Plant Picks ID|Great Plant Picks ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Survey of Scottish Witchcraft - Case ID|Survey of Scottish Witchcraft - Case ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/The Encyclopedia of Fantasy ID|The Encyclopedia of Fantasy ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kultboy|Kultboy]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Atom Package Manager name|Atom Package Manager name]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ZineWiki ID|ZineWiki ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Broadway World person ID|Broadway World person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Yamaha Artists ID|Yamaha Artists ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5FrF Thomas Telford's different alleged associations with buildings, according to wikidata statements] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1534643745437765636 source])
*** [[d:User:Jheald/Scotland/bridges/average Commons coordinates|Averages of coordinates of depicted place (P9149) positions for Commons categories]] (useful as help in matching them to wikidata items) ([https://twitter.com/heald_j/status/1533939286999019521 source])
*** [https://w.wiki/5GMW items with senses in the most languages on Wikidata], with a sample language and lexeme in that language.
*** [https://w.wiki/5F$m Graph of the characters present in Mario franchise games] ([https://twitter.com/JeanFred/status/1535256175943589889 source])
*** [https://w.wiki/5Fjy A & B roads carried on Scottish bridges] ([https://twitter.com/Tagishsimon/status/1534704886306197507 source])
*** [https://w.wiki/5Fio Timeline of Rafael Nadal awards and nominations] ([https://twitter.com/jmcollado/status/1534654806056488960 source])
*** [https://w.wiki/5FhN Articles studying chemicals from the oceans] ([https://twitter.com/TheLOTUSInitia1/status/1534579229685436416 source])
*** [https://w.wiki/5GrL Municipalities of France, by their population and their altitude] ([https://twitter.com/slaettaratindur/status/1536330112009895937 source])
*** [https://w.wiki/5GpK In cousin marriages (born 1800 and later)] ([https://twitter.com/perstar/status/1536299902480826368 source])
*** [https://w.wiki/5GvW Actors who played the same real politician the most times] ([https://twitter.com/WikidataFacts/status/1536042914287075328 source])
*** [https://w.wiki/5GDV Most famous heritage locations (measured by sitelinks)] ([https://twitter.com/lubianat/status/1535360235258380288 source])
* '''Development'''
** Fixed a bug where Item IDs where shown instead of the label after selecting an Item in an Item selector ([[phab:T306214]])
** Lexicographical data: finished accessibility improvement for the new Special:New Lexeme page ([[phab:T290733]]), improving error messages for the new page ([[phab:T310134]]) and worked on a new search profile to make selecting languages easier ([[phab:T307869]])
** REST API: continued work on creating statements ([[phab:T306667]])
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 06 13|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 13. júní 2022 kl. 15:28 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23366971 -->
== Wikidata weekly summary #425 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** Closed request for comments:
*** [[d:Wikidata:Requests for comment/Potd|Integration of POTD template]]
** Closed request for comments:
*** [[:d:Wikidata:Requests for comment/How to avoid to use male form as a generic form in property labels in French ?|How to avoid to use male form as a generic form in property labels in French ?]] has been closed. Property labels in French should now includes both male and female or a verbal form if relevant (see [[:d:Property:P50|P50]]).
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** Next installment of the LD4 Wikibase Working Hour: Featuring speaker Barbara Fischer, Liaison Counsel at the German National Library’s Agency for Standardization (DNB). On behalf of the DNB, Fischer initiated the WikiLibrary Manifesto. Fischer works to increase the quality of metadata through Authority Control to foster retrieval and linked data. Where: Zoom ([https://columbiauniversity.zoom.us/meeting/register/tJMqcuChrz0pHNGU6VOdDk6MsnxuWtGL0cRN Registration link]). When: 30 June 2022, 11AM-12PM Eastern US ([https://www.timeanddate.com/worldclock/converter.html?iso=20220630T150000&p1=179&p2=64&p3=75&p4=224&p5=136&p6=tz_cest Time zone converter])
*** [[d:Wikidata:Events/Data Quality Days 2022|Data Quality Days (July 8-10)]]: you can [[d:Wikidata talk:Events/Data Quality Days 2022|propose discussion topics or sessions]] until June 19th.
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/4EE27P2OF7FPXWV4ZWSFZZV2VTH4ALCM/ Small wiki toolkits: Upcoming bots & scripts workshop on Thursday, June 30th, 16:00 UTC] "This workshop will introduce participants to Toolforge, how to create a developer account, access to Toolforge via ssh, and run bots and scripts on Toolforge and in background mode."
*** (Tutorial) [https://www.aib.it/struttura/sezioni/lazio/laz-attiv/2022/99658-openrefine/ OpenRefine - A fundamental tool for every librarian's toolbox]. Thursday 23 June - 17: 00-19: 30. Write to laz-corsi{{@}}aib.it to book and receive the link of the event.
*** [[Wikidata:Wiki_Mentor_Africa|Wikidata:Wiki Mentor Africa 3rd edition ]] - Creating tools on Wikimedia Toolforge using Python and Flask. Friday 24th June and Sunday 26th June 2022 - 16:00 - 17:00 (UTC)
*** [https://www.dla-marbach.de/kalender/detail/517/ Collect, archive and provide games - a "panel about video game metadata"]. Fri. 24.6.2022 – Sat. June 25, 2022
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #47, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=47 Numbers (3/n)]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://blogs.bl.uk/digital-scholarship/2022/06/working-with-wikidata-and-wikimedia-commons-poetry-pamphlets-and-lotus-sutra-manuscripts.html Working With Wikidata and Wikimedia Commons: Poetry Pamphlets and Lotus Sutra Manuscripts]
*** [https://blog.rockarch.org/dimes-agent-pages-enhanced Using Wikidata Identifiers to Enhance Agent Discovery]
** Videos
*** Wikidata editing tools (in Spanish) - [https://www.youtube.com/watch?v=tCXgQrLFFac YouTube]
*** Dagbani Wikipedia Saha Episode 6: Creating Wikidata items from scratch (in Dagbani) - [https://www.youtube.com/watch?v=7tXp1cYMkQc&t=1022s YouTube]
*** Fun with lexemes in some language! by [[d:User:Mahir256|Mahir256]] - [https://www.twitch.tv/videos/1506441428 Twitch]
* '''Tool of the week'''
** [https://cardgame.blinry.org/?Q2223649 Wikidata Card Game Generator]: generate card games from Wikidata!
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Job opening: [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/19290694?l=en UX Researcher - Wikidata] at Wikimedia Deutschland
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikibaseug@lists.wikimedia.org/thread/7HPE53X6PQXTJ2TEVGT6RBB5HLDOT2VF/ Wikimedia Deutschland welcomes new Wikibase.cloud Product Manager, Evelien Zandbergen]
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikitech-l@lists.wikimedia.org/thread/OJNMNBMCMDZKSPBRUJLZZUFF6BNPYWAH/ Developer Portal is launched! Discover Wikimedia’s technical areas and how to contribute]
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/WILSSO5DZCISCQEYURBREJOJVTHT6XZC/ Starting on June 21, all Wikimedia wikis can use Wikidata Lexemes in Lua] (discussions welcome [[d:Wikidata_talk:Lexicographical_data#You_can_now_reuse_Wikidata_Lexemes_on_all_wikis|on the project talk page]])
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/K3FBNXIRHADOVE2YUQ4G6HZ3TH4RGEJP/Wikimedia Deutschland looking for a partner affiliate to organize the WikidataCon 2023]
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10808|preceding halt on service]], [[:d:Property:P10809|following station on service]], [[:d:Property:P10814|number of housing units]], [[:d:Property:P10818|last entry]], [[:d:Property:P10822|homophone form]], [[:d:Property:P10823|fastest laps]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10807|HaBama person ID]], [[:d:Property:P10810|Shopee shop ID]], [[:d:Property:P10811|Scottish Highland Bridges ID]], [[:d:Property:P10812|Rusakters.ru ID]], [[:d:Property:P10813|Proza.ru author ID]], [[:d:Property:P10815|neftegaz.ru person ID]], [[:d:Property:P10816|National Union Catalog ID]], [[:d:Property:P10817|MAYA site company ID]], [[:d:Property:P10819|Kino.mail.ru series ID]], [[:d:Property:P10820|Kino.mail.ru person ID]], [[:d:Property:P10821|Kino.mail.ru film ID]], [[:d:Property:P10824|Ethereum token address]], [[:d:Property:P10825|BelTA dossier ID]], [[:d:Property:P10826|Talent Data Bank ID]], [[:d:Property:P10827|IRIS UNIVAQ author ID]], [[:d:Property:P10828|ARUd'A author ID]], [[:d:Property:P10829|IRIS UNITE author ID]], [[:d:Property:P10830|COR form ID, level 1]], [[:d:Property:P10831|COR lemma ID, niveau 1]], [[:d:Property:P10832|WorldCat Entities ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/opus number|opus number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Palmares Cultural Foundation process number|Palmares Cultural Foundation process number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/U.S. vaccine status|U.S. vaccine status]], [[:d:Wikidata:Property proposal/theme|theme]], [[:d:Wikidata:Property proposal/has narrative theme|has narrative theme]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Grammatical Person|Grammatical Person]], [[:d:Wikidata:Property proposal/title match pattern|title match pattern]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bartsch Nummer|Bartsch Nummer]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Theatrical Index person ID|Theatrical Index person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/National Archives of Australia Entity ID|National Archives of Australia Entity ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Mozilla Hacks author ID|Mozilla Hacks author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/CVX vaccine code|CVX vaccine code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/BVMC Corporate Body|BVMC Corporate Body]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ClimateCultures Directory ID|ClimateCultures Directory ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Korean Academy of Science and Technology member ID|Korean Academy of Science and Technology member ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Teresianum authority ID|Teresianum authority ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GSAFD ID|GSAFD ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bioconductor project|Bioconductor project]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MUSE book ID|MUSE book ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Truth Social username|Truth Social username]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Telmore Musik|Telmore Musik]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Beamish peerages database ID|Beamish peerages database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Beamish peerages database person ID|Beamish peerages database person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/gov.uk person ID|gov.uk person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Komoot ID|Komoot ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kieler Gelehrtenverzeichnis ID|Kieler Gelehrtenverzeichnis ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Internet Sacred Text Archive ID|Internet Sacred Text Archive ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5HDE Islands with at least 1 spring or freshwater body] ([https://twitter.com/ash_crow/status/1536633197538197504 source])
*** [https://w.wiki/5Hkc Notable people who you share a birthday with (find the string "1966-08-25" and replace it with your date of birth)] ([https://twitter.com/wikiprojectnz/status/1536584209581879296 source])
*** [https://w.wiki/5JYc List of filmmakers with whom Jean-Louis Trintignant has played] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1537873890072043522 source])
*** [https://w.wiki/5KLN Cemeteries in France near churches] ([[d:Wikidata:Request_a_query#Cemeteries_near_churches|source]])
* '''Development'''
** Lexicographical data:
*** Enabled Lua access to Lexemes for all Wikimedia projects
*** Continued work on improving the language search for Lexeme languages on the new Special:NewLexeme page ([[phab:T307869]])
*** Improving the accessibility of a design system component and the new Special:NewLexeme page ([[phab:T290733]])
*** Making it easier to understand what to do when the spelling variant isn't available on the new Special:NewLexeme page ([[phab:T298146]])
** REST API: Continuing work on making it possible to add a statement to an Item
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 06 20|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 20. júní 2022 kl. 14:58 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23425673 -->
== Wikidata weekly summary #426 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/William Avery Bot 7|William Avery Bot 7]]. Task/s: Merge multiple references on the same claim citing Accademia delle Scienze di Torino.
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The [https://etherpad.wikimedia.org/p/WBUG_2022.06.30 next Wikibase live session] is 15:00 UTC on Thursday 30th June 2022 (17:00 Berlin time). What are you working on around Wikibase? You're welcome to come and share your project with the community.
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call June 28, 2022: Andrew McAllister will introduce us to Scribe, an app that provides keyboards for second-language learners, and its use of Wikidata. This presentation should appeal to anyone who has worked on or is interested in learning more about the applications of lexicographical data in Wikidata as well as anyone who has an interest in language, open information, data and programming. [https://docs.google.com/document/d/13eADptzIpWfiqt_JHWM_staNtKoNaMVILLuNprn-29E/edit?usp=sharing Agenda]
*** [https://www.twitch.tv/belett Live editing session on Twitch], in French, by Vigneron, June 28 at 19:00 CEST (UTC+2)
*** 1 July: Abstract submission deadline for the Biodiversity Data Standards Conference [[:d:Q111972123|TDWG 2022]], including for a [https://www.tdwg.org/conferences/2022/session-list/#int19%20the%20role%20of%20the%20wikimedia%20ecosystem%20in%20linking%20biodiversity%20data session on "The role of the Wikimedia ecosystem in linking biodiversity data"]
*** July 8-10: Data Quality Days (see the [[d:Wikidata:Events/Data_Quality_Days_2022#Sessions|first version of the program]] and the [[d:Wikidata:Events/Data Quality Days 2022/Participants|list of participants]])
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/IEB3LHQEPHZJX4BTFQNHXR2JR5N2MVHF/ The Third Wikidata Workshop: Second Call for Papers]. Papers due: Friday, 29 July 2022
*** Celtic Knot Conference 2022: presentations from 12 projects communities working on minoritized languages on the Wikimedia projects - [https://www.youtube.com/playlist?list=PL66MRMNlLyR7p9wsYVfuqJOjKZpbuwp8U YouTube]
** Past:
*** 21 June: Presentation [[:doi:10.5281/zenodo.6670026|Wikidata as a data collaboration across multiple boundaries]] at SciDataCon
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Papers
*** [https://arxiv.org/pdf/2206.11022.pdf Connecting a French Dictionary from the Beginning of the 20th Century to Wikidata]
*** [https://www.mdpi.com/2673-6470/2/3/19 Practices of Linked Open Data in Archaeology and Their Realisation in Wikidata]
*** [http://www.semantic-web-journal.net/system/files/swj3124.pdf What Can Tweets and Knowledge Graphs Tell Us About Eating Disorders?]
** Videos
*** Dagbani Wikipedia Saha Episode 7: Adding references and qualifiers to Wikidata items (in Dagbanli) - [https://www.youtube.com/watch?v=gCUxrDjD44I&t=227s YouTube]
*** The Joys of Connecting Your Collections to Wikidata - [https://www.youtube.com/watch?v=8zjwkiarfug&t=24s YouTube]
*** Using Wikidata to Enhance Discovery & Faculty Interest in Rapid Publishing - [https://www.youtube.com/watch?v=cWpalbgB5Es YouTube]
** Podcasts
*** [https://anchor.fm/wiki-update/episodes/Data-Quality-Days-Discussion-With-Lydia-Pintscher--La-Lacroix-e1k4l5a Data Quality Days Discussion With Lydia Pintscher & Lèa Lacroix]
** Other
*** [[:d:User:PAC2/Documented queries|Documented queries: a proposal]], feedback is welcome [[:d:User_talk:PAC2/Documented_queries|here]]
* '''Tool of the week'''
** [https://data.isiscb.org/ IsisCB Explore] - is a research tool for the history of science whose books and subjects use imagery from Wikidata.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Template [[:d:Template:Item documentation|Item documentation]] now includes a query to the corresponding lexemes. This is an attempt to make navigation between lexemes and items easier. For the record, [[:d:Template:Item documentation|Item documentation]] is available in the header of the talk page for each item.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10836|inker]], [[:d:Property:P10837|penciller]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10826|Talent Data Bank ID]], [[:d:Property:P10827|IRIS UNIVAQ author ID]], [[:d:Property:P10828|ARUd'A author ID]], [[:d:Property:P10829|IRIS UNITE author ID]], [[:d:Property:P10830|COR form ID, level 1]], [[:d:Property:P10831|COR lemma ID, niveau 1]], [[:d:Property:P10832|WorldCat Entities ID]], [[:d:Property:P10833|Great Plant Picks ID]], [[:d:Property:P10834|BVMC organization ID]], [[:d:Property:P10835|UK Beetles ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/theme|theme]], [[:d:Wikidata:Property proposal/has narrative theme|has narrative theme]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Grammatical Person|Grammatical Person]], [[:d:Wikidata:Property proposal/title match pattern|title match pattern]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bartsch Nummer|Bartsch Nummer]], [[:d:Wikidata:Property proposal/foliage type|foliage type]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/GSAFD ID|GSAFD ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bioconductor project|Bioconductor project]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MUSE book ID|MUSE book ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Truth Social username|Truth Social username]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Telmore Musik|Telmore Musik]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Beamish peerages database ID|Beamish peerages database ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Beamish peerages database person ID|Beamish peerages database person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/gov.uk person ID|gov.uk person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Komoot ID|Komoot ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kieler Gelehrtenverzeichnis ID|Kieler Gelehrtenverzeichnis ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Internet Sacred Text Archive ID|Internet Sacred Text Archive ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Copains d'avant ID|Copains d'avant ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/P. League+ ID|P. League+ ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/WO2 Thesaurus ID|WO2 Thesaurus ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Super Basketball League ID|Super Basketball League ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/DeSmog ID|DeSmog ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Met Constituent ID|Met Constituent ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRFA ID|IRFA ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Adequat agency person ID|Adequat agency person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Israeli Company Registration Number|Israeli Company Registration Number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/UKAT term ID|UKAT term ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TGbus game ID|TGbus game ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TGbus franchise ID|TGbus franchise ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Austria-Forum person ID|Austria-Forum person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Catalogus Professorum (TU Berlin) person ID|Catalogus Professorum (TU Berlin) person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Odnoklassniki group numeric ID|Odnoklassniki group numeric ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VocaDB Artist ID|VocaDB Artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VocaDB Album ID|VocaDB Album ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/VocaDB Song ID|VocaDB Song ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Moepedia ID|Moepedia ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [[Wikidata:SPARQL query service/qotw|"Queries of the week" archive]] [https://twitter.com/heald_j/status/1541375896791273474 (sources)]
*** [https://w.wiki/5Khr Graph of fictional wars and their participants] [https://twitter.com/mlpoulter/status/1539639249678499840 (source)]
*** [https://w.wiki/5M7x The 100 most common species as subjects of publications known to Wikidata] ([https://twitter.com/EvoMRI/status/1540927184520503296 source])
*** [https://w.wiki/5MZE Map of birthplaces of ASM Clermont Auvergne players] ([https://twitter.com/belett/status/1541347785219493889 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data: We are wrapping up the coding on the new Special:NewLexeme page. Testing and rolll-out will follow soon. We are still working on making it easier to find languages in the language selector on the Special:NewLexeme page. ([[phab:T307869]])
** REST API: We are continuing to code on the ability to create statements on an Item ([[phab:T306667]])
** Investigating an issue with labels not being shown after merges ([[phab:T309445]])
** Preparation for upcoming work: We are planning the next work on the Mismatch Finder to address feedback we have received so far as well as EntitySchemas to make them more integrated with other areas of Wikidata.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 06 27|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 27. júní 2022 kl. 15:08 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23439209 -->
== Wikidata weekly summary #522 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/ListedBuildingsUKBot|ListedBuildingsUKBot]]. Task/s: Add wikidata site links to appropriate wiki commons category pages for listed buildings with matching ID numbers. I've identified about 1000 entities that can be updated. e.g. [https://www.wikidata.org/wiki/Q26317428] should have a wiki commons link to [https://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Outhouse_to_Northeast_of_Red_House,_Bexleyheath] since they both refer to [https://historicengland.org.uk/listing/the-list/list-entry/1064204].
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming
*** [https://www.twitch.tv/belett Live editing session on Twitch], in French, by Vigneron, July 5 at 19:00 CEST (UTC+2)
*** [[d:Wikidata:Events/Data Quality Days 2022|Wikidata Data Quality Days]], online, on July 8-10
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/HN45PNQICAMLUR3XDWOSKSPS7RIPR5G3/ Invitation to Wikimedia Research Office Hours July 5, 2022]
** Ongoing
*** Weekly Lexemes Challenge #48, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=48 Human rights]
** Past
*** [[m:Celtic Knot Conference 2022|Celtic Knot Wikimedia Language Conference, 1-2 July 2022]]. See [[m:Celtic Knot Conference 2022/Videos pool|Videos pool]] (replay).
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Videos
*** Making Wiki work for Wales - [https://www.youtube.com/watch?v=b_BxfkX1fCI YouTube]
*** Session on Wikibase - Wikimedia Deutschland and Wikipedians of Goa User Group (WGUG) - [https://www.youtube.com/watch?v=rE-ZXnTOG7M YouTube]
*** Scribe: Wikidata-powered keyboard app for second language learners - [https://www.youtube.com/watch?v=4GpFN0gGmy4 YouTube]
*** Linking OpenStreetMap and Wikidata A semi automated, user assisted editing tool - [https://www.youtube.com/watch?v=4fXeAlvbNgE YouTube]
*** Wikidata MOOC (in French) by Wikimedia France - [https://www.youtube.com/channel/UCoCicXrwO5jBxxXXvSpDANw/videos 19 videos on YouTube]
*** Wikidata Tutorials (in German) by OpenGLAM Switzerland - [https://www.youtube.com/playlist?list=PL-p5ybeTV84QYvX1B3xxZynfFWboOPDGy 7 videos on YouTube]
** Report
*** [[c:User:LennardHofmann/GSoC 2022/Report 2|User:LennardHofmann/GSoC 2022/Report 2]] - rewriting the WikiCommons and Wikidata Infobox in Lua
* '''Tool of the week'''
** [[d:User:Lectrician1/AddStatement.js|User:Lectrician1/AddStatement.js]] is a userscript that can add values to properties that already exist on an item and new statements.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/IPRW3TAAZK3DPVGN5JKGVJRVPBUJDQNE/ Wikimedia Deutschland will be joining forces with the Igbo Wikimedians User Group and Wikimedia Indonesia to advance the technical capacities of the movement around Wikidata]. The goal of this collaboration is "to make our software more usable by cultures underrepresented in technology, people of the Global South and speakers of minority languages".
** Job openings in the software development team at Wikimedia Deutschland
*** [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/19886514?utm_campaign=google_jobs_apply&utm_source=google_jobs_apply&utm_medium=organic&l=en Junior Product Manager Wikidata] - ''"In this role you will be part of a cross-functional team, and be the product manager of product initiatives for Wikidata, the largest knowledge base of free and open data in the world."''
*** [https://wikimedia-deutschland.softgarden.io/job/19887130/Product-Manager-Wikibase-Suite-m-f-d-?jobDbPVId=50403840&l=de Product Manager Wikibase Suite] - In this role ''"you will be part of an interdisciplinary team and the product team, and work closely with a broad variety of stakeholders in the Wikibase Ecosystem."''
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: none
*** External identifiers: [[:d:Property:P10838|Survey of Scottish Witchcraft - Case ID]], [[:d:Property:P10839|Russia.travel object ID]], [[:d:Property:P10840|Yamaha Artists ID]], [[:d:Property:P10841|ifwizz ID]], [[:d:Property:P10842|IRFA ID]], [[:d:Property:P10843|DeSmog ID]], [[:d:Property:P10844|Teresianum authority ID]], [[:d:Property:P10845|AdoroCinema series ID]], [[:d:Property:P10846|CEU author ID]], [[:d:Property:P10847|Anime Characters Database tag ID]], [[:d:Property:P10848|Beamish peerage database peerage ID]], [[:d:Property:P10849|Beamish peerage database person ID]], [[:d:Property:P10850|Kultboy video game ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Gitee username|Gitee username]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Punjabi tone|Punjabi tone]], [[:d:Wikidata:Property proposal/spoken by|spoken by]], [[:d:Wikidata:Property proposal/recordist|recordist]], [[:d:Wikidata:Property proposal/part of molecular family|part of molecular family]], [[:d:Wikidata:Property proposal/official definition|official definition]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Anghami artist ID|Anghami artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Boomplay artist ID|Boomplay artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Hamburger Professorinnen- und Professorenkatalog ID|Hamburger Professorinnen- und Professorenkatalog ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/MUSE publisher ID|MUSE publisher ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/EU Knowledge Graph ID|EU Knowledge Graph ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Kazakhstan.travel tourist spot ID|Kazakhstan.travel tourist spot ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/identifiant organisation Haute Autorité pour la transparence de la vie publique|identifiant organisation Haute Autorité pour la transparence de la vie publique]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bibale ID|Bibale ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SZ topic ID|SZ topic ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS UNIMOL author ID|IRIS UNIMOL author ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5Pbw Number of albums in Wikidata by language, in descending order] ([https://twitter.com/exmusica/status/1543663049491578881 source])
*** [https://w.wiki/5LNG Occupation about musicians in Wales] ([https://twitter.com/MusicNLW/status/1543846567387578369 source])
*** [https://w.wiki/5NH8 Map of tram depots in France]
*** [https://w.wiki/5P8C Mountains higher than 2,500 meters in France] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1543124319349477376 source])
*** [https://w.wiki/5P7u List of all Tour de France's stage winners by nationality from 1903 to 2022] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1543119052951912449 source])
*** [https://w.wiki/5NvF French rugby teams according to the year of creation] ([https://twitter.com/belett/status/1542849367660548097 source])
*** [https://w.wiki/5NKA French members of parliament that were on the same legislature and are or have been married] ([https://twitter.com/ash_crow/status/1542173666162647040 source])
*** [https://w.wiki/5PH4 Number of countries on Wikidata where at least one pride parade has been held] ([https://twitter.com/jsamwrites/status/1543275391028236288 source])
*** [https://w.wiki/5Ne9 Football players whose birthday is today (different every day)] ([https://twitter.com/lubianat/status/1542556581753126913 source])
* '''Development'''
** Lexicographical data:
*** We have finished most of the development on the new Special:NewLexeme page. You can try it at https://wikidata.beta.wmflabs.org/wiki/Special:NewLexemeAlpha. We will make this available on Wikidata for testing with real-world data on July 14th.
*** We are continuing to work on the new search profile for languages to make setting the language of a new Lexeme easier ([[phab:T307869]])
** REST API: We are putting finishing touches on the first version of the API route to add statements to an Item. It is still lacking support for automated edit summaries.
** We are working on word-level diffs to make it easier to see what changed in an edit ([[phab:T303317]])
** We are investigating the issue of labels not being shown after some merges ([[phab:T309445]])
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 07 04|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 4. júlí 2022 kl. 14:23 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23439209 -->
== Wikidata weekly summary #528 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, July 27th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group]. ''The Wikidata and Wikibase office hours are online events where the development team presents what they have been working on over the past quarter, and the community is welcome to ask questions and discuss important issues related to the development of Wikidata and Wikibase.''
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call July 12, 2022: Houcemeddine Turki will speak on "Enriching and Validating Wikidata from Large Bibliographic Databases." This call will be part of the 2022 LD4 Conference on Linked Data, “Linking Global Knowledge.” While you can attend the call directly via the links below without registering for the conference, we encourage everyone to check out the full conference program and all the excellent sessions on [https://2022ld4conferenceonlinkedda.sched.com/ Sched] at [https://2022ld4conferenceonlinkedda.sched.com/https://docs.google.com/document/d/19fWaod_qy2J5y6Mqjbnccen7nyb4nj6EnudCDouefQU/edit Agenda]
*** 7/30 [[m:Wikimedia Taiwan/Wikidata Taiwan/COSCUP 2022|OpenStreetMap x Wikidata @ COSCUP 2022]]
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/libraries@lists.wikimedia.org/thread/Z2UL7F4Y76VESAQY6JAXDPXXN7XWHXOP/ 2022 LD4 Conference on Linked data]. July 11th through July 15th, 2022
** Ongoing
*** Weekly Lexemes Challenge #49, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=49 Bastille day]
** Past:
*** Presentation [https://doi.org/10.5281/zenodo.6807104 Integrating Wikibase into research workflows] at the monthly Wikibase Stakeholders Group meeting on July 7
*** Data Quality Days 2022 [[d:Wikidata:Events/Data Quality Days 2022/Outcomes|see outcomes]]. The recorded sessions will be published soon!
*** [[m:Celtic Knot Conference 2022|Celtic Knot Wikimedia Language Conference, 1-2 July 2022]]. See [[m:Celtic Knot Conference 2022/Videos pool|Videos pool]] (replay).
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://www.openstreetmap.org/user/Geonick/diary/399523 New quality checks in the Osmose QA tool for links from OpenStreetMap to Wikidata]
*** [https://blog.nationalarchives.gov.uk/mind-your-manors-hacking-like-its-1399/ Wikidata used extensively in medieval hack weekend at the University of York] (UK National Archives)
*** [https://blogs.bl.uk/digital-scholarship/2022/06/working-with-wikidata-and-wikimedia-commons-poetry-pamphlets-and-lotus-sutra-manuscripts.html Working With Wikidata and Wikimedia Commons: Poetry Pamphlets and Lotus Sutra Manuscripts] (British Library)
*** [https://wikiedu.org/blog/2022/07/07/wikidata-at-the-detroit-institute-of-arts/ Wikidata at the Detroit Institute of Arts]
** Papers
*** [https://peerj.com/articles/13712.pdf Wikidata and the bibliography of life] ([[d:Q112959127|Q112959127]])
** Videos
*** Live editing: create a Lua template using Lexemes on Wiktionary, with Mahir256 ([https://www.youtube.com/watch?v=y9ULQX9b5WI on Youtube])
*** Adding wikidata to plaques on OpenStreetMap - [https://www.youtube.com/watch?v=yL1_47roRcw YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [[d:User:Lectrician1/discographies.js|User:Lectrician1/discographies.js]]: Shows chronological data about artist's discographies on music albums and provides functions to add new items.
** [[m:User:Xiplus/TwinkleGlobal|User:Xiplus/TwinkleGlobal]] is a userscript that is used to combat cross-wiki spam or vandalism.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Wikidata now has more than 10 million items about humans.
** [[d:Q113000000|Q113000000]] was created.
** [[:d:Template:Item documentation |Template:Item documentation]] now includes [[:d:Template:Generic queries for architects|Template:Generic queries for architects]] and [[:d:Template:Generic queries for transport network|Template:Generic queries for transport network]]
** Due to summer vacations and our current workloads the response times from the Wikidata communications team (Léa and Mohammed) to requests and queries may be delayed. We will resume full capacity by October.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: [[:d:Property:P10855|opus number]]
*** External identifiers: [[:d:Property:P10843|DeSmog ID]], [[:d:Property:P10844|Teresianum authority ID]], [[:d:Property:P10845|AdoroCinema series ID]], [[:d:Property:P10846|CEU author ID]], [[:d:Property:P10847|Anime Characters Database tag ID]], [[:d:Property:P10848|Beamish peerage database peerage ID]], [[:d:Property:P10849|Beamish peerage database person ID]], [[:d:Property:P10850|Kultboy video game ID]], [[:d:Property:P10851|Kultboy platform ID]], [[:d:Property:P10852|Kultboy controller ID]], [[:d:Property:P10853|Kultboy magazine ID]], [[:d:Property:P10854|Kultboy company ID]], [[:d:Property:P10856|National Archives of Australia entity ID]], [[:d:Property:P10857|snookerscores.net player ID]], [[:d:Property:P10858|Truth Social username]], [[:d:Property:P10859|Material UI icon]], [[:d:Property:P10860|Yarkipedia ID]], [[:d:Property:P10861|Springer Nature person ID]], [[:d:Property:P10862|Komoot ID]], [[:d:Property:P10863|Springer Nature article ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/official definition|official definition]], [[:d:Wikidata:Property proposal/ce module ou cette infobox utilise la propriété|ce module ou cette infobox utilise la propriété]], [[:d:Wikidata:Property proposal/release artist|release artist]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Grammatical number|Grammatical number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Error-report URL or e-mail|Error-report URL or e-mail]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Bibale ID|Bibale ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SZ topic ID|SZ topic ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS UNIMOL author ID|IRIS UNIMOL author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Match TV people ID|Match TV people ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Accademia dei Georgofili author ID|Accademia dei Georgofili author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/64 Parishes encyclopedia ID|64 Parishes encyclopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Applied Ecology Resources Document ID|Applied Ecology Resources Document ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Prophy author ID|Prophy author ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/International Baccalaureate school ID|International Baccalaureate school ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Liquipedia ID|Liquipedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Instagram post ID|Instagram post ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Mapping Museums ID|Mapping Museums ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5RNR Current list of French departments] ([[:d:User:PAC2/Query/List of current French departments|documentation]])
*** [https://w.wiki/5RAN Prime ministers of Japan whose manner of death is homicide] ([https://twitter.com/slaettaratindur/status/1545351731495706626 source])
*** [https://w.wiki/5PyH 1st level administrative subdivisions with more than 10 million inhabitants] ([https://twitter.com/slaettaratindur/status/1543991969931722756 source])
*** [https://w.wiki/5RTB List of globes and how many times they've been used]
* '''Development'''
** [[d:Wikidata:Events/Data Quality Days 2022|Data Quality Days]]!
** Making plans for improving EntitySchemas and integrate them more into editing and maintenance workflows
** Implemented word-level diffs of labels, descriptions, aliases and sitelinks ([[phab:T303317]])
** Continuing the investigation about labels not being shown after some merges ([[phab:T309445]])
** Lexicographical data:
*** Continuing work on making it easier to pick the right language for a new Lexeme ([[phab:T298140]])
*** Fixing a bug where `[object Object]` was shown in the gramatical feature field ([[phab:T239208]])
*** Fixing a number of places where labels for redirected Items were not shown even though the redirect target had labels ([[phab:T305032]])
** REST API:
*** Finished the first version of the API route for creating statements on an Item (excluding autosummaries so far)
*** Started work on the API route for removing a statement from an Item
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** [[Wikidata:Project chat#Translator notice: Please update description of "of (P642)"|Update the description]] of the [[:d:Property:P642|"of" property]] in your language.
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 07 11|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 11. júlí 2022 kl. 13:30 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23439209 -->
== Wikidata weekly summary #529 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New request for comments:
*** [[:d:Wikidata:Requests for comment/Gender neutral labels for occupations and positions in French|Gender neutral labels for occupations and positions in French]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, July 27th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group]. ''The Wikidata and Wikibase office hours are online events where the development team presents what they have been working on over the past quarter, and the community is welcome to ask questions and discuss important issues related to the development of Wikidata and Wikibase.''
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata:WikiProject_LD4_Wikidata_Affinity_Group/Wikidata_Working_Hours/Wikidata_Working_Hour_Summer-Fall_Project_2022/2022-July-18_Wikidata_Working_Hour|Wikidata Working Hour July 18, 2022]]: Working with diverse children's book metadata. The second Wikidata Working Hour in the series will cover reconciliation in OpenRefine, so we can identify which authors from our spreadsheet of children's book metadata already exist and/or need to be created in Wikidata. You are, as always, welcome to bring your own data to work on. [https://www.wikidata.org/wiki/Wikidata:WikiProject_LD4_Wikidata_Affinity_Group/Wikidata_Working_Hours/Wikidata_Working_Hour_Summer-Fall_Project_2022/2022-July-18_Wikidata_Working_Hour Event page]
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wiki-research-l@lists.wikimedia.org/thread/2UVESG4FRYOP5QENHFPA556H2UC5E5VG/ Assessing the Quality of Sources in Wikidata Across Languages] - Wikimedia Research Showcase, Wednesday, July 20, at 9:30 AM PST/16:30 UTC
*** [https://twitter.com/wikimediatech/status/1547256861237268482 Mark your calendars for the Wikimania Hackathon!] The free, online, public event will take place from 16- 22 UTC August 12 and 12-17 UTC August 13, and include a final showcase on August 14.
** Ongoing
*** Weekly Lexemes Challenge #50, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=50 Lexical categories]
** Past
*** 2022 LD4 Conference on Linked data. ([https://www.youtube.com/watch?v=phyyNRsnU3k&list=PLx2ZluWEZtIAu6Plb-rY2lILjUj6zRa9l replay on YouTube])
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Blogs
*** [https://theconversation.com/the-barassi-line-a-globally-unique-divider-splitting-australias-footy-fans-185132 The Barassi Line: a globally unique divider splitting Australia’s footy fans]
*** [https://medium.com/metadata-learning-unlearning/words-matter-reconciling-museum-metadata-with-wikidata-61a75898bffb Words Matter: Reconciling museum metadata with Wikidata]
*** [https://wikiedu.org/blog/2022/07/14/leveraging-wikidata-for-wikipedia/ Leveraging Wikidata for Wikipedia]
*** [https://diff.wikimedia.org/2022/06/30/my-glamorous-introduction-into-the-wikiverse/ My GLAMorous introduction into the Wikiverse]
** Papers
*** [https://arxiv.org/pdf/2207.00143.pdf Enriching Wikidata with Linked Open Data]
** Videos
*** Lexemes in Wikidata structured lexicographical data for everyone (by [[d:User:LydiaPintscher|Lydia Pintscher]]) - [https://www.youtube.com/watch?v=7pgXqRXqaZs YouTube]
*** Want a not-scary and low-key introduction to some of the more advanced behind-the-scenes topics around Wikidata? Check out the videos from the [[m:Wikipedia Weekly Network/Live Wikidata Editing|Wikidata Live Editing sessions]] by [[d:User:Ainali|Jan Ainali]], [[d:User:Abbe98|Albin Larsson]].
*** The videos of the [[d:Wikidata:Events/Data_Quality_Days_2022|Data Quality Days 2022]] have been published and you can find them [https://www.youtube.com/playlist?list=PLduaHBu_3ejOLDumECxmDIKg_rDSe2uy3 in this playlist] or linked from the schedule.
*** Placing a scientific article on Wikidata (in Portuguese) - [https://www.youtube.com/watch?v=n3WFADJTKJk YouTube]
*** Teaching Wikidata Editing Practices (in Chinese) - [https://www.youtube.com/watch?v=91q6aMPqZz4 YouTube]
** Threads
*** OpenSexism has created the [https://twitter.com/OpenSexism/status/1458841564818513926 Wednesday Index]: each wednesday, it show gender diversity in Wikipedia articles. Gender diversity is computed using a SPARQL query.
* '''Tool of the week'''
** [https://tools-static.wmflabs.org/entityschema-generator/ EntitySchema Generator] - is a GUI to help create simple EntitySchemas for Wikidata.
** [[d:User:Jean-Frédéric/ExLudo.js|User:Jean-Frédéric/ExLudo.js]] - is a userscript that adds links expansions and mods on item pages for video games.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** Job openings:
*** AFLIA: [https://web.aflia.net/job-opening-wikidata-course-manager-facilitator/ Wikidata Course Manager/Facilitator]
*** WMF: [https://boards.greenhouse.io/wikimedia/jobs/4388769?gh_src=dcc251241us Senior Program Officer, Libraries at Wikimedia Foundation]
** There is a [https://t.me/+Qc23Jlay6f4wOGQ0 new Telegram group for OpenRefine users].
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: none
*** External identifiers: [[:d:Property:P10863|Springer Nature article ID]], [[:d:Property:P10864|Bibale ID]], [[:d:Property:P10865|WW2 Thesaurus Camp List ID]], [[:d:Property:P10866|IRIS UNIMOL author ID]], [[:d:Property:P10867|MUSE publisher ID]], [[:d:Property:P10868|France bleu journalist ID]], [[:d:Property:P10869|HATVP organisation ID]], [[:d:Property:P10870|Accademia dei Georgofili author ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/Grammatical number|Grammatical number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Error-report URL or e-mail|Error-report URL or e-mail]], [[:d:Wikidata:Property proposal/grade separated roadways at junction|grade separated roadways at junction]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Gauss notation|Gauss notation]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Crossing number|Crossing number]], [[:d:Wikidata:Property proposal/URL for presentation/slide|URL for presentation/slide]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Dictionnaire Favereau|Dictionnaire Favereau]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Depicts lexeme form|Depicts lexeme form]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Mapping Museums ID|Mapping Museums ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/GIE gas storage id|GIE gas storage id]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Microsoft KLID|Microsoft KLID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PTS+ season ID|PTS+ season ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RailScot company ID|RailScot company ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/RailScot location ID|RailScot location ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SABRE wiki ID|SABRE wiki ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Scottish Buildings at Risk ID|Scottish Buildings at Risk ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/PBDB ID|PBDB ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Pad.ma video ID|Pad.ma video ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Pad.ma person ID|Pad.ma person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Naturbasen species ID|Naturbasen species ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/kód dílu části obce|kód dílu části obce]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Base Budé person ID|Base Budé person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Bilbaopedia ID|Bilbaopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Disney+ Hotstar ID|Disney+ Hotstar ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5Sws List of recent heatwaves] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1547688117489938435 source])
*** [https://w.wiki/5S66 Most recent information leaks according to Wikidata] ([https://twitter.com/WikidataThreads/status/1546734310761308160 source])
*** [https://w.wiki/5RwC Cause] and [https://w.wiki/5RwD mode of death] of ex-prime ministers ([https://twitter.com/theklaneh/status/1546513798814654464 source])
*** [https://w.wiki/5TVL Brazilian writers born in a city with less than 20000 inhabitants] ([https://twitter.com/lubianat/status/1548309266544570369 source])
*** [https://w.wiki/5U5B Lexical categories sorted by number of languages using them in Wikidata lexemes] ([https://twitter.com/envlh/status/1549003817383075842 source])
*** [https://w.wiki/5U5J People playing rugby union by number of Wikipages] ([https://twitter.com/belett/status/1548979202061471746 source])
** Newest database reports:
*** [[Wikidata:WikiProject Music/Albums ranked by number of sitelinks|Albums ranked by number of sitelinks]]
* '''Development'''
** Lexicographical data:
*** [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/TQTZXSMFRV47GDBKEYPN2PQF45JRJL6W/ The new Lexeme creation page is available for testing]
*** Fixed an issue where the grammatical form of a Lexeme was rendered as `[object Object]` ([[phab:T239208]]) This also solves similar issues in other places.
** REST API: Continued working on the API route to replace or remove a statement of an Item
** We are making Wikibase resolve redirects when showing Item labels and descriptions in a lot more places; notably, this includes the wbsearchentities API. ([[phab:T312223]])
** Mismatch Finder: We are discussing options for how to improve its handling of dates, specifically calendar model and precision.
** EntitySchemas: We are trying to figure out how to best technically go about implementing some of the most-needed features for version 2.
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 07 18|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 18. júlí 2022 kl. 14:42 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23529446 -->
== Wikidata weekly summary #530 ==
<div class="plainlinks mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">
[[File:Wikidata-logo-en.svg|150px|right]]
<div style="margin-top:10px; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">''Here's your quick overview of what has been happening around Wikidata over the last week.''</div>
<div style="-moz-column-count:2; -webkit-column-count:2; column-count:2; -webkit-column-width: 400px; -moz-column-width: 400px; column-width: 400px;">
* '''Discussions'''
** New requests for permissions/Bot:
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/PangolinBot 1|PangolinBot 1]]. Task/s: Automatically adds author information to Wikidata scholarly articles (items where [[:d:Property:P31|instance of (P31)]] = [[d:Q13442814|scholarly article (Q13442814)]]) that have missing author information. Currently works for articles with the following references: [[:d:Property:P698|PubMed ID (P698)]], [[:d:Property:P932|PMCID (P932)]], [[:d:Property:P6179|Dimensions Publication ID (P6179)]], [[:d:Property:P819|ADS bibcode (P819)]]. Part of Outreachy Round 24.
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/BboberBot|BboberBot]]. Task/s: The "robot" will browse the latest VIAF Dump, select the lines with a Idref (P269) and a Qitem, and add a P269 when it doesn't already exist in Wikidata.
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/ADSBot English Paper|ADSBot English Paper]]. Task/s: Importing scholarly articles from ADS database to Wikidata, by creating Wikidata Item of a scholarly article (optionally author items) and adding statements and statements-related properties to the item. Part of Outreachy Round 24.
*** [[d:Wikidata:Requests for permissions/Bot/ADSBot English Statement|ADSBot English Statement]]. Task/s: Adding missing statements and statement-related properties to existing scholarly articles on Wikidata from the ADS database. Part of Outreachy Round 24.
** New request for comments:
*** [[d:Wikidata:Requests for comment/Documented and featured SPARQL queries|Documented and featured SPARQL queries]]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Events|Events]]'''
** Upcoming:
*** The next Wikidata+Wikibase office hours will take place on Wednesday, July 27th 2022 at 17:00 UTC (18:00 Berlin time) in the [https://t.me/joinchat/IeCRo0j5Uag1qR4Tk8Ftsg Wikidata Telegram group]. ''The Wikidata and Wikibase office hours are online events where the development team presents what they have been working on over the past quarter, and the community is welcome to ask questions and discuss important issues related to the development of Wikidata and Wikibase.''
*** [Small wiki toolkits] [Upcoming bots & scripts workshop. "How to maintain bots" is coming up on [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikidata@lists.wikimedia.org/thread/BEENRNTJPGHLJ2MXQI6XTQDVEJR7KYHM/ Friday, July 29th, 16:00 UTC]
*** Next Linked Data for Libraries [[Wikidata: WikiProject LD4 Wikidata Affinity Group|LD4 Wikidata Affinity Group]] call July 26, 2022: Clair Kronk, Crystal Clements, and Alex Jung will be providing an update to Wikidata/gender discussions from the February 8 call with a focus on pronouns. Clair will introduce us to LGBTdb, a Wikibase instance created for and by LGBTQIA+ people from which we draw insight in Wikidata-related discussions. We also hope to discuss current pain points and share action items for future collaboration. Input from community members who are familiar with lexicographical data would be greatly appreciated. [https://docs.google.com/document/d/1fHqlQ9l0nriMkrZRFW7Wd1k53DZsvgxstzyxlhgbDq0/edit?usp=sharing Agenda]
*** [https://twitter.com/wikidataid/status/1550011035112710144 Wikimedia Indonesia Wikidata meetup. 1300 WIB, July 30, 2022].
** Ongoing:
*** Weekly Lexemes Challenge #51, [https://dicare.toolforge.org/lexemes/challenge.php?id=51 Plants]
* '''[[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Press coverage|Press, articles, blog posts, videos]]'''
** Papers
*** [[d:Q113181609|The Lay of the Land: Data Visualizations of the Language Data and Domains of Wikidata (Q113181609)]]
** Videos
*** Wikibase Ecosystem taking Wikidata further, by [[d:User:LydiaPintscher|Lydia Pintscher]] - [https://www.youtube.com/watch?v=gl83YPGva7s YouTube]
*** Teaching Wikidata Editing Practices II (in Chinese) - [https://www.youtube.com/watch?v=fh6xXXdq5Uw YouTube]
* '''Tool of the week'''
** [[d:User:Magnus Manske/referee.js|User:Magnus Manske/referee.js]] - is a userscript that automatically checks external IDs and URLs of a Wikidata item as potential references, and adds them with a single click.
* '''Other Noteworthy Stuff'''
** [[Wikidata:Development plan|Wikidata and Wikibase 2022 development plan]] has been updated to include activity estimates for the third quarter (Q3).
** Fellowship: [https://medium.com/wanadata-africa/wikipedian-in-residence-wir-fellowships-to-help-fight-climate-denialism-in-africa-1380dd849ad7 Wikipedian-in-Residence (WiR) fellowships to improve climate info in African languages on Wikipedia and Wikidata.]
** [[d:phab:T66503|T66503]]: It is now possible to import dates from templates to Wikidata using Pywikibot's <code>[[mw:Manual:Pywikibot/harvest template.py|harvest_template.py]]</code> script.
** Number of wikidata-powered infoboxes on Commons now [[:c:Category:Uses of Wikidata Infobox|exceeds 4 million]]
** [https://openrefine.org/ OpenRefine 3.6.0] was released. It adds support for [[commons:Commons:OpenRefine|editing structured data on Wikimedia Commons]], features more configurable statement deduplication during upload, as well as the ability to delete statements. Head to the [https://github.com/OpenRefine/OpenRefine/releases/tag/3.6.0 release page] for a changelog and download links.
* '''Did you know?'''
<!-- NEW PROPERTIES DO NOT REMOVE -->
** Newest [[d:Special:ListProperties|properties]]:
*** General datatypes: none
*** External identifiers: [[:d:Property:P10870|Accademia dei Georgofili author ID]], [[:d:Property:P10871|Delaware Division of Corporations file number]], [[:d:Property:P10872|Palmares Cultural Foundation process number]], [[:d:Property:P10873|Mapping Museums ID]], [[:d:Property:P10874|gov.uk person ID]], [[:d:Property:P10875|Kazakhstan.travel tourist spot ID]], [[:d:Property:P10876|CVX vaccine code]], [[:d:Property:P10877|Applied Ecology Resources document ID]], [[:d:Property:P10878|ClimateCultures Directory ID]], [[:d:Property:P10879|Hamburger Professorinnen- und Professorenkatalog ID]], [[:d:Property:P10880|Catalogus Professorum (TU Berlin) person ID]], [[:d:Property:P10881|Kieler Gelehrtenverzeichnis ID]], [[:d:Property:P10882|Met constituent ID]], [[:d:Property:P10883|The Encyclopedia of Fantasy ID]]
<!-- END NEW PROPERTIES -->
<!-- NEW PROPOSALS DO NOT REMOVE -->
** New [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Property proposal|property proposals]] to review:
*** General datatypes: [[:d:Wikidata:Property proposal/chirality|chirality]], [[:d:Wikidata:Property proposal/UAE Street Code|UAE Street Code]], [[:d:Wikidata:Property proposal/field of this award|field of this award]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Anghami album ID|Anghami album ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Model image|Model image]], [[:d:Wikidata:Property proposal/fishery for|fishery for]]
*** External identifiers: [[:d:Wikidata:Property proposal/Bilbaopedia ID|Bilbaopedia ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Disney+ Hotstar ID|Disney+ Hotstar ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IndExs Exsiccata ID|IndExs Exsiccata ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Objekt-ID für Kulturgut in Liechtenstein|Objekt-ID für Kulturgut in Liechtenstein]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AIPD member ID|AIPD member ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/SecondHandSongs release ID|SecondHandSongs release ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Walther, Initia carminum ID|Walther, Initia carminum ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Initia carminum Latinorum ID|Initia carminum Latinorum ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Repertorium hymnologicum ID|Repertorium hymnologicum ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/national-football-teams.com coach ID|national-football-teams.com coach ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/playmakerstats.com stadium ID|playmakerstats.com stadium ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/sambafoot team ID|sambafoot team ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/lila linked latin uri|lila linked latin uri]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Archivio della ceramica person ID|Archivio della ceramica person ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/TUBITAK Sosyal Bilimler Ansiklopedisi ID|TUBITAK Sosyal Bilimler Ansiklopedisi ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/elibrary.ru journal ID|elibrary.ru journal ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/IRIS private universities (1) IDs|IRIS private universities (1) IDs]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Arabic Ontology Lemma ID|Arabic Ontology Lemma ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Merchbar electronic dance music artist ID|Merchbar electronic dance music artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/JioSaavn album ID|JioSaavn album ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/JioSaavn Artist ID|JioSaavn Artist ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Revised Mandarin Chinese Dictionary ID|Revised Mandarin Chinese Dictionary ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AEDA subject keyword ID|AEDA subject keyword ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AEDA geographic keyword ID|AEDA geographic keyword ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/AEDA taxonomic keyword ID|AEDA taxonomic keyword ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Rare Plant Fact Sheets ID|Rare Plant Fact Sheets ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/100.histrf.ru ID|100.histrf.ru ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/elibrary.ru publisher ID|elibrary.ru publisher ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/Livelib.ru publisher ID|Livelib.ru publisher ID]], [[:d:Wikidata:Property proposal/YAPPY profile ID|YAPPY profile ID]]
<!-- END NEW PROPOSALS -->
** Query examples:
*** [https://w.wiki/5UxU Map of driverless rapid transit railway lines worldwide]
*** [https://w.wiki/5V7o An example of finding problematic references]
*** [https://w.wiki/5Vvw Papers by University of Leeds researchers that might have figures suitable for Wikimedia Commons (with a CC-BY or CC-BY-SA licence, with full text online)]
*** [https://w.wiki/5Udf People born on rivers] ([https://twitter.com/MagnusManske/status/1549684778579935235 source])
*** [https://w.wiki/5VLM Humans with "native language" "German"]
* '''Development'''
** Lexicographical data: We went over all the feedback we received for teh testing of the new Special:NewLexeme page and started addressing it and fixing the uncovered issues. One issue already fixed is a bug that prevented it from working on mobile view. ([[phab:T313116]])
** Mismatch Finder: investigated how we can make it work for mismatches in qualifiers instead of the main statement ([[phab:T313467]])
** REST API: Continued working on making it possible to replace and remove a statement of an Item
** We enabled the profile parameter to the wbsearchentities API on Test Wikidata ([[phab:T307869]])
** We continued making Wikibase resolve redirects when showing Item labels and descriptions in more places ([[phab:T312223]])
[[phab:maniphest/query/4RotIcw5oINo/#R|You can see all open tickets related to Wikidata here]]. If you want to help, you can also have a look at [https://phabricator.wikimedia.org/project/board/71/query/zfiRgTnZF7zu/?filter=zfiRgTnZF7zu&order=priority the tasks needing a volunteer].
* '''Monthly Tasks'''
** Add labels, in your own language(s), for the new properties listed above.
** Comment on property proposals: [[d:Wikidata:Property proposal/Overview|all open proposals]]
** Contribute to a [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Showcase items|Showcase item]].
** Help [[d:Special:LanguageStats|translate]] or proofread the interface and documentation pages, in your own language!
** [[d:User:Pasleim/projectmerge|Help merge identical items]] across Wikimedia projects.
** Help [[d:Wikidata:Status updates/Next|write the next summary!]]
</div>
<div style="margin-top:10px; font-size:90%; padding-left:5px; font-family:Georgia, Palatino, Palatino Linotype, Times, Times New Roman, serif;">'''[[:d:Special:MyLanguage/Wikidata:Status updates/2022 07 25|Read the full report]]''' · [[m:Global message delivery/Targets/Wikidata|Unsubscribe]] · [[:d:User:Mohammed Sadat (WMDE)|Mohammed Sadat (WMDE)]] 25. júlí 2022 kl. 17:24 (UTC)
</div>
</div>
<!-- Message sent by User:Mohammed Sadat (WMDE)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Wikidata&oldid=23558880 -->
ipg835a13ysxbdejq7q40zlj9vjnu3s
Notandaspjall:Svavar Kjarrval/TechNews
3
166169
1761888
1761054
2022-07-25T19:27:42Z
MediaWiki message delivery
35226
Nýr hluti: /* Tech News: 2022-30 */
wikitext
text/x-wiki
{{Skjalasafn|
* [[Notandaspjall:Svavar Kjarrval/TechNews (safn 1)]] mars 2014 - janúar 2022}}
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/02|Tech News: 2022-02]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W02"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/02|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] A <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>oauth_consumer</code></bdi> variable has been added to the [[mw:Special:MyLanguage/AbuseFilter|AbuseFilter]] to enable identifying changes made by specific tools. [https://phabricator.wikimedia.org/T298281]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] Gadgets are [[mw:Special:MyLanguage/ResourceLoader/Migration_guide_(users)#Package_Gadgets|now able to directly include JSON pages]]. This means some gadgets can now be configured by administrators without needing the interface administrator permission, such as with the Geonotice gadget. [https://phabricator.wikimedia.org/T198758]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] Gadgets [[mw:Extension:Gadgets#Options|can now specify page actions]] on which they are available. For example, <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>|actions=edit,history</code></bdi> will load a gadget only while editing and on history pages. [https://phabricator.wikimedia.org/T63007]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] Gadgets can now be loaded on demand with the <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>withgadget</code></bdi> URL parameter. This can be used to replace [[mw:Special:MyLanguage/Snippets/Load JS and CSS by URL|an earlier snippet]] that typically looks like <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>withJS</code></bdi> or <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>withCSS</code></bdi>. [https://phabricator.wikimedia.org/T29766]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] At wikis where [[mw:Special:MyLanguage/Growth/Communities/How to configure the mentors' list|the Mentorship system is configured]], you can now use the Action API to get a list of a [[mw:Special:MyLanguage/Growth/Mentor_dashboard|mentor's]] mentees. [https://phabricator.wikimedia.org/T291966]
* The heading on the main page can now be configured using <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[[MediaWiki:Mainpage-title-loggedin]]</span> for logged-in users and <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[[MediaWiki:Mainpage-title]]</span> for logged-out users. Any CSS that was previously used to hide the heading should be removed. [https://meta.wikimedia.org/wiki/Special:MyLanguage/Small_wiki_toolkits/Starter_kit/Main_page_customization#hide-heading] [https://phabricator.wikimedia.org/T298715]
* Four special pages (and their API counterparts) now have a maximum database query execution time of 30 seconds. These special pages are: RecentChanges, Watchlist, Contributions, and Log. This change will help with site performance and stability. You can read [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/wikitech-l@lists.wikimedia.org/thread/IPJNO75HYAQWIGTHI5LJHTDVLVOC4LJP/ more details about this change] including some possible solutions if this affects your workflows. [https://phabricator.wikimedia.org/T297708]
* The [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Features/Sticky Header|sticky header]] has been deployed for 50% of logged-in users on [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Frequently asked questions#pilot-wikis|more than 10 wikis]]. This is part of the [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements|Desktop Improvements]]. See [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Participate|how to take part in the project]].
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.17|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-01-11|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-01-12|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-01-13|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''Events'''
* [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2022|Community Wishlist Survey 2022]] begins. All contributors to the Wikimedia projects can propose for tools and platform improvements. The proposal phase takes place from {{#time:j xg|2022-01-10|en}} 18:00 UTC to {{#time:j xg|2022-01-23|en}} 18:00 UTC. [[m:Special:MyLanguage/Community_Wishlist_Survey/FAQ|Learn more]].
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/02|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W02"/>
</div>
11. janúar 2022 kl. 01:24 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22562156 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/03|Tech News: 2022-03]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W03"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/03|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* When using [[mw:Special:MyLanguage/Extension:WikiEditor|WikiEditor]] (also known as the 2010 wikitext editor), people will now see a warning if they link to disambiguation pages. If you click "{{int:Disambiguator-review-link}}" in the warning, it will ask you to correct the link to a more specific term. You can [[m:Community Wishlist Survey 2021/Warn when linking to disambiguation pages#Jan 12, 2021: Turning on the changes for all Wikis|read more information]] about this completed 2021 Community Wishlist item.
* You can [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools#subscribe|automatically subscribe to all of the talk page discussions]] that you start or comment in using [[mw:Special:MyLanguage/Talk pages project/Feature summary|DiscussionTools]]. You will receive [[mw:Special:MyLanguage/Notifications|notifications]] when another editor replies. This is available at most wikis. Go to your [[Special:Preferences#mw-prefsection-editing-discussion|Preferences]] and turn on "{{int:discussiontools-preference-autotopicsub}}". [https://phabricator.wikimedia.org/T263819]
* When asked to create a new page or talk page section, input fields can be [[mw:Special:MyLanguage/Manual:Creating_pages_with_preloaded_text|"preloaded" with some text]]. This feature is now limited to wikitext pages. This is so users can't be tricked into making malicious edits. There is a discussion about [[phab:T297725|if this feature should be re-enabled]] for some content types.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.18|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-01-18|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-01-19|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-01-20|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''Events'''
* [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2022|Community Wishlist Survey 2022]] continues. All contributors to the Wikimedia projects can propose for tools and platform improvements. The proposal phase takes place from {{#time:j xg|2022-01-10|en}} 18:00 UTC to {{#time:j xg|2022-01-23|en}} 18:00 UTC. [[m:Special:MyLanguage/Community_Wishlist_Survey/FAQ|Learn more]].
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/03|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W03"/>
</div>
17. janúar 2022 kl. 19:55 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22620285 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/04|Tech News: 2022-04]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W04"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/04|Translations]] are available.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.19|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-01-25|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-01-26|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-01-27|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
* The following languages can now be used with [[mw:Special:MyLanguage/Extension:SyntaxHighlight|syntax highlighting]]: BDD, Elpi, LilyPond, Maxima, Rita, Savi, Sed, Sophia, Spice, .SRCINFO.
* You can now access your watchlist from outside of the user menu in the [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements|new Vector skin]]. The watchlist link appears next to the notification icons if you are at the top of the page. [https://phabricator.wikimedia.org/T289619]
'''Events'''
* You can see the results of the [[m:Special:MyLanguage/Coolest Tool Award|Coolest Tool Award 2021]] and learn more about 14 tools which were selected this year.
* You can [[m:Special:MyLanguage/Community_Wishlist_Survey/Help_us|translate, promote]], or comment on [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2022/Proposals|the proposals]] in the Community Wishlist Survey. Voting will begin on {{#time:j xg|2022-01-28|en}}.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/04|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W04"/>
</div>
24. janúar 2022 kl. 21:38 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22644148 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/05|Tech News: 2022-05]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W05"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/05|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] If a gadget should support the new <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>?withgadget</code></bdi> URL parameter that was [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/02|announced]] 3 weeks ago, then it must now also specify <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>supportsUrlLoad</code></bdi> in the gadget definition ([[mw:Special:MyLanguage/Extension:Gadgets#supportsUrlLoad|documentation]]). [https://phabricator.wikimedia.org/T29766]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.20|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-02-01|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-02-02|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-02-03|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* A change that was [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2021/16|announced]] last year was delayed. It is now ready to move ahead:
** The user group <code>oversight</code> will be renamed <code>suppress</code>. This is for [[phab:T109327|technical reasons]]. This is the technical name. It doesn't affect what you call the editors with this user right on your wiki. This is planned to happen in three weeks. You can comment [[phab:T112147|in Phabricator]] if you have objections. As usual, these labels can be translated on translatewiki ([[phab:T112147|direct links are available]]) or by administrators on your wiki.
'''Events'''
* You can vote on proposals in the [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2022|Community Wishlist Survey]] between 28 January and 11 February. The survey decides what the [[m:Special:MyLanguage/Community Tech|Community Tech team]] will work on.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/05|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W05"/>
</div>
31. janúar 2022 kl. 17:42 (UTC)
<!-- Message sent by User:Johan (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22721804 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/06|Tech News: 2022-06]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W06"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/06|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* English Wikipedia recently set up a gadget for dark mode. You can enable it there, or request help from an [[m:Special:MyLanguage/Interface administrators|interface administrator]] to set it up on your wiki ([[w:en:Wikipedia:Dark mode (gadget)|instructions and screenshot]]).
* Category counts are sometimes wrong. They will now be completely recounted at the beginning of every month. [https://phabricator.wikimedia.org/T299823]
'''Problems'''
* A code-change last week to fix a bug with [[mw:Special:MyLanguage/Manual:Live preview|Live Preview]] may have caused problems with some local gadgets and user-scripts. Any code with skin-specific behaviour for <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>vector</code></bdi> should be updated to also check for <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>vector-2022</code></bdi>. [[phab:T300987|A code-snippet, global search, and example are available]].
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.21|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-02-08|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-02-09|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-02-10|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/06|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W06"/>
</div>
7. febrúar 2022 kl. 21:16 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22765948 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/07|Tech News: 2022-07]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W07"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/07|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* [[mw:Special:MyLanguage/Manual:Purge|Purging]] a category page with fewer than 5,000 members will now recount it completely. This will allow editors to fix incorrect counts when it is wrong. [https://phabricator.wikimedia.org/T85696]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.22|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-02-15|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-02-16|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-02-17|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] In the [[mw:Special:MyLanguage/Extension:AbuseFilter|AbuseFilter]] extension, the <code dir=ltr>rmspecials()</code> function has been updated so that it does not remove the "space" character. Wikis are advised to wrap all the uses of <code dir=ltr>rmspecials()</code> with <code dir=ltr>rmwhitespace()</code> wherever necessary to keep filters' behavior unchanged. You can use the search function on [[Special:AbuseFilter]] to locate its usage. [https://phabricator.wikimedia.org/T263024]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/07|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W07"/>
</div>
14. febrúar 2022 kl. 19:19 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22821788 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/08|Tech News: 2022-08]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W08"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/08|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* [[Special:Nuke|Special:Nuke]] will now provide the standard deletion reasons (editable at <bdi lang="en" dir="ltr">[[MediaWiki:Deletereason-dropdown]]</bdi>) to use when mass-deleting pages. This was [[m:Community Wishlist Survey 2022/Admins and patrollers/Mass-delete to offer drop-down of standard reasons, or templated reasons.|a request in the 2022 Community Wishlist Survey]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T25020]
* At Wikipedias, all new accounts now get the [[mw:Special:MyLanguage/Growth/Feature_summary|Growth features]] by default when creating an account. Communities are encouraged to [[mw:Special:MyLanguage/Help:Growth/Tools/Account_creation|update their help resources]]. Previously, only 80% of new accounts would get the Growth features. A few Wikipedias remain unaffected by this change. [https://phabricator.wikimedia.org/T301820]
* You can now prevent specific images that are used in a page from appearing in other locations, such as within PagePreviews or Search results. This is done with the markup <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code><nowiki>class=notpageimage</nowiki></code></bdi>. For example, <code><nowiki>[[File:Example.png|class=notpageimage]]</nowiki></code>. [https://phabricator.wikimedia.org/T301588]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] There has been a change to the HTML of Special:Contributions, Special:MergeHistory, and History pages, to support the grouping of changes by date in [[mw:Special:MyLanguage/Skin:Minerva_Neue|the mobile skin]]. While unlikely, this may affect gadgets and user scripts. A [[phab:T298638|list of all the HTML changes]] is on Phabricator.
'''Events'''
* [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2022/Results|Community Wishlist Survey results]] have been published. The [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey/Updates/2022 results#leaderboard|ranking of prioritized proposals]] is also available.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.23|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-02-22|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-02-23|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-02-24|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* The software to play videos and audio files on pages will change soon on all wikis. The old player will be removed. Some audio players will become wider after this change. [[mw:Special:MyLanguage/Extension:TimedMediaHandler/VideoJS_Player|The new player]] has been a beta feature for over four years. [https://phabricator.wikimedia.org/T100106][https://phabricator.wikimedia.org/T248418]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Toolforge's underlying operating system is being updated. If you maintain any tools there, there are two options for migrating your tools into the new system. There are [[wikitech:News/Toolforge Stretch deprecation|details, deadlines, and instructions]] on Wikitech. [https://lists.wikimedia.org/hyperkitty/list/cloud-announce@lists.wikimedia.org/thread/EPJFISC52T7OOEFH5YYMZNL57O4VGSPR/]
* Administrators will soon have [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2021/(Un)delete associated talk page|the option to delete/undelete]] the associated "talk" page when they are deleting a given page. An API endpoint with this option will also be available. This was [[m:Community Wishlist Survey 2021/Admins and patrollers/(Un)delete associated talk page|a request from the 2021 Wishlist Survey]].
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/08|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W08"/>
</div>
21. febrúar 2022 kl. 19:12 (UTC)
<!-- Message sent by User:Trizek (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22847768 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/09|Tech News: 2022-09]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W09"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/09|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* When searching for edits by [[mw:Special:MyLanguage/Help:Tags|change tags]], e.g. in page history or user contributions, there is now a dropdown list of possible tags. This was [[m:Community Wishlist Survey 2022/Miscellaneous/Improve plain-text change tag selector|a request in the 2022 Community Wishlist Survey]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T27909]
* Mentors using the [[mw:Special:MyLanguage/Growth/Mentor_dashboard|Growth Mentor dashboard]] will now see newcomers assigned to them who have made at least one edit, up to 200 edits. Previously, all newcomers assigned to the mentor were visible on the dashboard, even ones without any edit or ones who made hundred of edits. Mentors can still change these values using the filters on their dashboard. Also, the last choice of filters will now be saved. [https://phabricator.wikimedia.org/T301268][https://phabricator.wikimedia.org/T294460]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] The user group <code>oversight</code> was renamed <code>suppress</code>. This is for [[phab:T109327|technical reasons]]. You may need to update any local references to the old name, e.g. gadgets, links to Special:Listusers, or uses of [[mw:Special:MyLanguage/Help:Magic_words|NUMBERINGROUP]].
'''Problems'''
* The recent change to the HTML of [[mw:Special:MyLanguage/Help:Tracking changes|tracking changes]] pages caused some problems for screenreaders. This is being fixed. [https://phabricator.wikimedia.org/T298638]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.24|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-03-01|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-03-02|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-03-03|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* Working with templates will become easier. [[m:WMDE_Technical_Wishes/Templates|Several improvements]] are planned for March 9 on most wikis and on March 16 on English Wikipedia. The improvements include: Bracket matching, syntax highlighting colors, finding and inserting templates, and related visual editor features.
* If you are a template developer or an interface administrator, and you are intentionally overriding or using the default CSS styles of user feedback boxes (the classes: <code dir=ltr>successbox, messagebox, errorbox, warningbox</code>), please note that these classes and associated CSS will soon be removed from MediaWiki core. This is to prevent problems when the same class-names are also used on a wiki. Please let us know by commenting at [[phab:T300314]] if you think you might be affected.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/09|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W09"/>
</div>
28. febrúar 2022 kl. 23:00 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22902593 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/10|Tech News: 2022-10]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W10"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/10|Translations]] are available.
'''Problems'''
* There was a problem with some interface labels last week. It will be fixed this week. This change was part of ongoing work to simplify the support for skins which do not have active maintainers. [https://phabricator.wikimedia.org/T301203]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.25|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-03-08|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-03-09|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-03-10|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/10|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W10"/>
</div>
7. mars 2022 kl. 21:16 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22958074 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/11|Tech News: 2022-11]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W11"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/11|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* In the Wikipedia Android app [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia_Apps/Team/Android/Communication#Updates|it is now possible]] to change the toolbar at the bottom so the tools you use more often are easier to click on. The app now also has a focused reading mode. [https://phabricator.wikimedia.org/T296753][https://phabricator.wikimedia.org/T254771]
'''Problems'''
* There was a problem with the collection of some page-view data from June 2021 to January 2022 on all wikis. This means the statistics are incomplete. To help calculate which projects and regions were most affected, relevant datasets are being retained for 30 extra days. You can [[m:Talk:Data_retention_guidelines#Added_exception_for_page_views_investigation|read more on Meta-wiki]].
* There was a problem with the databases on March 10. All wikis were unreachable for logged-in users for 12 minutes. Logged-out users could read pages but could not edit or access uncached content then. [https://wikitech.wikimedia.org/wiki/Incident_documentation/2022-03-10_MediaWiki_availability]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.38/wmf.26|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-03-15|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-03-16|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-03-17|en}} ([[mw:MediaWiki 1.38/Roadmap|calendar]]).
* When [[mw:Special:MyLanguage/Help:System_message#Finding_messages_and_documentation|using <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>uselang=qqx</code></bdi> to find localisation messages]], it will now show all possible message keys for navigation tabs such as "{{int:vector-view-history}}". [https://phabricator.wikimedia.org/T300069]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Access to [[{{#special:RevisionDelete}}]] has been expanded to include users who have <code dir=ltr>deletelogentry</code> and <code dir=ltr>deletedhistory</code> rights through their group memberships. Before, only those with the <code dir=ltr>deleterevision</code> right could access this special page. [https://phabricator.wikimedia.org/T301928]
* On the [[{{#special:Undelete}}]] pages for diffs and revisions, there will be a link back to the main Undelete page with the list of revisions. [https://phabricator.wikimedia.org/T284114]
'''Future changes'''
* The Wikimedia Foundation has announced the IP Masking implementation strategy and next steps. The [[m:Special:MyLanguage/IP Editing: Privacy Enhancement and Abuse Mitigation#feb25|announcement can be read here]].
* The [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Apps/Android FAQ|Wikipedia Android app]] developers are working on [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Apps/Team/Android/Communication|new functions]] for user talk pages and article talk pages. [https://phabricator.wikimedia.org/T297617]
'''Events'''
* The [[mw:Wikimedia Hackathon 2022|Wikimedia Hackathon 2022]] will take place as a hybrid event on 20-22 May 2022. The Hackathon will be held online and there are grants available to support local in-person meetups around the world. Grants can be requested until 20 March.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/11|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W11"/>
</div>
14. mars 2022 kl. 22:08 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=22993074 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/12|Tech News: 2022-12]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W12"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/12|Translations]] are available.
'''New code release schedule for this week'''
* There will be four MediaWiki releases this week, instead of just one. This is an experiment which should lead to fewer problems and to faster feature updates. The releases will be on all wikis, at different times, on Monday, Tuesday, and Wednesday. You can [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Release Engineering Team/Trainsperiment week|read more about this project]].
'''Recent changes'''
* You can now set how many search results to show by default in [[Special:Preferences#mw-prefsection-searchoptions|your Preferences]]. This was the 12th most popular wish in the [[m:Special:MyLanguage/Community Wishlist Survey 2022/Results|Community Wishlist Survey 2022]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T215716]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] The Jupyter notebooks tool [[wikitech:PAWS|PAWS]] has been updated to a new interface. [https://phabricator.wikimedia.org/T295043]
'''Future changes'''
* Interactive maps via [[mw:Special:MyLanguage/Help:Extension:Kartographer|Kartographer]] will soon work on wikis using the [[mw:Special:MyLanguage/Extension:FlaggedRevs|FlaggedRevisions]] extension. [https://wikimedia.sslsurvey.de/Kartographer-Workflows-EN/ Please tell us] which improvements you want to see in Kartographer. You can take this survey in simple English. [https://meta.wikimedia.org/wiki/WMDE_Technical_Wishes/Geoinformation]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/12|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W12"/>
</div>
21. mars 2022 kl. 16:01 (UTC)
<!-- Message sent by User:Trizek (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23034693 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/13|Tech News: 2022-13]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W13"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/13|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* There is a simple new Wikimedia Commons upload tool available for macOS users, [[c:Commons:Sunflower|Sunflower]].
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.5|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-03-29|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-03-30|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-03-31|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* Some wikis will be in read-only for a few minutes because of regular database maintenance. It will be performed on {{#time:j xg|2022-03-29|en}} at 7:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s3.dblist targeted wikis]) and on {{#time:j xg|2022-03-31|en}} at 7:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s5.dblist targeted wikis]). [https://phabricator.wikimedia.org/T301850][https://phabricator.wikimedia.org/T303798]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/13|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W13"/>
</div>
28. mars 2022 kl. 19:55 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23073711 -->
== [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/14|Tech News: 2022-14]] ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W14"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/14|Translations]] are available.
'''Problems'''
* For a few days last week, edits that were suggested to newcomers were not tagged in the [[{{#special:recentchanges}}]] feed. This bug has been fixed. [https://phabricator.wikimedia.org/T304747]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.6|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-04-05|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-04-06|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-04-07|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-04-07|en}} at 7:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s4.dblist targeted wikis]).
'''Future changes'''
* Starting next week, Tech News' title will be translatable. When the newsletter is distributed, its title may not be <code dir=ltr>Tech News: 2022-14</code> anymore. It may affect some filters that have been set up by some communities. [https://phabricator.wikimedia.org/T302920]
* Over the next few months, the "[[mw:Special:MyLanguage/Help:Growth/Tools/Add a link|Add a link]]" Growth feature [[phab:T304110|will become available to more Wikipedias]]. Each week, a few wikis will get the feature. You can test this tool at [[mw:Special:MyLanguage/Growth#deploymentstable|a few wikis where "Link recommendation" is already available]].
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/14|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W14"/>
</div>
4. apríl 2022 kl. 21:01 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23097604 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-15</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W15"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/15|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* There is a new public status page at <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[https://www.wikimediastatus.net/ www.wikimediastatus.net]</span>. This site shows five automated high-level metrics where you can see the overall health and performance of our wikis' technical environment. It also contains manually-written updates for widespread incidents, which are written as quickly as the engineers are able to do so while also fixing the actual problem. The site is separated from our production infrastructure and hosted by an external service, so that it can be accessed even if the wikis are briefly unavailable. You can [https://diff.wikimedia.org/2022/03/31/announcing-www-wikimediastatus-net/ read more about this project].
* On Wiktionary wikis, the software to play videos and audio files on pages has now changed. The old player has been removed. Some audio players will become wider after this change. [[mw:Special:MyLanguage/Extension:TimedMediaHandler/VideoJS_Player|The new player]] has been a beta feature for over four years. [https://phabricator.wikimedia.org/T100106][https://phabricator.wikimedia.org/T248418]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.7|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-04-12|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-04-13|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-04-14|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/15|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W15"/>
</div>
11. apríl 2022 kl. 19:44 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23124108 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-16</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W16"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/16|Translations]] are available.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.8|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-04-19|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-04-20|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-04-21|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-04-19|en}} at 07:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s7.dblist targeted wikis]) and on {{#time:j xg|2022-04-21|en}} at 7:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s8.dblist targeted wikis]).
* Administrators will now have [[m:Community Wishlist Survey 2021/(Un)delete associated talk page|the option to delete/undelete the associated "Talk" page]] when they are deleting a given page. An API endpoint with this option is also available. This concludes the [[m:Community Wishlist Survey 2021/Admins and patrollers/(Un)delete associated talk page|11th wish of the 2021 Community Wishlist Survey]].
* On [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop_Improvements#test-wikis|selected wikis]], 50% of logged-in users will see the new [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Features/Table of contents|table of contents]]. When scrolling up and down the page, the table of contents will stay in the same place on the screen. This is part of the [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements|Desktop Improvements]] project. [https://phabricator.wikimedia.org/T304169]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Message boxes produced by MediaWiki code will no longer have these CSS classes: <code dir=ltr>successbox</code>, <code dir=ltr>errorbox</code>, <code dir=ltr>warningbox</code>. The styles for those classes and <code dir=ltr>messagebox</code> will be removed from MediaWiki core. This only affects wikis that use these classes in wikitext, or change their appearance within site-wide CSS. Please review any local usage and definitions for these classes you may have. This was previously announced in the [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/09|28 February issue of Tech News]].
'''Future changes'''
* [[mw:Special:MyLanguage/Extension:Kartographer|Kartographer]] will become compatible with [[mw:Special:MyLanguage/Extension:FlaggedRevs|FlaggedRevisions page stabilization]]. Kartographer maps will also work on pages with [[mw:Special:MyLanguage/Help:Pending changes|pending changes]]. [https://meta.wikimedia.org/wiki/WMDE_Technical_Wishes/Geoinformation#Project_descriptions] The Kartographer documentation has been thoroughly updated. [https://www.mediawiki.org/wiki/Special:MyLanguage/Help:Extension:Kartographer/Getting_started] [https://www.mediawiki.org/wiki/Special:MyLanguage/Help:VisualEditor/Maps] [https://www.mediawiki.org/wiki/Special:MyLanguage/Help:Extension:Kartographer]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/16|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W16"/>
</div>
18. apríl 2022 kl. 23:12 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23167004 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-17</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W17"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/17|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* On [https://noc.wikimedia.org/conf/dblists/group1.dblist many wikis] (group 1), the software to play videos and audio files on pages has now changed. The old player has been removed. Some audio players will become wider after this change. [[mw:Special:MyLanguage/Extension:TimedMediaHandler/VideoJS_Player|The new player]] has been a beta feature for over four years. [https://phabricator.wikimedia.org/T100106][https://phabricator.wikimedia.org/T248418]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.9|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-04-26|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-04-27|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-04-28|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-04-26|en}} at 07:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s2.dblist targeted wikis]).
* Some very old browsers and operating systems are no longer supported. Some things on the wikis might look weird or not work in very old browsers like Internet Explorer 9 or 10, Android 4, or Firefox 38 or older. [https://phabricator.wikimedia.org/T306486]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/17|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W17"/>
</div>
25. apríl 2022 kl. 22:56 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23187115 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-18</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W18"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/18|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* On [https://noc.wikimedia.org/conf/dblists/group2.dblist all remaining wikis] (group 2), the software to play videos and audio files on pages has now changed. The old player has been removed. Some audio players will become wider after this change. [[mw:Special:MyLanguage/Extension:TimedMediaHandler/VideoJS_Player|The new player]] has been a beta feature for over four years. [https://phabricator.wikimedia.org/T100106][https://phabricator.wikimedia.org/T248418]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.10|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-05-03|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-05-04|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-05-05|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* The developers are working on talk pages in the [[mw:Wikimedia Apps/Team/iOS|Wikipedia app for iOS]]. You can [https://wikimedia.qualtrics.com/jfe/form/SV_9GBcHczQGLbQWTY give feedback]. You can take the survey in English, German, Hebrew or Chinese.
* [[m:WMDE_Technical_Wishes/VisualEditor_template_dialog_improvements#Status_and_next_steps|Most wikis]] will receive an [[m:WMDE_Technical_Wishes/VisualEditor_template_dialog_improvements|improved template dialog]] in VisualEditor and New Wikitext mode. [https://phabricator.wikimedia.org/T296759] [https://phabricator.wikimedia.org/T306967]
* If you use syntax highlighting while editing wikitext, you can soon activate a [[m:WMDE_Technical_Wishes/Improved_Color_Scheme_of_Syntax_Highlighting#Color-blind_mode|colorblind-friendly color scheme]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T306867]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Several CSS IDs related to MediaWiki interface messages will be removed. Technical editors should please [[phab:T304363|review the list of IDs and links to their existing uses]]. These include <code dir=ltr>#mw-anon-edit-warning</code>, <code dir=ltr>#mw-undelete-revision</code> and 3 others.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/18|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W18"/>
</div>
2. maí 2022 kl. 19:34 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23232924 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-19</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W19"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/19|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* You can now see categories in the [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Apps/Team/Android|Wikipedia app for Android]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T73966]
'''Problems'''
* Last week, there was a problem with Wikidata's search autocomplete. This has now been fixed. [https://phabricator.wikimedia.org/T307586]
* Last week, all wikis had slow access or no access for 20 minutes, for logged-in users and non-cached pages. This was caused by a problem with a database change. [https://phabricator.wikimedia.org/T307647]
'''Changes later this week'''
* There is no new MediaWiki version this week. [https://phabricator.wikimedia.org/T305217#7894966]
* [[m:WMDE Technical Wishes/Geoinformation#Current issues|Incompatibility issues]] with [[mw:Special:MyLanguage/Help:Extension:Kartographer|Kartographer]] and the [[mw:Special:MyLanguage/Help:Extension:FlaggedRevs|FlaggedRevs extension]] will be fixed: Deployment is planned for May 10 on all wikis. Kartographer will then be enabled on the [[phab:T307348|five wikis which have not yet enabled the extension]] on May 24.
* The [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements|Vector (2022)]] skin will be set as the default on several more wikis, including Arabic and Catalan Wikipedias. Logged-in users will be able to switch back to the old Vector (2010). See the [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates/2022-04 for the largest wikis|latest update]] about Vector (2022).
'''Future meetings'''
* The next [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates/Talk to Web|open meeting with the Web team]] about Vector (2022) will take place on 17 May. The following meetings are currently planned for: 7 June, 21 June, 5 July, 19 July.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/19|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W19"/>
</div>
9. maí 2022 kl. 15:23 (UTC)
<!-- Message sent by User:Trizek (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23256717 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-20</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W20"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/20|Translations]] are available.
'''Changes later this week'''
* Some wikis can soon use the [[mw:Special:MyLanguage/Help:Growth/Tools/Add a link|add a link]] feature. This will start on Wednesday. The wikis are {{int:project-localized-name-cawiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-hewiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-hiwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-kowiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-nowiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-ptwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-simplewiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-svwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-ukwiki/en}}. This is part of the [[phab:T304110|progressive deployment of this tool to more Wikipedias]]. The communities can [[mw:Special:MyLanguage/Growth/Community configuration|configure how this feature works locally]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T304542]
* The [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Hackathon 2022|Wikimedia Hackathon 2022]] will take place online on May 20–22. It will be in English. There are also local [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Hackathon 2022/Meetups|hackathon meetups]] in Germany, Ghana, Greece, India, Nigeria and the United States. Technically interested Wikimedians can work on software projects and learn new skills. You can also host a session or post a project you want to work on.
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.12|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-05-17|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-05-18|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-05-19|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* You can soon edit translatable pages in the visual editor. Translatable pages exist on for examples Meta and Commons. [https://diff.wikimedia.org/2022/05/12/mediawiki-1-38-brings-support-for-editing-translatable-pages-with-the-visual-editor/]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/20|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W20"/>
</div>
16. maí 2022 kl. 18:58 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23291515 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-21</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W21"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/21|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* Administrators using the mobile web interface can now access Special:Block directly from user pages. [https://phabricator.wikimedia.org/T307341]
* The <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[https://www.wiktionary.org/ www.wiktionary.org]</span> portal page now uses an automated update system. Other [[m:Project_portals|project portals]] will be updated over the next few months. [https://phabricator.wikimedia.org/T304629]
'''Problems'''
* The Growth team maintains a mentorship program for newcomers. Previously, newcomers weren't able to opt out from the program. Starting May 19, 2022, newcomers are able to fully opt out from Growth mentorship, in case they do not wish to have any mentor at all. [https://phabricator.wikimedia.org/T287915]
* Some editors cannot access the content translation tool if they load it by clicking from the contributions menu. This problem is being worked on. It should still work properly if accessed directly via Special:ContentTranslation. [https://phabricator.wikimedia.org/T308802]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.13|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-05-24|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-05-25|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-05-26|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Gadget and user scripts developers are invited to give feedback on a [[mw:User:Jdlrobson/Extension:Gadget/Policy|proposed technical policy]] aiming to improve support from MediaWiki developers. [https://phabricator.wikimedia.org/T308686]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/21|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W21"/>
</div>
24. maí 2022 kl. 00:21 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23317250 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-22</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W22"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/22|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] In the [[mw:Special:MyLanguage/Extension:AbuseFilter|AbuseFilter]] extension, an <code dir=ltr>ip_in_ranges()</code> function has been introduced to check if an IP is in any of the ranges. Wikis are advised to combine multiple <code dir=ltr>ip_in_range()</code> expressions joined by <code>|</code> into a single expression for better performance. You can use the search function on [[Special:AbuseFilter|Special:AbuseFilter]] to locate its usage. [https://phabricator.wikimedia.org/T305017]
* The [[m:Special:MyLanguage/IP Editing: Privacy Enhancement and Abuse Mitigation/IP Info feature|IP Info feature]] which helps abuse fighters access information about IPs, [[m:Special:MyLanguage/IP Editing: Privacy Enhancement and Abuse Mitigation/IP Info feature#May 24, 2022|has been deployed]] to all wikis as a beta feature. This comes after weeks of beta testing on test.wikipedia.org.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.14|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-05-31|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-06-01|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-06-02|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-05-31|en}} at 07:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s5.dblist targeted wikis]).
* The [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools#New topic tool|New Topic Tool]] will be deployed for all editors at most wikis soon. You will be able to opt out from within the tool and in [[Special:Preferences#mw-prefsection-editing-discussion|Preferences]]. [https://www.mediawiki.org/wiki/Special:MyLanguage/Talk_pages_project/New_discussion][https://phabricator.wikimedia.org/T287804]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|Advanced item]] The [[:mw:Special:ApiHelp/query+usercontribs|list=usercontribs API]] will support fetching contributions from an [[mw:Special:MyLanguage/Help:Range blocks#Non-technical explanation|IP range]] soon. API users can set the <code>uciprange</code> parameter to get contributions from any IP range within [[:mw:Manual:$wgRangeContributionsCIDRLimit|the limit]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T177150]
* A new parser function will be introduced: <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code><nowiki>{{=}}</nowiki></code></bdi>. It will replace existing templates named "=". It will insert an [[w:en:Equals sign|equal sign]]. This can be used to escape the equal sign in the parameter values of templates. [https://phabricator.wikimedia.org/T91154]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/22|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W22"/>
</div>
30. maí 2022 kl. 20:29 (UTC)
<!-- Message sent by User:Trizek (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23340178 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-23</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W23"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/23|Translations]] are available.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.15|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-06-07|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-06-08|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-06-09|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] A new <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>str_replace_regexp()</code></bdi> function can be used in [[Special:AbuseFilter|abuse filters]] to replace parts of text using a [[w:en:Regular expression|regular expression]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T285468]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/23|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W23"/>
</div>
7. júní 2022 kl. 02:46 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23366979 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-24</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W24"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/24|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* All wikis can now use [[mw:Special:MyLanguage/Extension:Kartographer|Kartographer]] maps. Kartographer maps now also work on pages with [[mw:Special:MyLanguage/Help:Pending changes|pending changes]]. [https://meta.wikimedia.org/wiki/WMDE_Technical_Wishes/Geoinformation#Project_descriptions][https://phabricator.wikimedia.org/T307348]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.16|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-06-14|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-06-15|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-06-16|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-06-14|en}} at 06:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s6.dblist targeted wikis]). [https://phabricator.wikimedia.org/T300471]
* Starting on Wednesday, a new set of Wikipedias will get "[[mw:Special:MyLanguage/Help:Growth/Tools/Add a link|Add a link]]" ({{int:project-localized-name-abwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-acewiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-adywiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-afwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-akwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-alswiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-amwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-anwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-angwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-arcwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-arzwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-astwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-atjwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-avwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-aywiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-azwiki/en}}{{int:comma-separator/en}}{{int:project-localized-name-azbwiki/en}}). This is part of the [[phab:T304110|progressive deployment of this tool to more Wikipedias]]. The communities can [[mw:Special:MyLanguage/Growth/Community configuration|configure how this feature works locally]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T304548]
* The [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools#New topic tool|New Topic Tool]] will be deployed for all editors at Commons, Wikidata, and some other wikis soon. You will be able to opt out from within the tool and in [[Special:Preferences#mw-prefsection-editing-discussion|Preferences]]. [https://www.mediawiki.org/wiki/Special:MyLanguage/Talk_pages_project/New_discussion][https://phabricator.wikimedia.org/T287804]
'''Future meetings'''
* The next [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates/Talk to Web|open meeting with the Web team]] about Vector (2022) will take place today (13 June). The following meetings will take place on: 28 June, 12 July, 26 July.
'''Future changes'''
* By the end of July, the [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements|Vector 2022]] skin should be ready to become the default across all wikis. Discussions on how to adjust it to the communities' needs will begin in the next weeks. It will always be possible to revert to the previous version on an individual basis. [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates/2022-04 for the largest wikis|Learn more]].
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/24|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W24"/>
</div>
13. júní 2022 kl. 16:59 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23389956 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-25</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W25"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/25|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* The [[mw:Special:MyLanguage/Wikimedia Apps/Team/Android|Wikipedia App for Android]] now has an option for editing the whole page at once, located in the overflow menu (three-dots menu [[File:Ic more vert 36px.svg|15px|link=|alt=]]). [https://phabricator.wikimedia.org/T103622]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Some recent database changes may affect queries using the [[m:Research:Quarry|Quarry tool]]. Queries for <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>site_stats</code></bdi> at English Wikipedia, Commons, and Wikidata will need to be updated. [[phab:T306589|Read more]].
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] A new <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>user_global_editcount</code></bdi> variable can be used in [[Special:AbuseFilter|abuse filters]] to avoid affecting globally active users. [https://phabricator.wikimedia.org/T130439]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.17|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-06-21|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-06-22|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-06-23|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* Users of non-responsive skins (e.g. MonoBook or Vector) on mobile devices may notice a slight change in the default zoom level. This is intended to optimize zooming and ensure all interface elements are present on the page (for example the table of contents on Vector 2022). In the unlikely event this causes any problems with how you use the site, we'd love to understand better, please ping <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[[m:User:Jon (WMF)|Jon (WMF)]]</span> to any on-wiki conversations. [https://phabricator.wikimedia.org/T306910]
'''Future changes'''
* The Beta Feature for [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools|DiscussionTools]] will be updated throughout July. Discussions will look different. You can see [[mw:Special:MyLanguage/Talk pages project/Usability/Prototype|some of the proposed changes]].
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] Parsoid's HTML output will soon stop annotating file links with different <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>typeof</code></bdi> attribute values, and instead use <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>mw:File</code></bdi> for all types. Tool authors should adjust any code that expects: <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>mw:Image</code></bdi>, <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>mw:Audio</code></bdi>, or <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>mw:Video</code></bdi>. [https://phabricator.wikimedia.org/T273505]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/25|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W25"/>
</div>
20. júní 2022 kl. 20:18 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23425855 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-26</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W26"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/26|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Enterprise|Wikimedia Enterprise]] API service now has self-service accounts with free on-demand requests and monthly snapshots ([https://enterprise.wikimedia.com/docs/ API documentation]). Community access [[m:Special:MyLanguage/Wikimedia Enterprise/FAQ#community-access|via database dumps & Wikimedia Cloud Services]] continues.
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] [[d:Special:MyLanguage/Wikidata:Wiktionary#lua|All Wikimedia wikis can now use Wikidata Lexemes in Lua]] after creating local modules and templates. Discussions are welcome [[d:Wikidata_talk:Lexicographical_data#You_can_now_reuse_Wikidata_Lexemes_on_all_wikis|on the project talk page]].
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.18|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-06-28|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-06-29|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-06-30|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-06-28|en}} at 06:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s7.dblist targeted wikis]). [https://phabricator.wikimedia.org/T311033]
* Some global and cross-wiki services will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-06-30|en}} at 06:00 UTC. This will impact ContentTranslation, Echo, StructuredDiscussions, Growth experiments and a few more services. [https://phabricator.wikimedia.org/T300472]
* Users will be able to sort columns within sortable tables in the mobile skin. [https://phabricator.wikimedia.org/T233340]
'''Future meetings'''
* The next [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates/Talk to Web|open meeting with the Web team]] about Vector (2022) will take place tomorrow (28 June). The following meetings will take place on 12 July and 26 July.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/26|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W26"/>
</div>
27. júní 2022 kl. 20:03 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23453785 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-27</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W27"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/27|Translations]] are available.
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.19|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-07-05|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-07-06|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-07-07|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-07-05|en}} at 07:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s6.dblist targeted wikis]) and on {{#time:j xg|2022-07-07|en}} at 7:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s4.dblist targeted wikis]).
* The Beta Feature for [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools|DiscussionTools]] will be updated throughout July. Discussions will look different. You can see [[mw:Special:MyLanguage/Talk pages project/Usability/Prototype|some of the proposed changes]].
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=| Advanced item]] This change only affects pages in the main namespace in Wikisource. The Javascript config variable <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>proofreadpage_source_href</code></bdi> will be removed from <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>[[mw:Special:MyLanguage/Manual:Interface/JavaScript#mw.config|mw.config]]</code></bdi> and be replaced with the variable <bdi lang="zxx" dir="ltr"><code>prpSourceIndexPage</code></bdi>. [https://phabricator.wikimedia.org/T309490]
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/27|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W27"/>
</div>
4. júlí 2022 kl. 19:32 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23466250 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-28</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W28"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/28|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* In the [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements|Vector 2022 skin]], the page title is now displayed above the tabs such as Discussion, Read, Edit, View history, or More. [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates#Page title/tabs switch|Learn more]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T303549]
* [[File:Octicons-tools.svg|15px|link=|alt=|Advanced item]] It is now possible to easily view most of the configuration settings that apply to just one wiki, and to compare settings between two wikis if those settings are different. For example: [https://noc.wikimedia.org/wiki.php?wiki=jawiktionary Japanese Wiktionary settings], or [https://noc.wikimedia.org/wiki.php?wiki=eswiki&compare=eowiki settings that are different between the Spanish and Esperanto Wikipedias]. Local communities may want to [[m:Special:MyLanguage/Requesting_wiki_configuration_changes|discuss and propose changes]] to their local settings. Details about each of the named settings can be found by [[mw:Special:Search|searching MediaWiki.org]]. [https://phabricator.wikimedia.org/T308932]
*The Anti-Harassment Tools team [[m:Special:MyLanguage/IP Editing: Privacy Enhancement and Abuse Mitigation/IP Info feature#May|recently deployed]] the IP Info Feature as a [[Special:Preferences#mw-prefsection-betafeatures|Beta Feature at all wikis]]. This feature allows abuse fighters to access information about IP addresses. Please check our update on [[m:Special:MyLanguage/IP Editing: Privacy Enhancement and Abuse Mitigation/IP Info feature#April|how to find and use the tool]]. Please share your feedback using a link you will be given within the tool itself.
'''Changes later this week'''
* There is no new MediaWiki version this week.
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] Some wikis will be in read-only for a few minutes because of a switch of their main database. It will be performed on {{#time:j xg|2022-07-12|en}} at 07:00 UTC ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s3.dblist targeted wikis]).
'''Future changes'''
* The Beta Feature for [[mw:Special:MyLanguage/Help:DiscussionTools|DiscussionTools]] will be updated throughout July. Discussions will look different. You can see [[mw:Special:MyLanguage/Talk pages project/Usability/Prototype|some of the proposed changes]].
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/28|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W28"/>
</div>
11. júlí 2022 kl. 19:25 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23502519 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-29</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W29"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/29|Translations]] are available.
'''Problems'''
* The feature on mobile web for [[mw:Special:MyLanguage/Extension:NearbyPages|Nearby Pages]] was missing last week. It will be fixed this week. [https://phabricator.wikimedia.org/T312864]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.21|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-07-19|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-07-20|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-07-21|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
'''Future changes'''
* The [[mw:Technical_decision_making/Forum|Technical Decision Forum]] is seeking [[mw:Technical_decision_making/Community_representation|community representatives]]. You can apply on wiki or by emailing <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">TDFSupport@wikimedia.org</span> before 12 August.
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/29|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W29"/>
</div>
18. júlí 2022 kl. 23:00 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23517957 -->
== <span lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">Tech News: 2022-30</span> ==
<div lang="en" dir="ltr" class="mw-content-ltr">
<section begin="technews-2022-W30"/><div class="plainlinks">
Latest '''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|tech news]]''' from the Wikimedia technical community. Please tell other users about these changes. Not all changes will affect you. [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/30|Translations]] are available.
'''Recent changes'''
* The <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[https://www.wikibooks.org/ www.wikibooks.org]</span> and <span class="mw-content-ltr" lang="en" dir="ltr">[https://www.wikiquote.org/ www.wikiquote.org]</span> portal pages now use an automated update system. Other [[m:Project_portals|project portals]] will be updated over the next few months. [https://phabricator.wikimedia.org/T273179]
'''Problems'''
* Last week, some wikis were in read-only mode for a few minutes because of an emergency switch of their main database ([https://noc.wikimedia.org/conf/highlight.php?file=dblists/s7.dblist targeted wikis]). [https://phabricator.wikimedia.org/T313383]
'''Changes later this week'''
* [[File:Octicons-sync.svg|12px|link=|alt=|Recurrent item]] The [[mw:MediaWiki 1.39/wmf.22|new version]] of MediaWiki will be on test wikis and MediaWiki.org from {{#time:j xg|2022-07-26|en}}. It will be on non-Wikipedia wikis and some Wikipedias from {{#time:j xg|2022-07-27|en}}. It will be on all wikis from {{#time:j xg|2022-07-28|en}} ([[mw:MediaWiki 1.39/Roadmap|calendar]]).
* The external link icon will change slightly in the skins Vector legacy and Vector 2022. The new icon uses simpler shapes to be more recognizable on low-fidelity screens. [https://phabricator.wikimedia.org/T261391]
* Administrators will now see buttons on user pages for "{{int:changeblockip}}" and "{{int:unblockip}}" instead of just "{{int:blockip}}" if the user is already blocked. [https://phabricator.wikimedia.org/T308570]
'''Future meetings'''
* The next [[mw:Special:MyLanguage/Reading/Web/Desktop Improvements/Updates/Talk to Web|open meeting with the Web team]] about Vector (2022) will take place tomorrow (26 July).
'''''[[m:Special:MyLanguage/Tech/News|Tech news]]''' prepared by [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/Writers|Tech News writers]] and posted by [[m:Special:MyLanguage/User:MediaWiki message delivery|bot]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News#contribute|Contribute]] • [[m:Special:MyLanguage/Tech/News/2022/30|Translate]] • [[m:Tech|Get help]] • [[m:Talk:Tech/News|Give feedback]] • [[m:Global message delivery/Targets/Tech ambassadors|Subscribe or unsubscribe]].''
</div><section end="technews-2022-W30"/>
</div>
25. júlí 2022 kl. 19:27 (UTC)
<!-- Message sent by User:Quiddity (WMF)@metawiki using the list at https://meta.wikimedia.org/w/index.php?title=Global_message_delivery/Targets/Tech_ambassadors&oldid=23545370 -->
pk05o5i7o5bkhyvrwrfopzapgdh18s2
WWE
0
167280
1761873
1754682
2022-07-25T13:29:19Z
Óskadddddd
83612
wikitext
text/x-wiki
{{fyrirtæki|nafn=WWE |merki=[[Mynd:WWE Logo.svg|260px|alt=WWE merkið|WWE merkið]]|gerð=Afþreyingarfyrirtæki|starfsemi=Atvinnuglímufyrirtæki|staðsetning=Stamford, Connecticut, [[Bandaríkin]]|stofnað=[[7. janúar]] [[1953]]|vefur=[https://www.wwe.com/ Opinber vefsíða]}}
'''World Wrestling Entertainment, Inc.''' (Skammstafað sem '''WWE''') er bandarískt [[atvinnuglímufyrirtæki]] og [[afþreyingarfyrirtæki]]. WWE hefur einnig tekið þátt í öðrum sviðum, þar á meðal [[Kvikmynd|kvikmyndum]], [[Amerískur fótbolti|amerískum fótbolta]] og fleira. Fyrirtækið tekur að auki þátt í að veita fyrirtækjum leyfi fyrir [[Hugverk|hugverkum]] sínum til að framleiða tölvuleiki og ofurhetjukallar. Fyrirtækið var stofnað þann [[7. janúar]] [[1953]] sem ''Capitol Wrestling Corporation''. Það er stærsta [[atvinnuglímufyrirtæki]] í heimi með starfsfólki sínu skipt í tvo aðalferðahópa og tvo þroskahópa. WWE er í boði fyrir 1 milljarð heimila um allan heim á 30 tungumálum.<ref>{{Cite web|url=https://corporate.wwe.com/who-we-are/company-overview|title=Company Overview|website=corporate.wwe.com|language=en|access-date=2022-04-25}}</ref> Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru staðsettar í [[Stamford, Connecticut]] með skrifstofur í [[New York-borg|New York]], [[Los Angeles]], [[Mexíkóborg]], [[Mumbai]], [[Sjanghæ]], [[Singapúr]], [[Dúbaí]] og [[München]].<ref>{{Cite web|url=https://web.archive.org/web/20090204105301/http://corporate.wwe.com/company/contacts.jsp|title=WWE Corporate|date=2009-02-04|website=web.archive.org|access-date=2022-04-04}}</ref>
== Saga fyrirtækisins ==
[[Mynd:Vince McMahon 2.jpg|thumb|left|Mynd af [[Vincent J. McMahon]] (2006)|251x251px|alt=Mynd af Vince McMahon (2006)]]
Ekki er vitað hver stofnandinn var, sumar heimildir segja að það hafi verið [[Vincent J. McMahon]]<ref>{{Bókaheimild|titill=Capitol Revolution: The Rise of the McMahon Wrestling Empire|url=https://www.amazon.de/dp/1770411240}}</ref> á meðan aðrar heimildir segja að faðir hans McMahon, [[Jess McMahon]],<ref>{{Cite web|url=https://www.wwe.com/superstars/vincemcmahon|title=Vincent J. McMahon|website=WWE|language=en|access-date=2022-04-05}}</ref> hafi verið stofnandi Capitol Wrestling Corporation. Fyrirtækið gekk síðar til liðs í [[National Wrestling Alliance]] (Skammstafað sem NWA) og hinn frægi New York verkefnisstjóri [[Toots Mondt]] gekk fljótlega til liðs við fyrirtækið. Vincent J. McMahon og Toots Mondt voru mjög farsælir og stjórnuðu fljótlega um það bil 70% af bókunarvaldi NWA''.'' Árið 1963 lentu McMahon og Mondt í rifrildi við NWA vegna þess að ''Buddy Rogers'' var bókaður til að halda ''NWA World Heavyweight Championship''. ''World Wide Wrestling Federation'' var endurnefnt í [[World Wrestling Federation]] (Skammstafað sem WWF) árið 1979.
Sonur Vincent J. McMahon, [[Vincent K. McMahon]], og eiginkona hans Linda, stofnuðu ''Titan Sports, Inc.'' árið 1980 í South Yarmouth, Massachusetts og notuðu vörumerki fyrir upphafsstafina „WWF“.<ref>{{Cite web|url=https://www.leagle.com/decision/19882005690fsupp131511786|title=TITAN SPORTS, INC. v. COM {{!}} 690 F.Supp. 1315 (1988) {{!}} pp131511786 {{!}} Leagle.com|website=Leagle|language=en|access-date=2022-04-06}}</ref>
Árið 1982 keypti McMahon ''Capitol Sports'' móðurfyrirtæki WWF af föður sínum.<ref>{{Cite web|url=https://www.britannica.com/biography/Vince-McMahon|title=Vince McMahon {{!}} Biography, WWE, Wrestling, & Facts {{!}} Britannica|website=www.britannica.com|language=en|access-date=2022-04-07}}</ref> Þegar McMahon tók við fyrirtækinu vann hann strax að því að fá WWF í sjónvarpi um öll Bandaríkin. Þetta vakti reiði annarra forvígismanna og truflaði rótgróin mörk mismunandi [[glímufyrirtæki]] Að auki notaði fyrirtækið tekjur af auglýsingum, sjónvarpssamningum og segulbandssölu til að tryggja hæfileika frá samkeppnisaðilum.
''Capitol Sports'' stjórnaði þegar mestu norðaustursvæðinu, en McMahon vildi að WWF væri [[landsglímufyrirtæki]], eitthvað sem NWA samþykkti ekki. Skömmu síðar yfirgaf hann fyrirtæki sitt frá NWA, líkt og [[American Wresting Alliance]], sem stjórnaði Norður-Miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Til að verða landsfyrirtæki þurfti WWF að vera stærra en nokkurt NWA fyrirtæki sem til var.
[[Mynd:WWE Corporate HQ, Stamford, CT, jjron 02.05.2012.jpg|alt=Höfuðstöðvar WWE|thumb|Höfuðstöðvar WWE árið 2012]]
== Tilvísanir ==
{{reflist}}
{{stubbur|fyrirtæki|Bandaríkin}}
[[Flokkur:Bandarísk fjölmiðlafyrirtæki]]
[[Flokkur:Fyrirtæki í kauphöllinni í New York]]
[[Flokkur:Stofnað 1953]]
[[Flokkur:Bandarísk atvinnuglímufyrirtæki]]
[[Flokkur:Bandarísk afþreyingarfyrirtæki]]
5dykn18i9dg168e5wz8nt08ohri84gm
Kristbjörn Albertsson
0
168583
1761935
1761426
2022-07-26T10:02:37Z
Alvaldi
71791
Heimild
wikitext
text/x-wiki
'''Kristbjörn Albertsson''' (8. ágúst 1944 – 18. júlí 2022) var íslenskur körfuknattleiksmaður, þjálfari, dómari og stjórnarmaður. Hann dæmdi bæði í körfuknattleik og fótbolta og varð fyrsti alþjóðadómari Íslands í körfuknattleik árið 1973.<ref>{{cite news |title=Fyrsti íslenski alþjóðadómarinn í körfuknattleik |url=https://timarit.is/page/5183457|accessdate=21. júlí 2017 |work=[[Faxi]]|date=1. janúar 1975|language=Icelandic}}</ref> Fimm sinnum var hann valinn dómari ársins hjá KKÍ.<ref>{{cite web |title=Besti dómarinn í úrvalsdeild karla |url=https://www.kki.is/sagan/vidurkenningar-og-verdlaun/besti-domarinn/ |accessdate=21. júlí 2017 |work=[[Körfuknattleikssamband Íslands]] }}</ref> Kristbjörn varð formaður [[Körfuknattleikssamband Íslands|Körfuknattleikssambands Íslands]] í stuttan tíma árið 1980 eftir að Stefán Ingólfsson sagði af sér<ref>{{cite news |title=Formaður KKÍ segir af sér |url=https://timarit.is/page/1524445 |accessdate=21. júlí 2017 |work=[[Morgunblaðið]]|date=14. mars 1980 }}</ref> og svo aftur tímabilið 1981<ref>{{cite news |title=Kristbjörn var kosinn |url=https://timarit.is/page/3513188 |accessdate=21. júlí 2017 |work=[[Vísir]]|date=4. maí 1981 }}</ref> til 1982.<ref>{{cite news |author1=Atli Arason |author2=Valur Páll Eiríksson |title=Kristbjörn Albertsson er látinn |url=https://www.visir.is/g/20222290485d/kristbjorn-albertsson-er-latinn |accessdate=26. júlí 2022 |work=[[Vísir]]|date=26. júlí 2022 }}</ref>
==Viðurkenningar==
*Körfuknattleiksdómari ársins (5): 1976, 1979, 1980, 1986, 1987
==Heimildir==
{{reflist}}
{{f|1944}}
{{d|2022}}
[[Flokkur:Íslenskir körfuknattleiksmenn]]
[[Flokkur:Íslenskir körfuknattleiksþjálfarar]]
[[Flokkur:Leikmenn Úrvalsdeildar karla í körfuknattleik]]
pts45uqi09i004nmvg3tjq4izlje96b
Droupadi Murmu
0
168602
1761906
1761674
2022-07-26T00:14:51Z
TKSnaevarr
53243
wikitext
text/x-wiki
{{Forseti
| nafn = Droupadi Murmu
| mynd = Droupadi Murmu official portrait.jpg
| myndatexti1 = {{small|Droupadi Murmu árið 2022.}}
| titill = Forseti Indlands
| stjórnartíð_start = [[25. júlí]] [[2022]]
| vara_forseti = [[Venkaiah Naidu]]
| forveri = [[Ram Nath Kovind]]
| forsætisráðherra = [[Narendra Modi]]
| fæddur = {{fæðingardagur og aldur|1958|6|20}}
| fæðingarstaður = [[Uparbeda Mayurbhanj]], [[Orissa]], [[Indland]]i
| stjórnmálaflokkur = [[Bharatiya Janata-flokkurinn]]
| háskóli = Rama Devi-kvennaháskólinn
| maki = Shyam Chandra Murmu (g. 1976; d. 2014)
| börn = 3 (2 látin)
}}
'''Droupadi Murmu''' (f. 20. júní 1958) er [[Indland|indversk]] stjórnmálakona sem er núverandi [[forseti Indlands]]. Hún er meðlimur í [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokknum]].<ref name=":02">{{Cite web |title=Droupadi Murmu, Former Jharkhand Governor, Is BJP's Choice For President |url=https://www.ndtv.com/india-news/draupadi-murmu-former-jharkhand-governor-is-bjps-choice-for-president-3088291 |access-date=2022-06-21 |website=NDTV.com}}</ref> Hún er fyrsta manneskjan úr ættbálkasamfélagi Indlands sem nær kjöri til embættis forseta landins. Murmu var áður fylkisstjóri [[Jharkhand]] frá 2015 til 2021 og gegndi ýmsum embættum í ríkisstjórn [[Odisha]] frá 2000 til 2004.<ref name=MSNfirst>{{Cite web |title=Droupadi Murmu: India's Youngest President and First to be Born After Independence |url=https://www.msn.com/en-in/news/politics/droupadi-murmu-india-e2-80-99s-youngest-president-and-first-to-be-born-after-independence/ar-AAZPApk |access-date=2022-07-21 |website=MSN |language=en-IN}}</ref>
Áður en Murmu hóf feril í stjórnmálum var hún aðstoðarmaður í áveitu- og orkudeild ríkisins frá 1979 til 1983 og vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-menntunarmiðstöðina í Rairangpur til ársins 1997. Murmu var kjörin forseti Indlands í júlí árið 2022. Hún verður fyrsti forseti landsins sem fæddist eftir sjálfstæði Indlands, fyrsti forsetinn úr ættbálkasamfélaginu og annar kvenforseti landsins.<ref name=MSNfirst/>
==Einkahagir==
Droupadi Murmu er komin af fjölskyldu úr [[Santal]]-þjóðflokknum og fæddist þann 20. júní 1958 í [[Rairangpur]] í [[Uparbeda Mayurbhanj|Mayurbhanj-sýslunni]] í [[Odisha]].<ref>{{cite web |date=15 June 2017 |title=Droupadi Murmu may soon be the President of India: Know all about her |url=https://www.indiatoday.in/education-today/gk-current-affairs/story/draupadi-murmu-president-of-india-982961-2017-06-15 |access-date=20 July 2022 |website=India Today |place=New Delhi}}</ref> Faðir hennar og afi voru hefðbundnir leiðtogar í þorpsráðinu. Murmu er útskrifuð úr listnámi við Rama Devi-kvennaháskólann.<ref name="Express Profile">{{cite news |title=The Sunday Profile {{!}} Droupadi Murmu: Raisina Calling |url=https://indianexpress.com/article/political-pulse/the-sunday-profile-droupadi-murmu-raisina-calling-8033868/ |access-date=22 July 2022 |work=The Indian Express |date=22 July 2022 |language=en}}</ref>
Murmu giftist bankamanninum Shyam Charan Murmu, sem lést árið 2014. Hjónin eignuðust tvo syni sem létust báðir á undan Murmu, og dótturina Itishri Murmu. Á sjö ára tímabili, frá 2009 til 2015, missti Murmu eiginmann sinn, tvo syni, móður sína og bróður.<ref>{{Cite web |date=2017-06-13 |title=Who is Droupadi Murmu? |url=https://indianexpress.com/article/india/who-is-draupdi-murmu-next-president-narendra-modi-pranab-mukherjee-4701597/ |access-date=2022-06-22 |website=The Indian Express |language=en}}</ref><ref>{{cite web | url=https://www.ndtv.com/india-news/droupadi-murmu-once-a-councillor-and-now-indias-president-elect-3181204 | title=Droupadi Murmu is India's Youngest, First Tribal President }}</ref> Hún er meðlimur í andlegu hreyfingunni [[Brahma Kumaris]].<ref>{{cite news |title=How Droupadi Murmu dealt with personal tragedies |website=TheWeek |url=https://www.theweek.in/theweek/cover/2022/06/24/how-droupadi-murmu-dealt-with-personal-tragedies.html}}</ref>
==Starfsferill==
Droupadi Murmu vann sem varaaðstoðarmaður í áveitustofnun fylkisstjórnar [[Odisha]] frá 1979 til 1983. Hún vann síðan sem kennari við Sri Aurobindo-grunnmenntunarmiðstöðina í [[Rairangpur]] og kenndi þar [[hindí]], [[oríja]], [[stærðfræði]] og [[landafræði]].<ref name="Profile Hindu">{{cite news |title=Profile:The importance of being Droupadi Murmu |website=The Hindu |url=https://www.thehindu.com/news/national/profile-the-importance-of-being-draupadi-murmu/article65550479.ece}}</ref><ref name="Express Profile" />
== Stjórnmálaferill ==
Droupadi Murmu gekk í [[Bharatiya Janata-flokkurinn|Bharatiya Janata-flokkinn]] (BJP) í Rairangpur. Árið 1997 var hún kjörin sem fulltrúi í sveitarstjórn (''Nagar Panchayat'') Rairangpur.<ref name="Profile Hindu" /><ref name="Express Profile" />
Þegar BJP myndaði [[samsteypustjórn]] ásamt floknum [[Biju Janata Dal]] (BJD) í Odisha var Murmu gerð fylkisráðherra. Hún fór með stjórn verslunar- og samgöngumála frá 6. mars 2000 til 6. ágúst 2002 og útgerðar- og dýramála frá 6. ágúst 2002 til 16. maí 2004.<ref name="Express Profile" />
Árið 2009 tapaði Murmu kjöri á neðri deild indverska þingsins (''Lok Sabha'') í Mayurbhanj-kjördæminu þar sem flosnað hafði upp úr bandalagi BJD og BJP.<ref name="Express Profile" />
== Fylkisstjóri Jharkhand ==
[[File:The_Governor_of_Jharkhand,_Smt._Draupadi_Murmu_calling_on_the_Vice_President,_Shri_M._Venkaiah_Naidu,_in_New_Delhi_on_August_11,_2017.jpg|thumb|250x250px|Murmu ásamt [[M. Venkaiah Naidu]], varaforseta Indlands, í [[Nýja Delí|Nýju Delí]] árið 2017.]]
Murmu sór embættiseið sem fylkisstjóri [[Jharkhand]] þann 18. maí árið 2015 og varð þá fyrst kvenna til að gegna því embætti.<ref name="IBNlive 20152">{{cite web |date=18 May 2015 |title=Droupadi Murmu sworn in as first woman Governor of Jharkhand-I News – IBNLive Mobile |url=http://m.ibnlive.com/news/india/draupadi-murmu-sworn-in-as-first-woman-governor-of-jharkhand-993328.html |access-date=18 May 2015 |website=[[IBN Live]]}}</ref> Bharatiya Janata-flokkurinn fór með stjórn í Jharkhand mestallan þann tíma sem Murmu sat í fylkisstjóraembætti.<ref name="Telegraph Tribal">{{cite news |title=Tribal activists expect Droupadi Murmu to be assertive as President |url=https://www.telegraphindia.com/jharkhand/tribal-activists-expect-droupadi-murmu-to-be-assertive-as-president/cid/1871370 |access-date=21 July 2022 |work=www.telegraphindia.com |date=23 June 2022}}</ref>
[[Ratan Tirkey]], aðgerðasinni og fyrrum stjórnmálamaður í BJP, sagði um Murmu að hún hefði ekki gert nóg til að tryggja að réttur ættbálkasamfélaganna í Jharkand til sjálfsstjórnar væri virtur. Þessi réttindi eru lögfest samkvæmt fimmta áætlanadálki stjórnarskrár Indlands og löggjöf frá árinu 1996 sem útvíkkaði sjálfsstjórnarsvæði ættbálkanna. Tirkey sagði um Murmu: „Þrátt fyrir margar beiðnir beitti þáverandi fylkisstjóri aldrei valdi sínu til að framfylgja skilmálum fimmta áætlanadálksins og löggjafarinnar frá 1996, hvorki í orði kveðnu né samkvæmt efni þeirra.“<ref name="Telegraph Tribal" />
Sex ára kjörtímabil Murmu sem fylkisstjóra Jharkhand hófst í maí 2015 og lauk í júlí 2021.<ref name="Express Profile" />
==Forsetaframboð 2022==
Í júní árið 2022 útnefndi BJP Murmu sem frambjóðanda kosningabandalags þeirra, Þjóðarlýðræðisbandalagsins, til embættis forseta Indlands í forsetakosningum sem fóru fram næsta mánuð. [[Yashwant Sinha]] var útnefndur forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðuflokkanna.<ref name="first2">{{cite news |title=India: BJP backs tribal politician Draupadi Murmu for president against former ally {{!}} DW {{!}} 18.07.2022 |url=https://www.dw.com/en/india-bjp-backs-tribal-politician-draupadi-murmu-for-president-against-former-ally/a-62505626 |access-date=22 July 2022 |work=Deutsche Welle}}</ref> Murmu heimsótti ýmis fylki Indlands í kosningaherferð sinni til að vinna sér stuðning. Nokkrir stjórnarandstöðuflokkar, þar á meðal [[Biju Janata Dal|BJD]], [[Jharkhand Mukti Morcha|JMM]], [[Bahujan Samaj Party|BSP]], [[Shiv Sena|SS]] og fleiri lýstu yfir stuðning við framboð hennar áður en kosningarnar fóru fram.<ref>{{Cite web |date=2022-07-10 |title=Droupadi Murmu to visit Karnataka today, seek support for presidential polls |url=https://www.hindustantimes.com/india-news/droupadi-murmu-to-visit-karnataka-today-seek-support-for-presidential-polls-101657439666283.html |access-date=2022-07-19 |website=Hindustan Times |language=en}}</ref><ref>{{Cite web |date=2022-07-09 |title=Murmu to visit Kolkata today to seek support |url=https://indianexpress.com/article/cities/kolkata/murmu-to-visit-kolkata-today-to-seek-support-8018201/ |access-date=2022-07-19 |website=The Indian Express |language=en}}</ref> Þann 21. júlí 2022 tryggði Murmu sér skýran meirihluta í kosningunum og vann sigur gegn Yashwant Sinha með 676.803 kjörmannaatkvæðum (64,03% heildaratkvæðanna) í 21 af 28 fylkjum Indlands (þar á meðal alríkishéraðinu [[Puducherry]]). Hún var þannig kjörin fimmtándi forseti Indlands.<ref name="Results">{{cite news |title=Presidential Election 2022 Result Live Updates: Droupadi Murmu makes history, becomes India's first tribal woman President |url=https://indianexpress.com/article/india/presidential-election-2022-results-counting-votes-live-updates-yashwant-sinha-droupadi-murmu-8042430/ |access-date=21 July 2022 |work=The Indian Express |date=21 July 2022 |language=en}}</ref>
Murmu tók við forsetaembættinu þann 25. júlí 2022. Hún verður svarin í embætti í þinghúsinu í Nýju Delí af forseta hæstaréttar Indlands, [[N. V. Ramana|NV Ramana]].<ref>{{Cite web |date=2022-07-19 |title=All About The New President Of India: Draupadi Murmu » Market Place |url=https://market-place.in/web-stories/draupadi-murmu/ |access-date=2022-07-22 |website=Market Place |language=en-US}}</ref> Murmu er fyrsta manneskjan frá [[Odisha]] og önnur konan á eftir [[Pratibha Patil|Pratibhu Patil]] til að gegna forsetaembætti Indlands. Hún verður jafnframt fyrsta manneskjan úr indverska ættbálkasamfélaginu til að gegna embættinu.<ref>{{cite news |title=Will Droupadi Murmu Remain a BJP Electoral Ploy or Help Unseen Adivasis Be Seen at Last? |url=https://thewire.in/politics/droupadi-murmu-bjp-adivasis-president |access-date=22 July 2022 |work=The Wire |date=22 July 2022}}</ref><ref name="Express 5 things">{{cite news |title=Explained: 5 things to know about Droupadi Murmu, President of India |url=https://indianexpress.com/article/explained/droupadi-murmu-president-of-india-five-things-8044065/ |access-date=22 July 2022 |work=The Indian Express |date=22 July 2022 |language=en}}</ref> Hún er yngsta manneskjan í embættinu og fyrsti forseti landsins sem er fæddur eftir sjálfstæði landsins.<ref name="Express Profile" />
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Erfðatafla
|titill = Forseti Indlands
| frá = [[25. júlí]] [[2022]]
| til =
| fyrir = [[Ram Nath Kovind]]
| eftir = Enn í embætti
}}
{{töfluendir}}
{{Forsetar Indlands}}
{{DEFAULTSORT:Murmu, Droupadi}}
{{f|1958}}
[[Flokkur:Forsetar Indlands]]
d4kvk2cr5aua7m75oaxcjobpnls0w0d
Ellý Katrín Guðmundsdóttir
0
168611
1761936
1761756
2022-07-26T10:36:15Z
Stalfur
455
wikitext
text/x-wiki
'''Ellý Katrín Guðmundsdóttir''' (fædd 15. september 1964 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari [[Reykjavík]]urborgar. Hún hefur vakið athygli fyrir að beina sjónum almennings að [[Alzheimer]]-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn.
Hún er gift [[Magnús Karl Magnússon|Magnúsi Karli Magnússyni]], fyrrum deildarforseta í læknadeild HÍ og eiga þau tvö börn. Móðir Ellýjar er færeysk. Bróðir hennar er [[Pétur Guðmundsson]] körfuboltakappi.
Hún lauk gagnfræðaprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] 1980 og lauk svo stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]]. Hún lauk embættisprófi í [[lögfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1990, og lauk meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School 1998.
Hún var skipuð af Alþingi í stjórnlaganefnd árið 2010. Hún sat í stjórn [[Landvernd]]ar 2016-2018.
Í [[Alþingiskosningar 2021|Alþingiskosningunum 2021]] neitaði kjörstjórn henni að njóta aðstoðar Magnúsar, fulltrúa hennar, í kjörklefa, hún greiddi atkvæði með aðstoð kjörstjóra.
== Starfsferill ==
* 1991-1994 lögfræðingur á [[Einkaleyfastofan|Einkaleyfastofu]]
* 1998-2002 lögfræðingur hjá [[Alþjóðabankinn|Alþjóðabankanum]] í [[Washington D.C.]]
* 2002-2005 forstöðumaður Umhverfis- og heilbrigðisstofu Reykjavíkur
* 2005-2007 sviðsstýra Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar
* 2007-2008 forstjóri [[Umhverfisstofnun]]ar
* 2008-2011 sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
* 2011-2016 borgarritari Reykjavíkurborgar
* 2016-2019 lögfræðingur hjá Reykjavíkurborg
== Heimildir ==
* {{vefheimild|url=https://www.forseti.is/fr%C3%A9ttir/2020-06-17-hin-%C3%ADslenska-f%C3%A1lkaor%C3%B0a/|titill=Forseti.is:Hin íslenska fálkaorða|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://www.vb.is/folk/elly-katrin-gumundsdottir-rain-svisstjori-umhverfi/|titill=Viðskiptablaðið:Ellý Katrín Guðmundsdóttir ráðin sviðsstjóri Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar
|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=http://www.thjodfundur2010.is/um-thjodfundinn/|titill=Þjóðfundur 2010:Um þjóðfundinn|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://eldri.landvernd.is/alyktanir/adalfundur-alyktar-um-fridlysingar|titill=Landvernd: Aðalfundur 2016|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://timarit.is/page/6083868#page/n21/mode/2up|Morgunblaðið 15. september 2014: Borgarritari á reiðhjóli|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2017/03/31/rumlega_fimmtug_med_alzheimer/|titill=Mbl.is:Rúmlega fimmtug með Alzheimer|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://stundin.is/grein/11334/|titill=Stundin: Lífið er rólegra núna en við njótum þess|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
* {{vefheimild|url=https://www.frettabladid.is/frettir/konu-med-alzheimer-neitad-um-fylgd-fulltrua-i-kjorklefa/|titill=Fréttablaðið:Konu með Alzheimer neitað um fylgd fulltrúa í kjörklefa|mánuðurskoðað=24. júlí|árskoðað=2022}}
[[Flokkur:Íslenskir lögfræðingar]]
{{f|1964}}
lz8omx6o9wqak00k5bhso2titdc3bqi
Nanking-sáttmálinn
0
168621
1761882
1761821
2022-07-25T16:41:09Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]]
'''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína.
== Bakgrunnur ==
[[Mynd:Destruction_of_opium_in_1839.jpg|alt= Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.|thumb| <small>'''Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums''' í Humen, Guangdong-héraði, [[3. júní]] [[1839]]. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.</small>]]
[[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]]
Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs [[ópíum]] varð æ meira bitbein.
Lin Zexu landstjóri Kínverja mótmælti umfangsmiklum ópíumviðskiptunum og ritaði breskum stjórnvöldum sem og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] og reyndi að höfða til samvisku þeirra. Voru þau bréf birt í breskum fjölmiðlum. Það hafði engin áhrif.
Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]] í [[Guangdong]]<nowiki/>-héraði í suðurhluta landsins.
[[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842.
Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á [[Nanjing]], sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina.
==Undirritun og skilmálar==
[[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]]
Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum.
Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843.
Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“.
== Fimm sáttmálahafnir ==
Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti.
Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943).
Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um.
Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin.
==„Ójafnréttissamningarnir“==
Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]].
Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga.
== Tengt efni ==
* [https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking| Enskur samningstexti Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource]
* [https://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_the_Bogue|Um Um Bogue-sáttmálann 1843]
* [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}}
[[Flokkur:Friðarsáttmálar]]
[[Flokkur:Ópíumstríðin]]
[[Flokkur:Saga Kína]]
kygtw1pbzlmnx9hluu41kn1qioso4oo
1761883
1761882
2022-07-25T16:42:27Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]]
'''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína.
== Bakgrunnur ==
[[Mynd:Destruction_of_opium_in_1839.jpg|alt= Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.|thumb| <small>'''Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums''' í Humen, Guangdong-héraði, [[3. júní]] [[1839]]. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.</small>]]
[[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]]
Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs [[ópíum]] varð æ meira bitbein.
Lin Zexu landstjóri Kínverja mótmælti umfangsmiklum ópíumviðskiptunum og ritaði breskum stjórnvöldum sem og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] og reyndi að höfða til samvisku þeirra. Voru þau bréf birt í breskum fjölmiðlum. Það hafði engin áhrif.
Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]] í [[Guangdong]]<nowiki/>-héraði í suðurhluta landsins.
[[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842.
Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á [[Nanjing]], sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina.
==Undirritun og skilmálar==
[[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]]
Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum.
Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843.
Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“.
== Fimm sáttmálahafnir ==
Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti.
Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943).
Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um.
Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin.
==„Ójafnréttissamningarnir“==
Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]].
Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga.
== Tengt efni ==
* [https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking Enskur samningstexti Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource]
* [https://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_the_Bogue Um Um Bogue-sáttmálann 1843]
* [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}}
[[Flokkur:Friðarsáttmálar]]
[[Flokkur:Ópíumstríðin]]
[[Flokkur:Saga Kína]]
pg4vbljudhoojyy0y17f6ctwu9wsxcj
1761884
1761883
2022-07-25T16:42:43Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]]
'''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína.
== Bakgrunnur ==
[[Mynd:Destruction_of_opium_in_1839.jpg|alt= Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.|thumb| <small>'''Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums''' í Humen, Guangdong-héraði, [[3. júní]] [[1839]]. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.</small>]]
[[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]]
Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs [[ópíum]] varð æ meira bitbein.
Lin Zexu landstjóri Kínverja mótmælti umfangsmiklum ópíumviðskiptunum og ritaði breskum stjórnvöldum sem og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] og reyndi að höfða til samvisku þeirra. Voru þau bréf birt í breskum fjölmiðlum. Það hafði engin áhrif.
Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]] í [[Guangdong]]<nowiki/>-héraði í suðurhluta landsins.
[[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842.
Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á [[Nanjing]], sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina.
==Undirritun og skilmálar==
[[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]]
Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum.
Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843.
Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“.
== Fimm sáttmálahafnir ==
Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti.
Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943).
Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um.
Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin.
==„Ójafnréttissamningarnir“==
Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]].
Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga.
== Tengt efni ==
* [https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking Enskur samningstexti Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource]
* [[:en:Treaty_of_the_Bogue|Um Bogue-sáttmálann 1843]]
* [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}}
[[Flokkur:Friðarsáttmálar]]
[[Flokkur:Ópíumstríðin]]
[[Flokkur:Saga Kína]]
lbnndguof30enjlp6qrnbvaajyi0vh0
1761885
1761884
2022-07-25T16:43:06Z
Dagvidur
4656
/* Tengt efni */
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:The_Signing_of_the_Treaty_of_Nanking.jpg|alt=Málverk af undirritun og innsiglun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.|hægri|thumb|500x500dp|<small>Málverk af undirritun Nanking-sáttmálans árið 1842, er neyddi kínversku stjórnina til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum eða „sáttmálahöfnum“.</small>]]
'''Nanking-sáttmálinn''' (Nanjing) ''([[kínverska]]:''南京條約''; [[Pinyin|rómönskun:]] Nánjīng tiáoyuē)'' var friðarsáttmáli undirritaður [[29. ágúst]] [[1842]], sem batt enda á [[Fyrra ópíumstríðið|fyrsta ópíumstríðið]] (1839–1842) milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] í Kína.
== Bakgrunnur ==
[[Mynd:Destruction_of_opium_in_1839.jpg|alt= Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums í Humen, Guangdong-héraði, 3. júní 1839. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.|thumb| <small>'''Lin Zexu landstjóri fyrirskipar eyðingu ópíums''' í Humen, Guangdong-héraði, [[3. júní]] [[1839]]. Eftir það kröfðust Bretar fyrst skaðabóta og lýstu síðan yfir því sem varð þekkt sem „fyrsta ópíumstríðið“.</small>]]
[[Mynd:HMS Cornwallis and Squadron in Nanking.jpg |thumb|right|<small>Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, að fagna gerð friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Málverk af breska herskipinu H.M.S. Cornwallis og hersveita utan borgarmúra Nanking borgar, fagna gerð friðarsáttmálans.]]
Kínversk stjórnvöld urðu móttækilegri fyrir utanríkisviðskiptum eftir að hafa náð yfirráðum yfir [[Taívan]] árið 1683. Erlendir kaupmenn frá ýmsum þjóðum hófu viðskipti við landið. Áberandi þar voru evrópskir kaupmenn. Viðskipti gengu framan af vel fyrir sig, en árið 1820 varð erfileika vart í samskiptum erlendra kaupmanna og Kínverja. Útlendingar fundu að viðskiptahömlum og kínversk yfirvöld voru treg til að opna eðlileg diplómatísk samskipti. Innflutningur ólöglegs [[ópíum]] varð æ meira bitbein.
Lin Zexu landstjóri Kínverja mótmælti umfangsmiklum ópíumviðskiptunum og ritaði breskum stjórnvöldum sem og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] og reyndi að höfða til samvisku þeirra. Voru þau bréf birt í breskum fjölmiðlum. Það hafði engin áhrif.
Árið 1839 lögðu Kínverjar hald á og eyðilögðu mikið magn af ólöglegu ópíum sem Bretar fluttu inn. Aðstaða erlendra kaupmanna og fyrirtækja var eyðilögð. Í hefndarskyni réðust Bretar á varðstaði Kínverja við [[Perlufljót]] í [[Guangdong]]<nowiki/>-héraði í suðurhluta landsins.
[[Fyrra ópíumstríðið|Fyrsta ópíumstríðið]] (1839–42) endaði með auðmýkjandi ósigri fyrir Kína. Kínversku stjórnina var neydd til að opna fyrir utanríkisviðskipti í fimm hafnarborgum með undirritun Nanking-sáttmálans svokallaða árið 1842.
Í kjölfar hernaðarósigurs Kína, þar sem bresk herskip voru tilbúin að ráðast á [[Nanjing]], sömdu breskir og kínverskir embættismenn um borð í herskipinu HMS Cornwallis sem lá við akkeri fyrir utan borgina.
==Undirritun og skilmálar==
[[Mynd:Treaty_of_Nanking_(part_of).png|thumb|right|<small>Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans 1842.</small>|alt= Kínversk og ensk gerð Nanking friðarsáttmálans.]]
Þann 29. ágúst undirrituðu breski fulltrúinn Sir Henry Pottinger og fulltrúarnir Qing Qiying, Yilibu og Niu Jian sáttmálann sem samanstóð af þrettán greinum.
Sáttmálinn var fullgiltur af Daoguang keisara [[Tjingveldið|Tjingveldisins]] 27. október sama ár og [[Viktoría Bretadrottning|Viktoríu drottningu]] 28. desember. Bretar og Kínverjar skiptust var á fullgildingum í Hong Kong 26. júní 1843.
Samkvæmt sáttmálanum var þess krafðist að Kínverjar greiddu háar skaðabætur, framseldu eyjuna [[Hong Kong]] til Breta sem nýlendu, til að binda enda á kantónukerfið sem hafði takmarkað viðskipti við þá höfn og leyfa viðskipti í fimm „sáttmálahöfnum“.
== Fimm sáttmálahafnir ==
Megintilgangur sáttmálans var að breyta umgjörð utanríkisviðskipta sem kínverks kantónakerfið hafði byggt á allt frá árinu 1760. Samkvæmt sáttmálanum var verslunareinokun í Kanton ([[Guangzhou]]) afnumin. Auk Kanton aðstöðunnar, var komið á fjórum „sáttmálahöfnum“ til viðbótar er væru opnar fyrir utanríkisviðskipti.
Sáttmálahafnirnar fimm voru: [[Guangzhou|Kanton]] (á Shameen-eyju frá 1859- 1943); Amoy (Xiamen til 1930), Foochowfoo (Fuzhou); Ningpo (Ningbo) og Sjanghæ (til 1943).
Í sáttmálahöfnunum áttu erlendir kaupmenn að fá að versla við hvern sem þeir vildu. Bretar öðluðust einnig rétt til að senda þangað ræðismenn, sem fengu rétt til að hafa beint samband við kínverska embættismenn á staðnum. Í sáttmálanum var kveðið á um að viðskipti í samningshöfnunum skyldu háð föstum tollum, sem skyldu Bretar og Kínverjar skyldu semja um.
Á árunum 1843 til 1844, opnuðu [[Xiamen]], [[Sjanghæ]], [[Ningbo]], [[Fuzhou]] og [[Guangzhou]] fyrir viðskipti samkvæmt sáttmálanum. Framþróun Xiamen, Fuzhou og Ningbo var þó háð landfræðilegum takmörkunum. Aftur á móti var Sjanghæ, staðsett við ósa Jangtse-fljótsins, betur sett en hina borgirnar fjórar. Sjanghæ var nær uppruna helstu útflutningsvara, silki og te. Hún var einnig nálægt velmegandi héraða [[Jiangsu]] og [[Zhejiang]]. Breskir og aðrir erlendir kaupsýslumenn sem höfðu upphaflega lagt áherslu á viðskipti í [[Guangzhou]] tóku að flykktust til [[Sjanghæ]], sem eftir 1853 leysti Guangzhou af hólmi sem stærsta viðskiptahöfnin.
==„Ójafnréttissamningarnir“==
Árið 1843 fylgdi svokallaður '''Bogue-sáttmáli''', milli [[Breska heimsveldið|Breska heimsveldisins]] og [[Tjingveldið|Tjingveldisins]], er kvað á um viðbótarland og bestu kjör. Sá samningur var kínverskum þjóðernissinnum mikill þyrnir í augum. Hann var fyrstur þeirra samninga sem Kínverjar kölluðu „ójafnréttissamningana“, en þeir voru undirritaðir á 19. og snemma á 20. öld, milli Kína og ýmissa evrópskra stórvelda, svo sem breska heimsveldisins, [[Frakkland|Frakklands]], [[Þýska keisaraveldið|þýska keisaradæmið]], og [[Rússneska keisaradæmið|rússneska keisaradæmið]], auk [[Japanska keisaradæmið|Japans keisaradæmið]] og [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]].
Þessir samningar, sem oft voru gerðir eftir hernaðarósigra, innihéldu einhliða skilmála sem kröfðu Kína um afsal á landi, greiðslu skaðabóta, opnun sáttmálahafna eða forréttindi fyrir erlenda ríkisborga.
== Tengt efni ==
* [https://en.wikisource.org/wiki/Treaty_of_Nanking Enskur samningstexti] Nanking-sáttmálans birtur á Wikisource
* [[:en:Treaty_of_the_Bogue|Um Bogue-sáttmálann 1843]]
* [https://www.britannica.com/event/Treaty-of-Nanjing Encyclopaedia Britannica] um Nanking-sáttmálann.
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Treaty of Nanking|mánuðurskoðað=21. júlí |árskoðað=2022}}
[[Flokkur:Friðarsáttmálar]]
[[Flokkur:Ópíumstríðin]]
[[Flokkur:Saga Kína]]
lmjzj068r9eqj4cb737e9y44cyen0iw
Notandi:Vanjaclawthorne/common.css
2
168625
1761870
2022-07-25T12:00:39Z
Vanjaclawthorne
86659
Ný síða: @import url('https://fonts.googleapis.com/css2family=Noto+Sans+Mono:wght@600&display=swap'); html, body { font-family: 'Noto Sans Mono', monospace; font-weight: 600; } .mw-body-content { font-size: 1.04em; line-height: 1.6em; letter-spacing: 0.025em; word-spacing: 0.04em; } h1, h2, h3, h4, h5, .mw-body h1, .mw-body h2, .mw-body h3, .mw-body h4 { font-family: 'Noto Sans Mono', monospace; font-weight: 800; border-bottom: none; }
css
text/css
@import url('https://fonts.googleapis.com/css2family=Noto+Sans+Mono:wght@600&display=swap');
html, body {
font-family: 'Noto Sans Mono', monospace;
font-weight: 600;
}
.mw-body-content {
font-size: 1.04em;
line-height: 1.6em;
letter-spacing: 0.025em;
word-spacing: 0.04em;
}
h1, h2, h3, h4, h5, .mw-body h1, .mw-body h2, .mw-body h3, .mw-body h4 {
font-family: 'Noto Sans Mono', monospace;
font-weight: 800;
border-bottom: none;
}
n8ow4d4sghbrktn1netvha3tkf1qv22
Han-fljót (Guangdong)
0
168626
1761937
2022-07-26T11:40:24Z
Dagvidur
4656
Síða um Han-fljótið í suðausturhluta Kína. Það eru nokkur Han-fljót, svo þetta er merk héraðinu Guangdong.
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Chaozhou_Han_River.jpeg|alt=Horft yfir Han-fljót frá Chaozhou borg.|thumb|Horft yfir Han-fljót frá Chaozhou borg.]]
[[Mynd:澄海县图1.jpg|alt=Kort af Chenghai-sýslu frá tíma Mingveldisins (1368 til 1644) sem sýnir óshólmasvæði Han-fljótsins.|thumb|Kort af Chenghai-sýslu frá tíma Mingveldisins (1368 til 1644) sem sýnir óshólmasvæði Han-fljótsins.]]
'''Han-fljót''' ''([[kínverska]]:韓江; [[Pinyin|rómönskun:]] Hán Jiāng)'' er fljót í suðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Það rennur að mestu í austurhluta [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] og er um 410 kílómetra að lengd.
Han-fljót á upptök sín Wuyi fjöllum í suðvestur [[Fujian]] héraði norðan við Changting sýslu. Efri farvegur þess er þekktur sem Ting-fljótið og rennur suður til Fengshi, og tengist Yongding ánni. Hún rennur suður yfir héraðsmörkin við [[Guangdong]]<nowiki/>-hérað og tengist Sanheba með helstu þverá sinni, Mei-ánni, sem framræsir víðfeðmt svæði í norðausturhluta [[Guangdong]] milli Dawan- og Lianhua-svæðisins, og annarri austurkvísl, Daqing-ánni, sem dregur fram lítið vatnasvæði í suðurhluta [[Fujian]] vestan við Boping-svæðið. Han-fljót rennur síðan suður til hafs í gegnum umfangsmikið óshólmassvæði fyrir neðan Chao'an, með borgina Shantou á suðvesturhorni þess og tæmist í [[Suður-Kínahaf]].
Fólk af Teochew þjóðerni vísar til fljótsins sem „móðurfljótsins“.
Fljótið er nefnt eftir Han Yu, rithöfundi, skáldi og embættismanni [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907), til heiðurs framlagi hans til tungumálasvæðis Teoswa (Chaoshan). Fljótið varð friðsælla eftir fljótareglugerð sem Han koma á og því nefnd eftir honum. Fljótið var upphaflega nefnt E Xi („Hið grimma fljót“).
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Han River (Guangdong)|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Han-River-Guangdong-and-Fujian-provinces-China|titill=Britannica:Han River|höfundur=Han Chiang, Han Jiang|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=1. febrúar|ár=2012|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
9acr5kewr5qtnk3xe316jvbfn7irmk0
1761938
1761937
2022-07-26T11:41:18Z
Dagvidur
4656
Bætti við flokkun
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Chaozhou_Han_River.jpeg|alt=Horft yfir Han-fljót frá Chaozhou borg.|thumb|Horft yfir Han-fljót frá Chaozhou borg.]]
[[Mynd:澄海县图1.jpg|alt=Kort af Chenghai-sýslu frá tíma Mingveldisins (1368 til 1644) sem sýnir óshólmasvæði Han-fljótsins.|thumb|Kort af Chenghai-sýslu frá tíma Mingveldisins (1368 til 1644) sem sýnir óshólmasvæði Han-fljótsins.]]
'''Han-fljót''' ''([[kínverska]]:韓江; [[Pinyin|rómönskun:]] Hán Jiāng)'' er fljót í suðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Það rennur að mestu í austurhluta [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] og er um 410 kílómetra að lengd.
Han-fljót á upptök sín Wuyi fjöllum í suðvestur [[Fujian]] héraði norðan við Changting sýslu. Efri farvegur þess er þekktur sem Ting-fljótið og rennur suður til Fengshi, og tengist Yongding ánni. Hún rennur suður yfir héraðsmörkin við [[Guangdong]]<nowiki/>-hérað og tengist Sanheba með helstu þverá sinni, Mei-ánni, sem framræsir víðfeðmt svæði í norðausturhluta [[Guangdong]] milli Dawan- og Lianhua-svæðisins, og annarri austurkvísl, Daqing-ánni, sem dregur fram lítið vatnasvæði í suðurhluta [[Fujian]] vestan við Boping-svæðið. Han-fljót rennur síðan suður til hafs í gegnum umfangsmikið óshólmassvæði fyrir neðan Chao'an, með borgina Shantou á suðvesturhorni þess og tæmist í [[Suður-Kínahaf]].
Fólk af Teochew þjóðerni vísar til fljótsins sem „móðurfljótsins“.
Fljótið er nefnt eftir Han Yu, rithöfundi, skáldi og embættismanni [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907), til heiðurs framlagi hans til tungumálasvæðis Teoswa (Chaoshan). Fljótið varð friðsælla eftir fljótareglugerð sem Han koma á og því nefnd eftir honum. Fljótið var upphaflega nefnt E Xi („Hið grimma fljót“).
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Han River (Guangdong)|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Han-River-Guangdong-and-Fujian-provinces-China|titill=Britannica:Han River|höfundur=Han Chiang, Han Jiang|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=1. febrúar|ár=2012|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
[[Flokkur:Fljót í Kína]]
h3myfs6uqkosdwp5yfteonx5f8r4ec2
1761939
1761938
2022-07-26T11:42:49Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Chaozhou_Han_River.jpeg|alt=Horft yfir Han-fljót frá Chaozhou borg.|thumb|<small>Horft yfir '''Han-fljót''' frá Chaozhou borg.</small>]]
[[Mynd:澄海县图1.jpg|alt=Kort af Chenghai-sýslu frá tíma Mingveldisins (1368 til 1644) sem sýnir óshólmasvæði Han-fljótsins.|thumb|<small>Kort af '''óshólmasvæði Han-fljótsins''' í Chenghai-sýslu frá tíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368 til 1644).</small>]]
'''Han-fljót''' ''([[kínverska]]:韓江; [[Pinyin|rómönskun:]] Hán Jiāng)'' er fljót í suðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Það rennur að mestu í austurhluta [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] og er um 410 kílómetra að lengd.
Han-fljót á upptök sín Wuyi fjöllum í suðvestur [[Fujian]] héraði norðan við Changting sýslu. Efri farvegur þess er þekktur sem Ting-fljótið og rennur suður til Fengshi, og tengist Yongding ánni. Hún rennur suður yfir héraðsmörkin við [[Guangdong]]<nowiki/>-hérað og tengist Sanheba með helstu þverá sinni, Mei-ánni, sem framræsir víðfeðmt svæði í norðausturhluta [[Guangdong]] milli Dawan- og Lianhua-svæðisins, og annarri austurkvísl, Daqing-ánni, sem dregur fram lítið vatnasvæði í suðurhluta [[Fujian]] vestan við Boping-svæðið. Han-fljót rennur síðan suður til hafs í gegnum umfangsmikið óshólmassvæði fyrir neðan Chao'an, með borgina Shantou á suðvesturhorni þess og tæmist í [[Suður-Kínahaf]].
Fólk af Teochew þjóðerni vísar til fljótsins sem „móðurfljótsins“.
Fljótið er nefnt eftir Han Yu, rithöfundi, skáldi og embættismanni [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907), til heiðurs framlagi hans til tungumálasvæðis Teoswa (Chaoshan). Fljótið varð friðsælla eftir fljótareglugerð sem Han koma á og því nefnd eftir honum. Fljótið var upphaflega nefnt E Xi („Hið grimma fljót“).
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Han River (Guangdong)|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Han-River-Guangdong-and-Fujian-provinces-China|titill=Britannica:Han River|höfundur=Han Chiang, Han Jiang|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=1. febrúar|ár=2012|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
[[Flokkur:Fljót í Kína]]
dwhavtk19ba7ish3ytj8jq4xm596k7k
1761940
1761939
2022-07-26T11:44:25Z
Dagvidur
4656
wikitext
text/x-wiki
[[Mynd:Chaozhou_Han_River.jpeg|alt=Horft yfir Han-fljót frá Chaozhou borg.|thumb|<small>Horft yfir '''Han-fljót''' frá Chaozhou borg.</small>]]
[[Mynd:澄海县图1.jpg|alt=Kort af Chenghai-sýslu frá tíma Mingveldisins (1368 til 1644) sem sýnir óshólmasvæði Han-fljótsins.|thumb|<small>Kort af '''óshólmasvæði Han-fljótsins''' í Chenghai-sýslu frá tíma [[Mingveldið|Mingveldisins]] (1368 til 1644).</small>]]
'''Han-fljót''' ''([[kínverska]]:韓江; [[Pinyin|rómönskun:]] Hán Jiāng)'' er fljót í suðausturhluta [[Kína|Alþýðulýðveldisins Kína]]. Það rennur að mestu í austurhluta [[Guangdong|Guangdong-héraðs]] og er um 410 kílómetra að lengd.
Han-fljót á upptök sín Wuyi fjöllum í suðvestur [[Fujian]] héraði norðan við Changting sýslu. Efri farvegur þess er þekktur sem Ting-fljótið og rennur suður til Fengshi, og tengist Yongding ánni. Hún rennur suður yfir héraðsmörkin við [[Guangdong]]<nowiki/>-hérað og tengist Sanheba með helstu þverá sinni, Mei-ánni, sem framræsir víðfeðmt svæði í norðausturhluta [[Guangdong]] milli Dawan- og Lianhua-svæðisins, og annarri austurkvísl, Daqing-ánni, sem dregur fram lítið vatnasvæði í suðurhluta [[Fujian]] vestan við Boping-svæðið. Han-fljót rennur síðan suður til hafs í gegnum umfangsmikið óshólmassvæði fyrir neðan Chao'an, með borgina [[Shantou]] á suðvesturhorni þess og tæmist í [[Suður-Kínahaf]].
Fólk af Teochew þjóðerni vísar til fljótsins sem „móðurfljótsins“.
Fljótið er nefnt eftir Han Yu, rithöfundi, skáldi og embættismanni [[Tangveldið|Tangveldisins]] (618–907), til heiðurs framlagi hans til tungumálasvæðis Teoswa (Chaoshan). Fljótið varð friðsælla eftir fljótareglugerð sem Han koma á og því nefnd eftir honum. Fljótið var upphaflega nefnt E Xi („Hið grimma fljót“).
== Heimildir ==
* {{Wpheimild|tungumál=en|titill=Han River (Guangdong)|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022}}
* {{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/place/Han-River-Guangdong-and-Fujian-provinces-China|titill=Britannica:Han River|höfundur=Han Chiang, Han Jiang|útgefandi=The Editors of Encyclopaedia|mánuður=1. febrúar|ár=2012|mánuðurskoðað=26. júlí|árskoðað=2022|Britannica}}
[[Flokkur:Fljót í Kína]]
clprmyjazekrg74etftggvdzp13jc2x